Fréttabréf 9. nóvember 2012

Page 1

Skólaárið 2012 - 2013 9. nóvember

Nr.

Fréttabréf NOrðlingaSKÓLA

Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is

Morgunskraf 12. nóvember Árlegt morgunskraf stjórnenda hófst með spjalli við foreldra nemenda í 1.-4. bekk 9. nóvember. Tólfta nóvember er foreldrum barna í 5.-7. bekk boðið að koma í skólann og 15.nóvember er foreldrum í 8.-10. bekk boðið. Morgunskrafið hefst kl. 8:10. Við hlökkum til að hitta ykkur og heyra hvað þið hafið að segja.

Undirbúningsdagur 13. nóvember Öll kennla fellur niður í skólanum þennnan dag. Klapparholt verður opið. Hér í skólanum verður sama dag Málþing um skil skólastiga . Skólaog frístundasvið Reykjavíkur ásamt Menntavísindasviði standa fyrir málþingi um skil skólastiga, frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla. Málþingið er haldið í tilefni af útgáfu bókar Gerðar G. Óskarsdóttur um þetta efni. Þingið hefst kl. 14:00 og er til kl. 17:00.

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember Inngangur að þessum degi verður 14. nóvember en þá verður morgunstund tileinkuð degi íslenskrar tungu. Þann dag munu nemendur í 1.-2. bekk vera með ljóðalestur og söng og stúlkur úr unglingadeild verða með söngatriði. Sextándi nóvember er síðan nokkuð stór dagur því margt verður um að vera í skólanum. Fyrst er að nefna að Menntamálaráherra kemur í heimsókn og fleiri góðir gestir. Þar verður unglingadeildin í brennideplinum en ráðherra hefur áhuga á að fræðast um spjaldtölvur í skólastarfi. Í tilefni dagsins ætla nemendur í 3.4. og 5.-7. bekk að lesa fyrir leikskólanemendur á Rauðhól og Ævintýrahól en það er jafnframt þáttur í að efla samstarf leik- og grunnskóla.

Foreldraskóladagur 21. nóvember Á þessum degi er foreldrum boðið að koma í skólann og læra af nemendum. Þar gildir ,,gamall nemur ungur temur”. Foreldraskóladagur hjá 1. –2. bekk hefst kl. 8:10 og stendur til til 9:30. Foreldrum nemenda í 3. –7. bekk er boðið í skólann kl. 12:40– 14:00.


Ábyrgðamenn fréttabréfs: Sif Vígþórsdóttir og Helgi Rafn Jósteinsson

Skólavinir Áttundi nóvember var dagur gegn einelti og hófst með með skólavina-verkefni í skólanum. Markmið verkefnisins er að stuðla að jákvæðum samskiptum á skólalóðinni og eru nemendur í 7. og 10. bekk í aðalhlutverkum. Þau koma út í frímínútum nemenda og reyna að efla leik og gleði þar sem allir eru með. Markmiðið er að efla og kenna nemendum leiki og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Spennandi smiðjur Nýjar smiðjur eru komnar af stað og að venju er mikil fjölbreytni í verkefnavali. Í 1.–2. bekk er yfirskrift smiðjunnar skólinn þar sem nemendur fræðast t.d. um fjölbreytt störf í skólanum. Í 3.–4. bekk er smiðja sem kallast vitavörðurinn með áherslu á náttúrufræði þar sem m.a. er fjallað um veðurfar og fuglalíf við ströndina. Í 5. –7. bekk er unnið með miðaldir þar sem nemendur fræðast um menningu, stjórnskipulag og lifnaðarhætti fólks á þessu merka sögutímabili. Í 8.-10.bekk er unnið með hollustu og heilbrigði og áhersla m.a. lögð á að kynna hollustu í fæði, mikilvægi hreyfingar og mengun í umhverfinu.

Örfréttir úr skólastarfinu Fjölmargir skólar bæði af Stórreykjavíkursvæðinu og utan af landi hafi heimsótt skólann til að kynna sér starfs- og kennsluhætti hjá okkur. Óvenjumikið hefur einnig verið um heimsóknir erlendra hópa til okkar og má þar nefna skólafólk frá flestum Norðurlöndunum og fjölmörgum löndum í Evrópu. Í vikunni skiptust allir kennarar í skólahverfinu okkar á að fara í heimsóknir milli skólanna til að kynna sér starfs– og kennsluhætti. Það er m.a. liður í að skólarnir styrki tengsl sín á milli, kennarar skiptist á skoðunum og miðli þekkingu og reynslu sem styrkir þá í starfi og hefur jákvæð áhrif á nám nemenda. Fyrsta eldvarnaræfing skólans í nýju skólahúsi var haldin 15. okt. Æfingin gekk mjög vel og var búið að rýma húsið á innan við tíu mínútum. Öllum nemendum var smalað sama á íþróttavelli skólans, farið yfir bekkjarlista og þess gætt að allir hefðu skilað sér. Í byrjun október kom vaskur hópur heldri borgara í heimsókn í Norðlingaskóla. Sif Vígþórsdóttir skólastýra tók á móti hópnum, bauð upp á kaffi og kynnti þeim skólann og leitaði eftir frekari samvinnu milli skólans og heldri borgara í Norðlingaholti á komandi árum. Árlegt norrænt skólahlaup fór fram 4. október í einstaklega fallegu veðri. Allir nemendur lögðu sig fram eftir bestu getu og komu allir í mark sem sigurvegarar. SPEKI FRÉTTABR

ÉFSINS

ra þá hluti vel sem Gott líf felst í því að ge - Aristóteles maður getur gert vel.

Norðlingahlaupið 2012


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.