NORÐLINGASKÓLI Sími: 411-7640 Netfang: nordlingaskoli@reykjavik.is Heimasíða: http://www.nordlingaskoli.is
Stefna um foreldrasamskipti, samstarf og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla
Efnisyfirlit 1
2
3
4
Samstarf skólans og foreldrasamfélagsins .................................................................................. 2 1.1
Foreldrafélagið Vaðið .......................................................................................................... 2
1.2
Skólaráð ............................................................................................................................... 4
1.3
Bekkjarfulltrúastarf - skipan og hlutverk ............................................................................. 5
1.4
Tengiliðir skóla við bekkjarfulltrúa – skipan og hlutverk ..................................................... 8
1.5
Hefðir og venjur ................................................................................................................. 10
Upplýsingaskylda og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla .......................................................... 11 2.1
Upplýsingaskylda milli skóla og foreldra ........................................................................... 11
2.2
Foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun – markmið og leiðir ........................................... 12
Mat á foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla........................................... 16 3.1
Viðhorfskannanir Reykjavíkurborgar ................................................................................. 16
3.2
Rannsókn um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla .......................... 19
Áætlun Norðlingaskóla um samstarf við foreldra ..................................................................... 23 4.1
Starfshópur ........................................................................................................................ 23
4.2
Styrkleikar skólans í foreldrasamstarfi .............................................................................. 23
4.3
Sóknarfæri ......................................................................................................................... 24
4.4
Samstarfsáætlun fyrir skólaárið 2013 -2014 ..................................................................... 25
4.5
Ótímasett verkefni ............................................................................................................. 28
Heimildaskrá..................................................................................................................................... 30
1
1 Samstarf skólans og foreldrasamfélagsins 1.1 Foreldrafélagið Vaðið Eins og fram kemur í Aðalnámskrár grunnskóla 2011 er hlutverk foreldrafélags að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag skólans setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Kosning í stjórn fer fram á aðalfundi foreldrafélagsins að hausti. Fulltrúar eru fimm talsins og kosnir til tveggja ára í senn, fjórir fulltrúar foreldra sem kosnir eru af foreldrum sem mæta á aðalfund og einn fulltrúi starfsmanna sem starfsfólk kýs úr sínum hópi. Skólaárið 2012 – 2013 sitja eftirfarandi fulltrúar í stjórn foreldrafélagsins: Í aðalstjórn: Valgerður Sverrisdóttir – formaður Þórey Gylfadóttir – varaformaður – f.h. skólans Elísabet Björgvinsdóttir – gjaldkeri Áslaug Hafsteinsdóttir – ritari Katrín Garðarsdóttir - meðstjórnandi Í varastjórn: Þorvaldur E. Sæmundsen Sólrún Héðinsdóttir Sigrún Ása Þórðardóttir Ingibjörg Ásta Þórisdóttir Þráinn Árni Baldvinsson – f.h. skólans. Lög um starfsemi foreldra- og starfsmannafélags Norðlingaskóla Vaðsins Í lögum sem samþykkt voru á aðalfundi félagsins í október 2008 er að finna eftirfarandi lagagreinar um starfshætti félagsins. Í ljósi breytinga á grunnskólalögum frá þessum tíma, nýrri Aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 og nýjum áherslum í bekkjarfulltrúastarfi þarf að endurskoða greinar nr. 4, 6 og 8 á næsta aðalfundi (rauðlitaðar í texta). 1.grein Félagið heitir Vaðið foreldra- og starfsmannafélag Norðlingaskóla og eru félagar foreldrar/forráðamenn nemenda ásamt starfsfólki skólans. 2. grein Hlutverk og tilgangur félagsins er að: vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum. stuðla að góðu samstarfi milli foreldra og starfsfólks skólans. að efla kynni foreldra, nemenda og starfsmanna skólans. afla tekna fyrir félagið. standa fyrir ýmsum uppákomum standa fyrir fræðslufundum um skóla og uppeldismál í samráði við skólann. veita skólayfirvöldum lið svo að aðstæður til náms og félagslegra starfa verði sem bestar. skipuleggja og halda utan um starf bekkjarfulltrúa í hverjum bekk. standa að upplýsingamiðlun til foreldra m.a. á heimasíðu skólans þar sem birtar eru fundargerðir og annað er viðvíkur starfsemi félagsins. 2
taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög, svæðaráð og landssamtök foreldra.
3. grein ATH - fjölda! Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum, þessir fulltrúar skulu kosnir af þeim félögum sem mættir eru á aðalfund. Starfsfólk skólans skal kjósa sér einn úr sínum hópi til að vera í stjórn félagsins og foreldrar/forráðamenn skulu kjósa fjóra úr sínum röðum. Varamenn skulu vera þrír, tveir fyrir hönd foreldra/forráðamanna og einn fyrir hönd starfsmanna skólans og skulu þeir kosnir á sama hátt og aðalmenn. Stjórn skiptir með sér verkum þ.e. formaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnendur. Kjörtímabil stjórnarmanna er tvö ár í senn. Annað árið eru kosnir þrír aðalfulltrúar og einn varafulltrúi, en hitt árið tveir aðalfulltrúar og tveir varafulltrúar. 4. grein Í 8. grein grunnskólalaga kafla 3 segir m.a. um skólaráð „ Skólaráð skal skipað sjö einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einumfulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla og tveim fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess (Vantar nemendafulltrúa). 5. grein Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert, kjörtímabil nýrrar stjórnar hefst að loknum aðalfundi. Til aðalfundar skal boða með minnst einnar viku fyrirvara og telst hann löglegur ef löglega er til hans boðað. Verkefni aðalfundar er:
Skýrsla stjórnar Reikningar lagðir fram Lagabreytingar ( ef þarf) Kosning aðal- og varamanna í stjórn Ákvörðun árgjalds Skýrsla skólaráðs Kosning í skólaráð Önnur mál
6. grein Foreldrafélagið skiptir hverjum bekk upp í þrjú bekkjaráð Haust bekkjaráð, frá skólasetningu til 15. nóv. Miðsvetrar bekkjaráð, frá 16. nóv. - 28. febrúar Vor bekkjaráð, frá 1. mars - skólaloka. Bekkjarráð er starfsrækt í hverjum bekk. Tilnefndur er einn úr hópnum sem tengill og sér hann um að kalla hópinn saman. Verkefni bekkjaráðs skal vera: Að efna til hvers konar funda eða samkomuhalds með foreldrum, kennurum og nemendum til að auka innbyrðis kynni þessara aðila. Stjórn félagsins setur nánari reglur um starf og skipan bekkjaráða. Gert er ráð fyrir því að bekkjarfulltrúar í samkennsluhópunum vinni náið saman. 7. grein Stjórn foreldrafélagsins hefur ekki það hlutverk að sinna ágreiningsmálum eða hafa afskipti af vandamálum er upp geta komið milli einstakra foreldra eða forráðamanna og starfsmanna skólans enda er úrlausn slíkra mála í höndum skólayfirvalda skv. lögum. 3
8. grein Á aðalfundi foreldra- og starfsmannafélagsins eru kosnir aðal- og varafulltrúar foreldra í skólaráð Norðlingaskóla. Fulltrúar eru kosnir til tveggja ára í senn. Annað árið eru kosnir tveir aðalfulltrúar og einn til vara, en hitt árið skal kjósa einn aðalfulltrúa og einn til vara. Kjörgengi hafa allir forráðamenn nemenda skólans, sem ekki eru starfsmenn skólans. Kosningarétt hafa allir forráðamenn nemenda. Á aðalfundi gerir skólaráð grein fyrir starfsemi sinni á liðnu starfsári. 9. grein Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi. Hvert heimili borgar aðeins einfalt gjald þó tvö eða fleiri börn frá sama heimili stundi nám við skólann. 10. grein Lögum þessum má breyta með einföldum meirihluta á aðalfundi, enda sé lagabreytinga getið í fundarboði. 11. grein Ákvörðun um slit félagsins verða tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess, ef einhverjar eru, til Heimilis og skóla landssamtaka foreldra. Samþykkt með breytingum á aðalfundir félagsins 28.október 2008
1.2 Skólaráð Eins og fram kemur í Aðalnámskrár grunnskóla 2011 kýs foreldrafélag skólans fulltrúa í skólaráð. Skólaráð á að vera samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald og tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð fær til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráði ber einnig að fylgjast almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Kosið er í skólaráð á aðalfundi foreldrafélagsins. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 með áorðnum breytingum eiga níu einstaklingar að sitja í skólaráði til tveggja ára í senn. Í ráðinu eiga að sitja tveir fulltrúar kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveir fulltrúar nemenda og tveir fulltrúum foreldra, auk skólastjóra. Skólaráð á auk þess að velja einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Skólastjóri á að stýra starfi skólaráðs og bera ábyrgð á stofnun þess. Skólaráðsfundir eru mánaðarlega og boðar skólastjóri til þeirra. Auk þess á skólastjóri að boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. Í Norðlingaskóla er einnig gert ráð fyrir að skólastjórnendur fundi a.m.k. einu sinni á ári, að hausti, með fulltrúum foreldra í skólaráði og stjórn Vaðsins. Skólaárið 2013 -2014 sitja eftirfarandi fulltrúar í skólaráði: Ásgeir Ingvi Jónsson fulltrúi foreldra og grenndarsamfélagsins (tilnefndur af skólaráði) Bryndís Jónasdóttir, fulltrúi kennara Edda Ósk Smáradóttir, fulltrúi kennara Henríetta Guðrún Gísladóttir, fulltrúi foreldra Hildur Aradóttir, fulltrúi nemenda 4
Sigurður Páll Jósteinsson, fulltrúi annarra starfsmanna Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Til vara: Berglind Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra Fanney Snorradóttir, fulltrúi kennara Hafþór Gísli Hafþórsson, fulltrúi nemenda Álfheiður Eva Óladóttir, fulltrúi starfsmanna Þyrí Rut Gunnarsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins (tilnefnd af skólaráði)
1.3 Bekkjarfulltrúastarf - skipan og hlutverk Bekkjarfulltrúastarf í Norðlingaskóla er með þeim hætti að fjórir fulltrúar foreldra eru að meðaltali úr hverjum árgangi og gegnir hver bekkjarfulltrúi störfum í tvö ár í senn. Árlega koma því tveir nýir fulltrúar inn en tveir sitja áfram og ekki er talið æskilegt að hvert foreldri gegni starfi bekkjarfulltrúa nema í einum árgangi. Að vori vinnur stjórn foreldrafélagsins með skólastjórnendum og umsjónarkennurum að því að manna bekkjarfulltrúastöður fyrir næsta skólaár til að skipulag starfsins geti hafist sem fyrst á haustdögum. Á vordögum halda skólastjórnendur og stjórn foreldrafélagsins vorfund með öllum bekkjarfulltrúum sem störfuðu á yfirstandandi skólaári og fulltrúrum kennara sem eru tengiliðir skólans við bekkjarfulltrúa. Þar er vetrarstarfið metið, bekkjarfulltrúar deila upplýsingum um hvað gekk vel og hverju þurfi að huga betur að í samstarfsáætlun á komandi skólaári. Einnig eru kynntar helstu niðurstöður úr ýmsum könnunum sem gerðar hafa verið á skólaárinu varðandi foreldrasamskipti eins og t.d. viðhorfskönnunum á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Í september eru allir bekkjarfulltrúar, þ.e. nýir fulltrúar ásamt þeim sem fyrir eru, boðaðir á vinnufund ásamt fulltrúum umsjónarkennara sem eru tengiliðir við bekkjarfulltrúa. Þar er mat á bekkjarfulltrúastarfi liðins vetrar reifað, nýjar hugmyndir útfærðar og lagt á ráðin með helstu áherslur í samstarfsáætlun um foreldrasamstarf á komandi vetri. Á haustfundi er m.a. sett upp skipulag yfir skemmtanir, viðburði og fræðslu sem foreldrar, nemendur og starfsmenn skólans hafa áhuga á að framkvæma. Þessi stefna er svo kynnt betur á aðalfundi Vaðsins. Bekkjarfulltrúar í hverjum árgangi fá eina möppu, merktar árganginum; 1. bekkur, 2. bekkur o.s.frv. Í möppuna er upplýsingum safnað um ýmislegt sem viðkemur bekkjarfulltrúastarfi á komandi vetri eins og gögnum yfir uppákomur og skemmtanir, hugmyndir að fjáröflunarleiðum, kostnaðartölum og öðru sem gefur mynd af því sem fram fór í hverjum árgangi á skólaárinu. Í lok skólaárs, á vorfundi bekkjarfulltrúa, er möppum skilað, þær geymdar yfir sumartímann í skólanum og síðan dreift aftur á á haustfundi með bekkjarfulltrúum. Þeir sem byrja í 1. bekk fá þá 1. bekkjarmöppuna og tilvonandi 2. bekkur fær 2. bekkjarmöppuna o.s.frv. Tilgangurinn með þessu er að auðvelda bekkjarfulltrúum að hafa yfirsýn yfir það sem gert hefur verið með nemendum, auðvelda bekkjarfulltrúum að fá hugmyndir og einnig að festa í sessi viðburði sem þótt hafa heppnast vel. Í Norðlingaskóla er hlutverk bekkjarfulltrúa að:
Sinna félagsstarfi nemenda í skólanum með bekkjarkvöldum og öðrum skemmtunum. Efla tengsl heimila og skóla með því að fylgja eftir ákvörðunum samkvæmt samstarfsáætlun um foreldrasamstarf. Tryggja gott upplýsingaflæði til foreldra um viðburði sem bekkjarfulltrúar og skólinn standa fyrir.
5
Stuðla að forvörnum gegn hverskyns hættum eins og t.d. neyslu fíkniefna og annarri óæskilegri hegðun með því að styrkja samstöðu foreldra um grundvallarviðmið í uppeldismálum. Vera til staðar á bekkjarkvöldum og öðrum viðburðum sem haldnir eru í skólanum til að tryggja að farið sé eftir reglum um öryggismál og umgengni. Bekkjarfulltrúum og kennurum sem eru tengiliðir við bekkjarfulltrúa er ætlað að hafa samvinnu um að tryggja að gengið sé þannig frá skólahúsnæðinu að frágangur að loknum bekkjarskemmtunum sé með þeim hætti að kennsla geti hafist með eðlilegum hætti næsta morgun. Sérstakur gátlisti frá húsverði er afhentur bekkjarfulltrúum til að auðvelda undirbúning og frágang varðandi bekkjarskemmtanir í skólahúsnæðinu.
Í Norðlingaskóla er stefnt að því að bekkjarfulltrúar í hverjum árgangi:
Skipuleggi a.m.k. eina skemmtun eða viðburð fyrir nemendur á hvorri önn. Aðstoði umsjónarkennara við að halda svokölluð bekkjarkvöld í skólanum a.m.k. einu sinni á skólaárinu. Haldi foreldrakvöld í hverjum árgangi að hausti þar sem foreldrar fá tækifæri til að hittast og kynnast og stuðla að sameiginlegum áherslum í uppeldinu eins og t.d. útivistartíma, ýmsu sem snýr að afmælum nemenda og örðu samráði sem stuðlar að sterkri samstöðu foreldra. Stuðli að góðu upplýsingaflæði til foreldra og aðstoði kennara og stjórn foreldrafélagsins m.a. við að koma boðum til foreldra um ýmsa viðburði sem bæði bekkjarfulltrúar, stjórn foreldrafélagsins og skólinn stendur fyrir.
Hér má sjá nöfn og netföng bekkjarfulltrúa skólaárið 2013-2014. Nýskipaðir fulltrúar eru merktir með rauðum lit í yfirlitinu hér fyrir neðan.
6
Bekkjafulltrúar 2013-2014 bekkur
nemandi
foreldri
netfang
1. bekkur
Signý
Hrönn
hronn.vilhjalmsdottir@ergo.is
-
Ragna Björk
Elísabet
jonsdottir.elisabet@gmail.com
-
Nói
Elísabet
elisabetbjorgvins@hotmail.com
-
Henný Lára
Ingibjörg Ásta
doriinga@talnet.is
2. bekkur
Stefán Ingi
Bjarni Jakob
bjarnij@lv.is
-
María Dís
Gyða
gyda.gunnarsdottir@reykjavik.is
-
Friðgeir
Lena Ýr
lena@lenayr.is
-
Matthildur Embla
Anna Barbara
annaandra@gmail.com
3. bekkur
Snæþór Marías
Sigríður
siggaey@mmedia.is
-
Bjarki Steinsen
Brynja
bs@klakki.is
-
Bjarki, Pálmi,Trausti
Sigga Lára
sigga.lara.har@gmail.com
-
Eva Júlía
Hulda Mjöll
hulda.mjoll.thorleifsdottir@gmail.com
4.bekkur
Lára Bryndís
Oddný
oddny.sigurbergsdottir@gmail.com
-
Hrafnhildur
Helga G
hgl@cb.is
-
Lilja
Auður Ósk
auduremils@gmail.com
-
Jóhann Frank
Katrín
katringardars@hotmail.com
5. bekkur
Irma Sara
Hjörný
hjornysnorra@simnet.is
-
Elma Hlín
Þórey Arna
thoreyarna@gmail.com
-
Emilía Sif
Margrét Sóley
margretsoley@gmail.com
-
Dara Sóllilja
Tinna Björk
tinnab@greining.is
6. bekkur
Áróra og Freydís
Linda Kristín
lkf@verkis.is
-
Anna Björk
Rikke Elkjær
rikkee@simnet.is
-
Baldur
Hulda Birna
hbb@tskoli.is
-
Alda Áslaug
Unnur
unnurj@hi.is
7.bekkur
Harpa
Hildur
lindarvad@simnet.is
-
Ellert
Kristrún
kristrun.agustsdottir@islandsbanki.is
-
Baldur Daða
Daði
dadi.thorbjornsson@isor.is
-
Thelma Líf
Guðrún Snæbjört
snaebjort@gmail.com
8.bekkur
Grímur
Ásta Ingibjörg
astath@hive.is
-
AnítaÝr
Dagmar Ýr
dys2209@gmail.com
-
Margrét Björk
Ásta Hlín
asta.hlin@simnet.is
-
Páll Helgi
Hjalti
hjalti.olafsson@gmail.com
9.bekkur
Viktor Logi
Halldóra Á
dora66@mmedia.is
-
Anna Lilja
Lína Þyrí
heklukona@gmail.com
-
Kristófer Ágúst
Áróra Kristín
arora@sagafilm.is
-
Alma
María
maria.svava@gmail.com
10.bekkur
Eydís Angel
Anna Lilja
lillyanna2@hotmail.com
-
Iðunn Lilja
Linda Kristín
ikf@verkis.is
-
Kharl Anton
Sigrún
-
Ari
Ragnhildur
sigrunj@dk.is raggamatt@gmail.com 7
1.4 Tengiliðir skóla við bekkjarfulltrúa – skipan og hlutverk Í Norðlingaskóla er samkennsla árganga þar sem eftirfarandi árgöngum er kennt saman: 1.-2. bekkur, 3.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Kennarateymi stýra hverjum námshópi og kemur hvert teymi sér saman um að skipa að meðaltali tvo umsjónarkennara sem tengiliði skólans við bekkjarfulltrúa í hverjum árgangi. Hlutverk tengiliða skólans og bekkjarfulltrúa er að halda uppi virku samstarfi sem ýtir undir tengsl skóla og heimilis og eykur þátttöku foreldra í almennu skólastarfi. Hlutverk tengiliða skólans við bekkjarfulltrúa eru í meginatriðum þessi:
Vera bekkjarfulltrúum innan handar varðandi skipulag og framkvæmd ýmissa viðburða eins og bekkjarkvölda og annarra skemmtana sem fara fram innan sem utan skólans. Virkja bekkjarfulltrúa til samstarfs þegar skólinn eða kennarateymi standa fyrir viðburðum í skólastarfinu sem auka eiga hlutdeild foreldra í skólastarfi. Stuðla að góðu upplýsingaflæði til foreldra og aðstoða bekkjarfulltrúa m.a. við að koma boðum til foreldra, ýmist rafrænt eða í töskupósti, um ýmsa viðburði sem bekkjarfulltrúar og skólinn stengur fyrir. Upplýsa ritara og húsvörð alltaf um skemmtanir og aðra viðburði sem haldnir eru í skólanum. Gera þarf viðeigandi ráðstafanir í samráði við húsvörðinn varðandi búnað, frágang og öryggiskerfi skólans. Vera til staðar á bekkjarkvöldum og öðrum viðburðum sem haldnir eru í skólanum til að tryggja að farið sé eftir reglum um öryggismál og umgengi. Bekkjarfulltrúar og kennarar sem eru tengiliðir við bekkjarfulltrúa er ætlað að hafa samvinnu um að tryggja að gengið sé þannig frá skólahúsnæðinu að frágangur að loknum bekkjarskemmtunum sé með þeim hætti að kennsla geti hafist með eðlilegum hætti næsta morgun. Gátlisti um viðmið varðandi frágang eftir bekkjarskemmtanir er hjá húsverði.
Hér má sjá nöfn umsjónarkennara sem eru tengiliðum skólans við bekkjarfulltrúa skólaárið 20122013:
8
Tengiliðir skóla við bekkjarfulltrúa 2013 -2014 Árgangar: 1. Bekkur
Tengiliðir skóla: Bryndís Valdimarsdóttir Sigrún Valgerður Ferdinandsdóttir
2. Bekkur
3. bekkur 4. bekkur
5. bekkur 6. bekkur
7. bekkur
8. bekkur
9. bekkur
10. Bekkur
Netfang bryndis.valdimarsdottir@reykjavik.is sigrun.valg.ferdinandsdottir@reykjavik.is
Narfi Ísak Geirsson
narfi.isak.geirsson@reykjavik.is
Guðrún Birna Gylfadóttir
gudrun.birna.gylfadottir@reykjavik.is
Edda Ósk Smáradóttir
Edda.osk.smaradottir@reykjavik.is
Valdís Sigrún Valbergsdóttir
valdís.sigrun.valbergdottir@reykajvik.is
Oddný J þorsteinsdóttir
oddny.jona.thorsteinsdóttir@reykjaví.is
Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir
gudbjorg.hronn.bjornsdottir@reykjavik.is
Nína Hrönn Sigurðardóttir
Nina.hronn.sigurdardottir@reykajvik.is
Hjördís Sigríður Albertsdóttir
hjordis.sigridur.albertsdottir@reykjavik.is
Fanney Snorradóttir
fanney.snorradottir@reykjavik.is
Sif Hauksdottir
sif.hauksdottir@reykjavik.is
Þórunn Eggertsdóttir
thorunn.eggertsdottir@reykjavik.is
Margrét Ruth Sigurðardóttir
margret.ruth.sigurdardottir@reykjavik.is
Hjalti Magnússon
hjalti.magnusson@reykjavik.is
Víðir Þórarinsson
vidir.thorarinsson@reykjavik.is
Bryndís Jónasdóttir
bryndis.jonasdottir1@reykjavik.is
Leifur Viðarsson
leifur.vidarsson@reykjavik.is
Dagbjört þorsteinsdóttir
dagbjort.j.thorsteinsdottir@reykjavik.is
Ragnar Þór Pétursson
ragnar.thor.petursson@reykjavik.is
9
1.5 Hefðir og venjur Hátíðir Foreldrafélagið og starfsmenn Norðlingaskóla hafa samstarf varðandi veitingar og annan undirbúning sem tengist jólaskóla en þá er nemendum og fjölskyldum þeirra boðið til jólafagnaðar síðdegis, síðasta skóladag fyrir jólafrí. Starfmenn skólans og foreldrar eiga einnig samstarf um undirbúning vorhátíðar í tengslum við skólaslit og frumsýningarpartý fyrir nemendur á miðstigi að lokinni frumsýningu á árshátíðarleikriti skólans. Foreldrar 10. bekkinga leggja til veitingar ásamt skólanum á útskriftarhátíð að vori. Viðburðir og verkefni Foreldrafélagið stendur fyrir jólaföndri fyrir nemendur og foreldra þeirra einn laugardag í desember. Páskaeggjabingó fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra er árlegur viðburður sem 10. bekkingar skipuleggja í samráði við bekkjarfulltrúa og tengiliði skólans við bekkjarfulltrúa. Á haustin hefur stjórn foreldrafélagsins og kennarar á yngsta stigi haft samráð um innkaup á ritföngum fyrir nemendur. Fjáröflunarstarf Bekkjarfulltrúar í 7. bekk í samráði við nemendur og foreldra skipuleggja fjáröflun fyrir ferð í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði sem hefð er orðin fyrir í skólastarfinu. Bekkjarfulltrúar í 10. bekk aðstoða nemendur og foreldra við fjáröflun í tengslum við útskriftarferð nemenda. Að sama skapi aðstoða bekkjarfulltrúar í öðrum árgöngum við fjáröflun vegna stærri ferða og umsjónarkennarar aðstoða við skipulag. Í tengslum við fjáröflunarstarf hafa bekkjarfulltrúar gert með sér eftirfarandi samkomulag um að skipta vinsælum fjáröflunarleiðum milli árganga:
Fjáröflun 7. bekkur Dósasöfnun (páskar) Dósasöfnun (desember) Bíókvöld (haust) 1. -7. bekkur Foreldraskóladagar x2 - kökusala
Unglingadeild Dósasöfnun (áramót) Dósasöfnun ( mánaðarlega) Diskó 1. -4. bekkur (vorönn) Dótadagur að hætti Kolportsins Páskabingó Kaffisala á jólaföndri foreldrafélagsins Dansmaraþon 10. bekkinga- matarsala
Auk þess að létta á fjárútlátum foreldra varðandi ofangreind ferðalög nemenda þá hefur markmið fjáröflunarstarfsins einnig verið félagslegt þ.e. að styrkja félagsleg tengsl nemenda og tengsl milli foreldra. Fjáröflunarstarfinu er ekki síst ætlað að efla kynni á milli foreldra. Fræðsla Skólastjórnendur og stjórn foreldrafélagsins hafa samráð um að bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra sem styrkir þá í uppeldihlutverkinu og hefur þá m.a. verið horft til fyrirlestra og námskeiða sem snúa að forvarnarfræðslu ýmiskonar. Fræðslan er ýmist sniðinn eingöngu að foreldrum eða að haldin eru sérstök fræðslukvöld sem eru ætluð foreldrum og nemendum . Skólaárið 2012 – 2013, á vorönn, var t.d. staðið að fræðslu um heilbrigða kynhegðun, Tölum saman, fyrir nemendur og foreldra í 7. – 10. bekk. 10
2 Upplýsingaskylda og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla 2.1 Upplýsingaskylda milli skóla og foreldra Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 með áorðnum breytingum er tekið fram að foreldrar eigi rétt á upplýsingum um skólastarf og skólagöngu barna sinna og að grunnskólinn skuli stuðla að góðu samstarfi við foreldra. Mikilvægi almannatengsla í skólastarfi kemur glöggt fram í Aðalnámskrá grunnskóla (2011) en þar er skýrt kveðið á um upplýsingamiðlun og upplýsingaskyldu grunnskólans til foreldra. Þar segir meðal annars að upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð þessara aðila sé mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2011) eiga umsjónarkennarar og skólastjórnendur að bera meginábyrgð á að halda uppi virku samstarfi við foreldra og auka hlutdeild þeirra í skólastarfinu. Þar er einnig skýrt kveðið á um ábyrgð og upplýsingaskyldu foreldra en þeim ber skylda til að veita skólanum viðeigandi upplýsingar um hagi barnsins sem skipta máli fyrir skólagöngu þess og almenna velferð. Einnig eiga foreldrar að taka þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi við skólann frá upphafi til loka grunnskólans. Í Aðalnámskrá grunnskóla (2011) um upplýsingamiðlun segir: Brýnt er að skólar gefi reglulega skýrar upplýsingar um skólastarfið og áætlanir sem liggja fyrir um starfsemi skólans. Þetta má gera með ýmsum hætti, t.d. í foreldraviðtölum, á sameiginlegum kynningarfundum með foreldrahópum, í skólanámskrá, gegnum rafræn samskiptaforrit og á vefsíðu skólans. (bls. 70). Mikil áhersla er einnig lögð á að upplýsingagjöf í skólastarfi sé gagnkvæm og virk þegar kemur að samstarfi við foreldra. Upplýsingagjöfinni er ætlað að stuðla að trausti milli foreldra og starfsfólks skóla og hjálpa báðum aðilum við að deila ábyrgð og taka ákvarðanir sem varða nemandann. Sá tónn er sleginn í Aðalnámkrá grunnskóla (2011) að upplýsingagjöfin sé nokkurskonar hornsteinn að góðu foreldrasamstarfi og árangursríku skólastarfi því þar er gefið í skyn að í kjölfar virkrar upplýsingamiðlunar eigi sér stað ákveðin keðjuverkandi áhrif sem eru jákvæð fyrir nemandann og skólastarfið. Þar er tilgreint að upplýsingamiðlun auki kynni foreldra á daglegu skólastarfi og samvinnu um skólastarfið. Það hefur síðan þau áhrif að líkur aukast á virkri þátttöku foreldra í tengslum við ákvarðanir og ábyrgð á námi og líðan nemanda. Aukin hlutdeild foreldra á síðan að stuðla að betri námsárangri og líðan nemenda. Hin mikla áhersla í Aðalnámskrá grunnskóla (2011) á að efla tengsl heimilis og skóla er í anda þess sem helstu fræðimenn á sviði foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar í skólastarfi leggja áherslu á en það er að gagnkvæm upplýsingamiðlun auki skilning og stuðli að því að styrkja tengsl milli hagsmunahópa (Desforges og Abouchaar 2003; Fullan, 2007; Kowalski, 2011). Það er síðan talið liðka fyrir umbótastarfi og vera forsenda fyrir jákvæðri skólaþróun. Í Aðalnámskrá grunnskóla (2011) birtist þessi áhersla meðal annars í því að þar er sagt að menntun og velferð nemenda sé sameiginlegt verkefni heimila og skóla og að skólastjórnendur og umsjónarkennarar skuli „kappkosta að skapa tækifæri til að auka hlutdeild foreldra í skólastarfi og stuðla að virku samstarfi á jafnréttisgrundvelli.“ (bls. 69). Áhersla er lögð á að skóli og heimili eigi samstarf um meginviðmið, til dæmis um hegðun og umgengni, skólabrag og áhersluatriði í stefnu skólans. Samkvæmt þessu eiga foreldrar því að vera virkir þátttakendur í mótun skólasamfélagsins ásamt stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans. Sterk samstaða foreldra um meginviðmið í uppeldimálum er einnig talin hafa mikið forvarnargildi gagnvart óæskilegri hegðun og ýmsum hættum eins og fíkniefnaneyslu. Stefna Norðlingaskóla með foreldrasamstarfi er að skapa öflugt samstarf við heimilin. Leitað er fjölbreyttra leiða til að efla samstarf skólans við heimilin og efla samstarf foreldra innbyrðis og auka þannig árangur og almenna velferð nemandans á grunnskólagöngu hans. 11
2.2 Foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun – markmið og leiðir Starfsmenn og foreldrafélag Norðlingaskóla leggja ríka áherslu á að skólastarfið einkennist ávalt af miklu samstarfi skólans við heimilin. Að nemandinn sé í forgrunni og að árangur nemandans náist best með víðtæku samstarfi við nemandann sjálfan og forráðamenn hans. Það er stefna skólans að hlusta á raddir foreldra og gera sér far um að leita alltaf allra leiða til að auka hlutdeild foreldra sem mest í námi nemenda og almennu skólastarfi. Í samstarfi við foreldrafélag skólans hefur skólinn farið fjölbreyttar og óhefðbundnar leiðir til að efla samskipti sín við heimilin. Helstu áherslur í foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla hafa verið flokkaðar í sex meginþætti eins og sjá má i töflu 1. Kynningarfundir og viðburðir eru látnir falla undir opið hús þar sem foreldrahópum er boðið í skólann á ákveðna kynningarfundi og viðburði en þeir hafa frjálsar hendur um hvort þeir sinna boðinu eða ekki. Aðrir þættir eru formleg foreldrasamskipti, rafræn samskipti, töskupóstur og samskipti í gegnum foreldrafélagið. Hér verður gerð stutt grein fyrir hverjum þætti fyrir sig. Tafla 1. Áherslur í foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun til foreldra í Norðlingaskóla Kynningarfundir Opið hús
Viðburðir Opið hús
Formleg Rafræn foreldrasamskipti samskipti
Námskynningar Vorskóli Morgunskraf Fræðsla um uppeldi Fræðsla um skólaþróun
Foreldraskóladagur Samráðsfundur Heimsóknir í kennslustundir Skólaboðun Foreldrahádegi Áformsbækur Söngur á sal Bekkjavöld Stórhátíðir
Töskupóstur
Foreldrafélagið
Mentor Fréttabréf Foreldrasamskipti Námfús Tilkynningar Bekkjafulltrúastarf Símhringingar Áformsbækur Fræðsluerindi Heimasíða
Námskynningar, vorskóli og morgunskraf ásamt fræðslufundum um uppeldi og skólaþróun eru flokkuð undir kynningarfundi en þar er upplýsingum um áherslur í starfi skólans komið á framfæri. Foreldrum er einnig veitt fræðsla um nám og kennslu ásamt uppeldi og þroska barna. Á þessum fundum gefst kennurum og skólastjórnendum tækifæri til að miðla upplýsingum um skólastarfið og fá endurgjöf frá foreldum í formi umræðna og fyrirspurna. Námskynningar eru að hausti og þar fer fram kynning á námsefni og námsmarkmiðum einstakra námsgreina. Einnig eru starfs- og kennsluhættir kynntir á námskynningum þar sem meðal annars er farið yfir stundatöflur, fyrirkomulag á samkennslu og sérkennslu og þætti sem snúa að samvinnu við foreldra. Vorskólinn er haldinn að vori fyrir verðandi fyrstu bekkinga og foreldra þeirra og þar er einkum lögð áhersla á að kynna starfs- og kennsluhætti. Morgunskraf stjórnenda eru fundir sem foreldrum er boðið á til að eiga óformlegt spjall um það sem brennur helst á þeim. Meginmarkmið þessara funda er að veita upplýsingar, skapa vettvang fyrir foreldra til að tjá skoðanir sínar og hafa áhrif á skólastarfið. Skólinn bíður foreldrum á fjölbreytta viðburði í skólanum en þeim er ætlað að auka þátttöku foreldra í skólastarfinu, efla tengsl starfsfólks við foreldra og tengsl foreldra innbyrðis. Einnig er þessum viðburðum ætlað að skapa jákvæðan skólabrag, veita foreldrum innsýn í skólastarfið og auka hlutdeild þeirra í námi barna sinna. Af helstu viðburðum í skólastarfinu má nefna foreldraskóladaga þar sem foreldrum er boðið að taka þátt í skólastarfi þar sem nemendur kenna áhugaverða hluti sem þeir hafa verið að læra. Aðrir viðburðir eru til dæmis heimsóknir foreldra í kennslustundir, söngstundir og foreldrahádegi þar sem foreldrum barna í hverjum námshópi er boðið í hádegismat með barni sínu. Bekkjarkvöld skipa einnig stóran sess þar sem bekkjarfulltrúar halda utan um skipulag þessara kvölda ásamt kennurum. Af stórhátíðum sem skólinn stendur fyrir má einkum nefna jólaskólann, Norðlingaleika, árshátíðarleikrit, vorhátíð og skólaslit ásamt skólasetningu í Björnslundi. Fjölskyldum nemenda er boðið að taka þátt í jólaskóla á síðasta degi fyrir jólafrí en þar fer fram fjölbreytt dagskrá. Á Norðlingaleikum er foreldrum boðið að fylgja barni sínu eftir í gegnum hópleik 12
þar sem nemendur spreyta sig í að leysa ýmsar þrautir. Nemendur á miðstigi taka árlega þátt í árshátíðarleikriti og er öllum nemendum skólans og foreldrum boðið á leiksýninguna. Formleg foreldrasamskipti eiga sér stað á skólaboðunardegi og á samráðsdögum. Þau skera sig úr í flokkuninni því gerð er meiri krafa til foreldra að sinna þeim. Ef foreldrar sjá sér ekki fært að mæta á samráðsfundi eða sinna skólaboðun á tilsettum tíma er fundin leið sem hentar foreldrum þannig að tryggt sé að upplýsingum sé komið á framfæri. Á samráðsdögum, sem eru þrisvar á skólaárinu, fara fram formlegir samráðsfundir þar sem nemendur og forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðaðir í skólann til að fara yfir námsstöðu, líðan og hegðun barnsins. Undanfari þessara funda er námsmat og matssamtöl sem kennarar hafa tekið einslega við nemendur um námslega stöðu, líðan og áhugamál þeirra. Áherslur úr matssamtölum ásamt vitnisburðarblöðum eru send heim til upplýsinga fyrir foreldra og síðan lögð til grundvallar á samráðsfundi með kennara. Skólaboðunardagur felur í sér heimsóknir starfsmanna inn á heimili nemenda í upphafi skólaárs, ár hvert. Í skólaboðun er upplýsingum um starfshætti og kennslufyrirkomulag vetrarins komið á framfæri og er foreldrum afhent ýmis skrifleg gögn og eyðublöð. Nemendur eru með svokallaðar áformsbækur þar sem þeir gera áform um námsmarkmið vikunnar. Áformsvinna nemenda fellur undir formleg foreldrasamskipti þar sem áformsbækur eru alltaf í töskum nemenda til að foreldrar séu sem best upplýstir um námsframvindu barna sinna. Upplýsingum er að miklu leyti komið á framfæri með rafrænum hætti en þau fara einkum fram í gegnum tölvupóst í Mentor, Námfús og heimasíðu auk símhringinga. Upplýsingar, sem miðlað er með tölvupósti, eru fjölbreyttar en þar hafa kennarar og foreldrar samskipti sín á milli um námið og líðan nemenda. Kennarar miðla til foreldra því sem helst er á döfinni í hverri viku í föstudagspósti. Skólastjóri sendir foreldrum bréf reglulega og mikilvægum tilkynningum frá skólanum er einnig komið á framfæri í gegnum almennan tölvupóst. Foreldrar og kennarar hafa einnig samskipti sín á milli símleiðis og eru upplýsingar af svipuðum toga og í tölvupósti. Heimasíðan geymir efni um stefnu og áherslur í skólastarfi. Þar eru daglega birtar fréttir og tilkynningar og einnig eru myndir úr skólastarfinu að finna á heimsíðunni. Skriflegar upplýsingar sem sendar eru heim með nemendum eru flokkaðar undir töskupóst. Þessi miðill er að verða æ sjaldgæfari og er einna helst notaður þegar koma þarf mikilvægum upplýsingum á framfæri og oft hafa þá sömu upplýsingar einnig verið sendar með tölvupósti. Þetta eru meðal annars áríðandi tilkynningar eins og tímasetning samráðsfunda, upplýsingar frá hjúkrunarfræðingi, fréttabréf skólans, samantekt úr matssamtölum og vitnisburðarblöð nemenda. Foreldrafélagið miðlar upplýsingum um samstarfið milli skóla og heimilis og heldur utan um bekkjarfulltrúastarf ásamt kennurum skólans. Foreldrafélaginu er ætlað að efla tengslin milli skóla og heimilis og sinna félagsstarfi nemenda í skólanum. Hér má sjá yfirlit um áhersluþætti í foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun skólans og helstu markmið sem liggja að baki hverjum þætti:
13
Áherslur í foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla Boðleiðir
Markmið upplýsingamiðlunar
Kynningafundir í skólanum - opið hús Námskynningar Foreldrum boðið á kynningar hjá hverjum námshópi 1 x á ári
Starfs-og kennsluhættir (s.s. stundatöflur, áformsvinna, smiðjur, sérkennsla einstaklingsmiðun og samkennsla), námsgreinar, námsmarkmið, námsefni, námsmat, áherslur í agamálum og foreldrasamskiptum
Vorskóli Foreldrum verðandi 1. bekkinga boðið á kynningarfund um skólastarfið að vori Morgunskraf Skólastjóri býður foreldrum hvers námshóps í morgunkaffi 1 x á önn Fræðslufundir um uppeldi Foreldrafélagið og skólinn býður foreldrum á fræðslufundi 1 x á önn Fræðslufundir um skólaþróun Fræðsla skólastjórnenda
Starfs- og kennsluhættir, frístundaheimili, fræðsla um nám og þroska við upphaf skólagöngu Upplýsingar og samráð um áherslur. Óformlegt spjall um það sem hvílir á foreldrum Utanaðkomandi erindi um málefni sem varða nám, þroska og uppeldi Stefna, áherslur og niðurstöður á mati á skólastarfi
Viðburðir í skólanum - opið hús Foreldraskóldagur Foreldrum boðið að taka þátt í skólastarfi þar sem nemendur kenna áhugaverða hluti sem þeir hafa verið að læra 1 x á önn Heimsóknir foreldra í kennslustundir Foreldrum boðið í heimsókn inn í kennslustund til að fylgjast með. Foreldrahádegi Foreldrum barna í hverjum námshópi boðið í hádegismat með barni sínu 1x á önn Morgunstund - söngur á sal Foreldrum boðið í söngstund 1 x í viku Bekkjakvöld Bekkjarfulltrúar og umsjónarkennarar hafa samráð um bekkjarkvöld með foreldrum sem ýmist eru með nemendum eða án þeirra 2 x á önn. Stórhátíðir Jólaskóli Foreldrum, systkinum, ömmum og öfum boðið að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á síðasta degi fyrir jólafrí Norðlingaleikar Foreldrum boðið að fylgja barni sínu eftir í gegnum hópleik þar sem nemendur spreyta sig í að leysa þrautir sem reyna á allar fjölgreindirnar Skólasetning og skólaslit Foreldrum boðið í Björnslund, útikennslusvæði skólans Dagur íslenskrar tungu Foreldrum boðið að taka þátt í kynningu nemenda á menningararfinum Árshátíðarleikrit
Starfs- og kennsluhættir og skólabragur
Starfs- og kennsluhættir Þátttaka foreldra í skólastarfi
Efla tengsl milli foreldra og samráð þeirra á milli varðandi sameiginlegar áherslur Efla þátttöku foreldra í félagstarfi nemenda á vegum skólans
Námsefni og námsgreinar Þátttaka foreldra í skólastarfi Efla félagsleg samskipti Starfs- og kennsluhættir og skólabragur Fjölbreyttir kennsluhættir, skapandi skólastarf
Formleg foreldrasamskipti Samráðsfundur Foreldrar, kennarar og nemandi hafa samráð 3x á ári, haust, áramót og vor Matsamtöl við nemendur sem umræðugrunnur á samráðsfundi Vitnisburðarblöð Skólaboðun Starfsfólk heimsækir nemendur og forráðamenn þeirra að hausti. Áformsbækur
Áherslur í námi nemanda, hugað að félagsfærni, líðan og áhuga nemenda Námsmarkmið Námsmat og framfarir Áherslur skólastarfs á komandi skólaári. Ýmis gögn afhent Vikuleg áform nemenda um námsmarkmið
14
Framhald Boðleiðir
Markmið upplýsingamiðlunar
Rafræn samskipti Mentor/Námfús Ástundun og dagbók: Skráning kennara á ástundun og dagbókarfærslum Tölvupóstur: Tilkynningar Fréttabréf 1x í mánuði Bréf frá skólastjóra Föstudagspóstur frá kennurum Tölvupóstur frá foreldrum Símhringingar Foreldrar og kennarar/starfsmenn hafa samband sín á milli Heimasíða
Mæting nemenda, námsframvinda, hegðun og líðan Kennarar hafa samskipti við foreldra Tilkynning um skólastarfið og helstu viðburði líðandi stundar Umsjónarkennarar segja frá því sem helst var á döfinni í liðinni viku
Tilkynningar og skilaboð m.a. um mætingu, nám, líðan og hegðun Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi Foreldrar og kennarar hafa samskipti varðandi mætingu, námsframvindu, hegðun og líðan Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi Fréttir, fréttabréf og tilkynningar Stefna og áherslur í starfsháttum Skóladagatal og viðburðir Myndir úr skólastarfi
Töskupóstur Fréttabréf 1x í mánuði Áríðandi tilkynningar Foreldraviðtöl Tilkynningar frá skólahjúkrunarfræðingi Vitnisburðarblöð Matsamtöl Áformsbækur Utanaðkomandi tilkynningar
Tilkynningar/fréttir frá kennurum og skólastjórnendum um skólastarfið og helstu viðburði líðandi stundar Tímasetning viðtala Eftirlit á heilsufari Námsmat Væntingar í námi, áhugasvið, líðan og félagsleg staða Vikulega áform nemenda um námsmarkmið Íþrótta- og tómstundastaf
Foreldrafélagið Foreldrasamskipti Bekkjafulltrúastarf Fræðsluerindi
Samstarf skóla og heimilis Félagslíf nemenda og samstarf milli foreldra Fræðsla um þroska og uppeldi barna
15
3 Mat á foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla 3.1 Viðhorfskannanir Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur á tveggja ára fresti staðið fyrir viðhorskönnunum um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun á meðal foreldra grunnskólabarna í borginni. Frá og með skólaárinu 2012-2013 stefnir Reykjavíkurborg á að leggja viðhorfskönnun árlega fyrir foreldra. Í könnun Reykjavíkurborgar (2012) kemur fram að 85% foreldra sem þátt tóku í könnuninni eru ánægðir með almenna upplýsingagjöf skólans og er það hærra en meðaltal annarra grunnskóla í borginni sem er 78%. Í töflu 2 má sjá samantekt á nokkrum þáttum í könnun Reykjavíkurborgar (2012) sem snúa að viðhorfum foreldra í Norðlingaskóla til foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar. Í töflunni er einnig hægt að sjá meðaltal annarra grunnskóla í sömu þáttum. Foreldrar voru spurðir út í nokkra þætti sem snúa beint að umsjónarkennara eins og viðmóti hans við foreldra, aðgengi að honum og upplýsingastreymi frá honum. Töluverð ánægja er meðal foreldra með alla þessa þætti og í flestum þáttum mælist svarhlutfall hærra en meðaltal í öðrum grunnskólum. Tafla 2. Viðhorfskönnun Reykjavíkurborgar 2012. Samanburður á Norðlingaskóla og öðrum skólum. Norðlingaskóli Ertu ánægð(ur) eða óánægður með eftirfarandi: Upplýsingar á heimasíðu skólans Almenna upplýsingagjöf skólans Að skoðanir foreldra skipti máli í ákvörðunum um barnið Viðmót umsjónarkennara í samskiptum foreldra Upplýsingastreymi frá umsjónarkennara um barnið Að ná sambandi við umsjónarkennara ef þarf Upplýsingastreymi frá umsjónarkennara um líðan og félagsanda í bekk
Vil hafa meiri/minni áhrif á nám barnsins Vil hafa meiri/minni áhrif á skólastarfið almennt
Ég hef tekið þátt í að gera námsáætlun með barninu
Mér finnst mikilvægt/lítilvægt að gera námsáætlun með barninu
Að hve miklu leyti gefur námsmat í skólanum nægar upplýsingar um námslega stöðu
Aðrir grunnskólar Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur)
Meðaltal ánægðra
94% 85% 83% 93% 80% 88%
6% 9% 13% 7% 13% 11%
0% 6% 4% 0% 7% 1%
74% 78% 69% 91% 82% 88%
74%
16%
10%
65% Meðaltal sem svarar meiri 32% 20% Meðaltal sem svarar oftar en einu sinni 29% Meðaltal sem svarar mikilvægt
Meiri Svipuð 24% 76% 8% 92% Oftar en einu sinni Einu sinni 14% 1%
Minni 0% 0% Aldrei 85%
Mikilvægt Hvorki né
Lítilvægt
41%
52%
7%
Öllu/flestu
Sumu
Engu
89%
11%
0%
60% Meðaltal sem svarar öllu/flestu 72% (Reykjavíkurborg, 2012)
Í könnun Reykjavíkurborgar (2012) voru foreldrar einnig spurðir út í samstarf um gerð námsáætlana og í töflu 2 má sjá að svarhlutfall þeirra sem aldrei hafa tekið þátt í slíkri samvinnu er hátt, um 85%. Niðurstöður sína einnig að 41% foreldra finnst mikilvægt að gera námsáætlun með barninu og að um helmingur er hlutlaus í afstöðu sinni. Foreldrar virðast ánægðir, eða í 83% tilvika, með að skoðanir þeirra skipti máli í ákvörðunum um barnið og er það hærra hlutfall en meðaltal annarra grunnskóla í 16
borginni. Í töflu 2 má sjá að flestir vilja hafa svipuð áhrif og þeir hafa haft á nám barnsins og skólastarfið almennt. Um fjórðungur vill hafa meiri áhrif á nám barnsins. Í viðhorfskönnun Reykjavíkurborgar (2012) eru foreldrar í Norðlingaskóla spurðir út í hvað þeir vilji hafa áhrif á í skólastarfinu. Flestir eða 67%, vilja hafa áhrif á kennslufyrirkomulag, því næst áherslur á námsgreinar ásamt samskipti og agamál eða í 50% tilvika hvort um sig. Í þriðja sæti lenda foreldrasamskipti og félags- og tómstundastörf. Í töflu 2 má sjá að langflestir, 94%, eru ánægðir með upplýsingagildi heimasíðunnar og er það svarhlutfall töluvert hærra en meðaltal annarra grunnskóla. Í viðhorfskönnun Reykjavíkurborgar (2010) kemur fram að helmingur foreldra úr öllum skólum sem þátt tóku í könnuninni fara vikulega inn á Mentor. Það sem foreldrar eru einkum að skoða eða gera inn á Mentor er í fyrsta lagi að afla sér upplýsinga um ástundun barnsins en tæpur helmingur merkir við þann möguleika. Næst á eftir því eru nefndar fréttir og tilkynningar og þar næst bekkjalistar eða 31%. Um fjórðungur nefnir heimavinnu. Á þeim tíma sem könnun Reykjavíkurborgar (2010) var gerð kemur fram að rúm 32% foreldra telja starfsmenn Norðlingaskóla vera virka í upplýsingamiðlun til foreldra í gegnum Mentor. Viðhorf foreldra í hinum skólunum er hins vegar annað því rúm 65% telja starfsfólk vera virkt í að setja upplýsingar inn á Mentor. Viðhorf foreldra til upplýsingamiðlunar í gegnum Mentor voru ekki athuguð í könnun Reykjavíkurborgar árið 2012 og því ekki hægt að gera samanburð. Í könnun Reykjavíkurborgar (2010) var spurt um tölvupóst frá skólanum. Í Norðlingaskóla segjast allir foreldrar sem þátt tóku í könnuninni fá tölvupóst en hann er sendur í gegnum Mentor þar sem hann heldur utan um netföng forráðamanna. Könnunin birti ekki viðhorf foreldra í hinum þátttökuskólunum um virkni kennara varðandi notkun á tölvupósti og því er ekki hægt að gera samanburð. Á vorönn 2013 framkvæmdi Skólapúlsinn í samstarfi við sveitarfélögin í landinu viðhorfskönnun meðal foreldra grunnskólabarna. Þátttökuhlutfall Norðlingaskóla var 72% en lágmarkssvarhlutfall miðast við 80%. Þar sem svarhlutfall var á bilinu 70-80% eru niðurstöður birtar með fyrrivara um að þær endurspegli mögulega ekki almennt viðhorf foreldra í skólanum. Engu að síður er litið svo á að niðurtöður geti gefið vísbendingar um stöðu mála varðandi viðhorf foreldra til foreldrasamstarfs. Í könnun Skólapúlsins voru foreldrar m.a. spurðir út í staðhæfingar sem fjalla um frumkvæði kennara að foreldrasamstarfi og þegar horft er til mælinga á meðaltali í þessum þætti gefa niðurstöður til kynna að kennarar við skólann sýna ívið minna frumkvæði en kennarar annarra skóla. Þegar foreldrar eru spurðir hvort þeir telji sig almennt hafa mikil eða lítil áhrif þegar teknar eru ákvarðanir í skólanum varðandi barnið segjast 74% foreldra í Norðlingaskóla sem þátt tóku í könnuninni hafa mikil áhrif. Þetta er hærra hlutfall en á landsvísu þar sem foreldrar í öðrum skólum segjast í 58% tilvika hafa mikil áhrif á ákvarðanir sem teknar eru í skólanum varðandi barnið. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að þörf foreldra í Norðlingaskóla til að hafa áhrif á félagsog tómstundastarf, og agamál í skólastarfinu er svipuð og hjá foreldrum í öðrum grunnskólum. Það sem sker sig einna helst úr í þessu sambandi er að foreldrar í Norðlingaskóla segjast hafa meiri áhrif á foreldrasamskipti en foreldrar annarra skóla. Þrátt fyrir að munurinn milli Norðlingaskóla og annarra skóla sé lítill vilja foreldrar í örðum skólum hafa meiri áhrif á námshraða, áherslur í námsgreinum, val á námsefni og kennslufyrirkomulag í sínum skólum en foreldrar í Norðlingaskóla sem segjast að öllu jöfnu hafa meiri áhrif á þessa þætti en aðrir foreldrar. Sömu niðurstöður er einnig að finna þegar kemur að áhrifum foreldra á stjórnun og stefnumótun. Í niðurstöðum könnunar Skólapúlsins kemur einnig í ljós að mikill meirihluti foreldra er ánægður með síðasta foreldraviðtal þótt ánægja foreldra í Norðlingaskóla sé örlitið minni þar sem 91% foreldra við skólann segjast vera ánægðir með viðtölin á móti 95% foreldra í öðrum skólum. Foreldrar voru spurðir út í einstaka þætti sem eru til umræðu í foreldraviðtölum og í ljós kemur að fleiri foreldrum í Norðlingaskóla en í örðum skólum finnst umræðan snúast í meira mæli um sameiginlegar ákvarðanir um skólagöngu barnsins. Þótt munurinn sé lítill finnst foreldrum annarra skóla umræðuþættir í 17
foreldraviðtölum hinsvegar snúast meira um framgang í námi, líðan barnsins, samskipti í bekknum og niðurstöður prófa eða skimana. Þegar foreldrar eru spurðir út í þátttöku sína við gerð námsáætlana með bönum sínum, t.d. markmið um heimanám eða námsárangur, kemur í ljós að 35% þeirra foreldra í Norðlingaskóla sem þátt tóku í könnun Skólapúlsins segjast hafa tekið þátt í gerð námsáætlana með barni sínu oftar einu einu sinni á móti 51% foreldra í öðrum skólum. Einnig kemur fram að fleiri foreldrar í Norðlingaskóla eða um 64% hafa aldrei tekið þátt í gerð námsáætlana. Um 50% foreldra í örðum skólum segjast aldrei hafa tekið þátt í gerð námsáætlana. Mikil meirihluti foreldra, eða yfir 80%, finnst hinsvegar mikilvægt að gera námsáætlun með barni sínu. Niðurstöður könnunarinnar gáfu einnig til kynna að foreldrum í Norðlingaskóla finnst minna mikilvægt að gera námsáætlanir með barni sínu miðaða við aðra foreldra. Um 81% foreldra skólans finnst þessi þáttur vera mikilvægur en foreldrar annarra skóla telja í 86% tilvika þennan þátt mikilvægan. Mikill meirihluti foreldra finnst upplýsingar á heimsíðum skólanna vera gagnlegar. Mun fleiri foreldrar í Norðlingaskóla töldu gagnsemi heimsíðunnar vera meiri í sínum skóla eða í um 92% tilvika á móti 83% svarhlutfalli annarra foreldra. Samantekt Þrátt fyrir að ofangreindar viðhorfskannanir frá 2012 og 2013 séu ekki að öllu leyti sambærilegar hvað varðar einstaka þætti sem kannaðir eru er hægt að draga fram fleti sem varpa ljósi á stöðu mála í foreldrasamstarfi skólans:
Heimasíða: Almenn ánægja ríkir með gagnsemi upplýsinga á heimsíðu skólans.
Námsáætlanir: Þótt vísbendingar séu um að fleiri foreldrar í skólanum taki þátt í gerð námsáætlana árið 2012 en árið 2013 er samt of stórt hlutfall sem telur sig ekki hafa samráð um þennan þátt í foreldrasamatarfi. Árið 2012 segjast 85% aldrei hafa tekið þátt í gerð námsáætlana og árið 2013 er svarhlutfallið 64%. Fleiri foreldrar í Norðlingaskóla hafa ekki tekið þátt í gerð námsáætlana samanborið við foreldra í öðrum skólum. Sameiginlegar ákvarðanir um skólagöngu barnsins/gerð námsáætlana. Er hér um þversagnir að ræða eða óljósa sýn foreldra? Foreldrar í Norðlingaskóla segja foreldraviðtölin snúast í meira mæli en gengur og gerist í örðum skólum um sameiginlegar ákvarðanir um skólagöngu barnsins. Að sama skapi segjast mun fleiri foreldrar skólans samanborið við aðra foreldra ekki gera námsáætlanir með barni sínu. Hér örlar hugsanlega á þversögn í svörum foreldra sem gaum þarf að gefa að. Í því sambandi þarf að spyrja foreldra hvernig þeir skilja þessi hugtök og hvernig þeir skynja aðkomu sína að þessu samstarfi þ.e. áformsvinnu nemenda, markmiðssetningu í námi, aðkomu að gerð námsáætlana og sameiginlegum ákvörðunum sem teknar eru í foreldraviðtölum í samhengi við niðurstöður úr námsmati. Til að sýna enn frekar fram á hugsanlega þversögn þegar kemur að viðhorfum um samstarf um námsáætlanir og ákvarðanatöku um hagi barnsins þá segjast 74% foreldra í Norðlingaskóla sem þátt tóku í könnun Skólapúlsins hafa mikil áhrif á ákvarðanir sem teknar eru í skólanum varðandi barnið. Þetta er hærra hlutfall en á landsvísu þar sem foreldrar í öðrum skólum segjast í 58% tilvika hafa mikil áhrif á ákvarðanir sem teknar eru varðandi barnið. Kannanirnar frá 2012 og 2013 gefa því vísbendingar um að huga þurfi betur að sameiginlegum skilningi og sýn á samstarfi skólans og foreldra um nám nemenda. Frumkvæði að foreldrasamstarfi: Foreldrar skólans telja kennararana síður hafa frumkvæði að foreldrasamskiptum samanborið við foreldra annarra skóla. Hér þarf að skoða eðli samstarfsins þ.e. er hér um samstarf um félagslíf nemenda að ræða annarsvegar og/eða nám nemenda hinsvegar? Miðað við þá skoðun foreldra skólans að þeir hafi töluvert um hagi barnsins á skólagöngu þess að segja þegar kemur að ákvarðanatöku um barnið þá má líta svo
18
á að samstarfið sé byggt á frumkvæði kennaranna að einhverju leyti. Kennararnir eru jú þeir sem laða fólk til samstarfsins í þeim tilgangi að auka áhrif foreldra á nám nemenda.
3.2 Rannsókn um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla Á vorönn 2012 stóð Norðlingaskóli fyrir rannsókn meðal foreldra og kennara um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun í skólastarfinu þar sem leitast var við að kanna að hve miklu leyti boðleiðir og upplýsingar sem foreldrar vilja fá um skólastarfið eru í samræmi við það sem kennarar vilja miðla til foreldra? Spurningalistar voru lagðir fyrir 40 kennara og rýnihópaviðtöl voru tekin við 15 foreldra þ.e. 3-4 foreldra úr hverjum námshópi. Úrvinnslu úr rannsókninni lauk á haustönn 2012 og voru niðurstöður kynntar kennurum, stjórn foreldrafélagsins og skólaráði á vorönn 2013. Markmið rannsóknarinnar er að nýta niðurstöður til að greina sterkar og veikar hliðar í foreldrasamskiptum og upplýsingagjöf skólans og auðvelda þannig skólastjórnendum, kennurum og foreldrum að standa sameiginlega að samstarfsáætlun í þessum málaflokki. Helstu niðurstöður sýna að væntingar foreldra og kennara til foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar samræmast í meginatriðum. Kennarar vilja auka samstarf sitt við foreldra á flestum sviðum skólastarfsins og foreldrar eru tilbúnir í aukið samstarf um nám nemenda. Foreldrar telja sig einnig geta haft áhrif á nám og félagsstarf nemenda. Bæði kennurum og foreldrum finnst að áhrif foreldra í skólastarfinu eigi einna helst að gæta í námi nemenda, agamálum, þátttöku í félagsstarfi og viðburðum í almennu skólastarfi en síður í stefnumótun skólans og námsmati. Niðurstöðurnar sýna að kennarar og foreldrar vilja leggja áherslu á foreldrasamstarf og viðburði í skólastarfinu sem auka innsýn og hlutdeild foreldra í námi nemenda eins og til dæmis að efla foreldrasamstarf um markmiðssetningu í námi og heimsóknir í kennslustundir. Einnig kemur fram að kennarar vilja leggja meiri áherslu á að upplýsa foreldra um starfs- og kennsluhætti á námskynningum og samræmist það þörfum foreldra sem kalla eftir frekari fræðslu um þessi mál. Kennarar treysta mest á að miðla upplýsingum, um einstaka þætti sem varða sýn og stefnu skólastarfsins, í gegnum heimasíðu og kynningar- og fræðslufundi. Foreldrar virðast aftur á móti sjaldan heimsækja heimasíðuna. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að foreldrar lýsa yfir áhuga á að fá meiri upplýsingar um nám, líðan og hegðun í gegnum rafræna miðla eins og Mentor/Námfús og kennarar vilja að þessar boðleiðir verði betur nýttar í þeim tilgangi. Niðurstöður sýna að foreldrar eru almennt ánægðir með samskipti sín við skólann og telja þau einkennast af góðu viðmóti starfsfólks og samstarfsvilja við foreldra. Nánar um einstaka þætti í niðurstöðum – fræðin og praktíkin
Jákvætt viðhorf og ríkur samstarfsvilji. Það er jákvætt fyrir skólann að niðurstöðurnar sýna að foreldrum finnst þeir geta haft áhrif á skólastarfið og finnst aðgengi að upplýsingum og viðmót starfsfólks gott. Ríkur samstarfsvilji foreldra og kennara um nám nemenda ásamt jákvæðu viðhorfi foreldra til skólans er því grunnur sem hægt er að byggja á til að virkja foreldra til frekara samstarfs.
Viðhorf foreldra og kennara samræmast. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er ljóst að viðhorf foreldra og kennara til foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar samræmist í meginatriðum. Það gefur til kynna að ákveðin samhæfing ríki meðal kennara og foreldra um áherslur í skólastarfinu en slík samhæfing er lykilatriði í velgengni skóla (Fullan, 2007). Bæði foreldrar og kennarar vilja efla samstarf um þætti sem auka hlutdeild og innsýn foreldra í nám nemenda. Þessar niðurstöður samræmast hugmyndum um almannatengsl í skólastarfi en þau eiga að 19
snúast um að bæta nám og kennslu og auka þar með námsárangur nemenda (Kowalski, 2011). Í niðurstöðunum kemur í ljós vilji kennara til að efla þátttöku foreldra í flestum þáttum skólastarfsins og það gefur vísbendingar um að kennarar líta á foreldra sem samstarfsmenn en það er samkvæmt Fullan (2007) eitt af þeim einkennum sem rannsóknir um árangursríka skóla hafa sýnt fram á.
Efla skilning á starfs- og kennsluháttum í tengslum við einstaklingsmiðun og samkennslu árganga. Niðurstöðurnar sýna að efla þarf skilning foreldra á starfs- og kennsluháttum þar sem framkvæmd einstaklingsmiðunar og samkennslu árganga er óljós að mati margra foreldra. Einnig sýna niðurstöður að nýta þarf fjölbreyttar leiðir til að foreldrar öðlist skilning á kennslufyrirkomulagi. Þá virðist sem námskynningar og heimsóknir í kennslustundir ásamt upplýsingum á prenti mundu auka skilning foreldra á þessum þætti. En þetta eru allt þættir sem foreldrar segja að auki innsýn þeirra í kennslufyrirkomulag og starfshætti. Einnig virðist morgunskraf vera áhrifarík boðleið að mati foreldra og því mætti nýta hana enn frekar í þessu sambandi. Foreldrar með í ákvarðanatöku um nám nemenda. Þættir sem kennarar og foreldrar hafa sameiginlegan áhuga á að að efla og eiga samstaf um. Foreldraskóladagar, heimsóknir í kennslustundir, markmiðssetning í námi nemenda, stuðningsúrræði fyrir foreldra og agamál eru þeir þættir sem bæði foreldrar og kennarar sýna áhuga á að efla og eiga samstarf um. Niðurstöður sýna að foreldraskóladagar er vel sóttir en heimsóknir í kennslustundir eru fátíðar. Foreldraskóladagar og heimsóknir foreldra í kennslustundir þarf að hlúa sérstaklega að þar sem kennurum og foreldrum finnst þessar heimsóknir auka þátttöku og efla skilning foreldra á námi nemenda. Áhugi er fyrir því að efla heimsóknir foreldra í kennslustundir og foreldrar nefna að æskilegt væri að skipuleggja þær í tengslum við viðburði í skólanum þannig að þær verði eðlilegur hluti skólastarfsins. Foreldrar eru ánægðir með samráðsfundi með kennurum og finnst námsmat skólans og matssamtöl við nemendur gefa greinargóðar upplýsingar um nám, líðan og hegðun. Viðburðir í skólastarfinu hafa jákvæð áhrif á félagsleg tengsl. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ánægja er með þá viðburði sem boðað er til í skólastarfinu og kennurum og foreldum finnst þeir hafa jákvæð áhrif á félagsleg tengsl. Hins vegar gefa niðurstöðurnar til kynna að huga þurfi að betra skipulagi á ýmsum viðburðum sem auðveldar foreldrum þátttöku. Í þessu sambandi eru foreldraskóladagur, foreldrahádegi og bekkjarkvöld oftast nefnd. Foreldrar kalla eftir meira svigrúmi fyrir nánd og nærveru bæði við börnin sín og aðra foreldra. Foreldrum sem eiga 2-3 börn við skólann finnst erfitt að sinna heimsóknum til allra barnanna á foreldraskóladegi og einnig þegar boðið er upp á foreldrahádegi. Þá þykir mörgum foreldrum bekkjarkvöldin oft á tíðum erilsöm vegna mikils mannfjölda þar sem nemendafjöldi í hverjum árgangi er orðinn mikill. Markmiðssetning í námi nemenda- áhugaverður samstarfsgrundvöllur. Niðurstöður sýna að kennarar leitast við að hafa foreldra með í ákvarðanatöku og tengja þá við nám nemenda á sem flestum sviðum. Þetta er áhugavert því samkvæmt rannsóknaniðurtöðum Duttweiler (Sergiovanni, 2009) styður slík viðleitni við árangursríkt skólastarf. Fræðimenn halda því fram að rannsóknaniðurstöður á sviði foreldrasamskipta sýni að einstaklingsmiðuð nálgun í foreldrasamskiptum þar sem skilningur er fyrir mismunandi fjölskylduaðstæðum mæti þörfum foreldra og bæti námsárangur nemenda (Azzam, 2009; Fullan, 2007; Kowalski, 2011). Niðurstöður rannsóknarinnar í Norðlingaskóla gefa til kynna að áhugavert er að reyna að miða þetta samstarf við þarfir foreldra og nemenda því í rannsókninni kemur fram foreldrar hafa mjög einstaklingsbundnar þarfir í þessu tilliti. Mikill ávinningur gæti fylgt þessu samstarfi þar sem ýtt er undir hlutdeild allra foreldra, einnig þeirra sem sýna börnum sínum hvað minnstan stuðning í námi. Með samstarfi um markmiðssetningu í námi nemenda er verið að samhæfa krafta foreldra og kennara en það er lykilatriði í velgengni skóla að mati margra fræðimanna (Fullan, 2007). Einnig mætti ætla að þessi nálgun laði foreldra til samstarfs því hún byggir á forsendum foreldra en ekki einstefnumiðaðri nálgun skólans sem fræðimenn telja að geti ha hindrað þátttöku margra 20
í skólastarfi (Azzam, 2009). Þetta er áhugaverður samstarfsgrundvöllur kennara og foreldra því báðir aðilar sýna þessum þætti mikinn áhuga í rannsókninni. Markmiðssetningin getur bæði verið af námslegum toga og einnig í tengslum við færniþætti sem snúa að persónulegum þroska nemanda eða áhugasviði hans. Hugsanlega gæti fyrsti samráðsfundur skólaársins verið kjörinn vettvangur fyrir foreldra, nemendur og kennara til að setja markmið og nota aðra samráðsfundi til að meta hvort settu marki hafi verið náð. Fræðsla og stuðningsúrræði sem efla foreldra í foreldrahlutverkinu. Veigamikill þáttur í velgengni skólastarfs og námsárangri nemenda samkvæmt rannsóknaniðurstöðum fræðimanna er að efla fræðslu og stuðningsúrræði til foreldra (Desforges og Abouchaar, 2003). Slík úrræði eru talin efla foreldra í foreldrahlutverkinu sem hefur síðan jákvæð áhrif á skilning og færni foreldra til að aðstoða börn sín í náminu. Í þessu sambandi er hins vegar mikilvægt að mati fræðimanna að gæta að einstaklingsbundnum þörfum foreldra. Í niðurstöðum rannsóknar í Norðlingaskóla kom m.a. fram að flestir foreldrar, óháð námshópum, kalla eftir fræðslu um áherslur og kennsluaðferðir í stærðfræðikennslu. Þeir telja sig vera einna óöruggasta þar þegar kemur að aðstoð við börnin heima fyrir. Foreldrar kalla t.d. eftir fræðslu um tölvutækni í námi nemenda og aðra þætti sem ekki voru kenndir þegar þeir voru í skóla eins og heimspeki og fjölmiðlalæsi. Foreldrar telja að aukin þekking þeirra á þessum þáttum mundi skila sér í meiri umræðu heima fyrir og styrkja þannig þekkingu nemenda. Huga þarf að því hvernig hægt er að koma þessu fyrir í skólastarfinu, annað hvort á námskynningum eða á sérstökum fræðslu og kynningarkvöldum. Almenn ánægja ríkir meðal foreldra um þau fræðsluerindi sem foreldrafélagið og skólinn býður foreldrum upp en þeim er einkum ætlað að styrkja forvarnarstarf og efla foreldra í uppeldishlutverkinu. Agamál. Bæði kennarar og foreldrar vilja að foreldrar hafi áhrif á agamál. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að foreldrar telja að ákjósanlegasta leiðin sé að mynda samstöðu meðal foreldra um þetta málefni. Í þessu sambandi mætti nýta bekkjarfulltrúastarfið með markvissum hætti þar sem bekkjarfulltrúar gegna veigamiklu hlutverki í að tengja foreldra saman. Upplýsingamiðlun- fjölbreyttar boðleiðir. Einnig kemur fram í niðurstöðunum að skólinn notar fjölbreyttar boðleiðir til að miðla upplýsingum um skólastarfið til foreldra. Það er því mikilvægt að skoða upplýsingamiðlunina í tengslum við styrk boðleiða til að upplýsingar berist með markvissum hætti til foreldra. Kennarar og foreldrar telja tölvupóst, föstudagspóst, heimasíðu, fræðslu- og kynningarfundi, samráðsfundi, fréttabréfið og nemandann sjálfan vera sterkustu miðlana. Einnig er mikil ánægja með skólaboðunardaginn því foreldrum og kennurum finnst hann vera skemmtileg og áhrifarík leið til að miðla helstu upplýsingum um skólastarfið strax í byrjun skólaárs. Auk þess finnst foreldrum skólaboðunardagurinn hafa mikið félagslegt gildi og auka persónuleg tengsl milli starfsmanna skólans og fjölskyldnanna í hverfinu. Bæði foreldrar og kennarar hafa mikla trú á upplýsingagildi föstudagspóstsins. Langflestir eru ánægðir með föstudagspóstinn og því þarf skólinn að vera vakandi fyrir áhrifamætti hans og nota hann markvisst til að styrkja tengslin við foreldra. Til dæmis mætti krækja fréttabréfið við föstudagspóstinn til að tryggja betri útbreiðslu á því og einnig mætti krækja við föstudagspóstinn áhugaverðum greinum um uppeldi og þroska barna. Fréttabréfið er talið hafa mikið upplýsingagildi en mest á yngri skólastigum og foreldrar barna á eldri stigum tala um að leggja ætti meiri áherslu á rafræna útgáfu þess til að blaðið berist frekar heim með nemendum. Kennarar telja heimasíðuna geyma hagnýtar og gagnlegar upplýsingar en hún er sjaldan heimsótt af foreldrum, einu til tvisvar sinnum í mánuði. Matseðillinn, skóladagatalið og myndir er það sem foreldrar skoða aðallega. Tölvupóstur um persónuleg málefni nemenda. Þrátt fyrir að nokkuð almenn ánægja ríki með upplýsingamiðlun skólans sýna niðurstöðurnar að bæði kennarar og foreldrar vilja að upplýsingum með rafrænum hætti um persónuleg málefni nemenda verði betur sinnt. Þetta gefur tilefni til þess að tekin verði upp markviss umræða meðal kennara og foreldra um það hvernig þessum samskiptum er fundinn farvegur. 21
Gagnkvæm samskipti. Bæði kennarar og foreldrar eru ánægðir með skólaboðunardag, morgunskraf, samráðsfundi og kynningarfundi en þeim er ætlað að ýta undir gagkvæm samskipti og samráð foreldra og kennara um skólastarfið. Fræðimenn á sviði upplýsingamiðlunar í skólastarfi halda því fram að viðburðir í skóastarfi sem reyna á gagnkvæm samskipti laði foreldra til samstarfs og auki hlutdeild þeirra í skólastarfinu (Fulllan, 2007; Kowalski, 2011). Í niðurstöðunum kemur fram samstarfsvilji foreldra og kennara og því er lag fyrir skólann að sýna metnað í að viðhalda góðum tengslum við foreldra og vera vakandi fyrir tækifærum sem reyna á gagnkvæm samskipti.
Samstarfsáætlun, foreldra og starfsmanna skólans, um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun er m.a. byggð á framangreindu mati og er hugsuð til þriggja ára, 2013 -2016. Skipaður er sérstakur starfshópur sem falið er að gera áætlunina, fylgja framkvæmd hennar eftir og meta árangurinn, samanber kafla 4.1.
22
4
Áætlun Norðlingaskóla um samstarf við foreldra
Áætlun Norðlingaskóla um samstarf við foreldra er gerð til þriggja ára, þ.e. skálárin 2013-2014, 20142015, 2015-2016. Markmið samstarfsáætlunarinnar er einkum tvíþætt, samstarf um félagsstarf og samstarf um námið. Annarsvegar er lögð áhersla á að styrkja og festa í sessi það bekkjarfulltrúastarf sem grunnur hefur verið lagður að, þ.e. að ýmsir viðburðir, skemmtanir og annað samstarf bekkjarfulltrúa og kennara miðist við hvern árgang. Hinsvegar miðast áætlunin við að auka hlutdeild foreldra í námi nemenda með markvissari hætti en gert hefur verið. Sérstakur starfshópur úr röðum kennara og foreldra er skipaður til að gera áætlun um samstarf við foreldra þar sem fram koma helstu áherslur í foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun skólans. Samstarfsáætlunin byggir á fjölbreyttu mati á foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun milli skóla og heimila. Matið er m.a. unnið úr viðhorfskönnunum sem fræðsluyfirvöld leggja reglulega fyrir foreldra grunnskólabarna og úr viðhorfskönnunum sem skólinn stendur sjálfur fyrir í skólasamfélaginu. Einnig er mikil áhersla lögð á að hlustað sé á raddir foreldra og kennara þegar kemur að mati á foreldrasamstarfi í dagsins önn. Auk þessa er leitast við að byggja samstarfsáætlunina á niðurstöðum erlendra rannsókna um samstarf skóla og heimilis sem talið er ýta undir námsárangur nemenda og árangursríkt skólastarf. Gert er ráð fyrir að samstarfshópurinn leggi formlegt mat á samstarfsáætlunina, þrisvar sinnum á tímabilinu, þ.e. á hverju vori. Hópurinn leggur fram endurskoðaða áætlun á hverju hausti fyrir skólaráð og haustfund með bekkjarfulltrúum og kallar eftir athugasemdum. Áætlunin er síðan kynnt á aðalfundi foreldrafélagsins að hausti.
4.1 Starfshópur Hlutverk starfshópsins er að bera ábyrgð á gerð samstarfsáætlunarinnar, framkvæmd hennar og mati á árangri. Í starfshópnum sitja: Skólastjórnendur Sif Vígþórsdóttir - skólastjóri Aðalbjörg Ingadóttir - aðstoðarskólastjóri Fulltrúar kennara af yngra-, mið-, og unglingastigi Dagbjört J. Þorteinsdóttir – kennari í unglingadeild Margrét Ruth Sigurðardóttir – kennari á miðstigi Þórey Gylfadóttir – kennari í 3. – 4. bekk, situr einnig f.h. skólans í stjórn foreldrafélagsins Narfi Ísak Geirsson – kennari í 1. -2. bekk Stjórn foreldrafélagsins á hverjum tíma. Valgerður Sverrisdóttir - formaður Þórey Gylfadóttir – kennari f.h. skólans, varaformaður Elísabet Björgvinsdóttir - gjaldkeri Áslaug Hafsteinsdóttir - ritari Katrín Garðarsdóttir – meðstjórnandi
4.2 Styrkleikar skólans í foreldrasamstarfi Í Viðhorfskönnunum Reykjavíkurborgar 2012 og viðhorfskönnun Skólapúlsins 2013 til foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar kemur í ljós að meiri ánægja ríkir meðal foreldra í 23
Norðlingaskóla með almenna upplýsingagjöf til foreldra samanborið við aðra grunnskóla í borginni. Töluverð ánægja ríkir einnig meðal foreldra með nokkra þætti sem snúa beint að umsjónarkennara eins og viðmóti hans við foreldra, aðgengi að honum og upplýsingastreymi frá honum. Í flestum þessara þátta mælist svarhlutfall þeirra sem eru ánægðir örlítið hærra í Norðlingaskóla en meðaltal í öðrum grunnskólum borgarinnar. Í rannsókn um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun sem skólinn stóð sjálfur fyrir árið 2012 kemur einnig í ljós að niðurstöður sýna að foreldrar eru almennt ánægðir með samskipti sín við skólann og telja þau einkennast af góðu viðmóti starfsfólks og samstarfsvilja við foreldra. Helstu niðurstöður sýna að væntingar foreldra og kennara til foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar samræmast í meginatriðum. Kennarar vilja auka samstarf sitt við foreldra á flestum sviðum skólastarfsins og foreldrar eru tilbúnir í aukið samstarf um nám nemenda. Foreldrar telja sig einnig geta haft áhrif á nám og félagsstarf nemenda. Bæði kennurum og foreldrum finnst að áhrif foreldra í skólastarfinu eigi einna helst að gæta í námi nemenda, agamálum, þátttöku í félagsstarfi og viðburðum í almennu skólastarfi en síður í stefnumótun skólans og námsmati. Nokkrar hefðir hafa skapast um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun milli skóla og foreldra sem almenn ánægja ríkir með:
Þrír samráðsfundir með foreldrum og nemendum - að hausti, í janúar og í júní. Matssamtöl við nemendur - undanfari samráðsfunda. Skólaboðunardagur – heimsóknir starfsmanna á heimili nemenda Jólaskóli - jólahátíð fyrir stórfjölskyldur nemenda Foreldraskóladagur - einn á hvorri önn Morgunskraf – fundur með foreldrum, einn á hvorri önn Námskynningar Vorskóli – kynning fyrir foreldra verðandi 1. bekkinga Vorhátíð Föstudagspóstur Öflug heimasíða Fréttabréf Samstarf kennara og foreldrafélagsins um ritfangakaup á yngra stigi
4.3 Sóknarfæri Í viðhorfskönnun Reykjavíkurborgar frá 2012 og viðhorfskönnun Skólapúlsins 2013 á viðhorfum foreldra til skólastarfs í grunnskólum koma fram vísbendingar um að foreldrafélagið og kennarar þurfi að leita leiða til að auka aðkomu foreldra með markvissari hætti að námi nemenda eins og t.d. aukinni aðkomu að áformsvinnu nemenda, markmiðsetningu í námi og gerð námsáætlana. Þetta kemur einnig fram í könnun um foreldrasamskipti sem skólinn stóð sjálfur fyrir árið 2012. Niðurstöður kannana gefa sterkar vísbendingar um vilja foreldra til að auka þátttöku sína í samstarfi um nám þar sem meirihluti foreldra telur sig ekki vera nægilega virkan í samstarfi um nám nemenda. Foreldrar sýna þátttöku í skólastafi áhuga en vísbendingar eru um að þeir viti ekki með hvað hætti best er að fóta sig í samstarfinu. Skólinn hefur verið að þróa nýjar leiðir í bekkjarfulltrúastarfi og festa í sessi starfshætti sem snúa að viðburðum í félagslífi nemenda og samveru foreldra og nemenda. Á næstu þremur árum leggur starfshópurinn sérstaka áherslu á að festa í sessi og þróa foreldrasamstarf um nám nemenda og viðburði í skólastarfinu sem styrkja félagslíf nemenda og efla tengsl foreldra innbyrðis:
Heimsóknir í kennslustundir þarf að skipuleggja með markvissum hætti
24
o
Vilji er hjá foreldum til að koma í heimsóknir í kennslustundir, það eykur skilning á skólastarfi og hlutdeild í námi nemenda Auka aðkomu foreldra að námi nemenda o Leggja áherslu á markmiðssetningu í námi /gerð námsáætlana þar sem rík áhersla er lögð á einstaklingsmiðun og samstarf sem byggir á forsendum nemenda og foreldra ekki síður en skólans. Mat á foreldrasamtarfi – rýnihópar o Leita eftir viðhorfum foreldra og kennara á því hvað má betur fara í samstarfi heimila og skóla og finna leiðir til að auka frumkvæði kennara og foreldra og efla samstarfið. Námskynningar o Kynna markvisst starfs- og kennsluhætti o Aðkoma foreldra að námi nemenda í gegnum áformsvinnu/áformsbækur þar sem farið er sérstaklega yfir hlutverk, skyldur og þarfir foreldra og skóla. Styrkja bekkjarfulltrúastarfið með því að fylgja þessum þáttum eftir: o Skilgreina hlutverk og skipan bekkjarfulltrúa og tengiliða skólans við þá. o Fylgja eftir áætlunum um bekkjar- og fjölskylduskemmtanir. o Festa í sessi haust- og vorfundi með bekkjarfulltrúum og tengiliðum og nýta afraksturinn til framþróunar á foreldrasamstarfi í skólanum. o Halda utan um árgangamöppur sem fara á milli árganga þ.e. upplýsingamöppur um viðburði og annað skipulag innan hvers árgangs.
4.4 Samstarfsáætlun fyrir skólaárið 2013 -2014 Samstarfsverkefni Tími Ágústsept.
Verkefni
Markhópur
Markmið
Skólaboðunardagur. Starfsmenn skólans heimsækja öll heimili nemenda í skólanum og afhenda upplýsingar um áherslur skólastarfsins á komandi skólaári.
Allir starfsmenn og öll heimili nemenda
Upplýsingagjöf um skólastarfið. Ávinna skólanum traust og auka persónuleg tengsl starfsmanna við nemendur og fjölskyldur þeirra. Áhersla á að kynna foreldrasamstarf um nám nemenda s.s. markmiðssetningu og gerð námsáætlana.
Skólastjórnendur, bekkjarfulltrúar, tengiliðir skóla við bekkjarfulltrúa og stjórn foreldrafélagsins
Efla þátttöku bekkjarfulltrúa í félagsstarfi nemenda og ákvarðanatöku um foreldrasamstarf
Nýir foreldrar, aðrir en foreldrar 1. bekkinga.
Að kynna stefnu og sýn skólans og auka hlutdeild foreldra í skólastarfinu
Haustfundur bekkjarfulltrúa Samstarfsverkefni skólans og foreldrafélagsins
Móttaka fyrir nýja foreldra Foreldrafélagið í samstarfi við skólann
25
Námskynningar á námi, kennsluháttum og aukinni hlutdeild foreldra í námi nemenda. Sérstök áhersla á áformsvinnu, áformsbækur, hlutverk foreldra í áformsvinnu nemenda og markmiðssetningu um nám.
Foreldrar í hverjum námshópi
Að kynna nám og kennsluhætti. Efla einstaklingsmiðun í námi nemenda með því að auka hlutdeild foreldra í markmiðssetningu um nám barnsins. Kynning á starfs- og kennsluháttum
Nemandinn, foreldrar og umsjónarkennari
Upplýsingagjöf milli skóla og heimilis og samráð um barnið. Hafa foreldra með í ákvarðanatöku og tengja þá við nám sem styrkir einstaklingsmiðun.
Kynning á niðurstöðum úr viðhorfskönnun foreldra til skólastarfsins. Okt.
Samráðsdagur um nám, líðan og hegðun. Þátttaka foreldra í markmiðssetningu um nám nemenda
Foreldrahádegi – námshópavikur og heimsóknir í kennslustundir
Morgunskraf
Nóv.
Foreldrar og nemendur
Óformlegir samráðsfundir skólastóra með foreldrahópum úr hverjum námshópi
Að kynnast skólabragnum, starfsog kennsluháttum. Efla tengsl milli foreldra og skóla. Veita foreldrum upplýsingar um hvað eina sem foreldrar vilja vita um skólastarfið. Ávinna skólanum traust og virðingu með því að hlusta og verða við óskum foreldra
Aðalfundur Vaðsins
Foreldrar
Miðlun upplýsinga, kosningar, sameiginleg ákvarðanataka og fræðsla sem varðar alla foreldra í félaginu.
Bekkjarskemmtanir/bekkjarkvöld (sep.-nóv.) Samstarfsverkefni bekkjarfulltrúa, nemenda og tengiliða í hverjum árgangi.
Allir árgangar og allir foreldrar
Skólabragur. Efla félagstengsl.
Foreldraskóladagur. Nemendur kenna og sýna foreldrum sínum það sem þau eru að læra í skólanum
Allir foreldrar Auka skilning foreldra á skóaltarfi. Efla tengsl foreldra og skóla. 26
Skólastjóri og fulltrúar foreldra og nemenda. Des.
Jólaföndur á vegum foreldrafélagsins
Upplýsingamiðlun
Allir nemendur og foreldrar Skólabragur
Jólaskóli, síðasta dag fyrir jólafrí
Allir nemendur, foreldrar og kennarar
Janúar Samráðsdagur um nám, líðan og hegðun. Námsmat á haustönn metið. Þátttaka foreldra í markmiðssetningu um nám nemenda- Hvernig gengur að ná settu marki?
Nemandinn, foreldrar og umsjónarkennari
Upplýsingagjöf milli skóla og heimilis og samráð um barnið. Hafa foreldra með í ákvarðanatöku og tengja þá við nám sem styrkir einstaklingsmiðun.
Feb-
Allir árgangar og allir foreldrar
Skólabragur. Efla félagstengsl.
Nemendur og foreldrar
Fjáröflunarstarf sem auk þess eflir félagsleg tengsl nemenda og tengsl milli foreldra.
mars
Bekkjarskemmtanir/bekkjarkvöld (jan.-apríl) Samstarfsverkefni bekkjarfulltrúa, nemenda og tengiliða í hverjum árgangi. Reykir- 7. bekkur. Samstarfsverkefni bekkjarfulltrúa og foreldra í árganginum.
Foreldrahádegi – námshópavikur og heimsóknir í kennslustundir
Apríl
Foreldrar og nemendur Að kynnast skólabragnum, starfsog kennsluháttum. Efla tengsl milli foreldra og skóla.
Morgunskraf
Samráðsfundir skólastóra með foreldrahópum úr hverjum námshópi
Foreldraskóladagur. Nemendur kenna og sýna foreldrum sínum það sem þau eru að læra í skólanum
Allir foreldrar
Fundur með skólaráði, stjórn Vaðsins
Veita foreldrum upplýsingar um hvað eina sem foreldrar vilja vita um skólastarfið. Ávinna skólanum traust og virðingu með því að hlusta og verða við óskum foreldra Auka skilning foreldra á skóastarfi. Efla tengsl foreldra og skóla.
Skólastjóri og fulltrúar
Miðla upplýsingum og styrkja tengsl skólans við fulltrúa nemenda, 27
Maí
og nemendafélagi
foreldra og kennara
foreldra og kennara.
Vorskóli
Foreldrar verðandi 1. bekkinga
Upplýsingagjöf um skólastarfið
Nemandinn, foreldrar og umsjónarkennari
Upplýsingagjöf milli skóla og heimilis. Auka hlutdeild foreldra í námi nemenda. Árangur metinn – hefur settu marki verið náð?
Skólastjórnendur, bekkjarfulltrúar, tengiliðir skóla við bekkjarfulltrúa og stjórn foreldrafélagsins
Efla þátttöku bekkjarfulltrúa í félagsstarfi nemenda og ákvarðanatöku um foreldrasamstarf
Kennarar og fjölskyldur nemenda
Skólabragur
Samráðsdagur um nám, líðan og hegðun- Námsmat.
Vorfundur bekkjarfulltrúa Samstarfsverkefni skólans og foreldrafélagsins.
Júní
Skólaslit – vorhátíð
Tími
Verkefni
Vikulega
Mánaðarlega
Markhópur
Markmið
Föstudagspóstur. Allir Allir foreldrar umsjónarkennarar senda vikulegan póst í gegnum Mentor.
Upplýsingagjöf. Að veita foreldrum upplýsingar um helstu viðburði og verkefni liðinnar viku.
Ástundun. Foreldrar fá Allir foreldrar ástund barnsins send mánaðarlega í gegnum Mentor eða Námfús.
Upplýsingagjöf. Traust og trúverðugleiki.
Fréttabréf
Innsýn í skólastarf. Upplýsingagjöf.
Allir foreldrar
4.5 Ótímasett verkefni Vinnureglur um stamstarf við foreldra sem ekki hafa vald á íslensku Starfshópurinn gerir drög að vinnureglum um samstarf við foreldra með annað móðurmál en íslensku. Skilgreina þarf hvernig tekið er á móti þeim í skólanum, hvernig upplýsingum er komið til þeirra og hvernig stuðlað verði að þátttöku þeirra í foreldrasamfélaginu.
28
Rýnihópar kennara og foreldra Starfshópurinn þrói leiðir til að setja á stofn rýnihópa úr röðum foreldra og kennara sem leggja mat á gæði og framþróun á foreldrasamstarfi í skólanum. Matsteymi Stefnt er að því að í matsteymi skólans sitji fulltrúi foreldra og að hann sé skipaður af stjórn foreldrafélagsins til tveggja ára í senn. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Samstarfsáætlunin var unnin skólaárið 2012-2013 og kynnt á vordögum 2013. Samhliða kynningu var leitað eftir umræðum og/eða athugsemdum um úrbætur hjá eftirtöldum aðilum: Skólaráði, stjórn foreldrafélagsins, kennurum og bekkjarfulltrúum. Starfshópur um áætlunina mun á haustdögum 2013 leggja á ráðin um helstu áherslur í samstarfinu skólaárið 2013-2014.
29
Heimildaskrá Aðalbjörg Ingadóttir. (2012). Almannatengsl í skólastarfi: Samskipti og upplýsingamiðlun milli skóla og foreldra. M.Ed.- ritgerð: Háskóli Íslands, Menntavísindasvið. Aðalnámskrá grunnskóla. menningarmálaráðuneytið.
Almennur
hluti.
(2011).
Reykjavík:
Mennta-
og
Azzam, A. M. (2009). Getting parents and a system on board. Educational Leadership, 66(7), 92-93. Desforges, C. og Abouchaar, A. (2003). The impact of parental involvement, parental support and family education on pupil achievements and adjustment. A literature review. (Rannsóknaskýrsla nr. 433). Department for education and skill. Sótt 2. janúar 2012 af https://www.education.gov.uk/publications/standard/publicationDetail/Page1/RR433 Epstein, J. L. (2007). Connections count: Improving family and community involvement in secondary school. Principal Leadership, 8(2), 16-22. Fullan, M. (2007). The new meaning of educational change (4. útgáfa). New York: Teachers College Press. Kowalski, T. J. (2011). Public relations in schools (5. útgáfa). New Jersey: Pearson Education. Lög um grunnskóla nr. 91/2008 með áorðnum breytingum 34/2009, 35/2009 og 38/2009. Reykjavíkurborg. (2010). Viðhorf foreldra til grunnskólastarfs í Reykjavík: Norðlingaskóli. Reykjavík: Reykjavíkurborg, Menntasvið. Reykjavíkurborg. (2012). Viðhorf foreldra til grunnskólastarfs í Reykjavík: Norðlingaskóli. Reykjavík: Reykjavíkurborg, Skóla-og frístundasvið. Sergiovanni, T. J. (2009). The Principalship: A reflective practice perspective (6. útgáfa). Boston: Pearson Education. Skólapúlsinn. (2013). Viðhorf foreldra Reykjavíkurborg, Skóla- og frístundasvið.
til
grunnskólastarfs.
Norðlingaskóli.
Reykjavík:
30