Maí 2015
Volkswagen.
Hinn nýi Passat er lentur. e-Golf líkist hverjum öðrum Golf, en samt er hann alveg sér á báti. Golf GTE er nýjasti meðlimur Golf fjölskyldunnar og notast við tvíorkutækni. Touareg blandar saman þægindum lúxusbíls og frábærum aksturseiginleikum.
4 Hinn nýi Passat Nýr og betri Passat fer ótrúlega vel af stað og hefur þegar verið valinn bíll ársins í Evrópu 2015. Hann er bæði léttari og sparneytnari en forveri hans og býr yfir fullkomnari tækni og aksturseiginleikum. Velkomin um borð!
Efnisyfirlit. 18 Touareg. Með því að blanda saman þægindum lúxusbíls og frábærum aksturseiginleikum hefur Touareg náð einstökum árangri.
16 Passat – sagan. Í 40 ár og sjö kynslóðir hefur Passat sett ný viðmið og verið á meðal mest seldu bíla í sínum flokki. Hér eru ástæðurnar fyrir því. 2 Volkswagen Maí 2015
20
10 nýjungar í Volkswagen framtíðarinnar.
22
Tiguan.
24
Golf GTE.
26
Golf Kóngur.
28
Allt um Sportsvan.
30
Fréttir frá Volkswagen.
32
e-Golf er byltingarkenndur og hljóðlátur.
Söludeild Volkswagen: Hilmar Ólafsson sölumaður, Guðmundur Snær Guðmundsson sölumaður, Viktor Ólason framkvæmdarstjóri sölusviðs, Árni Þorsteinsson sölustjóri, Haraldur Ársælsson vörustjóri, Hjalti Vignisson sölumaður, Hallgrímur Andri Jóhannsson sölumaður, Steinar Sigurðsson flotastjóri.
Gleðilegt sumar. Veturinn hefur verið afar spennandi hjá Volkswagen á Íslandi. Við höfum frumsýnt nýjan Golf Variant, nýjan Passat, Touareg og hinn hljóðláta rafmagnsbíl e-Golf. Við höfum einnig gefið út nokkur veffréttabréf og margt fleira. Þessa dagana erum við uppfæra sýningarsalinn okkar, framundan er bílasýning í Fífunni, á haustmánuðum mætir Golf Alltrack á svæðið ásamt Golf GTE og nú lítur þetta fyrsta tímarit Volkswagen á Íslandi dagsins ljós. Ég og aðrir sölumenn Volkswagen hlakkar til komandi mánaða enda mikið til að hlakka til. Ég vona að lesendur njóti nýja tímaritsins okkar þar sem við förum yfir það nýjasta og kynnum hvað er á döfinni, það er af nógu að taka og hér er bara sýnishorn. Mig langar líka til að nota tækifærið og hvetja fólk til að kíkja við hjá okkur á Laugaveginum og kynna sér það nýjasta í heimi Volkswagen. Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen.
Volkswagen Maí 2015 3
4 Volkswagen MaĂ 2015
Hinn nýi Passat. Nýr og betri Passat fer ótrúlega vel af stað og hefur þegar verið valinn bíll ársins í Evrópu 2015. Hann er bæði léttari og sparneytnari en forveri hans og býr yfir fullkomnari tækni og aksturseiginleikum. Velkomin um borð!
Volkswagen Maí 2015 5
Glæsilegur klæðnaður s Í gegnum kynslóðirnar hefur Passat klæðst smekklegri og tímalausri hönnun. Hönnuðir Volkswagens hafa nú enn einu sinni endurnýjað hönnunina og búið til Passat sem skartar afli og fágun lúxusbíls.
Sterkur svipur: Passat sker sig úr fjöldanum með nýja Volkswagen framsvipnum, en hann sást fyrst á Golf Sportsvan. Aðalljósin halla niður að grillinu sem núna er samansett úr fjórum krómuðum teinum. Neðri tveir teinarnir ýta á aðalljósin sitt hvoru megin og þrívíð hönnun grillsins gefur sterkan framsvip. Í Highlineútfærslunni nær efsti krómaði teinninn áfram yfir aðalljósin, þ.e. ef þau eru búin LED-ljósabúnaði.
Einkenni 1: Eitt helsta einkenni nýs Passat er skörp lína sem nær frá eftri brún aðalljósanna og brotnar svo við fremri hjólskálina. Línan hallar örlítið upp á við meðfram hliðinni, gengur í gegnum handföngin á hurðunum og endar svo við bakhliðina. Línan brýtur upp flötinn og gefur bílnum sterkari svip með áhrifum ljóss og skugga.
6 Volkswagen Maí 2015
Krómuð áferð: Highline-útfærslu Passat má meðal annars þekkja á krómlínunni neðst sem gengur undir hurðirnar og teygir sig yfir á fram- og afturstuðarann. Þessi krómaði listi gefur bílnum ekki aðeins fágaðra útlit heldur lætur hann einnig bílinn virðast lægri.
LED aðalljós: Hægt er að velja um tvær tegundir LED aðalljósa fyrir nýjan Passat sem báðar gefa yfirburðar lýsingu. LED aðalljósin eru með tveimur „augum“ sem samanstanda af nokkrum LED speglum og ljósaröð með 12 smáum LED perum, hvítum og appelsínugulum, og þjóna bæði sem dagljósabúnaður og stefnuljós. Fyrir Comfortline og Highline er hægt að fá LED HIGH-aðalljós. Þau eru með sérstökum LED-búnaði þar sem 32 litlar LED perur mynda stórt U sem nær yfir allt ljósastæðið og svo minna U utan um ytra ljósið fyrir lágu og háu ljósin.
r skilyrði. Sportlegur stallbakur: Hlutföllin: Nýi Passat er 2 mm styttri en fyrirrennarinn, en hjólhafið hefur lengst um tæpa 79 mm. Framhjólin voru færð 29 mm nær framstuðaranum og afturhjólin eru 17 mm nær afturstuðaranum. Stutt skögunin að framan og aftan ásamt löngu hjólhafi gefur bílnum teygðan og fágaðan hliðarsvip.
Stallbaksútgáfan af nýjum Passat hefur fjarlægst hinn sígilda stallbakshliðarsvip og líkist nú meira tveggja sæta sportbíls eins og Volkswagen CC. Hliðarrúðurnar virðast lægri og aftasta stoðin og bakrúðan halla meira og flæða mjúklega inn á bakhlutann.
Hliðarspeglar: Hliðarspeglarnir voru færðir af þríhyrndu samskeytunum á framhurðunum og niður á hurðina sem bætir loftstreymið meðfram hliðum bílsins og gefur bílnum einnig sportlegra útlit. Speglarnir eru með lítilli vindskeið sem stýrir loftflæðinu um hliðarnar og hjálpa þannig að halda hliðarrúðunum hreinum.
LED afturljós: Afturljósin eru breiðari, lægri og með LED tækni fyrir Trendline og Comfortline. Highline-útfærslan er með LED HIGH afturljós sem staðalbúnað. Þessi afturljós eru gædd þeim eiginleika að breytast úr láréttri línu í þrjár lóðréttar ljósrendur við hemlun. Þannig fá aðrir ökumenn fyrir aftan bílinn skýrt bremsumerki í tíma.
Púströrið: Einkenni 2: Neðst við hurðarnar er önnur áberandi lína sem gengur framhjá hurðunum og leysist upp við hjólbrettin. Inn á milli kúptra hjólskálanna fá hurðarnar skýra umgjörð sem gefur hliðarsvipnum sterkan og stæltan svip.
Púströrin á Trendline og Comfortline eru ekki sýnileg, en 240 hestafla Highline útfærslan er aftur á móti með trapisu-lagað púströr með krómuðum enda sem blandast listilega við krómuðu línuna sem nær allan hringinn í kringum bílinn.
Volkswagen Maí 2015 7
Innlit.
Upplýsingaskjár í augnhæð.
Passat býður ykkur velkomin í innanrýmið, þar sem fagurfræði blandast saman við rými og hugvit. Hvort sem þú ert gamalkunnur eða nýr Passat eigandi mun þér líða eins og heima hjá þér og þú munt njóta umhverfisins.
Mikilvægar upplýsingar, t.d. hraði, merki frá leiðsögukerfinu og hvers kyns viðvaranir birtast á litlum glerskerm við framrúðuna. Þannig færðu allar akstursupplýsingar í augnhæð og þú þarft ekki að líta af veginum. Skjárinn hverfur niður í mælaborðið þegar hann er ekki í notkun.
Stafrænn mælabúnaður. Passat er fyrsti Volkswagen bíllinn sem hægt er að fá með 12,3 tommu stafrænu mælaborði. Það fæst sem valbúnaður. Þannig getur ökumaður valið þær upplýsingar sem hann þarf hverju sinni. Leiðsögukerfið getur meðal annars birt kort í 2D eða 3D á milli snúningsmælis og hraðamælis, en þá minnka þeir báðir og færast í sitt hvorn endann. Það er einnig hægt að stilla sérstaklega hvaða upplýsingar úr aksturstölvunni birtast á skjánum á milli mælanna. Þitt er valið og valkostirnir eru margir.
Ræsihnappur. Nýr Passat er ræstur með því að ýta á takka, lyklalaust. Lífið getur síðan orðið enn einfaldara með lyklalausu aðgengi, en þannig þarftu aldrei að ná í lyklana úr vasanum.
3-svæða loftkæling. Passat er með 3-svæða loftkælingu sem staðalbúnað, en þar geta farþegar í aftursætum einnig stillt hitastig og blástur. Nýja loftkælingin býður upp á betri loftræstingu og hitastillingu án þess að mynda óþægilegan trekk.
8 Volkswagen Maí 2015
Klassískur. Á þessum stafrænu tímum gefur kringlótta hliðræna klukkan í mælaborðinu innanrýminu klassískt yfirbragð. Þetta er aðeinst eitt af mörgum smáatriðum sem fær gamalkunna Passat eigendur til að líða eins og „heima“.
Innbyggðar loftristar. Mælaborðið í Passat skartar léttu og fáguðu útliti sem einkennist af láréttum línum. Loftristarnar gegna þar mikilvægu hlutverki en þær eru innbyggðar í lista sem nær þvert yfir mælaborðið og heldur áfram inn í glæsilega hurðarklæðninguna.
Snertiskjár. Staðalbúnaður Passat inniheldur meðal annars Composition Media margmiðlunarkerfið sem er með 6,5 tommu lita-snertiskjá. Ný kynslóð upplýsinga- og afþreyingakerfisins er með öflugri örgjafa en áður sem þýðir meðal annars að útreikningur á leiðum í Discover Media er mun hraðvirkari og snertiskjárinn bregst við um leið og hann er snertur.
Sæti. Nýju sætin, sem hafa verið betrumbætt, sameina stuðning sportsætis og þægindi lúxussætis. Í Comfortline og Highline útgáfunum framsætið með rafstýrðum nuddbúnaði. Í Highline útgáfunni koma sætin með Alcantara áklæði með leðurbólstrun á hliðum.
Fellanleg sæti. Þægindin eru ekki það eina sem nýr Passat hefur fram að bjóða, en hann er jafnframt rúmgóður og til margs nýtilegur. Ef þú þarft að ferja langa hluti þá er Passat í Comfortline útgáfunni með niðurfellanlegu farþegasæti.
Volkswagen Maí 2015 9
Vélarskoðun. Með breiðu úrvali túrbó-bensínvéla og dísilvéla, sem sameina sparneytni og mikla aflgetu, getur nýr Passat veitt fjölda fólks gífurlega akstursánægju.
10
Volkswagen Maí 2015
H
ægt er að fá Passat með fimm mismunandi 4-strokka, túrbóbensín- og dísilvélum sem skila 120 til 240 hestöflum og eru 20% sparneytnari. Um næstu áramót mun Passat GTE bætast í útgáfulínuna, en hann keyrir á aflrás tengitvinnbíls og kemst þannig 50 km á rafmagninu einu saman. Hún er kannski minnsta bensínvélin sem er í boði fyrir nýjan Passat, en þessi 150 hestafla 1,4 lítra TSI ACT vél er ein háþróaðasta og sparneytnasta vélin í sínum flokki. Vélin er búin sjálfvirkum strokkaslökkvara sem þýðir að það slokknar á tveimur strokkum þegar ekið er á hlutlausu eldsneyti. Búnaðurinn vinnur þegar snúningshraði vélarinnar er á bilinu 1400 til 4000 sn/mín og innan 130 km/klst hámarkshraða. Opnun og lokun strokkanna tekur aðeins 13 til 36 millisekúndur og með aðkomu ræsingar og aflgjafar verða skiptin svo hröð að ökumaðurinn getur ómögulega greint hvort hann keyri á tveimur eða fjórum strokkum. Það sést aftur á móti í mælaborði bílsins.
Frá 120 til 240 hö.
Sjálfvirki strokkaslökkvarinn minnkar eyðsluna um hálfan líter á hverja 100 km og Passat 1,4 TSI ACT uppfyllir viðmið ESB með 4.9 l/100 km sem er ansi gott fyrir bíl í þessum stærðarflokki. Þessi litla eyðsla kemur samt sem áður ekki niður á aflgetunni og akstursánægjunni þar sem 150 hö við 5000 sn/mín og 250 Nm frá 1500 til 3500 sn/mín gera Passat 1,4 TSI
ACT kleift að komast úr kyrrstöðu í 100 km/klst á 8,4 sekúndum og ná 220 km/klst hámarkshraða. Á þessu ári verður hægt að fá Passat 1,4 TSI ACT með 7-hraða DSG gírskiptingu sem kemur til með að auka akstursgleðina enn frekar. Passat hefur alla tíð getað státað af öflugum dísilvélum og áttunda kynslóð Passat er þar alls engin undantekning. Minnsta dísilvélin er 1,6 lítra TDI vél sem skilar 120 hestöflum og 250 Nm hámarkstogi. Ný túrbó-þjappa, sérhönnuð fyrir Passat, skilar gífurlegum togkrafti yfir allt snúningssviðið. Vélin er viðbragðsfljót og bregst vel við aflgjöfinni og
„Bi -Turbó vélin togar 500 Nm“ hinn mikli togkraftur skilar Passat öflugri millihröðun, til dæmis þegar þú eykur hraðan úr 80 til 120 km/klst í fimmta gír. Ef þú vilt meira vélarafl þá nær 2,0 lítra TDI vélin, 150 hestöfl og 340 Nm hámarkstog frá aðeins 1750 sn/mín, frábærri hröðun sem og millihröðun. Tvær jafnvægisstangir draga úr titringi og viðhalda góðum vélargangi og þar af leiðandi er nýr Passat einstaklega hljóðlátur. Frá 0 upp í 100 km/klst á 8,7 sekúndum, 220 km/klst hámarkshraði og auk þess uppfyllir Passat 2,0 TDI mengunarviðmið ESB með því að gjörnýta dísildropana og ná 25 km á einum líter. Kraftmikla tveggja lítra TDI vélin er einnig fáanleg með endurbættum 6-hraða DSG gírkassa. Einnig er í boði 2,0 TDI 4Motion vél í nýrri öflugri útgáfu sem sameinar sportleg afköst og litla eyðslu. Með nýju túrbóþjöppunni nær vélin 192 hestöflum við 3500 sn/mín og 400 Nm togkrafti. Öflugasta dísilvélin í þessum hópi er nýja 2,0 BiTDI sem skilar afli og aksturseiginleikum sem aðeins stórar 6eða 8-strokka vélar hafa verið þekktar fyrir. BiTDI dísilvélin er búin tvöfaldri túrbóþjöppu sem þýðir að hún keyrir á tveimur túrbó-þjöppum; lítilli túrbú-þjöppu sem
BiTDI dísilvélin skilar 500 Nm togkraft frá 1750 1750 sn/mín.
gefur togkraft og gott viðbragð við lágan snúning, og stórri túrbó-þjöppu sem skilar meiri þjöppun (upp að 3,8 börum) og meiri togkrafti við háan snúning. Það gefur vélinni gott viðbragð við lágan snúning og mjög öfluga og jafna keyrslu frá lágum snúningshraða upp í háan. Afköstin eru 240 hestöfl við 4000 sn/mín og tilkomumikill 500 Nm togkraftur frá 1750 til 2500 sn/ mín. Tveggja lítra BiTDI vélin ásamt 7-hraða DSG gírkassanum og 4MOTION fjórhjóladrifinu skilar þessum 500 Nm vandlega niður á malbikið og skýtur Passat upp í 100 km/klst á aðeins 6,1 sekúndu og hröðunin heldur áfram upp í 250 km/klst sem er rafstýrður hámarkshraði.
Vélaúrval: 1,4 TSI – 150 hö 1,6 TDI – 120 hö 2,0 TDI – 150 hö 2,0 TDI – 192 hö 2,0 BiTDI – 240 hö 1,4 GTE – 218 hö (bensínvél + rafmótor)
Volkswagen Maí 2015 11
Passat
- fágaður fjölskyldubíll.
Variantinn er nú með heilsteyptara útlit og mun meira pláss, bæði fyrir farþega og farangur.
B
ílaveröldin breytist stöðugt og hraðar sem aldrei fyrr. Hún er jafnframt orðin mjög fjölbreytileg. Bílaflokkar hafa blandast saman og nýjar tegundir hafa komið fram á sjónarsviðið til að svara nýjum kröfum neytenda. Í þessu síbreytilega umhverfi eru sígildir bílar eins og fjögurra hurða stallbakurinn og skutbíllinn komnir í harða samkeppni við sportjeppa, jepplinga, MPV bíla og fjögurra hurða sportbíla. En þrátt fyrir minnkandi markaðshlutdeild stallbaka og skutbíla á undanförnum árum, einkum í Evrópu, eiga bílar eins og Passat alltaf traustan aðdáandahóp. Við þróun á nýjum Passat hefur ekki aðeins þurft að standa vörð um stöðu hans gagnvart gömlu keppinautunum, heldur hefur einnig þurft að huga að samkeppnisfærni hans gagnvart nýjum vinsælum bílum. Passat er mikilvægasti bíll Volkswagen á heimsvísu og því hvíldi gríðarleg ábyrgð á hönnunarog verkfræðiteyminu sem var falið að hanna
áttundu kynslóð Passat. Hvað þarf til að sígildu bílarnir haldi velli og fangi athygli bílakaupenda? Flott útlit getur ekki komið að sök, en nýr Passat skartar glæsilegum klæðum. Hann er nýr í gegn, en viðheldur engu að síður sérkenni sínu þannig þú ert ekki í nokkrum vafa um að þetta sé Passat. Hönnuðunum tókst að
Frá 1973 hafa selst tæplega 22.000.000 Passat bílar. endurnýja Passat hönnunina og færa hana yfir á annað stig þannig að fjögurra hurða útgáfan minnir nú á spræka og sportlega
Árið 2013 seldust meira en 1,1 milljón Passat bílar á heimsvísu, eða einn á 29 sekúndna fresti 12 Volkswagen Maí 2015
útgáfu af stóra Phaeton lúxusbílnum. Útlitið er þróttmikið og sterkt, en á sama tíma hófsamt og fágað. Passat ber nýtt andlit Volkswagen með framsvip sem einkennist af láréttum línum og breiðu krómuðu grilli sem er rammað inn á milli aðalljósanna. Þar af leiðandi virðist Passat lægri og breiðari og tekur sig glæsilega út þegar hann dúkkar upp í bakspeglum bílanna á undan. Með MQB-undirvagninum var hægt að færa öxlana 79 mm lengra í sundur og með styttri skögun að framan og aftan gátu hönnuðurnir gefið nýjum Passat öflugra og samræmdara útlit. Hönnuðurnir fjarlægðust örlítið stallbaks-formið með nýjum fjögurra hurða Passat og gáfu honum í staðinn yfirbragð „coupé“ í anda Volkswagen CC útgáfunnar sem byggir einmitt á Passat. Yfirleitt hefur Passat selst mest í Variant-útfærslunni, en nýr fjögurra hurða Passat, með sínar skörpu línur og sportlega yfirbragð er líklegur til að laða til sín stærri aðdáendahóp. Variant-útgáfan er sem áður segir vinsælasta útgáfa Passat og það er ólíklegt að það breytist í bráð þar sem nýi Passant Variant en einstaklega lögulegur skutbíll. Með 79 mm lengra hjólahafi verður bíllinn enn fágaðri og styttri bakendi og grannur D-stafur á milli aftari hliðarrúðu
Farangursýmið stækkaði í 586 lítra (+21 líter) í stallbaks-útgáfunni og 650 lítra (+47 lítrar) í Variant.
og bakrúðu gera útlitið afslappað og fágað. Það kann að virðast ótrúlegt, en þó svo að Passat Variant hafi þróttmeira og fágaðra útlit en áður, þá er farangursrýmið engu að síður 47 lítrum stærra og rúmar núna 650 lítra. Þar af leiðandi máttu leyfa þér ögn meira kæruleysi þegar þú pakkar niður fyrir fjölskylduferðina í Passat Variant. Farþegar í aftursætum kunna eflaust að meta stækkun
Öxlarnir er með 79 mm lengra millibili sem gerði innanrýmið 33 mm lengra
rýmisins því nú geta þeir teygt vel úr sér og einnig er hægt að stilla hita og blástur þeirra megin þar sem nýr Passat er búinn 3-svæða loftkælingu. Þegar sest er við stýrið á Passat Variant 1.6 TDI Highline og þrátt fyrir allar nýjungarnar er umhverfið samt kunnuglegt eftir að hafa setið í fyrirrennaranum. Yfirbragð mælaborðsins er keimlíkt því sem finna má í síðustu gerðinni, en það er í laginu eins og stórt T þar sem efri hlutinn, sem nær út að enda sitt hvorum megin, hvílir á þykkum miðstokknum. Það sama gildir um hið klassíska yfirbragð hliðrænu klukkunnar í miðjunni. Flæðandi og öflug ytri hönnunin á Passat nær einnig inn í bílinn og ber einkum á sérstökum þriggja teina skrautlista sem nær þvert yfir mælaborðið, en á honum eru loftristarnar listilega staðsettar og nánast ósýnilegar. Mælaborðið sjálft er lægra og gefur þannig farþegum í framsætum meira svigrúm.
Nýi Passat er allt að 85 kílóum léttari en sá fyrri Allur helsti stjórnbúnaður, eins og fyrir loftkælinguna, er á kunnuglegum slóðum, en annars konar tækjabúnaði er stjórnað með snertiskjá margmiðlunarkerfisins.
Volkswagen Maí 2015 13
Nýi Passatinn er sportlegri í útliti og akstri, 150 hestafla 1.4 TSI ACTvélin skilar miklu afli og eyðir aðeins 4.9 l/100 km
Skjárinn er með góðri upplausn og skýrri grafík og það fer ekki á milli mála þegar þú notar skjáinn að búið er að uppfæra tölvukerfið með öflugri og hraðari örgjörva. Þó svo að kerfið feli í sér fjölda valmynda og eiginleika er merkilega auðvelt að nota það, eins og tveir félagar fengu að kynnast sem hafa enga reynslu af afþreyingar- og upplýsingakerfi Volkswagen. Sætin í Passat Highline, sem eru með „Alcantara“ áklæðinu, falla vel að líkamanum og veita góðan og þéttan stuðning. Þau henta bæði sportlegum akstri á hlykkjóttum vegum og þægilegum langferðum á þjóðveginum. Þegar ýtt er á álklæddan ræsihnappinn niðri við gírstöngina hrekkur TDI-dísilvélin í gang. Í köldu veðri gefur mótorinn frá sér einkennandi dísilhljóð, sem er þó heldur dempað, en það dregur fljótt úr hljóðinu þegar vélin hitnar eftir nokkra kílómetra akstur. Tvær jafnvægisstangir gera það að verkum að vélin gefur frá sér þægilegt hljóð þegar hún er að vinna sig upp og liprar skiptingar í 6 hraða DSG gírkassanum
stuðla að hámarkstogkrafti og hröðun. 340 Nm togkrafturinn kemur án tafar og samvinna vélar og gírkassa er svo smurð að þú spáir ekki einu sinni í það á meðan þú keyrir. Það er líka mjög ánægjulegt að taka fram að Passat 1.6 TDI nær hátt í 4.0 l/100 km án þess að hafa mikið fyrir því. Fyrirrennarinn naut vinsælda fyrir drægi, þægilegri blöndu af fjöðrun og hljóðdempun, góðan stöðugleika og góð sæti, en nýi bíllinn er með þetta allt í uppfærðri og bættari mynd. Helsta breytingin sem vert er að nefna varðandi aksturseiginleika er sú að nýi Passat virðist lægri og flatari á veginum. Það gefur bílnum meiri stöðugleika og á hlykkjóttu sveitavegunum finnur maður fyrir auknu jafnvægi í skörpum beygjum, en hann er auk þess snarpari og með betra veggrip. Hann þeytist áfram eftir hlykkjóttum veginum og lætur ekki ójöfnur trufla sig. Svo ekki sé minnst á nákvæmara og stöðugra stýri sem gefur okkur öflugan og sprækan Passat sem nautn er af. Ástríðufyllstu ökuþórunum stendur til boða að skerpa
Tankurinn í nýjum Passat er fjórum lítrum minni en áður, en samt sem áður nær fullur tankur 129 km lengra.
14 Volkswagen Maí 2015
Minni heildarþyngd og betri loftmótstaða á 42% í bættri eldsneytisnýtingu á sportlegum eiginleikum bílsins með ýmsum aukabúnaði, t.d. með uppfærðu stýri (full læsing fer úr 2,75 hringjum niður í 2,1 hring.) og stillanlegum undirvagni, en með honum getur ökumaður skipt úr þægilegri fjöðrun yfir í sportlegri fjöðrun með snertiskjánum. Með slíkri samblöndu færðu Passat sem þú getur keyrt eins og Golf GTI eða lúxusbíl, eftir því hvernig liggur á þér. Skiptum núna Passat 2,0 TDI Highline vélinni út fyrir 1,4 TSI ACT Trendline sem er búin nýstárlegum og sjálfvirkum strokkabúnaði. Þetta er staðalvélin, ef þú velur Passat með bensínvél, en það er aftur á móti ekkert staðlað við hana. Með 150 hö og 250 Nm kemur þessi litli túrbó-vél bílnum afdráttarlaust og þægilega af stað með mildu hljóði. Sumir verða eflaust uggandi þegar þeir heyra að þessi nýi Passat notar stundum aðeins tvo strokka, en það þarf að nota hlustunarpípu eða jarðskjálftamæli
til að greina titring eða breytingar í vélarhljóðinu. Þú finnur einfaldlega ekki fyrir því þegar vélin skiptir á milli tveggja og fjögurra strokka og þú greinir enga töf þegar bensínfóturinn vill örlítið meiri vélarkraft. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst á 8,4 sekúndum (Variant: 8,6 sekúndur) og 220 km/klst hámarkshraði fullnægir alveg hraðaþörfinni. Það sem vekur mestu aðdáun er að á bak við þessa
aksturseiginleika er merkilega mikil sparneytni eða 4.9 l/100 km. Það er erfitt að toppa. Samblanda af stórum, þægilegum og hröðum bíl með eyðslu á við smábíl var fyrir nokkrum árum aðeins möguleg með dísilvél undir húddinu. Nú eru breyttir tímar. Þetta er bara eitt dæmi um hvernig Passat setur ný viðmið fyrir bíla í þessum flokki. Annars vegar ertu með bíl sem er með eyðslu á við smábíl og
Verð. Trendline Comfortline Comfortline Highline Highline Highline
hins vegar bíl með yfirbragð lúxusbíls með glæsilegri hönnun, vönduðum þægindabúnaði, hágæða innréttingu og ekki síst alls konar nýstárlegan öryggis- og aðstoðarbúnað. Passat er flottari og fágaðri en áður, en á sama tíma er hann breiðari en nokkru sinni. Með bíla eins og nýja Passat hafa hinir sígildu stallbakar og skutbílar ekkert að óttast í framtíðinni.
Verð fyrir Variant útgáfu er 150.000 kr. aukalega. 1.4 TSI 1.4 TSI 1.6 TDI 1.4 TSI 1.6 TDI 2.0 TDI
Comfortline - Fjórhjóladrifinn 2.0 TDI Highline - Fjórhjóladrifinn 2.0 TDI Highline - Fjórhjóladrifinn 2.0 TDI
Bensín Bensín Dísil Bensín Dísil Dísil
Beinskiptur Sjálfskiptur Sjálfskiptur Sjálfskiptur Sjálfskiptur Sjálfskiptur
Verð: 3.990.000 kr. Verð: 4.890.000 kr. Verð: 5.215.000 kr. Verð: 5.490.000 kr. Verð: 5.815.000 kr. Verð: 5.980.000 kr.
Dísil Dísil Bi Turbo Dísil
Beinskiptur Sjálfskiptur Sjálfskiptur
Verð: 5.515.444 kr. Verð: 6.710.444 kr. Verð: 7.300.444 kr.
Volkswagen Maí 2015 15
Passat - sagan. Í 40 ár og sjö kynslóðir hefur Passat sett ný viðmið og verið á meðal mest seldu bíla í sínum flokki. Hér eru ástæðurnar fyrir því.
Passat VI 2005-2010
Passat sker sig úr með einstakri hönnun og ekki síst glæsilegu krómuðu grilli. Alls konar samverkandi þættir, t.d. framsæti sem eru í senn sportleg og þægileg, snjall ræsingarbúnaður, rafstýrð handbremsa og rafstýrð loftkæling án trekks gera andrúmsloftið um borð afar ánægjulegt. DSG-gírkassinn var kynntur til leiks og árið 2007 kom fyrsti Passat Bluemotion (5.1 l/100km) og spræk 300 hestafla R36útgáfa.
Passat VII 2010-2014
Sjöunda kynslóð Passat byggir á fyrirrennaranum, en uppfærslan náði svo víða að það er varla hægt að tala um venjulega yfirhalningu. Rúnuðu útliti fyrirrennarans var skipt út fyrir skarpara og harðara útlit og svo fylgdu nýir eiginleikar eins og þreytuviðvörun, „City Emergency Brake“, „Easy Open“ afturhleri og bílastæðahjálp. Passat hefur verið leiðandi í sparnaðaraðgerðum og fæst meðal annars með 1,4 lítra TSI-túrbó-vél með 150 hestöflum sem eyða 5.9 l/100 km Og 1,6 lítra TDI Bluemotion eyðir 4.2 l/100 km og er sá sparneytnasti í sínum flokki. 16 Volkswagen Maí 2015
Passat V Series I 1996-2000
Fimmta útgáfan af Passat bar af, en hún skartaði hágæða hönnun, öryggisbúnaði og þægindum sem þekktust aðeins í lúxusbílum. Yfirbyggingin er stælt og kraftmikil, vélin er aftur komin langsum, undirvagninn er með nýrri fjórliða fjöðrun að framan, hliðarloftpúðar eru orðnir staðalbúnaður og svo fékk hún nýja 2,3 lítra VR5-vél með 150 hestöflum. Uppfærð útgáfa var frumsýnd árið 2000 og bauð upp á nýjungar eins og fjögurra lítra W8-vélina (275 hö) og V6 TDI (180 hö).
Passat III 1988-1993
Þriðja kynslóð Passat var mjög óhefðbundinn og byltingakenndur bíll með staumlínulegri hönnun sem einkenndist meðal annars á því að hún var ekki með framgrilli. Innanrýmið var sömuleiðis óvenju mikið, en það fékkst með lengra hjólhafi og þverstæðri vél. Árið 1991 var öflugasta útgáfan kynnt til leiks með einstakri og fyrirferðalítilli 2,8 lítra VR6 vél með 174 hestöflum sem setti Passat í flokk með sportlegum lúxusbílum.
Passat II 1980-1988
Önnur kynslóð Passat var frumsýnd á sama tíma og Ronald Reagan varð forseti og Diana Ross kom með smellin „Upside Down“. Passat II er stærri, glæsilegri og gæddur tilkomumiklum aksturseiginleikum og þægindum sem fylgdu nýjum undirvagni. Passat frumsýndi einnig hefðbundinn stallbak undir nafninu Santana og árið 1984 kom fjórhjóladrifni Passat Syncro.
Passat IV 1993-1996
Í grunninn er hann öflug uppfærsla á Passat III og þekkist meðal annars á framgrillinu. Öryggisbúnaður Passat var uppfærður með tveimur loftpúðum, forstrekkjara og ABSbremsum. TDI-merkið var tekið í gagnið með innleiðingu nýrrar 90 hestafla 1,9 lítra dísilvélar með beinni innspýtingu sem setti ný viðmið í eyðslu. Næstum 700.000 seldir
Passat I 1973-1980
Passat var kynntur til leiks sem arftaki 1600 og 411-útgáfanna og markaði nýtt upphaf hjá Volkswagen. Hann var nútímalegur bíll með fleygbaks-hönnun hins ítalska Giugiaro, vél sem snéri langsum og framhjóladrifi. Upphaflega var hann fáanlegur sem tveggja- og þriggjahurða fleygbakur og haustið 1974 kom skutbílaútfærslan Variant sem varð fljótlega mjög vinsæl, einkum út af miklu og sveigjanlegu rými.
Volkswagen Maí 2015 17
Touareg Tekur þig hvert sem er.
Með því að blanda saman þægindum lúxusbíls og frábærum aksturseiginleikum hefur Touareg náð einstökum árangri. Núna er hann ennþá betri. Árið 2002 gekk Volkswagen til liðs við flokk lúxus sportjeppa með komu Touareg. Það var stórt skref fyrir vörumerkið sem byrjaði með Bjöllunni – hógværum, ódýrum og sparneytnum fjölskyldubíl. Fram að því voru lúxus sportjeppar framandi tegund fyrir bílaframleiðandann, en hugmyndin um að safna saman helstu kostum Volkswagen og vefja þeim inn í þægindi og lúxus af bestu gerð og bæta síðan við frábærri akstursgetu tókst fullkomlega upp. Touareg sannaði sig fljótt í flokki lúxus sportjeppa og varð einn sá allra vinsælasti, en yfir 500.000 eintök seldust af fyrstu kynslóðinni. Þessum góða árangri var fylgt eftir árið 2010 með annarri kynslóð Touareg, en núna fjórum árum síðar hefur hann hlotið ítarlega uppfærslu þar sem allt hefur verið tekið í gegn, allt frá hönnun og undirvagni til vélar, öryggisbúnaðar og upplýsinga- og afþreyingarbúnaðar.
18 Volkswagen Maí 2015
Ögrandi.
Nýi Touareg er sjálfum sér líkur við fyrstu sýn, en ef þú skoðar hann betur þá sérðu beittari Touareg. Hann skartar nýjum framsvip sem tekur nýja útlitið enn lengra sem við höfum séð í öðrum tegundum Volkswagen eins og Golf Sportsvan og nýja Passat. Grillið er núna með fjórum krómuðum teinum í stað tveggja og framstuðarinn er enn beittari, en loftinntakið fyrir loftkælinguna er núna í laginu eins og A í staðinn fyrir V. Bixenon aðalljósin tilheyra nú staðalbúnaði og fyrir utan að veita frábæra lýsingu þá gefa þær bílnum sterkan svip. Með nýja útlitinu fær Touareg kröftugra og sprækara yfirbragð sem nýi afturstuðarinn með LED þokuljósunum, hliðarspeglarnir og dreifarinn hjálpa til við að ná fram. Hægt er sérsníða útlitið á Touareg enn meir með Fjölda valmöguleika úr aukahlutalistanum.
Hvort sem þú eyðir mestum tíma á hraðbrautinni eða við erfiðar torfærur þá fer alltaf vel um þig í þægilegu og stílhreinu innanrýminu. Með uppfærslunni hefur náðst að bæta innanrýmið töluvert þar sem farþegar eru umvafnir lúxus og þægindum af bestu gerð. Hér er um fjölda lítilla en öflugra nýrra útlitsþátta að ræða eins og t.d. nýju málmkenndir hnappar sem skarta mjög raunverulegri járnáferð. Stýrið og hnapparnir hafa auk þess verið lýstir upp með hvítum lit í staðinn fyrir rauða litinn sem þar var áður og nú bjóðast tveir nýir viðar-útlitspakkar, „Sapelli Mahagoni og „Engineered Ebony“. Útsýnið er gott úr þægilegu framsætinu, en sætið er einnig fáanlegt með innbyggðri loftkælingu til að koma í veg fyrir að þú svitnir í sætinu. Þar sem Touareg er 4,8 metra að lengd og vegur 2.185 kg er engan veginn hægt að setja hann í flokk léttra
Innrarýmið.
Allir helstu aðgerðarhnappar eru í stýrinu sem einnig er fáanlegt með hita. Í margmiðlunartækið er hægt að fá 360° myndavél sem eykur öryggið til muna.
Sjáðu ljósið. Bi-xenon aðalljósin eru staðalbúnaður í nýja Touareg, en einnig er hægt að fá Bixenon aðalljós með LED dagljósabúnaði og breytilegri lýsingu sem stillir birtustigið í samræmi við birtuskilyrði hverju sinni.
smábíla, en þegar þú hefur sett gírstöngina á átta hraða sjálfskiptingunni í D og keyrir af stað gætirðu auðveldlega ruglast. Nýi stýribúnaðurinn og skilvirkari skiptingar hafa þau áhrif að Touareg verður óvenjulega sprækur miðað við bíl af þessari stærð. Kraftmikla þriggja lítra 262 hestafla V6-
TDI dísilvélin er með gífurlegan 580 Nm togkraft frá aðeins 1.750 sn/mín sem veldur því líka að Touareg virkar léttari en hann er í raun og veru. Dísilvélin knýr Touareg fyrirhafnarlaust áfram og gefur aðeins frá sér örlitla drunu. Átta hraða sjálfskiptingin lætur jafnframt lítið yfir sér og þú finnur
vart fyrir skiptingunni þegar vísirinn á snúningsmælinum dettur niður. Vélin skilar nú 262 hestöflum miðað við 245 hestöfl í síðustu gerð, en samt sem áður hefur náðst að gera vélina 9% sparneytnari með ýmsum breytingum og nú nær Touareg 3,0 V6 TDI vélin að bæta nýtinguna upp í 6,5 l/100 km frá 7,2 l/100km.
Ótrúleg þægindi.
Búið er að endurhanna undirvagninn með enn betri fjöðrun og ef þú lætur setja loftfjöðrun í nýja Touareg ná þægindin allt öðru dekurstigi sem þekkist aðeins í glæsilegustu lúxusbílum. Og það er alls ekki eini kostur loftfjöðrunarinnar, en hún getur líka aukið veghæðina upp í 300 mm og auðveldað þannig Touareg að komast yfir ójafnt og erfitt undirlag, ef þess gerist þörf. Færum okkur nú frá erfiða undirlaginu og inn á malbikuð og umferðarþyngri landsvæði, en þar kemur sjálfvirka hraðastillingin sér vel sem er nú með innbyggðri neyðarbremsubúnað sem má auk þess tengja við „Stop-and-go“ búnaðinn. Aksturinn verður mun afslappaðri þar sem Touareg sér sjálfur um að stoppa og fara af stað og fylgja umferðinni. Þetta er aðeins eitt af nokkrum atriðum sem gera ferðina í Touareg ánægjulega við aðstæður sem annars gætu hæglega dregið niður ánægjuna af því að keyra bíl.
Volkswagen Maí 2015 19
10 nýjungar í
Volkswagen
framtíðarinnar
Loftlagsbreytingar, strangari losunarkröfur, auknar upplýsinga- og afþreyingarþarfir halda snjöllu hausunum í Wolfsburg uppteknum við störfin. Hér getur þú séð hvað þeir eru með í pípunum fyrir Volkswagen útgáfur framtíðarinnar.
1.
Næsta kynslóð leiðsögukerfa skráir niður leiðirnar þínar, án þess að þú þurfir að kveikja á leiðsögukerfinu fyrst. Algengar leiðir, eins og leiðin í vinnuna, eru skoðaðar sjálfvirkt með tilliti til umferðarþunga. Kerfið notar upplýsingar um leiðir sem þú ert líkleg(ur) til að keyra og innleiðir þær í aksturs- og hleðsluáætlunina, ef um er að ræða tengitvinnbíl (bensínvél með rafmótor) eins og Golf GTE eða hreinan rafmagnsbíl eins og e-Golf.
Ertu leið(ur) á því að þurfa að stilla allt í bílnum eftir að einhver annar hefur notað hann? Í framtíðinni þarftu ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýtt kerfi mun halda sérstaka skrá fyrir notendur bílsins. Þannig stillast speglar, sæti, stýri, mælar, útvarpsstöðvar og aðstoðarbúnaður sjálfkrafa að þínum þörfum þegar þú opnar bílinn og bíllinn hefur „borið kennsl“ á þig. Seinna verður meira að segja hægt að flytja stillingarnar þínar úr einum Volkswagen í annan.
Snjöll leiðsögn.
3.
Öflug dísilvél
Öflugasta Passat útgáfan notar splúnkunýja 240 hestafla BiTurbó sem eyðir jafn miklu og 120 hestafla vél og er jafnframt öflugasta fjögurra strokka dísilvél í heimi. Þó er hægt að ná enn meiri krafti úr þessari vél. Með því að endurbæta tvöföldu túrbó-þjöppuna, bæta við rafstýrðri túrbó-þjöppu, einum strokkahaus með breytilegum ventlatíma og endurbættu samrása innspýtingarkerfi með auknum þrýstingi er hægt að auka afköstin í 272 hestöfl. Samt verður eyðslan minni en í 240 hestafla vélinni í Passat. Engar upplýsingar liggja fyrir sem stendur um hvaða útgáfur Volkswagen munu fá þessa vél.
20 Volkswagen Maí 2015
4.
2.
Persónuleg stilling.
„Low-E“ sóllúgan
„Low-E“ glerið dregur úr styrkleika sólarljóssins. Glerið er klætt örþunnri oxíð-filmu sem er spreyjuð á yfirborðið. Hún virkar sem sólarvörn með því að endurkasta innrauðum geislum sólar. Það hefur þau áhrif að innanrýmið hitnar ekki eins mikið á sumrin og jafnframt verður hlýrra inni í bílnum yfir vetrartímann þar sem glerið heldur inni líkamshita farþeganna. Þörfin fyrir aukna kælingu á sumrin eða aukinn hita á veturna minnkar þar af leiðandi um 15% með „Low-e“ glerinu, sem um leið minnkar orkunotkun bílsins.
5.
10-gíra DSG-gírskipting
DSG gírkassinn hefur fengið frábærar viðtökur frá því hann var kynntur til leiks árið 2003. Fyrst var hann með sex gíra, svo sjö gíra og innan fyrirsjáanlegrar framtíðar býðst hann með tíu gírum. Um er að ræða uppfærslu á sjö gíra DSG gírskiptingunni, en þrátt fyrir nýju gírana er kassinn ekki stærri en sjö gíra útgáfan þar sem viðbótargírarnir eru án auka tannhjóla. Tíu gíra DSG gírkassinn ræður við allt að 550 Nm og er hannaður fyrir útgáfur sem byggja á MQB-undirvagninum, til dæmis Golf og Passat. Gírkassinn notar lægri skiptingu fyrir lægsta gírinn sem veitir betra viðbragð þegar ekið er af stað. Með styttri þrepum frá þriðja til níunda gírs minnkar eyðslan við hröðun og tíundi gírinn minnkar snúningshraðann verulega og þar af leiðandi minnkar útblásturinn við mikinn hraða. Sérstök húðun á tannhjólum, núningsfríar legur og olía stuðla að minni eyðslu og gírkassinn kúplar einnig vélinni frá við fríhjólun.
7. 6.
Hitaþolið mælaborð
Á sólríkum degi getur innanrými bíls hitnað óbærilega og þá er loftkælingin sett á fullan kraft til að ná hitastiginu niður. Það kallar á meira rafmagn sem kallar á meiri eldsneytisbrennslu og losun CO2. Svartir fletir hitna hraðar en ljósir því þeir taka inn meiri orku, en svartir fletir koma á sama tíma í veg fyrir óþægilegt endurkast á framrúðuna. Það eru innrauðu geislarnir sem hita upp dökku fletina, en nú hefur Volkswagen þróað sérstaka húðun sem endurkastar innrauðum geislum sólarljóssins og dregur þar af leiðandi úr hitnun í innanrýminu. Það þýðir að loftkælingin þarf ekki að vinna eins mikið til að ná hitanum niður sem aftur minnkar eyðslu og losun CO2.
9.
„Mild Hybrid“
Önnur útgáfa „Start-Stop“ búnaðarins slekkur ekki aðeins á vélinni þegar bíllinn stoppar á rauðu ljósi, heldur slokknar á vélinni þegar hraðinn fer undir 7 km/klst. Vélin kúplast líka frá og slokknar við mikinn hraða (fríhjólun) þegar ökumaðurinn tekur fótinn af aflgjöfinni sem minnkar eyðsluna verulega ef ökumaðurinn viðheldur sparlegum akstri í kjölfarið. „Mild Hybrid“ búnaðurinn frá Volkswagen safnar auk þess orku frá bremsum og hleður í litium-ion rafhlöðuna. Rafmagnið er síðan nýtt aftur í rafmagnskerfi bílsins og við vélarræsingu eftir að slokknað hefur á vélinni við fríhjólun eða við stöðvun á rauðu ljósi. Allt þetta minnkar eyðsluna verulega og endurræsing vélarinnar er jafnframt mjúk og þægileg.
8.
Léttari.
Baráttan við aukakílóin skiptir miklu máli í tengslum við bætta eldsneytisnýtingu og þar gegnir samloku-hönnunin mikilvægu hlutverki. Hugmyndin sást upphaflega í Polo R WRC þar sem vélarhlífin er samansett úr tveimur þunnum stálplötum með hitadeigu plasti á milli. Þessi plata er 30% léttari en venjulegar stálplötur og vélarhlífin á Polo R WRC er tveimur kílóum léttari en vélarhlífin á venjulegum Polo. Samlokuhönnunin hefur sömu stífni og venjuleg stálplata og hægt er að nota hana í klæðningu yfirbyggingarinnar, en ekki í burðarhluta hennar.
Margmiðlunarstýring.
Margmiðlunarkerfið, sem var kynnt til leiks með nýjum Passat, getur tengt allar gerðir spjaldtölva við upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins. Farþegar í aftursætum geta til dæmis notað eigin spjaldtölvu til að stjórna útvarpi og margmiðlunarkerfi, fara á netið, horfa á mynd eða sækja heimilisfang úr tengiliðaskrá og setja í leiðsögukerfið. Í náinni framtíð verður notkun spjaldtölva í bílnum enn viðameiri. Það verður til dæmis hægt að spila mynd samtímis í öllum spjaldtölvum bílsins, óháð því í hvaða tæki upprunalega spilunin fer fram. Svo geturðu notað hátalarakerfi bílsins til að spila hljóðið í staðinn fyrir að nota heyrnartólin.
10.
Þægilegt aðgengi.
Árið 2010 kynnti Volkswagen „Easy Open“ búnaðinn í sjöundu kynslóð Passat. Með honum er hægt að opna afturhlerann sjálfvirkt með því setja annan fótinn undir afturstuðarann, t.d. þegar þú kemur að bílnum með fullar hendur. Nú er það óþarfi vegna þess að fjarlægðarnemarnir skynja um leið þegar manneskja með bíllyklana nálgast bílinn. Þá er rauðri punktalínu varpað á malbikið og ef þú gengur eftir henni opnast afturhlerinn sjálfkrafa. Og nú er búið að bæta við „Easy Close“ sem lokar afturhleranum sjálfvirkt og bíllinn læsist þegar þú gengur í burtu frá bílnum. Volkswagen Maí 2015 21
Er ekki kominn tími á Tiguan?
22 Volkswagen Maí 2015
Volkswagen Tiguan R- line Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur og hlaðinn búnaði
R-Line ytra útlit og 18” álfelgur Litað gler Alcantara áklæði Webasto bílahitari með fjarstýringu Hraðastillir Bluetooth fyrir farsíma og tónlist „Climatronic” - 3ja svæða loftkæling Bílastæðaaðstoð Aðfellanlegt dráttarbeisli Bakkmyndavél Leiðsögukerfi fyrir Ísland Panorama sólþak
VW Tiguan er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að jeppa. Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun! Tilboðsverð 5.990.000
Fullt verð 7.090.000 Volkswagen Maí 2015 23
Pottþéttur. Nýjasti meðlimur Golf-fjölskyldunnar er GTE-útgáfan sem sameinar sportlegan akstur, engan útblástur og sparneytni með 204 hestafla tvíorkumótor.
Allt kemur víst á kostnað einhvers annars. Eða hvað? Nýjum Golf GTE tekst að sameina helstu kosti rafbíls við snerpu og kraft GTI með tækni tengitvinnbílsins. Nýi meðlimur Golf-fjölskyldunnar hefur hlotið nafnið GTE, en hinir margrómuðu GTI og GTD eru einmitt þekktir fyrir afl og snerpu. Stafirnir GT standa fyrir „Gran Turismo“, nokkurs konar samheiti yfir sportlega eiginleika, og rétt eins og I-ið í GTI stendur fyrir „injection“ eða innspýtingu (bensínútgáfan) og D-ið í GTD fyrir dísil þá stendur E-ið í GTE fyrir „electricity“ eða rafmagn.
Það besta úr báðum heimum.
Nýr Golf GTE er með tvær vélar, annars 24 Volkswagen Maí 2015
vegar 150 hestafla 1,4 lítra TSI túrbóbensínvél og hins vegar 102 hestafla rafmótor, en saman framleiða þær 204 hestöfl. Ef Golf GTE er ekinn eingöngu á rafmagni nær hann 130 km/klst hámarkshraða, en ef hægri fóturinn kallar eftir öllum 204 hestöflunum er Golf GTE 7,6 sekúndur að ná 100 km/klst og nær 222 km/klst hámarkshraða. Það eru afköst sem sæma hvaða sportbíl sem er. Hámarkshraðinn í Golf GTE er samt sem áður ekki aðal málið. Hér ber helst að lofa sameinaðan togkraft bensín- og rafmótors upp að 350 Nm, sem næst yfir mjög breitt snúningssvið, en þannig nær Golf GTE frábærri millihröðun. Mótorinn fær rafmagnið frá litiumion-rafhlöðu sem gefur 8,8 kWh og vegur 120 kg af 1524 kg heildarþyngd Golf GTE. Gírskiptingin í Golf GTE er
sex hraða DSG-gírskipting, sérhönnuð fyrir tvinnbílaaflrásina og rafmótorinn er innbyggður í DSG gírkassann. Tvinnaflrásinni fylgir einnig búnaður sem breytir jafnstraumi í riðstraum ásamt hleðslubúnaði. Rafstýrð bremsuhjálpin og sérstakur rafgeymir fyrir loftkælinguna sjá til þess að bremsurnar og loftkælingin nái tilætluðum afköstum og viðhaldi á sama tíma orkusparnaði þegar Golf GTE er ekið eingöngu á rafmagni. Í Golf GTE getur ökumaðurinn skipt á milli ólíkra akstursstillinga með sérstökum takka í mælaborðinu. Í E-stillingu keyrir GTE eingöngu á rafmagni og nær þannig allt að 50 kílómetra vegalengd og 130 km/klst. hámarkshraða, eftir útihitastigi og aksturslagi ökumanns. Og til að ná mögulegu hámarksafli aflrásarinnar þarf aðeins að ýta á GTE takkann.
Útlitið á Golf GTE sækir ýmislegt í hinn sportlega GTI og rafknúna eGolf.
Rafmótorinn er einstaklega smár og er staðsettur á milli 1,4 lítra TSItúrbó-bensínvélarinnar og DSG-gírkassans.
Langdrægur rafmagnsbíll.
Golf GTE er á meðal sparneytnustu bíla, en hann getur uppfyllt hversdagslegar akstursþarfir flestra með rafmagninu einu saman og án nokkurs útblásturs. Á kvöldin er hægt að hlaða rafgeyminn í Golf GTE á u.þ.b. þremur og hálfum klukkutíma í gegnum venjulega heimilisinnstungu, en ef Wallbox-tengi er á staðnum tekur full hleðsla tvo og hálfan klukkutíma. Ökumaðurinn getur notað ýmis akstursforrit til að skipuleggja ferðina í Golf GTE og tryggja að nóg hleðsla sé eftir svo hægt sé að keyra síðasta spottann, til dæmis í borginni, á rafmagninu einu saman. Þannig getur Golf GTE náð frábærri eldsneytisnýtingu í langferðum og jafnframt sleppt öllum útblæstri í bænum Drægni Golf GTE er allt
að 939 km með 1.5 lítra meðaleyðslu á hverja 100 km og aðeins 35 gr/km í CO2 losun.Með nýja Golf GTE og tengitvinnbílatækninni sést hversu fjölhæfur MQB-undirvagninn er, en hann var upphaflega hannaður fyrir Golf 7. Hann var jafnframt hannaður til að bera allar mögulegar aflrásir sem eru í boði þannig að aksturinn verði alltaf eins og í sönnum Golf, enda nær Golf til mjög breiðs hóps kaupenda með ákveðnar kröfur. Með komu Golf GTE er Volkswagen fyrsti bílaframleiðandinn til að bjóða allar gerðir véla fyrir sömu tegundina. Nú er sjöunda kynslóð Golf fáanlegur með dísil, bensíni, gasi, raf- og tvinnvél. Golf GTE sker sig úr með því að blanda saman útliti e-Golf og Golf GTI. Framstuðarinn er með C-laga LED ljósabúnaði báðum megin eins og á e-Golf og lárétta straumlínulögun eins og á Golf GTI. Í staðinn fyrir rauðar línur
Rafhlöðurnar fá hleðslu í gegnum tengi að framan, en full hleðsla tekur um þrjá og hálfan tíma.
á Golf GTI er Golf GTE með bláar, t.d. við grillið þar sem þær teygja sig í gegnum LED-aðalljósin.Liturinn prýðir líka innanrýmið, t.d. er hann í köflóttu mynstri sætisáklæðanna á sportsætunum, í saumunum í leðurklæddu stýrinu, gírstönginni og í sjálfri lýsingunni. Mælarnir í Golf GTE eru tengdir skjá sem birtir upplýsingar um hleðslustöðu rafgeymisins, orkunotkun bílsins og hversu mikla orku bíllinn endurnýjar. Áætlað er að Golf GTE komi til Íslands í Ágúst. Golf GTE mun kosta frá 4.700.000 kr.
Volkswagen Maí 2015 25
Golf Kóngur. R-deild Volkswagen var undir sterkum áhrifum frá heimi kappakstursins þegar hún setti saman Golf R 400 með 400 hestafla tveggja lítra túrbó-vél með afköstum sem sæma hreinræktuðum sportbílum. Golf R 400 fer í framleiðslu á næstu misserum, við bíðum spennt eftir að kynna hann fyrir ykkur. Ef þú nærð ekki að svala hraðaþorstanum í 230 hestafla Golf GTI eða 300 hestafla Golf R mælum við með að þú leitir þér læknishjálpar eða setjir Golf R 400 á óskalistann. Þú getur reyndar ekki keypt Golf R 400 ennþá þar sem hann er bara hugmyndabíll sem sýnir hversu langt Golf getur náð. En þú mátt auðvitað láta þig dreyma og Golf R 400 er vissulega eitthvað til að dreyma um. Golf R 400 er þróunarverkefni Volkswagen R GmbH sem vinnur að því að 26 Volkswagen Maí 2015
þróa fyrir framleiðslu hraðasta og sprækasta Volkswagen bílinn. R 400 byggir á Golf R, en fer að öllu leyti í ystu æsar til að sýna fram á getu Golf tækninnar og samsetningu hennar. „400“ í Golf R 400 stendur fyrir 400 hestöfl. Krafturinn kemur frá tveggja lítra túrbó-þjappaðri bensínvél sem byggir á vél Golf R, en með sérstakri tækni og með áhrifum frá mótorsportinu, aukast afköstin um 100 hestöfl. Með 400 hestöfl undir
húddinu stenst Golf R 400 samanburð við hreinræktaðan sportbíl og sama gildir um hlutfall þyngdar og afls, en lágur þyngdarstuðull Golf R 400 (1.420 kg) þýðir að hvert einasta hestafl af öllum 400 flytur aðeins 3,55 kg miðað við 4,98 kg í Golf R (300 hö) eða 6,1 kg í GTI Performance. Togkraftur túrbóvélarinnar er 70 Nm öfugri en í Golf R og framleiðir alls 450 Nm yfir breitt snúningssvið eða 2400 til 6000 sn./ mín. Þegar öllum 400 hestöflum Golf R er sleppt lausum nær hann 100 km/klst. á
aðeins 3,9 sekúndum og heldur áfram upp í rafstýrðan 280 km/klst. hámarkshraða. Golf R 400 er búinn 6 hraða DSG gírkassa sem hægt er nota með sjálfskiptingu og beinskiptingu, annað hvort með stjórnflipum á stýri eða með gírstöng.
Gott grip.
Afl á þessum mælikvarða þarf hámarks gripgetu, en hún næst með nýjustu gerð 4MOTION fjórhjóladrifsins sem, með lipri raf-vökvastýrðri Haldex kúplingu og rafstýrðu mismunadrifi (EDS), innbyggðu í rafstýrða stöðugleikabúnaðinn (ESC), nær að flytja vélaraflið nákvæmlega á milli dekkjanna fjögurra. Við venjulegan akstur fer mesti hluti aflsins í framdekkinn, en ef þau missa gripið fer allt að 100% aflsins í afturhjólin. ESC kerfið er með Sportstillingu sem losar aðeins um rafstýrðar hömlurnar þannig að þær bregðast aðeins
við í kraftmikilli keyrslu á hlykkjóttum vegum. Það má líka slökkva alveg á ESC kerfinu ef aðstæður og, ekki síst, geta ökumanns leyfir.
Breiður og brattur.
Það þurfti einnig að gera talsverðar breytingar á undirvagninum til að samræma hann aksturseiginleikum bíls með 400 hestöfl. Undirvagninn á Golf R 400 var lækkaður um 20 mm og sporvíddin breikkaði og núna stendur hann stæðilegur á breiðum 19 tommu álfelgum. Breiðari dekk með meiri sporvídd kölluðu á breiðari hjólskálarsem ásamt stærra grilli á framstuðaranum gefur R 400 rétta hráa yfirbragðið. Ýmislegt í hönnun framhliðarinnar vísar í mótorsportið, t.d. listarnir sitt hvorum megin við grillið og koltrefja-loftinntakið í miðjunni. Svipað útlit er líka á afturstuðaranum sem er með C-laga innbyggðu loftúttaki sem blæs út
heita loftinu frá bremsunum. Í staðinn fyrir rauðar línur á GTO, bláar á GTE og krómaðar á Golf R er R 400 með áberandi gula línu. Stuðarinn er einnig með áföstum dreifara og tveimur stórum krómuðum púströrum með 110 mm þvermáli. Innanrými R 400 er búið lágum sportsætum, klædd „Alcantara“ leðuráklæði með koltrefjaáferð og sætisbakið er götótt eins og í kappakstursbíl. Mælaborðið og handföngin á hurðunum eru einnig með koltrefjaáferð og gefa innanrýminu sportlegt yfirbragð. Öll leðurklæðningin í innanrýminu er með flottum sítrónugulum saumi og er til marks um metnaðinn í hverju smáatriði hönnunarinnar. Golf R 400 er ennþá aðeins hugmyndabíll og engin áform um framleiðslu sem stendur, en áhuginn er svo sannarlega fyrir hendi svo það er aldrei að vita …
Volkswagen Maí 2015 27
vissir þú að… Sportsvan er 434 cm að lengd og þar af leiðandi 13,4 cm lengri en fyrirrennarinn Golf Plus, 8,3 cm lengri en 3/5-hurða Golf og 224 mm styttri en Golf Variant. Hjólhafið er 5 cm lengra en í hallbaksútgáfu af Golf og Variant, sem þýðir að Sportsvan er smærri en Golf eða Touran, en rúmmeiri en Golf hallbakur.
Golf Sportsvan er 12,6 cm hærri en Golf hallbakur og Variant og þú situr 59 til 85 mm hærra, eftir því hversu hátt sætið er stillt. Þannig færðu gott útsýni sem verður enn meira með grönnum A-stoðum og auka hliðarglugga við framhurðina. Sportsvan er fáanlegur með „ergoActive“ sætum sem er með 14 stillingum og nuddbúnaði.
Hægt er fá Sportsvan með sérstökum akstursbúnaði sem býður upp á fjórar ólíkar akstursstillingar: „Eco“, „Sport“, venjulega stillingu og sérstillingu. Í „Eco“ er vélarstjórnunin, loftkælingin og DSG gírskiptingin stillt sérstaklega til að ná niður orkunotkun. Hins vegar ef „Sport“ stillingin er valin bregst vélin fljótar við og DSG gírskiptingarnar verða enn liprari.
Sportsvan fæst eingöngu með túrbó-hleðslu vélum sem eru frá 85 til 150 hestafla og eyða 20% minna en í Golf Plus. Þessi 110 hestafla 1,2 lítra TSI-vél gefur Sportsvan frábær afköst (0-100 km/klst: 10,7 sekúndur, 192 km/klst) fyrir litla eyðslu (5.3 l/100km). Ef þú vilt dísilvél þá fæst Sportsvan í BlueMotion-útgáfu með 110 hestöflum sem uppfyllir mengunarviðmið ESB sem eyðir 3.6 l/100km en það er metárangur fyrir bíl í flokki MPV-bíla.
28 Volkswagen Maí 2015
Golf Sport Vélar: Afköst: Eyðsla: Verð frá
1,2 TSI, 1,4 TSI, 1,6 T 115, 125, 150 hö 3.5 – 5.4 l/100km 3.490.000 kr.
…
Golf Sportsvan er búinn „Composition Media“ margmiðlunarkerfi með 6,5“ litaskjá. ( er að breytast núna í maí) Snertiskjárinn veitir þér skýra yfirsýn og þægilegt viðmót, til dæmis fyrir útvarp, Bluetooth og leiðsögukerfi. Kerfið er með fjarlægðarnema sem stækkar táknin þegar fingurinn þinn er við skjáinn.
Sportsvan er næstum jafnstór og fyrirrennarinn Golf Plus, þó er höfuðrýmið 32 mm hærra við aftursæti og fótarýmið er 33 mm lengra. Aftursætinu má renna fram og aftur um 180 mm sem gefur enn meira fótapláss. Hægri og vinstri hluta aftursæta (40/60) er hægt að renna í sitt hvoru lagi fram og aftur.
Sportsvan er með tvöfalt farangurhólf í gólfi. Hefur þér stundum liðið eins og þú vitir ekki hvað þú eigir að gera við allan farangurinn þinn? Láttu Golf Sportsvan leysa farangursvandamálin. Hleðslurýmið má auka upp í 1.500 lítra þannig að þú getur komið hvaða aukafarangri sem er fyrir. Hæðarstillanlegt og færanleg farangurshólf í gólfi sem og fjöldi annarra geymslumöguleika tryggir að allt sé á sínum stað. Þannig að núna geturðu tekið allt sem þú þarft með þér.
portsvan.
TSI, 1,6 TDI 150 hö 100km kr.
Sportsvan hlaut hæstu einkunn í árekstrarprófun NCAP. Hann er með „PreCrash“ búnaði sem strekkir beltin og lokar gluggum þegar hætta er á árekstri og fjöldaáreksturs-hemlun sem dregur úr hættu á skriði og fleiri árekstrum ef árekstur verður. Hann er einnig fáanlegur með skynjara fyrir blinda svæðið, neyðarbremsu, skynvæddum háum ljósum, akreinaaðstoð og skiltalesara.
Volkswagen Maí 2015 29
Hefu
Golf Alltrack. Væntanlegur síðla sumars fjórhjóladrifinn 180 hestöfl með DSG 6 gíra sjálfskiptingu. Loksins kominn Golf sem lætur engar ófærur stöðva sig.
Fyrir þá sem eru komnir að enda malbiksins og vilja komast út í villta náttúruna er Golf Alltrack rétti bíllinn. Hann er 20 mm hærri, búinn 4MOTION læstu fjórhjóladrifi og torfæru-stillingu sem virkjar brekkuskriðvörn (bremsur bílsins grípa sjálfkrafa inn þegar ekið er niður bratta), breytir hröðunarviðbragði og skiptir í torfærustillingu ABSbúnaðarins. Þannig getur Golf Alltrack tekist betur á við torfæruna, en hann heldur samt sem áður sömu spræku aksturseiginleikum og aðrar Golfútgáfur. Alltrack er fáanlegur með
30 Volkswagen Maí 2015
túrbóhlaðinni 180 hestafla 1.8 TSI bensínvél sem er mjög öflug og kemur Alltrack uppí 100 km/klst á aðeins 7.8 sekúndum og áfram á allt að 217 km/ klst hámarkshraða. Alltrack kemur með 6-hraða DSG gískiptingu. Torfæru-útlitið á Alltrack er fengið með endurbættum framstuðara og silfraðri hlífðarplötu, svörtum möttum dekkjahlífum og sterklegri hliðarsvuntu með silfruðum listum og svo stendur
hann á 17 tommu „Valley“ álfelgum. Innanrýmið í Alltrack er hægt að sérsníða að þörfum hvers og eins, fjöldi fágaðra valmöguleika og lita er í boði sem samræmast sportlegum eiginleikum bílsins. Golf Alltrack verður frumsýndur hér í Ágúst og verðið er frá kr. 5.790.000
Enn meira rými fyrir þá notuðu. Stærsti sýningarsalur í Reykjavík fyrir notaða bíla HEKLU. HEKLA notaðir hafa flutt sýningarrými sitt í einn stærsta sýningarsal á Íslandi að Kletthálsi 13. HEKLA notaðir bílar hafa verið til húsakynnum HEKLU að Laugavegi en með flutningunum gerbreytist aðstaðan til hins betra. Nýja húsnæðið er yfir 1.300 fermetrar og rúmar sýningarsalurinn og útisvæðið allt að 160 bíla. Það er ljóst að þarna verður eitt besta svæðið til að skoða notaða bíla við kjöraðstæður.
Frá vinstri: Haraldur Ingi Ingimundarson, Ármann Sigmarsson, Ottó Geir Haraldsson og Guðni Eðvarðsson. „Þetta eru ákveðin tímamót og afar spennandi fyrir okkur að opna á nýjum stað. Ný og framúrskarandi aðstaða gerir okkur kleift að þjónusta okkar viðskiptavini enn betur“, segir Ármann Sigmarsson sölustjóri.
Öll inni- og útiaðstaða að Kletthálsi 13 er hin besta og hefur undirbúningur að flutningnum staðið yfir um nokkurt skeið.
Horft yfir sýningarsalinn.
Volkswagen Maí 2015 31
Golfstraumu Hann líkist hverjum öðrum Golf, en samt er hann alveg sér á báti. Hér er búið að skipta út vélarhljóðinu og útblæstrinum fyrir rafmagn og friðsæla þögn sem gjörbylta akstursupplifuninni í Golf. Þessi grein gæti byrjað á langri lofræðu um rafbíla og um áhrif loftlagsbreytinga, losun CO2, um kosti vindorku fram yfir kolaorkuver og svo framvegis. Þetta eru óneitanlega mikilvægir þættir í umræðunni um rafbíla, en þegar þú stígur upp úr e-Golf ertu ekki með hugann við áhrif hans á umhverfið eða hvernig rafbílar geta komið í veg fyrir fækkun ísbjarna sem neyðast líklega til að skipta út vetrarklæðunum. Nei, það sem er mér efst í huga eftir að hafa keyrt e-Golf er akstursupplifunin og aksturseiginleikarnir. Sumir vilja meina að rafbílar hafi ekki upp á neina akstursupplifun að bjóða; að þeir séu gerilsneydd samgöngutæki sem eru eingöngu hönnuð til að komast frá A til B með lágmarks tilkostnaði, álíka spennandi og að drekka kranavatn. Það gæti aftur á móti ekki verið fjær sannleikanum, a.m.k. er það mjög langt frá minni upplifun af e-Golf. Í þessum bíl er að finna alla þá kosti sem eru í venjulegum Golf, auk annarra eiginleika sem gera akstursupplifunina ennþá ánægjulegri. Fínn, sléttur, mjúkur og silkikenndur eru lýsingarorð sem koma upp í hugann þegar ég reyni að lýsa akstrinum í e-Golf. Þegar ýtt er á ræsihnappinn heyrist hljómþýtt hljóðmerki sem gefur til kynna að e-Golf er tilbúinn að fara með þig í ferðarlag. Hér er hvorki gírkassi né kúpling þannig að þú setur einfaldlega gírstöngina í D og stígur á aflgjöfina. Þó svo að bílar með hefðbundnar sprengivélar og sjálfskiptingar eru orðnir mjög þróaðir í dag, þá kemur alltaf örlítil hik áður en þeir taka af stað. Þannig er það ekki í e-Golf, sem rennur mjúklega af stað, rétt eins og ósýnileg hönd hafi ýtt honum áfram. Ekki nóg með það heldur fer hann af stað án þess að gefa frá sé minnsta hljóð.
32 Volkswagen Maí 2015
mur.
Volkswagen MaĂ 2015 33
Ef faþegar eru með í för verða þeir eflaust undrandi á svipinn ef þú lætur þá ekki vita fyrir brottför að þeir sitja í rafmagnsbíl. Þú getur lesið spurninguna á andlitum þeirra. „Hvernig fórstu að þessu án þess að ræsa bílinn?“ Með mjúkri ræsingu, engum gírskiptingum (einn gír) og jöfnu átaki verður borgaraksturinn einstaklega þægilegur og þú fyllist vellíðan. Hávaðinn inni í e-Golf er svo lítill að mestu lætin í innanrýminu eru þinn eigin andardráttur.
Heilmikill togkraftur.
Rafmótorinn er ekki aðeins lágvær heldur býður hann upp á gífurlegan togkraft þar sem 260 Nm losna úr læðingi um leið og þú stígur á aflgjöfina. Hröðunin er tilkomumikil, en e-Golf heldur í við 220 hestafla Golf GTI upp að 70 km/klst og gerir þér kleift að skjótast áfram inn á milli í bíla í umferðinni. Í utanbæjarakstri á þjóðveginum heldur e-Golf stöðugum hraða með hraðastilli, en hámarkshraðinn er takmarkaður rafrænt við 140 km/klst. Það er eins og að e-Golf sé stöðugri á veginum. Þegar þú beygir af veginum finnurðu fyrir 318 kg rafgeyminum sem er staðsettur neðst í bílnum og liggur því þyngdarmiðja bílsins lægra en venjulega. Með þægilegum og hljóðlátum akstri býður e-Golf upp akstursupplifun sem sæmir glæsilegustu lúxusbílum.
Úr kyrrstöðu.
Einkennandi LED-aðalljósin eru staðalbúnaður.
Þegar þú ert kominn út á þjóðveginn eykst orkunotkun til muna, en þú getur náð meira drægi með ýmsum snjöllum eiginleikum eins og með því að nýta bremsuaflið bæði úr vélinni og bremsukerfinu. Það er gert með fjórum stillingum sem þú velur með gírstönginni; „D1“, „D2“, „D3“ eða „B“. Þessar fjórar stillingar stjórna hversu mikið afl e-Golf endurframleiðir, en mesta aflið næst í „B“ stillingunni þar sem vélarhemlunin er svo snögg að það kviknar á bremsuljósunum þegar þú stígur af aflgjöfinni. Hægt er að minnka orkunotkunina og auka drægið með sérstökum akstursstillingum með því að velja á milli „Eco“ eða „Eco +“ á snertiskjánum. Með „Eco“ nær vélin 70 kW, 220 Nm togkrafti, orkunotkun loftkælingarinnar er minnkuð, aflviðbragðið mýkist, hröðunin eykst úr 10,4 í 13, 1 sekúndur og hámarkshraðinn verður 115 km/klst. Með „Eco +“ minnkar vélaraflið enn meira, niður í 55 kW og 175 Nm, aflgjöfin verður enn flatari, slökkt er alveg á loftkælingunni, 0 – 100 km/klst hröðunin er 20,9 sekúndur og hámarkshraðinn 90 km/klst
Rafmagnaður.
e-Golf gengur fyrir litium-ion rafhlöðu sem hægt er að hlaða með nokkrum leiðum. Ef hlaðið er með heimahleðslustöð með 3,6 kW spennu tekur full hleðsla sex til átta tíma. e-Golf er með tvöfaldri tengingu sem gerir þér kleift að skipta á milli venjulegra AC eða DC tengja (hraðhleðsla) og með 34 Volkswagen Maí 2015
hraðhleðslu næst 80% hleðsla á 30 mínútum. Heimahleðslustöð fylgir með hverjum e-Golf en ráðlagt er að fá fagmann sér til aðstoðar við uppsetningu. Án slíks heimahleðslustöðvar myndi þurfa að hlaða bílinn með venjulegu 220 volta heimilisinnstungu, en full hleðsla tekur þannig 13 tíma. Leiðsögukerfið Discover Pro, sem er staðalbúnaður í e-Golf, birtir þér 360 gráðu sjónarhorn af mögulegu drægi miðað við orkunotkun þína þá stundina. Tveir hringir birtast á kortinu; sá innri sýnir drægi fram og til baka og sá ytri sýnir drægi án bakaleiðar.
Snertiskjárinn getur einnig birt myndrænt aflflæðið á milli rafmótorsins og rafgeymisins og einnig hleðslustöðu og upplýsingar um aflendurheimt sem sýnir endurunnið afl frá upphafi ferðar. Þannig ertu alltaf með á nótunum og þú getur áætlað ferðina þína í samræmi við þessar upplýsingar. Á sama tíma ertu meðvitaður um hvernig þú getur hámarkað orkunýtinguna og náð sem mestu drægi. Ekki frekar en hjá litla e-up! þá stenst drægið í e-Golf ekki aksturskröfur allra. Með því að setja upp hleðslustöð heima hjá þér
nærðu samt sem áður að uppfylla megnið af hversdagslegum akstursþörfum þínum með e-Golf. Rannsóknir sýna að meðalakstur er um 40 kílómetrar á dag og því ætti e-Golf að vera hentugur kostur fyrir marga. Og þar sem e-Golf er ódýrari í rekstri miðað við venjulegan bíl og einstaklega ánægjulegt að keyra hann hlýtur e-Golf að vera mjög spennandi valkostur við hliðina á Golf útgáfunum sem knúnar eru á hefðbundna mátann.
Tvöfalt hleðslutengi
Hitadæla.
Rafhlaða
Tæknilegar upplýsingar:
Rafhleðsla fyrir loftkælingu
Felgur með straumlínulögun Rafmótor Stjórnbúnaður
Vél: rafmagn Afköst: 115 hö/3.000-12.000 sn/ mín Togkraftur: 270 Nm 0-3.000 sn/mín Gírkassi: 1-gíra Gerð rafhlöðu: Litium-ion 0-100 km/klst.: 10,4 sek. Hámarkshraði: 140 km/klst Orkunotkun í blönduðum akstri: 12,7 kWh Verð: frá 4.590.000 kr. Volkswagen Maí 2015 35
www.volkswagen.is
Rafmagnaður í alla staði.
Nýr rafdrifinn e-Golf
4.590.000 kr. Led-framljós spara orku.
Frí heimahleðslustöð.
Ný hugsun. Nýr rafdrifinn e-Golf. Með e-Golf stígur Volkswagen skrefinu lengra með vinsælu Golf fjölskylduna. Þetta er fyrsti fjölskyldu rafbíllinn sem byggir á áratuga reynslu og býður upp á öll þægindin sem þú finnur í venjulegum Golf. Skiptu yfir í framtíðina með nýjum e-Golf.
Think Blue. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
8 ára ábyrgð á rafhlöðu.