Nissan Navara - Bæklingur

Page 1

NISSAN

NAVARA

ÁRA ÁBYRGÐ 160.000 km.

*


PALLBÍLL SEM ÞÚ GETUR TREYST ÚT Í GEGN.

Fjórhjóladrifni Nissan NAVARA-pallbíllinn er búinn stigagrind með heilum ramma í stað þriggja hliða grindar með rásum sem notuð er í aðra pallbíla. Einnig er hann með nýja fjölliða gormafjöðrun að aftan, sem er einstætt í flokki pallbíla. Hann er því þægilegri og lipurri í akstri, án þess að það komi niður á flutningsgetu hans.

FLÁI AÐ FRAMAN

31°

VAÐDÝPI

600 mm


FLÁI AÐ AFTAN

29°

223 mm

VEGHÆÐ

HEIL GRIND. HEILDARLAUSN.

Nissan NAVARA dregur allt að 3,5 tonn, getur flutt yfir 1 tonn af farmþunga og skilar ótrúlegum afköstum á öllu undirlagi. Stigagrind hans með heilum ramma er búin til úr sterkbyggðu og álagsþolnu stáli sem eykur stífni yfirbyggingarinnar og vindustífni.


Brekkuaðstoð

Fjórhjóladrif með fljótlegum skiptingum

KRAFTUR SEM KEMUR ÞÉR GEGNUM HOLT OG HÆÐIR.

Sjálfvirk tregðulæsing í fjórhjóladrifi

Rafrænt tregðutengt mismunadrif

Hvort sem þú ert djúpt inni í óbyggðum eða í frumskógi stórborgarinnar er Nissan NAVARA alltaf í essinu sínu. Það eru þrjár akstursstillingar í boði – hátt fjórhjóladrif fyrir léttar torfærur, lágt fjórhjóladrif fyrir miklar torfærur í sandi, snjó eða aurbleytu, og tvíhjóladrif fyrir malbikið. Með eiginleikum eins og brekkuaðstoð og hallastýringu er þetta pallbíll sem ræður við hvað sem er og hefur til að bera einstaka spyrnu, einnig í tvíhjóladrifsstillingu, með hjólbörðum með fínu mynstri, þökk sé rafræna tregðutengda mismunadrifinu.


Hallastýring

Brekkuaðstoð og hallastýring. Þarftu að takast á við erfiðar aðstæður? Nú geturðu gert það af auknu öryggi og með betri stjórn. Í halla getur brekkuaðstoð hjálpað þér við að renna ekki aftur á bak þegar þú tekur af stað. Hallastýring hjálpar þér að halda stöðugum hraða og hemla í mesta hallanum.


AFSLAPPAÐUR AKSTUR.

Að utan er þetta fjórhjóladrifinn pallbíll. Að innan er Nissan NAVARA lúxusjeppi. Stilltu sjálfvirku tveggja svæða hitastýringuna og njóttu akstursins með þægilegri fjölliða gormafjöðrun að aftan. Þessi pallbíll er ekki bara vinnuþjarkur heldur býður hann þér upp á ánægjulegan daglegan akstur eins og í jeppa.

2,3 LÍTRA DÍSILVÉL MEÐ MILLIKÆLI (EURO 6D TEMP) VÉLARBLOKK

2298 CM³

TEGUND ELDSNEYTIS

DÍSILOLÍA

SPARNEYTNI

FRÁ 6,1  L/100  KM

ÚTBLÁSTUR (KOLTVÍSÝRINGUR)

FRÁ 159  G/KM

AFL

160  HÖ. / 120  KW 190  HÖ. / 140 KW

TOG

403  NM @ 1500 SN./MÍN. 450  NM @ 1500 SN./MÍN.

HÁMARKSÞYNGD FYRIR DRÁTT

3.500 KG

HÁMARKSBURÐARGETA

YFIR 1100 KG

6,1 L

SPARNEYTNI

/ 100 KM



DRÁTTARAFLIÐ ER VERULEGT.

Dráttargeta NAVARA er einstök. Sterkbyggð og traust stigagrindin og íhlutir sem þola mikið álag, þar á meðal hemla-, gíra- og kælikerfi, mikið afl og tog á litlum snúningshraða gera þér kleift að draga ótrúlegustu þyngd. 3,5 tonna dráttargeta í öllum gerðum með fjórhjóladrifi.

3,5 T DRÁTTARGETA



>1 T

FLUTNINGSGETA


ALLT UPP Á PALL.

Nissan NAVARA er hannaður til að takast á við erfið verkefni og mikinn farmþunga, eða yfir 1 tonn, og getur dregið 3,5 tonn. Léttari afturhleri gerir að verkum að einfalt er að hlaða og tæma bílinn. Þá er líka auðvelt að tryggja að farmurinn sé öruggur, þökk sé byltingarkenndu bindikerfi Nissan með C-rásum. Hægt er að læsa færanlegum smellum hvar sem er í sérstökum rásum á þremur hliðum pallsins svo hægt er að festa hvaða farm sem er, hver sem lögun hans og stærð er.


Þessi bíll vekur athygli bæði á veginum og utan hans með afgerandi og sérstöku útliti bæði í innanrými og á ytra byrði. Þægindi með einstaklega djörfu útliti

NAVARA N-GUARD fæst aðeins í hvítum (S - QM1), svörtum (M - GN0) og gráum (M - K51) lit.


NAVARA N-GUARD

ENN ÁRÆÐNARI. N-Guard er NAVARA í öðru veldi: hlaðinn búnaði og sjálfsöryggið uppmálað með kraftmikið viðmót í svörtum, gráum eða perluhvítum lit. Svartar 18" álfelgur, stuðarar, framgrill og þakbogar slá tóninn, með sérstökum mottum, merkingum og sætum með einkennandi gulum saumum að innanverðu. Áræðnari. Hugrakkari. Fallegri.


Nissan Navara fæst líka í Extended Cab útgáfu. Stýrishúsið er lengra og eru afturhurðir á lömum sem auðvelda aðgengi farþega inn í farþegarýmið, sem og stærri hluta sem ekki komast í gegnum venjulegar dyr. Aftursætin tvö hallast fram eða lyftast upp til að skapa stórt opið rými sem auðveldar aðgengi að hlutum.


Mjög stórir vasar í hurðum ökumanns og farþega bjóða upp á mikið og gott geymslupláss.

Hanskahólfið er tilvalið til að geyma skjöl og skrár, meira að segja þau sem eru í stærra lagi.

GEYMDU ÞAÐ. FELDU ÞAÐ. LÆSTU ÞVÍ. NJÓTTU ÞESS. Vandlega hannað, sveigjanlegt innanrými með mörgum hugvitssamlegum geymsluhólfum hentar vel í leik og starfi. Það er pláss fyrir dótið þitt undir farþegasætunum að aftan, í vösunum á hliðarhurðunum, í rúmgóðu hanskahólfinu og einnig í stórum miðstokknum. Sækir þorstinn að þér? Glasahaldarar eru hvert sem litið er: hjá framsætunum og einnig í vösum í fram- og afturhurðunum.

Í miðstokknum eru stórir glasahaldarar og djúpt lokað geymsluhólf fyrir hluti sem þú vilt hafa nærri en þó úr augsýn.

Geymsluhólf undir aftursætunum eru fullkomin fyrir verkfæri sem þú vilt ekki að sjáist.


Á FYRSTA FARRÝMI ALLA DAGA.

Í Nissan NAVARA nýturðu þæginda og pláss í öllum sætum. Þægileg framsætin veita góðan stuðning á lengri ferðum. Sjálfvirk tveggja svæða hitastýring gerir einnig að verkum að þú og farþegar þínir getið haft loftið eins svalt eða hlýtt og þið viljið, og hringlaga loftunarop á hliðum bjóða upp á nákvæma stjórnun loftstreymisins – sem gagnast öllum um borð.




HAFÐU ALLT Á HREINU.

Allir stjórnhnappar eru á hárréttum stað til að þú getir stýrt umhverfinu hratt og örugglega. Nissan Intelligent-lykill gerir þér kleift að læsa og opna dyrnar og gangsetja bílinn án þess að þurfa að taka lykilinn úr vasanum. Í boði er sportlegt, leðurklætt stýri með stjórnrofum fyrir hljómtæki sem gerir þér kleift að stjórna hraðastilli og hljómtækjunum með hendurnar á réttum stað. Auk þess er í boði handfrjálst Bluetooth-símakerfi sem gerir þér kleift að hringja og svara símtölum án vandræða.


NISSAN ADVANCED DRIVE ASSIST-SKJÁR

HUGVIT SEM FER EKKI FRAM HJÁ ÞÉR.

Þegar mikið gengur á í kringum þig er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir mestu máli: akstrinum. Advanced Drive Assist-skjárinn birtir upplýsingar beint fyrir framan þig – og því þarftu síður að líta af veginum. Þá geturðu einbeitt þér að því sem mestu máli skiptir.



SJÁLFSÖRYGGI ALLT UM KRING. Væri ekki gott að hafa sjálfsöryggið sem þarf til að sinna öllum þáttum akstursins? Nissan Intelligent Mobility er kerfisbundin öryggisnálgun sem höfð er að leiðarljósi við hönnun og þróun sérhvers bíls sem við búum til. Búnaðurinn sem hér er lýst eru aðeins nokkur dæmi af mörgum í Nissan NAVARA sem hjálpa til við að verja þig og þína með áherslu á þrjá lykilþætti: að fylgjast vel með kerfum bílsins og umhverfi hans, að aðstoða við óvæntar aðstæður og að gæta öryggis þíns ef slys ber að höndum.

Intelligent-umhverfismyndavélakerfi. Fjórar myndavélar bjóða upp a 360° útsýni yfir umhverfi bílsins og hægt er að kalla fram nærmyndir á skiptum skjá frá myndavél að framan og aftan og myndavélum á hliðum til frekari skoðunar. Kerfið virkar upp í 10 km hraða á klst. og því er hægt að fylgjast með aðgerðum á minni hraða á veginum og utan hans til að forðast hindranir.

7 staðlaðir loftpúðar. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega að framan, tveir hliðarloftpúðar í framsætunum, tvö loftpúðatjöld fyrir högg frá hlið í þakinu og loftpúði fyrir hné ökumanns.


HRAÐAMINNKUN

BÆTT HRAÐAMINNKUN

NEYÐARHEMLUN

SJÓNRÆN VIÐVÖRUN / HLJÓÐVIÐVÖRUN

Intelligent-neyðarhemlun (IEB). Ratsjá í framstuðaranum mælir bilið á milli bílsins og næsta bíls á undan. Ef hún greinir hættu á árekstri gefur hún frá sér hljóðviðvörun og sjónræna viðvörun. Takist ökumanninum ekki að hemla nægilega hemlar bíllinn sjálfkrafa til að koma í veg fyrir slys.

ABS-hemlakerfi (ABS-kerfi). ABS-kerfi kemur í veg fyrir að hjólin læsist þegar hemlað er kröftuglega og gerir þér þannig kleift að stöðva bílinn hraðar um leið og þú stýrir fram hjá hindrunum. Rafstýrð EBD-hemlajöfnun. Rafstýrð EBD-hemlajöfnun beitir sjálfkrafa viðbótarafli á afturhemlana þegar hún nemur viðbótarþyngd í afturhluta bílsins.

Spólvörn. Spólvörn gefur betra grip á veginum. Hún skynjar þegar drifhjól byrjar að snuða og dregur úr vélarafli eða beitir hemlaþrýstingi til að ná gripi á ný. Auk þess býður Navara upp á aðstoð þegar eftirvagn sveigist til og heldur eftirvagninum þannig í réttri línu við bílinn.

Rafrænt tregðutengt mismunadrif (eLSD). Við aðstæður þar sem spyrna er minni (í snjó, aur, drullu, brekkum o.s.frv.) nemur bíllinn ef eitt hjólið spólar og hægir sjálfkrafa á því hjóli með því að nota bremsurnar og auka spyrnu til að þú komist leiðar þinnar. Virkar á öllum fjórum hjólunum.

Svæðaskipt yfirbygging. Svæðaskipt yfirbygging Nissan hjálpar til við að taka í sig högg og verja farþegarýmið við árekstur. Hún felur í sér hönnun farþegarýmis sem þolir mikið álag, með þverbitum og styrkingum, krumpusvæðum að framan og aftan og stýrissúlu sem deyfir högg.


MEIRI VINNA LENGRI ENDING Hannaður til að veita þér áralanga trausta og áreiðanlega þjónustu sem hentar þínum lífsstíl; því meira sem þú leggur á hann, því meira dregur hann – allt að 3,5 tonn við allar aðstæður. Sterkur og þolgóður að innsta kjarna og smíðaður til að endast, traustasti félagi sem þú finnur þótt víðar væri leitað. Fullbúinn nýjasta tæknibúnaði Nissan, alltaf tilbúinn í leik og starfi.



1

2

3

4

5

6

7

8

1. Pallklæðning úr áli 2. Pallklæðning og pallskilrúm úr plasti 3. Afturhlerahjálp 4. Skrautstöng á pall, svört 5. Pallhlíf, ál 6. Útdraganlegur bakki 7. Dráttarkrókur, áfestur 8. Farangurshlíf, mjúk 9. Pallhús, premium-útgáfa


AUKAHLUTIR FYRIR NISSAN

FLOTTARI, HARÐGERÐARI OG DJARFARI. ÞETTA ER NISSAN NAVARA

Veldu það sem hentar þér og verðu Nissan NAVARA-bílinn þinn með Nissan aukabúnaði: flottur og hentugur í vinnu og leik.

9


LITIR

S: Sanseraðir - M: Mattir

CAQ BRÚNBRONSAÐUR (S)

EAU SAVANNAH-GULUR (S)

QAB PERLUHVÍTUR (S) (aðeins Tekna og N-Connecta)

QM1 HVÍTUR (M)

KL0 SILFRAÐUR (S)

GN0 SVARTUR (S)

K51 GRÁR (S)

Z10 RAUÐUR (M)

BW9 BLÁR (S)

FELGUR

17” stálfelga

17" álfelga silfruð

18" álfelga svört og silfruð


ÁKLÆÐI

MÁL

A B VISIA OG ACENTA – GRAFÍTÁKLÆÐI

C

N-CONNECTA – GRAFÍTÁKLÆÐI

A: Heildarhæð: 1.840 mm (með þakbogum) B: Heildarlengd: 5.330 mm C: Heildarbreidd: 2.085 mm (með spegla úti) PALLUR Hæð: 474 mm (lyftihæð afturhlera) Lengd: 1.578 mm (við gólf) Breidd: 1.560 mm (hám.)

TEKNA-VALKOSTUR – GRAFÍTLEÐUR


FIMM ÁRA ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA Á NISSAN LCV Nissan býður nú upp á 5 ára ábyrgð framleiðanda í Evrópu á öllum léttum atvinnubifreiðum*. Þetta er meira en venjuleg ábyrgð, en hún inniheldur:

• 5 ára eða 160.000 km alhliða ábyrgð • 5 ára lakkábyrgð fyrir lakk á yfirbyggingu • 5 ára ábyrgð á varahlutum og aukahlutum frá Nissan • 5 ára vegaaðstoð • 12 ára ábyrgð á ryðvörn fyrir NAVARA • Fylgir við endursölu Þar sem viðhaldsáætlun dísilvéla er á 24 mánaða fresti eða eftir hverja ekna 30.000 km færðu ekki aðeins hugarró í 5 ár heldur tryggirðu þér einnig lægri rekstrarkostnað.

ÞÚ NÆRÐ ÞVÍ BESTA ÚT ÚR STARFSFÓLKI NISSAN. Þú kveikir hugmyndirnar okkar. Þú eykur okkur hugvit. Þú veitir okkur innblástur til að breyta reglunum og spila af fingrum fram. Hjá Nissan eru nýjungar ekki bara hugsaðar til að bæta við eða breyta heldur til að stíga út fyrir rammann og endurskapa. Hugmyndin er að þróa óvæntar lausnir sem uppfylla þína villtustu og hagnýtustu drauma. Við hjá Nissan hönnum farartæki, aukabúnað og þjónustu sem ekki finnst annars staðar – við gerum notagildið spennandi og það spennandi hagnýtt, sem skilar sér í gefandi akstursupplifun alla daga. *5 ára / 160.000 km (hvort sem er á undan) ábyrgð frá framleiðanda fyrir LCV-línuna (með undantekningu fyrir eNV200: 5 ára / 100.000 km ábyrgð frá framleiðanda fyrir varahluti í rafkerfi, 5 ára / 100.000 km fyrir annað í bílnum) Ábyrgð á lakki, varahlutum og aukahlutum frá Nissan, vegaaðstoð og ryðvörn er ekki bundin við ekna kílómetra. Frekari upplýsingar má finna í Nissan-ábyrgðarskírteininu.


ÞJÓNUSTA VIÐ VIÐSKIPTAVINI SÉRHÆFT STUÐNINGSNET NISSAN býður upp á sérhæft net söluaðila til að styðja við sérstakar kröfur ökutækja þinna: • Samevrópsk ábyrgð • Þjálfað söluteymi fyrir og eftir afhendingu • Samkeppnishæfar fjármögnunarlausnir • Sérsniðnar útgáfur • Framúrskarandi viðbótarábyrgð sem er enn ítarlegri en fimm ára ábyrgð á Nissan LCV. • Reynsluakstur eins og þér hentar

ÞJÓNUSTUDEILD FYRIR KAUPENDUR BIFREIÐA Það kemur sér alltaf illa þegar bíllinn þinn bilar. Það að pallbíllinn bili getur hins vegar haft alvarleg áhrif á reksturinn. Bíllinn þinn er ekki að vinna fyrir þig þegar hann er ekki í notkun, og það á einnig við um þjónustutíma. Við hjá Nissan gerum okkur grein fyrir þessu. Við gerum því okkar allra besta til að tryggja að bíllinn sé þar sem hann á að vera, á vegum úti.

ÞJÓNUSTUSAMNINGAR NISSAN OG VIÐBÓTARTRYGGING Þú getur tryggt þér fullkomna hugarró og stjórnað kostnaði með áskrif t að þjónustusamningi frá Nissan sem nær til reglubundins viðhalds og slits í samræmi við akstur og tíma sem hentar þínum rekstri. Á þann hátt tryggirðu að NAVARA fái þjónustu sérhæfðra tæknimanna Nissan. Til að losa þig við allar áhyggjur geturðu fengið viðbótartryggingu sem nær yfir hugsanlega bilun í vél og rafkerfi við lok nýju NAVARAábyrgðarinnar.


Kíktu á vefsvæðið okkar: www.nissan.is

Fylgstu með Nissan NAVARA á:

*5 ára / 160.000 km (hvort sem er á undan) ábyrgð frá framleiðanda fyrir LCV-línuna (með undantekningu fyrir e-NV200: 5 ára / 100.000 km ábyrgð frá framleiðanda fyrir varahluti í rafkerfi, 5 ára / 100.000 km fyrir annað í bílnum) Áhersla hefur verið lögð á að tryggja að efni þessa bæklings sé rétt á þeim tíma sem hann fer í prentun ( júlí 2019). Í þessum bæklingi getur að líta frumgerðir bíla sem sýndar eru á bílasýningum. Í samræmi við áherslu fyrirtækisins um stöðuga þróun vara áskilur Nissan Europe sér rétt til að breyta hvenær sem er tæknilýsingum og bílum sem lýst er og sýnd eru í þessum bæklingi. Söluaðilum Nissan verða tilkynntar slíkar breytingar eins fljótt og unnt er. Nýjustu upplýsingar er hægt að nálgast hjá næsta söluaðila Nissan. Vegna takmarkana við prentun kunna litir sem birtast í þessum bæklingi að vera aðeins öðruvísi en raunverulegir litir á yfirbyggingu og klæðningar í innanrými. Allur réttur áskilinn. Fjölföldun þessa bæklings, að hluta eða í heild, er óheimil án skriflegs leyfis frá Nissan Europe. Þessi bæklingur er prentaður á óbleiktan pappír – MY19 NAVARA FULL BROCHURE LHD 10/2019 – Prentaður í ESB. Hannaður af DESIGNORY, Frakklandi, og brotinn um og prentaður hjá eg+ worldwide, Frakklandi – sími: +33 1 49 09 25 35.

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.