Skólaþróunaráætlun Norðlingaskóla 2012-2013

Page 1

NORÐLINGASKÓLI NORÐLINGASKÓLI NORÐLINGASKÓLI Skólaþróunaráætlun skólaárið 2012 til 2013 Frá því að Norðlingaskóli var stofnaður, haustið 2005 hafa starfshættir skólans verið í mótun. Þannig er líka æskilegt að lifandi og frjótt skólastarf sé. Nú er skólinn kominn í nýtt og glæsilegt húsnæði og hefur skólastarfið tekið töluverðum breytingum í kjölfarið. Nemendafjöldi hefur stóraukist og haustið 2012 voru 437 nemendur skráðir í skólann. Eftirfarandi skólaþróunarverkefni eru hvort tveggja í senn ný af nálinni og eldri þróunarverkefni sem verið er að breyta. Í allri skólaþróun okkar tökum við mið af leiðarljósi og stefnu skólans. Rétt er að taka það fram að starfsfólk skólans hefur valið að tala um skólaþróunaráætlun fremur en umbótaáætlun því margt af því sem verið er að vinna að er frumvinna og því ekki um umbætur að ræða. Þá er það líka ákveðin lenska í skólanum að skoða vel það orðfæri sem notað er og orða hlutina ávallt eins jákvætt og hægt er. Stefna Norðlingaskóla:

      

Að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur. Að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu hvers konar. Að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er ofaukið og allir velkomnir. Að árgöngum sé kennt saman, þ.e. að byggt verði á samkennslu árganga en hún stuðlar m.a. að aukinni félagsfærni nemenda og auðveldar að hver nemandi fari á sínum hraða á grunnskólagöngu sinni. Að starfsfólk skólans vinni í teymum enda stuðlar slíkt fyrirkomulag að því að margbreytileikinn í hópi starfsfólks nýtist nemendum. Að skólinn verði í nánum tengslum við samfélagið sem hann er hluti af, m.a. með öflugu samstarfi milli heimilanna og skólans þar sem sérþekking foreldra á börnum sínum og sérþekking starfsfólks á skipulagi skólastarfs fléttast saman. Að starf skólans taki mið af því menningarlega og náttúrulega umhverfi sem hann er hluti af og vinni að því að þeir sem eru að flytja í hverfið nái saman og upplifi sig sem heildstætt samfélag. 1


Verkefni Kennsluhættir – Opin rými

Markmið Efla einstaklingsmiðun kennsluháttum

Lýsing - Námskeið á vegum í Reykjavíkurborgar um skóla án aðgreiningar í skólastofunni/skóla margbreytileikans Auka sjálfstæði og - Ingvar Sigurgeirsson kemur í fjórar ábyrgð nemenda á rýni-heimsóknir í öll teymi skólans námi sínu þar sem hafin verður vinna við að koma á valsvæðum/námsstöðvum sem og fleira til að efla einstaklingsmiðun. -Starfsmenn deila sín á milli því sem áhugaverðast er að gerast í hverju teymi. -Reglulegir samráðsfundir stjórnenda fimm skóla sem kenna nemendum á opnum rýmum.

Tími Okt 2012

Sept til nóv 2012

Skólaárið

Mæling/Mat Ábyrgð Farið yfir stefnu StjórnendaReykjavíkurborgar í sambandi teymi við einstaklingsmiðað nám og athuga hvað við uppfyllum og hverju þarf betur að fylgja eftir. Teymin skila verkefnalýsingum í febrúar. Ræða og meta i kjölfarið hvernig gengur. Úttekt á starfsháttum undir handleiðslu Ingvars Sigurgeirssonar í öllum fjórum námshópunum í mars og apríl 2013. Skólastjórnendur meta árangur með reglulegum heimsóknum inn á rými og viðtölum við kennarateymi og einstaka kennara. Stöðumat í kjölfarið og samin áfangaskýrsla.

2


Verkefni Lestrarstefna

Markmið Að efla læsi og lesskilning nemenda í skólanum Stefnt að því að vera ekki undir meðaltali á samræmdum prófum og skimunum á vegum opinberra aðila haustið 2013 Að nemendur sýni framfarir frá 4. til 7. bekkjar og frá 7. bekk til 10. bekkjar. Stefna á að vera yfir landsmeðaltali í framtíðinni.

Lýsing Lögð verður lokahönd á gerð lestrarstefnu skólans og haldnar kynningar fyrir nýja kennara sem koma að verkefninu. Upprifjun á vegum sérkennara fyrir kennara í 3. 7. bekk á PALS lestrartækni í kennslu. Kennarar 1.-2. bekkjar munu taka þátt í verkefninu „Byrjendalæsi“ sem stýrt er af Háskólanum á Akureyri. Með Byrjendalæsi er lögð áhersla á heildstæða móðurmálskennslu þar sem lestrarkennsla er fléttuð inn í alla þætti íslenskukennslunnar. -Meiri eftirfylgni með þeim nemendum sem koma ekki nógu vel út úr samræmdum prófum og skimunum í íslensku/lestri.

Tími 2012 til 2013

Mæling/Mat Borinn saman árangur á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk, haustið 2012 og haustið 2013.

Ábyrgð Stoðteymi

Borinn saman árangur úr læsisskimunum á yngri stigum haust 2012 og haust 2013 Skoðaður framfarastuðull nemenda á samræmdum prófum.

3


Verkefni Útikennsla og skógartengt nám

Verkefni Innleiðing nýrrar Aðalnámskrár

Markmið

Lýsing Þrír starfsmenn sækja námskeið um Að efla útikennslu í útikennslu og skógartengt nám í skólanum skólastarfi. Leiðbeinandi er Ólafur Oddsson fulltrúi frá Skógrækt ríkisins. M.a. fjallað um húsgagnagerð úr skógarefni sem haldið er á vegum Skógræktar ríkisins. Unnið verður að því á skólaárinu að þróa kennsluhætti varðandi skógartengt nám í skólastarfi. Sett verða fram markmið og leiðir fyrir hvern námshóp. Markmið Lýsing Hafin yfirferð yfir Á skólaárinu verður lögð áhersla á að skólanámskrá byggja upp sameiginlegan skilning Norðlingaskóla starfsmanna á grunnþáttum menntunar með hliðsjón af og lykilhæfni samkvæmt almenna hluta áherslum í nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla. almenna hluta Símenntunarfundir á mánudögum nýrrar teknir frá í þessa vinnuá vorönninni. Aðalnámskrár -Farið á fræðslufundi á vegum SFS sem grunnskóla bjóðast í vetur. Haustið 2013: Kennarar velja í hvaða hlutum þeir vilja verða sérfræðingar (s.s. læsi, sköpun,mannréttindi) og síðan verður unnið með þessi atriði á kennarafundum þar sem sérfræðingar skiptast á að miðla til annarra hópa í anda samvinnunáms.

Tími Skólaárið

Mæling/Mat Kennarar fara yfir drög að kennslufyrirkomulagi á vordögum.

Ábyrgð Stjórnendateymi

Tími Skólaárið

Mæling/Mat Stjórnendur semja tillögur fyrir áframhaldandi vinnu við innleiðingu nýrrar námskrár.

Ábyrgð Stjórnendateymi

Haust 2013

4


Verkefni

Markmið

Lýsing

Tími

Mæling/Mat

Ábyrgð

Vellíðan á vinnustað Stjörnur og óskir

Að meta skólastarfið með hliðsjón af sjónarmiðum allra starfsmanna

Starfsmenn fylla út eyðublaðið Stjörnur og óskir og skila til ritara. Stjórnendur taka saman sterkar hliðar og veikar af þessum listum svo og atriði er koma fram í starfsmannasamtölum.

Nóvember 2012

Starfsmannaviðtöl og Starfsm.könnun Reykjavíkurborgar

Stjórnendateymi

Tími

Mæling/Mat

Ábyrgð

Skólaárið

Starfsmannaviðtöl haustið 2012 borið saman við starfsmannaviðtöl 2013 Starfsm.könnun Reykjavíkurborgar

Stjórnendateymi

Auka vellíðan á vinnustað. Eftirfylgni úr starfsmannaviðtölum

Verkefni

Líðan starfsfólks m.t.t. starfsmannaviðtala

Markmið

Að minnka álag starfsmanna í Norðlingaskóla

Tveir sérstakir matsfundur helgaður hópavinnu starfsmanna þar sem hver hópur ræðir um og vinnur með 2- 3 áhersluþætti og koma með tillögur að úrbótum. Lýsing Stjórnendur fara yfir fundaskipulag og stundaskrártímabil með einföldun að leiðarljósi. Fundað með teymum um útfærslur á verkaskiptingu, fundafyrirkomulagi, hópaskiptingum og fleira. Farið yfir með starfsfólki hvernig Mentor/Námfús getur sparað tíma. Námskeið ef þarf.

Apríl 2013

5


Verkefni Upplýsinga- og tæknimennt

Markmið Að festa í sessi öflugt þróunarstarf í skólanum varðandi upplýsingaog tæknimennt Að tryggja að sú þekking sem kennarar á unglingastigi búa yfir skili sér til annars starfsfólks í formi jafningjafræðslu.

Verkefni Jafnréttis- og kynjafræði

Lýsing Tími -Námskeið í notkun á Námfús, Skólaárið upplýsinga- og námskerfi fyrir kennara, nemendur og forráðamenn.

Mæling/Mat Áfangamat var unnið í maí 2012. Lokamat unnið með menntavísindasviði HÍ vorið 2013.

Ábyrgð Unglingateymi

Mæling/Mat Umræðufundur kennara og stjórnenda eftir námskeiðið.

Ábyrgð Stoðteymið

-Símenntun og þróunarvinna í tengslum við notkun snjalltækja í kennslu, einkum á unglingastigi, en í skólanum hefur orðið til mikil þekking á slíkum starfsháttum sem kennt er við 1:1 kennsluaðferðina („one on one“). Kennarar sækja fyrirlestra, námskeið og fara í kynnisferðir jafnt innan sem utan lands.

Markmið Lýsing Tími Að kynna fyrir -Námskeið á vegum SFS í febrúar Febrúar kennurum hvernig sem allir kennarar skólans sækja. 2013 best er að standa að fræðslu til nemenda um þessi málefni

6


Verkefni Umgengni og agamál

Markmið Lýsing Tími Að bæta umgengni og -Kynna fyrir kennurum nýjan Skólaárið aga í skólanum verkferil skólans og ferilmöppur varðandi þá nemendur sem eiga erfitt með að fara eftir viðmiðum skólans varðandi skólasókn, sjálfsögun og samskipti. -Sérkennarar inni í teymum hvetja kennara til að vinna samkvæmt verkferlunum. -Að halda vel utan um allar skráningar varðandi nemendur sem eiga í aðlögunarvanda. -Senda yfirlit yfir skólasókn nemenda heim einu sinni í mánuði. -Teymi halda utan um fjölda og eðli þeirra nemendamála sem unnið hefur verið með.

Mæling/Mat Borinn saman fjöldi skráninga í hverju teymi á þriggja mánaða fresti yfir veturinn.

Ábyrgð Stjórnendateymi

Huglægt mat starfsfólks.

7


Verkefni Samskipti – JafningjafræðslaHópefli

Markmið Að auka fagvitund og vellíðan starfsfólks

Lýsing Tími -Öðru hverju í vetur munu teymin fara yfir og miðla til hinna hvað það Skólaárið er sem þau telja áhugaverðast að gerast hjá sínu teymi. Með þessu er stuðlað að því að jafningjar kenni hverjir öðrum og að í skólanum myndist heildstæð þekking á því sem unnið er að hverju sinni. Á þann hátt er einnig leitast við fylgja eftir þeirri skólaþróun sem verið er að vinna að í hverju teymi.

Mæling/Mat Starfsmannasamtöl vorið 2013

Ábyrgð Stjórnendateymi

-Virku starfsmannafélagi haldið úti -Hópeflisferð í Þórsmörk og ganga yfir Fimmvörðuháls. -Hreyfistund er á hverjum föstudegi kl. 15:00 – 16:00 í íþróttasal skólans og geta allir starfsmenn nýtt sér tímann.

8


Verkefni Hver erum við Nærum andann:

Verkefni Skyndihjálp og öryggismál

Markmið Að bæta og efla liðsandann

Markmið Að auka öryggi nemenda og starfsfólks

Lýsing Fyrirlestrar sem miða að því að vinna með skólamenninguna þar sem áhersla er lögð á að bæta og efla liðsandann.

Lýsing Skyndihjálp: Á starfsdegi 13. nóvember fer allt starfsfólks skólans á skyndihjálparnámskeið en auk þess verður sérstakt námskeið fyrir íþrótta- og sundkennara, þar sem þeim er skylt að þreyta hæfnispróf vegna réttinda varðandi sundkennslu.

Tími

Mæling/Mat

Vor 2013

Tími September og október 2012

Ábyrgð

Starfsmannaviðtöl

Mæling/Mat Umsjónarmaður fer yfir málin á starfsmannafundi í byrjun desember

Stjórnendateymi

Ábyrgð Umsjónarmaður

Öryggismál: Starfsmönnum sem koma að öryggismálum í skólanum fara á haustdögum á námskeið um öryggi á vinnustað á vegum Vinnueftirlits ríkisins Brunavarnir æfing október 2012

9


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.