Samfélagið í Garði desember 2013
1
SUÐUR MEÐjólSJÓ ablað
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
Gleðilega hátíð! UR RÐ GA
BRAGI GUÐMUNDSSON OG HANS MENN HAFA NÆG VERKEFNI Í GARÐINUM
Nesfiskur byggir stórhýsi í Gerðum B
ragi Guðmundsson byggingaverktaki í Garði hefur í nógu að snúast. Undanfarna mánuði hefur hann verið að byggja 1500 fermetra stórhýsi á þremur hæðum í Gerðum fyrir Nesfisk. Á nýju ári mun Bragi svo fara með sinn mannskap í íþróttamiðstöðina í Garði þar sem byggð verður ný hæð með fullkominni líkamsrækt. Verktakaf yrirtæki Braga veitir tólf manns atvinnu og verkefnin hafa verið næg. Byggingin sem nú rís í Gerðum er nokkuð flókin framkvæmd að sögn Braga. Á jarðhæðinni verður innkoma í fyrirtækið, búningsklefar starfsfólks, sturtur og hreinlætisaðstaða. Á annarri
hæð verður fullkomið mötuneyti og kaffistofa starfsfólks. Skrifstofur Nesfisks verða svo á þriðju hæðinni. Nú er verið að skoða þann möguleika að byggja 150 fermetra sal á þaki hússins en það yrði þá fjórða hæðin. Bragi segir útsýnið ofan af byggingunni vera hreint magnað yfir byggðina í Garði og yfir flóann. Þessi 1500 fermetra bygging er ekki það eina sem Bragi hefur byggt fyrir Nesfisk því á síðasta ári lauk hann við að byggja húsnæði yfir kæli og lausfrysti. Á nýju ári verður svo byggt við íþróttamiðstöðina eins og áður segir en það verkefni hefst í lok febrúar og á að vera lokið næsta haust. -HBB
Bragi ásamt myndarlegum hópi starfsmanna sinna framan við nýbygginguna í Gerðum.
SUÐUR MEÐ SJÓ - SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI