Forester - Bæklingur

Page 1

AWS18 25B 翼端板 ロゴマーク配置版下

■ e-BOXER  版下指示図


02


Áreiðanleg afköst. Áþreifanleg akstursgeta. Nýr og endurbættur Forester fyllir ökumenn öryggi enda er hann skemmtilegur í akstri, stýringin viðbragðsfljót og þægindin einstök. Hann er stöðugur í beygjum, þrátt fyrir jeppahæðina, auk þess að vera vandlega þróaður til að draga úr þreytu á lengri ferðalögum til að allir geti notið ánægjulegrar akstursupplifunar. Samhverft aldrif og endurbættur X-MODE staðalbúnaður í öllum gerðum tryggja líka að þú komist þægilega og áhyggjulaust á áfangastað.

X-MODE og hallastýring

SI-DRIVE

Upplifðu sanna akstursgetu glænýs Forester með nýjum X-MODE eiginleika. Veldu stillinguna [SNOW/DIRT] fyrir hált yfirborð þakið snjó, drullu eða möl, eða [D.SNOW/MUD] fyrir sérlega erfiða vegi þar sem dekkin geta fest, t.d. djúpan snjó, aur eða drullu. X-MODE nýtir mikið tog og skjóta svörun drifmótorsins til að komast úr festum, sem bætir enn frekar aksturseiginleikana og eykur öryggistilfinninguna. Auk þess hjálpar hallastýringin til við að halda öruggum og stöðugum hraða, jafnvel á hálu yfirborði niður í móti, til að veita þér enn meiri hugarró við aksturinn.*1

Veldu snjallstillingu fyrir jafnan, lipran og umhverfisvænan akstur eða sportstillingu til að fá tafarlausa, línulega og togmikla svörun við inngjöf sem skilar sér í sportlegum og mjúkum akstri á öllu hraðasviðinu. Mótorhjálp bætir enn frekar heildarsvörun við hröðun til að akstursupplifunin verði enn kraftmeiri og sportlegri.

Góð hæð frá jörðu Nýr og endurbættur Forester var ekki aðeins hannaður með mikilli hæð frá jörðu, eins og vera ber hjá jeppum, heldur var einnig hugað vel að fláa að framan, upphækkunarfláa og afakstursfláa. Allt þetta hefur verið fínstillt til að þú eigir auðveldara með að komast yfir hindranir án þess að verða fyrir skemmdum eða festast.

Afakstursflái* 2

Upphækkunarflái* 2

Flái að framan* 2

Veghæð

*1 Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir öryggi og aðgát í akstri. Virkni hallastýringar ræðst af mörgum þáttum, svo sem viðhaldi bíls, veðri, hjólbörðum og akstursaðstæðum. *2 Með 18 tommu felgum.

03


04


Nóg pláss fyrir allar minningarnar. Farangursrýmið hefur verið stækkað, rafstýrður afturhlerinn* er auðveldari í notkun og ljósi hefur verið bætt við í farangursrými. Þetta eru bara nokkur þeirra atriða sem gera nýja Forester-bílinn þann allra fjölhæfasta og þægilegasta hingað til. Hann hentar jafnvel þeim allra athafnasömustu, og auðveldar þér að koma öllu í verk sem þig langar að gera, þannig að sérhvert ævintýri öðlist enn dýpri merkingu.

Rafknúinn afturhleri* Með rafknúna afturhleranum er hægt að opna farangursrýmið með einum rofa, jafnvel með fangið fullt. Læsingarrofinn að innanverðu gerir þér kleift að loka afturhleranum og læsa öllum dyrum á sama tíma.

Farangursrými Afturhlerinn er breiðari og rýmið ferkantaðra í laginu, sem þýðir að auðveldara er að skipuleggja það og ferma og afferma jafnvel stóra hluti án þess að halla þeim. Bökin á niðurfellanlegum aftursætunum, sem skipta má 60/40, hafa verið fínstillt til að gera gólf farangursrýmisins flatara og þannig er auðveldara að geyma lengri hluti þegar þau hafa verið felld niður. Að auki eru hliðar farangursrýmisins búnar til úr endingargóðu efni sem auðvelt er að þurrka af og óhreinindi og rispur eru vart sjáanleg á. Þú getur notið þess að vera úti í náttúrunni án minnstu áhyggja.

Búnaður í farangursrými 12 V aflgjafi, rofi til að fella niður aftursæti og pokakrókar eru á sama svæði til að einfalda notkun þessa búnaðar. Krókarnir fyrir farangursnetið eru í fjórum hornum farangursrýmisins til að þægilegt sé að nota netið.

* Aukabúnaður.

05


Þægindi fyrir alla. Í nýjum og endurbættum Forester fer vel um alla, í öllum sætum. Þú finnur meira að segja fyrir þægindunum áður en þú sest inn, þar sem dyrnar hafa verið sérhannaðar til að auðvelda aðgengi fyrir alla. Þegar inn er komið má sjá að farþegarýmið er stærra og rúmbetra, með ýmsum þægindum á borð við vasa í sætisbökum og loftræstingu í aftursætum. Farþegarýmið er afar hljóðlátt þar sem dregið er úr óæskilegum veghljóðum og titringi til að allir geti átt góða stund saman um borð.

Hólf í miðstokki

Rafknúin sóllúga*

Hólfið í miðstokknum er nógu stórt til að geyma raftæki á borð við litlar spjaldtölvur. Einnig er 12 V rafmagnsinnstunga í hólfinu þér til hægðarauka.

Hægt er að fá bílinn með sóllúgu sem hægt er að renna frá að innanverðu og gerir að verkum að rýmið virðist enn meira, með nægu höfuðrými fyrir alla farþega.

Þægilegt aðgengi að sætum

Bretti á sílsalista

Hæð sæta, staðsetning sílsalista og hönnun dyrastoða gera farþegum í aftursætum auðvelt fyrir að setjast inn.

Brettin á aftari sílsalistunum eru breiðari, flatari og með stamt yfirborð sem auðveldar notkun á þakbogum.

* Aukabúnaður.

06


07


08


Njóttu tengingar hvert sem ferðinni er heitið. Upplifðu þægindin við örugga tengingu við snjallsíma með þjónustu á borð við Apple CarPlay*1 og Android Auto* 2. Nýr og endurbættur Forester er hannaður með bæði ítarlega eiginleika og einfalda notkun í huga, og sér þér fyrir nýjustu kostunum í upplýsinga- og afþreyingarkerfum með einföldum stjórnhnöppum. Þegar við þetta bætast þægileg framsæti sem styðja við eðlilega akstursstöðu líður þér ávallt vel í bílnum, sama hversu langt þú ferðast.

Apple CarPlay*1 og Android Auto2

Fjölnotaskjár

Mælaskjár

Notaðu vinsælustu forritin með Apple CarPlay*1 og Android Auto* 2. Raddstýring býður upp á handfrjálsa notkun til að tryggja öryggi allra með því að minnka truflun við akstur.

6,3 tommu LCD-fjölnotaskjárinn ofan á mælaborðinu býður ökumanni og farþegum upp á gagnlegar upplýsingar á einfaldan hátt. Þegar leiðsögukerfið er í notkun er það tengt við fjölnotaskjáinn sem birtir nákvæma leiðsögn þegar gatnamót eða beygjur eru fram undan.

4,2 tommu LCD-mælaskjár í lit veitir gagnlegar akstursupplýsingar á fljótlegan hátt án þess að taka þurfi augun af veginum.

Myndavél á hliðum*3

Bakkmyndavél

Myndavél neðan á hliðarspeglinum farþegamegin varpar myndum á fjölnotaskjáinn af þekktu blindsvæði við ýmsar akstursaðstæður og eykur þannig öryggi og þægindi þegar ekið er hjá nálægum hlutum.

Þegar sett er í bakkgír kviknar á myndavélinni og hún birtir mynd í lit á aðalskjánum með hjálparlínum til að aðstoða þig við að leggja í stæði. Auk þess er bakkmyndavélin búin rúðusprautu til að þvo óhreinindi af linsunni og tryggja gott útsýni.

Fyrsta flokks hljómtæki með Harman/Kardon-hátölurum*3

*1 Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. *2 Android og Android Auto eru vörumerki Google Inc. *3 Aukabúnaður.

Hágæðahljómtækin eru búin nýjustu tækni Harman/Kardon, GreenEdge, með 9 Harman/ Kardon-hátalara og endurbættum hljómburði til að tryggja íburðarmeiri hlustun.

Apple CarPlay og/eða Android Auto eru hugsanlega ekki í boði fyrir allar gerðir og öll svæði. Frekari upplýsingar fást hjá næsta viðurkennda söluaðila Subaru. Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir öryggi og aðgát í akstri. Ekki nota snertiskjáinn við akstur.

09


04

02

Kjarnatækni Subaru

03

01

10

Kjarnatækni Subaru er aðalsmerki Subaruvörumerkisins og skilar þessari einstöku akstursupplifun sem er bara að finna í Subaru. Þessi kjarnakerfi gera Subaru-bílum kleift að uppfylla kröfur um afkastagetu, þægindi, öryggi og áreiðanleika og tryggja um leið ánægju og hugarró allra farþega.


01 BOXER-vél SUBARU Boxer-vél, eða flöt vél, er vél með stimplum sem hreyfast lárétt í gagnstæða átt að hvor öðrum. Í meira en hálfa öld hefur Subaru lagt áherslu á framleiðslu SUBARU BOXER-véla vegna hinna mörgu kosta sem þær hafa fram yfir aðrar vélagerðir og til að tryggja endingu og áreiðanleg afköst í bílum sínum.

04 SGP-undirvagn 02 Samhverft aldrif Samhverft aldrif Subaru dreifir afli til allra dekkja til að auka grip á blautu og sleipu undirlagi. Á láréttum samhverfum fleti býður kerfið upp á stöðuga og lága þyngdarmiðju sem skilar stöðugri og öruggari akstri.

SGP-undirvagn Subaru (Subaru Global Platform) er undirvagninn sem allir bílar Subaru munu aka á. Hér er á ferðinni undirvagn sem snýst ekki bara um aukin afköst heldur einnig akstursupplifun sem aðeins er að finna í Subaru ásamt auknu alhliða öryggi og afkastagetu. Þetta er framtíðin hjá Subaru, framtíð sem býður upp á enn meiri ánægju og hugarró í akstri.

Skemmtilegri í akstri

Aukinn stöðugleiki Lág þyngdarmiðja og flöt hönnun auka stöðugleika út til hliðanna miðað við aðrar gerðir véla.

Innbyggt jafnvægi Flöt vélin er einstaklega stíf og stöðug og skapar minni titring en aðrar gerðir véla.

03 Lineartronic + aldrif með virkri skiptingu togs Lineartronic er hægt að stilla á öll hlutföll innan sviðs kerfisins til að tryggja mjúka og stiglausa gírskiptingu sem heldur vélinni innan skilvirkasta snúnings fyrir hnökralausa hröðun, afköst og sparneytni. Þessu kerfi fylgir Subaru-aldrif með virkri skiptingu togs. Sjálfgefið tog erí góðu jafnvægi milli fram- og afturhjóla og lagar sig að akstursskilyrðum.

Viðbragðsbetri aksturseiginleikar gera þér kleift að stýra bílnum nákvæmlega eins og þú vilt og auka þannig getu þína til að forðast hættu. Jafnvel þótt nýi Forester-bíllinn standi hátt frá jörðu er hann í öruggri nálægð við veginn í beygjum, sem gerir bílinn enn öruggari og skemmtilegri í akstri, jafnvel á löngum ferðalögum.

Þægindi í akstri Endurbætur á stífni undirvagns, fjöðrun og jafnvægisstöngum dempa högg frá vegi og jafna út ójöfnur með það að markmiði að auka þægindi og draga úr þreytu í lengri ferðum.

Þægilegt farþegarými Óþægilegur titringur og hávaði hefur verið lágmarkaður til að tryggja ánægjulegan akstur fyrir alla í bílnum. Endurbætur á fjöðrun og einstaklega stífur undirvagn tryggja svo þægindi.

11


Alhliðaakstursgeta. Og allir með.

12

Nýr Forester er með afar sveigjanlegt farþegarými og farangursrými til að gera sérhverja akstursupplifun eins þægilega, örugga og ánægjulega og hugsast getur fyrir alla um borð.


BOXER-VÉL SUBARU

Mótor

E-BOXER vél SUBARU Nýtt afleiningarkerfi Subaru ・ e-BOXER 文字部の位置は FE データを正とする。

Nýja kynslóðin af e-BOXER vél SUBARU sameinar BOXER-vél SUBARU og rafmótor fyrir sportlegan akstur í hljóðlátu og þægilegu farþegarými án óæskilegs hávaða og titrings, jafnvel þegar ekið er á ójöfnum vegum.

Li-ion rafhlaða

Vélarafl (kW)

Tog vélar (Nm)

0

1000 4000

2000 5000

7000

BOXER-vél SUBARU Hámarksafl: 110 kW (150 hö.) / 5600-6000 sn./mín. Hámarkstog: 194 Nm (19,8 kgfm) / 4000 sn./mín.

Hámarksafl: 12,3 kW (16,7 hö.) Hámarkstog: 66 Nm (6,7 kgfm)

Vísir fyrir mótorhjálparkerfi

Tekið af stað, akstur með litlu álagi: Akstur á rafmagni

3000

6000

Snúningshraði vélar (sn./mín.)

Rafmótor

Fyrir sparneytinn akstur stillir e-BOXER kerfi SUBARU hlutfall aflskiptingar milli 2,0 lítra vélarinnar með beinni innspýtingu og rafmótorsins eftir akstursskilyrðum. Þegar Lineartronic bætist við er útkoman hljóðlát, mjúk og öflug afköst í þægilegum og ánægjulegum akstri við ýmsar kringumstæður. Auk þess eykur staða mótorsins og rafhlöðunnar langsum eftir miðlínu bílsins enn við stöðugleikann og jafnvægið sem hann fær frá lágri þyngdarmiðju BOXER-vélar SUBARU og einstaklega stöðugri hönnun samhverfa aldrifsins. Viðbragðsfljót stýring og stöðugleiki í beygjum Hugvitssamleg staðsetning íhlutanna í e-BOXER vél SUBARU tryggir að bíllinn heldur góðu jafnvægi á meðan aukin þyngd kann að hafa áhrif á aksturseiginleika annarra bíla með mótorhjálp. Vélin liggur nálægt jörðu og mótorinn er í miðju bílsins, sem stuðlar að þeirri viðbragðsfljótu stýringu og þeim stöðugleika í beygjum sem einkennir Subaru-bíla. Hrífandi á hraðbrautinni. Öruggur á ójöfnum vegum. Bílar með e-BOXER vél SUBARU standast samkeppni við fyrsta flokks bensínbíla þegar kemur að hröðun og bjóða bæði upp á spennandi afköst á vegum úti og öruggan akstur í aurbleytu og á holóttum vegum. Hentugur í borgarakstri

Akstur með meðalálagi: Akstur með mótorhjálp

Akstur með miklu álagi: Akstur með vél

Dregið úr hraða: Endurnýting raforku

Nettur en afkastamikill rafmótorinn býður upp á viðbragðsfljóta og snögga hröðun við akstur á meiri hraða eða þegar hægt er á bílnum, sem gerir borgaraksturinn þægilegan og afslappaðan, jafnvel í mikilli umferð.

Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum.

13


02

Alhliða öryggi Subaru

01

Þegar bíllinn þinn færir þér hugarró er lífið enn ánægjulegra. Þess vegna er öryggið sett á oddinn í Subaru. Subaru, sem á rætur sínar að rekja til flugvélaframleiðslu, heldur í heiðri stefnu sína um „fólk í fyrirrúmi“ með því að fínstilla, prófa og endurprófa framúrskarandi öryggisbúnað sinn, sem hefur verið í þróun í meira en 50 ár. Með nýjustu varnarkerfum gegn árekstrum og einstakri tækni á borð við SGP-undirvagninn og samhverft aldrif leitast Subaru stöðugt við að bæta alhliða öryggi til að stuðla að framtíð án bílslysa.

GRUNDVALL ARÖRYGGI Grundvallaröryggi hefst á undirliggjandi hönnunarstigi. Framúrskarandi skyggni, ákjósanleg akstursstaða og einföld stjórntæki sjá í sameiningu um að gæta öryggis þíns frá því að þú sest upp í bílinn.

03

01

02

ÁREKSTR ARÖRYGGI

Sérstyrkt hringlaga grind

Uppsetning sem ver farþegarýmið

Sérstyrkta hringlaga grindin er úr mjög teygjanlegum stálplötum og var endurhönnuð til að ná fram betri höggdeyfingu við árekstur úr öllum áttum.

Sérstyrktir burðarbitarnir og grindin vinna saman í SGPundirvagni Forester til að draga í sig högg frá öllum hliðum og verja þannig alla farþega. Vélin og gírkassinn eru hönnuð til að ýtast undir bílinn ef ekið er framan á hann í stað þess að þeytast inn í farþegarýmið.

07

08

FYRIRBYGGJANDI ÖRYGGI Með framúrskarandi öryggistækni á borð við EyeSight*1 stuðlar fyrirbyggjandi öryggi að því að hægt sé að forðast árekstra áður en slys verður óumflýjanlegt.

AKSTURSÖRYGGI Með tækni á borð við samhverft aldrif og SGP-undirvagn býður akstursöryggi upp á nákvæma stýringu bílsins með því að fínstilla gruannþætti aksturs – akstur, beygjur og hemlun – svo að þú getir notið sérhverrar ökuferðar áhyggjulaus.

ÁREKSTRARÖRYGGI Árekstraröryggi er hugsað til að tryggja öryggi þitt ef þú lendir í árekstri, með búnaði eins og vélaruppsetningu sem ver farþegarýmið og SRS* 2-loftpúðum.

ÁREKSTR ARÖRYGGI

F YRIRBYGGJANDI ÖRYGGI

F YRIRBYGGJANDI ÖRYGGI

Sjálfvirk bakkhemlun* *

Háljósaaðstoð*3*4

Þegar bíllinn er í bakkgír notar þetta kerfi fjóra skynjara á afturstuðaranum til að greina hindranir fyrir aftan bílinn. Ef hindrun greinist getur kerfið gert ökumanninum viðvart með viðvörunarhljóðum og hemlað sjálfkrafa til að koma í veg fyrir árekstur eða draga úr skemmdum af völdum árekstrar.

Háljósaaðstoð eykur skyggni og öryggi við akstur í myrkri með því að kveikja og slökkva sjálfkrafa á háljósunum, allt eftir akstursskilyrðum.

3 4

*1 EyeSight er akstursaðstoðarkerfi sem hugsanlega virkar ekki sem skyldi við allar akstursaðstæður. Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Virkni kerfisins ræðst af mörgum þáttum, svo sem viðhaldi bíls, veðri og ástandi vegar. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir EyeSight-kerfisins er að finna í handbók bílsins. *2 Virka ásamt öryggisbeltum.

14


04

06

07

09

11

08

05

10

03

ÁREKSTR ARÖRYGGI

SRS-loftpúðar*2 SRS-loftpúðar* að framan, SRS hliðarloftpúðar* 2 að framan, SRS loftpúðatjöld* 2 og SRS-hnéloftpúði* 2 eru staðalbúnaður í öllum nýjum Forester sem veitir farþegum aukna vernd ef til árekstrar kemur. 2

09

04

GRUNDVALL ARÖRYGGI

Skyggni í allar áttir Ákjósanleg akstursstaða, gluggahæð og vandlega staðsettar stoðir veita frábæra yfirsýn í allar áttir og fækka blindsvæðum, til að auðvelt sé fyrir þig að kanna umhverfið.

AKSTURSÖRYGGI

VDC-stöðugleikastýring + Virk togstýring VDC-stöðugleikastýring stillir dreifingu togs á öllum hjólum, vélarafl og hemla á hverju hjóli til að halda stefnu bílsins. Með virkri togstýringu eru hemlar notaðir og minna togi er dreift til hjólanna að innanverðu og meira til hjólanna að utanverðu til að bæta stjórn bílsins og hjálpa þér að taka skarpar beygjur þegar þess gerist þörf.

10

05

06

F YRIRBYGGJANDI ÖRYGGI

F YRIRBYGGJANDI ÖRYGGI

Greining Subaru á bílum fyrir aftan*3

Aðalljós sem bregðast við stýringu

Skynjarar á afturhornum bílsins láta þig vita ef bílar eru á blindsvæðum að aftan til að auka öryggi við akreinaskipti. Þeir vara þig einnig við yfirvofandi árekstri þegar bakkað er inn á umferðargötu.

Þessi aðalljós eru tengd hreyfingum stýrisins og ökuhraða og beina ljósunum í þá átt sem bíllinn er að beygja til að þú sjáir betur fyrir horn og tryggja öruggari kvöldakstur.

AKSTURSÖRYGGI

11

AKSTURSÖRYGGI

Sjálfvirk haldstaða

Komið í veg fyrir hættu

Þegar bíllinn hefur stöðvast alveg heldur sjálfvirk haldstaða bílnum á sínum stað þótt fóturinn sé tekinn af hemlafótstiginu, sem aftur dregur úr þreytu ökumanns í mikilli umferð.

Lægri þyngdarmiðja, bætt fjöðrunarkerfi, aukinn stífleiki SGPundirvagnsins og samhverft aldrif gera það að verkum að bíllinn svarar strax þegar reynt er að víkja frá og hjálpar þannig til við að forðast hættur á veginum.

*3 Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Ekki skal reiða sig eingöngu á eiginleika háþróaða öryggisbúnaðarins fyrir öruggan akstur. Eiginleikar kerfisins eru takmarkaðir. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir kerfisins er að finna í notendahandbókinni. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila. *4 Aukabúnaður.

15


F YRIRBYGGJANDI ÖRYGGI

Subaru EyeSight-akstursaðstoð EyeSight*1, brautryðjandi akstursaðstoðarkerfi Subaru, notar tvær samtengdar myndavélar til að fanga litmyndir með frábærri myndgreiningu. Kerfið veitir ökumanninum aðra sýn á veginn fram undan, sem jafnast næstum á við mennska sjón. Þegar kerfið greinir yfirvofandi hættu,

16

eins og bíla, mótorhjól, reiðhjól og gangandi vegfarendur* 2, varar það ökumanninn við og beitir hemlunum ef með þarf, sem skilar sér í enn öruggari akstri og hugarró.


Akstursaðstoð

01

02

03

04

01 Sjálfvirkur hraðastillir Þegar sjálfvirki hraðastillirinn skynjar bíl fyrir framan heldur hann ákveðinni fjarlægð frá bílnum á undan með því að fylgjast stöðugt með fjarlægðinni og hraðamuninum og stillir vélina, gírskiptinguna og hemlana í því skyni að halda hraðanum í samræmi við umferðina frá u.þ.b. 0 km/klst. upp í 180 km/klst. Hann er hannaður til notkunar á hraðbrautum, þjóðvegum og svipuðum vegum og getur greint bíl fyrir framan og hemlaljós hans til að halda hraða í umferðarteppu á hraðbrautum, sem dregur úr álagi á langferðum.

02 Sveigju- og akreinaskynjari Á u.þ.b. 60 km hraða á klst. eða meira hjálpar sveigjuviðvörun þér að halda þér vakandi með hljóðmerki og blikkandi ljósi ef hún greinir að bíllinn reiki eða sveigi út af akreininni. Á u.þ.b. 50 km hraða á klst. eða meira sendir akreinaskynjari frá sér hljóðmerki og blikkandi ljós þegar hann greinir að bíllinn fari út af akreininni án þess að gefa stefnuljós.

04 Akreinastýring/

neyðarakreinastýring

03 Viðvörun um hreyfingu ökutækis fyrir framan

Þegar bíllinn er kyrrstæður og umferðin byrjar að hreyfast að nýju lætur viðvörunin um hreyfingu ökutækis fyrir framan þig vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi.

Akreinastýring getur aðstoðað við stýringu þegar hún greinir akstur út af akrein, án þess að stefnuljósið sé notað, þegar ekið er á u.þ.b. 60 km/klst. eða meira. Ef kerfið greinir bíla við hlið bílsins, fyrir aftan hann eða á móti, á 60 km hraða á klst. eða meira, heldur neyðarakreinastýring áfram að aðstoða við stýringu óháð því hvort stefnuljósið er virkt eða ekki.

Aðeins ætlað sem sýnishorn. Ekki er um raunverulegar mælingar að ræða.

Slysavarnir

05

05 Hemlakerfi með árekstraröryggi*2 Hemlakerfi með árekstraröryggi getur varað þig við með hljóðmerki og blikkandi ljósi þegar það greinir yfirvofandi árekstur við hindrun framan við bílinn. Ef ekki er gripið til aðgerða til að komast hjá árekstri getur kerfið beitt hemlunum til að forðast eða draga úr höggi á framhluta bílsins. Ef gripið er til aðgerða til að komast hjá árekstri getur kerfið aðstoðað ökumanninn við að beita fullum hemlunarkrafti.

06 Inngjöf með árekstraröryggi Þegar hlutur er fyrir framan og þú setur í akstursgír í staðinn fyrir bakkgír getur inngjöf með árekstraröryggi varað þig við með hljóðmerki og blikkandi ljósi og slökkt á vélaraflinu til að lágmarka höggkraftinn og skemmdir á framhluta bílsins.

06 *1 EyeSight er akstursaðstoðarkerfi sem hugsanlega virkar ekki sem skyldi við allar akstursaðstæður. Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Virkni kerfisins ræðst af mörgum þáttum, svo sem viðhaldi bíls, veðri og ástandi vegar. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir EyeSight-kerfisins er að finna í handbók bílsins. *2 Hemlakerfi með árekstraröryggi virkar mögulega ekki við allar aðstæður. Mögulega virkar EyeSight ekki eins og skyldi við allar aðstæður, allt eftir hraðamismun, hæð hindrunar og öðrum skilyrðum. Aðeins ætlað sem sýnishorn. Ekki er um raunverulegar mælingar að ræða.

17


Framúrskarandi tækni Subaru: Eftirlitskerfi fyrir ökumann Eftirlitskerfi fyrir ökumann* stuðlar að öruggari akstri með sérstakri myndavél og varar þig við þegar það greinir merki um truflun eða þreytu hjá ökumanni.

18


Öryggi og þægindi fyrir alla ökumenn. DMS-kerfið getur þekkt allt að fimm forskráða ökumenn og býður upp á eftirfarandi sérsniðnar stillingar fyrir ökumenn sem stuðla að þægilegri akstursupplifun.

Sjálfvirk stilling sæta

Sjálfvirk stilling hliðarspegla

Sjálfvirk stilling fjölnotaskjás og mæla

Kerfið getur borið kennsl á allt að fimm ökumenn, óháð aldri og líkamsbyggingu, og stillir sætið sjálfkrafa í samræmi við forskráða stillingu ökumannsins.

DMS-kerfið stillir hliðarspeglana í samræmi við forskráða stillingu ökumannsins.

Síðustu stillingar ökumannsins á fjölnotaskjánum, m.a. upplýsingar um eldsneytisnotkun viðkomandi ökumanns, eru endurheimtar til þægindaauka.

Sjálfvirk loftkæling

Viðvörun

Kerfið man og endurheimtir síðustu stillingar hita- og loftstýringar til að skapa þægilegt umhverfi í farþegarýminu.

Þegar DMS-kerfið greinir að augu ökumannsins lokast eða horfa til hliðar í langan tíma ákvarðar það að ökumaðurinn hafi orðið fyrir truflun eða sé syfjaður, og varar hann við með hljóðmerki og sjónrænni viðvörun á mælaborðinu og fjölnotaskjánum.

* Aukabúnaður. Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Ekki skal reiða sig eingöngu á DMS-kerfið fyrir öruggan akstur. Eiginleikar DMS-kerfisins eru takmarkaðir. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir kerfisins er að finna í notendahandbókinni. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila.

19


VÖ R U L Í N A

FORESTER 2.0i-S EyeSight L x B x H: 4625 x 1815 x 1730 mm Flöt, fjögurra strokka, 2,0 l 16 ventla DOHC + rafmótor 1995 cm³ BOXER-vél SUBARU: 110 kW (150 hö.) / 5600-6000 sn./mín. Rafmótor: 12,3 kW (16,7 hö.) HÁMARKSTOG ........ BOXER-vél SUBARU: 194 Nm (19,8 kgfm) / 4000 sn./mín. Rafmótor: 66 Nm (6,7 kgfm) GÍRKASSI ..... Lineartronic, aldrif MÁL ......... AFLEINING ......... SLAGRÝMI ............... HÁMARKSAFL .........

Mosagrænsanseraður

20


タを正とする。

FORESTER 2.0i-L EyeSight L x B x H: 4625 x 1815 x 1730 mm Flöt, fjögurra strokka, 2,0 l 16 ventla DOHC + rafmótor 1995 cm³ BOXER-vél SUBARU: 110 kW (150 hö.) / 5600-6000 sn./mín. Rafmótor: 12,3 kW (16,7 hö.) HÁMARKSTOG ........ BOXER-vél SUBARU: 194 Nm (19,8 kgfm) / 4000 sn./mín. Rafmótor: 66 Nm (6,7 kgfm) GÍRKASSI ..... Lineartronic, aldrif MÁL ......... AFLEINING ......... SLAGRÝMI ............... HÁMARKSAFL .........

Dimmperlublár

21


EIGINLEIK AR

01

02

04

03

05 09

06

07 01 LED-aðalljós með

sjálfvirkri hæðarstillingu Þessi LED-aðalljós með sjálfvirkri hæðarstillingu sameina lágu ljósin og háu ljósin og bregðast við stýringu til að tryggja gott útsýni í beygjum í myrkri.

06 Tveggja svæða loftkæling Loftkælingarkerfi sem samstillt er við aftursæti tryggir þægilegt andrúmsloft fyrir alla farþega. Fjórar stillingar tryggja að allir geta stillt hitastigið eftir sínum þörfum. Ennfremur er einnig hægt að velja stillingu á 6,3 tommu fjölnotaskjánum.

02 18 tommu álfelgur* Sterklegar, fjölarma 18 tommu álfelgurnar eru með 225/55R18 hjólbörðum.

07 USB-rafmagnsinnstungur (að framan og aftan)

USB-hleðslutengi eru við fram- og aftursæti.

03 LED-þokuljós að framan Þessi glæsilegu og sportlegu LED-þokuljós lýsa stórt svæði og bæta þannig útsýni í myrkri eða við slæm veðurskilyrði.

08 Skiptir vasar á sætisbökum Geymdu tímarit, snjallsíma og spjaldtölvur á skipulagðan hátt í skiptum vösum á sætisbökum.

08 04 LED-afturljósasamstæða Afturljósasamstæðan gefur nýja Forester-bílnum einkennandi Subaru-útlit með C-laga ljósum til marks um hagnýta eiginleika hans.

09 Minnisrofi fyrir sætisstöðu Minniseiginleiki sætisins er tengdur stöðu hliðarspeglanna til að tryggja aukin þægindi og notagildi. Auk þess er hliðarspegli farþegamegin sjálfkrafa snúið niður þegar sett er í bakkgír til að tryggja betra útsýni yfir kant þegar verið er að bakka.

10 05 Þakbogar Handhægur aðgangur að þakbogunum með brettum á aftari sílsalistum. Göt eru í bogunum til að hægt sé að festa reipi tryggilega og flytja hvað sem er áhyggjulaust.

10 Loftræsting fyrir aftursæti Loftristar aftan á miðstokknum tryggja að farþegar í aftursæti geta notið ferðarinnar í þægindum.

* Aukabúnaður.

22


L I T I R Á Y T R A BY R Ð I

Kristalperluhvítur

Silfursanseraður

Segulgrásanseraður

Kristalkísilsvar tur

Dimmperlublár

Mosagrænsanseraður

Brúntóna- og bronssanseraður

Djúpperlurauður

SÆ T I S Á K L Æ Ð I Svar t leður (2.0i-S EyeSight)*

Sætisáklæði

Brúnt leður (2.0i-S EyeSight)

Sætisbak

Sætisáklæði

Svar t ofið áklæði (2.0i-L EyeSight)

Sætisbak

Sætisáklæði

Sætisbak

AU K A H LU T I R

Stighlíf við farangursrými (ryðfrítt stál)

Vélarhlíf úr áli

Lágur bakki í farangursrými

Skilrúm í farangursrými

LED-ljós í afturhlera

* Aukabúnaður. Vegna staðsetningar prentsmiðju kunna litir að vera örlítið frábrugðnir þeim sem hér koma fram. Auk þess geta litir og sæti verið mismunandi eftir markaðssvæðum.

MÁL Mál eru í samræmi við staðlaðar mælingar SUBARU CORPORATION.

Ekki eru allir eiginleikar, aukabúnaður eða pakkar í boði fyrir allar gerðir og öll svæði. Sjá upplýsingar um framboð á tæknilýsingarblaðinu. Frekari upplýsingar fást hjá næsta viðurkennda söluaðila Subaru. SUBARU CORPORATION og BL ehf. áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og búnaði án undangenginnar tilkynningar. Tæknilýsingar og upplýsingar um búnað, litaúrval og aukahluti í boði eru háðar skilyrðum og kröfum á hverjum stað. Birt með fyrirvara um innsláttarvillur og ófyrirséðar breytingar.

23


Gagnvirk upplifun í Subaru BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

Við bjóðum upp á margvíslegt stafrænt efni með fjölbreyttri og spennandi gagnvirkni, t.d. 360° sjónarhorni og myndböndum, til að þú getir kynnt þér allt sem Subaru hefur upp á að bjóða.

subaru.is subaru-global.com/ebrochure youtube.com/user/SubaruGlobalTV facebook.com/SUBARU.GLOBAL


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.