Hyundai Kona EV - Bæklingur

Page 1

KONA Electric


2


Færðu þig yfir í rafmagnið. Glænýr KONA Electric er fyrsti rafknúni smájeppinn í Evrópu og er bæði fjölhæfur og afar skemmtilegur í akstri. Hann sameinar rúmgóðan jeppastíl með ótrúlegu drægi upp í allt að 449 km* – rafknúinn akstur án nokkurra málamiðlana!

* Drægi samkvæmt WLTP-prófun. Akstursdrægi fer eftir akstursaðstæðum, aksturslagi þínu og hitastigi. 3


Heimahleðsla (riðstraumur). Þegar bíllinn er tengdur við heimahleðslustöð eða hleðslustöð með riðstraumi tekur það að lágmarki 9 klukkustundir og 35 mínútur að hlaða hann að fullu. Einnig er hægt að tengja hann við venjulega heimilisinnstungu með því að nota ICCB-snúruna (með innbyggðu stjórnboxi). Nýr KONA Electric er búinn hleðslutæki sem ræður við 7,2 kW sem umbreytir riðstraumi úr innstungunni í jafnstraum sem hleður rafhlöðu bílsins.

Venjuleg hleðsla (7,2 kW)

4

64,0 kWh

9klst. 35mín.*


Hraðhleðsla (jafnstraumur). Þegar notaður er 100 kW jafnstraumur á hraðhleðslustöð tekur aðeins 54 mínútur að hlaða LiPo-rafhlöðu nýja KONA Electric-bílsins upp í 80% hleðslustöðu. Ef þú tengist 50 kW stöð er hleðslutíminn 75 mínútur.

Hraðhleðsla

100 kW

50 kWh

54mín.*

75mín.*

64,0 kWh

* Upp í 80% hleðslustöðu.

5


Helstu atriði hvað varðar hönnun. Þróttmikil hönnun ytra byrðis nýja KONA Electric-bílsins vekur athygli. Fáguð LED-lýsing og einstök smáatriði eru allt einkennandi þættir í jeppunum frá Hyundai.

Einkennandi lokað grill

6

Einstök LED-ljósahönnun


LED-afturljós Hliðarspeglar í sama lit og þakið með LED-stefnuljósum

Afturstuðari Þak og vindskeið að aftan í öðrum lit

Straumlínulagaðar 17" álfelgur

7


8


Færðu þig yfir í rafmagnið. Með farangursrými. Nýr KONA Electric er hannaður til að létta undir í daglegu lífi. Hann býður upp á mikið pláss bæði fyrir farþega og farangur í 332 lítra (VDA) farangursgeymslu. Farangursrýmið er líka stillanlegt: Þú getur fellt niður aftursætin á nokkrum sekúndum til að fá 1.114 lítra farangursrými sem rúmar allt sem þarf fyrir helgarferðina. Toppgrindin þolir allt að 80 kg hleðslu – sem þýðir að þú getur sett upp þakfestingu og haft með þér þann búnað sem þú vilt. Hefðbundni gírskiptirinn hefur vikið fyrir fjórum rafknúnum hnöppum sem skapar pláss fyrir viðbótargeymsluhólf þar sem geyma má persónulega muni undir miðstokknum.

Hyundai-farangursbox (aukahlutur)

Miðstokkur

Farangursgeymsla

9


Færðu þig yfir í rafmagnið. Vertu í sambandi. Það skiptir ekki máli hverju þú sækist eftir. Nýr KONA Electric býður upp á alla þá tengimöguleika sem búast má við og nýstárlega tækni sem auðveldar lífið. Hljóðkerfið er frá KRELL og skilar ótrúlegum hljómgæðum. Skjá- og hljóðkerfið er með 10,25 "snertiskjá. Þeir eru báðir búnir innbyggðri bakkmyndavél með ítarlegum leiðbeiningum sem auðveldar þér að leggja í stæði. Bæði kerfin styðja einnig Apple CarPlay™ og Android Auto™ þannig að þú getur tengt símann þinn og stýrt tónlistinni, símanum og forritum í honum á stórum skjánum.

Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc. Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.

Fyrsta flokks hljóðkerfi frá KRELL

10

10,25" snertiskjár


11


Færðu þig yfir í rafmagnið. Með hentugum stýringum. Nýi KONA Electric-bíllinn er hannaður til að halda þér við stjórnvölinn og tryggja þér tengingu, búinn fjölbreyttu úrvali af nýrri snjalltækni sem gerir aksturinn öruggari og afslappaðri – eins og sjónlínuskjá, rafstýrðum gírskipti og snertiskjá sem situr hátt og er þannig sýnilegri og aðgengilegri.

Sjónlínuskjár – Eykur öryggi þitt með því að varpa mikilvægum upplýsingum á borð við hraða, leiðsögn og viðvaranir beint fyrir augun á þér. Kveikt er á honum með hnappi við hlið stýrisins og hann hverfur ofan í mælaborðið þegar hann er ekki í notkun.

10,25” snertiskjár – Með bakkmyndavél og með ítarlegum leiðbeiningum sem auðveldar þér að leggja í stæði. Íslenskt leiðsögukerfi, stuðningur við Apple CarPlay™ og Android Auto™ þannig að þú getur tengt símann þinn og stýrt tónlistinni, símanum og forritum í honum á skjánum. Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc. Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.

12


Rafstýrðir gírskiptihnappar – Allt sem þú þarft innan seilingar. Skiptu á milli akstursgírs, hlutlauss gírs, bakkgírs og stöðugírs með því að nota hnappana sem eru þægilega staðsettir á miðstokknum. Rafstýrðu handbremsuna er einnig að finna hér.

7" mælaborð – Nýstárlegt 7" stafræna mælaborðið sýnir akstursstillingu og fylgist með orkuflæði og hleðslu rafhlöðunnar á skýran hátt. Það sést á augabragði hvernig aksturslag þitt hefur áhrif á akstursdrægið.

13


Nýr KONA Electric er búinn Hyundai SmartSense, hugvitssamlegu akstursaðstoðarkerfi, og er því leiðandi í sínum flokki hvað varðar akstursöryggistækni. Hann er smíðaður til að veita þér aukið öryggi og hugarró. Hvort sem um er að ræða sjálfvirka hemlun til að koma í veg fyrir árekstur og auðvelda þér að halda þig á akreininni eða blindsvæðisviðvörun getur tæknin varað þig við mögulegri hættu á meðan þú ekur.

Njóttu meira öryggis og aukinnar hugarróar við aksturinn. Snjallhraðastillirinn með Stop & Go-eiginleika heldur hæfilegri fjarlægð frá bílnum fyrir framan með því að draga úr eða auka hraðann sjálfkrafa, jafnvel í mjög hægri umferð og umferðarteppum.

14


FCA-árekstraröryggiskerfi með greiningu gangandi vegfarenda. FCA-kerfið notar myndavél og ratsjárskynjara til að fylgjast með umferð fram undan. Skynji kerfið að hætta sé á árekstri við bíl fyrir framan eða gangandi vegfaranda varar það ökumanninn við ef þörf krefur og hægir á eða stöðvar ökutækið sjálfkrafa.

Akreinastýring. Akreinastýring er staðalbúnaður sem notar myndavélina framan á bílnum til að greina vegamerkingar. Ef farið er óvart yfir línu varar það ökumanninn við og beitir stýrisátaki til að beina bílnum aftur inn á akreinina.

Akreinaaðstoð með ASCC-snjallhraðastillingu. Nýr KONA Electric er búinn akreinaaðstoð. Þegar kveikt er á henni notar kerfið myndavélina framan á bílnum til að halda honum á miðri akreininni. Akreinaaðstoðin virkar með snjallhraðastillingunni sem eykur þægindi ökumanns (vinnsluhraði 0–150 km/klst.).

Blindsvæðisviðvörun með akreinaskiptihjálp. Með hjálp tveggja ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðaranum varar kerfið við umferð á blindsvæðinu. Ef þú gefur stefnuljós við slíkar aðstæður gefur akreinaskiptihjálpin frá sér hljóðviðvörun.

LED-ljóstækni. Háljósaaðstoð greinir ökutæki sem koma úr gagnstæðri átt sem og ökutæki fyrir framan í myrkri og slekkur á háu ljósunum eftir því sem við á. Beygjuljósið lýsir út í kant þegar ekið er í beygju og eykur þannig yfirsýn í myrkri.

Árekstrarvörn að aftan. Þegar bakkað er út úr þröngum stæðum dregur árekstrarvörnin að aftan úr líkum á ákeyrslu. Til þess notar kerfið tvo ratsjárskynjara sem greina aðvífandi umferð frá hlið.

ISL-hraðatakmörkun. Hraðatakmörkunin notar myndavélina að framan frá leiðsögukerfinu til að greina hámarkshraðaskilti og birta hraðatakmarkanir og bannskilti í rauntíma. Upplýsingarnar eru bæði birtar á skjá leiðsögukerfisins og TFT-mælaborðinu.

Athyglisviðvörun. Hér er á ferðinni staðalbúnaður sem eykur öryggi og þægindi með stöðugri greiningu aksturslags. Þegar kerfið greinir þreytu eða einbeitingarleysi varar það ökumanninn við með hljóðmerki og viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með því að hann taki sér hlé frá akstrinum.

15


Litir í innanrými og sætisáklæði

Eintóna svart

Þrítóna gráblátt

Svart leður

Svart leður og ofið áklæði

Svart ofið áklæði

Grátt leður

Grátt leður og ofið áklæði

Svart leður

Svart leður og ofið áklæði

Svart ofið áklæði

Grátt leður

Grátt leður og ofið áklæði

16


Litir á ytra byrði

Krítarhvítur

Grár

Dökkgrár

Appelsínugulur

Gulur

Pastelblár

Dökkgrár

Svartur

Dökkrauður

Litir á þaki*

Krítarhvítur *Ekki eru allir litir á ytra byrði í boði með öllum þaklitum

17


Rafhlöðupakkar í boði Nýr KONA Electric fæst með 64 kWh rafmagnsaflrás sem skilar framúrskarandi aksturseiginleikum.

64,0 kWh

449km*

150 kW (204 hö.) Með 64 kWh rafhlöðu færðu drægi upp í allt að 449 km og með 204 ha. afköstum færðu líka heilmikinn kraft.

* Drægi samkvæmt WLTP-prófun. Akstursdrægi getur verið mismunandi eftir akstursaðstæðum, aksturslagi þínu og hitastigi.

18


1.570 mm

Mál og tæknilýsing

2.600 mm 4.180 mm

1.564 mm 1.800 mm

Gerð

64,0 kWh Gerð mótors

RAFMÓTOR

Riðstraumsmótor með sísegli (PMSM)

Hámarksafl (kW)

150

Hámarksafl (hö.)

204

Hámarkstog (Nm)

395

Hámarkstog (lb-ft)

290,4

Gerð

LiPo-rafhlaða

Slagrými (kWh)

RAFHLAÐA

HLEÐSLUBÚNAÐUR UM BORÐ AFKÖST

64,0

Aflköst (kW)

150

Orkuþéttni (kWh/kg)

141,3

Spenna (V)

356

Hámarksgeta (kW)

7,2

Úttak (kVA/ℓ)

0,7

Hámarkshraði (km/klst.)

167

Hröðun 0–100 km/klst. (sek.)

7,6

Losun í blönduðum akstri (g/km)

Eldsneytisnotkun / LOSUN KOLTVÍSÝRINGS

Sparneytni (Wh/km) Rafmagnsdrægi*

ÞYNGD

Hraðhleðsla

0 143 449 km

Hefðbundin hleðsla

HLEÐSLUTÍMI

1.575 mm

Um 9 klst. og 35 mín. 50 kW

Um 75 mínútur

100 kW

Um 54 mínútur

Eigin þyngd (kg) Hleðsla á toppgrind (kg)

1685–1743 80

* Drægi samkvæmt WLTP-prófun. Akstursdrægi getur verið mismunandi eftir akstursaðstæðum, aksturslagi þínu og hitastigi.

19


Kauptúni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is

1 7 ára ábyrgð Hyundai á eingöngu við um Hyundai bifreiðar sem upphaflega voru seldar viðskiptavinum hjá BL ehf. á Íslandi eftir 1. Jan 2021. 2 8 ár eða 200.000 km ábyrgð á rafhlöðu bílsins. Staðbundnir skilmálar gilda. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.

Hyundai Íslandi www.hyundai.is Höfundarréttur © 2020Hyundai Motor Europe. Allur réttur áskilinn. ESB. LHD 0621 ENG

Upplýsingarnar í þessari handbók eru til bráðabirgða, þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.