Vestfirðir - Sumarið 2018

Page 1

SUMARIÐ 2018


This is your chance to experience the life in a small fishing village in the Westfjords In this tour, with a local English speaking guide, you will walk and wander slowly and learn about the live and history of a small fishing village in the Westfjords. You will get to taste some delicious seafood samples and visit the local fish manufacturing plant where you will learn why and how Iceland’s first class export product can be on your domestic dinner plate just 36 hours after leaving the ice-cold Atlantic ocean water.

TO BOOK send us your names and arrival date to fisherman@fisherman.is

450 9000 • fisherman.is

fishermaniceland

fisherman iceland


Ávarp ritstjóra

Hvað er fólkið að gera? Ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg á Vestfjörðum sem annarsstaðar. Hingað flykkist fólk til að njóta með okkur sem hér búum landsins gæða og þeirra kosta sem hér finnast. Þrátt fyrir að flest störf við ferðaþjónustuna séu bundin við sumartímann, eru það sífellt fleiri sem hafa af henni atvinnu árið um kring og stöðugt bætast við fleiri spennandi kostir í veitingum, gistingu og afþreyingu. Heimamenn og gestir tengjast í gegnum þjónustuna sem veitt er og er einhver vinsælasta spurningin í eyrum gestgjafanna: hvað fæst fólk hérna við? Hvað gerir fólkið og úr hverju eru samfélögin sköpuð? Samfélögin eru vissulega sköpuð af fólkinu sem þeim tilheyra og er það að stórum hluta í valdi fólksins að byggja upp það líf sem það óskar – svo lánssöm erum við sem hér búum. Þetta er auðvitað ekki eins einfalt og það hljómar – það er sjaldnast þannig þegar fólk á í hlut. Við erum manneskjur og þurfum að glíma við þau verkefni sem því fylgir, í heimi sem tekur stöðugum breytingum. Sett í hnattrænt samhengi þá höfum við það gott þegar horft er til ytri þátta. Við búum við frið og margt er eins og best verður á kosið. Þó sum sveitarfélög svæðisins glími enn við fólksfækkun er Vestfirðingum tekið að fjölga á ný eftir áratuga fólksfækkun. Bjartsýnisraddir heyrast hærri en oft áður og það er von í fólki. Á síðunum sem hér fara á eftir má lesa um vonina, bjartsýnina, draumana, samfélagið og ekki síst fólkið sjálft. Fólkið sem finnur leiðir til að gera það sem það langar og uppfylla draumana – sjálfum sér, gestum sínum og samfélögunum til heilla. Annað er lán okkar sem hér búum, hin undursamlega og óviðjafnanlega fegurð svæðisins. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að búa hér í 17 ár, í þessari atrennu, og enn koma stundir þar sem ég stoppa í sporunum, bergnumin af hafinu, fjöllunum, fuglunum og síbreytilegri birtunni. Ég skil vel að fólk vilji koma hingað og njóta fegurðarinnar. Hún er sem eldsneyti á tankinn og fara gestir til baka með áfyllingu á sálinni sem gerir verkefni hversdagslífsins á heimaslóðum viðráðanlegri. Megir þú lesandi góður njóta blaðsins og megir þú njóta sumarsins og Vestfjarða í allri sinni dýrð! Anna Sigríður Ólafsdóttir

SUMARIÐ 2018 Vestfirðir sumarið 2018 er upplýsingablað fyrir ferðafólk á leið um Vestfirði. Blaðið kemur nú út í tuttugasta og fjórða sinn og býðst án endurgjalds á viðkomustöðum ferðafólks á Vestfjörðum og víðar um landið. Útgefandi: BB Útgáfufélag ehf. Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður, Sími 456 4560, netfang bb@bb.is, veffang www.bb.is Ritstjórn og efnisvinnsla: Anna Sigríður Ólafsdóttir Ábyrgðarmaður: Gunnar Þórðarson

Ljósmyndir: Markaðsstofa Vestfjarða/Haukur Sigurðsson, Ágúst Atlason, Judith Scott og fleiri Forsíða: Hnúfubakur við Grímsey á Steingrímsfirði. Mynd: Judith Scott Umbrot og prentvinnsla: Gunnar Bjarni/Pixel ehf. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil.

3


SWIMMING POOLS

INFORMATION CENTERS

A strict etiquette applies in the public pools of Iceland. Guests are required to wash thoroughly without swimsuits before and after entering the swimming pools. These rules can usually be bent when bathing in the natural pools though, as these often lack both changing rooms and showers.

There are also numerous local information offices in the towns and villages of the Westfjords. You will find them in Patreksfjöður, Hólmavík, Bolungarvík, Þingeyri, Tálknafjörður, Hnjótur, Reykhólar and in Súðavík.

Public swimming pools can be found in almost every town and village of the Westfjords. Opening hours are usually long, the entrance cheap and more often than not there is a hot tub or two for those who prefer relaxing to swimming. Natural pools can also be found all over in the region, most of them free of charge.

WESTFJORDS.IS

The Westfjords Tourist Information Office is conveniently located in the Edinborg Culture House in Ísafjörður, some three minutes walk from both the town centre and the ferry harbor. This is also the main stop for the long-distance busses, while stops for local busses are only 2-4 minutes away.

#WESTFJORDS


Vestfirskar staðreyndir

Vissir þú að….

…að samkvæmt tölum Hagstofunnar voru Vestfirðingar 6.994 talsins 1. janúar 2018? Rétt um 2% af íbúafjölda landsins. við Ísafjarðardjúp. Á síðarnefnda staðnum má til dæmis komast í nána snertingu við jarðhitann í útilauginni sem sumir vilja kalla stærsta heita pott landsins. …undirlendi er af afar skornum skammti á Vestfjörðum og helst að finna í nokkrum fjarðarbotnum? Reykhólasveit, Barðaströnd, Rauðasandur og sveitir í Strandasýslu eru helstu undantekningar þar á, en inn á milli fjalla leynast þó líka gróðurríkir reitir. …lítið er um stöðuvötn á Vestfjörðum og að flestar ár á svæðinu eru vatnslitlar? Þó getur enginn neitað því að Vestfirðingar eiga einn af tilkomumestu fossum landsins, Dynjanda í Arnarfirði.

…einungis 11 kílómetra landræma tengir Vestfjarðakjálkann við meginlandið? Landfræðileg mörk kjálkans eru við Gilsfjörð að sunnan og Bitrufjörð að norðan, en þar á milli eru aðeins um ellefu kílómetrar. Lögsagnarumdæmi Vestfjarða nær þó allt suður á Holtavörðuheiði. …ef nátttröllunum sem þjóðsagan segir frá hefði tekist ætlunarverk sitt væru Vestfirðir eyja? Sagan hermir að þau hafi ætlað að skilja kjálkann frá landinu með því að grafa skurð á milli. Þeim entist þó ekki nóttin þetta hefur kannski verið að vori - og þegar dagaði breyttust þau í steindranga, eins og vera vill um tröll. Eyjarnar ótalmörgu á Breiðafirði, og hólmar og sker við Húnaflóa, eru leifar jarðvegsins sem tröllin mokuðu út í sjó. …frá Vestfjörðum eru aðeins um 300km yfir sundið til Grænlands, styttra en frá Hólmavík á Akureyri? Vegna nálægðarinnar hafa oftar en einu sinni, tvisvar og þrisvar hvítabirnir frá Grænlandi sótt Vestfirðina heim. …strandlengja Vestfjarða er tæpir 2.000 kílómetrar og rétt um einn þriðji hluti allrar strandlengju Íslands? …að samkvæmt tölum Hagstofunnar voru Vestfirðingar 6.994 talsins 1. janúar 2018? Rétt um 2% af íbúafjölda landsins. …á Vestfjörðum eru nú níu sveitarfélög? Talið réttsælis eru það Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvík, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð.

…Árneshreppur á Ströndum er fámennasti hreppur landsins? Samkvæmt tölum Hagstofunnar bjuggu þar samtals 43 manns 1. janúar 2018. …Látrabjarg er vestasti punktur Evrópu? Látrabjarg er líka eitt þéttsetnasta fuglabjarg veraldar. Og Vestfirðir geta svo stært sig af tveimur mikilfenglegum björgum til, nefnilega Hornbjargi og Hælavíkurbjargi á Hornströndum. …Drangajökull, á norðursvæði Vestfjarða, er fimmti stærsti jökull landsins? Hájökullinn er vinsæll til útivistar, en sprungnir skriðjöklar teygja anga sína niður í dali. Firðir og djúpir dalir eru yfirleitt það sem ferðalangar muna af Vestfjörðum, en að ofanverðu er Vestfjarðakjálkinn hins vegar gróðursnauð og jökulskafin háslétta. …jarðfræðilega eru Vestfirðir elsti hluti Íslands? Elsta berg í hraunlögum á Vestfjörðum er um 16 milljón ára gamalt, heilum þremur milljónum ára eldra en það sem elst hefur fundist á Austfjörðum. …á Vestfjörðum má finna steingervinga úr voldugum skógum sem þar uxu fyrir tíu til fjórtán milljónum ára? Loftslagið var þá heittemprað, svipað og nú er í Kaliforníu, þó erfitt sé að gera sér slíkt í hugarlund. Í hlíð Helgafells við utanverðan Dýrafjörð fannst til dæmis rauðviðarbolur sem er nærri metri í þvermál. Af öðrum viðartegundum má nefna valhnotu, beyki, hlyn, elri og vínvið. …engin eldvirkni er á Vestfjörðum og hefur ekki verið síðustu tíu milljón árin? Jarðhiti er hins vegar allvíða, en hann er einna mestur í Reykhólasveit og í Reykjanesi

…aðalheimkynni konungs íslenskra fugla, hafarnarins, eru á Breiðafjarðareyjum? Vestfjörðum tilheyrir reyndar aragrúi eyja: bróðurpartur Breiðafjarðareyja hverra Flatey er stærst og þekktust, Æðey, Vigur og Borgarey á Ísafjarðardjúpi og Grímsey á Steingrímsfirði, auk annarra smærri eyja og hólma. …að þegar harðindakaflar og hungursneyð riðu yfir þjóðina á öldum áður varð sjaldan matarskortur á Vestfjörðum? Sjórinn er matarkista Vestfjarða. Stutt er á fengsæl fiskimið, selir eru í látrum og víða er æðarvarp. Eggjatekja úr björgunum og fuglaveiði hefur líka reynst Vestfirðingum afar drjúg og satt hungur þeirra í aldaraðir. …að Vestfirðir eru tæplega einn tíundi hluti af flatarmáli Íslands? …að þjóðvegur númer eitt liggur ekki um Vestfirði? Vestfirðingar eiga hins vegar sinn eigin hringveg, með mörgum útúrkrókum sem gaman er að kanna. …að byggð lagðist af á Hornströndum, þar sem nú er Hornstrandafriðland, um miðja síðustu öld? Landshlutinn var afar harðbýll og samgöngur sérlega torsóttar. Frá Horni í Hornvík eru til dæmis tvær dagleiðir fyrir gangandi mann yfir á Hesteyri, þangað sem skroppið var eftir læknisaðstoð eða til að skila bók á bókasafnið. … að Vestfirðingar þóttu á árum áður skera sig nokkuð frá öðrum Íslendingum? Matarvenjur þeirra þóttu sérkennilegar, nafngiftirnar frábrugðnar því sem tíðkaðist annars staðar og málfarið á köflum stórundarlegt. Orðatiltækið „mjer blæðir í froðu“ ku til dæmis vera sérvestfirskt, en það mun þýða að mælanda blöskri eitthvað. 5


Vestfirðir REYKHÓLAR: 1. NORÐURSALT.......................... 9

SUÐUREYRI: 10. FISHERMAN ............................ 25

VESTURBYGGÐ: 2. FRIÐLAND Í VATNSFIRÐI........ 10

10. ACT ALONE ............................. 27

13. FJÓRHJÓLAFERÐIR ............... 40 13. SIMBI KÖFUN .......................... 43 13. GALLERÍ ÚTHVERFA .............. 44

ÍSAFJARÐARDJÚP: 11. VIGUR ...................................... 28

3. HÚSIÐ ...................................... 12 4. STAÐIR .................................... 15

SÚÐAVÍK: 14. SÆTT OG SALT ....................... 45

BOLUNGARVÍK: 12. ÁGÚST SVAVAR ...................... 33

TÁLKNAFJÖRÐUR: 5. POLLURINN ............................ 17

HORNSTRANDIR 15. HORNVÍK ................................. 46

12. HÁTÍÐABÆRINN ..................... 34

DÝRAFJÖRÐUR: 6. HLJÓÐFÆRASAFNIÐ .............. 18

ÍSAFJÖRÐUR: 13. EDINBORG ............................... 37

7. HAUKADALUR ........................ 19

13. BARA ÉG OG STELPURNAR ... 39

HÓLMAVÍK OG STRANDIR 16. SÍÐASTA HAUSTIÐ ................ 47 17. HVALASKOÐUN ...................... 49 18. SVANSHÓLL ........................... 50

ÖNUNDARFJÖRÐUR: 8. KAFFI SÓL .............................. 21

15

9. GAMANMYNDAHÁTÍÐ ............. 23

10 9 8

12 13

14

11

16 7

6

9 10

4 3

18

5

17 2

1

6


Fun facts about the Westfjords

Did you know that...

…according to the Statistics Bureau, the Westfjords had a population of 6.994 on 1 January, 2018? Just about 2% of the nations population. some areas – Reykhólar in the southeast and Reykjanes in Ísafjarðardjúp, for instance. The swimming pool in Reykjanes takes advantage of this, and has been dubbed the largest hot tub in the country. …arable land is in extremely short supply in the Westfjords? The main exceptions to this are the Reykhólar area, Barðaströnd coast, the Rauðisandur reef, and the countryside in the Strandir area. However, green areas with varied flora are to be found in between the jagged mountains. …there are very few lakes in the Westfjords, and most of the rivers are quite small? However, the area can boast one of Iceland’s most beautiful and spectacular waterfalls – Dynjandi in Arnarfjörður.

…the Westfjords peninsula is only connected to the mainland by an 11 km wide strip of land? The limits of the Westfjords are Gilsfjörður in the south and Bitrufjörður in the north. However, the Westfjords jurisdiction reaches as far south as Holtavörðuheiði moor. …according to folk lore, three night trolls once attempted to separate the peninsula from the mainland? They planned to do so by digging a canal, but grossly underestimated how time consuming the task would prove. As the night turned to day, the trolls turned to stone (as trolls are apt to do). The tale has it that the many islands of Breiðafjörður bay and the skerries in Húnaflói bay were formed by the chunks of soil and rock that the trolls dug out and flung into the sea during that fateful night. …from the Westfjords, the distance to Greenland is only about 300 kilometers? This proximity means that on several occasions, polar bears have come to visit the Westfjords, having drifted across the sea on ice floes. …the coastline of the Westfjords is around 2.000 kilometers long, and constitutes one third of the country’s coastline? …according to the Statistics Bureau, the Westfjords had a population of 6.994 on 1 January, 2018? Just about 2% of the nations population. …the Westfjords now have nine municipalities? Clockwise, these are Reykhólar municipality, Vesturbyggð, Tálknafjörður municipality, Bolungarvík,

Ísafjarðarbær, Súðavík municipality, Árnes municipality, Kaldrananes municipality and Strandabyggð. …Árnes municipality has the lowest population of all Icelandic municipalities? On January 1, 2017 it had a population of a whopping 46 people. …the magnificent Látrabjarg, one of the most densely populated bird cliffs in the world, is also Europe’s westernmost point? The Westfjords also boast two other impressing sea cliffs, Hornbjarg and Hælavíkurbjarg, in the Hornstrandir nature reserve. …Drangajökull, in the northern part of the Westfjords, is the country’s fifth largest glacier? …geologically, the Westfjords are the oldest part of Iceland? The oldest rocks found in the lava layers in the Westfjords are around 16 million years old, three million years older than rocks found on the east coast. …fossils from forests that grew in the area around 10 to 14 million years ago, have been found in the Westfjords? These massive forests grew in a climate similar to that of today’s California. The most wellknown of the fossils is a 14 million years old redwood log, around one meter in diameter, found in Helgafell mountain in Dýrafjörður. Other types of wood found in the area include walnut, beech, maple and vine. …there has been no volcanic activity in the Westfjords for the last 10 million years? However, there are geothermal springs in

…the king of Icelandic birdlife, the whitetailed eagle, mainly nests on the islands in Breiðafjörður? …a vast number of islands are part of the Westfjords? Most of the islands in Breiðafjörður belong to the area, and those are countless; literally too many to be counted. The islands Æðey, Vigur and Borgarey in Ísafjarðardjúp and Grímsey in Steingrímsfjörður are also part of the Westfjords area. …people in the Westfjords rarely went hungry, even when natural disasters struck or hardships and starvation affected the rest of the nation? The sea is the area’s main source of food. The rich fishing grounds are nearby, and seals and eiders have been very valuable to the farmers. Egg picking and bird hunting in the great cliffs have also staved off starvation for centuries. …the Westfjords peninsula constitutes around one tenth of Iceland’s whole area? …the ring road of Iceland, road no. 1, passes the peninsula by? The Westfjords have a ring road of its own, with many smaller side roads begging to be explored. …the last inhabitants left the Hornstrandir area, now a nature reserve, around 1950? Life conditions in the area were always very extreme. For example, a person in Hornvík who wanted to return a book to the library, or go to the doctor, had to undertake a two days’ walk to Hesteyri. …in the past, the people of the Westfjords were thought to be quite peculiar? Their eating habits, speech and names all differed from other parts of the country. 7


\

Velkomin i Reykhtilahrepp Unalur augans

Reykh61ahreppur spannar alla Austur-BarOastrandarsyslu eOa meira en pusund ferkil6metra. PangaO eru aOeins rumlega 200 km fra Reykjavfk og all leiOin meO bundnu slitlagi. TilvaliO aO skella ser og nj6ta hinnar einstoku natturu sem petta vfOlenda heraO hefur aO bj60a.

i Reykh61ahreppi eru kjoraOstreOur til fuglaskoOunar. FuglalffiO er rfkulegt enda Langavatn rett fyrir neOan Reykh61aporp. PorpiO vinalega a Reykh61um er 15 km fra sumarh6telinu Bjarkalundi sem flestir pekkja. A Reykh61um er frabrer 25 m utisundlaug kennd viO Gretti sterka. Bata- og hlunnindasyningin a Reykh61um gefur per kost a aO kynnast breOi reOar fuglinum og suObyrOingunum breiOfirsku a skemmtilegan hatt. i sama husi er upplysingamiOstoO sem aOstoOar ferOamenn a alla vegu. PorungaverksmiOjan a Reykh61um, sem kolluO hefur veriO natturuvrenasta st6ri0ja f heimi, nytir para og pang BreiOafjarOar f mjolframleiOslu til utflutnings en orkan er jarOhiti. A Reykh61um eru framleiddar heilsubretandi paratoflur og lfka er f boOi aO skella ser f parabaO. Heilsan er f fyrirrumi. SumariO 2018 verOur viOburOarikt f heraOinu og allir rettu aO finna eitthvaO viO sitt hrefi. Par a meOal eru batadagar, Reykh61adagar og margt fleira. Hlokkum til ao sja ykkur! reykholar.is

UpplysingamiOstoOin

UpplysingamiOstoO fer0af61ks a Reykh61um Gamla samkomuhusinu viO MariutroO (viO afleggjarann niOur i Reykh61a�orp) Simi: 434 7830 info@reykholar.is

Frekari upplysingar a www.reykholar.is 8

---·

- ---

-

•·

- -_--:-

-

.


Reykhólar

1

Norðursalt: eðalvara frá Reykhólum Norðursalt á Reykhólum framleiðir hágæða flögusalt beint upp úr NorðurAtlantshafinu og nýtir í framleiðsluna þá vistvænu möguleika sem fyrir hendi eru á staðnum. Ef saltið hefði augu og gæti vottað um uppruna sinn, gæti það tjáð að það hefði átt fallega æsku í landi, því útsýnið í Karlsey er með því fegurra sem finnst. Eyjar, hólmar og sker rísa upp úr hafblámanum og í bakgrunninum er Reykhólasveitin væn og græn. Ólafur Björn Halldórsson hjá Norðursalti tekur á móti blaðamanni í glæsilegum húsakynnum fyrirtækisins. Í móttökusalnum blasa við fallegu saltpakkningarnar sem Jónsson & Le’macks hönnuðu, þær eru gerðar úr endurunnum pappa og eru samanbrotnar án þess að nota lím eða hefti og hafa unnið til fjölda verðlauna. Umbúðirnar skarta hafmeyjunni Öldu, sem einnig prýðir einn vegg móttökunnar. Saltkaupendur hér á landi þekkja Öldu á bláum grunni af umbúðunum sem hafa að geyma hreina saltið og fást meðal annars í Bónus. Hún prýðir líka umbúðir bragðsaltsins sem fæst með bláberjum, rabarbara, lakkrís og reykt og hefur hvert bragð sinn eigin litatón á umbúðunum. Það er fjölskyldufyrirtækið Urta í Hafnarfirði sem sér um að útbúa bragðsaltið. Það má kaupa í móttökunni í Norðursalti þar sem ferðamenn reka gjarnan inn nefið, forvitnir um framleiðsluna.

ЦЦFrá saltverkuninni

ЦЦÓlafur Björn Halldórsson

notað, en það dugði ekki til vinnslunnar á þeim 10 tonnum af hreinu salti sem nú eru framleidd mánaðarlega. Vatnið er sjóðandi heitt, yfirleitt um 107°c og er saltið sem dælt er upp úr sjónum eimað með því í þar til gerðum tanki sem eimar það upp í 20% salt. Pæklinum er svo dælt í pönnur þar sem undir er heitt vatn sem gerir það að verkum að vatnið gufar upp og saltið situr eftir. Eftir þetta náttúruvæna ferli situr saltið, drifhvítt og tindrandi og lítur út eins og samansafn af eðalsteinum þegar það er samankomið í þessu magni. Engu er við bætt, ekkert er frá

tekið í þessari lífrænu vestfirsku framleiðslu sem er vottuð af Túni. Aðalskrifstofur Nordur og Co, eins og fyrirtækið heitir á alþjóðlegum grundvelli, eru í Árósum í Danmörku þar sem eigandinn Søren Rosenkilde býr. Hann stofnaði fyrirtækið árið 2012 með Garðari Stefánssyni. Saltið er selt víða um heim og má finna það í sælkeraverslunum í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og Bretlandseyjum og eru fleiri landvinningar ætlaðir saltinu hreina frá Reykhólum.

Í vinnslunni starfa þrír starfsmenn árið um kring. Saltið er í stórum pönnum á gólfinu. Risastórir gluggar hleypa birtu inn og veita annarsvegar útsýni yfir Breiðafjörðinn og hinsvegar upp til Reykhóla. Í vinnsluna er notað náttúrulega heitt vatn, sem kemur úr borholu ofar í bænum. Fyrst um sinn var affallsvatnið frá Þörungaverksmiðjunni 9


Vesturbyggð

2

Sagan og dýrðin í friðlandinu í Vatnsfirði Friðlandið í Vatnsfirði dregur til sín fjölda gesta ár hvert. Landssvæðið, sem er um 20 þúsund hektarar að stærð, var friðað með lögum árið 1975, svo lands­ menn og gestir þeirra fengju þess sem best notið um ókomna tíð. Friðlandið er rómað fyrir náttúrufegurð og gróðursæld, ríkulegt fuglalíf og sögu. Stærstur hluti friðlandsins er gróður­ snautt hálendi, en láglendið er þakið trjágróðri; birki og náttúrulegum reyni­ trjám. Friðlönd eru landsvæði sem mikilvægt er að varðveita vegna lands­ lags, gróðurfars eða dýralífs og eru markmið friðlýsingar mismunandi. Friðlönd eru í flestum tilfellum á landi í einkaeigu eða á afréttum og reglur um þau eru samkomulagsatriði milli rétt­ hafa lands og Umhverfisstofnunar. Vatnsfjörðurinn er sögusvið hinna ýmsu sagna, þar á meðal Gísla sögu og Landnámu. Innan friðlands er svokallaður Gíslahellir þar sem kappinn Gísli Súrsson er sagður hafa falið sig fyrir Berki digra. Í Landnámu segir að árið 865 hafi Hrafna-Flóki numið land í Vatnsfirði. Sumrinu varði hann við taum­ lausar veiðar í matarkistunni Breiðafirði og hugði lítið að því að safna forða til vetrarins. Þegar hann uppgötvaði eigin skyssu gekk hann bitur í bragði á fjall það sem Lómfell heitir og gaf hann landinu nafnið: Ísland. Í Flókatóttum, við höfnina á Brjánslæk, hafa fundist forn jarðhýsi frá 9. og 10. öld, sem rennir hugsanlegum stoðum undir þessar sagnir. Hægt er að ganga á Lómfell, sem stundum er kallað skírnarfontur Íslands, og eru margar aðrar fallegar gönguleiðir í friðlandinu, eins og að Helluvatni, Lambagili, um Penningsdal og yfir Þingmannaheiði. 10

ЦЦLandverðir bjóða upp á göngur í Surtarbrandsgil Ferðamenn sem sækja Vatnsfjörð heim dvelja mest á svæðinu í kringum Flókalund. Þar er vinsælt að koma við í Hellulaug, sem hefur fengið myndarlega yfirhalningu á síðustu árum. Útsýnið úr lauginni er einstak­ lega fagurt, Vatnsfjörður og Breiða­fjörður, í allri sinni dýrð. Þá nýtur Flókalaug, sem staðsett er í orlofsbyggðinni, líka mikilla vinsælda. Landvarsla er í Vatnsfirði og sinna landverðir þar að auki Surtarbrandsgili og Dynjanda. Landvarslan innan friðlandsins felst í því að

hafa eftirlit með innviðum eins og vegum, skiltum, áningarborðum, göngustígum og girðingum og sinna viðhaldi á þeim. Þeir sjá um að veita ferðafólki upplýsingar og að reglum um umgengni og næturdvöl sé fylgt. Þá standa þeir fyrir göngu- og fræðsludagskrá yfir sumartímann. Í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk, í næsta nágrenni friðlandsins, má sjá sýningu um Surtarbrandsgil, sem er friðlýst náttúruvætti á Barðaströnd. Sýningin opnaði haustið 2016 og gegnir því hlutverki að


Vesturbyggð

ЦЦÚr Hellulaug upplýsa og fræða gesti um þær stórkostlegu jarðminjar sem finna má í gilinu. Þar má læra um gróðurfar á Íslandi fyrir tólf milljónum ára og lesa sér til um leifar skógarins sem setlögin geyma, fræðast um það hvernig surtarbrandur myndast og hvernig hann hefur verið nýttur. Þar má virða fyrir sér falleg sýni úr gilinu, en ekki er lengur hægt að komast að setlögunum í gilinu sjálfu og því lítil von að sjá þar steingervinga. Ekki er heimilt að fara í Surtarbrandsgil á eigin vegum, en boðið er upp á göngur þangað í fylgd landvarðar fimm

sinnum í viku. Að hluta til er sýningunni ætlað að létta álagi af gilinu, sem komið var á rauðan lista Umhverfisstofnunar vegna álags af völdum ferðafólks og ólöglegu brottnámi plöntusteingervinga. Sýningin er opin daglega á sumrin frá 10 – 14 og aðgangur er án endurgjalds. Í sumar ráðgera ábúendur á Brjánslæk að starfrækja veitingasölu í prestbústaðnum og opna þar að auki litla sýningu um Flóka Vilgerðarson.

vernduninni má viðhalda vistkerfum og vernda líffræði- og jarðfræðilega fjölbreytni. Þá gefur verndunin kost á stýringu og uppbyggingu innviða og getur falið í sér bæði félagslegan og hagrænan ávinning. Verndun er ekki einungis til þess fallin að draga ferðafólk að stöðum. Hún eflir einnig virðingu og skilning íbúa á gæðum þeirra og getur skapað verðmæti og tækifæri.

Vægi Vatnsfjarðar sem friðlands og Surtarbrandsgils sem náttúruvættis eykur sérstöðu staðanna og verðmæti. Með

Fylgist með á facebook þar sem landverðir setja inn upplýsingar um dagskrá og viðburði í Vatnsfirði.

ЦЦFrá sýningunni í prestsbústaðnum

ЦЦVatnsfjörður að hausti

ЦЦPrestbústaðurinn sem hýsir sýninguna

ЦЦPennugljúfur 11


Vesturbyggð

3

Það er örugglega allt í lagi að búa hérna Það er fátt skemmtilegra en að fá að fylgjast með fallegum verkefnum verða að veruleika og sjá fólk ráðast í að uppfylla drauma sína, sjálfum sér og samfélögum til heilla. Húsið / Creative space, á Patreksfirði er eitt þessara verkefna. Þar hafa þau Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia opnað sýningarrými, samkomustað og vinnurými í húsi sem áður hýsti beitningarskúra og verbúð. Frá London til Patreksfjarðar Aron og Julie hafa komið víða við. Þau kynntust í heimalandi Juliu, Frakklandi, árið 2012 er Aron var þar við nám, en Julie er innanhúshönnuður að mennt og Aron félagsfræðingur, með menntun í fjölmiðlafræði og menntavísindum að auki. Þau fluttu til Patreksfjarðar haustið 2016, án nokkurra tengsla við staðinn. Þau höfðu búið í stórborginni London um eins árs skeið þegar þeim datt til hugar að flytja út á land á Íslandi, en áður höfðu þau búið saman í Reykjavík. Í London starfaði Julie við sitt fag á hönnunarstofu og Aron vann sem sérkennari. Lífið í stórborginni hafði upp á ýmislegt að bjóða, en það hafði líka sína vankanta. Aron: „Þetta var mjög gott svona atvinnulega séð og gaman að prófa þetta, en við vorum ekki alveg nógu hrifin af lífsstílnum, hraðanum, hávaðanum, steinsteypunni og lífsgæðakapphlaupinu.“ Julie: „Þetta var bara þreytandi og maður 12

ЦЦAron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia


Vesturbyggð

ЦЦMyndir frá Húsinu Julie Gasiglia alltaf á hlaupum. Það var svo margt hægt að gera – en það eina sem við vildum í raun gera var að setjast í sófann heima hjá okkur!“ Aron: „Ég man svo vel eftir því þegar ég kom hingað að hafa bara stoppað og starað út á fjörðinn, agndofa yfir fegurðinni. Ég stundum stoppa við gluggann heima hjá mér og horfi út og hugsa hvílík forréttindi það eru að búa á svona stað.“

Húsið Það var hús sem leiddi þau á Patró. Lítið fallegt hús, með stórt hjarta – Merkisteinn, og út frá því er nafnið á verkefninu til komið. Fyrst um sinn voru þau með verkefnið í hluta af húsinu sínu en það var fljótt að vinda upp á sig og í vetur unnu þau hörðum höndum að því að standsetja gömlu verbúðina við Eyrargötu og umbreyta henni í rými til hinna ýmsu listrænu athafna. Þar má líka kaupa fallegt handverk og fá gott kaffi, sem leggst vel í fólk á ferðinni. Áður en Aron og Julie fjárfestu í húseigninni höfðu þau komið tvisvar á Vestfirði sem ferðamenn. Aron: „Ég man í annarri heimsókninni sátum við á Stúkuhúsinu og hugsuðum „Það er örugglega allt í lagi að búa hérna.“ Julie: „Við vorum samt ekkert að hugsa um að flytja hingað, þannig séð. En við gátum samt vel séð okkur búa á Vestfjörðum eftir heimsóknirnar, þar sem þeir voru í uppáhaldi hjá okkur.“ Þegar það lá ljóst fyrir hjá þeim að þau vildu flytja frá London skimuðu þau eftir húsi á landsbyggðinni og sáu Merkistein. Þau skoðuðu húsið og kolféllu fyrir því. Restin er sagan sem nú tekur á sig mynd í tveimur húsum á Patreksfirði. Upphaflega hugmyndin var að vera með listavinnustofur, en eftir að hafa verið á staðnum í svolítinn tíma áttuðu Aron og Julia sig á að það vantaði samkomustað í

þorpið, þar sem hægt væri að koma saman og sinna ólíkum hugðarefnum. Þau sendu út könnun til íbúa til að sjá hvað þeir myndu helst vilja sjá og í framhaldinu komu þau á laggirnar bókaklúbbi, ljósmyndaklúbbi, bjórsmökkunar- og spilakvöldum. Þá hafa þau haft reglulegar samkomur þar sem bæjarbúar koma saman og sauma taupoka og boðið hefur verið upp á ýmiskonar námskeið og fyrirlestra, eins og Stelpur rokka, þar sem 11-15 ára stelpum bauðst að taka þátt og voru þær alsælar með framtakið. Aron: „Heimafólk hefur tekið okkur mjög vel, en það getur auðvitað tekið tíma fyrir hluti sem þessa að festa sig í sessi. Þegar við vorum á Merkisteini þá var fólk svolítið feimnara við að koma því þá var það eins og það væri að koma heim til okkar, en það er miklu duglegra að koma hingað.“ Julie: „Já þetta hefur virkað miklu betur og það er einhvernvegin auðveldara fyrir fólkið að eiga þetta með okkur og við viljum líka endilega hafa það þannig að ef fólki dettur eitthvað skemmtilegt í hug, þá geti það komið til okkar og framkvæmt hugmyndina.“ Aron: „Við höfum lagt mikið upp úr því að fólk geti komið með hugmyndir að því sem það vill sjá. Við erum hérna og það er ekkert skrifað í skýin hvað á að vera hér og tökum við fagnandi á móti hugmyndum. Smökkunarkvöldin eru gott dæmi um þetta, en þau eru hugmynd frá bæjarbúa og hafa þau tekist mjög vel til.

Verbúðin; gott kaffi og félagsskapur Í nýja Húsinu er skemmtilegt sýningarrými. Nýjar sýningar opna mánaðarlega og leggja þau Aron og Julie mikið upp úr að listamennirnir komi á staðinn og bjóði upp á fyrirlestur eða spjall samhliða opnunum. Opið er í Húsinu allan ársins hring á daginn og verður lengdur opnunartími yfir sumarmánuðina, þar sem ferðafólk kemur oft síðla dags í bæinn og því gaman að geta komið í heimsókn í Húsið. Julie vinnur hönnunarvinnu sína í vinnurýminu á efri hæðinni sem gerir það að verkum að hægt er að hafa eins mikið opið og raun ber vitni. Það er eins og vin í eyðimörku á öðrum tímum ársins en sumri, þar sem fáir eru á ferli og staðir því gjarnan lokaðir. Þetta er mikilvægur liður í því að styðja við heimsóknir á öðrum árstímum en sumri.

Julie: „Við erum með nokkur skrifborð uppi, þar sem fólk getur komið og unnið að verkum sínum. Þetta er fínt fyrir fólk sem vill geta komið og upplifað þorpið, fólkið hér og menninguna. Hér getur það unnið í friði og ró áður en það fer aftur heim, samt þó þannig að það er á stað þar sem það hittir annað fólk og getur fengið sér kaffi og spjallað, sem getur verið til dæmis fullkomin lausn frá frestunaráráttu fyrir nema í lokaritgerðarskrifum. Upp spinnast umræður um einyrkja sem hafa gjarnan nýtt sér að fara með fartölvuna á kaffhús að vinna og hvernig það er orðið erfiðara að nýta sér þann kost; brjálað að gera og borðin fara minnkandi, mikið af fólki og mikill hávaði. Við erum öll á því að þetta sé framtíðin, temmilega rólegt umhverfi sem hægt er að leigja vinnuborð í lengri eða skemmri tíma – með kaffi og félagsskap. Patreksfjörður er gamalgróið sjávarþorp, þar sem grunnurinn sem allt byggist ofan á er sjósókn og fiskvinnsla. Hin seinni ár hefur fiskeldi komið sterkt inn og breytt lífsafkomunni til muna fyrir heimafólk. En þó það hafi kannski eitt sinn verið satt að lífið sé saltfiskur, þá er krafan um andlegt fóður hávær og það þarf meira til að svala þörfum fólks en fiskinn einan og sér. Við förum og sækjum okkur fóður fyrir andann og fóru Julie og Aron t.a.m. í vetur í listavinnustofur á Þingeyri og sögðu að það hafi verið frábært að sjá hvað væri verið að gera þar. Þrátt fyrir að Þingeyri sé bara handan við hornið frá Patreksfirði, þá er það um 500 kílómetra akstur að vetrarlagi. Þau fengu því aðeins að kynnast samgöngunum eins og þær gerast verstar að vetrarlagi innan fjórðungsins, en það horfir allt til betri vegar með Dýrafjarðargöngunum sem nú eru í vinnslu. Aron: „Það var svo gott að hitta annað fólk sem er að fást við svipaða hluti. Wouter í Simbahöllinni sagði eitt sem hefur haft mikil áhrif á mig í vinnunni í kringum Húsið og það er að það bað okkur enginn að gera þetta. Þú ert að gera þetta á þínum forsendum og hafa gaman. Við erum að bjóða upp á þetta og ef einhver nýtir sér þetta þá er það frábært og ef ekki þá er það bara þeirra mál.“ Julie: „Við erum virkilega að hafa gaman. Við höfum þegar hitt svo mikið af frábæru fólki í gegnum þetta verkefni og það er að gefa okkur mjög mikið. Það er strax sigur út af fyrir sig. Sumir hér í bænum hafa sýnt okkur mikla tryggð og mæta alltaf þegar við erum með eitthvað og það er æðislegt.“‘ 13


Brattahlíð Íþróttamiðstöð Patreksfirði Sumaropnun frá 15. maí til 14. september 8:00 — 21:30 virka daga 10:00 — 18:00 helgar

Bylta Íþróttamiðstöð Bíldudal Sumaropnun frá 1. júní til 31. ágúst 8:00 — 21:00 virka daga 8:00 — 18:00 helgar


Vesturbyggð

STAÐIR: Náttúran, tíminn og rýmið Sýningarverkefnið STAÐIR/PLACES opnar á sunnanverðum Vestfjörðum þann 7. júlí og er þetta í þriðja sinn sem það á sér stað. Listamennirnir að þessu sinni eru Hildigunnur Birgisdóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Þorgerður Ólafsdóttir og er sýningastjórn í höndum Evu Ísleifs. Staðir beinir sjónum sínum að því að skapa tíma og rými fyrir listamenn til að vinna að nýjum verkum, ýmist varanlegum eða tímabundnum, í návígi við náttúruna eða sögulega og einstaka staði. Staðir skiptast í vinnustofudvöl og sýningar annað hvert ár þar sem listamönnum er boðið að dvelja og vinna að verki áður en því er hrint í framkvæmd og sýnt að ári liðnu. Dagskrá verður með svipuðu sniði og áður, þar sem gestir ferðast á milli verkanna og listamennirnir á bak við verkin segja frá tilurð þeirra. Að kvöldi dags verður svo slegið í góða sumarveislu fyrir gesti sýningarinnar. Nánar má fræðast um dagskrána á heimasíðu verkefnisins www.stadir.is

ЦЦListamenn Staða 2018, Þorgerður Ólafsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir og Gunndís Ýr Finnbogadóttir

Þykka ab-mjólkin okkar sameinar kosti skyrs og ab-mjólkur

Hún inniheldur ab-gerla sem stuðla að jafnvægi í meltingunni og hátt hlutfall af próteinum sem efla styrk og úthald.

15


Ferskir ávextir & grænmeti

Bakað á staðnum

Nettó • Hafnarstræti 9 - 13 • 400 Ísafirði Opið alla daga frá 10:00 - 19:00


Tálknafjörður

Pollurinn – útsýnið, friðurinn og fólkið Heitar náttúrulaugar eru að finna víða á Vestfjörðum og eru þær vinsælir áfangastaðir á meðal ferðamanna, sem sumir hverjir búa til ferð í kringum dýfur í slíkar laugar. Laugarnar eru misjafnar eins og þær eru margar, sumar steinsteyptar, aðrar hlaðnar, einhverjar yfirbyggðar, en frá þeim flestum guðdómlegt útsýni. Það er fátt kærkomnara eftir að hafa hossast í bíl um langa vegu en að leggjast í heita laug, svo ekki sé talað um ef ferðalangurinn er fótgangandi eða hjólandi, þá rennur ferðalúinn hvergi eins fljótt úr stirðum liðum en í heilandi vatninu.

Ein þeirra lauga sem vinsælt er að heimsækja er Pollurinn í Tálknafirði. Pollurinn er í hlíðinni utan við bæinn. Þar eru þrír steyptir pottar og aðstaða til fataskipta – svo ekki sé minnst á milljón dollara útsýnið. Þar kemur saman fólk úr öllum áttum og þar spjalla allir á jafningagrundvelli á meðan þeir njóta útsýnisins og friðarins sem ríkir í guðs grænni náttúrunni. Hinir hraustustu fá sér göngu niður að sjó og taka sundsprett í ísköldu Atlantshafinu áður en þeir leggjast í heit böðin. Það er félag hollvinafélag Pollsins sem sér um að þar sé allt eins og best verður á kosið. Í vor kom það fyrir samskotabók á aðstöðuhúsinu þar sem fólk getur sett

5

framlög til uppbyggingar svæðisins. Gestum náttúrulauganna fjölgar með ári hverju og er stöðugur straumur í Pollinn. Heitar laugar teljast ekki til sundlauga í rekstri og því er ekki eftirlit með gestum sem þangað koma og umgengni þeirra og oft eru það landeigendur sem sjá um að allt sé í lagi. Flestir sem koma ganga vel um og nýta laugarnar til þess að endurnæra sig, en svo eru einhverjir sem koma óorði á fjöldann. Það er til dæmis ekki leyfilegt að tjalda við flestar lauganna, það má ekki þvo fötin sín eða diskana í þeim, ekki baða dýrin sín þar og ekki kúka í eða við laugina. Reglurnar eru fáar og nokkuð einfaldar og takist að fylgja þeim fáum við að njóta lauganna áfram og síðan vonandi börnin okkar og börnin þeirra.

TÁLKNAFJÖRÐUR Góð þjónusta í fallegum bæ

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN Á TÁLKNAFIRÐI

TJALDSVÆÐIÐ Á TÁLKNAFIRÐI

SUMAROPNUN: ALLA DAGA 09:00 – 21:00

VERÐSKRÁ

Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar býður upp á ýmsa afþreyingu. Þar er 25 metra útilaug, pottar, vaðlaug og rennibraut. Í íþróttahúsinu er svo hægt að nálgast tækjasal og aðgang að interneti á vægu verði.

Verð fyrir fullorðna 1.550,-kr. | Aldraðir og öryrkjar 900,-kr. Verð fyrir börn; frítt fyrir 16 ára og yngri Nótt nr. 2 1.000,-kr. | Nótt nr. 3 800,-kr. | Vikudvöl 5.000,-kr. Rafmagn 1.000,-kr. | 1x þvottavél+þurrkari 1.500,-kr. Sturta 300,-kr. | Internet pr. mann 500,-kr.

17


Dýrafjörður

6

Hagleiksmaðurinn í Hljóðfærasafninu Hljóðfærasafn Jóns á Þingeyri er óvenjulegt safn. Það byrjaði sem gæluverkefni í bílskúr við Brekkugötuna en er nú í gamla Verslunarfélagshúsinu á Þingeyri við Hafnarstræti. Þó hljóð­ færin finnist sum víða, þá er ekki á hverjum degi sem sjá má heimasmíðuð hljóðfæri frá öllum hornum heimsins, hvað þá í litlu þorpi á Vestfjörðum. Maðurinn á bak við safnið og hljóðfærin er Jón Sigurðsson, sem dags daglega starfar sem húsvörður við Grunnskólann á Þingeyri. Söguna á bak við hljóðfæra­ smíðina má rekja til ársins 2003. Þá vann við skólann Eistlendingurinn Olavi Körre, bráðsnjall hljóðfæraleikari, með dálæti á þjóðlagatónlist. Hann spurði Jón hvort hann gæti ekki smíðað fyrir hann langspil. Þar með varð fyrsta langspilið til. Jón er líka tónlistarmaður og hefur verið spilandi á hljóðfæri frá því hann man eftir sér. Hann hefur mest spilað á gítar og bassa, en prófað flest. „Ég er búinn að vera í hljómsveitum síðan ég var unglingur, en þessi þjóðlagaheimur er allt annar heimur. Þessi della kemur með Olavi. Líka þegar maður er orðinn gamall, þá er þetta miklu betra en rafmagnsgítarinn,“ segir Jón og hlær við. Þegar Jón smíðaði fyrsta langspilið voru upplýsingar um þetta gamla íslenska hljóðfæri ekki auðfundnar, en hann notaði það sem hann fann og tókst ágætlega til. Fyrstu langspilin voru smíðuð úr furu en síðan færði Jón sig yfir í harðvið. Maðurinn og tíminn þróuðu verkið og eru hljóðfærin nú hinir mestu kostagripir. Ekki nóg með að Jón smíði hljóðfærið sjálft, heldur smíðar hann einnig glæsilega tösku utan um það og tekur það hann um fimm vikur að smíða eitt langspil tilbúið til afhendingar. Langspilin eru nú orðin um 60 og hafa þau ratað víða. Til að mynda afhendir STEF árlega verðlaunin Langspilið til tónlistarhöfundar sem hefur 18

ЦЦJón og Rakel kona hans spila í Haukadal skarað fram úr og náð eftirtektarverðum árangri og hafa meðal annars Ólafur Arnalds og Ásgeir Trausti fengið langspil frá Jóni eftir þeim leiðum. Jón hefur líka smíðað íslenskar fiðlur, sem eru einföld hljóðfæri með tveimur strengjum, sem notuð voru hér á landi snemma á 17. öld. Segja má að langspilið hafi leyst þær af hólmi á 18. öld, en þrátt fyrir að vera einnig einfalt hljóðfæri, þá er það með fingrabretti og fleiri strengjum og því auðveldara að ná fram flóknari tónum. Erfiðast segir Jón hafa verið að smíða suður-ameríska hljóðfærið charango, sem er lítið strengjahljóðfæri úr heilum við, ekki ósvipað ukulele en með 10 strengjum. Við smíðar á hljóðfærunum notast Jón að mestu við ljósmyndir sem hann finnur á netinu, stundum hefur engum myndum verið til að dreifa og hefur hann þá prófað sig áfram út frá lýsingum á hljóðfærunum. Hann er óhræddur við að prófa sig áfram og

telur safnkosturinn yfir 40 heimasmíðaða gripi, mest strengjahljóðfæri, en líka trommur, flautur, frumlegan kontrabassa og didgeridoo. Þá eru ótalin önnur hljóðfæri sem safninu hefur áskotnast, sum hver með merka sögu; meðal annars túba sem átti að nota þegar Friðrik Danakonungur kom í heimsókn árið 1907 og upprunalegur póstlúður frá landpóstinum sem gekk á milli bæja. Jón segir hræðilegt til þess að vita að fólk hendi gömlum hljóðfærum. Það megi vel smíða ný hljóðfæri upp úr gömlum og hann segist taka fagnandi á móti hljóðfærum með sögu sem væri hægt að hafa á safninu. Sumrin hjá Jóni eru fullkomlega helguð vinnunni á safninu og flestum stundum má finna hann í brúnni þar, uppfullan af sögum og fróðleik um hljóðfærin. Hann segist þó líka verja talsverðum tíma í skúrnum við smíðavinnuna og þá stígi fjölskyldan inn í vinnuna á hljóðfærasafninu. En hvort skyldi


Dýrafjörður

ЦЦLangspil í smíðum

ЦЦLangspilið fullbúið

ЦЦFrá Hljóðfærasafninu

nú vera skemmtilegra, safnvarslan eða hljóðfærasmíðin? „Mér finnst nú skemmtilegast að skapa, en mér finnst líka gaman að taka á móti ferðamönnum sem sýna því áhuga sem ég er að gera. Yfirleitt er fólk að forvitnast um íslensku hljóðfærin, en mörgum finnst líka sérstakt að maður sé að gera þetta hérna í eyðimörkinni. Þeir sem kíkja inn eru mjög hissa á því að það skuli vera svona safn hérna.“ Jón segir að safnið mælist sérlega vel fyrir hjá fjölskyldufólki þar sem þar má finna borð með hljóðfærum fyrir börnin að spreyta sig á. Það verður enginn svikinn af því að heimsækja hagleiksmanninn Jón í Hljóðfærasafninu, sem opið er daglega yfir sumartímann frá 13 - 17.

7

Líflegur og hressandi sagnaarfur í Haukadal Í Sögudalnum Haukadal í Dýrafirði hafa hjónakornin Marsibil Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannesson hleypt af stokkunum bráðskemmtilegri ferðaþjónustu í gamla félagsheimilinu á staðnum sem nú gengur undir nafninu Gíslastaðir. Það er við hæfi í firði víkinganna – til forna sem nú – að þjónustan sé með víkingablæ. Það hefur löngum loðað við Íslendinga að þeir séu fjölhæfir með eindæmum og á það sannarlega við um þau Loga og Billu, eins og þau eru kölluð, sem bregða sér í allra kvikinda líki. Til að mynda stekkur Logi í hlutverk kappans Gísla Súrssonar í einum vinsælasta einleik Íslandssögunnar og verður hann sýndur reglulega í sumar. Boðið er upp á vandaða víkingaviðburði, upplifanir og námskeið í Haukadal árið um kring. Þar má til að mynda taka þátt í sögugöngu og spreyta sig á handverki víkinganna. Í vetur hefur verið boðið upp á vinsæl eldsmíðanámskeið og í júní verður boðið upp á námskeið í tóvinnu. Heilmikið húllumhæ verður á Dýrafjarðardögum. Þórarinn Eldjárn verður með erindi um hinn gjöfula sagnaarf Íslendingasagnanna, farin verður söguganga með kjötsúpu í lok ferðar og í Víkingaskóla barnanna geta börnin gert sinn eigin skjöld og sverð. Um verslunarmannahelgina verður Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson með erindi um búskaparhætti Gísla Súrssonar. Þá kemur Bergsveinn Birgisson einnig á Gíslastaði í sumar og segir frá svarta víkingnum. 19


„Ég fer yfirleitt í bankann í appinu“


Önundarfjörður

8

Kaffi Sól

- kaffihús heima í stofu

Heimurinn hefur dregist saman. Það er sífellt auðveldara að ferðast og fólk hendist heimshorna á milli með merkilega lítilli áreynslu. Stundum græða staðir nýja strauma og stefnur á þessu brölti - og stundum tapa þeir upprunaleika sínum. Ef lagt er við hlustir eftir hverju ferðamenn sækjast, þá segjast margir vilja finna eitthvað ekta, eitthvað ósvikið, eitthvað sem gert er af hugsjón og gefur innsýn í líf fólksins á staðnum. Það má sannarlega finna á Kaffi Sól í Önundarfirði, þar sem húsfreyjan Guðrún Hanna Óskarsdóttir, opnaði kaffihús heima í stofu vorið 2017. Kaffihúsið er opið daglega frá 13 – 20 og stendur starfsemin frá 15. maí, fram til 15. september og hafa Gunna og Halldór Mikkalesson, maður hennar, því fullt hús af gestum allt sumarið.

ЦЦGunna í stofunni

Gunna og Halldór hófu sambúð árið 1978. Halldór er Önfirðingur og komu þau sér vel fyrir á hans heimaslóðum. Upp úr aldamótum flytja þau aftur suður. „Það var hollt fyrir okkur að sjá úr fjarlægð hvað við höfðum það gott í sveitinni,“ segir Gunna. Hún segir borgina hafa farið að þrengja að þeim og þau þráð að komast aftur heim í fjörðinn sinn. Hún sér ekki eftir þeirri ákvörðun að koma aftur og segir það virka eins og bestu geðlyf að drekka í sig undurfagurt útsýnið. Breiðadalurinn í baksýn og að framanverðunni Vöðin, Holtsfjara, fjöllin öll og sjórinn – hafið og fjöllin. Gunna er hress í bragði þegar við hittumst og kippir sér ekkert upp við að fá að auki tvo gaura sem fá víðáttubrjálæði í sveitinni og gefa frá sér álíka hljóðheim og pönkband á áttunda áratugnum. Það er fínt að láta þá hlaupa úr sér orkuna á túninu neðan við bæinn á meðan við höfum það gott inni í hlýrri stofunni. Yngri drengurinn mætir inn í stofu á milli ferða og bendir á að þar sé alveg eins fjarstýring og heima hjá honum. Upp spinnast samræður um flókin fjarstýringamál nútímans og fer Gunna um þau nokkrum orðum á kjarnyrtri vestfirsku. Hún þarf reyndar ekki mikið að velta því fyrir sér yfir sumartímann þar sem hún er iðulega með gesti í stofunni frá morgni til kvölds og því lítið um sjónvarpsáhorf. Á Kaffi Sól er vinsælt að sitja úti á ver­öndinni ef vel viðrar. Innandyra er gestum boðið að fá sér sæti í sólskálanum eða stofunni. Hvort tveggja er huggulegt og heimilislegt og út um gluggana blasir Önundarfjörðurinn við í allri sinni dýrð. Á milli gestastofanna tveggja liggur eld­húsið þar sem veitingarnar eru töfraðar fram: vestfirskar hveitikökur, rúgbrauð, pönnukökur, vöfflur, kanilsnúðar og tertur sem lagaðar eru eftir innblæstrinum

ЦЦKaffi Sól í Breiðadal hverju sinni. Alltaf þó eitthvað klassískt eins og Dísudraumar eða rjómatertur. Allt er heimagert frá grunni og segist Gunna vilja vita hvað er í því sem hún borðar og ekki vilja bjóða gestum sínum upp á neitt annað. Kaffibollarnar eru líka sérvaldir og koma meðal annars úr sparistelli ömmu Gunnu. Þá hefur hún sankað að sér bollum frá öllum heimshornum og geta gestir drukkið kaffið sitt úr bollum frá Ástralíu, Japan eða Bæjaralandi. Neðri Breiðadalur er vel í sveit settur fyrir kaffihús. Hann er að finna rétt við þjóð­veginn, skömmu eftir að beygt er inn afleggjarann að Flateyri. Því er auðvelt fyrir þá sem eru á ferðinni að detta inn í rjúkandi kaffi. Staðurinn getur sannarlega verið áfangastaður í sjálfum sér líka, hinn fullkomni fjölskyldurúntur úr nærliggjandi fjörðum. Þá getur fjölskyldan skellt sér í fjöruferð í Holt, buslað í sjónum og laðað fram töfraveraldir í sandkastalaformi og farið svo og nælt sér í góðgæti hjá Gunnu. Drengirnir hafa á endanum hlaupið nóg og snúa aftur til stofu og er okkur mæðginunum fært á borðið heitt súkkulaði, rjúkandi vöfflur, rjómi og rabarbarasulta – sem við röðum í okkur af bestu lyst áður en við höldum aftur heim, södd og sæl. 21


22


Önundarfjörður

Samstillt hláturskast á Gamanmyndahátíð Flateyrar

9

Flateyringar hafa löngum kunnað að skemmta sér og hafa gaman í góðra vina hópi. Þeir eru gestrisnir og allir eru velkomnir í partíið, eins og hefur sýnt sig á vinsældum Vagnsins í gegnum tíðina. Húsið og fólkið magna upp stemningu sem fáir leika eftir. Með gleðina að vopni og opna arma gestgjafans er nú boðið upp á Gamanmyndahátíð Flateyrar þar á bæ þegar sumri hallar. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og verður hún nú dagana 13. - 16. september. Að sögn Eyþórs Jóvinssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, verður allt drama skilið eftir á öðrum hátíðum og markmiðið skýrt: að hafa gaman og hlæja saman – allt annað er aukaatriði. Í haust tekur til starfa Lýðháskólinn á Flateyri og geta nemendurnir því snemma á skólaárinu hrist sig saman með samfélaginu í samstilltu hláturskasti. Á hátíðinni verða sýndar um 30 íslenskar gaman-stuttmyndir, bæði gamlar og nýjar, heiðursmyndin verður á sínum stað, sem og uppistand og skemmtilega skrítið – og bráðfjörugt sveitaball. Eins og vestfirskra hátíða er siður, þá kostar ekki krónu inn og allir velkomnir!

23


24


Suðureyri

10

Fisherman í útrás Upplifunarfyrirtækið Fisherman er hugarfóstur Súgfirðingsins Elíasar Guðmundssonar. Starfsemi fyrirtækisins hefur vaxið og þróast frá því er það tók til starfa sjálft aldamótaárið og er það nú með 19 herbergja hótel í þremur húsum við Aðalgötuna á Suðureyri, sjávarréttaveitingahús og kaffihús. Opið er frá byrjun maímánaðar og fram til október, en Elías horfir björtum augum til framtíðar og segir heilsársopnun í kortunum um leið og hin langþráðu Dýrafjarðargöng komast í gagnið. Á Suðureyri gefst gestum kostur á að taka þátt í matarupplifunarferðinni Seafood trail, sem hefur farið vel í þá – í bókstaflegri merkingu – þar sem þeir fá að smakka allra handa góðgæti úr héraði. Gestir fá leiðsögn um þorpið, heimsækja fiskvinnsluna, fá

harðfisk beint af fiskhjalli, fiskismakk úr eldhúsi Fisherman og svo í lokin eldar hópurinn saman íslenskan plokkfisk. Ferðin sameinar á skemmtilegan máta sögu, menningu og atvinnulíf í litlu sjávarþorpi, sem í gegnum tíðina hefur haft lífsviðurværi sitt af fiski. Framleiðslueldhús á Suðureyri og Fiskisjoppa í Reykjavík bættust nýverið við í flóruna. Í eldhúsinu er framleidd vörulína undir merkjum Fisherman, sem er seld í Hagkaupum á höfuðborgarsvæðinu og í Fiskisjoppunni við Hagamel – og svo auðvitað á Suðureyri. Framleiðslueldhúsið er líka nýtt og spennandi stopp í matarferðinni. Fiskisjoppan við Hagamel selur skemmtilega fiskrétti sem borða má á staðnum eða kippa með sér til að elda heima. Þá má þar einnig fá aðalsmerki kaffihússins á Suðureyri, hinar rómuðu plokkfisksamlokur.

ЦЦFiskisjoppan við Hagamel

ЦЦFrá heimsókn í fiskvinnsluna

ЦЦLax úr framleiðslueldhúsi Fisherman 25


Sjálfsmynd staðar Leynt eða ljóst eiga allir staðir sér sjálfsmynd, sem lífið, tíminn og fólkið hefur meitlað í stein. Lífið og fólkið leyfir svo tímanum að vinna með sér í því að breyta henni eftir því sem hann streymir fram. Tónlist og skíði hafa lengi skipað sér í fremstu víglínu í sjálfsmynd Ísafjarðar, sem má sjá endurspeglast í þessari frábæru mynd sem Haukur Sigurðsson náði í síðustu Fossavatnsgöngu.

WESTFJORDS SAFARI WHALE WATCHING BOOK NOW AT WEST TOURS OR BOREA ADVENTURES

Guided tour in the nature of Ísafjarðardjúp WWW.AMAZING-WESTFJORDS.IS WWW.FACEBOOK.COM/AMAZINGWESTFJORDS/


Suðureyri

Unglingurinn Act Alone með listasúpu á Suðureyri

10

Act alone á Suðureyri er elsta leiklistarhátíð landsins og er hún nú á blússandi gelgjuskeiðinu – 15 ára. Hún verður haldin dagana 9. - 11. ágúst, þegar kvöldbirtan er með rómantískasta móti og vetrarskyldurnar enn utan seilingar. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt sem endranær og verður komið víða við. Sérstök áhersla er lögð á einstaka tónlist að þessu sinni og verður boðið upp á tónleika með; syni Flateyrar Sigga Björns, hinni ástsælu Helgu Möller, Pétri Erni Guðmundssyni, oft kenndum við Jesú, og þýska nýstirninu Franzisku Gunther. Börnin fá eitthvað fyrir sinn snúð; dansverkið Vera og vatnið og verða jólin að sumri í einleiknum Stúfur snýr aftur. Meira verður dansað, en danshöfundurinn og dansarinn Sigga Soffía, mætir með dansverkið FUBAR, sem hefur notið mikilla vinsælda. Myndlistaráhugafólk finnur talsvert fyrir sinn snúð; myndbandsverk hinnar þýskættuðu Lauru, gjörning Ingibjargar Magnadóttur og einleikna myndlistarsýningu Solveigar Eddu Vilhjálmsdóttur. Rithöfundurinn Kristín Ómarsdóttir mætir á Suðureyri og les úr verkum sínum og sýndir verða einleikirnir The Pain Taperstry og Griðastaður. Þá verður fyndið ekki fjarverandi því pörupilturinn Nonni Bö mætir með uppistand og sjálfur Ómar Ragnarsson sprellar eins og honum er einum lagið. Að vanda kostar ekkert inn og eins og reynslan hefur kennt okkur verður einleikin gleðin við völd!

27


Ísafjarðardjúp

Vigur Salvar og Hugrún heimsótt í eyjuna grænu

Ég get ekki varist því að hugsa hversu lán mitt er mikið er ég keyri út í Súðavík á fallegum vordegi til fundar við Vigurbændurna Salvar Baldursson og Hugrúnu Magnúsdóttur. Salvar mætir mér galvaskur á bryggjunni og í vændum er stutt bátsferð á tuðrunni yfir í Vigur. Ég hafði áður í störfum mínum í ferðaþjónustu verið svo lánssöm að fá að fara slíka ferð nokkrum sinnum og þennan dag voru veðurguðirnir sannarlega með okkur í liði og buðu upp á spegilslétta firði og fegurð sem boraði sig inn að hjartarótum. Í blámanum risu snarbrött fjöllin lóðbeint úr hafinu og ég gat ekki varist hugsuninni hvernig einhverjumí fyrndinni gat fundist svæðið vænlegt til búsetu. Þökk sé þeim sem afréðu að svo væri. Vegna þeirra erum vi enn hér og eigum daga þar sem við föllum í stafi yfir heimkynnunum.

28

Anna Sigríður Ólafsdóttir


Ísafjarðardjúp

11

Þegar við nálguðumst Vigur jókst fuglalífið á sjónum og mátti sjá teistur og lunda gera sig tilbúin í sumardvölina í eynni. Við komum að landi og þar sem ég er vön að koma að sumarlagi velti ég því fyrir mér hvar bryggjan væri, en hún er munaður bundinn við þá árstíð - heimafólkið þarf að vera fært um klöngur hina mánuði ársins. Þegar við komum í land og gengum götuna upp að bænum beið okkar selahópur rétt við landið og gerast móttökunefndirnar vart tilkomumeiri en það. Viktoríuhús í Vigur er fagurt ásýndum, sólgult og reisulegt, enda gjarnan það fyrsta sem fangar athyglina. Hluti hússins er frá því 1862. Það er friðað og er í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu, sem var að hruni komið, árið 1992 og það stækkað með viðbyggingu sem lengst af sinnti hlutverki veitingasalar. Hugrún tekur á móti eiginmanninum og ferðalanginum með kaffi og kökum, en þeir sem hafa komið í Vigur og fengið sér bakkelsi hjá henni vita að það er sannkallað hnossgæti. Ég verð að viðurkenna að það er mér dýrmætt að fá að taka viðtal við þessi heiðurshjón, sem mér finnst að ættu að vera notuð sem viðmið um hvernig ber að gera hlutina þegar að fólk ætlar sér út í ferðaþjónustu. Þau hafa staðið vaktina á eyjunni grænu allar götur frá 1990 og eru sannkallaðir frumkvöðlar í ferðaþjónustu á svæðinu. Frumkvöðull er þó ekki nógu lýsandi, því þau hafa ekki bara kveikt eldinn, heldur hafa þau með kostgæfni sinni hlúð að honum og bætt á hann sprekum eftir því sem þarf, til að viðhalda lífi hans. Ekki of mikið og ekki of lítið, heldur af þekkingu þess sem þarfnast hans með.

ЦЦHugrún og Salvar Vaxandi vegur Hvað er langt síðan að þið byrjuðuð í ferðaþjónustu? Salvar: „Þetta byrjar í raun bara með stofnun Djúpferða árið 1990, sem voru undanfari Vesturferða. Þá var keyptur hingað báturinn Eyjalín, sem hafði áður verið í ferðum á Breiðafirðinum. “ Hugrún: „Fyrst um sinn voru ferðir til okkar þrisvar í viku og í Æðey þrisvar í viku. Þá buðum við upp á kaffi inní bænum heima hjá okkur. Eftir þrjú ár í því fannst okkur þetta ekki alveg vera að ganga, við líka alltaf með fullt hús af fólki. Þá var byrjað að bjóða upp á kaffið í Viktoríuhúsi. Okkar hlutverk hefur í raun alltaf bara verið að taka á móti fólki í kaffi, á meðan að bátarnir hafa séð um að koma með leiðsögumann sem fer með gestina um eyjuna, hann gegnir þá bæði hlutverki háseta um borð og svo

leiðsögumanns. Þetta er að mestu búið að vera fyrirkomulagið alveg síðan þá. “ 1993 taka Vesturferðir svo til starfa og hafa þær selt gestum ferðir í Vigur allar götur síðan. Frá því að Viktoríuhús var tekið í notkun, hefur ferðin verið farin daglega og margir gestir sem heimsækja Ísafjörð sem nýta sér þennan afþreyingarkost. Það var þó ekki fyrr en skemmtiferðaskipin fóru að koma til Ísafjarðar sem fjöldinn jókst til muna og í fyrrasumar komu í Vigur á milli 9 og 10 þúsund gestir. Samhliða því sem gestunum hefur fjölgað hefur teygst úr tímabilinu. Hugrún: „Ferðirnar byrjuðu alltaf 10. júní. Við vildum ekki byrja þær fyrr því við vildum vera viss um að æðarfuglinn væri vel sestur og vissum í raun ekki hvernig það myndi fara í hann að hafa ferðafólk hér á þessum tíma, en reynslan sýndi okkur svo að það jókst varpið við bæinn með tilkomu þess og meira 29


Ísafjarðardjúp

ЦЦLundinn laðar marga að að segja þar sem umferðin var mest. Núna bjóðum við upp á ferðir frá 1.júní og kannski aðeins fyrr ef traffíkin er mikil, en við byrjum að taka á móti skipagestum í maí og síðan er traffíkin fram í seinnipart ágúst.“

Breyttir tímar Hugrún og Salvar hafa fetað lífsstíginn saman síðan þau kynntust á Ísafirði á menntaskólaárunum á áttunda áratugnum. Þau flytja svo saman í Vigur árið 1981, þar sem fjölskylda Salvars hafði búið allt frá því er langafi hans gerðist þar prestur árið 1882. Þegar þau byrjuðu í ferðaþjónustunni árið 1990 var öldin önnur í Vigur. Þá var þar stundaður hefðbundinn búskapur ásamt búskapnum í kringum fuglinn. Þau voru með 120 kindur og 12-15 mjólkurkýr. Björn, bróðir Salvars, var með þeim í búskapnum og seinna einnig Ingunn kona hans. Eftir að þau fluttu á Ísafjörð 2004, hafa Salvar og Hugrún verið einu bændurnir í eynni og nú, þegar börnin eru farin að heiman, eina fólkið sem þar býr árið um kring. Þau hafa smátt og smátt skorið niður í hefðbundnum búskap og hættu með kindur um aldamótin og kýrnar árið 2008 – sömu helgi og íslenska bankakerfið hrundi. Salvar: „Þegar við flytjum hingað inneftir þá búa um 50 manns í Ögurhreppi, en nú er bara búið hér og á Strandseljum og í Hvítanesi. Hlutirnir hafa breyst. Langafi var prestur og kemur hingað árið 1882 og þá var þetta bara eins og að búa við hringtorg. Ísafjörður var nafli alheimsins og öll umferðin um Djúpið fór hér um...“ Hugrún: „Djúpið er eiginlega að verða nútíma Hornstrandir - með veg í gegn.“ Salvar: „…og tveir af þessum bæjum starfa í ferðaþjónustu.“ Hugrún: „Það er eiginlega búið að fólkið geti lifað af rollu- og kúabúskap. Nema að búin séu því stærri.“ Salvar: „Þegar við vorum að byrja þá voru um 80 innleggjendur hér á svæðinu í Mjólkurbú 30

ЦЦTeistan verpir út um allt Ísfirðinga, ég held að þeir séu sjö eða átta eftir núna – sem framleiða þó meiri mjólk.“

þá er alveg hægt að ætla pósthúsið með þeim minnstu sem finnast í Evrópu.“

Er það kannski ferðaþjónustan sem er að draga flesta í sveitir landsins nú orðið? Salvar: „Já það er langmest í kringum það. Við erum með 4 – 5, með okkur, í þessu yfir sumarmánuðina og þó erum við ekki að skaffa leiðsögufólk, nema við notum fjölskylduna í það þegar skipin koma beint til okkar. Það er í fyrsta skipti í langan tíma að fjölga í sveitum landsins núna og þar sem það er að eiga sér stað er það vegna ferðaþjónustu. Enda sérðu að fólk hefur verið að fara þessa leið með fjós og aðrar byggingar sem er ömurlegt að horfa upp á tómar.“

Skipagestirnir skipta miklu

Í Vigur hefur einmitt fjósinu sem var hlutverkalaust eftir að kýrnar fóru verið breytt í veitingasal. Ófáir gestir hafa drukkið kaffibollann sinn í Viktoríuhúsi í gegnum tíðina, en með vaxandi fjölda ferðamanna tók að þrengja að og tók fjósið við keflinu árið 2014. Hin nýju salarkynni rúma allt að 80 manns, auk þess sem öll vinnuaðstaða er langtum betri og segja þau Salvar og Hugrún það hafa verið algjöra byltingu. Salvar: „Það var samt eitt með kýrnar að þær tryggðu okkur samgöngur. Meðan að Fagranesið var, þá var þetta náttúrulega hluti af ferjusiglingum þeirra, en svo var það boðið út að sigla í Vigur og Æðey eftir að það lagðist af. Lengi vel voru póstferðir frá Ísafirði en svo lagðist af heilsársbúseta í Æðey og eftir það máttum við nú svolítið eiga okkur. Það er samt svo sértakt að hér er enn bréfhirðing, alveg síðan 1932. “ Hugrún: „Fólki sem kemur finnst mjög gaman að fá stimpil úr Vigur og þess vegna höfum við nú haldið þessu. Það er mikil sérstaða í því að geta haft pósthús. Í kynningarefni erum við stundum sögð minnsta pósthús í Evrópu og jafnvel það minnsta í heiminum og við reynum nú aðeins að draga úr því með því að segjast örugglega vera minnsta pósthús á Íslandi. En ef við segjum að stimpillinn sé í raun fyrir þær þrjár manneskjur sem hér búa,

Langstærstur hluti gestanna sem koma í Vigur í dag eru gestir skemmtiferðaskipa og hafa komur þessarar tegundar ferðalanga haft mikið að segja fyrir ferðaþjónustuna í Vigur. Hugrún: „Samfara aukningunni sem hefur átt sér stað með skipagestunum hefur fækkun verið á dagsferðalöngum. Ég held að það sé ekki vegna þess að ekki sé nógu mikið framboð á ferðum til okkar, en þær hafa mjög sjaldan fallið niður vegna skipanna, en tímasetningunni er stundum breytt. Það er bara svo miklu meira framboð af öðrum ferðum og öðrum kostum fyrir ferðamennina en voru þegar við vorum að byrja með þetta.“ Salvar: „Þá var þetta FERÐIN.“ Hugrún: „Það er virkilega jákvætt að það sé orðið það mikið framboð á öðru að fólk geti valið á milli. Það er það sem við viljum á svæðinu. Þannig getum við fengið meira af fólki inn á svæðið, af því að það getur valið.“ En hverjar skyldu mestu breytingarnar hafa verið þann tíma sem þau hafa staðið í ferðaþjónustunni? Salvar: „Það hafa kannski ekki verið svo miklar breytingar í þessu fyrir okkur þannig séð, nema að þetta er loksins farið að skila tekjum.“ Hugrún: „Já, þetta var nú kannski svolítið mikið hark til að byrja með, eins og var svo sem alveg víða með ferðaþjónustu.“ Salvar: „Við erum auðvitað að selja veitingar og það er erfitt að ná framlegð úr því, svo lengst af var þetta bara aukavinna – sem við þurftum samt mikið að hafa fyrir.“ Það er í mörg horn að líta þegar kemur að keyrslu á ferðum á stórum skipadögum og verða allir að vinna saman að því að hlutirnir gangi snurðulaust fyrir sig. Ofaní það þarf líka að passa upp á að gestirnir upplifi


Ísafjarðardjúp

sig ekki sem þúsund þorska á færibandi ferðaþjónustunnar. Salvar: „Það er almennt mjög góð stýring úr skemmtiferðaskipunum. Það gerir það að verkum að fólk er ekkert að upplifa sig eins og það sé í einhverri klessu. Hjá Vesturferðum og öðrum sem að þessu koma hefur byggst upp mikil þekking og reynsla við móttökuna. Það má auðvitað ekkert klikka þegar keyrt er þétt. Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar ferja gestina til okkar og hafa gert það síðan 1999 og ef eitthvað bilar þá eru þau ótrúlega fljót að bregðast við og það skiptir eiginlega ekki máli hvort það er að laga eitthvað smávægilegt eða skipta um vél. Það er mikið rekstraröryggi fólgið í því og gífurlega mikils virði. Bátarnir eru líka góðir og snyrtilegir.“ Hugrún: „Vesturferðir hafa verið samstarfsaðili okkar allt frá því að fyrirtækið tók til starfa og okkur hefur fundist mjög gott að hafa þau á Ísafirði með þekkinguna og yfirsýnina sem þau hafa. Þau aðstoða okkur með skipulagninguna svo að þetta gangi sem best upp.“ Uppfrá þessu spinnst umræða um gesti

skemmtiferðaskipa, sem eru sannarlega misjafnir eins og þeir eru margir. Salvar og Hugrún taka á móti gestum beint úr svokölluðum leiðangursskipum (expedition cruises). Þau skip eru smá í sniðum, oftast með á milli 100 og 200 farþega innanborðs. Gestir þeirra skoða yfirleitt smærri staði og eru í náttúruupplifunum með þaulreyndu starfsfólki sem oftar en ekki er með menntun á sviði náttúruvísinda og mikla reynslu af útivist.

meðal erlendra gesta sem sækja Ísland heim. Það er þó annar svartfugl sem oft nær að vinna hug og hjörtu gesta eftir heimsókn í Vigur og er það teistan. Hún á sér stækkandi aðdáendahóp og á sinn stað í hugum og hjörtum heimafólksins. Það er mikil upplifun fyrir gesti, sem koma frá malbikuðum stórborgum, að vera staddir í guðsgrænni náttúrunni með 360° útsýni yfir haf, fjöll, víkur og dali og hafa æðarfugl og teistur trítlandi við fætur sér.

Hugrún: „Við elskum að fá þessa gesti til okkar. Þeir eru æðislegir. Þeir spyrja allt öðruvísi spurninga en aðrir gestir. Við höfum oft fengið svo innilega góð viðbrögð frá þeim. Á einum stærsta deginum í fyrrasumar kom til mín skipagestur og spurði hvort þeir væru einu gestirnir sem hefðu komið þann daginn. Ég sagði honum að það væru búnir að koma um 400 manns. Það er yndislegt þegar fólk upplifir að það er ekki einn af fjögurhundruð, heldur bara einn af 30 manna hópi.“

Hugrún: „Það koma mjög margir hingað til að skoða fuglinn, sem hefur gríðarlegt aðdráttarafl. Lundinn er svo ekkert til í að fylgja því sem við erum með og er oft farinn um miðjan ágúst, þannig að það getur haft áhrif á upplifun þeirra. En auðvitað eru líka margir sem eru til í að koma þá og upplifa þessa einstöku kyrrð og fegurð sem hér er. Þú ert auðvitað kúplaður út úr öllu þessu daglega þegar þú kemur hingað, hingað komast engir bílar og kyrrðin mikil. Það er svo gott að finna fyrir því hvað fólk upplifir hana sterkt.“

Æðarbændur í fuglaparadís Lundinn hefur alltaf laðað mikið af gestum til Vigur og er hann í óhemju miklu uppáhaldi

Salvar segir um 15-20 fuglategundir verpa í Vigur og er mest um æðarfugl, lunda, kríu og teistu. Það er því engum ofsögum sagt að kalla eyjuna paradís fuglaskoðarans. Í Vigur er stórt æðarvarp með um 3000 hreiður og er talsverð vinna í kringum það, bæði við dúntekju og svo við hreinsun, en í venjulegu árferði er varpið að skila um 50-60 kílóum af hreinsuðum dún. Salvar: „Það er reyndar afskaplega háð veðri. Í fyrra til að mynda var um 30% minna. Það var ekkert minna varp, en dúnninn þolir illa þessar rigningar, sér í lagi ef það er hiti og rigning, hann er bara viðkvæmur.“ Mest af dúninum úr Vigur er seldur til útlanda, en einnig framleiða þau sængur og kodda, sem ferðamenn geta keypt hjá þeim beint af bónda.

ЦЦGestir njóta veitinganna og veðurblíðunnar við fjósið

Hugrún: „Mér finnst nú ekki annað hægt en 31


Ísafjarðardjúp

ЦЦViktoríuhús að bjóða upp á þessa vöru hjá okkur, því við erum auðvitað æðarbændur.“ Salvar: „Það er svolítið skondið hvernig gestirnir sjá þetta misjafnt. Æðardúnninn er auðvitað mikil lúxusvara og flestum finnst þetta mjög dýrt, en svo kemur einn og einn sem veit hvað þessi vara kostar í útlöndum og þeim hinsvegar finnst þetta mjög ódýrt.“ Vinnan í kringum dúntekjuna fer að mestu leyti fram samhliða ferðamannastússinu í maí og júní. Eftir að ferðamannatímabilinu lýkur hefst vinnan við að hreinsa dúninn. Salvar: „Hann er fyrst hreinsaður í vélum en síðan þarf að handhreinsa hann og sú vinna er mjög tímafrek. Annars fer hreinsunin dálítið eftir því hvernig hefur viðrað um varptímann, því þurrara því betra.“ Fuglinn kemur á margan hátt við sögu í lífi og starfi Vigurbænda. Eitt af því sem hefur fylgt sumrunum þar er lundaveiði í júlí og ágúst. Hún er enn stunduð en í litlum mæli miðað við það sem áður var. Sem í öðrum verkum er nostrað við fuglinn og er frá fornu fari hleðsla sem ætluð var sem hreiðurstæði fyrir hann, sem gengur gjarnan undir nafninu hótelið. Með öðrum verkum er nú unnið að enduruppbyggingu hótelsins. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvernig valið fer fram hjá æðarfuglinum um að komast í slíkan lúxus, en kemst að því að fuglinn er ekki svo ólíkur mannanna börnum, ekki alltaf tilbúinn að gangast undir það sem foreldrarnir ætla þeim. Hugrún: „Ég verð nú að segja að mér finnst þær ekki alveg nógu ánægðar með þetta.“ Salvar: „Teisturnar eru hinsvegar mjög hrifnar af þessu, og ein og ein gæs, en æðarfuglinn er ekkert sérlega hrifinn.“

Þýðir ekkert að vera með allt niðrum sig Hvernig er árið upp byggt hjá ykkur? Hugrún: „Það eiginlega byrjar á sumarfríi. Í febrúar, þá byrjar baksturinn hjá mér og þá baka ég allt það sem má fara í frysti. Við höfum safnað frystikistum alveg villt og galið og þær eru fylltar fyrir sumarið. Þá 32

ЦЦSalvar og Hugrún er tekið til við að dytta að og mála og gera við. Vetur er líka notaður til að púsla saman þéttri dagskrá sumarsins. Þegar kemur fram á vorið þá er byrjað að laga hreiðrin, en æðarfuglinn byrjar að verpa í byrjun maí.“

að hugsa út í þessa hluti og hugsa um hvað það er sem ferðamaðurinn sér þegar hann kemur. Ég reyni stundum að sjá þetta með augum ferðamannanna og hugsa hvað þarf hér að laga?“

Salvar: „Svo er auðvitað sauðburðinn, sem hefst í lok apríl, þó kindurnar séu fáar núorðið.“

Salvar: „Svo myndi Kiddý (hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar) aldrei flytja til okkar ferðamenn ef hér væri allt í drasli.“

Hugrún: „Svo byrjar þetta í maí með skemmtiferðaskipunum.“

Hugrún: „Ég held að við eigum þetta sameiginlegt, að vera svona nákvæmnismanneskjur. Ég held að það skipti miklu máli og geri það að verkum að við höfum staðið í þessu svona lengi. Þetta skiptir líka máli fyrir ferðamanninn, að þú sért ekki á síðustu stundu með hlutina.“

Á sumrin er auk ferðamannanna vinnan við æðarvarpið og lundaveiði og yfir árið eru verkin sem sinna þarf í Vigur af margvíslegum toga og þarf ýmislegt að kunna til að geta búið einn og afskekkt. Salvar: „Ef eitthvað bilar þá hringjum við ekki í neinn. Ef vatnið fer eða annað slíkt. Það er eitt og annað sem fellur til og þarf að dytta að. Þegar þú vinnur svona fyrir sjálfan sig þarf maður að passa sig. Því það þarf að gera hlutina og það er enginn að fara að gera þá fyrir þig. Það er nú ekkert þannig að við sitjum hérna alla daga og horfum framan í hvort annað.“ Hugrún: „Nei, við þurfum auðvitað að hafa stundarskrá og höfum alltaf eitthvað framundan. Það þýðir ekkert að vera að bíða með hlutina fram á seinustu stundu.“ Salvar: „Það þýðir ekkert að dunda við dúninn, það þarf bara að gera þetta og halda sig við efnið.“ Hugrún: „Já það er mjög gott. Á þeim tíma þá mætum við bara í vinnuna á morgnanna eins og hver annar. Það er líka svona með baksturinn, þá mæti ég bara í vinnuna.“ Þið hafið nú líka sinnt þessu einstaklega vel og það má sjá það á öllu þegar hingað er komið að hlutunum er vel sinnt, af úthaldi og alúð. Salvar: „Já það þýðir ekkert að vera að vera með allt niðrum sig í þessu. Andskotinn hafi það, ég myndi ekki nenna því.“ Hugrún: „Það hefur alltaf verið snyrtimennska hér á þessum bæ, en við höfum svo sem líka alveg verið meðvituð um það að hafa fínt í kringum okkur. Þú verður

Salvar: „Já, líka að hann fái bara það sem hann er að borga fyrir.“ Fáið þið aldrei leið á þessu? Hugrún: „Nei ég hef aldrei fengið leið á ferðamönnunum, en ég neita því ekki að maður finnur til svolítillar þreytu þegar liðið er á sumarið. Ég væri kannski stundum til í einn dag til að safna orku, en ég fæ ekki leið á þessu. Það er ótrúlega gefandi að fá ánægðan ferðamann í kaffi til sín. Vita að hann hefur notið þess að labba um eyjuna og upplifa það sem maður sjálfur fær að upplifa hér.“ Það eru miklir öfgar á milli sumars og veturs í Vigur og segir Hugrún veturna geta verið ansi rólega og oft líði langur tími á milli þess sem hún hittir annað fólk en eiginmanninn sem er fljótur að svara að það vilji nú til að hann sé skemmtilegur. Þau eru þó dugleg að fara suður að heimsækja börnin og barnabörnin þegar færi gefst. Sumarið er svo alveg á hinum endanum, verkin mörg, margir á bænum og enn fleiri sem streyma í gegn. Þá er ekki unað sér hvíldar, líkt og Salvar segir: Vaktir….það er bara ein vakt og hún byrjar í maí og endar í ágúst!

Daglegar ferðir eru í Vigur yfir sumartímann. Ferðin tekur um þrjá klukkutíma og er hægt að bóka far á Vesturferðum.


Bolungarvík

12

Ljósmyndir: Ágúst Svavar Hrólfsson

Atferli fugla í uppáhaldi Bolvíkingurinn Ágúst Svavar Hrólfsson er lunkinn með linsuna og hefur hann náð einstökum myndum af dýraríkinu hér á landi. Hann segir dýralíf hafa heillað sig frá því hann man eftir sér, en þar sem fjölbreytni þess í íslenskri náttúru er takmarkað, þá hafi hann einbeitt sér að fuglum í ljósmyndun sinni. Ljósmyndaáhuginn vaknaði fyrir um sjö árum síðan, þegar hann fékk sér notaða Canon 7D vél: „Ég fór fljótlega að fikta við að mynda fugla. Linsan sem fylgdi með vélinni hafði lítinn aðdrátt og hentaði ekki vel í að mynda villt dýr svo að mjög fljótlega fékk ég mér aðra linsu, sérhæfðari í svoleiðis ljósmyndun. Fuglaljósmyndun er mjög krefjandi og öðruvísi en flest önnur ljósmyndun. Það er

mikill munur hvort verið er að mynda haförn eða skógarþröst, eins fugl á flugi, syndandi eða labbandi. Það krefst góðrar þekkingar á viðfangsefninu og auðvitað réttrar nálgunar, því það er mjög misjafnt hvernig villt dýr taka nærveru mannsins.“ Með tímanum hefur Ágúst bætt í reynslubankann, öðlast frekari þekkingu og fengið betri græjur. Hann er tryggur Canon og vinnur með þrjár gerðir af linsum í fuglaljósmynduninni; víðlinsu, aðdráttarlinsu og aðra sem kallast Prime telephoto. Ágúst er sjómaður og fjölskyldufaðir. Hann notar tímann og tækifærin sem gefast til myndatöku og segir það virka með góðu skipulagi. Það er auðheyrt á Ágústi að hann nýtur þess bæði að fylgjast með lífríkinu, sem og að velta fyrir sér tækninni á bak við góða mynd:

ЦЦÁgúst með myndavélina á Látrabjargi „Mér finnst skemmtilegast að mynda atferli, t.d. foreldra að bera mat í unga, ránfugl með bráð eða tilhugalíf, svoleiðis krefst góðrar birtu því með langar linsur er mikilvægt að hafa lokunarhraðann í hærri kantinum til að fá skarpar og óhreyfðar myndir. Kvöld og morgnar eru uppáhalds tíminn minn. Þá er birtan mýkri og mikilvægt að staðsetja sig rétt miðað við sólina.“

33


Bolungarvík

12

Hátíðabærinn Bolungarvík Ísland að vetri og Ísland að sumri er næstum því eins og tvö ólík lönd. Á Vestfjörðum, sem annarsstaðar, hægist um flest þegar sumri hallar, hvort heldur sem það er almenn þjónusta við ferðamenn – eða fólkið sjálft. Þegar næturnar eru langar og sól skín í heiði er hinsvegar vinsælt hjá Íslendingum að þeysast um landið. Sumir leita eftir líkamlegum áskorunum, aðrir eftir friði og ró í fallegri náttúrunni og enn aðrir eftir einhverju sem fjölskyldan getur notið saman á meðan að vinnu- og skólaskyldur eru í lágmarki. Vinsælt er að sækja hverskyns bæjarhátíðir út um allar koppagrundir sem svala þessum ólíku þörfum. Bolungarvík býður upp á, ekki eina og ekki bara tvær bæjarhátíðir – heldur fimm, sem gerir sveitarfélagið sennilega að Íslandsmeistara í bæjarhátíðum. Trallandi fjölskyldur með togvagnana sína þurfa því ekki að fara nema á einn stað í sumar – til Bolungarvíkur.

34

Útræði hefur verið stundað í Bolungarvík frá örófi alda og sjómannadagurinn ávallt verið í heiðri hafður. Eykst vegsemd hans með ári hverju og er hann farinn að vera eins og indverskt brúðkaup þar sem hátíðarhöldin til heilla hetjum vors lands standa í fjóra daga. Dagskráin hefst fimmtudaginn 31. maí með Þuríðardeginum. Hann er til heiðurs formóðurinni, Þuríði sundafylli, sem seiddi fiskinn í Djúpið, sem hefur verið lífsbjörg Bolvíkinga, allar götur síðan. Markmiðið með Þuríðardeginum er að gera landnámskonuna sýnilegri og bregða birtu á tengsl hennar við sjávarfang og sjávarútveg. Þá jafnframt að minnast kvenna, frumkvöðla jafnt sem hvunndagshetja við Djúp allt frá landnámi fram á þennan dag. Á föstudeginum verður dorgveiðikeppni fyrir krakka á öllum aldri á höfninni. Í Einarshúsi verður haldin tónlistarhátíðin Þorskurinn. Fiskihlaðborð og keppni á milli tónlistarfólks um hver hreppir Þorskinn í ár. Í framhaldi af Þorsknum spilar tónlistarmaðurinn ástsæli Bjartmar Guðlaugsson, sem samið hefur nokkur af uppáhaldslögum íslensku þjóðarinnar.

Á laugardeginum hefst gleðin klukkan 10 um morguninn, þar sem hin ýmsu sædýr verða sýnd á höfninni og boðið verður upp á hátíðarsiglingu um Djúpið líkt og tíðkast hefur um áraraðir og nú verður varðskipið Týr með í för. Eftir hádegið verður dagskrá á höfninni; boðið verður upp á ljúffengt sjávarfang, höfðinginn Villi Valli þenur dragspilið og menn reyna sig á hinum ýmsu þrautum. Þá munu bæði leikhópurinn Lotta sýna Gosa við Félagsheimilið og Sveppi og Villi skemmta. Börnunum verður boðið upp á þá nýbreytni að fá far með hátíðarlest um svæðið, en lestin var smíðuð af nemendum við grunndeild málmiðna Menntaskólans á Ísafirði í samstarfi við Bolungarvíkur­kaupstað. Um kvöldið verður hátíðar­kvöldverður í Félagsheimili Bolungarvíkur og verður síðan sjálf Sálin hans Jóns míns með stórdansleik. Á sunnudeginum verður hátíðarguðsþjónusta, sjómenn verða heiðraðir, og hin sívinsæla kaffisala kvenna­deildar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar verður í Félagsheimilinu. Þá verður heimildar­myndin Brotið sýnd í Félags­ heimilinu og verður kvikmyndagerðar­ maðurinn Haukur Sigvaldason á staðnum og segir frá myndinni.


Bolungarvík

Markaðshelgin Markaðsdagurinn hefur undið upp á sig og er nú orðinn að markaðshelgi, sem haldin er fyrstu helgina í júlí. Gleðin hefst á fimmtudagskvöldinu með tónleikum með KK bandinu. Laugardagurinn er stærsti dagurinn þegar markaðstjöldin rísa neðan við félagsheimilið og það gera líka risavaxnir hoppukastalar, sem hafa ofan af fyrir yngri kynslóðinni, á meðan foreldrarnir gera góð kaup. Þá eru allrahanda skemmtiatriði í boði og markaðsballið á laugardagskvöldinu.

Hlaupahátíð á Vestfjörðum Hlaupahátíð á Vestfjörðum fer fram helgina 12. - 15. júlí 2018. Vinsældir hverskyns hlaupa og þrauta, sem reyna á líkamlega getu, hafa stórvaxið í vinsældum síðustu ár og verður hlaupahátíðin stærri en nokkru sinni fyrr. Hátíðin hefst með nýjum dagskrárlið - Skálavíkurhlaupi, þar sem hlaupið verður frá Skálavík til Bolungarvíkur og geta þeir allra hörðustu tekið auka lykkju upp á Bolafjall. Dagana á eftir verður boðið upp á margskonar þrekraunir víðsvegar um norðanverða Vestfirði, þar á meðal Vesturgötuna vinsælu.

Mýrarboltinn í Bolungarvík Mýrarboltinn flutti sig um set á síðasta ári og verður hann aftur í Bolungarvík um verslunarmannahelgina. Þar takast kappar

og valkyrjur á í drullunni um hver hampar Evrópumeistaratitlinum í þessari óvenjulegu íþrótt. Í ár fær yngri kynslóðin líka að spreyta sig í drullunni og verður boðið upp á barnamót í mýrarbolta. Að vanda verður ekki einvörðungu dvalið í drullunni heldur líka slett svolítið úr klaufunum á tónleikum og dansleikjum. Ástarvikan í Bolungarvík hvíldi sig um skeið, en ástin sem lifir krefst þess að að henni sé hlúð og það vita Víkarar og bjóða því upp á þessa kærleiksríku menningarhátíð dagana 9.-15. september. Ekki eru bara hátíðir í Bolungarvík. Þar er líka margt annað að finna, eins og til að mynda frábæra sundlaug, Ósvör,

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur og hið fallega Einarshús, þar sem bæði má gista og næra sig. Veitingastaðurinn er opinn daglega og má fræðast um sögu athafnamannanna og fyrrum íbúa hússins Péturs Oddssonar og Einars Guðfinnssonar. Í lok maí var frumsýndur Einars leikur Guðfinnssonar, einleikur Kómedíuleikhússins, sem rekur sögu athafnamannsins sem breytti þorpi í bæ með einstökum hætti og dugnaði. Sýningar verða bæði í kringum sjómannadag og á Markaðshelginni. Á milli hátíða má svo alltaf kíkja við í Musteri vatns og vellíðunar, sundlaugarinnar á staðnum. Í sumar verða opnunartímar lengdir og opið virka daga frá 06-22 og á

35


36


Ísafjörður

13

Menningarmiðstöðin Edinborg Lifandi starfsemi árið um kring Menningarmiðstöðin Edinborg í Miðkaupstað á Ísafirði stendur fyrir öflugri menningardagskrá árið um kring. Hið sögufræga hús, Edinborgarhúsið, er gríðarstórt 1700 fermetrar að flatarmáli og rúmar auk menningarmiðstöðvarinnar Listaskóli Rögnvaldar, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Vesturferðir og Edinborg Bistró. En húsið er ekki bara hús, heldur lifandi samkomustaður íbúa á norðanverðum Vestfjörðum og gesta þeirra. Þar má finna menningarstarfsemi árið um kring. Á veturnar einkennist starfsemin af tónleikum og leiksýningum og á köldum vetrardögum iðar húsið af lífi er nemendur Listaskóla Rögnvaldar ærslast um sali og ganga á milli þess sem þau einbeita sér að dansæfingum, söng eða hljóðfæraleik. Gleði nemendanna nær hámarki á vorin þegar þeir stoltir sýna afrakstur vetrarins á glæsilegum vorsýningum. Yfir sumartímann er rólegra yfirbragð. Ferðamenn heimsækja gjarnan húsið, fá haldbærar upplýsingar um það sem þarf, bóka sig í ferðir eða sækja sér næringu. Þá geta þeir líka skoðað íslenska myndlist, því Menningarmiðstöðin býður upp á myndlistarsumar í Bryggjusal. Á vaðið ríður Dagrún Matthíasdóttir með sýninguna HEIMA, í kjölfar hennar opnar Mireya Samper sýningu á verkum sínum, þá verður Kristbergur Pétursson með einkasýningu, en hann er líka hluti af síðustu sýningu sumarsins SVARTALOGNI sem ART gallery Gátt stendur fyrir. Tónlistin fær sinn sess í húsinu í sumar sem

endranær. Emmsjé Gauti og Mimra verða með tónleika auk þess sem kveðjutónleikar verða fyrir Eggert og Michelle Nielson sem flytjast aftur vestur um haf, eftir að hafa litað lífið á norðanverðum Vestfjörðum skemmtilegum litum síðustu ár.

gefst kostur á að taka þátt í gleðinni. Tungumálatöfrar fara einnig fram í ágúst en það er sumarnámskeið fyrir fjöltyngd börn, sem hefur það að markmiði að búa til málörvandi umhverfi í gegnum listkennslu.

Árviss Lindy Hopp hátíð verður dagana 13.-15. ágúst, er hópur fólks víða úr veröld kemur saman á Ísafirði til að dansa þennan skemmtilega dans. Boðið er upp á opna dansleiki þar sem gestum og gangandi

Þegar húmar að hausti mun djass og blús óma um sali Edinborgar. Starfsemin færist aftur í vetrarbúning og æskan fær útrás í listsköpun. Vetur, sumar, vor og haust er listin og menningin við völd í Edinborg. 37


OPNUNARTÍMI SUNDSTAÐA Í ÍSAFJARÐARBÆ ÍSAFJÖRÐUR:

Mán-fös: 10.00-21.00 Lau-sun: 10.00-17.00

FLATEYRI:

Mán-fös: 10.00-20.00 Lau-sun: 11.00-17.00

SUÐUREYRI:

Allir dagar: 11.00-19.00

ÞINGEYRI:

Mán-fim: 08.00-21.00 Lau-sun: 10.00-18.00

Ísafjarðarbær

Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1 | 400 Ísafjörður | 450 8000 | postur@isafjordur.is

38

isafjordur.is


Ísafjörður

13

Bara ég og stelpurnar Gleðisprengja að vetri

Á Ísafirði hefur síðustu vetur verið boðið upp á námskeiðið Bara ég og stelpurnar, sem er gönguskíðanámskeið fyrir konur á öllum aldri. Það er ekki annað hægt að segja en það hafi slegið algjörlega í gegn og fyllist á hvert námskeiðið á fætur öðru. Bara ég og stelpurnar mælist sérstaklega vel fyrir hjá vinkonu­ hópum sem flykkjast ár eftir ár á Ísafjörð til að taka þátt og er þegar orðið fullt á fjögur námskeið næsta vetur og er þar mest um endurkomukonur. Ekki þarf þó að örvænta því bætt verður við helgum eftir þörfum og gildir einu hvort þátttakendur eru nýir í skíðasporinu eða gamalgrónir. Það er sniðið að ólíkum þörfum. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir er aðalsprautan á bak við námskeiðið og býr hún svo vel að eiga bæði hótel til að hýsa konurnar og vera afbragðs skíðakennari að auki. Hún er fljót til svars þegar hún er spurð að því hver helsti ánægjuvaki námskeiðsins er: „Það er bara Ísafjörður – og vonda veðrið

hefur alveg slegið í gegn. Satt að segja vorum við ekkert sérlega heppin með veður síðasta vetur, en konurnar voru alltaf til í að fara út. Algjörar hetjur og virkilega tilbúnar að fara út fyrir þægindarammann.“ Vala segir að það hafi verið gaman fyrir konurnar að skora sjálfar sig á hólm með þessum hætti og gera aðeins meira en þær héldu að þær gætu. Margar kunna hvorki að festa á sig skíðin eða stafina, en eftir fyrstu æfingu, mæti þær til leiks eins og þær séu

aldar upp á gönguskíðum: „Konurnar eru líka svo duglegar við að hvetja hverja aðra áfram og andrúmsloftið er jákvætt og skemmtilegt. Það gerast bara einhverjir töfrar þegar saman koma svo margar konur.“ Vala og Daníel Jakobsson, maður hennar, eru bæði þrautreynt skíðafólk. Þau reka Hótel Horn og Hótel Ísafjörð, þar sem konurnar dvelja á meðan á námskeiði stendur og segir Vala að upphaflega hafi þau hugsað námskeiðið til að hafa eitthvað að gera á veturna þegar ekki er mikið um ferðafólk á svæðinu. Þau hafi þó fljótt séð hin ákjósanlegu margfeldniáhrif ferðaþjónustunnar birtast þar sem konurnar séu afar duglegar við að nýta sér aðra þjónustu í bænum meðan á dvölinni stendur. Bara ég og stelpurnar hefur aldrei verið auglýst og einungis nýverið opnaði Fésbókarsíða þar sem hægt er að fylgjast með fyrirhuguðum námskeiðum, en orðið á götunni er máttugt og dreifist þar líka hratt orðsporið af því sem vel er gert. 39


Ísafjörður

13

Fjórhjólaferðir við allra hæfi

Það má finna ýmiskonar afþreyingu á Vestfjörðum yfir sumartímann. Hvalaskoðun, gönguferðir, ýmiskonar bátsferðir, hesta- og kajakferðir, svo fátt eitt sé nefnt. Flestir afþreyingar­ möguleikarnir hafa þann kostinn að í þeim er útivistar notið á einn eða annan hátt. Hvað getur svo sem verið betra í umhverfi sem borar fegurðinni inn í gegnum augun allar 360 gráðurnar? Á síðasta ári bættist einn valkostur við fyrir þá sem vilja njóta þess að skoða umhverfi Skutulsfjarðar á fremur óvenjulegan hátt – fjórhjólaferðir. Gunnar Skagfjörð Sæmundsson er maðurinn á bak við ferðirnar. Ferðaþjónusta er honum ekki ókunn, en hann og kona hans, Sigríður Ásgeirsdóttir, hafa frá árinu 2014 rekið gistiþjónustu í tveimur stúdíóíbúðum í kjallaranum hjá sér við Engjaveg á Ísafirði. Gunnar, sem er múrari að mennt, sinnir því múrvinnu og ferðaþjónustu jöfnum höndum. Inntur eftir því hvað hafi fengið hann til þess að bjóða upp á fjórhjólaferðir svarar hann: „Maður er alltaf að pæla…hvað á ég að gera þegar ég er orðinn stór og það er auðvitað um að gera að gera eitthvað sem er skemmtilegt. Þess vegna fór ég nú út í þetta og það virðast allir sammála um að þetta sé einmitt það – skemmtilegt.“ Fjögur tveggja manna fjórhjól eru til taks og geta því átta manns farið hverju sinni. Til að mega aka fjórhjólunum þarf að hafa bílpróf og er aldurstakmark farþega 14 ár. Hóparnir fara með leiðsögumanni og er ekið um vegi og slóða. Klassísk ferð er tveggja klukkustunda löng og er þá meðal annars farið upp að gamla gönguskíðaskálanum á Seljalandsdal og upp á Þverfjall, þaðan sem stórkostlegt útsýni er yfir dali, firði og fjöll. 40

ЦЦGunnar með fjórhólagesti á Ísafirði Gunnar segir að reynslan sem fengist hafi fyrsta árið sé dýrmæt. Það sé gott að prófa sig áfram og sjá hvað það er sem fer best í fólkið. Flestir sem koma hafa aldrei prófað fjórhjól áður og því mikilvægt að fara hægt af stað og skoða vel hvernig fólkinu reiðir af á framandi farartæki. Hann segir afar gefandi að upplifa ánægju fólks að ferðum loknum: „Fólk kemur alveg uppnumið til baka. Þetta er svona öðruvísi ferð og er iðulega skemmtilegra en fólkið átti von á. Margir líta á þetta sem einhverslags öfgasport og því kemur það fólki skemmtilega á óvart að sjá hvað þetta er auðvelt og þægilegt, og að sjálfssögðu setjum við alltaf öryggið í fyrsta sæti. Það má ekki heldur horfa framhjá því að þetta er útivist, sem til dæmis fólk með hreyfihömlun getur notið.“ Farþegar í ferðunum hafa verið á öllum aldri og eru rosknir skipagestir stundum að kaupa ferðir. Elsti ferðalangurinn var 79 ára kona. Henni leist nú ekki alveg á blikuna til að byrja

með, en sættist á að fara sem farþegi aftan á hjóli hjá dóttur sinni. Hún var svo himinsæl að ferð lokinni að hún rauk á Gunna og faðmaði hann og kyssti, síðan lofaði hún því að hún myndi koma aftur og taka þá rúmlega 100 ára mömmu sína með. Eftir að hafa spjallað við Gunnar, býður hann mér í ferð. Úti var norðaustan strekkingur og slagviðri, ekki fullkomlega óþekkt veðurafbrigði þetta vorið – veður sem gerir það að verkum að löngunin til útivistar er af skornum skammti. Ég lét mig þó hafa það. Er gölluð vel upp í þjónustuhúsinu við Aðalstræti og fæ að auki hjálm og hanska. Þegar ég sest á hjólið finn ég fyrir því hvernig ég fylli rækilega út í fjörtíu og þrjú árin sem ég hef lifað og örugglega nokkur að auki. Miðaldra móðir á fjórhjóli, fullkomlega sneidd löngun í einhverja bráðdrepandi ævintýramennsku – gátum við ekki bara labbað?


Ísafjörður

Gunnar fer vandlega yfir virkni tækisins með mér og ég fæ flisskast af taugaspennu og vonast annarsvegar til þess að skemma ekki hjólið og hinsvegar til þess að þetta verði ekki mitt síðasta. Áfram förum við og ég flissa mig í gegnum Pollgötuna, hringtorgið, Bæjarbrekkuna og Urðarveginn. Þar stoppum við og Gunnar tekur á mér lífsmörkin. Jú, þetta myndi ganga. Ég vildi ekki setja glerið á hjálminum niður, ekki gera neitt sem myndi hindra mér sýn, þó svo að við úttekt hafi það ekki gert það. Rigningin lamdi andlitið er við héldum áfram inn fjörðinn. Ég fann sjálfsöryggið vaxa við hvern ekinn kílómetra. Við förum í Tungudal og inn í skóg. Þar mátti Gunnar gjöra svo vel að snúa hjólinu fyrir mig þegar við komust ekki lengra vegna stóreflis snjóskafls sem þvergirðingslega neitaði að hypja sig á brott, þrátt fyrir að dagatalið gerði ekki ráð fyrir honum. Á bakaleiðinni tókum við óvænta beygju upp veginn á Seljalandsdal, veg sem ég reyni að komast hjá því að fara eftir öðrum leiðum en á tveimur jafnfljótum og ég vonaði í hjarta mér að við myndum ekki fara alla leiðina upp. Sem við auðvitað gerðum. Við stoppuðum við gamla skíðaskálann og dáðumst

að útsýninu, þrátt fyrir grenjandi rigninguna. Fallegt er fallegt, sama hvernig viðrar. Mér var ekki vitundarögn kalt í gallanum góða og ég áttaði mig á því að ég upplifði mig hafa meiri stjórn á fjórhjólinu en flestum farartækjum sem ég hef prófað. Ég reyndar varaði Gunnar við að ég myndi sennilega fara niður brekkuna á mest um 5 kílómetra hraða. Hann sagði það í góðu lagi, enda var ég alveg farin að treysta því, þegar þarna var komið sögu, að hann væri ekki að fara að yfirgefa mig. Þolinmóður fylgdist hann með mér og beið ef svo bar undir. Niður veginn fór ég hægt, en örugglega, og mér til mikillar gleði fannst mér ég vera við stjórnvölinn. Fjórhjólið var ekkert að renna, mótstaðan í því var góð og ég þurfti í alvörunni að keyra niður. Gróðurilmurinn fyllti vitin með reglulegu millibili, sem var skemmtilegur bónus; grasið og birkið og asparilmurinn óviðjafnanlegi. Ég var rennblaut í framan og rjóð í kinnum þegar við renndum í hlað að ferð lokinni og stressflissið hafði umbreyst í raunverulega gleði. Gleði yfir að takast á við persónulega áskorun og gleðinni eftir adrenalínflæðið á hjólinu og gleðinni eftir að hafa varið tíma úti í guðsgrænni náttúrunni.

KOMDU MEÐ ÚT AÐ LEIKA - ÆVINTÝRAFERÐIR FRÁ ÍSAFIRÐI

www.borea.is info@borea.is | +354 456 3322

41


42


Ísafjörður

13

Kafað í undirdjúpin með Simba Simbi sjómaður, söng Haukur Morthens við raust hér um árið, um Simba sem sigldi djarft um höfin blá í leit að lífsins ævintýrum. Hvort sem ástin á hafinu er eðlislæg Simbum heimsins skal ósagt látið, en á Ísafirði er einn slíkur sem segir hafið hafa heillað sig alla tíð. Simbi, sem heitir reyndar Sveinbjörn Hjálmarsson, hefur hleypt af stokkunum nýstárlegri ferðaþjónustu í flóruna hér vestra – köfunarferðum undir merkjum Dive Westfjords. Simbi er enginn nýgræðingur þegar kemur að köfun, hann hefur sjálfur iðkað sportið í yfir tuttugu ár og er með yfir eitt þúsund kafanir í farteskinu. Hann er með allra handa réttindi í faginu og hefur kennt áhugafólki réttu aðferðirnar í fimm ár sem löggiltur kennari. Á síðasta ári stofnaði hann síðan Dive Westfjords og er farinn að bjóða gestum að taka þátt í spennandi köfunarferðum

í Ísafjarðardjúpi. Simbi er hverri þúfu hafsbotnsins kunnur eftir að hafa kafað um hann í ótal skipti eftir að hann flutti á Ísafjörð árið 2007: „Um leið og ég flutti byrjaði ég að kafa mjög mikið og kanna nýja köfunarstaði. Ég hef verið mjög duglegur að kafa allt árið og fundið mikið af flottum stöðum. Ég hef verið að fara straumkafanir, matarkafanir þar sem ég kafa eftir skel og fleiru matarkyns, köfun með lunda og öðrum svartfugli. Þá kafa ég líka niður að skipsflökum að 20 metra dýpi, en auðvitað eru flestar kafanirnar bara til að skoða okkar dásamlegu náttúru og lífið neðansjávar.“ Þennan grunn nýtir Simbi nú í köfunarferðir sínar, en ásamt því að bjóða gestum upp á að kanna undirdjúp Vestfjarða, þá kafar hann líka eftir skelfiski fyrir veitingastaði. Simbi hefur fjárfest í gúmmíbát sem hann notar til að ferja gesti sína frá Ísafirði á ákjósanlega köfunarstaði. Allt eftir því hvað

hver og einn hefur í huga að gera; kafa eða snorkla; sækja mat í matarferðum eða kanna hátterni dýralífsins undir yfirborði sjávar, hvort sem það eru fiskar, fuglar eða jafnvel hvalir. Það er sérstaklega vinsælt hjá hinum ævintýraglöðu ferðalöngum að kafa við Arnarneshamarinn, þar sem mikið líf er að finna á um 10m dýpi. Margir njóta þess að láta sig fljóta í gegnum klofinn klettahamarinn og hinir hugumstærstu klífa hann og láta sig gossa í ískalt Atlantshafið. Annar vinsæll köfunarstaður er við Dvergastein í Álftafirði. Þar er margt fyrir augað, eins og 30 metra langt skipsflak af skonnortunni Bergljótu og hvalbein í massavís og aðrar leifar frá hvalveiðistöðinni sem starfrækt var þar fram til 1930. Hægt er að komast í köfun með Simba. Upplýsingar um ferðir eru að finna inn á divewestfjords.is

43


Ísafjörður

Gallerí Úthverfa Gallerí Úthverfa er í sama rými og Slunkaríki var áður, í Aðalstræti 22 á Ísafirði. Gallerí Slunkaríki heitir eftir húsi sérvitringsins Sólons Guðmundssonar, sem hann byggði á Ísafirði fyrir um einni öld síðan og var húsið úthverft, enda taldi Sólon að veggfóður væri fallegra en bárujárn og því ætti veggfóðrið að vera sýnilegt sem flestum. Seinna endurbyggði myndlistarmaðurinn Hreinn Friðfinnsson Slunkaríki í Hafnarfjarðarhrauni og er húsið þar enn. Slunkaríki Sólons er hins vegar löngu horfið. Heiti nýja gallerísins vísar í húsgerð Slunkaríkis Sólons en einnig það, að sýningarnar munu flestar miðast við að hægt sé að skoða þær um stóran glugga rýmisins, sem blasir við vegfarendum um Aðalstrætið og þar af leiðandi má halda því fram að sýningarnar verði á úthvefunni. Gallerí Úthverfa hefur verið starfandi síðan árið 2013 og verður sumarsýningin sú 35. frá opnun. Galleríið einbeitir sér að því að sýna samtímalist, bæði innlenda og erlendra listamanna. 19. maí opnar sýning Unndórs Egils Jónssonar SPÝTU BREGÐUR. Sýningin snýst um vél sem

með ákveðnu millibili skapar andartak þar sem spýtu bregður. Þegar manni bregður þá verður maður hræddur um líf sitt og þá um leið meðvitaður um tilvist sína. Vélin er því að bregða meðvitund inn í spýtuna. Sýningin stendur til 11. júní. 23. júní opna Sigurður Atli Sigurðsson og Leifur Ýmir Eyjólfsson sýninguna PRENT OG VINIR. Verkið er innsetning í formi verkstæðis þar sem grafíkverk verða framleidd af miklum móð og er gestum boðið að heimsækja verkstæðið á sýningartímabilinu og vinna verk í samvinnu við listamennina. Fjöldi nýrra verka ásamt bókverki prentuðu í takmörkuðu upplagi verða til sýnis á verkstæðinu. Samhliða þessari sýninguí Úthverfu verður sambærileg innsetning í Listasafni Íslands. Sýningin stendur til 5. ágúst. Unnar Örn J. Auðarson verður með síðustu sýningu sumarsins, sem opnar 11. ágúst og stendur til 16. september. Í myndlist sinni vinnur Unnar Örn gjarnan með staðreyndir sögunnar, gefur þeim annað samhengi og líf innan ramma myndlistarinnar. Unnar er ekki bundinn neinum miðli í listsköpun sinni og eru einstök verk hans oft hlutar eða brot úr stærri heildum. Síðan 2005 hefur hann makrvisst unnið með bókverk, auk annars prentverks tengt sýningum sínum.

Við Pollinn - Hótel Ísafjörður | vidpollinn.is | 456-4111 & 456-3360 44

13


Súðavík

14

Sætt og salt:

Sköpunargleðin fær útrás í súkkulaðigerðinni Aðalatvinnuvegir staða hafa í gegnum tíðina óneitanlega skapað ímynd þeirra út á við. Flestir staða Vestfjarða hafa löngum verið þekktir fyrir fiskiðnað með fersku og góðu sjávarfangi og þrátt fyrir að það sé enn einn helsti atvinnuvegurinn þá er margt annað sem ljáir ímyndinni svipmót sitt. Einstaklingar sem skara fram úr eða hafa yfir sérstöðu að búa setja ekki bara svip sinn á staði inn á við heldur líka út á við. Þeir verða oft sérlegir sendiherrar heimkynnana og er það svo með Elsu Guðbjörgu Borgarsdóttur hjá súkkulaðiframleiðslunni Sætt og salt, sem breiðir út fagnaðarerindi Súðavíkur um landið og miðin í formi eðalsúkkulaðis. Elsa þekkir áhrifaríkustu leiðina að hjörtum fólks og vinnur landvinninga í hverri ferð með því að bjóða upp á smakk úr smiðju sinni. Elsa er vestfirskur matarfrumkvöðull og framleiðir fimm tegundir af súkkulaði, sem eru nú einn helsti minjagripur gesta sem heimsækja svæðið, ásamt því sem það gleður munna og maga heimafólksins. Til viðbótar framleiðir Elsa svo árstíðabundið súkkulaði; um jól og páska og síðsumars á berjatímanum. Þá er framleitt hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum sjávarsalti frá öðrum vestfirskum matvælaframleiðanda Saltverki í Reykjanesi. Þá er nýjasta úr smiðju Elsu handgert konfekt sem er fögnuður fyrir augað, auk þess sem það bráðnar í munni. Súkkulaðiframleiðslan byrjaði er Elsa rak kaupfélagið í Súðavík um tíma og vildi hún eiga eitthvað gott með kaffinu til að bjóða gestum upp á. Framleiðslan vatt upp á sig og fyrr en varði var Elsa búin að leigja 18 fermetra bílskúr undir verkstæði og starfaði

ЦЦKonfektið svíkur engann

ЦЦElsa G. Borgarsdóttir

alfarið við súkkulaðigerðina. Eftir ár í því húsnæði var framleiðslan búin að sprengja utan af sér litla skúrinn og ljóst að hún þurfti að stækka við sig. Elsa og Ásgeir, eiginmaður hennar, festu síðasta haust kaup á glæsilegu einbýlishúsi í Eyrardal, á fornri konungsjörð sem enginn annar en Jón Indíafari, einn frægasti Súðvíkingur allra tíma bjó eitt sinn. Sambyggður við húsið er rúmlega 60 fermetra bílskúr, þar sem Sætt og salt er nú til húsa, og hefur Elsa ráðið til sín starfsmann í fullt starf og vonandi brátt annan til. Elsa fer sér þó að engu óðslega. Hún segist hafa farið af stað í þetta án allra væntinga, hún forðist að setja á sig óheilbrigðar kröfur – en hún viti þó hvert hún stefni.

eiginleika hafa fylgt sér frá blautu barnsbeini, er hún smakkaði nánast á öllu sem fyrir henni varð.

Elsa er skapandi kona og segist hún fá útrás fyrir sköpunargleðina í súkkulaðigerðinni, bæði þegar kemur að því að vinna að hinni fullkomnu samsetningu í bragði, sem og við útlitshönnun súkkulaðisins, en fyrir umbúðir og kynningarefni fyrirtækisins er hún með grafískan hönnuð. Hún er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að því að prófa ólíkar bragðtegundir og segir hún þann

Það er ekki farið að neinu óðslega við súkkulaðiframleiðsluna: „Það klikkar allt ef þú ert að reyna að vinna hlutina í einhverju stressi. Ef ég finn mig í slíku, þá stíg ég frá því sem ég er að gera og byrja svo upp á nýtt. Þetta er vara til að njóta – og það á líka að njóta þess að gera hana.“ Af spjallinu við Elsu að dæma virðist vera sem framleiðslan falli beint undir ríkjandi tískustrauma núvitundar og slow-food hreyfingarinnar. Elsa segir það vel mega vera að hún vinni samkvæmt slíkum kerfum, en hennar aðferðir komi ekki upp úr neinum bókum. Það er augljóst að Súðavík á stóran stað í hjarta Elsu, sem er búin að fara víða og kynna súkkulaðið, nýlega til að mynda hjá embætti forseta Íslands: „Þetta er gert í þorpinu mínu,“ segir Elsa með stolt í röddinni og hún er ekki í nokkrum vafa um að áhrifavaldar í velgengni Sætt og Salt séu fólkið í þorpinu hennar, menningin og umhverfið. 45


Hornstrandir

15

Jóna Benediktsdóttir

Hvað er svona sérstakt við Hornvíkina? Þegar ég hugsa um Hornvík koma allskonar hlutir upp í hugann. Fyrst kannski tengingar við fólkið mitt sem lifði lífi sínu þar í nokkrar kynslóðir. Það er bæði tregafullt og ljúft að hugsa um allar sögurnar sem manni hafa verið sagðar af lífsbaráttunni á þessum stað. Hvernig sem skin og skúrir skiptust á var samt alltaf til nóg af mat og smíðaviði og það hefur ekki verið lítil búbót í basli daganna, en auðvitað þurfti að hafa fyrir lífinu. En það er fleira sem hefur áhrif á mann en fólkið í kringum mann. Það er ótrúleg upplifun að ganga um Hornvíkina. Hvort sem maður röltir um dalina uppi á bjargi, lætur sér detta í hug að ganga meðfram víkurbotninum og kemur sér í hinar fjölbreyttustu ógöngur á leiðinni, eða tekur strikið upp á tindana. Ekki má svo gleyma upplifuninni af því að fara meðfram Rekavíkinni, út í Hvannadal og fram á Langakamb. Útsýnið er allsstaðar bæði tröllslegt og ægifagurt í senn. Hælavíkur­ bjargið með Gránefin í forgrunninum og af og til heyrir maður hvernig hrun einhversstaðar úr bjarginu skóflar með sér öllu sem fyrir verður, moldrykið þyrlast upp og maður sér sjóinn sjóða fyrir neðan. Svo snýr maður

46

að vera viðbúnir því að ef veður eru virkilega vond getur heldur enginn komið til bjargar. Fólk þarf að vera sjálfbjarga á þessum slóðum.

ЦЦJóna Benediktsdóttir höfðinu og við blasa grænar grundir sem virka eitthvað svo blíðar og friðsælar að sjá, og fjaran, meira og minna þakin rekaviði með kollurnar úandi og rebba skoppandi í ætisleit. Þessi blanda virkar eitthvað svo skringilega á mannverurnar sem verða svo agnarpínu­ litlar í þessu samhengi. Andstæðurnar verða svo yfirþyrmandi og um leið grípandi og meðan maður nýtur blíðunnar er gott að leiða hugann að því að það geta verið válynd veður á þessum slóðum. Við vitum að það er ekki alltaf sumar og sól og jafnvel á sumrin þurfa ferðamenn

Við verðum líka að muna að verðmætamat fólks breytist í samræmi við tíðarandann hverju sinni og það sem eitt sinn var álitið illbyggilegur útkjálki er nú orðin ein helsta náttúruperla Íslands. Náttúruperla sem gefur möguleika á að njóta friðar, reyna á sjálfan sig, upplifa rafmagnsleysi og einangrun. Tíðarandi komandi kynslóða mun dæma umgengni okkar í samræmi við sín viðmið og þó að við vitum ekki hver þau verða má telja ólíklegt að verndun ósnortinnar náttúru fái minna vægi eftir því sem tíminn líður og fólki fjölgar á þessari jörð. Fegurð Hornvíkur er engu lík. Mér finnst að við sem göngum þar um eigum að líta á okkur sem gesti sem fá leyfi til að tylla sér í sparisófann í stofunni í stutta stund en mega alls ekki skilja eftir sig nein ummerki. Ef okkur tekst það geta allir verið glaðir.


Hólmavík og Strandir

16

Síðasta haustið

Á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg, sem haldin er á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina ár hvert, er hefð fyrir því að sýna úr verkum í vinnslu. Eitt verkanna, sem gestum gafst kostur á að bera augum þessu sinni, var brot úr heimildarmyndinni Síðasta haustið, sem kvikmyndagerðarkonan Yrsa Roca Fannberg vinnur nú að. Síðasta haustið segir frá Úlfari Eyjólfssyni, bónda á Krossnesi, sem haustið 2013 tók þá örlagaríku ákvörðun að bregða búi, eftir að fjölskylda hans hafði stundað þar fjárbúskap kynslóð fram af kynslóð í árhundruð. Fylgst er með Úlfari og Oddnýju, konu hans, smala fénu í réttir í síðasta sinn og skoðað hvað bærist innra með þeim er hinn aldalangi búskapur í Krossnesi tekur enda. Yrsa segir myndina þó ekki dramatíska, þetta sé lágstemmd mynd um hástemmt mál: „Það var svo fallegt að fá að fylgjast með Úlfari, sem er jafnmikill hluti af landslaginu í Árneshreppi og Krossnesfjallið. Hann er ekki að hugsa um sjálfan sig, heldur sveitina sína og fjallar myndin um þann menningararf sem hann er að skila af sér.“ Yrsa segir að ekki hafi í raun komið annað til greina en gera þessa mynd. Það hafi verið draumaverkefni að vinna verkefni í Árneshreppi sem hún hafði tekið miklu ástfóstri við:

ЦЦYrsa Roca Fannberg Yrsa kom svo aftur í hreppinn og var með ljósmyndanámskeið fyrir börn. Hún dvaldi þá í 10 daga og kynntist öllum hreppnum: „Fólkið hér er yndislegt og orkan góð. Hér væri hægt að gera mynd um hvern einasta bæ, því allir eru svo áhugaverðir.“ Síðasta haustið er enn á vinnslustigi og verður hún væntanlega tilbúin til sýningar snemma á næsta ári. Yrsa segist vilja vanda vel til verka og vilji ekki ana að neinu við eftirvinnsluna: „Það liggur ekki þannig á þessu, það er mun mikilvægara að myndin fái þá meðferð sem hún á skilið.“

„Árið 2013 las ég um þennan hrepp og ég vissi að þangað þyrfti ég að fara. Ég ákvað svo að fara þangað að smala með vinkonu minni. Ég var skíthrædd að keyra, fjöllin snarbrött og sjórinn fyrir neðan. Þegar við komum í Norðurfjörð var komið niðamyrkur, en ég gat ekki sofið því ég varð að sjá hvernig þetta leit út. Svo ég fór út í dagrenningu og hugsaði bara: Hólí sjitt. Það er nú ekkert eðlilegt hvað þetta er fallegt! Þetta er svo magnað útsýni, með alla sína ólíku karaktera í fjöllunum.“ 47


Rútuferðir á milli Ísafjarðar og Hólmavíkur Tenging við Strætó nr. 59 Ekið verður þrisvar í viku; miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga. Gildir frá 11. maí - 16. september 2018.

Hólmavík – Ísafjörður

Ísafjörður – Hólmavík

Miðvikudagar og föstudagar

Miðvikudagar og föstudagar

Brottför frá Kaupfélagi Hólmavíkur kl. 19:30 Brottför frá Hótel Reykjanesi kl. 20:35 Brottför frá Heydalur - vegamót kl. 20:45 Brottför frá Kaupfélaginu í Súðavík kl. 22:00 Koma til Ísafjarðar Pollgötu kl. 22:20

Sunnudagar

Brottför frá Kaupfélagi Hólmavíkur kl. 15:30 Brottför frá Hótel Reykjanesi kl. 16:30 Brottför frá Heydalur - vegamót kl. 16:40 Brottför frá Kaupfélaginu í Súðavík kl. 17:30 Koma til Ísafjarðar Pollgötu kl. 17:50

Brottför frá Pollgötu Ísafirði kl. 15:30 Brottför frá Kaupfélagi Súðavíkur kl. 15:50 Brottför frá Heydalur vegamót kl. 17:05 Brottför frá Hótel Reykjanesi kl. 17:15 Koma til Hólmavíkur (Kaupfélag) kl. 18:15

Sunnudagar

Brottför frá Pollgötu Ísafirði kl. 12:00 Brottför frá Kaupfélagi Súðavíkur kl. 12:20 Brottför frá Heydalur vegamót kl. 13:40 Brottför frá Hótel Reykjanesi kl. 13:50 Koma til Hólmavíkur (Kaupfélag) kl. 14:50

Panta þarf með minnst 4 tíma fyrirvara í síma 893 1058 48

Westfjords Adventures ekur á milli Patreksfjarðar, Brjánslækjar og Ísafjarðar. Ekið er á árinu 2018, þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 1. júní – 31. ágúst , í samræmi við komu- og brottfarartíma ferjunnar Baldurs. 1. – 14. sept. á föstudögum ef bókað er fyrirfram.

Vagn A Patreksfjörður Brjánslækur Flókalundur Dynjandi Þingeyri Ísafjörður Þingeyri Dynjandi Flókalundur Brjánslækur Patreksfjörður

Koma 11:30 11:50 12:45 14:00 14:45 16:10 17:00 18:20 18:30 19:30

Brottför

10:45 11:45 11:55 13:15 14:05 15:30 16:15 17:30 18:25 18:45

Vagn B

Koma

Brjánslækur Patreksfjörður 12:45 Látrabjarg 14:20 Rauðasandur 16:45 Brjánslækur 18:30

Verð

Brottför

12:00 12:50 15:35 17:30

Önnur leið >12/65

Ísafjörður-Brjánslækur . . . . . . . . . . . . . . . . . 8.400 Patreksfjörður-Brjánslækur . . . . . . . . . . . 3.000 Ísafjörður - Patreksfjörður . . . . . . . . . . . . . . 9.900 Ísafjörður - Þingeyri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.000 Brjánlækur - Flókalundur . . . . . . . . . . . . . . . . . . 500 Brjánsl - Látrabj. - Rauðas. - Brjánsl . . . . 14.500

6.300 2.300 7.500 1.500 500 11.000

Bókanir í síma 456-5006 eða info@wa.is. Frekari upplýsingar á wa.is


Hólmavík og Strandir

17

Hnúfubakar í hverri ferð

Ljósmyndir: Judith Scott

Síðasta sumar byrjaði hvalaskoðunar­fyrirtækið Láki Tours að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Hólmavík. Það hafði lengi verið löngun heima­manna að geta boðið gestum upp á ferðir um Steingrímsfjörðinn þar sem reglulega sjást hvalir leika listir sínar úti á firðinum. Við kallinu brugðist forsvars­menn Láka Tours á Snæfells­ nesi. Ferðirnar tókust stórvel til og var 100% árangur – hvalur í hverri ferð. Láki Tours er fjölskyldurekið ferða­ þjónustufyrirtæki, ættað úr Grundar­­firði. Þar býður það upp á hvalaskoðunarferðir, sjóstangveiði og lundaskoðun, ásamt því að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Ólafsvík á sumrin. Gísli Ólafsson, skipstjóri og einn eigandi Láka Tours, segir að þau hafi viljað færa út kvíarnar og þá hafi Hólmavík komið sterk inn: „Valið var alls ekki erfitt þar sem við eigendurnir erum ættaðir af Ströndum og Steingrímsfjörður er annálaður fyrir fallega náttúru. Í Steingrímsfirði er fjölbreytt dýralíf og mikið af hval. Til dæmis kemur fram í skýrslu sem kom út á milli 1970-1980 að friða ætti Steingrímsfjörð fyrir hvalveiðum og vernda til hvalaskoðunar þar sem hvergi væri betra að skoða hvali við Ísland en þar.“ Gísli segir viðtökur heimamanna ekki hafa verið til þess fallnar að fæla þá frá, þeim hafi verið tekið opnum örmum á Hólmavík og fengið þar til liðs við sig skipstjórann Má Ólafsson og þangað hafi farið reynslumesta leiðsögukona þeirra, Judith Scott.

ЦЦJudith fræðir áhugasama ferðamenn Judith er náttúrulífsljósmyndari og hefur leiðsagt í þúsundum hvalaskoðunarferða um víða veröld. Í sumar má sjá myndir hennar á sýningu í Galdrasafninu á Hólmavík. Hún hefur heimsótt allar heimsálfur og siglt um heimshöfin fjögur. Á judith-scott.com má sjá myndir frá ferðum hennar og prýða myndir hennar þessa grein. Judith segir það hafa verið spennandi að fara sem fyrsti leiðsögumaður fyrirtækisins á Hólmavík og hún hafi ekki verið viss hverju hún mætti eiga von á. Judith sparar ferðunum á Hólmavík ekki lofið: „Þetta eru einstakar hvalaskoðunarferðir. Ef fólk vill upplifa hvalaskoðun í návígi við hvali, án þess að vera með hundruð ferðamanna og fullt af öðrum bátum í kring, þá er Hólmavík rétti staðurinn.“ Judith segir hið fyrsta sumar hafa gengið stórkostlega og þau hafi séð hnúfubaka í hverri ferð: „Ég veit ekki hvar annarsstaðar í heiminum þú getur séð hnúfubaka og verið eini báturinn á staðnum.“ Hún segir það mjög gott fyrir upplifun fólks af ferðinni og ekki síður sé það gott fyrir hvalina. Ekki voru það einvörðungu risarnir vingjarnlegu

sem létu sjá sig í ferðunum. Einnig sáust marsvín, hrefnur, höfrungar (hnýðingar) og hnísur. Judith segist hlakka til að snúa aftur til Hólmavíkur og segist spennt að sjá hvort gömlu vinirnir frá því síðasta sumar séu enn á sömu slóðum, en Judith tók myndir af sporðum dýranna í fyrra, og má þekkja hvern einstakling aftur á þeim. Farnar eru frá Hólmavík tvær ferðir á dag og tekur ferðin tvær klukkustundir. Ferðin hentar því sérstaklega vel fjölskyldufólki og fólki sem kannski hefur ekki mikinn tíma til umráða. Gísli segir ferðina einnig vera eina þá þægilegustu sem völ er á þar sem Steingrímsfjörðurinn sé afar skjólsamur og varinn fyrir flestum vindáttum. Það er því afar sjaldgæft að aflýsa þurfi ferðum vegna veðurs og sjóveiki nánast óþekkt í þeim. Láki Tours er með 5 stjörnur á Fésbókarsíðu fyrirtækisins og er skoðuð eru ummæli gesta um Hólmavíkurferðina, má sjá að þeir halda vart vatni af ánægju. Þeir lýsa ferðinni sem einstakri og stórkostlegri upplifun, með frábæru starfsfólki, sem þeir segja geta breytt öllu í ferðum sem þessari. 49


Hólmavík og Strandir

18

Ávextir, ber og blóm í galdralandinu á Svanshóli Svanshóll í Bjarnarfirði er merk jörð. Þar bjó sonur landnámsmannsins Bjarnar, galdramaðurinn Svanur, sem getið er víða í Íslendingasögunum. Svanur var rammgöldróttur og vegna fjölkynngi hans var hann samtímamönnum sínum oft erfiður viðureignar. Galdrar hverskonar hafa lengi loðað við Strandir, og er ýmislegt þar að finna sem heldur þeirri arfleið á lofti, eins og Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirðinum og Galdrasafnið á Hólmavík. Þó svo að galdrar formælinga og álaga hafi lagst af á Svanshóli, er það töfrum líkast að á landsvæði norður undir heimskautsbaug, skuli nú vera öflug berja og ávaxtarækt. Systkinin Finnur og Viktoría Rán Ólafs­börn standa að ávaxtaræktinni, en þau eru börn bændanna á Svanshóli, Ólafs Ingimundar­ sonar og Hallfríðar Sigurðar­dóttur. Þau eiga ekki langt að sækja grænu fingurna, en foreldrar þeirra eru skógarbændur, auk þess sem móðir þeirra stundar trjárækt frá grunni á birki, reyni og ösp. Viktoría tekur á móti blaðamanni í gróðurhúsinu á sumardaginn fyrsta, daginn sem vinnukonur í hunangsflugnalíki, mættu suðandi með sumarið í háttum sínum. Það er eitthvað framandi við að koma í gróðurhús og sér í lagi þetta, fullt stafna á milli af allra handa ávaxtatrjám að byrja að blómstra. Húsið er kalt gróðurhús, tæpir 400 fermetrar að flatarmáli. Þar eru ræktuð sæt og súr kirsuber, plómur, epli, perur, jarðarber, hindber og fjölmargar tegundir af salati. Aðeins er ræktað af stikilsberjum, sólberjum, 50

ЦЦFinnur og Viktoría Rán í trjáræktinni á Svanshóli gojiberjum og kanadískum bláberjum auk þess sem Viktoría ræktar þar allskyns blóm og voru þar til að mynda þúsundir gladíólulauka síðasta sumar. Eins og gjarnan vill vera á bóndabýlum landsins er fjölskyldan út og suður við vinnu, þar sem ekki er raunhæft að lifa á þeim tekjum sem smærri bú skapa. Ólafur og og Hallfríður vinna bæði á Hólmavík, hann sem húsasmiður og hún á heilbrigðisstofnuninni. Finnur er búsettur á Drangsnesi með fjölskyldu sína og Viktoría á Hólmavík, þau verja þó drjúgum stundum á Svanshóli þar sem smiðurinn hefur séð

til að húsið rúmi alla stórfjölskylduna. Finnur er oddviti Kaldrananeshrepps og rekur fiskmarkaðinn á Hólmavík. Viktoría er kaupfélagsstjóri á Hólmavík og nota þau bæði hvert tækifæri til að koma í sveitina og sinna gróðurhússtörfunum. Það er auðvelt að sjá gróðurhúsarækt í rósrauðum bjarma, en handtökin ófá ef vel á að takast. Viktoría segist þó hvergi una sér betur og segir mikil lífsgæði fólgin í stundunum í gróðurhúsinu. Aðspurð um hvort hún gæti ekki gert þetta að aðalstarfi segist hún ekki geta byrjað að ímynda sér hversu mikil ræktunin þyrfti að vera til að svo gæti orðið – þau væru allavega ekkert nálægt því. Afurðirnar eru þó seldar


Hólmavík og Strandir

á veitingastaði og verslanir í nágrenninu, auk þess sem heimilisfólkið belgir sig út af hnossgætinu yfir sumarmánuðina. Bjarnarfjörðurinn er um margt vænleg sveit, grösug og með heitar uppsprettur víða. Hótel Laugarhóll er skammt frá Svanshóli þar sem gestir geta meðal annars gætt sér á góðgætinu úr gróðurhúsinu. Heita vatnið er notað í sundlaugina á staðnum og hefur það mýkt margan, þreyttan ferðalanginn. Vatnsuppsprettan var á sínum tíma vígð af Guðmundi góða og er Gvendarlaug enn til staðar ofan við nýju laugina. Systkinin hafa staðið í ávaxtaræktinni í átta ár og fer hún vaxandi með ári hverju. Til að byrja með voru þau með nokkur eplatré, síðan komu kirsuberjatré sem þau kolféllu fyrir og síðan hafa þau prófað sig áfram og virðast allar tegundir plumma sig fínt í Bjarnarfirði. Í febrúar er farið að huga að ræktuninni og er byrjað að hreinsa húsið og klippa til trén. Klippt er eftir kúnstarinnar reglum með tilliti til hvað ber bestan ávöxt. Viktoría segir að sumarið verði eflaust gott þar sem mikill kraftur sé í trjánum, sem enn sýndu berar

greinarnar, þar sem ávaxtatrén blómstra fyrst áður en þau taka að laufga. Við rótum aðeins í moldinni og hreinsum arfa sem er að stinga sér upp úr moldinni. Ég rek augun í eitthvað sem ekki er arfi og spyr hvort trén fjölgi sér sjálf. Viktoría segir slíkt ekki vera vænlegt til ræktunar þar sem sjálfssáð tré yrðu einfaldlega of veikburða. Í ræktunina eru notuð samsett tré þar sem yrkið er grætt á sterkari rætur plómutrjáa og hefur sú aðferð verið að gefa góða raun í ávaxtarækt á norðurslóðum. Hunangsflugurnar eru að byrja að átta sig og hefja frjóvgunarstörfin af miklum móð. Þær þekkja hlutverk sitt og vanda til verka. Viktoría dregur fram lítinn bursta og segir að fyrir tíma flugnanna hafi hann verið notaður til að frjóvga hvert einasta blóm, en flugurnar séu vandlátari og frjóvgi bara það besta. Í júnímánuði má tína fyrstu kirsuberin og í júlí svigna trén undan ávöxtum sínum og allt fram í október má fá ferska ávexti í gróðurhúsinu á Svanshóli. Þó Svanur hafi vitað sitt, göldróttur sem hann var, vissi hann eflaust ekki að borða mætti safaríka ávexti beint af trjánum í þessari norðlægu sveit.

ЦЦHallfríður og kirsuberjatréin í hvítum blóma 51


súðavíkurhreppur

Hamingjan er hér! play explore relax wonder connect recharge

450 5900 | sudavik@sudavik.is | www.sudavik.is


VIÐBURÐIR Á VESTFJÖRÐUM SUMARIÐ 2018 ÞAÐ VERÐUR NÓG UM AÐ VERA Í HÁTÍÐASTÚSSI Á VESTFJÖRÐUM Í SUMAR LÍKT OG UNDANFARIN ÁR. NJÓTIÐ SAMVISTANNA, VIÐBURÐANNA OG GLEÐINNAR: 18. - 21. MAÍ

SKJALDBORG Á PATREKSFIRÐI

31. MAÍ – 3. JÚNÍ

SJÓMANNADAGUR Á PATREKSFIRÐI

31. MAÍ – 3. JÚNÍ

SJÓMANNADAGURINN Í BOLUNGARVÍK

17. JÚNÍ

HÁTÍÐARHÖLD UM VÍÐAN VÖLL VEGNA ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSINS

23. JÚNÍ

GÖTUVEISLAN Á FLATEYRI

29. JÚNÍ - 1. JÚLÍ

DÝRAFJARÐARDAGAR Á ÞINGEYRI

29. JÚNÍ - 1. JÚLÍ

HAMINGJUDAGAR Á HÓLMAVÍK

1. JÚLÍ

FURÐULEIKAR Á STRÖNDUM

6. - 8. JÚLÍ

MARKAÐSHELGIN Í BOLUNGARVÍK

14. JÚLÍ

MANNSAVEIÐIKEPPNIN Á SUÐUREYRI

12 - 15. JÚLÍ

HLAUPAHÁTÍÐ Á VESTFJÖRÐUM

13. – 15. JÚLÍ

NÁTTÚRUBARNAHÁTÍÐ Á STRÖNDUM

21. JÚLÍ

ÖGURBALL

27.-29. JÚLÍ

REYKHÓLADAGAR

3.- 5. ÁGÚST

MÝRARBOLTINN Í BOLUNGARVÍK

3. - 6. ÁGÚST

GÖNGUHÁTÍÐ Í SÚÐAVÍK

4. ÁGÚST

SANDKASTALAKEPPNIN Í HOLTSFJÖRU

9.-11. ÁGÚST

EINLEIKJAHÁTÍÐIN ACT ALONE Á SUÐUREYRI

13.-15. ÁGÚST

LINDY HOPP HÁTÍÐ Í EDINBORGARHÚSINU Á ÍSAFIRÐI

17. – 19. ÁGÚST

BLÁBERJADAGAR Í SÚÐAVÍK

19. ÁGÚST

ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í HRÚTADÓMUM Í SAUÐFJÁRSETRINU Á STRÖNDUM

9. – 15. SEPT.

ÁSTARVIKAN Í BOLUNGARVÍK

13. – 16. SEPT.

GAMANMYNDAHÁTÍÐ FLATEYRAR

VIÐBURÐADAGATAL MÁ FINNA Á: WWW.WESTFJORDS.IS 53


Westfjords from A-Z 1. REYKHÓLAR

10. DYNJANDI WATERFALL

19. SÚÐAVÍK

2. FLATEY ISLAND

11. ÞINGEYRI

20. HORNSTRANDIR

3. VATNSFJÖRÐUR NATURE RESERVE

12. THE GARDEN SKRÚÐUR

21. DRANGAJÖKULL GLACIER

4. RAUÐASANDUR

13. FLATYERI

22. DRANGSNES

5. LÁTRABJARG

14. SUÐUREYRI

23. ÁRNESHREPPUR

6. PATREKSFJÖRÐUR

15. VIGUR

24. HÓLMAVÍK

7. TÁLKNAFJÖRÐUR

16. BOLUNGARVÍK

25. BORÐEYRI

8. BÍLDUDALUR

17. HNÍFSDALUR

9. ARNARFJÖRÐUR

18. ÍSAFJÖRÐUR

20

14 13

16

21 17

18

19

15

12

23

11 9 10 8 6

24

7

22

3

5 4

1 2 54

25


Westfjords from A-Z

1

3

REYKHÓLAR

If you are interested in bird-watching, the small village of Reykhólar is the perfect hub. The sea closest to shore is very shallow and with a high tidal range. These conditions, combined with the marshes and ponds found inland create a bountiful biota and a perfect environment for a rich bird life. In Reykhólar you can enjoy a new and unique exhibition, dedicated to the various gifts of nature in the Breiðafjörður area and their utilization by farmers and fishermen. One of them is the eider duck, providing the celebrated eiderdown, collected and refined here for centuries. The traditional wooden boats built and used in Breiðafjörður Bay are also displayed here. In Grund near Reykhólar you find antique tractors and in Seljanes there is a collection of vintage cars. The village is also famous for its kelp factory, Thorverk, the only factory in Iceland that processes seaweed. The salt factory Norðursalt makes its renowned saltflakes from the clean ocean near Reykhólar.

2

VATNSFJÖRÐUR NATURE RESERVE

Iceland owes its name to Hrafna-Flóki (Raven-Floki). After a long navigation from Norway, he came to Vatnsfjörður. The story goes that after a full summer doing everything else than preparing for winter, he grudgingly hiked up to Mt Lómfell and named the land – Iceland. Vatnsfjörður became a Nature Reserve in 1975. It has wonderful natural vegetation, mostly birch and rowan and numerous lakes and ponds are to be found, lake Vatnsdalsvatn the largest. Over 20 species of birds inhabit the nature reserve and if you´re lucky you can see the Icelandic fauna in it whole: Arctic foxes, mice and mink. It is probably easiest though to spot seals, who like to laze about sunbathing on the reefs by Hörgsnes peninsula. There are numerous hiking trails in the area and you can take a walk along the shores and enjoy a dip in the stunning natural pool down by the sea, Hellulaug. There is a hotel at Flókalundur with a restaurant, gas-station, swimming pool and camping ground. Close by is Surtarbrandsgil, one of the most remarkable plant fossil areas of Iceland. An exhibition of stone fossils from the ravine can be seen in the old vicarage in Brjánslækur and from there you can go on guided walks to the ravine five days a week.

4

FLATEY ISLAND

Beautifully kept old houses in cheerful colours line the dusty path through the settlement of Flatey Island. Walk through it, and at the end of the settlement, the path becomes even narrower and more crooked, taking you through a dense population of birds, consisting mainly of Arctic terns. Two families stay on the island throughout the winter, but many more migrate during the summer, mainly for leisure but also to serve tourists. In a charming way, it feels very much like a movie set. And so it is. Many movies are set on the island, most notably The Honour of the House based on a short story by Nobel Prize winner Halldór Laxness, White Night Wedding, a movie by Baltasar Kormákur and Nonni og Manni. In fact, Baltasar’s father painted the unusual altar piece in the island’s church, making it worthy of a visit. In summertime, a ferry goes to Flatey twice a day from Stykkishólmur and Brjánslækur.

RAUÐASANDUR

Rauðasandur, (Red Sand), is precisely that: a beach with endless red sand. The magnificent hues of the sand, on the 10 kilometer long beach, differ with daylight and weather, and the beach is the biggest pearl in a string of coves with sand ranging in colors from white through yellow through red to black, and in coarseness from very fine to sole-hurting chips of seashells. Just pure sand enlivened by countless seabirds and seals, an oasis with unique tranquility. Forget everything, except maybe getting the perfect picture. Enjoy a cup of coffee in the French café and look at the spectacular view with Snæfellsjökull glacier in the background. 55


Westfjords from A-Z

5

7

TÁLKNAFJÖRÐUR LÁTRABJARG

One of Europe’s biggest bird cliffs, a home to birds in unfathomable numbers. This westernmost point of Iceland is really a line of several cliffs, 14 kilometers long and up to 441 m high. And it’s as steep as it gets, dizzyingly so. Safe from foxes, the birds are fearless, and provide stunning photographic opportunities from close range. Bird photography for dummies, you might say. The puffins are particularly tame and are the ones frequenting the grassy, higher part of the cliffs. But look out, the edges are fragile and loose and the fall is high. Látrabjarg is thus deservedly the most visited tourist attraction in the Westfjords. The cliffs are easily accessible by car and when you’re there, a walk along the cliffs awaits. The whirling sensation will not fade, and neither will the memories.

Tálknafjörður is a friendly village in the southern part of the Westfjords, with a population of 230 inhabitants. For centuries, most of the locals made their living from fishing, and they still do of course, but in order to diversify its economy, the town now welcomes groups of tourists every year, the biggest attraction being sea angling. In the northern part of the fjord, hot water springs from the earth. This pure energy is used for fish farming and heating the swimming pool. Bonuses to this geothermal activity are natural hot pools located just outside the village. There is nothing better after a long day on the road, than to glide down into the warm water and enjoy the stunning beauty of the surrounding mountains. Various hiking trails can be found on either side of the fjord, many of them old riding paths, used to cross the surrounding mountains and heaths.

8

6

BÍLDUDALUR PATREKSFJÖRÐUR

The biggest town in the southern region of Westfjords is Patreksfjörður and it is situated in a fjord bearing the same name. The fjord got its name from its first settler, whose spiritual guide was St. Patrick, the patron saint of Ireland. Somewhat fittingly it was in this fjord that the first potatoes were cultivated in Iceland in the 18th century. Early in the 20th century, Patreksfjörður was a pioneering force in Iceland’s fishing industry, initiating trawler fishing. Still today the chief occupation is commercial fishing and fish processing. Patrekfjörður is also a service centre for the southern region with a hospital, bank, post office, pharmacy, swimming pool with excellent sport facilities and various other services, such as restaurants, cafés and craft galleries. Just outside of town is an excellent golf course as well as many challenging hiking trails. 56

Bíldudalur is a beautiful little village that enjoys some of the best summer weather in the Westfjords. Due to its position, the sea breeze rarely reaches the town, making it an excellent place to hang out on sunny days. Fish farming has been a growing industry in Bíldudalur over the last couple of years and there is also a sea mineral plant that processes calcified red seaweed, harvested from the seabed, mainly used in animal feed, hygiene and fertilizer products. Although a small population inhabits this picturesque village, music and culture have thrived there for decades. Therefore it should be no surprise that there are two museums in the village. The Icelandic Sea Monster Museum opened in 2009, offering an action-packed multimedia display of the local tales of sea monsters, which have played a colorful role in Icelandic folk culture for centuries. Melodies of the Past is a peculiar music museum in town, exhibiting Icelandic musical memorabilia.


Westfjords from A-Z

9

ARNARFJÖRÐUR

Arnarfjörður is one of the largest and most spectacular fjords in Iceland. It is surrounded by steep mountains and valleys that create strong appearance and mystique. The fjord is famous for its beautiful landscape and has fostered renowned personalities and artists. Everyone can find something of interest in Arnarfjörður,- be it running on the yellow sand in Ketildalir, viewing the artworks of Samúel Jónsson in Selárdalur, the waterfall Dynjandi, visiting the Museum of Jón Sigurðsson at Hrafnseyri or learning about monsters at the Sea Monster museum.

10

11

ÞINGEYRI

Þingeyri is a small village situated on a spit of land in one of Iceland’s most scenic fjords, Dýrafjörður. Like in most other seaside villages in Iceland, the culture and industry has been shaped by the sea throughout the centuries. In Þingeyri you’ll find a small shop, and a swimming pool at the local sports hall. The Blue Bank is a new community project in Þingeyri, that aims to create a multi-purpose site that combines public and private activities in one, centrally located and accessible site. Simbahöllin is a homely café, specializing in Belgian waffles, set in a beautifully renovated old Norwegian house from 1915. Another point of interest is the oldest functioning mechanic workshop in Iceland, established in the year 1913. A Viking theme hovers over Dýrafjörður; there you’ll find a Viking area and museum, and in Haukadalur – the Viking valley, is always something happening! One of Iceland’s most scenic golf courses is just a stone’s throw from Þingeyri, with the Westfjords Alps as a backdrop, including the highest mountain of the peninsula, Kaldbakur (998 meters). Dýrafjörður is the home to one of the Icelandic Saga’s greatest characters, Gísli Súrsson, who lived in Haukadalur, where you’ll find a growing Viking project, with guided walks and various events throughout the summer.

12

DYNJANDI WATERFALL

Simply enthralling; The Westfjords’ favorite front-page model for decades, and is never short of breathtaking. The biggest and widest part of the waterfall is the one that gets all the attention and the photos, even though there are impressive, albeit smaller, waterfalls further down the river. There are guided tours available from Ísafjörður, Suðureyri and Patreksfjörður. To enjoy, follow this simple step-by-step manual. 1. Stop your car at the parking lot. 2. Walk all the way up to the biggest part of the waterfall, it takes about 15 minutes. 3. Take a deep breath and enjoy the surroundings. 4. Whenever ready, go back down to the car. 5. Tick off this article and continue working through the check-list. NB: If you are not keen on walking to the top, you can still enjoy the beauty of the waterfall right from the parking lot.

THE GARDEN SKRÚÐUR

The Garden Skrúður holds an important place in the Icelandic history of gardening. Skrúður is a botanical garden on the shore of one of the Westfjords of Iceland, close to the Arctic Circle. Laid out on an incline facing south-west towards the Dýrafjörður inlet, it is backed by a grim chain of glacier-eroded mountains. It is next to Núpur, where you’ll find a former boarding school and an old church. The garden was opened in 1909, the brain-child of Reverend Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959) who, with his brother Kristinn, had started a school at Núpur few years earlier. In 2013 Skrúður won the International Carlo Scarpa Prize for Gardens, awarded by the Benetton Foundation. 57


Westfjords from A-Z

13

14

SUÐUREYRI FLATEYRI

Flateyri has been a trading post since 1792 and saw its heyday in the 19th century when it was home to a fleet of decked vessels and the base for shark-hunting and whaling operations. With its fishing industry declining over the years, Flateyri, like so many other fishing villages, is dependent on tourism in the summer months; with lot of sea anglers visiting. The old bookstore has been turned into a museum where you can buy second hand books and visit the old merchant’s home. A small shop, café’s and local pub offering great food are to be found in Flateyri. There is a nice sandy beach on the other side of the fjord, and although the sea might be colder for bathing than most people prefer, the sand is great for building sand castles and paddling the fjord on a kayak is a popular activity for both visiting guests and locals.

Suðureyri is a traditional, yet eco-conscious fishing village that is pioneering a new concept that draws visitors into the daily work life of the village. “That’s what I’m taking a break from!”, you might say. However, a change is often as good as a break and an opportunity to try or just take a look at something you would never normally get to do. Whether joining a fishing boat crew, feed the cod in the lagoon or visit a fish-processing factory, these are authentic cross-cultural experiences you’re unlikely to forget! Here you will find a village that is working together as a team to provide the visitor with an understanding of their way of life - a life they are justifiably proud to share. Where you can learn about all the steps involved in bringing that delicious fish from the sea to your plate – and even have a taste. The Seafood Trail, a guided walk where you get to taste a few samples of the local fish products, is an excellent way to get to know Suðureyri. All basic services can be found in Suðureyri and the outdoor geothermal swimming pool is one of the most popular in the area on sunny summer days.

15

VIGUR

Puffins, eiders, guillemots and arctic terns are this island’s magnets, and they are all abundant. Indeed, as the puffins, which nest in burrows, have dug through much of the island’s soil, travelers have to follow a certain path to avoid falling into one. This small bird, by some dubbed the penguin of the north, is a clumsy flier but impresses visitors by artfully stacking its beak full of sand eel or small fish, carrying it home to its hungry chicks. Being the opposite of the hospitable humans that live on the island, the Arctic terns fight to keep intruders away. Luckily, a stick held above the head does the trick. Eiders and humans share a mutual beneficence; eiders get protection by nesting in close vicinity of the people, who collect the precious down from the eider nests. One of the every day event is when locals feed a group of orphan eider chicks. In Vigur you find the smallest post office in Iceland, as well as the only windmill and beautifully renewed houses. Since an end was put to milk production on Vigur Island, the inhabitants spend much of the winter preparing the eider down, collected over the summer, for export. To get to Vigur, there is a daily boat tour from Ísafjörður. 58


Westfjords from A-Z

16

18

ÍSAFJÖRÐUR BOLUNGARVÍK

Bolungarvík has been inhabited ever since the time of Iceland’s settlement. Bolungarvík is one of Iceland’s earliest fishing outposts and is located close to rich fishing grounds, so naturally the most popular tourist attraction in Bolungarvík is the Ósvör Maritime Museum, a fascinating replica of an old rowboat fishing hut. The museum curator greets visitors wearing a skin suit similar to the one Icelandic fishermen wore in the 19th century. In addition there is a Natural History Museum in town that hosts an extensive bird and mammal collection, including a polar bear.

Ísafjörður is the largest town in the peninsula. It is formed on a gravel spit that stands out into the fjord, with a charming Old Town where small corrugated houses line the streets. Having a wharf all around the spit is fitting, as fish and seafaring has always been the name of the game. It is conveniently located between five smaller villages and sometimes referred to as the capital of the Westfjords. Ísafjörður has wide range of services for visitors, a swimming pool, a cinema, bakeries, restaurants and café’s. For quite a few days of the summer you’ll find Ísafjörður literally bustling with live as cruise ship guests flock around town, but over 100 cruise ships will be visiting Ísafjörður this summer. An array of day tours are operated, in and out of town, for hikers, paddlers and other outdoorsy types, but also for those wanting a leisurely culture walk or a visit to a museum.

Bolungarvík is surrounded by high, steep, scree-sloped mountains. A popular visiting point is the top of Bolafjall Mountain offering a staggering view. A gravel road to the top is open during summer. Skálavík is also nearby with a black beach and often heavy waves, it is a wonderful spot to enjoy the evening sun.

19

Amenities include gas stations, shops and different types of accommodation, as well as an indoor swimming pool, a sports centre and a camping site with cooking and washing facilities. A golf course is just outside the settlement.

17

SÚÐAVÍK

Súðavík is a small and friendly fishing village in Álftafjörður – the fjord of swans. Since 1995, when an avalanche destroyed a big part of the village, it has been divided into two parts, the old and the new. The new village was built on a location safe from avalanches, and the old part is kept intact as a summer resort.

HNÍFSDALUR

Hnífsdalur is a small village between Ísafjörður and Bolungarvík. With a population of only 210, most of the inhabitants work in Ísafjörður, which is only couple of kilometers away. No actual services can be found in the quiet village, but it is a great place for nature lovers and outdoor enthusiasts. The deep valley that the village derives its name from is lush and green, with a river winding through it. Multiple hiking routes can be found in the valley and surrounding mountains, ranging from moderate to very challenging. Hnífsdalur is easily reached by bus, with multiple departures from Ísafjörður every weekday.

Súðavík is a great place to visit, especially for families. The family garden Raggagarður, is a playground in the heart of the old town. It is created for kids and adults alike, a place where the whole family can spend time together. Another attraction is The Arctic Fox Centre, an exhibition and research centre focusing on the only native terrestrial mammal in Iceland, the Arctic fox. Iceland Sea angling is the oldest sea angling project of Westfjords. It offers boats and accommodation services in Súðavík, Tálknafjörður and Bolungarvík. The town is an excellent place for hiking, for an instance to the bottom of the fjord you‘ll find the stunning ravine, Valagil. Súðavík municipality is known for it´s rich Blueberry fields and celebrates the harvest of the summer with the Blueberry festival in August and one of the best local souvenirs is made there – a delicious chocolate from Sætt og salt. 59


Westfjords from A-Z

20

HORNSTRANDIR

This territory of the Arctic fox has been uninhabited since the 1950s. As isolated as it was then, it now attracts nature lovers in growing numbers. The majestic bird cliffs surrounding the bay of Hornvík are amongst the main attractions of the area, with the cliffs reaching a height of more than 500 metres, teeming with birds. As there is no infrastructure and the tourists few in relation to the sheer size of the area, the sense of remoteness is strong. The nature is pure and the tranquility unmatched. The area is a haven for the Arctic foxes (think hunting-ban and birdpacked cliffs), so the chances of spotting one are high. Boat tours depart from Ísafjörður and Norðurfjörður.

21

DRANGAJÖKULL

Drangajökull is Iceland’s fifth largest glacier, around 150 km2. With the highest peak, Jökulbunga, at 925 m above sea level, Drangajökull is the only Icelandic glacier which lies entirely below 1000 m altitude. Its lowest point is at around 140 m above sea level. Drangajökull is known to behave differently from other glaciers in the country. It goes through cycles of 50-60 years during which it grows and recedes. Only the first few years of the cycle are a growing period, followed by a receding period of several decades. Scientists have not been able to fully explain these periods, as they seem to be independent of weather and climate. The last period of growth came just after the year 2000. When the Hornstrandir area was still inhabited, many communication routes lay across the glacier and people would cross it either walking or riding. Today, Drangajökull is becoming increasingly popular amongst outdoor enthusiasts. For those traveling by car it is easiest to reach the glacier by driving to Kaldalón. It only takes 60-90 minutes hike from the road up to the edge of the glacier. Please remember that glaciers can be dangerous due to crevasses. Hence, never venture out on a glacier without consulting a local expert first, or being companied by an expert guide. 60


Westfjords from A-Z

22

24

DRANGSNES

Drangsnes is a fishing village, pure and simple. Conveniently located near the fishing grounds, it thrives in its minimalistic ways. In fact, the entrepreneur who runs the local restaurant and one of the guesthouses is a fisherman. He also runs the boat tours to Grímsey. Grímsey Island, supposedly formed by a giant trying to dig the Westfjords apart from the rest of Iceland, is the biggest attraction in Drangsnes. The boat ride is only 10 minutes across. Grímsey boasts a rich bird life of puffins, fulmars and an interesting side story of fox farming. It does not come as a surprise that in this small hamlet, the camping place is just by the municipality’s office building, as synergy is always important in small villages. Lastly: although the new swimming pool in town is of top notch quality, the blend-in-with-the-locals way of bathing would be to dip into the small hot pools at the shore that offer a wonderful view over the fjord.

23

HÓLMAVÍK

Hólmavík is the largest town in the Strandir region, an area with an exciting and tragic history of witchcraft, witch-hunting and sorcery. The Museum of Sorcery & Witchcraft takes visitors on a tour into the mystical world of the supernatural. The history of witch-hunting in 17th century Iceland is presented at the exhibition as well as various aspects of magic from more recent sources. A second part of the exhibition, The Sorcerer’s Cottage, is in Bjarnarfjörður. The Cottage is a replica of an old turf house where an exhibition gives a glimpse of how a tenant farmer lived in Iceland in the 17th century and what magic he used to make life more tolerable. Inhabitants in the countryside surrounding Hólmavík live mostly on sheep farming, while economic activity in town revolves around the fisheries and the service sector. Next to Hólmavík youl’ll find the Sheep Farming Museum, an entertaining exhibition about the Icelandic sheep. Visitors will find all basic amenities, and more, in Hólmavík. There is a Tourist Information Centre in Hólmavík and a good swimming pool. Steingrímsfjörður is great for whale watching and from the harbor you can go on whale watching tours during the summer. Just outside of the town is a golf course and marked hiking paths.

25

ÁRNESHREPPUR

Árneshreppur is the smallest municipality in Iceland in population, but comprises a large area. The inhabitants earn their income by raising sheep, but in recent years, tourism has grown in importance. Stunning landscape, proximity to the natural elements and rich fauna are the area’s main attractions. Additionally, the area and community are steeped in history, such as of the Icelandic sagas, witch-hunts, herring adventures and folklore. A boat connects Norðurfjörður to Hornstrandir, perfect for hikers and those who want to marvel the area from the sea. Travelers can camp in several places and choose from a variety of other accommodation choices. Kaffi Norðurfjörður (you guessed it, kaffi is both café and coffee) and Hótel Djúpavík offer an array of local food. In Djúpavík, a herring factory closed down in the 50’s has been honored by an exhibition about its history. At Kört, local handcrafts and history are combined. Other services are available as well, such as a grocery store, a filling station and a unique swimming pool, Krossneslaug, by the seaside.

BORÐEYRI

This small settlement, once a flourishing trading centre, has seen its population and level of service decline in the last couple of decades. It has a garage and a school, but more importantly for travelers, both a guesthouse and a camping place. As one can imagine, personal service is of high importance there. On the list of must-sees is the oldest house, the Riis-house. It was home to a merchant by the name of; you guessed it, Riis, who lived in Borðeyri in the early 1900s. 61


Westfjords from A-Z

HISTORY, FISH AND SHEEP History, fish and sheep. If only given a space of three words, these would be near the top. Luckily, 1100 years of history can usually be given a little bit more space than three words. The most visited history attractions are 15 minutes apart, two museums that approach the maritime history from two different angles. Ósvör, fisherman’s hut, in Bolungarvík, is one. There, the sheep-skin clad guide shows you around the huts who resemble those the fishermen lived in for thousand years. The maritime museum in Ísafjörður fills up the holes in the history, showing how the fish was processed and what was done with it after the processing. At the Arctic Fox Centre in Súðavík, you will learn about the 1100 year story of legal foxhunting in Iceland and get into the world of the legendary foxhunters of the past. Another museum of interest is The Museum of Icelandic Sorcery and Witchcraft. The museum is in two parts, one located in Hólmavík and one 25 km away in Bjarnarfjörður. Other museums of historical interest include Hnjótur and Hrafnseyri, where a hero of independence, Jón Sigurðsson (the gentleman on the ISK 500 bill), is commemorated and the Sea Monster Museum in Bíldudalur.

based on the patterns used for Icelandic wool sweaters. And then there is the intangible aspect. Keep your eyes open for village feasts, held all over all through the summer. Strike up a conversation about the weather with the one next to you in the hot-dog line and there you go: local culture in one of its many manifestations.

Many aspects of culture are intangible; it is how people behave and how society is organized. However, it has its concrete manifestations as well. The best bet for a first stop is a museum.

Hiking is a popular recreation. When hiking in the Westfjords, there is always a tendency to hike between two fjords. Understandably; if you look at the map, there is most often a pass or two between any fjords and the feeling of looking down the other side of the mountain is one to savor.

Local handcrafts traditions flourish in every fjord and valley. Almost all villages have their energetic bunch, knitting and crocheting and selling to interested tourists. Some interesting innovations can be found, especially those

One of the most popular area for hiking is without a doubt Hornstrandir Nature Reserve. The reserve is ideal for longer hikes, and there are day tours available from Ísafjörður as well. However, its biggest advantage is also

62

its disadvantage, which is the inaccessibility and lack of service. The rest of the Westfjords are just as stunning, for example Látrabjarg, the biggest bird cliff in Europe, and Rauðasandur. Make sure to pick up a hiking map for the area at the nearest Information Center. Tourists and locals alike love the deep rooted culture of hanging out in one of the myriad of swimming pools in Iceland. Public swimming pools can be found in almost every town and village of the Westfjords. Opening hours are usually long, the entrance cheap and more often than not there is a hot tub or two for those who prefer relaxing to swimming. Natural pools can also be found all over in the region, the perfect place to relax after a long day of hiking or driving. But please be mindful of respecting the few rules, like not camping by the pools, not cooking in the sheds, not wash utilities or clothes in the pools – and leave no trace.


Your local tour expert in the Westfjords region Daily departures from Ísafjörður

Boat transfer to Hornstrandir Nature Reserve Guided day tours to Hesteyri • Vigur Island tour • Kayaking Whale Watching • Rib boat tours • Super Jeep tours Cultural Walks • Sightseeing’s

#Westtours #Westfjords

WEST TOURS Aðalstræti 7 Ísafjörður Tel: +354 456 5111 westtours@westtours.is www.westtours.is


HIGH PROTEIN – FAT FREE iseyskyr.com

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 1 6 - 2 4 7 2

ICELAND’S SECRET TO HEALTHY LIVING


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.