28 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 14. júlí 2016 • 28. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

ÞRÝSTA Á TVÖFÖLDUN

l „Það eru um 200 manns sem slasast alvarlega eða láta lífið í umferðinni hér á landi á hverju ári. Einhvern tíma hefði það verið kallað almannavarnaástand.“ l „Við unum ekki við hálfklárað verk“. l Yfir 16.000 í þrýstihóp á Facebook Skipaður hefur verið framkvæmdahópur til að þrýsta á stjórnvöld að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Keflavíkurflugvelli að höfuðborgarsvæðinu. Hópinn skipa þau Atli Már Gylfason, Páll Orri Pálsson, Teitur Örlygsson, Margrét Sanders, Örvar Kristjánsson, Sólborg Guðbrandsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Leifur A. Ísaksson, Andri Þór Ólafsson, Kristján Jóhannsson, Marta Jónsdóttir, Ísak Ernir Kristinsson og Guðbergur Reynisson. Í kjölfar banaslyss á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar á fimmtudag í síðustu viku var stofnaður hópur á Facebook undir yfirskriftinni „Stopp hingað og ekki lengra“ og á stuttum tíma eru meðlimir hópsins orðnir yfir 16.000. Það voru þeir Guðbergur Reynisson og Ísak Ernir Kristinsson sem stofnuðu hópinn. Framkvæmdahópurinn mun vinna úr þeim tillögum sem komið hafa fram varðandi Reykjanesbraut og segir Ísak það ekki hafa verið erfitt að finna gott fólk til setu í honum. „Næstu skref verða að framkvæmdahópurinn hittist og setji fram opinbera kröfu um það hvað hann vill að komi út úr verkefninu. Við sjáum fyrir okkur að hópurinn fari nýjar og áhugaverðar leiðir,“ segir hann. Vilja samtal við stjórnvöld Sambærilegur hópur var stofnaður um síðustu aldamót til að þrýsta á um tvöföldun Reykjanesbrautar. Ísak segir nýskipaða framkvæmdahópinn búa vel að þeirri vinnu sem unnin var þá. „Þá vann fólk þetta frá grunni en nú viljum við að þeirri vinnu sem var hafin þá, verði lokið. Hópurinn sem starfaði í kringum aldamót vann þrekvirki og þetta verður sennilega auðveldara fyrir okkur í dag.“ Ísak segir það hafa komið á óvart hversu margir meðlimir þrýstihópsins á Facebook eru en ánægjulegt hversu margir blandi sér í umræðuna og að krafan sér skýr. „Við unum ekki við hálfklárað verk og viljum ljúka þessari framkvæmd sem hófst um aldamótin og hefur tekið alltof langan tíma.“ Ísak segir hópinn ekki ætla að standa fyrir mótmælum heldur láta reyna á gott samtal við yfirvöld. „Nema auðvitað ef við náum ekki athygli stjórnmálamanna. Þá reynum við nýjar aðferðir. Mér finnst miður að enn sem komið er hafi aðeins einn þingmaður kjördæmisins haft samband við okkur og blandað sér í umræðuna, það er Vilhjálmur Árnason. Þetta snýst um 23.000 manna samfélag og við höfum ekki fengið að

heyra opinberlega viðbrögð frá þingmönnum. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er forsætisráðherra og annar ráðherra ferðamála og aukin umferð um Reykjanesbraut stafar einmitt, meðal annars, af auknum fjölda ferðamanna,“ segir hann. Þá gagnrýnir Ísak seinagang Vegagerðarinnar við framkvæmdir við Reykjanesbraut en til hafði staðið að banna vinstri beygju af Hafnavegi út á Reykjanesbraut. „Fulltrúi Vegagerðarinnar sagði að verkið hefði tafist vegna veðurs og að á næstu vikum verði farið í útboð vegna undirganga undir Reykjanesbraut. Hvað þýðir það eiginlega? Það þarf að gera ráðstafanir strax til að tryggja öryggi við þrjú gatnamót að Reykjanesbraut. Það er ekki aðeins við Hafnaveginn, heldur líka við Þjóðbraut og Aðalgötu.“ Segir þrýsting almennings skipta máli Tvöföldun á Reykjanesbraut er ekki í Samgönguáætlun Alþingis til ársins 2018. Að sögn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns og formanns Samfylkingar, eru líkur á því áætlunin verði til umræðu þegar Alþingi kemur saman á ný, 15. ágúst. „Ég á von á því að ríkisstjórnin vilji ljúka málinu fyrir kosningar,“ segir hún. Í Facebook hópnum

Frá gatnamótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar. Þar varð banaslys í síðustu viku. VF-mynd: Aldís Ósk hefur verið skorað á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar. Aðspurð um hvort áskorunin hafi áhrif kveðst Oddný vona það. „Ég mun í það minnsta gera það og á ekki von á öðru en að þingmenn kjördæmisins leggi mikla áherslu á málið.“ Hún segir þrýsting almennings alltaf skipta máli. „Fyrir vikið verður meiri athygli á því sem þingmennirnir eru að gera í málinu.“ Þá segir Oddný vegakerfið hér á landi fjársvelt en að þingmenn geti beitt sér fyrir breytingum þar að lútandi. Hægt að auka öryggi án stórframkvæmda „Í svo stórri framkvæmd sem tvöföldun Reykjanesbrautar er, þá er ekki raunhæft að hún verði að veruleika strax þó henni verði flýtt eins og hægt er. Það er þó vel hægt að auka umferðaröryggi núna strax án svo mikillar framkvæmdar,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann segir að auk gatnamóta við Hafnaveg, sé mikilvægt að breyta einnig gatnamótum Aðalgötu og Þjóðbrautar við Reykjanesbraut. „Nú þegar

eru komin hringtorg við Stekk og Grænás en þar voru mörg umferðarslys á sínum tíma. Þegar ég var í löggunni gerði ég lítið annað en að fara í útköll vegna slysa á þessum tveimur gatnamótum. Nú hafa slysin færst til á hin gatnamótin og það þarf tafarlaust að auka öryggi við þau,“ segir hann. Vilhjálmur nefnir að miklar breytingar hafi átt sér stað á Suðurnesjum á undanförnum misserum sem kalli á framkvæmdir, til að mynda mikil fjölgun ferðamanna, fjölgun íbúa á Ásbrú og í Reykjanesbæ, sem og í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum, þungaflutningar til og frá Helguvík og fjölgun starfsmanna á og við Keflavíkurflugvöll. Vilhjálmur tekur í sama streng og Ísak og segir stjórnmálamenn á Íslandi almennt lítinn áhuga hafa á samgöngumálum og umferðaröryggi. „Ég hef aldrei botnað í þessu áhugaleysi síðan ég kom á þing. Það eru um 200 manns sem slasast alvarlega eða láta lífið í umferðinni hér á landi á hverju ári. Einhvern tíma hefði það verið kallað almannavarnaástand.“ Nánari er fjallað um málið á vef Víkurfrétta, vf.is, þar sem m.a. er að finna ítarlegri viðtöl við viðmælendur í þessari frétt.

Jóga í sólsetrinu á Garðskaga n Hópur fólks hittist á Garðskaga í blíðunni á dögunum og iðkaði jóga við sjávarnið undir miðnætursól. Verkefnið ber heitið Pop up úti jóga og er á vegum jógakennaranna Önnu Margrétar Ólafsdóttur og Tabitha Tarran og hófst í byrjun júlí. Nánar er sagt frá þessari uppákomu og sýndar fleiri myndir í blaðinu í dag.

Lækka kostnað við endurskoðun um 20 milljónir kr.

Fyrstu tvær konurnar á sjúkrabíl FÍTON / SÍA

n Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í síðustu viku að taka tilboði Grant Thornton endurskoðunar ehf. í endurskoðun fyrir Reykjanesbæ, Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar á grundvelli niðurstöðu örútboðs. Ríkiskaup framkvæmdi útboðið fyrir Reykjanesbæ sem gerði kröfu um að sá endurskoðandi sem stjórnaði verkinu myndi falla í A- flokk samkvæmt Rammasamningi ríkisins og krafist var reynslu af sambærilegum verkefnum. Grant Thornton var með lægsta tilboðið af þeim fyrirtækjum sem sendu inn tilboð og stóðust kröfulýsingu. Stefnt er að undirskrift samnings að loknum 10 daga biðtíma. Alls buðu sex fyrirtæki í verkið. Á vef Reykjanesbæjar er haft eftir Jóni Inga Benediktssyni, innkaupastjóra Reykjanesbæjar, að fjárhagslegur ávinningur örútboðs á endurskoðun fyrir Reykjanesbæ, Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar nemi tæplega 20 milljónum króna.

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Það er óhætt að segja að blað hafi verið brotið í sögu sjúkraflutninga á Suðurnesjum þann 16. júní síðastliðinn þegar þær Ingibjörg Þórðardóttir og Kolbrún Jóhannsdóttir voru fyrstu konurnar til að fara saman í útkall. „Við áttuðum okkur ekki á þessu fyrr en á leiðinni til baka eftir útkallið þegar við fórum að spjalla saman,“ segja þær. Sjá nánar á bls. 6 í blaðinu í dag.


2

VÍKURFRÉTTIR

Óska eftir byggingaleyfi vegna fjölbýlishúss

fimmtudagur 14. júlí 2016

Frá Reykjanesbraut við Rósaselstorg. Þar á m.a. eftir að tvöfalda Reykjanesbrautina að Fitjum. VF-mynd: Aldís Ósk

n Verktakafyrirtækið Grindin í Grindavík hefur óskað eftir því við skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar að fá byggingarleyfi vegna fjölbýlishúss við Stamphólsveg 5. Skipulagsnefnd hefur lagt til við bæjarstjórn að byggingaráfomin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist. Bæjarráð samþykkti tillögu skipulagsnefndar samhljóða á fundi sínum nýverið. Vöntun hefur verið á minni íbúðum í Grindavík og í frétt Víkurfrétta 18. júní síðastliðinn var haft eftir Róberti Ragnarssyni, bæjarstjóra Grindavíkur, að þar vanti 70 til 100 fermetra íbúðir, bæði fyrir yngra fólkið og það eldra, jafnt til leigu og sölu.

Lést í umferðarslysi n Maðurinn sem lést í árekstri bifhjóls og vörubifreiðar á Reykjanesbraut á fimmtudag í síðustu viku hét Jóhannes Hilmar Jóhannesson. Hann var 34 ára gamall, fæddur árið 1982 og til heimilis að Sóltúni 2 í Garði. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.

Vilja láta tvöfalda Reykjanesbraut og fjölga útskotum l Nær allir ferðamenn á landinu fara um Reykjanesbraut Stjórn Reykjanes Global Geopark telur að tvöfalda þurfi Reykjanesbraut að Rósaselstorgi, fjölga útskotum á flestum vegum á Suðurnesjum og fjölga snjómokstursdögum og bæta hálkuvarnir. Þetta kemur fram í svari stjórnarinnar við fyrirspurn Stjórnstöðvar ferðamála um það hverjar eru þarfir ferðaþjónustunnar á Reykjanesi í samgöngumálum. Í svari stjórnar Reykjanes Global Geopark segir að samkvæmt aðalskipulagi Reykjanesbæjar tímabilið 2008 til 2024 sé gert ráð fyrir að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar að Rósaselstorgi. Samhliða því sé gert ráð fyrir mislægum gatnamótum við Þjóðbraut. Í svarinu segir að mikil slysahætta myndist þegar ökutæki þveri Reykjanesbrautina.

„Alltof mörg dæmi eru um slys, annars vegar við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar og hins vegar við gatnamót Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar. Það er því afar brýnt að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar að Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en um hana fara nærri allir ferðamenn sem koma til landsins auk starfsfólks á flugstöðvarsvæðinu,“ segir í svari stjórnarinnar sem sent var 13. júní síðastliðinn. Stjórnin telur að fjölga þurfi útskotum á flestum vegum á Suðurnesjum, til dæmis á Suðurstrandarvegi, Nesvegi, Hafnavegi, Garðskagavegi, Norðurljósavegi og Vatnsleysustrandarvegi. Umferðarálag hafi aukist verulega á öllum vegum á Suðurnesjum undanfarin ár allt árið um kring. Málið sé brýnt

enda skapist mikil slysahætta þegar ferðamenn eða áhugafólk stöðvi ökutæki sín á þröngum vegum þar sem engin aðstaða er til staðar. Bætt vetrarþjónusta er eitt af því sem stjórn Reykjanes Geopark telur mikilvægt að ráðast í þar sem að með aukinni umferð á öllum vegum á Suðurnesjum sé þörf á að fjölga snjómokstursdögum þegar það á við og bæta hálkuvarnir. Stjórnin telur þetta sérstaklega eiga við um Suðurstrandarveg, Nesveg, Hafnaveg og Reykjanesvitaveg en þessir vegir tengja vinsæla ferðamannastaði yst á Reykjanesi; Valahnúk, Gunnuhver, Brimketil og Brú milli heimsálfa.

Umferðaröryggisáætlanir Sandgerðis og Garðs gefnar út n Sveitarfélögin Sandgerði og Garður hafa hvort um sig gefið út umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2016 til 2020. Sveitarfélögin og Samgöngustofa undirrituðu samning þess efnis að umferðaröryggisáætlun verði gerð fyrir hvort sveitarfélag, en Samgöngustofa hefur á undanförnum árum hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggi. VSÓ Ráðgjöf aðstoðaði við þetta verkefni. Vinna við gerð áætlananna stóð yfir frá janúar til júlí 2016. Markmið með gerð umferðaröryggisáætlana er að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og íbúa um umferðaröryggismál. Lagt var mat á núverandi stöðu umferðaröryggismála í sveitarfélögunum, lagðar fram tillögur til úrbóta og þeim forgangsraðað. Áhersla var lögð á

www.n1.is

að rödd sem flestra heyrðist þannig að hagsmunir allra vegfarendahópa væru teknir með. Mikilvægur þáttur var myndun samráðshóps með helstu hagsmunaðilum. Í hópi hvors sveitarfélags fyrir sig voru fulltrúar frá grunnskóla, leikskóla, forvarnarstarfi, Vegagerðinni, Samgöngustofu, Lögreglunni á Suðurnesjum, Strætó Bs, ásamt umhverfis- og tæknifulltrúa sveitarfélaganna og VSÓ Ráðgjöf sem starfaði með hópunum. Umræður á fundum samráðshópa lögðu grunn að gerð áætlananna þar sem staðkunnugir þekkja best hættur í umhverfinu og tóku fulltrúar í samráðshópum þátt í að móta stefnu og markmið áætlananna. Einnig var auglýst eftir ábendingum frá íbúum í Víkurfréttum og á heimasíðum sveitarfélag-

anna. Áætlanirnar voru einnig teknar til umræðu hjá bæjarráðum og skipulags- og byggingarnefndum Sandgerðis og Garðs. Áætlað er að umferðaröryggisáætlanirnar verði endurnýjaðar á fjögurra ára fresti. Fram að þeim tíma verði ábendingum sem berast sveitarfélögunum varðandi umferðaröryggi safnað saman og þær greindar. Jafnframt verði unnið að þeim úrbótum sem lagðar eru fram í þessum umferðaröryggisáætlunum. Tveimur árum eftir útgáfu umferðaröryggisáætlananna er gert ráð fyrir að samráðshóparnir fundi þar sem farið er yfir verkefnastöðu og nýjar ábendingar. Nálgast má áætlanirnar á heimasíðum sveitarfélaganna.

facebook.com/enneinn

Ertu reynslubolti með bíladellu? Við leitum að þjónustuliprum reynslubolta, bifvélavirkja eða viðgerðarmanni á smur og hjólbarðaverkstæði í Reykjanesbæ. Fjölbreytt og spennnandi starf í góðum félagsskap. Helstu verkefni: • Almennar bílaviðgerðir • Smur- og hjólbarðaþjónusta Hjólbarðaverkstæði N1 hafa öll hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin, en þá vottun fá eingöngu þau hjólbarðaverkstæði sem uppfylla ströngustu gæðakröfur Michelin.

Hæfniskröfur: • Bifvélavirkjun, vélvirkjun eða önnur sambærileg menntun • Reynsla af bílaviðgerðum • Samskiptahæfni og vönduð vinnubrögð Bæði kyn eru hvött til að sækja um laus störf hjá fyrirtækinu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagur Benónýsson í síma 440 1030 eða gegnum netfangið dagur@n1.is.

Hluti af atvinnulífinu VR-15-025

Ást á íslenskri náttúru! l Náttúra Íslands í augum tveggja Njarðvíkinga Náttúra Íslands hefur sem betur fer átt sína hjartans unnendur á öllum tímum og nú má sjá skemmtilega sýningu Stofunni í Duus Safnahúsum sem tengist einmitt þessari náttúruást. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem Oddgeir Karlsson ljósmyndari í Njarðvík hefur tekið víða á Reykjanesinu og grjóti úr safni Njarðvíkingsins Áka Gränz heitins en hann var ástríðufullur steinasafnari með meiru. Við fráfall Áka eignaðist Reykjanesbær mikið steinasafn ásamt fjölda listaverka og á sýningunni núna má sjá úrval úr steinasafninu en listaverkin bíða betri tíma. Sýningin mun standa í sumar og eru bæjarbúar hvattir til að koma og njóta.


markhönnun ehf

ALLT

fyrir

GRILLIÐ -28%

-35%

-35%

NAUTABORGARAR M/BRAUÐI - 4X90 G ÁÐUR: 1.098 KR/PK KR PK

KJÚKLINGABORGARI M/BRAUÐI - 2 STK ÁÐUR: 598 KR/PK KR PK

PÍTUBUFF M/BRAUÐI 6X60G ÁÐUR: 1.598 KR/PK KR PK

791

389

1.039

-25%

-30%

-25%

LAMBALUNDIR FROSNAR ÁÐUR: 5.298 KR/KG KR KG

3.974

DÁDÝRAVÖÐVAR N. SJÁLAND - FROSIÐ ÁÐUR: 3.998 KR/KG KR KG

NAUTA RIB-EYE Í HEILU - FROSIÐ - ERLENDAR ÁÐUR: 2.998 KR/KG KR KG

2.799

1.979

-32%

-34% -20%

-30% KALKÚNASNEIÐAR RED SALSA ÁÐUR: 2.998 KR/KG KR KG

GRÍSAHNAKKASNEIÐAR NEW YORK ÁÐUR: 2.198 KR/KG KR KG

1.495 GRILL KJÚKL. LEGGIR TEXAS STYLE ÁÐUR: 998 KR/KG KR KG

1.979

798

LAMBAKÓTILETTUR Í RASPI - FERSKAR ÁÐUR: 2.974 KR/KG KR KG

2.082

-20% ORGANIC PIZZA 2 TEG ÁÐUR: 598 KR/STK KR PK

498 MYLLU KANILSNÚÐAR 12 Í POKA ÁÐUR: 296 KR/PK KR PK

266

LAYS SENSATIONS 2 TEGUNDIR ÁÐUR: 379 KR/PK KR PK

349

-20%

-50% BAKE OFF SÚKKULAÐIBITAKÖKUR - 103 G ÁÐUR: 199 KR/STK KR STK

159

BAKE OFF TOSCANABRAUÐ - 550 G ÁÐUR: 398 KR/STK KR STK

358

X-TRA 300 G SÆLGÆTISBLANDA ÁÐUR: 398 KR/STK KR PK

349

COOP COOKIES SMARTIES/SÚKKUL. ÁÐUR: 209 KR/STK KR PK

199

VÍNBERJATVENNA 500 G ÁÐUR: 549 KR/STK KR STK

275

X-TRA SAFI EPLA/APPELSÍNU 1,5 L ÁÐUR: 299 KR/STK KR STK

269

COCA COLA 4 X 2L ÁÐUR: 1.036 KR/PK KR PK

989

www.netto.is | Tilboðin gilda 14. – 17. júlí 2016 Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. júlí 2016

Jarðskjálfti við Grindavík

n Jarðskjálfti að stærð 3 var við Grindavík aðfararnótt síðasta föstudags klukkan 04:16. Upptök hans voru tæpa þrjá kílómetra norður af Grindavík. Á vefmiðlinum Grindavik.net segir að skjálftinn hafi fundist í Grindavík en að eftirskjálftavirkni hafi verið lítil.

UMSJÓNARMAÐUR FASTEIGNA OG TÆKJA Frá afhendingu gjafarinnar í Listasafni Reykjanesbæjar á dögunum.

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna og tækja hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Helstu verkefni og ábyrgð Starfssvið umsjónarmanns nær til umsjónar allra fasteigna og tækja Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ, Grindavík og Vogum. Umsjónarmaður sér um viðhald og að ráða verktaka vegna viðhalds sem tilheyrir HSS og hefur eftirlit með þeim til að tryggja gæði og tilskilinn frágang verka. Einnig sér hann um tillögugerð til framkvæmdastjórnar um nauðsynlegt viðhald fasteigna og tækja. Umsjónarmaður tekur við tilkynningum frá eftirlitsaðilum, slökkviliði og lögreglu ef þörf er á og bregst við eftir atvikum. Hæfniskröfur • Iðnmenntun á byggingasviði • Víðtæk þekking á byggingamálum • Víðtæk þekking á verklegum framkvæmdum • Þekking á áætlunargerð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi • Starfsreynsla á byggingasviði

Vegleg gjöf til Listasafns Reykjanesbæjar n Hjónin Svava Kristín Valfells og Sveinn Valfells komu færandi hendi í Listasafn Reykjanesbæjar síðasta föstudag og gáfu safninu þrjú listaverk sem tengjast Reykjanesbæ. Eitt þessara verka er nú til sýnis á sumarsýningu safnsins. Verkið heitir Mannfélagið, „At the Pool“ og er eftir Ásgeir Bjarnþórsson. Verkið er önnur útgáfa af mynd sem send var á Ólympíusýninguna í London árið 1948. Sveinn og Svava Kristín gáfu safninu einnig tvær aðrar myndir sem tengjast Reykjanesbæ. Önnur er mynd eftir Magnús Á. Árnason frá Narfakoti í Njarðvík og hin er mynd eftir Jón Steingrímsson, stýrimann, sem bjó síðari

ár sín í Keflavík en hann var faðir Svövu. Báðar þessar myndir voru í eigu Þórgunnar Ársælsdóttur Árnasonar frá Narfakoti en hún var fyrri kona Jóns Steingrímssonar og móðir Svövu. Á vef Reykjanesbæjar kemur fram að Listasafn Reykjanesbæjar eigi nú um 700 listaverk sem flest eru í nýrri kantinum og því hafi verið mikill fengur af þessari viðbót af eldri verkum í safnkostinn. Forstöðumaður safnsins, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi, og formaður menningarráðs, Eva Björk Sveinsdóttir, tóku á móti gjöfinni og þökkuðu höfðingsskapinn.

AFÞREYINGIN

Frekari upplýsingar um starfið Um er ræða framtíðarstarf og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf fljótlega. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsmannafélags Suðurnesja. Sótt er um starfið rafrænt á; www.hss.is undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði.

GÓÐUR LAGALISTI nauðsynlegur í hlaupin

Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 25.júlí 2016 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Elís Reynarsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar í síma 4220500 og á netfangi:elis@hss.is

Í þessari viku er brot af því besta úr undanförnum þáttum.

VIÐ OPNUM FLJÓTLEGA Á FITJUM OG Í LEIFSSTÖÐ

Starfsfólk óskast í eftirfarandi stöður Óskum eftir vaktstjórum á vaktir, þarf að geta byrjað í haust. Umsjón með framleiðslu á mat, vaktaplönum og mannaráðningum. Óskum eftir afgreiðslufólki á vaktir, þarf að geta byrjað í haust. Umsjón með framleiðslu á mat og jákvæðu hugarfari. Óskum eftir aðstoð í hádeginu Í haust fjóra daga vikunnar, unnið er frá kl 11:00-14:30 mánudag til fimmtudags. Vinsamlegast sendið umsóknir á nonni@ginger.is með ferilskrá.

n Njarðvíkingurinn Sigurbjörg Gunnarsdóttir hefur mikinn áhuga á garðrækt og er nýji uppáhalds sjónvarpsþátturinn hennar Í garðinum með Gurrý á RÚV. Sigurbjörg er sálfræðimenntaður íþróttafræðingur og í meistaranámi í forystu- og stjórnun samhliða vinnu en er núna í fæðingarorlofi. Það fer því drjúgur tími í brjóstagjöf þessa dagana og þá sest Sigurbjörg stundum fyrir framan sjónvarpið. Hún hefur brennandi áhugaá endurgerð gamalla húsa og innanhússhönnun og heldur mikið upp á sjónvarpsstöðina Fine Living. Bókin Ég gef mér allt of lítinn tíma til að setjast niður með góða bók en nýti tækifærið þegar ég fer til útlanda. Á náttborðinu er Gildran eftir Lilju Sigurðardóttur, virkilega spennandi og erfitt að leggja hana frá sér. Ég fór til Tenerife í janúar og þá las ég Endurkomuna eftir Ólaf Jóhann og Myrká eftir Arnald Indriða. Báðar bækurnar héldu mér fastri en verkin voru gjörólík. Ólafur er svo mikill meistari og þetta verk eins og góður konfektmoli. Á döfinni er svo að finna skemmtilega handbók í tengslum við garðyrkju og flóru Íslands. Tónlist Spotify er vinsælasta forritið á heimilinu og oft kveikt á græjunum. Undanfarið hef ég verið að hlusta á Ásgeir Trausta, Ylju, Mugison, Valdimar og

OMAM. Muse er líka töluvert í spilaranum og upphitunin löngu hafin fyrir tónleikana sem verða í ágúst í Reykjavík. Ég er nýlega farin að hlusta á jazz og er með nokkra góða lista vistaða á Spotify sem ég gríp reglulega í. Góður „playlisti“ er algjör nauðsyn þegar ég fer út að hlaupa og honum að þakka að ég er komin á skrið aftur eftir langt hlaupahlé. Hlaupalistinn heitir Runners world og er þar að finna blöndu af dans- og popptónlist. Sjónvarpsþáttur Þessa dagana fer mikill tími í að gefa litlu dóttur minni brjóst og þá er gott að tylla sér fyrir framan sjónvarpið. Ég er algjört nörd þegar kemur að endurgerð gamalla húsa og innanhússhönnun og þar kemur sjónvarpsstöðin Fine living sterk inn. Þar horfi ég mikið á „Tiny house, big living“ og „Fixer upper“. Annars gríp ég alltaf reglulega í Friends á Netflix og var að klára Breaking Bad seríurnar fyrir stuttu. Nýi uppáhalds þátturinn er „Í garðinum með Gurrý“ virkilega vandaður og góður þáttur sem er sýndur á RÚV.


Prófaðu Fabiu í sólarhring

ŠKODA Fabia býr yfir ótal kostum, en fögur orð og fyrirheit koma ekki í staðinn fyrir persónulega reynslu. Því langar okkur að lána þér Fabiu í sólarhring. Komdu við hjá okkur eða sendu póst á skoda@hekla.is og fáðu nýja ŠKODA Fabiu til reynslu í 24 tíma. Hlökkum til að sjá þig.

Verð frá aðeins

2.290.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.skoda.is


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. júlí 2016

Sameina krafta sína á nýrri stofu n Hárstofan, ný hárgreiðslustofa var á dögunum opnuð í verslunarmiðstöðinni við Víkurbraut í Grindavík. Á stofunni starfa þær Margrét Erla Þorláksdóttir, Þórdís Jóna Guðmundsdóttir, Edith Þóra Pétursdóttir og Anna María Reynisdóttir. Nóg er að gera á Hárstofunni og þegar blaðamaður Víkurfrétta kíkti við var stemmn-

Þær Anna María Reynisdóttir, María, Erla Þorláksdóttir, Edith Þóra Pétursdóttir og Þórdís Jóna Guðmundsdóttir opnuðu nýja hárgreiðslustofu, Hárstofuna, í Grindavík á dögunum. VF-mynd/dagnyhulda

ingin líkt og í félagsmiðstöð. Margrét Erla segir fólk oft kíkja við og fá sér kaffi þegar það er að versla í verslunarmiðstöðinni. „Það er svo félagsleg athöfn að fara í klippingu. Sérstaklega í svona litlu bæjarfélagi þar sem flestir þekkjast. Við erum allar mjög ánægðar með staðsetninguna á nýju stofunni,“ segir hún. Allar hafa þær fengist við hárgreiðslu í langan tíma en Anna María þó lengst, í yfir þrjá áratugi. Hún segir fagið þó alltaf jafn skemmtilegt og spennandi. „Ætli ég endi ekki bara í sjálfboðavinnu við hárgreiðslu á jafnöldrum mínum í Víðihlíð þegar ég fer þangað,“ segir Anna María í léttum dúr en Víðihlíð er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Á stofunni er boðið upp á hárvörur frá Kérastase.

FYRSTU TVÆR KONURNAR Á SJÚKRABÍL l Kolbrún Jóhannsdóttir og Ingibjörg Þórðardóttir sinna sjúkraflutningum í Grindavík Það er óhætt að segja að blað hafi verið brotið í sögu sjúkraflutninga á Suðurnesjum þann 16. júní síðastliðinn þegar þær Ingibjörg Þórðardóttir og Kolbrún Jóhannsdóttir voru fyrstu konurnar til að fara saman í útkall. „Við áttuðum okkur ekki á þessu fyrr en á leiðinni til baka eftir útkallið þegar við fórum að spjalla saman,“ segja þær. Báðar eru Kolbrún og Ingibjörg hjúkrunarfræðingar og starfa við sjúkraflutninga í Grindavík. Ingibjörg er Grindvíkingur í húð og hár og hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík. Hún hefur starfað hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja meira eða minna frá árinu 1994. Kolbrún er úr Reykjavík en bjó áður í Keflavík. Hún flutti til Grindavíkur árið 2010 og hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni þar síðan 2012 og er deildarstjóri skólaheilsugæslu í Grindavík. Þær byrjuðu báðar að vinna við sjúkraflutninga fyrir ári síðan. „Ég var búin að fást við það sama í tvo áratugi og var við það að brenna út. Þá datt þetta starf upp í hendurnar á mér, fyrir tilstuðlan Kolbrúnar. Það breytti miklu fyrir mig varðandi hjúkrunarstarfið að taka líka vaktir á sjúkrabílnum,“ segir Ingibjörg. Kolbrún var búin að kynna sér námið og starfið og kveðst hafa rætt það við Ingibjörgu að þær myndu báðar sækja um því hún vissi að Ingibjörg þyrfti á tilbreytingu að halda. Þær

stunduðu svo grunnnámið saman í Sjúkraflutningaskólanum sem er staðsettur á Akureyri. Það var kennt í fjarnámi og verklegi hlutinn kenndur á Selfossi. „Við lukum námi sem yfirleitt tekur eina önn á um það bil fimm vikum. Það var bara harkan sex. Við höfum reyndar afskaplega góðan grunn úr hjúkrunarfræðinni,“ segja þær. Sjúkraflutningar frábrugðnir hjúkrun Samtals eru sjúkraflutningamenn í Grindavík sjö og er fólk á bakvöktum í viku í senn, þriðju hverju viku. Upphaflega skipu þær einni vakt á milli sín en frá síðustu áramótum hefur Ingibjörg verið með heila vakt og Kolbrún tekið afleysingar. Báðar halda þær áfram að sinna störfum sínum sem hjúkrunarfræðingar meðfram sjúkraflutningunum. „Þegar kallið kemur stimplar maður sig út úr vinnunni sem hjúkrunarfræðingur og skiptir um jakka. Svo þegar útkallinu líkur mætir maður aftur og bætir upp tímann sem tapaðist í útkallinu,“ segir Kolbrún. Þær eru þó sammála

Ingibjörg og Kolbrún hafa starfað við sjúkraflutninga í Grindavík í eitt ár. Þær eru báðar hjúkrunarfræðingar og höfðu því góðan grunn fyrir sjúkraflutninganám. VF-mynd/dagnyhulda um að starfið við sjúkraflutningana sé frábrugðið starfi hjúkrunarfræðingsins. „Þjónusta utan spítala er öðruvísi en innan spítala og maður er í öðru hlutverki,“ segir Kolbrún. Ingibjörg bætir við að sem hjúkrunarfræðingur sé hún alltaf búin að fá allar upplýsingar um sjúklinga en að í sjúkraflutningunum sé hún að taka við upplýsingum og sinna bráðatilfellum „Það má því segja að röðin riðlist og þetta sé öfugt í sjúkraflutningunum miðað við í hjúkrun.“ Blöndun á vinnustöðum af hinu góða En hvers vegna eru ekki fleiri konur sem starfa við sjúkraflutninga? „Starfið er líkamlega erfitt og bindandi því fólk þarf að geta mætt um leið og útkall berst,“ segja þær og benda á að það geti tekið á að lyfta þungu fólki. „Ef okkur vantar hjálp þá hóum við í samstarfsmennina og þá eru þeir snöggir að hlaupa til og hjálpa okkur. Samstarfsmennirnir okkar eru alveg frábærir og hafa kennt okkur mikið,“

segir Kolbrún og Ingibjörg er sama sinnis. Þá segir Ingibjörg starfið geta verið slítandi, jafnt fyrir konur sem karla. Þær segja alltaf til góða á vinnustöðum að þar starfi fólk af báðum kynjum. „Það geta komið upp tilvik þar sem gæti hentað betur að við konurnar sinnum sjúklingnum og svo öfugt,“ segir Ingibjörg. Alltaf eru tveir starfsmenn á hverjum sjúkrabíl, einn aftur í með sjúklingnum og annar að keyra. Ef um erfið tilvik er að ræða eins og endurlífgun, öndunaraðstoð og meiriháttar áverka eru tveir eða fleiri aftur í. Starf sjúkraflutningamanna í Grindavík er nokkuð annasamt og voru útköllin á síðasta ári um þrjú hundruð. Það sem af er þessu ári hafa þau verið um 175. Útköllin eru mis alvarleg. Eftir erfið útköll, þá er boðað til viðrunarfundar þar sem farið er yfir alla þætti útkallsins. Hver og einn fær þá að tala um sína upplifun og sína aðkomu að tilfellinu og þannig segja Kolbrún og Ingibjörg að gott sé að hreinsa hugann eftir erfið útköll.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Gott á

Íslenskt

grillið

Lambakjö

t

1.298 kr. kg

1.998 kr. kg

2.598 kr. kg

2.598 kr. kg

Bónus Grísakótilettur Með beini, kryddaðar

Íslandslamb Lambalærissneiðar Kryddlegnar, blandaðar, ferskar

Íslandslamb Lambakótilettur Kryddlegnar, ferskar

Íslandslamb Lambalærissneiðar Kryddlegnar, 1.flokkur, ferskar

1Ís0len0sk%t

GOTT VERÐ Í BÓNUS 4stk 80 g

ungnautakjöt

1y0 lsur

P

598 kr. 4x80 g

549 kr. 2x120 g

Íslandsnaut Ungnautaborgarar 2x120 g eða 4x80 g

359

198

Bónus Vínarpylsur 485 g,10 stk.

Heinz Tómatsósa 500 ml - 570 g

kr. pk.

kr. 500 ml

198 kr. 300 ml

109 kr. 100 g

Steiktur Laukur 100 g

Bónus Hamborgarasósa 300 ml

í ð i e l á U T R E g?

Ferðala

298 kr. stk.

398 kr. 1 l

698 kr. 3,5 kg

298 kr. 25 stk.

159

Heima Einnota Grill 600 g

Heima Uppkveikilögur 1 lítri

Royal Oak Grillkol 3,5 kg

Bónus Pappadiskar 22 cm, 25 stk.

Gatorade Cool Blue 500 ml

kr. 500 ml

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 17. júlí eða meðan birgðir endast


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. júlí 2016

Snúran í sólskini í Sandgerði Skötumessan í Garði fagnar 10 ára afmæli

Umsjónarfólk tjaldstæðisins bauð upp á grillaðar pulsur og þar myndaðist löng röð.

Miðvikudaginn 20. júlí verður haldið upp á10 ára afmæli Skötumessunnar í Garði. Eins og áður er Skötumessan haldin í Gerðaskóla í Garði og búist er við fullu húsi eins og alltaf áður. Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra og við öll sem mætum erum þátttakendur í því að styðja við bakið á þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Með því stígum við skrefinu lengra í samfélagslegri ábyrgð okkar og afhendum styrkina þegar við erum öll saman í lok skemmtunarinnar. Í tilefni af 10 ára afmæli Skötumessunnar verður meira lagt í stuðning við einstök verkefni en áður og höfum við fengið nokkur fyrirtæki í lið með okkur á afmælisárinu til að gera meira en áður. Allt mun það koma í ljós í lok dagskrár miðvikudaginn 20. júlí. Dagskrá Skötumessunnar er hefðbundin og hefst kl. 19.30 með glæsilegu hlaðborði; skata, saltfiskur, plokkfiskur og meðlæti.

Tónleikarnir Snúran voru haldnir á tjaldstæðinu í Sandgerði á miðvikudag í síðustu viku í miklu blíðviðri. Á tónleikunum komu fram Hobbitarnir ásamt Föruneytinu, Óhætt er að segja að Snúran séu skynditónleikar því tímasetningin var ákveðin með aðeins 36 klukkustunda fyrirvara svo að tónleikarnir gætu farið fram í sem bestu veðri. Sandgerðingar og fleiri fjölmenntu á Snúruna og áttu notalega stund í síðdegissólinni. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi af mannmergðinni á tjaldstæðinu þegar tónleikarnir fóru fram.

Að venju er fjölbreytt skemmtidagskrá; * Dói og Baldvin, harmonikkuleikur. * Páll Rúnar Pálsson * Davíð Már Guðmundsson og Óskar Ívarsson * Andri Páll Guðmundsson * Björn Ingi Bjarnason formaður Hrútavina, ræðumaður kvöldsins. * Styrkir afhentir * Hljómsveit Rúnars Þórs

Það viðraði vel á Hobbitana og Föruneytið.

Það er von okkar forsvarsfólks Skötumessunnar að eins og áður mæti fólkið sem vill halda til haga þjóðlegum matarvenjum og siðum okkar Íslendinga og slái tvær flugur í einu höggi og leggja góðum málefnum lið. Það er einfalt að tryggja sér miða og er það gert með því að leggja 4,000- kr. inn á reikning Skötumessunnar; 0142-05-70506, kt. 580711-0650 Munum að Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra.

VF-myndir: Aldís Ósk

Hermann Nökkvi og Andri Fannar slá garða á Suðurnesjum og víðar í sumar.

Fjórtán ára með eigin rekstur l Slá tvær til þrjár lóðir á dag Vinirnir Andri Fannar Ævarsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson taka að sér að slá stærri og minni garða í sumar og eru hæst ánægðir með starfið. Drengirnir eru 14 ára og segjast hafa fengið mjög góðar móttökur. „Við erum með tvö til þrjú verkefni á dag og þetta gengur mjög vel,“ segir Hermann en hann tók líka að sér garðavinnu í fyrra. Drengirnir eru með hrífur, orf og voru að fara að fjárfesta í nýrri sláttuvél þegar blaðamaður Víkurfrétta hitti þá á dögunum. „Það er búið að ganga svo vel hjá okkur að við gátum safnað fyrir nýrri sláttuvél,“ segja þeir. Andri og Hermann búa í Reykjanesbæ en taka þó að sér að slá um öll Suðurnesin og jafnvel víðar. Afi Hermanns á pallbíl og hefur skutlað strákunum þegar á hefur þurft að halda. „Síðan eigum við frábæra foreldra sem nenna að skutla okkur út um allt. Við fórum til dæmis í Hafnarfjörð um daginn og förum

bráðum að slá á Vatnsleysuströnd. Við reddum okkur alltaf fari einhvern veginn.“ Stundum þarf að gera meira en að slá grasið til að það verði fínt og hafa Andri og Hermann líka tekið að sér að bera Blákorn og Graskorn á lóðir til að bæta vöxtinn. „Svo erum við líka með mosatætara og setjum kalk á grasið til að drepa mosann. Við getum þetta allt saman.“ Hægt er að panta slátt á Facebook-síðunni Garðálfarnir EHF eða í síma 776-1410.

Tjaldsvæðið í Grindavík hefur verið vel nýtt í sumar.

MARGIR GISTA Í TJALDI Í GRINDAVÍK FYRIR OG EFTIR FLUG

n Margt hefur verið um manninn á tjaldsvæðinu í Grindavík undanfarið. Að sögn Margrétar Albertsdóttir, starfsmanns á tjaldsvæðinu, eru margir gestanna ferðamenn sem gista þar fyrstu og síðustu nóttina sína á Íslandi. Flestir erlendu ferðamannanna eru frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. Þá hefur fjöldi Kanadamanna meðal þeirra aukist eftir að beint flug hófst þaðan. „Um daginn kom svo fólk frá Indlandi og svo er eitthvað um ferðamenn frá Ástralíu,“ segir Margrét. Algengast er svo að íslenskir ferðamenn kíki við um helgar. Á tjaldsvæðinu er eldhús með áhöldum þar sem ferðamenn geta eldað sér mat inni við. Þá eru þar salerni og sturtur, grill, aðgangur að rafmagni og leiksvæði fyrir börn.


t

TILBOÐ Í REYKJANESBÆ TILBOÐ

119.995

Philips 55PFT5500 55" Smart LED sjónvarp með Full HD 1920 x 1080 upplausn. Pixel Plus HD. DualCore örgjörvi. 200 Hz Perfect Motion Rate. Multiroom TV. Android 5.0. Wi-Fi. Stafrænn DVB-C/T2 móttakari. 3 x USB og upptökumöguleiki. 4 x HDMI. Spotify Connect. MyRemote Apple / Android síma- og spjaldtölvu App.

Philips PUS6561

49” 55”

UNITED LEDX17T2

40” 50”

49” TILBOÐ

184.995

ANDROID ULTRA HD

VERÐ ÁÐUR 149.995

40” TILBOÐ

49.995

VERÐ ÁÐUR 199.995

VERÐ ÁÐUR 59.995

55” TILBOÐ

50” TILBOÐ

FULL HD MEÐ 3 x HDMI

199.995 VERÐ ÁÐUR 239.995

VERÐ ÁÐUR 89.995

49”

65”

FULL HD SJÓNVARP

SMART IPS ULTRA HD

32”

LG 49LF510V

LG 65UH600V

TILBOÐ

TILBOÐ

99.995 VERÐ ÁÐUR 119.995

3 6 0 ° FL

29.995

1000Hz PMI

B LUE TO

-15.000

VERÐ ÁÐUR 39.995

OTH

7 " SPJA

A LDTÖLV

-38%

-24%

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

64.995

12.995

24.995

VERÐ ÁÐUR 79.995

VERÐ ÁÐUR 16.995

VERÐ ÁÐUR 39.995

JBL E50BT

ASU-TP200SAFV0139T

24 0GB S

ROG GL

-5.000

TILBOÐ

TILBOÐ

59.995 Asus STRIX GTX970

ADIUS

-24%

TILBOÐ

13.995 VERÐ ÁÐUR 18.995

ASU-Z170CG1A043A

GTX 970

SD

-26%

Toshiba HDTS824EZSTA

TILBOÐ

VERÐ ÁÐUR 329.995

IP

3 x HDMI UNITED LED32X162

289.995

300Hz PMI

69.995

12.995

VERÐ ÁÐUR 64.995

ASU-ROGGLADIUS

VERÐ ÁÐUR 16.995

ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. júlí 2016

LESANDI VIKUNNAR

Finnur teiknimyndasögur í kjallara bókasafnsins Sagnfræðingurinn Þorgils Jónsson er Lesandi vikunnar. Þorgils starfar sem tölvumaður á HSS og mælir með allir lesi bókina 1984. Í seinni tíð byrjaði hann að lesa teiknimyndasögur og hefur fundið marar góðar í kjallaranum á Bókasafni Reykjanesbæjar. Hvaða bók ertu að lesa núna? Fyrstu bókina í Game of Thrones, ég stefni á að klára þær allar áður en næsta sería hefst. Hver er þín eftirlætis bók? The Hitchhikers Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams og Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Hver er eftirlætis höfundurinn þinn? Terry Pratchett. Ég kynntist honum í framhaldsskóla og hef ekki hætt síðan. Leitt að þær verði ekki fleiri bækurnar eftir hann en hann dó í fyrra.

stóra bróður. George Orwell er án efa einn mesti stílisti enskrar tungu. Hvaða bók ættu allir að lesa? Bróðir minn Ljónshjarta og 1984; það góða og það slæma. Hvar finnst þér best að lesa? Ég næ bestu einbeitingunni ef ég les seint á kvöldin uppi í rúmi eða þegar ég er í baði. Þá er alveg friður og ró og ekki einu sinni síminn sem truflar. Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með? Ég get alltaf mælt með öllum bókum eftir Terry Pratchett, það er erfitt að festast ekki í hans veröld. Líka bókum Stephen King og George Orwell, þeir eru frábærir höfundar. Af nýjum íslenskum bókum fannst mér Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson alveg frábær. Þórbergur Þórðarson er líka alltaf klassískur en ég var að ljúka við Bréf til Láru og Sálminn um blómið. Mamma las Sálminn um blómið fyrir mig þegar ég var 5 ára gamall og ég hafði ekki lesið hana síðan. Sagan stenst alveg tímans tönn því við kynnumst því hvernig unga fólkið uppgötvar heiminn og hvernig gamla fólkið uppgötvar heiminn í gegnum börnin.

Þorgils Jónsson heldur mikið upp á rithöfundinn George Orwell og segir hann einn mesta stílista enskrar tungu.

Hvernig bækur lestu helst? Skáldsögur, vísindaskáldsögur og líka mikið af sagnfræði en aðallega 20. aldar sagnfræðibækur og ævisögur. Núna er ég einmitt að glugga í eina áhugaverða bók um Gúlagið í Sóvétríkjunum. Á seinni árum hef ég líka tekið upp á því að lesa teiknimyndasögur. Núna er ég mest að lesa Marvel en hef líka verið að lesa klassískar bækur eftir Frank Miller og Alan Moore. Ég mæli með því að gamlir „nördar“ kíki í kjallarann í Bókasafni Reykjanesbæjar en þar hef ég fundið allar teiknimyndasögur sem mig hefur langað að lesa.

Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Bókin 1984 eftir George Orwell. Þessi bók er skrifuð upp úr 1940 og fjallar um stóra bróður í samfélaginu. Í bókinni eru áleitnar hugmyndir og sterk framtíðarsýn um eftirlit

Við þökkum Þorgils kærlega fyrir og minnum á heimasíðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn þar sem hægt er að mæla með Lesanda vikunnar.

Í hverri viku í allt sumar verður valinn Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Lesandi vikunnar birtist í Víkurfréttum alla fimmtudaga í sumar. Í lok hvers mánaðar fær einhver einn heppinn lesandi lestrarverðlaun. Allir sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda þurfa að skrá sig en það er hægt að gera í afgreiðslu Bókasafnsins eða á heimasíðu safnsins:sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar eftir að ráða tímabundið starfsmann í verkefni sem gengur útá að draga úr brotthvarfi

„Það er frábært að fá tækifæri til að njóta sumarsins út í ystu æsar og rækta um leið líkama og sál,“ segir Anna Margrét jógakennari. Jógatímarnir verða á ýmsum stöðum í sumar. Í síðustu viku var tími á Garðskaga og var myndin tekið við það tækifæri. Ljósmynd/Aðsend

Jóga í miðnætursólinni á Garðskaga l Pop up úti jóga á ýmsum stöðum á Suðurnesjum í sumar Hópur fólks hittist á Garðskaga í blíðunni á dögunum og iðkaði jóga við sjávarnið undir miðnætursól. Verkefnið ber heitið Pop up úti jóga og er á vegum jógakennaranna Önnu Margrétar Ólafsdóttur og Tabitha Tarran og hófst í byrjun júlí. Að sögn Önnu Margrétar er engin dagskrá fyrir viðburðina enda verða jógatímarnir á ólíkum tímum og á ólíkum stöðum yfir sumarið. „Jógatímarnir miða að þörfum hvers hóps hverju sinni og ekki er nauðsynlegt að hafa stundað jóga áður. Það er frábært að fá tækifæri til að njóta sumarsins út í ystu æsar og rækta um leið líkama og sál. Þær eru ófáar náttúruperlurnar á Reykjanesinu og því um að gera að njóta þeirra og lofa skynjuninni að eflast þegar hugurinn er kyrraður í jóga,“ segir hún.

Hægt er að fylgjast með tímunum á Facebook-síðunni facebook.com/ onnujoga og eingöngu þarf að koma með dýnu og teppi í tímana. Tímarnir kosta 500 krónur. Það er því upplagt að fylgjast vel með og skella sér í jóga þegar vel viðrar.

Um er að ræða sérstakt verkefni sem felst í að þróa og útfæra stuðningskerfi fyrir þá nemendur skólans sem teljast vera í hvað mestri brotthvarfshættu. Kerfið yrði notað til að styrkja þessa nemendur og hamla gegn brotthvarfi. Við leitum að starfsmanni sem hefur gaman að því að vinna með ungu fólki, er jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á sviði uppeldis- eða sálarfræði, félags- eða námsráðgjafar. Um er að ræða tímabundið verkefni, í 10 mánuði, og er starfshlutfallið 50%. Ráðning í stöðuna er frá 15. ágúst 2016 og eru starfskjör í samræmi við stofnanasamninga skólans og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið kras@fss.is eigi síðar en 2. ágúst 2016. Nánari upplýsingar má fá í síma 421-3100 eða í tölvupósti hjá Kristjáni Ásmundssyni skólameistara, kras@fss.is og Guðlaugu Pálsdóttur aðstoðarskólameistara, gp@fss.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðu skólans, www.fss.is, má finna frekari upplýsingar og sjá myndir úr skólalífinu.

Jóhannes Hilmar Jóhannesson Jói skólabróðir okkar lést af slysförum, mikil sorg og missir er af ljúfum dreng. Hann var brosmildur, kátur og hlýr sem smitaði gleðinni út frá sér. Minning hans mun ávallt lifa. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (M. Joch.) Hvíldu í friði kæri vinur. Þín verður sárt saknað. Við viljum votta fjölskyldu hans og öðrum ástvinum samúð okkar. Sendum ykkur hlýju og styrk á þessum erfiðu tímum. Samúðarkveðja Árgangur 1982 Keflavík


SUMAR VEISLA OPEL * afsláttur gildir ekki med ödrum tilbodum

Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Lokað á laugardögum í júlí Verið velkomin í reynsluakstur


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. júlí 2016

Helgu hrósað fyrir rauða hárið l Helga Guðrún sigraði í keppninni um rauðhærðasta Íslendinginn Helga Guðrún Jónsdóttir, 11 ára stúlka úr Reykjanesbæ, var á dögunum kosin rauðhærðasti Íslendingurinn á Írskum dögum á Akranesi. Helga var mjög ánægð að hafa unnið keppnina en að launum fékk hún ferð til Dublin á Írlandi fyrir tvo og hárvörur frá Eleven. Hún hefur ekki enn ákveðið hverjum hún ætlar að bjóða með sér til Dublin eða hvenær ferðin verður farin, en er hún afskaplega spennt fyrir ferðalaginu. Helga hefur í gegnum tíðina oft verið stoppuð úti á götu af fólki sem dáðst hefur að rauða hárinu hennar

og Helgu hrósað fyrir það. Fólk hefur jafnvel spurt um leyfi til að fá að

snerta það. Fjölskyldu Helgu hefur ávallt fundist það sérstakt hve oft hún er stoppuð, en fundist voðalega gaman að heyra hrósin sem hún hefur fengið fyrir hárið sitt. Helga sjálf er rosa ánægð með hárlitinn sinn og finnst hann voða fallegur. Alls voru keppendur í keppninni um rauðhærðasta Íslendinginn 34 og fór hún þannig fram að teknar voru myndir af þeim öllum og svo biðu þau úrslitanna. Biðin var að sögn Helgu ansi löng og var hún glöð þegar tilkynnt var að hún hefði sigrað.

VF-mynd: Aldís Ósk

Sporna gegn brotthvarfi nemenda l Vilja ná til nemenda sem eru í mestri hættu á að hverfa frá námi Ráðinn verður starfsmaður við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í haust sem mun hafa það verkefni að þróa stuðningkerfi fyrir þá nemendur sem eru í mestri hættu á að hverfa frá námi. Að sögn Kristjáns Ásmundssonar, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja, verður þetta tilraun næsta vetur sem vonandi á eftir að ganga vel. Hann segir brotthvarf nemenda skólans hafa verið meira en æskilegt geti talist. „Það er þannig í framhaldsskólum sem taka inn alla nemendur sem sækja um, að brotthvarfið verður meira en í þeim skólum sem velja inn nemendur. Því erum við alltaf að leita leiða til að draga úr brotthvarfi

því það er dýrt fyrir nemendur að hætta í einstökum fögum eða gera hlé á námi. Þá seinkar fólk útskrift sem er dýrara fyrir það til lengri tíma litið. Við viljum að nemendur nýti tíma sinn sem best og ljúki námi á þeim hraða sem þeir ráða við. Þá annað hvort kemst fólk út á vinnumarkaðinn með sín réttindi að lokinni útskrift eða í frekara nám,“ segir Kristján. Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsti fyrr á árinu styrk til framhaldsskóla sem vilja gera átak til að vinna gegn brotthvarfi og var FS einn þeirra skóla sem sótti um og hlaut styrk. Þessi tilraun til að minnka brotthvarf nemenda verður því

reynd í framhaldsskólum víðar um land á næsta skólaári. Kristján segir samstarf við grunnskóla mikilvægan lið í því að minnka brotthvarf nemenda. „Það er alltaf betra ef nemendur eru búnir að ákveða hvað þeir vilja læra áður en nám í framhaldsskóla hefst. Þá er það áhuginn sem dregur þau áfram. Ef nemendur vita ekki hvað þeir vilja læra og eru að fylgja straumnum með því að fara í framhaldsskóla þá er skuldbindingin í huga þeirra oft ekki nógu mikil og þá aukast líkur á brotthvarfi.“ Nú þegar víða vantar fólk til vinnu er freistandi fyrir framhaldsskólanemendur að ráða sig í vinnu og fá aukapening og hægja á náminu. Kristján segir að til lengri tíma litið tapi fólk á slíku. „Þá seinkar fólk útskrift um hálft til eitt ár en gæti þess í stað verið í 100 prósent vinnu þann tíma ef það útskrifast fyrr.

Við viljum fá nemendur til að meta hver raunverulegur ávinningur er af því að ljúka námi.“ Kristján bendir jafnframt á að sumir verði að stunda vinnu með námi til að framfleyta sér og að margir ráði vel við það. „Svo eru aðrir sem ekki ráða við það og það eru fyrst og fremst þau sem við viljum ná til.“ Ástæður brotthvarfs geta verið margvíslegar að sögn Kristjáns og sumt er hægt að hafa áhrif á en annað ekki. „Vinnan er stór þáttur, einnig fjarvistir og brot á skólareglum sem leiða til þess að nemendum er vísað úr námi. Það er eitthvað sem við getum reynt að taka á.“ Þá hefur Fjölbrautaskóli Suðurnesja gert samning við Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar um að ráða sálfræðing í 50 prósent stöðu við skólann sem aðstoðar nemendur sem finna fyrir kvíða eða annarri andlegri vanlíðan.

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Tölvupóstfangið er fusi@vf.is

LAUS STÖRF

VIÐBURÐIR UMHVERFISVIÐURKENNINGAR Umhverfissvið mun veita umhverfisviðurkenningar við upphaf Ljósanætur. Óskað er eftir ábendingum frá íbúum bæjarins í netfangið berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is eða í síma 420-3200 milli kl. 8:00 og 16:00. Ef nágranni þinn er að gera góða hluti segðu þá frá því. SUMARSÝNINGAR Í DUUS SAFNAHÚSUM Mannfélagið í Listasal Listasafns Reykjanesbæjar. Sögur úr bænum í Gryfjunni á vegum Byggðasafns. Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12:00 - 17:00.

AKURSKÓLI FJÁRMÁLASVIÐ LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL VELFERÐARSVIÐ

Skólarliðar í Frístund Sérfræðingar í launadeild Íþróttakennari/ Íþróttafræðingur Störf á heimili fatlaðs fólks

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi /laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Píratar með lokað prófkjör í Suðurkjördæmi Píratar halda lokað prófkjör í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. Þegar hefur verið opnað fyrir framboð. Kjörgengir eru allir skráðir Píratar sem uppfylla skilyrði til Alþingiskosninga. Kosningarétt í prófkjörum Pírata hafa þeir sem eru skráðir Píratar samkvæmt lögum Pírata eða þeir Píratar sem skráðir hafa verið í flokkinn 30 dögum áður en kosningu lýkur. Þá er skilyrði að hafa lögheimili í kjördæminu. Kosning í rafrænu kosningakerfi Pírata mun svo standa frá 2. til 12. ágúst.


TILBOÐSDAGAR 25% afsláttur

af öllum

r a g a ad

k o l Ofnar

vörum í nokkra daga Háfar

Kæliskápar

Helluborð Frystikistur

Þurrkarar Ryksugur

Uppþvottavélar Þvottavélar

Opnunartími: virka daga kl. 10-18 Og lOkaÐ laugardaga í Sumar FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Greiðslukjör

hafnargötu 23 · reykjaneSbæ · Sími 421-1535

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. júlí 2016

ÍÞRÓTTIR

Páll Ketilsson // pket@vf.is

Kristinn og Svanhvít meistarar í Grindavík n Kristinn Sörensen og Svanhvít Helga Hammer urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur um síðustu helgi. Kristinn vann eftir þriggja holna umspil við Jón Valgarð Gústafsson. Kristinn lék á 303 höggum en Svanhvít á 264 höggum 54 holur. Í öðrum flokkum voru eftirfarandi sigurvegarar: 1. flokkur: Helgi Jónas Guðfinnsson 314 högg. 2. flokkur: Atli Kolbeinn Atlason 332 högg. 3. flokkur: Jón Þórisson 360 högg. 4. flokkur: Jón Gauti Dagbjartsson 404 högg. Heldri konur: Margrét Brynjólfsdóttir 299 högg (3 dagar). Öldungaflokkur karla: Sveinn Þór Ísaksson 223 högg (3 dagar).

10

Efri mynd: Verðlaunahafar í meistaramóti 2016. Mynd að neðan: Klúbbmeistarar GS 2016, Guðmundur Rúnar og Karen Guðnadóttir en saman hafa þau unnið 15 sinnum.

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 30. júní 2016

Guðmundur með áttunda og Karen sjöunda LAUS STÖRF ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Verkamaður LEIKSKÓLINN TJARNARSEL Sérkennslustjóri LEIKSKÓLINN TJARNARSEL Leikskólakennari FJÁRMÁLASVIÐ Deildarstjóri launadeildar VELFERÐARSVIÐ Starf á heimili fatlaðs fólks Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á Svanhvít og Kristinn með bikarana á efri myndinni og á þeirri www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi vef Reykjanesbæjar, neðri eru verðlaunahafar á meistaramóti GG. /laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR HEIMSKONUR HITTAST/WOMEN OF THE WORLD MEET

Karen lék mjög vel fyrstu tvo hringina og sérstaklega í nSUMARFRÍIÐ Guðmundur Rúnöðrum hring þegar hún kom inn á fjórum höggum undir ar Hallgrímsson og pari sem er nýtt vallarmet á Hólmsvelli í Leiru. Hún endaði Karen Guðnadóttir á 302 höggum. Hin unga Kinga Korpak varð önnur á 334 urðu klúbbmeistarar höggum og þriðja Laufey Jóna Jónsdóttir á 343. Golfklúbbs Suðurnesja Sigurvegarar í öðrum flokkum: en vel heppnuðu meist1. fl. karla: Haukur Ingi Júlíusson 323 högg aramóti lauk síðasta 2. fl. karla: Þorlákur Helgi Ásbjörnsson 339 högg laugardag. Guðmund(eftir bráðbana við Þorgeir Ver Halldórsson) ur vann í áttunda sinn 3. fl. karla: Sighvatur Ingi Gunnarsson 364 högg ●●Búin●að●fá●tengdamömmubox●lánað●fyrir●sumarfríið og Karen í sjöunda 4. fl. karla: Sigurður Sigurbjörnsson 394 högg sinn. Guðmundur vann nokkuð öruggan sigur í karlaflokki og Opinn fl. karla: Árni Ó. Þórhallsson 420 högg Anna Margrét Ólafsdóttir, verkefnishefur oftast þurft að hafa meira fyrir sigrinum en núna. Karlar 65+: Þorsteinn Geirharðsson 132 pt. stjóri hjá Reykjanesbæjar og Hann lék Bókasafni á 292 höggum og fyrsta hringinn á 3 undir pari, 1. fl. kvenna: Magdalena S. Þórisdóttir 349 högg 69 höggum, ætlar sem var besta 18 skor mótsins. Björgvin 2. fl. kvenna: Sesselja E. Árnadóttir 397 högg jógakennari, að ferðast umholu landið Sigmundsson veitti honum keppni fram að lokadeginum Opinn fl. kv: Íris Jónsdóttir 145 punktar meðhann fjölskyldunni í sumar. Draumaen endaði á 305 höggum. Örn Ævar Hjartarson varð Stúkur 14 ára og yngri: Erna Rós Agnarsdóttir 112 högg Krakkar 12 ára og yngri: Sören Cole Heiðarsson 53 pt. þriðji á 310væri höggum. sumarfríið að keyra í rólegheitum

Magnað að gista í Ásbyrgi í kringum landið, á húsbíl. Hvernig verður sumarfríið hjá þér í ár? Sumarfríið í ár verður fyrsta heila sumarfríið okkar hjóna saman og erum við bara að verða nokkuð spennt að getað slakað á með börnunum. Við fengum lánað tengdamömmubox og getum því komið hundi, börnum, tjaldi og öðrum farangri í bílinn. Við ætlum að fara norður á Akureyri en þar á ég nokkrar góðar vinkonur sem gaman verður að hitta. Það er líka alltaf svo gaman að fara á Akureyri en ég bjó þar á háskólaárunum og þykir voðalega vænt um bæinn. Við ætlum líka að fara í sumarbústað og heimsækja fjölskylduna mína eitthvað en flestir eru á Selfossi og í Hveragerði. Einnig gefum við okkur tíma í fjallgöngur, jóga og mögulega eitthvað golf ef meirihluti fjölskyldunnar fær að ráða!

Suðurnesjaliðin við toppinn Heimskonur, a group of international women in Reykjanesbær, will meet at Ráðhúskaffi from 13:00 - 15:00 o´clock on Saturday the 2nd of July. New members welcome.

Eftirminnilegasta fríið? Minnið mætti nú mögulega vera betra en ég nefni sumarfríið í fyrra.

●●Grindavík í 3. sæti og Keflavík í því 4. l Akureyrarliðin verma toppsætin LANDNÁMSDÝRAGARÐURINN OPINN

Suðurnesjaliðin áttu í baráttu við Grindvíkingar komu hins vegar dýrLandnámsdýragarðurinn við Víkingaheima opinn alla vitlausir til síðarierhálfleiks og staðAkureyrarliðin í Inkassódeildinni ráðnir í að bæta fyrir mistökin í fyrri í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. daga kl. 10:00 - 17:00. Keflvíkingar fóru norður á Akureyri hálfleik. Það tókst þeim þegar á 2. þar sem þeir mættu Þór. Keflvík- mínútu síðari hálfleiks. Jósef Kristinn Jósefsson tók hornspyrnu sem Fransingar leiddu með tveimur mörkum Nánari upplýsingar um viðburði á vegum Reykjanesgegn engu í hálfleik. Heimamenn bæjar er að finna á vefnum náðu að minnka muninn þegar www.reykjanesbaer.is. um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Það voru þeir Sigurbergur Elíasson og Hörður Sveinsson sem skoruðu mörk Keflavíkur. Sigurbergur á 7. mínútu eftir sendingu frá Magnúsi Þóri Matthíassyni og Hörður á 29. mínútu eftir varnarmistök hjá Þórsurum. Í Grindavík voru fjögur mörk skoruð í kvöld. Þar var KA í heimsókn og gestirnir komust yfir strax á 3.mínLotus Car Rental óskar eftir þjónustufulltrúa í fullt starf á starfstöð sína í Keflavík. útu með hreint ótrúlegu marki. Skot, sannkallaður bananabolti, af vinstri HÆFNISKRÖFUR: LÝSING Á STARFI: kantinum sem rataði í fjærhornið Afhenting og móttaka bifreiða yfir -markvörð Grindvíkinga og alveg - Framúrskarandi þjónustulund og - Þrif bifreiða færni í mannlegum samskiptum óverjandi. - Önnur tilfallandi Grindvíkingar fenguverkefni svo á sig klaufa- - Góð enskukunnátta legt mark á 43. mínútu leiksins. Hlyn- - Bílpróf ur Örn Hlöðversson setti boltann - Jákvæðni og stundvísi fyrir fætur KA-manna sem þökkuðu pent með marki Hallgríms Mar SteinÁhugasamir geta haft samband við Alexander í gegnum grímssonar.netfangið alexander@lotuscarrental.is eða í síma 848-1250

ATVINNA

isco Cruz skotaði úr með því að pota boltanum yfir marklínuna. Jósef Kristinn var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann skallaði boltann úr þröngu færi af endalínu og inn fór boltinn eins og sjá má í myndinni sem fylgir þessari frétt. Skömmu áður höfðu Grindvíkingar átt fast skot í þverslá KA-manna. Grindvíkingar voru mun nærri því að bæta við þriðja markinu en KA-menn en jafntefli varð niðurstaðan í Grindavík í kvöld. Eftir leiki þriðjudagskvöldsins er Keflavík í 4. sæti með 17 stig, stigi á eftir Grindavík, sem er í 3. sæti deildarinnar með 18 stig. Mótherjar Keflavíkur og Grindavíkur eru hins vegar á toppi deildarinnar, KA með 23 stig og Þór með 19.

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 Anna Margrét ásamt eiginmanni sínum Inga Þór Ingibergssyni og börnum þeirra, þeim Bergrúnu Írisi og Skarphéðni Óla. Á myndinni má líka sjá tíkina Mýru. Myndin var tekin í Lystigarðinum á Akureyri síðasta sumar.

Þá fórum við fjölskyldan með tjald norður í land og gistum meðal annars í Ásbyrgi. Það þótti mér vera magnað, alveg heiðskýr himinn, náttúrufegurðin engu lík og svo var svo gaman að ferðast aðeins um svæðið. Ég bara elska Ísland! Hvert væri draumasumarfríið? Draumasumarfríið er sennilega að hafa nægan tíma og fara umhverfis landið, helst á húsbíl. Ég hugsa að

Smáauglýsingar Víkurfrétta

Húsnæði óskast Er reglusöm fullorðin kona á besta aldri og sárvantar 2-3 herb. í búð frá 1. ágúst nk eða fyrr á Suðurnesjunum. Skilvísar greiðslur í gegnum banka. Verið svo væn að hugsa til mín. Uppl. í síma 474-1503 eða 861-8311.

Skóvinnustofa Sigga er á

Tæknifræðinemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn Meira sport á vf.is

Kandídatar í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis voru útskrifaðir síðasta föstudag. Námið heyrir undir Rafmagns- og tölvuverkfræðideild HÍ. Var þetta í fimmta sinn sem útskrifaðir voru nemendur í tæknifræði frá Keili til BSc-gráðu við Háskóla Íslands. Ellefu nemendur voru brautskráðir, sjö úr mekatróník há-

ingar hlutu Helgi Valur Gunnarsson fyrir verkefnið „Pökkunarbúnaður fyrir bláskel“ og Jón Þór Guðbjörnsson fyrir verkefnið „Miðlægur orkustýribúnaður með gagnaflutning um raflagnir“. Þá hlaut Skarphéðinn Þór Gunnarsson viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, með 8,3 í meðaleinkunn.

það sé heppilegt. Svo hefur mig alltaf langað til Ítalíu og væri mjög til í að fara með fjölskyldunni minni þangað að borða góðan mat og njóta menningar beint í æð. Mesti draumurinn við sumarfrí, sem sérhver manneskja skapar sér sjálf, er að njóta! Teygja makindalega úr sér á hverjum morgni, fá sér kaffi í rúmið, lesa góðar bækur, hreyfa sig, fara í sund og njóta alls þess góða sem hver staður hefur upp á að bjóða.

Fj

Verið velkomin velkomin Verið á samkomu

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 alla sunnudaga kl. 11.00

HvítasunnuHvítasunnukirkjan í Keflavík, kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Forvarnir með næringu

Fishers Gamla b herra sa lands. Fr Friðlýsin is húsan uppruna viðurken látið sig arprýði eftir að a Valgerðu Reykjan Reykjane Duushús hershús v húsið og uppruna


FJÖLSKYLDUTILBOÐ TVEIR 12 TOMMU BÁTAR TVEIR 6 TOMMU BÁTAR 2 LÍTRA GOS

3.590

KR.


Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Eina tvöfalda braut, engan ís. Takk! Setja þetta svo í reikning hjá Vegagerðinni...

instagram.com/vikurfrettir

Margrét Kolbeinsdóttir fær lestrargjöf n Nöfn allra sem skrá sig eða þeirra sem bent er á sem Lesendur vikunnar fara í einn pott. Nafn Margrétar Kolbeinsdóttur var dregið og fékk hún lestrargjöf frá Bókasafni Reykjanesbæjar. Uppáhalds bókin hennar heitir Náðarstund sem hún mælir með allir lesi. Hægt er að mæla með Lesanda vikunnar eða skráð sig á heimasíðu Bókasafns Reykjanesbæjar eða í afgreiðslu safnsins.

Listamennirnir Valgerður Guðlaugsdóttir og Helgi Eyjólfsson að störfum.

Opnar vinnustofur og handverk í Höfnum n Hjónin og listamennirnir Helgi Eyjólfsson og Valgerður Guðlaugsdóttir hafa opnað vinnustofu í Skólahúsinu í Höfnum og selja þar handverksmuni og kaffi í júlí. Margrét Kolbeinsdóttir var dregin úr potti lesenda vikunnar og fékk hún lestrargjöf frá Bókasafni Reykjanesbæjar.

ÁRA 1956 - 2016

fuglamyndir og myndir af kirkjunni í Höfnum,“ segir Helgi. Þau Valgerður hafa búið í Höfnum í tíu ár og kunna vel sig þar. Áður bjuggu þau í Reykjavík. „Hafnir eru týnd perla hérna á Suðurnesjum.

Á opnu vinnustofunni vinna þau Helgi og Valgerður meðal annars að vatnslitun og prentun á kortum auk þess að vinna leirmuni. „Myndirnar á kortunum tengjast svæðinu og umhverfinu. Til dæmis eru á þeim

Þetta er eiginlega sveit. Hér er mikil náttúrufegurð og gönguleiðir um allt svo maður er því mikið úti við,“ segir Helgi. Töluvert er um að ferðamenn kíki við í Höfnum á ferðum sínum um

Reykjanesið og stoppa margir þeirra við kirkjuna og Jamestown akkerið, að sögn Helga. Opið verður á vinnustofunni alla daga í júlí frá klukkan 10 til 17, fyrir utan 15. júlí en þá verður lokað.

Húsasmiðjan fagnar 60 ára afmæli

Aðeins

*Gildir ekki af tilboðum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslanna.

20% - 30

Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

í 10 daga

Fáðu tilboð!

Gildir til 23. júlí

Við hjálpum þér að efnistaka og gefum þér frábært tilboð í sólpallinn.

- 20% - 30% - 40% - 50% - 20% - 30% - 40% - 50% - 40% - 50% - 40% - 30% - 20% - 30% - 40% - 50% Öll viðarvörn og pallaolía

20% AFSLÁTTUR

Útsala á pallaefni - Gæði á betra verði Húsasmiðjan selur fyrsta flokks AB gagnvarið timbur frá framleiðendum sem nota viðurkennd efni gagnvart umhverfi og heilsu fólks.

*Öll tilboð miðast við 4,5 m og styttra

1.059 1.412 kr/lm

kr/lm

Verð frá

Verð frá

Verð frá

271

629

166

189

45x95 mm.

95x95 mm.

21x95 mm.

28x95 mm.

295 kr/lm 645600

25% afsláttur

Komposit pallaefni 25x150 mm - nýtt á Íslandi Umhverfisvænt pallefni, unnið úr 60% endurunnu timbri og 40% endurunnum plasttrefjum.Sérstaklega slitsterkt. Fáðu tilboð og nánari upplýsingar í Húsasmiðjunni. 601900

Verð frá

kr/lm*

kr/lm*

715 kr/lm 695600

185 kr/lm

kr/lm*

621600

Lerki pallaefni

535 27x117

kr/lm

595 kr/lm Lerki, harðviður náttúrulega fúavarið. Vinsælt er að láta efnið grána og hafa ómeðhöndlað. 728800

Byggjum á betra verði

215 kr/lm 628600

kr/lm*

1.908 2.385 kr

kr

3 ltr

Pallaolía Jotun Treolje Pallaolía á gagnvarið efni. Fáanleg glær, gullbrún, græn og einnig hægt að blanda aðra liti. 7049123-27

ALLT efni fyrir pallinn á betra verði í Húsasmiðjunni *Gildir ekki af tilboðum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslanna.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.