Nissan Qashqai - Bæklingur

Page 1

NISSAN

QASHQAI

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir

Prenta | Loka


HUGVIT er fallegt, eins og sannast í fágaðri og snjallri hönnun þessa fullkomna sportjeppa. Nissan QASHQAI sameinar fallegt útlit og sparneytna straumlínulögun og býður upp á borgarakstur eins og HANN GERIST BESTUR.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5

Prenta | Loka


EINSTÖK HÖNNUN KRAFTÚTLITSPAKKANS. Kraftútlitspakkinn sleppir beislinu fram af Qashqai með hrífandi sportútliti og áferð. Hver einasta ökuferð verður betri en sú á undan, hvort sem litið er til lakkhönnunar á ytra byrði eða einstakra 19» álfelganna og svartrar loftklæðningarinnar.

KRAFTÚTLITSPAKKINN ER Í BOÐI Í 5 LITUM SPORTLEG SMÁATRIÐI STUÐARA Á MILLI GRÁR - M - KAD

DUMBRAUÐUR - M - NAJ

PERLUHVÍTUR - M - QAB

LJÓSBLÁR - M - RCA

GLJÁSVARTUR - M - Z11

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5

Silfurlitar skreytingar á nýjum afturstuðurunum, speglunum og hliðarlistunum

Fyrsta flokks innanrými með svartri loftklæðningu

Einstakar dökkgráar og demantsslípaðar 19” Wind-álfelgur

Prenta | Loka


SAMSTILLT HUGSUN.

UPPHAF NÝRRA TÍMA. Nissan Intelligent Mobility breytir því hvernig við knýjum, keyrum og notum bíla. Í QASHQAI birtist þetta í hugvitssamlegri tækni sem gerir þér kleift að upplifa meira öryggi og sjálfstraust undir stýri. Nissan QASHQAI passar upp á þig og fólkið í kringum þig, hvort sem það er með Intelligent-bílastæðahjálp með skynjara eða Intelligent-neyðarhemlun með greiningu gangandi vegfarenda.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5

Prenta | Loka


UPPFÆRSLA NIÐUR Í MINNSTU SMÁATRIÐI. Rennileg LEDaðalljós

Álfelgur

Afgerandi afturljós með þrívíddaráhrifum

V-laga grill, nýjasta einkenni Nissanfjölskyldunnar

Uggalaga loftnet með leiðsögn

Fyrsta flokks áferð í Tekna+ útfærslunni

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5

RENNILEGRA ÚTLIT. SNJALLARI HÖNNUN. QASHQAI hefur aldrei litið betur út. QASHQAI er fágaðri og kraftmeiri en nokkru sinni fyrr með framúrskarandi úrvali stílhreinna uppfærslna, þar á meðal glæsilegri hönnun á aðalljósum, álfelgum, kraftalegu grilli og vélarhlíf.

Prenta | Loka


Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5

Prenta | Loka


FYRSTA FLOKKS GÆÐI OG ÞÆGINDI. Sportlegt en fágað D-laga stýri

Þakgluggi

Fyrsta flokks Nappa leðursæti með upphleyptu mynstri

Rafdrifinn stuðningur við mjóbak með stefnustillingu

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir

FÍNSTILLTUR AÐ FULLKOMNUN. Gríptu af öryggi um sportlegt en fágað stýri í góðri lýsingu undir þakglugga QASHQAI.

Prenta | Loka


NISSAN ADVANCED DRIVE ASSIST-SKJÁR

FLEIRI AÐGERÐIR, MINNI TRUFLUN. Advanced Drive Assist-skjárinn í QASHQAI-bílnum birtir upplýsingar í beinni sjónlínu og skipt er á milli skjámynda með stjórntækjum í stýri. Eins einfalt og hugsast getur.

NÚMERABIRTING

SAFETY SHIELD

HLJÓÐKERFI

LITAVAL

NÁKVÆM LEIÐSÖGN

STÝRISSTILLING

EFTIRLITSKERFI FYRIR ÞRÝSTING Í HJÓLBÖRÐUM

BÍLASTÆÐISSKYNJARAR

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 |

Blaðsíða 3

Prenta | Loka


NÝTT NISSANCONNECT Glænýja upplýsinga- og afþreyingarkerfið í Qashqai er með spennandi eiginleikum eins og þrívíddarkortum, tengingu við snjallsíma, raddskipunum og 7" fjölsnertiskjá sem hægt er að sérstilla að vild. Nýtt NissanConnect veitir einnig kunnuglega upplifun eins og í snjallsíma með Apple CarPlay ® og Android Auto®.

ÞÍN TÓNLIST Á ÞINN HÁTT Spilaðu tónlistina þína með Bluetooth, USB-tengi eða með tengingu við Apple CarPlay eða Android Auto.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 |

Blaðsíða 3

ÞRÍVÍDDARKORT: Ferðastu um allan heim með þrívíddarkortum.

SÉRSNIÐIN AÐALVALMYND: Birtir mest notuðu eiginleikana eins og hljóð, símtalaferil og umferðarupplýsingar.

RADDSTÝRING: Ýttu á talhnappinn á stýrinu til að nota öruggar raddskipanir fyrir leiðsögn, tónlist og síma.

LEIT Í EINNI LÍNU: Hraðvirk og þægileg leit að áfangastöðum eða áhugaverðum stöðum.

Prenta | Loka


SNJALLARI SAMÞÆTTING TIL AÐ NÝTA BÍLINN TIL FULLS. Skipuleggðu ferðalagið út frá umferðarupplýsingum í rauntíma, sendu upplýsingar um áfangastað í bílinn eða finndu bílinn á bílastæði með því að nota leiðsöguforritið „Door to Door Navigation“. Hægt er að uppfæra leiðsögukerfið þráðlaust í gegnum snjallsímann þinn eða með því að tengjast heitum WiFi-reit.*

TILKYNNINGAR BEINT Í BÍLINN Í GEGNUM TÖLVU EÐA FARSÍMAFORRITIÐ. Sendu áfangastað í bílinn úr hvaða kerfi sem er og skipuleggðu ferðina áður en þú leggur af stað.

PREMIUM TRAFFIC GÖGN. Fáðu nákvæmar upplýsingar um áætlaðan komutíma áður en þú leggur af stað út frá umferðarupplýsingum í rauntíma og veldu bestu leiðina á áfangastað með hliðsjón af þeim.

DOOR-TO-DOOR NAVIGATION. Farsímaforritið leiðbeinir þér á áfangastað allt frá því að segja þér hvar þú lagðir bílnum og þar til það vísar þér veginn á leiðarenda.

ÓKEYPIS KORTAUPPFÆRSLUR.* Fáðu þráðlausar uppfærslur eða sæktu þær með USB-tengi til að halda kerfinu uppfærðu. Með nýju NissanConnect eru kortauppfærslur og Premium Traffic ókeypis í fyrstu fimm árin.*

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 |

Blaðsíða 3

FORRITIÐ DOOR-TO-DOOR NAVIGATION Sæktu forritið „Door-to-Door Navigation“ í snjallsímann til að fá aðgang að öllum kortunum þínum á háþróuðum NissanConnect-fjölsnertiskjánum.* LEIÐSÖGN KNÚIÐ AF TOMTOM*

*Virkni NissanConnect getur verið takmarkað eftir þjónustu TomTom kerfa í Evrópu. Nánari upplýsingar um virkni búnaðar hjá sölufulltrúum Nissan í þínu landi.

Prenta | Loka


TAKTU ÞESSI SÆTI FRÁ. Þetta eru bestu sætin í húsinu: Samræmd hönnun nýja Nissan QASHQAI og áferð sæta með hágæða Nappa-leðri og upphleyptu mynstri umlykja þig í lúxus sem stenst tímans tönn.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2

Prenta | Loka


430L

FARANGURSRÝMI

860L

MEÐ SÆTIN NIÐRI

RÝMI OG ÓHEFT ÚTSÝNI. Haltu opnum huga – það er alltaf nóg pláss. Leggðu niður eitt aftursæti eða öll til að rýma fyrir fyrirferðarmiklum farangri og notaðu litlu geymsluhólfin til að koma í veg fyrir óreiðu.

Stillanlegt farangursrými Nissan býður upp á fjölbreytta uppsetningu með stillanlegum hillum og skilrúmum. Djúpt hanskahólf og símafesting með USB/12 volta innstungu og tveggja glasa haldari gera sitt gagn.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2

Prenta | Loka


PASSAÐU NEFIÐ. Í framgír sýnir skjárinn bæði fram fyrir bílinn og yfirsýn til að tryggja að þú akir ekki of langt.

SÍÐASTA PÚSLIÐ

PASSAÐU FELGURNAR.

Þessi myndavél er neðan á hliðarspeglinum ökumannsmegin og er síðasta púslið í 360° yfirsýn af bílnum, hvort sem ekið er áfram eða aftur á bak.

Hvort sem verið er að aka áfram eða bakka er hægt að ýta á myndavélarhnappinn til að skipta úr yfirsýn í hliðarsýn með nærmynd. Þetta er sérlega gagnlegt til að sjá hversu langt er í kantsteininn.

BETRI YFIRSÝN

AUGAÐ Í HNAKKANUM

NÝTT SJÓNARHORN. Með tvö augu til viðbótar er lítið mál að leggja og stýra í þrengslum. Nissan Intelligentumhverfismyndavélakerfið er búið fjórum myndavélum sem bjóða upp á 360° útsýni yfir umhverfi QASHQAI og hægt er að kalla fram nærmyndir á skiptum skjá frá frammyndavél, afturmyndavél og hliðarmyndavélum til frekari skoðunar. Þú getur lagt í hvaða stæði sem er og hver einasta hreyfing er einfaldari og nákvæmari.

Í bakkgír geturðu notað skjáinn til að sjá hvað er beint fyrir aftan bílinn og hægt er að nota yfirsýnina til að sjá minni hluti sem kunna að leynast undir glugganum.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7

Prenta | Loka


AÐSTOÐ ÞEGAR ÞIG VANTAR HANA

SLAKAÐU Á, AÐSTOÐIN ER INNAN HANDAR. Nissan Intelligent Mobility gefur akstursupplifuninni nýja vídd. Nissan Intelligentaksturskerfið kemur þér í betra samband við QASHQAI-bílinn þinn og eykur þannig öryggi þitt, ró og sjálfstraust undir stýri. Með aksturskerfinu er aksturinn öruggari og upplifunin verður enn skemmtilegri.

INTELLIGENT-BÍLASTÆÐAHJÁLP MEÐ SKYNJARA MEÐ UMFERÐARSKYNJARA AÐ AFTAN Leyfðu QASHQAI-bílnum að taka við stýrinu þegar leggja þarf í þröng bílastæði og láttu kerfið vara þig við ef bílar nálgast frá hlið þegar þú bakkar. LAGT UPP VIÐ GANGSTÉTT

LAGT Í SAMHLIÐA STÆÐI

UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN

MOD-HREYFIGREINING

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7

Prenta | Loka


ProPILOT*, AÐSTOÐAR ÞIG VIÐ AÐ GERA AKSTURINN ÞÆGILEGRI OG ÖRUGGARI Vertu tilbúin(n) … til að njóta. Með NISSAN ProPILOT* gerir þú aksturinn áhyggjulausan á meðan QASHQAI sér um litlu hlutina. Það eina sem þú þarft að gera er að athuga akstursaðstæður, kveikja á kerfinu og njóta ferðalagsins. Þetta breytir daglegum aksturserindum í bestu hluta dagsins. HELDUR ÞÉR Á MIÐRI AKREIN Fylgist með akreinamerkingum og hjálpar til við að stýra bílnum svo þú sért á miðri akrein.. VIÐHELDUR OG AÐLAGAR HRAÐA Aðlagar hraða bílsins til að halda öruggri fjarlægð í samræmi við umferðaraðstæður. AUÐVELDAR AKSTUR Í ÞUNGRI UMFERÐ Í samræmi við umferðaraðstæður getur kerfið stöðvað QASHQAI algjörlega og aukið hraðann aftur þegar hreyfing kemst á umferðina.

*ProPILOT er aðeins í boði í tilteknum gerðum bíla. ProPILOT er framúrskarandi akstursaðstoðartækni en getur ekki komið í veg fyrir árekstur. ProPILOT er ætlað til notkunar á þjóðvegum með hendur á stýri og augun á veginum (þar sem gagnstæðar akreinar eru aðskildar með vegriðum). Ökumaður ber fulla ábyrgð á að vera vakandi, aka á öruggan máta og geta tekið við stjórn bílsins hvenær sem er.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7

Prenta | Loka


AÐSTOÐ ÞEGAR ÞIG VANTAR HANA

GRÍPUR INN Í ÞEGAR Á ÞARF AÐ HALDA. Intelligent Driving-aksturskerfi Nissan er stöðugt vakandi og reiðubúið að grípa inn í ef í óefni stefnir.

INTELLIGENTAKREINAVIÐVÖRUN. Þessi búnaður gefur frá sér sjónrænar viðvaranir og leiðréttir stefnuna með því að hemla lítillega til að halda þér innan akreinar þegar bíllinn byrjar að aka út úr akrein án stefnuljóss..

INTELLIGENTNEYÐARHEMLUN SEM GREINIR GANGANDI VEGFARENDUR. QASHQAI passar upp á þig – og fólkið í kringum þig. Kerfið varar þig við ef hlutir eru á veginum. Kerfið hjálpar meira að segja til við að hægja ferðina, ef með þarf.

SJÁLFVIRK AÐALLJÓS MEÐ AFSFRAMLJÓSAKERFI. Rennileg aðalljósin á QASHQAI-bílnum lýsa leið þína á hugvitssamlegan máta með því að kvikna sjálfkrafa þegar dimma tekur eða þú ekur inn í göng eða bílastæðakjallara – og slokkna sjálfkrafa þegar þú stöðvar bílinn. AFS-framljósakerfið stýrir dreifingu ljóssins til að auka útsýni í myrkri. Á hlykkjóttum vegum stillir það lýsingarmynstrið til að lýsa inn í beygjuna og á vegamótum beinir það ljósinu í þá áttina sem þú ætlar að beygja – til vinstri eða hægri.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7

Prenta | Loka


BETRI YFIRSÝN

UMFERÐARSKILTAGREINING Þetta kerfi segir til um hvaða hámarkshraði er í gildi með því að greina umferðarskilti.

VIÐVÖRUN FYRIR BLINDSVÆÐI Auktu útsýnið: Kerfið varar þig við ef bíll er staddur innan blindsvæðisins á ská út frá bílnum.

GREINIR HREYFINGU OG VARAR ÞIG VIÐ. Intelligent Driving-tækni Nissan notar hugvitssamlega ratsjártækni til að greina stöðugt það sem er að gerast í kringum bílinn, fylgjast með umferðinni og auðvelda þér að takast á við óvæntar aðstæður.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7

Prenta | Loka


vv

AKTU EINS OG ATVINNUMENNIRNIR

VERTU ÖRUGGARI Á VEGUM ÚTI.

Ótrúlega lipur og viðbragðsfljótur, mjúkur í akstri en samt öruggur: Nýr QASHQAI býður upp á afar gefandi akstur með undirvagnsstjórnkerfi frá Nissan.

INTELLIGENT-VÉLARHEMLUN. Þessi tækni býður upp á vélarhemlun til að draga úr álagi í beygjum og við hemlun. Með því að fækka þeim skiptum sem stíga þarf á hemil og minnka átaksþörf verður aksturinn auðveldari og þægilegri.

INTELLIGENT-FJÓRHJÓLADRIF Hvort sem er í torfærum eða á götunni hámarkar fjórhjóladrifstækni nýja QASHQAI-bílsins spyrnu hjólbarðanna. Þetta hugvitssamlega kerfi nýtir tölvu og skynjara til að greina spól og dreifir tafarlaust allt að 50% átaki til afturhjólanna.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7

INTELLIGENT-AKSTURSSTJÓRNUN Taktu ójöfnurnar á mýktinni. Þetta kerfi beitir vægri hemlun til að vinna gegn hreyfingum þegar ekið er yfir ójöfnur og tryggja þægilegan akstur..

Prenta | Loka


AKSTUR ÁN NOKKURRA MÁLAMIÐLANA

FÍNSTILLTU AFKÖSTIN

Hafðu betri stjórn á akstrinum þökk sé háþróaðri tækni og afkastagetu nýrrar aflrásar Qashqai. Hún er hönnuð með umhverfið í huga og dregur úr rekstrarkostnaði en veitir samt enn meira afl og tog sem leiðir til snarpari svörunar, betri hröðunar og þægilegri framúraksturs.

NÝ 1,3 L BENSÍNVÉL. Nýja 140 eða 160 hö. vélin okkar er hönnuð til að auka akstursánægju og sparneytni í samræmi við nýja stranga evrópska staðla.

Nánari upplýsingar um vélarútgáfur, eldsneytisnotkun og co2 útblástursgildi, sjá verðlista hjá sölufulltrúa.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7

Prenta | Loka


LÚXUSPAKKINN: FÁGAÐUR AKSTUR.

LÚXUSSPORTJEPPAPAKKINN: VELDU ÞINN STÍL.

Auktu við fágun QASHQAI. Byrjaðu á því að velja stílhreina lista að framan og aftan. Og bættu svo við svörtum áherslulit. Settu þitt mark á QASHQAI með vali á tvílitum álfelgum, upplýstum stighlífum eða leiðarlýsingu. Stórkostlegt, í einu orði sagt. QASHQAI endurspeglar þinn smekk.

LÚXUSPAKKINN: Listi á afturstuðara, krómaður Fæst einnig gljásvartur

Svört upphleyping að aftan Fæst einnig perluhvít

Heildarhlíf fyrir farangursgeymslu

Speglahlífar, krómaðar

Barnabílstóll

19" WIND-álfelga Dökkgrá krómuð og demantsslípuð

Enginn lifir á stílnum einum. Auktu við afgerandi útlit QASHQAI með skrautplötum að framan og aftan og 19" álfelgum og bættu svo við þetta handhægum aukahlutum á borð við sterkbyggt krakkaborð.

LÚXUSPAKKINN: Listi á framstuðara, krómaður Fæst einnig gljásvartur

LÚXUSSPORTJEPPAPAKKINN: Skrautplata að framan, silfruð Fæst einnig gljásvört

Svört og hvít 19" álfelga

Hliðarlisti,

Gljásvört 19" IBISCUS-álfelga

Speglahlífar, krómaðar

Upplýstur hliðarlisti

LÚXUSSPORTJEPPAPAKKINN: Stílhrein plata að aftan, silfruð Fæst einnig gljásvört

Svört gúmmímotta, velúrmottur, ofnar lúxusmottur

*Nánari upplýsingar um aukahluti hjá söluráðgjafa. Suma hluti þarf að sérpanta.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 |

Prenta | Loka Blaðsíða 2


LITIR

ÁKLÆÐI

CHESTNUT BRONZE - M - CAN

VIVID BLUE - M - RCA ( )

*

SATIN SILVER - M - KY0

PEARL WHITE - M - QAB ( )

*

NIGHT SHADE - M - GAB

GREY - M - KAD ( )

*

WHITE - S - 326

PEARLESCENT BLACK - M - Z11 ( )

*

VISIA

ACENTA

SVART OFIÐ ÁKLÆÐI

SVART OFIÐ ÁKLÆÐI

N-CONNECTA

AUKABÚNAÐUR:

SVART, OFIÐ ÁKLÆÐI, ÖLL SÆTI EINS

BLANDA AF SVÖRTU LEÐRI OG OFNU ÁKLÆÐI, ÖLL SÆTI EINS

TEKNA

VALKOSTUR 1:

VALKOSTUR 2:

BLANDA AF SVÖRTU LEÐRI OG OFNU ÁKLÆÐI, ÖLL SÆTI EINS

SVART NAPPA-LEÐUR, ÖLL SÆTI EINS

PLÓMULITAÐ NAPPA-LEÐUR, ÖLL SÆTI EINS

TEKNA +

AUKABÚNAÐUR

SVART NAPPA-LEÐUR, ÖLL SÆTI EINS

PLÓMULITAÐ NAPPA-LEÐUR, ÖLL SÆTI EINS

* Kraftútlitspakki er staðalbúnaður í Tekna +, aukabúnaður í Tekna og N-Connecta INK BLUE - M - RBN

MAGNETIC RED - M - NAJ ( )

*

FELGUR

FLAME RED - S - Z10

MÁL A: Hjólhaf: 2646 MM B: Heildarlengd: 4394 MM C: Heildarbreidd: 1806 MM D: Heildarhæð: 1590 MM

16" STÁL

17" ÁL

18" ÁL D

A B

19" ÁL

C

19" ÁL

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir Blaðsíða 1 |

Prenta | Loka Blaðsíða 2


HJÁ NISSAN

ERU GÆÐIN Í FYRIRRÚMI.

BYGGT Á REYNSLU. Hjá Nissan leggjum við áherslu á viðskiptavininn. Allt sem við gerum og allar ákvarðanir sem við tökum byggjast á vandlegri skoðun, nákvæmni og gæðum, því þegar upp er staðið snýst þetta allt um þig. Frá hugmynd að bíl til framleiðslu hans, frá gæðaprófunum til gagnsæis, frá þjónustu við viðskiptavini til skuldbindingar. Gæðin skína í gegn, hvert sem litið er.

360° FERLI Við byggjum á gæðum frá upphafi og þaulhugsum hvern einasta bíl til að gera hann þægilegri og endingarbetri með framsækinni hönnun, hugvitssamlegri tækni og vandlega völdu útliti fyrir þig.

ÖRYGGI Aksturskerfin okkar eru í stöðugri endurskoðun til að tryggja betur öryggi þitt og koma í veg fyrir óhöpp svo þú megir njóta öruggs aksturs alla daga. Umhverfismyndavélakerfið er búið fjórum myndavélum sem bjóða upp á yfirsýn yfir umhverfi bílsins.

ÓTRÚLEGUR ÁREIÐANLEIKI Við reynum bílana okkar til hins ýtrasta til að tryggja afköst og áreiðanleika. Við ökum milljónir kílómetra í prófunum fyrir framleiðslu, opnum og lokum dyrum og vélarrými mörg þúsund sinnum á dag og notum ösku úr japönskum eldfjöllum til að prófa rúðurnar.

ENDANLEG SÖNNUN Viðskiptavinir okkar eru besti mælikvarðinn á gæðin. Leitaðu eftir umsögnum, umfjöllunum og einkunnagjöf á netinu eða lestu það sem fólk hefur að segja um Nissan á Reevoo. Það er besti staðurinn til að bera saman bíla og fá áreiðanleg svör frá raunverulegum eigendum. https://www.nissan.co.uk/vehicles/new-vehicles/qashqai/customer-reviews.html

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir

Prenta | Loka


ÞJÓNUSTUSAMNINGAR Þjónustusamningur Nissan er besti valkosturinn til að tryggja þínum Nissan QASHQAI það viðhald sem hann á skilið! Við hugsum um Nissan-bílinn þinn og tryggjum að þú borgir fast verð fyrir alla þjónustu að kaupum loknum. Þegar þú kemur með bílinn til söluaðila skiptum við um varahluti og vökva í samræmi við staðlaða viðhaldsáætlun Nissan og framkvæmum skoðanir til að tryggja áhyggjulausan akstur. Nissan gerir þér kleift að hafa stjórn á útgjöldunum með því að láta vita hvenær næsta þjónusta fer fram og leggja fram tillögu um þjónustu sem uppfyllir þínar þarfir á tíma sem hentar þér.

OKKAR LOFORÐ. ÞÍN REYNSLA

GILDISTÍMI LOFORÐA OKKAR ER ÓTAKMARKAÐUR. Ef þú hefur skráð þig í You+Nissan og vilt fá ósvikin, opin og heiðarleg svör ertu á réttum stað. VIÐ LOFUM ÞVÍ.

ÓKEYPIS LÁNSBÍLL Við lofum að halda þér á ferðinni á meðan verið er að þjónusta bílinn þinn. Með því að bóka tímanlega gerirðu okkur kleift að tryggja þér lánsbíl. Við bjóðum meira að segja upp á rafmagnsbíla á völdum þjónustustöðum, auk annarra fjölbreyttra samgöngulausna sem henta þér.

VERÐVERND Á ÞJÓNUSTU Við lofum fyrsta flokks vinnu fyrir Nissan-bílinn þinn í gegnum sérfræðiþekkingu viðgerðafólks frá Nissan og notkun varahluta frá Nissan. Við erum sérfræðingar í að þjónusta Nissan. Til að tryggja að þú fáir það sem þú borgar fyrir býður Nissan upp á verðvernd gagnvart samsvarandi vinnu hjá þjónustuaðilum innan 1 km radíuss frá söluaðila.

VIÐBÓTARTRYGGING Viðbótartrygging Nissan gerir þér kleift að framlengja þriggja ára / 100.000 kílómetra ábyrgðina. Veldu þann samning sem hentar þínum akstri best. Komi til viðgerða eru eingöngu notaðir varahlutir frá Nissan á verkstæði sem vottað er af Nissan.

ÓKEYPIS SKOÐUN Á BÍLNUM Við lofum ókeypis skoðun í hvert skipti sem vinna þarf við bílinn. Þannig veistu upp á hár hvað þarf að gera og hvað það kostar.

ÞÚ NÆRÐ ÞVÍ BESTA ÚT ÚR STARFSFÓLKI NISSAN. NISSAN-AÐSTOÐ ÚT ENDINGARTÍMANN Við lofum að halda þér á ferðinni allan sólarhringinn. Ef eitthvað óvænt kemur upp á er Nissan-aðstoð í boði allan sólarhringinn, sama hversu gamall Nissanbíllinn þinn er.

Þú ert neistinn sem kveikir hugmyndirnar okkar. Þú eykur okkur hugvit. Þú veitir okkur innblástur til að breyta reglum og spila af fingrum fram. Hjá Nissan eru nýjungar ekki bara hugsaðar til að bæta við eða breyta heldur til að stíga út f yrir rammann og endurskapa. Hugmyndin er að galdra fram óvæntar lausnir sem uppfylla þína villtustu og hagnýtustu drauma. Við hjá Nissan hönnum bíla, aukabúnað og þjónustu sem ekki finnst annars staðar, við gerum notagildið spennandi og það spennandi hagnýtt, sem skilar sér í gefandi akstursupplifun alla daga.

NISSAN QASHQAI BÝÐUR ÞÉR: ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ EÐA 100.000 KM (hvort sem fyrr verður) ÁRLEGA EÐA 30.000 KM SKOÐUN FYRIR DÍSILVÉLAR ÁRLEGA EÐA 20.000 KM SKOÐUN FYRIR BENSÍNVÉLAR

HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER, HVAÐ SEM ER. ÞÚ HRINGIR BARA 525 8000.

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir

Prenta | Loka


Intelligent Mobility er á bak við allt sem við gerum. Við hjá Nissan notum nýjustu tækni til að umbreyta bílum úr einföldum farartækjum. Þannig verður ferðin öruggari, tengdari og meira spennandi. Framtíðin nálgast, hvort sem um er að ræða bíla sem geta tekið við akstrinum eða hraðbrautir sem bjóða upp á hleðslu fyrir rafmagnsbílinn á meðan ekið er eftir þeim. Framtíðin er raunar þegar farin að taka á sig mynd í Nissan-bílnum sem þú ekur í dag

Kíktu á vefsvæðið okkar: www.nissan.is

Fylgstu með Nissan QASHQAI á:

BL ehf. Sævarhöfða 2

Áhersla hefur verið lögð á að tryggja að efni þessa bæklings sé rétt á þeim tíma sem hann fer í prentun (Nóvember 2019). Í þessum bæklingi getur að líta frumgerðir bíla sem sýndar eru á bílasýningum. Í samræmi við áherslu fyrirtækisins um stöðuga þróun vara áskilur Nissan Europe sér rétt til að breyta hvenær sem er tæknilýsingum og ökutækjum sem lýst er og sýnd eru í þessum bæklingi. Söluaðilum Nissan verða tilkynntar slíkar breytingar eins fljótt og unnt er. Nýjustu upplýsingar er hægt að nálgast hjá næsta söluaðila Nissan. Vegna takmarkana við prentun kunna litir sem birtast í þessum bæklingi að vera aðeins öðruvísi en raunverulegir litir á yfirbyggingu og áklæði í innanrými. Allur réttur áskilinn. Fjölföldun þessa bæklings, að hluta eða í heild, er óheimil án skriflegs leyfis frá Nissan Europe.

110 Reykjavík Sími 525 8000 www.bl.is

Þessi bæklingur er prentaður á óbleiktan pappír – MY19 QASHQAI-bæklingur 11/2019 – Prentaður í ESB. Hannaður hjá DESIGNORY í Frakklandi og brotinn um og prentaður hjá eg+ worldwide í Frakklandi – sími: +33 1 49 09 25 35

Að utan | Að innan | Tækni | Innanrými | Nissan Intelligent Mobility | Aukahlutir

Prenta | Loka


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.