Landsmót íslenskra kvennakóra, Ísafirði 11. - 14. maí 2017

Page 1

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017



Ávarp landsmótsnefndar 2017 Kæru söngsystur Kvennakór Ísafjarðar hefur sótt síðustu tvö landsmót Gígjunnar, á Selfossi 2011 og á Akureyri 2014. Áður en haldið var norður hafði verið borið undir okkur hvort við værum tilbúnar til að taka við keflinu og gerast gestgjafar 10. landsmóts Gígjunnar árið 2017. Þótti okkur þetta áskorun sem ekki væri hægt að hafna og var ákvörðunin tilkynnt í lok dagskrár í menningarmiðstöðinni Hofi. Bollaleggingar um framkvæmd mótsins hófust má segja um leið og rútan okkar yfirgaf höfuðstað Norðurlands og strax í Staðarskála höfðu aðstandendur annarra kvennakóra sem tóku þar nestispásu um leið og við, samband til að vita hvort ekki væri búið að negla niður dagana. Nú lá á að bóka gistingu! Snemma var ákveðið að við vildum setja vestfirskan blæ á landsmótið og fá til liðs við okkur vestfirskt tónlistarfólk til að stjórna smiðjum og sjá um undirleik. Enda bærinn okkar þekktur fyrir að vera miðstöð tónlistar. Kapp var einnig lagt á að finna fallegt ljóð eftir vestfirskt skáld. Strax í upphafi höfðum við hug á að fá ungt og upprennandi tónskáld frá Ísafirði til að semja fyrir okkur landsmótslag.

Útgefandi: Kvennakór Ísafjarðar Ritnefnd: Andrea Sigrún Harðardóttir, Guðlaug M. Júlíusdóttir, Helga Sigríður Hjálmarsdóttir Umbrot og prentun: Pixel ehf Ljósmynd á forsíðu: Ágúst G. Atlason Gústi photography

Nú eru þrjú ár liðin frá landsmótinu 2014 og mikil vinna að baki hjá okkur kórkonum, eins og hjá öllum sem taka að sér viðburði af þessari stærðargráðu. Það eru mál af ýmsu tagi sem þarf að takast á við, en það er samt svo gaman að vinna saman og leysa hinar ýmsu þrautir, það þjappar kórfélögum saman og eflir andann. Tilhlökkunin er mikil að taka á móti ykkur kórkonum öllum, að gera þetta landsmót eftirminnilegt og ekki síst, að sameinast allar í söng og gleði! Það er okkur sannarlega mikil ánægja að fá ykkur allar hingað og fylla bæinn okkar af ljúfum tónum. Að lokum langar okkur að færa öllum þeim þakkir sem á einhvern hátt hafa aðstoðað við undirbúning eða framkvæmd þessa landsmóts. Eins og auglýsingar hér blaðinu gefa glögglega til kynna hafa fjölmargir aðilar, s.s. Ísafjarðarbær, Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, fyrirtæki auk annarra, styrkt mótið með ýmsum hætti. Margir einstaklingar hafa einnig liðsinnt okkur á einn eða annan hátt og fá þeir okkar bestu þakkir fyrir, enginn nefndur, engum gleymt. Við bjóðum ykkur innilega velkomnar til Ísafjarðar, í faðm fjalla blárra. Landsmótsnefndin / Kvennakór Ísafjarðar Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017

3


%DUD HQGDODXV JOHèL RJ VNHPPWLOHJKHLW IUDPXQGDQ t WYR GDJD Dè PLQQVWD NRVWL 9HONRPQDU WLO ËVDIMDUèDU

Ë 6 9 ( 5 . 6 0 , ã - $ ‡ Ë 6 $ ) , 5 ã ,


Ávarp frá stjórn Gígjunnar Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra, var stofnað 5. apríl 2003. Markmið samtakanna er að efla starfsemi og samstarf kvennakóra, efla samskipti við kvennakóra erlendis og safna og miðla upplýsingum um starfsemi kvennakóra og öðrum upplýsingum sem þeim kæmu að gagni. Til þess að ná þessum markmiðum heldur Gígjan úti vefsetri þar sem m.a. eru birtar heimildir um starfsemi aðildarkóranna, lög sambandsins, fundargerðir, upplýsingar um útgáfu geisladiska, fréttir af tónleikum og öðrum uppákomum aðildarkóranna, tenglar á tónlistarvefi og ýmsar gagnlegar upplýsingar. Landsmót íslenskra kvennakóra eru mikilvægur þáttur í því að efla starfsemi og samstarf kvennakóra og eitt af hlutverkum Gígjunnar er að aðstoða við undirbúning kvennakóramóta sem haldin eru á þriggja ára fresti. Forsagan að stofnun Gígjunnar er á þá leið að þegar Margrét Bóasdóttir, verndari Gígjunnar, fluttist norður í Þingeyjarsýslu 1987 var hún beðin að taka að sér Kvennakórinn Lissý sem þá hafði starfað í tvö ár. Sá kór taldi brátt 60 konur og starfaði af miklum myndarbrag. Þær gáfu út disk, fóru í söngferðir til útlanda og héldu fjölda tónleika. „Árið 1992 fannst okkur kominn tími til að kvennakórar héldu landsmót eins og aðrir og fórum að leita. Við fundum 5 kóra og allir félagar í þeim, 150 konur, komu norður í maí það ár. Minnsti kórinn lengst að, Ljósbrá úr Rangárvallasýslu, þær voru þá 14 en á vortónleikum ári seinna höfðu þær snúið tölunni við og voru orðnar 41! Það ár, 1993, var Kvennakór Reykjavíkur stofnaður og þá urðu vatnaskil í starfssemi kvennakóra. Það varð strax mikil starfsemi í kringum hann og stjórnandann, Margréti Pálmadóttur. Hópurinn varð geysistór og greindist fljótlega í marga smærri hópa þannig að þetta varð eins og móðir með unga sína,“ sagði Margrét Bóasdóttir í viðtali við DV eftir stofnfundinn. Á stofnfundinum 5. apríl 2003 gengu 17 kórar í sambandið en í dag eru aðildarkórarnir 27. Í október 2008 var stofnaður Tónverkasjóður Gígjunnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja íslenska kvennakóra með því að fá tónskáld til að semja verk fyrir kvennakóra landsins. Einnig er sjóðnum heimilt að taka þátt í kostnaði við tónverk sem aðildarkórar Gígjunnar hafa frumkvæði að. Þannig er sjóðnum ætlað að efla fjölbreytni og úrval tónlistar sem kvennakórar eiga kost á að flytja. Á vefsetri Gígjunnar, gigjan.is, er að finna nánari upplýsingar um Gígjuna, tónverkasjóðinn, aðildarkórana, landsmót kvennakóra og ýmislegt fleira sem varðar starfsemi kvennakóra.

Kær kveðja frá stjórn Gígjunnar, Bryndís Bjarnarson, Kvennakór Hornafjarðar. Kolbrún Halldórsdóttir, Kvennakór Reykjavíkur. Guðlaug Ásgeirsdóttir, Heklurnar, kvennakór. Una Þórey Sigurðardóttir, Kvennakór Akureyrar. Petra Jónsdóttir, Kyrjurnar kvennakór.

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017

5


DAGSFERÐIR FRÁ ÍSAFIRÐI

GÖNGUFERÐIR KAJAKFERÐIR

AÐALSTRÆTI 19, 415 BOLUNGARVÍK HAFNARSTRÆTI 9, 400 ÍSAFJÖRÐUR

Sími: 450 7900 Sími: 450 7910

Fax: 456 7447 Fax: 450 7919

HJÓLAFERÐIR KVÍAR

www.borea.is

info@borea.is | +354 456 3322

Gleði, hamingju

og allt þar á milli færðu í Hamraborg

Jón og Gunna ehf Austurvegur 2 Ísafjörður s. 456-3464

jon@endvest.is gudmundur@endvest.is


Kæru kóramótskonur Það gleður okkur sérstaklega að bjóða ykkur velkomnar til Ísafjarðar og nágrannabyggða. Ísafjörður hefur sterka tilvísun í tónlist og er jafnan kallaður tónlistarbærinn Ísafjörður. Tónlistin er hluti af sjálfmynd okkar Ísfirðinga og löng hefð fyrir öflugu tónlistarlífi hér í bæ. Í okkar sveitarfélagi eru reknir tveir tónlistarskólar sem bjóða upp á fjölbreytt tónlistarnám fyrir alla aldurshópa auk þess sem hér er öflugt kórastarf, kvennakór, blandaðir kórar, karlakór og kirkjukórar. Það er einfaldlega ekki hægt að hugsa sér lífið hér á Ísafirði án þessa mikla tónlistarlífs. Það líður vart sú vika þar sem ekki er í boði tónlistarflutningur af einhverju tagi, en það er ekki sjálfgefið og þá sérstaklega ekki í bæ sem búa rúmlega 3600 manns. Segja má að lífið á Ísafirði snúist að mestu leyti um fisk, skíði, tónlist og fjöll og allt þar á milli. Af því erum við stolt. Ísafjarðarbær er afar þakklátur Kvennakór Ísafjarðar fyrir að bjóðast til og skipuleggja Kvennakóramótið árið 2017. Það liggur gríðarlega mikil vinna og skipulagning að baki viðburði sem þessum, og á Kvennakórinn miklar þakkir skildar. Við vonum að þið njótið þess besta sem Ísafjörður hefur upp á bjóða og skapið góðar minningar til að fara heim með. Að lokum, setjið ykkar mark á bæjarbrag okkar Ísfirðinga um helgina, syngið hátt og skemmtið ykkur vel í faðmi fjalla blárra.

Velkomnar vestur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017

7


Garn, lopi, prjónar, útsaumur og fleira til hannyrða auk barnafatanna frá Joha! Aðalstræti 27 – sími 456 5668

Stolt íslenskrar náttúru Íslenskt heiðalamb MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM

Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir

VELDU GÆÐI VELDU KJARNAFÆÐI www.kjarnafaedi.is


Ávarp skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar Ísafjörður heilsar ykkur Fósturlandsins Freyjur. Ísafjörður sem hefur í gegnum árin verið vagga tónlistar, þar sem fjölmargt tónlistarfólk hefur stigið sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni við Tónlistarskóla Ísafjarðar einn elsta tónlistarskóla landsins. Kórastarf er mikilvægur þáttur í samfélaginu hér vestra og elsti blandaði kór landsins, Sunnukórinn, starfar enn og útlit fyrir að svo muni verða um ókomin ár. Sunnukórinn hefur nú í rúm 80 ár glatt Ísfirðinga með söng sínum og hefur því verið snar þáttur í menningarlífi Ísafjarðar. En hér starfa líka aðrir kórar, Karlakórinn Ernir, Kirkjukór Ísafjarðarkirkju, Gospelkórinn, Kvennakór Ísafjarðar og svo auðvitað Skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar. Allir þessir kórar gleðja Ísfirðinga og svala söngþrá kórmeðlima. Söngurinn, hressir, bætir og kætir, það vita allir sem taka þátt í kórstarfi. Mikið hefur verið talað um á undanförnum árum að samfélög heims væru betri ef konur hefðu meiri völd og sjónarmið þeirra fengju meiri athygli. Nú þegar allar kórsöngkonur landsins sameinast í söng á Landsmóti íslenskra kvennakóra, í faðmi fjalla blárra er víst að hjörtu okkar og hugar fyllast gleði og bjartsýni. Hin kvenlega orka svífur yfir og allt um kring og þó allt sé í heiminum hverfult og valt mun söngurinn sigra allt. Ingunn Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar

Ávarp skólastjóra Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar

9

Kvennakóramót á Ísafirði vorið 2017 Svo lengi sem ég man hef ég verið viðloðandi kóra og kórastarf. Mín fyrsta minning er þegar ég stóð fyrir framan ömmu mína í kirkjukórnum á Ísafirði líklega fjögurra eða fimm ára gömul. Pabbi söng líka bæði í Karlakór Ísafjarðar og Sunnukórnum. Sterkasta minning mín er þó þegar ég stóð fyrir framan fjallshlíð af 300 körlum sem störðu á mig fullir einbeitingar og sungu þjóðsönginn af þvílíkri innlifun allir sem einn. Þetta var á karlakóramóti á Húsavík. Gleðin og tónlistarupplifunin var í algleymi - þannig er að syngja í kór. Ég hef upplifað bæði karla- og kvennakóramót, þau eru sannarlega ólík eins og karlar og konur eru. Það sem þau eiga þó sameiginlegt er stemning og spenna blönduð gleði og tilhlökkun. Allir sem hafa komið nálægt söng og kórastarfi vita hversu nærandi það er fyrir sálina að syngja. Gleðin við að finna samhljóm og þetta nána samband við tónlistargyðjuna, sem elur og nærir með sinni ómældu fegurð. Lotningin fyrir tónlistinni og sköpuninni er ein og sér hrein fegurð. Margir eru þeir, bæði karlar og konur, börn og unglingar sem ég hef kynnst um ævina, sem hafa hlotið það veganesti í lífinu með tónlistinni sem er bæði mannbætandi og þroskandi. Gildi tónlistar í mannlegu samfélagi eru ótvíræð. Það að sjá nemanda koma og syngja eða spila og finna fyrir gleðinni og ástríðunni sem fylgir er gjöfin sem við sem að þessu störfum fáum. Hún er meira virði en hin veraldlegu verðmæti sem kaupa má með peningum. Kæru kóramótsgestir, þið sem syngið og þið sem hlustið, ekki gleyma starfi kórstjóra og undirleikara. Það starf er oft ekki metið að verðleikum. Hvað er samfélag án tónlistar eða listsköpunar yfirhöfuð, svari hver fyrir sig. Góða skemmtun og gleðilega kórahátíð.

Margrét Gunnarsdóttir, skólastjóri Listaskólar Rögnvaldar Ólafssonar Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017


Kvennakór Ísafjarðar þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning

10

Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Sindragata 14 Sími: 456 4550

Miðstöð símenntunar á Vestfjörðum

VERKSMIÐJAN Herrafataverzlun Hargreidslustofa Saumastofa

Iceland BackCountry Travel

Strandabyggð Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017


Það syngur enginn leiður maður Gríski heimspekingurinn Platon lagði mikla áherslu á tónlistarmenntun í bók sinni Ríkinu. Hann sagði að allir ættu að leggja stund á tónlist ekki bara til að spila tónlist heldur til að auka menningarlegan þroska sálarinnar. Íbúar í Ísafjarðarbæ njóta sannarlega góðs af því að hér hefur skapast mikil tónlistarmenning. Margir kórar starfa í Ísafjarðarbæ og setja tónleikar þeirra og viðburðir oft skemmtilegan svip á bæinn. Kórarnir eru fengnir til að syngja við ýmis tilefni ásamt því að þeir sjálfir hafa staðið fyrir ýmsum viðburðum í bænum eins og Kvennakór Ísafjarðar er að gera með því að halda Landsmót kvennakóra. Það eru ákveðin forréttindi að syngja í kór og er það líklegast eitt útbreiddasta form tónlistarlegrar tjáningar hjá fólki sem ekki endilega hefur tónlistarlega menntun. Að taka þátt og syngja í kór gefur ekki bara þeim sem syngja betri andlega líðan heldur er kórinn vettvangur fyrir fólk að hittast og út frá kórastarfinu myndast vinskapur og gleði. Við hvetjum fólk til að kynna sér dagskrána á Landsmóti kvennakóra og einnig hvetjum við það fólk sem hefur áhuga á að kynna sér kórastarf, að hafa samband við kórstjóra eða formenn kóranna.

Með söngkveðju, Lína Björg Tryggvadóttir formaður Kvennakórs Ísafjarðar Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, kórstjóri

11

Kvennakór Ísafjarðar þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning

skaginn3x.is

Fiskvinnsla Flateyrar ehf. Hafnarbakka 5, 425 Flateyri

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017


Kynning á kórum Cantabile Cantabile er í dag þjálfunar- og kvennakór í samstarfi við söngskólann Domus vox. Kórinn er ætlaður konum á öllum aldri sem vilja vera í góðri raddþjálfun. Starfsemin hófst haustið 1997, sem Gospelsystur Möggu Pálma og var þá einn fjögurra kóra hennar innan félagsskapar Kvennakórs Reykjavíkur. Nafnið breyttist fljótt í Gospelsystur Reykjavíkur og fjöldi kórkvenna var rúmlega 100 á ferð kórsins til New Orleans árið 2001. Á þeim tíma unnu konur einnig að útgáfu geisladisksins ,,Undir norðurljósum” sem seldist í 12000 eintökum og gaf kórinn ágóðann til MS félagsins, eða tíu milljónir króna. Sönghúsið Domus vox stendur reglulega fyrir æfinga- og tónleikaferðum til Ítalíu sem kórar hússins taka virkan þátt í. Sumarið 2016 héldu 110 söngsystur úr fjórum kórum í glæsilega söngferð í minningu Guðríðar Þorbjarnardóttur formóður okkar. Var þá meðal annars sungið í Péturskirkjunni í Róm og hinu helga hofi Pantheon.

12

Efnisval kórsins hefur alltaf verið mjög fjölbreytt með aðal áherslu á gospel- og kirkjutónlist í bland við hefðbundin kvennakórslög. Árlegir tónleikar kórsins skarta þekktum listamönnum og þykja fjörlegir. Félagar í vetur voru 35 talsins en margar konur úr Cantabile starfa nú með kvennakórnum Vox feminae sem Margrét stjórnar einnig. Þessir tveir kvennakórar Margrétar standa fyrir árlegum jólatónleikum í Hallgrímskirkju sem ætíð eru fjölsóttir. Samsöngur kóranna mun heyrast á kóramótinu á Ísafirði 2017.

Kvennakór Akureyrar Kvennakór Akureyrar starfar undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, en hún hefur nýlega tekið við taumunum af Sólveigu Önnu Aradóttur. Í kórnum eru rúmlega 50 konur frá Akureyri og nærliggjandi sveitarfélögum. Kórinn hefur fjölbreytt lög á sinni efnisskrá og hefur haft það fyrir sitt aðalsmerki að hafa metnaðarfulla efnisskrá sem sótt er víða að. Síðasta sumar hélt kórinn til Króatíu þar sem hann söng með fjórum slóvenskum og króatískum kórum. Áður hafði kórinn sungið á Íslendingadeginum í Gimli í Kanada, heimsótt Minnesota í Bandaríkjunum, Slóveníu og Eistland og ávalt lagt áherslu á að hafa á dagskrá sinni lög sem sungin eru á tungu gestgjafanna. Kóramótið í ár er þriðja kóramót Gígjunnar sem Kvennakór Akureyrar sækir, en kórinn var í hlutverki gestgjafa á síðasta kóramóti, árið 2014.

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017


Kvennakór Hornafjarðar Kvennakór Hornafjarðar var stofnaður í september 1997 og á því tvítugsafmæli nú í haust. Á þessum tuttugu starfsárum hefur kórinn ýmislegt brallað annað en að syngja og má þar nefna Þjóðakvöld, sem hefur verið haldið sem forleikur að árvissri Humarhátíð Hornfirðinga. Þá hefur kórinn valið sér land sem síðan er kynnt í mat, drykk og söng. Má þar nefna, sænskt-, írskt-, breskt-, kanadískt,afríkanskt og margar fleiri þjóðir. Þessi kvöld hafa verið mjög vel sótt og vakið lukku. Það má segja að starfi kórsins sé skipt upp í 3 ár. Eitt árið er farið á kóramót, annað árið er ferðast innanlands og haldnir tónleikar og e.t.v. aðrir kórar sóttir heim og þriðja árið er farið til útlanda. Á síðasta ári fór kórinn til Krakow í Póllandi. Þar býr fyrrum stjórnandi kórsins Adam Mróz. Hann kom og hitti okkur og sýndi okkur áhugaverðustu staði í Krakow og að skilnaði færði hann kórnum að sjálfsögðu þjóðarrétt Pólverja, Prince Póló. Kórinn hefur heimsótt mörg önnur lönd t.d. Svíþjóð, Færeyjar og Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Það nýjasta sem kórinn hefur verið að gera er að halda skemmtikvöld til að gleðja skemmtanaþyrsta Hornfirðinga, fyrir utan það að skemmta okkur sjálfum. Þá velja konur sér atriði sem þær vilja vera með, s.s söng, dans, töfrabrögð eða bara eitthvað annað sem þeim dettur í hug og ég lofa því að það koma margar ansi skemmtilegar hugmyndir fram. Eins og fyrr segir þá á kórinn stórafmæli nú í haust, stefnum við á að gera margt skemmtilegt í tilefni af því . Margar hugmyndir eru á lofti og verður erfitt fyrir afmælisnefndina að velja úr þeim.

Kvennakór Ísafjarðar Kvennakór Ísafjarðar tók til starfa í ágúst 2006 og átti því 10 ára starfsafmæli á liðnu ári. Stofnandi kórsins er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og hefur hún lengst af einnig stjórnað kórnum. Kórinn hefur frá stofnun verið með fjölbreytta efnisskrá þar sem sungin hafa verið lög af ýmsum toga, allt frá stærri kórverkum til íslenskra og erlendra þjóðlaga auk léttari popp - og dægurlaga. Kórinn hefur flutt efni á sjálfstæðum tónleikum, oft á aðventu og í vetrarlok. Einnig hefur hann komið fram með öðrum ísfirskum kórum af ýmsum tilefnum. Síðastliðið haust fór kórinn í söngferðalag til Salzburgar í Austurríki og vinabæjar Ísafjarðar í Þýskalandi, Kaufering. Í Salzburg söng kórinn á tónleikum ásamt Salzburger Frauenchor ,,Die Sonanzen“ en sá kór lítur dyggri stjórn Rósu Katrínar Baldursdóttur. Einnig brustu kórsystur í söng í dómkirkjunni í Salzburg á sunndagseftirmiðdegi þegar kirkjan var heimsótt. Í Kaufering hélt kórinn tónleika í félagsheimili bæjarins, fyrir fullum sal af fólki. Móttökur gestgjafanna í Salzburg og í Kaufering líða kórkonum seint úr minni og var ferðin öll hin ánægjulegasta. Eftir áramótin hefur starf Kvennakórs Ísafjarðar fyrst og fremst snúist um undirbúning Landsmóts Gígjunnar á Ísafirði. Beata Joó stjórnar kórnum á landsmótinu þar sem Bjarney Ingibjörg er í veikindaleyfi.

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017

13


Kvennakór Reykjavíkur Kvennakór Reykjavíkur starfar undir stjórn Agotu Joó. Formaður kórsins er Rósa Kristín Benediktsdóttir. Fjörtíu og sex konur syngja með kórnum á vorönn. Kórinn hefur æfingaaðstöðu á Vitatorgi í Reykjavík. Markmið Kvennakórs Reykjavíkur er að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni og er breiddin í tónlistarvali einstaklega mikil. Kórinn heldur með hefðbundnum hætti vor- og jólatónleika en bregður þó gjarnan út af vananum. Verkefni ársins 2016 verða lengi í minnum höfð en þá voru í janúar haldnir nýárstónleikar undir yfirskriftinni “Viva la diva”. Í september fór kórinn til Spánar til að taka þátt í kórakeppni í Lloret de Mar og hlaut hann gullviðurkenningar í öllum sínum keppnisflokkum. Frábær upplifun, reynsla og skemmtun sem óhætt er að mæla með við aðra kóra. Kvennakór Reykjavíkur byggir á traustum grunni og félagsskapurinn er frábær.

Kvennakór Suðurnesja Kvennakór Suðurnesja var stofnaður 22. febrúar 1968 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári, en kórinn er elsti starfandi kvennakór á Íslandi.

14

Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir, píanóleikari er Geirþrúður Fanney Bogadóttir og formaður er Helga Hrönn Ólafsdóttir. Undanfarin ár hafa 30 – 35 konur alls staðar að af Suðurnesjum sungið í kórnum að jafnaði. Kórinn heldur yfirleitt tvenna vortónleika og eina jólatónleika í Reykjanesbæ auk þess að taka stundum þátt í tónleikum og viðburðum með öðrum kórum. Kórinn syngur á ýmsum viðburðum og hátíðum á Suðurnesjum, s.s. Ljósanótt, Sandgerðisdögum, þrettándagleði o.fl. Einnig hefur kórinn haldið tónleika á öðrum stöðum en á undanförnum árum hefur kórinn haldið tónleika í Grundarfirði, Reykjavík og á Hólmavík. Kvennakór Suðurnesja hélt landsmót kvennakóra í Reykjanesbæ árið 2002. Eins og áður sagði verður kórinn 50 ára á næsta ári og er ætlunin að halda veglega upp á stórafmælið með afmælistónleikum í Stapa auk þess sem gert er ráð fyrir að vera með sýningu á munum og myndum frá 50 ára ferli kórsins í tengslum við afmælið. Einnig hafa kórkonur hug á að gefa út afmælisblað þar sem farið verður yfir sögu kórsins í máli og myndum og viðtöl tekin við fyrrverandi og núverandi kórkonur.

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017


Kvennakórinn Embla Kvennakórinn Embla var stofnaður haustið 2002 af stjórnandanum Roari Kvam og 12 konum af Eyjafjarðarsvæðinu. Margar stofnfélaganna syngja enn með Emblu. Kórinn er kammerkór og hefur að jafnaði verið skipaður 14 -18 konum. Embla hefur að markmiði að flytja fjölbreytta klassíska tónlist fyrir kvennaraddir og hefur verkefnaval verið afar fjölbreytt í gegnum tíðina. Þar má nefna verk eftir Bach, Brahms, Britten, Grieg, Haydn, Liszt, Mahler, Telemann, Pergolesi, Rachmaninov og Villa-Lobos auk íslenskra tónskálda. Þá stóð kórinn fyrir Vínartónleikum á Akureyri í upphafi árs um nokkurra ára skeið. Tvisvar hefur Embla tekið þátt í norrænu kvennakóramóti, annars vegar í Þrándheimi árið 2008 þar sem kórinn söng m.a. í Niðarósdómkirkju og síðan í Turku í Finnlandi árið 2014. Kvennakórinn Embla æfir einu sinni í viku og heldur jafnan tvenna tónleika árlega, annars vegar á aðventu eða í byrjun nýs árs og hins vegar að vori. Í ár (2017) verða vortónleikar Emblu annars vegar helgaðir íslenskum söngperlum og hins vegar flytur kórinn “Messe for en såret jord” eftir norska tónskáldið Ketil Bjørnstad. Roar Kvam hefur stjórnað Kvennakórnum Emblu frá upphafi. Sjá emblur.org og kvam.est.is/embla

Kvennakórinn Norðurljós

15

Kvennakórinn Norðurljós var stofnaður á Hólmavík árið 1999 og er starfandi á Hólmavík á Ströndum. Í kórnum eru konur úr Strandabyggð og Kaldrananeshreppi. Kórfélagar hafa verið á bilinu 16-24 og veturinn 2016-2017 eru þeir 16. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Sigríður Óladóttir og undirleikari er Viðar Guðmundsson. Efnisskrá kórsins hefur jafnan verið fjölbreytt og af léttara tagi. Kórinn heldur reglulega tónleika og tekur þátt í ýmsum viðburðum og hefur farið í nokkrar söngferðir til Skotlands, Danmerkur og Þýskalands. Í nóvember síðastliðnum fór kórinn í aðventuferðalag til Berlínar þar sem sungið var á glæsilegum jólamarkaði þar í borg. Fastir liðir kórsins eru vortónleikar 1. maí þar sem kórkonur bjóða gestum upp á glæsilegt kaffihlaðborð eftir tónleika. Auk þess að kemur kórinn fram á aðventukvöldi í Hólmavíkurkirkju á hverju ári.

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017


Kvennakórinn Senjórítur Kvennakórinn Senjórítur var stofnaður sem deild innan Kvennakórs Reykjavíkur af Margréti Pálmadóttur 1995. Þá voru 18 konur í kórnum en í dag eru þær um 75 og kórinn er orðin sjálfstæður. Konurnar í kórnum eru á aldrinum 60 ára og upp úr . Flestar eru þær söngvanar og koma úr öðrum kórum þegar tími er kominn til að víkja fyrir yngri þátttakendum. Kórinn æfir einu sinni í viku, heldur tvenna til þrenna tónleika á ári hverju, tekur þátt í kóramótum, fer í æfingarbúðir á hverju ári, skemmtir sér saman bæði í ferðalögum og á hátíðarfundum. Núverandi stjórnandi kórsins er Agota Joó og hefur hún haldið um sprotann frá 2006 með sínum miklu stjórnunarhæfileikum og metnaðarfullri sýn fyrir hönd kórsins. Eiginmaður hennar Vilberg Viggósson, hefur séð um útsetningar og undirleik á slaghörpuna á öllum tónleikum kórsins. Senjórítur eru ákaflega glaðar og söngelskar konur sem láta hvorki vol né víl aftra sér frá því að njóta söngs og samveru.

Kvennakórinn Ymur 16

Kvennakórinn Ymur kemur frá Akranesi og var stofnaður 31.janúar árið 1995 og hefur starfað óslitið síðan. Þrír stjórnendur hafa fylgt kórnum frá upphafi. Sigríður Elliðadóttir hefur svo stjórnað kórnum frá árinu 2005. Ymur heldur venjulega tvenna tónleika á ári, ýmist einn eða með öðrum kórum.. Kórinn hefur farið á Landsmót Kvennakóra, í Reykholt, Keflavík, Hafnarfirði, Selfossi og á Akureyri. Kórinn hefur einnig farið á Norrænt kvennakóramót sem haldið var í Reykjavík árið 2000. Ymur hefur lagt land undir fót og brá sér til Færeyja 1997, til Póllands 2001 með viðkomu í Kaupmannahöfn og svo til Skotlands í ágúst 2004 þar sem meðal annars var sungið í Urquhartkastala á heimaslóðum Loch Ness skrímslisins. Einnig brugðu Ymskonur sér til borgarinnar Deventer í Hollandi vorið 2008 í tónleikaferð. Í júní sl. fór kórinn til Mílanó á Ítalíu og sungum við þar 2 tónleika og á Festival Corale sem er kóramót sem haldið er á hverju ári. Árið 2005 gaf kórinn út geisladisk sem bar nafnið Ymur og var tekinn upp í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Á diskinum er að finna íslensk þjóðlög ásamt gospel lögum ofl.

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017


Vox femine Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur og hefur trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum einkennt lagaval kórsins. Kórinn hefur einnig lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld og má þar nefna messu Báru Grímsdóttur, sem frumflutt var á Myrkum músíkdögum árið 2013 og Stabat Mater eftir John A. Speight sem flutt var árið 2008. Vox feminae hefur lagt ríka áherslu á að kynna íslenska kvennakóratónlist með tónleikahaldi og útgáfu þriggja geisladiska, Mamma geymir gullin þín, með íslenskum þjóðlögum og Himnadrottning og Ave Maria með trúarlegum verkum. Kórinn hefur farið í tónleikaferðir til útlanda og vann til silfurverðlauna í alþjóðlegri kórakeppni haldinni af Vatíkaninu í Róm árið 2000. Auk sjálfstæðs tónleikahalds hefur Vox feminae komið fram við margvísleg tækifæri á Íslandi og má þar nefna söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Plánetunum eftir Gustav Holst og í 3. sinfóníu Mahlers. Sunnudaginn 14. maí kl. 13:30 mun kórinn halda tónleika í Ísafjarðarkirkju undir heitinu Meyjar mögur. Þann 1. október n.k. mun kórinn taka þátt í tónleikaröð Hörpu undir heitinu Sígildir sunnudagar. Þar flytur kórinn klassísk evrópsk og íslensk verk frá 17. öld fram til okkar tíma eftir Bach, Brahms, Grieg, Gjeilo, Hildigunni Rúnarsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson o.fl. Flytjendur, auk kórs, eru strengjasveit, harpa og píanó.

17

Kvennakór Ísafjarðar þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning

VIÐ SVÖRUM FYRIR ÞIG www.simaverid.is

VIÐ SVÖRUM FYRIR ÞIG www.simaverid.is

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017


Stjórnendur smiðja Stjórnendur landsmótskórsins Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún stundaði nám í píanóleik frá unga aldri við Tónlistarskóla Ísafjarðar auk söngnáms. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún nam söng og lagði stund á tónmenntakennaranám við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Í fram­­haldi af því lærði hún söng í Söngskóla Sigurðar Demetz. Árið 1996 lauk hún prófi frá söngkennaradeild Tónlistarskóla Reykjavíkur og í kjölfarið prófi í kórstjórn frá sama skóla. Síðar bætti hún við prófi í kórstjórn frá Tónlistarskóla Þjóðkirkjunnar. Bjarney Ingibjörg hefur einnig lokið söngkennaranámi frá Complete Vocal Institude í Kaupmannahöfn. Hún hefur sótt master­klass-námskeið innanlands og utan, auk þess að stjórna sjálf slíkum námskeiðum m.a. í Skálholti á vegum Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og Tónskóla Þjóð­kirkjunnar.

18

Bjarney Ingibjörg kenndi söng og tónfræði við Söngskóla Sigurðar Demetz, Tónlistarskóla Bolungarvíkur og Lista­skóla Rögnvaldar Ólafssonar. Auk þess hefur hún stjórnað ýmsum kórum, þ.á.m. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju, Gratuali Futuri í Langholtskirkju, MÍkórnum, Barna-og unglingakór Tónlistarskóla Ísafjarðar, Karlakórnum Erni og Kvennakór Ísafjarðar en hún átt stóran þátt í stofnun hans. Undanfarin ár hefur hún starfað við Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem hún kennir tónfræði og söng, auk þess að annast kórstjórn. Í vetur hefur hún tekið virkan þátt í undirbúningi fyrir landsmót kvennakóra ásamt kórfélögum í kvennakórnum. Beáta Joó er fædd í borginni Szeged í Ungverjalandi þar sem hún stundaði tónlistarnám frá 4 ára aldri. Hún lauk píanónám við Franz Liszt Konservatorium í Szeged, en árið 1981 hélt hún til náms í kórstjórn og tónfræðigreinum við Franz Liszt Tónlistarakademíuna í Búdapest og lauk þaðan prófi vorið 1986. Sama haust flutti hún til Íslands og hefur síðan búið á ísafirði þar sem hún kennir píanó við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Beata var lengi organisti og stjórnandi ýmissa kóra og hefur stjórnað öllum verkefnum Hátíðarkórs Tónlistaskóla Ísafjarðar frá upphafi sem hefur flutt verk eins og Handel Messías, Mozart Requiem og Poulenc Gloria í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhuga­manna. Hún hefur verið tónlistarstjóri og hljóm­­sveitastjóri við uppsetningu ýmissa söng- og leiksýninga eins og Söngvaseiðs, sem var m.a flutt í Þjóðleikhúsinu. Beata hefur margsinnis komið fram á tónleikum sem meðleikari söngvara og hljóðfæraleikara og í kammertónlist. Síðastliðin tvö ár hefur hún kennt kórstjórn í samvinnu við Tónskóla Þjóðkirjunnar og Listaháskóla Ísalands.

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017

Smiðjur: BG SMIÐJA Staðsetning: Safnahúsið Eyrartúni Smiðjustjórar: Margrét Geirsdóttir og Baldur Geirmundsson Margrét Geirsdóttir er tónmenntakennari, starfaði við Tónlistar­ skólann á Ísafirði á árunum 1989 – 2000. Hún hefur stjórnað barnakórum, unglinga­ kórum og Sunnu­ kórnum sem er blandaður kór á Ísafirði. Hún hefur unnið með BG að tónlistarmálum um árabil. Í dag er Margrét sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar. Baldur Geirmundsson hefur áratuga reynslu af störfum tengdum tónlist. Hann stýrði um árabil danshljómsveitinni sem kennd var við hann sjálfan, BG. Hann hefur samið tónlist, útsett eigin tónlist og annarra fyrir kóra og hljóðfæri, sérstaklega harmonikkur, ásamt því að leika undir með miklum fjölda fólks. Baldur Geirmundsson hefur verið bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar.

Í LATINO-SVEIFLU Staðsetning: Rögnvaldarsalur, Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7 Smiðjustjóri: Gísli Magna Sigríðarson Gísli Magna Sigríðarson stundaði söngnám í Söngskóla Reykjavíkur eftir stúdentinn hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Síðar stundaði hann nám í tónmenntakennslu í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann nam um tíma söng við Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi. Árið 2007 hóf hann nám við The Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan með kennaradiplómu þremur árum síðar. Hann hefur sungið m.a. með Schola cantorum í Reykjavík, kór Langholtskirkju, Kammerkórnum Carminu, sönghópnum Grímu, Reykjavík 5 og Bjargræðiskvartettinum, tekið þátt í uppfærslum í Íslensku Óperunni, Borgarleikhúsinu, Broadway/Hótel Ísland og óteljandi oft sungið bakraddir í Eurovision. Á haustmánuðum 2012 tók hann við sem stjórnandi kvennakórsins Léttsveit Reykjavíkur.


MEÐ UNGVERSKUM ÁHRIFUM

SKAPANDI ÚTSETNINGAR OG SPUNI

Staðsetning: Tónlistarskóli Ísafjarðar, Austurvegi 11 Smiðjustjóri: Beata Jó Beata Joo er tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Ísafirði. Auk þess að sjá um smiðjuna Með ungverskum áhrifum, stjórnar Beata Kvennakór Ísafjarðar og samkór landsmótsins, í veikindaleyfi Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur kórstjóra.

Staðsetning: Frímúrarasalur, Kristjánsgötu Smiðjustjórar: Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir Hildigunnur Einarsdóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz og sótti einkatíma í Berlín og Utrecht. Hún stundar nám í skapandi tónlistarmiðlum frá Listaháskólanum þar sem hún leggur áherslu á kórstjórn, einsöng og spuna. Sem einsöngvari kemur hún fram á ljóðatónleikum, og flytur kirkjutónlist, með barrokktónlist, kammerverkum og nútímatónlist. Hún er meðlimur í Schola Cantorum, Barbörukórnum og sextettnum Elfi. Hún hefur á síðustu árum m.a. komið fram sem einsöngvari á Sumatónleikum í Skálholti, tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík og með hinni alþjóðlegu kórakademíu í Lübeck.

ÞVERT Á STÍL Staðsetning: Bryggjusalur, Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7 Smiðjustjóri: Helga Margrét Marzellíusardóttir Helga Margrét Marzellíusardóttir er alin upp í hinum mikla tónlistarbæ Ísafirði. Hún hóf píanónám í Tónlistarskóla Ísafjarðar hjá Sigríði Ragnarsdóttur, löngu áður en fæturnir náðu niður á pedalana! Söngnám hóf hún 13 ára gömul hjá Ingunni Sturludóttur og lauk framhaldspórfi með ágætiseinkunn árið 2009. Síðla sama árhóf Helga Margrét nám við Listaháskóla Íslands þar sem hún nam söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur og kórstjórn hjá Gunnsteini Ólafssyni til B.Mus gráðu. Verandi dóttir kórstjóra hefur Helga Margrét sungið í fjölmörgum kórum frá unga aldri, sótt masterklassa hjá fjölda innlendra og erlendra tónlistarmanna og sjálf stjórnað fjöldamörgum allskonar konur, tónlistarathöfnum og söngleikjum. Helga Margrét stjórnar nú Hinsegin kórnum og Skólakór Verzlunarskóla Íslands.

Lilja Dögg Gunnarsdóttir er sjálfstætt starfandi tónlistarkona og starfar við söng, kórstjórn, tónlistarstjórn og útsetningar. Hún hefur lokið meistaranámi á NAIP námsbraut Listaháskólans. Lilja stjórnar Kötlunum og kór Kvennaskólans í Reykjavík, er söngkona þjóðlagahópsins Umbru og kemur reglulega fram sem einsöngvari og kórsöngvari með Schola Cantorum, Melodiu og sextettnum Elfi. Hún hefur mikla starfsreynslu sem snýr að sköpun, miðlun og hugmyndavinnu í tónlistartengdum verkefnum, til dæmis í tónlistarstjórn í uppsetningum söngleikja í framhaldsskólum.

Undirleikarar Kristín Harpa Jónsdóttir Kristín Harpa Jónsdóttir hefur fengist við tónlist alveg frá barnæsku og leikið á hin ýmsu hljóðfæri. Þó hefur hún að mestu leyti haldið sig við píanóið og sönginn. Kristín Harpa hefur tekið þátt í uppfærslum nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði þar sem hún hefur leikið, sungið, séð um tónlistarstjórnun og útsetningar. Einnig hefur hún tekið þátt í uppfærslum Litla leikklúbbsins á Ísafirði, annast hljóðfæraleik og tónlistarstjórn. Kristín hefur starfað sem undirleikari og meðstjórnandi hjá Gospelkór Vestfjarða og undirleikari hjá Karlakórnum Erni. Hún hlaut verðlaun á lokahátíð Nótunnar árið 2016, ásamt Pétri Erni Svavarssyni, fyrir frumlegasta atriðið í samleik. Sama ár lauk hún prófi í kórstjórnun. Í dag er hún fyrsta árs nemi í píanóleik við Listaháskóla Íslands.

Pétur Ernir Svavarsson Pétur Ernir Svavarsson hefur stundað píanónám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá 7 ára aldri. Hann hefur starfað sem undirleikari Sunnukórsins á Ísafirði núna í 2 ár og byrjaði sem undirleikari Karlakórsins Ernis núna í haust. Hann hefur lært kórstjórn undir handleiðslu Beötu Joó og kláraði kórstjórnarpróf 2 í vor.

Aðrir undirleikarar: Guðmundur Hjaltason – gítar Jón Gunnar Biering Margeirsson– gítar Jón Hallberg Engilbertsson – gítar Jón Mar Össurarson – trommur Orri Daniel Llorens Katrinarson - trompet Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017

19


Landsmótslagið Höfundur Landsmótslagsins – Halldór Smárason

Æviágrip Halldór Smárason (1989) lauk framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Ísafjarðar samfara stúdentsprófi (sem dux scholae) frá Menntaskólanum á Ísafirði vorið 2009. Hann lauk bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2012 og mastersnámi í tónsmíðum við Manhattan School of Music vorið 2014, þá sem Fulbright-styrkþegi. Vorið 2015 dvaldist hann í Vínarborg og stundaði starfsnám hjá tónskáldinu Beat Furrer. Í gegnum árin hafa aðalkennarar Halldórs verið tónskáldin Reiko Füting, Atli Ingólfsson, Tryggvi M. Baldvinsson og píanóleikarinn Sigríður Ragnarsdóttir. Halldór hefur unnið með mörgum þekktum listamönnum og hópum á borð við Ensemble intercontemporain, Sinfóníuhljómsveit Íslands, útvarpshljómsveitunum í París og Stuttgart, Psappha, TAK, Oslo Sinfonietta, Strokkvartettinum Sigga, Adelle Stripe, MSM Symphony, Decoda, Reykjavík’s Trio, Duo Harpverk og Elektra Ensemble. Þá hlaut Halldór fyrstu verðlaun í Manhattan Prize og hefur verið staðartónskáld á tónlistarhátíðunum Við Djúpið 2012, UNM 2013, 2014 og 2015, og Podium Festival 2014. Halldór hefur mörg járn í eldinum en hann lauk nýlega strengjakvartett fyrir Strokkvartettinn Sigga og kammerverki í samstarfi við ljóðskáldið Adelle Stripe. Framundan eru svo einleiksverk fyrir Sæunni Þorsteinsdóttur sellóleikara í Seattle og nýtt verk fyrir kammerhópinn Loadbang í New York.

20

Auk tónsmíða er Halldór einnig virkur píanóleikari og útsetjari, meðal annars í söngkvartettinum Sætabrauðsdrengjunum og hljómsveitinni Albatross, og hefur komið margoft fram við hin ýmsu tilefni og leikið inn á hljómdiska.

Um verkið Mér þykir mjög vænt um að hafa verið beðinn um að semja hátíðarverk fyrir Landsmót Gígjunnar 2017. Þegar ég skoðaði textana sem nefndin fól mér að velja úr var ég fljótur að velja ljóðið Minningabrot, sem ég fékk seinna að vita að héti í raun Afmæliskveðja. Talandi um minningar þá man ég mjög skýrt hvernig verkið kom til mín, en ég var staddur á kaffihúsi í París síðasta sumar og las ljóðlínurnar yfir aftur og aftur. Þær höfðuðu mjög sterkt til mín og fyrr en varði var ég farinn að syngja ljóðið en ekki lesa. Í miðju vinnuferlinu áttaði ég mig á að ég tengdist ljóðskáldinu, Haraldi Stígssyni, en hann var bróðir Helgu Stígsdóttur eiginkonu Ragúels Hagalínssonar frænda míns, og með þeim átti ég góðar samverustundir sem barn. Fyrir mér er verkið glefsur af fallegum minningum, bæði fundnar innan ljóðsins og innra með mér, og ég hlakka til að heyra það frumflutt á mínum heimaslóðum.

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017


Landsmótsljóðið Höfundur Landsmótsljóðs – Haraldur Stígsson

Æviágrip Haraldur Stígsson fæddist á Horni í Sléttuhreppi þann 27.apríl 1914, elstur níu barna Jónu Jóhannesdóttur og Stígs Haraldssonar. Hann nam í tvo vetur í Héraðsskólanum á Núpi, starfaði um tíma sem farkennari á Vestfjörðum og var vitavörðum á Galtarvita. Haraldur bjó m.a. í Súgandafirði en flutti til Ísafjarðar árið 1945, þar sem hann starfaði lengst af við bátasmíðar í Skipasmíðastöð Marzelíusar. Árið 1959 flutti hann ásamt eiginkonu sinni Elínu Guðmundsdóttur og tveimur dætrum til Reykjavíkur. Þar vann hann lengst af hjá Hitaveitu Reykjavíkur við smíðar. Haraldur orti kvæði og vísur frá barnæsku og fékkst við það hugðarefni sitt fram á síðasta dag en hann lést þann 28.nóvember 2009. Sum kvæða hans birtust í blöðum og tímaritum, þ.á.m. bæjarblöðunum á Ísafirði. Sagnaþætti eftir Harald má finna í ýmsum bókum og tímaritum þar sem hann rifjar m.a. upp minningar frá barnaæskunni á Hornströndum.

Um landsmótsljóðið Landsmótsljóðið – Afmæliskveðja – Ort til Bjargeyjar Pétursdóttur frá Hælavík í tilefni áttræðisafmælis hennar, fjallar um minningu frá liðnum tíma sem lifir sterkt í huga höfundarins. Bjargey Pétursdóttir bjó ásamt manni sínum, Sigmundi Guðnasyni í Hælavík á Hornströndum og var mikil vinátta milli þeirra hjóna og fjölskyldu Haraldar Stígssonar. Haraldur hafði frá unga aldri, ánægju af því að heimsækja þau hjón og ræða við þau um sameiginlegt áhugamál, kveðskap, ljóðlist og bókmenntir. Í Afmæliskveðju rifjar hann upp heimsókn til þeirra hjóna, góðviðrisdag einn um hásumar en þau bjuggu um þær mundir í Rekavík bak Höfn. Eftir að hafa þegið góðgjörðir í eldhúsinu hjá þeim hjónum, fór hann upp á baðstofuloftið til Bjargeyjar, í þeim tilganga að þakka fyrir sig. Sú sýn sem við honum blasti leið honum aldrei úr minni. Bjargey sat þar með yngsta son sinn og raulaði fyrir hann vísur, umvafin geislum síðdegissólarinnar. ,,Ég minnist þess að ég stóð þarna um stund eins og bergnuminn og fannst ég vera kominn inn í allt aðra veröld en ég hafði hingað til lifað og hrærst í og lagið var svo fallegt að mig langaði helst að vatna músum.“ (49) Ljóðið til Bjargeyjar er sjö erindi en einungis fjögur verða flutt hér, erindin sem fjalla um augnablikið í baðstofunni, minninguna um móður, barn, söng og sólskin, fegurð sem engin orð ná yfir.

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017

21


Dagskrá Landsmóts Gígjunnar á Ísafirði 11.-14.maí 2017 Fimmtudagur 11. maí Mótsgögn afhent, léttar veitingar í þróttahúsi á Torfnesi Sameiginleg æfing á sviði í íþróttahúsi á Torfnesi Óvissuferð, kvöldverður, bryggjuball

16:00-17:00 17:00-18:00 18:30

Föstudagur 12. maí 09:00-11.30 11:30-12:30 12:30-14.00 14:00-15:00 15:00-17:00 17:30 19:30/eftir tónleika

22

Smiðjur. Á sama tíma málþing fyrir kórstjóra Hádegisverður og fundur Gígjunnar í íþróttahúsi á Torfnesi Frjáls tími Sameiginleg æfing á sviði í íþróttahúsi á Torfnesi Frjáls tími / undirbúningur kóranna fyrir tónleika um kvöldið Tónleikar kóranna í íþróttahúsi á Torfnesi Léttur kvöldverður í íþróttahúsi á Torfnesi, tónlist og samvera

Laugardagur 13. maí 09:00-11:30 Smiðjur 11:30-12:30 Hádegisverður í íþróttahúsi á Torfnesi og formannafundur 12:45 Sameiginleg æfing fyrir tónleika með afrakstri úr smiðjum og sameiginlegum kór 15:00-17:00 Sameiginlegir tónleikar kóranna í íþróttahúsi á Torfnesi 19:30 Hátíðarkvöldverður í íþróttahúsi á Torfnesi, dansleikur og mótsslit

Sunnudagur 14. maí Hvíld og heimferðardagur

LY K I L AT R I Ð I Afhending mótsgagna verður í íþróttahúsinu á Torfnesi Aðstaða fyrir kórana verður í menntaskólanum sem er staðsettur við hliðina á íþróttahúsinu. Staðsetning smiðja: BG smiðja - Safnahúsið Eyrartúni Í latino-sveiflu - Rögnvaldarsalur, Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7 Með ungverskum áhrifum - Tónlistarskóli Ísafjarðar, Austurvegi 11 Skapandi útsetningar og spuni - Frímúrarasalur, Kristjánsgötu Þvert á stíl - Bryggjusalur, Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017


Kvennakór Ísafjarðar þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning Edinborg Bistro Einarshús Bolungarvík Fasteignasala Vestfjarða ehf Ferðaþjónustan Heydal Fjarðanet hf Gámaþjónusta | Vestfjarða ehf | Kirkjubóli 3 Ísafirði. Gamla bakaríið GG Málningarþjónusta ehf Gísli Einar Árnason, tannréttingasérfræðingur | Akureyri Glæðir sf, blómaáburður

23

Ísafjarðarbær Landflutningar Samskip Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar Punt snyrtistofa RH-Íbúðir | rhibudir@simnet.is | s:892-2118 Smali ehf., bókhaldsþjónusta Tannlæknastofa Sigurjóns Guðmundssonar ehf | Ísafirði Tannlæknastofa Viðars Konráðssonar ehf | Ísafirði Tjöruhúsið Tónlistarskóli Ísafjarðar Sóknaráætlun Vestfjarða

Landsmót íslenskra kvennakóra Ísafirði 11. - 14. maí 2017



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.