Dagur barnsins
Frístund Gjaldskrá Frístundagjald 5 dagar í viku kr. 11.940 kr. 4 dagar í viku kr. 9.740 kr. 3 dagar í viku kr. 7.520 kr. 2 dagar í viku kr. 5.295 kr.
Síðdegishressing 5 dagar í viku kr. 3.450 4 dagar í viku kr. 2.760 3 dagar í viku kr. 2.070 2 dagar í viku kr. 1.380
Ef tvö systkini eða fleiri eru í vistun á frístundaheimilum borgarinnar er veittur 75% afsláttur vegna annars barns en 100% vegna þriðja og fjórða barns af frístundagjaldi, skilyrði er að systkinin hafi sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá. Foreldrar greiða fullt fæðisgjald fyrir öll börnin.
Stjórnandi frístundar / Klapparholts Tinni Kári Jóhannesson, forstöðumaður Úlfur Arnar Jökulsson, aðstoðarforstöðumaður Skráning í frístundaheimilið og síðdegishressingu fer fram í gegnum Rafræn Reykjavík (http://rafraen.reykjavik.is). Nánari upplýsingar um frístundastarfið er hægt að fá með því að senda tölvupóst á netfangið klapparholt@reykjavik.is eða í síma 664-7624
Ef þjónusta er nýtt kl. 8.00-13.30 á samráðsdögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það kr. 1.785 á dag. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið á frístundaheimilunum frá kl. 13.30-17.15. Óskað er eftir skráningu á þessa daga sérstaklega og verða þessir dagar kynntir þegar nær dregur. Frístundin er lokuð í vetrarfríum grunnskóla. Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní). Ef þjónustu er sagt upp, eða óskað er eftir breytingum, skal það gert fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðamót. Hægt er að segja upp þjónustunni á Rafrænni Reykjavík. Norðlingaholt, ágúst 2013
KLAPPARHOLT
Frá því í janúar 2012 hefur Norðlingaskóli tekið þátt í þróunarverkefninu “Dagur barnsins”. Það verkefni felur í sér samþættingu skólastarfs og frístundar. Frístundinni er fléttað inn í stundaskrár allra nemenda á aldrinum 6 - 9 ára. Stundaskrá þeirra hefst kl. 08:10 að morgni og lýkur kl. 14:00. Áhrif samþættingarinnar eru því m.a. dagleg lenging um 40 mínútur hjá þessum árgöngum. Frá kl.14:00 tekur svo við gjaldskyld þjónusta frístundaheimilisins. Þessi nýbreytni styrkir skólastarf yngstu nemendanna og eflir þá í félags- og samskiptafærni, eykur sjálfstraust þeirra og jákvæða framkomu.
Norðlingaskóli
Frístundaheimilið Klapparholt Við Norðlingaskóla starfar frístundaheimilið Klapparholt. Á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar er 6 – 9 ára börnum boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir skóla. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Frístundaheimilin eru opin eftir að skóladegi lýkur til kl. 17:15 alla daga.
Leiðarljós frístundaheimila er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.
Markmiðið er ekki síst að efla virkni, ábyrgð, sjálfsmynd og sjálfstæði barna. Þess vegna er lögð áhersla á virkt barnalýðræði í starfi frístundaheimilanna. Þetta gerum við með því að bjóða börnunum hvern dag að velja um fjölbreytt verkefni. Sem dæmi um það sem í boði hefur verið má nefna, listir og föndur, skólahreysti, íþróttarsal, víkingaklúbb, teikniklúbb, útiveru, perlur, frjáls leikur, sundferðir fyrir eldri börn og margt fleira.
Ath. Skráning í frístundaheimili og síðdegishressingu fer fram á Rafrænni Reykjavík.