Volkswagen tímarit 2tbl

Page 1

Volkswagen. 2. árgangur - ágúst 2016

Nýr Tiguan

keyrir inn í sumarið. Tvíorkutæknin setur Passat GTE í sérflokk. Golf GTI Clubsport er sá öflugasti og hraðasti. Volkswagen atvinnubílar koma til móts við ólíkar þarfir viðskiptavina. Volkswagen ágúst 2016 1


Efnisyfirlit

NÝR

Tiguan Síða 6 4

Veltibíllinn vinsæli Veltibíllinn svokallaði er sérútbúinn bíll af gerðinni Volkswagen golf og er framlag HEKLU til forvarnarmála í umferðinni á Íslandi. Meira en þriðjungur Íslendinga hefur tekið snúning með veltibílnum síðan sá fyrsti kom til landsins árið 1995.

6 Nýr Tiguan keyrir inn í sumarið og er klár í nýjar áskoranir. Hann er í fararbroddi fyrir heila kynslóð jepplinga frá Volkswagen sem verður kynnt á komandi árum. 12 Volkswagen dagurinn í tíu ár 14 Passat GTE Með nýju tengiltvinnbílstækninni setur Passat GTE ný viðmið í sínum flokki. 20 Golf GTI

Veltibíllinn vinsæli Síða

4

22 Rafbílamyndbönd 24 Volkswagen atvinnubílar 26 Ný og glæsileg salarkynni 28 G-kraftur Þrjár gerðir af hinum goðsagnakennda Golf

G-kraftur Þrjár gerðir af hinum

goðsagnakennda Golf

Síða 2 Volkswagen ágúst 2016

28


Framgangur hjá Volkswagen

Þ

að hefur verið mikill framgangur hjá Volkswagen á Íslandi síðustu misserin og framtíðin er björt. Á síðasta ári seldum við yfir eitt hundrað rafbíla af tegundunum e-up! og e-Golf en sá síðari var mest seldi rafbíll landsins það árið. Við tókum nýtt ár með trukki og tókum þátt í stórsýningu HEKLU þar sem við kynntum bæði bílaflota Volkswagen og ný og glæsileg salarkynni en endurbætur hafa verið gerðar á sýningarsölum okkar og Volkswagen Atvinnubílar eru nú með okkur undir sama þaki. Við höfum einnig verið dugleg við að bæta við Volkswagen fjölskylduna okkar og á árinu frumsýndum við Passat Alltrack, Passat GTE sem er annar tengiltvinnbíllinn frá Volkswagen og CrossPolo sem er djarfari útgáfan af hefðbundnum Polo. Það er líka margt skemmtilegt framundan og í þessu tímariti förum við yfir allt það nýjasta og ferskasta úr smiðju Volkswagen. Við stiklum einnig á viðburðum síðustu mánaða og það er okkar von að allir finni eitthvað við sitt hæfi í blaðinu. Ég hlakka til að sjá ykkur á Laugaveginum, Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen.

Halldóra Anna Hagalín markaðsfulltrúi, Kjartan Sveinsson sölumaður, Hinrik Valsson sölumaður, Margeir Kúld Eiríksson sölumaður, Orri Hermannsson sölumaður, Árni Þorsteinsson sölustjóri, Haraldur Ársælsson vörustjóri, Ívar Þór Sigþórsson sölustjóri atvinnubíla, Hilmar Ólafsson sölumaður, Hallgrímur Andri Jóhannsson sölumaður, Steinar Sigurðsson flotastjóri og Þorbjörg Pétursdóttir markaðsfulltrúi.

Volkswagen ágúst 2016 3


Velti b íllinn – einn sá vinsælasti frá Volkswagen.

Veltibíllinn svokallaði er sérútbúinn bíll af gerðinni Volkswagen Golf og er framlag HEKLU hf. til forvarnarmála í umferðinni á Íslandi. Bíllinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki á námskeiðum og margir ökuskólar hafa nýtt hann í sínu ökukennslu. Tilgangur hans er fyrst og fremst sá að stuðla að aukinni notkun bílbelta en það er gert með því að leyfa fólki snúast í bílnum, læra rétta notkun bílbelta og finna hve vel þau halda. Samkvæmt Umferðarstofu er veltibíllinn það tæki sem mest hefur haft áhrif á aukna notkun bílbelta. 4 Volkswagen ágúst 2016

S

íðan fyrsti veltibíllinn í íslenskri eigu kom til landsins árið 1995 hefur Brautin - bindindisfélag ökumanna rekið veltibílinn í samstarfi við HEKLU. Á tímabilinu hafa Sjóvá, Umferðarstofa og nú síðast Ökuskóli 3 einnig komið að eignarhaldi á bílnum. Fjórum sinnum hefur verið skipt um veltibílinn. Það var árin 2000, 2005, 2010 og síðast í maí 2015 þegar Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU, afhenti forsvarsmönnum Brautarinnar og Ökuskóla 3 þann fimmta í röðinni. Bíllinn var afhentur með viðhöfn í Sundahöfn og við það tækifæri fóru Friðbert og Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, fyrsta hringinn í nýja veltibílnum. „Okkur þótti mikilvægt að halda áfram að styrkja þetta góða starf sem Brautin og Ökuskóli 3 hafa staðið fyrir. Volkswagen


Golf er þekktur fyrir öryggi og traust en það er einmitt sú tilfinning sem þú átt að hafa þegar beltið er spennt,“ sagði Friðbert eftir veltuna. Veltibíllinn hefur reglulega snúið tímabundið til heimahagana því hann er gríðarlega vinsæll og mikið notaður á bílasýningum HEKLU. Einnig er vinsælt að fá bílinn í heimsókn í skóla, félagsmiðstöðvar, fyrirtæki, verslanir, hátíðir og við hin ýmsu tækifæri og hægt er að hafa samband á netfangið veltibillinn@ veltibillinn.is til að bóka bílinn. Síðan 1995 hafa verið farnar yfir 300.000 veltur og talnaglöggir vilja meina að meira en þriðjungur þjóðarinnar hafi tekið snúning með veltibílnum.

Volkswagen ágúst 2016 5


í góðu form i Nýr Tiguan keyrir inn í sumarið og er klár í nýjar áskoranir. Framúrskarandi hönnun, allt að 240 hestafla vélar og innanrými með nóg af plássi og tækninýjungum. Þetta eru aðeins nokkrir af hápunktum nýja Volkswagen Tiguan.

6 Volkswagen ágúst 2016

E

rfiða framhaldið. Við könnumst við þetta í kvikmyndaiðnaðinum, bókmenntum og tónlist þegar fylgja þarf eftir vel heppnaðri frumraun. Það mætti auðveldlega heimfæra á Tiguan sem var fyrsti jepplingurinn frá Volkswagen sem var frumsýndur árið 2007. Á átta árum hafa verið seldir á þriðju milljón Tiguan og með því náði Volkswagen að tryggja sér sess í blómlegum flokki jepplinga. Nýr Tiguan er ekki aðeins önnur kynslóð vinsæla jepplingsins, heldur er hann í fararbroddi fyrir heila kynslóð jepplinga


Tiguan. frá Volkswagen sem verður kynnt á komandi árum. Það var markvisst stefnt að byltingakenndum breytingum við hönnun á annarri kynslóð Tiguan og MQB-undirvagninum sem nýr Tiguan byggir á. Hönnuðir og verkfræðingar Volkswagen fengu því tækifæri til að endurbæta alla þætti bílsins. Þetta átti við um alla hönnun bílsins; útlit, pláss, aflrásir og aðstoðarkerfi. Þannig var hægt að sérsníða nýjan Tiguan til að

mæta kröfum og þörfum sívaxandi hóps fólks sem kýs bíla með aukinni veghæð og þægilegri umgengni. Markmiðið var að smíða jeppling sem væri fágaður, en næði að blanda saman torfæruútliti og aksturseiginleikum fólksbílsins, ásamt þægindum, plássi og sveigjanleika fjölnotabíla.

Þróttlega vaxinn. Svo þarf að sjálfsögðu að setja þetta allt saman í glæsilegar og heillandi umbúðir,

en hönnuðir Volkswagen einsettu sér að hanna útlit sem hafði aldrei áður prýtt jeppling. Það helsta sem vekur eftirtekt á nýjum Tiguan eru breytt hlutföll sem gerir hann 60 mm lengri og 30 mm breiðari en fyrirrennarann. 77 mm hjólhaf og stílhrein hönnun gerir bílinn sportlegri og hliðarsvipurinn verður meira áberandi og skartar á sama tíma yfirbragði jepplings. Sentímetrarnir sem bætast í breiddina, ásamt einkennandi láréttum framsvip með lágu, breiðu grilli og mjóum aðalljósum gefa Tiguan fágað yfirbragð. Comfortline og Highline útfærslur eru með krómaða línu sem liggur yfir framhlutann og eru báðar útfærslur með LED aðalljósum sem veita frábæra lýsingu og enn ákveðnara útlit. Eins og á Passat Highline eru afturljósin í Tiguan Highline einnig með LED búnaði þar sem lýsingin breytist þegar bremsuljósið er virkjað.

Volkswagen ágúst 2016 7


Krafturinn í ytri hönnuninni og stílhreint útlitið endurspeglast í innra rýminu sem sameinar sportlega, þægilega og stílhreina þætti. Stjórnrýmið í Tiguan er einstaklega fágað og vandað og skartar háþróuðum tækninýjungum. Mælaborðið í Tiguan er hannað í kringum bílstjórann, en miðstokkurinn hallar örlítið í átt að ökumanni og er með átta tommu litaskjá. Snjalla stafræna mælaborðið (staðalbúnaður í Highline) er nýjung í Tiguan og gerir ökumanni kleift að sérsníða mælaborðið og forgangsraða þeim upplýsingum sem birtast. Til dæmis ef ekið er eftir íslensku leiðsögukerfi sem er staðalbúnaður í Comfortline og Highline er hægt að að ýta á hnapp á stýrinu til að fá upp kort leiðsögukerfisins ásamt leiðbeiningum sem er staðsett á milli hraða- og snúningsmælisins. Einnig er hægt að fá upplýsingaskjá með mælaborðinu þar sem upplýsingar um 8 Volkswagen ágúst 2016

hraða, umferðarskilti, aðstoðarkerfi og leiðsögn birtast á litlum skjá í augnlínu ökumanns. Þetta sparar tíma og ökumaðurinn þarf ekki að líta af veginum til að fá þessar upplýsingar og þannig verður aksturinn sömuleiðis öruggari. Nýr Tiguan er hannaður með hámarksöryggi að leiðarljósi við allar aðstæður. Meðal staðalbúnaðar er Front Assist árekstrarvörn, sjálfvirk neyðarbremsun, viðvörun við akreinaskipti, hnéloftpúðar og virk öryggisvörn í vélarhlíf sem minnkar slysahættu fótgangandi við árekstur. Vegfarendavöktun er nýjung í þessum bíl, en hún lætur vita ef gangandi eða hjólandi vegfarendur fara í veg fyrir bílinn og virkjar þá bremsurnar sjálfkrafa.

Rúmgott farangursrými Það eru ekki aðeins þægindi og öryggi sem hafa verið endurbætt í nýjum Tiguan heldur er einnig mun meira pláss. 77 millimetrar

sem bætast við á milli öxlanna og snjallari innrétting hefur stækkað rýmið þannig að farþegar í aftursætunum þremur fá 29 mm meira fótarými. Þessir aukamillimetrar nýtast einnig í farangursrýminu, en það hefur stækkað um heila 145 lítra og tekur nú alls 615 lítra og 1655 lítra með aftursætin niðurfelld. Þá er hægt að færa aftursætin um 18 sentímetra fram á við og breyta þannig stærðarhlutföllum fóta- og farangursrýmis. Í sumum útfærslum er hægt að fella niður framsætisbakið farþegamegin til að rýma til fyrir löngum kössum, t.d. þegar farið er í húsgagnaverslunina. Og þegar þú ert með fangið fullt að matvörum verðurðu þakklát(ur) fyrir Easy-Open eiginleika afturhlerans, en með honum opnast afturhlerinn sjálfkrafa þegar þú sveiflar fæti undir afturstuðaranum. Snjallsíminn er orðinn ómissandi þáttur í daglegu lífi, jafnvel þegar setið er inni


í bílnum. Nýjast útgáfa upplýsinga- og afþreyingakerfis Volkswagen auðveldar þér að tengjast netinu inni í Tiguan. Með App Connect (staðalbúnaður), sem nú er í boði fyrir Iphone með stýrikerfi IOS9 eða hærra, geturðu speglað fjölda eiginleika og forrita úr snjallsímanum yfir á átta tommu snertiskjá og stjórnað þeim þaðan. Þannig geturðu einnig nýtt þér netþjónustur Volkswagen, t.d. Guide & Inform sem er upplýsingaveita um umferð, bílastæði, bensínstöðvar og bensínverð.

4MOTION Active Control

240 hestafla TDI. Tiguan er með nýjustu kynslóð bensínog dísilvéla, með forþjöppu, beinni innspýtingu, „start-stop“ búnaði og aflendurheimt úr bremsun sem staðalbúnað. Allar vélarnar eiga það sameiginlegt að bjóða upp á mikinn togkraft við lágan snúning sem næst með einstaklega skilvirkri forþjöppu, en Volkswagen ágúst 2016 9


það skilar sér bæði í meiri sparneytni og akstursþægindum. Bensínmegin býður Tiguan upp á 1.4 TSI (150 hö) og ef þú vilt dísil geturðu valið á milli tveggja 2.0 TDI (150 og 190 hö) og 2.0 biTDI með tvöfaldri forþjöppu og 240 hö / 500 Nm. Vélaúrvalið er mikið og nær til breiðs hóps; þeirra sem setja sparneytni í forgang og þeirra sem vilja sportlegan akstur eða gott veggrip. Tiguan getur dregið allt að 2500 kg, mismunandi eftir vélum, og þannig er auðveldlega hægt að draga hestvagn eða bát í tengivagni. Hægt er að velja á milli framhjóla- og fjórhjóladrifs með 1.4 TSI en aðrar útgáfur eru með fjórhjóladrifi sem staðalbúnað. Margir Tiguan eigendur kunna að meta torfærueiginleika bílsins, hvort sem þeir séu nýttir í tómstundir eða vinnu, en auk þess veitir fjórhjóladrifið meira öryggi. Tiguan notar nýjustu kynslóð 4MOTION aldrifsins sem eykur bæði sparneytni og veggrip. Í 4MOTION útfærslu Tiguan er nýjung sem nefnist 4MOTION Active Conrol. Þetta er eiginleiki sem gerir þér

10 Volkswagen ágúst 2016

kleift að velja með snúningstakka á milli akstursstillinganna „OFFROAD“ (sjálfgefin stilling fyrir torfærur) og „OFFROAD Individual“ (sjálfvirkar torfærustillingar með tilliti til aðstoðarkerfa, 4MOTION, DSG-gírkassa og vélarviðbragðs). 4MOTION Active Control er líka með vetrarstillingu þar sem öll kerfi eru stillt til að hámarka öryggið þegar ekið er í hálku og snjó. Það er ekki aðeins 4MOTION og Active Control eiginleikinn sem hafa bætt torfærueiginleika Tiguan. Hann er líka með meiri veghæð (núna 200 mm) og það er hægt að stilla hann þannig að hann fái torfæru-framenda, en þá er hallinn fram á við aukinn úr 18,3 í 25,6 gráður. Það getur komið sér vel þegar ekið er upp brattar brekkur.

Nýr Tiguan nær ekki aðeins nýjum hæðum á undirlaginu. Allt í tengslum við bílinn hefur verið endurnýjað og uppfært með þeim hætti til að hægt sé að sérsníða hann að smekk og þörfum hvers og eins. Og ekki nóg með það. Tiguan í lengri útgáfu er væntanlegur sem er með lengra hjólhaf og þrjár sætaraðir sem rúma allt að sjö farþega. Tiguan GTE hugmyndabíllinn (sjá næstu blaðsíðu) er líklegur til að bæta við enn einum skemmtilegum kafla í sögu Tiguan, en sá bíll er ennþá í hönnunarferli og óljóst hvenær hann kemur á markað.


Snerpa, rafmagn og sportjeppa-yfirbragð. Fyrst fengum við Golf GTE. Síðan fengum við Passat GTE.

Þegar Tiguan GTE keyrir sem rafmagnsbíll nær hann 130 km/

Nýr Tiguan gæti orðið næstur í GTE-fjölskylduna. Tiguan

klst hámarkshraða og þegar rafhlaðan er næstum tóm, eða

GTE er tengiltvinnbíll sem getur keyrt bæði á rafmagni

þegar þú þarft meiri kraft, skiptist sjálfkrafa í „tvinnakstur“

og bensíni. Aflrásin samanstendur af kraftmikilli 156

þar sem bæði rafmótorinn og bensínvélin vinna saman við

hestafla 1,4 lítra, fjögurra-sýlindra bensínvél og öflugum

að ná sparneytnum akstri.

115 hestafla rafmótor sem tengist DSG-gírkassanum.

Síðasta atriðið, sem er einnig það skemmtilegasta, er

Tiguan GTE getur ekið allt að 50 kílómetra á rafmagninu og

GTE-eiginleikinn, en þar kveikirðu á sportlegu hlið Tiguan

rafmagnsdrægnina má auka enn fremur með því að nota

GTE. Hér færðu sportleg vélarhljóð, betri gírskiptingar,

sólarrafhlöðurnar á þakinu.

nákvæmari stýringu, sportlegri fjöðrun (ef bíllinn er með

Tiguan GTE setur aflið í framhjólin með 6-hraða DSG-

sjálfvirka fjöðrun) og aflrás sem framleiðir 218 hestöfl. Í GTE

gírkassa og með snúningstakka er hægt að velja hvort

stillingu getur Tiguan náð 100 km/klst á 8,1 sekúndu og 200

Tiguan keyrir sem hreinn rafmagnsbíll, tvinnbíll eða GTE.

km/klst hámarkshraða.

Volkswagen ágúst 2016 11


Vol kswag en dag u r inn í t í u á r Frá árinu 2006 hefur HEKLA reglulega haldið Volkswagen daginn hátíðlegan. Þá er viðskiptavinum og velunnurum Volkswagen boðið til veislu þar sem allt það nýjasta frá framleiðandanum er til sýnis. Hefð er fyrir því að bjóða upp á veitingar, reynsluakstur, sértilboð og eitthvað skemmtilegt fyrir börnin, að ógleymdum rúnti í veltibílnum. Þessi skemmtilega hefð hefur heldur betur slegið í gegn og á Volkswagen deginum skapast iðulega skemmtileg stemning. Meðfylgjandi eru myndir frá Volkswagen deginum síðustu árin.

12 Volkswagen ágúst 2016


Volkswagen P Polo Beats

slær rétta tóninn

olo Beats er nýjasta og hljómfegursta útgáfan af borgarbílnum Polo. Tónlistarupplifun er staðalbúnaður í Polo Beats sem kemur með 300 vatta Beats-hljómflutningskerfi úr smiðju hip-hop listamannsins Dr. Dre. Það er sama hvort spilað er rokk, popp eða teknó – sjö hátalar og átta rása stafrænn magnari sjá til þess að það er bókstaflega hægt að finna fyrir tónlistinni. En það eru ekki aðeins hljómgæðin sem vekja athygli því nýjum Polo Beats fylgir skemmtileg andlitslyfting. Meðal breytinga að utanverðu eru 16 tommu sýenít felgur, Beats merki á gluggapóstum, skyggð afturljósastæði og hurðarspeglar í rauðu eða svörtu. Að innanverðu eru framsætin með Alcantara áklæði í Beats útgáfu. Króm og leður prýða hurðapósta, LED lýsing er í fótarými og rauðir saumar eru á gólfmottum og í öryggisbeltum. Þessi blanda hljómgæða og hönnunar gerir það að verkum að Polo Beats lætur vel í sér heyra í flokki minni fólksbíla. Polo Beats verður til sölu hjá HEKLU í byrjun ágúst og Beats pakkinn verður fáanlegur með sjálfskiptum Polo Comfortline með 1200 rúmsentímetra bensínvél og kostar 3.390.000 kr.

Volkswagen ágúst 2016 13


14 Volkswagen ágúst 2016


Straumlínulagaður. GTE. Þrír bláir bókstafir sem mynda heitið á nýjum kafla í 42 ára

langri sögu Passat. Með nýju tengiltvinnbíls-tækninni setur Passat GTE ný viðmið í sínum flokki og býður upp á einstaka akstursupplifun.

F

yrir næstum því tíu árum varð ég þess aðnjótandi að vera farþegi í Volkswagen Phaeton lúxusbíl með 6-lítra V12 vél. Það sem heillaði mig mest, fyrir utan glæsilegt innanrýmið með mjúkum leðursætum og innbyggðum nuddbúnaði, var þögnin inni í Phaeton þegar hann keyrði í gegnum borgina. Sýlindrarnir tólf unnu í algerri þögn og knúðu stóru Phaeton bifreiðina áfram, líkt og hann væri knúinn áfram af ósýnilegu afli. Slík þögn í innanrými bíls er eins og smyrsl á sálina þegar þú keyrir í borgarumferðinni.

Þar sem þögnin ríkir. Núna upplifi ég næstum því sömu tilfinningu. Þessi er jafnvel betri. Ég sit ekki í Paethon, heldur í Passat með eftirnafnið GTE. Ég er ekki með tólf sýlindra undir húddinu, aðeins fjóra sem eru núna í pásu. Passat GTE notar 115 hestafla rafmótor sem er knúinn af 9,9 kWh liþíum-jóna rafhlöðu sem er staðsett undir aftursætunum. Passat GTE fer af stað án rykkinga og láta og rennur hljóðlega af stað. Jafnvel sýlindrarnir tólf í Phaeton virka hávaðasamir í samanburði. Það er ekki aðeins mjúkur akstur og hljóðlát ræsing sem heillar heldur gefur rafmótorinn

betra viðbragð en venjulegar sprengivélar og býður upp á hámarkstogkraft um leið og stigið er á aflgjöfina. Þessi tafarlausa og mjúka hröðun gerir aksturinn í hægu miðbæjarumferðinni ánægjulegan í Passat GTE. Þegar pláss myndast fyrir framan stígurðu á aflgjöfina og þú rennur hljóðlega áfram. Tengiltvinnbílskerfið er svo vel stillt að þú tekur ekki eftir því þegar GTE skiptir á milli rafmótors og forþjöppuvélarinnar. Aðeins snúningsmælirinn og upplýsingaskjárinn koma upp um þessi skipti. Eins og Golf GTE, sem keyrir á sömu aflrás, kemst Passat GTE 50 kílómetra á Volkswagen ágúst 2016 15


rafmagninu einu saman. Það kann kannski að hljóma lítið, en þýsk rannsókn hefur sýnt fram á að 80% ökumanna keyra minna en 50 kílómetra á dag. Þetta þýðir að rafmagnið getur dekkað meirihluta hversdagslegs aksturs ef bíllinn fær fulla hleðslu þegar tækifæri gefst. Passat GTE upplýsir ökumann um rafmagnsdrægnina í gegnum upplýsingaskjáinn á milli snúningsmælis og hraðamælis. Ég get líka fengið ítarlegri upplýsingar um orkunýtinguna og drægnina í gegnum snertiskjáinn á miðstokknum. Hér birtir skjárinn ekki aðeins tölur um drægni sem byggir á orkunýtingunni hverju sinni heldur er líka hægt að fá að vita hversu mikið lengra þú kæmist með því að slökkva á ýmsum rafmagnsbúnaði, t.d. loftkæling, sætishitun, upphitun fyrir afturrúðu o.s.frv. Einnig er hægt að birta núverandi drægni

DSG-gírkassinn er staðalbúnaður í Passat GTE)

16 Volkswagen ágúst 2016

„Tengiltvinnbílskerfið er svo vel stillt að þú tekur ekki eftir því þegar GTE skiptir á milli rafmótors og forþjöppuvélarinnar. Aðeins snúningsmælirinn og upplýsingaskjárinn koma upp um þessi skipti.“ fyrir aðra leiðina á korti leiðsögukerfisins (aukabúnaður). Þar er svæðið sem drægnin nær til merkt og það breytir stöðugt um lögun og stærð eftir orkunýtingu hverju sinni og gerð vega á þeirri leið sem leiðsögukerfið hefur stungið upp á.

Frábært samspil. Þegar drægnin fer niður í tveggja stafa tölu væri þig farið að lengja töluvert í næstu hleðslustöð, þ.e. ef þú værir á hreinum rafmagnsbíl, en slíkar áhyggjur eru óþarfar í Passat GTE. Þegar drægnimælirinn nálgast núllið, og við erum á fullri ferð á hraðbrautinni, hrekkur snúningsmælirinn í gang og lætur okkur vita að öfluga 156 hestafla 1,4 lítra forþjöppu bensínvélin hefur tekið við akstrinum. Núna er Passat GTE búinn að skipta sjálfkrafa yfir í tvinnkerfið þar sem rafmótorinn er eingöngu í stuðningshlutverki, en hann endurnýtir orku úr bremsum og

vélarstöðvun og virkar þannig eins og rafall. Þú finnur ekki fyrir breytingu í aflrásinni þegar skipt er á milli bensínvélar og rafmótors, en snertiskjárinn getur upplýst þig um breytingar á orkuflæði bílsins. Á teikningu af bílnum er sýnt með bláum örvum hvort bensínvélin, rafmótorinn eða hvoru tveggja sjá um orkuvinnsluna og grænar örvar sýna aflendurheimt og hleðslu frá hemlun. Þetta er mjög skýrt ef þú vilt gera langa sögu stutta og útskýra með fljótum hætti fyrir farþegum hvernig háþróaða tæknin í Passat GTE virkar. Passat GTE eyðir minnst í tvinnakstri þegar hann er á hraðbrautunum, sérstaklega þegar umferðin er mikil og rafmótorinn leggur meira til akstursins. Gírskiptingarnar í 6-hraða DSGgírkassanum eru stilltar sérstaklega í tvinnakstri til að stuðla að sparneytnari akstri og gírskiptingarnar eru ekki margar á


leið minni eftir hraðbrautinni. Rafmótorinn styður við forþjöppu-vélina með togkrafti og þörfin til að gíra niður og fá þannig meiri afl í hröðunina minnkar töluvert. Það bætir ekki aðeins eldsneytisnýtinguna heldur verður aksturinn þægilegri og áhyggjulaus. Ef mig langar svo að keyra á rafmagninu einu saman get ég skipt yfir í rafhleðslustillingu með einum takka. Í þessari stillingu hleður bensínvélin rafhlöðuna í keyrslu og eldsneytisnotkunin eykst örlítið. Það er sömuleiðis hægt að hlaða rafhlöðuna eins og mögulegt er við akstur og auka drægnina um 1520 kílómetra ef hugað er sérstaklega að aksturslaginu. Hægt er setja DSGgírkassann niður í „B“ þar sem vélarbremsur rafmótorsins bremsa af meira afli og framleiða meira rafmagn í rafhlöðuna. Í rauninni bremsar rafmótorinn í Passat GTE það oft að ég er orðinn vanur að nota ekki bremsurnar, nema þegar nauðsyn krefur. Þar sem þú ert vanur að sjá snúningsmæli í venjulegum Passat er GTE með orkumæli sem sýnir þér hvort þú sért að endurnýta rafmagn eða nota það. Nýi Passat GTE er ekki aðeins gerður fyrir útblásturslausan akstur og minni eyðslu heldur er hann einnig kraftmikill og býður upp á aksturseiginleika sem sæma sportlegum fólksbíl.

Kveikt á snerpunni. Þegar ýtt er á GTE takkann á gírstönginni sleppir Passat af sér beislinu og allar stillingar miða að sportlegu viðbragði og hámarksafli. Nú leiða rafmótorinn og bensínvélin hesta sína saman og bjóða upp á 218 hö og 400 Nm togkraft og Passat GTE breytist í hraðan lúxusbíl sem nær 100 km/klst á aðeins 7,4 sekúndum. Þú finnur ekki aðeins fyrir aflinu í hröðuninni heldur heyrirðu það líka þar sem vélarhljóðið í GTE kerfinu er ákafara og hærra. Það er ákaft á hófsaman máta og það sama má segja um vélaraflið. Passat GTE er leiftursnöggur en hröðunin er mikil og mjúk í senn og aflgjöfin þarf ekki að fara langt niður til að 100 km/klst verði 130 km/klst við lítið átak vélanna tveggja. Prufuaksturinn okkar er senn á enda og við erum komnir til baka að Volkswagenumboðinu í Bröndby þar sem við leggjum Passat GTE við rafmagnkassa á veggnum.

„Passat GTE er leiftursnöggur en

hröðunin er mikil og mjúk í senn og aflgjöfin þarf ekki að fara langt niður til að 100 km/klst verði 130 km/klst við lítið átak vélanna tveggja.“

Fyrir aftan flipa á framgrillinu er að finna hleðslusnúru, en með 220 volta innstungu er hægt að hlaða Passat GTE til fulls á u.þ.b. fjórum klukkutímum og 15 mínútum. Með 3,6 kW hleðslukassa er aftur á móti hægt að stytta hleðslutímann niður í 2 klukkustundir og 30 mínútur. Þú getur notað tímastillingu til að hlaða bílinn í gegnum snertiskjáinn í bílnum eða með e-Remote appinu frá Car-net í snjallsímanum þínum, en þar er líka hægt að stilla hitun eða kælingu í bílnum. Nú þarf bara að finna leið til að láta bílinn hella upp á kaffi og baka smjördeigshorn... Tengiltvinnbílstæknin setur Passat GTE í sérflokk og hönnunin undirstrikar það með auðkennandi útlitsþáttum sem eru til marks um að GTE útgáfan er sjálfstæð og óháð útgáfa í Passat fjölskyldunni. Efst á krómaða grillinu að framan má sjá bláu línuna, sem er einkenni rafmagnsbíla Volkswagen, og línan heldur áfram út í LED-aðalljósin sem eru staðalbúnaður Volkswagen ágúst 2016 17


í GTE-útgáfunni. Eins og Golf GTE er Passat GTE líka með bjúgverpilslagaðan LED-dagljósabúnað í framstuðaranum og fyrir aftan 17 tommu „London“ álfelgurnar má sjá bláan bremsubúnað sem eru sömuleiðis sérkenni GTE. Passat GTE er einnig fyrsti tengitvinnbíllinn frá Volkswagen og bæði fáanlegur sem „Saloon“ stallbakur og hlaðbakur og

„Variant“ og það er hægt að festa á hann dráttarbúnað, en dráttargetan er allt að 1900 kg. Passat GTE markar upphafið af nýrri kynslóð fjölskyldubíla með því að sameina útblásturslausan rafmagnsbíl og langferðabíl. Nú þegar rafmagnsdrifið er búið að sameinast tækjabúnaði bílsins verður rekstur bílsins ekki aðeins minni heldur eykst akstursánægjan og þægindin

til muna. GTE útgáfan býður upp á heillandi og fágaða akstursupplifun og setur, með nýstárlegri tvinntækninni, ný viðmið í sínum flokki. Tíminn verður að leiða í ljós hvort Passat GTE verði sambærilegur næstu kynslóð af lúxusbílnum Phaeton. Heyrst hefur að hún verði rafmagnsknúin...

TÆKNIUPPLÝSINGAR: Passat GTE

Vél: 1,4 TSI + rafmótor Aflgeta: 156 hö/5.000 sn./mín. (bensínvél) + 115 hö/2.500 sn./mín (rafmótor) Sameiginleg aflgeta: 218 hö Togkraftur: 400 Nm 0-100 km/klst: 7,4 sek. Hámarkshraði: 225 km/klst Nýting: 62,5 km/l, 12,4 kWh/100 km Verð frá: 4.990.000 kr.

Staðalbúnaður í Passat GTE er meðal annars: Leðurklætt aðgerðarstýri með skiptingu í flipa, Alcantara sæti með rafmagnsstillanlegum bakstuðningi, Hiti í framsætum, Lyklalaus ræsing, LED lýsing í innanrými, Bluetooth búnaður fyrir síma og tónlist, Margmiðlunartæki með 6.5" litaskjá, geislaspilara, SD, AUX, USB, Regnskynjari, Viðvörunarkerfi ökumanns, "Hill assist" - Sjálfvirk handbremsa, 7 Loftpúðar, Hraðastillir, Nálgunarvarar að aftan og framan, Bakkmyndavél, Litað gler í afturrúðum, Rafmagnsopnun á afturhlera, LED aðal- og dagljósabúnaður, 17" Montpellier álfelgur. 18 Volkswagen ágúst 2016


Stundum hógvær, stundum ögrandi. En alltaf Golf.

Volkswagen Golf hefur verið einn vinsælasti bíll á Íslandi í mörg ár og ekki að ástæðulausu. Hann er glæsilegur í alla staði, rúmgóður, öruggur og á frábæru verði. Komdu í reynsluakstur og finndu út hvaða Golf þér líkar best. Trendline

Comfortline

Highline

R-Line

verð frá 3.190.000 kr.

verð frá 3.690.000 kr.

verð frá 3.990.000 kr.

verð 4.190.000 kr.

• • • • • • • • •

Útbúnaður umfram Trendline: • Bakkmyndavél • Hraðastillir (Cruise Control) • Hiti í stýri • Dökkar rúður að aftan • Comfort sæti með „Dessin Storm“ áklæði • Viðvörunarkerfi ökumanns • Skíðalúga í aftursætum með 2 glasahöldurum • 15" Lyon álfelgur 195/65 R15

Útbúnaður umfram Comfortline: • Sportsæti með Alcantara áklæði • Stemningslýsing í innra rými • Sjálfvirkur birtudeyfir í baksýnisspegli • Tveggja svæða loftkæling • Ljós- og regnskynjari • „Piano Black“ innlegg í innréttingu • Króm í neðra grilli • Lyklalaust aðgengi og ræsing • Sóllúga • 16" Dover álfelgur 205/55 R16

Útbúnaður umfram Comfortline: • Sportsæti • Stemningslýsing í innra rými • Sjálfvirkur birtudeyfir í baksýnisspegli • Tveggja svæða loftkæling • Ljós- og regnskynjari • Sóllúga • Xenon ljós með LED dagljósum • R-Line útlit • 17" Dijon álfelgur með sportfjöðrun 225/45 R17

Nálgunarvarar að aftan og framan Þokuljós með beygjulýsingu í framstuðurum Rafmagnshitaðir og stillanlegir hliðarspeglar Leðurklætt aðgerðastýri Hæðarstillanlegt framsæti Hiti í sætum Rafdrifnar rúður Loftkæling App Connect fyrir Mirror Link, Android Auto og Apple Car Play • Composition Media margmiðlunartæki með 6,5" snertiskjá • Bluetooth búnaður fyrir síma

www.volkswagen.is

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


Fullbúinn GTI. Á þessu ári fagnar Golf GTI fjörtíu ára afmæli sínu og af því tilefni var kynntur til sögunnar afdráttarlausasti, öflugasti og hraðasti Golf GTI sem hefur verið framleiddur.

Golf GTI fer vissulega yfir fjörtíu ára markið í ár, en ólíkt flestum öðrum sem ná þessum áfanga, er hann ennþá djarfur og rétt að byrja ferilinn. Golf GTI Clubsport er skýrt dæmi um það. Hann er ætlaður vandlátum sem vilja betri aksturseiginleika, ögn meiri dirfsku og styrk. Hjartað í öllum Golf GTI bílum hlýtur að vera vélin, en undir hlífinni á Clubsport er fjögurra-sýlindra tveggjalítra forþjöppubensínvél með beinni innspýtingu. Vélin í venjulegum Golf GTI skilar 220 hestöflum (Performanceútgáfa: 230 hö), en 265 hestöflum í Clubsport. Ekki nóg með það heldur er vélin með sérstakan kraft-eiginleika sem eykur kraftinn upp í 290 hestöfl í allt að 10 sekúndur. Aukahestöflin eru virkjuð þegar aflgjöfin fer alveg niður. Þar af leiðandi nær Golf GTI Clubsport að komast úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á aðeins 5,9 sekúndum með sexhraða beinskiptingu eða DSG. Hann nær 250 km/klst hámarkshraða (DSG: 249 km/klst). Golf GTI Clubsport er ekki aðeins með meira afl undir húddinu

20 Volkswagen ágúst 2016

heldur hefur fjöðrunin og loftmótstaðan verið endurbætt. Með hlutum eins og vindskeið á þakinu og breyttum framstuðara næst meiri niðurkraftur og þar af leiðandi eykst stöðugleiki og veggrip þannig að Golf GTI Clubsport nær miklum stöðugleika á miklum hraða og í hröðum beygjum. Það sem gerir Golf GTI Clubsport útlitslega ólíkan venjulegum Golf GTI er framstuðarinn sem skartar aukaflipum á sitt hvorri hliðinni, öðruvísi hliðarsvuntur, annars konar lögun á vindskeið og svunta sem er innbyggð í afturstuðarann. Svörtu skreytingarnar á hliðunum er vísun í upphaflega Golf GTI frá 1976 og eru svarta þakið og hliðarspeglarnir gefa Clubsport yfirbragð kappakstursbíls. Innanrými Golf GTI Clubsport skartar vandaðri hönnun, með sportsætum sem eru að hluta klædd Alcantara-leðri og köflóttu mynstri og GTI merkið er saumað í höfuðpúðana. Stýrið er klætt þykku Alcantara-leðri með rauðum ísaumi. Golf GTI í Clubsport útfærslunni er klæddur til að gera 40 ára afmælið ógleymanlegt fyrir alla aðdáendur Golf GTI.


Touareg R-Line. Kemur þér lengra en þú ætlaðir.

Þú ekur áhyggjulaus um á nýjum Volkswagen Touareg. Hin öfluga V6 TDI vél á eftir að vekja sterk hughrif hjá þér og gera aksturinn ógleymanlegan. Leyfðu þér hámarksþægindi, ríkulegan öryggisbúnað og glæsilega hönnun. Leyfðu þér nýjan Touareg.

Staðalbúnaður í VW Touareg R-Line V6 3.0 TDI • • • •

R Line útlit 19" felgur Lyklalaust aðgengi Svört toppklæðning að innan

• • • •

Silfurlitaðir þakbogar Hiti í stýri Hiti í sætum Vienna leðursæti

• • • •

Minni í sætum og speglum Dráttarkrókur Rafmagnslokun á afturhlera Margmiðlunartæki með 8" skjá

• Íslenskt leiðsögukerfi • Bakkmyndavél • Nálgunarvarar að framan og aftan

Touareg R-line V6 3.0 TDI, verð frá:

11.990.000 kr. www.volkswagen.is

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


Kennslumyndbönd fyrir raf- og tengiltvinnbíla. Þeim fjölgar stöðugt sem velja raf- og tengiltvinnbíla frá Volkswagen á Íslandi og til að mynda hefur rafbílum á Íslandi fjölgað um 700% á aðeins tveimur árum. Tækninni fleygir áfram og til að koma á móts við nýja eigendur réðst HEKLA nýverið í myndbandagerð. Afraksturinn er átta vönduð kennslumyndbönd þar sem leitast er við að útskýra virkni raf- og tengiltvinnbíla á einfaldan hátt. Farið er yfir muninn á raf- og tengiltvinnbílum, mismunandi hleðsluaðferðir, drægni, netþjónustu og fleiri hagnýt atriði.

V

olkswagen býður upp á tvo hreina rafbíla, Volkswagen e-up! og e-Golf, og tengiltvinnbílana Golf GTE og Passat GTE sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensín. Rafmagnsbíllinn Volkswagen e-Golf er einn mest seldi rafbíll landsins. Hann sameinar 40 ára reynslu Golf og nýjustu tækniframfarir. Hann er knúinn áfram af 100% hreinni orku og koltvísýringsútblástur er enginn. Drægnin er allt að 190 kílómetrar við kjöraðstæður og eyðsla á hverja 100 kílómetra er 12,7 kWst. e-up! er hinn fullkomni borgarbíll sem ekur á 100% hreinni raforku. Hægt er að aka allt að 160 kílómetra á einni hleðslu við bestu aðstæður og e-up! notar aðeins 11.7 kWst á 100 kílómetra akstri sem gerir hann að einum hagkvæmasta bíl sinnar tegundar. Golf GTE er bæði umhverfisvænn og urrandi öflugur en hann er fyrsti tvíorkubíll Volkswagen sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Raforkan dugar allt að 50 kílómetra og heildardrægnin er allt að 939 kílómetrar. Passat GTE er með

22 Volkswagen ágúst 2016

kraftmikilli bensínvél og rafmagnsmótor. Hann getur ekið allt að 50 kílómetra á raforkunni einni saman og heildardrægnin er yfir 1000 kílómetra. Átta ára ábyrgð er á rafhlöðu og hleðslubúnaði á öllum raf- og tvíorkubílum frá HEKLU. Virkni raf- og tengiltvinnbíla er um margt ólík hefðbundinna bensín- og dísilbíla og því var ráðist í gerð vandaðra kennslumyndbönd. Myndböndin voru unnin af tæknisérfræðingum HEKLU í samvinnu við framleiðslufyrirtækið Republik og sölustjóri Volkswagen á Íslandi, Árni Þorsteinsson, segist hæstánægður með útkomuna. „Það hefur orðið mikil aukning í sölu á þessum bílum hjá okkur og við höfum fundið fyrir þörf fyrir nánari útskýringum á virkni þeirra og ráðlagðri umgengni við þá. Myndböndin hafa mælst vel fyrir, bæði meðal viðskiptavina okkar og þeirra sem eru að íhuga kaup á raf- eða tengiltvinnbílum frá Volkswagen,“ segir Árni.

Myndböndin má nálgast á heimasíðu HEKLU, www.hekla.is/rafbilar


Volkswagen ágúst 2016 23


VOLKSWAGEN ATVINNUBÍLAR

Ein fjölhæfasta fjölskylda landsins!

Volkswagen atvinnubílar bjóða upp á breiða línu af sendibílum, atvinnubílum og fólksflutningabifreiðum sem eru hannaðir til að takast á við krefjandi verkefni. Þeir uppfylla ströngustu kröfur um gæði, þægindi og endingu og er hinn fullkomni vinnufélagi í hvaða rekstri sem er. Bílarnir koma í fjölmörgum útfærslum og vörubreiddin gerir það að verkum að hægt er að koma til móts við ólíkar þarfir viðskiptavina á ört stækkandi markaði. Þannig er hægt að velja um mismunandi stærðir, vélar og orkugjafa, eftir því hvað hentar hverju sinni.

V

olkswagen Caddy er vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Fjórða kynslóð þessa ástsæla atvinnubíls kom á markað í lok síðast árs en hún kemur í mörgum útfærslum og býður upp á úrval notkunarmöguleika. Til dæmis fæst Caddy nú í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslum. Um er að ræða einstaklega þægilegan fjölnotabíl sem er sniðinn fyrir athafnasamt fjölskyldufólk. Fjórða kynslóðin er mikið uppfærð og býður upp á enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi, öflugri vélar og mikið úrval af aðstoðarkerfum. Bíllinn býðst í tveimur lengdum, hefðbundinni og lengri gerð, og nú fæst hann einnig með fjórhjóladrifi. Volkswagen Caddy er í boði með stuttu eða

24 Volkswagen ágúst 2016


löngu hjólhafi, beinskiptur eða sjálfskiptur, framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn. Velja má á milli hagkvæmra dísil-, bensín- og metanvéla. Í febrúar var ný T6 lína kynnt til leiks en hún samanstendur af Transporter, Caravelle og Multivan sem byggja allir á arfleifð hins þekkta Volkswagen T1 „rúgbrauðs.“ Transporter er með rennihurð á báðum hliðum og vængjahurð að aftan með glugga. Hann hlaut á dögunum hin eftirsóttu verðlaun sendibíll ársins eða „Van of the year“. Caravelle hefur í áraraðir fylgt fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum fólksflutningabíl að halda. Hann er níu manna og býður upp

á mikið rými fyrir farþega og farangur. Multivan er einstaklega rúmgóður fjölnota fjölskyldubíll sem nýtist hvort sem er í borgarumferð eða á vegum úti. Í honum eru sæti fyrir sjö manns og hægt er að leggja niður öftustu sætaröð og nýta hana sem svefnrými. Volkswagen T6 atvinnubílana er hægt að fá beinskipta eða með sjö þrepa DSG sjálfskiptingu í margskonar útfærslum. Einnig er hægt að velja um framhjóla- og fjórhjóladrif með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn. Volkswagen Crafter er flaggskip Volkswagen atvinnubíla. Hann er hannaður til að takast á við krefjandi verkefni þar sem styrkur og notagildi eru í forgangi.

Crafter er með mjög öflugum en jafnframt sparneytnum dísilvélum og hægt er að velja um þrjár lengdir hjólhafs og þrjá þyngdarflokka. Volkswagen Amarok sameinar kosti lúxusjeppa og pallbíls og hefur upp á að bjóða mikla notkunarmöguleika fyrir fólk með fjölbreyttan lífsstíl. Að auki er hann einstaklega lipur í borgarumferð og er sérlega stöðugur í akstri. California sem býr yfir ótrúlegu notagildi og er vel útbúinn lífsstílsbíll fyrir fólk á faraldsfæti. Sama hvort ferðinni er heitið á skíði, í golf eða berjamó kemur California farþegum á áfangastað og býður upp á þægilegt ferðalag í leiðinni. Volkswagen ágúst 2016 25


Nýir sýningarsalir.

Í vetur var ráðist í gagngerar endurbætur á sýningarsölum Volkswagen. Til að auka þjónustuna og koma til móts við viðskiptavini var verkstæðismóttaka Volkswagen færð yfir í ný salarkynni og nú eru verkstæðismóttakan, fólksbílarnir og atvinnubílarnir allir undir sama þaki. Breytingarnar hafa mælst mjög vel fyrir og hér má sjá glæsilegan afrakstur þeirra.

26 Volkswagen ágúst 2016


Volkswagen ágúst 2016 27


28 Volkswagen ágúst 2016


G

-krafturinn.

Í

Ef þig langar í sportlegan Golf þá er nýr Golf GTE bíll fyrir þig. En hvernig er GTE-útgáfan í samanburði við hina GT-bílana?

ár eru 40 ár liðin síðan Volkswagen kom öllum bílaheiminum í opna skjöldu með Golf GTI. Hann bauð upp á sprækari aksturseiginleika og meiri kraft ásamt nýtileika og sparneytni fjölskyldubílsins og hefur á síðustu fjórum áratugum

öðlast einstakan sess. Árið 1982 kom Volkswagen enn og aftur á óvart með því að bjóða upp á GTI með dísilvél, en þannig fékkst sportlegur akstur, meiri kraftur og eldsneytisnotkun sem var minni en í hinum hófsama Polo.

Volkswagen ágúst 2016 29


Golf GTD var einn af fyrstu sportlegu dísilbílunum sem komu á markað og hafði þar af leiðandi sterka sérstöðu. Árið 2015 innleiddi Volkswagen rafmagn í GTI formúluna þegar framleiðandinn kynnti tengiltvinnbílinn Golf GTE, en hann sameinar sportlegan akstur og útblásturslausan rafmagnsakstur með 150 hestafla bensínmótor og 102 hestafla rafmótor. Tengiltvinnbíllinn Golf GTE hefur uppá heilmikið að bjóða en hvernig er hann í samanburði við hina sportlegu Golf GT bílana? Greinarhöfundar fóru til Wolfsburg þar sem biðu þeirra þrjár sprækar Golfútgáfur sem áttu að fara með okkur til Harz fjallanna, þangað sem fjöldi ferðamanna fer til að klífa fjöll og njóta náttúrunnar. Þeir völdu þó ekki staðsetninguna út af náttúrunni heldur var það malbikaði hluti landslagsins sem heillaði þá þennan daginn. Leiðin niður býður upp á mjög snarpan akstur og Harz fjöllin geyma auk þess fjölmarga góða hlykkjótta vegi sem eru tilvaldir til að

30 Volkswagen ágúst 2016

prófa ólíka aksturseiginleika. Þeir byrjuðu á að prófa Golf GTI sem upphaflega lagði línurnar, og gerir enn, fyrir sportlega hallbaka með eftirnafnið GTI árið 2015. Mikið er lagt í alla eiginleika GTI og áhersla er lögð á að hámarka akstursupplifunina. Prufubíllinn okkar er GTI 2.0 TSI DSG og hann er í „Performance“-útfærslunni, með 230 hestöfl, sem er 10 hestöflum meira en venjulega útfærslan, og sjálfvirkt mismunadrifið hjálpar til við að dreifa aflinu með skilvirkum hætti við allar aðstæður. Þegar setið er í sportsætinu með köflóttu mynstri og hendurnar hvíla á leðurklæddu stýrinu, skreytt með rauðum ísaumi, fer blóðið að renna örlítið hraðar um æðarnar og hjartað byrjar að slá ótt og títt. Í morgunumferðinni í Wolfsburg hagar Golf GTI sér afar borgaralega, svolítið eins og Golf 1,4 TSI. Þú tekur mögulega betur eftir sprungunum í malbikinu vegna stífari fjöðrunar og 18 tommu felgum með 225/40 dekkjum. Og mögulega heyrirðu

dýpra vélarhljóð, en Golf GTI er engu að síður afskaplega þægilegur í akstri og það er auðvelt stilla hann til þannig að hann verði meira en bíll sem nýtist í sunnudagsbíltúrnum.

Skilgreiningin á GTI. Tveggja lítra forþjöppu bensínmótorinn framleiðir allt upp í 350 Nm frá eingöngu 1500 sn./mín., en það er tölfræði sem fyrir nokkrum árum síðan var aðeins hægt að ná með dísilvél. Með þetta mikinn togkraft við svona lágan snúningshraða þarf ekki að stíga langt niður til að Golf GTI þeytist af stað eins og ekkert sé. Við yfirgefum Wolfsburg og förum á hraðbraut 39 til suðurs og eftir örfáa kílómetra sjáum við hvít skilti með fjórum svörtum skálínum sem gefa til kynna hraðari hluta prufuakstursins okkar. Vélin og DSG-gírkassinn bregðast tafarlaust við hröðuninni, snúningsmælirinn skýst upp og vélin lætur vita af sér með djúpu og brakandi vélarhljóði. Golf GTI fer á örskömmum tíma úr 120 yfir í 220 km/klst. og meira að


segja á þeim hraða finnurðu á aflgjöfinni að bíllinn á nóg eftir. Það er ekki aðeins aflið og hraðamöguleikarnir sem heilla á hraðbrautinni heldur kemur þar einnig í ljós hversu stöðugur bíllinn er og hversu góðar bremsurnar eru, en það róar taugarnar við svona aðstæður. Hér eru engar sveittar hendur eða of hraður púls. Það er hérna sem Golf GTI hagar sér eins og sannur GT eða „Gran Turismo, eins og hin rómaða stafsetning stendur fyrir. Upphaflega var nafnið notað fyrir lúxusbíla sem þóttu álitlegir í langferðir vegna vélarstærðar og þæginda og þó svo að Golf GTI sé öðruvísi í laginu þá inniheldur hann sömu kosti. Þessir u.þ.b. 100 kílómetrar liðu hratt og þægilega og fyrir framan okkur byrjaði landslagið að rísa upp og vegirnir leiddu okkur inn á skógi vaxið umhverfi. Við fórum af aðalveginum og fundum veg sem leiddi okkur upp í gegnum landslagið. Hér er liðugt stýrið á heimavelli, en það þarf ekki margra sentímetra snúning á

stýrinu til að Golf GTI taki beygjuna. Þar af leiðandi er bíllinn einstaklega sprækur og svarar stýrinu hratt og örugglega og stíf fjöðrunin heldur honum stöðugum á malbikinu. þegar þú ferð hratt úr beygjum tryggir sjálfvirka mismunadrifið hámarks grip, og til þess notar það 350 Nm togkraftinn til að ná réttri hröðun. Það er virkilega skemmtilegt að keyra eftir hlykkjóttum veginum þar sem þú situr spenntur og hlakkar til næstu beygju til að upplifa allt aftur. Hvernig sem er á það er litið er Golf GTI vel stillt eintak af sportbíl og það vill svo til að hann lítur út eins og fjölskyldubíll.

Dísilgnýr. Það var djarfur leikur hjá Volkswagen að setja dísilvél í Golf GTI árið 1982 þegar dísilvélar þóttu grófar og klunnalegar. Þú þarft ekki að keyra langt í 2015 árgerðinni af Golf GTD til að átta þig á því að langt

er liðið síðan 1982 og að dísilvélin hefur breyst töluvert. Samrása innspýtingin er sparneytnari og með jafnvægisstönginni hafa náðst fágaðri aksturseiginleikar og betri hljóðmynd. Breytilegur ventlatími og forþjöppun með breytilegu rúmtaki býður upp á meiri togkraft yfir allt snúningssviðið og betra hröðunarviðbragð. Eldri dísilvélar hafa ekki verið þekktar fyrir góðan snúning, en tveggja lítra EA288 dísilvélin í Golf GTD vinnur mjúklega og hratt. Eins og algengt er með dísilvélar er snúningssviðið sem þú hefur til að vinna með ekki breitt, en á milli 1750 sn./mín. og 3250 sn./mín. þar sem 380 Nm standa til boða, þýtur hann um hlykkjóttu vegina. Með svona þröngt snúningssvið þarftu að vera mjög nákvæmur í gírskiptingum og þar nær Golf GTI forskotinu. Það er ekki aðeins fágaðri og samræmdari vinnsla dísilvélarinnar sem kemur á óvart í samanburði við eldri dísilvélar, heldur er það líka hljóðmynd vélarinnar. Golf GTD frá 1982 var ekki beinlínis eyrnakonfekt, og það sama má segja um allar dísilvélar frá þeim tíma. Það á þó ekki við um Golf GTD í dag, sérstaklega þegar hann er stilltur á sportlegu stillinguna með „Drive-Profile“ eiginleikanum. Þar verður maður ekki var við grófa dísilhljóðið sem einkennir slíkar vélar, heldur heyrist djúpt vélarhljóð sem endurómar inni í stjórnrýminu og við ákveðinn snúningshraða minnir það á stóran boxer-mótor. Hljóðið og kraftmikla vélin fær þig til auka hraðann við minnsta tækifæri. Dísilvélin er þyngri en bensínvélin sem þýðir að Golf GTD er 26 kg þyngri á framöxli en Golf GTI, en þú

Volkswagen ágúst 2016 31


þarft að vera algjör sérfræðingur til að greina muninn. Annað sem ólíkt er með aksturseiginleikum GTD og GTI er að GTD notar rafknúið ESP mismunadrif á meðan GTI notar sjálfvirkt kerfi. Þú þarft þó að keyra ansi lengi þar til þú finnur einhvern mun, en hann er til staðar. Þegar allir eiginleikar Golf GTD eru teknir saman fáum við sprækustu og mest heillandi fjögurra sýlindra dísilvélina í sínum flokki og þó svo að hún standist bensínvél Golf GTI ekki samanburð hvað varðar ákefð þá býður hún upp á akstursánægju sem gerir Golf GTD að ókrýndum GTI-konungi dísilbíla.

Lognið á undan storminum. Eftir bensínstopp, þar sem girnilegt Vínarsnitsel kom við sögu ásamt ríflegum skammti af frönskum, var GTD skipt út fyrir GTE. GTD og GTI skarta sama útliti, fyrir utan litinn á línunum á grillinu og í innanrýminu, en GTE fer aftur á móti sínar eigin leið og sker sig úr með bjúgverpilslöguðu LED-aðalljósunum og blárri línu sem fer í gegnum grillið og aðalljósin. Þetta er kannski ekki mikið, en það munar um það. Það sama gildir um innanrýmið því þegar betur er að gáð sérðu að það er búið að skipta út hefðbundna snúningsmælinum fyrir 32 Volkswagen ágúst 2016

blágrænan orkumæli og svo þegar þú hefur gáð enn betur áttarðu þig á því að það er hefðbundinn snúningsmælir í mælaborðinu. Hann er bara minni en ber að venjast og er á stærð við stóra mynt. Ræsihnappurinn er svipaður, en þegar ýtt er á hann heyrist hljóðmerki og svo kemur þögn. Þetta er ekki vél sem lætur þig vita um leið hversu mikið afl þú ert með í vélarhólfinu. GTE ræsir sig alltaf í rafmagnsstillingu, nema þegar hleðsla rafhlöðunnar er ekki nægileg. Það er alltaf gaman að fylgjast með undrunarsvip fólks þegar það sér Golf GTE renna hljóðlega úr bílastæðinu. Þetta er svo sannarlega bíll með tvo persónuleika vegna þess að þegar þú yfirgefur þéttbýlið og ert kominn út á þjóðveginn, þar sem vegirnir og aðstæður bjóða upp á sportlegri akstur, geturðu ýtt á GTE-hnappinn. Bensínvélin hrekkur af stað, rauði vísirinn í litla snúningsmælinum stekkur upp og þögnin í innanrýminu er rofin með hljóðmerki sem gefur til kynna hraðabreytingu. Í GTE stillingunni skilar forþjöppu-bensínvélin ásamt rafmótornum sameiginlegu hámarksafli upp að 204 hestöflum og 350 Nm togkrafti sem er 20 hestöflum meira en GTE og snúningstog sem samræmist Golf GTI. GTE fylgir fast á hæla GTD með hröðun úr kyrrstöðu upp í 100


km/klst á aðeins 7,6 sekúndum, en hraðaupplifunin er ekki sú sama. Það er vegna þess að rafmótorinn býður upp á togkraft við lágan snúning, en venjuleg forþjöppuvél þarf fleiri snúninga áður en hún skilar sínu. Samvinna rafmótors og forþjöppuvélarinnar kemur ekki að sök. Rafmótorinn er eins og ósýnileg orkulind sem eykur aflgetuna með einni samfelldri og samræmdri hröðun í gegnum allt snúningssviðið. Þér finnst þar af leiðandi að bíllinn sé með mun stærri vél en raun ber vitni. Þú situr ekki og bíður eftir snúningunum vegna þess að GTE bregst við án tafar þegar hægri fóturinn fer niður, og það er auðvelt að viðhalda miklum hraða án þess að þurfa að gíra niður. Það er ljóst að rafhlaðan tæmist fljótt ef ekið er mjög sportlega, með mikilli inngjöf og tíðum gírskiptingum. Þegar hraðinn var aukinn var kveikt á sparstillingu tvinn-kerfisins, en þar hámarkar kerfið samvinnu rafmótors og bensínvélar þannig að rafhlaðan hleðst upp. Á einhverjum tímapunkti náði rafmagnsdrægnin aðeins 4 km, en með góðum akstri og með því að nýta hleðsluhemlun var hægt að ná 19 kílómetra drægni þar til stoppað var næst. „Golf GTE er fjölhæfur bíll sem er í senn smágerður lúxusbíll, sportlegur hallbakur og útblásturslaus rafmagnsbíll.“

Snerpa eftir þörf og smekk. Háþróuð aflrásin í Golf GTE, með rafmótor og rafhlöðu, er þyngri en í bensín- eða dísilvél, en GTE vegur alls 1599 kg sem er 248 kg meira en GTI og 222 kg meira en GTD. Aksturseiginleikarnir njóta aftur á móti góðs af aukakílóunum vegna þess að mesti hluti þeirra er staðsettur lágt í bílnum á milli öxlanna. Þú finnur fyrir því að GTE er ekki alveg eins sprækur og nákvæmur og GTI, en hann liggur samt þétt á veginum og heldur þyngdinni í skefjum í snöggum beygjum, sérstaklega ef GTE bíllinn er búinn sjálfvirkri fjöðrun (aukabúnaður) eins og bíllinn sem var prófaður.

„Golf GTE er fjölhæfur bíll sem er í senn smágerður lúxusbíll, sportlegur hallbakur og útblásturslaus rafmagnsbíll.“ Af þessum þremur Golf GT bílum er það GTE sem er með bestu fjöðrunina og hljóðdempunina og þannig uppfyllir GTE fullkomlega hlutverk GT með því að sameina þægindi, lúxus og yfirburðar aflgetu með afar sportlegu yfirbragði Golf GTI er óneitanlega fyrir þá sem setja hraða, nákvæmni, aflgetu og styrkleika í forgang, en þurfa samt bíl sem hentar í hversdagsleg verkefni. GTD er fyrir þá sem vilja kraftinn úr GTI og sparneytni dísilbílsins til þess að hægt sé að nota hann í langa rúnta til og frá vinnu.

Volkswagen ágúst 2016 33


TÆKNIUPPLÝSINGAR: Golf GTE:

Vél: 1,4 TSI + rafmótor Aflgeta: 150 hö/5.000 sn./mín. (bensínvél) + 102 hö/2.500 sn./mín. (rafmótor) Sameiginleg aflgeta: 204 hestöfl Togkraftur: 350 Nm 0-100 km/klst: 7,6 sek. Hámarkshraði: 222 km/klst Eyðsla: 1,5 l/100km í blönduðum akstri Verð frá: 4.290.000 kr.

Golf GTD

Svo er það GTE. Hvar er hann staðsettur innan fjölskyldunnar? Hann er sportlegi langferðarbíllinn fyrir þá sem þurfa að keyra 20-25 km til og frá vinnu og á honum er það hægt á rafmagninu einu saman. Þegar tækifæri býðst þar sem þú kýst að keyra í tvinnstillingu, býður aflrásin upp á gífurlegt afl og sportlegan akstur. Golf er einstakur í sínum flokki fyrir þær sakir að bjóða upp á margar sportlegar útgáfur, ýmist með tvinntækni, dísil- eða bensínvél. Það 34 Volkswagen ágúst 2016

er til vitnis um sveigjanleikann sem er fólginn í MQB-undirvagninum sem Golf fjölskyldan byggir á. Golf GTE gefur GThugmyndinni nýja vídd, ekki aðeins innan Golf-fjölskyldunnar, heldur almennt með því að blanda saman lúxusbíl, sportlegum hallbaki og rafmagnsbíl. Þrír bílar í einum á töluvert lægra verði en GTD og GTI. Það kemur í ljós hvort GTE verði álíka goðsagnakenndur í framtíðinni eins og GTD og GTI, en hann fer alla vega vel af stað.

Vél: R4, 1.986 cm3, forþjöppudísil Aflgeta: 184 hö/3.500 sn./mín. Togkraftur: 380 Nm/1.750 sn./mín. 0-100 km/klst: 7,5 sek. Hámarkshraði: 228 km/klst Eyðsla: 4.2 l/100km í blönduðum akstri Verð frá: 5.790.000 kr.

Golf GTI

Vél: R4, 1.984 cm3, forþjöppubensín Aflgeta: 220 hö/4.700 sn./mín. Togkraftur: 350 Nm/1.500 sn./mín. 0-100 km/klst: 6,5 sek. Hámarkshraði: 244 km/klst Eyðsla: 6.3 l/100 km í blönduðum akstri Verð frá: 5.990.000


Breyting til bรณta


www.volkswagen.is

Þetta er meira en bara bíll. Þetta er þinn griðastaður.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.