KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR – BIKARÚRSLIT 2017
KR KARFAN
1
Körfuboltaveislan heldur áfram Þ
ann 16. febrúar nk. verða 118 ár liðin frá því að KR var stofnað. Söguna um piltana sem stofnuðu Fótboltafélag Reykjavíkur að talið er á þessum degi 1899, kunna nánast allir KR-ingar. Sagt er að piltarnir hafi komið saman í verslun Guðmundar Olsen í Aðalstræti og stofnað félag um kaup á „knetti“. Framlag hvers og eins var 25 aurar sem dugði ekki til að standa straum af andvirði knattarins þannig að hann fékkst með afborgunum. Því má segja að með þessu „25 aura félagi“ hafi verið lagður grunnur að því öfluga félagi sem KR er í dag. Körfuknattleiksdeild KR, sem á síðasta ári fagnaði 60 ára afmæli sínu, á stóran þátt í því að gera KR að einu sigursælasta íþróttafélagi landsins. Ekkert körfuknattleiksfélag á Íslandi hefur unnið hinn eftirsótta bikarmeistaratitil oftar en við KR-ingar, alls 13 sinnum, síðast 2016. Þess má geta að KR-ingar urðu bikarmeistarar fimm ár í röð, árin 1970-1974. Árangur liðsins á Íslandsmótinu í gegnum tíðina hefur einnig verið frábær, 15 Íslandsmeistaratitlar þar af Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára. Uppgangurinn í körfunni er einstakur, vinsældir íþróttarinnar fara sífellt vaxandi og barna- og unglingastarfið í KR er framúrskarandi svo eftir er tekið, frábærir þjálfarar og öflugir sjálfboðaliðar hafa lagt grunninn að þessu frábæra starfi. Uppbygging í kvennaboltanum er í fullum gangi. Helgi Magnússon var kjörinn íþróttakarl KR á síðasta ári, karlalið KR í körfunni var í desember síðastliðnum valið íþróttalið Reykjavíkur 2016, landsliðið okkar tryggði sér þátttöku á Eurobasket í Finnlandi og þar léku KR-ingar stórt hlutverk eins og svo oft áður. Einn fremsti íþróttamaður Íslands, Jón Arnór Stefánsson, er aftur kominn í Vesturbæinn eftir farsælan feril í útlöndum og er það mikill fengur fyrir okkur KR-inga og alla körfuboltaunnendur.
„Ekkert körfuknattleiksfélag á Íslandi hefur unnið hinn eftirsótta bikarmeistaratitil oftar en við KR-ingar, alls 13 sinnum“
Framundan eru spennandi bikarleikir í Maltbikarnum, fáir leikir eru jafn spennandi og oft er það þannig að fyrri frammistaða eða staða í deild skiptir ekki máli. Allt getur gerst í bikarleikjum en eitt er víst að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum. Oftar en ekki er það sjötti maðurinn, stuðningsmaðurinn, KR-ingurinn, sem hjálpar þegar mest á reynir og getur gert gæfumuninn. KR-ingar styðjum strákana okkar til sigurs. Allir sem einn, áfram KR. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR.
KR KARFAN
3
Uppaldir leikmenn og sterkur kjarni lykill að árangri Atli Freyr Einarsson fyrrum leikmaður og stjórnarmaður hjá KR Reykjavíkurslagur framundan gegn Val – hvernig metur þú þann leik? Samkvæmt öllu á þetta auðvitað að vera skyldusigur fyrir Stórveldið. Valsmenn hafa ekki flogið hátt undanfarin ár í körfunni. Að því sögðu er þetta bikarleikur og við höfum brennt okkur á því að koma ekki nægilega stilltir inn í slíka leiki, sérstaklega í Höllinni. Þá eru Valsmenn með nokkra stráka sem ólust upp í Vesturbænum og í gegnum yngri flokka KR og þeir vilja auðvitað sýna sig og sanna gegn sínu gamla félagi. Ég segi þó að KR vinni leikinn með 15 til 20 stigum. Í hinni undanúrslita-viðureigninni mætast Þór Þorlákshöfn og Grindavík – viltu spá fyrir um úrslit og þá um leið úrslitaleikinn sem fer fram laugardaginn 11. febrúar? Þórsarar eru ósigraðir á árinu, eru með Tobin Carberry innan sinna raða sem er leikmaður sem getur nánast unnið leiki einn síns liðs og eru því að mínu mati sigurstranglegri. Grindvíkingar hafa ekki sýnt stöðugleika. Þeir eru með gríðarlega sterkt byrjunarlið og þó að ég telji Þórsara
4
KR KARFAN
sigurstranglegri þá held ég að leikurinn vinnist með 5 stigum. Það þýðir að það verður endurtekning frá leiknum í fyrra, KR mætir Þór Þorlákshöfn aftur og ég get ekki annað en spáð okkur sigri. Ég vona bara að KR-ingar fjölmenni á undanúrslitin og svo að það verði uppselt á úrslitaleikinn eins og í fyrra.
Frá því 2007 hafa margir titlar komið í hús. Hverju er það að þakka að svona vel hefur gengið? Það er fjölmargt sem hægt er að þakka og þarf að horfa lengra aftur í tímann en til 2007. Þetta hófst nokkrum árum áður þegar átak var tekið í að skapa flottustu umgjörðina í hópíþróttum á Íslandi. Markmiðið var skýrt, að ná árangri innan vallar sem utan og þegar framtíðarsýnin er skýr þá skiptir ekki máli þó að það verði breyting á mannskap, það er unnið eftir sama fyrirkomulagi með sama markmið. Ég held að það magnaðasta við þennan árangur frá 2007 er að við höfum alltaf verið með 2-4 KR-inga hverju sinni sem leika annað hvort í atvinnumennsku eða eru í skóla erlendis sem færu beint í byrjunarliðið hjá okkur. Samt höfum við náð að skapa meistaralið eða „contender“ á hverju ári. Hver er eftirminnilegasti leikur sem þú hefur orðið vitni að í DHL-Höllinni frá 2007? Mátt nefna 3 leiki. Leikur 4 gegn Njarðvík 2007 er sá eftirminnilegasti. Þegar Sola jafnar í lok venjulegs leiktíma og við vinnum fyrsta tit-
KR KARFAN
ilinn í 7 ár í framlengingu, þegar fæstir áttu von á því. Oddaleikurinn gegn Grindavík 2009 þegar 2.500 manns mættu var ógleymanlegur, einn flottasti íþróttaviðburður þessarar aldar á Íslandi. Það sama má segja um oddaleikinn gegn Njarðvík 2015 sem fór, ef ég man rétt , í tvær framlengingar. Úrslitakeppnisstemmning í DHL-höllinni er engu lík.
„Úrslitakeppnisstemmning í DHL-höllinni er engu lík.“
Styrkleikar og veikleikar KR? Styrkleikar: Geta og reynsla vega þyngst. Leikmenn þekkja sín hlutverk og skila því sem þarf. Veikleikar: Liðið er enn að slípast til, Jón Arnór er að komast í leikæfingu, nýr kani, það verður vonandi enga veikleika að finna á liðinu eftir 2-3 vikur. Hvernig finnst þér þróun íslensks körfuknattleiks hafa verið undanfarin ár? Þróunin hefur verið frábær, við eigum landslið sem keppir á Eurobasket tvö mót í röð. Við eigum fullt af frambærilegum og efnilegum leikmönnum. Þegar fjölda erlendra leikmanna var fækkað hér um árið tel ég menn hafa tekið hárrétta ákvörðun, fleiri ungir leikmenn eru að fá mikilvægar mínútur og það er að skila sér. Hvaða lið munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í ár? KR og Stjarnan leika til úrslita.
5
Tryggvagötu (á móti Kolaportinu) • Smáralind (inn í Hagkaup) • Skeifunni (inn í Hagkaup) Holtagörðum (til móts við Hagkaup) • Kringlunni (á Stjörnutorgi)
KR KARFAN
7
SAMAN Í LIÐI
Forréttindi að fá að spila í svo sterku liði Þórir Guðmundur Þorbjarnarson - bakvörður „Það eru mörg hörku lið í þessari deild og það er gríðarlega skemmtilegt hvað deildin er jöfn.“
KR er nú í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn við Stjörnuna og Tindastól - hefur það komið þér á óvart hversu jöfn deildin er? Nei, ég myndi ekki segja að það kæmi mér á óvart. Það eru mörg hörku lið í þessari deild og það er gríðarlega skemmtilegt hvað deildin er jöfn. Þetta er mjög góð auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Hverjir eru helstu styrkleikar KR-liðsins?? Ég myndi segja að okkar helstu styrkleikar séu breiddin og reynslan. Kjarni liðsins hefur líka verið lengi saman og allt fólkið sem kemur að þessu sem mér finnst vera mikilvægt. Hvaða máli skiptir innkoma Jóns Arnórs fyrir liðið? Það er mjög gott að fá Jón inn í liðið aftur. Hann eykur breiddina og kemur inn með mikla þekkingu og reynslu. Hann er líka duglegur að hjálpa okkur yngri strákunum.
KR KARFAN
Framhald á næstu opnu
9
Veflausnir Öruggt greiðsluumhverfi
Borgun auðveldar viðskipti á netinu
Öll kort og gjaldmiðlar Auðvelt að tengja við vefverslun Tilbúnar tengingar við öll helstu vefumsjónarkerfi
Viltu taka við greiðslum á vefnum eða með appi? Borgun býður fjölbreyttar lausnir svo þú getir nýtt þér tækifærin á netinu og tekið við greiðslum í vefverslun.
Framhald af síðustu opnu
„Albert Guðmundsson hefur ekki unnið mig í einn á einn í að verða 4 ár og mun að öllum líkindum ekki gera það aftur.“
Hvernig leggst leikurinn við Val í þig? Leikurinn leggst mjög vel í mig. Valsararnir eru búnir að slá út 3 úrvalsdeildarlið og hafa verið að spila hörku bolta. Við þurfum að vera á tánum frá fyrstu mínútu, það er alveg á hreinu. Síðan skemmir ekki að spila við „stóra frænda“ (Benedikt Blöndal). Hvaða lærdóm má draga af úrslitaleikjunum síðastliðin tvö ár? Við unnum annan leikinn og töpuðum hinum. Það er skemmtilegra að vinna þannig að það væri tilvalið að endurtaka leikinn. Nú ertu búinn að upplifa það að verða Íslandsmeistari og bikarmeistari - hver er munurinn? Það er erfitt að bera saman hvort er skemmtilegra. Munurinn á keppnunum liggur aðallega í því að í bikarnum er bara einn séns og allt getur gerst, en í úrslitakeppninni er meiri undirbúningur og rimmurnar geta tekið næstum 2 vikur og því þarf meira úthald.
KR KARFAN
Þú hefur spilað vel í vetur - hver er lykillinn að því? Mikil einbeiting, markmiðasetning, þolinmæði og jákvætt hugarfar. Svo eru það forréttindi að fá að spila í svona sterku liði og maður reynir að læra sem mest af þessum köllum. Hver eru þín markmið í körfuboltanum? Mín helstu markmið í körfuboltanum eru að komast í flottan amerískan háskóla, spila í sterkustu deildum heims og að spila með íslenska landsliðinu. Eitthvað að lokum? Albert Guðmundsson hefur ekki unnið mig í einn á einn í að verða 4 ár og mun að öllum líkindum ekki gera það aftur. Hann er nú samt að gera fína hluti í Hollandi. Þið getið fylgst með á instagram. @albertgudmundsson Áfram KR!
11
Bikarmeistarar 2016 Myndir Gunnar Freyr
KR KARFAN
13
Vangaveltur Benna Gumm Hvernig sérðu fyrir þér að undanúrslitaleikirnir munu fara? Ég vona að þetta verði hörkuleikir báðir tveir. Svona að öllu eðlilegu vinnur KR 1. deildar lið Vals en Valsmenn eru samt sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir mér er Valur með sinn besta leikmannahóp í langan, langan tíma. Betri en þegar þeir voru í efstu deild síðast. Þrátt fyrir að KR hafi ekki verið að spila vel í flestum leikjum eftir áramót og rétt unnið Hött í 8-liða úrslitum, þá held ég að KR vinni þennan leik nokkuð sannfærandi. Engin slátrun samt en svona 20-25 stiga sigur. Það er töluvert erfiðara að spá í hinn undanúrslitaleikinn þar sem þar eru tvö jafnari lið að eigast við. Bæði lið eru sterk en Þórsarar unnu leik þessara liða fyrir skömmu síðan. Grindavík er með töluvert meiri bikarsögu og hefur félaginu gengið vel í þessari keppni. Ég ætla samt að spá því að við fáum endurtekningu á bikarúrslitaleiknum frá því í fyrra og segja að það verði Þórsarar sem fá annað tækifæri á að keppa um bikarinn eftirsótta. Keppnin er með nýju fyrirkomulagi - skiptir breiddin meira máli þegar svona stutt er milli leikja? Það verður gaman að prófa þetta fyrirkomulag. Þetta hefur reynst gríðarlega vel í handboltanum og hefur stækkað bikarpakkann úr bikardegi í nánast bikarviku. Ég er viss um að umgjörðin verður glæsileg og ég veit að RÚV mun gera þessari veislu góð skil. Það er ljóst að með því að spila
fimmtudag og laugardag að það mun reyna á breidd liðanna sem fara í úrslit. Ef mín spá rætist þá eru bæði KR og Þór Þ. með það breiða leikmannahópa sem höndla það að spila 2 leiki á þremur dögum. Af liðunum sem þú sérð fyrir þér að muni mætast í úrslitunum- hverjir fara alla leið og af hverju? KR er klárlega líklegt til að fara alla leið. Þeir eiga að vera með sterkasta liðið af þeim fjórum sem eru á leiðinni í Höllina en þetta snýst svo mikið um dagsformið. Það er ekkert svigrúm fyrir smá mistök. Það er líka erfitt að átta sig á hvað KR-liðið er akkúrat í dag. Mér fannst liðið bregðast þvílíkt flott við þegar það vantaði Jón og Pavel í upphafi móts þar sem menn eins og Brynjar stigu þvílíkt vel upp. Ungu strákarnir fengu stórt hlutverk og leistu það mjög vel. Pavel er klárlega að komast í betra og betra stand á meðan Jón á eðlilega svolítið
í land að ná fullum styrk. Síðan hefur mikið að segja hvernig nýr erlendur leikmaður fellur í hópinn. Það er ekki endilega auðvelt að velja erlendan leikmann inn í svona flottan hóp þar sem gæðin eru mikil. Hann þarf að sjálfsögðu að vera öflugur og geta tekið af skarið þegar það á við en á sama tíma má hann ekki taka neitt frá neinum. Þetta er fín lína sem Craion kunni að dansa á. Svo gæti það unnið gegn KR að hafa ekki spilað alvöru bikarleiki þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er fyrsti leikurinn sem þeir mæta úrvalsdeildarliði. Það er oft gott að hafa farið í gegnum hörku leik eða leiki á leiðinni. En KR-liðið hefur engu að síður sýnt það ansi oft að það kann að loka leikjum eftir að hafa verið í smá basli. Það er með marga leikmenn sem kunna og hafa mikla reynslu af slíku. Sumir hafa verið að setja niður stór skot frá því þeir voru guttar í yngri flokkunum.
Stutt spá fyrir úrslitum Hildur Sigurðardóttir KR vinnur Val 104 – 60, KR mun sýna yfirburði sína gegn góðu fyrstudeildarliði Vals.
KR KARFAN
Þór Þorlákshöfn mun taka Grindavík í jöfnum leik 92–89
KR og Þór Þorlákshöfn spila til úrslita, KR verður með yfirhöndina allan leikinn og vinnur 97–78
15
MÁNUDAGUR
ÞRIÐJUDAGUR
MIÐVIKUDAGUR
FIMMTUDAGUR
FÖSTUDAGUR
LAUGARDAGUR
BUFFALÓ KJÚKLINGUR
SKINKUBÁTUR
BRÆÐINGUR
TÚNFISKBÁTUR
BLT BEIKONBÁTUR
STERKUR ÍTALSKUR
SUNNUDAGUR
KALKÚNN OG SKINKA
12” BÁTUR
1049 KR.
6” BÁTUR
629 KR.
Nærmynd
Arnór Hermannsson Fullt nafn: Arnór Hermannsson Fyrstu sex: 150798 Fæðingarstaður: Reykjavík Hjúskaparstaða: Einhleypur Börn: Engin því miður Nám/Starf: Stunda nám við Verzlunarskóla Íslands Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta: Byrjendaflokki KR, 5 eða 6 ára Eftirminnilegasti sigur: Úrslitaleikurinn á Norðurlandamótinu með landsliðinu í sumar og þegar við kláruðum Hauka á síðasta tímabili í leik 4 sem var fyrsti Íslandsmeistaratitillinn minn í meistaraflokki, báðir mjög eftirminnilegir Eftirminnilegasta tap: Tapið á móti Njarðvík í 10. flokki eftir að hafa unnið 82 leiki í röð upp yngri flokkana Erfiðasti mótherji: Hlynur Bæringsson Besti samherjinn: Jón Arnór Stefánsson, G.O.A.T Furðulegasti samherjinn: Þórir Guðmundur og Snorri Hrafnkels eiga þann heiður
Efnilegasti samherjinn: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Máltíð fyrir leik: Hafragrautur og banani Lið í NBA: Lakers Leikmaður í NBA: LeBron James auðvitað bestur en Manu Ginobili er minn maður Lið í ensku: Liverpool Leikmaður í ensku: Steven Gerrard hættur þannig verður að vera Philippe Coutinho Matur: Nautakjöt og humar Drykkur: Blár Powerade Sjónvarpsefni: Breaking Bad, Narcos Biómynd: Django Unchained Körfuboltaskór: Kobe 4 og 6 eru í miklu uppáhaldi, annars klikka Kobe-skórnir bara ekkert yfir höfuð
KR KARFAN
17
KJÖT & FISKUR BERGSTAÐASTRÆTI EST 2014
KJÖT & FISKUR
BERGSTAÐASTRÆTI EST 2014
SIGRAR
KR KARFAN
19
KJÖT & FISKUR BERGSTAÐASTRÆTI EST 2014
Ekki missa af fjörinu!
KJÖT & FISKUR
BERGSTAÐASTRÆTI 20
EST 2014
KR KARFAN
Langar að spila með KR Kristófer Acox - kraftframherji „Það þurfti einhver að taka við keflinu af high flyernum, Herra Bærings!“
Hvernig hefur lífið verið í Suður -Karólínu síðastliðin fjögur ár og er það frábrugðið Íslandi? Það hefur verið allt í lagi bara, mjög erfitt á köflum en á auðvitað líka mikið af góðum minningum. Þetta er náttúrulega allt öðruvísi en á Íslandi, bæði aðstæður og menning. En ég er búinn að vera hérna í 4 ár núna þannig maður lærir að falla inn í hópinn hægt og rólega. Þú varst með landsliðinu í þínu fyrsta alvöru verkefni núna í sumar þar sem þið unnuð ykkur sæti á Eurobasket 2017 er mikill munur á háskólaboltanum og evrópska boltanum? Já, ég myndi segja það. Háskólaboltinn er svo agaður bolti og mikið lagt upp með varnarleik, og svo eru líkamsburðir íþróttamannanna sem ég mæti hér mun meiri en hjá þeim sem ég mætti í sumar. En flestir þeir leikmenn sem ég mætti í undankeppni EM eru atvinnumenn með góða reynslu þannig að það gerði mér gott að fá að mæta þeim. Kannski erfitt að útskýra, en ég fann klárlega mun. Þú komst með aðra vídd inn í íslenska landsliðið enda ekki verið mikið um leikmenn sem vinna í háloftunum. Hvernig fannst þér að spila með íslenska landsliðinu og spila með þínum æskuvini Martini Hermannssyni? Það þurfti einhver að taka við keflinu af highflyernum, Herra Bærings! En það var auðvitað frábært og mikill heiður að fá að taka þátt í svona stóru verkefni og enn betra að fá að gera það með einum af sínum bestu vinum.
KR KARFAN
Framhald á næstu opnu
21
KRAFA UM FERSKLEIKA Tíminn skiptir höfuðmáli í fraktflutningi, hvort sem þú ert að flytja vörur inn til landsins eða koma afurðum á erlendan markað. Það hversu lengi varan er á leiðinni getur breytt hagnaði í tap og öfugt. Þá er gott að eiga samstarf við öflugt fyrirtæki á sviði flugfraktar til og frá Íslandi.
Því tíminn flýgur www.icelandaircargo.is
Framhald af síðustu opnu Þú ert að klára Furman í vor - hver eru framtíðarplönin? Æfa eins og vitleysingur í sumar og stefna á atvinnumennskuna, en mér finnst mjög líklegt að ég taki allavega eitt tímabil heima áður en ég leita annað og það væri draumur að fá að gera það með KR. Hefur þú fylgst með KR-liðinu í vetur? Ég hef horft á flesta leikina hjá snillingunum á KRTV og fylgst með á ozinu þegar leikir eru í beinni. Þannig já, ég myndi segja það. Eiga þeir góðan möguleika á að vinna titilinn fjórða árið í röð? Þeir eru í bullandi séns allavega. Held að þeir séu með of mikla breidd fyrir hin liðin, en búnir að vinna þrjú ár í röð og ég veit að önnur lið eru orðin þreytt á þvi að horfa á þá vinna allt þannig þetta verður alls ekki auðvelt. Verður svo spennandi að sjá hvernig nýi kaninn kemur inní þetta allt saman.
KR KARFAN
23
Ákvörðun sem KR mun ekki sjá eftir Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir - miðherji Eftir að kvennalið KR féll niður í fyrstu deild var ráðist í að byggja upp á stelpum úr KR – hvernig finnst þér það hafa gengið? Miklar breytingar urðu sumarið 2015 þegar liðið ákvað að færa sig niður um deild og einungis þrír leikmenn voru eftir frá fyrra tímabili. Að mínu mati var þetta ákvörðun sem KR mun ekki sjá eftir eftir nokkur ár. Fyrir ungu stelpurnar, sem eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki, er þetta mikilvægur tími fyrir þær að þroskast sem leikmenn sem og þær hafa gert og munu halda áfram að gera. Þetta er þó ekki síður mikilvægur tími fyrir okkur eldri í liðinu sem erum að axla meiri ábyrgð. Heiðrún kom aftur frá Bandaríkjunum og var ráðin sem þjálfari liðsins – hefur hún breytt mikið um áherslur? Já og nei. Heiðrún er metnaðarfullur þjálfari og er virkilega skipulögð og öguð í sínu starfi – það er margt mjög bandarískt við æfingarnar hennar en það er bara jákvætt og krefjandi. Það eru ýmis undirstöðuatriði sem hún hefur lagt áherslu á en einnig höfum við farið ansi djúpt í vörnina í vetur og ég myndi telja okkur frekar öflugt varnarlið. Þú hefur spilað lengi með KR og þrátt fyrir ungan aldur ert þú orðin reynsluboltinn í liðinu – hvernig gengur að miðla til yngri leikmanna? Mitt hlutverk í liðinu breyttist mjög hratt, úr því að spila nokkrar mínútur í að verða fyrirliði liðsins ásamt því að vera elst. Ég er ánægð með mitt hlutverk innan liðsins og
24
geri mitt besta í að vera hvetjandi en að auki með uppbyggilega gagnrýni til yngri leikmanna. Finnst þér stemmningin í kringum kvennaliðið vera að aukast? Þegar KR-hjartað er sterkt og það ríkir góður andi og mórall innan liðsins þá smitar það út frá sér til áhorfenda og það er það sem dregur fólk til að mæta á leiki. Stemningin er alltaf að aukast en það er einnig undir okkur sjálfum komið. Að körlunum - hvernig leggst undanúrslitaleikurinn við Val í þig? Valsmenn hafa verið að sækja í sig veðrið í bikarkeppninni og það er mitt mat að þeir muni ekki gefa tommu eftir á móti KR. Mér finnst skemmtileg þessi nýja útfærsla með undanúrslitin, gefur meiri stemningu fyrir úrslitin að ég held. Hvað finnst þér skipta mestu máli í svona stökum úrslitaleikjum? Fyrst og fremst hugarfar og hungur en reynsla er einnig gríðarlega mikilvæg. Það er óhætt að segja að KR-liðið er hlaðið reynslu og þaulreyndir í leikjum sem þessum. Hvernig fer þetta? KR klárar þetta 91-70. Brilli hendir í skotsýningu, Pavel nær í sína langþráðu þrennu og Darri fær fimm villur. Þetta verður fjör. Áfram KR!
KR KARFAN
KR KARFAN
25
Framfarir í öllum þáttum körfuboltans Björn Magnús Björgvinsson fyrrum leikmaður KR og faðir Brynjars Þórs Nú er bikarhelgi framundan og ríkjandi bikarmeistarar KR leika gegn Val í undanúrslitum. Hvernig líst þér á þá rimmu ? Ef ég færi í huganum aftur til áranna í kringum 1980 væri þetta stórleikur á milli liða sem öttu kappi um alla titla á þessum árum. Valsmenn hafa staðið sig frábærlega í bikarkeppninni í ár en nú er komið að ögurstund - ég geri þá kröfu að KR vinni þennan leik – munur á milli deilda er talsverður. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Þór Þorlákshöfn og Grindavík. Hverju spáir þú ? Á liðnum árum hafa leikir á milli þessara liða verið mjög skemmtilegir og spennandi. Miklir reynsluboltar í báðum
26
liðum. Ég hallast að því að Þór vinni í miklum baráttuleik eftir framlengingu. Frá árinu 2007 hafa margir titlar unnist. Hverju þakkar þú þann árangur? Fyrst og síðast öflugu innra starfi og frábærum leikmönnum sem eru aldir upp hjá félaginu og þekkja ekkert annað en að sigra. KR hefur haldið kjarna leikmanna saman sem mynda sterka og trausta undirstöðu fyrir aðra sem koma til félagsins - ég nefni Brynjar Þór, Darra, Pavel og nýjasta púslið í myndinni er Þórir. Þá má ekki gleyma stjórn körfuknattleiksdeildarinnar sem hefur verið mjög farsæl í sínum störfum og haldið vel utan um starfið. Þá vil ég nefna dygga stuðningsmenn sem mæta á alla leiki og hvetja liðið áfram.
KR KARFAN
Hvernig líst þér á það sem eftir lifir tímabilsins í Dominos-deild karla og hvernig metur þú lið KR í að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð? Við höfum allar forsendur til að það gangi eftir en við vitum líka að önnur lið bíða í röðum eftir því að fá tækifæri til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Ég trúi því og treysti að leikmenn og þjálfari séu jafn ákafir og við stuðningsmennirnir að ná enn á ný þeim stóra í vor. Hvernig finnst þér körfuboltinn á Íslandi hafa þróast undanfarin ár? Ég hef séð alveg ótrúlegar framfarir í körfuboltanum á Íslandi. Þetta á jafnt við um framkvæmd
KR KARFAN
leikja, dómgæslu og þjálfun leikmanna. Körfuboltahreyfingin hefur borið gæfu til að sinna þessum málum af kostgæfni sem skilar sér í stöðugum framförum í öllum þáttum greinarinnar. Með komu ungverska þjálfarans László Németh til Íslands (þjálfaði KR og landsliðið) varð alger viðhorfsbreyting í þjálfun leikmanna – æfingum fjölgaði og leikmenn fóru að leggja miklu meira á sig til að ná árangri. Ég held að árangur landsliðsins s.l. tvö sumur sé árangur mikils uppbyggingastarfs á liðnum árum. Hvaða lið verður MaltBikarmeistari karla 2017 ? Það verður KR.
27
Yngri flokkar KR
28
KR KARFAN
KR KARFAN
29
Yngri flokkar KR
30
KR KARFAN