NISSAN
e-NV200
Langar þig að breyta til í rekstrinum?
Færðu þig yfir í rafmagnið.
Í dag eru meira en 15.000 Nissan e-NV200 rafmagnsbílar á götunni í Evrópu og nú er hægt að fá hann enn kraftmeiri með 40 kWh rafhlöðu! Í gegnum sömu rafhlöðutækni og notuð er í nýja verðlaunaða Nissan LEAF-rafmagnsbílnum nýturðu nýstárlegs og hugvitssamlegs ávinnings í rekstrinum. Þetta er fjárfesting sem borgar sig frá upphafi. Akstur rafmagnsbíls leiðir til verulegrar lækkunar rekstrarkostnaðar um leið og rekstrinum er beint inn á umhverfisvænni og sjálfbærari leið. Umbyltu rekstrinum með e-NV200. Vinnan verður aldrei söm.
ALLIR MEÐ Pláss fyrir farþega eða vinnuflokk: e-NV200 býður upp á þægilegt pláss fyrir tvo í Van og fimm til sjö í Evalia og rúmgott 0,87 til 4,20 kúbikmetra farangursrými.
EINFÖLD FERMING Rafhlaða e-NV200 liggur undir gólfinu til að hægt sé að bjóða upp á stórt farangursrými með góðu plássi fyrir tvö vörubretti.
EFTIR ÞÍNU HÖFÐI Farangursrýmið er notadrjúgt og sveigjanlegt með flötum veggjum fyrir einfalda festingu hilla og hólfa.
ECO
ECO 4 AKSTURSSTILLINGAR HÁMARKA DRÆGIÐ D-stillingin hentar best fyrir akstur á þjóðvegum þar sem notkun hraðastillis eykur orkunýtinguna. Eco-stillingin eykur akstursdrægið með sjálfvirkri stillingu inngjafarviðbragðs og hita- og loftstýringarkerfisins. Þetta er svo sannarlega orka sem hægt er að vinna með. B-stillingin eykur afl endurnýtingarkerfis hemlunarafls. Hún virkar eins og vélarhemlun í bílum með brunahreyfli. Saman gefa B-stillingin og Eco-stillingin mesta drægið með mjúkri hröðun Eco-stillingarinnar og endurnýtingu hemlunarafls í B-stillingunni.
AKSTURSDRÆGI 200 KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI 301 KM Í INNANBÆJARAKSTRI (BÍÐUR SAMÞYKKIS EFTIRLITSAÐILA WLTP)
40 til 60 mín.*
7 KLST. OG 30
21 KLST. OG 30
HRAÐHLEÐSLA
HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ
HLEÐSLA HEIMA VIÐ
*Tími ræðst af hleðsluskilyrðum, þar á meðal gerð hraðhleðslutækis og ástandi, stærð rafhlöðu og umhverfishitastigi og hitastigi rafhlöðu við notkun.
MÍN.
MÍN.
Unnið með orku og drægi
40 kWh rafhlöðu.
Byrjaðu daginn á fullri hleðslu með 200 til 301 km akstursdrægi (blandaður akstur og innanbæjarakstur í WLTP-prófunum) til að skutla, sækja, mæta og afhenda. Nissan e-NV200 býður upp á þrjár hleðslustillingar: Hraðhleðslutengið býður upp á 80% hleðslu á um 40 til 60 mínútum og fullri hleðslu er hægt að ná á um 7,5 klukkustundum með heimahleðslustöð með 6,6 kW hleðslubúnaði eða 21,5 klukkustundum með EVSE-snúru fyrir hefðbundna rafmagnsinnstungu á heimili eða vinnustað. Þú þarft aðeins að velja hentugustu hleðslustillinguna. Endurnýtingu hemlaafls í e-NV200 er að lokum ætlað að gera þér kleift að ná hámarksnýtingu út úr hverri hleðslu með því að hlaða rafhlöðuna í hvert skipti sem bíllinn er látinn renna, hægt er á eða hemlað.
NÝ VIÐSKIPTATÆKIFÆRI SKÖPUÐ e-NV200 er hljóðlátur bíll án útblásturs sem býður upp á næturafhendingar án truflunar í íbúðahverfum og notkun innandyra og á svæðum með takmörkunum. Nú eru viðskiptavinir þínir og vinnusvæði laus við hávaða- og koltvísýringsmengun.
MINNI
REKSTRAR- OG VIÐHALDSKOSTNAÐUR
0Í
BENSÍN OLÍUSKIPTI ÚTBLÁSTUR
MEIRI SPARNEYTNI: 80 KW (109 HÖ.) ÁVINNINGUR
Lækkaðu kostnaðinn.
Auktu skilvirknina.
Ímyndaðu þér að þurfa aldrei að setja peninga í eldsneyti, olíuskipti eða viðhald á gírkassa. Þetta er í boði þegar þú kaupir e-NV200 rafmagnsbíl. Þú sparar ekki bara aurinn með lægri rekstrarkostnaði heldur spararðu tíma líka. Þetta gerist þegar ekki þarf að stoppa til að fylla á bensín og stöðvunum vegna viðhalds fækkar mikið. Aðalávinningurinn er þó að þessi sparneytni bíll er umhverfisvænsti fjöldaframleiddi sendiferðabíllinn á markaðnum í dag – svo hljóðlátur og mengunarlaus að þú getur áhyggjulaust sinnt útkeyrslu í íbúahverfum að næturlagi og ekið um svæði með takmörkunum sem og innandyra. Hér hefurðu loksins bílinn sem opnar þér dyr að nýjum viðskiptatækifærum.
Betri akstur,
betri vinnudagur.
Ekkert jafnast á við að aka rafmagnsbíl, að líða hljóðlega eftir götunni, ekkert vélarhljóð, enginn titringur. Þegar við þetta bætist farþegarými sem hannað er með þarfir ökumannsins í huga, fótarými sem er það mesta í flokki sambærilegra bíla og hátt sæti fyrir aukið útsýni ertu með uppskriftina að ánægðari, orkumeiri og öruggari ökumanni. Þessu fylgja þægindi sjálfskiptingarinnar sem eykur akstursánægju og einstaklega liprir aksturseiginleikar (þökk sé lágri þyngdarmiðju og 15" felgum), tafarlaust EV-tog sem tryggir mjúka hröðun og lítill beygjuradíus. e-NV200 hefur alla burði til að verða þinn besti starfskraftur. Mesta fótarými í flokki sambærilegra bíla = aukin þægindi Hátt sæti eins og í vörubíl = aukið útsýni Hiti í sæti = aukin þægindi Lega rafhlöðu = lægri þyngdarmiðja
Bakkmyndavél auðveldar ökumanni að leggja í þröng stæði. Þessi búnaður birtir mynd af svæðinu fyrir aftan bílinn með hjálparlínum sem gera þér kleift að leggja e-NV200 nákvæmlega.
Beygjuradíus e-NV200 er einnig ótrúlega lítill, 11,1 m, og gerir þér kleift að aka þröngar götur og þéttsetin bílastæði, auk þess að leggja mjög nálægt fermingar- og affermingarstöðum.
11,1 M
HLEÐSLUSTAÐA AFLMÆLIR ÁÆTLAÐ DRÆGI
HLEÐSLUSTAÐA RAFHLÖÐU
Mælaborðið hefur að geyma allar helstu upplýsingar til að halda bílnum gangandi, á auðlæsilegu formi.
NISSANCONNECT EV-LEIÐSÖGN Framúrskarandi NissanConnect EV-fjarvirknikerfið auðveldar reksturinn með stafrænni rakningu og sendingu gagna. Ekki er lengur þörf á tímafrekri pappírsvinnu við rakningu og skráningu akstursskýrslna. Hægt er að fylgjast með stöðu rafhlöðunnar á NissanConnect EV-vefsvæðinu eða í NissanConnect EV-forritinu. Þú færð sendar tilkynningar um lok hleðslu og stöðu rafhlöðu. Hita- og loftstýringu og hleðslu fjarstýrt úr fartæki.
FYLGSTU MEÐ NAUÐSYNLEGUM UPPLÝSINGUM FYRIR ÞÍNA VINNU
Skrifstofa á hjólum
sem kemur þér hvert sem er. Úrval búnaðar í e-NV200 er óvenjumikið. Hönnun innanrýmisins sækir innblástur til ökumanna sem þurfa að sinna vinnu á ferðinni. Ökumannsrýmið gegnir einnig hlutverki aðgengilegs vinnusvæðis með rúmri stillingu sæta og fjölbreyttu geymslurými. Skrifstofurýmið er svo fullkomnað með NissanConnect með leiðsögn, handfrjálsum búnaði fyrir símtöl og straumspilun hljóðs með Bluetooth.
ÚTDRAGANLEG SKÚFFA UNDIR SÆTI farþegamegin býður upp á örugga geymslu hluta.
Einn skjár, miklar upplýsingar. Breytt heimilisfang fyrir afhendingu? Sæktu uppfærsluna með textaskilaboðum og finndu þar næst leiðina í leiðsögukerfinu.
MIÐSTOKKURINN er nógu stór til að rúma fartölvu – hann er líka með hólfi fyrir möppur. Niðurfellanlegt sætisbak farþegasætis býður upp á sterkbyggðan og hentugan flöt til að skrifa á.
Með því að færa gírstöngina á stýrissúluna er búið til aukið vinnupláss. Auk þess er nóg afl í boði með 12 V innstungu og USB-tengi.
Gott farmrými
og fjölhæfni fyrir fjölbreytt verk. Hönnun e-NV200 uppfyllir ólíkar þarfir. Tvær gerðir eru í boði (Van eða Evalia). Báðar gerðir eru búnar sveigjanlegu innanrými sem gerir þér kleift að setja upp hillur, hólf og sæti, eftir því sem þörf krefur. Hægt að velja á milli tveggja hurða, með eða án glugga, og afturhlera. Auk þess er ferming einfölduð með einstaklega lágri 524 mm hleðsluhæð.
Gott rými fyrir tvö hefðbundin vörubretti og meira til.
MJÖG STÓRT FARANGURSRÝMI
4,2 m3
2,8 m – pláss fyrir langan stiga (með niðurfellanlegu skilrúmi)
1,22 m á milli brettakanta 1,50 m frá vegg í vegg 1,36 m lofthæð
FARANGURSRÝMI
1,9 m3
Í FIMM SÆTA EVALIA
Flyttu alla í einu í sjö sæta útfærslu: e-NV200 Evalia vex með þér.
Flatir brettabotnar auðvelda hleðslu.
Sex gólffestingar sem geta haldið 509 kg.
e-NV200 Evalia býður upp á rúmgott farangursrými með sætum fyrir fimm farþega.
60/40
SKIPTING AFTURHURÐA
40%
FYRIR ÞRÖNGA AÐSTÖÐU. MINNI FARM
524 mm
HLEÐSLUHÆÐ AÐ AFTAN
60%
FYRIR STÓRAN FARM.
Allt settið
Hliðarlistar á yfirbyggingu
Aukahlutir frá Nissan FULLKOMNAÐU E-NV200 MEÐ AUKAHLUTUM FRÁ NISSAN. Allir aukahlutirnir eru sérsniðnir og hannaðir eftir þínum þörfum, hvort sem um er að ræða ofnar sætishlífar og hlífðarnet á rennihurð eða gúmmímottur og skottmottur.
Þriggja bera toppgrind
Aurhlífar að framan og aftan
4
1
3 Plasthlíf á hurð, tvískipt vörn
Sílsalistar
2
3
1
1 _ Ofnar sætishlífar úr vistvænu efni 2 _ Hlífðarnet á rennihurð 3 _ Gúmmímotta 4 _ Farangursnet, uppsetningarstangir fyrir farangursnet
2
4
3
5
5 _ Plasthlíf á gólf og stighlíf við op farangursgeymslu 6 _ Stighlíf og ofin gólfmotta 7 _ Farangursnet 8 _ Mjúk skottmotta 6
7
8
LITIR
Hvítur (S) – QM1
Silfraður (M) – KL0
Ljósgrár (PM) – K51
Svartur (M) – GN0
FELGUR
15" STÁLFELGUR
Rauður (S) – Z10
ÁKLÆÐI
15" HJÓLKOPPUR
15" ÁLFELGUR
DÖKKT ÁKLÆÐI
MÁL D
B C
HEILDARMÁL
E A
A Lengd
mm
B Breidd með speglum
mm
2011
C Breidd án spegla
mm
1755
D Hæð
mm
1850
E Hjólhaf
mm
2725
4560
ÞJÓNUSTUSAMNINGAR Þú getur tryggt þér hugarró og stjórnað kostnaði með áskrift að þjónustusamningi frá Nissan sem nær til reglubundins viðhalds í samræmi við akstur og tíma sem hentar þínum rekstri. Á þennan hátt geturðu tryggt að e-NV200 er þjónustaður af tæknimönnum Nissan.
ÞÚ NÆRÐ ÞVÍ BESTA ÚT ÚR STARFSFÓLKI NISSAN. Þú ert neistinn sem kveikir hugmyndirnar okkar. Þú eykur okkur hugvit. Þú veitir okkur innblástur til að breyta reglum og spila af fingrum fram. Hjá Nissan eru nýjungar ekki bara hugsaðar til að bæta við eða breyta heldur til að stíga út fyrir rammann og endurskapa. Hugmyndin er að galdra fram óvæntar lausnir sem uppfylla þína villtustu og hagnýtustu drauma. Við hjá Nissan hönnum bíla, aukabúnað og þjónustu sem ekki finnst annars staðar, við gerum notagildið spennandi og spennandi eiginleika hagnýta, sem skilar sér í gefandi akstursupplifun alla daga.
Í BOÐI MEÐ NISSAN e-NV200: Fullkomin hugarró við notkun e-NV200 er tryggð með 5 ára / 100.000 km ábyrgð á vélrænum íhlutum og rafmagnsíhlutum og innifalinni Nissan-aðstoð. Nánari upplýsingar má fá hjá næsta söluaðila eða í ábyrgðarbæklingnum. Tólf ára ábyrgð á ryðvörn. Ábyrgð á litíumrafhlöðu Nissan e-NV200 ver þig einnig gegn skertri afkastagetu niður fyrir 9 súlna afköst (af 12) í 8 ár / 160.000 km. *Yfirbyggingarhlutar og lakk falla ekki undir ábyrgð á fjórða og fimmta ári. Skilmálar og undanþágur eiga við. Frekari upplýsingar er að finna í ítarlegum ábyrgðarskilmálum.
Nissan Intelligent Mobility er á bak við allt sem við gerum. Við notum nýjustu tækni til að umbreyta bílum úr einföldum farartækjum í raunverulegan ferðafélaga. Þannig er ferðin öruggari, tengdari og meira spennandi. Framtíðin nálgast, hvort sem um er að ræða bíla sem geta tekið við akstrinum eða hraðbrautir sem bjóða upp á hleðslu fyrir rafmagnsbílinn á meðan ekið er eftir þeim. Framtíðin er raunar þegar farin að taka á sig mynd í Nissan-bílnum sem þú ekur í dag. Langar þig í Nissan e-NV200? Kíktu á okkur á netinu til að panta. www.nissan-env200.com
Stimpill söluaðila:
Fylgstu með Nissan á:
Áhersla hefur verið lögð á að tryggja að efni þessa bæklings sé rétt á þeim tíma sem hann fer í prentun (febrúar 2018). Í þessum bæklingi getur að líta frumútgáfur bíla. Í samræmi við áherslu fyrirtækisins á stöðuga þróun vara áskilur Nissan Europe sér rétt til að breyta hvenær sem er tæknilýsingum og ökutækjum sem lýst er og sýnd eru í þessum bæklingi. Söluaðilum Nissan verða tilkynntar slíkar breytingar eins fljótt og unnt er. Nýjustu upplýsingar er hægt að nálgast hjá næsta söluaðila Nissan. Vegna takmarkana við prentun kunna litir sem birtast í þessum bæklingi að vera aðeins öðruvísi en raunverulegir litir á yfirbyggingu og áklæði í innanrými. Allur réttur áskilinn. Fjölföldun þessa bæklings, að hluta eða í heild, er óheimil án skriflegs leyfis frá Nissan Europe. Þessi bæklingur er prentaður á óbleiktan pappír – MY18 ENV200 KYNNINGARBÆKLINGUR – Prentaður í ESB. Hannaður hjá DESIGNORY í Frakklandi og brotinn um og prentaður hjá eg+ Worldwide – sími: +33 1 49 09 25 35