Samfélagið í Garði desember 2013
1
SUÐUR MEÐjólSJÓ ablað
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
Gleðilega hátíð! UR RÐ GA
BRAGI GUÐMUNDSSON OG HANS MENN HAFA NÆG VERKEFNI Í GARÐINUM
Nesfiskur byggir stórhýsi í Gerðum B
ragi Guðmundsson byggingaverktaki í Garði hefur í nógu að snúast. Undanfarna mánuði hefur hann verið að byggja 1500 fermetra stórhýsi á þremur hæðum í Gerðum fyrir Nesfisk. Á nýju ári mun Bragi svo fara með sinn mannskap í íþróttamiðstöðina í Garði þar sem byggð verður ný hæð með fullkominni líkamsrækt. Verktakaf yrirtæki Braga veitir tólf manns atvinnu og verkefnin hafa verið næg. Byggingin sem nú rís í Gerðum er nokkuð flókin framkvæmd að sögn Braga. Á jarðhæðinni verður innkoma í fyrirtækið, búningsklefar starfsfólks, sturtur og hreinlætisaðstaða. Á annarri
hæð verður fullkomið mötuneyti og kaffistofa starfsfólks. Skrifstofur Nesfisks verða svo á þriðju hæðinni. Nú er verið að skoða þann möguleika að byggja 150 fermetra sal á þaki hússins en það yrði þá fjórða hæðin. Bragi segir útsýnið ofan af byggingunni vera hreint magnað yfir byggðina í Garði og yfir flóann. Þessi 1500 fermetra bygging er ekki það eina sem Bragi hefur byggt fyrir Nesfisk því á síðasta ári lauk hann við að byggja húsnæði yfir kæli og lausfrysti. Á nýju ári verður svo byggt við íþróttamiðstöðina eins og áður segir en það verkefni hefst í lok febrúar og á að vera lokið næsta haust. -HBB
Bragi ásamt myndarlegum hópi starfsmanna sinna framan við nýbygginguna í Gerðum.
SUÐUR MEÐ SJÓ - SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
2
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
FRÉTTIR úr Garði Kvenfélagið með jólatrésskemmtun
EKvenfélagið Gefn býður Garðmönnum nær og fjær á jólatrésskemmtun sem haldin verður í Miðgarði, Gerðaskóla í Garði, laugardaginn 28. des. nk. frá kl. 15.00 – 17.00. Nú eins og ævinlega ætlum við að dansa í kringum jólatréð við fjöruga tónlist og söng og njóta veitinga í boði kvenfélagskvenna. Að venju kemur jólasveinninn í heimsókn með glaðning í poka. Veislustjóri er séra Sigurður Grétar Sigurðsson. Garðbúar, gestir og gangandi, mætum öll í jólaskapi með börnunum og höfum gaman saman. Athugið! Frír aðgangur. Tilkynning frá Gefn.
Vel sóttir tónleikar í Útskálakirkju E Jólatónleikar þeirra Svavars Knúts, Röggu Gröndal og Kristjönu Stefánsdóttur í Útskálakirkju í byrjun desember voru vel sóttir. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af útgáfu jóladisksins „Eitthvað fallegt“. Það var íbúi í Garði, Kristín Júlla Kristjánsdóttir, sem fékk tónlistarfólkið til að koma í Garðinn og halda umrædda tónleika á aðventunni. Kristín hafði upphaflega ætlað að halda stofutónleika heima hjá sér fyrir jólin sem síðan þróuðust yfir í þessa vel sóttu tónleika í kirkjunni.
Frá Guffaskopi til Víkurfrétta og „Suður með sjó“ Hilmar Bragi Bárðarson tók saman
Útgáfa blaða hélt áfram og varð nokkuð regluleg. Nafnið breyttist úr Guffaskopi og varð „Samloka“ um leið og brotinu var breytt úr A4 yfir í A5. Nú var blaðið orðið samanbrotið og í minna broti. Einnig var gefið út sérrit um Duran Duran, enda vinsælasta bandið á þessum tíma. Fermingarpeningarnir voru notaðir til að kaupa rafmagnritvél í Stapafelli. Hver einasta króna, 11.000 krónur, notuð í ritvélarkaupin. Í efsta bekk grunnskóla var nemendum boðið að fara í starfskynningu til fyrirtækja. Ég valdi að heimsækja fjölmiðla. Tvö blöð urðu fyrir valinu hjá mér. Ég valdi að fara tvo daga á Morgunblaðið og tvo daga til Víkurfrétta. Fór með Arnóri Ragnarssyni úr Garðinum í höfuðstöðvar Moggans sem þá voru í Aðalstræti og kynnti mér stórveldi Morgunblaðsins sem þá var langstærsta blað landsins. Heimsótti síðan Víkurfréttir sem á þessum tíma höfðu aðeins komið út í fimm ár. Varð heillaður af blaðamennskunni og tók ástfóstri við Víkurfréttir sem á þessum tíma voru í eigu þeirra Páls Ketilssonar og Emils Páls Jónssonar. Heimsótti ritstjórnina reglulega eftir starfskynninguna og gjafst ekki upp fyrr en ég var kominn í vinnu. Var eitthvað að myndast við að mæta í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en sá að þar væri ég bara að verja tíma mínum í tóma vitleysu. Ég var búinn að ákveða hvað ég ætlaði að gera í lífinu. Nýkominn með bílpróf hóf ég störf á Víkurfréttum, 17 ára gamall. Samhliða störfum mínum á Víkurfréttum var ég annað slagið að fást við útgáfu í mínum gamla heimabæ, Garðinum. Gaf út blað undir nafninu „Fréttablaðið“. Arnór vinur minn á Morgunblaðinu lét hönnuði blaðsins búa til fyrsta blað-
SUÐUR MEÐ SJÓ - SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI 30 ára útgáfuafmæli Hilmars Braga Bárðarsonar Ritstjóri og ábm.: Hilmar Bragi Bárðarson * hilmar@911.is • ) 898 2222 Hönnun og umbrot: Hilmar Bragi Bárðarson Prentun: Landsprent hf. Upplag: 9000 eintök Dreifing: Víkurfréttir ehf. Dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum fimmtudaginn 19. desember 2013
var enginn annar tiltækur til að vinna það verk. Ég hafði reyndar smá áhyggjur af þessari sýkingu sem var að angra mig og ákvað því að fara til læknis áður en ég færi til vinnu. Tólf ára sonur minn var einn heima meðan ég skrapp til læknis áður en ég færi í vinnu á Víkurfréttum. Þessi skreppur til læknis varð reyndar þriggja vikna sjúkrahúsvist, sem hófst með skurðaðgerð og nótt á gjörgæsludeildinni. Ég mætti svo ekki í vinnuna í þrjá mánuði. Er ennþá minnisstætt þegar ég lá í sjúkrabílnum á leið til Reykjavíkur var ég í símanum mestan hluta leiðarinnar að bjarga því sem bjargað varð í útgáfu Víkurfrétta. Blaðið kom út og vonandi varð enginn var við það að ég kom þar hvergi nærri, liggjandi á sjúkrahúsi baðaður í sýklalyfjakokteil.
Þrettán ára gamall komst ég í kynni við ljósritunarvélina í vinnunni hjá pabba, Bárði Bragasyni. Hann var vélstjóri í hraðfrystihúsinu Garðskaga hf. í Garði en ég kunni alltaf betur við mig á skrifstofunni hjá Agli Þórðarsyni. Ljósritunarvélin var áhugavert tæki sem ég sá strax að ætti eftir að nýtast mér vel. Heima á Sunnubrautinni fékk ég lánaða ritvélina sem Haukur bróðir hafði keypt fyrir skólann og pikkaði á hana nokkra brandara á blað. Brandararnir voru fengnir úr Æskunni. Þegar nokkrar síður af bröndurum voru tilbúnar var arkað í vinnuna til pabba og fengið að ljósrita með leyfi frá forstjóranum, Guðmundi Ingvarssyni. Blöðin streymdu úr ljósritunarvélinni. Þau voru síðan heftuð saman og þá var farið af stað og gengið í hús og blaðið selt fyrir tíkall eða tvo. Blaðið hét „Guffaskop“, enda eina myndefnið í blaðinu myndir af Guffa sem við þekkjum flest úr Andrésblöðum. Við vorum tveir saman í útgáfunni, ég og Guðbergur Reynisson. Ég fékk útgáfubakteríuna og var nokkuð viss um að ég hefði fundið mína hillu í lífinu.
Ég lét blaðamennskuna alveg eiga sig í þrjá mánuði meðan ég náði heilsu minni til baka. Notaði veikindaleyfið til að bæta líkamlegt ástand og hugsa um hvað tæki við. Sé mig bara ekki á öðrum starfsvettvangi en í fjölmiðlun og útgáfu. Það rann einnig upp fyrir mér að ég væri búinn að vera í blaðaútgáfu í 30 ár. Var nærri búinn að ganga að mér dauðum en þakka vinnunni fyrir að ég er á lífi. Hefði ég ekki farið til læknis af því að ég þurfti að mæta til vinnu, hefði sýkingin líklega gengið að mér dauðum á næstu klukkustundum þar sem ég var kominn með eitrun í blóðið.
hausinn en blaðið var svo prentað í Grágás. Í nokkur ár kom „Fréttablaðið“ út í minni útgáfu en síðast kom það út sumarið 1998 eða fyrir 15 árum. Gaf einnig út eitt tölublað undir nafninu „Tímamót“. Allir vita hvernig fór fyrir „Fréttablaðinu“ mínu. Peningamenn í höfuðborginni hófu útgáfu á fríblaði með sama nafni. Eftir að hafa staðið í eigin útgáfu í 15 ár samhliða störfum mínum á Víkurfréttum ákvað ég að setja alla krafta mína í Víkurfréttir og leggja eigin útgáfu til hliðar. Nú eru hins vegar liðin 30 ár frá því ég hóf blaðaútgáfu í Garðinum aðeins 13 ára gamall. Mér fannst því ástæða til að halda upp á tímamótin. Þetta er tímamótaár hjá mér. Það munaði reyndar litlu að ég myndi alls ekki halda upp á þessi tímamót í blaðamennskunni eftir hremmingar sem ég lenti í sl. sumar. Nær dauða en lífi endaði ég á sjúkrahúsi illa haldinn af sýkingu sem ég fékk ofan í svæsna sykursýki. Það var þó vinnan mín á Víkurfréttum sem bjargaði mér snemma sumars. Á mínu heimili er ég sagður hafa ofurást á vinnunni minni. Ég hafði legið heima í nokkra daga með flensu – að ég taldi – þegar sýkingin varð allt í einu sýnileg. Stelpurnar á heimilinu fóru til Ameríku en ég var heima með syni mínum. Veiktist reyndar sama dag og þær fóru erlendis. Síðdegis á þriðjudegi var staðan sú að ég þurfti að fara til vinnu til að búa Víkurfréttir til prentunar. Á þeirri stundu
Fannst ástæða til að halda upp á tímamótin með einhverjum hætti. Vildi heiðra minn gamla heimabæ, Garðinn, með blaði á þessum tímamótum. Ræddi hugmyndina við Pál Ketilsson, vinnuveitanda minn. Lítið og sætt blað ætti að fylgja með Víkurfréttum inn á hvert heimili á Suðurnesjum þann 19. desember. Leitaði til nokkurra aðila sem ég hef átt samskipti við í gegnum árin varðandi kveðjur og auglýsingar. Fékk frábærar viðtökur. Litla sæta blaðið mitt tók að stækka og endaði í 32 síðum, fullt af vonandi skemmtilegu lesefni og auglýsingum til borga prentun. Stærsti hausverkurinn við að gefa út blaðið var að finna nafn á blaðið. Geri tilkall til „Fréttablaðsins“ eftir að hafa gefið út undir því nafni í mörg ár. Þekkti bara enga góða lögfræðinga á sínum tíma. Nafnið „Suður með sjó“ hefur verið til ofan í skúffu hjá mér í nokkurn tíma, reyndar á öðru verkefni. Hefði getað látið blaðið heita „Garðblaðið“, „Garðmenn & Garðurinn“, svo blundaði í mér nafnið „Dagrenning“ en lokaniðurstaðan varð „Suður með sjó“, enda Garðurinn sveitarfélag „Suður með sjó“. Ekki er hugmyndin að gefa blaðið „Suður með sjó“ reglulega út á prenti. Það gæti hins vegar orðið vefrit og er þegar með síðu á Facebook undir „Suður með sjó - samfélagið í Garði“. Kannski verður stemmning fyrir öðru svona blaði áður en önnur 30 ár hafa liðið. Það mun tíminn einn leiða í ljós. Kærar þakkir fyrir stuðninginn. Höfundur er fréttastjóri Víkurfrétta og útgefandi Suður með sjó.
Vistmenn á Garðvangi óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kærar þakkir fyrir öll liðnu árin. Guð blessi ykkur öll.
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 65597 12/13
EVRÓPA FRÁ 31.900 KR. eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr.* NORÐUR-AMERÍKA FRÁ 54.900 KR. eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr.* Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 14. apríl 2014 (síðasti ferðadagur). Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld Icelandair.
+ icelandair.is
Vertu með okkur
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, ein taska til Evrópu, allt að 23 kg, og tvær töskur til N-Ameríku, allt að 23 kg hvor. Sölutímabil er frá 23. nóv. til 24. des. 2013 kl. 18.00. Bókunartímabil jólafargjalda er frá 18. des. 2013 til og með 11. jan. 2014. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Þessar ferðir gefa 3.000–16.200 Vildarpunkta. Jólafargjöld eru ekki í boði í hverju flugi og sætaframboð er takmarkað. Sjá nánar á icelandair.is.
4
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
UR RÐ GA
Þ h Sigurður Ingvarsson og Kristín Guðmundsdóttir með starfsfólki sínu framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins sl. haust. Á myndina vantar þrjár starfsmenn.
SIGURÐUR INGVARSSON ER MEÐ 20 RAFVIRKJA Í VINNU Í 45 ÁRA GÖMLU FYRIRTÆKI
Sannkallað fjölskyldufyrirtæki S
igurður Ingvarsson hefur rekið rafverkstæði í Garðinum í næstum 45 ár. Áfanganum nær hann í vor. Þrátt fyrir að vera orðinn 72 ára gamall þá vinnur Sigurður ennþá fullan vinnudag. Breytingin er einnig mikil á þessum árum en fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og þá sérstaklega síðustu tvo áratugina. Rafverkstæðið byrjaði heima í bílskúr en svo var byggt yfir starfsemina við Heiðartún og svo var sú aðstaða stækkuð enn frekar. Þar var jafnframt rekin verslun með raftæki og íþróttafatnað. Í dag er eingöngu rafverkstæði og skrifstofuhald í Heiðartúninu en verslunin með raftækin og íþrótta- og útivistarfatnaðinn er á Hafnargötu 61 í Keflavík. Árið 2006 var fyrirtækinu breytt í SI raflagnir ehf. og komu þá dætur og tengdsynir inn í reksturinn og má því segja að SI raflagnir sé sannkallað fjölskyldufyrirtæki.
VERKEFNIN VÍÐA Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. Fjölskylda Sigurðar starfar öll í fyrirtækinu. Eiginkonan, Kristín Guðmundsdóttir, starfar á skrifstofunni og dæturnar, Guðlaug og Jóna, sjá um verslunarreksturinn í Keflavík. Þá starfa tengdasynirnir hjá fyrirtækinu og barnabörnin eru einnig komin í vinnu. Samtals er Sigurður með 20 rafvirkja í vinnu í dag en þeir voru 35 í góðærinu fyrir hrun. „Verkefni fyrirtækisin dreifast víða, mikil sé á höfuðborgarsvæðinu og annað hérna á Suðurnesjum. Strákarnir eru allir búsettir annað hvort í Garði eða Reykjanesbæ og því er verulegur akstur, en þannig viljum við hafa það“. Þá eru SI raflagnir einnig eigendur
af Bergraf ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum, sem eru Nesraf og Rafholt. Bergraf býður í ýmis stærri verkefni þar sem þörf er fyrir fleiri rafvirkja. Sigurður segir það samstarf hafa gengið vel og verkefnin séu víða. Hann hafi tekið þátt í útboðum, bæði á eigin vegum og einnig í nafni Bergraf. Verkefnin eru bæði í nýlögnum og einnig í viðhaldi. SELT SIEMENS YFIR 30 ÁR Sigurður hefur selt Siemens raftæki í 30 ár. Fyrst var hann með þau í verslun í Garðinum en þegar Sigurður heitinn Guðmundsson hætti með Ljósbogann í Keflavík þá óskaði umboðsaðili Siemens á Íslandi eftir því að Sigurður setti upp verslun með Siemens vörur í Keflavík. Hann tók þeirri áskorun og keypti verslunarhúsnæði á horni Hafnargötu og Vatnsnesvegar og setti þar upp myndarlega verslun með raftæki og íþrótta- og útivistarfatnað. Iðnaðarmenn eru oft ágætur mælikvarði á það hvort atvinnulífið sé á uppleið. Sigurður segist ekki finna fyrir uppsveiflu á Suðurnesjum en hins vegar sé talsvert að lifna yfir höfuðborgarsvæðinu og þar séu mörg verkefni fyrirtækisins um þessar mundir. Sigurður er á því að álverið í Helguvík vanti. Þá muni lifna mjög yfir atvinnulífinu á svæðinu. TENGIGJALDIÐ TIL GÓÐRA MÁLA Þegar Suður með sjó tók hús á Sigurði var hann í kirkjugarðinum að Útskálum að tengja ljósakrossa. Hann hefur séð um þá þjónustu til margra ára og gjaldið sem hefur verið tekið fyrir þjónustuna hefur verið notað til góðra málefna. Það hafa því allir borgað með bros á vör, enda vitað að peningurinn færi óskiptur í verðugt
verkefni sem oftar en ekki hefur snúið að börnum. Nú stendur t.a.m. til að leggja verðugu verkefni á Barnaspítala Hringsins lið. VARLA VIÐRÆÐUHÆFUR ÞEGAR LIVERPOOL ER AÐ SPILA Ekki var viðtalið þó tekið í kirkjugarðinum því þar geisaði hálfgerður snjóstormur. Sigurður bauð því blaðamanni heim í kaffi. Í sjónvarpinu var svo leikur í enska boltanum. Liverpool var að taka á móti West Ham United. Sigurður sagðist nú varla vera viðræðuhæfur á meðan Liverpool væri að spila. „Ég þarf oft að segja þeim til og tala alveg helling við sjónvarpið,“ segir hann og brosir. Á meðan viðtalið fór fram skoraði Liverpool tvívegis og var því fagnað. Kristín, eiginkona Sigurðar, sagði bónda sinn þó ótrúlega rólegan að þessu sinni. Það væri eiginlega ekki verandi nálægt honum þegar Liverpool væri að spila. Fótboltinn er nokkuð ríkur í Sigurði. Hjarta hans hefur slegið hjá Víði í Garði í áratugi. Hann var þjálfari til margra ára og kom mörgum peyjum úr Garðinum til manns á fótboltavellinum. Hann segist hættur að skipta sér af boltanum í dag. Hann mæti þó á leiki, enda barnabörnin farinn að spila fyrir Víði. Hann segir þó landslagið í boltanum vera breytt. Áður fóru allir á fótboltaæfingu eftir skóla. Nú séu það tölvur og önnur afþreying sem eigi hug ungra barna. Gullöldin hjá Víði í Garði sé löngu liðin, en starfið sé gott og vandað í Garðinum. Mikil uppbygging á aðstöðu muni örugglega skila sér. Eigendur SI raflagna vilja koma á framfæri þökkum til allra viðskiptavina fyrir velvild í garð fyrirtækisins og óska öllum gleðilegrar hátíðar.
S
GUÐBERGUR REYNISSON REKUR CARGOFLUTNINGA OG ER MEÐ ÞRJÁ SENDIBÍLA Á FERÐINNI
Allir starfsmennirnir ættaðir frá Húsatóftum í Garði
G
uðbergur Reynisson (Beggi) á og rekur fyrirtækið Cargoflutninga ásamt Elsu eiginkonu sinni og hafa þau rekið fyrirtækið frá miðju ári 2009. Cargoflutningar sjá um hraðflutninga fyrir fyrirtæki og einstaklinga milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja og fara 3 bílar fram og til baka tvisvar sinnum á dag fyrir og eftir hádegi. Enginn pakki er of lítill né of stór og flytur fyrirtækið allt frá umslögum og varahlutum til húsgagna og stærri vörubretta.
„Árið 2009 var ég búinn að vera að selja bíla í tæp 15 ár. Við efnahagshrunið hrundi líka bílasala og uppsagnir voru óhjákvæmilegar. Hjá mér var ekki í boði að gera ekki neitt þannig að við ákváðum að stofna flutningaþjónustu. Og eins og allir vita þá verður maður að fara og sækja tækifærin því það kemur enginn með þau til þín, svo við byrjuðum með einn sendibíl og einn viðskiptavin. Fjórum og hálfu ári seinna eru bílarnir orðnir þrír og viðskiptavinirnir í kringum fjögur hundruð,“ segir sendibílstjórinn Guðbergur Reynisson.
Hringdu og fáðu tilboð í þína flutninga í síma 845-0900 eða beggireynis@simnet.is
T
k
Þú færð jólagjöfina hjá okkur í SI verslun m vel u k ö t ð i V ér! á móti þ
Sport- og útivistarfatnaður í úrvali SIEMENS Espressó kaffivél
Jólaverð
kr.
Jólaverð
kr.
55.900,VENDELA borðlampar
GIGASET símtæki
Tinna úlpa kr.
159.900,-
BOSCH hrærivél
SIEMENS kaffivél
Jólaverð
kr.
17.900,-
SIEMENS ryksuga
53.900,-
CINTAMANI útivistarfatnaður fyrir börn og fullorðna
Jólaverð
kr.
5.310,-
OPIÐ alla daga til jóla kl. 10 til 22 Þorláksmessu kl. 10-23 Aðfangadag kl. 10-12
Jólaverð
kr.
8.900,-
Jólaverð
kr.
27.900,-
Gleðileg jól Hafnargötu 61 - Keflavík - sími 421 7104
6
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
LÍF TA LIS
MOLAR um Garðinn Sveitarfélagið Garður 10 ára um áramót EGarður nær frá Rafnkelsstaðabergi að innanverðu og út á Skagatá þar sem gamli vitinn stendur. Í daglegu tali er honum skipt í Inn- og Út-Garð en milli þeirra er Gerðahverfið. Þar er allstór þéttbýliskjarni er tók að myndast skömmu eftir aldamótin 1900. Áður fyrr tilheyrði Garður Rosmhvalaneshreppi sem náði yfir allan ytri hluta Reykjanesskaga en 15. júní árið 1908 var Gerðahreppur stofnaður. Í janúar 2004 varð Gerðahreppur Sveitarfélagið Garður og því er að verða 10 ára nú á næstu dögum.
Garðurinn í Landnámu EElstu heimildir um Garðinn eða Reykjanes er að finna í Landnámu þar sem sagt er frá því að Ingólfur Arnarson hafi viljað gefa Steinunni frænku sinni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun. Steinunn vildi ekki þiggja gjöfina og bauð Ingólfi því kápu eða heklu flekkótta í skiptum fyrir landið. Í Landnámu er einnig sagt frá því að Steinunn gamla hafi lofað Gufa Ketilssyni að ávallt skyldi vera vermannstöð frá Hólmi. Frásögn þessi er elsta heimild um útræði frá Suðurnesjum og mun það hafa verið frá Hólmi í Leiru, landi Garðs.
Skagagarðurinn EGarðurinn dregur nafn sitt af fornum varnargarði sem liggur frá Útskálum að Kirkjubóli í Sandgerði. Talið er að bændur hafi hlaðið garðinn til þess að verja akra sína fyrir ágangi sauðfjár en kornyrkja var algeng á Reykjanesi á landnámsöld. Síðar nýttu menn garðinn sem vegvísi á milli Garðs og Sandgerðis. Enn má greina hluta af Skagagarðinum til móts við Útskálakirkju.
VIÐ ERUM Á FACEBOOK.COM
Suður með sjó
- samfélagið í Garði
REYNIR KATRÍNAR SETTIST AÐ Í GARÐI TIL AÐ MÁLA STÓRAR MYNDIR
Goð og gyðjur við Gauksstaðaveg
R
hann sá húfu sem var gerð úr vattarsaumi. Á þessum tíma var Reynir með námskeið í heilun og hugleiðslu þegar einn þátttakandi á námskeiðinu kom með húfu sem var hnýtt með þessum saumi. Upp frá þessari stund þá lærði Reynir fyrsta hnútinn, Oslóarhútinn, og í framhaldinu datt hann í vattarsauminn. Hann segist á þessum tíma hafa ætlað að einbeita sér að málverkinu, en þess í stað sat hann öllum stundum og hnýtti húfur og annað. Undanfarið hefur Reynir m.a. unnið að hálsmenum þar sem notuð eru bein og það nýjasta er að vinna í steininn sem er í ávextinum avokato. Beinin eru ýmiskonar fiskibein og einnig kindarbein.
eynir Katrínar settist að í Garðinum fyrir um átta árum síðan. Hann hafði lengi leitað að húsnæði með mikilli lofthæð til að geta stundað málaralist sína en Reynir málar oft risastórar myndir. Þær geta verið vel á þriðja metra á hæð en breiddin er aldrei mikið meiri en 180 sm. Það er til þess að hann komi myndunum út um dyrnar á vinnustofu sinni við Gaukstaðaveg 2 í Garði. Í húsinu var áður netagerð og seglasaumur en er nú skemmtilegt heimili listamanns. ÍSLENSKIR STEINAR VERÐA AÐ MÁLNINGU Í málverkinu er hann mest í olíu- og vatnslitum. Nú er Reynir farinn að tína steina í náttúrunni sem hann tekur með sér heim og vinnur litarefni úr þeim. Litarefnið blandar hann í vatn og eggjarauðu. Aðferðin er gömul og kallast eggtempra. Þá hefur hann einnig verið að nota íslenska ull við að teikna myndir sínar. „Mér finnst eitthvað svo spennandi við þessa liti, sérstaklega ef steinarnir eru harðir eins og jaspis og svoleiðis steinar“. Litirnir sem fást úr íslensku steinunum eru rauðir, gulir, grænir, brúnir og alskonar gráir litir. Í rauninni er eini liturinn sem mig vantar er blár,“ segir Reynir og bætir því við að enginn íslenskur steinn bjóði upp á bláan lit þó svo til sé eitthvað sem heitir blágrýti. Það skilar alls ekki bláum lit. Reynir verður því að sætta sig við að nota erlendan bláan lit í myndirnar, sem annars eru alfarið málaðar með íslenskum litum. Hann segist jafnframt vera að leika sér með vatnsliti í eggtemprunni og þar séu allir litir regnbogans. „Þetta hefur verið ögrun, því ég hef málað rosalega mikið með bláum,“ segir Reynir. „Hann hefur verið uppáhaldslitur hjá mér og allt í einu þurfti ég að fara að mála án þess að nota uppáhalds litinn minn“. Hann segir það vera skrýtið en fyrir vikið hafi orðið til öðruvísi myndir.
MYNDEFNI ÚR GOÐAFRÆÐI Myndlistin hjá Reyni er mikið til á andlegum nótum og undanfarna tvo áratugi hefur hann tengt myndefni sitt við norrænu goðafræðina og náð í orku þaðan og hugmyndir í myndir sínar. Hann segir meginhugsunina
Reynir keypti sér selló á dögunum og fiktar við að semja tónlist.
vera að vinna út orkuna sjálfa. Hann tekur sem dæmi að þegar hann vinni með gyðju, þá máli hann ekki gyðjuna sjálfa eins og hann sér hana, heldur vill hann að fólk nemi sjálft orkuna. „Upplifun er það dýrmætasta sem við eigum. Við lærum þar,“ segir Reynir. - Þegar ég horfi á myndirnar þínar, þá sé ég mikla liti. „Mér finnst voðalega gaman að vera í litunum. Áður fyrr var ég að vinna með andstæða liti til að skapa togstreytu sem svo skapar áhrif í myndirnar. Eftir því sem ég vann meira með þetta komst ég að því að það eru ekki til andstæður. En ég hef gaman af litríkum myndum“. HVER MYND GETUR VERIÐ MÖRG ÁR Í VINNSLU Reynir er þekktur fyrir sínar stóru myndir. Aðspurður hvernig þær verði til, þá segist hann ráðast á strigann með grófum pensli og byrja að skissa myndina upp. Síðan fari hann yfir í smáatriðin og oft verði til mörg lög af myndum á striganum áður en upp er staðið. Hann segir það skapa dýpt í myndina en hvert málverk geti tekið mörg ár í vinnslu. Vinnan við myndirnar sé gríðarleg og enn sem komið er hefur Reynir ekki treyst sér til að verðleggja myndirnar. Það sé seinni tíma mál. Hann segist ekki geta unnið
á þann hátt að vinna hratt og klára mynd á klukkutíma. Það sé ekki hans stíll. Vinna við stór málverk eða smærri hluti sé oft að horfa á þá í dágóðan tíma áður en síðan verður hugljómun og eitthvað fæðist sem þá er málað í myndina eða skorið í stein eða bein. VATTARSAUMUR, RÚNIR OG BEIN Reynir hefur undanfarið unnið með ýmis listform. Auk málverksins þá er hann að setja rúnir í steina og skera út í bein. Þá vinnur hann í ull, bæði í málverkinu og þá stundar Reynir vattarsaum. Það var í mars 2009 sem
MÖRG JÁRN Í ELDINUM Reynir er með mörg járn í eldinum og segist vinna að mörgum mismundandi verkefnum samhliða. Hann getur verið að mála eina stundina, í vattarsaum þá næstu, að skera í bein eða jafnvel að semja tónlist. Reynir sest oft við píanóið og semur tónlist og þá keypti hann sér einnig nýlega selló. Þá kemur fyrir að hann skrifi ljóð. Þá er Reynir einnig með nuddbekk á heimilinu þar sem hann fær til sín fólk í nudd og heilun. - Hvernig gengur svo að lifa af listinni? „Maður skrimtir, eins og flestir sem eru að fást við þetta. Ég gæti örugglega verið duglegri að sækja tekjur en ég þarf minn tíma til að mála og semja. Ég hef svolítið treyst á það að fólk leiti til mín, frekar en ég til þess og það hefur gengið ágætlega,“ segir Reynir Katrínar í samtali við Suður með sjó. - HBB
Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?
PIPAR\TBWA-SÍA - 131260
Frumkvöðlasetrið á Ásbrú býður frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum frábæra aðstöðu, auk stuðnings, fræðslu og ráðgjafar við að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Þar gefast fjölmörg tækifæri til að efla tengslanet og finna mögulega samstarfsaðila.
frumkvöðla-
Svona er lífið á Ásbrú Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is
8
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
EIT SV IN
Þ
að var gamall draumur sem hefur blundað með okkur í mörg ár að setjast að í sveit og gerast bændur. Við höfðum skoðað mikið á Suðurlandi en það var allt svo nálægt ferðamannastöðum og því of dýrt. Síðan fyrir algjöra tilviljun dettum við niður á þennan bæ á Norðurlandi og lýst svona vel á,“ segir Elmar Þór Magnússon. Fyrr á þessu ári fluttist hann úr Garðinum, þar sem hann er fæddur og uppalinn, og settist að á Jórunnarstöðum norður í Eyjafirði ásamt konu sinni, Helgu Andersen, og þremur börnum. Börnin eru Alex Breki 11 ára, Aron Máni 9 ára og Kolbrún Líf 7 ára . Elmar fór norður um miðjan mars en Helga og börnin um vorið þegar skólanum var lokið.
Rækta nautgripi í Eyjafirði Jórunnarstaðir eru innarlega í Eyjafirði. Aðeins eru fjórir bæir innar og stutt upp á hálendið. Úr bæjarhlaðinu á Jórunnarstöðum eru 35 kílómetrar til Akureyrar. Bæjarstæðið er snjólétt og vegarsamgöngur góðar því tryggja þarf að skólabíllinn komist um sveitina og þá eru þar jafnframt margir bændur í mjólkurbúskap. „Þó svo það sé allt á kafi á Akureyri, þá getur verið snjólétt hjá okkur,“ segir Elmar og segir að það sé veðursæld í sveitinni. Það sé einkum í sunnan-
og suðvestan-áttum sem það blæs hressilega inn Eyjafjörðinn. Síðasta sumar hafi verið frábært veðurfarslega og mjög þægilegt. STEFNA Á 120-30 NAUTGRIPI Elmar og Helga eru í nautgriparækt og þegar þau tóku við búinu í mars á þessu ári voru þar 65 gripir. „Við höfum verið að stækka og stefnum á að vera með 120-30 gripi. Við erum komin í 90 gripi núna og höfum verið að betrumbæta hús-
Elmar Þór og Helga fluttu með fjölskylduna í sveitina næði til að taka við fleiri kálfum“. Auk 90 nautgripa er fjölskyldan með 12 hænur og þrjá hunda. Engar rollur eru á bænum en til stendur að bæta úr því, þá aðallega til að eiga lambakjöt í frystikistuna. LANGUR VINNUDAGUR Sveitalífið kallar á langa daga. Fjölskyldan fer á fætur klukkan sex á morgnana. Skólabíllinn kemur kl. 7 að sækja börnin í skólann og Helga leggur af stað til sinnar vinnu í Hrafnagili tuttugu mínútum síðar. Elmar fer svo í fjósið um kl. 8. Þá er gefin morgungjöf og unnin tilfallandi störf. Þá er aftur kvöldgjöf kl. 18 síðdegis. Síðustu mánuðir hafa farið í miklar endurbætur á útihúsunum að Jórunnarstöðum. Allt hefur verið þvegið hátt og lágt með háþrýstidælu, veggir málaðir og mikil smíðavinna til að gera aðstöðu fyrir fleiri nautgripi. Stefnt sé að því að
vera með allt að 130 gripum en Elmar segir að húsakostur á staðnum geti tekið á móti allt að 180 gripum. BÖRNIN ÁNÆGÐ Í SVEITINNI Lífið í sveitinni er frábrugðið því sem það var í Garðinum og börnin eru að kunna vel við það í dag. „Þau eru alveg himinlifandi,“ segir Elmar. Þau séu hjálpsöm í fjósinu og bara mjög dugleg og finnst virkilega gaman að vera hérna. Það var gamall draumur hjá Elmari og Helgu að gerast bændur og því liggur beint við að spyrja hvort raunveruleikinn sé eins og draumurinn. Hefur eitthvað komið á óvart? Elmar segir fullt af hlutum hafa komið sér á óvart. Enginn dagur í sveitinni sé eins. „Vinnulega séð er þetta eins og ég bjóst við en í nautakjötsframleiðslunni kemur mér í raun á óvart hvað hægt er að rækta gripina á marga vegu,“ segir Elmar. Í sumar tóku þau Elmar og Helga að sér börn í vistun til vikudvalar í senn. „Það var alveg æðislegt bæði fyrir okkur og börnin svo við ákváðum að halda því áfram með öllum bústörfunum og erum við núna orðin stuðningsforeldrar og erum að taka börn hingað í sveitina, bæði í skammtíma- og langtímavistun. Það má því búast við að það eigi eftir að fjölga töluvert á Jórunnarstöðum. Þá er Akureyrarbær búinn að hafa samband við okkur um helgardvalir nú í vetur“. PRÓFAR NÝJUNGAR Í NAUTGRIPAELDI Elmar segist vera að prófa margt nýtt í fóðurgjöfinni. Hann sé í samstarfi við fyrirtækið Búgarð á Akureyri og er að prófa nýja tegund af eldi, svokallað sterkt eldi. Það gengur m.a. út á það að nautgripir fara þá til slátrunar 20 mánaða í stað 24 mánaða eins og er í dag. Þess í stað eru gripirnir látnir stækka hraðar. Elmar segist vera heppinn með húsakost að Jórunnarstöðum. Þar séu góð hús og verkstæði þar sem hann hefur unnið að því að gera upp þær vélar sem voru á bænum þegar þau keyptu býlið. ÆVINTÝRI Í HEYSKAPNUM - Hvernig gekk heyskapur í sumar? „Fyrsti mánuðurinn var ævintýri. Það tók tíma að læra inn á allt þetta enda hafði ég aldrei verið í heyskap áður. Nágrannar mínir eru frábærir og
9
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
RÆDDI VIÐ ELMAR ÞÓR MAGNÚSSON
hafa aðstoðað mig alveg gríðarlega mikið“. Elmar segir að vinir og ættingjar þeirra Helgu hafi líka verið duglegir að koma í heyskapnum og aðstoða og án þeirrar aðstoðar hefði þetta orðið erfitt. - Hvernig hafa aðrir bændur í sveitinni tekið ykkur? „Þeir eru mjög ánægðir með að fá ungt fólk með börn í sveitina. Þá eru þeir duglegir að lána tæki og hjálpa til og rukka ekkert fyrir. Hér er bara greiði á móti greiða. Allir hjálpast að. Það er alveg ótrúleg hjálpsemi í sveitinni og þeim þykir þetta ekkert mál. Þetta er eitthvað nýtt sem maður kynntist ekki fyrir sunnan, svona mikilli hjálpsemi“. KAUPIR VIKUGAMLA KÁLFA Í nautgriparæktinni eru engir kvótar á það hversu marga gripi má rækta. Bændur eru bara hvattir til að rækta meira því eftirspurn er eftir íslensku nautakjöti. Elmar segir að eins og staðan sé í dag sé of mikið um það að ungum kálfum sé slátrað aðeins vikugömlum. Þeir sem eru í mjólkurframleiðslu taki bara kvígurnar og ali upp en láti nautin strax í slátrun. „Nú skottast ég um sveitirnar og er að kaupa vikugamla nautgripi sem ég síðan rækta hér á Jórunnarstöðum til tveggja ára aldurs. Ég er kominn í föst viðskipti á nokkrum bæjum og er að reyna að komast að hjá fleirum“. Norðlenska á Akureyri kaupir svo gripina af Elmari til slátrunar. BÚÐARFERÐIN ER 70 KM Þegar blaðið ræddi við Elmar um miðjan nóvember var búinn að vera snjór yfir öllu í heilan mánuð og margir kaldir dagar. Frostið hafði farið niður í -15 gráður en oft verður mjög kalt svona innarlega í Eyjafirði en á móti kemur að verður er stillt. Það þarf að skipuleggja daglegt líf öðruvísi þegar búið er langt inni í sveit því ein ferð út í búð kostar 70 kílómetra akstur. Það sé því alltaf keypt inn fyrir ca. 10 daga í einu og gott búr heima á bænum með öllum nauðsynjum. Helga fer þó inn á Akureyri tvisvar í viku með dótturina, Kolbrúnu Líf, til að æfa listhlaup á skautum. Það má því nota þá ferð til að bjarga nauðsynjum. Elmar segir að þrátt fyrir góðar samgöngur sé nauðsynlegt að vera á jeppa í sveitinni og vera við öllu búinn. GESTKVÆMT Í SVEITINNI Þó svo Elmar hafi flutt í sveitina í mars og Helga komið með börnin í lok maí, þá hafa vinirnir verið duglegir að kíkja norður í sveitina. Þau eru með risastóra gestabók og í haust töldu þau vel á annað hundrað nöfn gesta sem hafa kíkt við á Jórunnarstöðum. Þau Elmar og Helga leyfa fólki að tjalda við bæinn og erlendur ferðamaður fékk að tjalda í hlöðunni í sumar þegar gerði mikið rok og rigningu. Aðspurður hvort þau ætli í ferðaþjónustu, segir hann að það blundi í þeim. „Ætli það sé ekki inni á 10 ára áætluninni,“ bætir Elmar við og segir að nægt landrými sé fyrir slíkt. M.a. megi setja smáhýsi í fallega hlíð við bæinn. Þá henti íbúðarhúsið vel til að breyta því í gistiheimili. Þá liggur þjóðvegurinn framhjá bænum að Laugafelli og upp á hálendið. Framundan er að halda jól og áramót í sveitarrómantík norður í Eyjafirði. Þau Elmar og Helga senda vinum sínum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári.
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
l ó j g e l i ð e l g og farsæld á nýju ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
10
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
Búin að venjast ferðatöskulífinu H in 24 ára gamla Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, hefur lifað ævintýraríkt ár með hljómsveit sinni á ferðalögum um heiminn. Nanna Bryndís er hins vegar komin heim í smá frí og stendur í flutningum núna rétt fyrir jól. Nanna Bryndís er úr Garðinum og viðurkennir að hafa verið óþekktarormur, þegar hún var yngri, sem gerði símaat í fólki og rændi kandís af kennarastofunni í Gerðaskóla. JAPAN OG SUÐUR AMERÍKA - Þetta hefur verið viðburðaríkt ár hjá þér og vinsældir sveitarinnar hafa aldrei verið meiri. Hvað stendur uppúr? „Við erum búin að spila á fullt af áhugaverðum stöðum og tónlistarhátíðum og hitta fullt af góðu
fólki. Það hefur kannski staðið mest uppúr á árinu. Mér finnast ferðalögin ótrúlega skemmtileg í heild sinni. En að koma til Japan og Suður Ameríku stóð kannski helst uppúr. Það eru ekki staðir sem maður fer oft á í lífinu. Ég vona hinsvegar að ég fái að fara þangað oftar. - Hvernig er „lífið í ferðatöskunni“, að vera á endalausu flakki um heiminn? „Ég er búin að venjast því furðulega vel. Ég viðurkenni þó hvað ég er löt við að pakka uppúr og í töskuna. Það venst seint. En annars kann ég vel um mig á þessu flakki. Við sofum yfirleitt í rútu og mér þykir bara nokkuð þægilegt að láta rugga mér í svefn á kvöldin. Mér þykir svo skemmtilegt að vakna alltaf á nýjum stað og þurfa að láta heilan vinna vinnuna sína og reyna að ráða það hvernig maður fer nú eiginlega að því að rata á nýjum stað“.
GÓÐAR ÆSKUMINNINGAR Nanna Bryndís er úr Garðinum og segir í samtali við Suður með sjó að sér þyki mjög vænt um æskuminningarnar sínar úr Garðinum. „Þegar ég horfi til baka þá finnst mér frábært að ég fékk að alast upp þarna. Ég átti nokkra góða vini þarna sem barn og unglingur. Ég, Sigurður Freyr og Daníel Valur vorum nokkuð gott þríeyki lengi og brölluðum ýmislegt skrítið. Við vorum oft á hjólabrettum og bjuggum til stuttmyndir, gerðum símaat í fólki og rændum kandísmolum úr kennaraskrifstofunni í Gerðaskóla,“ segir Nanna Bryndís og bætir svo við: „Æj, ég á kannski ekki að viðurkenna svona. Ég kaupi meira handa ykkur kæru kennarar“. -Hvernig gengur að halda sambandi við æskufélagana þegar þú ert á öllu þessu flakki? „Einn af mínum bestu vinum er æskuvinur minn
IST NL TÓ
NANNA BRYNDÍS HILMARSDÓTTIR SÖNGKONA HLJÓMSVEITARINNAR OF MONSTERS AND MEN
úr Garðinum og svo þykir mér alltaf að ótrúlega gaman að hitta krakkana sem ég ólst upp með en því miður gerist það alltof sjaldan“. Hljómsveitin hennar Nönnu Bryndísar, Of Monsters and Men, er í smá pásu frá spilamennsku eins og er. Sveitin mun þó koma saman aftur til æfinga í janúar og ný plata þegar sveitin hefur viðað að sér nægu efni. Þó svo sveitin sé í pásu þá er ekki þar með sagt að Nanna Bryndís sitji auðum höndum. „Nei, ég er að flytja inn í nýja íbúð svo ég verð örugglega mjög upptekin við það, annars ætla ég að reyna að eyða sem mestum tíma um jólin með fjölskyldu og vinum, kannski panikka aðeins yfir jólagjafakaupunum, borða svo alltof mikið og svo ætla ég að reyna að slappa af þar á milli,“ segir söngkonan úr Garði í samtali við Suður með sjó. - HBB
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
og farsæld á nýju ári með þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.
og farsæld á nýju ári með þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.
og farsæld á nýju ári með þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.
Knattspyrnufélagið Víðir, Garði
Lionsklúbburinn Garður
Björgunarsveitin Ægir, Garði
gleðileg jól
gleðileg jól
gleðileg jól
Skráning er hafin í nám eftir áramót A Menntastoðir
A Grafísk hönnunarsmiðja
A Grunnmenntaskólinn
A Hljóðsmiðja
A Aftur í nám – nám fyrir lesblinda
A Kvikmyndasmiðja
A Skrifstofuskólinn
A Færni í ferðaþjónustu I og II
A Tölvur og samskipti
Minnum á ókeypis náms- og starfsráðgjöf fyrir alla! Skráning og nánari upplýsingar hjá MSS í síma 421 7500 eða á www.mss.is
MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM
12
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
LÍF TA LIS
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
l ó j g e l i ð gle og farsæld á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
BRAGI EINARSSON ER MEÐ VINNUSTOFU AÐ SUNNUBRAUT 4
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
l ó j g e l i ð gle og farsæld á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
l ó j g e l i ð gle og farsæld á nýju ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Listamaðurinn þrífst á umhverfi sínu E ftir að hafa verið með mörg járn í eldinum ákvað Bragi Einarsson að forgangsraða í í lífinu. Nú hafa fjölskyldan, vinnan og málaralistin forgang hjá Braga en annað hefur verið lagt til hiðar en Bragi hefur verið liðtækur söngvari í kórum á svæðinu. Þó verður að segja að málaralistin skipi mjög stóran sess í lífinu því auk þess að verja löngum stundum á vinnu stofu sinni í Garði, þá er Bragi kennari á listnámsbraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Lista- og menningarfélagið í Garði hefur aðstöðu í svokölluðu Listahorni að Sunnubraut 4 í Garði og þar er Bragi með vinnustofu sína þar sem hann vinnur að olíumálverkum í ýmsum stærðum. Á veggjum vinnustofunnar má svo sjá afrakstur vinnunnar í olíuna síðustu tíu árin eða svo. Bragi hefur verið að fást við olíumálverk í um 15 ár en áður fékkst hann meira við vatnslitamyndir. Hann segist enn taka í vatnslitina og er einnig að vinna með akrílliti en olían hafi núna yfirhöndina. Olíumálverkinu fylgi reyndar meiri sóðaskapur og það kalli á meira pláss. Bragi segir að viðfangsefnin séu svipuð í vatnslita- og olíumyndum. Húsin og landslagið séu á báðum stöðum. Hins vegar hafi hann farið meira út í að mála fígúrur ýmsiskonar eftir að hann fór að einbeita sér að olíumálverkinu. DRAMATÍSKAN HIMINN VIÐ GAMLA VITANN Bragi segist ekki fylgja neinum tískubylgjum þegar kemur að málverkinu eða viðfangsefnum. Hann segir gamla vitann á Garðskaga þó alltaf vera vinsælan og sýnir blaðamanni málverk af vitanum sem hann hefur verið að vinna í á fimm ára tímabili. Hann sé alltaf að betrumbæta myndina, breyta litum og samsetingum, þó svo formin séu áfram eins. „Mér þykir skemmtilegra að vera með dramatískan himinn í myndum, frekar en heiðbláan sumarhiminn, svona póstkortamynd,“ segir Bragi og brosir. Hann segir skýjafarið yfir Faxaflóa oft vera ótrúlega skemmtilegt og það rati stundum í myndirnar. Bragi fangar oft viðfangsefni sín í ljósmyndir. Hann segist styðjast við formin úr ljósmyndinni en litina túlki hann eftir eigin höfði og geri þá sterkari og setji meiri hita í myndirnar. KLIPPIMYND AF CLINT EASTWOOD VERÐUR TIL Þegar blaðamaður heimsótti Braga á vinnustofuna var hann að leggja lokahönd á mynd af rekaviðardrumbum og þá voru myndir af mosa í vinnslu. Þá vakti risastór klippimynd af Clint Eastwood athygli þar sem hún hangir á hvítum
vegg á vinnustofunni. „Erró-mynd“ myndu margir kalla verkið en hann er svo sem ekki einn um þessa gerð myndlistar. „Erró hefur engan rétt á klippimyndum, frekar en Ásgrímur Jónsson á landslaginu,“ segir Bragi. Hann segist eiga eftir um 20 vinnustundir í klippimyndinni og sé að leggja grunninn að fleiri slíkum myndum en ætli að þróa tæknina við vinnslu þeirra áfram. MENNING ER EINS OG SVAMPUR Framundan segir Bragi sé að hreinsa hugann og klára þau verk sem eru í vinnslu. Spurður um menningar- og listalífið á Suðurnesjum þá segir Bragi að honum leiðist matreidd menningarstarfsemi og hann segir menninguna aldrei verða ríkari en fólkið í byggðarlanginu. „Menning er eins og svampur. Hann er þarna og ef hann fær ekki vökvun, þá þornar hann upp. Maður þrífst á umhverfinu sem maður er í. Ef það veitir ekki vökvun, þá koðnar allt niður. Við verðum að vera víðsýnni í þeim möguleikum sem við höfum í listum og menningu. Það er fullt af fólki hér á svæðinu sem getur gert alveg ótrúlega hluti, en það er með þetta fólk eins og svampinn, því líður eins og svampnum sem er orðinn þurr, því samfélagið nær ekki að vökva það. Það fær ekki samfélagslega örvun. Sem listamaður þarf maður á þessari örvun að halda til þess að það verði einhver þróun. Annars er maður bara að hjakka í sama farinu,“ sagði Bragi Einarsson, myndlistarmaður í Garði að lokum. - HBB
OPIN VINNUSTOFA FYRIR LISTAFÓLK EListahornið að Sunnubraut 4 er opin vinnustofa fyrir félagsmenn í Lista- og menningarfélaginu í Garði. Þar eru nú þeir Bragi Einarsson með sína málaralist og Guðmundur Magnússon, Guðmundur í Garðinum, að vinna í verkefnum Steinboga, kvikmyndagerðar. Aðstaðan er opin öllum en ákveðanar umgengnisreglur gilda, segir Bragi Einarsson. Í aðstöðunni má einnig
halda námskeið og fundi. T.a.m. hefur Norræna félagið í Garði nýtt aðstöðuna í fundarhöld. Tvisvar hafa verið haldin barnanámskeið í myndlist, svo eitthvað sé nefnt. Í samtali við Suður með sjó segir Bragi Einarsson að í Garði sé fullt af fólki að dunda sér við listir en sé svolítið í felum með það sem það er að taka sér fyrir hendur. Með því að ganga í Lista- og menningarfélagið í Garði fái fólk aðganga að vinnustofunum að Sunnubraut 4.
14
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
HÖ
GUFFA skop!
UN NN
Ipadinn
EÉg bað konuna mína um að rétta mér Morgunblaðið. „Ekki vera svona gamaldags,“ svaraði hún. „Þú getur fengið lánaðan iPadinn minn.“ Það má svo sem deila um hvort þessar tækninýjungar séu eitthvað framfaraskref en flugan steindrapst við fyrsta högg!
Tengadamamma EHjón voru að fara út að djamma til að halda uppá afmæli konunnar. Þegar þau eru að gera sig klár til brottfarar, skýst köttur inn í húsið. Í sömu andrá kemur leigubíllinn. Þau vildu auðvitað ekki að ókunnugur köttur hlypi um allt hús á meðan þau voru í burtu, svo maðurinn fer aftur inn til að ná honum, en konan fer í leigubílinn. Konan vildi auðvitað ekki heldur að leigubílstjórinn vissi að húsið væri tómt, svo hún segir: „Hann kemur eftir smá stund, hann er bara að kveðja mömmu.“ Nokkrum mínútum seinna kemur maðurinn inn í bílinn: „Afsakið hvað ég var lengi, helvítis kvikindið var búið að skríða undir hjónarúm.. þurfti að pota með herðatré undir rúm til að ná helvítinu undan!“
Bílastæðið EJón var niðri í bæ og gekk illa að finna bílastæði. Jón var trúaður og leit til himins og sagði: „Góði Guð, hjálpaðu mér núna. Ef þú finnur fyrir mig bílastæði skal ég fara í messu á hverjum sunnudegi það sem eftir er, ég skal hætta að drekka.“ Skyndilega, eins og fyrir kraftaverk, birtist bílastæði beint fyrir framan Jón. Hann lítur til himins og segir: „Gleymdu þessu. Fann stæði!“
Dauður hundur EMexíkani kom æðandi inn á bar í Bandaríkjunum og kallaði yfir gestina: „Hver á Rottweiler hundinn sem er bundinn við tréverkið hérna fyrir utan?“ „Ég á hann,“ var svarað á móti. „Chihuahua hundurinn minn hefur víst drepið hann.“ „Hvernig í ósköpunum vildi það til?“ „Hann stóð í honum.“
ndað við Útskriftarverkefnið my Maríu af um ðin Gar í ólm Litla-H . tur dót ars Rún Guðrúnu
Rakel Sólrós framan við nýopnaða Monki verslun í Osaka í Japan.
RAKEL SÓLRÓS ER AÐSTOÐARHÖNNUÐUR HJÁ MONKI, DÓTTURFYRIRTÆKI H&M
Hannar fatnað fyrir ungar konur
+ „Halla dress“ nefndur eftir mömmu Rakelar. , Köflótt skyrta sem Rakel Sólrós hannaði og seldist mjög vel.
- KJÓLL OG TOPPUR BERA NÖFN ÚR GARÐINUM
R
akel Sólrós, er 26 ára og ólst upp í Garðinum. Hún býr í dag í Gautaborg í Svíþjóð með Alexander Dan, unnusta sínum og starfar sem aðstoðarhönnuður hjá Monki, fyrirtæki sem er með yfir 60 verslanir um allan heim og sem miðar að því að hanna fjölbreyttan fatnað fyrir ungar konur sem eru ekki hræddar við að sýna persónuleika sinn. Foreldrar hennar eru Jóhann Sigurður, „Siggi smíðakennari“ í Gerðaskóla og Halla Sjöfn, sem hefur starfað á næturvöktum á Garðvangi í 30 ár, sem hlýtur að vera bæjarmet. Þá á Rakel tvo bræður; Andra Þór sem býr í London, að læra grafíska hönnun og Guðmund Örn, hugbúnaðarverkfræðing hjá Handpoint í Reykjavík. Afi hennar var Víglundur Guðmundsson, góður vinur Unu í Sjólyst og svo dreifast börn hans og Ólafar Karlsdóttur um Garðinn og Reykjanesbæ. - Hvað kom til að þú skelltir þér í hönnunarnám við Listaháskóla Íslands? „Eftir Gerðaskóla fór ég í eitt ár í FS. Skólinn heillaði mig ekki og ég naut mín ekki. Mér fannst eins og allir ættu að falla í ákveðið mót sem ég passaði ekki í. Því ákvað ég að fara í Menntaskólann við Hamrahlíð sem endaði
með að vera besta ákvörðun lífs míns. Ég var á félagsfræðibraut en tók líka myndlistarkúrsa og hannaði föt sem voru sýnd á litlum tískusýningum í skólanum. Við útskrift þá setti ég saman portfolio og sótti um í Listaháskóla Íslands. Ég gleymi því aldrei þegar pabbi hringdi og las bréfið fyrir mig þar sem stóð að ég hafði komist inn. Næstu 3 ár fann ég svo innilega að ég var komin á réttan stað í lífinu. Skólinn tók yfir lífið en það var yndislegt. Ég nýtti hvert tækifæri til að koma mér áfram og fór í tvö starfsnám á meðan náminu stóð, í París og New York. Þarna átti maður frábærar en líka erfiðar stundir sem hafa mótað mig sem manneskju,“ segir Rakel Sólrós í samtali við Suður með sjó. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands vorið 2010 starfaði Rakel Sólrós svo hjá Farmers Market í eitt ár sem verslunarstjóri og aðstoðaði líka Bebbu, yfirhönnuð. „Yndislegt fyrirtæki samansett af yndislegu fólki. Svo flutti ég til London haustið 2011 á vit ævintýranna,“ segir hún. „Í London vann ég fyrir framleiðslufyrirtæki sem sérhæfði sig í að hanna fyrir Topshop, Primark og fleiri verslanir. Um helgar fór ég og keypti ég mér oft föt í Monki, sem hafði þá nýlega opnað á Carnaby Street. Einn daginn var ég að skoða föt á heimasíðunni þeirra og þá sá ég starfið auglýst. Ég sagði við Alexander: „Hvað ef við flytjum til Gautaborgar og ég fer að hanna fyrir Monki?“ Hann var strax mjög jákvæður fyrir hugmyndinni. Ég sótti um sumarið 2013, fór í dagsferð til Gautaborgar í viðtal og sýndi þeim hönnunarverkefni sem ég hafði hannað sérstaklega fyrir þau. Viðtalið gekk vel en þau sögðust munu halda áfram að taka viðtöl út ágúst. Ég hugsaði: „Ókei, það mátti allavega reyna“. Mánuði síðar fékk ég símtal í hádegishléinu mínu í London og það var yfirhönnuður Monki sem bauð mér starfið. Ég sagði starfinu mínu lausu í London og var komin til Gautaborgar tveimur vikum seinna. Rakel Sólrós var alls ekki eini umsækjandinn um þau störf sem hún sóttist eftir. Hundruðir umsækj-
enda voru um bæði störfin. „Ég mun svosem aldrei vita afhverju ég fékk starfið framyfir einhvern annan en ég held að ég hafi bara verið rétta manneskjan á réttum tíma. Ég var auðvitað yfir mig glöð en svo auðvitað líður nýjabrumið af og nú finnst mér þau heppin að hafa mig,“ segir hún brosandi. - Kveiknaði áhuginn á fatahönnun við saumavélina eða í skissubókinni? „Algjörlega bæði. Ég teiknaði mikið föt þegar ég var lítil, sem þróaðist í að ég fór að sauma föt á Barbie dúkkurnar, sem þróaðist í að ég keypti fyrstu saumavélina þegar ég var 12 ára sem ég nota enn í dag“. - Segðu mér aðeins frá Monki og því sem þú ert að gera þar? „Monki er fyrirtæki í eigu H&M. Önnur fyrirtæki í eigu H&M eru t.d. Weekday, Cos, & Other Stories. Þetta eru allt sjálfstæð fyrirtæki en undir hatti H&M sem gerir minni fyrirtækjum kleift að nota sömu framleiðsluaðila og vinnuaðferðir. Það sem ég geri hjá Monki er að aðstoða við hönnun og sköpun TREND línunnar. Ég vann að skyrtum og kjólum í eitt ár en flutti nýlega yfir í jersey- og prjónadeildina. Það sem ég geri dagsdaglega er að teikna tækniteikningar að t.d. peysum, bolum og buxum, ásamt því að greina hvað er í tísku með því að skoða allskonar heimasíður og tímarit. Inn á milli eru líka sölufundir, hönnunarfundir og aðrir fundir. Fjölbreytnin er svo mikil og fólkið er svo skemmtilegt að dagurinn líður hjá án þess að maður taki eftir því“. - Fatnaður sem þú hannar fyrir Monki ber m.a. nöfn kvenna úr Garðinum. „Já, við nefnum flíkurnar alltaf kvenmannsnöfnum og þegar ég byrjaði þá notaði ég oft íslensk nöfn á fjölskyldu og ættingjum. Þess vegna hefur kjóll sem er kominn í verslanir sem ég hannaði fengið nafnið Halla eftir mömmu minni. Einnig nefndi ég topp eftir Hafrúnu frænku minni. Svona mætti lengi telja“. - Hvað er framundan hjá þér? „Monki tekur langmestan tíma minn enda er ég svo heppin elska vinnuna mína en annars erum við Alexander að fara gifta okkur sumarið 2014 þannig við erum byrjuð að plana það,“ segir Rakel Sólrós í viðtali frá Gautaborg við Suður með sjó. - HBB
BLUE LAGOON UNDIR JÓLATRÉÐ
JÓLAPAKKAR
GJAFAKORT
SÖLUSTAÐIR
Veldu úr mismunandi jólagjafahugmyndum Bláa Lónsins. Verð frá 4.900 kr
Þú velur upphæðina. Gjafakortinu er pakkað í fallega öskju og gildir fyrir alla vöru og þjónustu
Verslun Blue Lagoon Laugavegi Verslun Bláa Lóninu Vefverslun bluelagoon.is Verslun Leifsstöð Hreyfing Glæsibæ
16
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
PÉTUR BRAGASON ER VERKFRÆÐÆINGUR ÚR GARÐINUM
Maður á ekki að drauma sína up P
ÉTUR BRAGASON er 38 ára Garðbúi, sonur Braga Guðmundssonar og Valgerðar Þorvaldsdóttur. Pétur er því Grindvíkingur í föðurætt og Garðbúi í móðurætt. Hann býr í Garðinum og hef búið þar stærsta hlutann af sínu lífi. Hann segir fara mjög vel um sig og sína fjölskyldu í Garðinum þar sem hann er í sambúð með Birtu Ólafsdóttur þroskaþjálfa. Birta er frá Egilsstöðum en á ættir sínar að rekja til Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Ísafjarðar. Þau eiga tvo góða og duglega stráka, Ólaf Jóhann 11 ára og Braga Val 7 ára sem eru miklir gleðigjafar. Helstu áhugamál fjölskyldunnar eru hestamennska, fjölskyldan, vinnan, ferðalög og fótbolti. Pétur er í viðtali við SUÐUR MEÐ SJÓ.
Bræðurnir Bragi Valur og Ólafur Jóhann virða fyrir sér elgskálf.
„Fyrstu minningarnar úr vinnunni hjá pabba eru að moka skurð við bensínsjoppuna og að þrífa fokheldan kjallarann í íþróttamiðstöðinni, moka sementsdrullunni í fötu og hífa upp með kaðli um stigagatið. Þá var ég 7 ára,“ segir Pétur þegar hann rifjar upp fyrstu skrefin í vinnu fyrir pabba sinn, Braga smið í Garðinum. „Það var frábært að vinna með pabba sínum og við unnum mörg skemmtileg verkefni. m.a. við íbúðarhús forseta Íslands á Bessastöðum með afa og Magga frænda í Grindavík. Það voru margir skemmtilegir vinnufélagar og svo fékk maður tækifæri á að vinna með mönnum eins og Guðna á Garðsstöðum eitt sumarið við að bora, sprengja og skutlast smá með í bláa trukknum. Það var ógleymanlegt. Mér fannst þá skemmtilegast að slá upp, járnabinda, steypa og rífa utan af. Ég hafði í þá daga ekki mikla þolinmæði. Teddi vinur minn í Garðinum þekkir það. Ég hef lært þolinmæði í dag“. FANNST SKYNSAMLEGT AÐ LÆRA MEIRA Pétur segir að það eigi vel við sig að smíða, teikna og reikna og sér finnast það mjög skemmtilegt. „Ég lærði húsasmíði og langaði að vinna við það í framtíðinni með pabba mínum. Ég hryggbrotnaði í vinnunni
þegar ég var 22 ára og fannst þá skynsamlegt að læra meira ef líkaminn á endast vel fram á síðasta dag í krefjandi vinnu. Byggingageirinn krefst líka í dag meiri menntunar og víðari þekkingar en áður. Ég valdi því að fara til Kaupmannahafnar í verkfræði, víkka sjóndeildarhringinn og sjá aðeins heiminn í leiðinni. Ein allra besta ákvörðun sem ég hef tekið hingað til“. Þegar Pétur kom heim frá Kaupmannahöfn starfaði hann hjá Grindavíkurbæ sem yfirmaður tæknideildar í 18 mánuði á sama tíma og hann var að klára skólann. „Það var hálfgert brjálæði að vera nánast reynslulaus verkfræðinemi í nýjum aðstæðum, vera ekki búinn að ljúka námi, koma upp fjölskyldu og vinna svo ábyrgðar- og umfangsmikið starf á miklum þenslutímum. Ég lærði mjög mikið á stuttum tíma, bæði um mig og annað fólk og fullorðnaðist hratt. Ég mæli ekki með þessari hraðsuðu aðferð en kynntist mörgum góðum Grindvíkingum. Ég þarf mitt frelsi til að blómstra og nýta það sem best sem í mér býr,“ segir Pétur sem ákvað því að segja upp og stofna verkfræðistofuna Verkmátt í febrúar 2008. „Ég varð kátari og skemmtilegri fyrir vikið,“ segir hann og brosir. - Hvernig er fyrir ungan mann að fara út í fyrirtækjarekstur? „Verkfræðistofan Verkmáttur er skemmtilegt, en mjög krefjandi verkefni. Ég er búinn að læra mjög mikið á þessu og það hafa verið margar svefnlausar og áhyggjufullar nætur undanfarin ár. Er krefjandi andlega og líkamlega á erfiðum tímum. Þessi reynsla er hins vegar frábært veganesti fyrir framtíðina og mun reynast mér vel. Ég hef hins vegar sofið vel á þessu ári og er mjög heilsuhraustur. Ég var lengst af með þrjá starfsmenn og unnum við mörg skemmtileg verkefni sem við getum verið mjög stoltir af, m.a. Hópsskóli í Grindavík, stækkun Gerðaskóla í Garði, hausaþurrkun Háteigs á Reykjanesi, fiskverknun í Sandgerði og viðbyggingu við íþróttamiðstöðina í Garði“. SÉRHÆFIR FYRIRTÆKIÐ Í VERKEFNASTJÓRNUN MANNVIRKJA - Hvað kom til að þú tókst að þér þessa vinnu í Noregi? Rekstur Verkmáttar var mjög þungur 2009 og 2010 sem vannst of hægt til baka. Ég greip ekki rétt
og nógu hratt inn í þá og var einfaldlega að renna út á tíma. Ég varð að fá eins örugga rekstrarafkomu og hægt svo að fyrirtækið væri orðið aftur fjárhagslega sterkt. Það er grunnforsendan fyrir farsælu fyrirtæki og geta byggt upp til framtíðar. Reksturinn hefur gengið mjög vel á þessu ári og sama verður á næsta ári. Ég verð búinn að ná þessu langþráða markmiði mínu næsta sumar og keppist við að ná því eins hratt og ég get. Það verður sigurtilfinning sem ég ætla að njóta“. Pétur sagði öllum starfsmönnunum verkfræðistofunnar upp í lok desember 2012 og er eini starfsmaður Verkmáttar í dag. „Það var erfið en rétt ákvörðun. Öll aðstaða er ennþá til staðar í Garðinum við Heiðartúnið en er lítið notuð í augnablikinu. Verkmáttur vinnur svo sem undirverktaki fyrir norska vandaða og mjög trausta verkfræðistofu og er í dag með samning um verkefni fram til í apríl-mánaðar 2017. Ég get svo unnið meira eftir það ef ég vill í Noregi“. Pétur hefur endurskoðað rekstur Verkmáttar mjög vel á þessu ári og hefur m.a. ákveðið að sérhæfa fyrirtækið í verkefnastjórnun mannvirkja og það mun starfa bæði í Noregi og á Íslandi. Nafni Verkmáttar ehf. var breytt í samræmi við þetta í Variant ehf. til þess að henta betur á erlendum markaði og nafnið er líka mun þjálla og þægilegra. Þá var ný heimasíða var gerð og fleira í þeim dúr. „Fyrirtækið mitt fékk Evrópuverðlaun í Frankfurt fyrr á þessu ári fyrir vönduð vinnubrögð sem var góð upplifun. Þetta er því á skemmtilegra réttri leið“. Pétur segir að starfsmönnum fyrirtækisins verði fjölgað aftur þegar það er tímabært og byggt verður upp á réttan hátt afburðar fyrirtæki, sterkt, vandað og spennandi. STÝRIR STÓRUM VERKEFNUM - Hvaða verkefni er þetta sem þú ert að vinna að í Noregi? „Þetta eru fyrst og fremst tvö verkefni sem ég vinn í. Það fyrra er hönnunarstjórnun á mjög vönduðum 9600 m2 grunnskóla í Bergen sem er byggður eftir umhverfisvænum stöðlum og er sérstaklega hannaður fyrir heyrnarlausa. Fullnaðarhönnun er á seinustu metrunum og framkvæmdir eru hafnar við niðurrif á eldri byggingu
Pétu verkf stóru verke
17
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
að gefa upp á bátinn Pétur Bragason verkfræðingur stýrir stórum byggingaverkefnum í Noregi og uppbyggingu nýs vegar að skólanum. Framkvæmdakostnaður er ca. 8,5 milljarður króna. Það hefur verið krefjandi og lærdómsríkt verkefni. Hitt verkefnið sem ég er í, þá er ég verkefnastjóri yfir þremur stórum verkefnum fyrir Hå kommune sem er rétt fyrir utan Stavanger. Framkvæmdakostnaður fyrir þessi þrjú verkefni er samtals ca. 23 milljarðar króna. Fyrsta verkið er hafið af því og það er óvenju vandaður 7400 m2 grunnskóli með sér aðstöðu fyrir fatlaða. Við erum núna í forhönnun og frágangi á deiliskipulagi. Verkið verður jafnvel stækkað verulega en ákvörðun verður tekin um það í desember. Skólinn mun kosta á bilinu 8 til 9,5 milljarða eftir því hvað verður valið að bæta við verkið. Framkvæmdir hefjast svo næsta sumar. Svo bíður annar minni grunnskóli og myndarlegt menningarhús sem er aðeins byrjað að undirbúa. SKILUR VEL ÞÁ SEM SETJAST AÐ Í NOREGI - Hvernig er að vera í Noregi? „Noregur er frábært land og ég skil vel þá sem setjast hér að. Ég bjó í Bergen á gistiheimili frá október til desember 2012 og síðan deildi íbúð í Bergen frá janúar 2013 til apríl 2013. Bergen er mjög flottur bær, líflegur og fallegur. Síðan í apríl hef ég unnið á tveimur stöðum, er jafnan í Hå kommune fyrri part vikunnar og svo fimmtudaga og föstudaga í Bergen. Í Bergen sef ég á gistiheimili en er á skrifstofu við sjóinn þess á milli. Í Hå kommune leigi ég nýtt lítið raðhús í 6000 manna bæ sem heitir Nærbø. Þetta svæði er mjög huggulegt, allt grænt og flatt,
fullt af fallegum sveitabæjum, gamlir hlaðnir grjótgarðar, hjóleiðarstígar út um allt, vinalegt og duglegt fólk, stutt í sjóinn og hvít sandstönd og svo er ég 40 mínútur í miðbæ Stavanger. Ég er svo með vinnuaðstöðu á bæjarskrifstofunum. Milt og gott veður og mikill velsælt hjá íbúum. Allt óvenju snyrtilegt og fólk eldist áberandi vel og er jafnan í góðu formi. Það er mikið lagt upp úr íþróttum og útivist og meira að segja íslenskir hestar stutt frá. Þetta er svona stækkuð og nútímalegri mynd af Garðinum,“ segir Pétur brosandi. VINNUR LANGAN VINNUDAG - Hvernig er venjulegur vinnudagur hjá þér? „Síðan í byrjun apríl, fyrir utan sumarfríðið í sumar, þá fer ég jafnan á fætur kl. 05:00. Tek lest í vinnuna og byrja að vinna kl. 06:00 þegar ég er í Hå en 06:30 þegar ég er í Bergen. Ég geng í vinnuna í Bergen. Ég hef farið með flugi eða ferju á milli Stavanger og Bergen þegar þess þarf. Ég vinn langan vinnudag sex daga í viku. Ég hef verið heima á Íslandi ca. eina viku í mánuði undanfarið og vinn þá aðeins þá líka. Tek t.d. videofundi til Bergen frá Reykjavík. Vinnan mín er nær öll við tölvu eða fundarborð. Þar geri ég hinar ýmsu áætlanir og fylgi þeim eftir, reka á eftir hinum ýmsu verkum, fer yfir reikninga, geri samninga og útboðsgögn, fer yfir gögn frá hönnuðum og brátt verktökum, stýri fundum, skrifa fundargerðir og tölvupósta, samræmi áætlaðar framkvæmdir með tengdum aðilum, leita að göllum, áhættu og mögulegum vandamálum sem geta
num, Ólafi ásamt eldri syni Pétur og Birta u fundu á þa m se darlegan elg yn m ð vi i, ar. nn ha Jó oreg síðasta sum ferð sinni um N
komið upp við hönnun, framkvæmd og rekstur byggingana. Vinnudagurinn krefst mikillar einbeitningar, sérstaklega vegna þess að hann er langur og allt er á norsku. Þá reynist mér vel að borða hollt jafnt og þétt yfir daginn og leysa það sem kemur upp með jafnaðargeði. Góð tónlist, nóg að borða og drekka, heyra aðeins í fjölskyldunni og bros á vör gefur gæfumuninn. Eins og staðan er í dag þá mun ég brátt vinna styttri vinnudaga í Noregi og vera nær eingöngu í Hå kommune og á Íslandi“. - Kemur þú til með að fylgja þessu verkefni til loka í apríl 2017? „Já líklegast, ég mun þá gera það sjálfur og/eða með mönnum frá mér. Ég get unnið þetta meira heimanfrá í framtíðinni og verið mun meira heima. Tíminn og aðstæður á Íslandi verða að leiða það aðeins í ljós en ég vill helst af öllu vera sem mest á Íslandi“. Verkfræðistofan Efla eru verkfræðihönnuðir að skólanum í Bergen með aðstoð verkfræðistofunar Verkís. Pétur hefur átt mjög góð samskipti við þá og þeir eru færir í sínu fagi að hans sögn. „Verkfræðistofan Mannvit mun vinna í nýja skólanum í Hå kommune, og vinna þeirra hófst í lok október. Mér lýst vel á samstarfið og góðar íslenskar verkfræðistofur eru að hasla sér völl í Noregi“. NÆSTA MÁL AÐ FÁ SPENNANDI VERKEFNI Á ÍSLANDI - Eru önnur verkefni þarna sem freista þín? Sérðu fyrir þér að setjast að í Noregi til lengri tíma? „Ég er með nóg að verkefnum í bili í Noregi. Næsta mál er á fá spennandi verkefni á Íslandi. Við ræddum það í sumar um að flytja til Noregs. Það er hægt að lifa mjög góðu og heilbrigðu fjölskyldulífi í Noregi, vinna í mjög spennandi verkefnum í góðu starfsumhverfi og hafa góðan tíma til að hugsa vel um sig og sína. Góðir framtíðarmöguleikar fyrir alla og í raun rökréttasta valið. Ég vill hins vegar helst af öllu búa á Íslandi og vinna sem mest á Íslandi og standa mig vel þar, vera með fjölskyldu og vinum, fara í hestaferðir og útilegur. Njóta náttúrunnar. Það er minn draumur og maður á ekki að gefa drauma sína upp á bátinn. Verkefnin geta hins vegar verið í báðum löndum í framtíðinni ef maður vill það og það þarf þá að stilla sjálfan sig og fyrirtækið eftir íslenskum sveiflukenndum aðstæðum“. DRENGIRNIR HAFA FORGANG Í MÍNU LÍFI - Þú hefur verið einn úti án fjölskyldunnar. Hvernig er það? „Ég vill helst alltaf vera með Birtu og
Pétur er að vinna að verkefnum í Bergen og í Hå kommune sem er rétt fyrir utan Stavanger. Þetta eru stór verkefni og framkvæmdakostnaður við þau er um 23 milljarðar króna. strákunum mínum. Drengirnir mínir eiga að hafa forgang í mínu lífi. Vinnan hefur þó verið ráðandi undanfarin ár. Það var erfitt tímabil fyrir alla, sérstaklega seinasta vetur þegar ég kom mjög sjaldan og lítið heim. Þetta var ekki lífið sem maður ætlaði sér og þurfti í raun að skoða allt lífið upp á nýtt. Sjómenn eru hins vegar vanir þessu og þetta er það sem þeir hafa þurft að gera í áratugi veltandi úti á ballarhafi. Ég sit við skrifborð. Þau voru svo hjá mér í sumar, við gerðum margt skemmtilegt og það var frábært“. - Hvað gerir þú þá í frístundum þínum úti þegar þú ert án fjölskyldunnar? „Í frístundum fer ég í langa hjólreiðatúra sem er mjög hressandi að fá ferskt loft í lungun, fer í ræktina, í bíó, á kaffihús, og horfi stundum á leiki United í enska boltanum á rólegum pöbb. Ég hvíli mig, safna orku og elda mat. Seint á kvöldin er það svo að horfa á einstaka íslenska sjónvarpsþætti á netinu eins og Landann, fara á netið og heyra í fjölskyldunni gegnum Facetime. Ég er svo að auka tímann aftur í ræktinni núna og ætla að æfa vel í vetur“.
FÁTT SKEMMTILEGRA EN AÐ RÆKTA SINN DRAUMAHEST - Ertu ekkert að sakna hestamennskunnar? „Mér finnst hestamennska frábær íþrótt og útvist ef hún er á skynsömum og heilbrigðum nótum. Hestamennska er mjög gefandi og ég hef átt ógleymanlegar stundir á hestbaki. Ég hef ekki stundað hana nógu mikið undanfarin ár fyrir utan smá hrossarækt. Það er fátt skemmtilegra en að reyna að rækta sinn draumahest, viljugan fallegan fimmgangshest sem getur allt. Hest með rými og bein í nefinu sem gefur manni gæsahúð og getur borið mig alla leið í kaffi til Raufarhafnar. Hrossin mín eru að batna hratt, aðstaðan og félagsskapurinn er frábær á Mánagrund og samverustundirnar verða fleiri með fjölskyldunni og hestunum í framtíðinni,“ segir Pétur Bragason, verkfræðingur úr Garðinum við SUÐUR MEÐ SJÓ.
HILMAR BRAGI BÁRÐARSON RÆDDI VIÐ PÉTUR BRAGASON
18
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
BÍÓ
V
LÍF
ið heyrum reglulega af Hollywoodkvikmyndum sem eru teknar upp hér á Íslandi. Hitt vitum við ekki að Kristín Júlla Kristjánsdóttir úr Garðinum hefur unnið við flest af þessum verkefnum. Þá fara flestir til Hollywood að leita sér að vinnu í Mekka kvikmyndabransans. Hollywood ákvað hins vegar að koma til Kristínar. Á haustdögum 2012 mætti nefnilega Ben Stiller með allt sitt lið í Garðinn til að taka upp nokkur atriði í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Kristín sá um förðun og gervi í myndinni. Hún er búsett í Garðinum og gat því í nokkra daga labbað heiman frá sér á Hollywood-settið.
Ben Stiller fyrir miðri mynd við tökur í Garði haustið 2012.
Kristín Júlla „á setti“ þegar unnið var að tökum á mynd Ben Stiller.
Tónlist úr Garðinum endaði í mynd Ben Stiller KRISTÍN JÚLLA KRISTJÁNSDÓTTIR ER LEIKGERVAHÖNNUÐUR ÚR GARÐINUM VERÐUR OF MONSTERS AND MEN Í MYNDINNI? Kristín Júlla og íslenskir samstarfsfélagar hennar kvöddu Hollywoodstjörnuna Ben Stiller með gjöfum, m.a. úr Garðinum. Meðal annars fékk hann hljómdisk með tónlist Of Monsters and Men sem skartar söngkonunni Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur úr Garðinum. Og viti menn; þegar kynningarstikla úr kvikmyndinni var gefin út nú í haust þá hljómar undir henni tónlistin úr Garðinum. Nú bíða allir spenntir eftir því þegar kvikmyndin sjálf mætir á hvíta tjaldið um jólin hvort tónlistina sé ekki líka að finna þar.
MIKIÐ FRELSI Í PERSÓNUSKÖPUN Kristín Júlla titlar sig sem leikgervahönnuð. Þeir sem fylgjast vel með í Unnið að tökum á Hrauninu við Selatanga austan Grindavíkur. Að ofan er svo Páll Óskar farðaður af Kristínu fyrir hrekkjavökuauglýsingu.
sjónvarpi og kvikmyndum sjá nafn hennar æ oftar á skjánum. Hennar nýjasta verkefni, Fólkið í blokkinni, er nýhætt í sýningum á RÚV. Þar fékk Kristín mikið frelsi við sköpun á persónum þegar kom að hári og förðun. Þá var einnig verið að ljúka upptökum á öðru verkefni, Hrauninu, þar sem Kristín sér jafnframt um hár og förðun. Hraunið er sjálfstætt framhald af Hamrinum sem naut mikilla vinsælda. Þegar Suður með sjó settist niður með Kristínu um miðjan nóvember ætlaði hún að taka því rólega næstu daga og láta lítið fyrir sér fara. Framundan voru þó nokkur verkefni tengd auglýsingum og þá hefur Kristín farðað söngvara fyrir marga af þeim tónleikum sem við þekkjum í aðdraganda jóla. MIKIL KÚNST AÐ FARÐA Það er mikil kúnst að farða leikara fyrir kvikmyndir og skapa hin ýmsu gervi. Kristín hefur t.d. þurft að lesa sig talsvert til um gerð skotsára og annarra áverka, svo þeir líti sem eðlilegast út á skjánum. Þá reynir nýjasta tækni mjög á förðunarmeistara í dag því eftir að farið var að mynda allt í háskerpu, þá er erfiðara að fela allar misfellur. Það er til dæmis stórmál í dag að útbúa gerviskegg á leikara svo það sýnist eðlilegt. Þá hefur Kristín fengið það verkefni að teikna húðflúr á leikara og jafnvel þurft að endurtaka sömu teikninguna í nokkra daga á meðan tökum hefur staðið.
Kristín sér um hár og förðun í sjónvarpsþáttunum Hrauninu.
LANGAR EKKI TIL HOLLYWOOD Kristínu langar ekkert að starfa í Hollywood, því frelsið í íslensku kvikmyndagerðinni er meira. Hér er hún að fást við hár, förðun og brellur ýmiskonar á meðan í Hollywood sá starfar þú bara í hári, bara í förðun eða sérð jafnvel bara um blóð og skotsár. Íslenskt starfsfólk er líka eftirsótt þegar kemur að tökum á erlendum kvikmyndum hér á landi. Eitt stórverkefnið er t.a.m. á leiðinni á hvíta tjaldið. Það er Noah með Russell Crowe og Emma Watson. Kristín leyfði sér að hafna vinnu við myndina og uppskar „Hvað ertu eiginlega að pæla mamma,“ sjá syni sínum. Þess í stað fór Kristín í frí með sonum sínum og fór til Færeyja í brúðkaup hjá vinkonu sinni, Eyvör Pálsdóttur. Kristín veit af tveimur stórum verkefnum við kvikmyndir á næsta ári. Hún hefur þó áhyggjur af því að
framlög til kvikmyndagerðar eru að skerðast, því þeir fjármunir sem varið er til kvikmyndaiðnaðarins hér á landi skila sér margfalt til baka í þjóðarbúið. Þá finnst Kristínu jafnframt leiðinlegt að sífellt sé verið að etja saman listgreinum og heilbrigðiskerfinu. VONARSTRÆTI STENDUR UPPÚR Kristín hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum verkefnum á þessu ári. Hún segir kvikmyndina Vonarstræti standa uppúr og þá sérstaklega ferð til Ítalíu og Sardiníu þar sem lokasena myndarinnar var tekin upp. Hún segir að það hafi verið ótrúlega gaman að koma á þessa eyju þar sem ríka fólkið geymir snekkjurnar sínar. Hún segir eyjuna vera svolitla mafíósaeyju. Fyrst og fremst hafi verkefnið þó verið ögrandi og hafi reynt á hana í gerð leikgerva. - HBB
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
BRUNAVARNIR SUÐURNESJA
19
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
Fleiri ferðamenn Eftir Þórhildi Ídu Þórarinsdóttur
E
f ekkert sérstakt erindi er út í Garð er ekki víst að vegfarandinn stoppi heldur aki í gegnum bæinn, til dæmis á sunnudagsrúnti sínum. Fyrir þá sem ekki vita hvað staðurinn hefur upp á að bjóða er heimsókn hugsanlega sleppt. Garðurinn kemur þó ókunnugum fyrir sjónir sem snyrtilegur bær og gestir sem komu við á nýlegri sýningu einstaklinga og fyrirtækja sáu hve mikil gróska og sköpun leynist í þessu litla samfélagi. Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað talsvert og er þeirri þróun spáð áfram. Nálægð Garðsins við flugstöðina er mikill kostur og byggðarlagið er vel staðsett í því tilliti. Erlendis þykir happ ef gisting fæst innan við 30 mínútna akstursfjarlægðar frá flugvelli. Fyrir erlenda ferðamenn sem tilheyra fjölmennari þjóðum og búa á þéttbýlli svæðum er margt að sækja í Garðinn svo sem víðáttu, kyrrð, strandlengju, fjölbreytt fuglalíf, hugsanlega seli og hvali, berjamó í göngufæri, ört vaxandi safn gamalla muna, prestsetur, vitana tvo, fjölda listaverka um bæinn, mikilfenglegan fjallahring og sjónarspil norðurljósa á heiðskírum frostköldum dögum. Svo ekki sé minnst á mannlífið en maður er manns gaman og hver hefur ekki ánægju af því að kynnast framandi
menningu og siðum? Í desember fylgja margir gömlum jólasiðum og taka upp nýja. Íslensk jólahefð með þrettán jólasveinum og íslenskum matarhefðum, hangikjöti og laufabrauði er meðal þess sem ferðamenn eru spenntir fyrir enda sérstakt og framandi mörgum þeirra. Svo ekki sé minnst á jólaskreytingar sem koma ýmsum skemmtilega á óvart. Það er í lagi að ljóstra upp leyndarmáli sem ég hef átt með strákunum mínum, en það er sú venja að nema staðar við hús eitt og gjóa augunum (ekki of áberandi þó) á þvottasnúru hjá mömmu jólasveinanna. Við höfum komist að því að hún þvær og hengir út fyrir hver jól: treyju, brækur og sokka og leggur frá sér þvottaefnið C-11 við þvottavélina enda eru þeir margir bræðurnir og nóg af óhreinu taui. Þetta er svo einstakt að við höfum rennt framhjá um hver jól, til að sjá hvort mamman hafi ekki örugglega þvegið af jólasveinunum og hengt út í Garðinum. Erlendir ferðamenn sækjast gjarnan eftir upplifun af íslenskri náttúru og afþreyingu. Ég hef ýmsar hugmyndir þar að lútandi en læt duga að nefna að gamli vitinn hefur lokið hlutverki sínu en hann er hægt að nýta til ýmissa hluta, svo sem að útbúa þar ,,Gistingu í Miðju-Atlantshafi“ og væri kjörið að láta hluta ágóðans renna til góðs málefnis. Garðurinn er svæði sem er vert að gera betur skil og laða að gesti þótt ekki væri nema hluta þeirra sem fara daglega um Leifsstöð. Höfundur er MPM-verkefnastjóri.
Opin vinnustofa og gallerý við Kothúsaveg 12 Garði Tek einnig á móti smærri og stærri hópum. Bókið tíma í síma 896 7935
Gallerý Ársól Kothúsavegi 12, Garði
Sjáið vöruúrval á Facebooksíðunni „Gallery Arsol“
20
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
FRÉTTIR úr Garði Garður kaupir Útskála á 12 milljónir króna
Sendum íbúum í Garði og Suðurnesjamönnum öllum okkar bestu óskir um
l ó j g e l i gleð
og farsæld á nýju ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Handavinna í Auðarstofu EHandverið blómstrar í Auðarstofu við Gerðaveg í Garði. Þar stunda heldri borgarar í byggðarlaginu félagsstarf fyrir 60 ára og eldri og eru að fást við handverk ýmiskonar allan veturinn. Afrakstur af starfinu var sýndur á dögunum á skemmtilegri og jólalegri handverkssýningu. Meðfylgjandi myndir voru teknar þar.
E Hömlur, eignarhaldsfélag Landsbankans, hafa samþykkt að taka kauptilboði Sveitarfélagsins Garðs í Menningarsetrið að Útskálum. Um er að ræða gamla prestsetrið en framkvæmdir voru hafnar við að breyta húsinu í menningarsetur. Félag um þá framkvæmd fór í þrot og eignaðist bankinn húsið í framhaldinu. Kauptilboð Sveitarfélagsins Garðs hljóðaði upp á 12 milljónir króna en eignin var auglýst í sumar á 23 milljónir króna. Hömlur, eignarhaldsfélag Landsbankans, hafa samþykkt tilboðið með fyrirvara um samþykki stjórnar. Þá hefur Sveitarfélagið Garður samþykkt að ganga til kaupanna og greitt verði með handbæru fé.
SVEITARFÉLAGIÐ GARÐUR
ÞAKKIR Snemma sumars 2013 gekk ég í gegnum miklar hremmingar. Heilsan brást og ég hafnaði á sjúkrahúsi nær dauða en lífi eftir alvarlega sýkingu í kjölfar sykursýki. Ég fékk hins vegar heimsklassa þjónustu bæði á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi og síðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Til það þakka þessu fólki lífgjöfina efndi ég til söfnunar á meðal vina minna, m.a. í gegnum Facebook. Þar söfnuðust um 500.000 krónur sem voru notaðar til að kaupa leikhúsmiða í Þjóðleikhúsinu fyrir allt hjúkrunarfólkið sem annaðist mig í sumar. Samtals voru þetta 110 leikhúsmiðar. Fyrir afganginn af söfnunarfénu var svo keyptur iPad fyrir slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Spjaldtölvan er ætluð börnum sem leita til móttökunnar. Þessi sama bráðamóttaka tók á móti mér þann 11. júní í sumar. Þar fékk ég rétta greiningu strax og var sendur í ferli sem kallaði á 3 vikna sjúkrahúsdvöl, öfluga sýklalyfjagjöf í mánuð og eftirfylgni sem enn stendur yfir. Ég er þakklátur hjúkrunarfólkinu mínu og ég er þakklátur ykkur sem studduð mig í söfnuninni fyrir gjöfunum og baráttu minni í sumar.
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!
Lifandi tónlist á stofunni fimmtudaginn 19. desember - opið til kl. 20
Jólagjafir í úrvali Kaffi og konfekt alla daga - kíkið við!
Hilmar Bragi Bárðarson og fjölskylda.
Tjarnabraut 24 – Reykjanesbæ – sími 421 7100 Opið kl. 9 til 18. Opið til kl. 14 á mánudögum og 20 á fimmtudögum. Lokað sunnudaga.
21
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
FRÉTTIR úr Garði Útsvarið 14,48% í Garði
EÁlagningarhlutfall útsvars verður 14,48% í Sveitarfélaginu Garði á næsta ári. Það er óbreytt hlutfall frá fyrra ári. Þetta var samþykkt samhljóða þegar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn á dögunum.
MYNDIR ÚR EINKASAFNI
SÖ NG UR
Úttekt á rekstri Garðs
BJARNI THOR HEFUR VERIÐ ATVINNUMAÐUR Í ÓPERUSÖNG Í TVO ÁRATUGI
Forréttindi að skoða heiminn í vinnunni
B
jarni Thor Kristinsson er einn af sonum Garðsins sem hefur lagt heiminn að fótum sér, farið syngjandi um heimsins lönd. Hann er tilnefndur til ískensku tónlistarverðlaunanna 2013 sem söngvari ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Bjarni Thor hlýtur tilnefningu sem söngvari ársins fyrir frammistöðu sína í hlutverki Zuninga í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Carmen og fyrir söng sinn í verkum Wagners með Sinfóníuhljómsveit Íslands í vor. Í samtali við Suður með sjó segist Bjarni alltaf hafa haft áhuga á tónlist og söng. „Jói kennari [ Jóhann Jónsson] lét okkur alltaf syngja og það hafði örugglega sitt að segja. Síðan tók ég þátt í starfi Litla leikfélagsins; lék nokkur lítil hlutverk og önnur stærri auk þess sem ég aðstoðaði nokkra leikstjóra. Þetta var mjög lærdómsríkt og leikhúsbakterían plantaði sér í mér við þetta allt saman. Rétt eftir stúdentspróf var ég „plataður“ í söngnám af góðum vini mínum og þá fór boltinn að rúlla. Sennilega er það hin meðfædda athyglissýki sem gerði síðan gæfumuninn þegar upp var staðið,“ segir Bjarni Thor. Þegar Suður með sjó ræddi við Bjarna var hann staddur í Köln í Þýskalandi. Bjarni Thor er í sambúð/fjarbúð með yndislegri stúlku frá Kópaskeri, Lilju Guðmundsdóttur, sem líka er óperusöngvari. „Við eigum heima í Hafnarfirði en Lilja er með annað heimili í Vínarborg, þar sem hún er að ljúka námi og mitt annað heimili er ferðataskan,“ segir Bjarni . Hann á þrjú börn, tvö uppkomin í Hafnarfirði og eina 11 ára hálfrússneska dóttur í Þýskalandi. - Þú ert búinn að fara víða um lönd að syngja. Þetta hljóta að vera forréttindi? „Ég er einn tveggja íslenskra óperusöngvara sem er svo gæfusamur að búa á Íslandi en starfa erlendis. Í óperubransanum sækir maður frekar að vera í lausamennsku heldur en fastráðinn. Lausamennskan gefur mun meira í aðra hönd auk þess sem maður hefur meira um það að segja hvaða hlutverk maður syngur en þegar maður er fastráðinn. Ég á 20 ára starfsafmæli núna um áramótin og óperuhúsin sem ég hef sungið í eru orðin ansi mörg. Í Þýskalandi hef ég sungið aðalhlutverk í öllum stærstu óperuhúsunum og fyrir utan Scala þá er sama upp á teningnum á Ítalíu. Svipaða sögu er að segja um Frakkland, Spán, Portúgal, Belgíu og Austurríki auk þess sem ég hef sungið í Chicago, Tokyo og í Melbourne“. – Áttu þér uppáhaldshlutverk á þessum 20 ára ferli? „Eitt erfiðasta bassahlutverk óperubókmenntana er Baróninn í Rósariddaranum eftir Richard Strauss. Ég er búinn að syngja þetta hlutverk í bráðum 15 ár út um allan heim og er það í miklu uppáhaldi hjá mér. Síðan hef ég sungið næstum öll bassahlutverkin í óperum Wagners. Það er mikil áskorun og mjög skemmtilegt“. - Hvernig er venjulegur vinnudagur hjá söngvara? „Í sjálfu sér er ekkert til sem kalla mætti „venjulegt“ við vinnudag óperusöngvarans; þetta er svo ótrúlega margbreytilegt eftir húsum og leikstjórum. Sem dæmi get ég nefnt að núna í haust söng ég í óperunni í Köln. Þetta var óperan Rigoletto eftir Verdi og frumsýningin var fyrir 2 árum síðan. Þar sem þetta var endurupptaka, þá æfðum við í 3 vikur. Ég var á ca. 5-6 æfingum á viku; svona 2-3 tíma í senn. Þess á milli æfði ég mig sjálfur, lærði önnur hlutverk og sinnti öðrum verkefnum. Síðan komu 5 sýningar á 11 dögum. Á sýningardegi gerir maður lítið annað en að syngja. Röddinn er vöðvi sem söngvari verður að umgangast jafnvel og íþróttamaður gerir við skrokkinn á sér. Auk þess verður maður að „toppa“ á réttum tíma og í raun alltaf að standa sig. Annars er hætta á því að maður verði ekki ráðinn aftur. Ráðningar ganga flestar í gegnum umboðsskrifstofur og þessum ferðalögum
fylgir mikill kostnaður sem stundum er greiddur af óperuhúsunum og stundum af manni sjálfum. Launin eru góð en afkomuöryggið lítið. Stundum er dagatalið fullt, stundum eru stærri göt en maður kærir sig um,“ segir Bjarni Thor. Aðspurður um „lífið í ferðatöskunni“ segir Bjarni að fyrst og fremst séu það forréttindi að fá að skoða heiminn í vinnunni. Þeytingurinn geti hins vegar verið þreytandi og ekki beint fjölskylduvænn. „Starfið er líka krefjandi en um leið oft ótrúlega gefandi. Maður lærir að horfa á kostina hverju sinni þó heimþráin sé stundum mikil og áhugaverðustu borgir geti engu þar um breytt“. - Hvað ertu að fást við þessa dagana og hver eru næstu verkefni? „Það er búið að vera mikið að gera í haust. Fyrst söng ég í nútímaóperu í Köln, þá í Carmen í Hörpu og loks í Rigolettó aftur í Köln. Þess á milli hef ég unnið með ungum söngvurum í Söngskóla Sigurðar Demtetz í Reykjavík. Ég kenni ekki söng en leikstýri óperum og óperusenum með unga fólkinu. Það er mjög skemmtilegt og ég á örugglega eftir að gera meira af slíku. Fyrir utan þetta alls saman stend ég fyrir tónleikahaldi í Hörpu þar sem íslensk tónlist er kynnt ferðamönnum. Þetta er ég búin að gera frá opnun hússins og hefur tónleikahaldið fengið frábærar viðtökur. Tónleikarnir eru að nálgast annað hundraðið og listamennirnir sem komið hafa fram eru um 40. Núna um áramótin tökum við nokkra svona tónleika og þá ætlum við Lilja að koma sjálf fram. Við gerðum þetta líka fyrir ári síðan og það var þó nokkuð af Íslendingum sem kom líka á tónleikana“. - Hvernig ert þú að halda tengslum við þinn gamla heimabæ, Garðinn? „Mér þykir mjög vænt um minn gamla heimabæ og, þökk sé fésbókinni, er ég í góðum tengslum við marga að mínum gömlu skólafélögum. Ég geri mér síðan ferð af og til í gegnum þorpið ef ég á leið til Keflavíkur að heimsækja móður mína og þá steyma minningarnar fram“. - Hvernig var að alast upp í Garðinum? „Þegar ég ólst upp í Garðinum þá voru tímarnir aðrir. Samfélagið var ekki eins fjölbreytilegt og það er í dag og fordómar meiri. Mér er t.d. minnistætt þegar stúlkur úr Reykjavík komu í bekkinn okkar og eyðilögðu hann, eins og margir virtir borgarar létu hafa eftir sér. Við höfðum verið sérstaklega þægur bekkur og svo komu þær og gerðu allt vitlaust. Þetta var auðvitað alrangt. Við vorum bara á þessum tíma að breytast í unglinga og hegðunin að breytast í samræmi við það. Þá man ég líka vel eftir fyrstu dögunum í skólanum. Mér þótti sérstaklega gaman að læra en sá fljótt að það var alls ekki „inn“. Í þá daga var enginn maður með mönnum nema hann væri á sjónum og gæti slegist almennilega og ég tilheyrði hvorugum hópnum. Þá var mikið um stríðni og einelti. Þeir sem voru t.d. lesblindir voru einfaldlega bara tossar. Mér var auðvitað líka strítt og stríddi örugglega líka sjálfur. Fyrir nokkrum árum mætti ég virðulegri konu úr Garðinum í verslun í Reykjavík. Hún heilsaði mér innilega og óskaði mér til hamingju með hversu vel mér gengi. Síðan sagðist hún „afskaplega glöð og undrandi á því hvað það hefði rætst úr mér. Hún hefði sko ekki átt von á því. Hún myndi vel eftir því að ég hefði stundum húkkað mér far heim úr skólanum“. Þetta sló mig gersamlega út af laginu en ég hafði bara engan veginn áttað mig á því að ég hefði verið svona lágt skrifaður hjá einhverjum. Þetta breytir engu um það að mér þykir vænt um gamla heimabæinn minn og gömlu félagana,“ segir Bjarni Thor Kristinsson í samtali við Suður með sjó. - HBB
EEinar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram tillögu D- og L-lista á fundi bæjarstjórnar í síðasta mánuði um að í tengslum við vinnslu fjárhagsáætlunar verði Haraldur Líndal Haraldsson rekstrarhagfræðingur fenginn til að vinna úttekt á rekstri sveitarfélagsins. Það var samþykkt samhljóða á fundinum og bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga við Harald.
Undirbúa innheimtu fasteignagjalda í Helguvík EBæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning þess að Sveitarfélagið Garður sæki rétt sinn til þess að innheimta fasteignaskatt af mannvirkjum innan sveitarfélagsins á fyrrum varnarsvæði við Helguvík. Ásbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður mætti á fund ráðsins á dögunum og fór yfir lög og reglur sem ná yfir fyrrum varnarsvæði við Helguvík, en á því svæði sem nú er skilgreint sem öryggissvæði eru olíubirgðatankar sem a.m.k. að hluta til eru nýttir til borgaralegra nota af olíufélögum. Mannvirki á þannig skilgreindum svæðum hafa ekki verið metin í fasteignamati og því ekki verið innheimtir af þeim fasteignaskattar.
Skagagarðinum verði sýndur sómi EFerða-, safna- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur áhyggjur af því að einn sögufrægasti staðurinn í Garðinum, sjálfum Skagagarðurinum, sé ekki sýndur mikill sómi. Fyrir nokkrum mánuðum var húsið Móar rifið en þar var hugmynd að setja upp staldur fyrir ferðamenn og merkingar og söguskilti um Skagagarðinn, þessa einu merkustu byggingu frá landnámsöld og bærinn ber nafn sitt af. „Þarna er óhrjáleg hola og hörmulegt að sjá hvernig gengið hefur verið frá eftir að húsið var fjarlægt“, segir í fundargerð nefndarinnar. Nefndin skorar á bæjaryfirvöld að láta nú þegar lagfæra svæðið og koma því í lag.
22
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
LEIKSKÓLINN GEFNARBORG ER EINKAREKINN LEIKSKÓLI Í GARÐINUM FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 2 - 6 ÁRA
VIRÐING - GLEÐI - LEIKUR
L
eikskólinn Gefnarborg er einkarekinn leikskóli fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára. Einkunnarorð leikskólans eru Virðing - gleði - leikur. Í daglegu starfi er lögð áhersla á að börnin læri í gegnum leikinn og eru kenningar Howard Gardner hafðar að leiðarljósi. Mikil áhersla er á virðingu og jákvæð samskipti. Í því starfi er sérstaklega unnið með fimm lífsgildi þ.e. hjálpsemi, gleði, kærleik, frið og virðingu. Einnig eru fjölmenning og umhverfismennt áherslu þættir leikskólans. Gefnarborg er Grænfánaskóli sem merkir að unnið sé markvisst að því að auka skilning og þekkingu barnanna á umhverfinu og mikilvægi þess að ganga vel um og vernda náttúruna. Leikskólinn er þátttakandi í sameiginlegri framtíðarsýn Garðs, Sandgerðis og Reykjanesbæjar sem felur í sér að leggja grunn að bættum árangri barna í læsi og stærðfræði. Frá því farið var af stað með þessa sameiginlegu framtíðarsýn hefur verið lögð mikil áhersla á að efla stærðfræði- og læsishvetjandi umhverfi leikskólans. Tilgangurinn með því er að efla áhuga barnanna á læsi og stærðfræði og veita þeim sem áhuga hafa greiðan aðgang að efniviði sem eykur færni þeirra á læsis og stærðfræði þáttum. Nýlega fórum við að vinna með námsefni sem heitir Lubbi finnur málbein. Það er kennt á öllum deildum leikskólans en misjafnt eftir aldri barnanna hvernig unnið er með það. Í gegnum þetta námsefni fer fram starfainnlög hjá elstu börnum leikskólans. Við höfum séð að þessi vinna hefur skilað sér í aukinni færni barnanna þegar þau fara frá okkur. Til gamans má geta þess að stór hluti barnanna sem byrjuðu í Gerðaskóla í haust voru komin með góða stafaþekkingu og mörg farin að lesa þegar þau luku leikskólagöngunni.
23
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
ÁRAMÓTADAGSKRÁ
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
l ó j g e l gleði
28., 29. og 30. desember 2. og 3. janúar - kl. 17:00 í Hörpu
og farsæld á nýju ári .
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
Lilja Guðmundsdóttir - sópran Bjarni Thor Kristinsson - bassi Matthildur Anna Gísladóttir - píanó Nánari upplýsingar á www.cccr.is
SENDUM SUÐURNESJAMÖNNUM OKKAR BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
24
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
GUÐNI INGIMUNDARSON Í HRESSILEGU SPJALLI UM ÆVINTÝRIN Í KRINGUM STRÖNDUÐ SKIP Á GARÐSKAGA OG REYKJANESI
OFT VERIÐ NÆRRI ÞVÍ AÐ BLOTNA Í SKÓNA G
EÁrið 1995 tók ég viðtal fyrir 60 ára afmælisrit Björgunarsveitarinnar Ægis. Viðtalið var við Guðna Ingimundarson, Guðna á trukknum. Það hefur alltaf verið ævintýraljómi yfir Guðna og þetta viðtal er eitt af mínum uppáhalds viðtölum, þar sem Guðni segir frá ævintýrum sem hann og Guðmundur bróðir hans lentu í þegar þeir unnu að verðmætabjörgun úr strönduðum skipum á Garðskaga og Reykjanesi. Afmælisritið var í litlu upplagi og því ástæða til að birta viðtalið aftur hér, 18 árum eftir að það var tekið. Hilmar Bragi Bárðarson, ritstjóri.
uðna Ingimundarson þekkja allir Garðmenn. Hann er þjóðsagnarpersóna í lifanda lífi. Guðni hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur um dagana og oftar en ekki á trukknum með bómuna. Gemsinn er búinn að snúast í gegnum árin og á dögunum missti aðkomumaður, sem hafði verið hér í Garðinum fyrir áratugum, það út úr sér; „Er þessi ennþá á ferðinni“. Við hittum Guðna að máli í bílskúrnum að Borgartúni. Þetta er aðeins meira en bílskúr því þarna hefur Guðni gert upp fjöldann allan af gömlum vélum sem eru eins og nýjar og fara allar í gang við fyrsta snúning. Guðni samþykkti viðtal og því var blaðamanni og fylgdarmanni hans, Ásgeiri Hjálmarssyni boðið í kaffi. SKELKAÐUR SKIPSTJÓRI MISSTI FLUTNINGASKIP Í FLÖSINA Það er ekki komið að tómum brunninum þegar Guðni er annars vegar og þar sem hægt væri að skrifa heila bók um það sem á daga Guðna hefur drifið var ákveðið að tala um skipsströnd og ævintýrin í kringum þau. Eitt stærsta skipið sem strandaði hér í Garðinum á öldinni [sem leið] var flutningaskipið Hontenströmm. Það var í flutningum fyrir breska herinn og var að koma með kox til landsins. Guðni man vel eftir öllum aðdragandanum að strandinu og söguna í kringum skipið. Gefum Guðna orðið: „Þetta var á vertíðinni 1943 og á þeim tíma sem skipin sigldu með öll ljós slökkt útaf stríðinu. Skipið var að koma utan úr heimi með koxfarm og rétt komið fyrir flösina þegar það mætir flota af skipum undir fullum ljósum. Þegar skipsstjórinn sér alla ljósadýrðina bregður honum
og slær af en missir þá skipið upp í flösina. Þetta reyndust þá vera línubátar úr Keflavík á leið í róður. Skipið strandaði í miðri flösinni norðan við hausinn. ÞRÍR TUNDURSPILLAR REYNDU AÐ LOSA SKIPIÐ Þetta var 3000 tonna skip og þrír breskir tundurspillar reyndu mikið að bjarga því en það tókst ekki. Það var síðan ekki fyrr en um sumarið sem menn keyptu skipið til að bjarga úr því verðmætum en þá var farmurinn farinn af því í briminu. Það var vélsmiðjan Hamar í Reykjavík sem keypti skipið og bjargaði úr því skrúfunni, öxli og katli og tveimur til þremur bílhlössum af dósamat. Bragi Einarsson í Nýjabæ var með trillubát í flutningum fyrir Hamar og hann keypti síðan skipið af vélsmiðjunni. Hann var meira og minna allt sumarið í skipinu að rífa og Urðarfell er t.a.m. byggt úr timbri úr skipinu. Þá var óhemju af koxi ekið úr skipinu en það var notað til kyndingar“. TÓK KVEIKJULOKIÐ AF OG BÍLLINN FÓR Í KAF - Það er til fræg saga af mikilli skothríð úr skipinu. Hvernig vildi hún til? „Þannig var að í lest skipsins voru skotfærabirgðir. Þegar Bragi var að rífa timbrið úr skipinu kom undan því mikill korkur sem var einangrun skipsins. Hún féll að sjálfsögðu niður og yfir skotfærin. Eitt sinn vildi það til að það komu Ameríkanar út á skaga og höfðu með sér bát. Þetta voru tveir strákar og tvær stelpur. Þau fóru á bátnum yfir í skipið. Það vissi síðan enginn fyrr en um nóttina, að það fór að leggja reyk frá skipinu og síðan eld, að kveikt hafði verið í skipinu. Bragi hafið hins vegar frétt af ferðum
Kananna og þeir geymdu bílinn í fjörunni. Hann tók því kveikjulokið úr bílnum svo þau komust ekki í burtu á bílnum og hann flæddi í kaf. Þegar eldurinn hafði kraumað lengi í skipinu fóru að heyrast hvellir. Þá var eldurinn kominn í skotfærin. Það stóð síðan yfir skothríð í hálfan mánuð og það þurfti að setja vörð við skipið. Í eldinum brann hellingur af timbri sem Bragi var búinn að búnta og ætlaði að flytja upp á land“. KEYPTI TVÖ SKIP ÁRIÐ 1950 Guðni og Guðmundur bróðir hans festu kaup á tveimur skipum í Garðskagaflös. Þau strönduðu bæði árið 1950. Það eru að sjálfsögðu sögur í kringum þau skip. „Fyrra skipið sem við keyptum í flösinni var Sundswall, þýskt flutningaskip frá Hamborg. Þetta var gamalt skip, byggt árið 1886. Þannig var að þetta skip var fullt af salti sem átti að fara til saltfiskverkenda við Faxaflóasvæðið. Menn voru farnir að bíða eftir skipinu. Það var mokveiði og allt orðið saltlaust í landi. Skipið var nokkra daga á eftir áætlun og mönnum létti mikið þegar fréttist af því utan við Grindavík og síðan mættu menn á Voninni, sem voru að fara í línuróður, skipinu við Stakkinn en það átti að fara til Keflavíkur. Tveimur tímum síðar fréttist síðan af skipinu þar sem það var strand á flösinni. Skipið hafði þá snúið við og siglt í strand. Það var norðan bræluskratti þegar þetta gerðist. Menn heyrðu síðar að skipstjórinn hafi fengið þau skilaboð að skipið ætti ekki að koma aftur út“. EKKI SALTKORN UM BORÐ - Það var slæmt ástand í landi og saltleysið far farið að koma illa við marga verkendur enda mokfiskirí eins og þú segir. Var ekki hægt að bjarga salti úr skipinu?
„Ég komst um borð í skipið kl. ellefu um morguninn. Þá var gat á skipinu og ekki saltkorn um borð. Það hafði þá allt runnið út um gatið“. - Hitt skipið sem þið keyptuð í flösinni? „Það var skorskur lúðuveiðari, Invercould. Fyrst þegar ég kom á staðinn vildu þeir ekkert með mig né Þorstein Jóhannesson tala og sögðust ætla úr á flóðinu. Skipið losnaði hins vegar aldrei alveg og rak upp með rifinu. Þetta skip var einn af gömlu línuveiðurunum, um 200 tonna skip. Sigurbergur Þorleifsson bjargaði úr skipinu um tveimur bílförmum af lúðu“. - Þið bræðurnir keyptuð þessi tvö skip. Eftir hverju voruð þið að sækjast? „Það þóttu mikil verðmæti í þessu og aðallega var það nú koparinn sem hátt verð var borgað fyrir þá. Síðar var það einnig brotajárn sem við björguðum úr fjörunum“. ÆVINTÝRIN Í JÓNI BALDVINSSYNI RE Það var mikið af brotajárni sem Guðni ók á trukknum úr flösinni og upp á kambinn. Það gefst hins vegar ekki tími til að ræða um brotajárnið á skaganum því ef þeir bærður Guðni og Gvendur hafa einhverntímann komist í hann krappann þá varþað úti á Reykjanesi um borð í nýsköpunartogaranum Jóni Baldvinssyni RE. GVENDUR FASTUR Á BAKVIÐ SVEITARÁS „Við vorum stundum komnir að því að blotna í skóna. Það stóð stundum tæpt og var stundum fallið einum of mikið að. Ákafinn var það mikill í því að rífa. Dekkst var það þegar Gvendur lokaðist á bakvið sveifarásinn á Jóni Baldvinssyni RE. Skipið lá þá á hvolfi. Allar legur voru úr kopar og skipið lá það mikið aftur að við komumst
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
og farsæld á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
og farsæld á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
og farsæld á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
gleðileg jól
gleðileg jól Pálmi, Linda og Ágústa.
gleðileg jól
25
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
Í HLUTVERKI VITAVARÐAR
Guðni Ingimundarson er þekktastur fyrir vinnu sína á „trukknum“. Hann sá einnig um vitavörslu á Garðskaga um árabil. Þessi mynd var tekin þegar hann var að huga að ljóskerinu í Garðskagavita fyrir nokkrum árum.
aldrei að því að berja aftasta leguboltann úr. Það var mannhol til að komast á bakvið tappann og Gvendi dettur í hug að fara í gegn og komast þannig hinum megin við tappann. Um leið og og hann slær leguboltann úr snýst tappinn hálfhring og lokar útgönguleiðinni. SJÓRINN KOMINN VEL UPP Í MITTI Það var hörkuaðfall og ég alveg vitlaus. Við vorum fjórir þarna og ég ákveð að hlaupa upp og byrja að brenna fyrir ofan hann til að reyna að komast niður á Gvend. Þegar ég byrja að brenna kemur hins vegar í ljós að það er steypa undir og það vissi enginn hvað hún var þykk. Ég fór því niður aftur og við reyndum að vega tappann og fengum hann af stað en aldrei nóg. Þá mundi ég allt í einu eftir því að þarna voru gamlar tréblakkir í skipinu og þarna var nóg af köðlum. Ef við fengjum nógu mikinn kraft á tappann þá myndi þetta takast. En þar sem tappinn skorðaðist við stimpilstöngina var mesta kúnstin að fá hana frá. Eina leiðin var að brenna gat fyrir stimpilstöngina og láta hana ganga inn til Gvendar. Þetta tókst og við sluppum en þá var sjórinn kominn vel upp í mitti á Gvendi en skipið fór á kaf á flóðinu“. - Þið hafið ekki verið hræddir? „Það heyrðist ekki múkk í Gvendi allan tímann. Honum var alveg sama þó hann vissi það að allt færi á kaf “.
SKRÚFAN SPRENGD AF MEÐ DÝNAMÍTI Guðni sagði að þetta væri ekki í eina skiptið sem það hafi staðið tæpt um borði í Jóni Baldvinssyni RE. Um tíma hafi þeir verið með kláf úr fjörunni og um borð í skipið og það hafi oft brotið á tunnunni á leið í land. Það var ævintýri með skrúfuna á Jóni Baldvinssyni RE. Skrúfuna tóku þeir þannig af skipinu að þeir brenndu rónna aftan af og skutu síðan skrúfunni af með dýnamíti. „Þetta gekk eins og í sögu,“ segir Guðni og bætir við: „Það gekk hins vegar á ýmsu þegar við vorum að flytja skrúfuna í land. Við hengdum skrúfuna neðan á fimmtán olíutunnur og ætluðum að fleyta henni til Grindavíkur. Það gekk vel fyrstu tvo tímana en svo brældi á suð-austan og var beint í nefið. Svo fór að dimma. Við vorum komnir fyrir bergið og inn á Staðarvíkina og sáum ljósin í Grindavík þegar það brotnaði þrýstilega á skrúfunni á bátnum hjá okkur. Það var ekki um neitt annað að ræða en stoppa. Við byrjuðum strax að kynda bál. Við fórum að veita því athygli tunnurnar voru alltaf að lækka í sjónum og við sáum koma gusur upp úr þeim. Þá þoldu tunnurnar ekki álagið og sprungu. Skrúfan sem var 2970 kíló lyfti sér þá ekki nóg og tunnurnar sprungu undan þrýstingnum. Þegar allar tunnurnar voru sprungnar var báturinn kominn upp á endann. Ég hljóp afturá með öxi og stóran slaghamar en í því slitnaði vírinn og
skrúfan sökk og er þarna ennþá. Nokkru síðar fékk ég Einar Dagbjartsson úr Grindavík til að koma með mér með slæðu til að slæða upp vírinn en hann kom ekki upp. Menn komu með þær tilgátur að skrúfan og vírinn hafi sokkið í leir á þessum slóðum“. GÁTUM GRAMSAÐ Í NETALESTINNI - En ævintýrin í kringum togarann var ekki lokið? „Nei. Við áttum fjóra gaskúta um borð og ennþá voru tveir þeirra fullir. Við fórum því til að sækja kútana. Þegar við Gvendur erum komnir um borð erum við vissir um að við gátum eitthvað gramsað í netalestinni. Þetta var gat um fermetri í þvermál sem við fórum niður um. Við urðum varir við það að það voru að koma skvettur í gatið. Allt í einu heyrðum við kvæs og fruss í kviku og allt í einu gengur mikil skvetta yfir skipið og við sáum skrúfuna á bátnum sem við komum á yfir gatinu og það kom góð gusa niður gatið á okkur. Þarna vorum við öruggir á að báturinn væri kominn upp í grjót. Þegar upp var komið kom í ljós að allir spottarnir voru slitnir en báturinn hékk á einni keðju. Við vorum fljótir að koma okkur í burtu“. ÞETTA LÍKA FERLÍKI STRANDAÐ Á fyrri hluta síðustu aldar og á fyrstu áratugunum strönduðu mörg skip í fjörunum hér
við Garðinn. Þessa sögu kann Guðni af strandi norska gufuskipsins Scandia sem strandaði á flösinni 21. febrúar 1905: „Maður nokkur var að koma neðan úr Gerðum og á leið til síns heima út í Garði. Þar sem það var frost fór hann síkið og þegar hann kemur upp á Útskálahólinn heyrir hann skipsflaut. Manninum datt ýmislegt í hug þar sem það var útsynningur. Hann ákveður að hraða sér heim og kemur við hjá Lauga á Blómsturvöllum. Þeir heyra flautið aftur og er ákveðið að fara niður í flös. Þegar þeir koma í flösina sjá þeir þetta líka ferlíki strandað. Þeir komust að síðu skipsins en ekki með nokkru móti um borð. Laugi var forsjáll maður og hafði tekið með sér band sem hann hafði um sig miðjan. Eftir að hafa barið dallinn að utan án þess að fá svar koma þeir þó bandinu um borð og ná að komast upp á því. Þegar um borð var komið urðu þeir ekki varir við nokkurn mann og var því farið að leita að mannabústöðum sem fundust fljótt. Þar voru allir sofandi og gekk illa að vekja mannskapinn. Það hafðist þó um síður og var ákveðið að fara í land. Skýringin á þessum fasta svefni hjá allri áhöfninni var sú að fjórum sólarhringum áður hafði komið leki að skipinu og höfðu áhafnarmeðlimir staðið í austri þar til skipið strandaði. Þegar skipið var komið í strand og menn voru búnir að fullvissa sig að það gæti ekki sokkið gátu menn lagt sig áhyggjulausir. KOKKURINN SKILAR SÉR Á MORGUN! Menn drifu sig í land í hvelli og þegar menn voru komnir vel á veg upp flösina vildi skipstjórinn fullvissa sig um að allir væru komnir frá borði. Þá vantaði kokkinn. Þeir sem vissu betur sögðu að hann hafi dáið áður en skipið strandaði. „Þá skilar hann sér á morgun,“ sagði skipstjórinn. Allir komust í land og Ísak vitavörður tók á móti mönnunum. Daginn eftir var skipið horfið en farmurinn allur kominn á land en það var timburfarmur sem skipið flutti. Kokkurinn kom einnig í leitirnar“. Þessa frásögn las Guðni í Lesbók Morgunblaðsins á árunum upp úr 1950 en það sem að sjálfsögðu vakti athygli Guðna var að í skipinu voru jafnframt tvö tonn af dýnamíti sem staflað var inn á milli timburfarmsins. Það dýnamít hefði mátt nota í margar klappir, hugsaði Guðni með sér…
HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
RÆDDI VIÐ GUÐNA INGIMUNDARSON
26
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
Rekstri Garðvangs verður haldið áfram
B
- Hjúkrunarrýmin verða ekki tekin gegn vilja bæjarstjórnar Garðs enda heimilisfólk á Garðvangi með lögheimili í Garði
æjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti samhljóða á bæjarstjórnarfundi sínum í síðustu viku að rekstri Garðvangs verði haldið áfram og tryggt að orðið verði við óskum þess heimilisfólks sem býr á Garðvangi og þess óska að það geti búið þar áfram. Jafnframt lýsir bæjarstjórn því yfir að hjúkrunarrými á Garðvangi verði ekki tekin þaðan gegn vilja bæjarstjórnar Garðs, enda er heimilisfólk á Garðvangi með lögheimili í Sveitarfélaginu Garði. Bæjarstjórn Garðs lýsir yfir andstöðu við sam-
þykkt meirihluta í stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum (DS) um að hjúkrunarheimilinu Garðvangi verði lokað og starfsemi þess flutt á Nesvelli í Reykjanesbæ. Stjórn DS hefur ekki heimildir til að leggja niður hjúkrunarheimilið og flytja starfsemina á annan stað. Ákvörðun um slíkt er í höndum heilbrigðisráðherra.
Bæjarstjórn Garðs skorar á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að Garðvangi verði ekki lokað og þannig virtur vilji bæjarfélaganna, Garðs og Sandgerðis, um að leggja ekki niður eina hjúkrunarheimilið í þessum tveimur bæjarfélögum. Bent er á að ráðuneytið hefur ítrekað upplýst að skipan þessara mála sé háð samstöðu sveitarfélaganna sem standa að DS.
Sendum Garðmönnum og landsmönnum öllum bestu óskir um
Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að framlög verði veitt úr Framkvæmdasjóði aldraðra og/eða á fjárlögum til að kosta hlut ríkisins við breytingar á húsnæði Garðvangs, sem nemi 85% af kostnaðnum. Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til að koma að því máli með svokallaðir leiguleið. Loks samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra undirbúning þess að ráða hönnuð til þess að gera tillögur að breytingum á húsnæði Garðvangs, þannig að það standist ýtrustu kröfur um aðbúnað og húsnæði á hjúkrunarheimilum, segir í samþykkt bæjarstjórnar Garðs.
Kvenfélagið Gefn með basar
GLEðILEG JÓL
EMarkmið flestra kvenfélaga á Íslandi er að vinna að líknar- og framfaramálum, hvert í sinni heimabyggð. Á Suðurnesjum eru nú starfandi fimm kvenfélög sem öll hafa lagt sitt af mörkum í þágu samfélagsins. Kvenfélagið Gefn í Garði hefur unnið ötullega að sínu markmiði og lagt sitt af mörkum til líknar og framfara á sínum heimaslóðum. Á dögunum héldu kvenfélagskonur í Gefn basar til fjáröflunar fyrir félagið. Fjölmargir lögðu leið sína á basarinn og gerðu góð kaup og styrktu á sama tíma gott málefni. Myndin var tekin við það tækifæri.
og farsæld á komandi ári
HS Orka hf hsorka.is
Orka er líf Ég er aðeins einu sinni ég og ég ætla mér alls ekki að missa af því ævintýri
Um leið og við óskum lesendum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsældar á komandi ári óskum við blaðamanni til hamingju með 30 ára útgáfu
Nuddmeðferðir • Heilun Spálestur í steina guðanna Tímapantanir og upplýsingar í síma 861 2004
Reynir Katrínarson Gallerýið og vinnustofan opin fyrir einstaklinga og hópa eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 861 2004
hilmar@911.is • Sími 898 2222
Suður með sjó HS Veitur hf hsveitur.is og á
Fréttasíða á Facebook: Suður með sjó - samfélagið í Garði
27
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
FRÉTTIR úr Garði Stærsta þorrablót Suðurnesja í Garði
EStærsta þorrablót Suðurnesja verður haldið í Garði laugardaginn 25. janúar nk. Það eru Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir sem standa að þorrablótinu sem nú er haldið í fimmta skiptið. Á þorrablótinu í janúar verður Pétur Jóhann Sigfússon með uppistand. The Backstabbing Beatles skemmta, Biggi og Helgi úr Loddugöngunni í Sandgerði verða með fjöldasöng, Guðmundur Hermannsson leikur undir borðhaldi og Víðisfilm verður með sprell. Axel Jónsson mun sjá um þorramatinn og útvarpsmaðurinn Gulli Helga annast veislustjórn. Þá verður dansleikur með Stjórninni fram á rauða nótt. Nánari upplýsingar gefa Steini í síma 896 7706 og Gullý í síma 663 7940.
Hollvinasamtök Unu Stundum er sagt „Að fortíð skal hyggja, þá framtíð skal byggja“. Við erum í núi akkúrat núna, framtíðin ber sífellt að með sín úrlausnarefni og að baki er fortíð með allt sitt. Ætli flestir gangist ekki við að í fortíðinni hvílir margt sem læra má af, geri okkur hæfari til framtíðar. Svo eru þar minningar, sem gott er að líta til. Við viljum fremur sjá til þess sem var jákvætt og uppbyggilegt. Það á við minningu um Unu Guðmundsdóttur, sem lengi bjó í húsinu Sjólyst í Garðinum. Margt sígur svo í gleymskunnar dá. Tímans tönn færir okkur heim sannin um að fjölmargir vilja muna Unu og það sem hún stóð fyrir og hlú að minningu hennar. Til þess geta verið breytileg viðhorf. Margir minnast hennar sem læknamiðils og styrkgjafa, nutu hæfileika hennar þar. Aðrir minnast hennar frá uppvexti sínum sem veitandi einstaklings og áhrifavalds í góðum verkum í heimahögum. Svo vill til að húsið Sjólyst, þar sem Una bjó stendur í ágætu ásigkomulagi. Húsið er merkilegt í sjálfu sér, fulltrúi húsa sem urðu
til sinn hvoru megin við aldamót 1900, leystu torfbæina af hólmi. Þessi húsagerð er nú nánast alfarið horfin. Þau hafa verið rifin eða felld í nýrri byggingar. Stefán bróðir Unu hélt húsinu vel við á sínum tíma, síðar notaði útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Nesfiskur í Garði húsið og hélt því í ágæti ásigkomulagi. Þó það sé gamalt og þurfi viðgerða, má það standa um sinn án stórframkvæmda. Hollvinasamtök Unu vilja halda minningu hennar á lofti. Það má gera með því að safna heimildum og setja upp heimili í húsinu Sjólyst sem líkist því sem var. Til eru munir úr fórum Unu. Hollvinir vinna að ýmsu til eflingar verkefninu. Húsið er opið á tilteknum tímum og fyrir hópa og haldnar hafa verið sagnasamkomur. Stærsta einstaka verkefnið er gerð leikinnar heimildamyndar um Unu. Guðmundur Magnússon frumkvöðull um varðveislu heimilda á myndrænu formi í Garðinum hefur um nokkurra ára skeið unnið að undirbúningi myndarinnar. Guðrún Eva Mínervudóttir hefur þegar gert drög að handriti og ætlar Guðmundur enn 2-3
ár til verkefnisins. Hann safnar fé og kröftum til að koma því í framkvæmd. Með verkefninu í heild verður jafnframt til efni og skráning atburða sem styðja við sögu um mannlíf í Garðinum. Guðmundur hefur þegar sent frá sér myndir sem heita Undir ljósi Garðskagavita og Norðanáttin og stúlkan, auk margra myndþátta. Á ársfundi hollvina nú í nóvember voru flutt efnismikil erindi, sem tengjast Unu að nokkru og almennri sögu Garðsins. Gunnar M. Magnúss rithöfundur ritaði bók um Unu, Völva Suðurnesja. Gunnsteinn sonur Gunnars minntist föður síns og starfs hans að verkefnum í Garðinum, ma. með vísan til persónulegrar dagbókar Gunnars. Þá flutti Jóna Björk Guðnadóttir afkomandi Álfs Magnússonar, sem var fæddur 1871 á Gaukstöðum í Garði samantekt sína um merkilegan og einstæðan æviferil Álfs. Flutt voru frumsamin lög við texta eftir Álf. Þeir sem hlíddu nutu þessa alls vel. Í stjórn Hollvina Unu eru Guðmundur Magnússon, Jónína Hólm og Kristjana Kjartansdóttir. Í meðstjórn eru Erna M. Sveinbjarnardóttir, Þórhildur Ída Þórarinsdóttir, Þórunn Þórarinsdóttir og Einar Jón Pálsson. Þau og margir fleiri vilja leggja verkefninu lið.
gleðilega jólahátíð Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
og farsæld á nýju ári með þökk fyrir árið sem er að líða.
Alasund Shipbrokers LTD www.alasund.is
Blái herinn Tómas J. Knútsson
Útgerð og fiskvinnsla
28
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
Garður eitt stöndugasta sveitarfélag landsins fjárhagslega
F Loftur Sigvaldason og Ingibjörg Sólmundardóttir handverkskona í Gallerý Ársól.
Fallegt handverk hjá Gallery Ársól Ingibjörgu í Gallerý Ársól
I
ngibjörg Sólmundardóttir á 35 ára verslunarafmæli í Garðinum á þessu ári. Það var síðla árs 1978 sem hún opnaði sjoppu í litlum skúr við bensínafgreiðslu á Sunnubrautinni í Garði. Í dag er Ingibjörg hins vegar hætt sjoppurekstri en þess í stað komin á kaf í handverk. Hún rekur vinnustofu og gallerý á heimili sínu við Kothúsaveg 12 í Garði. Gallerý Ársól í Kothúsum þekkja Garðmenn vel. Íbúðarhúsið er elsta hús í Garðinum sem búið er í og er yfir 100 ára gamalt. Gallerýið er hins vegar í nýrri viðbyggingu við húsið. Ingibjörg er öllum stundum í handverkinu og er m.a. að framleiða veski úr leiðri og skinnum. Þá smíðar hún úr slifri og mótar gler, svo eitthvað sé nefnt. Hún fer svo í hverri viku á handverksmarkaði og einnig tekur hún á móti fólki í gallerýið við Kothúsaveg 12. Það er opið á meðan hún er heima. Ef ljós er í húsinu er fólk hvatt til að hringja dyrabjöllunni. Þeir sem koma lengra að geta einnig hringt til Ingibjargar í síma 896 7935 og bókað heimsókn.
Ingibjörg segir vinsælt hjá hópum að kíkja við í Kothúsum til að skoða og versla í gallerýinu. Hún segir einnig vinsælt þegar hún býður hópum upp á kaffisopa í íbúðarhúsinu sem er hokið af sögu, enda elsta íbúðarhús í Garði sem búið er í. - HBB
járhagsáætlun 2014-2017 felur í sér að fjárhagsleg staða Sveitarfélagsins Garðs er mjög góð. Bæjarstjórn vinnur að því markmiði að uppfylla jafnvægisreglu í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga. Á 120. fundi bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða að láta vinna úttekt á rekstri sveitarfélagsins. Fyrstu áfanganiðurstöður hafa verið kynntar og má þegar sjá áhrif þeirra til rekstrarhagræðingar í fjárhagsáætluninni. Bæjarstjórn mun fjalla um frekari hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins þegar niðurstaða rekstrarúttektar liggur fyrir á fyrstu mánuðum ársins 2014. Þetta kemur fram í bókun meirihluta Dog L-lista í bæjarstjórn Garðs um fjárhagsáætlun næsta árs. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að heildartekjur ársins 2014 verði kr. 954,6 milljónir. Skatttekjur aðalsjóðs í A-Hluta eru áætlaðar kr. 850,7 milljónir. Rekstrarafgangur af reglulegri starfsemi A-og B Hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður kr. 81,9 milljónir. Afskriftir eru áætlaðar kr. 77,7 milljónir og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur kr. 0,4 milljónir. Rekstrarniðurstaða A-og B Hluta er áætlaður rekstrarafgangur kr. 3,8 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað kr. 104,5 milljónir, eða 10,9% af tekjum.
Gert er ráð fyrir að nýta handbært fé til að greiða upp vaxtaberandi langtímalán að fjárhæð kr. 209,4 milljónir. Með því lækka langtímalán úr kr. 290,6 milljónum í árslok 2013 í kr 81,2 milljónir árið 2014 og verða um 8% af tekjum. Hlutfall heildarskulda af tekjum lækkar með þessari ráðstöfun úr 75,6% árið 2013 í 50,3% árið 2014. Í áætluninni er gert ráð fyrir framkvæmdum að fjárhæð kr. 230,5 milljónum árið 2014. Stærsta einstaka framkvæmdin er viðbygging við íþróttamiðstöð kr. 130 milljónir. Allar framkvæmdir verða fjármagnaðar með handbæru fé og ekki gert ráð fyrir að tekin verði ný lán. Samkvæmt rammaáætlun 2015-2017 verður jafnvægisregla sveitarstjórnarlaga uppfyllt árið 2016. Gert er ráð fyrir að handbært fé aukist hratt á ný á tímabilinu og reiknað er með fjárfestingum á hverju ári sem nemur kr. 50,0 milljónum. Bæjarstjórn vinnur að því markmiði að bæta rekstrarafkomu sveitarfélagsins á næstu árum og styrkja enn frekar fjárhagslega stöðu. Allt er það í þágu íbúa sveitarfélagsins til framtíðar litið, þannig að Sveitarfélagið Garður verði eitt stöndugasta sveitarfélag landsins fjárhagslega og veiti jafnframt íbúunum og atvinnulífinu bestu þjónustu sem völ er á, segir í bókun meirihlutans í bæjarstjórn Garðs. - HBB
Veskin og töskurnar sem Ingibjörg gerir úr leðri og skinnum. Silfursmíðin að ofan.
Stæðilegur víkingur
H
e l ga Va l d i m a r s s y n i er margt til lista lagt. Steypa leikur í höndunum á honum og síðasta áratuginn eða svo hefur hann verið að móta styttur í ýmsum stærðum í steinsteypu. Eitt af hans stærstu verkum er nú að fæðast í innkeyrslunni við heimili hans í Garði. Um þriggja metra hár víkingur með öxi og skjöld hefur risið þar. Verkið hefur verið á þriðja mánuð í smíðum og vegur um eitt tonn.
Umræddur víkingur sótti mjög á Helga og hugmyndin lét hann ekki í friði. Í samtali við Suður með sjó sagði Helgi að hann hafi kynnt víkinginn fyrir Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ og hugmyndin sé að setja víkinginn á stall við Reykjanesbrautina og láta hann vísa veginn í Víkingaheima í Reykjanesbæ. Framundan eru mörg önnur spennandi verkefni hjá Helga en garðurinn við heimili hans á Urðarbraut í Garði ber þess merki að þar býr listamaður. - HBB
29
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
FERSKIR VINDAR Í GARÐI – ALÞJÓÐLEG LISTAHÁTÍÐ
Víðáttan þema hátíðarinnar
Unglingar buðu upp á skötu E Árleg skötuveisla unglingaráðs Víðis fór fram í samkomuhúsinu í Garði sl. föstudag. Að þessu sinni var veislan haldin í samvinnu við unglingaráð Reynis í Sandgerði en gott samstarf hefur verið með yngri flokkum knattspyrnufélaganna. Það fór ekkert á milli mála hvað væri verið að elda í samkomuhúsinu strax og komið var í anddyrið. Boðið var upp á skötu, saltfisk og sigin fisk og fjölmargir mættu til að gæða sér á kræsingunum.
F
erskir Vindar í Garði er alþjóðleg listahátíð sem haldin er í þriðja sinn á Íslandi og stendur frá 21. desember 2013 til 26. janúar 2014. Þema viðburðarins er víðáttan og listrænn stjórnandi er Míreya Samper. Ferskir Vindar í Garði er einstakur viðburður sinnar tegundar, fjölda listafólks úr öllum listgreinum og af mörgum þjóðernum er boðið að koma til Íslands, í Garð, til að kynnast landi og þjóð, verða fyrir áhrifum náttúrunnar og samfélagsins og skilja eftir sig spor í formi sköpunar. Á þeim fimm vikum sem listafólkið dvelur og vinnur í Garði, mun það miðla til samfélagsins þekkingu og fagmennsku í listum á fjölbreytilegan hátt, í mismunandi efnistökum og listgreinum. Þá verða ýmsar uppákomur: kynning á listafólkinu og verkum þeirra, tónlistar- og kvikmyndaviðburðir, gjörningar, málþing o.m.fl. Viðburðirnir eru opnir almenningi og eru allir ávallt velkomnir. Markmið listaveislunnar er að skapa umhverfi gert úr nýstárlegum listaverkum og að mynda tengslanet milli
innlendra og erlendra listamanna. Einnig að auðga andann með því að deila og læra hvert af öðru, vera saman, vinna saman, sýna afraksturinn saman og síðast en ekki síst að vera í nánum tengslum við íbúa bæjarfélagsins. Það getur verið gegnum beina samvinnu eða aðstoð við listsköpun, fyrirlestra, kennslu og aðrar uppákomur sem tengjast beint inn í skólastarfið sem og annars konar samstarf. Listahátíðin dreifir ávöxtum sínum til samfélagsins alls og vonandi njóta hennar sem flestir. Afrakstur þessara fimm vikna vinnustofa og málþings verður áþreifanlegur í formi sýninga, listaverka, innsetninga og tónleika, innanhúss sem utan í Garði. Opnunar hátíð verður 18. janúar 2014. Verkefnið er að mestu stutt af gestgjafanum, Sveitafélaginu Garði, en einnig af opinberum aðilum svo sem Menntamálaráðuneyti Íslands auk margra einstakra styrktaraðila. Forsetafrúin Dorrit Mousaieff er verndari listaveislunnar Ferskir Vindar í Garði.
Bundið slitlag á elsta göngustíg bæjarins E Árið 2013 fer í sögubækurnar í Garði sem ár göngustíganna. Göngustígurinn frá Garðskaga og að Nýjalandi var malbikaður í sumar og þar með varð til öruggari gönguleið sem liggur eftir gangstétt og göngustíg í gegnum allan Garðinn, allt frá innkomunni í byggðina við Réttarholtsveg og alla leið út á Garðskaga. Nú í lok nóvember var síðan elsti göngustígurinn í Garði lagður bundnu slitlagi. Það er stígur sem liggur frá Melbraut og upp í gegnum byggðina upp að Ósbraut. Þessi stígur hefur í áratugi verið malarstígur en er nú orðinn malbikaður. Það var Gröfuþjónusta Tryggva Einarssonar sem sá um framkvæmdir en malbikunarstöðin Höfði lagði bundna slitlagið.
TENDRAÐI JÓLALJÓSIN
G
arðmenn hafa kveikt jólaljósin á jólatrénu í Garði. Það var Guðrún F. Stefánsdóttir sem kveikti ljósin sunnudaginn 1. desember. Hefð er fyrir því að afmælisbarn dagsins kveiki jólaljósin sem ávallt eru tendruð fyrsta sunnudag í aðventu. Söngsveitin Víkingar flutti jólalög, jólasveitar kíktu á svæðið og þá flutti sóknarpresturinn einnig hugvekju í tilefni aðventunnar.
Myndirnar voru teknar þegar stígurinn var malbikaður í lok síðasta mánaðar.
l ó j g e l i ð e l g
Sendum starfsfólki okkar og Suðurnesjamönnum öllum okkar bestu óskir um
og farsæld á nýju ári.
30
SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI • SUÐUR MEÐ SJÓ
GERÐASKÓLI
- SKÓLI MARGBREYTILEIKANS G
erðaskóli er skóli með sögu enda er skólinn einn af elstu starfandi grunnskólum landsins í dag. Skólinn ber aldurinn vel enda er húsnæði skólans að stórum hluta nýtt og nýendurgert og vel hefur verið vandað til verka. Öll umgjörð grunnskólastarfs í Sveitarfélaginu Garði er eins og best verður á kosið.
UM 200 NEMENDUR OG 40 STARFSMENN Í Gerðaskóla stunda um tvöhundruð nemendur nám og þar starfa um fjörtíu starfsmenn. Í skólanum blómstrar fjölbreytt mannlíf og skólinn reynir að mæta margvíslegum þörfum hvers og eins eftir því sem unnt er. Sem dæmi má nefna að stór hluti nemenda á annað móðurmál en íslensku, sú staðreynd gerir ákveðnar kröfur til kennara og gefur skólanum og skólastarfinu ákveðinn fjölbreytileika sem við verðum að virkja til þess að auðga skólastarfið. Oft er talað um einstaklingsmiðað nám sem merkir að námið er lagað að þörfum hvers og eins eftir því sem unnt er, og skóla án aðgreiningar en í því felst að svo til allir nemendur sæki sinn heimaskóla burtséð frá andlegu og líkamlegu atgervi. Þessir þættir þ.e. einstaklingsmiðað nám og skóli án aðgreiningar auka þær kröfur sem gerðar eru til grunnskólans og auka þ.a.l. kostnað við skólahald en hins vegar er líka verið að tryggja jafna stöðu allra nemenda burtséð frá þroska og atgervi, það er sá andi sem svífur yfir vötnum í lögum um grunnskóla. Ég kýs hins vegar frekar að nota hugtakið skóli margbreytileikans en þar er lögð áhersla á margbreytilegar þarfir sem skólinn þarf að aðlagast. Þessi margbreytileiki felst t.d. í mismunandi hæfni, getu, áhuga nemenda. Mismunandi uppruna, menningaruppeldi, málskilning o.m.fl. Í þessu felst að skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði um einstaklingsmiðað nám og skóla án aðgreiningar. Nemendur eru mismunandi og því þarf að nota margbreytilegar kennsluaðferðir og mismunandi nálgun. Sá tími er liðinn að kennarar geti
eingöngu notast við þær kennsluaðferðir sem kennarar þeirra notuðu á sínum tíma. Það er viðvarandi verkefni að viðhalda metnaðarfullum kennsluaðferðum og krefjandi verkefni að stíga í þeim efnum skref út í óvissuna sem felst t.d. í innleiðingu nýrra aðferða. Upplýsingabylting hefur átt sér stað síðustu árin nú þurfa skólarnir að leggja aukna áherslu á að nemendur öðlist hæfni til að leita upplýsinga, geti metið þær og rýnt í þær sér til gagns, en þetta eru m.a. áhersluþættir í nýrri aðalnámskrá.
FRAMTÍÐARSÝN, SKÓLASTEFNA OG GILDI SKÓLANS Áður fyrr var markmiðið einkum að ala börnin upp í Guðsótta og góðum siðum, kannski var það framtíðarsýn fyrri tíma. En nú er öldin önnur, gerð er almenn krafa um stefnumörkun og árangur. Menntun og uppeldi er nú samvinnuverkefni heimila og skóla. Gerðaskóli hefur sett sér ákveðin gildi í skólastarfinu, stundum nefnd slagorð. Þessi gildi eru ákveðnar vörður inn í framtíðina og móta framtíðarsýn skólans og sveitarfélagsins. Gildin okkar eru: Virðing, ábyrgð, árangur og ánægja. Við viljum að fólk skynji þessa þætti í skólastarfinu með einum eða öðrum hætti. Þessi gildi eru ákveðin viðurkenning þess hvaða þætti við viljum að móti skólastarfið hjá okkur og hvaða þætti nemendur taka með sér út í framtíðina. Besta auglýsing Gerðaskóla og sveitarfélagsins er auðvitað framganga þess unga fólks sem útskrifast frá Gerðaskóla og velur sér framhaldsskóla eða annan vettvang. Þetta fólk mótar viðhorf samfélagsins til skólans og sveitarfélagsins. Við viljum að samskipti aðila skólasamfélagsins einkennist af virðingu. Aðilar skólasamfélagsins eru allir þeir aðilar sem hafa aðkomu að skólanum með einum eða öðrum hætti. Við viljum líka að hver aðili beri ábyrgð í samræmi við eigin forsendur. Skólinn ber ákveðna ábyrgð, líka heimilin og allir þeir aðilar sem hafa aðkomu að skólanum. Við viljum að allir aðilar leitist við að ná hámarks árangri skv. eigin getu og hæfileikum. Við viljum að starfsánægja einkenni starfið í skólanum, ánægja skilar betri árangri og
dregur úr líkum á atferlistruflunum. Vinna sem maður hefur fullt vald á færir manni öryggiskennd og ánægju. Ef við náum því markmiði að gildi skólans setji mark sitt á starfið og nemendur tileinki sér þessi gildi, þá erum við á réttri leið. En hafa ber í huga að stundum er erfitt að mæla þessa þætti, mælikvarðinn er stundum huglægur. Markmið og framtíðarsýn á m.a. að birtast í skólastefnu sveitarfélagsins. Nú stendur yfir vinna við nýja skólastefnu sveitarfélagsins Garðs. Verkefnastjóri var ráðinn til að halda utan um verkefnið. Fyrir skömmu voru haldin skólaþing meðal allra nemenda Gerðaskóla og hins vegar meðal almennings. Þar gafst fólki kostur á að tjá sig um málefni leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla og æskulýðsstarfs en þessir málaflokkar verða í nýrri skólastefnu. Einnig fór fram umræða meðal elstu nemenda í Gefnarborg. Niðurstöður allra þessara funda eru gott veganesti fyrir þá aðila sem munu leggja drög að nýrri skólastefnu. Fyrirhugað er að ljúka vinnu við nýja skólastefnu í febrúar næstkomandi. Samhliða vinnu við gerð skólastefnu var gerð könnun meðal starfsfólks skólans um hvað mætti betur fara í skólastarfinu, þessi könnun var líka liður í innra mati skólans. Fjölmargar tillögur bárust og verið er að vinna úr þeim.
áhersludögum er lögð áhersla á eitthvert viðfangsefni dagspart í tvo eða þrjá daga og reynt að breyta aðeins út frá hefðbundinni dagskrá. Í ár lögðum við áherslu á grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Forvarnardagurinn var einnig haldinn í október venju samkvæmt. Í byrjun nóvember tók Gerðaskóli þátt í svokallaðri fyrirtækjasýningu í íþróttamiðstöðinni. Í nóvember komu nemendur á sal á baráttudegi gegn einelti og hlýddu m.a. á Bergvin Oddsson sem kallar sig Begga blinda. Íþróttadagar voru haldnir 12. og 13. nóvember en þá er hefðbundið skólastarf lagt til hliðar og lögð áhersla á leiki og íþróttir. Einnig var haldið uppá dag íslenskrar tungu með samkomu á sal. Í lok nóvember héldum við svokallaðan rugldag, þá rugluðum við nemendahópunum þannig að nemendi í 1. bekk gat lent í hóp með nemanda 10. bekkjar svo dæmi sé tekið. Þessi dagur tókst mjög vel. Í desember ber starfið keim af komu jólanna, hefð er fyrir því að fá rithöfunda til að lesa úr verkum sínum, svo er svokallaður kirkjudagur rétt fyrir jólaleyfi og vitanlega litlu jólin. Skv. framangreindu má sjá að fjölmargt er gert til að brjóta upp hefðbundna dagskrá bæði er um að ræða fasta liði sem hafa orðið af hefðum í áranna rás og svo auðvitað ýmislegt sem rekur á fjörur okkar á líðandi stundu.
SKÓLASTARFIÐ Í Gerðaskóla eru tíu árgangar í ellefu námshópum eða bekkjum. Auk þess er rekin síðdegisvistun fyrir yngstu börnin, þar eru yfir fjörtíu börn skráð. Skólastarfið í Gerðaskóla er með hefðbundnu sniði, í vetur hafa foreldrar fengið send rafræn fréttabréf í lok hvers mánaðar og er það viðleitni skólans til þess að miðla upplýsingum um skólastarfið út í skólasamfélagið. Skólastarfið snýst að einhverju leyti um hefðir, nú verður vikið að því sen einkennt hefur starfið nú á haustönn. Í upphafi skólaárs var haldinn svokallaður göngudagur, þá fara allir nemendur í gönguferð í nágrenni skólans. Í október voru svokallaðir áhersludagar en þeir eru annað hvert ár á móti þemadögum. Á
AÐ LOKUM Hér að framan hefur verið stiklað á stóru hvað skólastarfið í Gerðaskóla varðar. Starfið hefur gengið vel í vetur þó eflaust megi ávallt gera enn betur. Það er einmitt markmið okkar, að gera góðan skóla enn betri. Við viljum leggja áherslu á gildin okkar, þ.e. virðingu, ábyrgð, árangur og ánægju. Lykillinn að góðum námsárangri og góðu uppeldi er gott samstarf við foreldra, þeir verða að skapa frjóan jarðveg og jákvæðan tón í garð skóla og náms almennt. Jákvætt og uppbyggilegt náms- og uppeldisumhverfi er forsenda þess að við náum ásættanlegum árangri í námi og uppeldi barnanna. Skarphéðinn Jónsson skólastjóri Gerðaskóla
31
SUÐUR MEÐ SJÓ • SAMFÉLAGIÐ Í GARÐI
Stærri íþróttamiðstöð á nýju ári
Í
þróttamiðstöðin í Garði var formlega tekin í notkun þann 16. október 1993 og er því 20 ára um þessar mundir. Aðdragandi að uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar hafði staðið nokkuð lengi, en með tilkomu hennar varð bylting varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar og líkamsræktar í Garðinum. Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar hefur gengið mjög vel í 20 ár. Sundlaugin með heitum pottum, gufubaði og vatnsrennibraut hefur verið vel nýtt. Það sama á við um íþróttasalinn og líkamsræktar aðstöðuna í kjallaranum. Við opnun Fyrirtækjasýningarinnar í Íþróttamiðstöðinni þann 4. október sl. var undirritaður verksamningur við Braga Guðmundsson um viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina. Það var ánægjulegt og vel til fundið við þau tímamót að 20 ár eru liðin frá opnun Íþróttamiðstöðvarinnar. Viðbyggingin mun rísa ofan á þjónusturými hússins og þar verður fullbúin líkamsræktarstöð. Við undirritun verksamningsins og í tilefni 20 ára afmælis Íþrótta-
miðstöðvarinnar var þeim Jóni Hjálmarssyni forstöðumanni og Kristínu Eyjólfsdóttur afhentir blómvendir, en þau hafa starfað í Íþróttamiðstöðinni frá því hún var tekin í notkun fyrir 20 árum.
Sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um
gleðileg jól
og farsæld á komandi ári um leið og við þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
Skólaþing í Gerðaskóla ENú er unnið að mótun skólastefnu fyrir Sveitarfélagið Garð og er skólaþing mikilvægur liður í því verkefni. Boðað var til skólaþings í Gerðaskóla nýverið. Á skólaþingi er leitað eftir hugmyndum og sjónarmiðum íbúanna um skólastarfið, sem nær yfir leikskólann, grunnskólann og tónlistarskólann. Þátttaka í þinginu var góð og sköpuðust góðar umræður um skólastefnu sveitarfélagsins. Þá verður sú hugmyndavinna sem unnin var á þinginu notuð í mótun skólastefnu til næstu ára.
Velkomin á Hótel Keflavík Fyrsta flokks hótel í miðbæ Keflavíkur
Hótel Keflavík hefur frá stofnun árið 1986 verið fyrsti valkostur flugfarþega sem þurfa á gistingu að halda fyrir eða eftir flug. Snemmbúinn morgunverður, flugvallarskutl, geymsla á bíl og fyrsta flokks aðstaða gera hótelið fullkomið fyrir þig og þína fjölskyldu þegar þið fljúgið út.
Á Hótel Keflavík eru 70 glæsileg hótelherbergi.
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um
l ó j g e l i ð e l g
Við bjóðum uppá standard herbergi, deluxe herbergi, svítur og fjölskyldu herbergi. Öll herbergin bjóða uppá það sem hver og einn myndi búast við af fjagra störnu hóteli. Hótel Keflavík býður uppá úrval af þjónustu fyrir gesti hótelsins. Á hótelinu er m.a. að finna a la carté veitingastað. Einnig hefur hótelið í boði fyrir gesti sína 500 fermetra líkamsræktarstöð með gufubaði og ljósabekkjum.
Á Hótel Keflavík finnur þú fyrsta flokks fundar- og ráðstefnuaðstöðu.
Hótelið hefur allt verið endurnýjað að innan sem utan á síðustu misserum.
og farsæld á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. „Margir af okkar besta starfsfólki síðustu 27 ár hafa komið frá Garðinum“ - Steinþór Jónsson, hótelstjóri
Vatnsnesvegi 12-14 Reykjanesbæ • Sími 420 7000 • Póstur: stay@kef.is
Allt til j贸lanna
铆 j贸laskapi