Skólinn minn 1. - 2. bekkur

Page 1

Smiðjuskýrsla 2012-2013

Skólinn minn 1. -2. bekkur 31. október – 29. nóvember

norðlingaskóli


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

Innihald 1. Inngangur .......................................................................................................................................2 1.1.Smiðjustjóri ...............................................................................................................................2 1.2. Umsjónarmenn smiðjunnar ......................................................................................................2 1.3. Smiðjutímabil ...........................................................................................................................2 1.4 Staðsetningar ............................................................................................................................2 1.5. Hópaskipting ............................................................................................................................2 2.

Markmið .....................................................................................................................................2 2.1. Yfirmarkmið .............................................................................................................................2 2.2. Markmið viðfangsefna/verkstöðvar ..........................................................................................3 2.3. Námsefni/námsgögn ................................................................................................................4 2.4. Orð og hugtök ..........................................................................................................................5 2.5. Kennsluaðferðir........................................................................................................................6 2.6. Afrakstur, úrvinnsla og skil........................................................................................................7 2.7. Samþætting námsgreina...........................................................................................................7

3. Framkvæmd ....................................................................................................................................7 4. Námsmat ...................................................................................................................................... 11 5. Foreldrasamfélagið ....................................................................................................................... 11 6. Samantekt..................................................................................................................................... 11 6.1. Hvað gekk vel ......................................................................................................................... 11 6.2. Hvað mætti betur fara ............................................................................................................ 11 6.3. Hugmyndir fyrir næstu smiðju/framkvæmd ............................................................................ 11

1


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

1. Inngangur Lýsing á smiðjunni

1.1. Smiðjustjóri Nafn: Þórrún Þorsteinsdóttir

Smiðjustjóri sér um að smiðjuskýrsla sé unnin í undirbúningi smiðjunnar (1. – 5. liður smiðjuskýrslu). Smiðjustjóri sér um að safna saman gögnum, smiðjulýsingum og mati eftir að smiðjutímabili lýkur. Hann sér um að gera samantekt um framkvæmd smiðjunnar og gengi hennar að smiðju lokinni (6. liður).

1.2. Umsjónarmenn smiðjunnar Bryndís Braga, Bryndís Valdimars, Guðrún Birna, Guðrún Kristinsdóttir, Lilja Hauksdóttir, Jón Páll, Þórrún Þorsteinsdóttir.

1.3. Smiðjutímabil 31. október til 24. nóvember

1.4 Staðsetningar Lundur, Frístund, Eldhús, Sandvík, Hænuvík, Reykjavík , Grund og skólalóð.

1.5. Hópaskipting Fimmskipting nemendahóps, 22-23 nemendur í hverjum hóp.

2. Markmið Að nemendur kynnist skólabyggingunni, skólalóðinni og nánasta umhverfi skólans.

2.1. Yfirmarkmið Markmið sem koma fram á vitnisburðarblaði.  Að nemendur læri að þekkja skólann sinn, nágrenni hans og leiðir til að efla

samskiptafærni sína.

2


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

2.2. Markmið viðfangsefna/verkstöðvar

Skólinn minn Markmið eftir verkstöðvum

Myndverk Listir í lundi

Yfirmarkmið  Nemendur vinni myndverk tengt þemanu Skólinn minn.  Nemendur læri að þekkja hin fjölbreyttu rými skólans. Undirmarkmið:  Geti unnið eftir munnlegum fyrirmælum kennara sem voru studd umræðum og myndarýni.  Nemendur þjálfist í notkun efnisveitu og frágangi á henni að vinnu lokinni.  Nemendur þjálfist í að nota skæri.  Nemendur noti collage- tækni þ.e. bæði teikningu og klippimyndir í verkefni sitt.

Sandvík

Mælingar

Frístund Hverfið mitt Útikennslahænuvík

Náms - og starfsráðgjöf

Að nemendur:  fái innsýn í skólastarfið og kynnist ólíkum hlutverkum innan hans.  læri og sjái að við erum öll hluti af skólasamfélaginu þrátt fyrir þessi ólíku hlutverk. Við berum öll einhverja ábyrgð innan skólans.  kynnist skólabyggingunni undir leiðsögn kennara.  skilji mikilvægi þess að vera hluti af hópi. Að nemendur  áætli og mæli lengdir með einföldum mælitækjum  kynnist óstöðluðum mælieiningum ( faðmur, fet, blýantur, grein)  kynnist mælieiningunni metri og sentímetri  þjálfist í ágiskun og skráningu mælinga og noti til þess hlutbundin gögn Að nemendur  Kynnist svæði frístundar og heimilisfræðistofu  Eigi notalegan stund við bakstur Að nemendur  þekki hverfið sitt og helstu örnefni í nálægðinni  geti merkt inn á kort leiðina í skólann  þekki höfuðáttirnar fjórar  kynnist og þekki skólalóðina sína  þjálfist í talningu á hlutum á skólalóðinni og inni í skólastofu  kanni skólahúsnæðið að utan, geti sagt til um einstök rými skólans utanfrá  velji sér stað á skólalóðinni þar sem þeim líður vel á  geti teiknað það sem þeir sjá út um glugga Að nemendur:  kynnist starfi náms- og starfsráðgjafa og helstu áherslum náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum  virði og átti sig á tilgangi leikreglna í mannlegum samskiptum  læri leiðir til að efla samskiptafærni sína sem felur meðal annars í sér: færni í samvinnu; að sýna tillitssemi; að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum; að setja sig í spor annarra; að hlusta á aðra; og sýna kurteisi  geri sér grein fyrir að ekki eru allir eins og bera virðingu fyrir sérstöðu annarra.

3


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

2.3. Námsefni/námsgögn

Skólinn minn Námsefni/námsgögn Myndverk Listir í lundi

            

skólaBók Sandvík

mælingar

Frístund Hverfið mitt Útikennsla hænuvík

Náms- og starfsráðgjöf

Myndavél til að mynda hin ýmsu rými skólans. Tölva og skjávarpi til að sýna myndirnar. Karton Blýanta Strokleður Svartir þykkir tússpennar Trélitir Límstifti Skæri Tímarit Ljósrit Satínborði sem var saumaður á, af kennara (til að loka myndinni) Band og perlur sem var saumað á, af kennara til að herbergið myndaðist.

 A4 litaður kartonpappír (nemendur velja sinn lit) í bókarkápu.  4 x A4 bls sem eru brotnar saman og heftaðar inní lituðu bókarkápuna.  Blýantar til að skrifa.  Trélitir til að teikna myndir.  Flettitafla,  Blöð  Tússtöflur ( til að skrá mælingar)  Tússlitir  Blýantar  Greinar  Mælibönd/metrabönd  Tommustokkur  Bönd og klemmur  Sentíkubbar  Bakstursáhöld            

Kartonpappír til að brjóta bókina Áttaviti Hvítur pappír Glærur Neocolor litir Blýantur Band (garn) Svartur penni Skæri Ævintýri H.C. Andersen Sykurpappír Neon-color litir

4


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

2.4. Orð og hugtök

Skólinn minn Orð og hugtök Myndverk Listir í lundi Bók Sandvík Mælingar Reykjvík

Frístund Hverfið mitt útikennsla

Náms- og starfsráðgjöf

             

mæling lengdir fet hænuskref lengdarmæling ágiskun metri sentímetri tomma faðmur alin Gaman saman

                

hverfi skólalóðin landakort höfuðátt talning skólinn húsnæði uppáhaldsstaður gluggalistaverk örnefni götur myndavél tölva/smartborð Allir eru einstakir Samvinna Hlustun Jafnrétti

5


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

2.5. Kennsluaðferðir

Skólinn minn Kennsluaðferðir 

Myndverk Listir í lundi

Útlistunnar kennsla (Útlistunarkennsla byggist á því formi

að kennarinn miðli þekkingu, útskýrir, ræðir ólíkar leiðir, lausnir, sjónarhorn eða veki til umhugsunar) Umræður og spurnaraðferðir (Þessi kennsluaðferð byggist á

því að kennarinn beitir spurningum eða öðrum aðferðum við að skapa umræður um tiltekin viðfangsefni. Þegar umræðuog spurnaraðferðum er beitt er mikilvægt að uppröðun í skólastofunni sé þannig að nemendur sjái hver framan í annan. Heppilegt er að sitja í hring eða skeifu.)  Þemanám (Markmið að virkja nemendur til skapandi starfa, auka hugmyndaflug þeirra og færni til sköpunnar.)

Bók Sandvík mælingar Frístund Hverfið mitt

Náms- og starfsráðgjöf

    

Fyrirlestur og sýnikennsla Samræður Verkleg vinna Hópastarf þar sem verkefnið er að búa til pizzu saman

       

Samræður einstaklingsvinna við bókagerð skapandi vinna verkleg kennsla Sýnikennsla hópverkefni Samræður Einstaklingsverkefni  hópverkefni

6


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

2.6. Afrakstur, úrvinnsla og skil

Skólinn minn Myndverk Bók Mælingar Frístund Hverfið mitt Náms- og starfsráðgjöf

 Myndverk af skólanum  Bók  Skráning  Munnleg skil  Pizzur  Nemendur búa til bók með viðeigandi verkefnum í .  Nemendur teiknuðu allir mynd um ævintýrið „Litli ljóti andarunginn” . Myndirnar hengdar upp á gangi nokkurn veginn í tímaröð og mynda eina heild.

2.7. Samþætting námsgreina Stærðfræði (mælingar), samfélagsfræði (skóla umhverfið), íslenska (skráning og ritun mælinga), lífsleikni (samskipti).

3.Framkvæmd Upplýsingar um hvað sé gert vikulega á hverri verkstöð

3.1. Myndverk - Listir í Lundi 1. lota: Nemendum safnað saman við töflu og saman skoðuðum við ljósmyndir af skólanum bæði að utan og innan. Lögð var áhersla á að skoða vel form og liti og rifjaðir upp frumlitir og helstu litablöndur. Verkefnið var lagt inn með sýnishorni og útskýrt til hvers var ætlast og hvernig farið væri að. Kartonið átti að verða að einskonar herbergi sem væri skólinn að utan en staður í skólanum að eigin vali, að innan. Efnisveitan kynnt þar sem allt sem maður þurfti var og þangað átti maður að sækja sér áhöld og efni og skila aftur á sinn stað. 2. lota: Byrjað var á að teikna skólann að utan og lögð áhersla á liti og form sem áður voru skoðuð. Gluggar voru litaðir í frumlitunum með trélitum og að lokum farið ofan í allar blýantslínur með tússpennum. 3. lota: Ljósritaðar voru myndir af kennurum og starfsfólki skólans. Hver nemandi valdi sér svo eitt höfuð sem límt var á annað blað og líkami og útlimir teiknaðir. Fígúran var svo klippt út og límd inn í rýmið. Nú var haldið áfram við að teikna og klippa út og líma inni í rýmið.

7


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

4. lota: Nú var unnið að að klára að líma allt og lita, strika ofan í blýantslínur með tússpenna og snurfusa. Þeir sem voru búnir skrifuðu aftan á verkið sitt staðinn sem þeir höfðu valið, eins og Glym, Mörk, íþróttahúsið eða annað.

3.2. Bók Sandvík Lota 1 og 2 Nemendur safnast saman í heimakrók þar sem gert er manntal. Í heimakrók er síðan farið í umræður um skólann og ólík hlutverk okkar allra innan hans. Ræðum líka hvernig þessi hlutverk vinna saman að því að búa til gott samfélag þar sem allir eru jafnir og þar sem við getum öll fengið að koma óskum okkar á framfæri. Kennari útskýrir fyrir nemendum hvernig framhaldið á smiðjunni verður og til hvers er ætlast af nemendum í vinnunni sem þar fer fram Þegar umræðum er lokið þá fer hópurinn í skoðunarferð um skólann til að skoða starfsemina, fólkið og það sem er innan skólans og einkennir hann sem slíkan. Förum m.a. og skoðum skrifstofuna hjá Sif og Öllu, skoðum kennara og nemendur á rýmum annarra aldurshópa, skoðum eldhúsið, aðstöðu húsvarðar, Listir í lundi, bókasafnið, íþróttahúsið o.s.frv. Þegar komið er inn á rými aftur þá eru nemendur minntir á hvernig vinnu skal háttað í smiðjunni þ.e. að búa til bók um skólann okkar, velja orð, teikna, lita og skrifa setningar. Aðeins eitt skipti náðum við ekki að fara í heimakrók heldur fór hópurinn beint í mat og var þá þessari vinnu haldið áfram í lotu 2. Í heimakrók eiga allir nemendur að rétta upp hendi og segja það sem þeim finnst vera innan skólans og einkenna hann sem slíkan. Þau mega nefna húsbúnað, fólkið innan skólans og hlutverk þeirra. Orð sem nemendur nefndu eru m.a. húsvörður, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, kennarar, Listir í Lundi, íþróttir, frístund, skólataska, húsgögn, pennaveski, dans, eldhús, kokkur, tónmennt, skólaliði, stuðningsfulltrúi, bókasafn. Nemendur eiga allir að velja sér 6-12 orð sem þeir skrifa svo í sína bók. Þegar þau eru búin að skrifa orðin þá mega þau teikna við orðið sem þeir völdu sér t.d. nemandi sem valdi að skrifa kennari hann teiknar mynd af kennara og skrifar jafnvel hvað kennarinn heitir. Þegar þessu er lokið þá er myndin lituð. Í framhaldi af þessu eiga/mega nemendur skrifa hvaða hlutverki orðið sem þeir völdu að skrifa um gegnir innan skólans og hvað hann gerir. Sem dæmi kennari, hann kennir nemendum, hann lærir með nemendum. Aðalatriðið er að nemendur velji sjálfir hvað þeir vilja skrifa við sitt orð og sína mynd. Kennari skrifar setningarnar þeirra á blað og þeir fá að skrifa eftir ef þörf er á. Framan á bókarkápuna eiga allir að skrifa heiti smiðjunnar; skólinn minn. Lota 3 og 4 Nemendur vinna í bókunum. Klára að lita og skrifa setningar (þeir sem vilja og ná að klára). Ekki allir sem ná að klára þar sem þau eru misgóð í að skrifa orð. Smiðja endar í heimakrók þar sem umræður fara fram um hvað við lærðum á smiðjunni og hvort allir hafi skilið það sem til var ætlast. Allir nemendur heilsa þeim sem situr við hliðina á og þakka fyrir smiðjuna 

8


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

3.3. Mælingar 1. Lota: Þankahríð um mælingar; hvað er hægt að mæla í skólanum, skráð á flettitöflu. Mælingar á skólalóð með óstöðluðum mælieiningum og mælingar skráðar á tússtöflu. Samvinna nemenda í pörum sem mynduðust eftir leik, Handabönd. 2. Lota: Niðurstöður mælinga kynntar og skráning skoðuð. Mælingar óstöðluðum mælieiningum s.s. faðmar, hænuskref, blýantar og tússlitir, í skólastofu og fyrir utan á göngum. 3. Lota: Staðlaðar mælieiningar kynntar, metri og sentímetri. Mælingar á skólalóð í metrum, skráning mælinga. Nemendur unnu saman tveir til þrír. 4. Lota: Niðurstöður mælinga kynntar. Svæðavinna,þ.s. nemendur mældu sjálfan sig, skólastofu, hluti í skólastofu og ýmsa staði í skólanum.

3.4. Hverfið mitt Kennari er búinn að útbúa bókina fyrirfram fyrir nemendur, líma inn kortin sem notuð eru og útbúa pappírsbrot/myndaramma. 1. lota Eftir nafnakall er verkefni smiðjunnar kynnt fyrir nemendum, bókin sýnd sem nem eiga að gera og farið í hverja síðu fyrir sig fyrri daginn og svo seinni daginn. Farið í yfirheitið Skólinn minn, farið í kynningu á Hverfinu mínu, nem spurðir út í hvað þeim dettur í hug þegar við tölum um Hverfið okkar. Skoðum á smart töflu kort af hverfinu okkar ja.is

Skoðum Norðlingaskóla á kortinu, veltum fyrir okkur sérstöðu hverfisins þ.e. skólinn er miðja hverfisins, skoðum allar götur og nemendur skoða hvar þeirra gata er og hvaða leið nemendur ganga í skólann sinn, hvað eiga allar götur sameiginlegt (enda á –vað), skoðum hvar áin liggur Bugða, skoðum vötnin í nálægðinni Elliðavatn/Rauðavatn. Því næst skoðum við kort af heimsíðu skólans sem er teikning af skólalóðinni, sjá hér http://www.nordlingaskoli.is/images/stories/pdf/adbunadur/baeklingur_nordlingaskoli_lod.pdf Farið í öll atriði skv teikningunni og nem ræða hvort allt er komið og/eða ef það vantar eitthvað þar sem skólalóðin er enn í bígerð. 9


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

Nemendur fá bókina afhenda og eiga að merkja hana, skreyta forsíðu, finna götuna síða og merkja inn leiðina í skólann. 2. lota Hópurinn hittist eftir frímínútur úti á fyrirfram ákveðnum stað. Eftir nafnakall er farið í rannsóknarleiðangur um skólalóðina, höfuðáttirnar fjórar eru ræddar og útskýrðar vel fyrir nemendum, (áttaviti notaður) skólahúsið er skoðað utanfrá allan hringinn, valinn er uppáhaldsstaður hvers og eins á skólalóðinni og mynd tekin af nemendanum, (sett svo í rammann í bókinni), nokkur talningaverkefni framkvæmd í litlum hópum á skólalóðinni og innandyra þegar komið er inn. 3. lota Vinna í bókinni er áframhaldið í þessari lotu, þau verkefni kláruð og myndskreyting í bókinni komið sem lengst áfram að undanskildri síðustu bls sem er gluggaverkefnið sem unnið er í síðustu lotunni. Þessar eru bls. Í bókinni sem nemendur gera o o o o o

o

Forsíða, merkja, myndskreyta, skrifa Hverfið mitt með neocolor litum, merkja inn gönguleiðina í skólann Líma inn kort af skólalóðinni sem er í minni útgáfu en á heimasíðu skólans, nem lita skólahúsið í lit og myndskreyta síðuna, skrifa Skólalóðin mín með litum. Nem líma inn blað sem sýnir talningu á skólalóðinni s.s. rólur, ljósastaurar, bílar á bílastæði, fánastangir, stórir steinar, nem í stofu, stólar í stofu og snagar svo eitthvað sé nefnt. Nemendur búa til sinn eigin áttavita og merkja inn höfuðáttirnar fjórar, N S A V og nem eða kennari skrifar Áttirnar fjórar, myndskreyta í kring Nemendur líma inn myndarammann sem kennari hefur búið til í pappírsbroti, hann má myndskreyta og síðuna í kring, kennari skrifar Uppáhalds staðurinn á skólalóðinni og límir svo inn myndina af nemendanum eftir á. Ég sé……….gluggaverkefnið fína. Kennari er búinn að skera hvítt blað og glæru í sömu stærð út. Nem fara í gluggann og teikna það sem þeir sjá á hvítt blað. Festa svo glæru á hvíta blaðið og lita með neocolour litum myndina, en á glæruna sjálfa ekki hvíta blaðið. Lítið gluggalistaverk, hún svo fest aftan á bókina og band undir svo hægt sé að loka bókinni.

4. lota Nemendur fara í strákaröð og stelpuröð í fylgd kennara upp á bókasafn. Kennari raðar nemendum í gluggana ílöngu og nemendur eru beðnir að skoða vel það sem þeir sjá og bendir þeim á að skoða ekki einungis skólalóðina heldur skoða lengra, sjáum við fjöll, er snjór eða ekki o.þ.h. Eftir það er farið aftur í stofu og nemendur festa glæruna með límbandi á hvíta blaðið sem þau voru búin að teikna á, framan á og eiga að lita með klessulitunum myndina sína, á glæruna ekki á hvíta blaðið. Mjög skemmtilegt verkefni og öllum fannst þetta skemmtilegast að fara í töfragluggana.

10


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

3.5. Náms- og starfsráðgjöf Náms- og starfsráðgjafi vann smiðjuna í samstarfi við frístundaheimilið. Nemendum var skipt í þrjá hópa og kom einn hópur í einu til náms- og starfsráðgjafa (6-8 nemendur saman) í eina lotu, þ.e. í þrjár lotur í hverri viku. Nemendur komu á vinnusvæði náms- og starfsráðgjafa þar sem kynnt var starf náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum og hvaða reglur gilda þar: við hlustum á hvert annað; einn talar í einu; allir mega fá orðið; og enginn verður að tala. Að því loknu var lesin hluti af sögunni „Litli ljóti andarunginn” þar sem fjallað er um líðan þeirra sem verða fyrir aðkasti á leiksvæði vegna útlits. Nemendur unnu síðan litla mynd og á meðan var haldið áfram að fjalla um samskipti og hvernig við eigum að koma fram við hvert annað og virða það að allir eru einstakir.

4. Námsmat Mikilvægt er að búið sé að ákveða hvernig mat fer fram áður en smiðja hefst eða í undirbúningi smiðjunnar. Nemendur eiga að fá kynningu á því hvernig námsmati verði hagað í kringum smiðjuna strax upphafi. Í námsmati nemenda á að koma fram einkunn og umsögn.

Myndverk: Byggt á símati kennara á námstímanum, verk metin og umsagnir gefnar.

Hverfið mitt: Kennari fylgist með virkni nemanda og gefur umsögn Mælingar: Virkni og áhugi nemenda

5. Foreldrasamfélagið Upplýsingar til foreldra um smiðjuna/þátttaka foreldra Upplýsingar til foreldra í gegnum föstudagspóst

6. Samantekt

6.1. Hvað gekk vel 6.2. Hvað mætti betur fara 6.3. Hugmyndir fyrir næstu smiðju/framkvæmd

11


2012- Smiðjuskýrsla 2013

Norðlingaskóli

7. Afrakstur

Afrakstur stöðvar hjá náms- og starfsráðgjafa:

12


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.