Framsókn í Ísafjarðarbæ
Framtíðarsýn í fyrirrúmi
STEFNUSKRÁ
Framboðslisti Framsóknar
1. sæti: Marzellíus Sveinbjörnsson, umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðar bæjar. Ísafirði.
2. sæti: Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, leiðbeinandi. Ísafirði.
3. sæti: Kristján Þór Kristjánsson, svæðisstjóri CCEP á Vestfjörðum. Ísafirði.
4. sæti: Elísabet Samúelsdóttir, þjónustustjóri Landsbankans á Ísafirði. Ísafirði.
5. sæti: Anton Helgi Guðjónsson, sjávarútvegs fræðingur. Ísafirði.
6. sæti: Helga Dóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri og bóndi. Tröð í Önundarfirði.
7. sæti: Hákon Ernir Hrafnsson, nemi. Ísafirði.
8. sæti: Elísabet Margrét Jónasdóttir, skrifstofu og fjármála stjóri Íslandssögu. Bæ í Súgandafirði.
9. sæti: Gísli Jón Kristjánsson, útgerðarmaður. Ísafirði.
Framboðslisti Framsóknar
10. sæti: Violetta Maria Duda, skólaliði. Suðureyri.
11. sæti: Barði Önundarson, verktaki. Hafrafelli.
12. sæti: Sólveig S. Guðnadóttir, sjúkraliði. Ísafirði.
13. sæti: Steinþór A. Ólafsson, bóndi og verktaki. Fremri Hjarðardal í Dýrafirði.
14. sæti: Rósa Ingólfsdóttir, starfsstöðvarstjóri hjá Ríkisskattstjóra. Ísafirði.
15. sæti: Friðfinnur S. Sigurðsson, bifreiðastjóri. Þingeyri.
16. sæti: Guðríður Sigurðardóttir, kennari. Ísafirði.
17. sæti: Konráð Eggertsson, æðarbóndi. Ísafirði.
18. sæti: Ásvaldur Guðmundsson, fv. staðarhaldari. Núpi í Dýrafirði.
Ágæti íbúi Í þessu hefti er að finna stefnu Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ fyrir komandi kjörtímabil. Stefnan var unnin á þann veg að haldnir voru opnir fundir í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins þar sem kallað var eftir röddum íbúa og áherslum þeirra auk þess sem framboðslistinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri. Niðurstaðan er svo þetta rit, ég er virkilega ánægður með útkomuna og þakka öllum sem lögðu hönd á plóg. Einkunnarorð okkar eru „Framtíðarsýn í fyrirrúmi“ þar sem áherslan er á kröftuga uppbyggingu á fjölskylduvænu samfélagi. Framundan eru stór mál, hagsmunabarátta fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu á svæðinu t.d. í fiskeldi og raforkuöflun, uppbygging innviða og þjónustu á svæðinu og búa í haginn fyrir og stuðla að aukinni fólksfjölgun. Til þess að allir þessir hlutir gangi upp þarf að horfa til framtíðar, setja skýr markmið og vinna eftir þeim. Stefnuskráin tekur mið af þessu, þar eru bæði verkefni sem hafa beðið lengi og hægt er að ráðast í tiltölulega fljótt en einnig langtímaverkefni. Með samvinnu að vopni, bæði innan bæjarstjórnar og við nágrannasveitarfélög getum við barist fyrir og byggt upp og blómstrað ennfrekar. Setjum X við B á kjördag Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknar í Ísafjarðarbæ
Kosningaáherslur Framsóknar í Ísafjarðarbæ við sveitarstjórnar kosningar 26. maí 2018 FRAMSÓKN VILL Að auglýst verði eftir bæjarstjóra sem starfi á kjörtímabilinu Að Ísafjarðarbær verði í forystu í hagsmunabaráttu atvinnumála á Vestfjörðum, þar á meðal er varðar fiskeldi, ferðaþjónustuna, sjávarútveg, raforkuöflun og landbúnað Að Ísafjarðarbær í samvinnu við önnur sveitarfélög á svæðinu vinni að sjálfbærri ferðamannastefnu þar sem áherslan er lögð á upplifun, gæði þjónustunnar og virðisauka hennar Stuðla að aukinni geðheilbrigðisþjónustu og styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu með því að innleiða snemmtæka íhlutun í sveitarfélagið Stórbæta almenningssamgöngur milli þéttbýliskjarna sveitarfélagsins Fjölga leikskólaplássum og tryggja leikskólavistun frá 12 mánaða aldri, m.a. með stækkun leikskóla Finna framtíðarlausn á húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði Byggja fjölnota knattspyrnuhús og skipuleggja Torfnes svæðið sem íþróttamiðstöð með líkamsrækt og sundlaugasvæði Auka flokkun og finna leiðir til þess að hætta urðun á almennu sorpi
Atvinnu og ferðamál:
Ísafjarðarbær á að vera í forystu varðandi hagsmunabaráttu í atvinnumálum á Vestfjörðum. Fjölbreytt og framsækið atvinnulíf er forsenda þess að íbúum Ísafjarðarbæjar fjölgi og samfélagið dafni. Mikil tækifæri felast í uppbyggingu fiskeldis á svæðinu og þurfa bæjaryfirvöld að tryggja hagsmuni íbúa svæðisins með virkri baráttu í stjórnkerfinu og með góðri hafnarþjónustu. Sjávarútvegur er höfuðatvinnuvegur Vestfirðinga og sá grunnur sem búseta hér byggir á. Mikill uppgangur hefur verið í ferðamannaþjónustu sem hefur skapað aukna fjölbreytni í atvinnulífinu en skapa þarf stefnu um hverskonar ferðaþjónustusvæði bæjarfélagið á að vera. Sveitir Ísafjarðarbæjar eru mikilvægur hluti samfélagsins í efnahagslegum, félagslegum og atvinnulegum skilningi. Þess vegna er mjög brýnt að búseta í dreifbýli sé fýsilegur kostur, þannig að búsetuskilyrði sem flestra bænda séu tryggð og ungt fólk sjái sér hag í því að eiga þar heimili. Uppbygging “Hringvegar 2” um Vestfirði og uppbygging við náttúruperluna Dynjanda eru mjög mikilvæg þegar kemur að ferðaþjónustu. Framsókn vill: ■■ Ísafjarðarbæ í forystu í hagsmunabaráttu atvinnumála á Vestfjörðum. ■■ Skapa góðar aðstæður fyrir fiskeldi, tryggja uppbyggingu þess sem og annars iðnaðar í bænum. ■■ Tryggja aukið öryggi í raforkudreifingu með aukinni raforkuöflun á Vestfjörðum og hringtengingu rafmagns. ■■ Vinna eftir stefnu starfshóps um móttöku skemmtiferðaskipa. ■■ Setja Ísafjarðarbæ í samvinnu við önnur sveitarfélög á svæðinu um sjálfbæra ferðamannastefnu þar sem áherslan sé ekki á fjölda ferðamanna heldur upplifun, gæði þjónustunnar og virðisauka hennar. ■■ Stuðla að uppbyggingu á sterkum og sjálfbærum ferðaiðnaði í sveitarfélaginu. ■■ Vinna verði að uppbyggingu hringvegarins um Vestfirði sem ferðamannaleiðar.
■■ Finna leiðir til þess að skapa umhverfi og atvinnutækifæri fyrir ungt fólk sem vill snúa heim að loknu námi og frumkvöðlastarf verði styrkt. ■■ Að eyðing minnka og refa verði tekin föstum tökum svo nýting æðarvarps sem er einstök á heimsvísu geti áfram dafnað í sveitarfélaginu. ■■ Standa vörð um matvælaframleiðslu í sveitum og standa vörð um hagsmuni bænda. ■■ Tryggja og vernda opinber störf í sveitarfélaginu. ■■ Efla afþreyingu fyrir ferðamenn.
Fjármál og stjórnsýsla:
Vilji Framsóknar er að auglýsa eftir bæjarstjóra. Ábyrg og traust fjármálastjórn í bæjarrekstri er forsenda þess að veita bæjarbúum góða þjónustu og byggja upp innviði í bæjarfélaginu. Ljóst er að töluverð fjárfestingarþörf er í bænum í skólamálum, íþróttamálum og gatnaframkvæmdum og skal þeim framkvæmdum forgangsraðað og unnið eftir því. Stefna skal að því að lækka skuldir bæjarins eins og efni standa til en með því sparast vaxtagreiðslur. Framsókn vill: ■■ Að ábyrg og traust fjármálastjórn verði helsta markmið í rekstri bæjarfélagsins. ■■ Gera Ísafjarðarbæ að jafnlaunavottuðu sveitarfélagi. ■■ Fara í viðræður við nágrannasveitarfélög um aukna samvinnu á sviði þjónustu svo sem í almenningssamgöngum. ■■ Kanna möguleikann á Björgunarmiðstöð fyrir slökkvilið, lögreglu og aðra viðbragðsaðila. ■■ Auka samvinnu milli Hafna Ísafjarðarbæjar og Áhaldahússins. ■■ Framlengja niðurfellingu á gatnagerðargjöldum til þess að stuðla að aukinni uppbyggingu húsnæðis. ■■ Að afsláttur verði gefinn af fasteignagjöldum vegna nýbyggingu íbúðarhúsnæðis.
Skóla og fjölskyldumál:
Leik-, grunn- og framhaldsskólar eru hjartað í hverju sveitarfélagi. Skólakerfið okkar á að gefa sérhverjum nemenda kost á því að rækta hæfileika sína og styrkleika með því að fá kennslu og viðfangsefni við hæfi. Veita þarf starfsfólki þá aðstöðu og fjármagn sem þarf til þess að ná fyrrnefndu markmiði. Standa þarf vörð um skólana í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Framsókn vill: ■■ Fjölga leikskólaplássum og tryggja leikskólavistun frá 12 mánaða aldri. ■■ Leita leiða til að lækka verð á skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn eða þær gerðar gjaldfrjálsar. ■■ Tryggja framtíðarlausn á svæði Grunnskólans á Ísafirði og bæta heildarskipulag svæðisins þar sem tillit verður tekið til bílastæða, skólalóðar og húsnæðis. ■■ Að staðið verði vörð um skólaþjónustu í hverjum byggðarkjarna sveitarfélagsins. ■■ Endurskoða sumarlokun leikskóla og aðlaga að þörfum fjölskyldna. ■■ Að sálfræðiþjónusta í grunnskólum verði tryggð og efld. ■■ Auka forvarnir í samstarfi við skólana. ■■ Berjast fyrir fjárveitingum til Menntaskólans á Ísafirði, bæði til þess að standa vörð um iðnnám og bóknám skólans. ■■ Þrýsta á frekara samstarf Háskólanna í landinu við Háskólasetur Vestfjarða. ■■ Efla starfsemi vinnuskólans í öllum bæjarkjörnum sveitarfélagsins.
Íþrótta og tómstundamál:
Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er eitt af aðalsmerkjum blómstrandi samfélaga og mikilvægt er að bæjaryfirvöld bjóði íþróttafélögum góða aðstöðu og hvetji almenning til hreyfingar og útivistar. Ákvarðanir um uppbyggingu íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu þarf að taka af yfirvegun og framsýni, bæði þannig að aðstaðan standist kröfur almennings og íþróttafélaganna og einnig að stofn og rekstrarkostnaður sé lágmarkaður. Framsókn vill: ■■ Að Torfnes verði skipulagt til framtíðar sem líkamsræktar og sundlaugarsvæði. ■■ Að byggt verði fjölnota knattspyrnuhús á Torfnesi og byrjað haustið 2018. ■■ Styðja við íþróttastarf barna í smærri byggðarkjörnum. ■■ Að samgöngur milli byggðakjarna taki mið af frístundastarfi barna. ■■ Að hugað verði að viðhaldi og uppbyggingu á íþróttaaðstöðu á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri í samráði við íþróttafélög og íbúa á hverjum stað t.a.m. með klifurvegg á Flateyri. ■■ Að hugmyndir um uppbyggingu skíðasvæðanna á Seljalandsdal og Tungudal verði samræmdar. ■■ Styðja áfram við HSV og íþróttaskóla HSV í gegnum samstarfssamning. ■■ Að haldið verði áfram að leggja og halda við göngustígum. ■■ Gervigras á aðalvöll á Torfnesi. ■■ Tryggja aukna opnun á Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar t.a.m. með snjóframleiðslu.
Samgöngu og hafnamál:
Skipulag og þjónusta í nútímasamfélagi miðast við góðar og greiðar samgöngur. Þess vegna er mikilvægt að Ísafjarðarbær þrýsti á mikilvæg verkefni í samgöngumálum s.s. uppbyggingu vegar á Dynjandisheiði, vegagerðar í Gufudalssveit og jarðganga milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Talsvert vantar enn upp á að samgöngu- og fjarskiptakerfi á Vestfjörðum standist nútíma kröfur, þó að mikið hafi áunnist á undanförnum árum. Finna þarf framtíðarstaðsetningu flugvallar í sveitarfélaginu. Uppbygging og viðhald á höfnum skipta sjávarútvegs- og ferðaþjónustufyrirtæki miklu máli. Almenningssamgöngur þurfa að virka fyrir íbúa í sveitarfélaginu og vera öruggar. Eins þarf að huga að aðgerðum gegn hraðaakstri innanbæjar. Framsókn vill: ■■ Krefjast þess að framtíðarstaðsetning nýs flugvallar verði fundin. ■■ Bæta almenningssamgöngur í sveitarfélaginu og tryggja öryggi þeirra. ■■ Að útboð á stækkun Sundahafnar fari fram sem fyrst. Fyrir liggur mikill áhugi á uppbyggingu á Suðurtanga en þeir aðilar treysta á stækkun hafnarinnar. Sömuleiðis næst með lengingu hafnarkantsins að taka inn stærri skemmtiferðaskip að höfn. ■■ Að viðgerðir á höfninni á Flateyri verða kláraðar. ■■ Krefjast þess að farið verði í jarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Auka öryggi á götum bæjanna t.a.m með hraðahindrunum. ■■ Að útvarps-, net- og farsímasamband náist og sé öflugt allsstaðar á Vestfjörðum. ■■ Laga sjóvarnir við Pollinn í samræmi við niðurstöður Pollnefndarinnar. ■■ Þrýsta á að uppbygging Dynjandisheiðar og vegagerð í Gufudalssveit fylgi Dýrafjarðargöngum.
Heilbrigðismál:
Heilbrigðisþjónusta á nærsvæði íbúa er gífurlega mikilvæg þegar fólk ákveður hvar það vill búa. Þrýsta þarf á heilbrigðisyfirvöld að grunnþjónusta sé ávallt til staðar í sveitarfélaginu, einnig að tryggt sé að fæðingar- og skurðþjónusta sé ávallt til staðar. Klára þarf nýjan rekstrarsamning um Eyri og skoða þarf stækkun á Eyri til að fjölga rýmum. Framsókn vill: ■■ Stuðla að aukinni geðheilbrigðisþjónustu og styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu með því að innleiða snemmtæka íhlutun í sveitarfélagið. ■■ Ráðist verði í aðgerðir til þess að tryggja betra aðgengi fatlaðra í bæjarfélaginu ■■ Að skoðuð verði stækkun á Hjúkrunarheimilinu Eyri með fjölgun rýma ■■ Að starfssemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða verði efld með auknum verkefnum á landsvísu. ■■ Áframhaldandi stuðning við málefna aldraðra, fatlaðra, velferð öryrkja og atvinnulausra í sveitarfélaginu. ■■ Efla heimaþjónustu Ísafjarðarbæjar. ■■ Tryggja nýjan og réttlátan rekstrarsamning Hjúkrunarheimilsins Eyri.
Menningarmál:
Mikilvægt er hverju sveitarfélagi að menningarlíf blómstri. Ísafjarðarbær er þekktur fyrir öflugt menningarlíf. Sveitarfélagið þarf að styðja vel við bakið á einstaklingum og hópum til menningarsköpunar. Huga þarf vel að tónlistarnámi sem og öðru menningartengdu námi. Menningartengd ferðaþjónusta er í stöðugum vexti og nauðsynlegt er að styðja við nýjungar á því sviði. Framsókn vill: ■■ Styðja við einstaklinga og hópa til menningarsköpunar. ■■ Halda áfram stuðningi við menningarviðburði og bæjarhátíðir. ■■ Bæta aðstöðu safna í sveitarfélaginu og skapaðar aðstæður til þess að þau geti þróast og dafnað. ■■ Hvetja til aukins samstarfs á milli tónlistarskóla í Ísafjarðarbæ. ■■ Finna viðunandi lausn á geymslumálum skjalasafnsins.
Umhverfis- og skipulagsmál:
Mikil vakning hefur orðið í umhverfismálum undanfarin ár, þar á meðal í Ísafjarðarbæ. Enn er samt mikið verk óunnið og þarf Ísafjarðarbær að hafa metnað til að taka umhverfismál skrefi lengra og verða fyrirmynd annarra sveitarfélaga á landinu. Stuðla þarf að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða og tryggja varðveislu náttúru og menningarverðmæta. Urðun sorps er ákaflega óumhverfisvæn lausn, finna þarf aðra lausn með öðrum sveitarfélögum á landinu, t.d. hátækni sorpeyðingarstöð líkt og tíðkast og til dæmis í Danmörku. Auka þarf flokkun og takmarka notkun á einnota plasti eins og hægt er. Áfram verði stutt við og hvatt til rusl- og strandhreinsana í sveitarfélaginu og stuðlað að aukinni umhverfisvitund. Framsókn vill: ■■ Að Ísafjarðarbær hætti að nota einnota plast á sínum vinnustöðum eða í það minnsta dragi úr því eins og kostur er á. ■■ Að nýttir verði allir möguleikar til að flokka og endurvinna sorp. ■■ Að unnið verði að því að hætta að urða sorp. ■■ Reisa Hornstrandastofu í Neðstakaupstað. ■■ Banna komu skemmtiferðaskipa í Hornstrandafriðlandið. ■■ Vinna verði með verndar- og nýtingaráætlun fyrir Hornstrandafriðlandið. ■■ Að átak verði gert í fegrun á opnum svæðum bæjarins og athafnasvæði betur skilgreind og afmörkuð. ■■ Halda áfram viðhaldi og endurbótum á götum og gangstéttum í bæjarfélaginu ásamt héraðsvegum. ■■ Að frágangur í kringum námur bæjarins verði bættur og gömlum námum lokað. ■■ Frárennslismál og útrásarmál verði tekin föstum tökum og þau standist þær kröfur sem nútíma samfélag krefst. Skýrsla Verkís verði lögð þar til grundvallar ásamt því að könnuð verði þörf úrbótum í dreifbýli.
Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi Áhrif á samfélögin: Enginn þarf að veltast í vafa um hve fiskeldið mun valda mikilli innspýtingu inní samfélögin á norðanverðum Vestfjörðum. Samkvæmt skýrslu KPMG sem unnin var fyrir Fjórðungssamband Vestfjarða mun fiskeldi í Ísafjarðardjúpi umbylta þróun samfélaga við Djúp til hins betra. Helstu niðurstöður KPMG þegar greinin hefur byggst upp eru eftirfarandi: ■■ ■■ ■■ ■■ ■■
250 bein störf 150 afleidd störf til viðbótar Íbúm fjölgi um a.m.k. 900 manns 23 milljarða framleiðsluverðmæti á ári 380 milljón króna beinar greiðslur til sveitarfélaganna á ári
Umhverfisáhrif: Í umræðum um fiskeldið hafa togast á sjónarmið um umhverfisáhrif greinar innar. Áhættumat Hafró um erfðablöndun hefur síðan í fyrrasumar hindrað að áralöng umsóknarferli við Djúp geti klárast með banni við eldi á laxi miðað við ákveðnar forsendur. Hinsvegar hafa fiskeldisfyrirtækin lagt fram ítarlegar tillögur um mótvægisaðgerðir sem geta komið í veg fyrir mögulega erfðablöndun og haldið umhverfisáhrifum í lágmarki. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem fulltrúi stærsta sveitarfélags á Vestfjörðum þarf að vera rödd fjórðungsins og beita sér fyrir því að hægt sé að stunda umhverfisvænt fiskeldi við Ísafjarðardjúp. Til þess þarf að beita sér af skynsemi, setja sig af dýpt inní málin og una ekki hvíldar fyrr en það sé í höfn.
Setjum X við B fyrir umhverfisvænu fiskeldi við Ísafjarðardjúp.
Kosningaskrifstofan í Framsóknarhúsinu, Pollgötu 4 á Ísafirði opin 16-18 alla virka daga. Nánari upplýsingar um fundi, viðburði og frambjóðendur er að finna á heimasíðu framboðsins www.facebook.com/framsoknisafjardarbaer Öllum bæjarbúum er boðið til kosningakaffis á kjördag, 26. maí í Framsóknarhúsinu kl 14.
Framtíðarsýn í fyrirrúmi