Síldarminjasafnið - safnkennsla

Page 1

SÍLDARMINJASAFN ÍSLANDS

Samfélag

Í NÚTÍÐ & ÞÁTÍÐ SAFNKENNSLUEFNI FYRIR ELDRA STIG GRUNNSKÓLA



SÍLDARMINJASAFN ÍSLANDS 2018

SAFNKENNSLUEFNI þetta var unnið í samvinnu við Grunnskóla Fjallabyggðar og með fjárstuðningi frá Safnaráði. Námsefnið og verkefnin má aðlaga að sögu annarra sveitarfélaga og svæða á landinu með því að leita sambærilegra heimilda um þau svæði sem við á með tilliti til þeirra leiðbeininga sem gefnar eru upp um leit að heimildum.


Í BÓKINNI

SAGA ÚR SÍLDARFIRÐI er sögð sagan af Sigga, 12 ára gömlum dreng sem flyst með fjölskyldu sinni til Siglufjarðar í upphafi 20. aldar, í leit að betra lífi. Í bókinni má ekki eingöngu lesa um ævintýri Sigga og fjölskyldu hans heldur einnig um það hvernig síldarbærinn varð til; söltunarstöðvar og bryggjur voru smíðaðar, myndarleg hús reist við hlið torfbæjanna og ósjaldan voru fjárhús eða önnur hús fyrir húsdýr skammt frá íbúðarhúsunum.


SKIPULAG

BÆJA OG BORGA segir okkur mikið um sögu hvers staðar og við skoðun á því er ágætt að velta fyrir sér af hvaða ástæðu þéttbýlismyndun varð á staðnum, hverjar þarfir íbúanna og atvinnuveganna voru, af hvaða ástæðum götur og stéttir voru lagðar á tilteknum stöðum og af hverju göturnar bera þau nöfn sem þær bera. Þetta eru einungis örfá dæmi um spurningar sem nemendur ættu að hafa í huga þegar rýnt er í kort og myndir frá mismunandi tímabilum.


Í FERÐAKOFFORTINU er að finna bókina Sögu úr Síldarfirði. Kort af Siglufirði og Ólafsfirði frá ólíkum tímum - en kort af Ólafsfirði eru vandfundin vegna vatnstjóns í skjalageymslu þar. Þá er einnig að finna í koffortinu ljósmyndir af bæjunum sem sýna þær breytingar sem orðið hafa á bæjarkjörnunum frá því að þéttbýlismyndun hófst og til dagsins í dag. Auk þess fylgja tölur um íbúafjölda staðanna frá fyrri árum. Sömu upplýsinga má leita um önnur sveitarfélög á landinu og aðlaga þannig verkefnavinnuna að öðrum landsvæðum og sveitarfélögum.


Í ÞESSU

HEFTI má finna greinar sem skrifaðar hafa verið um bæina í gegnum tíðina og veita nemendum innsýn í þær áskoranir sem samfélögin hafa staðið frammi fyrir. Þá er einnig að finna leiðbeiningar um hvar má leita frekari heimilda og vísbendinga um hvernig vinna má úr þeim gögnum sem fyrir hendi eru.


Morgunblaðið, 12. júní 1935

STÓRTJÓN Í ÓLAFSFIRÐI



Lesbók Morgunblaðsins, 5 júní 1936

ÓLAFSFJÖRÐUR OG ÓLAFSFIRÐINGAR






Sjómannablaðið Víkingur 8 tbl. 1979

UPPHAF ÚTGERÐAR Í ÓLAFSFIRÐI









Morgunblaðið, 4. nóvember 1987

MEÐ FJÓRA TOGARA OG FISKELDISSTÖÐ EN LÉLEGAR SAMGÖNGUR Á SJÓ OG LANDI




Fram 5. tbl. 1918

SIGLUFJÖRÐUR NÚ, OG Í FRAMTÍÐINNI




Lesbók Morgunblaðsins, 26. ágúst 1973

ÞAÐ ER AF SEM ÁÐUR VAR





Þjóðviljinn, 11. júlí 1974

SIGLUFJÖRÐUR ER AFTUR VAXANDI BÆR



Sjómannablaðið Víkingur 9.- 10. tbl. 1988

SIGLUFJÖRÐUR

















Íbúafjöldi 1911 - 1990

ÓLAFSFJÖRÐUR


Íbúafjöldi 1911 - 1990

SIGLUFJÖRÐUR


VELJIÐ VERKEFNI AF LISTANUM OG

GERIÐ ÞVÍ SKIL Hvaða áhrif hefur breytt skipulag bæjanna á mannlífið og náttúruna? „Þar sem er hjartarúm, þar er ávallt húsrúm“ stærð húsa og fjöldi íbúa. Kannið og greinið frá breytingum milli áratuga. Hvað eiga staðirnir Siglufjörður og Ólafsfjörður sameiginlegt í fortíð og nútíð? Hvað aðgreinir þá? Hverju myndu nemendur vilja halda frá fyrri tímum og hverju myndu þeir vilja sleppa? Af hverju?

Verkefni má vinna sem skriflega samantekt, sem fyrirlestur, glærusýningu, stuttmynd, útvarpsþátt eða á hvern þann hátt sem nemendum hugnast best.


ÁBENDINGAR Sögu og samfélagsþróun má skoða út frá mörgum sjónarhornum og ekki þarf einungis að styðjast við bækur. Ljósmyndir, kort, fréttir og tímaritsgreinar, söngtextar og ljóð endurspegla samtíma sinn. Þá eru t.d. auglýsingar oft og tíðum góðar heimildir um tíðaranda.


LJÓSMYNDIR eru oft sagðar segja meira en þúsund orð. Þrátt fyrir að ljósmyndir séu ekki tímasettar má í mörgum tilfellum auðveldlega tímasetja þær. Þar er helst hægt að hafa til hliðsjónar hvaða hús sjást á myndinni, hvort þau séu merkt, hvaða skip séu á myndinni og hvort að fólkið á myndinni þekkist og nýta þær upplýsingar til að fikra sig áfram í átt að réttu ártali. Hægt er að fletta upp byggingarári tiltekinna húsa á vef Þjóðskrár, www.skra.is


LEIT AÐ HEIMILDUM Heimildir má finna víða: Tímarit.is Gegnir.is Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar Ljósmyndasafn Síldarminjasafnsins Sarpur.is - menningarsögulegt gagnasafn Hagstofan.is Þjóðskrá Íslands Gagnlegt getur verið að notast ekki aðeins við nefnifall leitarorðanna heldur einnig aðrar fallbeygingar.


GOTT AÐ HAFA Í HUGA við leit að heimildum er nauðsynlegt að líta heimildirnar gagnrýnum augum og spyrja sig: Hver skrifaði textann? Hvenær er hann skrifaður? Í hvaða tilgangi er hann skrifaður? Fyrir hvern er hann skrifaður?



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.