NISSAN
MICRA
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn
Prenta | Loka
HANNAÐUR TIL AÐ UPPFYLLA VÆNTINGAR. Fimmta kynslóð Nissan MICRA er djarfur bíll sem setur ný viðmið í flokki lítilla bíla hvað varðar hönnun, þægindi og afköst. Einkennandi gæðahönnun að innan og utan, framsækinn tæknibúnaður og snarpir aksturseiginleikar eru ástæða þess að MICRA HENTAR FULLKOMLEGA SEM EFTIRTEKTARVERÐUR OG TÆKNIMIÐAÐUR BORGARBÍLL.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 |
Blaðsíða 2 |
Blaðsíða 3
Prenta | Loka
LEIÐANDI TÆKNI Í FLOKKI SAMBÆRILEGRA BÍLA SKILAR KRAFTMIKLUM EN ÖRUGGUM AKSTRI Aktu um áhyggjulaus, af meiri ánægju, öryggi og tengingu við umheiminn. Þetta er hugmyndin á bak við Nissan Intelligent Mobility. MICRA aksturskerfin greina umhverfi þitt, vara þig við og grípa inn í þegar stefnir í óefni. Því öruggari sem þú upplifir þig undir stýri, þeim meiri er akstursánægjan.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 |
Blaðsíða 2 |
Blaðsíða 3
Prenta | Loka
TJÁÐU ÞIG
FJÖLBREYTTAR SAMSETNINGAR
Hannaðu þinn eigin MICRA, bæði að innan og utan. Gefðu sköpunargáfunni lausan tauminn við val á lit yfirbyggingarinnar, þema innanrýmis, lituðum innfellingum að utan og felgum.
Innréttingar
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 |
Blaðsíða 2 |
Blaðsíða 3
Hurðarspeglakúplar
Hliðarlistar á yfirbyggingu
Listar á framstuðara
Listi á afturstuðara
17" álfelgur með lituðum innfellingum
Prenta | Loka
ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA Innanrými MICRA er sérstaklega hannað til að gera aksturinn ánægjulegri. Flæðandi mælaborðið, klætt mjúkum efnum, afgerandi smáatriði og sérvalin lituð áklæðin bera hnökralausri hönnun MICRA vitni þar sem þægindi og stíll fara saman til að skapa upplífgandi andrúmsloft.
AFGERANDI SMÁATRIÐI D-laga stýri
LEDumhverfislýsing
Stjórntækjum haganlega raðað saman
Mjúk efni og silfruð áferð
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2
Prenta | Loka
KYNNTU ÞÉR STÍL MICRA N-SPORT Þægileg akstursstaða, sæti hönnuð til að vinna gegn þreytu og hámarkshljóðeinangrun eru meðal þeirra nýjunga sem MICRA býður upp á til að auka þægindi þín í akstri.
Uppgötvaðu og finndu orkuna í ökumannsrými MICRA N-SPORT með höggvörðum hnéhlífum og fallegri svartri klæðningu. Alcantara®-sæti með „gervi“-leðurshlutum og Alcantara®mælaborð og skyggðar rúður tryggja hámarksþægindi í akstri.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2
Prenta | Loka
BOSE® PERSONAL®
EINSTÖK HLJÓÐUPPLIFUN MEÐ Akstur MICRA er frískandi upplifun, þökk sé BOSE® PERSONAL®-hljómtækjunum. Hljómtækin eru rómuð fyrir framúrskarandi hljómgæði og hljóðsviðsstillingar sem gera hverja einastu bílferð að ævintýri út af fyrir sig.
FYRSTA FLOKKS 360° HLJÓMGÆÐI. Sex hátalarar, þar af tveir UltraNearfield™-hátalarar í höfuðpúða ökumanns, bjóða upp á tær, fyrsta flokks hljómgæði.
HAFÐU ÞAÐ EFTIR ÞÍNU HÖFÐI. Veldu réttan hljóm fyrir þig og farþegana með því að stilla hljóðsviðið í stjórneiningunni. Fullkomlega samþætt stjórntækin gera þér kleift að stilla hljóðsviðið á ökumann, vítt svið eða umlykjandi svið.
SNJÖLL HÖNNUN. Fyrirferðarlítið og haganlega hannað BOSE® PERSONAL® -kerfið býður upp á fyrsta flokks hljómgæði án þess að það komi niður á geymsluplássi.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
Prenta | Loka
NÝTT NISSANCONNECT Framsækið hljóð- og leiðsögukerfi Nissan er búið snjallsímatengingu, handfrjálsri Bluetooth-samskiptatækni og innbyggðu forriti og þægilegt er að stjórna öllu á 7" snertiskjánum. Hægt er að stilla kerfið að vild, velja flýtileiðir og græjur eftir eigin höfði og nota raddstýringu. Ný útgáfa NissanConnect gerir þér einnig kleift að nota viðmótið sem þú þekkir best í gegnum Apple CarPlay / og Android Auto /.
SÉRSNIÐIN AÐALVALMYND. Í stjórnun flýtileiða og græja geturðu sérstillt heimaskjáinn á að birta mest notuðu eiginleikana eins og hljóð, símtalaferil og umferðarupplýsingar.
RADDSTÝRING. Haltu inni talhnappnum á stýrinu til að virkja einfaldar raddskipanir á öruggan, fljótlegan og þægilegan hátt í akstri.
LEIT Í EINNI LÍNU. Nú geturðu leitað að heimilisföngum og áhugaverðum stöðum með því að nota leit í einni línu, sem auðveldar til muna leitina að áfangastaðnum
ÞÍN EIGIN TÓNLIST. EINS OG ÞÚ VILT HAFA HANA Notaðu straumspilun með Bluetooth eða USBinnstunguna til að spila tónlist beint úr snjallsímanum þínum.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
Prenta | Loka
SNJALLARI SAMÞÆTTING TIL AÐ NÝTA BÍLINN TIL FULLS. Skipuleggðu ferðina fyrir fram í gegnum farsíma eða netið eða með leiðsögukerfinu í bílnum. Premium Traffic sem veitir þér nákvæmar upplýsingar um bestu leiðirnar með hliðsjón af umferð í rauntíma. Vertu alltaf með nýjustu upplýsingarnar með hjálp uppfærslna frá Over the Air Updates í gegnum snjallsímann þinn eða með því að tengjast heitum WiFi-reit. Sendu áfangastað í bílinn úr vefviðmóti Door-to-Door Navigation TomTom®-forritsins. Fáðu leiðsögn á uppáhaldsstaðina þína eða til tengiliða beint úr Door-toDoor Navigation TomTom®-forritinu
SENDU ÁFANGASTAÐ Í BÍLINN Í GEGNUM TÖLVU EÐA FARSÍMAFORRITIÐ Sendu áfangastað í bílinn úr hvaða kerfi sem er og skipuleggðu ferðina áður en þú leggur af stað
DOOR-TO-DOOR NAVIGATION TOMTOM® Farsímaforritið leiðbeinir þér á áfangastað, allt frá því að segja þér hvar þú lagðir bílnum og þar til það vísar þér veginn á leiðarenda.
PREMIUM TRAFFIC-GÖGN Fáðu nákvæmar upplýsingar um áætlaðan komutíma áður en þú leggur af stað út frá umferðarupplýsingum í rauntíma og veldu bestu leiðina með hliðsjón af þeim
DOOR-TO-DOOR NAVIGATION TOMTOM® -FORRIT Sæktu forritið Door-to-Door Navigation TomTom® í snjallsímann til að fá aðgang að öllum kortunum þínum á háþróuðum NissanConnect-fjölsnertiskjánum.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
Prenta | Loka
NISSAN ADVANCED DRIVE ASSIST-SKJÁR
HUGVIT SEM SÉST. 5" tommu TFT Advanced Drive-Assist-skjárinn í MICRA er með mikla upplausn og er hannaður til að lágmarka truflun og gera ferðina ánægjulegri með öllum upplýsingum sem þú þarft á að halda, þegar þú þarft á þeim að halda. Fyrirhafnarlaust.
AKSTURSUPPLÝSINGAR Í RAUNTÍMA
AKSTURSHJÁLP
NÚMERABIRTING
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
HLJÓÐ
Prenta | Loka
PLÁSS FYRIR ÞIG OG FLEIRI MICRA er hannaður fyrir þá sem vilja lifa lífinu. Þrátt fyrir að MICRA sé hannaður með þarfir ökumanns og farþega í framsæti í huga er nóg axla-eða fótarými fyrir farþega í aftursæti sem tryggir að allir njóti ferðarinnar. Og enn er nóg pláss eftir fyrir farangurinn. Byrjaðu að bjóða í bíltúr.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2
Ökumannssæti með hæðar- og hallastillingu
Færanlegt sæti með mesta hreyfisvið í flokki sambærilegra bíla
Stillanlegt stýri
Samfellanleg aftursæti með 60:40 skiptingu
Prenta | Loka
RÝMI SEM LAGAR SIG AÐ ÞÉR Plássið í MICRA kemur á óvart. Leggðu niður aftursætin til að búa til meiri pláss fyrir farangur eða stóra hluti og notaðu hugvitssamlegar hirslurnar fyrir smáhlutina, t.d. hanskahólfið, 1,5 l flöskuvasa í hurðum, vasa á sætum, glasahaldara og símahöldu með innstungu fyrir USB / 12 volta rafmagn.
300L
FARANGURSRÝMI
Aftursæti uppi
1004L
FULLNÝTT
Aftursæti felld niður
L. 720 mm x H. 560 mm x B. 1000 mm
Þrefaldur glasahaldari er haganlega staðsettur á miðstokknum.
Handhægt 10 lítra hanskahólf rúmar spjaldtölvu eða 2 lítra flösku.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2
Prenta | Loka
UPP Á HÁR Í framgír sýnir skjárinn bæði fram fyrir bílinn og yfirsýn til að tryggja að þú akir ekki of langt.
SÍÐASTA PÚSLIÐ
PASSAÐU DEKKIN
Þessi myndavél er neðan á hliðarspeglinum ökumannsmegin og er síðasta púslið í 360° yfirsýn af bílnum, hvort sem verið er að aka áfram eða aftur á bak.
Hvort sem verið er að aka áfram eða bakka er hægt að ýta á myndavélarhnappinn til að skipta úr yfirsýn í hliðarsýn með nærmynd. Þetta er sérlega gagnlegt til að sjá hversu langt er í kantsteininn.
SNJALLT UMHVERFISMYNDAVÉLAKERFI NISSAN
Í MICRA ER LEIKUR EINN AÐ LEGGJA Þætti þér betra ef það væri auðveldara að bakka í stæði? Bakkmyndavél og bílastæðisskynjarar eru góðra gjalda verð þegar verið er að bakka. Aftur á móti er betra að sjá víðar en bara aftur fyrir sig þegar bakkað er í stæði. Þess vegna er MICRA búinn fjórum myndavélum sem bjóða upp a 360° útsýni yfir umhverfi bílsins og hægt er að kalla fram nærmyndir á skiptum skjá frá myndavél að framan og aftan og myndavélum á hliðum til frekari skoðunar. Þá er gott að hafa í huga að sumar hindranir eru ekki kyrrar heldur á hreyfingu (svo sem innkaupakerrur). MOD-hreyfigreining greinir umhverfi MICRA og gefur viðvörun ef hlutir á hreyfingu greinast.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
AUGAÐ Í HNAKKANUM Í bakkgír geturðu notað skjáinn til að sjá hvað er beint fyrir aftan bílinn og hægt er að nota yfirsýnina til að sjá minni hluti sem kunna að leynast undir glugganum.
Prenta | Loka
AKSTUR MEÐ NISSAN INTELLIGENT
UPPLIFÐU ÖRYGGI Í AKSTRI Njóttu þess að aka um með ratsjá og myndavélar þér til halds og trausts. MICRA er búinn leiðandi tækni í flokki sambærilegra bíla sem passar upp á þig heim að dyrum. Með Intelligentaksturskerfum Nissan er eins og þú sért bæði með þriðja augað og sjötta skilningarvitið til að tryggja öruggan og ánægjulegan akstur hvern einasta dag.
INTELLIGENTNEYÐARHEMLUN. Þetta uppfærða kerfi greinir stöðugt hvort ökutæki eða gangandi vegfarendur eru í veginum og sendir frá sér viðvörun og beitir hemlunum ef hætta er fram undan.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
INTELLIGENTAKREINAVIÐVÖRUN. Þessi búnaður gefur frá sér sjónrænar viðvaranir og snertisvörun í gegnum stýrið og leiðréttir meira að segja stefnuna með því að hemla lítillega til halda þér innan akreinar ef bíllinn byrjar að aka út af henni án stefnuljóss.
BLINDSVÆÐISSKYNJARI. Auktu útsýnið: Kerfið varar þig við ef bíll er staddur innan blindsvæðisins á ská út frá bílnum.
Prenta | Loka
AKSTUR MEÐ NISSAN INTELLIGENT
ALLTAF PASSAÐ UPP Á ÞIG Aksturinn er ánægjulegri þegar þú ert að fullu við stjórnvölinn. Þess vegna eru Nissan Intelligent-aksturskerfin búin stillingum fyrir flestar akstursaðstæður. Hvort sem ekið er innanbæjar eða utan, í gegnum göng eða einfaldlega þegar bíllinn er kyrrstæður er tæknibúnaður MICRA ávallt til taks og veitir þér upplýsingar og aðstoð þegar á þarf að halda.
UMFERÐARSKILTAGREINING. Þar sem þú færð rauntímaupplýsingar um hraðatakmarkanir á veginumfer ekkert hraðatakmörkunarskilti framhjá þér.
HÁLJÓSAAÐSTOÐ. Á Ó Lýsir upp dimman veg. Kerfið kveikir á háljósunum og beinir þeim tímabundið niður á við þegar öðrum ökutækjum er mætt.
BREKKUAÐSTOÐ. Nú rennurðu ekki aftur á bak. Kerfið viðheldur hemlun í brekku þar til bíllinn tekur af stað.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
Prenta | Loka
AKSTUR MEÐ NISSAN INTELLIGENT
MICRA GERIR ÞIG AÐ BETRI ÖKUMANNI Aksturseiginleikar lipurs og viðbragðsfljóts MICRA veita þér betri tilfinningu fyrir veginum. Intelligentakstursstjórnun skilar mýkri akstri með því að dempa högg og Intelligent-beygjustýringin vinnur með nýju rafdrifnu aflstýri Nissan til að skila mjúkri en umfram allt öruggri stjórn. Spenna. Öryggi. Stjórn. Í MICRA hefur Nissan hannað akstursupplifunina sem beðið hefur verið eftir.
INTELLIGENT-AKSTURSSTJÓRNUN beitir mjúkri hemlun til að koma í veg fyrir óþægilega hnykki á efri hluta líkamans þegar ekið er yfir ójöfnur og til að auka þægindi í akstri.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
INTELLIGENT-BEYGJUSTÝRING stuðlar að öruggari akstri í beygjum. Hún beitir sjálfstæðri hemlun á hvert hjól til að halda bestu mögulegu línu í gegnum beygjur.www
Prenta | Loka
AFL NISSAN INTELLIGENT
SNAR Í SNÚNINGUM Gefðu inn og njóttu straumlínulagaðra afkasta MICRA , þeirra bestu í flokki sambærilegra bíla, og fjölbreytts úrvals minni viðbragðsgóðra og sparneytinna véla. Veldu IG-T 100PS MT-vélina ef þú leitast eftir framúrskarandi viðbragði og sparneytni og DIG-T 117PS-bensínvélina ef þú leitast eftir auknum afköstum og lipurð. Þegar við þetta bætist IG-T 100PS með sjálfskiptingu finnurðu alltaf þá akstursupplifun sem þú leitar að.
VELDU VÉL Veldu vél sem hentar þínum akstursstíl. Notaðu töfluna okkar til að bera saman upplýsingar um afl, tog, eldsneytisnotkun og útblástur eða leitaðu ráða hjá söluaðila Nissan. IG-T 100
IG-T 100
DIG-T 117
5 gíra bsk.
Xtronic sjsk.
6 gíra bsk
100 (74)
100 (74)
117 (86)
160
144
(200 overboost)
Eyðsla- bl.akstur L/100km
5,6 - 5,9*
6,2 - 6,5*
5,9*
CO2 blandaður akstur g/km
126 - 133*
139 - 146*
133*
Afl Hö(kW) Tog (Nm)
180
Svið uppgefinna talna fyrir losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er fyrir útfærslur frá Visia til Tekna fyrir IG-T 100-vélar. *Tölur um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings eru fengnar með prófunum á rannsóknarstofum í samræmi við löggjöf ESB og eru hugsaðar fyrir samanburð á ökutækjum. Ekki er víst að tölurnar birti rétta mynd af raunverulegum akstri. Aukabúnaður, viðhald, aksturshegðun og veðurskilyrði geta haft áhrif á raunverulega útkomu. Tölur koma frá nýjum WLTP-prófunum og hafa verið umreiknaðar í jafngilda NEDC-tölu til að auðvelda samanburð.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn
Prenta | Loka
ÁKLÆÐI
LITIR
Hvítur –S– ZY2
Glanshvítur –P– QNC
Beinhvítur –S– D16
Grár –M– KPN
Svartur –M– GNE
Rauður –P– NDB
Blár –M– RQG
Silfraður –M– KNV
Vínrauður –M– NBT
FELGUR
Platínusilfraður –M– ZBD
Svart áklæði VISIA staðalbúnaður
Svart áklæði ACENTA staðalbúnaður
Svart/grátt mynstrað áklæði N-CONNECTA staðalbúnaður
Svart/grátt áklæði TEKNA staðalbúnaður
Appelsínugulur –M– EBF
MÁL A: Hjólhaf: 2,525 MM B: Heildarlengd: 3,999 MM C: Heildarbreidd: 1,743 MM D: Heildarhæð: 1,455 MM
15" stálfelgur
16" stálfelgur
D
16" álfelgur, ekki demantsslípaðar
16" álfelgur, demantsslípaðar
17" álfelgur, demantsslípaðar
A C
B
Alcantara® með „gervi“-leðurshlutum N-SPORT staðalbúnaður og aukabúnaður í N-CONNECTA- og TEKNA-útfærslum
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
Prenta | Loka
FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI:
SETTU ÞITT MARK
1. RÖÐ: - Gljásvört yfirbygging með krómuðum Plus-útlitspakka fyrir ytra byrði - Appelsínugul yfirbygging með svörtum Plus-útlitspakka fyrir ytra byrði - Grá yfirbygging með appelsínugulum útlitspakka fyrir ytra byrði
á einstaka hönnun MICRA. Hægt er að velja á milli 15 samsetninga níu yfirbyggingarlita, tveggja mismunandi innréttinga og tveggja útlitspakka í fjórum litum. Gefðu tjáningunni lausan tauminn í afgerandi útliti.
2. RÖÐ: - Blá yfirbygging með krómuðum Plus-útlitspakka fyrir ytra byrði - Rauð yfirbygging með svörtum Plus-útlitspakka fyrir ytra byrði - Platínusilfruð yfirbygging með svörtum útlitspakka fyrir ytra byrði
MICRA SÉRSNIÐINN
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
Prenta | Loka
PAKKAR FYRIR INNANRÝMI ÚTLITSPAKKAR FYRIR YTRA BYRÐI Hliðarspeglahlífar, hliðarlistar og listar á fram- og afturstuðara. Veldu áhersluatriði eða lista í lit að eigin vali.
15
FLOTTAR SAMSETNINGAR
SVARTUR
APPELSÍNUGULUR
KRÓMAÐUR
DJÚPRAUÐUR
Leiktu þér með sérsniðspakkana okkar. Með heimsókn í hönnunarstúdíó Nissan eignastu Micra sem á sér engan líkan.
APPELSÍNUGULUR
KRÓMAÐUR
SVARTUR
DJÚPRAUÐUR
PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR YTRA BYRÐI: Gerðu útlitspakkann þinn enn flottari með 17" álfelgum með innfellingum í lit.
HEFÐBUNDINN GRÁR. Klæðning ræðst af valinni útfærslu.
YFIRBYGGINGARLITUR: SVARTUR - GNE PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: APPELSÍNUGULUR INNANRÝMI: APPELSÍNUGULUR
YFIRBYGGINGARLITUR: GRÁR - KPN PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: APPELSÍNUGULUR INNANRÝMI: APPELSÍNUGULUR
YFIRBYGGINGARLITUR: RAUÐUR - NBD PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: SVARTUR INNANRÝMI: HEFÐBUNDINN GRÁR
YFIRBYGGINGARLITUR: GLANSHVÍTUR - QNC PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: SVARTUR INNANRÝMI: HEFÐBUNDINN GRÁR
YFIRBYGGINGARLITUR: SVARTUR - GNE PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: KRÓMAÐUR INNANRÝMI: HEFÐBUNDINN GRÁR
APPELSÍNUGULUR. Aukabúnaður frá ACENTA til TEKNA
YFIRBYGGINGARLITUR: SVARTUR - GNE PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: DJÚPRAUÐUR INNANRÝMI: ELDRAUÐUR
YFIRBYGGINGARLITUR: VÍNRAUÐUR - NBT PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: SVARTUR INNANRÝMI: HEFÐBUNDINN GRÁR
YFIRBYGGINGARLITUR: APPELSÍNUGULUR - EBF PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: SVARTUR INNANRÝMI: APPELSÍNUGULUR
YFIRBYGGINGARLITUR: BLÁR - RQG PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: KRÓMAÐUR INNANRÝMI: HEFÐBUNDINN GRÁR
YFIRBYGGINGARLITUR: SILFRAÐUR - KNV PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: DJÚPRAUÐUR INNANRÝMI: HEFÐBUNDINN GRÁR
ELDRAUÐUR.
Aukabúnaður í N-CONNECTA- og TEKNA-útfærslum
YFIRBYGGINGARLITUR: RAUÐUR - NBD PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: KRÓMAÐUR INNANRÝMI: HEFÐBUNDINN GRÁR
YFIRBYGGINGARLITUR: RAUÐUR - NBD PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: SVARTUR INNANRÝMI: ELDRAUÐUR
YFIRBYGGINGARLITUR: PLATÍNUSILFRAÐUR - ZBD PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: SVARTUR INNANRÝMI: HEFÐBUNDINN GRÁR
YFIRBYGGINGARLITUR: GRÁR - KPN PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: SVARTUR INNANRÝMI: HEFÐBUNDINN GRÁR
YFIRBYGGINGARLITUR: GLANSHVÍTUR - QNC PLUS-ÚTLITSPAKKI FYRIR PERSO: APPELSÍNUGULUR INNANRÝMI: ALCANTARA® MEÐ „GERVI“LEÐURSHLUTUM
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
ALCANTARA® MEÐ „GERVI“-LEÐURSHLUTUM. N-SPORT, staðalbúnaður. Aukabúnaður í N-CONNECTA- og TEKNA-útfærslum
Prenta | Loka
LÁTTU SJÁ ÞIG OG SJÁÐU AÐRA Litir, lögun, áhersluatriði, innfellingar og falleg ljós ... Veldu lista í innanrými og á ytra byrði fyrir þinn MICRA og bættu við ljósum af vild. Hugmyndaauðgi starfsfólks hönnunar- og þróunardeilda Nissan er óþrjótandi en ekkert þeirra getur útbúið MICRA eins og þú.
1 - Farangursgeymslumotta sem hægt er að snúa við (ofið áklæði/gúmmí) 2 - Aurhlífar að framan og aftan 3 - Armpúði (ofið áklæði), appelsínugulur stemningslýsing 4 - Baksýnisspegilshlíf*, appelsínugul 5 - Snjallsímafesting (360 gráðu grip, svört) 6 - Upplýstar stighlífar við dyr Velúrmottur, appelsínugular 7 - Undirlýsing 8 - Uggalagað loftnet**, grátt (í boði í fjórum yfirbyggingarlitum)
1
2
3
4
*Ekki í boði með speglum í innanrými með sjálfvirkri deyfingu **AM-útvarp ekki stutt
FYRIR MICR A
5
6
7
8
Listi á afturhlera, appelsínugulur
17" margarma álfelgur
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4
Prenta | Loka
HJÁ NISSAN,
ERU GÆÐIN Í FYRIRRÚMI
IGæði eru grunnurinn að öllu sem við gerum, hvort sem það er á rannsóknar- eða hönnunarstofunni, í verksmiðjunni eða hjá söluaðila - eða einfaldlega í samskiptum okkar við þig. Við prófum, prófum aftur og svo enn einu sinni. Af þeim sökum er allt sem við gerum byggt á reynslu. Þetta köllum við Nissan-gæði.
360° FERLI Við byggjum á gæðum frá upphafi og þaulhugsum hvern einasta bíl til að gera hann þægilegri og endingarbetri með framsækinni hönnun, hugvitssamlegri tækni og vandlega völdu útliti fyrir þig.
ÖRYGGI Aksturskerfin okkar eru í stöðugri endurskoðun til að tryggja betur öryggi þitt og koma í veg fyrir óhöpp svo þú megir njóta öruggs aksturs alla daga. Umhverfismyndavélakerfið er búið fjórum myndavélum sem bjóða upp á yfirsýn yfir umhverfi bílsins.
ÓTRÚLEGUR ÁREIÐANLEIKI Við prófum bílana okkar til hins ýtrasta til að tryggja afköst þeirra og áreiðanleika. Við ökum milljónir kílómetra í forprófunum, opnum og lokum dyrum og vélarrými mörg þúsund sinnum á dag og notum ösku úr japönskum eldfjöllum til að prófa rúðurnar.
ENDANLEG SÖNNUN | Viðskiptavinir okkar eru besti mælikvarðinn á gæðin. Leitaðu eftir umsögnum, umfjöllunum og einkunnagjöf á netinu eða lestu það sem fólk hefur að segja um Nissan á Reevoo. Það er besti staðurinn til að bera saman bíla og fá áreiðanleg svör frá raunverulegum eigendum. https://www.nissan.co.uk/vehicles/vehicles/micra/customer-reviews.html
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn
Prenta | Loka
ÞJÓNUSTUSAMNINGAR NISSAN Þjónustusamningur Nissan er besti valkosturinn til að tryggja þínum Nissan JUKE það viðhald sem hann á skilið! Við hugsum um Nissan-bílinn þinn og tryggjum að þú borgir fast verð fyrir alla þjónustu að kaupum loknum. Þegar þú kemur með bílinn til söluaðila skiptum við um varahluti og vökva í samræmi við staðlaða viðhaldsáætlun Nissan og framkvæmum skoðanir til að tryggja áhyggjulausan akstur. Nissan gerir þér kleift að hafa stjórn á útgjöldunum með því að láta vita hvenær næsta þjónusta fer fram og leggja fram tillögu um þjónustu sem uppfyllir þínar þarfir á tíma sem hentar þér.
VIÐBÓTARTRYGGING NISSAN OKKAR LOFORÐ. ÞÍN REYNSLA
Viðbótartrygging Nissan gerir þér kleift að framlengja þriggja ára / 100.000 kílómetra ábyrgðina. Veldu þann samning sem hentar þínum akstri best. Komi til viðgerða eru eingöngu notaðir varahlutir frá Nissan á verkstæði sem vottað er af Nissan.
GILDISTÍMI LOFORÐA OKKAR ER ÓTAKMARKAÐUR. EF ÞÚ HEFUR SKRÁÐ ÞIG Í YOU+NISSAN OG VILT FÁ ÓSVIKIN, FÖLSKVALAUS OG HEIÐARLEG SVÖR SJÁUM VIÐ UM ÞIG. VIÐ LOFUM ÞVÍ.
ÓKEYPIS LÁNSBÍLL VIÐ LOFUM að halda þér á ferðinni á meðan verið er að þjónusta bílinn þinn. Með því að bóka tímanlega gerirðu okkur kleift að tryggja þér lánsbíl. Við bjóðum meira að segja upp á rafmagnsbíla á völdum þjónustustöðum, auk annarra fjölbreyttra samgöngulausna sem henta þér.
VERÐVERND Á ÞJÓNUSTU VIÐ LOFUM fyrsta flokks vinnu fyrir Nissan-bílinn þinn í gegnum sérfræðiþekkingu viðgerðafólks frá Nissan og notkun varahluta frá Nissan. Við erum sérfræðingar í að þjónusta Nissan. Til að tryggja að þú fáir það sem þú borgar fyrir býður Nissan upp á verðvernd gagnvart samsvarandi vinnu hjá þjónustuaðilum innan 10 km radíuss frá söluaðila.
ÓKEYPIS SKOÐUN Á BÍLNUM VIÐ LOFUM ókeypis skoðun í hvert skipti sem vinna þarf við bílinn. Þannig veistu upp á hár hvað þarf að gera og hvað það kostar. Allt verð er einnig aðgengilegt á netinu og hjá
NISSAN-AÐSTOÐ ÚT LÍFTÍMANN VIÐ LOFUM að halda þér á ferðinni allan sólarhringinn. Ef eitthvað óvænt kemur upp á er Nissan-aðstoð í boði allan sólarhringinn, sama hversu gamall Nissan-bíllinn þinn er.
ÞÚ NÆRÐ ÞVÍ BESTA ÚT ÚRSTARFSFÓLKI NISSAN. Þú ert neistinn sem kveikir hugmyndirnar okkar. Þú eykur okkur hugvit. Þú veitir okkur innblástur til að breyta reglunum og spila af fingrum fram. Hjá Nissan eru nýjungar ekki bara hugsaðar til að bæta við eða breyta heldur til að stíga út fyrir rammann og endurskapa. Hugmyndin er að galdra fram óvæntar lausnir sem uppfylla þína villtustu og hagnýtustu drauma. Við hjá Nissan hönnum bíla, aukabúnað og þjónustu sem ekki finnst annars staðar, við gerum notagildið spennandi og það spennandi hagnýtt, sem skilar sér í gefandi akstursupplifun alla daga.
NISSAN MICRA BÝÐUR ÞÉR: ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ TÓLF ÁRA RYÐVARNARTRYGGINGU Á YFIRBYGGINGU RYÐGATATRYGGING ÞJÓNUSTU EFTIR HVERJA 20.000 KM
HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER, HVAÐ SEM ER. ÞÚ HRINGIR BARA Í 525 8000 OG VIÐ MÆTUM.
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn
Prenta | Loka
Intelligent Mobility er á bak við allt sem við gerum. Við notum nýjustu tækni til að umbreyta bílum úr einföldum farartækjum í raunverulegan ferðafélaga. Þannig er ferðin öruggari, tengdari og meira spennandi. Framtíðin nálgast, hvort sem um er að ræða bíla sem geta tekið við akstrinum eða hraðbrautir sem bjóða upp á hleðslu fyrir rafmagnsbílinn á meðan ekið er eftir þeim. Framtíðin er raunar þegar farin að taka á sig mynd í Nissanbílnum sem þú ekur í dag.
Kíktu á vefsvæðið okkar: www.nissan.is
Stimpill söluaðila:
Fylgstu með Nissan MICRA á:
Áhersla hefur verið lögð á að tryggja að efni þessa bæklings sé rétt á þeim tíma sem hann fer í prentun (NÓVEMBER 2019). Í þessum bæklingi getur að líta frumgerðir bíla sem sýndar eru á bílasýningum. Í samræmi við áherslu fyrirtækisins um stöðuga þróun vara áskilur Nissan Europe sér rétt til að breyta hvenær sem er tæknilýsingum og bílum sem lýst er og sýnd eru í þessum bæklingi. Söluaðilum Nissan verða tilkynntar slíkar breytingar eins fljótt og unnt er. Nýjustu upplýsingar er hægt að nálgast hjá næsta söluaðila Nissan. Vegna takmarkana við prentun kunna litir sem birtast í þessum bæklingi að vera aðeins öðruvísi en raunverulegir litir á yfirbyggingu og klæðningar í innanrými. Allur réttur áskilinn. Fjölföldun þessa bæklings, að hluta eða í heild, er óheimil án skriflegs leyfis frá Nissan Europe. Þessi bæklingur er prentaður á óbleiktan pappír – MY19 MICRA-bæklingur 11/2019 – Prentaður í ESB. Hannaður hjá DESIGNORY í Frakklandi og brotinn um og prentaður hjá eg+ worldwide í Frakkland – sími: +33 1 49 09 25 35
Að utan | Að innan | Tæknilýsingum | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Eiginleikar | Sérsniðinn
Prenta | Loka