Fréttabréf Norðlingaskóla

Page 1

Fréttabréf NOrðlingaSKÓLA Skólaárið 2011 - 2012

6. október - bréf nr. 2

Samráðsdagur 7. október

Samráðsdagur verður í Norðlingaskóla 7. október nk. Þá koma nemendur og foreldrar í samráð til starfsfólks skólans. Farið verður yfir starfið það sem af er skólaárinu og væntingar gerðar og markmið sett fyrir næstu önn. Tímasetningar samráðstíma verða sendar heim í tölvu- og töskupósti. Athugið! Klapparholt er opið á samráðsdegi. Þeir foreldrar sem nýta sér þjónustu þess eru beðnir að hafa samband við frístundarheimilið og láta skrá á hvaða tíma eða hvort barn þeirra verður í Klapparholti þennan dag - s: 664-7624.

Matur í skóla

Undirbúningsdagur 10. október Mánudaginn 10. október nk. er undirbúningsdagur í skólanum. Starfsfólk skólans mun nota daginn til þess að hefja undirbúning og skipulag næstu annar sem hefst 26. október.

Athugið! Klapparholt er opið á samráðsdegi. Þeir foreldrar sem nýta sér þjónustu þess eru beðnir að hafa samband við frístundarheimilið og láta skrá á hvaða tíma eða hvort barn þeirra verður í Klapparholti þennan dag - s: 664-7624.

Morgunskraf með foreldrum hefst 26. október

Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is

Stjórnendur bjóða foreldrum nemenda allra námshópa á morgunkaffispjall til skrafs og ráðgerða. Morgunskrafinu er ætlað að vera óformlegt spjall um skólastarfið. Morgunskrafið hefst alla morgna kl. 08:10.  26. október Foreldrar nemenda í 1. - 4. bekk  27. október Foreldrar nemenda í 5. - 7. bekk  28. október Foreldrar nemenda í 8. - 10. bekk

Mötuneytiseldhús skólans tók til starfa 26. september sl. Matráður skólans, Már Óskarsson eldaði þann dag uppáhald flestra nemenda þ.e. grjónagraut sem borinn var fram með blóðmör og lifrapylsu. Starf mötuneytisins er smám saman að taka á sig fasta mynd þó enn sé fullnaðarfrágangi eldhússins ólokið. Nemendur koma í fjórum hópum inn á salinn til þess að borða. kl. 11:40 nemendur 1. og 2. bekkjar; kl. 12:00 nemendur 3. og 4. bekkjar; kl. 12:20 nemendur 5. 6. og 7. bekkjar; kl. 12:40 nemendur 8. 9. og 10. bekkjar. Mótun umgengnisregla á matsal og almennt í skólanum eru í burðarliðnum. Áríðandi er að nemendum gefist tækifæri til þess að njóta matar í ró og næði.

VETRARLEYFI 21., 24. og 25. október

Samvinna skóla og heimila

Vetrarleyfi skólans hefst föstudaginn 21. október og lýkur 25. október. Kennsla er síðan samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26.október og hefst þá jafnframt nýtt stundaskrártímabil.

Óskað hefur verið eftir því við foreldra að þeir gefi kost á sér sem bekkjarfulltrúar. Nú þegar hafa nokkrir orðið við þessari ósk en þó vantar enn fleiri. Ágætu foreldrar. Vinsamlega hafið samband við viðkomandi teymi ef þið eruð reiðubúnir að gerast bekkjarfulltrúar. Treystum ánægjulegt samstarf heimila og skóla.

Alþjóðlegi bangsadagurinn Alþjóðlegi bangsadagurinn er þriðjudaginn 27. október. Þann dag gefst nemendum kostur á því að koma með uppáhaldsbangsann sinn í skólann og gæta hans þar vel.


Skápar og lyklar

Þessa dagana eru að koma í hús lásar, lyklar og númer á nemendaskápa. Aðgengi nemenda að skáp og lykli verður með þeim hætti að þeir fá lás og lykil gegn skilagjaldi sem er kr. 2.500.Í lok skólaárs mun umsjónarmaður skólans kalla inn lykla og lása og þeir sem standa skil og hafa gengið vel um sinn skáp fá skilagjaldið endurgreitt. Nemendum er óheimilt að koma í skólann með eigin lása eða setja á skápana sínar eigin merkingar.

Ánægja skín úr hverju andliti!

FRÍSTUND

Frá og með 1. október sl. tók skólinn alfarið yfir rekstur Klapparholts, frístundaheimilis. Búið er að manna þær stöður sem óráðið var í. Nú þegar er hafin vinna að þróunarverkefni sem gengur undir nafninu “Dagur barnsins” en þar eru mótaðar nýjar leiðir í frístundastarfi yngstu nemenda. Verkefnastjóri Klapparholts er Árni Jónsson og aðstoðarverkefnastjóri er Jón Páll Pálmason.

Ábyrgðamenn fréttabréfs: Sif Vígþórsdóttir og Ellert Borgar

Samskiptakortið - Einelti á ekki heima hér! Nemendur 5. 6. og 7. bekkjar hafa undanfarið einbeitt sér að forvörnum gegn einelti. Kynningarfundir, umræða og úrvinnsla hefur einkennt þessa vinnu nemenda. Nemendur hafa verið að setja sér markmið þar sem jákvæð samskipti og velvild einkennir framkomu hvers og eins gagnvart skólafélögunum. Sú nýlunda var tekin upp að hver nemandi vinnur sitt Samskiptakort. Á því er yfirlýsing hvers nemanda hvernig hann ætlar að leggja sitt að mörkum til vinsamlegra samskipta og til að koma í veg fyrir einelti. Framlag og vinna nemenda til fyrirmyndar!

Spurt og svarað Hvernig líður þér í nýja skólahúsinu?

Dagur: Mjög vel - munur eða skálarnir!

Ari: Mjög vel miklu þægilegri en skálarnir!

Silja: Vel, miklu betur en í skálunum!

Andri: Gaman skemmtilegast í kaplakubbunum!

Svandís: Bara vel - allt stærra, betra og þægilegra.!

I: SPEK a S F Í L t vinát Sönn lanta er p hægt! vex sem


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.