Matsáætlun 2009 - 2011

Page 1

NORÐLINGASKÓLI

MATSÁÆTLUN NORÐLINGASKÓLA 2009 – 2011 (tvö og hálft skólaár) Mat á skólastarfi Norðlingaskóla 2009 – 2011 Hvers vegna? Rökin fyrir því að meta skólastarf eru einkum af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða utanaðkomandi hvata sem birtast í lögum og fyrirmælum stjórnvalda og hins vegar eru það innri hvatar, þ.e. löngun og þarfir starfsfólks, stjórnenda, foreldra og nemenda skólans til að gera gott skólastarf enn betra. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 35. grein er fjallað um markmið með mati á skólastarfi, þar segir: Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í grunnskólum er að: a. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda, b. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla, c. auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum, d. tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Ytri hvatar Í 36. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir: Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 35. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Grunnskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur.

Úr bæklingi um sjálfsmat skóla (Menntamálaráðuneytið, 1997) Margir ólíkir þættir hafa áhrif á skólastarf s.s. kröfur og þarfir nemenda, samfélags og atvinnulífs, námsstaða nemenda og viðhorf og væntingar foreldra. Miklu skiptir að skólar leitist við að koma til móts við ólíkar þarfir þessara aðila á markvissan hátt og meta reglulega starf sitt og stöðu. Sjálfsmat er ein leið til þess að miðla þekkingu á skólastarfi, upplýsingum um það og kynna lausnir á vandamálum og er einnig leið til umbóta í skólastarfi. Jafnframt er sjálfsmat liður í þróun og í vexti skólans... Megin tilgangur sjálfsmats er að gera starfsfólki skóla auðveldara að vinna að framgangi markmiða skólans, meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoða þau og stuðla að umbótum.

Úr Aðalnámskrá grunnskóla – almennum hluta (Menntamálaráðuneytið, 2006, bls.18-19 ): Sjálfsmat er leið til þess að vinna kerfisbundið að gæðum og umbótum í skólastarfi. Sjálfsmat er ekki unnið í eitt skipti fyrir öll heldur þarf stöðugt að vinna að því. Það er langtímamiðað en ekki einangruð aðgerð.

Eins og fram kemur hér að ofan segir í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (greinar 35 – 38) að hver grunnskóli skuli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfsins. Í lögunum eru einnig ákvæði um að sveitarfélögin sinni mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og láti menntamálaráðuneytinu í té upplýsingar um framkvæmd skólastarfs þ.á.m. um framklvæmd innra mats og að þau sjái til þess að slíkt mat leiði til umbóta í skólastarfi. Þá er

1

Norðlingaskóli Reykjavík Netfang: nordlingaskoli@nordlingaskoli.is Sími: 411-7640 og Fax: 411-7641 Heimasíða skólans: http://www.nordlingaskoli.is


NORÐLINGASKÓLI einnig kveðið á um að menntamálaráðuneytið geri áætlun til þriggja ára um kannanir og úttektir sem miða að því að veita upplýsingar um framkvæmd grunnskólalaganna. Á undanförnum árum hefur menntamálaráðuneytið gert úttektir á þeim sjálfsmatsaðferðum sem skólar nota. Ákvæði um úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla komu til framkvæmda haustið 2001. Í bæklingi menntamálaráðuneytisins Sjálfsmat skóla – leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar kemur fram að skólum sé frjálst, samkvæmt lögum og reglugerðum, að velja sér aðferðir til að meta innra starf sitt og gert er ráð fyrir því að þeir setji sér sjálfir viðmið um bættan árangur. Lögð er áhersla á að umfang sjálfsmats sé með þeim hætti að það nái á einhverju stigi til allra þátta skólastarfsins án þess þó að það sé of umfangsmikið og því sé mikilvægt að skólar forgangsraði verkefnum og afmarki vel vinnu sína. Þeir þættir sem sérstaklega eru dregnir fram og lögð áhersla á eru: stjórnunarhættir, faglegir þættir í starfi kennara og annarra starfsmanna, vinnuandi, stefnumörkun, endurmenntun, samstarf og samskipti kennara, nemenda og foreldra. Eitt af því sem lögð er áhersla á í umræddum bæklingi er að sjálfsmat sé samvinnuverkefni þar sem allir sem tengjast skólanum og starfi hans taki á einhverju stigi þátt í sjálfsmatinu (nemendur, stjórnendur, kennarar og annað starfsfólk, foreldrar og aðrir hagsmunaaðilar). Gert er ráð fyrir því að þátttaka einstakra hópa sé mismikil en að skólastjórnendur hafi yfirumsjón með verkinu. Sjálfsmat er talin ein af forsendum þess að hægt sé að setja fram raunhæfar tillögur til úrbóta í stofnunum og að þess vegna þurfi skólar að setja sér ákveðin viðmið um árangur. Ætlast er til þess að niðurstöður sjálfsmats skóla birtist í stuttum og hnitmiðuðum skýrslum þannig að unnt sé að nýta niðurstöðurnar til bættrar stjórnunar og umbóta í skólastarfi. Sjálfsmat skóla á ekki að vera afmarkað verkefni heldur langtímamiðað. Mikilvægt er að sjálfsmat leiði til þess að unnt sé að finna leiðir til að bæta árangur skólastarfsins og eftir það liggi fyrir tillögur um umbætur og áætlun um hvernig skuli innleiða þær, nokkurs konar skólaþróunaráætlun. Mikilvægt er að sjálfsmat sé greinandi og dragi fram sterkar og veikar hliðar allra þátta skólastarfsins. Gert er ráð fyrir að hver skóli gefi út opinbera sjálfsmatsskýrslu enda sé það forsenda þess að hægt sé að fylgja umbótum eftir en einnig að skólinn fái viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Í úttektum menntamálaráðuneytisins á sjálfsmatsaðferðum skóla er lagt mat á stöðu sjálfmats, sjálfsmatsaðferðir og framkvæmd sjálfsmatsins í einstökum skólum. Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat ráðuneytisins á sjálfsmatsaðferðum skóla eru að sjálfsmatið sé: formlegt, altækt, áreiðanlegt, samstarfsmiðað, umbótamiðað, árangursmiðað, stofnana- og einstaklingsmiðað, lýsandi, greinandi og opinbert. Framangreind viðmið eru einnig birt í Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta 2006 og voru auk þess kynnt sérstaklega í bréfi til grunnskóla landsins í júní 2000. Í aðalnámskránni kemur fram varðandi viðmið að sjálfsmatið eigi að vera altækt, þ.e. að á einhverju stigi skuli matið ná til allra þátta skólastarfsins. Það skal einnig vera formlegt og áreiðanlegt, þ.e. byggt á traustum upplýsingum og kerfisbundnum mælingum. Það má því ljóst vera að skólum er skylt skv. gildandi lögum að vinna að mati á skólastarfinu.

Innri hvatar Frá því að Norðlingaskóli var stofnaður haustið 2005 hefur starf hans verði í mótun og er þá enginn hluti skólastarfsins undanskilinn. Strax var ljóst að starfsfólk skólans myndi ekki velja að fara troðnar slóðir hvað varðar starfshætti. Þegar þannig háttar til er fátt mikilvægara en að

2

Norðlingaskóli Reykjavík Netfang: nordlingaskoli@nordlingaskoli.is Sími: 411-7640 og Fax: 411-7641 Heimasíða skólans: http://www.nordlingaskoli.is


NORÐLINGASKÓLI leggja mat á framvinduna jafnóðum. Í Norðlingaskóla er skólaþróun daglegur hluti af skólastarfinu og til þess að hún geti orðið sem markvissust er nauðsynlegt að meta starfið með formlegum, reglubundnum og öflugum hætti. Mikið hefur verið lagt upp úr því að þeir sem mynda skólasamfélag skólans, starfsfólk, foreldrar, nemendur og fræðsluyfirvöld komi að því mati. Þá hefur einnig verið allnokkur gestagangur og margir aðilar innlendir og erlendir hafa sýnt starfi skólans áhuga. Þessir gestir hafa oftar en ekki verið fengnir til að leggja mat á starf skólans. Í Norðlingaskóla er litið svo á að mat á skólastarfinu sé einn af þeim þáttum sem best nýtast til að leggja grunn að öllu starfi skólans og er um leið nauðsynlegur þáttur til að varða þá leið sem skólastarfinu hefur verið valin. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki sem vill leggja metnað sinn í það að gera sitt besta og leita leiða til að starfið í skólanum verði sem árangursríkast og markvissast fyrir nemendur og þá um leið foreldra. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að meta starfið reglulega, enda er sjálfsmati skóla ætlað að gera allt starf í skólanum markvissara og á því byggist það umbótastarf og sú skólaþróun sem ráðist er í hverju sinni.

Matsteymi Matsteymi skólans er verkefnastjórn þess mats sem fram fer í skólanum. Í honum sitja auk skólastjórnenda tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annarra starfsmanna, fulltrúi foreldra og fulltrúi nemenda. Hlutverk hópsins er m.a. að stýra matsvinnunni, ákveða áherslur, gera umbótamiðaða skólaþróunaráætlun og vinna úr upplýsingum, þ.e. að sjá um alla úrvinnslu og skýrslugerð. Í matshópnum eru: Sif Vígþórsdóttir, Ágúst Ólason, Guðrún Jóna Óskarsdóttir, Ragna Freyja Gísladóttir og Berglind Ólafsdóttir en hún er fulltrúi foreldra og varamaður í skólaráði skólans. Þá er í matsteyminu einn fulltrúi nemenda sem er skólaárið 2008-2009 Sigrún S. Magnúsdóttir enda er talið afar mikilvægt að hafa samráð við nemendur um mat á skólastarfinu.

Hugmynd að matsáætlun frá upphafi vorannar 2009 til loka vorannar 2011 Hér á eftir er sett fram þrepaskipt matsáætlun þar sem fram kemur hvaða þættir verða metnir, hvenær og hverjir koma að því mati. Þessi matsáætlun nær yfir næstu tvö og hálft skólaár, þ.e. frá upphafi vorannar 2009 til loka vorannar 2011. Gert er ráð fyrir því að matið byggist að mestu upp á svokölluðu 2+2 mati, rýnihópafundum og matsfundum starfsfólks og nemenda og foreldra sem og úrvinnslu úr samtölum við aðila skólasamfélagsins sem og ýmsum gögnum sem varða skólahaldið. Þá er gert ráð fyrir því að nota matstækið Skólamat (sbr. www.skolamat.is) en það er kannanagrunnur sem byggir á því að meta þá þætti sem samkvæmt rannsóknum einkenna góða skóla. Þannig teljum við að bæði eigindlegum og megindlegum matsaðferðum verði blandað saman en þannig er bestu ljósi varpað á stafið í skólanum. Í 2+2 mati draga þátttakendur í matinu fram tvö atriði sem hafa gengið vel og önnur tvö sem gætu verið betri eða þarf að bæta úr og snúa að því sem er viðfangsefni matsins. Í könnununum úr Skólamati verður viðhorf foreldra, nemenda og starfsfólks til skólastarfsins metið. Gert er ráð fyrir því að á þriggja ára tímabili náist að kanna viðhorf skólasamfélagsins til allra þátta skólastarfsins. Í þeirri vinnu sem farið hefur fram á síðustu árum í skólum landsins og tengist mati á skólastarfi hefur gagnsemi hins talaða orðs eða samræðunnar ekki verið nægilega vel nýtt sem hluti af matsferlinu. Á sama tíma hefur orðið æ algengara að starfsmannasamtöl fari fram í skólunum en þau eru nú orðin kjarasamningsbundin. Því er hér lagt til að nýta samtölin

3

Norðlingaskóli Reykjavík Netfang: nordlingaskoli@nordlingaskoli.is Sími: 411-7640 og Fax: 411-7641 Heimasíða skólans: http://www.nordlingaskoli.is


NORÐLINGASKÓLI sem einn þátt í matsvinnu skólanna og ná þannig enn frekar að innleiða í matið bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir. Þó þarf í þessu sambandi að passa þann trúnað sem ríkja á milli stjórnenda og starfsmanna og fá samþykki starfsmanns fyrir þeim þætti sem á heima í matsgögnum skólans. Eins og fram kemur hér að framan er hér sett fram matsáætlun til tveggja og hálfs skólaárs, þ.e janúar 2009 – júní 2011. Í matsáætlun Norðlingaskóla sem gerð var á haustönninni 2007, og gilti fyrir síðastliðið skólaár, var gert ráð fyrir því að á vorönn 2008 yrði dregið sama það mat sem fram hafði farið á þeim þremur skólaárum sem liðin eru frá stofnun skólans. Af ýmsum orsökum náðist ekki siðastliðið vor að vinna þá skýrslu og því var þeirri vinnu seinkað þangað til í febrúar – mars 2009. Sú skýrsla verðir kynnt fyrir nemendum, foreldrum, starfsfólki og fræðsluyfirvöldum og í ljósi þeirra niðurstaðna sem þar koma fram verður sú matsáætlun sem hér er sett fram endurskoðuð haustið 2009 sem og ákveðin næstu skref í þróunar- og umbótavinnu Norðlingaskóla. Gert er ráð fyrir því að á hverju vori verði gerð stutt matsskýrsla fyrir skólárið en síðan verði gefin út viðameiri skýrsla á tveggja til þriggjá ára fresti. Þá er gert ráð fyrir því að í framhaldi af viðameiri matsskýrslunum verði leitað álits foreldra, nemenda og starfsfólks um hvaða umbætur sé brýnast að ráðast í (forgangsröðun) og í ljósi þess verði síðan endurskoðuð skólaþróunaráætlun Norðlingaskóla og í framhaldi af því sgerð símenntunaráætlun sem miðar að því að styðja við skólaþróunaráætlunina.

MATSÁÆTLUN NORÐLINGASKÓLA JANÚAR 2009 – JÚNÍ 2009 TÍMI Jan. – mars 2009

Mars 2009

Apríl 2009

Apríl – júní 2009

4

AÐGERÐ Frekari upplýsingaöflun við annaskil vegna sjálfsmats. 2+2-mat lagt fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra (m.a. á foreldraskóladegi 20. mars 2009). Þá verða rýnihópa og matsfundir með starfsfólki og mats- og samráðsfundir með nemendum. Mats- og samráðsfundir með 1. – 10. bekk (hver árgangur fyrir sig). Starfsmannasamtöl tekin (einstaklingslega) og unnið úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi og ekki eru trúnaðarmál. Matsteymi vinnur úr þessum upplýsingum og setur fram sterkar og veikar hliðar og hugmyndir að úrbótum. Sjálfsmatsskýrsla 2005 – 2008 kynnt starfsmönnum skólans, foreldrum, skólaráði, nemendaráði og fræðsluyfirvöldum í Reykjavík. Sett á heimasíðu skólans. Kannanir (30 spurningar) unnar upp úr grunninum í Skólamati þannig að fáist almennt mat á flestum þáttum skólastarfsins lagðar fyrir starfsfólk, nemendur (í 7. bekk) og foreldra og unnið úr þeim (sterkar hliðar, veikar hliðar og hugmyndir að úrbótum) Starfsmannasamtöl tekin (einstaklingslega) og unnið úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi og ekki eru trúnaðarmál. Matsteymi vinnur úr þessum upplýsingum og setur fram sterkar og veikar hliðar starfsins og hugmyndir að úrbótum. Mats- og rýnifundir starfsfólks að vori og úrvinnsla úr þeim. Samtöl við 10. bekkinga (elstu nemendur skólans) og úrvinnsla úr þeim.

Norðlingaskóli Reykjavík Netfang: nordlingaskoli@nordlingaskoli.is Sími: 411-7640 og Fax: 411-7641 Heimasíða skólans: http://www.nordlingaskoli.is

ÁBYRGÐARAÐILAR ÞÁTTTAKENDUR Skólastjórnendur, matsteymi, starfsfólk, foreldrar og nemendur.

Skólastjórnendur, matsteymi, starfsfólk, foreldrar, nemendaráð og matsteymi og fræðsluyfirvöld. Skólastjórnendur, matsteymi, starfsfólk, nemendur og foreldrar. Skólastjórnendur, matsteymi, starfsfólk, nemendur í 9. bekk og foreldrar.


NORÐLINGASKÓLI 2+2 mat lagt fyrir foreldra þar sem þeir setja fram mat á starfi vorannarinnar 2009 (trúlega gert á foreldradegi í júní). Apríl – júní 2009

Vorið 2009 mun Menntasvið trúlega leggja fyrir starfsfólk skólans vinnustaðagreiningu. Reiknað er með að nýta niðurstöður úr henni um Norðlingaskóla sem hluta af mati skólans.

Menntasvið og starfsfólk.

Skólastjórnendur og matsteymi.

Júní – sept. 2009

Stutt sjálfsmatsskýrsla unnin þar sem dregið er saman það mat sem farið hefur á vorönn 2009, þar sem fram koma sterkar og veikar hliðar á skólastarfinu og hugmyndir að úrbótum settar fram sem síðan eru grunnurinn að skólaþróunaráætlun. Niðurstöður úr sjálfsmatsskýrslu 2005 – 2008 og stuttri sjálfsmatsskýrslu vorannar 2009 verða dregnar saman og kynntar starfsmönnum skólans, foreldrum, nemendaráði, skólaráði og fræðsluyfirvöldum í Reykjavík. Sett á heimasíðu skólans. Þá verðru matsáætlun skólans 2009 – 2011 endurskoðuð í ljósi þess sem fram kemur í þessum tveimur matsskýrslum og sett fram skólaþróunaráætlun fyrir 2009 – 2011.

Skólastjórnendur, matsteymi, starfsfólk, foreldrar, nemendaráð og matsteymi og fræðsluyfirvöld.

MATSÁÆTLUN NORÐLINGASKÓLA SKÓLÁRIÐ 2009 – 2010 TÍMI Júní – Ágúst.

Ágúst – Sept.

Sept. – Okt.

Okt. GAGNA ÖFLUN SKÓLA MAT

Nóv. – des.

5

AÐGERÐ Sjálfsmatsskýrslur kynntar starfsmönnum skólans, skólaráði, nemendaráði og fræðsluyfirvöldum. Sjálfsmatsskýrsla sett á heimasíðu skólans. Matsáætlun endurskoðuð. Kynnt sérstaklega fyrir starfsfólki það sem fram kom á matsfundum og starfsmannasamtölum vorsins. Farið yfir á fundum í upphafi skólaárs til hvaða aðgerða verður gripið strax varðandi atriði sem þar komu fram og hvaða atriði bætast við umbótahugmyndir sem fjallað verður um í tengslum við gerð skólaþróunaráætlunar. Matshópurinn hefst handa við að draga saman umbótahugmyndir sem fram hafa komið í afstöðnu mati síðasta árs. Umbótamiðuð skólaþróunaráætlun sett fram fyrir yfirstandandi skólaár og kynnt fyrir skólasamfélaginu. Starfsmannasamtöl tekin og unnið úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi. Sterkar og veikar hliðar og umbótahugmyndir settar fram á grundvelli þeirra. Frekari upplýsingaöflun í tengslum við samráðsdag í október. 2+2-mat lagt fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra (gert á samráðsdegi í október). Þá verðarýnihópa og matsfundir með starfsfólki og mats- og samráðsfundir með nemendum. Mats- og samráðsfundir með 1. – 10. bekk (hver árgangur fyrir sig). Starfsmannasamtöl tekin (einstaklingslega) og unnið úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi og ekki eru trúnaðarmál. Matsteymi vinnur úr þessum upplýsingum og setur fram sterkar og veikar hliðar og hugmyndir að úrbótum. Gildandi símenntunaráætlunin yfirfarin á grundvelli skólaþróunaráætlunar og þarfagreiningar meðal starfsfólks. Gagnaöflun / vefkannanir úr SKÓLAMATI – Starfsmenn, nemendur í 4., 7. og 10. bekk og foreldrar svara spurningaflokkunum um Líðan og Samskipti Unnið úr niðurstöðum gagnaöflunar úr SKÓLAMATI og settar fram sterkar og veikar hliðar og hugmyndir að umbótum. Gerð áætlun um aðgerðir.

Norðlingaskóli Reykjavík Netfang: nordlingaskoli@nordlingaskoli.is Sími: 411-7640 og Fax: 411-7641 Heimasíða skólans: http://www.nordlingaskoli.is

ÁBYRGÐARAÐILAR ÞÁTTTAKENDUR

Matshópur, starfsmenn, nemendaráð, foreldraráð og fræðsluyfirvöld. Matshópur, starfsfólk og skólasamféalgið.

Skólastjórnendur, starfsmenn og matshópur.

Matshópur, starfsfólk, nemendur og foreldrar.

Matshópurinn, starfsfólk, nemendur og foreldrar.


NORÐLINGASKÓLI Janúar – mars GAGNA ÖFLUN SKÓLA MAT

Apríl – júní

Starfsmannasamtöl tekin (á miðjum vetri) og unnið úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi. Í framhaldi af því eru matsfundir með starfsfólki, foreldrum og nemendum. Gagnaöflun / vefkannanir úr SKÓLAMATI – Starfsmenn, nemendur í 4., 7. og 10. bekk og foreldrar svara spurningaflokkunum um Almennt um skólann og Nám og kennslu. Starfsmenn svara auk þess spurningaflokknum um Starfið í skólanum. Matshópur vinnur úr þessum upplýsingum og setur fram sterkar og veikar hliðar og hugmyndir að umbótum. Starfsmannasamtöl tekin (að vori) og unnið úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi. Í framhaldi af því eru matsfundir með starfsfólki, foreldrum og nemendum. Matshópur vinnur úr þessum upplýsingum og setur fram yfirlit um helstu niðurstöður. Samtöl við 10. bekkinga (elstu nemendur skólans) og úrvinnsla úr þeim. 2+2 mat lagt fyrir foreldra þar sem þeir setja fram mat á starfi vorannarinnar 2009 (trúlega gert á foreldradegi í júní). sterkar og veikar hliðar starfsins og hugmyndir að umbótum. Stutt sjálfsmatsskýrsla vetrarins unnin, þar sem fram koma sterkar og veikar hliðar og hugmyndir að umbótum sem byggjast á framangreindu mati skólaársins.

Skólastjórnendur, matshópur, starfsfólk, foreldrar og nemendur.

Skólastjórnendur, matshópur, starfsfólk, foreldrar og nemendur.

MATSÁÆTLUN NORÐLINGASKÓLA SKÓLÁRIÐ 2010 – 2011 TÍMI Júní – Ágúst.

Ágúst – Sept.

Sept. – Okt.

Okt. GAGNA ÖFLUN SKÓLA MAT

6

AÐGERÐ Stutt sjálfsmatsskýrsla kynnt starfsmönnum skólans, skólaráði, nemendaráði og fræðsluyfirvöldum. Sjálfsmatsskýrsla sett á heimasíðu skólans. Matsáætlun endurskoðuð. Kynnt sérstaklega fyrir starfsfólki það sem fram kom á matsfundum og starfsmannasamtölum vorsins. Farið yfir á fundum í upphafi skólaárs til hvaða aðgerða verður gripið strax varðandi atriði sem þar komu fram og hvaða atriði bætast við umbótahugmyndir sem fjallað verður um í tengslum við gerð skólaþróunaráætlunar. Matshópurinn hefst handa við að draga saman umbótahugmyndir sem fram hafa komið í afstöðnu mati síðasta árs. Umbótamiðuð skólaþróunaráætlun sett fram fyrir yfirstandandi skólaár og kynnt fyrir skólasamfélaginu. Starfsmannasamtöl tekin og unnið úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi. Sterkar og veikar hliðar og umbótahugmyndir settar fram á grundvelli þeirra. Frekari upplýsingaöflun í tengslum við samráðsdag í oktíber. 2+2-mat lagt fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra (gert á samráðsdegi í október). Þá verða rýnihópa og matsfundir með starfsfólki og mats- og samráðsfundir með nemendum. Mats- og samráðsfundir með 1. – 10. bekk (hver árgangur fyrir sig). Starfsmannasamtöl tekin (einstaklingslega) og unnið úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi og ekki eru trúnaðarmál. Matsteymi vinnur úr þessum upplýsingum og setur fram sterkar og veikar hliðar og hugmyndir að úrbótum. Gildandi símenntunaráætlunin yfirfarin á grundvelli skólaþróunaráætlunar og þarfagreiningar meðal starfsfólks. Gagnaöflun / vefkannanir úr SKÓLAMATI – Starfsmenn, nemendur í 4., 7. og 10. bekk og foreldrar svara spurningaflokkunum um Líðan og Samskipti

Norðlingaskóli Reykjavík Netfang: nordlingaskoli@nordlingaskoli.is Sími: 411-7640 og Fax: 411-7641 Heimasíða skólans: http://www.nordlingaskoli.is

ÁBYRGÐARAÐILAR ÞÁTTTAKENDUR

Matshópur, starfsmenn, nemendaráð, foreldraráð og fræðsluyfirvöld. Matshópur, starfsfólk og skólasamféalgið.

Skólastjórnendur, starfsmenn og matshópur.

Matshópur, starfsfólk, nemendur og foreldrar.


NORÐLINGASKÓLI Nóv. – des. Janúar – mars GAGNA ÖFLUN SKÓLA MAT Apríl – júní

Unnið úr niðurstöðum gagnaöflunar úr SKÓLAMATI og settar fram sterkar og veikar hliðar og hugmyndir að umbótum. Gerð áætlun um aðgerðir. Starfsmannasamtöl tekin (á miðjum vetri) og unnið úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi. Í framhaldi af því eru matsfundir með starfsfólki, foreldrum og nemendum. Gagnaöflun / vefkannanir úr SKÓLAMATI – Starfsmenn, nemendur í 4., 7. og 10. bekk og foreldrar svara spurningaflokkunum um

Upplýsingastreymi, stjórnun og stefnumörkun og skipulag. Matshópur vinnur úr þessum upplýsingum og setur fram sterkar og veikar hliðar og hugmyndir að umbótum. Starfsmannasamtöl tekin (að vori) og unnið úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi. Í framhaldi af því eru matsfundir með starfsfólki, foreldrum og nemendum. Matshópur vinnur úr þessum upplýsingum og setur fram yfirlit um helstu niðurstöður. Samtöl við 10. bekkinga (elstu nemendur skólans) og úrvinnsla úr þeim. 2+2 mat lagt fyrir foreldra þar sem þeir setja fram mat á starfi vorannarinnar 2009 (trúlega gert á foreldradegi í júní). sterkar og veikar hliðar starfsins og hugmyndir að umbótum. Tekin saman viðamikil sjálfsmatsskýrsla fyrir árin 2009 - 2011 þar sem fram koma sterkar og veikar hliðar og hugmyndir að umbótum sem byggjast á framangreindu mati skólaársins. Undirbúningur fyrir áframahaldandi mat og skólaþróun: Gerð mátsáætlun fyrir 2011-2013 og leitað álits foreldra, nemenda og starfsfólks um hvaða umbætur sé brýnast að ráðast í (forgangsröðun) og í ljósi þess endurskoðuð skólaþróunaráætlun Norðlingaskóla.

Norðlingaholti, 28. janúar 2009

Sif Vígþórsdóttir skólastjóri

Ágúst Ólason deildarstjóri

Guðrún Jóna óskarsdóttir fulltrúi kennara

Ragna Freyja Gísladóttir fulltrúi starfsmanna

Berglind Ólafsdóttir fulltrúi foreldra

Sigrún S. Magnúsdóttir fulltrúi nemenda

7

Matshópurinn, starfsfólk, nemendur og foreldrar. Skólastjórnendur, matshópur, starfsfólk, foreldrar og nemendur.

Norðlingaskóli Reykjavík Netfang: nordlingaskoli@nordlingaskoli.is Sími: 411-7640 og Fax: 411-7641 Heimasíða skólans: http://www.nordlingaskoli.is

Skólastjórnendur, matshópur, starfsfólk, foreldrar og nemendur.


NORÐLINGASKÓLI

Heimildaskrá

Menntamálaráðuneytið. 1997. Sjálfsmat skóla – leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Menntamálaráðuneytið. 2008. Lög um grunnskóla. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Menntamálaráðuneytið. 2006. Aðalnámskrá grunnskóla. Vefslóð: http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/agalmennurhluti_2006.pdf. Sótt á vef 16.10.2007. Sif Vígþórsdóttir og Valdimar Helgason. 2003. Skólamat - Klæðskerasumað matstæki á vef. Lokaverkefni til diplómagráðu í stjórnun. http://click.to/skolamat

Norðlingaskóli Reykjavík Netfang: nordlingaskoli@nordlingaskoli.is Sími: 411-7640 og Fax: 411-7641 Heimasíða skólans: http://www.nordlingaskoli.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.