Sveitarfélög skulu tryggja að sérfræðiþjónusta sé veitt í grunnskólum, ákveða fyrirkomulag hennar og stuðla að því að hún fari fram innan grunnskóla. Í sérfræðiþjónustu felst annars vegar stuðningur við nemendur og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðningur við starfsemi grunnskóla og starfsfólk þeirra.
Samstarf við foreldra Í Norðlingaskóla er litið svo á að vinna með nemendur sé sameiginlegt viðfangsefni foreldra og starfsfólks skólans enda eru foreldrar sérfræðingar í börnum sínum og starfsfólkið í námi og kennslu. Því er gert ráð fyrir því að foreldrar hafi sem mest um nám og umhverfi barna sinna í skólanum að segja og að samstarf þessara aðila sé sem allra best.
Í grunnskólum skal frá upphafi skólagöngu nemenda unnið að forvarnastarfi með skimunum og athugunum á nemendum til að tryggja þeim kennslu og námsaðstoð við hæfi. Auk þess skal fara fram greining á nemendum sem eiga í sálrænum eða félagslegum erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra. Allar athuganir á vegum skóla sem varða einstaka nemendur skulu gerðar í samráði við og með samþykki foreldra og óheimilt er að taka gjald fyrir slíkar athuganir. Greina skal foreldrum frá niðurstöðum slíkra athugana.
Lög um grunnskóla, Menntamálaráðuneytið 2008
norðlingaskóli Sími: 411-7640 Netfang: nordlingaskoli@reykjavik.is Heimasíða: http://www.nordlingaskoli.is Gert í ágúst 2012
norðlingaskóli
Stoðþjónusta
Um stoðþjónustu í grunnskólum
stuðnings - og sérkennsla Í Norðlingaskóla er litið svo á að öll kennsla eigi að vera sérkennsla, enda skuli reynt eftir fremsta megni að tryggja að námsaðstæður og námsefni henti ávallt getu og áhuga hvers og eins nemanda. Í þessu tilliti eru því allir kennarar „sér“ kennarar. Lögð er áhersla á að þekking og færni nemandans verði til við vinnu hans og að útkoman úr námsferlinu geti verið breytileg, einstaklingsbundin og ekki alltaf fyrirsjáanleg. Til að ná því markmiði að veita hverjum og einum nemanda kennslu við hæfi leggur skólinn metnað sinn í að hafa yfir að ráða góðum og breiðum hópi fagfólks. Hlutverk þessa fólks er að taka þátt í teymisvinnu og vera þátttakendur í aðlögun námsaðstæðna og námsefnis fyrir hvern og einn nemanda eða nemendahópa. Fimm sérkennarar starfa við Norðlingaskóla og bera ábyrgð á að framfylgja stefnu Norðlingaskóla í sérkennslumálum og sjá um ráðgjöf til nemenda, aðstandenda og starfsfólks.
móttaka nemenda af erlendum uppruna Í Norðlingaskóla eru það aðstoðarskólastjóri, sérkennari og umsjónarkennari nemandans sem eru í móttökuteymi skólans. Þeir kennarar sem koma til með að koma á einhvern hátt að skólagöngu nemandans bera ábyrgð á því að kynna sér og undirbúa komu nemandans. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans.
Náms- og starfsráðgjöf Náms- og starfsráðgjöf er í eðli sínu forvarnarstarf og meginmarkmið er að veita nemendum faglega þjónustu og ráðgjöf í málum sem tengjast námi þeirra, framtíðaráformum og samskiptum og líðan í skólanum. Allir nemendur og foreldrar þeirra eiga kost á að snúa sér til náms- og starfsráðgjafa og geta komið eða hringt milliliðalaust eða beðið fyrir skilaboð á skrifstofu skólans. Náms- og starfsráðgjafi heldur utan um samstarf við næsta skólastig og vinnur að því að flutningur milli skólastiga sé vel undirbúinn. Stefnt er að því að allir nemendur eigi greiðan aðgang að náms- og starfsráðgjafa sem er trúnaðarmaður þeirra og málsvari. Náms- og starfsráðgjafi í Norðlingaskóla er Guðrún Helga Kristinsdóttir.
skólaheilsugæsla Heilsugæsla í Norðlingaskóla heyrir undir Heilsugæsluna Árbæ. Viðverutími í skólahjúkrunarf r æ ð in g s í s k ó la n u m e r sveigjanlegur eftir þeim verkefnum sem í gangi eru hverju sinni en ritari skólans hefur upplýsingar um viðverutíma og tekur skilaboð til hjúkrunarfræðings ef hann er ekki við. Einnig er hægt að senda tölvupóst á nordlingaskoli@heilsugaeslan.is. Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/ forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Skólahjúkrunarfræðingur í Norðlingaskóla er Þorbjörg Edda Björnsdóttir.
Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Þjónustumiðstöðin er fyrir íbúa Árbæjar og Grafarholts og er í samstarfi við Norðlingaskóla. Starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar leggur áherslu á að styrkja hvers kyns hverfastarf og forvarnarstarf í samvinnu við íbúa, félagasamtök og aðra þá sem vilja láta til sín taka. Á þjónustumiðstöðinni eru veittar upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar en meðal þjónustu sem veitt er má nefna sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, ferðaþjónustu fatlaðra og félagslega ráðgjöf. Þar er einnig hægt að sækja um ýmis úrræði sem Reykjavíkurborg býður upp og má t.d. nefna liðveislu, tilsjón, stuðningsfjölskyldur, unglingasmiðjur o.fl. Hægt er að skila öllum umsóknum um þjónustu borgarinnar til þjónustumiðstöðvarinnar sem ber ábyrgð á því að koma þeim í réttar hendur innan borgarkerfisins. Þjónustumiðstöðin er staðsett á Hraunbæ 115, 110 Reykjavík og er opin kl. 8:20-16:00 alla virka daga. Sími: 411-1200 Netfang: arbaer-grafarholt@reykjavik.is Heimasíða: http://www.arbaer.is.
Viðbragðsáætlanir í norðlingaskóla Markmið viðbragðsáætlana eru að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð þegar til nauðsyn krefur. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans. Viðbragðsáætlanir í Norðlingskóla eru: Viðbrögð við einelti. Viðbrögð við áföllum og slysum. Viðbragðsáætlun vegna veðurs. Viðbragðsáætlanir vegna öskufalls.