Í-listinn – Uppbygging, traust og samvinna

Page 1

Uppbygging, traust og samvinna

FORSÍÐA - HÓPMYND


Hverjum treystir þú næstu fjögur ár? Ísafjarðarbær er spennandi, fjörugur og fullur af tækifærum fyrir fólk í leik og starfi. Í sveitarfélaginu er öflugt íþróttastarf og fjölbreytt menningarlíf fyrir börn og fullorðna. Möguleikar til útivistar og sköpunar eru óþrjótandi. Fjöllin, hafið og náttúran þar á milli móta lífssýn okkar og þjappa okkur saman. Byggðakjarnarnir sem mynda Ísafjarðarbæ hafa sérstöðu sem á að njóta sín og vera grunnur að fjölbreytileika okkar. Saman myndum við öfluga og sterka heild. Stjórnmál snúast um traust og samvinnu. Traust þarf að ríkja milli fólks innan stjórnkerfisins og milli íbúa. Önnur sveitarfélög þurfa að geta treyst Ísafjarðarbæ í samstarfi og getað leitað eftir samvinnu við okkur. Þannig verða verk sveitar­ félaganna á svæðinu og skilaboðin sterk, skynsamleg og samhljóma.

Undirstöður samfélagsins þurfa að vera traustar. Skólar og velferðarkerfið þurfa að virka. Það þarf að koma reiðu á skipulagsmálin. Fjárhagur sveitarfélagsins þarf að vera traustur svo hann beri velferðina, reksturinn og þær framkvæmdir sem gera sveitarfélagið okkar að enn betri búsetu- og atvinnukosti. Við erum að fara inn í uppbyggingartímabil. Stór og lítil fyrirtæki sjá fram á vöxt. Ísafjarðarbær þarf að geta stutt þá uppbyggingu meðal annars með lóðum fyrir atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Skortur er á húsnæði í öllum byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar og við þurfum að leita samstarfs við hagaðila um byggingu húsnæðis. Við þurfum nýja bæjarstjórn. Við þurfum sýnilega bæjarstjórn og bæjarstjóra sem lætur rödd Ísafjarðarbæjar og Vestfjarða heyrast innan og utan fjórðungsins. Hverjum treystir þú næstu fjögur ár?

Útgefandi: Í-listinn – Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Anna Sigríður Ólafsdóttir Ljósmyndir: Ágúst Atlason og Rúnar Óli Karlsson – Umbrot og prentun: Pixel ehf. Kosningaskrifstofa í Edinborgarhúsinu, Ísafirði opin frá 12-18.


Í-listinn boðar traust og samvinnu Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans Aðdragandi kosninga er góður tímapunktur til að líta yfir þróun mála síðustu ára og ræða saman um þá stefnu sem marka þarf fyrir næsta kjörtímabil. Í þessu blaði setjum við fram stefnumál okkar í mörgum málaflokkum. Stjórnmál snúast að miklu leyti um að velja sér stefnumál og koma þeim í framkvæmd. Hvernig tökumst við á við hið óvænta? Á endanum eru það þó ekki málin í stefnuskránni sem taka mestan tíma og skipta mestu máli. Daglegur rekstur, endurskoðun stefnumála með tilliti til þróunar mála og glíman við allt það óvænta markar stóran hluta stjórnunar í sveitarfélögum. Heimsfaraldurinn er að einhverju leyti augljóst dæmi um slík mál, en endurmat á lífeyrisskuldbindingum, sem ekki hefur farið hátt, hefur þó skekkt fjárhagsstöðu sveitarfélagsins um ríflega 300 milljónir. Hvernig á að takast á við slíka ágjöf? Þar skiptir máli að hafa fólk sem hægt er að treysta, sem kann til verka, getur náð samstöðu um mikilvæg mál, vandar sig og fær íbúa með sér í lið. Þannig verða engin uppþot og deilum fækkar verulega. Umræðan verður jákvæð.

Við þurfum meiri samvinnu innan sveitarfélagsins og við önnur sveitarfélög. Og það skiptir máli að bæjarfulltrúar séu sýnilegir innávið og útávið. Að rödd okkar heyrist og hún sé í senn glaðleg og alvörugefin. Bæjarbúar eiga að þekkja bæjarstjórann sinn og bæjarstjórinn á að tala máli allra íbúa. Traust fólk Við í Ísafjarðarbæ þurfum að snúa við blaðinu og við gerum það með góðu fólki. Í-listinn er einstaklega vel skipaður fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Listinn endurspeglar ekki eingöngu þá þrjá flokka sem standa að baki honum heldur miklu meira. Við lofum ekki öllu fögru. Það er heldur ekki það sem íbúar í Ísafjarðarbæ vilja. Þeir vilja traust fólk. Þess vegna kjósa þeir Í-listann til að koma á nýjum meirihluta í bæjarstjórn.

3


Farsæld barna Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, 4. sæti Í-listans Börn eiga að fá menntun, aðbúnað og þjónustu við hæfi hvers og eins innan leik- og grunnskóla, í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins. Í nýlegum lögum Alþingis um þjónustu í þágu farsældar barna er meginmarkmiðið að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Með því er eru réttindi barna tryggð í samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.

stig: 1. grunnþjónustu, 2. einstaklingsbundnum og markvissari stuðningi og 3. sérhæfðari stuðningi.

Innleiðingin á lögunum felur í sér að haldið er svokallað farsældarþing sem ráðherra boðar og er það umræðuvettvangur fagfólks, notenda og stjórnvalda. Í svæðisbundnum farsældarráðum er unnin fjögurra ára áætlun um forgangsröðun aðgerða á hverju svæði fyrir sig. Þá eru verkefnum og ábyrgð Barna- og fjölskyldustofu sem og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála gerð skil í þessum lögum. Með lögunum er römmuð inn þjónusta í þágu farsældar barna og er hún skilgreind í þrjú

Það er okkur sem stöndum að Í-listanum mikið kappsmál að byggt sé á öflugri samvinnu sveitarfélaganna, svo innleiðing og framkvæmd farsældarfrumvarps verði sem best.

Farsæl samvinna Við innleiðingu þessara laga eru settar auknar kröfur á sveitarfélög sem ekki verður staðið undir nema með auknu samstarfi þeirra á milli. Fyrir utan samstarf á milli sveitarfélaga verður einnig að stuðla að samstarfi á milli menntastofnana í landshlutanum.

Önnur sveitarfélög þurfa að geta treyst á Ísafjarðarbæ í samstarfi og getað leitað eftir samvinnu við okkur, eins og í sérfræðiþjónustu og stuðningi á sviði fræðslumála. Sem stærsta sveitarfélagið á svæðinu á Ísafjarðarbær að leiða þetta starf og gera það af myndarskap.

Opið bréf frá Dodda bæjó Þorbjörn Halldór Jóhannesson, 6. sæti Í-listans Ég var starfsmaður Ísafjarðar og seinna Ísafjarðarbæjar í 46 ár. Þar var ég fyrst starfsmaður áhaldahússins, svo bæjarverkstjóri og síðast yfirmaður eignasjóðs Ísafjarðarbæjar. Eignasjóður Ísafjarðarbæjar á alla grunnskóla, leikskóla, íþróttahús og sundlaugar sveitarfélagsins, auk þess sem hann á skíðalyftur og skíðaskála. Hann á Gamla sjúkrahúsið, eignir í Neðstakaupstað, pakkhúsið og salthúsið á Þingeyri og svarta pakkhúsið á Flateyri. Hann á hlut í Stjórnsýsluhúsinu og hjúkrunarheimilinu Eyri. Þessar eignir mega allar muna sinn fífil fegurri. Það þarf að drena í kringum Gamla sjúkrahúsið svo ekki leki lengur í kjallara. Á Ísafirði þarf að laga barnaskólann, það þarf bæði að laga leka og skipta um glugga. Sundhöllin þarfnast viðhalds og þar þarf að endurnýja búnað. Halda þarf áfram

4

uppbyggingarstarfi í Neðstakaupstað, meðal annars þarf að koma upp góðu brunavarnarkerfi og steypa sökkul undir Turnhús. Í sundlauginni á Þingeyri þarf að laga tengibyggingu við íþróttahús og glugga, auk þess sem þar þarf að endurnýja búnað. Á Þingeyri þarf einnig að skipta um þak á ráðhúsinu. Laga þarf heita vatnið í sturtunum í sundlaug Flateyrar og barnaskólinn þarfnast viðhalds, meðal annars þarf þar að skipta um þakefni. Það þarf að klára grunnskólann á Suðureyri og laga lekann á íþróttahúsinu. Ég þekki vel innviði sveitarfélagsins, þekki vatnsveitu og holræsamál, gatnakerfi og hvar viðhalds er þörf. Við í Í-listanum viljum vernda þá miklu fjárfestingu sem sveitarfélagið á í eignum sínum og innviðum og mun ég leggja mitt af mörkum við það. Ég er Doddi bæjó og skipa 6. sæti Í-listans


Fögnum brjáluðum hugmyndum Eflum íbúalýðræði Magnús Einar Magnússon, 3. sæti Í-listans Ég er smábæjarmaður og fagna því þegar einhver kallar mig slíkan. Ég hef búið á Flateyri bróðurpart ævinnar og sem íbúi þar hef ég upplifað miklar sveiflur, hvort heldur sem það er í íbúafjölda eða atvinnustarfsemi. Til dæmis hef ég orðið vitni að fjölmörgum tilraunum til endurvakningar fiskvinnslu í þorpinu sem ekki hafa gengið upp. Stærsta jákvæða breytingin sem ég hef séð á Flateyri í gegnum tíðina er stofnun Lýðskólans, hann er einmitt það sem við þurftum. Í kringum hann er líf og fjör og nýtur hann mikils velvilja. Í ofanálag stuðlar hann nú að einni mestu uppbyggingu sem sést hefur á Flateyri um langt skeið. Lýðskólinn er gott dæmi um hugmyndir sem kunna að virka svolítið brjálaðar í fyrstu en eru svo vel framkvæmanlegar þegar til kastanna kemur. Til að svona hugmyndir verði að

veruleika þarf sveitarfélagið að styðja við þær og það fólk sem er svo áræðið að koma með þær. Við í Í-listanum viljum veita frumkvöðlum stuðning til að geta hleypt af stokkunum öflugum verkefnum sem styðja við jákvæða byggðaþróun í öllum kjörnum sveitarfélagsins. Í dreifðu sveitarfélagi með mörgum kjörnum er mikilvægt að allir sitji við sama borð og raddir fámennari staðanna heyrist innan stjórnsýslunnar. Einnig þarf að tryggja almenningssamgöngur, sérstaklega með tilliti til barna, svo þau eigi kost á því að stunda íþróttir og félagslíf þvert á kjarna. Við í Í-listanum viljum endurskoða hverfisráðin og kanna þann möguleika að koma á heimastjórnum með ákveðið vald yfir sínum kjarna – auk þess viljum við efla íbúalýðræði í Ísafjarðarbæ öllum.

Dagskrá 9.-14. maí Allir viðburðir verða á kosningaskrifstofu nema annað sé tekið fram

Mánudagur 9. maí: 12:00 Plokkfiskhádegi og kynning á stefnuskrá 15:00 Fundur allra framboða með félagi eldri borgara á Hlíf

Þriðjudagur 10. maí: 17:00 Fundur um málefni barna og fjölskyldufólks

Miðvikudagur 11. maí: 12:10 Hádegisfundur með frambjóðendum Í-listans um stefnumálin 20:00 Opinn oddvitafundur í Edinborg

Föstudagur 13. maí: 17:00 Grill og gleði fyrir utan Edinborg

Laugardagur 14. maí: 14-17 Kosningakaffi í Edinborgarsal Það er alltaf heitt á könnunni á kosningarskrifstofunni á milli 12 og 18

5


Uppbygging, traust og samvinna Stefnuskrá Í-listans 2022–2026

Stjórnsýsla, íbúalýðræði og fjármál

Í-listinn mun beita sér fyrir opinni, gagnsærri og skilvirkri stjórnsýslu þar sem jafnræði er í heiðri haft gagnvart íbúum sveitarfélagsins. Stjórnsýsla sveitarfélagsins þarf að vera öflug, einföld og skilvirk og ákvarðanataka skýr og vel rökstudd. Harkalegur niðurskurður hefur bitnað á afkastagetu stjórnsýslunnar. Öguð fjármálastjórn er forsenda þess að sveitarfélag geti blómstrað til framtíðar. Gríðarleg skuldaaukning eins og á yfirstandandi kjörtímabili getur ekki haldið áfram því það bitnar verulega á getu sveitarfélagsins til fjárfestinga. Ísafjarðarbær þarf eins og önnur sveitarfélög fleiri trausta tekjustofna. Sveitarfélög þurfa að standa saman og berjast fyrir því að auðlindagjöld sem skapast af fiskeldi renni til sveitarfélaga, svo þau geti byggt upp innviði sem svara kalli samfélagsins. Í-listinn mun halda áfram að þróa íbúalýðræði í sveitarfélaginu, en lítið hefur verið gert í þeim efnum á kjörtímabilinu. Við viljum halda áfram samtali við hverfisráðin um að koma á heimstjórnum í þeim byggðakjörnum sem það vilja. Við ætlum: að efla stjórnsýsluna svo hún geti þjónað íbúum betur. að halda áfram að þróa rafræna, aðgengilega og skilvirka stjórnsýslu. að skoða möguleikann á heimastjórnum í þeim byggðakjörnum sem þess óska. að halda reglulega íbúafundi í öllum byggðakjörnum. að styrkja fjármálastjórn sveitarfélagsins svo við getum staðið undir uppbyggingunni sem er framundan.

Uppbygging, húsnæði og skipulagsmál

Við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur að tryggja húsnæði fyrir fólk. Það gerum við með því að leita samstarfs við fyrirtæki, óhagnaðardrifin félög og félagasamtök um byggingu húsnæðis. Húsnæðisskortur má ekki verða til þess að hamla uppbyggingu og framþróun sveitarfélagsins. Mikilvægt er að mönnun umhverfis- og eignasviðs sveitarfélagsins sé í samræmi við vinnuálag svo ekki safnist upp óeðlilega mörg mál sem tefur fyrir afgreiðslu. Unnið verður að því að bæta verkferla og efla sviðið í samvinnu við starfsfólk þess. Vinnu við nýtt aðalskipulag þarf að ljúka sem fyrst. Við gerð aðalskipulags skal leitast við að taka tillit til sem flestra sjónarmiða og hagsmuna þannig að það nái sem best að þjóna tilgangi sínum. Við þurfum að styrkja enn frekar búsetuskilyrði í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins með vandaðri þjónustu og uppbyggingu innviða. Við eigum fjölbreytt samfélög sem eru góður búsetukostur fyrir fólk á öllum aldri. Við viljum að sérstaða hvers byggðarlags fái sín notið. Hjólastefna Ísafjarðarbæjar var samþykkt nýlega sem við munum innleiða og stuðla þannig að greiðum samgöngum fyrir hjólandi, fólk í hjólastólum og rafskutlum, hlaupahjólum og öðrum léttum ferðamátum. Við ætlum: að auka skilvirkni og stytta afgreiðslutíma erinda með einfaldari og aðgengilegri stjórnsýslu. að sinna viðhaldi mannvirkja og eigna Ísafjarðarbæjar. að efla umhverfis- og eignasvið að klára aðalskipulag. að bjóða upp á nýja nálgun í almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins þannig að þær þjóni notendum.

6


Atvinnumál og verðmætasköpun

Fjölbreytt og kröftugt atvinnulíf er undirstaða allra samfélaga. Ef við höldum rétt á spöðunum getum við átt mikið vaxtarskeið framundan. Til þess að svo megi verða þurfa fyrirtækin sem þegar eru á svæðinu að hafa svigrúm til vaxtar. Á svæðinu starfa mörg öflug fyrirtæki sem sjá fram á vöxt. Það er hlutverk sveitarfélagsins að styðja þau til þess, meðal annars með framboði á lóðum, góðum innviðum og ákjósanlegum búsetuskilyrðum fyrir starfsfólk. Áfram þarf að vinna að því að fá opinberar stofnanir á svæðið og skapa störf án staðsetningar. Samvinna við menntastofnanir og atvinnulíf um fjarvinnustöðvar er einn liður í því. Í-listinn vill að sveitarfélagið styðji við atvinnu­ uppbyggingu sem skilar tekjum í framtíðinni, dragi að ný og fjölbreytt störf í starfandi fyrirtæki sem og ný sprotafyrirtæki. Ferðaþjónusta á að halda áfram að vaxa á forsendum náttúru og menningar. Í sveitarfélaginu eru víða kjöraðstæður til matvælaframleiðslu og við viljum að sjálfbær matvælaframleiðsla með gæða afurðum verði áfram undirstaða búsetu til sjávar og sveita. Þá er mikilvægt að fullvinnsla afurða verði í auknum mæli í sveitarfélaginu. Við ætlum: að styðja við fyrirtæki þegar þau vilja fara í framkvæmdir. að krefjast þess að sveitarfélögin fái sinn hlut af auðlindagjöldum í fiskeldi. að berjast fyrir því að fjármagn í fiskeldissjóði sé skipt réttlátlega á milli fiskeldissveitarfélaga. að byggja upp jákvæða ímynd sveitarfélagsins.

Umhverfismál

Ísafjarðarbær á að vera fyrirmyndarsamfélag þegar kemur að öllum umhverfismálum og gefa í frekar en að dragast aftur úr, líkt og gerst hefur á kjörtímabilinu. Það þarf að fara af krafti í orkuskipti í samgöngum og sjávarútvegi, byggja upp fólkvanga og tryggja vernd náttúrusvæða og byggja upp skilvirka sorpförgun og frárennsli sem sómi er að. Við viljum hafa alla byggðakjarna snyrtilega og koma í veg fyrir að rusl safnist upp á opnum svæðum. Þjónustumiðstöð (áhaldahús) þarf að geta betur sinnt verkefnum sínum, sérstaklega í þorpunum, til dæmis með staðarverkstjóra. Fullvinnum afurðir heima í héraði og leggjum áherslu á hringrásarhagkerfið í takt við auknar kröfur á sveitarfélög. Í-listinn vill að búnir verði til hvatar til að fullvinna afurðir í heimabyggð og að úrgangsmál verði endurskoðuð með það að markmiði. Skoða þarf sérstaklega nýtingu lífræns úrgangs til áburðareða metanframleiðslu og umhverfisvænni leiðir við sorpflutning. Þjóðgarður við Dynjanda og Hrafnseyri á að opna á kjörtímabilinu án þess að útiloka virkjanakosti. Beinast liggur við að þjónustumiðstöð garðsins verði á Þingeyri. Við viljum að Ísafjarðarbær setji sér loftslagsstefnu í takt við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og innleiði Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína. Við viljum að Ísafjarðarbær vinni landnýtingarstefnu sem tekur mið af vernd og endurheimt náttúrulegra gæða. Við ætlum: að fara í átak með Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða í að fjarlægja númeralausa bíla og drasl á víð og dreif. að gera áætlun um endurnýjun á frárennslislögnum í öllum byggðakjörnum.

að standa vörð um opinber störf í sveitarfélaginu og leita leiða með stjórnvöldum til að fjölga þeim.

að skipuleggja skógræktarsvæði, vinna að endurheimt vistkerfa og náttúrulegra gæða m.a. í tengslum við loftslagsaðgerðir stjórnvalda.

að leggja áherslu á frekari matvælaframleiðslu og nýsköpun til sveita.

að setja upp hundagerði á Eyrinni í Skutulsfirði. að halda áfram að byggja upp göngustíga og skipuleggja opin svæði.

7


Uppbygging, traust og samvinna Stefnuskrá Í-listans 2022–2026

Velferðarmál og málefni eldri borgara

Við ætlum að stuðla að byggingu húsnæðis fyrir eldra fólk t.a.m. með samstarfi við landssamtök eldri borgara. Við viljum þróa sveigjanlegar dagdvalir sem er ein fljótvirkasta og skynsamlegasta leiðin til að mæta aðkallandi áskorunum í að efla þjónustu við eldra fólk og þá sem í dag eru skráðir á biðlistum eftir hjúkrunarrými. Það myndi styðja við búsetu heima og nýta takmarkaða auðlind fagfólks á sem bestan hátt. Vestfirðingar eiga að standa saman í að veita fólki með fötlun góða þjónustu í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Vinna þarf að aðgengismálum í víðum skilningi, til dæmis með bættu stafrænu aðgengi, aðgengi að stofnunum, byggingum og almenningsrýmum. Við ætlum: ekki að selja íbúðir bæjarins á Hlíf. að efla dagdvöl eldra fólks og gera hana sveigjanlegri. að efla þjónustu öldrunarfulltrúa og félagsráðgjafa. að vinna áætlun um uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk og aðra í samstarfi við hagsmunaaðila. að koma upp notendaráði fatlaðs fólks.

Menning

Nýsamþykktri menningarstefnu þarf að fylgja eftir með fjármagnaðri aðgerðaáætlun. Það er meðal annars hægt með menningarsamningi við ríkið, sem einnig þarf til að tryggja fjölbreytt starf í Edinborgarhúsi og efla enn frekar fjölbreytt safnaog menningarstarf bæjarins. Við ætlum: að gera aðgerðaáætlun í menningarmálum. að halda áfram að leita samstarfs við ríkið um gerð menningarsamnings. að sinna viðhaldi á menningarhúsunum.

Skólamál

Í-listinn ætlar að vinna í auknum mæli að velferð og framförum barna, tryggja þeim öruggt náms­ umhverfi og skapa góðar aðstæður fyrir skapandi og framsækið skólastarf. Í-listinn vill að Ísafjarðarbær setji markið hátt og vinni með skólastjórnendum að því að auka gæði leiks, náms og kennslu í öllum byggðakjörnum. Ný lög um farsæld barna munu setja auknar kröfur á sveitarfélög sem ekki verður staðið undir nema með auknu samstarfi þeirra á milli. Börn eiga að fá menntun, aðbúnað og þjónustu við hæfi hvers og eins innan leik- og grunnskóla, í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins. Við ætlum: að tryggja áframhaldandi skólahald á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. að styðja við samvinnu milli skóla og skólastiga. að styðja við nýsköpun og þróun í skólastarfi og endurskoða stoðþjónustu þeirra. að stuðla að auknu jafnrétti og vinna markvisst gegn mismunun, fordómum, einelti, áreitni og ofbeldi. að tryggja áframhaldandi metnaðarfullt starf í tónlistarskólunum.

Íþróttir og tómstundir

Íþróttir, tómstundir og félagsstarf eru stór þáttur í lífsgæðum fólks. Í félagasamtökum sveitar­ félagsins er unnið frábært starf sem þarf að styðja og efla. Fyrir liggur viljayfirlýsing um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss sem vonandi leysir skort á aðstöðu fyrir hinar ýmsu íþróttagreinar. Verkefnið er spennandi en ófjármagnað af hálfu bæjarins. Gangi þau áform ekki eftir liggur beint við að setja gervigras á aðalvöllinn. Íþrótta- og tómstundastarf barna nýtist ekki ef börnin komast ekki á æfingar. Almennings­samgöngur þurfa að jafna aðstöðumun milli byggðakjarna, og þar þarf aðra nálgun. Við ætlum: að klára uppsetningu á útihreystitækjum. að halda áfram uppbyggingu göngu- og hjólastíga. að leita nýrra leiða í almenningssamgöngum.

8


Í-listinn for municipal council in Ísafjarðarbær

Í-listinn w wyborach do rady miejskiej w Ísafjarðarbær

We think it’s time for new leadership in the town council. A new leadership based on trust and cooperation. The foundations should be trustworthy. The schools and the welfare system just need to work. Zoning and planning needs to be efficient. The budget needs to leave money for new construction and better services. All of this would make Ísafjarðarbær an even better place to live in.

Uważamy, że nadszedł najwyższy czas na nowy zarząd w radzie miasta. Nowe przywództwo oparte na zaufaniu i współpracy. Fundamenty, które powinny być godne zaufania. Gdzie szkoły i system opieki społecznej po prostu musi działać. Gdzie zagospodarowanie i planowanie przestrzenne będzie efektywniejsze. Gdzie w budżecie będą pozostawione pieniądze na nowe budownictwo i lepsze usługi. Wszystko to uczyniłoby Ísafjarðarbær stabilnym miejscem do życia. Wraz z nasza gminą wkraczamy w erę wzrostu. Firmy duże i małe prognozują dalszą rozbudowę i wzrost. Miasto musi zostać na to przystosowanie.

Ísafjarðarbær is a vibrant community surrounded by beautiful nature. The possibilities for outdoor activities are abundant.

We are entering an era of growth. Companies big and small forecast expansion. The town needs to accommodate that. About Í-listinn Í-listinn is a list of candidates from three political parties and independents. The parties are the Social Democratic Alliance (Samfylkingin), Liberal Reform Party (Viðreisn) and Left-Green Movement (Vinstri Græn). Together the parties range from center right to left, but all parties have as part of their core values equal rights and preservation of a strong welfare system. The top five candidates are: 1. Dr. Gylfi Ólafsson, health economist and CEO of the Westfjords Healthcare Institution. 2. Nanný Arna Guðmundsdóttir, CEO of Borea Adventures and municipal council member since 2014. 3.

Magnús Einar Magnússon, welder and head of procurement at Skaginn 3X.

4. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, head of afforestation service at the Icelandic Forest Service. 5.

Arna Lára Jónsdóttir, operation manager at Eimskip. Our candidate for mayor.

About the election Ísafjarðarbær municipality includes Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri and Þingeyri. The town council has nine seats. Currently, Í-listinn has four members, the Independence Party (Sjálfstæðisflokkurinn, D) has three and the Progressive Party (Framsóknarflokkurinn, B) has two. D and B form a majority with their combined five seats. The election takes place on May 14th. All Nordic citizens with domicile in Iceland have the right to vote. Also, residents of other nations that have been registered in Iceland for the last three years, see here: https://www.skra.is/english/people/electoralregister-and-voting-rights.

Ísafjarðarbær to tętniąca życiem społeczność otoczona piękną przyrodą. Możliwości aktywności na świeżym powietrzu są ogromne.

Na temat Í-listinn Í-listinn to lista kandydatów z trzech partii politycznych i niezależnych. Partie to Sojusz Socjaldemokratyczny (Samfylkingin), Liberalna Partia Reform (Viðreisn) i Ruch Lewicowo-Zieloni (Vinstri Græn). Razem partie rozciągają się od centroprawicy do lewicy, ale wszystkie partie mają jako część swoich podstawowych wartości równe prawa i zachowanie silnego systemu opieki społecznej. Oto piątka naszych czołowych kandydatów: 1. Dr Gylfi Ólafsson, ekonomik zdrowia i dyrektor generalny Instytutu Zdrowia na Fiordach Zachodnich. 2. Nanný Arna Guðmundsdóttir, dyrektor generalny ,,Borea Adventures,, i członek rady miejskiej od 2014 roku. 3. Magnús Einar Magnússon, spawacz i kierownik zaopatrzeniowy w firmie ,,Skaginn 3X,, 4. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, kierownik służby zalesiania w islandzkiej służbie leśnej. 5. Arna Lára Jónsdóttir, kierownik operacyjny w Eimskip. Nasza kandydatka na burmistrza. O wyborach Gmina Ísafjarðarbær obejmuje miejscowości takie jak Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri i Þingeyri. Rada miejska ma dziewięć mandatów. Obecnie Í-listinn ma czterech członków, Partia Niepodległości (Sjálfstæðisflokkurinn, D) ma trzech, a Partia Postępu (Framsóknarflokkurinn, B) ma dwóch. D i B tworzą większość z ich połączonymi pięcioma mandatami. Wybory odbędą się 14 maja. Wszyscy obywatele nordyccy mający miejsce zamieszkania w Islandii mają prawo do głosowania. Osoby, które są zameldowane na Islandii przez co najmniej 3 lata lub dłużej, mają prawo udziału mieście, w którym obecnie mieszkają, obywatelstwo islandzkie nie jest wymagane. https://www.skra.is/english/people/ electoral-register-and-voting-rights.

9


Umhverfið sett á dagskrá Nanný Arna Guðmundsdóttir, 2. sæti Í-listans Ég vil vera til þegar rusl verður ekki lengur til, er draumur lítillrar stelpu sem ég hitti í gær. Ég ímynda mér stundum að í tölvuleik geti ég lyft upp öllu ruslinu sem er á víð og dreif um sveitarfélagið, lyft því upp í tveggja - þriggja metra hæð og virt fyrir mér opnu svæðin, fjörurnar og móana sem ég sá ekki áður fyrir rusli. Markmið nýrra laga um hringrásarhagkerfið er að minnka rusl, þar sem allt sem búið er til fyrir okkur og hagkerfið verði nýtt að fullu. Nýju lögin taka gildi 2023 en sveitarfélög fá aðlögunartíma til að innleiða þau að fullu til 2024. Með lögunum verður breyting á sorphirðu sveitarfélagsins. Sveitarfélaginu verður áfram heimilt að leggja fast gjald á hverja íbúð vegna sorpförgunar, en óheimilt verður að leggja fast gjald á hverja íbúð vegna sorphirðu. Í staðin verður borgað fyrir það magn sem hirt er hverju sinni. Þeir sem kaupa minna eða endurnýta borga lægra gjald. Fegrum og bætum umhverfi okkar Umhverfismál og fegrun umhverfis hefst í heimabyggð og hjá okkur sjálfum. Snyrtilegt og aðgengilegt umhverfi veitir vellíðan, löngun til að vera úti, löngun til að koma saman og njóta náttúrunnar og bæjarbragsins sem hver og einn byggðarkjarni státar af. Við eigum opnu svæðin saman, þau eru ekki ruslahaugar eða geymslusvæði og þau taka svo sannarlega ekki endalaust við. Ég held við viljum öll sjá snyrtileg opin svæði í nærumhverfinu og við getum lagt okkar að mörkum til að svo verði. Sveitarfélagið okkar getur gert betur í þessum málaflokki. Það má leggja áherslu á umhverfismál

Kosningaskrifstofa Í-listans er í Edinborgarhúsinu Opið alla daga á milli 12 & 18

Verið velkomin

10

innan stjórnsýslunnar, setja skýra stefnu í umhverfisog loftslagsmálum, auðvelda endurvinnslu og endurnýtingu og halda opnum svæðum snyrtilegum með slætti og gróðursetningu. Stærstu umhverfisverkefni framundan eru algjör endurhugsun sorphirðu og sorpförgunar, sem við vonandi getum unnið með nágrannasveitarfélögum okkar. Við þurfum að gera mikinn skurk í frárennslismálum, sem hefur verið mitt áhugamál allt þetta kjörtímabil. Í dag rennur allt skólp óhindrað í sjó fram, því fylgir ekki aðeins úrgangur mannanna heldur einnig blautþurrkur, handklæði, leikföng og annað smálegt. Það þarf að hreinsa rusl af opnum svæðum og gera átak í að fjarlægja númerslausa bíla. Við í Í-listanum viljum ráðast í þetta verkefni og setja umhverfismál á dagskrá sveitarfélagsins. Það kostar pening að keyra rusli milli landshluta, það takmarkar vöxt og viðgang sveitarfélagins ef stór svæði eru þakin rusli, eða búin til úr rusli og það takmarkar nýtingarmöguleika okkar á sjó og landi ef úrgangsmál eru ekki í lagi. Draumur stúlkunnar um rusllausan heim er útópískt markmið, en þangað ættum við að stefna og byrja í okkar nærumhverfi - fyrir framtíðina.


Það á að vera gott að eldast í Ísafjarðarbæ Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóraefni Í-listans Það er gott að eldast í Ísafjarðarbæ. Hér er öll þjónusta innan seilingar og við höfum góða heilbrigðisþjónustu. Eftir að hafa verið með annan fótinn á hjúkrunarheimilinu Eyri get ég fullyrt að þar er vel hlúð að íbúum. Það er samt ýmislegt sem við getum gert betur, til dæmis í húsnæðismálum því hér er skortur á húsnæði með góðu aðgengi sem hentar eldra fólki. Það er deginum ljósara að það þarf að fara að byggja. Við í Í-listanum lögðum fram tillögu í fyrrahaust, um að bæjarstjóra yrði falið að leita eftir samstarfi við landssamtök eldri borgara um byggingu leigu­ húsnæðis í Ísafjarðarbæ. Það mætti gera í samstarfi við Leigufélag aldraðra, sjálfseignarstofnun sem byggir hagkvæmar íbúðir fyrir eldri borgara og hefur komið að farsælum uppbyggingarverkefnum í öðrum sveitarfélögum. Þó þessi tillaga Í-listans hafi verið samþykkt hefur ekkert gerst. Við ætlum að koma þessari tillögu okkar í framkvæmd. Seljum ekki á Hlíf og stækkum Eyri Það kemur ekki til mála að selja íbúðirnar á Hlíf sem voru meðal annars byggðar fyrir gjafafé velviljaðra borgara, en í fyrravetur kom tillaga frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að selja íbúðir á Hlíf 1. Þessu mótmælti Í-listinn harðlega ásamt fjölda bæjarbúa og úr varð að meirihlutinn frestaði málinu. Eldri borgarar í Ísafjarðarbæ eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að selt verði ofan af þeim.

Það liggur fyrir að stækka á Eyri um 10 rými sem skiptir miklu máli því biðlisti þar hefur verið langur. Aðdragandinn hefur verið of langur, nú þarf að byrja framkvæmdir. Við höfum fjölmörg tækifæri til að gera betur í þjónustu við eldri borgara, en eins og við vitum stækkar sá hópur hratt á landsvísu. Við þurfum að vera búin undir þær breytingar. Hægt er að ná miklum árangri með teymisvinnu þeirra sem koma að þjónustu við eldri borgara. Þar skiptir mestu máli samstarf sístækkandi heimahjúkrunar og heimaþjónustu, sem er jákvætt fyrir þá sem vilja vera heima sem lengst. Við verðum að samræma og bæta upplýsingaflæði til eldri borgara og aðstandenda þeirra. Fólk verður að fá að vita hvaða þjónusta er í boði og hver veitir hana. Við viljum auka persónustýrða þjónustu á forsendum þjónustuþegans en ekki bæjarins og gera það sem í okkar valdi stendur svo eldri borgarar fái notið áhyggjulauss ævikvölds með fullri reisn. Með þessu móti verður enn betra að eldast í Ísafjarðarbæ.

11


1

2

TRAUSTSINS VERÐUR GYLFI ÓLAFSSON

3

4

MAGNÚS EINAR MAGNÚSSON

7

5

SIGRÍÐUR JÚLÍA BRYNLEIFSDÓTTIR

8

FINNEY RAKEL ÁRNADÓTTIR

11

9

12

JÓNÍNA EYJA ÞÓRÐARDÓTTIR

15

KRISTÍN BJÖRK JÓHANNSDÓTTIR

EINAR GEIR JÓNASSON

VALUR RICHTER

14

ÞÓRIR GUÐMUNDSSON

17

INGA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR

ÞORBJÖRN HALLDÓR JÓHANNESSON

10

13

16

WOJCIECH WIELGOSZ

6

ARNA LÁRA JÓNSDÓTTIR

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON

NANNÝ ARNA GUÐMUNDSDÓTTIR

HRAFNHILDUR HRÖNN ÓÐINSDÓTTIR

18

HALLDÓRA BJÖRK NORÐDAHL

GUÐMUNDUR M. KRISTJÁNSSON


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.