Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða 2016-2017

Page 1


VIÐ TÓKUM ÁKVÖRÐUN: AÐ VEITA BESTU BANKAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI ... Sumar ákvarðanir um fjármál eru hversdagslegar, aðrar með þeim mikilvægustu á lífsleiðinni. Okkar hlutverk er að veita þér bestu ráðgjöf, fræðslu og þjónustu sem völ er á til að auðvelda þér að taka þínar ákvarðanir. Við tökum vel á móti þér í næsta útibúi og á islandsbanki.is

... svo þú eigir auðveldara með að taka þínar ákvarðanir


Gleðilegan námsvetur Ágæti viðtakandi Námsvísir þessi markar upphaf að átjánda starfsári Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Að vanda býður miðstöðin margskonar nám á sviði tómstunda, endurmenntunar, starfsréttinda og framhaldsfræðslu. Auk þess býður miðstöðin náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat, hvoru tveggja fólki að kostnaðarlausu. Þá býður miðstöðin fyrirtækjum og stofnunum fræðslugreiningar og gerð símenntunaráætlana. Slík ráðgjöf er í flestum tilvikum endurgreidd af starfsmenntasjóðum. Fræðslumiðstöð Vestfjarða leggur sig fram um að veita fólki alls staðar á Vestfjörðum aðgang að fjölbreyttu og góðu námi á hagstæðu verði. Til að þjóna íbúunum sem best rekur miðstöðin 3 mannaðar starfsstöðvar og er með starfsemi á 10 öðrum stöðum í fjórðungnum. Alls staðar leggur miðstöðin mikið upp úr góðri kennsluaðstöðu, þar sem gott er að koma og fólki líður vel. Vegna fámennis og dreifðra byggða sækja fræðsluaðilar í einkageiranum lítið á Vestfirði. Starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða styrkir því tvímælalaust búsetu í fjórðungnum, þar sem fólk á öllum aldri vill hafa tækifæri til náms, bæði til að afla sér grunnmenntunar og til tómstunda. Þá stuðlar hún að hækkun á menntunarstigi. Eins og áður er námsvísi þessum fyrst og fremst ætlað að gefa hugmyndir um það sem í boði er hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og kynna fólki möguleika á sviði fullorðinsfræðslunnar. Á fjögurra til sex vikna fresti verða svo næstu atburðir auglýstir. Upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar, www.frmst.is. Með ósk um góðan námsvetur. Smári Haraldsson.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða Veffang: www.frmst.is Kennitala 511199 - 2049

Suðurgata 12 400 Ísafjörður Sími: 456 5025 frmst@frmst.is Ísafjörður

Vinnsla bæklings: Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða Ábyrgðarmaður: Smári Haraldsson

Höfðagata 3 510 Hólmavík Sími: 451 0080 holmavik@frmst.is

Þekkingarsetrið Skor 450 Patreksfjörður Sími: 490 5095 patro@frmst.is

Hólmavík

Umbrot: Pixel ehf / Gunnar Bjarni Prentun: Athafnagleði ehf.

Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

Patreksfjörður

September 2016 1. tbl. 17. árg.

3


Nýtt tækifæri til náms í Háskólabrú Keilir býður upp á aðfaranám til háskóla í staðnámi og í fjarnámi sem hægt er að taka á einu ári eða samhliða vinnu á tveimur árum. KEILIR // ÁSBRÚ // 578 4000 // www.haskolabru.is

Hafðu bankann í vasanum Betri netbanki á L.is

Fyrir flesta nettengda síma

Hagnýtar upplýsingar

Enginn auðkennislykill

Snjallgreiðslur

Aukakrónur

Á L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur, yfirlit bankareikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru aðgengilegar á L.is, auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Efnisyfirlit TUNGUMÁL

Íslenska fyrir útlendinga ........................................................... 11 Icelandic for foreigners ............................................................ 11 Islandzki dla obcokrajowców .................................................. 12

ภาษาไอร์แลนด์สำ�หรับชาวต่างชาติ อิสฟาร์ดิส – หรับชาวต่างชาติ .......................................................... 12

Enska fyrir byrjendur ................................................................ 12 Enska - framhald ........................................................................ 12 Franska fyrir byrjendur ............................................................ 12 Spænska - framhald .................................................................. 12

TÖLVUR

Excel .............................................................................................. 13 Excel - morgunnámskeið ........................................................ 13 Outlook - morgunnámskeið .................................................... 13 WordPress – Vefurinn minn .................................................... 13

TÓMSTUNDIR

Að búa til smyrsl úr lækningajurtum ..................................... 14 Arfur kynslóðanna ..................................................................... 14 Dagförðun ................................................................................... 14 Fab Lab grunnur- Jólaþema ................................................... 14 Fab Lab - Grunnámskeið í stafrænni framleiðslutækni ................................................... 14 Fab Lab - Þrívíddarprentun til mótunar og afsteypu ........ 14 Gáum til veðurs .......................................................................... 15 Guðrún frá Lundi ....................................................................... 15 Íslenskar lækningajurtir ............................................................ 15 Konfektgerð ................................................................................ 15 Kökuskreytingar ......................................................................... 15 Kvöldförðun ................................................................................ 17 Skriðsund ..................................................................................... 17 Tapas gerð – spænsk upplifun ............................................... 17 Textíll og ull – þæfing og saumur ........................................... 17 Vefnaður ...................................................................................... 17 Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri - fyrirlestraröð ........... 18

ENDUR- OG SÍMENNTUN

Almenn skyndihjálp ................................................................... 18 Bókhald fyrir byrjendur ........................................................... 18 Geðheilbrigði frá mörgum sjónarhornum ........................... 19 Hljóðvist í húsum ....................................................................... 19

Hugræn atferlismeðferð – HAM ............................................. 19 Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi .......................................... 20 Lestur ársreikninga ................................................................... 20 Sálrænn stuðningur .................................................................. 20 Stjórnun, valddreifing og verkefni .......................................... 20 Stofnun fyrirtækja ...................................................................... 21 Verkefnastjórnun ....................................................................... 21 Viðhald og viðgerðir gamalla húsa ........................................ 21 Virðisaukaskattur og launabókhald ....................................... 21

RÉTTINDANÁM OG STARFSTENGT NÁM

Skemmtibátapróf og námskeið til undirbúnings þess ................................................................ 23 Smáskipanám ............................................................................. 23 Svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum ....................................... 23 Vélgæsla ....................................................................................... 24 Viðbótarnám í vélstjórn ........................................................... 24

NÁMSLEIÐIR FRÆÐSLUMIÐSTÖÐVAR ATVINNULÍFSINS

Félagsliðabrú .............................................................................. 25 Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk ..................................... 25 Meðferð matvæla ...................................................................... 26 Menntastoðir .............................................................................. 26 Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum ............... 26 Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun ...................................... 26 Skrifstofunám ............................................................................. 27 Upplýsingatækni og samskipti - sterkari starfsmaður ................................................................................ 27 Þjónustuliðar - grunnnám ....................................................... 27

NÁMSKEIÐ KENND Í SAMVINNU VIÐ FJÖLMENNT – FULLORÐINSFRÆÐSLU FATLAÐRA

Dans .............................................................................................. 29 Förðun- snyrting ........................................................................ 29 Jólaföndur .................................................................................... 29 Jólalögin ........................................................................................ 29 Páskaföndur ................................................................................ 29 Saumanámskeið ........................................................................ 29 Tónlist, söngur og spil ............................................................... 29

MIKILVÆGT AÐ SKRÁ SIG!

Fræðslumiðstöð Vestfjarða brýnir fyrir fólki mikilvægi þess að skrá sig hafi það áhuga á að sækja námskeið. Við skipulagningu námskeiða er gert ráð fyrir lágmarksfjölda þátttakenda til þess að námskeið standi undir sér. Ef annað er ekki tekið fram er miðað við að lágmarki átta þátttakendur og að þeim lágmarksfjölda sé náð þremur til sjö virkum dögum áður en fyrirhugað námskeið hefst. Náist ekki lágmarksfjöldi er námskeiðinu frestað eða því aflýst og þeir sem skráðir eru látnir vita. Miðstöðin vill koma þessu á framfæri til að koma í veg fyrir að námskeið séu felld niður vegna dræmrar þátttöku en síðan komi í ljós að mun fleiri höfðu áhuga og mættu á staðinn án skráningar. Einnig vill miðstöðin koma í veg fyrir að fólk fari fýluferð ef einhverjar breytingar hafa orðið á tímasetningu eða námskeið fellt niður, en Fræðslumiðstöðin getur aðeins komið þeim upplýsingum til þeirra sem skráðir eru. Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

5


Hagnýtar upplýsingar FYRIRVARI Allar upplýsingar í þessum námsvísi, þar með taldar upplýsingar um verð, eru birtar með fyrirvara um breytingar.

SKRÁNING Tekið er við skráningum á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti á netfangið frmst@frmst.is og á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is. Skráningarfrestur á námskeið rennur að jafnaði út þremur til sjö virkum dögum áður en námskeið hefst. Mörg námskeið eru ekki dagsett en geta hafist þegar lágmarksþátttöku er náð. Náist ekki lágmarksfjöldi er námskeiðinu frestað eða því aflýst og þeir sem skráðir eru látnir vita. Námskeiðsgjöld eru staðgreidd við upphaf námskeiðs eða innheimt með greiðsluseðli. Fræðslumiðstöðin er sveigjanleg í samningum um greiðslu námskeiðsgjalda.

STYRKIR VEGNA ÍSLENSKUNÁMS Félagsmenn í Landsmennt (verkalýðsfélög á landsbyggðinni) sem hafa annað móðurmál en íslensku geta sótt um allt að 75% styrk vegna íslenskunáms eftir mánaðar félagsaðild í aðildarfélagi Landsmenntar. Um leið og þeir hafa greitt fyrir námskeið geta þeir sótt um styrk. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk fyrir starfsmenn sína. Foreigners who have been members in a labour union (like Verk Vest) for at least one month can get up to 75% of the fee for Icelandic courses repaied from the union. Please contact your labour union for more information. 6

Członkowie związków zawodowych mają prawo do ubiegania się o dofinansowanie 75% kosztów kursu języka islandzkiego z Krajowego Ośrodka Dokształcania -Landsmennt. Po opłaceniu kursu należy złożyć wniosek o dotację.

ทุก ๆ คนที่เป็นสมาชิกสหภาพแรงงานในประเทศ ที่มีภาษาแม่ เป็นภาษาอื่นที่ไม่ใช่ภาษาไอซ์แลนด์ สามารถยื่นคำ�ร้องขอเงินทุน การศึกษาเกี่ยวกับเรียนภาษาไอซ์แลนด์ ได้ ถึง 75% หลังจากที่ เป็นสมาชิกสหภาพแรงงาน เกี่ยวกับเงินที่จ่ายค่าหลักสูตรสามารถ ยื่นคำ�ร้องขอหรือ บริษัทสามารถที่จะยื่นคำ�ร้องขอเเพื่อพนักงาน ของเขาได้เช่นกัน STYRKIR STÉTTARFÉLAGA VEGNA ENDURGREIÐSLU NÁMSKEIÐSGJALDA Allir sem greiða í stéttarfélag og hafa unnið fullt starf í a.m.k. 12 mánuði eiga rétt á stuðningi til starfsnáms og í sumum tilfellum til tómstundanáms. Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum. Styrkurinn er mishár eftir félögum en getur numið allt frá 50% og upp í 75% af kostnaði. Hægt er að fá upplýsingar um styrkhlutfall hjá viðkomandi stéttarfélagi og einnig getur Fræðslumiðstöðin aðstoðað við öflun upplýsinga þar að lútandi. Fólk er hvatt til að kanna möguleika sína á styrkjum til menntunar.

ÓSKIR UM NÁMSKEIÐ Fræðslumiðstöðin skipuleggur námskeið en getur jafnframt haft milligöngu um að útvega námskeið frá öðrum. Ef þú hefur hugmynd að námskeiði sem er ekki í þessum bæklingi, hafðu samband og við skoðum málið. Öllum hugmyndum er vel tekið.

Birt með fyrirvara um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar


NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF Fræðslumiðstöð Vestfjarða veitir náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum samkvæmt samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í því skyni heimsækir ráðgjafi miðstöðvarinnar vinnustaði vítt og breitt um Vestfirði. Áhugasamir geta pantað einstaklingsviðtöl hjá ráðgjafanum í vinnustaðaheimsóknunum, með því að hafa samband við Fræðslumiðstöðina í síma 456 5025 eða með tölvupósti frmst@frmst.is. Viðtal við námsog starfsráðgjafa er fólki að kostnaðarlausu.

ráð fyrir verkefnavinnu bæði í kennslustundum og á milli tíma og í einhverjum tilfellum eru lögð fyrir próf. Í Menntastoðum er námsmat byggt á verkefnavinnu og prófum.

Náms- og starfsráðgjafi getur m.a.:

EQM GÆÐAVOTTUN

Veitt upplýsingar um nám og störf.

Aðstoðað við að kanna áhugasvið og hæfni.

Veitt upplýsingar um mögulegar námsleiðir og styrki.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er með gæðavottun samkvæmt EQM, European Quality Mark gæðaviðmiðum.

Aðstoðað við að setja markmið og útbúa námsáætlun.

Veitt tækifæri til að setjast niður með hlutlausum aðila og skoða stöðu sína almennt.

Haustið 2016 verður náms- og starfsráðgjafi Fræðslumiðstöðvarinnar til viðtals dagana 12.-15. september, 24.-27. október og 21.-24. nóvember.

NÁMSMAT Til þess að ljúka námskeiðum hjá Fræðslumið­ stöðinni með viðurkenningu er almennt miðað við að þátttakendur mæti í að minnsta kosti 75% kennslustunda og séu virkir á námskeiðinu. Þetta á við um tómstundanámskeið, tungumálanámskeið, tölvunámskeið og flest endurmenntunarnámskeið. Ef viðmiðið er annað er það sérstaklega tekið fram í námskeiðslýsingu. Í námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er gert ráð fyrir 80% mætingu og virkri þátttöku nemenda. Í ákveðnum námsleiðum, til dæmis Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum, er gert

Í réttindanámi má gera ráð fyrir að nemendur þurfi að standast próf með tilskilinni lágmarkseinkunn til þess að ljúka náminu. Þar má einnig gera ráð fyrir verkefnavinnu á milli kennslustunda.

EQM er gegnsætt matsferli þar sem fræðsluaðilar fá tækifæri til að meta eigin starfshætti út frá viðurkenndum gæðaviðmiðum. Með vottuninni hefur því verið staðfest að Fræðslumiðstöðin notar skilvirkar aðferðir til að tryggja gæði þjónustunnar, styður við fræðslu og nám með markvissum hætti og beitir góðum stjórnunarháttum við þróun og úrbætur. Vottunin er gerð í samræmi við kröfur mennta- og menningarmálaráðuneytis til fræðsluaðila sem bjóða vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

ATHUGIÐ Flest námskeiðin í námsvísinum eru auglýst á Ísafirði. Stafar það af því að óskir, fyrirspurnir eða ábendingar um þau hafa komið af norðursvæðinu. Fólk annars staðar á Vestfjörðum er eindregið hvatt til að koma óskum sínum á framfæri við Fræðslumiðstöðina. Oft er hægt að setja námskeið upp hvar sem er á Vestfjörðum og í mörgum tilfellum er unnt að fjarkenna námskeið, þótt þau séu auglýst í staðkennslu.

Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

7



Fræðslumiðstöðin og atvinnulífið Það eru ekki víst að allir tengi starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar beint við eflingu atvinnulífs en þegar litið er yfir sviðið kemur í ljós að ekki þarf að kafa djúpt til þess að sjá að þar eru fjölmargir snertifletir. Undanfarin misseri hefur miðstöðin lagt aukna áherslu á að vinna með fyrirtækjum og stofnunum að greiningu fræðsluþarfa og gerð fræðsluáætlanna í framhaldinu með það að markmiði að auka þekkingu og færni starfsfólks. Þarna hafa sveitarfélög verið í fararbroddi og hefur miðstöðin nú þegar verið í samstarfi við Vesturbyggð og Reykhólahrepp um gerð fræðsluáætlana og allar líkur á að fleiri sveitarfélög fylgi á eftir. Á hverju ári eru haldin námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Kunnátta í málinu eykur án efa möguleika útlendinga á vinnu og auðveldar samskipti á vinnustað. Fyrirtæki hafa séð sér hag í því að hvetja erlent starfsfólk sitt til þess að efla sig í íslenslu og hefur miðstöðin sérstaklega átt gott samstarf við mörg fiskvinnslufyrirtæki varðandi íslenskunám. Margar af námsskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem ætlaðar eru fólki með stutta formlega skólagöngu miða að því að efla fólk í starfi. Fræðslumiðstöðin hefur t.d. verið með grunnnám fyrir fiskvinnslufólk í samstarfi við fiskvinnslufyrirtækin á svæðinu, skrifstofuskóla, nám um meðferð matvæla, nám fyrir félagsliða, leikskólaliða, þjónustuliða og stuðningsfulltrúa og starfsnám á samgangnasviði. Þá stóð miðstöðin fyrir gerð námsskrár í hlífðargassuðu sem kennd hefur verið í samstarfi við Menntaskólann og 3X Technology. Miðstöðin hefur allt frá upphafi boðið upp á smáskipanám sem margir sjómenn hafa nýtt sér. Þá hefur verið gott samstarf við Guðmund Einarsson um nám í vélgæslu og við Menntaskólann um viðbótarnám í vélstjórn. Einnig hefur Fræðslumiðstöðin átt farsælt samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki um að prófa kunnáttu svokallaðra frístundafiskimanna áður en þeir halda til veiða.

Það þykir orðið sjálfsagt í dag að stjórnendur og millistjórnendur, hvort sem er í stofnunum, stórum eða litlum fyrirtækjum, sæki sér aukna þekkingu. Miðstöðin sinnir þessum hópi líka t.d. með námskeiðum um verkefnastjórnun, stefnumótun, bókhald, tölvunámskeiðum eða sérhæfðum námskeiðum sem óskað er eftir. Síðustu misseri hefur raunfærnimat verið ört vaxandi hjá miðstöðinni. Með því gefst ófaglærðu fólki tækifæri á að fá reynslu sína úr atvinnulífinu metna á móti námi til þess að stytta leið þess í gegnum nám á sínu sviði. Reynslan er sú að þetta hvetur til náms og skilar fleiri menntuðum einstaklingum út í atvinnulífið. Þá má nefna að Fræðslumiðstöðin er í samstarfi við ýmsa aðila sem bjóða upp á námskeið sem nýtast atvinnulífinu á einn eða annan hátt, t.d. Vinnueftirlitið, Iðuna (námskeið fyrir iðnaðarmenn), Fisktækniskólann, Vinnumálastofnun og Rauða krossinn. Einnig hefur miðstöðin milligöngu um að útvega sérhæfð námskeið sem fyrirtæki óska sérstaklega eftir. Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi yfir það hvernig starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar snertir atvinnulíf á svæðinu, hvort sem það snýr beint að fyrirtækjum og stofnunum eða með því að efla og styrkja einstaklinga þannig að þeir geti vaxið í starfi. Þetta rýmar vel við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir, að miðstöðin eigi að verða að liði – og á það jafnt við um einstaklinga og samfélagið í heild. Hvað getur Fræðslumiðstöð Vestfjarða gert fyrir þig?

Ferðaþjónustan er orðin ein stærsta atvinnugreinin á Íslandi. Fræðslumiðstöðin hefur regluglega boðið upp á námskeið fyrir þennan geira atvinnulífsins, bæði þjónustunámskeið og leiðsögunám auk þess sem almenn tungumálanámskeið nýtast vissulega þeim sem starfa við ferðaþjónustu. Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

9


Framhaldsfræðsla Framhaldsfræðsla er ein af megin stoðum í starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og hefur vaxið mikið á undanförnum árum. En hvað er þessi framhaldsfræðsla? Hugtakið framhaldsfræðsla kom fyrst fyrir í lögum nr. 27/2010. Framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Þrátt fyrir hið nýja hugtak, staðfestu lögin það fyrirkomulag sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins höfðu byggt upp frá aldamótum. Aðilar vinnumarkaðarins tóku höndum saman upp úr aldamótunum að byggja upp menntaúrræði fyrir félagsmenn ASÍ og sömdu við ríkið um að veitt yrði fjármagni til þess. Árið 2002 stofnuðu þeir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, sem árið 2010 var víkkuð út með aðild BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytis. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hóf strax ritun námsskráa og vottun þeirra (oft kallaðar vottaðar námsleiðir), þróun á náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimati, auk margskonar annarra þróunarstarfa, meðal annars í erlendu samstarfi. 10

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins samdi strax við þrettán símenntunarmiðstöðvar, sem dreifðar eru um allt land, til að annast framkvæmdina. BSRB var nokkuð á undan ASÍ að byggja upp menntun fyrir sitt fólk. Þar voru settar upp miðlægar stofnanir til að sjá um framkvæmdina, enda símenntunarmiðstöðvarnar ekki komnar á þeim tíma. Framhaldsfræðslan er nú orðin kjarninn í starfsemi allra símenntunarmiðstöðvanna, þar á meðal Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Námsog starfsáðgjöf og hvers konar hvatning er mjög mikilvæg þegar fólk leggur á menntabrautina að nýju, raunfærnimat hefur hjálpað mörgum til að ljúka námi og vottuðu námsleiðirnar eru sniðnar fyrir markhópinn. Flestir sem hefja nám að nýju og hafa stutta skólagöngu, byrja í framhaldsfræðslunni. Hún er skilvirkasta leiðin til að hækka menntunarstig svæðisins.

Birt með fyrirvara um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar


Tungumál Íslenska fyrir útlendinga Icelandic for foreigners Kursy islandzkiego dla cudzoziemców Kynningarfundir á íslenskunáminu verða sem hér segir: Meetings and presentation of Icelandic studies will be as follows: Zebrania organizacyjne: Ísafjörður

Þriðjudagur 13. september 2016, kl. 18:00. Tuesday September 13th at 18:00. Wtorek 13. września br. o godz. 18:00. Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgata 12.

Íslenska fyrir útlendinga Boðið er upp á íslenskunámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og er námið aðlagað getu hvers og eins. Í náminu er lögð megináhersla á að fólk geti bjargað sér í daglegu lífi og úti í samfélaginu jafnframt því sem lagður er grunnur að málfræðiþekkingu. Kennt er samkvæmt námsskrá frá mennta- og menningarmálaráðuneytingu og eru námskeiðin að hluta styrkt af ráðuneytinu. Kennarar: Ýmsir. Staðir: Hægt að halda í öllum byggðakjörnum á Vestfjörðum þar sem þátttaka fæst. Lengd: 30 kennslustundir (10 skipti). Tími: Kennt tvisvar í viku. Hefst í september eða þegar lágmarksþátttöku er náð. Verð: 26.000 kr. Námsmat: 75% mætingaskylda.

Bolungarvík

Icelandic for foreigners

Miðvikudagur 14. september 2016, kl. 18:00. Wednesday September 14th, at 18:00. Sroda 14. września br. godz. 18:00. Staður: Safnaðarheimilið, Aðalstræti 22.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða offers courses in Icelandic for foreigners, both beginners and more advanced students. The emphasis will be on basic vocabulary of daily language along with basic grammar.

Patreksfjörður Fimmtudagur 15. september 2016, kl. 19:00. Thursday September 15th at 19:00. Czwartek 15. września br. godz. 19:00. Staður: Þekkingarsetrið Skor, Aðalstræti 53. Tilgangur kynninganna er að fara yfir fyrirkomulag námsins, sjá hver eftirspurnin er og meta á hvaða stigi væntanlegir þátttakendur eru. Kennsla hefst í vikunni á eftir.

Instructors: Various. Location: Courses can be offered in any community in the Westfjords based on demand. Duration: 30 class hours. Time: Teaching takes place twice a week. Courses start in September. Course fee: 26.000 Isk. Assessment: 75% attendance is mandatory.

Allir velkomnir og endilega látið berast til þeirra sem gætu átt erindi. The purpose of the meetings/presentation is to review the structure of the program, assess the demand for such program and evaluate the level at which prospective participants are. Lessons begins the following week. Everyone is welcome and please give information to those who it may concern. Celem zebrania jest przedstawienie programu kursu oraz dopasowanie programu kursu do poziomu znajomości jez. islandzkiego ewentualnych jego uczestników. Zajęcia rozpoczną się w następnym tygodniu po zebraniu organizacyjnym. Wszystkich zainteresowanych serdecznie zapraszamy i prosimy o przekazanie tej informacji tym, którzy mogliby skorzystacć z nauki języka islandzkiego.

Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

11


Tungumál Islandzki dla obcokrajowców

Enska fyrir byrjendur

Oferujemy kursy języka islandzkiego dla początkujących oraz dla zaawansowanych, w zależności od zapotrzebowania. Nacisk kładziemy na umiejętność posługiwania się językiem islandzkim w życiu codziennym oraz podstawy gramatyki. Kurs jest dotowany przez Ministerstwo Edukacji.

Góð upprifjun fyrir þá sem hafa lítið notað ensku síðan í grunnskóla eða hafa mjög lítinn grunn. Áhersla er lögð á að nemendur geti skilið og talað um efni sem tengjast þeim sjálfum og daglegu lífi og bjargað sér með einfaldar setningar á ferðalagi erlendis.

Wykładowcy: Różni Miejsce wykładów: Wykłady mogą odbywać się w różnych miejscowościach na Fiordach Zachodnich pod warunkiem zachowania minimalnej ilości uczestników. Długość kursu: 30 godzin lekcyjnych (10 zajęć). Wykłady: Dwa razy w tygodniu. Kurs rozpoczyna się w połowie września, jeżeli wystarczająca ilość chętnych zapisze się na zajęcia. Cena: 26.000 koron. Oszacowanie: Obowiązkowa jest 75 procentowa frekwencja.

ภาษาไอร์แลนด์สำ�หรับชาวต่างชาติ อิสฟาร์ดิส – หรับชาวต่างชาติ ภาษาไอซ์แลนด์สำ�หรับชาวต่างชาติ ศูนย์การศึกษานอกโรงเรียนภาคตะวันตกเฉียงเหนือ จะเปิด หลั ก สู ต รการเรี ย นการสอนวิ ช าภาษาไอซ์ แ ลนด์ สำ � หรั บ ผู้ ที่ เ ริ่ ม ต้นเรียนและสำ�หรับคนที่มีความเข้าใจในภาษาไอซ์แลนด์ได้ดี พอสมควร ในหลักสูตรที่จะเปิดทำ�การเรียนการสอนนี้จะเน้น พัฒนาการใช้ภาษาของนักเรียนแต่ล่ะคนให้ดีขึ้น จุดประสงค์ใน การเรียนการสอนนี้เพื่อให้รู้จักหลักไวยากรณ์ขั้นพื้นฐาน และการ ใช้ภาษาเพื่อสนทนาในชีวิตประจำ�วัน รวมทั้งการใช้ภาษาเพื่อการ เข้าสังคม หลักสูตรการเรียนภาษาไอซ์แลนด์นี้จะได้เงินทุนสนับสนุนจาก กระทรวงศึกษาธิการ ผู้สอน: จากอาจารย์หลายๆท่าน สถานที่เรียน: ที่ ตึ ก ศู น ย์ ก ารศึ ก ษาหรื อ ที่ อื่ น ๆขึ้ น อยู่ กั บ จำ�นวนนักเรียน ระยะเวลาสอน: 30 ชั่วโมง ( 10 ครั้ง ) เวลาสอน: จะสอน 2 วันต่ออาทิตย์ จะเริ่มเดือน กันยายนนี้ หากมีคนลงทะเบียนเรียนตามที่ กำ�หนด ค่าลงทะเบียนเรียน: 26.000 โครนุร์ เข้าร่วม: 75% มีผลบังคับใช้ 12

Staður: Ísafjörður. Kennari: Kristján Viggósson. Lengd: 24 kennslustundir (8 skipti). Tími: Mið. kl. 18:00-20:00. Hefst 12. október. Verð: 35.900 kr.

Enska - framhald Námskeið fyrir þá sem áður hafa sótt enskunámskeið eða hafa einhvern grunn í málinu. Lögð verður sérstök áhersla á talað mál með það að markmiði að auka orðaforða og efla sjálfstraustið til að geta átt betri samskipti á ensku, hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Staður: Ísafjörður. Kennari: Kristján Viggósson. Lengd: 24 kennslustundir (8 skipti). Tími: Vorönn 2017. Verð: 35.900 kr.

Franska fyrir byrjendur Námskeið fyrir fólk með áhuga á tungumálum, menningu og lífi í frönskumælandi löndum en með litla eða enga kunnáttu í frönsku. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist einhverja færni í mæltu máli og byggi upp hagnýtan orðaforða sem tengist daglegu lífi og nýtist í ferðum um hinn frönskumælandi heim. Staður: Ísafjörður. Kennari: Nadja Sophie Widell. Lengd: 24 kennslustundir (8 skipti). Tími: Mán. og mið. kl. 18:00-20:00. Hefst 3. október. Verð: 35.900 kr.

Spænska - framhald Námskeið fyrir fólk með einhverja smá kunnáttu í spænsku, t.d. tekið námskeið áður. Námskeiðið hefst á upprifjun. Áhersla verður lögð á þjálfun í töluðu máli og orðaforði aukinn. Staður: Ísafjörður. Kennari: Katrín Björnsdóttir. Lengd: 24 kennslustundir (8 skipti). Tími: Þri. og fim. kl. 18:00-20:00. Hefst 18. október. Verð: 35.900 kr. Birt með fyrirvara um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar


Tölvur Excel

Outlook - morgunnámskeið

Námskeið fyrir þá sem hafa litla reynslu af excel. Farið verður í grundvallaratriði við meðhöndlun talna og útreikning, algeng föll sem einfalda útreikninga og notkun lista sem gagnagrunn í excel. Einnig farið í mótun útlits skjala, en áherslur á námskeiðinu taka mið af óskum og þörfum þátttakenda.

Stutt og hnitmiðað morgunnámskeið í póstforritinu Outlook 2010. Nýtist einnig vel þeim sem eru með Outlook 2013. Þátttakendur læra helstu stillingar, svo sem að vinna með tengiliði, dagbók og skipulag. Helstu þættir sem teknir eru fyrir eru: útlitsmótun og frágangur, flokkun pósts, meðhöndlun ruslpósts, sjálfvirkar undirskriftir, stofnun tengiliða og tengiliðahópa, Address book, stilling og notkun dagbókar/calendar, meeting og Appointment, tímabókanir, bóka fundaherbergi, tasks, halda utanum og úthluta verkefnum, tiltekt í pósthólfi. Gott ef þátttakendur koma með eigin tölvur en ekki nauðsynlegt.

Staður: Patreksfjörður. Kennari: Gerður B. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur. Lengd: 12 kennslustundir (4 skipti). Tími: Þri. kl. 18:00-20:00. Hefst 18. október. Verð: 18.600 kr.

Excel - morgunnámskeið Námskeið fyrir þá sem hafa litla reynslu af excel. Farið verður í grundvallaratriði við meðhöndlun talna og útreikning, algeng föll sem einfalda útreikninga og notkun lista sem gagnagrunn í excel. Einnig farið í mótun útlits skjala, en áherslur á námskeiðinu taka mið af óskum og þörfum þátttakenda. Staður: Ísafjörður. Kennari: Svavar Þór Guðmundsson, kerfisstjóri. Lengd: 12 kennslustundir (4 skipti). Tími: Þri. og fim. kl. 8:10-10:10. Hefst 18. október. Verð: 18.600 kr.

Staður: Ísafjörður. Kennari: Svavar Þór Guðmundsson, kerfisstjóri. Lengd: 6 kennslustundir (3 skipti). Tími: Mán. 3., mið. 5. og fös. 7. október kl. 8:10-9:30. Verð: 9.300 kr.

WordPress – Vefurinn minn Á námskeiðinu er kennt að gera eigin heimasíðu með litlum tilkostnaði en WordPress er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag. Farið verður í hvernig sækja á um lén á ISNIC, setja upp vefumsjónarkerfið á hýsingu að eigin vali, setja upp sniðmát í WordPress, geta unnið með færslur og síður í Wordpress umsjónarkerfinu og sett upp viðbætur. Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu. Staður: Ísafjörður. Kennari: Birgir Þór Halldórsson. Lengd: 24 kennslustundir (6 skipti). Tími: Október 2016. Verð: 35.900 kr.

Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

13


Tómstundir Að búa til smyrsl úr lækningajurtum

Fab Lab grunnur- Jólaþema

Á námskeiðinu verður fjallað um algengar lækningajurtir sem notaðar eru í smyrsl. Sýnikennsla verður á staðnum, námsgögn og uppskrift fylgja og allir fá smyrsl með sér heim.

Grunnámskeið í stafrænni framleiðslu með jólaþema. Þátttakendur kynnast þeim grunn forritum sem notuð eru í Fab Lab smiðjunni. Hannaður er hlutur að eigin vali með jólaþema sem þátttakendur taka með sér heim.

Staður: Ísafjörður. Kennari: Anna Rósa Róbertsdóttir, grasalæknir. Lengd: 3,5 kennslustundir (1 skipti). Tími: Lau. 5. nóvember kl. 10:00-12:30. Verð: 13.500 kr. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Arfur kynslóðanna

Staður: Kennari: Lengd: Tími:

Á námskeiðinu fá þátttakendur leiðbeiningar um hvernig hægt er að bera sig til við að skrá niður lífshlaup, skemmtilegar sögur – munnmælasögur eða sögur úr lífinu – minningar sem tengjast hlutum eða stað eða annað sem gaman er að birta, varðveita og miðla til næstu kynslóðar. Einnig verður fjallað um heimildagildi skjala, t.d. ljósmynda, dagbóka og bréfa og rætt um varðveislu þeirra. Þátttakendur skrá atburð/sögu sem þeir kynna í lok námskeiðsins fyrir hópnum.

Verð:

Staður: Ísafjörður. Kennari: Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræðingur. Lengd: 10 kennslustundir (3 skipti). Tími: Mið. 5. og 12. október kl. 16:30-18:30 og mið. 19. október kl. 16:30-19:30. Verð: 12.900 kr.

Staður:

Dagförðun Námskeið fyrir konur á öllum aldri. Farið verður í umhirðu húðar og grundvallaratriði við létta dagförðun. Þátttakendur mæti með eigin snyrti­ buddu með þeim áhöldum og kremum sem þeir nota við förðun dagsdaglega. Hver og ein fær persónulega ráðgjöf um umhirðu húðar og innihald snyrtibuddunnar. Bent verður á hvað vantar í snyrtibudduna og hvað þurfi að endurnýja. Staður: Ísafjörður. Kennari: Dagný Finnbjörnsdóttir, snyrtifræðimeistari. Lengd: 4 kennslustundir (1 skipti). Kennslutími: Þri. 11. október kl. 18:00-21:00. Verð: 6.500 kr.

Fab Lab - Grunnámskeið í stafrænni framleiðslutækni Farið verður yfir hugbúnaðarkosti í stafrænni framleiðslutækni og helstu vélar ásamt verklegum æfingum í leysir og vínil skurði. Farið verður yfir efniseiginleika mismunandi efna. Þátttakendur hanna hlut að eigin vali.

Kennari: Lengd: Tími: Verð:

Menntaskólinn á Ísafirði, Guðmundarsmiðja. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, myndmenntakennari. 16 kennslustundir (3 skipti). Fös. 21. október kl. 20:00-22:00, lau. 22. október kl. 10:00-16:00 og sun. 23. október kl. 10:00-13:00. 23.900 kr

Fab Lab - Þrívíddarprentun til mótunar og afsteypu Þátttakendur læra að nýta sér þrívíddarprentun til módelgerðar fyrir mótun og afsteypu. Búinn er til hlutur í þrívídd. Þátttakendur læra að prenta hann út og taka mót eftir hlutnum sem má svo nýta til afsteypu í ýmsum efnum. Hlutinn taka þátttakendur með sér eftir námskeiðið. Staður: Kennari: Lengd: Tími:

Verð:

14

Menntaskólinn á Ísafirði, Guðmundarsmiðja. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, myndmenntakennari. 16 kennslustundir (3 skipti). Fös. 2. desember kl. 20:00-22:00, lau. 3. desember kl. 10:00-16:00 og sun. 4. desember kl. 10:00-13:00. 23.900 kr.

Menntaskólinn á Ísafirði, Guðmundarsmiðja. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, myndmenntakennari. 16 kennslustundir (3 skipti). Fös. 11. nóvember kl. 20:00-22:00, lau. 12. nóvember kl. 10:00-16:00 og sun. 13. nóvember kl. 10:00-13:00. 23.900 kr.

Birt með fyrirvara um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar


Tómstundir Gáum til veðurs

FJA R K E N N T

Íslenskar lækningajurtir

Á námskeiðinu verður farið yfir hæfileikann að gá til veðurs út frá þeim aðferðum sem fyrri kynslóðir lærðu og þróuðu með sér svo öldum skiptir. Ekki er um eiginleg vísindi að ræða heldur fyrst og fremst hæfnina til að gá til veðurs út frá þeim aðferðum sem veðurglöggt fólk kunni og þróaði með sér, auk þess sem veðurspár í þjóðtrú verða teknar til umfjöllunar.

Á námskeiðinu verður fjallað um grasalækningar og íslenskar lækningajurtir. Rætt verður um hvernig grasalæknir vinnur og hvaða sjúkdóma algengt er að grasalæknir fáist við. Farið verður yfir áhrifamátt nokkurra algengra íslenskra lækningajurta sem auðvelt er fyrir leikmenn að finna og tína. Einnig verða gefin dæmi um einfaldar uppskriftir og aðferðir við vinnslu úr jurtum.

Staður:

Staður: Kennari:

Kennari: Lengd: Tími: Verð:

Hólmavík, hægt að fjarkenna til annarra staða. Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur. 9 kennslustundir (3 skipti). Haustönn 2016. 13.900 kr.

Guðrún frá Lundi

FJA R K E N N T

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kynna sér ævi og verk Guðrúnar frá Lundi og tengja við líflega og oft óvægna bókmenntaumræðu sem einkenndi 6. og 7. áratug síðustu aldar. Farið verður yfir æviferil Guðrúnar með það að leiðarljósi að þátttakendur fái innsýn í tíðaranda horfins heims. Umfjöllunarefni skáldsagna Guðrúnar verða skoðuð, rýnt í viðtökur og vinsældir og reynt að glöggva sig á hvað geri það að verkum að hún slær enn sölu- og vinsældamet. Ekki er nauðsynlegt að þekkja til verka Guðrúnar en skemmtilegra er að hafa lesið eitthvað af bókum hennar. Staðir:

Fjarkennt frá Sauðárkróki til Ísafjarðar, Patreksfjarðar og Hólmavíkur. Kennarar: Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður og svæðisleiðsögumaður og Marín Guðrún Hrafnsdóttir bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar frá Lundi. Lengd: 4 kennslustundir (1 skipti). Tími: Mið. 16. nóvember kl. 19:00-22:00. Verð: 8.300 kr. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Ísafjörður. Anna Rósa Róbertsdóttir, grasalæknir. Lengd: 3,5 kennslustundir (1 skipti). Tími: Fös. 4. nóvember kl. 18:30-21:00. Verð: 8.500 kr. Lágmarksfjöldi: 15 þátttakendur.

Konfektgerð Þátttakendur kynnast leyndardómum konfekt­ gerðarinnar og læra að hjúpa, gera fyllingu, meðhöndla súkkulaði og fleira. Kennt verður að gera 3-4 mismunandi konfektmola og taka þátttakendur afraksturinn með sér heim. Konfektuppskriftir og lesefni um ýmislegt er viðkemur súkkulaði og konfektgerð fylgir með. Staður: Ísafjörður. Kennari: Halldór Karl Valsson, matreiðslumeistari. Lengd: 4 kennslustundir (1 skipti). Tími: Þri. 15. nóvember kl. 18:00-21:00. Verð: 8.100 kr. efniskostnaður innifalinn.

Kökuskreytingar Námskeið í samvinnu við Sætar syndir. Farið verður yfir uppskriftir og leiðbeiningar í smjörkremsgerð, litun á kremi, notkun á pokum og stútum ásamt kennslu á nokkrum einföldum og fallegum bollakökuskreytingum og sykurmassaskrauti. Í lok námskeiðs taka allir bollakökurnar sínar með sér heim. Allir aldurshópar velkomnir. Staður: Hólmavík. Kennari: Eva María Hallgrímsdóttir hjá Sætum syndum Lengd: 4 kennslustundir (1 skipti). Tími: Haustönn 2016. Verð: 8.900 kr. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

MIKILVÆGT AÐ SKRÁ SIG! Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

15


Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri Fræðslumiðstöð Vestfjarða, í samvinnu við ýmsar stofnanir og samtök, efnir til raða fyrirlestra árið 2016 um ýmis mál sem sérstaklega varða fólk sem komið er á miðjan aldur. Eftir hefðbundið ævistarf bíður margra spennandi tímar með nýjum viðfangsefnum, oft kallað þriðja skeiðið. Til að njóta þessa æviskeiðs sem best er gott að undirbúa sig með því að þekkja réttindi sín, skyldur og tækifæri. Þess vegna hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða ásamt ýmsum stofnunum og samtökum staðið fyrir röð fyrirlestra á árinu 2016 um ýmis mál sem sérstaklega varða fólk sem komið er á miðjan aldur.

Á haustönn 2016 verða þessir fyrirlestrar:

Fyrirlestrarnir eru ætlaðir til að kynna fólki sitthvað er máli skiptir til að auka líkur á gefandi efri árum. Fyrirlestrarnir eru einkum ætlaðir fólki sem komið er á miðjan aldur, en allir eru velkomnir.

8. desember - Öryggi, slysavarnir og iðjuþjálfun Rauði krossinn/Auður Ólafsdóttir og Harpa Guðmundsdóttir

15. september - Líffræði öldrunar og öldrun Hildur Elísabet Pétursdóttir 13. október - Mataræði og hreyfing Salome Elín Ingólfsdóttir og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir 10. nóvember - Frjáls félagasamtök Margrét Halldórsdóttir, Sigríður Þórðardóttir og Rauði krossinn

Fyrirlestrarnir eru annan fimmtudag hvers mánaðar kl. 17-19 í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði. Einnig er hægt að senda þá út um fjarfundabúnað til þeirra staða þar sem slíkir búnaðir eru og eftir verður óskað. Þátttökugjald er 1.000 kr. á þátttakenda á hvern fyrirlestur. Þótt um fyrirlestra sé að ræða er ágætt að fólk skrái sig. Tekið er við skráningum á fyrirlestrana á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða www.frmst.is og í síma 456 5025.

16

Birt með fyrirvara um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar


Tómstundir Kvöldförðun

Textíll og ull – þæfing og saumur

Námskeið fyrir konur á öllum aldri. Farið verður í umhirðu húðar og grundvallaratriði við létta kvöldförðun. Þátttakendur mæti með eigin snyrtibuddu með þeim áhöldum og kremum sem þeir nota við förðun. Hver og ein fær persónulega ráðgjöf um umhirðu húðar og innihald snyrtibuddunnar. Bent verður á hvað vantar í snyrtibudduna og hvað þurfi að endurnýja.

Farið verður í grunnatriði í þæfingu og þrívíddarþæfingu. Blandað saman þæfingu, vélsaumi og útsaumi og útbúnar töskur og/ eða púðar. Unnið með flóka, efni s.s. notuð föt, útsaumsgarn, perlur o.fl.

Staður: Ísafjörður. Leiðbeinandi: Dagný Finnbjörnsdóttir, snyrtifræðimeistari. Lengd: 4 kennslustundir (1 skipti). Tími: Fim. 13. október kl. 18:00-21:00. Verð: 6.500 kr.

Skriðsund Námskeið fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á því að læra sund og rifja upp. Á námskeiðinu verður byrjað frá grunni og öll undirstöðuatriði skriðsundaðferða kynnt. Áhersla er á rólegar tækniæfingar og persónulega kennslu þar sem hverjum og einum er leiðbeint í litlum hóp. Markmiðið er að þátttakendur nái tökum á grunnatriðum, geti synt tæknilega rétt og nýtt sér sund til heilsuræktar, þjálfunar og ánægju. Staður: Hólmavík. Kennari: Sverrir Guðmundsson, íþróttakennari. Lengd: 9 kennslustundir (6 skipti). Tími: Þri. og fim. 18:00-19:00, aðra hverja viku. Haustönn 2016. Verð: 9.900 kr.

Staður: Ísafjörður. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir. Lengd: 16 kennslustundir (4 skipti). Tími: Vorönn 2017. Verð: Auglýst síðar.

Vefnaður Námskeiðið er jafnt fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir og hafa ofið áður. Þátttakendur kynnast grunn aðferðum í vefnaði og hvernig útfæra má þær á fjölbreyttan hátt í mismunandi efni. Í byrjun er gengið að uppsettum vefstólum þar sem í boði er að vefa t.d. mottur, töskur, borðrenninga, sjöl, trefla, barnateppi ofl. eða setja upp vef að eigin vali. Staður: Kennari: Lengd: Tími:

Barnaskólinn í Hnífsdal. Sigrún Guðmundsdóttir. 45 kennslustundir (10 skipti). Þri. kl. 18:00-21:00. Hefst 4. október. Verð: 53.900 kr. Efnisgjald ekki innifalið í verði og er breytilegt eftir því hvað hver og einn gerir. Hámarksfjöldi: 8-9 þátttakendur.

Tapas gerð – spænsk upplifun Þátttakendur gera nokkrar tegundir af girnilegum smáréttum en mikill fjölbreytileiki er í tapas gerð. Lögð er áhersla á að þátttakendur prófi sjálfir þannig þeir geti sett upp tapas veislu með glæsibrag. Eftir tapasframleiðsluna og fjöruga tilraunaeldamennsku gæða gestir sér á kræsingunum. Staður: Ísafjörður. Kennari: Halldór Karl Valsson, matreiðslumeistari. Lengd: 4 kennslustundir (1 skipti). Tími: Þri. 18. október kl. 18:00-21:00. Verð: 8.500 kr. efniskostnaður innifalinn.

Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

17


Endur- og símenntun Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri - fyrirlestraröð

FJARKEN FJARK ENNN T

Eftir hefðbundið ævistarf bíður margra spennandi tímar með nýjum viðfangsefnum, oft kallað þriðja skeiðið. Til að njóta þessa æviskeiðs sem best er gott að undirbúa sig með því að þekkja réttindi sín, skyldur og tækifæri. Á vorönn 2016 stóð Fræðslumiðstöð Vestfjarða, í samvinnu við ýmsar stofnanir og samtök, fyrir röð fyrirlestra um ýmis mál sem sérstaklega varða fólk sem komið er á miðjan aldur og verður þeim haldið áfram á haustönn 2016. Dagskráin er eftirfarandi: 15. september 2016. Líffræði öldrunar og öldrun. Hildur Elísabet Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur. 13. október 2016. Mataræði og hreyfing. Salome Ingólfsdóttir, næringarfræðingur og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, sjúkraþjálfari. 10. nóvember 2016. Frjáls félagasamtök. Margrét Halldórsdóttir, Sigríður Þórðardóttir og Rauði krossinn. 8. desember 2016. Öryggi, slysavarnir og iðjuþjálfun. Rauði krossinn/ Auður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Harpa Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi. Staður: Lengd: Tími: Verð:

Ísafjörður, hægt að fjarkenna til annarra staða. 3 kennslustundir í hvert skipti. Annar fimmtudagur hvers mánaðar kl. 17:00-19:00 1.000 kr. í hvert skipti.

Almenn skyndihjálp Námskeið haldið af Rauða kross deildum á norðanverðum Vestfjörðum í samvinnu við Fræðslu­ miðstöð Vestfjarða. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Staður: Ísafjörður. Kennari: Auður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Lengd: 12 kennslustundir (2 skipti). Tími: Lau. 15. og sun. 16. október kl. 10:00-14:00. Verð: Frítt í boði Rauða krossins.

Bókhald fyrir byrjendur

Námskeið ætlað þeim sem hafa lítinn grunn í bókhaldi. Á námskeiðinu verður kennd undirstaða bókhalds með notkun excels. Farið verður í einfaldar dagbókarfærslur, gerð grein fyrir bókhalds­ hringrásinni og helstu reglum tvíhliða bókhalds. Fjallað verður um grundvallarhugtökin eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Þátttakendum verður veitt innsýn í notkun flestra reikninga sem telja má til grunnreikninga í fjárhagsbókhaldi og lögð áhersla á að þeir öðlist skilning á efnahagsog rekstrarreikningi og sjóðstreymi. Einnig verður farið í uppgjör á virðisaukaskatti. Þátttakendur fá grunn að excel skjali sem þeir geta nýtt sér fyrir sinn rekstur. Hægt er að aðlaga skjalið að mismunandi rekstri. Staður: Kennari: Lengd: Tími: Verð:

18

FJA R KENN KEN NTT

Ísafjörður, hægt að fjarkenna á aðra staði. Þuríður Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur. 21 kennslustund (7 skipti). Þri. og mið. kl. 18:00-20:00. Hefst 4. október. 31.500 kr.

Birt með fyrirvara um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar


Endur- og símenntun Geðheilbrigði frá mörgum sjónarhornum Námskeið ætlað öllum sem vilja vita hvaða þættir hafa áhrif á geðheilsuna okkar. Fjallað verður um geðheilsu út frá líkamlegum og félagslegum þáttum. Út frá lífskeiðum manneskjunnar, meðgöngu/ fæðingu, bernsku, unglingsárum, fullorðinsárum og efri árum. Einnig verða geðsjúkdómarnir skoðaðir út frá lífskeiðum, hvaða sjúkdómar er algengast að komi upp á hvaða aldri, hvaða geðrænu erfiðleika er hægt að rekja til taugafræðilegra þátta, erfðaþátta og félagslegra þátta. Hvað þarf að vita til að rækta góða geðheilsu og viðhalda henni. Markmið námskeiðsins er að skilningur þátttakenda aukist á geðheilbrigði í sinni víðustu mynd.

Hugræn atferlismeðferð – HAM Námskeið ætlað öllum þeim sem vilja kynna sér út á hvað hugræn atferlismeðferð gengur. Hugræn atferlismeðferð hefur reynst vel við að takast á við vandamál daglegs lífs en nýtist einnig vel þegar við finnum fyrir vanlíðan eins og t.d. kvíða eða depurð, göngum í gegnum erfiða lífsreynslu eða samskipti við annað fólk veldur okkur vandræðum. Staðir: Kennari: Lengd: Tími: Verð:

Ísafjörður, Þingeyri. Auður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 12 kennslustundir (4 skipti). Vorönn 2017. 18.600 kr.

Staður: Ísafjörður. Kennari: Guðlaug M. Júlíusdóttir, félagsráðgjafi MA, sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði. Lengd: 24 kennslustundir (6 skipti). Tími: Fim. kl. 18:00-20:40. Hefst 3. nóvember. Verð: 26.900 kr. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Hljóðvist í húsum Námskeið haldið af IÐUNNI – fræðslusetri. Námskeið fyrir fagmenn í byggingariðnaði sem starfa við frágang veggja, lofta, gólfa og annarra byggingahluta. Markmið þess er að kenna þátttakendum réttan frágang og grundvallaratriði varðandi hljóðvist. Fjallað er um hljóðeinangrun, hljóðhöggeinangrun, hljóðísog, ómtíma og önnur atriði sem snerta hljóðvist. Farið er yfir frágang og notkun byggingarefna sem henta hverju tilfelli fyrir sig. Staður: Ísafjörður. Kennari: Steindór Guðmundsson, hljóðverkfræðingur hjá Verkís. Lengd: 8 kennslustundir (1 skipti). Tími: Fim. 29. september kl. 10:0015:00. Verð: Fullt verð: 20.000 kr. Verð til aðila IÐUNNAR: 4.000 kr. Námsmat: 100% mæting. Lágmarksfjöldi: 5 þátttakendur.

MIKILVÆGT AÐ SKRÁ SIG!

NÁMSMAT Til þess að ljúka námskeiðum hjá Fræðslumið­stöðinni með viðurkenningu er almennt miðað við að þátttakendur mæti í að minnsta kosti 75% kennslustunda og séu virkir á námskeiðinu. Þetta á við um tómstundanámskeið, tungu­ mála­ námskeið, tölvunámskeið og flest endurmenntunarnámskeið. Ef viðmiðið er annað er það sérstaklega tekið fram í námskeiðslýsingu. Í námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnu­ lífsins er gert ráð fyrir 80% mætingu og virkri þátttöku nemenda. Í ákveðnum námsleiðum, til dæmis Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum, er gert ráð fyrir verkefnavinnu bæði í kennslustundum og á milli tíma og í einhverjum tilfellum eru lögð fyrir próf. Í Menntastoðum er námsmat byggt á verkefnavinnu og prófum. Í réttindanámi má gera ráð fyrir að nemendur þurfi að standast próf með tilskilinni lágmarkseinkunn til þess að ljúka náminu. Þar má einnig gera ráð fyrir verkefnavinnu á milli kennslustunda.

Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

19


Endur- og símenntun Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi

FJARKEN FJARK ENNN T

Námskeið í samstarfi við BHM. Góð líðan leiðir til betri heilsu, meiri sköpunar, betri tengsla, langlífis og bættrar frammistöðu. Á námskeiðinu verða kynntar rannsóknir jákvæðrar sálfræði á því sem einkennir einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífi sínu. Fjallað verður um tíu leiðarvísa fyrir þá sem vilja lifa heilshugar. Rætt verður um þakklæti, seiglu, von og velvild í eigin garð. Einnig um hvíld, leik og sköpun. Námskeiðið er ætlað þeim vilja vera jákvæðir og glaðir í lífi sínu og starfi og vilja fá hugmyndir um hvað þeir geta sjálfir gert til að auka hamingju sína og vellíðan. Félagsmenn BHM skrái sig á http://www.bhm.is/ um-bhm/fraedsla/dagskrafraedslu aðrir skrá sig hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Kennslustaður: Ísafjörður og fjarkennt til Hólmavíkur og Patreksfjarðar. Kennari: Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi hjá Zenter ehf. Lengd: 9 kennslustundir (2 skipti). Kennslutími: Mið. 5. okt. kl. 13:00–16:00 og fim. 6. okt. kl. 9:00–12:00. Verð: Frítt fyrir félagsmenn BHM. Verð fyrir aðra 13.500 kr. Hámarksfjöldi: 24 þátttakendur.

Lestur ársreikninga

FJARKEN FJARK ENNN T

Námskeið ætlað þeim sem þurfa að rýna í ársreikninga fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Á námskeiðinu verða grunnhugtök og forsendur ársreikninga kynnt. Uppbygging ársreiknings útskýrð sem og samhengið milli einstakra kafla. Ætlunin er að þátttakendur öðlist góðan skilning á þeim upplýsingum sem þar er að finna um rekstrarafkomu og efnahag. Lögð áhersla á að skýra vel út hugtökin rekstur og efnahagur, einnig er farið í lestur sjóðstreymis og hvernig það tengist bæði rekstrar- og efnahagsreikningi. Staður: Kennari: Lengd: Tími: Verð:

20

Sálrænn stuðningur Námskeið haldið af Rauða kross deildum á norðanverðum Vestfjörðum í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum, læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Staður: Ísafjörður. Kennarar: Auður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Harpa Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi. Lengd: 12 kennslustundir (2 skipti). Tími: Lau. 8. og sun. 9. október kl. 10:00-14:00. Verð: Frítt í boði Rauða krossins.

Stjórnun, valddreifing og verkefni Námskeið ætlað fólki sem vinnur sjálfstætt í verkefnum, verkefnastjórum og stjórnendum fyrirtækja og stofnanna. Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði stefnumótunar og skipulag fyrirtækja og stofnanna. Rætt er um einkenni fyrirtækja á mismunandi aldurskeiði þeirra. Þá verður farið yfir þætti sem skipta máli í stjórnun og samskipti við starfsmannahópa eða verkefnahópa. Kennd verður aðferðarfræði til að greina mikilvægustu verkefnin og hvernig beri að hrinda þeim í framkvæmd. Einnig verða rædd einkenni góðra fyrirtækja og samskipti innan þeirra. Að lokum er farið yfir Agile verkefnastjórnun, bæði Kanban og Scrum. Staður: Ísafjörður. Kennari: Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur. Lengd: 12 kennslustundir (2 skipti). Tími: Fös. 14. október kl. 13:00-17:00 og lau. 15. október kl. 9:00-13:00. Verð: 22.500 kr. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Ísafjörður. Hægt að fjarkenna til annarra staða. Þuríður Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur. 6 kennslustundir (2 skipti). Mið. 8. og 15. febrúar 2017 kl. 18:00-20:00. 9.300 kr.

Birt með fyrirvara um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar


Endur- og símenntun Stofnun fyrirtækja

Viðhald og viðgerðir gamalla húsa

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem hafa huga á að stofna fyrirtæki og þeim sem hafa þegar stofnað fyrirtæki en ná ekki alveg utan um framkvæmd þess eða framgang. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum grundvallar upplýsingar um og innsýn í það ferli að stofna fyrirtæki, hjálpa þátttakendum að meta forsendur sínar fyrir því að stofna fyrirtæki, fóta sig á þeirri vegferð og beina þeim að réttum upplýsingum og þjónustuaðilum.

Námskeið haldið af IÐUNNI – fræðslusetri. Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að vinna við viðhald og viðgerðir á gömlum timburhúsum. Fjallað er um undirstöður og burðarvirki og farið yfir frágang bæði utan- og innanhúss. Skoðuð eru gömul timburhús sem hafa verið endurbyggð. Þátttakendum er kennt að meta varðveislugildi húsa og breytingar sem gerðar hafa verið á þeim frá því þau voru byggð og hvernig staðið skuli að viðhaldi og viðgerðum á þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Minjastofnun Íslands.

Staður: Hólmavík. Kennari: Þorgeir Pálsson, framkvæmdarstjóri. Lengd: 9 kennslustundir (1 skipti). Tími: Haustönn 2016. Verð: 21.200 Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Verkefnastjórnun Gunnnámskeið í verkefnastjórnun. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu þátttakenda á eðli og mikilvægi verkefnastjórnunar og sýna hvernig megi nýta það í starfi. Farið verður yfir grundvallar hugtök, verklag, áherslur og mikilvægi verkefnastjórnunar, rætt um hlutverk verkefna­ stjóra, hvað er verkefni, og hvað er ekki verkefni. Þá verður fjallað um mikilvægi stefnumótandi áætlanagerðar og verkefnastjórnunar og hvaða hlutverk verkefni spila í því ferli að ná markmiðum fyrirtækja og stofnanna. Farið er ítarlega í ferli verkefnastjórnunar, upphaf, mótun verkefnis, framkvæmd og verklok. Eins er rætt um mikilvægi þess að meta árangur verkefna. Staður: Hólmavík. Kennari: Þorgeir Pálsson, framkvæmdarstjóri. Lengd: 9 kennslustundir (1 skipti). Tími: Haustönn 2016. Verð: 21.200 kr. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Staður: Ísafjörður. Kennarar: Magnús Skúlason, arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir, arkitekt og Einar S. Hjartarson, húsasmíðameistari. Lengd: 15 kennslustundir (2 skipti). Tími: Fös. 31. mars kl. 13:00-17:00 og lau. 1. apríl kl. 9:00-16:00. Verð: Fullt verð: 25.000 kr. Verð til aðila IÐUNNAR: 5.000 kr.

Virðisaukaskattur og launabókhald

FJA R KEN NT

Farið í helstu lög og reglur varðandi virðisaukaskatt, kennt að færa virðisaukaskatt, hugtökin innskattur og útskattur útskýrð og hvernig uppgjöri og skilum á virðisauka er háttað. Í launabókhaldinu er farið yfir hvernig laun eru reiknuð út frá mánaðarlaunum eða tímakaupi og hvernig launaseðill lítur út, hvaða launatengdu gjöld launþegi greiðir, hvaða launatengdu gjöld atvinnurekandi greiðir og hvernig eigi að reikna þau og skila. Staður: Kennari: Lengd: Tími: Verð:

Ísafjörður, hægt fjarkenna til annarra staða. Þuríður Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur. 15 kennslustundir (5 skipti). Þri. og mið. kl. 18:00-20:00. Hefst 1. nóvember. 22.500 kr.

MIKILVÆGT AÐ SKRÁ SIG! Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

21


SVÆÐISLEIÐSÖGUNÁM

Á VESTFJÖRÐUM 2016-2017 Í SAMSTARFI VIÐ LEIÐSÖGUSKÓLA MENNTASKÓLANS Í KÓPAVOGI

SVÆÐISLEIÐSÖGN

Leiðsögumenn, ferðaþjónar og aðrir áhugasamir

VESTFIRÐIR

Einstök náttúra, saga og menning

GLEÐI OG GAGNSEMI Fræðast, ferðast og njóta

Haustið 2016 hefst nám í svæðisleiðsögn hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Námið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast Vestfjörðum betur. Einkum er þó miðað við þá sem starfa eða hafa áhuga á að starfa við ferðaþjónustu. Þekking á svæðinu er lykill að góðri þjónustu við viðskiptavini hvort sem um er að ræða skipulagningu, leiðsögn, gistiþjónustu, upplýsingagjöf eða hvað annað sem snertir samskipti við ferðamenn. Með náminu gefst frábært tækifæri til að kynnast sérstöðu Vestfjarða; einstakri náttúru, jarðfræði, dýralífi, sögu og menningu. Hluti námsins er kenndur í staðarlotum víðsvegar um Vestfirði og með því öðlast þátttakendur einstök tengsl við svæðið og fólkið sem þar býr. Kennarar eru leiðsögumenn og/eða hafa mikla þekkingu á svæðinu.

Í HNOTSKURN

Kennarar: Leiðsögumenn og/eða aðrir sérfróðir á sínu sviði. Tími: Þrjár annir. September 2016 - desember 2017. Lengd: 276 kennslustundir. Fjöldi eininga: 22 Staður: Fjarnám og helgarlotur víðsvegar um Vestfirði. Verð: Kr. 252.000.- (84.000.- á önn) Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærilegt nám og 21 árs aldur. Umsjónarmaður: Sólveig Bessa Magnúsdóttir. Upplýsingar: Sími 456-5025 og www.frmst.is. Umsóknarfrestur: 10. september 2016.

Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir að starfa við ferðaþjónustu á Vestfjörðum og standast kröfur um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Þetta nám og er um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar Birt með fyrirvara 22 veitir nemendum sérmenntun á sviði leiðsagnar um Vestfirði matshæft inn í Leiðsöguskólann í Kópavogi.


Réttindanám og starfstengt nám Skemmtibátapróf og námskeið til undirbúnings þess Til þess að sigla skemmtibát lengri en 6 m þarf að ljúka skemmtibátaprófi en það veitir siglingaréttindi á skemmtibáta allt að 24 m á lengd. Fræðslumiðstöðin býður upp á skemmtibátapróf sem bæði er bóklegt og verklegt. Einnig er boðið upp á námskeið til undirbúnings fyrir prófið. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans. Staður: Ísafjörður. Kennari: Auglýst síðar. Prófdómari: Guðbjörn Páll Sölvason. Lengd: 26 kennslustundir. Lengd prófs: 4 klukkutímar. Tími: Próf haldið í apríl 2017, námskeiðið fer fram vikuna á undan og kennt utan hefðbundins vinnutíma. Verð: 55.000 kr. Innifalið sjókort, námsbækur og próf (bóklegt og verklegt). Verð ef aðeins 18.000 kr. er tekið próf: Námsmat: Nemendur þurfa að lágmarki 7 í einkunn á bóklegu prófi, 5 í verklegu prófi og 6 í heildareinkunn (meðaltal af bóklegu og verklegu prófi).

Smáskipanám Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans og lýkur hverjum námsþætti þess með bóklegu prófi.

Svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum Haldið í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands, sem ber faglega ábyrgð á náminu. Markmið námsins er að nemendur öðlist almenna þekkingu á leiðsögn og sérþekkingu á Vestfjörðum. Námið er alls 23 einingar, fjarnám og staðnám í helgarlotum og verður kennt á þremur önnum. Gert er ráð fyrir 5-6 staðlotum um helgar, víðsvegar um Vestfirði auk prófalotu í lokin. Gert er ráð fyrir verkefnavinnu á milli námslota. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins, hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, eða hafi starfsreynslu sem unnt er að meta. Þátttakendur velja sér tungumál, annað hvort ensku eða íslensku, og þurfa að standast munnlegt inntökupróf í því tungumáli ef það er ekki þeirra móðurmál. Staðir: Víðsvegar um Vestfirði. Kennarar: Ýmsir. Lengd: 276 kennslustundir. Tími: Kennt á 3 önnum, hefst í lok september 2016 og lýkur á haustönn 2017. Verð: 84.000 kr. á hverja önn (252.000 kr. í heild). Kostnaður vegna vettvangsferða í staðlotum er innifalinn en nemendur greiða sjálfir fyrir ferðir, gistingu og mat í staðlotum. Námsmat: Námsmatið byggir á skriflegum og/eða munnlegum verkefnum og prófum. Nemendur þurfa að fá a.m.k. 7 í einkunn í öllum greinum. Gert er ráð fyrir að nemendur mæti í allar staðlotur.

Staður: Ísafjörður. Kennari: Guðbjörn Páll Sölvason. Lengd: 115 kennslustundir. Tími: Þri. og fim. kl. 20:00-22:00 og lau. kl. 9:00-12:00 eftir þörfum. Hefst 19. janúar 2017. Verð: 139.900 kr. Innifalið í verði er sjókort, allar námsbækur og próf. Námsmat: Nemendur þurfa að lágmarki 5 í einkunn í stöðugleika og siglingafræði og að lágmarki 6 í siglingareglum til þess að ljúka náminu.

Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

23


Réttindanám og starfstengt nám Vélgæsla

Viðbótarnám í vélstjórn

Námskeið í samstarfi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Guðmundar Einarssonar. Námskeiðið veitir rétt til að vera vélavörður á skipum allt að 12 metrum að skráningarlengd og með vélarafli allt að 750 kW (Skírteini: Smáskipa vélavörður (SSV)). Námskeiðið gefur ekki námseiningar í framhaldskóla. Skráning fer fram hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða eða hjá Guðmundi í síma 896 3697.

Viðbótarnám fyrir þá sem hafa lokið 85 kest. vélgæslunámi. Með viðbótarnáminu öðlast viðkomandi rétt til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni (Skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VVY)). Á vorönn 2017 verða kenndir áfangarnir KÆL 122 og VST 204 og áfanginn RAF 103 á haustönn 2017. Nemendur hitta kennara í námslotum og vinna verkefni þess á milli. Inntökuskilyrði eru að umsækjandi sé orðinn 23 ára og hafi lokið vélgæslunámskeiði.

Staðir: Kennari: Lengd: Tími:

Verð: Námsmat:

Bíldudalur, Ísafjörður. Guðmundur Einarsson. 85 kennslustundir. Bíldudalur: lau. 8. og sun. 9. október kl. 9:00-17:00. Dagana 10. -14. október hefst kennsla kl. 16:00. Ísafjörður: Vorönn 2017. 96.500 kr. Öll kennslugögn innifalin. Nemendur þurfa að standast próf í rafmagnsfræði, vélbúnaði og vélinni með lágmarkseinkunn 5.

Staður: Lengd: Tími: Verð: Námsmat:

24

Staðlotur á Ísafirði. 135 kennslustundir (90 kest. á vorönn og 45 kest. á haustönn 2017) . Hefst eftir miðjan janúar 2017. Gert er ráð fyrir þremur helgarlotum á vorönn. 140.000 kr. Kennslubækur ekki innifaldar. Hægt er að skipta greiðslu niður á annir. Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn 5 til þess að ljúka hverjum áfanga. Einkunn tekur mið af verkefnaskilum, ástundun og skriflegu prófi.

Birt með fyrirvara um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar


Námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Athugið að verð á þessum námsskrám geta breyst lítillega árið 2017 Félagsliðabrú

FJAR FJA R K E N N T

Nám í félagsliðabrú er 622 kennslustundir ætlað þeim sem vinna við umönnun aldraðra, sjúkra, fatlaðra og/eða í heimaþjónustu. Inntökuskilyrði eru 22ja ára aldur og að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla af viðkomandi sviði. Námið skiptis á 4 annir og er kennt í samstarfi við SÍMEY - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Farskólann - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Kennt er frá Akureyri í gegnum samskiptaforritið Skype for buisness þannig að ekki skiptir máli hvar nemendur búa. Nemendur sem ljúka félagsliðabrú hljóta starfsheitið félagsliði. Staður:

Óstaðsett, fjarnám kennt í gegnum Skype. Lengd: 622 kennslustundir sem skiptast á 4 annir. Tími: Mán. kl. 17:00-21:00, sex fimmtudaga og einstaka föstudaga. Hefst 12. september. Verð: 25.000 kr. á önn (100.000 kr. í heild). Námsmat: Verkefni og / eða próf. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk er 192 kennslustunda nám, 72 kennslustundir eru kenndar í skólastofu en 120 kennslustundir eru starfsþjálfun sem þátttakendur fá í flestum tilfellum metna. Námið er einkum ætlað 18 ára og eldri sem hafa stutta skólagöngu og starfa við verkun og vinnslu sjávarafla, þ.e. í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun og rækju- og skelvinnslu. Markmið námsins er að auka þekkingu starfsmanna á vinnslu sjávarafla, efla sjálfstraust og styrkja faglega hæfni þess. Námið er haldið í samvinnu við fiskvinnslufyrirtæki, kennt á vinnutíma og er hægt að hafa það hvar sem er á Vestfjörðum. Áhugasöm fyrirtæki hafi samband við Fræðslumiðstöðina. Staður: Óstaðsett. Lengd: 192 kennslustundir. Tími: Í samráði við viðkomandi fyrirtæki. Verð: 16.000 kr. á þátttakenda. Námsmat: 80% mæting og virk þátttaka. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

25


Námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Athugið að verð á þessum námsskrám geta breyst lítillega árið 2017 Meðferð matvæla

FJARKEN FJARK ENNN T

Meðferð matvæla er 60 kennslustunda nám ætlað þeim sem starfa við meðhöndlun matvæla svo sem starfsfólki í mötuneytum, veitingahúsum og verslunum. Meðal námsþátta eru gæði og öryggi við meðferð matvæla, matvælavinnsla, þrif og sótthreinsun, merkingar á umbúðum matvæla, geymsluþol, ofnæmi og óþol, hollusta máltíða og fæðuflokkarnir. Námið er fjarkennt í gegnum Skype. Kennslustaður: Fjarkennt frá Ísafirði. Kennari: Salome Elín Ingólfsdóttir, næringarfræðingur. Lengd: 60 kennslustundir. Tími: Haustönn 2016. Kennt utan hefðbundins vinnutíma. Verð: 13.000 kr. Námsmat: 80% mæting og virk þátttaka. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Menntastoðir

FJARKEN FJARK ENNN T

Menntastoðir er 660 kennslustunda nám ætlað þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, hafa ekki lokið stúdentsprófi en stefna á nám við frumgreinadeild háskóla og háskólanám. Námið er undirbúningsnám undir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík. Kenndar eru eftirtaldar greinar: enska, danska, íslenska, stærðfræði, námstækni, bókfærsla og tölvu- og upplýsingatækni. Námið er nokkuð krefjandi og gerð er krafa um heimavinnu á milli kennslustunda. Staður:

Fjarkennt frá öðrum símenntunarmiðstöðvum í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Lengd: 660 kennslustundir. Tími: Námið skiptist á tvær til fjórar annir eftir því hvaða símenntunarmiðstöð verður fyrir valinu. Nemendur getað byrjað í september 2016 eða janúar 2017. Verð: 136.000 kr. Námsmat: 80% mæting, virk þátttaka, verkefnaskil og próf. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

FJA R KKEN EN NT Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er 300 kennslustunda nám ætlað þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi. Þeir þættir sem teknir eru fyrir í náminu eru íslenska, danska, enska, stærðfræði, námstækni, sjálfsþekking og samskipti. Fái nemandi greinarnar metnar inn í framhaldsskóla þá jafngildir þetta nám þeim almennu bóklegu greinum sem krafist er í iðnnámi (ÍSL 102, 202, DAN 102, ENS 102, STÆ 102, 122, UTN 103, NÁM 101, TJÁ 102. Auk fjögurra eininga eftir vali námsmanns: DAN 202, DAN 212, ENS 202, ENS 212). Staður: Lengd:

Ísafjörður, hægt að fjarkenna. 300 kennslustundir sem skiptast á tvær til þrjár annir eftir útfærslu. Tími: Hefst haustið 2016. Kennt 2-3 sinnum í viku utan hefðbundins vinnutíma. Verð: 62.000 kr. Hægt er að skipta greiðslu niður á annirnar. Námsmat: 80% mæting, virk þátttaka, skil á verkefnum og mögulega próf. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun er 60 kennslustunda nám auk heimavinnu, sem hefur þann tilgang að efla lestrar- og ritunarhæfni og auka þar með hæfni til áframhaldandi starfs og náms. Áhersla er á að efla lesskilning, úthald við lestur, ritunarhæfni og stafsetningu. Námsmönnum er leiðbeint um mismunandi tækni, aðferðir og hjálpartæki, s.s. yfirlestrar- og leiðbeiningarforrit. Sjálfstæð vinnubrögð, góð félagshæfni og sjálfstraust eru höfð í fyrirrúmi á námskeiðinu. Staður: Ísafjörður. Lengd: 60 kennslustundir. Tími: Vorönn 2017. Verð: 12.000 kr. Námsmat: 80% mæting og virk þátttaka. Lágmarksfjöldi: 6 þátttakendur.

MIKILVÆGT AÐ SKRÁ SIG! 26

Birt með fyrirvara um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar


Námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Athugið að verð á þessum námsskrám geta breyst lítillega árið 2017

Skrifstofunám

FJA R K E N N T

Skrifstofunám er 240 kennslustunda nám ætlað fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnfærni í íslensku, stærðfræði og tölvunotkun auk grunnþekkingar á bókhald, hafi til dæmis lokið Skrifstofuskóla eða sambærilegu námi eða hafi einhverja reynslu af skrifstofustörfum. Þeir þættir sem teknir verða fyrir í náminu eru: Skrifstofufærni, verkefnastjórnun, vettvangsferðir í fyrirtæki, vinnan og vinnumarkaðurinn, íslenska - málnotkun og ritun, tölvubókhald, upplýsingamiðlun, stærðfræði – vaxtaútreikningur, lestur og gerð ársreikninga og þjónusta. Námið er kennt á tveimur önnum og lýkur vorið 2017. Staður:

Ísafjörður, fjarkennt til annara staða. Lengd: 240 kennslustundir. Tími: Mán. og mið. kl. 18:00-21:10. Hefst 3. október. Verð: 49.000 kr. Námsmat: 80% mæting og virk þátttaka. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Þjónustuliðar - grunnnám Þjónustuliðar – grunnám er 60 kennslustunda nám ætlað þeim sem starfa við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun, starfa í býtibúrum, borðstofum, kaffistofum, matsölum eða þvottahúsum. Meðal námsþátta eru líkamsbeiting, smitgát, öryggismál, þjónusta, sótthreinsun, ræsting og skyndihjálp. Námið skiptist á tvær annir, 20 kennslustundir á haustönn og 40 kennslustundir á vorönn 2017. Staður: Reykhólar. Lengd: 60 kennslustundir (20 á haustönn, 40 á vorönn). Tími: Mið. kl. 13:00-15:00. Hefst um mánaðamótin sept./okt. Verð: 12.000 kr. Námsmat: 80% mæting og virk þátttaka. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

FJA R K E N N T Upplýsingatækni og samskipti - sterkari starfsmaður Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti er 150 kennslustunda nám ætlað fólki á vinnumarkaði sem vill auka færni til að takast á við breytingar í starfi og auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. Meðal námsþátta eru námstækni, sjálfsstyrking og samskipti, vinnustaðamenning, rafræn samskipti, netið, myndvinnsla, ritvinnsla, töflureiknir og færnimappa. Staður: Lengd:

Óstaðsett, hægt að fjarkenna. 150 kennslustundir sem geta skipst á tvær annir. Tími: Vorönn 2017. Kennt utan hefðbundins vinnutíma. Verð: 31.000 kr. Hægt er að skipta greiðslu niður á annirnar. Námsmat: 80% mæting og virk þátttaka. Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

MIKILVÆGT AÐ SKRÁ SIG! Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

27


GETUR ÞÚ HJÁLPAÐ ÞEGAR Á REYNIR? Stutt skyndihjálparnámskeið gæti gert þér kleift að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli. Markmið námskeiðsins eru: að þátttakendur geri sér grein fyrir því hversu mikilvæg kunnátta í skyndihjálp er; viti í hvaða tilfellum nauðsynlegt er að hringja í 112; öðlist grunnfærni í að sinna neyðartilfellum s.s. slysum, bráðum veikindum eða öðrum viðlíka uppákomum þar til sérhæfð aðstoð berst. Útbreiðsla skyndihjálparþekkingar hefur verið eitt af meginverkefnum Rauða kross Íslands í meira en 80 ár og á hverju ári sækja um 5000 manns skyndihjálparnámskeið á hans vegum. Nánari upplýsingar um skyndihjálparnámskeið veitir svæðisskrifstofa Rauða krossins á Vestfjörðum í síma 456 3180.

Hólmavík

Góuholt 14 • 400 Ísafjörður • Sími: 456 3710 • Fax: 456 5157 • vestfirdir@gamar.is • www.gamarvest.is • Kt. 570192-2139

Strandabyggð

Bolungarvíkurkaupstaður


Námskeið kennd í samvinnu við Fjölmennt – fullorðinsfræðslu fatlaðra Dans

Jólalögin

Kenndir ýmsir dansar, svo sem línudans og salsa og hvernig á að þekkja tónlistina við þá. Þátttakendur fá tækifæri til að læra dansa við uppáhaldslögin sín.

Sungin vinsæl jólalög. Áhersla lögð á texta, takt, hryn og hreyfingu.

Staður: Ísafjörður. Kennari: Eva Friðþjófsdóttir. Lengd: 12 kennslustundir (8 skipti). Tími: Vorönn 2017. Verð: 5.200 kr.

Förðun- snyrting Kennd er dagleg snyrting og umhirða húðar. Farið verður í grunnþætti hreinlætis og daglegrar snyrtingar og augnförðun. Staður: Ísafjörður. Kennari: Herdís Mjöll Eiríksdóttir. Lengd: 8 kennslustundir (2 skipti). Tími: Lau. og sun. í sept./ okt. 2016. Verð: 2.800 kr.

Jólaföndur Föndrað skemmtilegt jólaskraut og jólagjafir. Staður: Ísafjörður. Kennari: Íris Björk Felixdóttir. Lengd: 9 kennslustundir (3 skipti). Tími: Nóvember 2016. Verð: 5.300 kr.

Matreiðsla og heimilisstörf Þátttakendur taka þátt í matargerð, borðhaldi og frágangi eftir máltíð. Kennt að nota einfaldar, myndrænar uppskriftir. Lögð áhersla á þátttöku, virkni og frumkvæði þátttakenda. Staður: Ísafjörður. Kennari: Elín Ólafsdóttir. Lengd: 18 kennslustundir (6 skipti). Tími: September - október 2016. Verð: 9.500 kr.

Staður: Ísafjörður. Kennari: Benedikt Sigurðsson. Lengd: 12 kennslustundir (6 skipti). Tími: Nóvember - desember 2016. Verð: 5.200 kr.

Páskaföndur Föndrað ýmislegt skemmtilegt fyrir páskana. Staður: Ísafjörður. Kennari: Íris Björk Felixdóttir. Lengd: 9 kennslustundir (3 skipti). Tími: Mars 2017. Verð: 5.300 kr.

Saumanámskeið Saumuð einföld flík. Staður: Ísafjörður. Kennarar: Anna Jakobína Hinriksdóttir og Halldóra Norðdahl. Lengd: 12 kennslustundir (4 skipti). Tími: Vorönn 2017. Verð: 7.500 kr.

Tónlist, söngur og spil Sungin vinsæl sönglög. Áhersla á texta, takt, hrynjanda og hreyfingu. Undirstöðuatriði í tónfræði. Staður: Kennari: Lengd: Tími: Verð:

Skráning á námskeið í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is

Ísafjörður. Benedikt Sigurðsson. 12 kennslustundir (6 skipti). Maí- júní 2017. 5.200 kr.

29


Fræðslumiðstöð Vestfjarða Fræðslumiðstöð Vestfjarða var stofnuð haustið 1999. Markmið með stofnun hennar var að auðvelda íbúum á Vestfjörðum símenntun og þátttöku í námi af ýmsu tagi í formi styttri almennra námskeiða, endurmenntunarnámskeiða og starfstengdra námskeiða. Fræðslumiðstöðin er sjálfseignarstofnun sem starfar á grundvelli laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1998. Aðilar að Fræðslumiðstöðinni eru; Alþýðusamband Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Byggðasamlag Vestfjarða, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Menntaskólinn á Ísafirði, Náttúrustofa Vestfjarða, Útvegsmannafélag Vestfjarða og Vinnuveitendasamband Vestfjarða.

því að koma á fót sérsniðnum námskeiðum eða námskeiðspökkum. •

Lengra nám. Fræðslumiðstöðin býður upp á nám samkvæmt námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Um er að ræða nám á ýmsum sviðum ætlað fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi.

Náms- og starfsráðgjöf. Ráðgjafi á vegum Fræðslumiðstöðvarinnar heimsækir vinnustaði vítt og breitt á Vestfjörðum og veitir einnig einstaklingsviðtöl.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða þjónustar einstaklinga, hópa, fyrirtæki og stofnanir hvar sem er á Vestfjörðum. Miðstöðin er með skrifstofur á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði en býður upp á námskeið þar sem þörf er á og þátttaka fæst. Meðal þess sem Fræðslumiðstöðin býður upp á er:

Raunfærnimat. Fræðslumiðstöðin hefur milligöngu um að koma á raunfærnimati fyrir fólk sem ekki hefur lokið iðnnámi.

Markviss ráðgjöf. Fræðslumiðstöðin vinnur með fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og fræðslusjóðum að greiningu fræðsluþarfa og gerð símenntunaráætlana.

Námskeið við allra hæfi. Fræðslumiðstöðin býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða; starfstengd námskeið, tómstundanámskeið og réttindanám.

Fjarkennt nám frá öðrum fræðsluaðilum. Fræðslumiðstöðin vinnur með ýmsum aðilum sem bjóða upp á fjarkennd námskeið, miðlar námi og veitir nemendum í fjarnámi þjónustu.

Sérsniðin námskeið. Fræðslumiðstöðin vinnur með fyrirtækjum, stofnunum eða hópum að

Frekari upplýsingar um þjónustu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er að finna á heimasíðunni www.frmst.is.

ÞJÓNUSTA FRÆÐSLUMIÐSTÖÐVAR VESTFJARÐA

Starfsmenn Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi.

Dagný Sveinbjörnsdóttir umsjón með námi, nemenda­ bókhaldi og gæðamálum.

Elzbieta Pawluczuk ræsting.

Eva Dögg Jóhannesdóttir umsjón með námi í Vesturbyggð og Tálknafirði.

Sigurborg Þorkelsdóttir markviss ráðgjafi og umsjón með raunfærnimati.

Smári Haraldsson forstöðumaður.

Sólveig Bessa Magnúsdóttir umsjón með námi.

Þuríður Sigurðardóttir bókhald, umsjón með námi.

30

Guðbjörn Sölvason umsjón með sjódeild.

Ingibjörg Benediktsdóttir umsjón með námi á Ströndum og Reykhólahreppi.

Birt með fyrirvara um villur, lágmarksfjölda þátttakenda og ófyrirséðar breytingar


Símenntun í iðnaði Hugaðu að þinni símenntun og kynntu þér fjölbreytt námskeið sem í boði eru. • Bílgreinasvið

• Náms- og starfssráðgjöf

• Matvæla- og vetingasvið

• Námssamningar og sveinspróf

• Málm- og véltæknisvið

• Tölvunámskeið

• Prent- og miðlunarsvið

• Tölvustudd hönnun / Auto Cad • Bygginga- og mannvirkjasvið

www.idan.is


Styrkur þinn til náms

Þín leið til fræðslu

Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni.

Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni.

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is

Landsmennt

Sveitamennt

Menntun skapar tækifæri

Átt þú rétt á styrk ?

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Ríkismennt

Sjómennt

Skipholti 50 b, 3.hæð • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.