Miðaldir 5. - 7. bekkur

Page 1

Smiðjuskýrsla 2012-2013

Miðaldir 5. -7. bekkur 29. október - 30. nóvember

Norðlingaskóli


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

Innihald 1. Inngangur .................................................................................................................................... 3 1.1.

Smiðjustjóri .................................................................................................................... 3

1.2.

Umsjónarmenn smiðjunnar ............................................................................................ 3

1.3.

Smiðjutímabil .................................................................................................................. 3

1.4 Staðsetningar ....................................................................................................................... 4 1.5. Hópaskipting ........................................................................................................................ 4 2.

Markmið ................................................................................................................................... 4 2.1. Yfirmarkmið ......................................................................................................................... 4 2.2. Markmið viðfangsefna/verkstöðvar ................................................................................ 5 2.3. Námsefni/námsgögn ........................................................................................................... 7 2.4. Orð og hugtök ..................................................................................................................... 8 2.5. Kennsluaðferðir ................................................................................................................ 10 2.6. Afrakstur, úrvinnsla og skil ............................................................................................. 11 2.7. Samþætting námsgreina .................................................................................................. 12 2.8. Stuðningstímar ................................................................................................................. 12

3. Framkvæmd .............................................................................................................................. 13 3.1. Daglegt líf á miðöldum...................................................................................................... 13 3.2. Stjórnarfar á Íslandi á miðöldum .................................................................................. 14 3.3. Snorra saga ....................................................................................................................... 15 3.4. Evrópa á miðöldum ............................................................................................................ 15 3.5. Kappleikir á miðöldum ...................................................................................................... 16 4. Námsmat ................................................................................................................................... 17 1


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

4.1 Kennaramat og sjálfsmat .................................................................................................. 17 4.2. Skrifleg könnun................................................................................................................. 17 5. Foreldrasamfélagið.............................................................................................................. 17 6. Samantekt ................................................................................................................................ 18 6.1. Hvað gekk vel ..................................................................................................................... 18

2


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

1. Inngangur Efni smiðjunnar voru miðaldir eða tímabilið um 1000 – 1550. Sérstök áhersla var lögð á að nemendur kynntust fjölbreyttum þáttum mannlífs og menningar á tímabilinu og kæmust í kynni við nokkra einstaklinga. fjölskylda.

Einn þeirra er Snorri Sturluson og hans

Hann var þátttakandi í stjórnmálum samtímans og tengdist konungshirð í

Noregi. Ævi hans vekur spurningar um hlutskipti barna og kvenna, höfðingja og kotunga, um fátækt og ríkidæmi, frið og ófrið. Skrif Snorra og líf spannar vítt svið íslensks miðaldasamfélags og opnar sýn til fornmenntaheims í Evrópu. Þaðan er skyggnst inn í fjölbreytni mannlífs víða um heim og hugað að samskiptum og tengslum milli þjóða og menningarheilda. Lok miðalda eru að venju sett þar sem Evrópumenn sigla yfir heimshöfin og álfurnar tengjast með afdrifaríkum hætti.

1.1. Smiðjustjóri Nafn: Guðlaug Elísabet Finnsdóttir

1.2. Umsjónarmenn smiðjunnar Guðlaug Elísabet Finnsdóttir, Þórunn Eggertsdóttir, Fanney Snorradóttir, Nína Hrönn Sigurðardóttir, Þráinn Árni Baldvinsson, Elvar Þór Friðriksson.

1.3. Smiðjutímabil 2. smiðjutímabil skólaársins 2012-2013 29. október – 30. Nóvember (5 vikur).

Hver hópur var í fjórar lotur á hverri stöð

(miðvikudag og fimmtudag).

3


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

1.4 Staðsetningar Kennari

Viðfangsefni

Staðsetning

Fanney

Snorra saga

Sunnuhlíð

Nína

Evrópa á miðöldum

Úthlíð

Þórunn

Daglegt líf á miðöldum

Víðihlíð

Þráinn

Stjórnarfar

á

Íslandi

á

Glymur

miðöldum Elvar

Íþróttir á miðöldum

Íþróttahús

Gulla

Stuðningur

Hvergi og allstaðar

1.5. Hópaskipting Smiðjan var sett upp í hringjekjuform þar sem 127 nemendum var skipt í fimm hópa; Oddaverjar, Ásbirningar, Haukdælir, Svínfellingar og Sturlungar. C.a. 25 nem í hóp.

2. Markmið 2.1. Yfirmarkmið Meginmarkmið smiðjunnar er að nemendur skoði íslenskt miðaldarsamfélag út frá sögu Snorra Sturlusonar. Að nemendur kynnist daglegu lífi á miðöldum á Íslandi með áherslu á lífsbjörg, húsakost og heimilisaðstæður.

Að nemendur kynnist í grófum dráttum

formlegu stjórnkerfi landsins og valdabaráttunni milli kirkju og höfðingja á miðöldum. Að nemendur kynnist sögu miðalda í Evrópu, tilgangi krossferða og fræðist um evrópska miðaldahöfðingja. Að nemendur læri um leiki, íþróttir og kappleiki á miðöldum.

4


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

2.2. Markmið viðfangsefna/verkstöðvar

Miðaldir Markmið eftir verkstöðvum Daglegt líf á miðöldum

Stjórnarfar á Íslandi á miðöldum

Snorra saga

 Nemendur kynnist íslensku samfélagi og daglegu lífi fólks á miðöldum.  Nemendur kynnist heimilum á Íslandi með hliðsjón af lífsbjörg, húsakosti og heimilisfólki.  Nemendur læri hugtakið sjálfsþurftarbúskapur/sjálfbærni.  Nemendur kynnist íslensku ullinni.  Nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi ullar á Íslandi í fortíðinni.  Nemendur læri að í íslensku bændasamfélagi fortíðarinnar var fatnaður næstum alfarið unninn á heimilum (sjálfsþurftarbúskapur).  Nemendur kynnist þjóðlegum íslenskum mat og fornum geymsluaðferðum.  Nemendur þekki íslensk landnámsdýr og villt dýr á tímum miðalda.  Nemendur kynnist hlutverkum kynjanna, verkaskiptingu á heimilinu og lífi barna á miðöldum.  Nemendur kynnist í grófum dráttum formlegu stjórnkerfi landsins og valdabaráttu milli kirkju og höfðingja á miðöldum.  Nemendur fræðist um tíund og áhrif hennar á íslenskt samfélag.  Nemendur kynnist valdabaráttu á 13. öld milli helstu höfðingjaætta og læri um frásagnir af helstu atburðum á tímabilinu eins og t.d. Örlygsstaðabardaga og Flugumýrarbrennu.  Nemendur þekki helstu höfðingjaættir á Sturlungaöld og fræðist um hvaða hlutverki ættir og blóðhefndir gegndu í samfélaginu.  Nemendur kynnist frásögnum af samskiptum Noregskonungs við íslenska höfðingja og hvaða þættir leiddu til hruns þjóðveldisins.  Nemendur skilji hvað fólst í Gamla sáttmála og áhrifum hans.  Nemendur kynnist frásögnum af því hvernig Danakonungur náði völdum á Íslandi.  Nemendur læri um Svarta dauða.  Gæti að heimildum um það sem fyrrum gerðist — um hvað vitneskja sé til og um hvað ekki, hvað sennilegt sé og hvað ósennilegt, hvaða tengsl séu milli skáldskapar og sannfræði  Nemendur skoða íslenskt miðaldasamfélag út frá sögu Snorra Sturlusonar.  Kanni hve þekktur Snorri Sturluson er, hvar nafni hans er

5


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

haldið á lofti og á hvern hátt.  Kynnist nokkrum atriðum í lífshlaupi Snorra, einkum fóstri hans í æsku, kvonföngum, ríkidæmi, stjórnmálaafskiptum, ritstörfum og sambandi hans við konungshirð í Noregi.  Kanni á hverju vald og áhrif Snorra byggðust.  Komist í kynni við rit Snorra Sturlusonar, kanni um hvað þau fjalla, lesi sýnishorn úr þeim og meti gildi þeirra.  Gæti að heimildum um það sem fyrrum gerðist — um hvað vitneskja sé til og um hvað ekki, hvað sennilegt sé og hvað ósennilegt, hvaða tengsl séu milli skáldskapar og sannfræði.

Evrópa á miðöldum

Kappleikir/ íþróttir á miðöldum

▪ Að nemendur kynnist hvað einkenndi sögu Evrópu á miðöld og þá helst að tímabilið einkenndist af stríðum og umbreytingum . ▪ Að nemendur átti sig á muninum á Evrópu og Íslandi á miðaldartímum t.a.m. kastalar vs torfbæir. ▪ Að nemendur læri um lífið í kastala og hvað einkenndi byggingu slíkra varnarvirkja. ▪ Að nemendur kynnist hefðum og skyldum riddara. ▪ Að nemendur þekki til krossferðanna og geri sér grein fyrir upphaflegum tilgangi þeirra. ▪ Að nemendur læri um miðaldarhetjuna og dýrlinginn Jóhönnu af Örk og átti sig á hvaða áhrif hún hefur haft á mannkynssöguna fyrr og nú. ▪ Að nemendur átti sig á því hvað trúin hafði sterk ítök á miðöld.

 Nemendur læri um leiki, íþróttir og kappleiki á miðöldum.  Nemendur átti sig á tilgangi leikja, íþrótta og kappleikja.  Nemendur læri íþróttir, þjóðleiki og kappleiki á miðöldum með verklegum æfingum.

6


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

2.3. Námsefni/námsgögn

Miðaldir Námsefni-námsgögn Daglegt líf á miðöldum

Snorra saga Lífið fyrr og nú. Stutt Íslandssaga eftir Hallgerði Gísladóttur og Helga Skúla Kjartansson. Af veraldarvefnum:  wikipedia.is  ferlir.is  visindavefurinn.is  akademia.is/CAHD  nemendur.khi.is/handverkhugarkort  http://www.reykjavik871.is/ -landnámssýning og svo Aðalstræti skálinn og tilgátuhús 1. Rjómi/hristari/brauð/salt Lopi/javanálar Litað og ljóst karton, lím og skæri

Stjórnarfar á

Sjálfstæði Íslendinga 1 Sögueyjan 1. hefti 870 – 1520

Íslandi á miðöldum Snorra saga

Evrópa á miðöldum

Snorra saga - Kennsluleiðbeiningar með Snorra sögu: http://www.nams.is/snorri/index.htm Hávamál wikipedia.is visindavefurinn.is Fyrir skapandi vinnu:  Litað karton  Ljóst karton  Lím  Skæri  Grænn kreppappír (gras)  Grænkápa – Lestrarbók III

  

Kurt og pí – riddarasögur handa grunnskólum Merkiskonur sögunnar eftir Kolbrúnu Ingólfsdóttur Af veraldarvefnum: wikipedia.is visindavefurinn.is 7

S.


2012- Smiðjuskýrsla 2013 

Kappleikir/ íþróttir á miðöldum

Norðlingaskóli

https://www.youtube.com/watch?v=sEuhKRhrvRM Fyrir skapandi vinnu: Karton Skæri Lím Snæri Álpappír

Bóklegt  Íþróttir fornmanna á Norðurlöndum http://archive.org/stream/thrttirfornmann00bjargoog#p age/n246/mode/2up  Fyrirlestur Verklegir leikir

2.4. Orð og hugtök

Miðaldir Orð og hugtök Daglegt líf á miðöldum

Sjálfsþurftarbúskapur/sjálfbærni

Híbýli, landbúnaður, kvikfjárrækt

Aðbúnaður, húsakostur, torf, grjót og mold.

Baðstofa og skáli, kamrar (salernisaðstæður).

Skjár – líknabelgur, dýramagi

Ljós og hitagjafar

Langeldur

(þurrkaður

og

kindaskítur)/

Lýsislampar/Tólgarkerti 

Landnámsdýr og villt dýr

Matur - nýting á mat - sorp

Geymsluaðferðir matar = Súrt/reykt/vindþurrkað/ grafið

Stjórnarfar á Íslandi á

Rýja/kemba/spinna

Vefnaður

Vefstóll

Börn á miðöldum, að vera borin út

Menntun

Sturlungar

Höfðingjaættir

Valdabarátta 8


2012- Smiðjuskýrsla 2013 miðöldum

Snorra saga

Goðorð

Hetjur

Hefndir

Fóstbræðralag

Borgarastyrjöld

Þegn/ríkisborgari

Gamli sáttmáli

Tíund

Svarti dauði

Hirðmaður

Örlygsstaðabardagi

Flugumýrarbrenna

   

Lífshlaup Snorra Ættartengsl Valdabarátta Sagnaritun: o Heimskringla o Snorra-Edda Völuspá Hávamál o Egils saga Kastali Vindubrú Líf í kastala Riddari Miðaldarhetjur Trú Krossferðir Villutrú Heiðingjar Riddarar Landið helga Vopnfimi Fangbrögð Fótskriða Bitaleikir Hryggspenna Ofanstökk Pinnaleikur Ójöfnuður

 

Evrópa á miðöldum

Kappleikir/ íþróttir á miðöldum

Norðlingaskóli

                  

9


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

2.5. Kennsluaðferðir

miðaldir Kennsluaðferðir Daglegt líf á miðöldum

 Fyrirlestur og umræður  Spurnaraðferðir  Skapandi vinna  Verkleg kennsla o

Stjórnarfar á Íslandi á miðöldum Snorra saga

Vefnaður og smjörgerð

 Fyrirlestur og umræður  Spurnaraðferðir  Verkleg kennsla  Fyrirlestur og umræður  Spurnaraðferðir  Skapandi vinna

Evrópa á miðöldum

 Fyrirlestur og umræður  Spurnaraðferðir  Skapandi vinna

Kappleikir/ íþróttir á

 Fyrirlestur og umræður  Verklegir leikir

miðöldum

10


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

2.6. Afrakstur, úrvinnsla og skil

miðaldir Sýnileg vinna nemenda Daglegt líf á

Þeyta rjóma í smjör og smakka.

miðöldum

Vefa kirtil á miðaldamann (lítið spjald sem er fest á teikningu).

Teikna miðaldamann á harðan pappír. Kirtillinn festur á.

Miðaldamaðurinn festur á íslenska sveitabæinn (á kastalann).

Þátttaka nemenda í umræðum.

Stjórnarfar á

Nemendur búa til kirtil úr gömlum stuttermabolum.

Íslandi á

Nemendur flétta belti úr efnisafgöngum sem hnýttir eru saman.

miðöldum 

Teikna veggmynd sem tengist Örlygsstaðabardaga eða Flugumýrarbrennu.

Snorra saga

Íslenski hlutinn af kastalanum unninn.

Klippimynd af miðaldabæ á Íslandi.

Nemendur velja ljóð úr Hávamálum og Völuspá til að líma á.

Evrópa á

Evrópski hlutinn af kastalanum unninn.

Nemendur geti leikið sér í og lýst íþróttum, leikjum

miðöldum Kappleikir/

og stundað kappleiki sem voru stundaðir á miðöldum.

íþróttir á miðöldum

Þátttaka og virkni í leikjum.

11


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

2.7. Samþætting námsgreina Í smiðjunni var lögð áhersla á að bóknám/fyrirlestraform hefði jafnmikið vægi og verkleg/skapandi vinna nemenda. Í smiðjunni unnu íþróttarkennari, tónlistarkennari og umsjónarkennarar að því að gera verkefnin fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg fyrir nemendur.

2.8. Stuðningstímar Einu sinni í viku voru stuðningstímar þar sem nemendur unnu verkefni úr Snorra sögu. Snorra-Saga var lesin fyrir nemendur í morgunstund með umsjónarkennara á hverjum morgni á tímabilinu. Nemendur fengu útprentaða verkefnabók (sjá í möppu) og svöruðu spurningum með bókina Snorra-Sögu sér til hliðsjónar. Nemendur teiknuðu forsíðu sem síðan var lögð í tevatn í einn sólarhring (nokkrir lögðu í tvo sólarhringa og urðu þær forsíðu enn flottari). Vinnubókin var að lokum límd inn í forsíðuna. Valdar voru 4-6 spurningar úr hverjum kafla sem tóku á aðalatriðum sögunnar.

12


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

3. Framkvæmd 3.1. Daglegt líf á miðöldum Fyrri lotan á miðvikudegi einkenndist af fræðslu í fyrirlestra og umræðuformi. Kennari stýrði umræðum og kynnti nemendum daglegt líf á miðöldum þá aðallega á Íslandi. Helsta umræðuefni voru, sjálfsþurftarbúskapur, sjálfbærni, búskaparhættir, húsakostur, ljós og hitagjafar, geymsluaðferðir matar, eldunaraðstaða, börn á miðöldum (ummönnun, vinnumennska, lærdómur, giftingar), hlutverk kynjanna og verkaskipting innan heimilisins, landnámshúsdýr, villt dýr og afurðir dýra. Í seinni lotu sama dag kynntum við nemendum smjörgerð og gerðum síðan smjör. Nemendum var skipt í ca. 4 manna hópa og fengu rjóma/sósuhristara sem er ílát sem hefur grind efst undir lokinu og 1 pela rjóma (1/4). Rjóminn settur í ílátið og síðan skiptust nemendur á að hrista þar til rjóminn var þeyttur og þá var kíkt. Rjóminn var hristur enn meira þar til smjör var ofaná grindinni og í botninum mysan. Kennari hafði 2 brauðhleifa, því var skipt á milli barnanna svo þau gætu bragðað á smjöri sínu. Kennari hafði smá salt í skál sem hann stráði yfir brauðin ef nemendur vildu salta smjörið sitt. Fyrir hvern hóp þurfti 6 pela af rjóma og 2 brauðhleifa. Í fyrri lotunni á fimmtudegi byrjaði kennari að setja upp tímalinu og staðsetja miðaldir á hana. Þá voru umræður og upprifjun frá deginum áður um hýbýli, upphitun, ljósgjafa, húsdýr og klæðnað. Með þessu var kennari að nálgast efni dagsins sem var ullarvinnsla og klæðagerð frá miðöldum fram að miðri 20. öld. Einnig var klárað að ræða um afurðir dýra frá því deginum áður. Kennari rifjaði upp með nemendum ullarvinnsluna, rýja, kemba og spinna áður en þráður verður til. Lykilspurningin þegar bandið er komið, hvernig býr fólk til fötin? Svar 13


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

nemenda fannst þeim eðlilega að prjóna. Svarið var rætt til hlítar og nemendur fengu upplýsingar um kunnátta í prjónaskap barst ekki til Íslands fyrr en á 17. öld, þetta var merkt inná tímalínuna. Nemendur komu þá með tilgátur um hvernig var hægt að nota þráðinn og niðurstaðan með kennaranum var að vefa. Verkefni dagsins var að vefa einskeftu á spjald sem úr varð kirtill á miðaldarmann sem nemendurnir teiknuðu, líma kirtilinn á manninn sem límdist síðar á kastala þeirra. Á spjaldið sem vefað var á, var klippt niður í það hálsmál. Á spjaldi voru gerð 16 göt með nál, 8 uppi við hálsmálið og 8 niðri. Uppistaða gerð með lopa þræddum í javanál og síðan ofin einskefta (yfir einn þráð, undir einn).

3.2. Stjórnarfar á Íslandi á miðöldum Í fyrri 2 lotunum var fræðsla í formi fyrirlestrar og umræðna. Mikið af efni þurfti að koma til skila og tímaramminn reyndist knappur. Vandasamt var því að fjalla um efnið þannig að meginatriðum yrði komið til skila án þess að efnistök væru þurr og nemendur óvirkir. Til að mæta þessu var sett upp tímalína þar sem merkir atburðir voru skrásettir í tímaröð til að nemendur gætu betur glöggvað sig á orsökum og afleiðingum ýmissa þátta sem vörpuðu ljósi á samfélagið. Stuðst var við litmyndir úr heimildum ( litaglærur af myndum) til að koma nemendum betur inn í hugarheim þessa tíma. Kennari reyndi eftir getu að vera með leikræna tilburði og hafa sem flestar frásagnir í söguformi og reynt var að hafa spurningar opnar og höfða til viðhorfa og tilfinninga til að virkja nemendur. Mikið var um spurningar eins og t.d. Hvernig haldið þið að Snorra hafi liðið þegar hann átti...? Hvað haldið þið að konungur hafi verið að hugsa þegar. ...? Hvað hefði gerst ef Svínaflensan hefði geisað í stað Svarta dauða, hver er munurinn í dag og á 15. öld þegar farsótt geisar? Í lok seinni lotunnar var byrjað að vinna kyrtil og hann síðan kláraður ásamt beltinu seinni daginn. Bolurinn var unnin úr gömlum stuttermabol að heiman sem klipptur var á hliðum og ermarnar voru einnig klipptar af og hékk bolurinn þá saman á öxlum. Bolnum var 14


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

síðan snúið við til að fela myndir/merki. Nemendur bundu efnisafganga saman í lengjur sem fléttaðar voru í belti. Einnig fengu nemendur að skreyta trékúlur og búa til hálsfestar eða armbönd. Í seinni lotunum var einnig fjallað um Örlygsstaðabardaga og Flugumýrarbrennu. Vegna knapps tíma fengu nemendur að vinna myndverk um þessa atburði samhliða smiðjum og fór rúmlega ein lota aukalega í það verkefni. Nemendur höfðu val um hvorn atburðinn þeir teiknuðu (sjá myndir). Síðustu fimmtán mínúturnar seinni daginn fóru í sjálfsmat nemenda og kennaramat.

3.3. Snorra saga Í fyrri lotunum á miðvikudegi og fimmtudegi var farið yfir lífshlaup Snorra Sturlusonar, ýmis hugtök voru rædd og rifjuð upp s.s. munnmælasögur, ættartengsl, valdabarátta, fóstbræðralag, hefndir og heiður. Einnig var rætt um handrit, bókagerð á miðöldum og sannleiksgildi sagnanna. Erindi úr Hávamálum og Völuspá voru kynnt fyrir nemendum. Í seinni lotunum bæði á miðvikudegi og fimmtudegi unnu nemendur íslenska hlutann í verkefninu (sjá mynd). Nemendur bjuggu til klippimynd af íslenskum miðaldabæ á tilsniðið karton og við hliðina á honum límdu nemendur valdar vísur úr

Hávamálum og

Völuspá. Kennari ræddi við nemendur um rit Snorra Sturlusonar og las upp úr Hávamálum og Völuspá. Í lok síðustu lotu á fimmtudegi fengu nemendur námsmat.

Samhliða þessari smiðju fengu nemendur lesefni í áformum og áttu að lesa valda kafla úr Snorra sögu og svara spurningum.

3.4. Evrópa á miðöldum Í fyrri lotunni á miðvikudeginum var innlögn frá kennara með glærukynningu þar sem byrjað var á að fara yfir til hvers var ætlast af nemendum í þessum hluta smiðjunnar. Síðan einkenndist fyrirlesturinn af fræðslu til nemenda um helstu hugtökin sem 15


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

lögð yrði áhersla á í smiðjunni s.s. kastala, riddara og miðaldarhetjur. Kennari svarði jafnóðum og hvatti til spurninga frá nemendum. Kennari las uppúr bókinni Kurt og pí og sýndi myndband af youtube.com um riddara. Í lok fyrri lotunnar var verkefnið um kastalann útskýrt fyrir nemendum og eldra verkefni haft til sýnis. Seinni lota miðvikudagsins fór eingöngu í kastalagerðina þar sem lagt var upp með að allir ættu að gera vindubrú á sinn kastala. Á fimmtudeginum hvatti kennari til umræðu í upphafi fyrri lotunnar um efni gærdagsins og verkefnavinnuna. Síðan var fyrirlestur með glærukynningu um Jóhönnu af Örk og krossferðirnar. Í lokin var samantekt um efni smiðjunnar og nemendum gerð grein fyrir að tímabilið væri heil 1000 ár og því hefði verið stiklað á stóru en jafnframt væri þetta tímabil afar áhugavert og merkilegt í mannskynssögunni. Í seinni lotunni unnu nemendur verkefni sitt og luku því ásamt að skila til kennara námsmatinu.

3.5. Kappleikir á miðöldum Í fyrri lotunni á miðvikudegi hélt kennari fyrirlestur um sumarleiki og fór almennt yfir íþróttir, kappleiki og vopnfimi á miðöldum. Kennari stýrði umræðum um íþróttir, leiki og líkamlegt atgervi á miðöldum og bar það saman við nútímann. Í seinni lotunni á miðvikudegi kynnti kennari sumarleiki, bitaleiki og þjóðleiki enn frekar fyrir nemendum og eftir það var farið í knattleik sem er svipaður Hurling/bandý inni í íþróttasal og markmiðið með leiknum er að sýna styrk sinn, hæfni og að halda bolta. Í fyrri lotunni á fimmtudegi hélt kennari fyrirlestur um vetrarleiki og almennt um líkamlegt atgervi á miðöldum. Kennari stjórnaði umræðum um vetraríþróttir og mikilvægi góðrar heilsu og hreysti á miðöldum. Í seinni lotunni á fimmtudegi var verklegur tími inni í íþróttasal. Kennari rifjaði upp sumar-, vetra-, bita og þjóðleiki ásamt helstu íþróttagreinum. Nemendur fengu svo að leika sér í bitaleikjum á jafnvægisslá/markslá og þau fengu einnig að leika sér í 16


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

þjóðleikjum og hinum ýmsu íþróttagreinum sem stundaðar voru á miðöldum. Lok lotunnar fór svo í sjálfsmat og kennaramat.

4. Námsmat Markmið námsmatsins var að hafa það fjölbreytt til að það endurspeglaði getu nemandans sem nákvæmast. Nemandinn var metinn meðan á kennslu stóð og síðan var þekking hans metin að smiðju lokinni á tvennan hátt, annarsvegar þar sem nemandinn tók þátt í hópvinnu og hinsvegar með hefðbundnu einstaklingsprófi. Námsmatið var þrískipt þ.e.a.s. kennaramat, sjálfsmat og skriflegt próf. 20% og skriflega prófið 30%.

Kennaramatið gilti 50%, sjálfsmatið

Námsmat smiðjunnar var kynnt vel fyrir nemendum í

upphafi.

4.1 Kennaramat og sjálfsmat Hver nemandi fékk blað með fimm töflum, ein tafla fyrir hverja stöð. Kennari á hverri stöð fyllti út í töfluna hjá hverjum nemanda í lok smiðjunnar (sjá í möppu á sameign). Í töflunni var stuðst við margfaldarann *5 í hverjum dálki. Taflan gaf samtals mest 100 stig (10).

4.2. Skrifleg könnun Nemendur tóku skriflega könnun þar sem kannaðir voru þættir sem nemendur höfðu lært úr hverri stöð (sjá í möppu á sameign).

Ef nemendur voru forfallaðir úr skólanum á

smiðjutíma voru spurningar úr þeirri stöð sem þeir misstu af felldar út og könnunin látin gilda minna.

5. Foreldrasamfélagið Foreldrar fengu sendan póst varðandi smiðjuna þ.e. um inntak hennar og markmið áður en hún hófst. Við vorum dugleg að segja frá því sem verið var að gera í smiðjum í okkar reglulegu föstudagspóstum.

17


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

6. Samantekt Allir voru sammála um að smiðjan var skemmtileg og gekk mjög vel.

6.1. Hvað gekk vel Hópaskiptingin var mjög góð, hæfilega stórir hópar, og skipulagið í stundaskrá þ.e. að hver hópur fékk tvær samliggjandi lotur í tvo daga í röð á hverri stöð.

18


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.