Fréttabréf Norðlingaskóla

Page 1

Fréttabréf NOrðlingaSKÓLA Skólaárið 2010 - 2011

Stór hluti nemanda skólans setti svip á þriðjudaginn 15. febrúar með því að mæta í „skólabúningi” dagsins þ.e. á náttfötum. Allir voru þó vel vakandi í skólanum og tóku skóladaginn með jafnmiklum krafti og aðra daga. Skemmtileg tilbreyting í dagsins önn!

17. febrúar - bréf nr. 7

Skólabyggingin - góður gangur

Hamarshögg, skrölt í loftborum og hvinur í vélasögum eru orðnir fastir liðir í skólastarfinu. Í eyrum nemenda og starfsmanna skólans eru þessi hljóð jákvætt merki

um að framkvæmdir við nýja skólann séu í fullum gangi og hver dagur færir byggingu nær því að klárast. Friðgeir Indriðason verkefnastjóri á framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar sagði að gangur við bygginguna væri góður og á þessu stigi væri ekki útlit fyrir annað en að skólinn verði fullbúinn í haust áður en kennsla hefst

Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is

Mettir nemendur á matsal

Vetrarleyfi vorannar verður 18. og 21. febrúar. 22. febrúar er undirbúningsdagur í skólanum. Þessa þrjá daga liggur hefðbundið starf skólans því niðri.

Það ríkir mikil ánægja meðal nemenda og starfsmanna að hafa í vetur möguleika á að borða saman á sal. Þó ekki sé um framtíðarstað að ræða er aðstaðan algjör bylting frá því sem hefur verið undanfarin skólaár. Nemendur kunna vel að meta þann

Klapparholt er einnig lokað 18. og 21. febrúar. Með bestu kveðjum, Norðlingaskóla. skólastjóri og starfsfólk

mat sem á boðstólum er, en margir borða það sem þeir taka með sér að heiman.


Ábyrgðamenn fréttabréfs: Sif Vígþórsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir

Foreldraskóladagur

Miðvikudaginn 2. mars nk. verður svo nefndur Foreldraskóladagur í skólanum. Þennan dag er foreldrum boðið í kennslustundir til að taka þátt í og fylgjast með lifandi skólastarfi. Í vikunni 21. - 25. febrúar verða sendar nánari upplýsingar til foreldra um fyrirkomuleg og tímasetningar dagsins. Foreldrar! Velkomnir í skólann 2. mars!

SINS: RÉTTABRÉF F I K E P S S ÍF L gott! in í því að gera lg fó r e a gj æ án Sönn

Einbeiting Náttfatagaman og dans

Nýtt stundaskrártímabil hefst eftir vetrarleyfi í skólanum. Nýjar spennandi smiðjur taka þá til starfa í öllum námshópum. Yngsti námshópur, 1. og 2. bekkur mun vinna á áhugasviði. Hver nemandi velur sér að vinna með það sem hann hefur áhuga á og gerir um það vinnusamning við kennarann sinn. 3. og 4. bekkur vinnur með stærðfræðimiðað viðfangsefni sem kallast „Pizzu-smiðjan”. 5., 6. og 7. bekkur einbeitir sér að leiklistarsmiðju þar sem undirbúið er árlegt og margfrægt árshátíðarleikrit sem frumsýnt verður 8. apríl nk. 8., 9. og 10. bekkur munu vinna í sögusmiðju þar sem þeir munu kynna sér ofan í kjölinn Kjalnesingarsögu með það fyrir augum að gera kvikmynd byggða á sögunni.

Matur er mannsins megin

Áhugasvið og smiðjur - nýtt tímabil

Beðið eftir leikfimirútunni

„Skólapeysurnar” vinsælu standa nú nemendum í 7. - 10. bekkjum til boða. Eins og allir vita eru peysurnar svartar hettupeysur með eða án renniláss. Nafn nemenda er á peysunni að framan en að aftan er nafn skólans. Verð: með rennilás 4.400.– kr. og án renniláss 3.700.– kr. Og þá er bara að drífa í að panta í síðasta lagi þ. 23. febrúar hjá Margréti skrifstofustjóra. Vinsamlega athugið að greiða á peysuna um leið og gengið er frá pöntun.

Tákn framkvæmda

Peysurnar langþráðu á leiðinni


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.