Nr. 6 Skólaárið 2010 - 2011 11. janúar 2011
Fréttabréf NOrðlingaSKÓLA
Starfsfólk Norðlingaskóla sendir nemendum, foreldrum, vinum og velunnurum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár með þakklæti fyrir það liðna. Hlökkum til samstarfs og fjölbreyttra samverustunda á nýju ári.
Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is
Miðvikudagurinn 12. janúar 2010 er matsdagur í Norðlingaskóla. Eins og fram kemur á skóladagatali er hann skertur dagur. Í því felst að nemendur fara heim eftir hádegismat kl. 12:00-12:40. Boðið verður upp á gæslu fyrir þá nemendur sem eru í Klapparholti.
NÁMSMAT 5. - 14. janúar er unnið að námsmati í Norðlingaskóla. Önninni lýkur með samráðsdegi nemenda, foreldra og starfsfólks mánudaginn 24. janúar. Í 1. - 7. bekk byggir námsmat að mestu á símati. Nokkrar kannanir eru þó lagðar fyrir sem eðlilegur þáttur af skólastarfinu. Allir þessir nemendur eru prófaðir sérstaklega í lestri. Í 8. - 10. bekk eru nemendur í prófum vikuna 10. - 14. janúar. Þeir nemendur sem hafa staðið sig sérstaklega vel á önninni þurfa ekki að taka öll prófin. Nemendur sem eru skráðir í mat fá að borða áður en þeir fara heim. NÝIR NEMENDUR Fjórir nýir nemendur hafa bæst í hóp nemenda Norðlingaskóla í upphafi nýs árs. Eru þetta glæsilegir krakkar sem koma víða að. Þau bætast við góðan hóp nemenda sem fyrir eru. Bjóðum við þau og foreldra þeirra velkomna í Norðlingaskóla og hlökkum til samstarfs við þau. VETRARLEYFI Vetrarleyfi vorannar verður 18. og 21. febrúar. Þessa daga liggur allt starf skólans niðri.
Þriðjudaginn 18. janúar verður LOPAPEYSUDAGUR í skólanum og þá mæta ALLIR Í LOPAPEYSUM !!
Með bestu kveðjum, askóla. skólastjóri og starfsfólk Norðling
UNDIRBÚNINGSDAGUR Undirbúningsdagur verður í skólanum 22. febrúar. Þann dag er ekki kennsla og nemendur í leyfi. NÝTT STUNDASKRÁRTÍMABIL Nýtt stundaskr ár tímabil hef st þriðjudaginn 25. janúar og stendur til 22. febrúar. Þá taka við nýjar smiðjur og val í 8. - 10. bekk.
Myndirnar sem hér sjást voru teknar í desember. Þá fóru nemendur að sækja jólatré, unnu verkefni í Jólasmiðjum og loks eru myndir úr Jólaskólanum.
LÍFSLEIKNI OG FORVARNIR Í 5. - 7. BEKK Í febrúar, mars og apríl munu Guðrún Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og Rósa Björg Ómarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur vinna fjölbreytt forvarnarverkefni með nemendum í 5. - 7. bekk. Unnið verður sérstaklega með samskiptahæfni, sjálfsmynd, kynfræðslu, námstækni og ákvarðanatöku.
Ábyrgðamenn fréttabréfs: Sif Vígþórsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir
KYNNING Á NÁMSFRAMBOÐI FRAMHALDSSKÓLA FYRIR NEMENDUR Í 10. BEKK OG FORRÁÐAMENN ÞEIRRA Allir nemendur í 10. bekk hafa nú lokið áhugakönnuninni Bendill og eru farnir að velta fyrir sér möguleikum næsta árs. Því hefur verið ákveðið að þriðjudaginn 18. janúar nk. kl. 8:10 verður náms- og starfsráðgjafi skólans með kynningu á framhaldsnámi að loknum grunnskóla fyrir nemendur og foreldra þeirra. Fimmtudaginn 20. janúar kl. 17:00-19:00 verða síðan flestir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu með kynningu á námsframboði sínu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Eru allir hvattir til að mæta.
Samráðsdagur verður í Norðlingaskóla 24. janúar. Þá koma nemendur og foreldrar í samráð til starfsfólks skólans þar sem farið er yfir starfið á haustönninni, matssamtölin í janúar, námsmatið og væntingar gerðar fyrir næstu önn. Tímasetningar samráðstíma verða sendar heim í tölvupósti. RÉFSINS B A T T É R SPEKI F rðun.
i ákv Að taka ekk
vö örðun er áÓkkunnur höfundur