Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013 - 2014

Page 1

NORÐLINGASKÓLI NORÐLING NORÐLINGASKÓLI ASKÓLINO Sími: 411-7640 Netfang: nordlingaskoli@reykjavik.is Heimasíða: http://www.nordlingaskoli.is

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014

Efnisyfirlit I.

Inngangur ...............................................................................................................................................................2

II.

Ferli við gerð símenntunaráætlunar ................................................................................................................2

III.

Rökstuðningur .................................................................................................................................................3 Stefnu skólans ...........................................................................................................................................................3 Skólaþróunaráætlun.................................................................................................................................................3 Matsfundir..................................................................................................................................................................3 Kjarasamningar KÍ og SR ........................................................................................................................................3 Þarfagreining starfsfólks ..........................................................................................................................................4 Stefna Reykjavíkurborgar .......................................................................................................................................5

IV.

Framkvæmd......................................................................................................................................................5

Skráning símenntunar..............................................................................................................................................5 Áherslur fyrir áramót:.............................................................................................................................................5 Áherslur eftir áramót:.............................................................................................................................................7 Tímasett dagskrá ......................................................................................................................................................7 FYLGISKJÖL ............................................................................................................................................................... 10

1


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014

I. Inngangur Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Símenntunaráætlun Norðlingaskóla gerir ráð fyrir þátttöku allra starfsmanna og að allir fái tækifæri til að eflast í starfi. Áhersla er lögð á að allir séu sáttir við áætlunina og finni í henni það sem eflir þá í starfi og styrkir fagvitund. Símenntunin fer aðallega fram á skipulögðum símenntunardögum starfsfólks sem í vetur er einu sinni í viku, á mánudögum og að jafnaði í um 1-2 klst. í senn. Einnig fer símenntun fram utan starfstíma skólans að höfðu samráði við starfsfólk en 3-4 dagar eru ævinlega helgaðir símenntun í águst fyrir skólabyrjun. Við gerð dagskrár símenntunaráætlunarinnar var reynt að koma til móts við óskir starfsfólks eins og mögulegt er. Hér á eftir verður símenntunaráætlun Norðlingaskóla og skipulagi gerð skil.

II. Ferli við gerð símenntunaráætlunar Undirbúningur: Starfsfólk skilar inn símenntunarhugmyndum fyrir sjálft sig, fyrir starfsmannahópinn og skólann í heild (sjá fylgiskjöl 1 og 2).

Starfsmannafundur:

Úrvinnsla:

Stjórnendateymi vinnur úr hugmyndum starfsfólks og kynnir fyrir starfsmönnum á starfsmannafundi.

Símenntunaráætlun sett saman út frá þörfum og væntingum starfsfólks Norðlingaskóla. Starfsfólk fær afrit af áætluninni sem einnig er sett á innranet skólans.

Símenntunaráætlun 2013-2014 Eftirfylgni - Mat: Í lok árs skila starfsmenn skriflegu yfirliti yfir símenntun ársins (sjá fylgiskjal 3). Símenntun er m.a. metin í lok skólaárs á matsfundum.

Unnið af stjórnunarteymi skólans

2

Fræðsla : Starfsfólk sækir námskeið og þá fræðslu sem er í boði og deilir með öðrum þannig að þekkingin komi inn í starfsmannahópinn. Skólastjórnendur minna fólk á skráningu símenntunar á miðju ári og meta árangur í lok skólaárs.


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014

III. Rökstuðningur Símenntunaráætlun Norðlingaskóla byggir á:

Stefnu skólans Stefna skólans er unnin í sameiningu af þeim sem standa að skólanum, starfsfólki, nemendum, foreldrum og fræðsluyfirvöldum. Á henni grundvallast allt starf skólans og er sérstök áhersla lögð á:  að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur.  að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu hvers konar.  að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er ofaukið og allir velkomnir.  að árgöngum sé kennt saman, þ.e. að byggt verði á samkennslu árganga en hún stuðlar m.a. að aukinni félagsfærni nemenda og auðveldar að hver nemandi fari á sínum hraða á grunnskólagöngu sinni.  að starfsfólk skólans vinni í teymum enda stuðlar slíkt fyrirkomulag að því að margbreytileikinn í hópi starfsfólks nýtist nemendum.  að skólinn verði í nánum tengslum við samfélagið sem hann er hluti af, m.a. með öflugu samstarfi milli heimilanna og skólans þar sem sérþekking foreldra á börnum sínum og sérþekking starfsfólks á skipulagi skólastarfs fléttast saman.  að starf skólans taki mið af því menningarlega og náttúrulega umhverfi sem hann er hluti af og vinni að því að þeir sem eru að flytja í hverfið nái saman og upplifi sig sem heildstætt samfélag. Til að ná settum markmiðum og framfylgja stefnu skólans mun í símenntunaráætlun næsta skólaárs verða lögð sérstök áherslu á að styrkja og efla liðsheild meðal starfsfólks og leggja þannig grunn að góðum árangri í skólastarfi.

Skólaþróunaráætlun Skólaþróunaráætlun er unnin á grunni mats á skólastarfi. Rökin fyrir því að meta skólastarf eru einkum af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða utanaðkomandi hvata sem birtast í lögum og fyrirmælum stjórnvalda og hins vegar eru það innri hvatar, þ.e. löngun og þarfir starfsfólks, stjórnenda, foreldra og nemenda skólans til að gera gott skólastarf enn betra. Matsteymi skólans stýrir matsvinnunni, ákveður áherslur, gerir umbótamiðaða skólaþróunaráætlun og vinnur úr upplýsingum, þ.e. sér um alla úrvinnslu og skýrslugerð.

Matsfundir Tvisvar til þrisvar á ári eru haldnir svokallaðir matsfundir starfsamanna. Þetta eru rýnifundir sem miða að því að draga fram með eigindlegum matsaðferðum það sem vel er gert í skólastarfinu en ekki síður að finna það sem hægt er að bæta og til þarf til að gera starfið markvissara. Hver starfsmaður undirbýr sig og síðan fer fram gagnrýnin samræða. Unnið er úr þessum fundum og þar koma ætíð fram atriði sem snúa að símenntun og starfsþróun starfsfólks.

Kjarasamningar KÍ og SR Í handbók Kennarasambands Íslands um gildandi kjarasamninga segir m.a. um endurmenntun að hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar markast af samningsbundnum 150 klst. (126/102) á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Starfsþróun sem hluti af 3


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014 ofnagreindum tímafjölda er almennt ætlaður tími utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig heimilt að koma henni við á starfstíma skóla, eftir nánara samkomulagi við kennara. Endurmenntun kennara skal vera í samræmi við endurmenntunaráætlun skólans og þær áherslur sem eru á hverjum tíma í umbótastarfi skóla. Skólastjóri getur ákveðið að einstakir kennarar eða kennarahópar sæki skilgreinda endurmenntun. Kennari skilgreinir þarfir sínar fyrir endurmenntun og kynnir skólastjóra sem ákveður hvernig staðið er að þessum málum með þarfir nemenda, kennara og heildarmarkmið skólans í huga. Endurmenntun utan starfstíma skóla skal vera í samræmi við endurmenntunaráætlun skóla og undir verkstjórn skólastjóra. Kjarasamningar kennara í Norðlingaskóla byggja á grein 2.1.6.3 í kjarasamningum KÍ. Samkvæmt þeirri grein er gert ráð fyrir 3-4 dögum á hverju hausti, fyrir upphaf skólastarf, í endurmenntunardaga. Starfsmannafélag Reykjavíkur leggur áherslu á að vinna markvisst að símenntunarmálum félagsmanna. Starfsmenn skuli eiga kosta á fræðslu og símenntun til að auka við þekkingu sína og faglega hæfni. Gert er ráð fyrir að hver stofnun setji fram áætlun um starfsþróun fyrir alla starfsmenn í starfsáætlun sinni í starfsmannamálum til að tryggja eðlilega starfsþróun og símenntun starfsmanna í samræmi við starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar.

Þarfagreining starfsfólks Gerð var könnun meðal starfsfólks um áherslur símenntunar skólaárið 2013-2014. Allir fengu eyðublað (sbr. fylgiskjöl 1 og 2) þar sem þeir voru beðnir um að koma með tillögur um eftirfarandi:  Þarfir skólans varðandi símenntun á yfirstandandi skólaári  Þarfir kennarahópsins til símenntunar á yfirstandandi skólaári  Þarfir sínar sem einstaklings varðandi símenntun á yfirstandandi skólaári. Þegar niðurstöður lágu fyrir féllu þarfir starfsmann einkum í 4 flokka: Skólanámskrá og Aðalnámskrá grunnskóla, Starfs- og kennsluhættir, Samskipti og samræming og Námskeið (sjá töflu 1 um þarfagreiningu starfsfólks). Skólanámskrá og Aðalnámskrá grunnskóla

Starfs- og kennsluhættir

Samskipti og samræming

 Skerpa á sýn g stefnu skólans  Skapandi áherslur í námi/  Bekkjarstjórnun og hvernig fáum við stóra agastjórnun. Kallað eftir varðandi „skóla nemendahópa til að vera samræmingu. Að margbreytileikans“. skapandi. bregðast við vandamálum  Skólanámskrá (4)  Fjölbreyttir kennsluhættir  Innleiðing aðalnámskrár  Teymisvinna. Hvernig hún grunnskóla-samræming milli  Einelti er best skipulögð og  Öryggismál stiga með hliðsjón af nýrri verkaskipting (4). aðalnámskrá (3)  Skriftarkennsla  Þróun námsferla í kjarnafögum fyrir nemendur með sérþarfi( í takt við uppsetningu sem þróuð hefur verið á miðstiginu)  Útinám. Ferskar hugmyndir, skógartengt nám, garðrækt og (5)

4

Námskeið  Tækniþjálfun starfsfólks – Spjaldtölvunámskeið. Nánar og dýpra eftir námsstigum ; i-pad og önnur tæki, ýmis forrit,setja kannanir á rafrænt form (7)  Smartboard kennla (2)  Byrjendalæsi /PALS  Námskeið varðandi valstöðvar- nýjar hugmyndir og kynningar frá öðrum(4)  Art námskeið í félagsfærni (3)  StærðfræðinámskeiðÞóra Björk HA.  List tengd námskeið (myndlist, handverk, keramik og smíði.)  Matreiðslunámskeið fyrir starfsfólk í eldhúsi.


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014 Þarfir skólans og kennarahópsins um símenntun fara saman í megindráttum og þá ber helst að nefna ýmis atriði tengd vinnu við skólanámskrá í anda nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla. Einnig telja margir að skerpa þurfi á vinnuferlum sem kalla á samræminu varðandi samskipti og agastjórnun og þá telur talsvert stór hópur að efla þurfi tækniþjálfun hjá starffólki.

Stefna Reykjavíkurborgar Grunnskólar í Reykjavík njóta sjálfstæðis og sveigjanleika til að móta sína sérstöðu, áherslur og markmið. Starfsfólk á kost á að þroskast í góðu starfsumhverfi og skólinn er lærdómssamfélag nemenda, starfsfólks og foreldra. Símenntun starfsfólks er lykill að skólaþróun. Allir skólar hafa virkt sjálfsmat og gera umbótaáætlanir á grundvelli þess (úr stefnu Reykjavíkurborgar).

IV.

Framkvæmd

Framkvæmd símenntunaráætlunarinnar verður að stærstum hluta innan skólans en leitað verður út fyrir skólann eftir fyrirlesurum og ráðgjafaþjónustu einstaklinga. Allt starfsfólk mun taka þátt í símenntunaráætlun skólans eftir því sem við á. Tími sem starfsfólk ver til símenntunar verður metinn samkvæmt skilgreiningum kjarasamninga viðkomandi starfsmanns. Allir starfsmenn fá þar til gert eyðublað (fylgiskjal 3) til að halda utan um tíma sem fer í símenntun. Símenntun starfsfólks dreifist yfir allt skólaárið. Umsjónarmenn ákveðinna námskeiða hverju sinni halda skrá yfir þátttöku. Sæki starfsmaður sérhæfð námskeið, ráðstefnur, námsstefnur, fræðslufundi, fari í skólaheimsóknir o.fl. utan skólans mun skólinn taka þátt í kostnaði skv. ákveðnum reglum sem starfsfólki hafa verið kynntar. Einnig er starfsfólki bent á sjóði þá sem hægt er að sækja um styrki í. Mat á framkvæmd símenntunaráætlunarinnar fellur undir þær sjálfsmatsaðgerðir sem skólinn beitir. Sjálfsmat er langtímamiðað en ekki einangruð aðgerð og verður ekki unnið í eitt skipti fyrir öll heldur þarf stöðugt að vinna að því. Þegar sjálfmatsskýrsla liggur fyrir verða tillögur um úrbætur unnar út frá niðurstöðum. Símenntunaráætlun er kynnt öllu starfsfólki skólans í haustbyrjun ár hvert og áætlun um framkvæmd hennar skólarárið 2013-3014 er að finna hér að neðan. Þar eru tilgreind áhersluatriði sem starfsmenn og stjórnendur skólans vilja að einkenni símenntun starfsmanna.

Skráning símenntunar Mikilvægt er að hver og einn haldi utan um eigin símenntun á þar til gerð eyðublöð (fylgiskjal 3) sem skilað er inn til skólastjórnanda í lok maí. Þar sem símenntun er hluti af starfi starfsmanna, sérstaklega kennara, er það afar mikilvægt hverjum og einum að hann hafi yfirlit yfir þá símenntun sem hann hefur tekið þátt í og stundað árlega.

Áherslur fyrir áramót Áhersla hefur verið lögð á að þróa sveigjanlega kennsluhætti í opnum rýmum og mun sú þróunarvinna halda áfram þar sem starfsmenn skólans hafa verið að aðlaga starfs- og kennsluhætti að nýju skólahúsnæði. Í því sambandi mun skólinn leita sér faglegra hugmynda byggða á reynslu skóla hér á landi og erlendis. Skólinn verður í samstarfi við fjóra skóla, Ingunnarskóla, Sjálandsskóla, Akurskóla og Hraunvallaskóla um þróunarvinnu sem snýr að fjölbreyttum kennsluháttum í opnum rýmum, teymisvinnu og samkennslu árganga. Þróunarverkefnið gengur undir nafninu Skrefi framar- saman og hugsað til 2-3 ára í senn. Skólastjórnendur ofangreindra skóla höfðu samráð síðastliðið skólaár um framgöngu verkefnisins og formlegt samstarf milli kennara skólanna hófst í haust en 3 samráðsfundir hafa verið tímasettir. Einnig munu skólastjórnendur skólanna eiga formlegt samráð um framgöngu verkefnisins 3-4 sinnum á skólaárinu. 5


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014 Á skólaárinu er einnig stefnt að markvissara samstarfi við foreldra. Fyrirhugað er að skólinn og foreldrafélagið vinni að því að hrinda í framkvæmd samstarfsáætlun um aukna samvinnu og hlutdeild foreldra í námi nemenda og almennu skólastarfi. Á skólaárinu 2011-2012 var Norðlingaskóla falið að innleiða verkefnið „Dagur barnsins“ fyrir nemendur í 1. -4. bekk. Tilgangur verkefnisins er að gera skóladag barnsins sem heildstæðastan með samþættingu frístundastarfs við almennt skólastarf. Skólaárið 2012-2013 hlaut skólinn styrk til frekari þróunarvinnu á þessu sviði og verður áhersla lögð á samþættingu frístundar við smiðjuvinnu nemenda í þessum aldurshópi. Skólinn mun leita í smiðjur innlendra og erlendra skóla sem þykja skara fram úr á þessu sviði skólastarfs. Frekari þróunarvinna með innleiðingu spjaldtölva í kennslu veður haldið áfram þar sem allir nemendur í 8., 9. og 10. bekk, hafa fengið spjaldtölvur, auk þess sem 20-30 spjaldtölvur verða til afnota í öðrum námshópum, ekki hvað síst í stoðþjónustunni. Verkefni um innleiðingu á spjaldtölvum í kennslu hlaut styrk og hófst sem formlegt þróunarverkefni í 10. bekk um áramót 2011-2012. Verkefnið er metið með reglulegu millibili og hafa niðurstöður sýnt jákvæð áhrif á árangur og virkni nemenda. Nemendur í 9. bekk fengu spjaldtölvu upp úr áramótum 2013-2014 og 8. bekkur nú á haustdögum 2013. Kennarar unglingadeildar stuðla að starfsþróun á þessu sviði með því að sækja fyrirlestra og námskeið um notkun snjalltækja í kennslu. Fyrirhugað er að kennarar á unglingastigi deili þekkingu sinni og reynslu á notkun spjaldtölva í námi með því að halda stutt námskeið fyrir kennara og stuðningsfulltrúa í skólanum. Árið 2012-2013 hóf skólinn að innleiða Byrjendalæsi í 1. -3. bekk. PALS lestrartækni (paralestri) var innleidd í 5.-7. bekk á síðasta skólaári og skólaárið 2012-2013 var lestraraðferðin tekin upp í 4. bekk. Þróunarvinna með Byrjendalæsi og PALS verður haldið áfram skólaárið 2013-2014 og þessar aðferðir við lestur festar enn betur í sessi í skólastarfinu. Kennarar í 4.-7. bekk sækja námskeið í PALS og kennarar í 1.-3. bekk sækja námskeið í Byrjendalæsi en 3-4 námskeið í þessari aðferð eru haldin fyrir kennara á yfirstandandi skólaári. Samstarf milli leik- og grunnskóla í Norðlingaholti hefur ávallt verið mikið. Þar sem fjögurra og fimm ára nemendur leikskólans starfa nú í sömu byggingu og Norðlingaskóli er stefnt á enn frekara samstarf milli skólastiganna á skólaárinu. Sérstök áhersla verður áfram lögð á samstarf um Björnslund, umhirðu og grisjun. Bæði skólastigin ásamt íbúasamtökum í hverfinu, Reykjavíkurborg og foreldrafélögum beggja skólastiga vinna að því að gera sameiginlega áætlun um skógartengt nám nemenda þar sem m.a. er lögð áhersla á umhirðu, grisjun og uppbyggingu lundarins. Kennara beggja skólastiga sækja fræðslu og stuðning eftir þörfum til Ólafs Oddssonar, skógarfræðings hjá Skórækt ríkisins. Á skólaárinu er fyrirhugað að hópur starfsmanna vinni að ýmiskonar samræmingu á verklagi sem varðar samskipti og agastjórnun í skólastarfinu. Norðlingaskóli er Grænfánaskóli og á skólaárinu verður farið ítarlega yfir ýmsa þætti verkefnisins og stöðu skólans í ljósi breyttra aðstæðna eins og t.d. nýs húnæðis og mikla fjölgun nýrra nemenda og starfsmanna. Áhersla verður lögð á að festa verkefnið enn betur í sessi í skólamenningunni. Stefnt er að því að á hvorri önn verði fyrirlestrar eða námskeið sem miða að því að styrkja jákvæðan starfsanda og skólamenningu.

6


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014

Áherslur eftir áramót Vorönnin verður aðallega helguð innleiðingu nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla og áframhaldandi gerð skólanámskrár fyrir skólann. Áhersla veður lögð á að þróa enn frekar samræmingu námsgreina milli stiga, starfs- og kennsluhætti varðandi verk - og bóknámsgreinar, valgreinar á unglingastigi, áhugasvið nemenda, smiðjur og útinám í Björnslundi. Stjórnendur og starfsfólk skólans mun sækja fræðsluerindi og námskeið um áhersluþætti nýrrar aðalnámskrár. Við skólann eru starfsmenn af erlendum uppruna og fyrirhugað er að þeir sæki íslenskunámskeið á skólaárinu 2013-2014.

Tímasett dagskrá Hér fer á eftir dagskrá símenntunar í Norðlingaskóla skólaárið 2013-2014 með fyrirvara um breytingar:

7


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014 Ágúst HAUSTÖNN- ótímasett námskeið/fyrirlestrar:  Stjórnendur/kennarar á námskeið á vegum SFS, Menntavísindasviðs og menntamálaráðuneytis – námsgreinar og grunnþættir menntunar skv. nýrri aðalnámskrá.  Kennaraheimsóknir milli skóla í skólahverfi 3.  Frístundarstarfsmenn- ráðstefnur og námskeið  Skólaliðar í ræstingum á námskeið v/ræstinga  Byrjendalæsi- leiðtoganámskeið og kennaran. 12/8 Persónuleg hæfni, sjálfsþekking og menntun. Fyrirletur og umræður- Óli. Stef.,handboltahetja. 13/8  Vinnustaðir framtíðarinnar- menntun og starfshæfni á nýjum tímum. Fyrirlestur og umræður – Halldór Fannar Guðmundsson, tæknistjóri CCP.  Nýsköpunarmennt í anda nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla. Fyrirlestur um áherslur og framkvæmd á NKG-Nýsköpunarkeppni grunnskóla- Anna Þóra Ísföld framkvæmdastjóri NKG.  Skrefi framar- þróunarverkefni. Kynning og undirbúningur fyrir 1. samráðsfund skólanna 19/8. 14/8  Notkun rafrænna miðla í kennslu. Ráðstefna haldin í skólanum á vegum SAMÁS. Öllum kennurum skólans boðin þátttaka.  Skólaeldhús, innkaup og hollustuhættir. Námskeið fyrir starfsfólk mötuneytis. Á vegum SFS. 16/8 Hópeflisferð-Leggjarbrjótur. Leiðasögn á Þingvölum, gengið inn í Hvalfjörð. 19/8 Skrefi framar- þróunarverkefni, 1. vinnufundur af þremur. Verkefninu hrint af stað, kennarar heimsækja skóla. Október 1/10 Skrefi framar – þróunarverkefni, 2. vinnufundur. 4/10 Starfdagur: Liðsandi, teymisvinna og skólamenning. Fyrirlestur – utanaðkomandi 7/10 Tímanum ekki ráðstafað í símenntun v/ samráðsd. 14/10 Skólaþróun: Sérstök verkefni – hópvinna.         

Grænfáninn Samstilling – samskipti og umgengni Foreldrasamstarf-útfærsla á áætlun Lestrarstefna Útinám-Björnslundur Samþætting frístundar við nám og kennslu í skólastarfi. Áhugasvið Tækniþjálfun starfsfólks Námsmat

21/10 Vetrarleyfi.

28/10 Skólaþróun: Sérstök verkefni – hópvinna.

September 2/9 Vinna í þróunarverkefnum. Kennarateymi vinna hver fyrir sig í yfirstandandi þróunarverkefnum: Unglingadeild; i-pad í kennslu, miðstig og verk- og listgr.k.; nýsköpunarmennt, 1.- 4. bekkur; lestrarkennsla- Byrjendalæsi og Pals. Íþróttakennarar: undirbúa þátttöku skólans í lýðheilsuverkefninu –Göngum í skólann og Norræna skólahlaupið. 3. -5. sep. ART-námskeið. Allir sérkennarar skólans, 3 daga námskeið á Selfossi. Námskeiði fylgt eftir á skólaárinu með kennsluverkefnum inn í námshópum. 9/9 Skyndihjálp, viðbrögð við bráðaofnæmi, sykursýki o.fl. Fræðsluerindi – Ólafía, skólahjúkrunarfræðingur 18/9 miðvikud.  Námskeið í útieldun fyrir nýliða 23/9  Hinn Norðlinski skólabragur. Fyrirlestur og vinnufundur um sýn, stefnu og skólamenninguna í Norðlingaskóla- Sif skólastjóri 30/9 Kennarar í 1.-2.bekk á Byrjendalæsis námskeiði. Aðrir kennarar í smiðjuundirbúningi.

Nóvember 4/11 Skólaþróun: Sérstök verkefni – hópvinna. 11/11 Skólaþróun: Sérstök verkefni – hópvinna. 13/11 Skólaþróun: Sérstök verkefni – hópvinna. 18/11 Starfsdagur: Deilum hvert með öðru –Niðurstöður hópvinnu kynntar. Hópar kynna stöðu mála, áherslur og framkvæmdaáætlun. 25/11 Tækniþjálfun starfsmanna  Sett upp námskeið og kennarar kenna hver öðrum.  Námfús: Námskeið/fræðsla í upplýsingakerfi og rafrænu utanumhaldi á námi nemenda. Desember 2/12 Aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Undirbúningur fyrir vinnu á vorönn, verlag og hópvinna kynnt. 8


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014 Janúar VORÖNN- Símenntun helguð nýrri Aðalnámskrá grunnskóla. Ótímasett námskeið/fyrirlestrar:  Stjórnendur/kennarar á námskeið á vegum SFS, Menntavísindasviðs og menntamálaráðuneytis – námsgreinar og grunnþættir menntunar skv. nýrri aðalnámskrá.  Kennaraheimsóknir milli skóla í skólahverfi 3.  Starfsfólki af erlendum uppruna boðið að sækja námskeið v/ íslenskukennslu. Á vegum Reykjavíkurborgar.  Frístund- ráðstefnur og námskeið fyrir starfsfólk frístundar.  Byrjendalæsi- leiðtoganámskeið og kennaran.

Febrúar 3/2 Aðalnámskrá – skólanámskrá 10/2 Aðalnámskrá – skólanámskrá 17/2 Aðalnámskrá – skólanámskrá. Kynningar- stöðumat. 24/2 Aðalnámskrá – skólanámskrá. Kynningar- stöðumat.

6/1 Tímanum ekki ráðstafað í símenntun v/ námsmats. 13/1 Tímanum ekki ráðstafað í símenntun v/ námsmats. 20/1 Starfsdagur:  Starfsánægja. Fyrirlestur– utanaðkomandi  Aðalnámskrá – skólanámskrá. Innleiðing kynnt og hópar/teymi hefja vinnu. 27/1 Aðalnámskrá – skólanámskrá Mars 3/3 Aðalnámskrá – skólanámskrá 10/3 Aðalnámskrá – skólanámskrá 14/3 Starfdagur: Aðalnámskrá – skólanámskrá 17/3 Aðalnámskrá – skólanámskrá 24/3 Aðalnámskrá – skólanámskrá 31/3 Aðalnámskrá – skólanámskrá

Apríl 7/4 Aðalnámskrá – skólanámskrá 14/4 Páskafrí 21/4 Páskafrí 28/4 Aðalnámskrá – skólanámskrá

Maí 2/5 Starfsdagur: Aðalnámskrá – skólanámskrá. Kynningar- stöðumat 28/5 Skrefi framar – þróunarverkefni, 3. vinnufundur og sá síðasti á árinu.

Júní Starfsdagar: 10., 11., 12. júní: Matsfundir, símenntunarþörf og undirbúningsvinna fyrir skólaárið 2014-2015.

9


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014

FYLGISKJÖL

10


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014 FYLGISKJAL 1

NORÐLINGASKÓLI Sími: 411-7640 Netfang: nordlingaskoli@reykjavik.is Heimasíða: http://www.nordlingaskoli.is

Leið til betra starfs Hugmyndablað almennra starfsmanna vegna símenntunaráætlunar Norðlingaskóla árið 2013 - 2014 Hafið í huga áherslur skólans og þau forgangsverkefni sem við höfum rætt á starfsmanna- og matsfundum.

Nafn: Skila á skrifstofu í síðasta lagi 10. júní

Þarfir skólans varðandi símenntun á skólaárinu (Tillögur að námskeiðum/viðfangsefnum/áherslum) :

Þarfir mínar sem einstaklings varðandi símenntun á komandi skólaári (Tillögur að námskeiðum/áherslum/viðfangsefnum fyrir einstaka starfsmann):

11


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014 FYLGISKJAL 2

NORÐLINGASKÓLI Sími: 411-7640 Netfang: nordlingaskoli@reykjavik.is Heimasíða: http://www.nordlingaskoli.is

Leið til betra starfs Hugmyndablað kennara vegna símenntunaráætlunar Norðlingaskóla árið 2013 - 2014 Hafið í huga áherslur skólans og þau forgangsverkefni sem við höfum rætt á starfsmanna- og matsfundum.

Nafn: Skila á skirfstofu í síðasta lagi 10. júní

Þarfir skólans varðandi símenntun á komandi skólaári (Tillögur að námskeiðum/viðfangsefnum/áherslum) :

Þarfir kennarahópsins til símenntunar á komandi skólaári (Námskeið eða fræðslufundir, viðfangsefni/áherslur sem gott væri að allur kennarahópurinn sameinaðist um):

Þarfir mínar sem einstaklings varðandi símenntun á komandi skólaári (Tillögur að námskeiðum/áherslum/viðfangsefnum fyrir einstaka kennara) :

12


Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2013-2014 FYLGISKJAL 3

Símenntun starfsfólks Norðlingaskóla Nafn. skólaárið 2009-2010 Heiti námskeiðs/fyrirlestrar

Dags. Tímafj.

Annað (heimsóknir, lestur ofl)

13

Fyrirlesari

Staðfest.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.