Vinnuvernd

Page 1

VINNUVERND ehf


Vinnuvernd ehf. Starfsfólk Vinnuverndar leggur kapp á að veita framúrskarandi þjónustu í hvert sinn og tryggir að sú þjónusta sem veitt er sé viðeigandi, gagnleg og síðast en ekki síst að hún skili raunverulegu verðmæti til viðskiptavinarins. Megin markmiðið er „vellíðan í vinnu“ hvort sem um er að ræða félagslega, andlega eða líkamlega vellíðan og að starf og starfsumhverfi efli mannauð. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við þróað fjölbreyttar þjónustuleiðir sem fela í sér greiningu, fræðslu og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að huga vel að vinnuvernd, heilsuvernd og heilsueflingu fyrir atvinnulífið. Þar getur Vinnuvernd ehf. hjálpað þér. Vinnuvernd ehf. er viðurkenndur fullgildur þjónustuaðili við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.


Vinnuvernd - mikilvægt forvarnarstarf -

Áhættumat starfa – Öll fyrirtæki eiga lögum samkvæmt að framkvæma áhættumat starfa. Ráðgjafar Vinnuverndar hafa langa reynslu af því að aðstoða fyrirtæki við þá vinnu. Vinnustaðaúttektir – Einn vinsælasti þjónustu­þáttur Vinnuverndar felst í greiningu, fræðslu og ráðgjöf í tengslum við vinnuumhverfi og líkamsbeitingu. Vinnusálfræði ráðgjöf – Felur í sér að auka og viðhalda vellíðan og frammistöðu einstaklinga í vinnu. Viðfangsefnið er því stórt en byggist á greiningu, fræðslu og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna. Vinnuvistfræði ráðgjöf – Þegar á að hanna, breyta eða bæta vinnuumhverfi hafðu þá vinnuvistfræðing með í ráðum. Slíkt margborgar sig! Ráðgjöf vegna eineltis – Einelti er raunveruleg staðreynd á vinnustöðum. Vinnuvernd leggur lið við að koma í veg fyrir einelti og leysa úr þeim samskiptavanda sem getur komið upp.

Meðal annarra þjónustuþátta • Vinnuverndarfulltrúi til „leigu” • Stjórnendaráðgjöf • Kannanir • Mannauðsráðgjöf • Streituskimun og -stjórnun • Viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitis • Áfallahjálp • Ráðgjafaviðtöl vinnusálfræðings


Heilsuvernd - fjölbreytt þjónusta -

Bólusetningar – Fjölmargar starfsstéttir þurfa bólusetningar vegna starfa sinna, hvort sem er vegna starfa hér á landi eða erlendis. Mikilvægt er að sinna þessari þjónustu vel og það hefur Vinnuvernd gert um árabil. Fjarvistarstjórnun – Fjarvistir eru kostnaðarsamar fyrirtækjum. Skráning fjarvista, ráðgjöf í tengslum við þær sem og innleiðing fjarvistarstefnu eru meðal þess sem Vinnuvernd fæst við. Þjónusta trúnaðarlækna – Hlutverk þeirra er að veita stjórnendum ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni og fjarvistir starfsmanna. Einnig veita trúnaðarlæknar Vinnuverndar starfsmönnum fyrirtækja ráðgjöf. Inflúensubólusetningar – Fjölmargir vinnustaðir bjóða starfsmönnum sínum uppá inflúensubólusetningar að hausti. Ávinningur starfsmanna og fyrirtækja er ótvíræður.

Meðal annarra þjónustuþátta • Vímuefnapróf • Lögbundnar læknisskoðanir • Gerð heilsustefnu • Inflúensubólusetningar • Starfshæfnismat • Stjórnendaskoðanir • Heilbrigðisþjónustuver • Nýliðaskoðanir • Fjarvistarsamtöl


Heilsuefling - til að gera enn betur -

Heilsufarsmælingar á vinnustað Fjölmörg fyrirtæki bjóða starfsmönnum sínum árlega uppá heilsufarsmælingu á vinnustað. Heilsufarsmælingar hafa margvíslegan ávinning í för með sér bæði fyrir starfsmenn og fyrirtæki. Grunnmælingar: −− −− −− −− −−

BMI-stuðull Ummál Blóðþrýstingur Kólesteról Ráðgjöf um lífsstílstengda þætti s.s. hreyfingu, mataræði, streitu o.fl.

Til að gera enn betur: −− −− −− −− −−

Blóðrauði Blóðsykur Þolpróf Streituskimun Lungnamæling (spirometria)

RÁÐGJÖF

Starfsmaðurinn fær ráðgjöf í tengslum við niðurstöðu og fyrirtækið samantekt á heildarniðurstöðum hópsins.

Heilsubót Heilsubótin er skemmtileg keppni á vinnustað þar sem fram fara heilsu­fars­ mælingar, hreyfikeppni og fræðsla. Hreyfing starfsmanna er skráð með sýnilegum hætti á vinnustaðnum og allir keppa á jafnréttisgrunni. Heilsubótin hentar hvaða vinnustað sem er!


Fræðsla

- námskeið, vinnustofur, fræðslufundir Námskeið fyrir vinnuverndarfulltrúa - öryggistrúnaðarmenn, -verði og starfsmenn mannauðsmála Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem markmiðið er að vinnuverndarfulltrúar öðlist grunnþekkingu á sviði vinnuverndar og vinnuverndarlögunum (46/1980). Skráning fer fram á www.vinnuvernd.is Vinnustofur Markmiðið er að gera vinnustöðum kleift að ræða, fá fræðslu um og vinna verkefni tengdum sérstökum atriðum sem varða vinnustaðinn. Ráðgjafar Vinnuverndar leggja mikla áherslu á að koma með efni og fræðslu sem er við hæfi hverju sinni til að tryggja hámarksárangur. Dæmi um vinnustofur sem ráðgjafar Vinnuverndar hafa annast: −− −− −− −−

Samskipti á vinnustað Heilsuefling Stjórnunarhættir Greining á vinnustaðavanda og mögulegar lausnir

Dæmi um fræðslufundi og styttri námskeið • Skyndihjálp • Líkamsbeiting og vinnutækni • Ágreiningur og lausnir • Einelti á vinnustað • Áhættumat starfa • Lífsstíll • Hlé og æfingar • Samskipti á vinnustað • Streita og streitustjórnun • Næring, heilsa og lífsstíll


Vinnuverndarfulltrúi til „leigu“ - ráðgjöf við öryggisnefndir vinnustaða -

Markmið þjónustunnar er að: • Vinnuverndarfulltrúar (öryggisnefndir, -verðir og -trúnaðarmenn) fái stuðning og öðlist þekkingu til að takast á við þau verkefni sem þeim ber að framkvæma • Koma á markvissu og kerfisbundnu vinnuverndarstarfi innan vinnustaðar • Fyrirtæki verði sjálfbær í vinnuverndarstarfi • Gera fyrirtækjum kleift að ná betri árangri en lágmarkskröfur segja til um

Hlutverk ráðgjafa Vinnuverndar er skilgreint útfrá þörfum og óskum hvers vinnustaðar. Það getur m.a. falið í sér að: • • • •

Taka virkan þátt í störfum vinnuverndarfulltrúa Sitja reglulega fundi með vinnuverndarfulltrúum Veita ráðgjöf varðandi áhættumat starfa og framkvæmd þess Halda utan um vinnuverndarstarfið þar til það er komið í fastan farveg


www.facebook.com/Vinnuvernd

Vinnuvernd ehf www.vinnuvernd.is vinnuvernd@vinnuvernd.is s. 578 0800


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.