Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2012 - 2013
NORÐLINGASKÓLI
Símenntun í Norðlingaskóla skólaárið 2012-2013
1
Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2012 - 2013
I.
Inngangur
Hverjum skóla er skylt að setja sér áætlun um framkvæmd og útfærslu símenntunar. Í Norðlingaskóla er gert ráð fyrir þátttöku allra starfsmanna í símenntun og að allir fái tækifæri til að eflast í starfi. Áhersla er lögð á að allir séu sáttir við áætlunina og finni í henni það sem eflir þá í starfi og styrkir fagvitund. Símenntunin fer aðallega fram á skipulögðum starfstíma starfsfólks en einnig utan starfstíma skólans að höfðu samráði við starfsfólk. Við gerð dagskrár símenntunaráætlunarinnar var reynt að koma til móts við óskir starfsfólks eins og mögulegt er. Hér á eftir verður símenntunaráætlun Norðlingaskóla og skipulagi gerð skil.
II.
Rökstuðningur
Áherslur í símenntun Norðlingaskóla skólaárið 2012 – 2013 byggjast m.a. á:
1. Stefnu skólans sem er unnin í sameiningu af þeim sem standa að skólanum, starfsfólki,
nemendum, foreldrum og fræðsluyfirvöldum. Á henni grundvallast allt starf skólans og er sérstök áhersla lögð á: Að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur. Að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu hvers konar. Að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er ofaukið og allir velkomnir. Að árgöngum sé kennt saman, þ.e. að byggt verði á samkennslu árganga en hún stuðlar m.a. að aukinni félagsfærni nemenda og auðveldar að hver nemandi fari á sínum hraða á grunnskólagöngu sinni. Að starfsfólk skólans vinni í teymum enda stuðlar slíkt fyrirkomulag að því að margbreytileikinn í hópi starfsfólks nýtist nemendum. Að skólinn verði í nánum tengslum við samfélagið sem hann er hluti af, m.a. með öflugu samstarfi milli heimilanna og skólans þar sem sérþekking foreldra á börnum sínum og sérþekking starfsfólks á skipulagi skólastarfs fléttast saman. Að starf skólans taki mið af því menningarlega og náttúrulega umhverfi sem hann er hluti af og vinni að því að þeir sem eru að flytja í hverfið nái saman og upplifi sig sem heildstætt samfélag. Til að ná settum markmiðum og framfylgja stefnu skólans mun í símenntunaráætlun næsta skólaárs verða lögð sérstök áherslu á að styrkja og efla liðsheild meðal starfsfólks og leggja þannig grunn að góðum árangri í skólastarfi.
2
Kjarasamningum KÍ og SR: Í handbók Kennarasambands Íslands um gildandi kjarasamninga segir m.a. um endurmenntun að hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar markast af samningsbundnum 150 klst. á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Endurmenntun kennara skal vera í samræmi við endurmenntunaráætlun skólans og þær áherslur sem eru á hverjum tíma í umbótastarfi skóla. Skólastjóri getur ákveðið að einstakir kennarar eða kennarahópar sæki skilgreinda endurmenntun. Kennari skilgreinir þarfir sínar fyrir endurmenntun og kynnir skólastjóra sem ákveður hvernig staðið er að þessum málum með þarfir 2
Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2012 - 2013
nemenda, kennara og heildarmarkmið skólans í huga. Endurmenntun utan starfstíma skóla skal vera í samræmi við endurmenntunaráætlun skóla og undir verkstjórn skólastjóra. Starfsmannafélag Reykjavíkur leggur áherslu á að vinna markvisst að símenntunarmálum félagsmanna. Starfsmenn skuli eiga kosta á fræðslu og símenntun til að auka við þekkingu sína og faglega hæfni. Gert er ráð fyrir að hver stofnun setji fram áætlun um starfsþróun fyrir alla starfsmenn í starfsáætlun sinni í starfsmannamálum til að tryggja eðlilega starfsþróun og símenntun starfsmanna í samræmi við starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar. 3
Að starfsemi skólans er nú öll komin í endanlegt húsnæði en það kallar á að skoða þarf ýmsir þætti skólastarfsins og leita leiða til að útfæra og framkvæma sýn skólans við nýjar og breyttar aðstæður en nú fer allt starf skólans fram á „opnum rýmum“ sem bjóða upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta kennsluhætti.
4
Miklum áhuga starfsfólks á nýbreytni og þróun skólastarfs sem kristallast í því að starfsmannateymin eru stöðugt að leita leiða til að bæta starf sitt og kynna sér það sem efst er á baugi í rannsóknum á skólastarfi, tækni, útfærslu náms og kennslu og þróun skólastarfs almennt.
5
Stefna Reykjavíkurborgar: Grunnskólar í Reykjavík njóta sjálfstæðis og sveigjanleika til að móta sína sérstöðu, áherslur og markmið. Starfsfólk á kost á að þroskast í góðu starfsumhverfi og skólinn er lærdómssamfélag nemenda, starfsfólks og foreldra. Símenntun starfsfólks er lykill að skólaþróun. Allir skólar hafa virkt sjálfsmat og gera umbótaáætlanir á grundvelli þess (úr stefnu Reykjavíkurborgar).
III.
Framkvæmd
Gert er ráð fyrir að mánudagar frá kl. 14.00 – 16.00 séu nýttir til símenntunar og þátttöku í skólaþróunarverkefnum. Skólaárið 2012 – 2013 eru helstu áherslur í símenntun Norðlingaskóla eftirfarandi: Kennsluhættir – Opin rými: o Námskeið og fræðslufundir um kennslu á opnum rýmum og mun dr. Ingvar Sigurgeirsson halda utan um þá vinnu m.a. með rýni-heimsóknum í öll teymi skólans þar sem hafin verður vinna við að koma á valsvæðum/námsstöðvum sem miða að eflingu einstaklingsmiðaðra starfshátta og að auka fjölbreytni í vinnu nemenda. o Skipulagðir verða fræðslufundir og erindi sem tengjast þessu efni. o Heimsóknir í skóla þar sem kennt er í opnum rýmum Lestur og lestrarstefna: o Lögð verður lokahönd á gerð lestrarstefnu skólans og verður leitað leiða til að kynna fyrir starfsmönnum eitt og annað sem tengist þeirri vinnu, m.a. munu þeir kennarar sem hafa bæst inn í teymin í 3. – 7. bekk sækja PALS námskeið en á síðasta skólaári ári fengu allir umsjónarkennarar í þessum árgöngum þjálfun í að beita PALS lestrartækni í kennslu. Kennarar í yngstu bekkjunum munu taka þátt í verkefninu „Byrjendalæsi“ sem stýrt er af Háskólanum á Akureyri. Með byrjendalæsi er lögð áhersla á heildstæða móðurmálskennslu þar sem lestrarkennsla er fléttuð inn í alla þætti íslenskukennslunnar. Innleiðing á Byrjendalæsi í 1. -2. bekk hefst á haustdögum. o Skóli fyrir alla: o Námskeið um fjölbreytta kennsluhætti sem miða að því að auðvelda einstaklingsmiðun fyrir alla nemendur og kenningar um mikilvægi skóla án 3
Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2012 - 2013
aðgreiningar og hvernig slík hugmyndafræði og viðhorf til skólastarfs geta nýst í öllu skólastarfi. Hrund Logadóttir er leiðbeinandi á námskeiðinu. o Starfsfólki er boðið að sækja ýmis námskeið sem tengjast auknum stuðningi við nemendur auk þess sem náið samstarf verður við Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um ráðgjöf og útfærslu á stuðningsúrræðum hverskonar. Deilum hvort með öðru o Eftirtektarvert út teymum: Öðru hverju í vetur munu teymin fara yfir og miðla til hinna hvað það er sem þau telja áhugaverðast að gerast hjá sínu teymi. Með þessu er stuðlað að því að jafningjar kenni hver öðrum og að í skólanum myndist heildstæð þekking á því sem unnið er að hverju sinni. Á þann hátt er einnig leitast við fylgja eftir þeirri skólaþróun sem verið er að vinna að í hverju teymi. o Hver erum við - Nærum andann: Í vetur er gert ráð fyrir að nýta sérfræðiþekkingu einstakra starfsmanna með því að þeir kynni og kenni öðrum starfmönnum viðfangsefni sem þeim eru hugleikin og þeir hafa góða innsýn í. Hér getur verið um mjög fjölbreytta fræðslu að ræða, allt frá sushi-matargerð til smíði útihúsgagna. Skyndihjálp og öryggismál o Skyndihjálp: Á starfsdegi 13. nóvember fer allt starfsfólks skólans á skyndihjálparnámskeið en auk þess verður sérstakt námsekið fyrir íþrótta- og sundkennara. en þeim er skylt að þreyta hæfnispróf vegna réttinda varðandi sundkennslu. Öryggismál: Starfsmönnum sem koma að öryggismálum í skólanum fara á haustdögum á námskeið um öryggi á vinnustað á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Vinna í teymum: o Unnið verður í vetur með hvað það er sem einna helst einkennir teymisvinnu. Í því sambandi verður farið í þætti sem snúa að því hvernig hægt er að byggja upp markvissa teymisvinnu sem byggir á samvinnu og lýðræðislegum starfsháttum sem stuðlar að jákvæðri skólaþróun. Útikennsla og skógartengt nám: o Starfsmönnum er boðið að sækja námskeið um útikennslu og skógartengt nám í skólastarfi. Leiðbeinandi er Ólafur Oddsson fulltrúi frá Skógrækt ríkisins. Nokkrir starfsmenn sækja námskeið á haustdögum um húsgagnagerð úr skógarefni sem haldið er á vegum Skógræktar ríkisins. Upplýsinga- og tæknimennt: o Námskeið í notkun á Námfús, upplýsinga- og námskerfi fyrir kennara, nemendur og forráðamenn. o Símenntun og þróunarvinna í tengslum við notkun snjalltækja í kennslu, einkum á unglingastigi, en í skólanum hefur orðið til mikil þekking á slíkum starfsháttum sem nú erum kenndir við 1:1kennsluaðferð. („one on one“). Kennarar sækja fyrirlestra, námskeið og fara í kynnisferðir jafnt innan sem utan lands. Ný aðalnámskrá grunnskóla: o Unnið verður að innleiðingu nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla í samræmi við starfshætti og skólanámskrá Norðlingaskóla. Á skólaárinu verður lögð áhersla á að byggja upp sameiginlegan skilning starfamanna á grunnþáttum menntunar og inntaki hvers faghluta samkvæmt Aðalnámskrá gunnskóla. Samskipti – Hópefli - Skólabragur: o Hópeflisferð í Þórsmörk og ganga yfir Fimmvörðuháls. o Hreyfistund er á hverjum föstudegi kl. 15:00 – 16:00 í íþróttasal skólans og geta allir starfsmenn notað sér hana. o Íslenskunámskeið fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. o Fyrirlestrar sem miða að því að vinna með skólamenninguna þar sem áhersla er lögð á að bæta og efla liðsandann enn frekar. Annað: o Þátttaka í fræðslufundum og námskeiðum á vegum fagfélaga. 4
Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2012 - 2013
o Skólaheimsóknir o Lestur rannsókna og fræði sem tengist skólastarfi. o Allir kennarar sækja kynja- og jafnréttisnámskeið á vorönn. Námskeiðið er á vegum Reykjavíkurborgar.
IV.
Framhaldsnám
Í Norðlingaskóla er litið svo á að það sé afar mikilvægt fyrir starfsfólk og um leið starfið í skólanum að stuðla að og hvetja starfsmenn til að auka stöðugt við menntun sína. Því er litið svo á að framhaldsnám sem þjónar hagsmunum skólastarfsins og hefur tengingu við áherslur í símenntun skólans geti verið hluti af þeim árlegu símenntunartímum sem hver starfsmaður á að skila. En það er styrkt af skólanum með því að veita starfsmönnum leyfi á launum til að geta stundað námið í allt að að 6 daga á ári. Framhaldsnám telst ekki hluti af 150 tímunum sem kennarar eiga að skila árlega í símenntun skv. árlegri vinnuskyldu sinni nema það tengist beint þeim áherslum sem eru í símenntun Norðlingaskóla hverju sinni.
V.
Skráning símenntunar
Mikilvægt er að hver og einn starfsmaður haldi utan um eigin símenntun á þar til gerð eyðublöð (fylgiskjal 1) sem skilað er inn til skólastjórnanda tvisvar á ári, í lok haust og vorannar. Þar sem símenntun er hluti af starfi starfsmanna, sérstaklega kennara, er það afar mikilvægt hverjum og einum að hann hafi yfirlit yfir þá símenntun sem hann hefur tekið þátt í og stundað árlega.
VI.
Lokaorð
Framkvæmd símenntunaráætlunarinnar verður að stærstum hluta innan skólans en leitað verður út fyrir skólann eftir fyrirlesurum og ráðgjafaþjónustu einstaklinga. Allt starfsfólk mun taka þátt í símenntun skólans eftir því sem við á. Tími sem starfsfólk ver til símenntunar verður metinn samkvæmt skilgreiningum kjarasamninga viðkomandi starfsmanns. Allir starfsmenn fá þar til gert eyðublað (fylgiskjal 1og II) til að halda utan um tíma sem fer í símenntun. Símenntun starfsfólks dreifist yfir allt skólaárið. Umsjónarmenn ákveðinna námskeiða hverju sinni halda skrá yfir þátttöku. Sæki starfsmaður sérhæfð námskeið, ráðstefnur, námsstefnur, fræðslufundi, fari í skólaheimsóknir o.fl. utan skólans mun skólinn taka þátt í kostnaði skv. ákveðnum reglum sem starfsfólki hafa verið kynntar. Einnig er starfsfólki bent á sjóði þá sem hægt er að sækja um styrki. Mat á framkvæmd símenntunarinnar fellur undir þær sjálfsmatsaðgerðir sem skólinn beitir. Sjálfsmat er langtímamiðað en ekki einangruð aðgerð og verður ekki unnið í eitt skipti fyrir öll heldur þarf stöðugt að vinna að því. Þegar sjálfmatsskýrsla liggur fyrir verða tillögur um úrbætur unnar út frá niðurstöðum og sett fram skólaþróunaráætlun. Símenntunaráætlun þessi var kynnt á starfsmannafundi 17. október 2012 við góðar undirtektir starfsfólks og er samstaða um framkvæmd hennar.
5
Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2012 - 2013
FYLGISKJAL 1 - HAUSTÖNN
Símenntun starfsfólks Norðlingaskóla Nafn. HAUSTÖNN 2012 Heiti námskeiðs/fyrirlestrar
Dags. Tímafj.
Annað (heimsóknir, lestur ofl)
6
Fyrirlesari
Staðfest.
Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2012 - 2013 FYLGISKJAL II – VORÖNN
Símenntun starfsfólks Norðlingaskóla Nafn. VORÖNN 2013 Heiti námskeiðs/fyrirlestrar
Dags. Tímafj.
Annað (heimsóknir, lestur ofl)
7
Fyrirlesari
Staðfest.