Skólaárið 2012 - 2013 15. ágúst 2013
Nr. 1
Norðlingaskóli verður settur miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16:00 í Björnslundi, útiskólastofu skólans. Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í lundinum og að því loknu verður boðið upp á hollustuhressingu í tilefni dagsins. Foreldrar/forráðamenn, yngri og eldri systkini, ömmur og afar og aðrir áhugamenn um skólann okkar eru velkomnir með. UPPHAF KENNSLU Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst kl. 08:10. Umsjónarkennarar hitta nemendur sína á heimasvæðum þeirra og kynna fyrir þeim starf vetrarins. Skipulag fyrstu dagana verður í fastari skorðum en oft áður þar sem við búum svo vel, í fyrsta sinn í átta ára sögu skólans að vera í nánast fullkláruðu skólahúsi. Að venju byrjum við á vinnu sem miðar að því að kynnast hvert öðru og læra saman á umhverfið hér í Norðlingaholti, náttúru, staðhætti, byggð, afþreyingu o.fl. Unnið verður á margvíslegan hátt, bæði úti og inni og því er mikilvægt að nemendur komi með skjólgóðan fatnað í skólann.
Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is
Mötuneyti skólans hefur starfsemi sína strax á fyrsta skóladeginum. Morgunhressing eða svokölluð ávaxtastund verður einnig fyrir þá nemendur sem eru skráðir í hana strax á fyrsta degi. Því er mikilvægt að minna foreldra á að skrá börn sín í gegnum Rafræna Reykjavík. FRÍSTUNDAHEIMILIÐ KLAPPARHOLT Klapparholt verður sem fyrr með fjölbreytta frístundastarfsemi fyrir börn í vetur. Þar verður m.a. farið í frjálsan leik, þema– og smiðjuvinnu, verkefnaval og margt fleira. Starfsemi Klapparholts fléttast inn í stundaskrá allra barna í 1. - 4. bekk á skólatíma. Foreldrar þurfa að skrá börn sín í gegnum Rafræn Reykjavík ef þau eiga að vera í Klapparholti frá kl. 14:00 á daginn. Nánari upplýsingar um starfsemi Klapparholts má finna í bæklingi til foreldra og á heimasíðu skólans. ÍÞRÓTTAKENNSLA Í vetur fá nemendur í 1.-10. bekk íþróttatíma tvisvar í viku, sextíu mín. í senn. Stefnt er að því að allir námshópar fái dans í u.þ.b. 60 mín. á viku í það minnsta 1/3 hluta vetrarins. Sundkennsla hefst mánudaginn 3. september. Sundkennsla fer almennt fram í Breiðholtslaug en 8. og 9. bekk verður kennt í Árbæjarlaug. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans. http://www.nordlingaskoli.is
NS:
SPEKI FRÉTTABRÉFSI
rk hinn fullorðnu er Börn eru gullnáma og hlutve Malaguzzi) að fá gullið til að glóa. ( Loris
Ef breytingar hafa orðið á högum nemenda skólans í sumar s.s. aðsetursbreytingar, ný eða breytt símanúmer og ný eða breytt netföng eru forráðamenn vinsamlegast beðnir um að tilkynna það til skólans í síma 411-7640 sem allra fyrst.
Í upphafi skólaárs 2012 - 2013 Á síðastliðnu skólaári var nýtt skólahús Norðlingaskóla tekið í notkun að mestu leyti. Við þau tímamót varð mikil breyting á allri aðstöðu í skólanum og loksins öll starfsemi hans, nema sund, undir sama þaki. Enn er ýmsu ólokið í skólahúsinu en unnið er að því að klára það nú á haustmánuðum. Þá er lóð skólans nú óðum að taka á sig endanlega mynd og vonir standa til að framkvæmdum ljúki við hana í haust. Gaman er að geta þess að hönnun lóðarinnar hefur vakið mikla athygli jafnvel utan landssteinanna.
Ábyrgðamenn fréttabréfs: Sif Vígþórsdóttir og Helgi Rafn Jósteinsson
Skólaárið sem nú er að hefjast mun án efa einkennast af því að nemendur skólans, starfsfólk og foreldrar verða áfram að takast á við það metnaðrafulla og spennandi verkefni að þróa enn frekar skólastarfið hér á Holtinu í nýju og glæsilegu húsnæði sem beðið hefur verið eftir með óþreyju. Skólaárið 2012 - 2013 verður m.a. unnið að eftirtöldum þróunarverkefnum í skólanum: Skólastarf í opnum rýmum, Útinám í Björnslundi, Notkun snjalltækja á unglingastigi, Byrjendalæsi og Samstarfi milli leik- og grunnskóla í Norðlingaholti. Þessi verkefni falla vel að áherslum skólans á einstaklingsmiðaða starfshætti og verklegar og skapandi leiðir til að vinna með bókleg markmið. Þetta felur í sér að samþætta námsgreinar sem allra mest. Nánari upplýsingar um skólann og skólastarfið má fá á skrifstofu skólans í síma 411-7640 og á heimasíðu skólans: http://www.nordlingaskoli.is
Námskynningarkvöld fyrir foreldra Gert er ráð fyrir námskynningum fyrir foreldra sem hér segir: 1. bekkur miðvikudagur 12 september kl. 20.00 2. bekkur fimmtudaginn 13. september kl.20 3. bekkur þriðjudaginn 25. september kl.18.00. 4. bekkur þriðjudaginn 25.september kl.18.00. 5. bekkur þriðjudaginn 11. september kl 17:00. 6. bekkur þriðjudaginn 11. september kl. 18:00. 7. bekkur þriðjudaginn 25. september kl. 17:00 8. bekkur miðvikudaginn 12. september klukkan 8:10 9. bekkur miðvikudaginn 12. september klukkan 8:10 10. bekkur miðvikudaginn 12. september klukkan 8:10 Ef eitthvað er óljóst varðandi skipulag skólastarfsins við upphaf skólaársins vil ég biðja ykkur um að hafa samband við skólann í síma 411-7640.
öll kát og hress! r u k yk á sj að l ti ið Hlökkum mik skóla Starfsfólk Norðlinga