Air Iceland Connect - My North

Page 1

My North

Tímarit Air Iceland Connect Nr. 01 · júlí-september 2017

Ævintýri á norðurslóðum

Secret Lagoon, Ísland, 64° N, +38° C, 27/2, 13:46


2


3


12

Efnisyfirlit 06 07 08 10

16

12 14 16 20 22 24 26 28 30 32 34 36 37 38 40 42

Frá framkvæmdastjóranum okkar Um Air Iceland Connect Um að vera í sumar Að ofan Dill: Ljóminn í einfaldleikanum Spurt og svarað Leyndardómar Siglufjarðar Svamlað í Eyjafirði Starfsmaður á plani Fjölskyldufjör Ævintýri á Austurlandi Upplifun á allra færi Myndir og myllumerki Grænlenskur veruleiki Ógleymanleg Ólafsvaka Nýtt frá Air Iceland Connect Í boði um borð Áfangastaðirnir okkar Flugflotinn okkar: Fimm fræknu Ferðist með gát

26

32 4

ÚTGEFANDI: AIR ICELAND CONNECT Ritstjóri: Eygló Svala Arnarsdóttir (editor@airicelandconnect.is) Forsíðumynd: Secret Lagoon, Ragnar Th. Sigurðsson Prófarkalestur: Íslenska auglýsingastofan Þýðing íslenska ↔ enska: Eygló Svala Arnarsdóttir Greinahöfundar: Edda Kentish, Eygló Svala Arnarsdóttir, Gabrielle Motola, Jonas Moody, Larissa Kyzer, Rachel Mercer, Sarah Dearne, Svava Jónsdóttir. Ljósmyndarar: Aðalsteinn Svan Hjelm, Árni Sæberg, Benjamin Hardman, Bill Robertson, Chris Hill, Christoffer Collin, Eygló Svala Arnarsdóttir, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, Karl Petersson, Kristfrid Tyril, Larissa Kyzer, Mads Pihl, Magnús Elvar Jónsson, Mareike Timm, Mikael Axelsson, Ólavur Frederiksen, Ragnar Axelsson (RAX), Ragnar Th. Sigurðsson Auglýsingar: www.airicelandconnect.is/mynorth H ö n n u n: B e r tra n d K irs c h e n h ofe r, Ó m a r Ö rn H a u ks s o n / Ís l e n s ka auglýsingastofan Prentun: Prenttækni


BORGAÐU FLUGIÐ MEÐ PUNKTUM OG PENINGUM

PUNKTAR

PENINGAR

Ný þjónusta hjá Icelandair Notaðu eins marga Vildarpunkta og þú vilt upp í fargjaldið, í öll flug og til allra áfangastaða. Á meðan halda Vildarpunktarnir áfram að safnast upp – þú færð nefnilega líka punkta fyrir flugið. Frá upphafspunkti til áfangastaðar. Þú getur bæði notað og safnað Vildarpunktum um borð

Afþreyingarkerfi í hverju sæti

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 85062 07/17

Nú fara Vildarpunktarnir á flug


KVEÐJA

Frá framkvæmdastjóranum

Nýtt upphaf Kæru ferðalangar. Velkomin um borð. Velkomin til norðurslóða. Nú fögnum við bjartasta tíma ársins. Sumarsólstöður eru nýliðnar, þegar sólin sest aldrei norðan heimskautsbaugs. Hér á norðurslóðum gefur birtan okkur aukna orku og ævintýraþrá kviknar í brjóstum manna. Ekkert virðist ómögulegt. Nú hefst nýr kafli í ferðasögu okkar allra.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect

Saga Flugfélags Íslands nær allt aftur til ársins 1919, þegar fyrsta flugfélagið með þessu nafni var stofnað. Reksturinn lagðist af eftir eitt ár, en árið 1937 var Flugfélag Akureyrar stofnað sem seinna varð að Flugfélagi Íslands. Árið 1997 varð til þriðja flugfélagið með þessu nafni þegar Flugfélag Norðurlands og innanlandsdeild Flugleiða sameinuðust, en fyrir erlenda markaði var nafnið Air Iceland tekið upp samhliða Flugfélagi Íslands. Við erum stolt af uppruna okkar og full eftirvæntingar er við höldum fluginu áfram undir merkjum Air Iceland Connect. Með þessu nýja heiti – og þessu nýja og glæsilega flugblaði – viljum við einfalda markaðssetningu og kynna áfangastaðina okkar, innanlands sem utan, betur fyrir bæði Íslendingum og ferðalöngum utan úr heimi. Það kemur ykkur kannski á óvart, en af 17 áfangastöðum Air Iceland Connect eru níu utan Íslands. Við fljúgum til sex áfangastaða á Grænlandi – til eins þeirra, og til þriggja af átta áfangastöðum innanlands, í samstarfi við Norlandair. Þar fyrir utan bjóðum við upp á ferðir til Færeyja í samstarfi við Atlantic Airways og til Aberdeen í Skotlandi og Belfast á Norður-Írlandi í samstarfi við Icelandair. Hið víðfeðma leiðarkerfi og farsæla samstarf við önnur flugfélög auðveldar okkur að kynna nýja og oft afskekkta staði fyrir ykkur, stuðla að skemmtilegri upplifun og því að íbúar þessara fimm landa kynnist betur. Sækið frændur okkar heim, farið í skemmtilegar ferðir og njótið náttúrufegurðar. Kynnist um leið menningu þeirra og sögu með því að fara á söfn, leiksýningar og tónleika, eða bragða á þjóðlegum réttum. Leggjum upp í leiðangur og upplifum ævintýri á norðurslóðum. Ferðalagið hefst um leið og vélin tekst á loft. Fyrir utan gluggann má sjá jökulbreiður, eyðisanda, kvíslóttar ár, djúpa firði, tignarleg fjöll, víðáttur og stórbrotið landslag. Góða ferð! Megi ferðalagið verða ykkur ævintýralegt.

6


FRÉTTIR

Air Iceland Connect

Inspiring Icelandic t ravel adventure

Sparaðu tíma með netinnritun Netinnritun Air Iceland Connect frá Reykjaví kur flugvelli er kjörin leið til að auðvelda ferðalagið. Farið inn á www.airicelandconnect.is/netinnritun og veljið „opna innritun“. Skráið síðan eftirnafn farþega úr bókun og bókunarnúmer. Hægt er að fá brottfararspjaldið sent sem smáskilaboð (SMS) eða í tölvupósti. Einnig er hægt að sækja það og prenta, eða bæta því við í Apple Wallet.

Ferðasagan heldur áfram Þann 24. maí síðastliðinn hóf Air Iceland Connect sig til flugs. Á undanförnum misserum hafa verið gerðar yfirgripsmiklar og gagnlegar breytingar á rekstrinum, tækjakostinum og stefnu fyrirtækisins og liður í þeirri vinnu er að einfalda ímynd þess. Því tökum við nú upp nafnið Air Iceland Connect. Air Iceland-nafnið er nú þegar þekkt, en með því að bæta einkennisorðinu Connect við er lögð áhersla á eðli félagsins, sem flytur Íslendinga landshluta á milli, tengir farþega við umheiminn og umheiminn við norðurslóðir. Þökk sé einu nafni verður Air Iceland Connect aðgengilegt, auðþekkjanlegt og skýrt, bæði fyrir okkur og heiminn.

En þótt nafnið breytist eru þjónustan, farkosturinn og áfangastaðirnir eins og við þekkjum öll. Gleðilegt ævintýri!

SMS

TÖLVUPÓSTUR

PRENTA ÚT

VESKI

Hægt er að innrita sig 24 tímum fyrir brottför.* Netinnritun er opin þar til 45 mín. fyrir brottför til áfangastaða innanlands og 60 mín. fyrir brottför til annarra áfangastaða *  S em stendur er þessi möguleiki ekki fyrir hendi til eða frá Keflavíkurflugvelli.

Air Iceland Connect getur í ákveðnum tilfellum þurft að loka fyrir netinnritun ef raskanir vegna veðurs eru yfirvofandi.

→ www.airicelandconnect.is #mynorthadventure

www.airicelandconnect.is

7


VIÐBURÐIR

Á ferð og f lugi

Heima og að heiman

Langar þig að gera eitthvað skemmtilegt í sumar, hérlendis eða erlendis? Hérna er brot af því besta sem til stendur á áfangastöðum Air Iceland Connect í sumar. TEXTI: Sarah Dearne

MYND: Kristfrid Tyril

MYND: www.gasir.is

MYND: Magnús Elvar Jónsson

Syðrugøta, Færeyjar 13.-15. júlí

Eyjafjörður 14.-16. júlí

Seyðisfjörður 16.-23. júlí

Svalasta útihátíðin í ár er án efa G! Festival í Færeyjum. Sæktu frændur okkar heim og hafðu lopapeysuna með. G! Festival hefur verið haldin í þorpinu Syðrugøta á Austurey (íbúar: 416) síðan 2002 og er sífellt að sækja í sig veðrið. Í ár verða dönsku stjörnurnar MØ, sem er þekkt fyrir raftónlist, og rappararnir í Suspekt aðalnúmerin, en einnig koma fram færeyskar hljómsveitir og tónlistarfólk frá öðrum löndum. Umhverfið er einstakt, græn fjöll allt um kring og lítil sandströnd með heitum pottum og gufubaði. Flestir hátíðargestir tjalda eða leigja sér húsbíl, en einnig er hægt að gista í höfuðborginni Þórshöfn sem er í aðeins klukkutíma akstursfjarlægð. Í Þórshöfn mætast hið gamla og nýja. Röltið um þröngar götur milli fallegra timburhúsa, skoðið færeyska hönnun og snæðið á rómuðum veitingastöðum. → www.gfestival.fo

MIÐALDADAGAR Á GÁSUM Hinn forni markaður Gásir við Eyjafjörð, rétt norðan við Akureyri, vaknar til lífsins í nokkra daga á hverju sumri þegar Miðaldadagar eru haldnir. Á miðöldum voru Gásir mikilvægur verslunarstaður, en þar fengu heimamenn m.a. klæði og korn í skiptum fyrir fálka og brennistein. Á Miðaldadögum er hægt að ferðast aftur í tímann og fá tilfinningu fyrir því hvernig lífið var á Gásum til forna. Markaðsfólk er klætt að miðaldasið og er með sýnikennslu í skylmingum, járnsmíði, vefnaði og jafnvel göldrum. Gestir geta tekið þátt í knattleikjum, bragðað miðaldamat og meira að segja lent í gapastokknum! Einnig er hægt að festa kaup á handgerðum minjagripum sem fást ekki í verslunum, t.d. töfrarúnum og handlituðu ullargarni – en hafðu með þér reiðufé (miðaldakaupmenn taka ekki kort). → www.gasir.is

LungA er stórskemmtileg og sérkennileg myndlista- og tónlistarhátíð – eins konar sumarbúðir fyrir listamenn og listunnendur – sem haldin er í hinum líflega og gullfallega, austfirska bæ Seyðisfirði. Þátttakendur skrá sig í vinnustofur og sækja viðburði af ýmsum toga vikuna sem hátíðin fer fram. Í vikulok eru sýningar á afrakstri námskeiðanna opnaðar, tónleikar eru haldnir og hátíðargestir skemmta sér fram á rauða nótt. Í ár munu pönkhljómsveitin Hórmónar, rapparinn Emmsjé Gauti og raftónlistarmaðurinn Daði Freyr stíga á svið, og fjöllistakonurnar Samantha Shay og Steinunn Gunnlaugsdóttir leiða vinnustofur. Seyðisfjörður er kjörinn staður fyrir þessa hátíð, útsýnið stórkostlegt og menningarlíf bæjarins litríkt. Rúta gengur daglega þangað frá Egilsstöðum á sumrin og tekur ferðin aðeins 30 mínútur. → www.lunga.is

G! FESTIVAL

8

LUNGA


MYND: Mads Pihl / Visit Greenland

Ilulissat, Grænland Sumar

leikjum og klæddust stoltir einkennislitum sinna ættbálka. Völd þeirra og sæmd voru í húfi. Nú á dögum eru Hálandaleikarnir öllu friðsælli. Í Aberdeenshire eru ævafornar hefðir í heiðri hafðar er íþróttamenn takast á víðsvegar um héraðið. Meðal keppnisgreina eru staurakast, reiptog og steinadráttur. Einnig verður spilað á sekkjapípur, sýndir þjóðdansar og skemmtilegir barnaleikir eru á dagskrá. Hátíðirnar í Aboyne og Ballater, sem haldnar eru í ágúst, eru næstar Aberdeen, en stærstu og merkustu leikarnir eru haldnir í september í Braemar sem er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá borginni um hin ægifögru skosku hálönd. Enginn áhugamaður um skoska menningu ætti að láta Hálandaleikana fram hjá sér fara. → www.shga.co.uk

Aðaltímabilið til hvalaskoðunar við Grænland eru júlí og ágúst. Þó er það nærri öruggt að sjá einhverja hvali undan Grænlandsströndum frá júní og fram í lok september. Hvalaskoðun er víða í boði, en við mælum sérstaklega með Ilulissat, hinum 40 km langa ísfirði sem liggur út í Diskóflóa. Fjörðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO, en þar má sjá hvali af um 15 tegundum við leik á milli ísjaka. Auk þess að sjá hrefnur, langreyðar og hnúfubaka, sem við þekkjum úr hvalaskoðun á Íslandi, bregður einnig hinum sérkennilegu tenntu náhvölum fyrir, sem og hinum risavöxnu norðhvölum (einnig kallaðir Grænlandshvalir), sem MYND: Culture Night Belfast geta orðið allt að 100 tonn að þyngd. Hausinn er um 40% af lengd þessara skíðishvala og skolturinn stór eftir því. Belfast, Norður-Írland En sumir ísjakanna eru enn stærri en 22. september hvalirnir. Í fjarska heyrast drunur er þeir brotna af íshellunni og falla út í vatnið. MENNINGARNÓT T Skipuleggjendur → www.greenland.com lýsa Menningarnótt Belfast sem sýnishorni af listalífi borgarinnar. En það mætti frekar kalla hana hlaðborð fyrir listunnendur, þar sem hundruð ókeypis viðburða eru á dagskrá og fleiri en 80.000 gestir sækja hátíðina heim á hverju ári. Hátíðin fer fram í hinu nýtískulega hverfi Cathedral Quarter, þar sem allt iðar af lífi og lifandi tónlist, leik- og listasýningar eru MYND: Bill Robertson á hverju götuhorni. Viðburðir liðinna hátíða hafa verið fjölbreyttir: listasmiðjur, hjólaskautarall og meira að Aberdeenshire, Skotlandi 5. og 10. ágúst, 2. september segja kitlslagur. Sumir viðburðanna höfða sérstaklega til barna. DagHÁLANDALEIKAR Fyrr á öldum, þegar skráin hefst kl. 13:00 og henni lýkur Keltar réðu ríkjum í Há­löndum Skot- kl. 22:00. lands, kepptu hugdjarfir menn í stríðs- → www.visitbelfast.com/whats-on HVALASKOÐUN

Fljótlegt og fræðandi Nokkrar staðreyndir um áfangastaði Air Iceland Connect.

FÆREYJAR Höfuðstaður: Þórshöfn (62°N) Íbúafjöldi: 50.000 Stærð: 1.399 km2 Staða: Með heimastjórn en tilheyrir danska ríkinu Tungumál: Færeyska (danska er annað tungumál)

GRÆNLAND Höfuðstaður: Nuuk (64°N) Íbúafjöldi: 56.000 Stærð: 2.166.086 km2 Staða: Með heimastjórn en tilheyrir danska ríkinu Tungumál: Grænlenska (danska er annað tungumál)

ÍSLAND Höfuðstaður: Reykjavík (64°N) Íbúafjöldi: 334.000 Stærð: 102.775 km2 Staða: Sjálfstætt Tungumál: Íslenska

NORÐUR-ÍRLAND Höfuðstaður: Belfast (55°N) Íbúafjöldi: 1.870.000 Stærð: 14.130 km2 Staða: Með heimastjórn en tilheyrir Stóra-Bretlandi Tungumál: Enska, írska og ulsterskoska

SKOTLAND Höfuðstaður: Edinborg (56°N) Íbúafjöldi: 5.730.000 Stærð: 77.933 km2 Staða: Með heimastjórn en tilheyrir Stóra-Bretlandi Tungumál: Enska, gelíska og skoska

9


FERÐALÖG

Sund

Úr gleymsku og dá i TEXTI: Eygló Svala Arnarsdóttir MYND: Ragnar Th. Sigurðsson

Laugin leyndardómsfulla hjá Flúðum, sem nú heitir „Secret Lagoon“, var byggð í kringum heita uppsprettu árið 1891 og notuð til sundkennslu í áraraðir. Gamla laugin, eins og hún var kölluð, féll í gleymsku og dá er nútímasundlaugar voru

10

byggðar víðs vegar um landið á seinni helmingi 20. aldar. Náttúrulaugin var lengi vel aðeins til einkanota, en með tilkomu nýrra eigenda gekk hún í endurnýjun lífdaga sem Secret Lagoon og var opnuð almenningi árið 2014. Nú er laugin vinsæll ákvörðunarstaður á Gullna hringnum, en ferðamönnum þykir eftirsóknarvert að slaka á í 38–40°C heitu vatninu í friðsælli náttúrunni.


Secret Lagoon, Ísland, 64° N, +38° C, 27/2, 13:46

11


MENNING

Matur

Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á veitingastaðnum Dill.

Ljóminn í einfa ldleika num

Dill Restaurant er fyrsti íslenski veitingastaðurinn til að hljóta Michelin-stjörnu. Staðurinn er þekktur fyrir nýstárlega notkun á íslensku hráefni, óvenjulegar bragðtegundir og spennandi rétti. TEXTI: Rachel Mercer MYNDIR: Mikael Axelsson (staðurinn að innan) og Karl Petersson (andlitsmynd og réttir)

„Það er mikil jafnvægislist að bjóða upp á áhugaverðar bragðtegundir án þess að láta þær verða of yfirþyrmandi,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á veitingastaðnum Dill. Þessi jafnvægislist kemur glöggt í ljós t.d. í rétti þar sem blandað er saman byggi og malti og svartfuglsflögum stráð yfir. Síðastnefnda hráefnið er í hárréttu magni – nóg til þess að bragðbæta réttinn og án þess að taka hann yfir. Jafnvæginu er sömuleiðis náð í dönsku smurbrauði, sem hefur verið tekið í sundur, með reyktri bleikju, dilldufti og rúgbrauðsmylsnu. Kvöldverður á Dill Restaurant er ferðalag fimm eða sjö fyrirfram ákveðinna rétta og gestir geta kosið að drekka sérvalin vín með hverjum þeirra. Réttirnir eru hannaðir til þess að leyfa ákveðnum hráefnum að njóta sín, að leyfa þeim að ljóma í einfaldleika sínum. Ragnar sækir innblástur sinn í hráefnin. „Við notum það sem er fáanlegt á hverjum árstíma,“ útskýrir hann. „Ég hlakka til sumarsins, því þá getum við tínt kryddjurtir. Það er það sem okkur finnst skemmtilegast.“ Ætihvönn,

12

kerfill, vallhumall og skessujurt eru plöntur sem vaxa villtar í íslenskri náttúru og eru venjulega ekki notaðar til matreiðslu. Á sumarmatseðlinum verður einnig hægt að finna önnur óvenjuleg hráefni eins og rósablöð, birki, rabarbara og furuspírur. „Þetta er ekki það sama og að fá sér hamborgara eða pizzu“ segir Ragnar og hlær. „Fólk verður hissa þegar það kemur á Dill. Það upplifir allt aðra nálgun í matreiðslu.“ Maturinn sem er í boði hvetur fólk til þess að panta sér borð á staðnum allt að fjóra mánuði fram í tímann, en matargestir fá meira fyrir peninginn. Að snæða á Dill Restaurant er upplifun sem snertir við öllum skynfærum. Þægileg birta, lágstemmd raftónlist og falleg hönnun úr dökkri steinsteypu, múrsteinum og málmi skapa hið sérstæða andrúmsloft staðarins. „Heimsókn á Dill snýst ekki aðeins um það að fá sér sæti og snæða kvöldverð. Það geta allir eldað,“ heldur Ragnar áfram. „Þetta snýst um það að sitja í rólegheitum í tvo til þrjá tíma og upplifa alla þessa þætti flæða saman.“


01

01 Þægileg birta, lágstemmd raftónlist og falleg hönnun úr dökkri steinsteypu, múrsteinum og málmi skapa hið sérstæða andrúmsloft staðarins. 02 Eftirréttur úr skyri, rabarbara og súrum. 03 Forréttur úr kartöflum, með kryddjurtasósu og ösku. 02

03

13


UPPLÝSINGAR

Spurningar frá lesendum

Sólfar, Reykjavík

„Gáfur ráðast af svörum. Viska ræðst af spurningunum.“

Spurt og svifið Í hverju tölublaði My North svörum við spurningum sem berast á samfélagsmiðlum. Vantar þig svörin? Við eigum þau á lager. Sendu okkur línu á Facebook, Twitter og Instagram og láttu vaða! #mynorthadventure TEXTI: Edda Kentish MYND: Ragnar Th. Sigurðsson

Hvað hitið þið mikið kaffi fyrir hverja flugferð? Það er nú það. Kaffi er jú lífsins elixír og einkar hentugur drykkur til þess að hafa það notalegt yfir. Við hitum 3-6 lítra af kaffi á styttri leiðum og 4,5-9 lítra á þeim lengri, þannig að allir geti slakað á með kaffibollann og notið útsýnisins út um gluggann.

14

Hvað snýst hreyfillinn hratt á Q400-vélunum? Það er eins og hann bara hverfi, hann snýst svo hratt! Skarplega athugað! Skrúfan á Q400 snýst um 850 hringi á mínútu í venjulegu flugi en getur snúist allt að 1020 sinnum á mínútu. Ímyndaðu þér nú ef þú gætir snúist um sjálfan þig 850 sinnum á mínútu. Frekar svimandi tilhugsun, er það ekki?

Hvað get ég gert á Akureyri sem ég get ekki gert í Reykjavík? Þegar stórt er spurt! Akureyri er jú margrómuð fyrir bæjarfegurð og menningarlíf, þannig að það er upplagt að byrja í miðbænum með útsýni yfir í Vaðlaheiðina. Að telja kirkjutröppurnar er að sjálfsögðu sérstaklega hressandi samkvæmisleikur, enda virðist ekki nokkur utanbæjarmaður geta munað hvað þær eru margar. Svo er urmull af ímyndunarverkstæðum í formi gallería í Gilinu góða og það má bæta einum spretti

– Óþekktur höfundur

eða tveimur við upp Gilið eftir æfingarnar í tröppunum. Lystigarðurinn á fáa sína líka á landinu og svo má enda viðburðaríkan dag á því að leita að tröllum í Kjarnaskógi. Svo fátt eitt sé nefnt. Og sund. Alltaf fara í sund. Þelamerkurlaugin, Hrafnagilslaug, Glerárlaugin eða Sundlaug Akureyrar, þær standa allar fyrir sínu. Af hverju eru allar myndirnar ykkar teknar ofan frá? Það er nú bara vegna þess að myndir teknar ofan frá eru, að okkar mati, vannýtt auðlind. Þetta er það sem við sjáum út um gluggann þegar við fljúgum. Svo erum við ötulir talsmenn þess að horfa á það sem við erum vön að sjá út frá nýjum sjónarhornum.

Brennur spurning á þér? Sendu okkur línu á samfélagsmiðlum með merkinu #mynorthadventure og við svörum. Hver veit nema spurningin þín birtist á prenti á síðum þessa blaðs þegar fram líða stundir!


刀䔀䜀一䘀䄀吀一䄀퀀唀刀

唀刀䈀䄀一 伀唀吀䔀刀圀䔀䄀刀

15


FERÐALÖG

Bæjarferð

Leynda rdóma r Siglufja rða r Sigló er ekki í alfaraleið. En eftir að Héðinsfjarðargöngin rufu einangrun bæjarins sækja stöðugt fleiri þennan spennandi áfangastað heim. TEXTI: Larissa Kyzer MYNDIR: Ragnar Th. Sigurðsson (á þessari opnu) og Larissa Kyzer

Fólk slysast ekki til Siglufjarðar er greinahöfundi sagt þegar hún leggur leið sína til bæjarins einn blíðviðrisdag í mars. Siglufjörður er innilokaður milli hárra fjalla nyrst á Tröllaskaga. Fjörðurinn glitrar í vetrarsólinni og á fjallstindunum er nýfallinn snjór. Hús bæjarins ljóma litrík í sólskininu. Á slíkum dýrðardegi mætti búast við fjölda ferðamanna á þessum fallega stað, en götur bæjarins eru nærri auðar. Sigló, eins og heimamenn kalla bæinn sinn, er ekki í alfaraleið. Þótt hann sé aðeins í klukkutíma fjarlægð frá Akureyri og ekki ýkja langt frá hringveginum þegar komið er að honum sunnan að, er engin leið þangað akandi nema í gegnum göng. Lágheiðin er lokuð á veturna

16

og óveður og snjóflóð loka stundum öðrum leiðum einnig. Það var varla tilviljun að höfundar Ófærðar tóku sjónvarpsþættina upp á Siglufirði.

Rísandi tungl Í fyrstu þáttaröð Ófærðar veiðir grunlaus sjómaður höfuð- og limalausan búk upp úr firðinum og í glæpasögum Ragnars Jónassonar, sem einnig gerast á Siglufirði, eiga óhugnanlegir atburðir sér stað. Sem betur fer er bærinn friðsæll í raun. En þegar ég innrita mig í hið nýja og glæsilega Sigló Hótel við sjávarsíðuna og horfi á smekklega klædda hótelgesti klingja glösum við arininn í móttökunni, get ég ekki að því


Siglufjörður, Ísland, 66°N, +11°C, 1/7, 13:43

17


01 Grána, gamla síldarbræðslan, er ein fimm bygginga sem hýsa Síldarminjasafnið á Siglufirði. 02 Fjölmargir safngripir, líkt og þessar niðursuðudósir sem voru framleiddar á Siglufirði, eru gjafir frá fólki sem starfaði í bænum á síldarárunum. 03 Hið glæsilega Hótel Sigló við höfnina. Úr heita pottinum getur þú notið útsýnisins yfir fjörðinn. 04 Leyningsfoss, illa geymt „leyndarmál“ í fallegum skógi rétt fyrir utan bæinn.

01

02

03

gert að finnast ég vera stödd í einni af ráðgátum Agöthu Christie. Við maðurinn minn erum meðal fárra erlendra ferðamanna á þessum stað. Aðrir gestir eru flestir Íslendingar á skíðaferðalagi. Hægt er að kaupa passa sem gildir fyrir Skarðsdal og fjögur önnur skíðasvæði á Norðurlandi. Uppbyggingin á Siglufirði, sem og staðsetning bæjarins, gerir hann að ákjósanlegum ákvörðunarstað fyrir þá sem vilja fara í viðburðaríka helgarferð út á land.

þetta síðdegi í mars, er farið er að skyggja, ríkir kyrrð við höfnina. Þeir fáu sem við mætum eru að koma úr bakaríinu eða sundi, eða að fá sér snarl á Torginu, flatbökustað bæjarins. Okkur sýnist þetta fólk þekkja hvert annað. Við fáum okkur göngutúr upp brekkuna, framhjá kirkju með rauðu þaki og förum inn í fallegan kirkjugarð í hlíðinni. Fyrir utan brakið í snjónum er hér dauðaþögn. Sólin er við það að setjast. Þegar við komum að stóra, upplýsta krossinum við enda garðsins og horfum niður yfir bæinn, glitra húsin í bjarma rísandi tungls.

Hótelið er byggt á landfyllingu við höfnina í Siglufirði. Bátar liggja við bryggju og við höfnina standa veitingastaðir í uppgerðum byggingum. Síldarævintýrið Á sumrin iðar allt af lífi. Hægt er að njóta veitinga úti á verönd, spila mini Síldarminjasafn Íslands, sem staðsett golf eða tefla á risastóru taflborði. En er á Siglufirði, er ekki opið að stað-

18

aldri á veturna, en ekki þarf meira en einn tölvupóst til að fá leyfi til að skoða safnið. Í safninu, sem er í fimm byggingum, er hægt að ferðast aftur í tímann og upplifa síldarævintýrið sem var og hét. Á um 100 ára tímabili veiddist ógrynni af síld á Íslandsmiðum. Siglufjörður varð ein mikilvægasta höfn landsins og þar byggðist frægasti síldarbær í heimi. Á 40 árum varð fámennt þorp að „Klondyke Atlantshafsins“, fimmta stærsta bæ landsins með yfir 3.000 íbúa. Í einni sýningunni er hægt að ganga inn í vistarverur síldarstúlkna, þar sem ljósmyndir hanga á veggjum, tónlist ómar og vatn dropar úr krana í eldhúsinu. Það er eins og stúlkurnar séu nýfarnar út, hafi bundið skuplur um höfuð sér og gengið niður að


04

höfn til að hreinsa og salta aflann sem er á leiðinni í land. Í verksmiðjunni í næsta húsi er hægt að ganga milli ótal tækja og dást að hugviti síldariðnaðarins, þar sem enginn hluti síldarinnar fór til spillis. Það sem ekki var notað til manneldis var brætt til olíuframleiðslu. Bátahúsið er mikilfenglegasti hluti safnsins. Safnstjórinn Anita Elefsen hlær að undrun minni þegar hún sýnir mér endurgerð dæmigerðrar síldarhafnar, þar sem 11 bátar liggja við bryggju. Einn þeirra er 38 tonna skúta, en hægt er að fara um borð og skoða hana.

Í ljúfri laut Þakklát fyrir sólríkt síðdegi stuttu fyrir áætlaða brottför, ákveðum við að fá okkur göngutúr í litlum,

Siglufjörður

fallegum skógi við endimörk bæjarins. Stígar liggja í gegnum skóginn og þegar allt er á kafi er tilvalið að ganga þar á snjóþrúgum. Takmark okkar er að finna Leyningsfoss, sem er falinn milli grenitrjánna. Þrátt fyrir nafnið er auðvelt að finna fossinn. Eftir um tíu mínútur heyrum við í rennandi vatni og göngum á hljóðið. Í ljúfri laut gleymum við okkur stundarkorn er við hrífumst af endurkasti sólargeislanna í frosnu fallvatninu. Í skóginum eru borð og bekkir og við klæðum okkur úr yfirhöfnum, fáum okkur sæti og böðum okkur í sólinni. Við höfðum ekki með okkur nesti, en að sitja hérna í kyrrðinni í geislum sólarinnar og umvafin fegurð náttúrunnar, er næring fyrir sálina. Þetta var óvænt gleðistund.

Akureyri

Reykjavík Keflavík Ferðaupplýsingar: Air Iceland Connect býður upp á reglulegar flugferðir frá Keflavík og Reykjavík til Akureyrar. Þaðan er aðeins klukkutíma akstur til Siglufjarðar. Hægt er að leigja sér bíl á Akureyrarflugvelli eða taka strætó nr. 78. Vagninn ekur frá Akureyri til Siglufjarðar þrisvar á dag, mánudaga til föstudaga, og einu sinni á sunnudögum (það er engin strætisvagnaþjónusta til Siglufjarðar á laugardögum).

VISSIR ÞÚ AÐ ... Air Iceland Connect flýgur til fjögurra landa fyrir utan Ísland: Grænlands, Færeyja, Norður-Írlands og Skotlands?

19


FERÐALÖG

Sjósund

Komdu út í, vatnið er indæ lt

Hinn guðdómlegi Eyjafjörður, sem er enn fallegri úr notalegum heitum potti.

Hjalteyri er einn þeirra staða sem ferðamenn ramba óvart á en gleyma aldrei. TEXTI OG MYND: Larissa Kyzer

Hið óásjálega sjávarþorp Hjalteyri (íbúafjöldi: 43) er aðeins í 20 mínútna fjarlægð norður af Akureyri en sést illa frá veginum. Umlukið kyrrð, kúrir þorpið neðst í hlíð við enda bratts vegar og birtist ferðalöngum fyrirvaralaust: steinsteypt verksmiðja með háum skorsteini, lítil bryggja sem teygir sig út í fjörðinn og nokkur hús með rauðum þökum sem ber við bláma Eyjafjarðar. Á Hjalteyri var ein af aðalstöðvum síldveiða á Íslandi snemma á 20. öldinni. Síldarverksmiðjan er löngu hætt störfum sem slík, en í verksmiðjunni fer fram sútun og hákarlaverkun, auk þess sem hún hýsir listasýningar á sumrin og hefur hlotið verðlaun fyrir þá starfsemi. Þar er einnig Strýtan

20

til húsa, köfunarmiðstöð sem er opin árið um kring og býður upp á könnunarleiðangra að hinum einstöku strýtum, sem myndast hafa í kringum neðansjávarhveri í Eyjafirði. Eftir að hafa tekið nokkrar myndir uppgötvum við heitan pott í fjörunni. Í verksmiðjunni eru fataklefar. Vön ferðalögum um Ísland, höfum við sundföt og handklæði meðferðis, og ákveðum að fara í pottinn og njóta útsýnisins. Við setjum 500 kr. í baukinn á veggnum við pottinn, snúum handfanginu til að hita hann upp í 40°C og gerum okkur tilbúin. Nú er það spurningin: förum við beint í pottinn eða gerum við eins og heimamenn mæla með og fáum okkur stuttan sundsprett í sjónum fyrst? Tilhugsunin um að synda í NorðurAtlantshafi í mars (eða júlí eða ágúst, þess vegna) er ekki sérlega freistandi. En þar sem ég trúi á kosti sjósunds

er ég fljót að ákveða mig: ég fer yfir steinvegginn og feta mig eftir grýttri fjörunni. Ég er þakklát fyrir að hafa haft vatnshelda skó meðferðis. Ég tek mér augnabliks hlé til að sannfæra sjálfa mig og stekk síðan í ískalt vatnið. Vatnið er sannarlega kalt og í hreinskilni er tilfinningin ekki sérlega þægileg fyrstu sekúndurnar. En síðan lít ég í kringum mig og hugsa um hvar ég er stödd og finnst ég svo full af orku að ég hlæ upphátt. Á þessum árstíma er skynsamlegast að dvelja aðeins stutta stund í sjónum í einu, svo ég fer aftur upp úr og nýt viðbragða líkamans, að líða eins og mér sé heitt. Þetta er rafmögnuð tilfinning. Flissandi skelli ég mér ofan í pottinn og slaka á í heitu vatninu, sem ég verðskulda sannarlega. VISSIR ÞÚ AÐ ... Þú getur flogið beint frá Keflavík til Akureyrar þegar þú kemur erlendis frá?


Skemmtilegir kokteilar, frábær matur og ógleymanleg augnablik www.slippbarinn.is

Himnesk matarupplifun www.aurorarestaurant.is

Notalegt, ferskt og fallegt www.satt.is

Fáguð matargerðarlist www.vox.is

Litríkur, fjörugur og sérvitur www.geirismart.is

Veisla fyrir bragðlaukana Fimm einstakir veitingastaðir til að uppgötva, njóta og heimsækja aftur og aftur.

21


VIÐTAL

Air Iceland Connect

Hallgrímur Haraldsson er verkstjóri hlaðdeildar Air Iceland Connect á Reykjavíkurflugvelli. Hann hefur upplifað ýmis ævintýri á áfangastöðum flugfélagsins og hefur komið nokkrum sinnum til Grænlands starfs síns vegna. TEXTI: Svava Jónsdóttir MYND: Árni Sæberg

Hverju mælir þú með fyrir ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu? „Það er hægt að fara í leikhús, bíó og á tónleika. Svo er hægt að fara í hvalaskoðun frá Reykjavík. Heiðmörk er falleg og það er ævintýri að fara þangað. Það er hægt að fara í Húsdýragarðinn og það eru margir fallegir staðir í kringum Reykjavík. Hvalfjörðurinn er til dæmis mjög fall­egur í góðu veðri. Einnig mæli ég með að fólk aki austur fyrir fjall, t.d. til Þingvalla.“ Hveru lengi hefur þú starfað hjá Air Iceland Connect og í hverju felst starf þitt? „Ég er búinn að vinna hjá Flugfélagi Íslands [nú Air Iceland Connect] í 16 ár og þar af í fjögur ár á Akureyri. Ég mæti yfirleitt í vinnuna fyrir klukkan sex á morgnana til að gera daginn kláran fyrir strákana og svo byrjum við daginn á því að taka á móti vörum inni í frakt og töskunum frá afgreiðslunni þar sem farþegar innrita sig. Við þurfum að hlaða og afhlaða frakt og farangur auk þess

22

sem við sjáum um alla aðra vinnu í kringum vélarnar úti á hlaðinu. Við þurfum að vera viðstaddir þegar flugmenn eða flugvirkjar setja þær í gang og þær fara af stæðum. Þegar þær lenda þá þurfum við að pata þeim inn á stæði og við leiðbeinum flugmönnum um að staðsetja þær rétt á hlaðinu. Starfið er mjög fjölbreytt. Við þurfum til dæmis stundum á veturna að sprauta sérstökum heitum vökva á vélarnar til að hreinsa snjó og ís af þeim áður en þær fara í flug.“

Hunda

Hvað fer yfirleitt mikið af farangri um borð? „Það er misjafnt en farangur er oft 500 til 1.500 kíló. Ef um er að ræða fraktflug, sem er oft til Kulusuk, þá eru það ávextir og grænmeti ásamt pósti og þá er jafnvel farið með þrjú tonn í einni ferð.“ Getur stundum verið erfitt að koma öllum farangri og farmi í vélarnar? „Já, það getur verið erfitt því plássið er oft lítið um borð í vélunum. Ef

farangur og frakt er mikil þá hefur maður þurft að rífa út allt sem var búið að setja í vélina til þess að raða upp á nýtt til þess að koma öllu fyrir.“ Air Iceland Connect flýgur til nokkurra áfangastaða á Grænlandi. Ferð þú og aðrir starfsmenn hlaðdeildar stundum með vélunum þangað? „Já, ég geri reyndar minna af því en áður. Ég sendi frekar strákana með. Við förum stundum til Kulusuk til


sleðar, refir og minkar Hallgrímur Haraldsson og félagar að hlaða flugvél.

þess að afhlaða farminn í vélunum þegar hann er mikill og stundum til að hlaða þar. Ég hef flogið til fleiri staða, ég hef t.d. farið til Nuuk og Narsarsuaq og svo fór ég til Constable Pynt þegar ég vann hjá flugfélaginu á Akureyri og ég hef einnig komið til Meistaravíkur. Ég fór einu sinni til Tule á norðvestur Grænlandi til þess að sækja hunda og sleða og sá ég um að ganga frá þeim í vélinni. Þess má geta að einu sinni fór ég til Finn-

lands til þess að sækja refi og var flogið til Egilsstaða og í annað skipti fór ég til Danmerkur til þess að sækja minka sem enduðu á Vopnafirði. Ég hef tekið þátt í ýmsu sem er mjög skemmtilegt við starfið. Grænland er annars heillandi land og ég hef komið þangað þó nokkrum sinnum. Það er ævintýralegt að koma þangað og sjá landslagið – fjöllin og ísinn. Það getur verið mjög gott veður á Grænlandi yfir sumarið en það getur líka verið skelfilega slæmt á veturna.“

Hvert er mesta ævintýri sem þú hefur upplifað á Grænlandi? „Ég var einu sinni sendur frá Akureyri á vegum flugfélagsins upp í Meistaravík. Við vorum tveir félagar í viku að aðstoða við að flytja búnað fyrir námugröft á þyrlu inn á jökulinn. Við áttum nú að vera með skíðavél frá Akureyri en hún bilaði og fengum við þyrlu og þurftum að hengja búnaðinn neðan í hana á meðan hún sveif yfir okkur. Það var mjög skemmtilegt.“

23


UPPLIFUN

Að spretta úr spori

Fjölskyldufjör

Börn og ungmenni eru sérfræðingar í að hverfa inn í töfraheim ímyndunaraflsins og leikgleðinnar. Í fjölskyldufríum, þegar leikgleðin er í fyrirrúmi, er því ekki verra að geta hleypt ungviðinu á sprett á milli langferða. TEXTI: Edda Kentish MYND: Eygló Svala Arnarsdóttir

Ekki vanmeta gamla, góða róló. Stundum eru rólur einmitt það sem þarf til þess að hafa ofan af fyrir blessuðum börnunum. Róluvelli má finna víða um land og hér eru nokkrir: EGILSSTAÐIR: Í Atlavík má nálgast hina og þessa afþreyingu og þar á meðal leiksvæði. AKUREYRI: Kjarnaskógur býður upp á rólur, rennibrautir og útigrill á Birkivelli svonefndum og eins eru strandblakvellir á heimavelli í skóginum. Svo má finna aparólu og stærðarinnar dekkjarólu spottakorn frá. REYKJAVÍK: Klambratúnið góða státar af fjölbreyttum róluvelli með klifurkastala og lítilli aparólu. Svo er körfuboltavöllur steinsnar frá og garðurinn sjálfur er einnig eðal hlaupabraut fyrir grasmiðaða leiki eins og Hlaupa í skarðið. Að sjálfsögðu eru skólar og leikskólar borgarinnar líka ríkulega útbúnir leiktækjum frá ýmsum gullaldartímabilum íslenskrar róluvallasögu.

Rólur standa alltaf fyrir sínu.

GOTT OG BLANDAÐ

A

X

F

H

Ú

S

J

E

L

K

Á

L

M

Þetta orðarugl má leysa á ferð og flugi – og kannski ekki síst flugi. Þessi orð leynast í stafaruglinu og eru ýmist skrifuð afturábak, áfram, niður, eða á ská. Fyrstu þrír sem merkja ljósmynd af sinni lausn með #mynorthadventure og senda á samfélagsmiðlana okkar fá forláta skjólu (buff) í vinning. Góða veiði!

B

Þ

L

X

É

F

T

L

G

U

F

Y

A

N

Í

U

H

Æ

G

T

J

Ó

A

E

B

M

S

S

G

H

V

E

U

Ó

Ö

P

R

N

A

Á

T

V

Æ

G

A

L

A

Ð

R

E

F

G

G

J

É

B

F

K

A

Ð

J

J

N

A

N

S

Ó

L

S

E

T

U

R

R

Ó

M

U

S

Ó

E

K

U

R

T

B

S

S

A

X

Ö

R

F

L

K

É

R

Í

V

Y

N

A

Ý

Þ

Æ

SÓLSETUR HÚS FLUGVÉL FUGL STJÖRNUR FERÐALAG ÍS GAMAN Aukaorð: HÆGT

24


Bar� ég o� þögni�

Spottakorn frá Íslandsströndum gnæfir Grænlandsjökull yfir húsaþyrpingum, smábæjum og borgarísjökum. Skammri dagleið eða svo í hina áttina hafa Færeyjar dreift úr sér yfir sjávarmáli, þar sem lífið heldur norrænum takti með sínu nefi. Og örlítið lengra suður á bóginn bíða NorðurÍrland og Skotland bara eftir því að forvitnir ferðalangar láti sjá sig. Verið velkomin um borð.

airicelandconnect.is

25


MENNING

Tónlist

Bræðingur me og mann

01

Bræðslan er hátíð tónlistar, náttúru og samfélagsins á Borgarfirði eystra. TEXTI: Gabrielle Motola MYNDIR: Aðalsteinn Svan Hjelm, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Mareike Timm

Á hinni fallegu Austfjarðaleið ek ég framhjá fossum og yfir fjöll, áður en ég kem að þorpinu Bakkagerði, innst í Borgarfirði eystra. Íbúar þessa litla en snotra veiðiog landbúnaðarsamfélags (íbúafjöldi: 110), taka á móti fleiri en 3000 gestum ár hvert þegar tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin. Hátíðina stofnaði heimamaðurinn Áskell Heiðar Ásgeirsson og taka fjölskylda hans, vinir og heimafólk virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd hennar.

26

Aksturinn hingað austur frá Reykjavík tæki níu klukkustundir, en ég kaus að fljúga. Þokunni létti er vélin tókst á loft og við nutum stórkostlegs útsýnis yfir Vatnajökul. Vélin lenti klukkustund síðar í glaðasólskini á Egilsstöðum, þar sem ég leigði mér bíl og hélt áfram landleiðina til Borgarfjarðar eystra. Aksturinn þangað tók aðra klukkustund. Hugmyndin að Bræðslunni kviknaði þegar Heiðar, eins og hann er kallaður, langaði til að heiðra minningu Jóhannesar S. Kjarvals á 120 ára afmæli hans, en málarinn ólst upp í þorpinu. Heiðar fékk fjölskyldu sína og vini í lið með sér, og saman héldu þau fyrstu hátíðina árið 2005. Heiðar fékk Emilíönu Torrini, sem einnig á ættir að rekja til svæðisins, til þess að spila. Næsta ár kom Emilíana aftur til að spila á hátíðinni og í þetta skipti hafði hún


nningar lífs

01 Horft yfir Bakkagerði og tjaldbúðir Bræðslunnar. Mynd: Aðalsteinn Svan Hjelm. 02 Á rölti um bæinn. Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir. 03 Í Bræðslunni, aðaltónleikastaðnum. Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir. 04 Rokkað á Bræðslunni. Mynd: Mareike Timm.

02

03

04

vini sína í skosku hljómsveitinni Belle and Sebastian með þeir seljast upp á hverju ári. Miðar eru einnig seldir á aðra sér, og tónleikarnir þóttu heppnast afar vel. „Strax fyrsta viðburði. „Við stofnuðum ekki til hátíðarinnar til þess kvöldið töluðum við um að við þyrftum að halda hátíðina að græða peninga. Það er takmarkað hversu mörgum aftur að ári, og eftir annað árið var ljóst að hún var komin þorpið getur tekið á móti og við viljum ekki eyðileggja þá stemmningu sem ríkir á hátíðinni.“ til að vera“ segir Aldís Fjóla Borgfjörð „Strax fyrsta kvöldið töluðum Gestir geta upplifað margt annað á Ásgeirsdóttir, systir Heiðars. við um að við þyrftum að Bræðslunni en aðaltónleikana. Tónleikhalda hátíðina aftur að ári, og ar eru haldnir utan dagskrár, fólk getur Þegar ég heimsæki hana snemma í maí eftir annað árið var ljóst að fylgst með knattspyrnuleikjum, farið í er sauðburður hálfnaður og Aldís er á hún var komin til að vera.“ fjallgöngu og upplifað stórfenglegt útnæturvakt í fjárhúsinu á fjölskyldubúinu. Daginn eftir sýnir hún mér Bræðsluna, þar sem sýnið í allar áttir, farið í veiðiferð, tjaldferð eða sundferð, aðaltónleikarnir eru haldnir, sem var fiskimjölsbræðsla á horft á fugla eða fólk. Bræðslan er bræðingur menningar árum áður. Í ár eru þeir á dagskrá laugardaginn 29. júlí, og mannlífs, og mjög fjölskylduvæn hátíð, eins og Aldís en viðburðir tengdir hátíðinni hefjast strax þriðjudaginn segir. „Við fáum hingað alls konar fólk, sem nýtur samveru áður. Aðeins 1.000 miðar eru seldir á aðaltónleikana og við hvert annað og þess sem við höfum upp á að bjóða.“

27


UPPLIFUN

Við mælum með

Ævintýri eru af öllum stærðum og gerðum. Það er ekki allra að hanga í reipi utan á þverhnípi eða vakna fyrir allar aldir til þess að njóta kaffibollans í þögninni. Sem betur fer. Fjölbreytnin gefur lífinu gildi.

Ævintýralega fjölbreytt

Viltu deila ferðasögu sem er hugguleg, hressandi eða yfirfull af hasar? Sendu okkur ábendingar á #mynorthadventure

TEXTI: Edda Kentish

Huggulegt

Hér eru nokkrar tillögur að því sem gaman er að gera á nokkrum af áfangastöðum okkar. Við bjuggum til hentugan kvarða svo þú getir fundið ferðir, fegurð eða fjarstæðukennda afþreyingu sem hentar nákvæmlega þínum ævintýrabragðlaukum.

Hressandi

Hasar

Gisting í ístjöldum á ísbreiðunni eða á hótel Arctic í Ilulissat er gáttin að undraveröld Grænlandsjökuls. Ímyndaðu þér að vakna á ísbreiðunni og heyra ekki eitt einasta hljóð. Sú upplifun er ekki á hverju strái.

Að ganga yfir Grænlandsjökul, með eða án hundasleða, er eins stórbrotið og lífið gerist. Fyrir enn stærri adrenalínskammt má koma sér til Kulusuk og fara í þyrluskíðaferð þar sem fjöllin, jökullinn og snjórinn vinna saman að ógleymanlegu ævintýri.

Ólafsvaka er Íslendingum eflaust að góðu kunn og er haldin í kringum 29. júlí ár hvert í Þórshöfn. Íslendingar telja sig jú nokkurs konar sérfræðinga í útihátíðum, og því er nauðsynlegt fyrir upplifunarþenkjandi ferðalanga að kynna sér hefðir nágrannanna náið og innilega.

Færeyingar eru Íslendingum engir eftirbátar í ævintýraferðum. Klettasig, hellasund, hraðbátaferðir, köfun eða klettastökk eru á matseðlinum fyrir þá sem hungrar í hasar.

Skrepptu til Egilsstaða og náðu þér í far út í Húsey, þar sem hægt er að fara í hestaferðir, eða skráðu þig í Tour de Ormurinn í ágúst og hjólaðu 68 km með heimamönnum og aðkomufólki í góðum gír.

Ertu fyrir ævintýramennsku á daginn og lúxus á kvöldin? Þá er hægt að fara í fjögurra daga kajaksiglingu um Jökulfirði í Ísafjarðardjúpi þar sem gist er í vel útbúnum húsum hverja nótt. Einkar hentug leið til þess að sjá Vestfirðina í glænýju ljósi.

GRÆNLAND: ÍSKALT OG FRELSANDI Öðruvísi borgarferð til heimkynna borgarísjakanna í Ilulissat – sem þýðir einmitt ísjaki. Söfn bæjarins eru aðgangur að þankagangi og menningararfleifð bæjarbúa, sem er jú nærandi fyrir sálina. Og líkamleg næring er vissulega jafn mikilvæg: matargerðarlist er að sækja í sig veðrið í bænum.

FÆREYJAR: FJÖR EÐA FRIÐSÆLD Verslunarferðir í Færeyjum eiga sennilega fáa sína líka. Í Þórshöfn, Klakksvík og Runavík má komast í tæri við allt frá færeysku handverki (og heimsfrægum lopapeysum) til alþjóðlegra vörumerkja. Þeir sem þrá innilegar samverustundir við náttúruna ættu svo að fara í fuglaskoðun, en fuglalíf eyjanna er einkar fjölskrúðugt.

ÍSLAND: HEIMA EÐA AÐ HEIMAN Það slær fátt íslensku sumarbú­ staðaferðunum við í huggulegheitum, en þéttbýlislífið býður líka upp á sitthvað sem kallast má notalegt. Í Reykjavík er nýopnað Marshallhúsið ofarlega á lista, en þar er nýlistasafn, gallerí og veitingastaður. Lifandi umhverfi Grandans spillir svo ekki fyrir þar sem hægt er að sitja og njóta veiga úti eða inni, allt eftir veðri, vindum, og hlífðarklæðnaði.

28


Rétt fyrir f lugta k

Svífðu á milli golfvalla landsins og fínstilltu sveifluna í alls konar hæð yfir sjávarmáli. Jaðarsvöllur á Akureyri, Tungudalsvöllur á Ísafirði, Grafarholtsvöllur í Reykjavík og Ekkjufellsvöllur á Egilsstöðum eru klárir í hring – eða hringi.

Festu þér flugferð á airicelandconnect.is

29


LJÓSMYNDIR

Náttúra

Ævintýri á Instagram Leyfðu heiminum að njóta ferðalagsins með þér og merktu myndirnar þínar frá norðurslóðum #mynorthadventure. Bestu myndirnar munu birtast á vefsíðu og samfélagsmiðlum Air Iceland Connect og brot af því besta einnig á síðum þessa tímarits.

Ljósmyndasamkeppni Merktu uppáhaldsmyndirnar þínar frá áfanga­stöðunum okkar #mynorthadventure og taktu þátt í spennandi ljósmyndasamkeppni. Besta myndin tekin að ofan verður forsíðumynd næsta tölublaðs My North og sigurvegarinn vinnur ferð með Air Icleand Connect. Smelltu af!

Vinsamlegast athugaðu að ef þú notar myllumerkið #mynorthadventure veitir þú Air Iceland Connect leyfi til þess að birta myndirnar þínar í þessu tímariti, á vefsíðu og samfélagsmiðlum flugfélagsins. 01

01 Kulusuk, Grænlandi @markustrienke #kulusuk #airport #cute #greenland #eastgreenland #plane 02 Kangerlussuaq, Grænlandi @intehelena #NordicRoadtrip #AirIceland #WorldofGreenland 03 Goðafoss, Norðurlandi @pinkiceland #pinkiceland #weddingplanners 04 Ísafjörður, Vestfjörðum @icehotel #isafjordur #iceland #westfjords #bestfjords 05 Á leið til Kulusuk #mynorthadventure #airiceland #viewfromtheplane #greenland #kulusuk 06 Sleðahundur í Ilulissat, Grænlandi @benjaminhardman #AirIceland #greenland 04

30


LJÓSMYNDIR

Náttúra

02

03

05

06

31


FERÐALÖG

Grænland

Á mörkum hins byggilega heims Kynnstu Grænlandi.

alda, en á Grænlandi hittir þú einnig frumkvöðla sem afla sér viðskiptatækifæra á veraldarvefnum, metnaðarfulla kaffibarþjóna og knattÁ pappír er Grænland land öfganna: spyrnuáhugamenn, sem nýta hvert Heimsins stærsta eyja, strjálbýl- tækifæri til að æfa sig meðan dagsasta land í veröldinni og staður þar birtunnar nýtur við (sem þýðir að sem finna má elstu steingervingana æfingu lýkur aldrei á sumrin). og stærstu íshelluna utan Suðurskautsins. Í nyrstu þorpunum nýtur Hnattræn hlýnun er við það að endalausrar dagsbirtu við frá apríl til umbreyta Grænlandi og margir ágúst, en á veturna ríkir þar algjört ferðast þangað til að upplifa hin stórsvartnætti. Raunmyndin af Græn- fenglegu áhrif sem hlýnunin hefur á landi er önnur. Hugurinn nær ekki Grænlandsjökul. Er íshellan bráðnar utan um staðreyndir og tölur þegar og jöklar hörfa breytist ásýnd landsþú sækir landið heim og færð tilfinn- ins að eilífu. Ilulissat ísfjörðurinn, ingu fyrir víðáttunni sem blasir við í sem er á heimsminjaskrá UNESCO, allar áttir. Frosin fjöll teygja sig í átt lengdist t.d. um 10 km frá 2001 til að sjóndeildarhring, jökulísinn breiðir 2004 vegna bráðnunar jökulsins úr sér fyrir fótum þínum og dimm- og íbúar Qaanaaq nyrst á Grænblátt íshafið eins langt og augað eygir. landi segja frá því að hafísinn, sem Sumarsól heimskautsins slær lands- er þeim nauðsynlegur til veiða, hafi lagið töfrabjarma. Ljósið er skært, en þynnst um meira en einn metra. Að verða vitni að þessum afdrifaríku milt og alltumlykjandi. breytingum er annað og meira en að Í landi sem þessu, á endimörkum fara í skoðunarferð. hnattarins, hjóta íbúarnir að vera sérstakir. Grænlendingar eru léttir í Það er erfitt að standast hina miklu lund, stoltir af heimkynnum sínum og víðáttu heimskautsins, hvort sem þú vilja gjarnan kynna þau fyrir ferða- kýst að róa á húðkeip meðal náhvala löngum. Innfæddir eru margir hverjir á milli ísjakanna, stökkva úr þyrlu veiðimenn, sjómenn og handverks- á skíðum og bruna niður frosnar fólk, eins og þeir hafa verið um aldir fjallshlíðar, eða eltast við hreindýr,

TEXTI: Jonas Moody MYND: Benjamin Hardman

32

rostunga eða sjaldséða ísbirni með myndavél að vopni. Það er sannarlega ógleymanlegt að fara í hundasleðaferð íklæddur selskinnsfötum og kamik stígvélum að hætti heimamanna. Heimskautaloftið blæs móti þér er þú flýgur yfir snjóinn á sleða, dregnum af áköfu teymi ferfætlinga. Hundasleðaferð er ekki aðeins ákaflega skemmtileg leið til að upplifa töfra landslagsins, heldur einnig kjörin leið til að kynnast menningu Inúíta. Þorpin á Grænlandi eru flest dreifð um íslausa strandlengjuna og þar nýtur vega ekki við. Hægt er að fljúga eða sigla á milli staða, en hundasleðar þjóna enn sínum tilgangi sem mikilvæg farartæki. Að ferðast um á hundasleðum tilheyrir lífsstíl margra Grænlendinga. Ferð til Grænlands er einstök upplifun. Er þú kynnist næstu nágrönnum okkar og menningu þeirra betur, kemstu að því hversu skemmtilegt og fjölbreytilegt lífið á mörkum hins byggilega heims getur verið.

VISSIR ÞÚ AÐ ... Starfsmenn Air Iceland Connect eru 240, litlu færri en íbúar Kulusuk á Grænlandi, sem eru um 250?


Ilulissat, Grænland, 69° N, -18° C, 20/3, 11:09

33


Ormurinn la ngi „Glymur dansur í høll ...“ – Ólafsvaka Færeyinga er einstakur viðburður. TEXTI: Eygló Svala Arnarsdóttir MYNDIR: Christoffer Collin og Ólavur Frederiksen

Gásadalur, Færeyjar, 62° N, +5° C, 18/2, 18:07

34


FERÐALÖG

Færeyjar

Í Færeyjum búa færri en í flestum öðrum löndum, en þó hef ég aldrei séð aðra eins mannmergð á götum úti. Það er miðnætti 29. júlí, hápunktur Ólafsvöku, og það virðist sem allir 50.000 eyjarskeggjarnir hafi safnast saman í miðbæ Þórshafnar til að halda þjóðhátíðina. Áhorfendur eru þó nokkrir, ég sjálf meðtalin. Hvers-

sinn yfir vinstri handlegginn á mér og dregur mig með í dansinn. Ég gríp í manninn minn í skyndi svo ég týni honum ekki í fjöldanum. Síðan dönsum við hinn norræna keðjudans, líkt og Færeyingar hafa gert frá því á miðöldum. Glymur dansur í høll, dans sláið í ring! Glaðir ríða Noregs menn til Hildarting. Erindi fyrir erindi leiðir forsöngvarinn og forystusauður halarófunnar okkur í gegnum hið forna kvæði um fall Ólafs Tryggvasonar (hann tilkynnir í hljóðnemann að ef hann þagnar, er það vegna þess að einhver býður honum snafs). Arm við arm kveðum við með Færeyingunum eins hátt og við getum. Við fetum okkur áfram, tvö skref til vinstri og eitt til hægri, í gegnum miðbæinn og gætum þess að stíga ekki á neinn í þvögunni.

Ormurinn er sannarlega langur, en nóttin er ekki úti enn. Hörðustu Færeyingarnir halda áfram að kveða og dansa fram í birtingu. Það birtir af degi á eyjunum grænu. Þær sindra í sjaldséðum sólargeisla. Hið stórbrotna landslag Færeyja er oft hulið þoku, sem sveipar þær ævintýraljóma. Samanlagt flatarmál eyjanna 18 er aðeins 1.399 km2 og þar ríkir úthafsloftslag. Votviðrið hjálpar til við að skapa góð gróðurskilyrði og víða má sjá sauðféð (får á norrænu), sem eyjarnar heita eftir, á beit. Er þokunni léttir má sjá grasivaxin fjöll, fjörlega fossa, djúp klettagljúfur og óspillt útsýni yfir hafið allt um kring. Færeyskri menningu er viðhaldið í fjölda fallegra sjávarþorpa og hinni nýtískulegu Þórshöfn. Færeyingar hafa sigrast á miklum harðindum í gegnum tíðina. Þeir eru stoltir af sagnaarfi sínum og kynna hann glaðir fyrir gestum sínum.

01

04

02

dagslega klæddir útlendingar skera sig úr hópnum – Færeyingar klæðast stoltir þjóðbúningi sínum. Hópsöng er nýlokið. Hundruð – eða þúsundir – sungu hvert ættjarðarljóðið eftir annað háum rómi og í fullkomnum samhljómi. Ég reyndi að stauta mig fram úr færeyska söngheftinu sem mér var rétt og syngja með. Nú er komið að Orminum langa, öllum erindunum 85. Færeysk mágkona mín leggur hægri handlegg

01 Mannþröngin í miðbæ Þórshafnar á hápunkti Ólafsvöku. Mynd: Ólavur Frederiksen 02 Eyjan Mykines séð frá Gásadal. Mynd: Christoffer Collin 03 Gamalt hús með torfþaki í Saksun. Mynd: Christoffer Collin 04 Horft yfir bæinn Eiði. Mynd: Christoffer Collin

VISSIR ÞÚ AÐ ... Þú getur leigt flugvél frá Air Iceland Connect? Með eða án áhafnar. 03

35


FRÉTTIR

Air Iceland Connect

Efst á baugi Það er alltaf eitthvað um að vera hjá Air Iceland Connect. Hér er umfjöllun um það helsta sem átt hefur sér stað hjá flugfélaginu á síðustu misserum.

Titanic Belfast. MYND: Chris Hill

Hverarönd, Námaskarð. MYND: Ragnar Th. Sigurðsson

Mikael Mikiki. MYND: Ragnar Axelsson

Takið flugið til Belfast

Ný tengileið innanlands

Enn teflt á Grænlandi

Þann 1. júní síðastliðinn hóf Air Iceland Connect áætlunarflug til höfuðborgar Norður-Írlands í samstarfi við Icelandair, en flogið verður þangað frá Reykjavík þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum, árið um kring. Auk þess að bjóða upp á nýjan og spennandi áfangastað, mun þessi áætlunarleið auka úrval tengifluga milli Evrópu og Norður-Ameríku. Belfast er annar á kvö rð un a rsta ð ur A ir I c e la n d Connect í Stóra-Bretlandi, en flugfélagið hefur flogið til Aberdeen í Skotlandi þrisvar sinnum í viku, árið um kring, síðan í mars 2016.

Ef þér liggur á að komast í fríið til útlanda, er algjör óþarfi að koma við í Reykjavík. Frá því síðasta vetur er hægt að fljúga með Air Iceland Connect á milli Akureyrar og Leifsstöðvar í Keflavík og þaðan áfram til áfangastaða erlendis. Þessi tengileið er í boði allt árið, allt að sex sinnum í viku á veturna og tvisvar í viku á sumrin. Auk þess að koma til móts við íbúa á Norður- og Austurlandi, er þessi tengileið viðleitni til þess að dreifa ferðamannastraumnum um landið. Nú gefst gestum okkar kostur á því að fljúga beint norður í miðnætursólina eða skíðabrekkurnar.

Ellefu meðlimir skákfélagsins Hróksins flugu til Nuuk í byrjun júní til að halda Air Iceland Connect skákmót í höfuðborg Grænlands. Hinn ungi Mikael Mikiki kom, sá og sigraði og hlaut 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Auk verðlaunagripsins, vann Mikael ferð til Íslands í skákþjálfunarbúðir. Liðsmenn Hróksins heimsóttu einnig grunnskóla í Nuuk og færðu fyrstabekkingum reiðhjólahjálma að gjöf. Hrókurinn fór í sína fyrstu ferð til Grænlands árið 2003 og hefur síðan þá sótt landið heim 60 sinnum til að kenna ungum Grænlendingum skák. Air Iceland Connect hefur verið bakhjarl verkefnisins frá upphafi.

Stiklað á stóru

240

17

99%

4

8

400.000

starfsmenn

áfangastaðir

Staðreyndir um Air Iceland Connect

5

flugvélar í flota Air Iceland Connect

36

alþjóðaflugvellir á Íslandi

áfangastaðir á Íslandi

flugáætlana um Egilsstaðaflugvöll standast

farþegar ferðast um Reykjavíkurflugvöll á hverju ári


ÞJÓNUSTA

Air Iceland Connect

Upplifun um borð Sverfur hungrið að? Langar þig í eitthvað fallegt? Hér eru ábendingar um það hvernig þú getur notið flugsins ennþá betur.

Slakaðu á, komdu þér vel fyrir í sætinu og njóttu ferðalagsins. Starfsfólkið um borð mun gera sitt besta til að tryggja að flugið verði þér þægilegt og ánægjulegt. Ef þú þarfnast einhvers, getur þú kallað á flugliða með því að þrýsta á hnappinn fyrir ofan sætið. Á öllum flugleiðum Air Iceland Connect er farþegum boðið upp á ókeypis drykki, kaffi, te eða vatn. Þegar þú ferðast til erlendra áfangastaða getur þú einnig keypt veitingar um borð: nasl, samlokur, skyr og áfenga drykki, og auk þess verslað tollfrjálsan varning. Í bæklingnum sem er í sætisvasanum fyrir framan þig, getur þú skoðað hvaða vörur eru í boði. Hér má gera góð kaup á snyrtivörum, skartgripum, hönnunarvörum, tækjum og ýmsu öðru. Farþegar á leið til Belfast eða Aberdeen geta fengið spjaldtölvu lánaða og notið afþreyingar um borð.

Umhverfisstefna Við erum meðvituð um að starfsemi okkar hefur áhrif á umhverfi og samfélag. Við reynum að minnka skaðleg áhrif fyrirtækisins með því að nota auðlindir skynsamlega og farga úrgangi á ábyrgan hátt og lágmarka þannig áhrif á umhverfið að eins miklu leyti og því verður komið við. Air Iceland Connect hefur lokið umhverfisvottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14000, fyrst allra flugfélaga á Íslandi. Endurvinnsla hófst árið 2008 hjá Air Iceland Connect og síðan þá hafa verið tekin fleiri skref í sömu átt, til dæmis með því að draga úr notkun vatns, eyðslu orku og útblæstri.

Ferðasögur Okkur langar að lesa þína ferðasögu. Í sætisvasanum er ferðadagbók sem heitir „Shared stories“ og er fyrir alla þá sem sitja í þessu sæti. Við hvetjum ferðalanga til að taka sér penna í hönd og setja á blað nokkra punkta um það minnisstæðasta úr ferðum þeirra. Deildu þinni upplifun með ferðalöngum framtíðarinnar á gamla mátann.

Air Iceland Connect er með gullmerki í umhverfisflokkun Vakans.

37


ÁFANGASTAÐIR

Air Iceland Connect

Sköpum okkar eigin ævintýri

38

Á Íslandi er margt að sjá. Í hverjum landshluta fyrir sig má stöðugt uppgötva nýjar náttúruperlur. Með Air Iceland Connect eru þér allar leiðir færar. Horfðu einnig út fyrir landsteinana, til Grænlands, Færeyja og Bretlandseyja. Löndin og þjóðirnar sem þar búa eru ólíkar, en alls staðar má finna náttúrufegurð og forvitnilega menningu. Ævintýrin bíða þín.

hátíðir eða snæða á nýjum og spennandi veitingastöðum. Á veturna heilla skíðasvæðin. Frá Akureyri má einnig ferðast áfram með flugi til Grímseyjar, Þórshafnar á Langanesi og Vopnafjarðar, þökk sé samstarfinu við Norlandair.

Ferðir innanlands Það er tilvalið að fara í bæjarferðir með Air Iceland Connect til Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar og upplifa menningu og mannlíf á mismunandi stöðum. Hægt er að fara í leikhús, á tónleika, listasýningar, tónleika-

Grænland Grænland er stærsta eyja í heimi og að langmestu leyti hulin hinum óblíða Grænlandsjökli, sem er stærstur íshellna utan suðurheimskautsins. Grænlendingar eru okkar næstu nágrannar og leiðin til þeirra er greið. Air

Tengjumst umheiminum Keflavíkurflugvöllur tengir Íslendinga við umheiminn og fyrir fólk utan af landi getur verið hentugt að spara sér akstur og taka flugið með Air Iceland Connect beint frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar og þaðan áfram út í hinn stóra heim.

Iceland Connect flýgur til sex áfangastaða á Grænlandi frá Akureyri, Reykjavík og Keflavík: Höfuðborgarinnar Nuuk, Ilulissat við Diskóflóa og Kangerlussuaq á vesturströndinni, Kulusuk og Nerlerit Inaat á austurströndinni og Narsarsuaq í suðri. Á slóðum forfeðranna Fyrir rúmu árþúsundi lögðu norrænir landnemar á Bretlandseyjum upp í leiðangur í leit að nýjum heimkynnum til að flýja stigmagnandi átök. Ísland, óbyggð eyja í norðri sem þeim höfðu borist fregnir af, var fyrirheitna landið. Miðja vegu voru Færeyjar og þar ákváðu sumir leiðangursmanna að setjast að. Nú er hægt að ferðast þessa leið á mun skemmri tíma með Air Iceland Connect: til Þórshafnar í Færeyjum í samstarfi við Atlantic Airways og til Belfast á Norður-Írlandi og Aberdeen í Skotlandi í samstarfi við Icelandair.


Upphaf og endir Ferðalagið hefst og því lýkur einnig á einhverjum af aðalflugvöllum Air Iceland Connect. Allir eru þeir umvafnir fallegri náttúru og hver þeirra hefur sín séreinkenni. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Reykjavíkurflugvöllur er einn fjögurra alþjóðaflugvalla landsins og miðstöð fyrir innanlandsflug. Hann er staðsettur í hjarta höfuðborgarinnar, í Vatnsmýrinni, þar sem flugsaga okkar allra hófst þann 3. september 1919 með flugtaki fyrstu flugvélar á Íslandi. Í mars 1940 byrjaði áætlunarflug frá Reykjavíkurflugvelli þegar Flugfélag Íslands flutti höfuðstöðvar sínar þangað frá Akureyri.

AKUREYRARFLUGVÖLLUR Flugvöllurinn er staðsettur í höfuðstað Norðurlands og þaðan er stutt í heimskautsbaug. Frá Akureyri er hægt að fljúga til Grímseyjar, Þórshafnar á Langanesi og Vopnafjarðar, og með áætlunar- eða leiguflugi til Grænlands. Þar sem þetta er alþjóðaflugvöllur bjóða ferðaskrifstofur upp á ferðir frá Akureyri til margra áfangastaða erlendis. Akureyrarflugvöllur er einnig miðstöð fyrir sjúkra- og neyðarflug á Íslandi.

EGILSSTAÐAFLUGVÖLLUR Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir flug á milli Evrópu og Íslands, Norður-Ameríku og Íslands og flug yfir Ísland, og er því opinn allan sólarhringinn. Hann er staðsettur á bökkum Lagarfljóts og þaðan er stutt í Hallormsstaðaskóg og aðrar perlur Austurlands. Í fjörðunum kúra bæirnir milli stranda og hárra fjalla.

ÍSAFJARÐARFLUGVÖLLUR Það er kjörið að taka flugið til Ísafjarðar og halda þaðan út í hina óspilltu og ægifögru náttúru Vestfjarða. Aðflugið þangað er einstakt og ævintýraleg upplifun í sjálfu sér: Návígið við fjöllin og útsýnið yfir Ísafjarðardjúp og hina mörgu smærri firði sem ganga inn úr djúpinu.

→ Þegar ævintýraþráin kviknar, skoðaðu vefsíðuna okkar www.airicelandconnect.is og láttu drauminn rætast.

39


FLUGKOSTUR

Air Iceland Connect

Út í hið óþ

Á landnámsöld lögðu þær upp í leiðangur og héldu út í óvissuna með ástvinum sínum. Bombardier flugvélarnar fimm í flota Air Iceland Connect heita allar eftir íslenskum landnámskonum og kvenskörungum. Við höldum minningu þeirra á lofti með stolti.

Auður djúpúðga TF-FXA Q400

Hallgerður langbrók TF-FXB Q400

Þórunn hyrna TF-FXI Q400

Auður djúpúðga var eina konan sem fór fyrir eigin leiðangri til Íslands. Hún þótti afbragð annarra kvenna, útsjónarsöm og djúpvitur, eins og viðurnefnið gefur til kynna. Hún missti mann sinn og einkason, en sigldi til Íslands með barnabörn sín. Á leiðinni kom Auður við í Orkneyjum og Færeyjum og gifti þar sonardætur sínar. Sagt er að landnám hennar hafi verið öll Dalalönd í Breiðafirði. Auður var kristinnar trúar og þótti einstaklega göfug og stórmannleg. Hún gaf skipverjum sínum miklar jarðir í landnámi sínu en sjálf bjó hún þar sem núna er kirkjubærinn Hvammur í Dölum.

Alræmdasta kvenhetja Íslendingasagna er Hallgerður langbrók. Hún var glæsileg, hárprúð og fögur og lét engan vaða yfir sig. Hún stofnaði til illinda við nágrannakonu sína Bergþóru og eiginmaður hennar, Gunnar á Hlíðarenda, þurfti að gjalda fyrir löðrunginn sem hann veitti henni með lífi sínu. Á ögurstundu neitaði Hallgerður Gunnari um lokk úr hári sínu svo hann gæti gert við bogastreng sinn. En hvaðan kemur viðurnefnið langbrók? Ein skýringin er sú að þessi hávaxna kona hafi verið með eindæmum leggjalöng. Hún gæti einnig hafa verið kölluð „langbrok“, sem merkir „hin síðhærða“.

Átti hún svona fallegt sjal, hyrnu yfir höfuð eða herðar? Þórunn var fyrsta konan sem nam land í Eyjafirði ásamt manni sínum, Helga magra. Þórunn hyrna var systir Auðar djúpúðgu sem er frægust landnámskvenna. Þegar Þórunn og Helgi sigldu inn fjörðinn í leit að bæjarstæði eignaðist Þórunn hyrna stúlkubarn á litlum hólma í Eyjafjarðará. Það var fyrsti innfæddi Eyfirðingurinn, Þorbjörg hólmasól. Landnemanna er víða minnst á Akureyri. Stytta af hjónunum eftir Jónas S. Jakobsson stendur á Hamrakotsklöppum. Þar má finna göturnar Þórunnarstræti og Helgamagrastræti og leikskólann Hólmasól.

40


ekkta

Á vængjum þöndum Q400

Q200 Árið 2015 var Fokker 50 flugvélum Air Iceland Connect skipt út fyrir Bombardier Q400 vélar. Þær eru stærri og um 30% hraðfleygari en venjulegar skrúfuþotur og bjóða því upp á nýja möguleika. Auk þess að vera notaðar í hefðbundnu innanlandsflugi, eru Q400 vélarnar notaðar fyrir Grænlandsflugið – sem er í stöðugri sókn – flug til Bretlandseyja og mögulega til fleiri nýrra áfangastaða. Fyrir var Air Iceland Connect með tvær Bombardier Q200 flugvélar í rekstri. Þær hafa ýmsa eiginleika: Þær þurfa stutta flugbraut (t.d. geta þær tekist á loft fullhlaðnar af um 800 metra flugbraut), þola meiri hliðarvind en sambærilegar vélar og hafa rými fyrir meiri frakt. Hægt er að útbúa vélarnar sérstaklega til fraktflutninga.

→ Lesið meira um flugflotann á www.airicelandconnect.is.

Arndís auðga TF-FXG Q200

Þuríður sundafyllir TF-FXK Q200

Faðir hennar nam land í Dölum en hún vildi velja sínar jarðir sjálf. Arndís auðga nam land í Hrútafirði. Viðurnefni hennar bendir til þess að hún hafi auðgast meðan hún réði ríkjum á sínum bæ. Um Arndísi er lítið vitað enda fátt um hana ritað. En ef lesið er á milli línanna má sjá að hún var mikill kvenskörungur sem fór sínar eigin leiðir. Arndís kvæntist Bjálka Blængssyni, en sonur þeirra, Þórður, var kenndur við móður sína og var Arndísarson. Þórður kom seinna við sögu sem skjaldsveinn Bersa í Korm­ ákssögu, en Bersi keppti við aðalsöguhetjuna um kvonfang sem leiddi til hólmgöngu þeirra á milli.

Sagt er að hún hafi verið víðkunn sem völva og kunnað eitt og annað fyrir sér í göldrum þegar hún nam land í Bolungarvík. Þuríður fékk viðurnefnið sundafyllir fyrir þá hæfileika sína að geta fyllt firðina af síld með því að fremja seið. Þuríður fyllti þannig sundin af fiski fyrir bændur á svæðinu og fékk að launum kollótta kind frá hverjum bæ. Sonur hennar var skáldið Völu-Steinn Þuríðarson. Faðirinn er ókunnur. VISSIR ÞÚ AÐ ... Á síðasta ári flugu 322.730 ferðalangar með Air Iceland Connect, næstum jafn margir og íbúar Íslands, sem voru 338.450 í árslok 2016.

Fjölskyldan okkar Air Iceland Connect tilheyrir Icelandair Group, sem sérhæfir sig í ferðaiðnaðinum. Fyrirtækið er það stærsta á Íslandi og skilaði hagnaði upp á 89 milljónir Bandaríkjadali árið 2016 (um 8,8 milljarða króna miðað við gengi í dag). Icelandair Group er eigandi og eignarhaldsfélag flugfélagsins Icelandair og margra annarra fyrirtækja á sviði ferðaiðnaðar á Íslandi. Höfuðstöðvar Icelandair Group eru á Reykjavíkurflugvelli. DÓTTURFÉLÖG ICELANDAIR GROUP: Air Iceland Connect Ferðaskrifstofan VITA Fjárvakur Icelandair Icelandair Cargo Icelandair Hotels Iceland Travel IGS, Icelandair Ground Services Loftleidir Icelandic

41


UPPLÝSINGAR

Air Iceland Connect

Kapp er best með forsjá Öryggi þitt er okkur forgangsmál. Hér eru nokkrar ábendingar um það hvernig bæta má ferðaupplifunina um borð og eftir að farið er frá borði.

Inni í vélinni Vinsamlegast fylgstu með af athygli þegar flugliðar sýna hvernig nota á öryggisbúnaðinn í vélinni og lestu leiðbeiningarnar sem eru á spjaldi í sætisvasanum. Taktu mið af ábendingum starfsfólksins um borð. Notkun farsíma og annarra raftækja er aðeins leyfð á flugstillingu. Farangur í farþegarými skal geyma í farangurshólfi eða undir sætinu fyrir framan þig. Við mælumst til þess að sætisbeltin séu spennt allt flugið. Athugaðu að reykingar eru ekki leyfðar um borð í flugvélum Air Iceland Connect.

Gígjökull. MYND: Ragnar Th. Sigurðsson

Úti í náttúrunni Á norðurslóðum getur veðráttan verið óblíð og óútreiknanleg, einnig á sumrin. Vertu meðvitaður um að náttúran er viðkvæm og að kæruleysislegar athafnir, s.s. utanvegaakstur, getur haft óafturkræfar afleiðingar. Á Íslandi gæta þúsundir sjálfboðaliða Slysavarnarfélagsins Landsbjargar öryggis ferðalanga. Ef þú ætlar að leggja upp í leiðangur um óbyggð svæði, geturðu skráð ferðaáætlunina inn á www.safetravel.is Á vefsíðunni má einnig finna upplýsingar um nauðsynlegan búnað, ferðaáætlanagerð og nýjustu ferðaskilyrði. Hafðu ávallt eftirfarandi atriði í huga:

→ Við akstur er mikilvægt að hægja á sér þegar akstursskilyrði breytast, sérstaklega þegar malarvegur tekur við af malbiki og á blindhæðum. Það er ólöglegt að keyra eftir að hafa innbyrt áfengi. → Við einbreiðar brýr hefur það farartæki forgang sem er nær brúnni, en best er að hægja ávallt ferðina og meta aðstæður þegar komið er að einbreiðum brúm. → Hálendisvegir eru einungis færir fjórhjóladrifnum jeppum og vertu viss um að bílstjórinn hafi þá þekkingu sem nauðsynleg er til að aka slíkum farartækjum við oft erfiðar aðstæður. → Vegir eru oft hálir á veturna – jafnvel þótt þeir líti ekki út fyrir að vera það – sérstaklega eftir næturfrost snemma á morgnana. Allir hálendisvegir eru lokaðir á veturna. → Utanvegaakstur er bannaður með lögum. → Þegar þú gengur á fjöll eða um hálend svæði, vertu búinn undir breytt veðurskilyrði. Fylgdu ferðaáætlun þinni og klæddu þig eftir aðstæðum, í vind- og vatnsþéttan hlífðarfatnað, vettlinga og húfu.

Neyðarnúmer Á Íslandi og í Evrópu: 112 Í Norður-Ameríku: 911 Á Bretlandi: 999 / 112 FXI-OPS 030-i rev 0

42

→ Ekki fara of nærri þverhnípum eða heitum hverum. Þegar öldugangur er mikill, haltu þig fjarri fjöruborði. Vertu sérstaklega vakandi yfir hættulegum öldum á suðurströndinni sem liggur beint að Atlantshafi. → Ef þú ert villtur, hringdu í neyðarlínuna 112. Vertu kyrr á sama stað og bíddu eftir því að björgunarsveitir finni þig. → Landsbjörg býður upp á niðurhal ókeypis smá­forrits fyrir snjallsíma (emergency app) af vefsíðunni www. safetravel.is Hnitin þar sem þú ert staddur verða send björgunarsveitum ef þú virkjar forritið.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.