List á Vestfjörðum

Page 1



Menningarsköpun er monningasköpun. Ef þið trúið því ekki, þá getið þið lesið um það marga þykka doðranta eftir Dr. Ágúst Einarsson. Frá því að síðasta List á Vestfjörðum kom út hefur Félag vestfirskra listamanna komist í kynni við þann ágæta fræðimann. Það gerðist á málþingi félagsins sem haldið var í Sauðfjársetrinu í Steingrímsfirði á Ströndum, þann 21. maí síðastliðinn. Þetta var hið dýrðlegasta málþing með náttúruskoðun, kaffiveitingum sem minntu helst á fermingarveislu og nokkrum fróðlegum erindum. Hvert erindið var öðru vandaðra, innihaldsríkara og skemmtilegra. Það var samt erindi fyrrnefnds Ágústs Einarssonar um menningartengda ferðaþjónustu og hagræn áhrif menningar, sem markaði dýpstu sporin í sálir málþingsgesta. Þar var sýnt með mörgum dæmum hversu viðsjárverð og viðkvæm veröld okkar er. Heimurinn er á heljarþröm, samfélög riðlast og springa og atvinnuvegirnir sömuleiðis. Áframhaldandi massatúrismi mun fara þá sömu leið. Búseta á Vestfjörðum hangir á bláþræði. En það eru ljósglætur í svartnættinu. Bjartasta vonin er sú að okkur auðnist að sinna betur menningu og menntun. Svangur maður borðar og verður saddur en maður sem nýtur listar vill meira. Menningarneyslan er mikil á Íslandi og mikil tækifæri fyrir enn meira. Þetta á ekki síst við um Vestfirði, þar sem kraftur er í menningarlífinu en fólksfækkun er veruleg ógn. Ágúst fullyrti að menningin væri lykillinn að því að styrkja vestfirskt (sem og almennt íslenskt) samfélag. Hún væri mikið til sjálfsprottin en vantaði opinberan stuðning. Það gengur jafnvel illa að framkvæma einföldustu hluti, græðgisvæðingin hamli öllu og lítil samfélög séu að tætast í sundur. Tækifærin eru mikil en nú þarf að tala á nýjum nótum. Og hana nú og heyriði það. Ritið List á Vestfjörðum heldur áfram að minna Vestfirðinga og aðra Jarðarbúa á þessar staðreyndir. Blaðið í gegnum ritin, sem nú eru orðin 7 talsins, og hugleiðið innihald þeirra í þessu samhengi. Kæru lesendur; lesið, undrist, njótið, hugsið.

Ritið List á Vestfjörðum kemur nú út í sjöunda sinn. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og því dreift inn á öll heimili á Vestfjörðum. Útgefandi: Félag vestfirskra listamanna Aðal styrktaraðili: Uppbyggingarsjóður Vestfjarða Ábyrgðarmaður: Elfar Logi Hannesson Ritstjórn og efnisvinnsla: Thelma Hjaltadóttir

Ritnefnd: Dagný Þrastardóttir, Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson Umbrot og hönnun: Gunnar Bjarni Prentun: Prentmet

List á Vestfjörðum júní 2016 | 3

Ávarp stjórnar


Fyrirtæki sem veita meðlimum Félags vestfirskra listamanna afslætti og sérkjör gegn framvísun félagsskírteinis: Skutulsfjörður - útivistarkort 2017, mynd@snerpa.is, 50% afsláttur af verði fyrir auglýsingu (afsláttur jafngildir þremur árgjöldum fyrirtækis í Félagi vestfirskra listamanna). Bræðurnir Eyjólfsson, Hafnarstræti 3, Flateyri 50% afsláttur af bókakílóinu = 500 kr. / kg af bókum.

List á Vestfjörðum júní 2016 | 4

Dekurstofan Dagný, Hafnarstræti 19, Ísafirði 15% afsláttur af allri snyrtingu. Gíslastaðir í Haukadal í Dýrafirði 2 fyrir 1 á alla viðburði. Ísafjörður Guide – Natural and Cultural Walks, Seljalandsvegi 85, Ísafirði - 10 % afsláttur af gönguferðum. Kómedíuleikhúsið 2 fyrir 1 á alla viðburði. 50% afsláttur á öllum útgefnum verkum. Málningarbúðin Ísafirði ehf., Sindragötu 14, Ísafirði 20% af listamannavörum og flestri innan- og utanhússmálningu og fúavörn. 10% afsláttur af flestum verkfærum. Melódíur Minninganna, Tjarnarbraut 5, Reynimel, Bíldudal 50% afsláttur af aðgangseyri. Rammagerð Ísafjarðar, Aðalstræti 16, Ísafirði 10% afsláttur af innrömmun. Smiðjan verslun, Sindragötu 12c, Ísafirði 5 – 10% afsláttur af lagervöru. Allir velunnarar lista eru velkomnir í félagið. Hægt er að skrá sig í gengum netfangið rammagerd@rammagerd.is.


Áfram vestfirskir listamenn! Góð fyrirsögn á grein, ekki satt? Spurningin er hins vegar: Af hverju á að hvetja vestfirska listamenn? Svarið liggur ekki í augum uppi. Ef menn vilja halda í byggð á Vestfjörðum og hafa þokkaleg lífskjör, sem eru sambærileg við aðra landshluta, verður að líta til listarinnar og starfa listamanna. List, menning og skapandi greinar Listsköpun er undirstaða menningar og menning er undirstaða menningar­ iðnaðar. Menningariðnaður er lykil­þáttur í skapandi atvinnugreinum en þær eru atvinnuvegir 21. aldarinnar. Nú vinnur um fjórðungur vinnuafls hérlendis í skapandi atvinnugreinum. Í þessari sýn liggur von Vestfjarða.

Efnahagsleg umsvif í tengslum við listgreinar eru miklu meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. List­viðburðum fylgja auglýsingar, leiga á sölum, margvísleg prentun og útgáfa svo og aukin neysla svo fátt eitt sé nefnt. Ritlistin kemur við langflest sem maðurinn tekur sér fyrir hendur. Tón­­­list umvefur allt samfélagið og alls staðar er verið að vinna að listsköpun, enda skilar menningin umtalsverðu til lands­framleiðslu eða verðmæta­sköpunar í þjóðfélaginu, meira en margar hefðbundnar atvinnugreinar gera. Menning er allt sem skiptir máli Tvöfalt hærra hlutfall af vinnumarkaði vinnur hér í menningariðnaði en raunin er að meðaltali í Evrópu­sambandinu. Það er mikil menningar­neysla hér á landi og margir hafa fulla atvinnu af

List á Vestfjörðum júní 2016 | 5

Vestfirðir eiga undir högg að sækja. Fyrir rúmum 100 árum bjuggu 15% landsmanna á Vestfjörðum. Núna, árið 2016, eru þeir einungis 2%. Árið 1911 bjuggu 13.800 manns á Vestfjörðum. Nú búa 7.800 manns hér, eða helmingur þess sem var, en þó hafa íbúar landsins fjórfaldast á þessum tíma.

listsköpun en þeir gætu verið fleiri. Listsköpun er viðskipti og er lykilatriði í menningartengdri ferðaþjónustu. Menningartengd ferðaþjónusta er sér­ hæfður hluti ferðaþjónustu og getur skilað miklum tekjum. Það er fleira á Íslandi en falleg náttúra og við þurfum að fá ferðmenn sem borga vel og vilja koma aftur, alveg eins og við förum oft til menningarborga erlendis til að upplifa alltaf eitthvað nýtt á því sviði. Þarna liggja möguleikar Vestfjarða. Það þarf að hugsa stórt til framtíðar og spila á þau spil sem við höfum í höndunum. Vestfirðir eru fallegt svæði með fáa, of fáa, íbúa. Menningin á einstökum stöðum er límið sem heldur þessari fámennu byggð enn saman.


List á Vestfjörðum júní 2016 | 6

Dr. Ágúst Einarsson, prófessor emeritus í pontu á málþinginu. Ljósmynd: Ómar Smári Kristinsson.

Dæmi um árangursríka menningar­ tengda ferðaþjónustu sem byggir á listsköpun eru Airwaves og Secret Solstice í Reykjavík og Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Einnig hefur kvikmyndalist og hátíðir tengdum þeim mikil efnahagsleg áhrif, auk þeirra fjölmörgu erlendu kvikmynda sem eru teknar upp hér á landi. Þar eru Vestfirðir ósnortin gullnáma. Borgríkið Ísland Ísland er orðið borgríki og það fyrir löngu enda býr 75% hluti þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Þetta er nær einsdæmi í heiminum. Landið er hins vegar stórt og við viljum að það sé búseta sem víðast. Það er ekki sjálfgefið að það takist. Það verður að vera gaman að búa á fámennum stöðum og það verður að vera hægt að bjóða upp á góða vinnu

og innviði fyrir íbúana. Þess vegna er það listamanna á Vestfjörðum að blása til sóknar fyrir nýjum og öflugum atvinnugreinum á 21. öldinni. Þess vegna á fyrirsögn greinarinnar rétt á sér. Höfundur er prófessor emeritus. Hann var meðal fyrirlesara á málþingi Félags vestfirskra listamanna í Sævangi í Steingrímsfirði, 21. maí sl.


Listamenn þinguðu á Ströndum

List á Vestfjörðum júní 2016 | 7

Félag vestfirskra listamanna hélt svokallað Listamannaþing í maí í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Slíkt þing hefur verið árlega síðustu árin, en þingið var nú í fyrsta sinn haldið á Ströndum. Segja má að listamannaþingið hafi verið mannfagnaður fyrir öll skilningarvit: á ferðinni fróðleikur, skemmtan, fjöruferð og kaffidrykkja í hæfilegum hlutföllum. Fróðleg erindi voru á boðstólum og þemað var menningartengd ferðaþjónusta.

Fyrirlesarar voru eftirfarandi: Ágúst Einarsson, menningarhagfræðingur, sem hélt erindi um hagræn áhrif lista. Nína Ivanova, leiðsögu- og listamaður, fjallaði um hvernig sögu og menningu er miðlað til farþega skemmtiferðaskipa. Dagrún Jónsdóttir, þjóðfræðingur, kynnti Náttúrubarnaskólann og tók þinggesti í kennslustund í fjörunni. Verkefnið Álagablettir var kynnt ásamt fleiru úr heimi þjóðfræðinnar. Sagt var stuttlega

frá Félagi vestfirskra listamanna og starfi þess og heimamenn voru með óvæntar uppákomur; fræðierindi og skemmtiatriði. Fundarstjóri var Jón Jónsson, menningarfrömuður og þjóðfræðingur.


Act alone hin einstaka hátíð

List á Vestfjörðum júní 2016 | 8

Ein elsta og umtalaðasta listahátíð landsbyggðarinnar Act alone verður haldin þrettánda árið í röð í ágúst. Hátíðin er að vanda haldin í sjávar- og einleikjaþorpinu Suðureyri með einstöku samstarfi við bakhjarl hátíðarinnar Fisherman á Suðureyri. Að vanda verður boðið upp á einstaka og fjölbreytta dagskrá. Eitthvað fyrir alla, alveg frá tveggja til hundrað og tveggja, að sögn Elfars Loga Hannessonar, stofnanda og stjórnanda hátíðarinnar. Hin þrettánda Act alone hátíð verður haldin dagana 11.-13. ágúst og á boðstólum verður rjóminn af einleikjaárinu á Íslandi. Boðið verður upp á það besta í leik, dansi, tónlist, myndlist og allt þar á milli. „Að vanda er ókeypis á Act alone já á alla viðburði hátíðarinnar. Hvernig er þetta hægt? Jú, með góðum bakhjarli, stofnunum og velviljuðum hugsjóna-fyrirtækjum um land allt,“ segir Elfar Logi. Brakandi ferskt einleikjahlaðborð Meðal listamanna hátíðarinnar í ár má nefna tvo tónlistarsnillinga og Vestfirðinga, tónlistargoðsögnina Gunnar Þórðarson og rapparann Sesar A. Báðir munu bjóða upp á einstaka tónleika eins og þeim einum er lagið.

Danssýning Sögu Sigurðardóttur, Macho Man, var tilnefnd til Grímuverðlauna.

Dansinn hefur verður stór hluti af Act alone í gegnum árin og stundum stolið senunni. Í ár er boðið upp á hina einstöku og Grímutilnefndu danssýningu Macho Man með vestfirska dansaranum Sögu Sigurðardóttur.

Segja má að árið 2016 sé ár William Shakespeare því 400 ár eru frá því skáldið hvarf á önnur svið. Act alone minnist að sjálfsögðu skáldsins með því að bjóða upp á einstakan einleik upp úr einu af hans þekktustu verkum – Ríkharði III. Leikið er á ensku og hefur sýningin þegar fengið hinar bestu viðtökur víða um heim. Leikhópurinn Brite theater stendur að sýningunni og flytjandi er Emily Carding en leikstjórn annast Kolbrún Björt Sigfúsdóttir.

Úrval leiksýninga verður í boði og skal þar fyrst nefna frumsýningu á spænskum einleik sem hefur hið kjarngóða heiti en ekki svo stutta; Ég kysi frekar að Goya héldi fyrir mér vöku en einhver annar fáviti. Höfundur leiksins er Rodrigó Garcia en leikari er Stefán Hallur Stefánsson og leikstjórn annast Una

Þorleifsdóttir. „Það er sannarlega fengur í þessari sýningu og að hún verði fyrst sýnd á Act alone er náttúrulega alveg einleikið,“ segir Elfar Logi.

Leiksýningin Draugasaga hefur verið sýnd við góðar viðtökur í Sauðfjársetrinu


Gunnar Helgason verður með fjölskyldu­ skemmtun.

en verður nú sýnd á viðeigandi tíma sólarhringsins á hátíðinni í ár. Síðast en ekki síst verður boðið upp á vandaða leiksýningu fyrir þau allra yngstu en það er leikurinn Kúrudagur. „Æskan og framtíðin fær að sjá ennþá meira á Act alone í ár enda höfum við ávallt lagt mikinn metnað í að bjóða upp á vandaða dagskrá fyrir æskuna. Sprelligosinn, leikarinn og stórskáldið Gunnar Helgason verður með einstaka skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikur og sprell að hætti hússins og það er næsta víst að hér verði skotið beint í mark og allir fagna, klappa og hlæja langt inn í skammdegið. Talandi um hlátur þá mun hinn einstaki Pörupiltur, Dóri, mæta á Act alone í ár og gera allt vitlaust á miðnætursýningu hátíðarinnar að sögn Elfars Loga.

Æskan er ekki undanskilin í dagskráarvalinu á Act alone.

Dóri úr vinsæla uppistandstríóinu Pörupiltar kitlar hláturtaugarnar á miðnætursýningu.

Loks má geta þess að myndlistar­ maðurinn Arngrímur Sigurðsson, sem gaf út hina mögnuðu bók Duldýrin, setur upp sýningu með broti af því besta úr Duldýrasafni listamannsins. Eins og lesendur hafa þegar lesið sig í gegnum verður boðið upp á einstakt, ferskt og brakandi einleikjahlaðborð enn eitt árið í einleikjabænum Suðureyri. „Vel má búast við fleiri viðburðum því sagan hefur sýnt að Act alone kemur alltaf á óvart og toppar sig árlega með sínum einstöku uppátækjum. Nú vita allir hvar þeir eiga að vera aðra helgina í ágúst. Já, einmitt, á Act alone á Suðureyri og pælið bara í því það kostar ekkert,“ segir Elfar Logi að lokum.

List á Vestfjörðum júní 2016 | 9

Draugasaga hefur verið sýnd í Sauðfjársetrinu við góðar viðtökur.


Sumarlestur á Safnahúsinu í tíu ár

List á Vestfjörðum júní 2016 | 10

Sumarlestur á Bókasafninu Ísafirði hófst 30. maí og stendur til 20. ágúst. Þetta er í tíunda sinn sem bókasafnið býður til lesturs yfir þessa hlýjustu mánuði ársins. Sumarlesturinn er hvatning til barna til að koma á bókasafnið og finna sér skemmtilegar bækur til að lesa í sumarfríinu og í leiðinni að taka þátt í happdrætti því einn miði fæst fyrir hverja lesna bók sem fer í lukkupott sem dregið úr á uppskeruhátíð í lok sumars. Allir sem lesa fá líka glaðning. „Það er komin hefð á sumarlesturinn og þátttakan hefur alltaf verið góð, meiri hluti þátttakenda kemur úr yngstu bekkjunum,“ segir Edda B. Kristmundsdóttir bókasafnsfræðingur á bókasafninu. Börnum úr 1.-6. bekk í grunnskólum Ísafjarðarbæjar er boðið að koma með kennurum sínum í kynningu á sumarlestrinum, en öllum krökkum á grunnskólaaldri í Ísafjarðarbæ er velkomið að taka þátt.


Vetrarmyndir undir berum himni

List á Vestfjörðum júní 2016 | 11

Sumargestum Ísafjarðar, sem og heimamönnum, gefst nú kostur á að virða fyrir sér Ísafjörð í vetrarbúningi á nýrri sýningu á vegum ljósmyndarans Ágústs G. Atlasonar. Hann segir hugmyndina hafa kviknað út frá umræðum við starfsfólk Gamla sjúkrahússins um 150 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar nú í ár.

Ágúst var þar að reifa hugmyndir um hvernig halda mætti upp á afmælið við þær Jónu Símoníu Bjarnadóttur og Guðfinnu Hreiðarsdóttur. „Ég minntist á þessar vetrarmyndir, sem ég tók áramótin 2012-2013, og taldi að það gæti verið gaman að sýna þær ferðamönnunum sem kæmu af skemmtiferðaskipunum, sem sagt að sýna þeim bæinn á veturna þegar veðrið verður vitlaust,“ útskýrir Ágúst. Jóna Símonía sem er forstöðumaður Safnahússins stakk upp á að haft samband við Guðmund M. Kristjánsson hafnarstjóra og einnig hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar. Skemmst

er frá því að segja að allir tóku vel í hugmyndina að sögn Ágústar. Úr varð að prentaðar voru 18 myndir og plakat á efnivið sem þolir útiveru og myndirnar hengdar upp á Eimskipagirðingu við Sundahöfn. Þar munu þær hanga öllum til yndisauka yfir sumartímann. Þá segir Ágúst að til standi að setja þær aftur upp næsta vor. Ágúst segist hafa mikinn áhuga á því að samskonar sýning yrði hengd upp undir berum himni innan bæjarmarka Ísafjarðar. „Ég á nóg af myndum og gæti hæglega hent í aðra sýningu af vetrinum, sem er minn uppáhalds árstími, sér í lagi þegar hann blæs.“


Listin blómstrar lengst úti í rassgati

List á Vestfjörðum júní 2016 | 12

LÚR er hópur ungmenna sem ætla að halda listahátíð á Ísafirði dagana 21.26. júní. LÚR stendur fyrir Lengst út í rassgati og er markmið hátíðarinnar m.a. að skapa vettvang fyrir unga listamenn á Vestfjörðum til að koma sér á framfæri og taka þátt í að sameina samfélagið. Hátíðin var fyrst haldin sumarið 2014 og er því haldin í þriðja sinn í ár. Boðið verður upp á þrjár smiðjur fyrir alla á aldrinum 16-30 ára, en leyfðar eru undantekningar á aldursbilinu. Afrakstur smiðjanna verður svo sýndur á hátíðinni. Heiti þeirra kynna hvert viðfangsefni hverrar smiðju en þau eru: Tónlistarframleiðsla og flutningur, Design A City Of The Imagination (eða Hannaðu borg ímyndunaraflsins) og Óhefðbundin götulist. Andri Pétur Þrastarson mun sjá um tónlistarsmiðjuna sem lýkur með flutningi á tónlistarframleiðslu hópsins. Leitast verður við að kynnast grunninum sem þörf er á til að vera „pródúser“ í hljóðveri og tónlistarmaður á sviði. Skotinn James Abell stýrir hönnunarsmiðjunni og hefur undanfarnar vikur starfað hjá FAB LAB á Ísafirði. Hann hyggst kenna þátttakendum að byggja hugarborgir í gegnum hefðbundna listsköpun, þrívíddartækni og líkanagerð. Kennari á götulistanámskeiðinu er Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson og verður á námskeiðinu skapað í sameiningu óhefðbundið götulistaverk. Unnið verður með klippimyndir, teikningar og málverk sem verða límd með þar til gerðri tækni upp á vel valinn vegg á Ísafirði. Ráðgert er að smiðjan muni að mestu leyti fara fram utandyra. Einnig verða aðrir viðburðir á hátíðinni,

þar má nefna bingó, flóamarkað og listasýningar ungmenna. Þar á meðal munu tveir úr skipulagsnefnd LÚR halda sýningar á list sinni. Andrea Valgerður Jónsdóttir mun sýna málverk og teikningar eftir sig og Þórður Ingólfur Júlíusson Christian Thomassen mun sýna höggmyndir eftir sig og verk úr smiðju föður síns. Erna Mist, teiknari, penni og olíumálari mun vera með sýningu á verkum sínum og einnig mun listakonan Sunneva Elfarsdóttir sýna verk sitt Túrverk í nýju Skóbúðinni. Hátíðin mun svo enda á lokahófi sem er opið öllum, þar sem fjölmargar hljómsveitir munu stíga á stokk. Þar má m.a. nefna Rythmatik, sigurvegara músíktilrauna 2015, Kötlu Vigdísi, unga söngkonu frá Suðureyri sem syngur mestmegnis sitt eigið efni og hljómsveitirnar Körrent og Wayward sem voru í músíktilraunum á þessu ári.


Fundurinn var frekar fámennur þar sem margir skipuleggjenda eru fluttir að vestan. Þeir leggja engu að síður

sitt á vogarskálarnar eftir bestu getu og með aðstoð tækninnar þar til þeir snúa aftur á heimaslóðirnar á norðanverðum Vestfjörðum og taka þá þátt í undirbúningnum af fullum þunga. Á meðan fundar sá hluti skipulagsnefndarinnar sem enn er búsettur fyrir vestan Fundurinn fór hann fram á ensku þar sem tveir fundargesta voru ekki íslenskumælandi. Tekið var fram og blásið í hið fornnorræna hljóðfæri lür sem er lúður sem gerður var sérstaklega fyrir hátíðina að fyrirmynd gamals víkingahljóðfæris. Hljóðfærið er notað til að blása til hátíðar í hvert sinn. Fundargestir útskýrðu fyrir blaðamanni að lür kemur fyrir í Íslendingasögunum og var m.a. notað til þess að hóa saman þorpsbúum við ýmis tilefni í fyrndinni. Í lok fundar var slegið til létts leikjahalds til að styrkja vinarböndin og hrista hópinn saman. Blaðamaður gekk í það minnsta út í lognstillt kvöldið léttur í lund og fullur af trú á unga listafólkinu fyrir vestan.

List á Vestfjörðum júní 2016 | 13

Blásið til hátíðar með fornnorrænu hljóðfæri Í mörg horn er að líta við undirbúning hátíðar af þessu tagi og fékk blaðamaður að kíkja við á einn undirbúningsfund hjá hópnum. Ungmennin hittast reglulega yfir vetrartímann undir dyggri forystu hugmyndasmiðsins Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur og leggja línurnar fyrir hátíðina. Það fyrsta sem greip athygli blaðamanns var hve afslöppuð og vinaleg stemning var yfir fundinum. Allar skoðanir voru jafngildar og allir fengu jafn mikið að tjá sig ef þeir vildu. Byrjað var á því að fara hringinn og hver og einn sagði frá degi sínum. Síðan var farið yfir hverju hafði nú þegar verið áorkað og hvaða verkefni væru framundan. LÚR-arar svöruðu samviskulega öllum þeim spurningum sem blaðamaður skaut að. Sögðu ungmennin að auk þess að vera frábær skemmtun í góðum félagsskap efldi þátttaka í hátíðinni listhneigð þeirra og menningarvitund.


Bæjarhátíðir setja alltaf sinn brag á vestfirska sumarið sem og annars staðar á landinu. Margar eru hátíðirnar orðnar rótgrónar og ómissandi liður í sumarfjörinu, fyrir heimamenn, brottflutta og gesti. Stiklað er á stóru hér í blaðinu og aðeins fjallað um nokkrar þeirra en tíma- og staðsetningar flórunnar er að finna í atburðadagatalinu. Hvetjum við alla áhugasama um að kynna sér það.

List á Vestfjörðum júní 2016 | 14

Hamingjan í hávegum höfð á Hólmavík Fyrstu Hamingjudagarnir á Hólmavík voru haldnir árið 2005 og hafa þeir verið árviss viðburður æ síðan. Í ár verða þeir haldnir 2.-3. júlí. Tilgangurinn með því að halda Hamingjudaga er tvíþættur. Annars vegar er hátíðin átthagamót fyrir brottflutta Strandamenn og Hólmvíkinga, vettvangur til að hittast og eiga góða stund á heimaslóð. Hinn megintilgangurinn með hátíðinni er að sem flestir taki þátt í henni með sínum hætti á sínum forsendum. „Með virkri þátttöku í hátíðinni hjálpa menn til við að uppfylla meginmarkmið hennar sem er að hver einasti íbúi í Strandabyggð ásamt gestum hátíðarinnar finni fyrir innri hamingju, hugarró, gleði og kærleika í hverju skrefi,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi Strandabyggðar.

„Ræktum hamingjuna innra með okkur og stuðlum að aukinni gleði og lífsfyllingu hjá okkar nánustu, vinum og samferðamönnum, með orðum okkar og gjörðum. Munum að bros í amstri hversdagsins getur gert kraftaverk, það getur dimmu í dagsljós breytt. Hið sama gildir um hrós og þakklæti fyrir það sem vel er gert. Jákvæð og uppbyggileg hvatning til góðra verka er varða sem vísar veginn í átt að betra samfélagi.

Árið 2011 var Hamingjusamþykkt Strandabyggðar samþykkt samhljóða af sveitarstjórn á hátíðarfundi á Klifstúni. Hamingjusamþykkt Strandabyggðar er svohljóðandi:

Virk þátttaka hvers einstaklings í samfélaginu er keppikefli og miklu skiptir að jákvæðni, virðing og samkennd einkenni mannlíf á Ströndum. Íhugum öll, hvert og eitt okkar, með hvaða hætti við getum lagt okkar af mörkum.

Hamingjan er eitt af leiðarljósum í áframhaldandi uppbyggingu í Strandabyggð. Lífsgæði íbúa á Ströndum skipta miklu máli og þau þarf að efla með fjölbreyttum ráðum.

Gleðjumst saman, höfum hamingjuna í hávegum. Gerum alla daga að hamingjudögum,“ segir í tilkynningu frá Hamingjudögum. Dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefnum hamingjudagar.is.


Bláberjauppskeru fagnað Uppskeru- og bæjarhátíðin Bláberjadagar verður haldin í sjötta sinn í Súðavík dagana 2. og 3. september. Forsprakki hennar er hálf-Íslendingurinn Eggert Einer Nielsen sem naut dyggrar aðstoðar konu sinnar Michelle, ásamt mörgum fleiri Vestfirðingum, til þess að koma verkefninu á koppinn.

„Við Michelle eigum jörðina Hlíð í Súðavíkurhreppi sem er 130 hektarar og auðug af bláberjalyngi. Engin hátíð af þessu tagi var í gangi á Íslandi og mér fannst vel við hæfi að koma einni slíkri á koppinn. Ég á góðar æskuminningar af mér sem barni að fara út úr borginni með ömmu minni, frænkum og frændum. Við fórum í lautarferð og nutum síðdegisins saman. Tíndum bláber sem við borðuðum og hlógum að bláum vörum okkar og tönnum. Þetta voru hamingjustundir og því fannst mér tilvalið að koma á árlegum viðburði á stærri skala. Ég reifaði þessa hugmynd við Ómar Jónsson, þáverandi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Honum leist mjög vel á þetta og við settum á fót svokallaða bláberjanefnd sem setti saman dagskrá sem bæði fullorðnir og börn gætu haft gaman af.“ Bestu bláberin að finna á Vestfjörðum Spurður um hvað hann haldi mest upp á varðandi Bláberjadaga segir hann ómögulegt að velja á milli. „Það er svo margt uppáhalds við þessa hátíð. Kátína og hlátur barnanna, tónlistarmenn víðs vegar að úr heiminum sem færa

Kveiktur er varðeldur og sungnir söngvar á Bláberjadögum. Ljósm.: Þórður K. Sigurðsson

Súðvíkingum og gestum tónlist og svo auðvitað öll gómsætu bláberin sem maður fær að njóta í boði móður náttúru. Keppnin í bláberjakökuáti er líka ómissandi viðburður fyrir alla aldurshópa, hvort sem það er bara að fylgjast með eða taka þátt.“ Eggert segir Súðavíkurhrepp henta afar vel fyrir hátíð af þessu tagi. „Sveitarfélagið er stórt og krökkt af bláberjum. Bestu bláberin er líka að finna á Vestfjörðum, sérstaklega aðalbláberin. Súðavík er því eðalstaður til að halda hátíðina, vinalegur, fallegur og þrifalegur. Bæjarbúarnir taka líka öflugan þátt og hlakka til hátíðarinnar ár hvert. Þeir gefa hátíðinni enn skemmtilegri blæ með því að skreyta bæinn og margir sjálfboðaliðar taka þátt í sjálfri hátíðinni. Enginn fær greitt fyrir vinnu sína og þannig er hægt að halda kostnaðinum niðri. Að mínu mati eru þeir peningar sem sveitarfélagið leggur til notaðir skynsamlega og duga því langt. Við Michelle höfum tekið að okkur að hýsa og fæða tónlistarmennina sem oft koma langt að til að taka þátt í hátíðinni. Okkur finnst frábært að geta varið tíma með vinum, eignast nýja og spilað saman.“

List á Vestfjörðum júní 2016 | 15

„Ég hef verið að móta og skipuleggja hátíðir frá árinu 1992 eins og til dæmis Jimmy Jam og Íslandsdaginn sem fóru fram í Bandaríkjunum. Ég hef jafnlengi verið að koma fram á alls kyns hátíðum í Vesturheimi svo sem Jarðarberjadögum, Cox´s Fall hátíðinni og Great Country Farms Fall til að nefna nokkrar,“ segir Eggert er hann er inntur eftir því hver kveikjan hafi verið að Bláberjadögum.


Atburðadagatal Hér má sjá brot af fjölbreyttri menningardagskrá sem fram fer á Vestfjörðum næstu vikurnar. Athugið að engan veginn er um tæmandi lista að ræða heldur er hann eingöngu byggður á þeim upplýsingum sem voru fyrir hendi í júníbyrjun. Þriðjud. 21. til sunnud. 26. júní Víðsvegar um Ísafjörð Listahátíðin Lúr Hátíðin er haldin á Ísafirði í þriðja sinn. haldin á Ísafirði í þriðja sinn. Boðið verður upp á þrjár smiðjur fyrir alla á aldrinum 16-30 ára, en leyfðar eru undantekningar á aldursbilinu. Afrakstur smiðjanna verður svo sýndur á hátíðinni.

List á Vestfjörðum júní 2016 | 16

Miðvikudagurinn 29. júní Edinborgarhúsið á Ísafirði Grettir Nýjasti einleikur Kómedíuleikhússins fjallar um einn frægasta útlaga þjóðarinnar Grettir Ásmundsson og er sýndur á ensku öll miðvikudagskvöld í sumar. Hefst kl. 20.

Fimmtudagurinn 30. júní Félagsheimilið í Bolungarvík Útgáfutónleikar Björns Thoroddsen og Önnu Þuríðar Þau hafa að undanförnu verið að gera góða hluti í Nashville í Bandaríkjunum með gítarleikaranum Robben Ford. Húsið opnar kl 20.

Föstudagurinn 1. júlí Gryfjan í Bolungarvík Brekkusöngur Að söngnum loknum verður boðið upp á lifandi tónlist á Einarshúsi fram eftir kvöldi.

Helgin 1. júlí til sunnudagsins 3. júlí Dýrafjörður Dýrafjarðardagar Hátíð með víkingablæ sem haldin er árlega í Dýrafirði fer fram með pompi og prakt. Nánari upplýsingar á Facebooksíðu hátíðarinnar.

Hólmavík Hamingjudagar á Hólmavík Fyrstu Hamingjudagarnir á Hólmavík voru haldnir árið 2005 og hafa þeir verið árviss

viðburður æ síðan. Nánari upplýsingar á hamingjudagar.is

Miðvikudagurinn 6. júlí Edinborgarhúsið á Ísafirði Grettir Nýjasti einleikur Kómedíuleikhússins fjallar um einn frægasta útlaga þjóðarinnar Grettir Ásmundsson og er sýndur á ensku öll miðvikudagskvöld í sumar. Hefst kl. 20.

Laugardagurinn 2. júlí Einarshús í Bolungarvík Fiskihlaðborð Hlaðborðið stendur frá kl. 18-21.

Félagsheimili Bolungarvíkur Markaðsdagurinn í Bolungarvík Fjölskylduhátíð í Bolungarvík með markaðstorgi, tónlistaratriðum og leiktækjum fyrir börn. Síðar um kvöldið verður slegið upp balli með hljómsveitinni Albatross í Félagsheimilinu.

Helgin 7. júlí til 10. júlí Suðureyri Sæluhelgin á Suðureyri Hátíð fyrir alla fjölskylduna sem haldin er um alla Suðureyri.

Sunnudagurinn 10. júlí Edinborgarhúsið á Ísafirði Vestanvindar Torfi Tulinius heldur erindi um átök og ástarraunir fyrir vestan á víkingaöld og miðöldum á árvissri bókmenntavöku. Hefst kl. 17 og frítt inn.

Miðvikudagurinn 13. júlí Edinborgarhúsið á Ísafirði Grettir Nýjasti einleikur Kómedíuleikhússins fjallar um einn frægasta útlaga þjóðarinnar Grettir


Fimmtud. 14. til sunnud. 17. júlí Víðsvegar um Ísafjarðarbæ Afmælishátíð 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar og 20 ára stofnafmæli Ísafjarðarbæjar Margt verður í boði á vegum sveitar­ félagsins til að fagna afmælishátíðinni. Hápunktur afmælisins verður hátíðar­dagskrá á Ísafirði þar sem boðið verður m.a. upp á þjóðbúningasýningu og forseti Íslands ávarpar gesti.

Föstudagurinn 15. júlí Edinborgarhúsið á Ísafirði Brölt barnanna Pétur Guðmundsson opnar sýningu á ljósmyndum af leikjum og brölti barna á ýmsum stöðum á Ísafirði. Ljósmyndirnar eru flestar frá Púka Vestfjörð.

Helgin 15.-17. júlí Víðsvegar um Vestfirði Hlaupahátíð í Ísafjarðarbæ Dagskráin verður með sama sniði og undanfarin ár. Þátttakendur spreyta sig á Arnarneshlaupinu, Vesturgötunni, skemmtiskokki og Svalvogahjólreiðum. Nánar á www.hlaupahatid.is.

Verslunarmannahelgin 29. - 31. júlí Tungudalur á Ísafirði Evrópumótið í Mýrarfótbolta Allar nánari upplýsingar er að finna á www. myrarbolti.com.

Laugardagurinn 30. júlí Holtsfjara í Önundarfirði Sandkastalakeppni Kynslóðirnar koma saman með fötur, skóflur og góða skapið og skapa listaverk úr sandi.

Fimmtud. 11. ágúst til lau. 13. ágúst Suðureyri Leiklistarhátíðin Act alone Hátíðin er helguð einleikjum og er meðal fárra slíkra í heiminum sem helga sig þessu sérstaka leikhúsformi. Frá upphafi hefur verið ókeypis á Act alone og engin breyting verður gerð þar á í ár. Dagskrána og nánari staðsetningu er að finna á actalone.net.

Fimmtudagurinn 11. ágúst Edinborgarhúsið á Ísafirði Tónleikar með Kvartett Önnu Grétu Sigurðardóttur Kvartett Önnu Grétu Sigurðardóttur saman­ stendur af Sebastian Ågren á trommum, Håkan Broström á saxófón, Eirik Lund á kontrabassa og Önnu Grétu á píanó.

Þingeyri Félagsmót Storms í Dýrafirði Mótið fer fram dagana 15.-16. júlí.

Mánud. 15. til miðvikud. 17. ágúst.

Boðið verður upp á gæðingakeppni, kappreiðar og hinn sívinsæla útreiðatúr.

Lindýhopp dansarar hvaðanæva úr heiminum hittast og dansa saman. Dansinn byrjar kl. 21. Nánar á edinborg.is.

Miðvikudagurinn 20. júlí Edinborgarhúsið á Ísafirði Grettir Nýjasti einleikur Kómedíuleikhússins fjallar um einn frægasta útlaga þjóðarinnar Grettir Ásmundsson og er sýndur á ensku öll miðvikudagskvöld í sumar. Hefst kl. 20.

Miðvikudagurinn 27. júlí Edinborgarhúsið á Ísafirði Grettir Nýjasti einleikur Kómedíuleikhússins fjallar um einn frægasta útlaga þjóðarinnar Grettir Ásmundsson og er sýndur á ensku öll miðvikudagskvöld í sumar. Hefst kl. 20.

Edinborgarhúsið á Ísafirði Árlegt Lindýhopp ball

Helgin 2. og 3. september Súðavík Bláberjadagar í Súðavík Bæjarhátíð sem einnig er uppskeruhátíð fyrir bláberjatíðina. Nánar á blaberjadagar.com.

Laugardagurinn 3. september Norðanverðir Vestfirðir Þríþraut Craft Þríþrautarmót samsett úr 700 m sundi í sundlaug Bolungarvíkur, 17 km hjólreiðum frá Bolungarvík til Ísafjarðar og 7 km hlaupi á Ísafirði.

List á Vestfjörðum júní 2016 | 17

Ásmundsson og er sýndur á ensku öll miðvikudagskvöld í sumar. Hefst kl. 20.


Fjörugt menningarlíf í Edinborg

List á Vestfjörðum júní 2016 | 18

Mikið verður um að vera hjá menningarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði í sumar. Myndlistin verður áberandi en nokkrar myndlistarsýningar verða haldnar í Bryggjusal í Edinborgarhúsinu þessa sólríkustu mánuði ársins. Þá mun Guðbjörg Lind Jónsdóttir halda sýninguna Völundarhús minninganna í júní og Pétur Guðmundsson opna sýninguna Brölt barnanna þann 12. júlí. Systkinin Rannveig og Gunnar Jónsson munu sýna verk sín síðar í sumar og í ágústmánuði sýnir Solveig Edda Vilhjálmsdóttir myndlistakona verk sín. Að sögn Matthildar Helgadóttur Jónu­ dóttur, verkefna- og rekstrarstjóra menningarmiðstöðvarinnar, er alltaf nokkuð um tónleika yfir sumartímann og hafa þó nokkrir farið fram það sem af er sumri. Helst má þar nefna þjóðlaga­ dúettinn Laloma og brazilíska söngvarann og gítarleikarann Ife Tolentino ásamt Óskari Guðjónssyni saxofónleikara. Þá þurfa tónþyrstir lesendur ekki að örvænta því fleiri viðburðir eru væntanlegir. Bókmenntadagskráin Vestanvindar verður að sjálfsögðu á sínum stað og fer fram 10. júlí. Í þetta sinn mun prófessorinn Torfi Tulinius segja frá fjörugu ástarlífi á Vestfjörðum eins og það birtist í miðaldaheimildum, bæði Íslendinga­ sögum eins og Fóstbræðra sögu, Gísla sögu og Hávarðar sögu Ísfirðings og samtíðarsögum eins og Sturlungu og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Annar árlegur viðburður sem ekki má vanta á almanakið er þegar lindý hopp dansarar hvaðanæva úr heiminum taka sporið í Edinborgarsal. Um er að ræða dansara á vegum Arctic Lindy Exchange hátíðarinnar sem talin er fyrsta og eina danshátíðin í heiminum sem er ekki haldin eingöngu í einni borg heldur gefst þátttakendum tækifæri að ferðast með hátíðinni sem nokkurs konar faranddansarar.

Dansarar koma hvaðanæva úr heiminum til þess að dansa lindý hopp í Edinborgarhúsinu. Mynd tekin af Facebooksíðu Arctic lindy Exchange.

Auk þess verða margir aðrir við­burðir í húsinu á vegum menningarmið­ stöðavarinnar og annarra sem verða nánar auglýstir síðar. Svo sem harmonikkuball, uppistand og fleiri viðburðir. Sjá nánar á heimasíðu edinborg.is eða á facebook síðu Edinborgarhússins.


Flestir tengja leikhúsið við hinn myrka en kraftmikla vetur og þegar sumarið taki við með sínum gulu geislum lokist dyr leikhússins og leikaranir halda út í sumarið. Enda veitir kannski ekki af eftir annasamt leikár að safna kröftum og njóta hins alltof stutta sumars. Vissulega hefur þetta oft verið gangurinn í leikhúsinu en ekkert er óbreytilegt eða alveg eins. Síðustu ár hefur ferðamannastraumur til Vestfjarða aukist til mikilla muna og er það vel. Enda fátt sem toppar hið vestfirska sumar og náttúru. Menningin og listin hafa ekki síður vakið athygli og eftirspurn voru góðu gesta. Þannig hefur bæði söfnum og setrum fjölgað á svæðinu sem og ýmis afþreying í listum sem sporti. Það er mikilvægt að vera góður gestgjafi og geta boðið upp á það besta og hafa úrvalið sem allra mest hvort heldur það er í listum, mat eða upplifun margskonar. Kómedíuleikhúsið ætlar að leika í allt sumar sem það hefur reyndar gert nokkuð af síðustu ár en aldrei jafnmikið og nú. Alla miðvikudaga í sumar verður hinn kraftmikli og vinsæli einleikur Grettir sýndur í Edinborgarhúsinu. Sýnt verður á ensku og hófst sýningarlotan miðvikudaginn 1. júní kl. 20. Alls verða fimm sýningar í júní og fjórar í júlí og ávallt á miðvikudögum kl. 20. Miðasala á allar sýningar er hjá Vesturferðum en einnig er hægt að kaupa miða á sýningardegi í leikhúsinu. Einleikurinn Grettir var frumsýndur á köldum janúardegi 2014 á söguslóðum. Nánar tiltekið í minnsta óperuhúsi heims, í Vatnsfirði í Djúpi. Síðan þá hafa verið sýndar yfir 30 sýningar á Vestfjörðum og um land allt. Í október síðastliðnum var enska útgáfa leiksins frumsýnd hjá löndum okkar í Gimli í Kanada. Útrás Grettis er ekki þar með öll því í maí liðnum var verkið sýnt á völdum stöðum á Spáni. Loks má geta þess að í júlí mun Kómedíuleikhúsið frumsýna nýtt íslenskt

leikverk um Gísla á Uppsölum. Frumsýnt verður á söguslóðum í Selárdal og eftir það verður farið í leikferð um landið. Það verður því fátt um sumarfrí hjá Kómedíunni enda hafa menn nú gert annað eins og að fresta einu sumri til afslöppunnar. Lífið er jú bara kómedía.

List á Vestfjörðum júní 2016 | 19

Grettir á engilsaxnesku í allt sumar


Rífandi hamingja og gleði það minnistæðasta við Ögurböllin

List á Vestfjörðum júní 2016 | 20

Ögurballið verður haldið í Ögri í Ísafjarðardjúpi þann 16. júlí en um er að ræða ekta sveitadansleik í samkomuhúsi Ögursveitunga sem á sér 90 ára langa sögu. Ögurballið hefur nefnilega verið haldið með hléum síðan Samkomuhúsið í Ögri var byggt árið 1926. Ballið hefur svo verið haldið óslitið frá árinu 1998. En hvað er það sem gerir ballið svo margrómað og dregur fjölda fólks langar vegalengdir á sumri hverju. Þrjú af Ögursystkinunum, sem standa að skipulagningu ballsins ár hvert, sátu fyrir svörum um hvað það er sem gefur ballinu sérstöðu. Hvernig var tilurð ballsins? „Ögursveitin og í raunar Djúpið allt var mjög þéttbýlt á tíma sem ballið varð til og raun var hálfgert þorp í og í kringum Ögurvíkina. Þetta var því skemmtun sveitunga til að byrja með og góð leið fyrir Djúpsbúa að hittast en fólk kom sjóleiðina og ríðandi á hestum víða að úr Djúpinu,“ segja þau Halla María, Harpa og Guðmundur Halldórsbörn sem sátu fyrir svörum fyrir hönd systkina sinna en Ögurbúar, makar og afkomendur þeirra standa að undirbúningi ballsins ár hvert. Eins og allir Ögurballsgestir vita er rabarbaragrautur með rjóma ómissandi liður í veisluhaldinu – en hefur hann alltaf verið partur af ballinu? „Grauturinn var hluti af ballinu á þeim tíma þegar fólk þurfti að koma langt að og með töluverðu átaki. Það var því fyllt á tankinn eftir ball með kjarngóðum graut áður en menn lögðust á árarnar eða á hestbak aftur.“ Hvað er uppáhald ykkar systkina við ballið? „Stemningin og gleðin sem umlykur allt saman. Þetta ball er einstakt og

það gefur okkur mikla fyllingu að vera þátttakandi í gleðinni einu sinni á ári og að halda þessari góðu hefð gangandi. Það er sama hvort við erum að skera niður rabarbara í grautinn, sjóða grautinn, afgreiða pulsur eða skúra Samkomuhúsið eftir ballið. Þetta er allt skemmtilegt og algjörlega þess virði.“ Hvað er það, að ykkar mati, sem gefur ballinu sérstöðu? „Hversu vel þetta ball á erindi við alla sem þangað koma óháð aldri eða hvaðan fólk kemur og allir skemmta sér konunglega saman, gamlir sveitungar hittast og rifja upp minningar úr sveitinni og um eldri böll. Rabarbaragrauturinn er vissulega einstakur og hefðin fyrir honum sérstök sem ballgestir hafa gaman að heyra um. Dúandi gólfið í Samkomuhúsinu, grauturinn og tónlistin. Getið þið nefnt eitt sérstaklega minnisstætt atriði eða sérstaka uppákomu frá böllum fyrri ára? Stutt svar: Gott veður og rífandi hamingja og gleði er það sem er minnistæðast við Ögurböllin og er akkúrat þess valdandi að slagorðið „Einu sinni mætt, getur ekki hætt“ á vel við.


Upplifun hjá ballgestum sem eru að koma í fyrsta skipti er alltaf sérstök, brosið fer ekki af fólkinu. Allir að dansa konga út úr og kringum Samkomuhúsið er skemmtileg hefð. Fólk tímir ekki að fara að sofa vegna sólarupprásar, bátar vagga í legufærum og tónlistin ómar um alla Ögurvíkina í sínu einstaka Vestfjarðalogni.

Hversu lengi hafið þið valið andlit ballsins og hvernig er það valið? Óformlega var fyrsta andlit Ögurballsins Kristján Jónsson þar sem hann prýddi margar auglýsingar og gerði það með stolti fyrir Ögurböllin 2009, 2010 og 2011. Í kjölfarið var ákveðið að vera framvegis með formlegt andlit Ögurballsins. Andlit ballsins hefur verið valið síðan 2012 þegar Greipur Gíslason var valinn, svo Víkingur Kristjánsson, 2013, Hafdís Gunnarsdóttir 2014, Herdís

Kristján Jónsson var óformlega fyrsta andlit Ögurballsins.

Sigurbergsdóttir 2015 og Ingvar Jakobsson er andlit Ögurballsins 2016. Andlit ballsins er valið með bæði tilnefningum frá okkur í systkinahópnum, eins höfum við fengið tilnefningar frá ballgestum, öllum þessum tilnefningum er safnað saman og farið rækilega yfir og kosið um innan systkinahópsins. En það er ekki auðvelt að velja andlit ballsins þar sem svo margir eru verðugir fulltrúar sem Andlit Ögurballsins.

List á Vestfjörðum júní 2016 | 21

Annars er mjög erfitt að nefna eitthvað eitt atriði en ef við þurfum þess þá er það fyrst og fremst gleðin – bæði hjá okkur systkinahópnum og mökum við undirbúning og vinnu ballsins og ánægjan hvað hefur safnast fyrir húsið sem annars hefur enga aðra stóra innkomu, en allur ágóði fer óskiptur til viðhalds Samkomuhússins.


Örviðtalið

List á Vestfjörðum júní 2016 | 22

Þórunn Arna Kristjánsdóttir Þórunn Arna Kristjánsdóttir er ein afkastamesta og hæfileikaríkasta leik- og söngkona Vestfirðinga um þessar mundir. Hún hefur spreytt sig á flestum formum leikog sönglistar – allt frá sjónvarpsþáttunum Stelpunum til titilhlutverks sem Litla stelpan með eldspýturnar hjá Íslensku óperunni. Þá er hún tilnefnd til Grímuverðlauna í ár sem söngvari ársins fyrir hlutverk sitt sem brúðurin Sophie í söngleiknum sívinsæla Mamma Mia sem nú er á fjölunum í Borgarleikhúsinu. Er það í annað sinn sem hún fær tilnefningu til leiklistarverðlaunanna eftirsóttu en hina hlaut hún árið 2013 fyrir aðalhlutverkið í Karma fyrir fugla. List á Vestfjörðum tók á dögunum púlsinn hjá þessum önnum kafna Ísfirðingi og spjallaði við hana um ferilinn, tækifærin og uppeldið fyrir vestan. Þórunn Arna útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þá ráðin til Þjóðleikhússins. Þar lék hún m.a. í sýningunum, Vesalingunum, Heimsljósi, Ballinu á Bessastöðum og Litla prinsinum. Hún var svo ráðin til Borgarleikhússins árið 2014. Í Borgarleikhúsinu hefur Þórunn Arna meðal annars leikið í Mávinum, Billy Elliot og að sjálfsögðu Mamma Mia. Þórunn Arna var þó löngu byrjuð að taka þátt í ýmsum leiklistarverkefnum fyrir útskrift. Því er ekki úr vegi að spyrja hvenær hún uppgötvaði að leiklistin væri hennar ástríða „Mér finnst það reyndar hafa fylgt mér alla tíð. Ég man þó vel eftir því þegar ég fór í Þjóðleikhúsið í fyrsta sinn, ég var sex ára og sýningin sem ég sá var Söngvaseiður. Ég man ljóslifandi eftir að hafa setið í sætinu mínu á aftasta bekk og grátið, ég lifði mig svo inn í sýninguna. Svo fannst mér líka svo gaman að fylgjast með krökkunum leika uppi á sviði og fann svo sterka tilfinningu að þar ætti ég að vera. Ég ólst upp á Ísafirði og greip þar hvert tækifæri sem mér bauðst að koma fram, bæði hjá Tónlistarskólanum á Ísafirði og Litla leikklúbbnum og svo stofnaði ég eigið leikfélag til að geta æft mig enn frekar. Við vorum síðan nokkrir skólafélagar sem komum að stofnun atvinnuleikhóps ungs fólks á Vestfjörðum sem síðar gekk undir nafninu Morrinn. Á þeim tíma sem ég var að vaxa úr grasi voru settar upp mjög metnaðarfullar samstarfssýningar milli TÍ og LL, bæði Oliver Twist og Söngvaseiður. Í raun voru þessar sýningar ótrúlegt afrek fyrir ekki stærra bæjarfélag en sýna það


og svo auðvitað hvernig á að hneigja sig fallega. Allt þetta hefur fylgt mér yfir í leikhúsið. Við erum svo rík á Ísafirði að eiga þennan flotta tónlistarskóla og ég vona svo innilega að fólk átti sig á því hversu mikilvægur hann er fyrir samfélagið okkar í heild.“

Úr leikritinu Mávurinn eftir Anton Tsjékov. Ljósmynd: www.borgarleikhus.is

og sanna hversu mikið af hæfileikaríku listafólki við eigum hér á Ísafirði og í fjörðunum í kring. Það leið langur tími frá því að draumurinn um það að verða leikkona kviknaði og þar til ég útskrifaðist sem leikkona. Maður þarf að hlúa að draumunum sínum, sýna þeim þolinmæði og aldrei gefast upp á þeim. Maður hefur gott af því að allt komi ekki upp í hendurnar á mannir strax. Ég nýtti tækifærin sem ég hafði og gerði ótrúlega margt til að láta þennan draum rætast þó svo að það hafi gerst í smáum skrefum. Þó svo að fleiri tækifæri hafi eflaust verið fyrir hendi fyrir sunnan er ekkert víst að ég hefði fengið neitt af þeim og því var afar góð lexía að hafa þurft sjálf að leita uppi tækifærin. Það er í raun ómetanlegt. Tónlistarlega uppeldið sem maður fékk í Tónlistarskólanum á Ísafirði er líka eitthvað sem maður býr alltaf að. Í tónlistarskólanum lærði maður ekki bara á hljóðfæri heldur einnig öguð vinnubrögð, það að vinna saman í hóp

Þórunn Arna lék eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Blóðbergi sem fengið hefur frábærar viðtökur og verið valin til þátttöku á ýmsum kvikmyndahátíðum víða um heim, svo sem Edinborg 2016 og Chicago. Þá hafa heyrst raddir um að Sony hafi áhuga á að gera kvikmyndaseríu eftir myndinni. Aðspurð segist hún ekki hafa þorað að búast við svo frábærum viðtökum en hún hafi svo sem ekki verið mikið að velta því fyrir sér í upphafi. „Markmiðið er auðvitað alltaf að gera eins vel og maður getur. Alltaf þegar maður leggur af stað í svona ferðalag, hvort sem það er að leika í kvikmynd eða eitthvað annað, þá veit maður í raun og veru ekki hvernig ferðin endar. Það er því alltaf mjög gaman þegar það gengur vel og afurðinni er vel tekið. Það líður yfirleitt langur tími frá því að tökurnar eiga sér stað og þar til maður sér lokaniðurstöðuna. Það var því mjög gaman að sjá hvernig þetta kom út þegar myndin var forsýnd um páskana í fyrra.“ Er mikill munur á því að leika í kvikmynd eða á leiksviði? Í hverju er munurinn helst fólginn að þínu mati? „Já auðvitað eru þetta oft mismunandi leikstílar en grunnurinn er alltaf sá sami: Þú þarft að setja hjartað þitt í þetta og allt sem þú gerir þarf að vera satt. En það er gaman að takast á við

List á Vestfjörðum júní 2016 | 23

Fjölbreytnin það skemmtilegasta við starfið


List á Vestfjörðum júní 2016 | 24

Úr leikritinu Mamma mia. Ljósmynd: www.borgarleikhus.is

mismunandi form. Fjölbreytnin er einmitt það sem er svo skemmtilegt við starfið mitt og það er ég svo þakklát fyrir. Hvert verkefni er áskorun á sinn hátt og kennir manni eitthvað nýtt. Það er mikill munur að leika í kvikmynd eða á leiksviði, og meira að segja munur á því hvort maður sé á stóru eða litlu sviði. Maður getur leyft sér miklu stærri hluti á stóra sviðinu sem væru ekki alltaf vel séðir í bíómynd. Leikhúsið er lifandi miðill þar sem litlir hlutir geta breyst kvöld eftir kvöld og allt getur gerst. Það er galdurinn við sviðið en líka verkefnið því hver sýning þarf að vera full af lífi þrátt fyrir að maður sé kannski að sýna hana í 60. skiptið. En í kvikmynd fær maður tækifæri til að leika sömu senuna aftur og aftur þar til leikstjórinn hefur náð fram því sem hann sóttist eftir. Síðan fara tökurnar í eftirvinnslu og það ræðst í klippiherberginu hvaða taka verður fyrir valinu.“ Hvort er meira krefjandi að leika gamanhlutverk eða drama? „Það er bæði krefjandi á sinn hátt. Ég lít

svo á að hvert hlutverk hafi sinn sjarma og sitt fram að færa og að ekkert sé óæðra einhverju öðru.“ Hvað ber framtíðin í skauti sér hjá þér? Eru einhver skemmtileg verkefni framundan? „Ég er á fullu að sýna í Mamma Mia og verð að því fram í lok júní. Þá ætla ég mér að taka gott sumarfrí og meðal annars reyna að koma vestur og verja þar vonandi nokkrum dásamlegum vikum. Ég hlakka til að njóta alls þess sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða sem fyrir mér er einna helst fjölskyldan, fjöllin og fólkið. Mamma Mia heldur svo áfram í september og ég mun taka upp þráðinn þar. Svo hlakka ég til að takast á við fleiri spennandi verkefni hjá Borgarleikhúsinu. Annars er ekki mikið planað enda Mamma Mia-söngleikurinn búinn að taka mikinn tíma þar sem það er sýning næstum á hverju kvöldi. En mikið hefur það ævintýri nú samt verið skemmtilegt,“ segir Þórunn Arna.


Kvennakór Ísafjarðar tíu ára

Í tilefni af afmælinu hyggur kórinn á utanlandsferð til Salzburg í Austurríki í október og þaðan til nýs vinabæjar Ísafjarðarbæjar, Kaufering í Þýskalandi. Að sjálfsögðu munu kórkonur syngja á báðum stöðum. Kórinn hefur staðið fyrir fjáröflun um dágóðan tíma til að standa straum af afmælisferðinni. Þá stendur mikið til þar sem á næsta ári heldur Kvennakór Ísafjarðar landsmót kvennakóra. „Okkur var treyst fyrir því á síðasta landsmóti, sem haldið var á Akureyri fyrir tveimur árum og við höfum verið að undirbúa það síðan. Mótið verður haldið í Ísafjarðarbæ í maí 2017,“ segir Lína. Aðspurð segir hún að búast megi við mörg hundruð konum. „Erfitt er að segja til um þátttöku svona löngu fyrir mót en við höfum verið um 600 - 700 konur er mæting er góð. Það er mikil vinna að taka við svona móti og því hafa konurnar í kórnum verið ótrúlega dug­legar í fjáröflun og allskonar undir­ búningi. Við hlökkum mikið til að fá allar þessar syngjandi konur í bæinn og erum vissar um að mótið verði mikil skemmtun fyrir kórkonur og bæjarbúa, en mótið mun enda á sameiginlegum tónleikum“ En hvað er aðdráttaraflið við kórastarf að mati Línu? „Frábær félagsskapur og tækifæri til að syngja frá sér áhyggjurnar og stressið.

Frá vortónleikum Kvennakórsins

Þetta er tími fyrir mann sjálfan og söngur er nærandi fyrir líkama og sál.“ Hún segir mikla afþreyingu vera fólgna í kóra­ starfinu, það eru ekki eingöngu þrotlausar æfingar. „Við höfum alltaf rauðvínsæfingar af og til yfir önnina. Höfum farið í stuttar ferðir eins og í Holt í Önundarfirði og Núp í Dýrafirði og svo auðvitað á kóramót. En það er mikil upplifun að fara á þannig mót. Á æfingum er líka mikið hlegið og spjallað svo það er hellings skemmtun fólgin í þessu.“ Lína segir aldursbilið í kórnum vera mjög breitt og allir sem hafi gaman af því að syngja séu velkomnir að koma í prufu hjá kórstjórnanda í byrjun anna. Æft er einu sinni í viku og hafa miðvikudagar orðið fyrir valinu.

List á Vestfjörðum júní 2016 | 25

Kvennakór Ísafjarðar fagnar tíu ára afmæli í ár. Hann var stofnaður af þremur konum fyrir áratug, þeim Bjarney Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur, Sigríði Sigurjónsdóttur og Línu Björg Tryggvadóttur en sú síðastnefnda hefur verið formaður kórsins undanfarin ár. „Við höfðum mikinn áhuga á að stofna kvennakór og ákváðum því að prufa að kalla til stofnfundar. Greinilegt var að mikill áhugi var fyrir kórastarf af þessu tagi þar sem mjög margar konur mættu,“ segir Lína Björg er List á Vestfjörðum hafði samband vegna afmælisins.


Tekur þátt í finnskri samtímalistarsýningu

List á Vestfjörðum júní 2016 | 26

Ísfirski myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson tekur þátt í stærstu sýningu á íslenskri samtímalist sem sett hefur verið upp í Finnlandi. Þar er hann í flokkið með nokkrum af fremstu myndlistarmönnum þjóðarinnar. Sýningin ber heitið By Water - Icelandic Artists on the Shores of Finland og er á vegum listastofnunarinnar Stiftelsen Pro Artibus í Finnlandi. Sýningin var opnuð í byrjun júní og stendur þar til 4. september. Þema sýningarinnar er tengsl fólks við vatn og áhrif þess á íslenska menningu og samfélag. „Á Íslandi, rétt eins og í Finnlandi, er sjórinn eitthvað sem bæði aðskilur og sameinar. Í gegnum mannkynssöguna hefur mikilvægi vatns, notkun þess, varðveisla og verndun verið samofin menningu, verslun, iðnaði og list,“ segir í lýsingu um sýninguna á vef listastofnunarinnar. Þar segir jafnframt að það sé vel við hæfi að nota þörf manneskjunnar fyrir vatn sem útgangspunkt sýningar sem endurspeglar fjölbreytileika og breidd íslenskrar samtímalistar. Sýnt er á tveimur stöðum í Helsinki og í tveimur galleríum í Tammisaari, þar sem einnig eru til sýnis útilistaverk. Verk Gunnars, sem kallast Merger, verður sýnt í Gallery Elverket í Tammisari. Merger er myndbandsupptaka af tónlistarmönnum að flytja tónverk sem Gunnar samdi í samstarfi við

Frá uppsetningu verksins í Tammisari í Finnlandi.

Vestfirðingana Valdimar Olgeirsson, Halldór Smárason og Kristinn Gauta Einarsson. Myndbandið er tekið upp í gömlum togara sem vísar tónlistarmönnunum leiðina í flutningi þeirra og stýrir þeim til öryggis. Merger er hluti af verkefni sem Gunnar hefur unnið lengi að og nefnist Fish Factory Fetish sem útleggja mætti á íslensku sem Frystihúsablæti. Gunnar, sem fæddur er 1988, útskrifaðist úr Listaháskólanum 2012 og hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis sem erlendis. Gunnar er búsettur á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni. Nánari upplýsingar um Gunnar, verk hans og sýningar er að finna á vefnum gunnarjonsson.net.


Hversdagssögum miðlað í Skóbúðinni

List á Vestfjörðum júní 2016 | 27

Skóbúðin hefur tekið til starfa á Ísafirði en þar er starfrækt sögumiðlunarmiðstöð þar sem gestum gefst kostur á að kynna sér sögur úr hversdagslífi þeirra sem svæðið byggja. Verslunarmaðurinn er þó ekki með öllu á bak og burt og verða þar einnig seldar vörur frá hönnuðum og listafólki sem tengist svæðinu. Skóbúðina er að finna að Hafnarstræti 5 en húsið hýsti Skóbúð Leós í árafjöld. Aðstandendum Skóbúðarinnar, þeim Björgu Sveinbjörnsdóttur og Vaida Bražiūnaitė, þykir nafnið ríma vel við þá starfsemi sem nú tekur við þar sem sögum fólks af svæðinu verður safnað og þeim svo miðlað áfram til þeirra sem vilja kynnast agnarögn af raunveruleikanum á bak við póstkortið.

Aðdraganda verkefnisins má rekja til sameiginlegs áhuga þeirra á hversdagssögum og miðlun þeirra, en Björg er með prófgráðu í hagnýtri menningarmiðlun og Vaida í sjónrænni mannfræði. Þær segja að hversdagurinn sé svolítið eins og hulduefnið, það sem gerist á milli mikilvægra viðburða í lífinu og heldur öllu saman. Þær voru báðar að leitast eftir spennandi atvinnutækifærum á staðnum og ákváðu því að skapa sitt eigið. Skóbúðin er menningarvettvangur sem miðlar vestfirskri menningu og

samfélagi í gegnum frásagnalistina, sem og sjón- og hljóðræna miðla. Til að mynda verður boðið upp á sýningardagskrána Göngutúr í okkar skóm eða Take a walk in our shoes, og sögusýningu, þar sem sögum verður miðlað með hjálp ljósmynda. Ljósmynda- og sagnainnsetning verður á staðnum, aðgengileg öllum þeim sem búðina heimsækja og verður í ár lögð mest áhersla á að gera þann part sem bestan úr garði,“ segir í tilkynningu frá Skóbúðinni.


Fyrst íslenskra kvenna til að ljúka meistaranámi í harmonikuleik

List á Vestfjörðum júní 2016 | 28

Ísfirski harmonikuleikarinn Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir er að ljúka meistaragráðunámi við frá Konunglega danska tónlistarháskólanum (Det Kongelige Danske Musikkonservatorium). Hún er fyrst íslenskra kvenna til að ljúka meistaranámi í harmonikuleik og hlaut á dögunum styrk frá samfélagssjóði Valitor til þess verks. Helga Kristbjörg er væntanleg til landsins í sumar ásamt harmoniku/bajantríóinu ítríó en það heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu þann 10. júlí.

Auk Helgu Kristbjargar er tríóið skipað tveimur öðrum Íslendingum, þeim Jóni Þorsteini Reynissyni og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni. Þau eru öll nemendur prófessors Geirs Draugsvoll í Konunglega danska tónlistarháskólanum (Det Kongelige Danske Musikkonservatorium). „Við erum þrjú frá Íslandi í harmonikudeildinni hér sem er óvenjulega mikið. Til samanburðar

má benda á að bara einn Dani og einn Norðmaður eru í deildinni. Hún er mjög fjölþjóðleg en þetta er ein allra besta harmonikudeild í Evrópu,“ segir Helga Kristbjörg. ítríó hefur spilað saman frá því í október í fyrra og segir Helga Kristbjörg þau hafa notið þess mikið og skemmt sér á æfingum. „Það er mjög hressandi


Tríóið hefur komið fram bæði á klassískum tónleikum sem og við önnur tilefni, til dæmis í neðanjarðarlestarstöð. Einnig hafa þau spilað á meistaranámskeiði finnska harmonikuprófessorsins Matti Rantanen. ítríó leitast eftir að opna augu fólks fyrir möguleikum harmonikunnar. Þau vilja útvíkka og þróa ímynd hljóðfærisins á Íslandi og vinna náið með íslenskum tónskáldum. Jafnframt vilja þau veita ungum tónlistarunnendum fyrirmynd og innblástur og sýna að harmonikan er góður valmöguleiki í tónlistarnámi. Stefna ítríó er að halda uppi fjölbreyttri efnisskrá með verkum frá ólíkum tímabilum og stílum til að höfða til sem flestra áheyrenda, m.a. samtímatónlist, barokktónlist, þjóðlög, tangó og rytmísk/mínímalísk verk. Tónleikarnir

í Hörpu um miðjan júlí eru engin undantekning, en samkvæmt tilkynningu munu tónleikagestir þá upplifa tilfinningakalt finnskt rifrildi, sjóðheitan sígaunagleðskap, blóðheitan argentískan tangó, draumkennda geimferð meðal stjarnanna og ef til vill franska tóna og dúndrandi klúbbamúsik. Tónleikarnir hefjast kl. 14 um daginn og er hægt að kaupa miða á harpa.is.

List á Vestfjörðum júní 2016 | 29

að fá að spila með tríóinu þar sem maður er annars voða mikið einn inni í æfingarherbergi flesta aðra daga.“


Einfalt að rukka eða borga með Kass - það er nóg að hafa símanúmer

Sæktu appið á kass.is


Félagsheimilið Bolungarvík • Ráðstefnur • Tónleikar • Leiksýningar • Ættarmót

• Dansleikir • Brúðkaupsveislur • Fermingarveislur • Fjölskylduviðburðir

Félagsheimilið í Bolungarvík er stórglæsilegt hús búið öllum nútíma þægindum – Harpa Vestfjarða

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Benedikt Sigurðsson 690 2303 www.felagsheimili.is - felagsheimili@felagsheimili.is - www.facebook.com/felagsheimilid


Svipmyndir frá Listamannaþingi Ljósmyndir: Ó. Smári Kristinsson

Dagrún fór með gesti málþingsins í göngutúr.

Dagrún Jónsdóttir kynnti Náttúrubarnaskólann.

Ásdís Jónsdóttir greip í nikkuna.

Jón Jónsson, þjóðfræðingur, var fundarstjóri.

Tónlistarfólkið Agnes Jónsdóttir og Vilhjálmur Jakob fluttu tvö lög.

Nína Ivanova, myndlistar- og leiðsögumaður á Ísafirði hélt erindi um menningartengda ferðaþjónustu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.