KARFAN

Page 1

KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR – ÚRSLITAKEPPNIR 2018

KR KARFAN

1


2

KR KARFAN


Kæru KR-ingar Þ

egar sólin tekur að hækka á lofti kemur að skemmtilegasta tímanum í körfuboltanum, úrslitakeppninni. Undanfarin ár hafa verið sannkölluð gullaldarár hjá KR í körfunni. Meistaraflokkur karla er sigursælasta lið í sögu íslenska körfuboltans. Við náðum þeim tímamótum síðastliðið vor á heimavelli í DHL höllinni. Nú erum við aftur komin af stað í úrslit. Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvaða liði við mætum í 8 liða úrslitunum. Liðið hefur átt við að stríða meiðsli í vetur og á ýmsu hefur gengið í útlendingamálum. Nú er komið að ögurstundu fyrir liðið, allir leikmenn ættu að vera heilir og tilbúnir í íslandsmeistaraslaginn. Kvennaboltinn er á uppleið í KR eftir að ákveðið var þar að byrja upp á nýtt og vera með uppalda KR-inga sem undirstöðu í liðinu. Liðið er vissulega ungt en það á framtíðina fyrir sér og fóru þær taplausar í gegnum 1. deildina í vetur og þær hafa tekið stefnuna á úrvalsdeild að ári. En nú þurfum við á ykkur að halda kæru KR-ingar til að standa við bakið á meistaraflokkunum okkar. Framundan eru skemmtilegustu leikirnir í körfunni og þá gildir dagsformið en ekki einhver uppsöfnuð stig yfir veturinn. Mig langar því að hvetja ykkur til að fjölmenna á leikina, láta í ykkur heyra og styðja liðin okkar.

„Meistaraflokkur karla er sigursælasta lið í sögu íslenska körfuboltans. Við náðum þeim tímamótum síðastliðið vor á heimavelli í DHL höllinni.“

KR KARFAN

Með KR-kveðju, Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuboltadeildar KR

3


Úrslitakeppnin er ný keppni Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR Enginn deildarmeistaratitill í ár. Hvernig er að vera ekki með heimaleikjaréttinn út úrslitakeppnina? Það er vissulega skrítið. Deildarmeistaratitillinn fer til liðsins sem hefur unnið jafnt og þétt frá því í október, sem við höfum ekki gert. Úrslitakeppnin er svo ný keppni og þá skiptir heimavöllurinn ekki alltaf máli.

„ Það er gríðarlegur spenningur í leikmönnum að fara að byrja úrslitakeppnina og sýna okkar rétt andlit.“

Stemmingsleysi, andleysi og þreyta hefur mikið verið í umræðunni hjá þér og fleiri leikmönnum. Ekki er það staðan á hópnum í dag? Ég held ekki, ég veit að allir leikmenn, þjálfarar og stjórn eru tilbúin í úrslitakeppnina. Eins og ég sagði hér að ofan er úrslitakeppnin ný keppni. Þá myndast oft meiri

4

kraftur í leikmönnum og hópurinn verður þéttari fyrir vikið. Það er gríðarlegur spenningur í leikmönnum að fara að byrja úrslitakeppnina og sýna okkar rétt andlit. Tíminn fyrir afsakanir er liðinn. Darri er að hætta eftir farsælan feril með KR. Þið hafið unnið nánast allt saman frá því þið byrjuðuð í meistaraflokki. Hversu mikið mun

KR sakna hans? Alveg gríðarlega. Darri er og hefur verið límið inni á vellinum. Hann er gríðarlega óeigingjarn og er alltaf tilbúinn að fórna sér fyrir liðið. Svo er hann þeim kostum gæddur að hann hittir stórum skotum fyrir okkur og finnur opn-

KR KARFAN


anir sem fáir aðrir gera betur. Hann er skólabókardæmi um hinn fullkomna liðsfélaga. Getur þú lýst muninum á deildarkeppninni og úrslitakeppninni? Það má segja að allt verði skemmtilegra. Það mæta fleiri á leiki sem gerir það að verkum að ég finn á mér að það er eitthvað stórt í vændum. Allt er undir bæði fyrir liðin og stuðningsmennina og spennan verður áþreifanleg. Að vera með bakið upp við vegg og eiga hugsanlega bara einn leik eftir á tímabilinu er stórkostleg upplifun. Spennan, streita og tilhlökkun er geggjaður kokteill. Eitthvað að lokum? Tímabilið hefur verið langt og strangt og úrslitin ekki eins og við vildum hafa þau. Nú er deildarkeppnin búin, öll neikvæðni á bak og burt og tekur nú við taumlaus skemmtun. Því vil ég að ég, leikmenn og stuðningsmenn fyllumst stolti af því að vera KR-ingar og mætum allir og styðjum okkur til sigurs sem mun leiða okkur að fimmta titlinum í vor!

KR KARFAN

5


Tryggvagötu (á móti Kolaportinu) • Smáralind (inn í Hagkaup) • Skeifunni (inn í Hagkaup) Holtagörðum (til móts við Hagkaup) • Kringlunni (á Stjörnutorgi)


KR KARFAN

7


Gleði og trú lykill að sigri Jón Arnór Stefánsson

8

KR KARFAN


Úrslitakeppnin er á næsta leyti. Hvernig leggst hún í þig og er líkaminn klár í átökin? Þetta er skemmtilegasti tími ársins í körfuboltanum og ég er orðinn spenntur. Líkaminn er í góðu standi og klár í átökin. Það er gaman að spila leiki þegar allt er undir. Eftir margra ára feril erlendis, hvað er það sem þú saknar mest frá því að leika erlendis og hvað er það sem þú saknar minnst? Ég sakna þess mikið að búa erlendis. Spánn átti sérstaklega vel við okkur fjölskylduna og lífið þar var rólegt og gott. Veðrið var frábært allan ársins hring og við eyddum öllum okkar tíma utandyra. Það eru mikil lífsgæði í því. Það var líka verðmætt að eyða svona miklum tíma með krökkunum þessi ár sem við bjuggum úti og það kann maður að meta í dag. Það sem ég sakna minnst eru allar æfingarnar! Er mikill munur á undirbúningi fyrir venjulegan deildarleik og leik í úrslitakeppninni? Spennustigið er klárlega hærra í úr-

KR KARFAN

slitakeppninni og það er meira undir. Hvernig við undirbúum leikina er samt sem áður eins og fyrir venjulega deildarleiki. Ég held að helsti munurinn sé að einbeitingin hjá leikmönnum er meiri. Þú hefur verið í liðum sem hafa náð mjög góðum árangri. Hver er lykillinn? Liðsheildin skiptir auðvitað mestu máli og það þýðir að menn fórni sér hver fyrir annan og þekki sín hlutverk í liðinu. Þá skapast traust innan liðsins. Varnarleikurinn er svo lykillinn að öllum titlum. Þú ert í frábæru formi. Hvernig ferðu að því að halda musterinu gangandi? Það er ekki nóg að æfa bara körfubolta. Ég passa vel upp á mataræðið og borða hreinan, hollan og orkuríkan mat. Á mínum aldri er svo vinna utan æfinga eins og lyftingar og sjúkraþjálfun sem skipta miklu máli. Ég hef verið grimmur að stunda heitt og kalt undanfarna mánuði og finnst það gera gæfumuninn. Hvað mun koma KR-liðinu alla leið í úrslitakeppninni? „Gleði og trú.“

9


- auรฐveldar viรฐskipti


Við ætlum okkur upp Perla Jóhannsdóttir Þið stefnið hraðbyri á úrvalsdeildina og hafið ekki tapað leik. Hvernig leggst úrslitakeppnin í þig? Bara gríðarlega vel, það hefur alltaf verið markmiðið hjá okkur að fara upp í úrvalsdeild og við höfum sýnt í vetur að við eigum vel heima þar. Ég er mjög spennt fyrir úrslitakeppninni og við erum allar einbeittar og tilbúnar í það verkefni. Þið fenguð Unni Töru fyrir tímabilið, hvernig hefur reynslan hennar hjálpað ykkur? Það var frábært að fá Unni Töru. Við misstum nokkra leikmenn í haust sem voru með meiri reynslu en aðrar í liðinu enda er liðið okkar mjög ungt og því var gott að fá einn góðan reynslu-

KR KARFAN

bolta inn eins og hana Unni. Hún er algjör nagli líka og hækkar „intensity“ og baráttu á æfingum og gerir liðið betra. Hvernig gengur að halda einbeitingu þegar oft er langt á milli alvöru leikja? Það getur og hefur oft verið erfitt, maður byrjar oft að bíða með tilhlökkun til næsta alvöru leiks. Þjálfararnir okkar, Benni og Halldór, eru samt góðir í að halda okkur niðri á jörðinni og sjá til þess að einbeitingin sé alltaf til staðar á æfingum og við séum alltaf mættar tilbúnar til leiks, alveg sama á móti hvaða liði það er.

11



„Það er ekki enn kominn neinn titill í mitt safn og hlakka ég mikið til þegar sá dagur rennur upp.“

Hvernig hafa ungu stelpurnar komið inn í liðið? Bara ótrúlega vel, það er magnað að sjá hversu mikið þær hafa allar blómstrað og bætt sig á mjög skömmum tíma. Þær eru allar mjög heppnar að fá tækifæri svona ungar að spila fyrir meistaraflokk og þær nýta það tækifæri vel.

Þú ert búin að vera lengi í KR, hver er besta minningin þín í búningi KR? Það er ekki enn kominn neinn titill í mitt safn og hlakka ég mikið til þegar sá dagur rennur upp. Líklegast er besta minningin mín þegar við í meistaraflokki kvenna spiluðum leik við Njarðvík fyrir þremur árum og þurftum að vinna hann með 21 stigi til að komast í úrslitakeppnina í fyrstu deildinni. Við bjuggumst alls ekki við því að ná þessu forskoti, en einhvern veginn náðum við að vinna leikinn með 21+ stigum og var þetta án efa skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað hingað til. Vonandi bætist við önnur góð minning í vor.

KR KARFAN

13


EINFALDARA! Borgaðu fyrirfram um leið og þú pantar með appi eða á netinu.


Hin hliðin Eygló Kristín Óskarsdóttir

Fullt nafn: Eygló Kristín Óskarsdóttir Fyrstu sex: 310101 Fæðingarstaður: Reykjavík Hjúskaparstaða: Á lausu Börn: Engin Nám/starf: Busi í Menntaskólanum í Reykjavík Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta: 7–8 ára Eftirminnilegasti sigur: Þegar við urðum Íslandsmeistarar eftir sigur á Keflavík í 10. flokki 2016 Eftirminnilegasta tap: Held að það eftirminnilegasta núna sé tapið í bikarúrslitum á móti Keflavík í janúar Erfiðasti mótherji: Alltaf frekar erfitt að keppa á móti Keflavík Besti samherjinn: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir Furðulegasti samherjinn: Ætli Jenný Lovísa og Ragnhildur Arna fái ekki að deila heiðrinum Efnilegasti samherjinn: Ástrós Lena Ægisdóttir Máltíð fyrir leik: Mjög mismunandi, en oftast einhver pastaréttur Lið í NBA: Lakers Leikmaður í NBA: LeBron James Lið í ensku: Arsenal Leikmaður í ensku: Fylgist ekkert með enska boltanum svo ég get ómögulega svarað þessari Matur: Lambalærið hennar ömmu Drykkur: Eplatoppur Sjónvarpsefni: Friends eru í miklu uppáhaldi Biómynd: Love and Basketball Körfuboltaskór: Kobe skórnir standa alltaf fyrir sínu

KR KARFAN

15


Fjölskyldutilboð 3799 kr. Tveir 12 tommu bátar að eigin vali Tveir 6 tommu bátar að eigin vali 2 lítrar gos (Pepsi, Pepsi Max, Kristall eða Appelsín)

Auglýsing frá Subway


Litlu atriðin skipta öllu Darri Hilmarsson Tímabilið hefur gengið brösuglega í vetur. Hvað veldur því? Það er góð spurning. Mér finnst okkur hafa vantað stöðugleika í vetur. Við höfum lent í meiðslum hjá leikmönnum og skipt um útlendinga nokkrum sinnum. Þar af leiðandi hefur liðið ekki náð að vera með sama mannskap í hverjum leik. Það veldur hræringum í hlutverkum leikmanna og litlum stöðugleika. Einnig þar sem mannskapurinn hefur verið mismunandi í hverjum leik höfum við verið að breyta sóknarleiknum nokkrum sinnum í vetur sem hentar þeim mannskap sem er að spila hverju sinni. Þá verður lítil festa og menn eru þá ekki á sömu blaðsíðu í sókninni. Svo höfum við ekki verið að spila sem ein heild í allan vetur. Við höfum gert það í nokkrum leikjum en heilt yfir er ekki hægt að segja að við höfum verið sem ein heild.

Mike Krzyzewski er með eina tilvitnun sem lýsir þessu best: A basketball team is like the five fingers on your hand. If you can get them all together, you have a fist. That‘s how I want you to play. Mike Krzyzewski (Coach K) Hvað þarf að smella til þess að KR eigi möguleika á að vinna þann fimmta í röð? Það sem við þurfum að gera til að gefa okkur góða möguleika á að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð: • Ná festu og stöðugleika þannig að við séum allir á sömu blaðsíðu þegar við spilum saman. • Treysta og hjálpa hver öðrum. • Spila sem ein heild þannig að við spilum sem hnefi en ekki sem fimm fingur . • Tilbúnir að gera skítverkin og framkvæma „litlu atriðin“. Framhald á næstu opnu

KR KARFAN

17


KJÖT & FISKUR BERGSTAÐASTRÆTI EST 2014

KJÖT & FISKUR

BERGSTAÐASTRÆTI EST 2014


Þú flytur til Svíþjóðar í lok þessa tímabils. Hvað stendur upp úr á ferli þínum? Já, ég flyt til Svíþjóðar næsta haust þar sem kærastan mín, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, ætlar að fara í sérnám í svæfingarlækningum í Svíþjóð. Það sem stendur upp úr ferlinum er að hafa spila með frábærum liðum og einstaklingum. Ég hef verið mjög heppinn að spila með liðum sem hafa verið með frábæra leikmenn, þjálfara og stjórn. Svo hafa titlarnir og árangurinn líka staðið upp úr á ferlinum þar sem alltaf er gaman að enda tímabilið á jákvæðum nótum og lyfta bikar. Svo hefur maður kynnst mörgu skemmtilegu og flottu fólki í kringum körfuboltann sem er alltaf gaman að hitta. Sex Íslandsmeistaratitlar, tvisvar bikarmeistari og fimm sinnum deildarmeistari. Hver er lykillinn að því að ná svona glæsilegum árangri? Til að ná árangri sem lið, og ná að vinna marga titla, þarftu að hafa leikmenn sem eru tilbúnir að spila á þann hátt að gera það sem er best fyrir liðið en ekki að hugsa um eigin rass. Svo þarftu að hafa frábært þjálfarateymi sem stýrir liðinu. Loka púslið er svo að hafa stjórn sem vinnur vel bak við tjöldin. Þó að lið hafi þetta allt saman þarf að hafa heppnina

KR KARFAN

með sér að lenda ekki í meiðslum og liðið nái að smella saman. Ætlar þú að halda ferlinum áfram í Svíþjóð? Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég haldi áfram í körfuboltanum í Svíþjóð. Ég held því opnu og tek ákvörðun þegar ég er mættur til Svíþjóðar og sé hvernig málum er háttað. Ég vil hafa hlutina á ákveðinn veg. Ég vil að það sé einhver metnaður þar sem ég er spila og hlutunum sinnt vel þannig að hægt sé að ná árangri. Ef það er til staðar þá myndi ég líklega taka nokkur tímabil í viðbót. Munum við sjá þig þjálfa hjá KR seinna meir? Ég sé fyrir mér í framtíðinni , þegar ég kem aftur til Íslands, að verða tengdur körfuboltanum. Ég gæti farið í þjálfun en gaman væri að þjálfa yngri flokka hjá KR. Svo sé ég fyrir mér að vera í stjórn hjá KR og vera á bak við tjöldin fyrir næstu kynslóð í körfuboltanum. Ég sé fyrir mér að vera varaformaður körfuknattleiksdeildar KR að slökkva elda og Brynjar Þór Björnsson verður rífandi kjaft og að koma sér í blöðin sem formaður körfuknattleiksdeildar KR og Ellert Arnarson verður að safna peningum fyrir deildina sem gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR.

19


KJÖT & FISKUR BERGSTAÐASTRÆTI EST 2014

Ekki missa af fjörinu!

KJÖT & FISKUR

BERGSTAÐASTRÆTI 20

EST 2014

KR KARFAN


Læt hlutina ganga upp Unnur Tara Jónsdóttir Hvernig hefur gengið að komast aftur í körfuboltagírinn? Það hefur gengið ágætlega, tók smá tíma reyndar að komast aftur í form! Þú ert að klára læknisfræðina og hefur búið erlendis frá því að þú varðst Íslandsmeistari með KR 2010. Hvernig var að búa erlendis svona lengi og spilaðir þú körfubolta í Ungverjalandi? Já, það var algjör skyndiákvörðun að fara út, ætlaði bara að taka eitt ár í einu en svo þegar ég byrja á einhverju get ég eiginlega ekki hætt við. Þó að tíminn úti hafi verið ótrúlega fljótur að líða er ég mjög fegin að vera komin heim, Austur-Evrópa er mjög ólík Íslandi. Ég spilaði fyrstu þrjú árin úti en svo hætti ég að gefa mér tíma í þetta, allir útileikir voru a.m.k. 3 klst. í burtu þannig að heilu dagarnir fóru í körfuboltann.

Framhald á næstu opnu

KR KARFAN

21



Það er mikið um vaktir þegar þú ert læknir. Hvernig gengur að samtvinna körfuna og vinnuna? Já, það er svolítið mikil vinna sem fylgir þessu og ég þarf að hafa þjálfara sem sýnir því skilning að maður hafi ekkert val, svo er yfirmaður minn á HSS líka frábær og reynir alltaf að koma til móts við mig þegar ég þarf að fá frí. En þetta er klárlega ekki besta vinnan til vera í með körfubolta. Finnst þér mikill munur á körfunni frá því að þú fórst?

KR KARFAN

Það er örlítið erfitt fyrir mig að segja, er að keppa í 1. deildinni í fyrsta skiptið þannig ég held að munurinn sem ég tek eftir liggi þar. Hvernig líst þér á úrslitakeppnina? Ef allt gengur að óskum og KR fer upp í úrvalsdeild verður þú þá klár? Mér líst mjög vel á úrslitakeppnina, frábært að vera komnar í hana þar sem það var auðvitað markmið vetrarins að fara upp í úrvalsdeild. Ég er mjög spennt fyrir næsta tímabili og verð tilbúin í það, hvort sem við verðum í 1. deild eða úrvalsdeild.

23


Þurfum að sanna okkur sem lið Finnur Freyr Stefánsson þjálfari meistaraflokks karla Það hefur oft verið rætt hversu erfitt það er að vinna tvö ár í röð. Hvernig er þessu háttað þegar KR-liðið er að elta þann fimmta í röð? Mér finnst þetta fyrst og fremst vera forréttindi að vera í þessari stöðu. Maður hafði aldrei látið sig dreyma um að hafa unnið fjóra Íslandsmeistaratitla í röð og eiga möguleika á þeim fimmta. Til þess að vinna titil þá þarf ansi margt að ganga upp, hópurinn þarf að vera sterkur, vel æfður og svo þarf alltaf „dass“ af heppni. Það segir sig því sjálft að til að vinna marga titla í röð þá þarf ansi mikinn stöðugleika og einbeitingu yfir lengri tíma. Í vetur hefur reynt mikið á okkur, undirbúningstímabilið var undirlagt af landsliðsverkefnum. Mikil meiðsli tóku sinn toll fyrri hluta tímabilsins og svo hafa verið miklar hræringar í leikmannamálum. Það hefur því ekki mikið farið fyrir stöðugleikanum. Við höfum verið fullmikið í því að vorkenna okkur sjálfum í vetur en nú heyrir það sögunni til. Úrslitakeppnin er handan við hornið og við vitum hvað við þurfum að gera til þess að ná árangri þar. Við þurfum að sanna okkur sem lið, að við séum verðugir að vinna fimmta titilinn í röð. Hvað finnst þér hafa staðið upp úr á þessum fimm tímabilum? Það er hægt að telja upp ansi margt. Það liggur beinast við að tala um titlana sem hafa farið á loft. Fyrsti var mjög stór fyrir mig persónulega þar sem ég var að upplifa drauminn að vinna Íslandsmeistaratitilinn fyrir KR. Fyrsti bikartitilinn lokaði titla-hringnum. Svo auðvitað öll umgjörðin og frammistaðan í oddaleiknum í fyrra gegn Grindavík. Sannarlega eru það samt allar minningarnar og tengslin sem hafa myndast á þessum tíma sem standa upp úr, allt þetta hversdagslega. Þetta eru miklir og skemmtilegir karakterar í liðinu sem einstaklega gaman er að vera í kringum. Er á meðan er. Eftir erfitt tímabil, hvernig líst þér á úrslitakeppnina? Mér líst vel á hana. Við þurfum að ná að þjappa okkur vel saman og sýna á gólfinu þá sterku liðsheild sem býr í liðinu. Berjast fyrir hver annan með bros á vör. Njarðvík eru mótherjarnir okkar í 8-liða úrslitum og hafa einvígi þessara liða undanfarin ár verið mögnuð. Úrslitakeppnin er vel skipuð og mörg sterk lið og má því búast við hörku viðureignum út um allt land. Þannig að ef við ætlum okkur langt í henni og alla leið, þá þurfum við að sanna okkur í hverjum einasta leik. Nöfnin á skýrslunni eru ekki það sem telur heldur frammistaðan á vellinum.

24

KR KARFAN


KR KARFAN

25


Yngri flokkar KR

26

KR KARFAN


Félagsskapurinn og vináttan er það sem stendur upp úr Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir , fyrirliði KR Það hefur verið gaman að fylgjast með ykkur í vetur. Blanda af ungum og efnilegum stelpum ásamt því að vera með reynslubolta eins og þig og Unni. Hvernig finnst þér ungu stelpurnar hafa komið inn í liðið? Það er ótrúlegt hvað þær hafa allar tekið miklum framförum frá því að liðið var fært niður um deild og þær smellpassa hver og ein inn í liðið þrátt fyrir ólík hlutverk. Það er hörð barátta framundan um að komast upp í úrvalsdeild. Hver er lykillinn að sigri? Úrslitakeppnin er sá partur af tímabilinu sem reynir

hvað mest á andlega og tel ég að lykillinn að sigri sé góð liðsheild, barátta og jákvæðni. Þú ert búin að vera lengi í KR-liðinu. Hvað stendur upp úr á ferlinum? Það er margt sem hægt er að telja upp, titlar með meistaraflokki þegar ég var nýliði og svo titlar með yngri flokkum. Einnig að taka við liðinu sem fyrirliði þegar að ákveðið var að fara niður um deild og árin eftir það hafa verið reynslumikil. Fyrir utan allt þetta þá er það tvímælalaust félagsskapurinn og vináttan sem myndast Framhald á næstu opnu

KR KARFAN

27


sem stendur hvað mest upp úr, svo maður sé smá væminn. Hvernig finnst þér staða kvennakörfunnar vera á Íslandi. Hvar er hægt að bæta í? Kvennakarfan er í stanslausri uppbyggingu. Margt hefur batnað líkt og umgjörð í kringum leiki og aukið jafnræði milli karla og kvenna varðandi aðbúnað innan félagsins. Að mínu mati þarf að hefja uppbygginguna strax í yngri

28

flokkum með því að veita ungum iðkendum sömu tækifæri óháð kyni, varðandi gæði þjálfara, æfingaaðstöðu og sama aðbúnað, en þar hefur KR verið að gera góða hluti að mínu mati. Sjáum við þig í KR-búningnum á næsta ári? Ég væri að ljúga að ansi mörgum ef ég svaraði neitandi hér.

KR KARFAN


KR KARFAN

29


30

KR KARFAN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.