Aðalstræti 16 Sími 456-3041 er oftast opin alla virka daga frá 13:00 til 17:00
NÚ ER TÍMI TIL AÐ FARA AÐ
HUGA AÐ JÓLUNUM
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Ef þú kemur að lokuðum dyrum og þig langar að koma inn og skoða, endilega hringdu í síma 690-2241.
Ávarp stjórnar
Sumt á ekki að breytast. Eftir sem áður verða birtar greinar um meðlimi félagsins. Og nú sem fyrr ætlar félagið að nota kynningarrit sitt til þess að standa við megininntak og lög Félags vestfirskra listamanna: „Tilgangur félagsins er að efla vestfirska list á sem fjölbreyttastan hátt sem og stuðla að auknu samstarfi og samstöðu listamanna á Vestfjörðum.“ Þó að Félag vestfirskra listamanna hafi árlega staðið fyrir málþingum og nærri daglega dælt fréttum inn á fésbókarsíðu sína, þá er það kalt mat málsmetandi fólks að það sé kynningarritið, List á Vestfjörðum, sem hafi borið hróður vestfirskra listamanna víðast. Kynningarritin eru orðin safngripir víða um land og þeir eru nokkrir íslensku landshlutarnir sem öfunda Vestfirði af þessu framtaki. Nú stendur til að gefa út oftar en minna og ódýrara í senn. Það verður fróðlegt að sjá hvort litlu A5-ritin verði bundin í skinnmöppur við hlið hinna veglegu A4-rita undangenginna ára. Enn fróðlegra verður að sjá hvernig nýju ritunum tekst að uppfylla lögbundin markmið Félags vestfirskra listamanna. Ritið List á Vestfjörðum kemur nú út í fimmta sinn. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og því dreift inn á öll heimili á Vestfjörðum. Útgefandi: Félag vestfirskra listamanna Aðal styrktaraðili: Uppbyggingarsjóður Vestfjarða Ábyrgðarmaður: Elfar Logi Hannesson Ritstjórn og efnisvinnsla: Thelma Hjaltadóttir
Ritnefnd: Dagný Þrastardóttir, Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson Umbrot og hönnun: Gunnar Bjarni Prentun: Prentmet
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 3
Breytingar! Hið rótgróna kynningarrit Félags vestfirskra listamanna, List á Vestfjörðum, hefur orðið fyrir breytingum. Og hvað með það? Við erum nú einu sinni listamenn og sem slíkir forðumst við stöðnun. Þetta eru samt ekki breytingar breytinganna vegna. Nei, listin er lifandi afl og við viljum flytja af henni fréttir. Gömlu viðhafnarritin okkar komu út einu sinni á ári. Þau eiga meira skylt við sagnfræði en miðil sem lifir sig inn í líðandi stund. Jæja, nýja kynningarritið verður kannski ekki alveg jafn snöggt að koma með fréttirnar og internetið. Það munu koma út þrjú rit á ári. Hvað síðar verður er ekki gott að spá um; þessir listamenn eru óútreiknanlegir.
Fyrirtæki sem veita meðlimum Félags vestfirskra listamanna afslætti og sérkjör gegn framvísun félagsskírteinis: Bræðurnir Eyjólfsson, Hafnarstræti 3, Flateyri 50% afsláttur af bókakílóinu = 500 kr. / kg af bókum.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 4
Dekurstofan Dagný, Hafnarstræti 19, Ísafirði 15% afsláttur af allri snyrtingu. Gíslastaðir í Haukadal í Dýrafirði 2 fyrir 1 á alla viðburði. Ísafjörður Guide – Natural and Cultural Walks, Seljalandsvegi 85, Ísafirði - 10 % afsláttur af gönguferðum. Kómedíuleikhúsið 2 fyrir 1 á alla viðburði. 50% afsláttur á öllum útgefnum verkum. Málningarbúðin Ísafirði ehf., Sindragötu 14, Ísafirði
20% af listamannavörum og flestri innan- og utanhússmálningu og fúavörn. 10% afsláttur af flestum verkfærum.
Melódíur Minninganna, Tjarnarbraut 5, Reynimel, Bíldudal 50% afsláttur af aðgangseyri. Rammagerð Ísafjarðar, Aðalstræti 16, Ísafirði 10% afsláttur af innrömmun. Smiðjan verslun, Sindragötu 12c, Ísafirði 5 – 10% afsláttur af lagervöru.
Saga einbúans Gísla á Uppsölum verður að einleik
Höfundar handrits einleiksins Gísli Oktavíus eru Arnfirðingarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar Logi mun bregða sér í hlutverk einbúans en Þröstur Leó leikstýrir. Aðrir listamenn sem koma að sýningunni eru þau Svavar Knútur, sem semur tónlist, og Marsibil G. Kristjánsdóttir sem hannar leikmynd og búninga. Enn er ekki vitað hvenær einleikurinn Gísli Oktavíus verður frumsýndur en næsta víst er að það verður á
Vestfjörðum á komandi ári, 2016. Kómedíuleikhúsið hefur verið mjög ötult við uppsetningar síðan leikhúsið fluttist búferlum til Vestfjarða um síðustu aldamót. Uppfærslan á Gísla Oktavíusi er 39. verkefnið sem leikhúsið frumsýnir. Vinsælasta sýning Kómedíuleikhússins er án efa Gísli Súrsson sem hefur verið sýnd yfir 300 sinnum. Nú er bara spurning hvernig sögu nafna þess Súra muni vegna á leiksviðinu.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 5
Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, vinnur nú að nýjum einleik. Að vanda sækir leikhúsið í hinn djúpa og gjöfula vestfirska sagnaarf. Nú er það saga einbúans Gísla Oktavíusar Gíslasonar frá Uppsölum í Arnarfirði sem við þekkjum betur sem Gísla á Uppsölum. Víst er að saga hans er einstök og á enn í dag brýnt erindi við okkur samtíðarfólkið.
Tók tölvupopp í sátt og myndaði dúett
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 6
Dúettinn Gosi, sem skipaður er Ísfirðingnum Andra Pétri Þrastarsyni og Mörtu Sif Ólafsdóttur, gefur frá sér smáskífu fyrir komandi jól. Parið eru nú búsett í Hollandi þar sem Andri stundar nám í tónlistartækni við Hogeschool voor de kunsten í Utrecht og Marta hefur nýlokið námi í vöruhönnun frá Design academy í Eindhoven. Neistinn að tilurð dúettsins var einmitt búsetan svo fjarri heimahögunum.
„Andri hefur alltaf verið önnum kafinn í alls konar hljómsveitum og tónlistarverkefnum á Ísafirði. Þegar hann flutti til Hollands árið 2012 þurfti hann hins vegar að bjarga sér án annarra tónlistarmanna þar sem hann þekkti ekki sálu. Þá byrjaði hann að fikta með raftónlist, tók tölvupopp og hljóðgervla í sátt og stuttu seinna varð Gosi til,“ útskýrir Marta Sif. Í upphafi stóð Andri einn á sviði en allt sem tengdist stíliseringu Gosa var í verkahring Mörtu auk þess sem hún sá um að halda hlutunum gangandi. Smátt og smátt fór hún þó að koma fram með Andra. Lögunum þar sem þau voru saman á sviði fjölgaði ört enda fannst þeim meiri dýnamík að vera tvö til að halda uppi stuðinu. Í nógu er að snúast hjá parinu en Andri var að byrja á samning hjá félaginu STEIM í Amsterdam. Um er að ræða
félag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni og einbeitir sér að rannsókn og hönnun nýrra rafrænna hljóðfæra með áherslu á lifandi tónlist. Marta var að sýna útskriftarverkefnið sitt „Fiskur á þurru landi“ á útskriftarsýningu Design Academy í Eindhoven á Hollensku hönnunarvikunni. Hún útskrifaðist í vor og var að vinna verkefni sem gekk út á að hanna húsgögn sem geta verið framleidd á Ísafirði og eru innblásin af fiskveiðum. „Næst á dagskrá er að spila meira og koma út smáskífu Gosa,“ bætir hún við. Marta segir lífið vera bara nokkuð fínt í Hollandi. Andri er hrifnastur af ódýra bjórnum og ódýru plötunum sem fást út um allt og Marta er hugfangin af því að gramsa í nytjamörkuðum Hollands. „Við grátum ekki íslenska veturinn. Við búum í bæ sem heitir Hilversum og er staðsettur á milli Amsterdam og Utrecht svo það er stutt að fara í menninguna. Við erum heimakær enda með nokkuð góða vinnuaðstöðu þar og vinnum mikið saman.“ Ekki er von á parinu heim til Vestfjarða í bráð samkvæmt Mörtu Sif. „Andri á tvö ár eftir af sínu námi svo við verðum allavega áfram í Hollandi þar til því lýkur. Framhaldið er síðan óskrifað blað.“
Söngleikurinn Piltur og stúlka
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 7
Vestfirska skemmtifélagið hefur síðustu ár vakið athygli fyrir ferska og frumsamda vestfirska söngleiki. Fyrsti söngleikurinn úr smiðju félagsins var Andaglasið sem var frumsýnt í Félagsheimilinu í Bolungarvík árið 2012. Þar var efni leiksins sótt í hinar einstöku vestfirsku þjóðsögur. Ári síðar var settur á svið söngleikurinn Hrafna Flóki og var sýnt í Hömrum á Ísafirði. Enn einu ári síðar, 2014, frumflutti félagið svo söngleikinn Jón Indíafari. Sýnt var á söguslóðum eða í Félagsheimilinu í Súðavík, fæðingarhreppi hinnar ævintýralegu söguhetju. Allir söngleikirnir eiga það sameiginlegt að öll hlutverk verkanna hafa verið leikin af ungu fólki á grunnskólaaldri. Höfundar allra leikjanna eru þeir félagar Elfar Logi Hannesson sem semur leiktextana og Guðmundur Hjaltason sem semur tónlist og söngtexta.
Enn á ný mun Vestfirska skemmtifélagið frumflytja nýjan vestfirskan söngleik. Að vanda verða öll hlutverkin í höndum æsku Vestfjarða. Leikurinn heitir Piltur og stúlka og er byggður á samnefndri skáldsögu Jóns Thoroddsen. Bókin kom út árið 1850 og er jafnan sögð vera fyrsta íslenska skáldsagan. Piltur og stúlka hefur notið fádæma vinsælda í gegnum áratugina en síðustu ár hefur sagan kannski aðeins týnst í hinni ört stækkandi skáldsagnaflóru þjóðarinnar. En nú gefst fólki kostur á að kynnast
þessari einstöku vestfirsku skáldsögu í flutningi ungs listafólks að vestan. Æfingar á söngleiknum Piltur og stúlka hefjast strax í upphafi næsta árs. Að vanda mun félagið standa fyrir opnum áheyrnarprufum og verða þær auglýstar þegar nær dregur. Stefnt er að því að frumsýna söngleikinn Pilt og stúlku í lok janúar á Ísafirði. Menningarráð Vestfjarða styrkir uppfærsluna.
Atburðurinn
Eftir Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur Atburðurinn nefnist sjöunda bókin um krakkana í Rökkurhæðum sem kemur út fyrir jól. Höfundar hennar eru Ísfirðingurinn Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell en þær stofnuðu bókaútgáfu fyrir nokkrum árum með það að markmiði að efla lestur stálpaðra barna og unglinga.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 8
Bækurnar tilheyra flokki spennu-, hryllings-, ævintýra- og draugabóka og gerast í Rökkurhæðum sem eru úthverfi borgarinnar Sunnuvíkur. Þessi síðasta sjálfstæða saga í bókaflokknum er sögð frá sjónarhorni stúlkunnar Margrétar. Eftir að hafa lotið í lægra haldi í átökum við hættulega veru lendir Margrét í Hæðabyggð, blokkinni sem í dag gengur undir nafninu Rústirnar. Á meðan hún leitar leiða til að komast aftur heim upplifir hún af eigin raun hvernig illskan býr um sig í fjölbýlinu og hefur áhrif á íbúa þess. Smám saman fer hún að skilja hvers vegna fullorðna fólkið talar alltaf um atburðinn, það sem gerðist í rústunum í gamla daga, í hálfum hljóðum. Að sögn Mörtu Hlínar lýkur bóka flokknum svo með þríleik sem ber nafnið Endalokin. „Eitt aðalsögusviðið í þessum síðustu bókum er skíðasvæðið í hlíðum Rökkurhæða en fyrirmynd af því svæði er gamla skíðasvæðið á Ísafirði og Skíðheimar, gamli skálinn þar upp frá.“
Þess má geta að bækurnar koma út í Þýskalandi á næsta ári. Sú fyrsta í röðinni er væntanleg í janúar og önnur í mars.
Draugar á ferli á Ströndum Eitt af því sem einkennir Strandir er nálægðin við alls kyns yfirnáttúrulegar kynjaverur, þjóðtrú, sögur og sagnir. Víða standa steintröll sem hafa dagað uppi, álagablettir sem ekki má raska eru í hverri sveit og í nágrenninu má alltaf finna sögusvið magnaðara huldufólks- og draugasagna. Þessi menningararfur er efniviðurinn í nýjum íslenskum einleik, Draugasögu, sem frumsýndur var snemma í október.
Sýningartími Draugasögunnar er klukku stund. Leikritið er skrifað sérstaklega fyrir Sauðfjársetur á Ströndum og er sýnt í félagsheimilinu Sævangi, þar sem safnið er til húsa. Verkið byggir á draugasögum af svæðinu, sígildri mannvonsku og margvíslegum myrkraverkum fyrri alda. Leikritið gerist í Sævangi, húsdraugur sem hefur sest að þar í félagsheimilinu birtist áhorfendum og segir frá ýmsum draugum í héraðinu sem hann hefur verið samferða, allt frá því að hann var drepinn af bændunum í sveitinni fyrir óralöngu. Hægt og sígandi og í bland við aðrar draugasögur, kemur svo hans eigin sorgarsaga fram í skímuna frá leikhúskösturunum. Leikritið er eilítið óhugnanlegt og er ekki við hæfi barna 12 ára og yngri. Draugasagan verður sýnd eftir því sem aðsókn gefur tilefni til í nóvember og
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 9
Það er Leikfélag Hólmavíkur sem setur leikritið upp í samvinnu við Sauðfjársetur á Ströndum, en höfundur og leikstjóri er Jón Jónsson þjóðfræðingur sem hefur verið næsta ofvirkur áhugaleikari með leikfélaginu frá árinu 1989. Einleikarinn er tvítugur Strandamaður, Arnór Jónsson, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur líka talsverða reynslu af leiklist innan vébanda leikfélagsins. „Þetta er erfitt og krefjandi verkefni,“ segir Arnór og bætir við að leikstjórinn, faðir sinn, geri gríðarlegar kröfur um fagmennsku og einbeitingu: „Útkoman er kraftmikil leiksýning sem við vonum að sem allra flestir komi til að sjá.“
Ung vestfirsk listakona, Sunneva Þórðardóttir frá Laugarholti við Djúp, 17 ára framhaldsskólanemi, teiknaði þessa mynd af draugnum eftir að hún fór á sýningu á Draugasögu og sendi aðstandendum leikritsins
desember. Einnig standa sýningar til boða fyrir stóra og smáa hópa sem vilja panta leikhús og veitingar á Sauðfjár setrinu í Sævangi í vetur. Þrjár almennar sýningar og ein sérpöntuð hafa þegar verið haldnar í október, en á sérstöku sýninguna mættu þjóðfræðinemar við Háskóla Íslands sem voru í haustferð um Strandir. Viðtökur áhorfenda við leikritinu hafa verið afbragðsgóðar og það þykir áhrifamikið, kátlegt og sorglegt í senn.
Jólasveinarnir hennar Billu
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 10
Listakonan Marsibil G. Kristjánsdóttir, eða Billa einsog við þekkjum hana, hefur í mörgu að listast þessa dagana. Á þessum árstíma eiga þó ákveðnir sveinar hug hennar allan. Það eru hinir einu sönnu jólasveinar. Alveg síðan 2001 hefur Billa haft að venju að búa til jólasveinana þrettán sem hún málar á rekavið af Ströndum. Jólasveinarnir hennar Billu eru þó ekki í sparifötunum, þessum rauðu, heldur í gömlu góðu íslensku fötunum. Sveinar þessir hafa fengið mikla athygli og nú er svo komið að margir hafa tekið uppá því að safna þeim, öllum 13. Þannig er það partur af jólahaldi margra að bæta einum jólasveini frá Billu í safnið um hver jól. Að vanda gerir listakonan aðeins tak markað magn af jólasveinum árlega. En rétt er að geta þess að enginn jólasveinn er eins, þó þeir beri sama nafn. Enda er hér engin verksmiðjuframleiðsla á ferð, heldur gamalt en þó ávallt ferskt vestfirskt handverk. Fyrir þessi jól munu jólasveinarnir hennar Billu verða 26 talsins. Glöggir lesendur átta sig líklega á því að í boði verða þá tveir af hverjum hinna þrettán sveina. Jólasveinarnir hennar Billu eru fáanlegir hjá listakonunni sjálfri. Það er hægt að panta með því að hringja í síma 899 8698. Einnig er hægt að panta á Facebook síðu listakonunnar sem er, Marsibil G. Kristjánsdóttir – Billa. Svo má líka bara stöðva hana á götum úti á Ísafirði og ganga frá pöntun á einum jólasveini eða fleirum.
Hin duglega Leikdeild Höfrungs á Þingeyri er enn og aftur komin af stað í nýtt ævintýri. Sýningar Leikdeildarinnar hafa notið fádæma vinsælda. Fyrst var það Lína Langsokkur og nú síðast Galdrakarlinn í Oz. Óhætt er að segja að báðar sýningarnar hafi slegið í gegn. Enn eru það hin dásamlegu barnaleikrit sem Leikdeild Höfrungs fæst við. Nú er röðin komin að einu allra vinsælasta barnaleikriti allra tíma á Íslandi. Nefnilega Kardemommubærinn eftir meistara barnaleikritanna, Thorbjörn Egner. Æfingar hefjast á fullum krafti í janúar komandi og stefnt er að frumsýningu um miðjan mars. Sýnt verður um helgar og að sjálfsögðu verða einnig sýningar um páskana. Leikstjóri sýningarinnar er Elfar Logi Hannesson en hann hefur jafnframt stýrt öllum hinum sýningum leikdeildarinnar. Kardemommubæinn þarf vart að kynna fyrir lesendum. Leikritið hefur notið fádæma vinsælda hér á landi allt frá því það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1956. Og hver hefur ekki hlustað á hljómplötuna, geisladiskinn eða skoðað bókina? Þetta er eitt af þeim leikritum sem verða bara enn skemmtilegri með
árunum enda er hér á ferðinni einstakt ævintýri fyrir börn á öllum aldri. Það verður ekki leiðinlegt að fá tækifæri til að heimasækja hinn skemmtilega Karde mommubæ hjá Leikdeild Höfrungs í mars komandi.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 11
Kardemommubærinn á Þingeyri
Leiklist á Bíldudal Höfundur: Elfar Logi Hannesson Kómedíuleikhúsið gefur út
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 12
Sögusagnir eru margar. Ein þeirra er sú að Bílddælingar geri meira af því að skemmta sér en að vinna. Meðan íbúar næsta þorps geri akkúrat öfugt. Ekkert skal fullyrt um þessa sögn enda er hún bara saga, ef til vill bara þjóðsaga. Hitt er hinsvegar alveg ljóst og marg vitað að list hefur allt frá upphafi þorpsmyndunnar á Bíldudal verið þar í miklum metum.
Margrét Friðriksdóttir og Hannes Friðriksson í Skjaldhömrum, 1978. Myndin er úr fórum Leikfélagsins Baldurs.
Leiklist hefur jafnan verið þar fremst í flokki en fyrstu heimildir um leiksýningar á Bíldudal eru frá árinu 1894. Síðan þá hefur verið leikið í þorpinu af miklum krafti. Í þessari bók rekur Elfar Logi Hannesson, leikari og heimalingur hjá Leikfélaginu Baldri, hina einstöku leiklistarsögu Bíldudals allt frá upphafi til vorra daga. Leiklist á Bíldudal er gefin út í tilefni af hálfrar aldar afmæli Leikfélagsins Baldurs.
Vestfirska forlagið Vestfirska forlagið hefur nú gefið út 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Þó sumum finnist nú nóg komið, bætir forlagið við 5 nýjum bókum á þessu ári. Það er svo gaman að gefa út bækur, einkum um Vestfirðinga, segir forlagsstjórinn.
Hornstrandir og Jökulfirðir Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi Hallgrímur Sveinsson tók saman 4. og 5. bók Í Hornstrandabókunum er sagt frá fólki sem bjó við ótrúlega erfiðar aðstæður. Árið 1942 bjuggu til dæmis 420 manns í Sléttuhreppi. Tíu árum seinna, 1952, voru allir horfnir á braut. Fjölbreyttar, áhugaverðar og spennuþrungnar frásagnir fyrir alla sem áhuga hafa á Hornströndum. Eyðibyggðir vekja upp ýmsar spurningar. Er ekki upplagt að kynna sér líf og sögu fólksins sem þarna bjó? Hornstrandabækur okkar eru orðnar fimm talsins. Þær fást nú á sérstöku tilboði í pakka. Hjólabókin 4. bók Árnessýsla Ómar Smári Kristinsson skrifaði Í mestu ferðamannasýslu landsins er fjöldinn allur af spennandi leiðum fyrir hjólreiðafólk. Rúmlega 200 ljósmyndir gefa innsýn í sýsluna. Hjólabækurnar eru nú orðnar fjórar: Vestfirðir, Vesturland, Suðvesturland og Árnessýsla. Þær eiga
sér enga hliðstæðu hér á landi. Fást nú allar á tilboði í pakka. Vestfirðingar í dagsins önn Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman Vestfirðingasögur þær sem hér eru settar á bókfell, eru hluti af arfi kynslóðanna á Vestfjörðum. Þær eru valdar úr miklum sagnabálki gamansagna. Sumar hafa aldrei verið prentaðar áður. Um sannleiksgildi þeirra gildir hið fornkveðna: Ef sagan er góð þá er hún sönn! Á hjara veraldar Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni tók saman Enginn barnaleikur var að búa á afskekktustu jörðum þessa lands áður og fyrr. Erfiðleikarnir voru ótrúlegir. Til dæmis að sækja kirkju og koma látnum til greftrunar. Þar voru Hornstrandir sér á báti. Skjaldabjarnarvík við Geirólfsgnúp var einhver erfiðasta jörð á öllu Íslandi. Þar er sögusviðið.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 13
Nýju bækurnar eru þessar:
Örviðtalið
Eiríkur Örn Norðdahl Ísfirska verðlaunaskáldið Eiríkur Örn Norðdahl er fyrsti viðmælandinn í örviðtalinu. Sökum stærðar blaðsins er ekki í boði að taka löng viðtöl þar sem farið er í saumana á verkum viðkomandi og tæpt á helstu stikkorðum ævisögunnar. Var því afráðið að henda í snöggsoðna yfirheyrslu til að fá fram nokkur vel valin atriði. Eiríkur Örn lá vel við höggi þar sem hann er í óðaönn að kynna nýjustu skáldsögu sína, Heimsku, sem verður í jólabókaflóðinu í ár.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 14
Bókin á náttborðinu? „Ég er á ferðalagi með haug af nýlegum ljóðabókum í bakpokanum – aðallega frá útgáfunni Meðgönguljóðum.“ Stærstu verkefnin framundan? „Ég er að kynna Heimsku á Íslandi og Illsku í Frakklandi, milli þess sem ég svara fyrir Gæsku sem er bók vikunnar á Rás 1 – svo er ég að gera skrifstofu í skúrinni minni í Tangagötu, við húsið Sjökvist sem við fjölskyldan keyptum nú síðsumars. Það er einsog venjulega alltof mikið að gera.“ Uppáhaldssjónvarpsefnið? „Ofur hetjuþættir og –bíómyndir. Ég elska fólk sem getur flogið eða hlaupið hraðar en hljóðið eða kýlt niður veggi, gert sig ósýnilegt, breytt sér í eld og ís og stóra græna hlunka. Mér er svo mikil huggun í að þegar fólk getur framkvæmt hið ómögulega – einsog í skáldskap, bíó og sjónvarpi – þá láti það sér ekki duga að framkvæma hið mögulega.“ Hver er algengasti misskilningurinn um þig sem persónu í sviðsljósinu? „Að undir hattinum sé ég mjög vel hærður. Sú er alls ekki raunin.“
Hverjar eru helstu fyrirmyndirnar sem rithöfundur? „Þegar stórt er spurt. Dostojevskí og Allen Ginsberg kveiktu löngunina til að skrifa. JM Coetzee, Gertrude Stein, Lee Child, Christian Bök, Virginia Woolf og fleiri breyttu hugmyndum mínum um það hvernig maður gæti skrifað. Og svo ótal margir aðrir.“ Nú ert þú ansi víðförull, hefur ferðast um víða veröld og búið á Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð og Víetnam. Hver er uppáhaldsstaðurinn á jarðríki? „Uppáhaldsstaðurinn er heima. Við eldhúsborðið með konunni minni og börnunum mínum. En ef ég ætti að taka þau með mér í stutta ferð færi ég áreiðanlega og skoðaði Marabar hellana, sem samkvæmt skáldsögunni A Passage to India eru á Indlandi – en ég hef aldrei komið þangað og Google segir að þeir séu ekki til. Svo ætli ég haldi mig ekki bara við eldhúsborðið.“ Geturðu sagt mér aðeins frá Heimsku? „Heimska gerist í framtíðinni á Ísafirði – tæknin er orðin þannig að allir geta séð alla, hvar sem þeir eru, með hjálp eftirlitsmyndavéla, símamyndavéla og svo framvegis, og fjallar um rithöfundahjónin nýskildu Áka og Lenítu Talbot, sem eru orðin háð því að pína hvert annað og afhjúpa sjálf sig.“
Slökun og Músasögur í Súðavík
Þorsteinn Haukur segir að um samstarfsverkefni þeirra hjóna sé að ræða. „Við vinnum nánast alla útgáfu saman. Lilja les inn á slökunardiskana og Músasögurnar, sem eru að koma út í aðeins breyttri mynd þessa dagana.“ Fyrstu tvær Músasögurnar komu út
á síðasta ári en þær fjalla um Sigfús Músason og fjölskyldu hans sem búa í Súðavík og lenda í ýmsum ævintýrum. „Við fórum í samstarf við Heimkaup um sölu á Músasögunum núna fyrir hátíðirnar og vonum að sem flest börn fái notið þeirra,“ segir Þorsteinn Haukur en hann hefur endurhljóðblandað sögurnar, samið nokkur ný stef og Lilja las inn endurbætta útgáfu af þeim. „Það vita það ekki margir en við skrifum sögurnar saman. Lilja býr yfir mikilli þekkingu á sögu Súðavíkur og það er mikils virði því við komum inn á hana í öllum sögunum.“ Á næsta ári koma svo út sögur þrjú og fjögur – Músasaga í kirkjunni og Músasaga á Melrakkasetrinu. Hljóðvinnsla og upptökur fara fram í Stúdíó Bak Látur í Súðavík.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 15
Tónlistarmaðurinn Skundi litli og Lilja Kjartansdóttir, kona hans, gefa út slökunardisk fyrir jól. Þá er einnig von á endurbættum hljóðbókum um Músasögurnar frá þeim hjónakornum. Skundi litli, eða Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, segir slökunardiskinn samanstanda af tónlist sem hægt er að nota ef fólk vill eiga góða og rólega stund að degi til. „Nokkuð sem gott er að grípa í þegar álag er á manni eða maður vill loka augunum í smástund og hlaða rafhlöðurnar. Síðan er leidd slökun inn í nóttina með sjálfstyrkjandi setningum sem hjálpar hlustandanum að fara sáttur og slakur inn í nóttina.“
Langar að tónlistin hafi íslensku fjöllin í sér
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 16
Ragnheiður Gröndal heldur tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 25. nóvember. Ragnheiður hefur um árabil verið ein af ástsælustu söngkonum og lagahöfundum landsins en hún er einnig afar fær píanóleikari. Aðspurð um tilefni tónleikanna segir Ragnheiður að sig hafi lengi langað að koma og spila verk sín í Edinborgarhúsinu. „Nú gekk það eftir fyrir tilstilli Menningar- og listvinafélags Ísafjarðar. Það er nefnilega dýrt að standa fyrir svona tónleikum algerlega á eigin vegum,“ útskýrir hún í samtali við blaðamann. Þar sem Ragnheiður hefur verið reglulegur gestur vestur á fjörðum í gegnum árin og komið fram við ótal tilefni er ekki úr vegi að spyrja hvort hún eigi ættir að rekja vestur en því svarar hún neitandi. „Allavega ekki svo ég viti. Annars finnst mér bara svo gaman að spila og syngja á tónleikum að ég nýti hvert tækifæri sem gefst til að ferðast um landið. Á Vestfjörðum er náttúrulega einstaklega fallegt og þar býr vinalegt fólk. Einu sinni villtist ég uppi á hálendinu í göngu sem ég var í með lattelepjandi listafólki úr Reykjavík og fyrir Guðs lukku fundum við slóðann sem lá niður á Hesteyri. Þar var góðvinkona mín Pálína Vagnsdóttir með öðru góðu fólki sem tók á móti okkur, þau gáfu mér Voltaren og ég hætti við að bóka flug suður.“ Ragnheiður nýtur liðsinnis hljómsveitar á tónleikunum sem skipuð er þeim Guðmundi Péturssyni, Pálma Gunnarssyni og Kristni Snæ Agnarssyni. „Guðmundur er samstarfsmaður minn til margra ára, hefur spilað á öllum
Ljósmynd: Salar Baygan
plötunum mínum nema tveimur og þær eru orðnar átta talsins. Við Kristinn Snær erum líka gamlir félagar og vorum saman í einni fyrstu hljómsveitinni sem ég var í, hún hét Black Coffee og við spiluðum aðallega blús og djass. Leiðir okkar hafa svo legið saman öðru hvoru í gegnum árin og núna síðast þegar hann spilaði á 30 ára afmælistónleikunum mínum í Hörpu. Ég elska að vinna með góðum trommurum. Við Pálmi kynntumst svo þegar ég tók þátt í jólatónleikum með honum árið 2013 fyrir norðan í Hofi. Við tengdumst strax vinaböndum og höfum mjög gaman af því að vinna saman. Höfum bæði sama ruglukollahúmorinn. Hann er náttúrulega mikill reynslubolti í bransanum og frábær bassaleikari. Það getur verið svolítið erfitt að hafa svona goðsagnakenndan söngvara í bandinu hjá sér því hann syngur bara stöku bakrödd og harðneitar að syngja umfram
það. Hann hefur verið alveg ótrúlega hvetjandi við mig og hefur mikið álit á mér sem lagahöfundi. Vill helst að ég spili bara mín lög á tónleikum en við erum að gera blöndu af öllu því sem ég hef hljóðritað í gegnum árin. “
Ragnheiður fagnaði þrítugsafmæli í fyrra en er þó orðinn þrautreyndur tónlistarmaður. En langaði hana aldrei til þess að gera eitthvað annað að ævistarfi sínu? „Ég byrjaði mjög ung í bransanum og hef verið starfandi tónlistarkona síðan 2002 minnir mig, en þá sagði ég upp helgarvinnunni minni í snyrtivörudeild Hagkaupa. Það komst aldrei neitt annað að en söngur og músík svo nei, ég get ekki sagt að mig langi til þess að gera neitt annað eða hafi langað til þess. Auðvitað koma tímar þar sem maður spyr sig hvers vegna maður sé að standa í þessu harki sem tónlistarbransinn er og ég fer að skrolla í atvinnuauglýsingum að leita að hlutastarfi, en svo kannski hringir síminn og reddar mér fyrir horn. Maður lærir bara að lifa með óvissunni sem fylgir því að vera listamaður og hún er partur af prógramminu. Svo kann maður ekkert annað og mér fyndist líka synd að fara að söðla um þegar maður hefur helgað svona mikið af lífi sínu því að þjóna tónlistargyðjunni. Svo lengi sem tónlistargyðjan snýr ekki baki við mér mun ég halda áfram. Reyndar er ég búin að mennta mig sem jógakennari svo ef allt þrýtur þá kem ég og opna jógastöð á Vestfjörðum. Ég get allavega alltaf haldið áfram að kyrja möntrur og spila á indíánatrommuna mína.“ Hvað veitir þér helst innblástur í lagasmíðunum? „Það er bara svo margt. Lífið. En oft er það önnur tónlist sem ég heyri sem kveikir á innblæstri fyrir
mig. Ég hef frekar víðtækan áhuga á tónlist svo mér finnst erfitt að festa mig í einum ákveðnum stíl. En mig langar til þess að tónlistin mín hafi íslensku fjöllin í sér, náttúruna og íslenska drungann og geðveikina - en sé á sama tíma aðgengileg. Því ég elska góð popplög sem allir geta tengt við. Og ég elska gamla ameríska djassmúsík. Þar liggja mínar tónlistarlegu rætur. Ég dýrka líka Joni Mitchell. En mér finnst spennandi að skapa eitthvað sem endurspeglar íslensku sagna- og ljóðahefðina og umhverfið okkar hér því það er það sem gerir okkur einstök og öðruvísi en aðra. Ætli ég sé ekki smá þjóðernissinni inn við beinið þótt ég sé líka algjör alheimsvitundar-grænmetis-jóga-hippi.“ Til hvers hlakkar þú mest við að koma vestur að spila? „Ég hlakka til að anda að mér fjallaloftinu og sjá fjöllin í kringum Ísafjörð. Svo er ég líka spennt fyrir hljómburðinum í húsinu. Mig langar bara að eiga góða stund þarna með fólkinu og njóta þess að flytja góða tónlist með góðum mönnum.“ Hvað er svo helst á döfinni hjá þér á næstu misserum? „Ég er aðeins byrjuð að vinna í nýju efni. Tónleikahald. Jólatörnin. Móðurhlutverkið. Jóga. Lífið. Óvissa. Leið sem ég veit ekki hvert liggur.“
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 17
Opnar jógastöð á Vestfjörðum ef allt annað þrýtur
Nátttröll gefa út sinn fyrsta disk Hljómsveitin Nátttröll gefur út sinn fyrsta geisladisk um þessi jól og ber hann heiti sveitarinnar.
SÓLBRÁÐ
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 18
Lag: Eyjólfur Guðmundsson Texti: Ólafur Þorsteinsson (hluti úr Hamfaradrápu)
Nú verðum við öllsömul vandann að leysa virkja þá orku sem best duga má Þessi endemis, ferlega, örlaga hneisa ekki má þjóðina íslensku hrjá
Á disknum eru 12 frumsamin lög og ljóð eftir þá Eyjólf Guðmundsson og Lýð Árnason, fyrrum lækni á Flateyri. Önnur Nátttröll eru Einar Valur Einarsson, Hrólfur og Haukur Vagnssynir ásamt Írisi Sveinsdóttur sem eitt sinn sá um heilsu þeirra Bolvíkinga. Ómar Smári Kristinsson sér svo um hönnun umslagsins þannig að Nátttröll hafa sterka tengingu við Vestrið. Diskurinn verður fáanlegur á fésbókinni innan skamms og eitthvað verður um tónleikahald sem auglýst verður síðar.
Líkt sólbráð að vori nú sýnist mér lýsa á svartnættis bölmóð og þunglyndis farg Það lífsglaða samlyndi á landinu ísa lyftir upp voninni á framtíðarbjarg Áblástur læknast á endanum líka ógrynni lækninga þekktar í vá Almennt við stefnum í árangursríka upprisu hagkerfis komum við á Sekir í tíð munu sakfelldir, dæmdir en sekt þeirra alls ekki megnar að bæta alla þá sjóði sem enduðu tæmdir ennþá í dag öllu neita og þræta Líkt sólbráð að vori...
Hrollvekja og sjónvarpsþáttur í smíðum Kvikmyndafélagið Í einni sæng, sem gerði m.a. myndirnar Í faðmi hafsins og Vaxandi tungl, er nú með í gangi glóðvolga umsókn í Kvikmyndamiðstöð Íslands. Samframleiðandi er kvikmyndafyrirtækið PRO FILM sem komið hefur að fjölmörgum kvikmyndum og heimildarmyndum umliðin ár. Einnig eru danskir aðilar með í farteskinu en um er að ræða bíómynd, vestfirzka hrollvekju sem vitaskuld er spyrt við staðinn í mennsku og ómennsku.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 19
Að auki hefur kvikmyndafélagið í smíðum sjónvarpsþætti sem byggðir eru á sögu Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds í Djúpinu á öndverðri síðustu öld. Handritið hefur þegar hesthúsað tveimur handritastyrkjum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og planið að krækja í þann þriðja og síðasta á næsta ári. Einnig er heimildarmynd um hinn vestfirzka trúbador og heimshorna flakkara, Sigga Björns, á lokastigi. Það er því eitt og annað í pípunum.
Sigvaldi Kaldalóns og kona hans, Karen Margrethe.
Heimildarmynd um Sigga Björns er á lokastigi.
Hátíð fer í hönd Hópur vestfirskra tónlistarmanna hefur tekið höndum saman enn á ný og skipulagt stórtónleika í Ísafjarðarkirkju þann 20. desember undir yfirskriftinni Hátíð fer í hönd. Jólagleðin verður í hávegum höfð og munu hugljúfir og hátíðlegir tónar óma um kirkjuna þennan dag.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 20
Vegna góðra undirtekta fyrir síðustu jól mun hópurinn bjóða upp á tvenna tónleika kl. 17 og 20. Einnig mun hópurinn leggja land undir fót og bjóða Hólmvíkingum og nærsveitungum upp á tónleika í Hólmavíkurkirkju föstudagskvöldið 11. desember kl. 20.
Flokkinn skipa: Dagný Hermannsdóttir, Hjalti Karlsson, Hulda Bragadóttir, Jón Hallfreð Engilbertsson, Jón Mar Össurarson, Samúel Einarsson, Sigrún Pálmadóttir, Stefán Jónsson og Svanhildur Garðarsdóttir. Miðasala á tónleikana í Ísafjarðarkirkju fer fram á vefnum tix.is, en á tónleikunum í Hólmavíkurkirkju munu miðar verða seldir við innganginn.
Saga sveitanna í Inndjúpinu rifjuð upp
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 21
Sögufélag Ísfirðinga fagnaði nýverið útgáfu á nýrri bók eftir Jón Pál Halldórsson sem ber heitið „Inndjúpið. Bæir og ábúendur í innanverðu Ísafjarðardjúpi“. Í bókinni er fjallað um bæi og búendur í Inndjúpinu á öldinni sem leið en allt fram á fimmta áratug aldarinnar var búseta á nánast öllum bæjum á þessu svæði. Árið 1950 voru 400 íbúar í fjórum hreppum Inndjúpsins en þeim fór síðan fækkandi og voru orðnir 253 árið 1980 og 151 í árslok 1990. Í dag er búseta með hefðbundnum hætti á átta bæjum á svæðinu.
Þegar saga sveitanna í Inndjúpinu er rifjuð upp, birtist á sjónarsviðinu ótrúlegt mannlíf, sem nú er horfið. Það fólk, sem þarna ólst upp og bjó í áratugi, tilheyrir óvílsamri kynslóð sem lyfti grettistaki við erfiðar aðstæður. Það sá miðaldir hverfa en átti þess hins vegar ekki kost að taka þátt í innreið nútímans í íslenskt samfélag, eins og íbúar margra annarra byggðarlaga. Ungur að árum var höfundur bókarinnar sendur í sveit
inn í Djúp en á þeim tíma lögðu margir foreldrar kapp á að koma börnum sínum á góð sveitaheimili yfir sumarmánuðina. Kynntist Jón Páll þá vel mörgu af því fólki sem á þeim tíma var búsett í Inndjúpinu og upplifði hann mannlíf og menningu sem nú heyrir sögunni til. Bókin er ríkulega myndskreytt og er það von höfundar að lesendur muni hafa ánægju af þeim fróðleik sem hún hefur að geyma í bæði máli og myndum.
Eldhúsið í Turninum
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 22
Nýverið lauk sýningunni Frumdrættir og fyrirmyndir í Listasal Mosfellsbæjar. Var hún samstarfsverkefni listamannanna Kristínar Geirsdóttur, Ólafar Oddgeirsdóttur, Jean Larson og Guðbjargar Lindar. Þær tvær síðastnefndu unnu að undirbúningi fyrir sýninguna hér vestra og því ekki úr vegi að spyrja hvort þær hefðu sótt viðfangsefni sín þangað. Guðbjörg Lind segir viðfangsefni listamannanna hafi í reynd verið mjög ólík á sýningunni en öll hefðu verkin samt átt það sameiginlegt að vera unnin með blýanti á pappír. Hins vegar hefði það farið svo að bæði hún og Jean , sem er frá Michigan í Bandaríkjunum, hefðu sótt innblástur vestur á firði án þess að hafa rætt það áður en hafist var handa við undirbúning sýningarinnar. Að sögn Guðbjargar heillaðist Jean algjörlega af mosaskófum á steinum í nágrenni Flateyrar þar sem hún á sér athvarf og unnið seríu af teikningum þar sem það myndefni kemur fyrir í margbreyttri mynd. Guðbjörg Lind, sem starfar að list sinni stóran part ársins í Vertshúsi á Þingeyri, segist sjálf hafa unnið sitt verk sem hún kallar Eldhússafnið út frá tveimur ljósmyndum af Jónu heitinni Bjarnadóttur í Turninum við Aðalstræti á Ísafirði. Ljósmyndir þessar voru teknar með löngu árabili, þar sem Jóna stendur við eldhúsgluggann og færir fisk upp á disk. „Birtan, andrúmsloftið og einfaldur hversdagsleikinn höfðaði svo sterkt til mín“, segir Guðbjörg, „að ég sogaðist inn í þennan horfna tíma. Ég hóf að teikna safn. Safn hluta og áhalda sem gætu átt heima í skápum og skúffum Jónu. Í teikningunum er fólgin glíma við að skynja og tjá andrúm liðins tíma eldhússins í Turninum. Jóna Bjarnadóttir fæddist á Skálmarnesmúla, Múlahreppi, Austur-Barðastrandarsýslu, hinn 3. september 1911. Fékk ég góðfúslegt leyfi barnabarns Jónu og nöfnu, Jónu Símoníu Bjarnadóttur, til að nota ljósmyndirnar.“
Listamennirnir fjórir eiga allir að baki fjölda einka- og samsýninga bæði hér heima og erlendis. Guðbjörg, Kristín og Ólöf hafa oft unnið saman en þetta er í fyrsta sinn sem Jean Larson kemur til liðs við þær. Er það ósk listamannanna að sýningin öðlist framhaldslíf í einhverjum sýningarsal vestur á fjörðum á næsta ári.
Bíldudals bingó
Höfundar: Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson Lurkur útgáfa
Það gengur ýmislegt á við rannsóknina og hinn margfróði Gúgúl blandar sér í hana og einnig sálarflækjur mannfræðingsins sjálfs. Svo byrjar brölt þeirra fóstbræðra við hitt kynið, svo þó að mest fari fyrir gáska þá má einnig finna sársauka í þessari bók sem og spurningar svo djúpar að jafnvel Gúgúl nær ekki að svara þeim.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 23
Bíldudals bingó er uppfull af sprenghlægilegum uppvaxtarsögum þeirra Elfars Loga Hannessonar og Jóns Sigurðar Eyjólfssonar frá Bíldudal á níunda áratugnum. Þær koma upp á yfirborðið þegar mannfræðingur einn rannsakar þá fóstbræður en vísindasamfélagið vill kynna sér heilkenni nokkurt sem algengt er þar í þorpinu og veldur því að fólk vex ekki uppúr barnaskap sínum.
Reynir að halda á sér hita með tónleikahaldi Ísfirski tónlistarmaðurinn Skúli mennski er á leið í tónleikaferðalag um Vestfirði næstu daga í félagi við bandaríska tónlistarmanninn Kyle Woolard.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 24
Kyle kemur frá Charlottesville í Banda ríkjunum og hefur komið reglulega til landsins undanfarin ár með hljómsveit sinni The Anatomy of Frank til þess að leika á tónleikum í tengslum við Airwaves. „Við verðum á ferðinni dagana 10.-17. nóvember. Komum við á Eyrarbakka, í Langaholti og Búðardal áður en við spilum á Malarkaffi á Drangsnesi kl. 21 föstudagskvöldið 13. nóvember. Því næst höldum við til Ísafjarðar og spilum í Tjöruhúsinu kl. 22 kvöldið eftir og að lokum í Melrakkasetrinu í Súðavík kl. 21 sunnudagskvöldið 15. nóvember,“ segir Skúli en að Vestfjarðaferðalaginu loknu spila þeir eina tónleika saman á Cafe Rosenberg í Reykjavík þann 17. nóvember. „Við keyrum aftur suður á degi íslenskrar tungu og höfum fyrir reglu að tala bara vestfirsku alla leiðina.“ Skúli gaf út sína fimmtu hljómplötu á
fimm árum í ár. Það er því óhætt að segja að það hafi verið annríki hjá honum undanfarin ár. En hvað er svo á döfinni hjá honum næstu misserin? „Ég er hálft í hvoru að fylgja eftir plötunni minni Tíu ný lög sem gætu breytt lífi þínu í engri sérstakri röð sem kom út í mars á þessu ári. Á henni er efni sem hefur hlotið góðar viðtökur á tónleikum og í útvarpi en ég hef lítið kynnt hana vegna anna við heimilishald og önnur ábyrgðarstörf. Eins er ég bara að sýna amerískum vini mínum hvar er best að njóta lífsins og vera til,“ segir Skúli og á þar við Kyle fyrrnefndan Woolard. „Ég spilaði svo til ekkert síðastliðið sumar en er aðeins að hrökkva í gang með haustinu. Ætli maður sé ekki bara að reyna halda á sér hita. Ég er búinn að vera með reglulega tónleika ásamt hljómsveit á Stofunni í Reykjavík í vetur og vænti áframhalds á því. Þar höfum
Tíminn verður svo að leiða allt annað í ljós. Ég á orðið mikið af efni sem ég þarf svigrúm til þess að klára með vinnutarnartrukki fljótlega. Þá taka vonandi við upptökur og tilheyrandi. Annars veit ég ekkert. Maður er ýmist á leiðinni vestur eða að vestan.“
Mynd: Ernir Eyjólfsson.
við fengið með okkur góða gesti á borð við Þórunni Örnu leikkonu, Ragnheiði Gröndal, og Salóme Katrínu Magnús dóttur sem margir muna eftir úr Útsvari Ríkissjónvarpsins. Stærsti viðburðurinn sem ég kem svo að á árinu eru Heiðurstributetónleikar Skúla
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 25
mennska í Tjarnarbíói 12. desember. Þar fæ ég valinkunna vini og vandamenn til þess að flytja mín eigin lög með sínu nefi. Við gerðum þetta í smá gríni fyrir síðustu jól og það tókst svo skemmtilega til að ég ákvað að gera þetta að árlegum viðburði. Þetta eru líka einu tribute tónleikarnir sem ég get tekið þátt í vegna þess að ég kann engin lög önnur en mín eigin. Hemúllinn, Borko, Una Sveinbjarnardóttir og fleiri hafa boðað komu sína auk þess sem ég stend í samningaviðræðum við karlakór og Dj sem er búsettur í London.
Hirtu nafnið af Ljótu hálfvitunum
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 26
Hosiló heitir splunkuný breiðskífa vestfirska karlakórsins Fjallabræðra. Platan, sem er sú þriðja sem kórinn gefur út, hefur verið lengi í vinnslu. „Það tók mig þrjú ár að taka upp fyrsta lagið þar sem ég fór út um allt land að taka upp sönginn,“ segir önfirski kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson hlæjandi inntur eftir meðgöngutíma nýja afkvæmis þessara fjallmyndarlegu rokkbræðra. Þar á hann að sjálfsögðu við Þjóðlagið, Þúsund ár, þar sem þjóðin sameinaðist í söng eins og frægt er orðið. „Ég vildi einhvern veginn ekki byrja á fleiri lögum fyrr en það stóra verkefni væri frá. En þarna eru lög sem hafa verið að velkjast mjög lengi í kollinum á manni og því óhætt að segja að platan hafi verið lengi á teikniborðinu.“
Bræðurnir, makar, börn og góðir vinir komu saman í lok október og pökkuðu inn 3000 diskum.
Orðið Hosiló þýðir lítið kot og kemur fyrir í einu lagi plötunnar. Halldór Gunnar hefur skonda sögu að segja af nafngiftinni en önnur íslensk hljómsveit ætlaði að gefa út breiðskífu með sama nafni á sama tíma. „Ég frétti af því að Ljótu hálfvitarnir væru að gefa út nýtt lag sem héti Hosiló. Ég sló því á
þráðinn til Sævars Sigurgeirssonar og spurði hann frétta. Þá kom í ljós að plata þeirra átti að heita sama nafni og við vorum fyrir löngu búnir að ákveða að nefna okkar plötu. Hverjar eru líkurnar á því að tvær hljómsveitir velji samtímis sama breiðskífunafn?“ Málið leystist þó farsællega en Halldór
Gunnar segir Ljótu hálfvitana hafa verið mjög rausnarlega og gefið eftir nafnið. Ný plata þeirra heitir nú Hrísey. „Við þökkum Ljótu hálfvitunum kærlega fyrir að hafa gefið okkur nafnið eftir. Þeir eru sannir öðlingar sem við Fjallabræður vitum mæta vel enda deildum við æfingahúsnæði með þeim um tíma fyrir þó nokkru síðan.“ En hverju eiga aðdáendur Fjallabræðra von á er þeir hlýða á nýju plötuna?
Þriðja plata Fjallabræðra, Hosiló. Ljósmynd: Facebooksíða Fjallabræðra.
plötunni. Þannig hefur samstarfið milli okkar og Magga þróast og eflst frá því er við hittum hann á Hótel Örk og komumst að því að hann samdi lag um Fjallabræður. Það lag er einmitt að finna á plötunni. Nokkru síðar fékk ég hann til skrifa fyrir okkur texta við þjóðhátíðarlagið, Þar sem hjartað slær, og síðan hefur boltinn bara rúllað.“ Athygli vekur að hulstur disksins er fallegt málverk af Hosilói. Fjallabræður auglýstu á samskiptamiðlinum Facebook eftir listaverki af litlu koti og var það kona að norðan að nafni Alva Kristín Kristínardóttir sem varð við kallinu. Útgáfutónleikar verða haldnir í Háskólabíói þann 27. nóvember. Aðspurður segir kórstjórinn að Fjallabræður muni leggja leið sína vestur á firði að kynna diskinn. En er greinin var skrifuð var ekki komin tíma- eða staðsetning og verður hún kynnt síðar.
Halldór Gunnar stjórnar hópfundi fyrir tónleika. Ljósmynd: Facebooksíða Fjallabræðra.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 27
„Mér finnst eiginlega skemmtilegast við þessa plötu að samstarfið við Magnús Þór Sigmundsson er orðið mun meira,“ svarar Halldór. Sagan af upphafi þess samstarfs hófst í Hveragerði, þar sem Fjallabræður tróðu upp fyrir vestfirska eldri borgara á Hótel Örk árið 2009. „Níu lög eru á plötunni og við Magnús eigum öll nema eitt þeirra, sjálft Þjóðlagið. Þá á Maggi alla textana nema einn á
Atburðadagatal Hér má sjá brot af fjölbreyttri menningardagskrá sem fram fer á Vestfjörðum næstu vikurnar. Athugið að engan veginn er um tæmandi lista að ræða heldur er hann eingöngu byggður á þeim upplýsingum sem voru fyrir hendi í nóvemberbyrjun. Föstudagurinn 13. nóvember
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 28
Skúli mennski og Kyle Woolard halda tónleika á Malarkaffi á Drangsnesi kl. 21. Söngkeppni Menntaskólans á Ísafirði Söngelsk ungmenni keppast um að verða fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi og er opin öllum bæjarbúum. Laugardagurinn 14. nóvember Árshátíð Bolungarvíkurkaupstaðar og opið ball á eftir með Páli Óskari. Tónleikar með Skúla mennska og Kyle Woolard í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Hefjast kl. 22. Sunnudagurinn 15. nóvember Tónleikar með Skúla mennska og Kyle Woolard í Melrakkasetrinu í Súðavík. Hefjast kl. 21. Mánudagurinn 16. nóvember Dagur íslenskrar tungu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Eiríkur Örn Norðdahl les upp úr skáldsögu sinni Heimsku. Fimmtudagurinn 19. nóvember Svavar Knútur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Svavar Knútur fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu með tónleikum í Edinborgarsal. Svavar mun flytja nokkur af sínum uppáhaldslögum ásamt lögum
af nýju plötunni sem kallast Brot. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Laugardagurinn 21. nóvember Opin Bók í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Rithöfundar sem mæta og lesa upp úr verkum sínum þetta árið eru: Einar Már Guðmundsson, Lilja Sigurðardóttir, Bergsveinn Daðason og Ragnhildur Thorlacius. Auk þess verður Andera Harðardóttir með stutt erindi. Miðvikudagurinn 25. nóvember Ragnhildur Gröndal og hljómsveit í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Tónleikarnir verða í Edinborgarsal og hefjast kl. 20. Föstudagurinn 27. og laugardagurinn 28. nóvember Jólahlaðborð Hússins í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Andri Ívars gítarleikari sér um veislustjórn. Fram koma Dagur Sigurðsson, Stebbi Jak og Stefanía Svavarsdóttir ásamt hljómsveit. Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Laugardagurinn 28. nóvember Jólahlaðborð í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Gísli Einarson fréttamaður og Rögnvaldur Hvanndalsbróðir stjórna veislunni svo mun Stefán Steinar Jónsson spila jólalög undir borðum. Að borðhaldi loknu bætist Guðmundur
Laugardagurinn 5. desember Torgsala Tónlistarskólans á Silfurtorgi.
Laugardagurinn 12. desember Þrjúbíó í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Heimildarmynd ævintýranámskeiðs Benna Sig. sýnd. Sunnudagurinn 13. desember
Annaðhvort laugardagurinn 5. eða sunnudagurinn 6. desember
Jólatónleikar karlakórsins Ernis í Félagsheimilinu í Bolungarvík.
Jóladagskrá fyrir fjölskylduna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Sunnudagurinn 20. desember
Föstudagurinn 11. desember Hljómsveitin Megakukl heldur tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í Edinborgarsal og gerir jólunum skil, eða ekki. Sunnudagurinn 13. desember til fimmtudagsins 17. desember Fimm jólatónleikar fara fram á fimm dögum á vegum Tónlistarskólans á Ísafirði. Sunnudaginn 13. desember verða haldnir tónleikar söngnema TÍ en síðan taka hljóðfæranemar við og standa fyrir tónleikahaldi næstu fjóra daga. Nánari tímasetning auglýst síðar. Laugardagurinn 5. desember Jólahlaðborð í Félagsheimilinu í Bolungarvík Sverrir Bergmann, Halldór Gunnar, Papamug og fleiri skemmta. Föstudagurinn 11. desember Jólatónleikarnir Hátíð fer í Hönd í Hólmavíkurkirkju. Dagný Hermannsdóttir, Hjalti Karlsson, Hulda Bragadóttir, Jón Hallfreð Engilbertsson, Jón Mar Össurarson, Samúel Einarsson, Sigrún Pálmadóttir, Stefán Jónsson og Svanhildur Garðarsdóttir flytja jólatónlist. Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Jólatónleikarnir Hátíð fer í Hönd í Ísafjarðarkirkju. Dagný Hermannsdóttir, Hjalti Karlsson, Hulda Bragadóttir, Jón Hallfreð Engilbertsson, Jón Mar Össurarson, Samúel Einarsson, Sigrún Pálmadóttir, Stefán Jónsson og Svanhildur Garðarsdóttir flytja jólatónlist. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17 og þeir seinni kl. 20. Laugardagurinn 26. desember Annan í jólum ball í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Laugardagurinn 2. janúar Óperutónleikar/Vínardansleikur í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Laugardagurinn 23. janúar Þorrablótið í Bolungarvík. Laugardagurinn 13. febrúar Dagur tónlistarskólanna. Stórtónleikar í Ísafjarðarkirkju. Mánudagurinn 29. febrúar Sólrisuhátíð Menntaskólans á Ísafirði hefst. Hátíðin stendur yfir til föstudagsins 4. mars og mun kenna ýmissa grasa á henni. Til að mynda Sólrisuleikritið sem jafnan hefur vakið mikla lukku.
List á Vestfjörðum nóv. 2015 | 29
Hjaltason við og þeir félagar munu halda stuði á dansgólfinu fram á rauðanótt.
Sindragata 14 SĂmi: 456 4550
GLÆÐIR BLÓMAÁBURÐUR REYKHÓLUM
Félag vestfirskra listamanna þakkar kærlega fyrir stuðninginn