NORÐLINGASKÓLI Símar: 411-7640 / 664-8445 / 664-8446 Netfang: nordlingaskoli@reykjavik.is Heimasíða: http://www.nordlingaskoli.is
Viðbrögð við slysum Nokkrir almennir punktar Með slysi er átt við atburð eða óhapp sem nemendur eða starfsfólk skólans verður fyrir á skólatíma, í ferð á vegum skóla eða félagsstarfi á vegum skóla og veldur líkamsmeiðingum eða sálarangist. Mikilvægt að hafa í huga Höldum ró okkar. Slysið er orðið og því verður ekki breytt. Með yfirveguðum viðbrögðum getum við dregið úr skaðanum. Hreyfum aldrei þann sem hefur slasast nema öruggt sé að það sé í lagi. Ávallt þarf að hafa samband við foreldra ef barn verður fyrir slysi. Meginreglan er sú að foreldrar fari með börn sína á heilsugæsluna, slysadeild eða til læknis. Náist ekki í foreldra fer starfsfólk skólans með barninu en ekki á eigin bíl. Annað hvort í leigubíl eða sjúkrabíl. Vanda þarf sérstaklega vel til símtalsins við foreldra og gæta þess að gera fólk ekki óþarflega hrætt eða óöruggt. Almennt er best að sá sem sinnir barninu hringi í foreldrana en þó getur verið í einstökum tilvikum að einhver annar hringi í foreldrana oftast þá umsjónarkennari eða skólastjóri. Sá starfsmaður sem fyrstur kemur á vettvang: Metur aðstæður Kallar eftir aðstoð og sinnir bráðahjálp eftir þörfum Skráir slys á þar til gert eyðublað
Hvenær á að óska eftir að lögregluskýrsla sé gerð? Slys sem verða í dag geta haft ófyrirséðar afleiðingar í framtíðinni. Komi síðar upp dómsmál vegna slysa í skóla er mikilvægt að lögregluskýrsla sé til staðar vegna atburðarins. Sé hringt á sjúkrabíl vegna slyss í Reykjavík kemur lögregla ávallt með og gerir lögregluskýrslu. Í öðrum tilvikum þarf að huga sérstaklega að þessu.
Samkvæmt leiðbeiningum frá Lýðheilsustöð þá ætti að láta gera lögregluskýrslu þegar eftirfarandi er til staðar: Höfuðhögg. Greining heilahristingur, brot á höfuðbeinum, blæðing í höfuðkúpu, bjúgur eða annað alvarlegt. Alvarlegir augnáverkar Brunaslys ef meira en 8-10% af líkamanum eru brennd og sár eru djúp. Alla tannáverka þar sem fullorðinstönn skaddast. Öll beinbrot Alvarlegri klemmuáverkar þar sem t.d. fingur fer af eða hangir á húðpjötlu. Öll alvarleg slys t.d. áverkar á innri líffæri, drukknun og umferðarslys. Oft liggur ekki fyrir þegar barn fer úr skólanum hver greiningin verður og því er mikilvægt að foreldrum sé kynnt mikilvægi þess að fá lögregluskýrslu. Barn sem fær höfuðhögg og fer heim sýnir oft ekki einkenni alvarlegra áverka fyrr en heim er komið og þaðan fer það á bráðamóttöku. Það sama á við um beinbrot. Við erum ekki viss um brot í mörgum tilvikum þegar barnið fer á bráðamóttöku. Því er mjög mikilvægt að foreldrar séu upplýstir um mikilvægi þess að lögregluskýrsla sé gerð. Samkvæmt lögum og reglugerðum er skólastjóri ábyrgur fyrir þessu þegar um ofangreind atriði er að ræða.
Eftir slysið
Öll slys ber að skrá á þar til gerð eyðublöð sem eru í sérstakri möppu hjá ritara. Sá sem sinnir þeim slasaða ber ábyrgð á að fylla út blaðið og koma því til ritara skólans. Ritari skólans varðveitir slysaskráningarblöð og þeim ber að skil hans. Ritari gerir skólastjóra viðvart um öll slys þar sem nemendur eru sendir á heilsugæslustöð, slysadeild eða til læknis. Skólastjóri kallar saman áfallaráð ef ástæða er til. Áfallaáætlun virkjuð Starfsmenn og nemendur eru upplýstir um málið ef ástæða er til. Skoða orsakir slyssins og laga slysagildruna. Læra af mistökunum.
Ekki er nauðsynlegt að skrá minniháttar hrufl eða smáskeinur.