KARFAN

Page 1

KR KARFAN

1



Kæru KR-ingar!

5.

árið í röð leikur lið KR í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ sem nú heitir Geysisbikarinn. KR hefur unnið 21 af 23 bikarleikjum sínum þessi fimm tímabil eða alla nema bikarúrslitaleikin 2015 og 2018. Það er magnaður árangur að vera komin eina ferðina enn í Laugardalshöll og að þessu sinni er andstæðingur Njarðvík. Þessi lið hafa marga hildina háð og ljóst að þarna er stórleikur á ferð og viðburður sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.

Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur félaganna í bikarnum í 19 ár en liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2002. Þau hafa alls mæst þrisvar sinnum í undanúrslitum bikarsins (2000, 1989 og 1982) og spilað samtals þrjá bikarúrslitaleiki (2002, 1988 og 1977).

„Það er samhentur og sterkur hópur sjálfboðaliða sem heldur starfinu gangandi og mikill heiður að vera hluti af þeim hópi“

Starfið í körfuknattleiksdeild KR er í miklum blóma. Iðkendum hefur fjölgað verulega undanfarin á og er mikil gróska í yngriflokkum félagsins. Meistaraflokkur kvenna hefur farið af stað með miklum látum og erum meðal toppliða í Dominosdeildinni. Magnað að lið sem kom upp úr 1.deild stimpli sig inn af þessum krafti undir öruggri stjórn Benedikts Guðmundssonar. Það eru því spennandi tímar framundan en baráttan er hörð um að komast í úrslitakeppnina en með sama krafti og áræðni ætti það að takast. Mætingin á leiki liðsins hefur ekki verið nægilega góð sem er óskiljanlegt og því lag að leggjast á eitt og mæta á þá leiki sem eftir eru og hvetja liðið til frekari dáða. Liðið á það svo sannarlega skilið! Það er samhentur og sterkur hópur sjálfboðaliða sem heldur starfinu gangandi og mikill heiður að vera hluti af þeim hópi. Umgjörð heimaleikja í öllum flokkum félagsins þarf að vera til sóma og þessi hópur sem kemur að því starfi hefur svo sannarlega haldið merki KR á lofti og lagt mikið af mörkum til að viðhalda og gera umgjörðina betri ár frá ári. Kæru KR-ingar, það eru forréttindi og mikill heiður að taka þátt í bikarveislunni í Laugardalshöll. Fjölmennum og hvetjum okkar lið til dáða. Það að vinna titla er samvinna innan vallar sem utan og öflug KR stúka á stóran þátt í að ná þeim árangri og um leið að halda áfram að skrifa söguna um sigursælasta lið landsins! Sjáumst í Laugardalshöll fimmtudaginn 14 febrúar! ÁFRAM KR! Böðvar Guðjónsson Formaður KKD KR

KR KARFAN

3


Íslandsmeistarar 2007 Úrslitaeinvígi gegn Njarðvík Leikir KR og Njarðvíkur hafa margir hverjir verið frábærir í gegnum tíðina. Sumir hafa farið vel fyrir okkur KR-inga og aðrir illa en ansi margir leikir þessara tveggja stórvelda hafa verið þvílíkt eftirminnilegir. Þegar ég horfi til baka til þess tíma þegar ég var þátttakandi á bekknum, í leikjum á milli þessara tveggja risa í íslenskum körfubolta, þá minnist ég seríunnar í lokaúrslitum 2007. Njarðvíkingar voru ríkjandi Íslandsmeistarar og enduðu í efsta sæti og þóttu líklegir til að vinna annað árið í röð. Liðið var frábærlega skipað og með frábæran þjálfara í Einari Árna Jóhannssyni, sem einmitt er nú þjálfari liðsins og er með liðið á toppnum í deildinni. Við KR-ingar höfðum sigrað Snæfell í oddaleik í undanúrlitum og vorum mættir í lokaúrslitin til að selja okkur dýrt. Við höfðum engu að tapa þar sem pressan var öll á Njarðvíkurliðinu á þessum tíma. Það eru breyttir tímar í dag enda var þetta upphaf velgengni KR og 8 Íslandsmeistaratitlar unnist á 12 árum. Einvígið byrjaði reyndar ekki vel þar sem fyrsti leikur tapaðist mjög illa í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fyrir seríuna höfðu ekki margir trú á okkur og ekki fjölgaði þeim eftir

4

þennan fyrsta leik. Til að gera langa sögu stutta þá unnum við næstu þrjá leiki og urðum Íslandsmeistarar eftir framlengingu í leik 4. Þessir 3 sigrar áttu það allir sameiginlegt að Njarðvík leiddi allan leikinn en að lokum kom fram karakter og sigurvilji KR-liðsins. Einnig tókum við taktískar áhættur sem gengu upp og borguðu sig. Eins og í öllum alvöru seríum gengur ýmislegt á. Það þarf að taka margar ákvarðanir og ein af þeim eftirminnilegri var þegar við tókum Baldur Ólafsson inn í leikmannahópinn, Baldur hafði ekkert verið í körfu þennan veturinn enda semi búinn að leggja skóna á hilluna frægu. Í undanúrslitum gegn Snæfelli var hann að vinna í gæslunni. Ástæðan fyrir því að Baldur var tekinn inn var að Njarðvík var með mjög svo öfluga stóra leikmenn í þeim Friðriki Stefánssyni, Agli Jónassyni og Igor Beljanski. Fannar Ólafsson átti það til að vera í villuvandræðum og hann var okkar eini stóri og sterki miðherji. Böðvar og Palli töluðu því Baldur til að vera til taks á bekknum ef okkar vantaði stóran skrokk til að leysa Fannar af á einhverjum tímapunkti. Þetta reyndist vera frábær ákvörðun því Baldur var heldur betur mikil-

KR KARFAN


vægur í lokaúrslitunum og spilaði fleiri mínútur og leysti stærra hlutverk en mér, Palla, Bödda og Finni Stef aðstoðarþjálfara óraði fyrir. Enn þann dag í dag er fólk að tala um troðsluna hans yfir leikmann Njarðvíkur í Ljónagryfjunni. Viðureignin var frábær auglýsing fyrir körfuboltann á sínum tíma. Bæði lið buðu upp á flottan körfubolta en það sem gerir þessa viðureign svo eftirminnilega var stuðningurinn úr stúkunni. Í miðjum undanúrslitum gegn Snæfelli stakk Guðjón Kristinnsson, þáverandi framkvæmdarstjóri Knattspyrnudeildar KR, upp á því í einu spjalli okkar að fá stuðningsmannasveit fótboltaliðsins til að mæta á leikina okkar. Þessi uppástunga Guðjóns átti eftir að breyta úrslitakeppninni. Svona stuðningsmannasveitir þekktust ekki í körfuboltanum. Stemningin varð allt önnur og Miðjan átti eftir að vekja athygli út um allt land. Áhrif Miðjunnar voru mikil út á fótboltavelli en enn meiri inn í íþróttasal þar sem söngvar og köll magnast upp. Til að byrja með mætti vaskur hópur eðal KR-inga og strax skapaðist mikil stemning. Síðan átti eftir að fjölga og fjölga og síðan fjölga enn meira. Fyrir mér tók Miðjan þetta á annað „level“.

KR KARFAN

Stuðningur á pöllunum skiptir öllu máli. Góður stuðningur úr stúkunni getur og hefur margoft skipt sköpum. Stuðningurinn getur bæði haft áhrif á frammistöðu leikmanna inn á vellinum og líka haft mikil áhrif á úrslit leikja. Það er þvi mikilvægt að KR-ingar mæti í Höllina og hjálpi strákunum gegn Njarðvík í undanúrslitum bikarsins. Frammistaðan í deildarleiknum á móti Njarðvík var alls ekki góð en ég þori að fullyrða að strákarnir munu aldrei eiga annan eins dag í sókninni. Það gerist sjaldan eða nánast aldrei að allir leikmenn liðsins eigi slæman dag en það gerðist í þessum leik og útkoman 55 stig. Þetta þýðir bara að strákarnir mæta enn einbeittari í þennan bikarleik. Það verður auðvelt fyrir Inga og Hjalta að mótivera menn fyrir leikinn og ég veit að menn koma froðufellandi í Höllina. Áfram KR Benedikt Guðmundsson skrifaði.

5


Bikar tölfræði

Bikar tölfræði Árangur KR í bikarkeppninni Óskar Ófeigur tók saman skemmtilega tölfræði um bikarkeppnina og kunnum við honum bestu óskir fyrir.

fimmtán bikarleikjum frá 2014/15 til 2018/19. KR-liðið á aftur á möguleika að spila bikarleik númer 24 og 25 þessa helgi.

KR-liðið hefur spilað alla bikarleiki í boði á síðustu fimm tímabilum

KR hefur unnið 21 af 23 bikarleikjum sínum þessi fimm tímabil eða alla nema bikarúrslitaleikin 2015 og 2018. Tindastóll er í öðru sæti yfir flesta bikarsigra á þessum tíma en þeir hafa unnið tíu bikarleikjum færri en KR.

Leikur KR á móti Njarðvík í undanúrslitum Geysisbikarsins verður 24. bikarleikur KR-liðsins á undanförnum fimm tímabilum en KR-liðið hefur komist í bikarúrslitaleikinn öll fjögur árin á undan. KR-ingar hafa alls spilað átta fleiri bikarleiki en næstbestu liðin sem eru Grindavík, Tindastóll og Þór Þorlákshöfn. Öll þau þrjú lið hafa lokið keppni í bikarnum í ár og verða því áfram í

6

Flestir bikarleikir á síðustu fimm tímabilum (með undanúrslitum 2919) KR............................................................. 24 Grindavík................................................. 15 Tindastóll................................................ 15 Þór Þorl.................................................... 15 Skallagrímur........................................... 13

Haukar..................................................... 13 Keflavík.................................................... 13 Njarðvík................................................... 13 Stjarnan.................................................... 12 ÍR............................................................... 12 Flestir sigrar í bikarleikjum á síðustu fimm tímabilum (fyrir undanúrslit 2919) KR.............................................................. 21 Tindastóll.................................................11 Grindavík.................................................10 Þór Þorl....................................................10 Stjarnan......................................................8 Njarðvík.....................................................8 Skallagrímur.............................................8 Haukar.......................................................8 Keflavík......................................................8 Framhald á næstu opnu

KR KARFAN



Bikar tölfræði

Brynjar og Finnar hættu báðir einum bikar frá því að jafna met Einars Bolla Brynjar Þór Björnsson og Finnur Freyr Stefánsson yfirgáfu báðir KR-liðið í sumar eftir mikla velgengni síðustu ári. Báða vantaði þá bara einn bikartitil í viðbót til að jafna met Einars Bollasonar. Einar Bollason er enn sá sem hefur unnið flesta bikartitla sem þjálfari KR (3) og sem fyrirliði KR (3). Finnur Freyr gerði KR-liðið tvisvar sinnum að bikarmeisturum og í bæði skiptin tók Brynjar Þór Björnsson á móti bikarnum sem fyrirliði liðsins. Brynjar og Finnur hefðu getað jafnað metin í bikarúrslitaleiknum í fyrra en KR tapaði þá úrslitaleiknum á móti Tindastól. Finnur Freyr er aftur á móti sá þjálfari sem hefur oftast gert KR að bik-

8

armeisturum í Laugardalshöllinni en enginn annar þjálfari KR hefur náð því oftar en einu sinni. Einar Bollason vann tvo fyrstu bikartitla sína sem þjálfari KR áður en farið var að spila bikarúrslitaleikina í Höllinni. KR-ingar sem hafa oftast lyft bikarnum í sögu bikarkeppninnar 1970-2018: Einar Bollason 3 sinnum (1970, 71, 79) Kristinn Stefánsson 3 sinnum (1972, 73, 74) Brynjar Þór Björnsson 2 sinnum (2016, 2017) Kolbeinn Pálsson 1 sinni (1977) Garðar Jóhannsson 1 sinni (1984) Guðni Guðnason 1 sinni (1991) Fannar Ólafsson 1 sinni (2011) Þjálfarar sem hafa gert KR að bikarmeisturum í sögu bikarkeppninnar 1970-2018: Einar Bollason 3 sinnum (1973, 1974, 1977) Finnur Freyr Stefánsson 2 sinnum (2016, 2017)

Jón Otti Ólafsson 2 sinnum (1971, 1972) Kolbeinn Pálsson 1 sinni (1970) Gunnar Gunnarsson 1 sinni (1979) Jón Sigurðsson 1 sinni (1984) Páll Kolbeinsson 1 sinni (1991) Hrafn Kristjánsson 1 sinni (2011) Þjálfarar sem hafa gert KR að bikarmeisturum í Laugardalshöllinni: Einar Bollason (1977) Gunnar Gunnarsson (1979) Jón Sigurðsson (1984) Páll Kolbeinsson (1991) Hrafn Kristjánsson (2011) Finnur Freyr Stefánsson (2016 og 2017) Pavel getur orðið bikarmeistari í fjórða skiptið með KR Pavel Ermolinskij getur orðið bikarmeistari í fjórða skiptið með KR en hann hefur tekið þátt í öllum þremur bikarmeistaratitlinum KR-liðsins á þessari öld.

KR KARFAN


Bikar tölfræði

Pavel var með 21 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í úrslitaleiknum 2011 (sigur á Grindavík), var með 3 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar í úrslitaleiknum 2016 (sigur á Þór Þorl.) og skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í úrslitaleiknum 2017 (sigur á Þór Þorl.). Pavel gæti orðið fyrsti KR-ingurinn til að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil sem leikmaður félagsins síðan að Einar Bollason og Eiríkur Jóhannsson náðu því árið 1979. Fjórir hafa unnið sex bikarmeistaratitla sem leikmenn KR en það eru þeir Birgir Guðbjörnsson, Bjarni Jóhannesson, Hilmar Victorsson og Kolbeinn Pálsson. Bjarni, Hilmar og Kolbeinn voru með í sex fyrstu bikarmeistaratitlum KR en Birgir missti af tveimur fyrstu en vann bikarinn einnig árin 1979 og 1984. Enginn hefur þó orðið oftast bikarmeistari með KR en Einar Bolla-

KR KARFAN

son en hann tók þátt í sjö fyrstu bikarmeistaratitlum KR-liðsins sem leikmaður (4) eða þjálfari (3). Flestir bikarmeistaratitlar sem leikmenn KR Birgir Guðbjörnsson...............................6 Bjarni Jóhannesson.................................6 Hilmar Victorsson...................................6 Kolbeinn Pálsson.....................................6 Hjörtur Hansson......................................5 Kristinn Stefánsson.................................5 Einar Bollason..........................................4 (vann 3 sem þjálfari) Eiríkur Jóhannsson.................................4 Sófus Guðjónsson....................................4 Brynjar Þór Björnsson............................3 Gunnar Gunnarsson................................3 (vann 1 sem þjálfari) Guttormur Ólafsson................................3 Ólafur Finnsson........................................3 Pavel Ermolinskij.....................................3 Stefán Hallgrímsson................................3 Þorvaldur Blöndal...................................3

Stigamet Guðna orðið meira en 30 ára gamalt Guðni Ólafur Guðnason hefur átt stigamet KR-ings í bikarúrslitaleik í meira en 30 ár en hann skoraði 35 stig í bikarúrslitaleik á móti Njarðvík 1988. KR-liðið varð reyndar að sætta sig við eins stigs tap í leiknum 103-104 þar sem Valur Ingimundarson skoraði 46 stig fyrir Njarðvík. Guðni bætti þarna sextán ára met Kolbeins Pálssonar frá því í bikarúrslitaleiknum árið 1972. Kolbeinn deilir nú öðru sætinu með Jónatan Bow sem skoraði líka 31 stig fyrir KR í sigri á Keflavík í bikarúrslitaleiknum 1991. Tveir leikmenn KR í dag eru ofarlega á listanum því Jón Arnór Stefánsson skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum 2009 og Helgi Már Magnússon skoraði 26 stig þegar hann varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrir þremur árum. Framhald á næstu opnu

9


Bikar tölfræði Flest stig hjá KR-ing í bikarúrslitaleik: 35 stig Guðni Guðnason á móti Njarðvík 1988 31 stig Jónatan Bow á móti Keflavík 1991 Kolbeinn Pálsson á móti ÍR 1972 29 stig Jón Arnór Stefánsson á móti Stjörnunni 2009 28 stig Keith Vassell á móti Grindavík 2000 Kolbeinn Pálsson á móti ÍS 1973 Einar Bollason á móti ÍR 1971 26 stig Helgi Már Magnússon á móti Þór Þorl. 2016 Birgir Mikaelsson á móti Njarðvík 1988 25 stig Stewart Johnson á móti Fram 1982 24 stig Keith Vassell á móti Njarðvík 2002 Jóhannes Kristbjörnsson á móti Njarðvík 1988 Garðar Jóhannsson á móti Val 1984 Tíundi bikarleikur KR og Njarðvíkur frá aldarmótum KR og Njarðvík hafa spilað níu bikarleiki frá og með undanúrslitaleik liðanna veturinn 1999 til 2000. KR-ingar hafa unnið fjóra af þessum níu leikjum en Njarðvíkingar fimm. KR hefur unnið tvo síðustu bikarleikina en þar á undan unnu Njarðvíkingar fimm í röð. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur félaganna í bikarnum í 19 ár en liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2002. Þau hafa alls mæst þrisvar sinnum í undanúrslitum bikarsins (2000, 1989 og 1982) og spilað samtals þrjá bikarúrslitaleiki (2002, 1988 og 1977).

10

Bikarleikir KR og Njarðvíkur á þessari öld 8 liða úrslit 2017-18: KR vann 87-68 8 liða úrslit 2015-16: KR vann 90-74 32 liða úrslit 2013-14: Njarðvík vann 91-87 32 liða úrslit 2009-10: Njarðvík vann 90-86 8 liða úrslit 2007-08: Njarðvík vann 106-90 32 liða úrslit 2003-04: Njarðvík vann 99-83 Bikarúrslitaleikur 2001-02: Njarðvík vann 86-79 16 liða úrslit 2000-01: KR vann 89-83 Undanúrslit 1999-2000: KR vann 84-80 KR og Njarðvík í undanúrslitum eða úrslitaleik bikarsins: Bikarúrslit 2002: Njarðvík vann 86-79 Undanúrslit 2000: KR vann 84-80 Undanúrslit 1989: Njarðvík vann 188160 samanlagt (2 leikir) Bikarúrslit 1988: Njarðvík vann 104103 Undanúrslit 1982: KR vann 72-66 Bikarúrslit 1977: KR vann 61-59 Besti árangur KR-inga í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni frá 1993 til 2018 (Bikarúrslitaleikir frá 1993 og undanúrslitaleikir frá 2017) Flestir leikir Brynjar Þór Björnsson............................6 Pavel Ermolinskij.....................................5 Darri Hilmarsson.....................................5 Jón Arnór Stefánsson.............................4 Helgi Már Magnússon............................4 Vilhjálmur Kári Jensson........................4 Flestar spilaðar mínútur: Brynjar Þór Björnsson .......................154 Pavel Ermolinskij.................................147 Darri Hilmarsson................................. 137 Jón Arnór Stefánsson.........................132 Helgi Már Magnússon........................ 115 Keith Vassell...........................................74 Jakob Örn Sigurðarson.........................56 Björn Kristjánsson.................................56 Michael Craion.......................................55

Flest stig Jón Arnór Stefánsson...........................77 Brynjar Þór Björnsson..........................75 Helgi Már Magnússon..........................57 Keith Vassell...........................................52 Pavel Ermolinskij.................................. 42 Darri Hilmarsson...................................37 Michael Craion.......................................35 Björn Kristjánsson................................. 31 Philip Alawoya.......................................23 Herbert S Arnarson............................... 19 Flestar þriggja stiga körfur Brynjar Þór Björnsson.......................... 15 Jón Arnór Stefánsson............................11 Helgi Már Magnússon..........................10 Pavel Ermolinskij.....................................5 Keith Vassell.............................................5 Flest fráköst Pavel Ermolinskij.................................. 47 Keith Vassell.......................................... 30 Michael Craion.......................................22 Helgi Már Magnússon......................... 20 Darri Hilmarsson.................................. 20 Philip Alawoya....................................... 18 Jason Dourisseau................................... 15 Brynjar Þór Björnsson.......................... 12 Jón Arnór Stefánsson........................... 12 Kristófer Acox........................................ 12 Flestar stoðsendingar Pavel Ermolinskij...................................32 Brynjar Þór Björnsson.......................... 14 Helgi Már Magnússon.......................... 13 Jón Arnór Stefánsson........................... 13 Jakob Örn Sigurðarson.........................10 Flestir stolnir boltar Pavel Ermolinskij...................................10 Jón Arnór Stefánsson.............................5 Helgi Már Magnússon............................5 Brynjar Þór Björnsson............................4 Jakob Örn Sigurðarson...........................4 Flest varin skot Michael Craion.........................................7 Keith Vassell.............................................6 Pavel Ermolinskij.....................................3 Magni Hafsteinsson................................3

KR KARFAN


Lay's - Brakandi góðar við öll tækifæri.


Alvogen mótið

Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar KR hélt í 10 skipti mót fyrir unga iðkendur á aldrinum 6-10 ára helgina 6. - 7. október 2018. Mótið var mjög vel sótt og voru um 100 lið sem tóku þátt. Fjölmargir sjálfboða liðar koma að mótum sem þessum og var mikill sómi af. Alvogen eru aðalstyrkaraðili mótsins og fengu krakkarnir verðlaun að móti loknu frá fyrirtækinu. Krakkarnir sýndu mikla takta á öllum aldri í DHL-Höllinni og þau yngstu gáfu ekkert eftir. Sporthero tóku myndir af öllum krökkum og einnig liðsmyndir. Sjáumst í haust á Alvogenmótinu 2019.

12

KR KARFAN


Alvogen mรณtiรฐ

Framhald รก nรฆstu opnu

KR KARFAN

13


Alvogen mรณtiรฐ

14

KR KARFAN


Alvogen mรณtiรฐ

Framhald รก nรฆstu opnu

KR KARFAN

15


Jón Arnór Stefánsson

Auðvitað stefnum við á sigur Jón Arnór og KR eru klárir í slaginn! „Við stefnum að sjálfsögðu á sigur en vitum á sama tíma að bikarkeppnin er ekki upphaf eða endir á neinu.“

Byrjum á sjálfum þér, hver er staðan á þér, unglambinu? Ég er ferskur á sál og líkama. Finn ekkert fyrir þessum árum. Þið æskuvinirnir Helgi Magg, eruð enn að, á 37. aldursári. Hvernig er að vera enn að spila með Tjakkinn sér við hlið og hvað kemur hann með inn í liðið, innan sem utan vallar? Ef til er uppskrift af sigurliði þá er Helgi þar lykil hráefni. Einfaldlega einn besti liðsmaður sem ég hef spilað með á ferlinum. Frábær leikmaður sem hægt er að treysta á og leiðtogi innan vallar sem utan. Þú hefur náð markverðum árangri á þínum langa ferli og nálgast óhjákvæmilega þann tímapunkt sem skórnir fara upp á hilluna frægu. Gefur það þessu áhlaupi á bikarmeistaratitilinn aukið vægi fyrir þig persónulega?

16

Já það gerir það óneitanlega. Mig hungrar í fleiri titla. Ég krefst mikils af sjálfum mér og liðinu því ég veit hvað þarf til að vinna. Einbeitingin þarf að vera til staðar hjá öllum á hverjum einasta fundi, æfingu og leik. Þessi bikarkeppni er hluti af þeirri vegferð. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur en vitum á sama tíma að bikarkeppnin er ekki upphaf eða endir á neinu. Ef ég mætti velja þá kysi ég þann stóra í vor. Liðið hefur heldur betið tekið breytingum frá fyrsta leik í vetur, Pavel, Kristó, Helgi, Finnur komnir inn, auk þess að Mike er kominn til liðs við KR í stað Dino. Það tekur tíma að slípa hóp saman þó þetta séu að mestu menn sem eru öllum hnútum kunnugir í KR. Er að komast góð holning á liðið og hvað getið þið enn bætt í leik ykkar? Við þurfum að bæta varnarleikinn okkar og setja metnað í að verða besta varnarlið á landinu.

KR KARFAN


Jón Arnór Stefánsson

„Njarðvík spilar með hjartanu og af miklum krafti sem gerir þá alltaf hættulega.“

Sóknin mun svo fylgja. Liðið lítur vel út í dag en við eigum ennþá nokkuð í land með að verða það lið sem gerir tilkall til þess stóra. Njarðvík verður gríðarlega sterkur mótherji eins og sést hefur í viðureignum liðanna í vetur og gengi þeirra í deildinni. Hverjir eru þeirra helstu styrkleikar? Þeir eru með hæfileikaríka bakverði sem geta sett boltann í körfuna og stóran mann sem er mjög hreyfanlegur og fer á eftir öllum fráköstum. Njarðvík spilar með hjartanu og af miklum krafti sem gerir þá alltaf hættulega. Þeir búa yfir góðri breidd og eru með góða blöndu af hæfileikum og reynslu. Hingað til hafa þeir sýnt mestan stöðugleika af öllum liðum í deild og bikar og sitja verðskuldað á toppnum. Elvar Már Friðriksson er án efa einn bestu leikmönnum deildarinnar í dag, leikmaður

KR KARFAN

sem þú hefur fengið að kynnast í gegnum landsliðið, hvað gerir hann svona góðan og hvernig er mögulegt að stoppa hann? Hann býr yfir mjög góðri skot og boltatækni í bland við líkamlegan styrk og gott jafnvægi sem gerir honum kleift að ráðast á körfuna eða setja niður skot utan af velli. Hann hefur gott auga fyrir sendingum og er hörku varnarmaður. Elvar vill spila hraðann leik og við þurfum að hægja á honum. Það tekur góða liðsvörn til að stoppa leikmann eins og Elvar. Hver verður lykillinn að sigri okkar KR-inga í þessum leik? Það er varnarleikurinn okkar. Ef við vinnum fyrir hvor annan og mætum Njarðvík af hörku þá vinnum við leikinn. Í hinum undanúrslitum eigast við Stjarnan og ÍR, hverju viltu spá um úrslit í þeim leik? Stjarnan vinnur þann leik.

17


Friðrik Ingi Rúnarsson

Mikilvægt að njóta Friðrik Ingi spáir í spilin

N

jarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson er þrautreyndur og sigursæll þjálfari. Tvítugur að aldri tók hann við kvennaliði Njarðvíkur, tveimur árum síðar við karlaliði Njarðvíkinga og gerði þá að Íslandsmeisturum 22 ára gamall. Fyrir utan að þjálfa Njarðvík þá hefur hann m.a. þjálfað KR, Grindavík, íslenska landsliðið og Keflavík á sínum ferli. Friðrik þekkir körfuboltann betur en flestir og við fengum hann til að rýna aðeins í viðureign KR og Njarðvíkur í undanúrslitum bikarsins. Eins og kannski margir muna eftir þá þjálfaðir þú KR tímabilið 1992-1993. Hvernig var fyrir 24 ára gamlan Njarðvíking að taka við KR? „Það var mikill og lærdómsríkur skóli fyrir ungan mann að takast á við að flytja í Vesturbæinn og þjálfa KR. Sé ekki eftir þeim tíma og á marga góða vini.” Nú þekkir þú vel að fara í Höllina að spila úrslitaleiki, þú hefur unnið þá nokkra bæði sem leikmaður og þjálfari, hvernig eru dagarnir fyrir svona stóra leiki? Er hægt að hugsa um eitthvað annað? „Það er ávallt mikil tilhlökkun hjá öllum liðum að fara í Laugardalshöllina, það er ákveðinn ljómi yfir því að fara þangað til að taka þátt í bikarúrslitaleikjum eða eins og nú er, langri bikarhelgi. Ég var lánsamur á löngum ferli að fá að taka þátt í mörgum svona úrslitaleikjum og ef mér telst rétt til voru það 7 úrslitaleikir, 3 sem leikmaður og 4 sem þjálfari og höfðust sigrar í þeim öllum, sælla minninga.“ Nú ert þú þrautreyndur og sigursæll þjálfari og þekkir þjálfara beggja liða ansi vel, þá Inga Þór Steinþórsson hjá KR og Einar Árna Jóhannsson hjá Njarðvík. Hvernig þjálfarar eru þetta? „Þykir afar vænt um þá báða og hafa þeir báðir unnið með mér og verið vinir mínir til langs tíma. Þeir eru ólíkir og nálagast verkefnin ekki alveg á sama hátt þó auðvitað megi finna eitt og annað sem þeir geri eins. Ég ætla að njóta þess að horfa á þá kljást og vona bara að þeir njóti líka. Þetta eru þannig leikir að það mikilvægasta er að finna

18

rétta jafnvægið á því að vilja vinna og gera allt til þess og að hafa spennustigið innan hópsins þannig að menn séu ekki eins og hengdir upp á þráð, það er ekki þess virði að henda svona leikjum út um gluggann vegna spennu, það á að njóta.“ Undanúrslit í bikar, erkifjendurnir í KR og Njarðvík mætast. Í húfi er leikur um bikarmeistaratitilinn, hvernig líst þér á þessa viðureign? Hverjir eru styrkleikar og veikleikar þessara liða? „Mér list vel á þessa viðureign, bæði lið vel mönnuð og má því búast við skemmtilegum og spennandi leik. KR er með meiri breidd í leikstöðum undir körfunum en það er spurning hvernig nýr leikmaður Njarðvíkur kemur inn í liðið. Bæði lið hafa á að skipa frábærum bakvörðum, leikmönnum sem geta tekið yfir leiki ef því er að skipta. Jafnframt er talsverð leikreynsla í báðum liðum en þó er meiri sigurhefð í leikmannahópi KR og spurning hvort það getur fleytt liðinu í gegnum þessa baráttu.“

„Það er ekki þess virði að henda svona leikjum út um gluggann vegna spennu, það á að njóta.“

Hvað mun skera úr um þegar á hólminn er komið? Hvernig helduru að leikurinn fari? „Það lið sem nær að halda sig við sitt leikplan, liðið sem verður einbeitt í gegnum kaflana þar sem ekki allt gengur upp, liðið sem nær tökum á varnarleiknum er LIÐIÐ sem mun standa uppi sem sigurvegari. Ef þú snýrð upp á hægri hönd mína og heimtar svar myndi ég líklega segja að KR hefði betur.“ KR og Njarðvík hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og koma margir magnaðir leikir á milli þessara liða upp í hugann, en hvaða leikir standa upp úr hjá þér? „Bikarúrslitaleikurinn 1988, sem endaði 104-103 fyrir Njarðvík, var skemmtilegur leikur. Ég man að ég spilaði síðustu 7 mínútur leiksins sem leikstjórnandi sem var ágætis reynsla fyrir mig enda hafði ég aldrei spilað þá stöðu, hvorki fyrr né síðar. Úrslitin 1998 þegar Njarðvík og KR mættust í lokaúrslitum eru líka mjög minnistæð en þá seríu unnum við 3-0 og þar með Íslandsmeistaratitilinn sem var ansi kærkomið en á þeim tíma var eiginlega horft á það tímabil sem hálfgert

KR KARFAN


Friðrik Ingi Rúnarsson

uppbyggingartímabil eftir að margir reynslumiklir leikmenn lögðu skóna á hilluna fyrir tímabilið.„ Yfir í deildina, hvernig finnst þér veturinn hafa verið það sem af er, og þá sérstaklega hjá KR og Njarðvík? „Njarðvík hefur verið nokkuð stöðugt en þó hefur liðið náð í nokkra sigra þar sem það hefur ekki verið að leika sérlega vel. Stundum er sagt að það sé ákveðinn styrkleiki en svo getur það líka verið merki um að ekki sé allt með felldu.“ „KR hefur verið að móta liðið í

KR KARFAN

allan vetur og verið talsvert brokkgengt, átt fína leiki inn á milli en dottið svo niður þess á milli. Liðið hefur verið að taka miklum breytingum jafnt og þétt í allan vetur en mér sýnist púslin vera að raðast ágætlega á sína staði þessa dagana og tel að liðið verði illviðráðanlegt þegar út í úrslitaleiki verður komið.“ Hverjir munu enda í efsta sætunum í deildinni og af hverju? „Mér sýnist Stjarnan vera á hraðri leið á topp deildarinnar og það kæmi mér ekki á óvart ef liðið myndi enda í efsta sæti að lokinni deildarkeppni. Liði er einfaldlega að spila best um þessar mundir.“ KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu 5 ár í röð. Heldur þú að KR muni taka þann sjötta í röð í vor eða er kominn tími á einhverja aðra? „Eins og staðan er núna tel ég Stjörnuna og KR líklegustu liðin til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Ég vona hins vegar að Njarðvík, Tindastóll, Keflavík og fleiri lið séu mér ekki sammála og að þau geri harða atlögu að titlinum. Ég veit reyndar að þau gera það enda öll með góð lið, góða þjálfara og frábært bakland til að bakka sín lið upp.“

19


Hermann Hauksson

„Pabbi, KR vann ykkur og þú gast ekki neitt!“ Unun að spila með Palla Kolbeins

H

ermann Hauksson eru öllum KR-ingum sem og körfuboltaunnendum vel kunnur. Hemmi hóf meistaraflokksferil sinn með KR árið 1990 og spilaði hann 281 leik með meistaraflokki KR. Hemmi spilaði hálft tímabil sem atvinnumaður í Belgíu en gekk svo til liðs við Njarðvíkinga fyrir tímabilið 1998-1999. Hemmi spilaði 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og er í dag í sérfræðingateymi Dominos-körfuboltakvölds á Stöð2 Sport.

Nú spilaðir þú hátt í 300 meistaraflokksleiki með KR á árunum 1990 til 2002, hvað stendur upp úr á þessum ferli með KR? “Það sem stendur mest upp úr frá þeim tíma er öll vinasamböndin sem sköpuðust þar, svo þegar maður hugsar til baka hversu frábært er að getað sagst hafa æft í gamla KR-bragganum, manni fannst þetta besti æfingasalurinn á landinu, þekkti hvern einasta steindauða blett í parketinu.” Þú spilaðir hálft tímabil í atvinnumennsku, veturinn 1998 þá gekkstu til liðs við Bells Cafe Sinte Niklaas í Belgísku 2.deildinni. Segðu okkur aðeins frá því ævintýri.

20

“Það var mjög góð reynsla, þetta kom snögglega upp um jól og ég varð að svara strax eiginlega. Þetta var sterkari deild en heima og ég vildi sjá hvar ég stæði á því leveli, ég fékk svo tilboð frá nokkrum félögum í Belgíu eftir tímabilið en ákvað að vera heima, áttum von á okkar öðru barni (Arnór) og ég gekk til liðs við Njarðvík í framhaldinu .” Það hafa nú ekki margir KR-ingar skipt úr KR og yfir í lið af Suðurnesjunum. Þú ákvaðst að fara í Njarðvík eftir heimkomuna frá Belgíu, af hverju? Fékkstu ekki að heyra það frá þínum nánustu vinum úr Vesturbænum? “Haha jú ég fékk svo sem alveg að heyra það frá vinunum aðallega. Enda fannst mér einstaklega erfitt að spila á móti KR. Góð saga af mínum fyrsta leik á móti KR á þeirra heimavelli, við höfðum unnið þá í Njarðvík frekar auðveldlega í fyrri leiknum á tímabilinu. KR spilaði í Hagaskóla þetta tímabilið, þeir unnu okkur og ég átti frekar dapran leik. Martin sonur minn var 4 ára þarna og var lukkudýr KR-inga á bekknum, hann kom beint inn í klefa til mín eftir leik og sagði orðrétt: „Pabbi, KR vann ykkur og þú gast ekki neitt!“ En ástæðan fyrir því að ég skipti yfir var að Njarðvík sýndi mér mikinn áhuga og mér leist vel á að fara í hendurnar á Friðriki Inga þjálfara.”

KR KARFAN


Hermann Hauksson Þú hefur spilað með ófáum leikmönnum í gegnum tíðina, bæði með KR, Njarðvík og auðvitað íslenska landsliðinu. Hverjir eru eftirminnilegustu samherjarnir? “Vá það er langur listi. Fyrst og fremst var frábært að hafa náð að spila landsleik með Pétri Guðmundssyni. Það var unun að spila með Palla Kolbeins í KR, hann fann þig alltaf. Teitur Örlygs og Friðrik Ragnarsson í Njarðvík, svo náði ég alltaf einstaklega vel saman með Óskari Kristjáns.” Þú hefur að sama skapi mætt mörgum erfiðum mótherjum, hver var þá erfiðasti mótherjinn? “Það var alltaf erfitt að mæta Damon Johnson í Keflavík, svakalega fjölhæfur og sterkur leikmaður. Af Íslendingunum þá í deildinni var Teitur Örlygs yfirleitt algjör martröð.” Að undanúrslitaleiknum gegn Njarðvík. Þarna eru að mætast tvö sigursælustu bikarlið landsins í mfl. karla, KR (12 titlar) og Njarðvík (8 titlar), þú hefur unnið bikartitla með þeim báðum, rifjaðu upp með okkur í stuttu máli þessa tvo úrslitaleiki sem þú hefur unnið? “Bikarmeistaratitillinn með KR (árið 1991) kom á mínu nýliðaári og var alveg frábær sigur á móti mjög góðu Keflavíkurliði, Falur Harðarson nýkominn úr strípum fyrir leikinn og lúkkaði vel. Ég kom mjög fljótlega inn í leikinn og náði að skila einhverjum tveimur körfum ásamt að vera blokkaður þrisvar upp í stúku minni mig. Bikarmeistartitillinn með Njarðvík (árið 1999) er örugglega einn eftirminnilegasti úrslitaleikurinn í sögunni, þarna voru tvö langbestu liðin í deildinni að mætast og rígurinn svakalegur. Fyrir mig er hann sérstaklega ljúfur þar sem ég jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu sem setti leikinn í framlengingu þar sem við unnum. Það sem er magnað við þetta er að Njarðvíkingar voru einhverjir farnir að týnast úr stúkunni þar sem við vorum 9 stigum undir þegar að um 45 sekúndur voru eftir af venjulegu leiktíma.” Undanúrslit í bikar, erkifjendurnir í KR og Njarðvík mætast. Í húfi er leikur um bikarmeistaratitilinn, hvernig líst þér á þessa viðureign? Hverjir eru styrkleikar og veikleikar þessara liða? “Leikirnir milli þessa liða eru alltaf hrikalega skemmtilegir. Styrkleiki KR-inga liggur kannski helst í reynslu og að kunna að vinna úrslitaleiki en á sama tíma eru leikmenn í Njarðvík sem hafa spilað svona leiki áður. KR ætti að hafa yfirburði inn í teig en svo á eftir að koma í ljós hvernig nýi leikmaðurinn hjá Njarðvík á eftir að hjálpa þeim þar. Hraði Njarðvíkinga gæti skapað vandamál fyrir KR en þar er Elvar stjórinn og engin ræður við hann í ham líkt og ef Jón Arnór fer í sinn ham.” Svona úrslitaleikir, hvort sem það eru undanúrslit eða úrlit, eru svokallaðir “do or die” leikir. Hvað finnst þér skipta mestu máli í svona leikjum? “Það er að menn stilli sig rétt inn í leikinn, verða ekki ofur

KR KARFAN

spenntir og fara á einhvern hraða sem þeir ráða ekki við. Halda leikskipulagi sem þjálfararnir hafa sett upp.” Aðeins að þessu tímabili, hvernig finnst þér tímabilið hjá þínum mönnum í KR hafa verið það sem af er? “Þeir hafa verið svolítið að ströggla með leikskipulagið enda hafa verið að glíma við meiðsli og mannabreytingar eins og flest önnur lið. Það er mikilvægt að Pavel verði heill fyrir liðið núna í enda tímabils, það er nóg af klassa leikmönnum þarna og allir vita að KR eru svakalega erfiðir þegar mæta þarf þeim í seríu.” Ef við fáum þig aðeins til að rýna í restina af tímabilinu, hverjir enda í efstu sætunum í deild og hverjir munu mætast í lokaúrslitum um þann stóra í vor? “Eins og staðan er núna er Stjarnan með besta liðið, gríðarlega sterkan og góðan hóp, Þessi úrslitakeppni gæti orðið sú allra besta þar sem mörg lið koma til greina. Ég að sjálfsögðu vona að mínir menn í KR fari í úrslitin og gætu þar mætt Stjörnunni jafnvel en ég sé líka fyrir mér Njarðvík og Tindastól vera þar. Martin eldri sonur þinn er að gera frábæra hluti með Alba Berlín, bæði í þýsku deildinni sem og í Evrópubikarnum. Kappinn er bara 24 ára gamall, hvernig sérðu fyrir þér framhaldið hjá honum? “Hann held ég gæti náð eins langt og hann vill, hann er mjög einbeittur í því sem hann gerir og leggur fyrir sig. Hann er að spila á hæsta leveli í dag með Alba og líður vel þar sem og fjölskyldu hans. Eurocup er líka góð auglýsing fyrir hann og eins og hann er að spila í augnablikinu sem næst stigahæsti leikmaður Alba í deild og stigahæstur hjá þeim í Eurocup þá er aldrei að vita hvað gerist. Hann er á tveggja ára samninga hjá Alba og líður vel þar.” Að lokum, nú þekkja körfuboltaunnendur þig sem körfuboltasérfræðing í Dominos-körfuboltakvöldi á Stöð2 Sport. Þekking þín á körfubolta er ótvíræð og þú ert án efa best klæddi maðurinn í settinu enda annálaður smekkmaður – hvernig er að vera stjarna á skjánum? Eigum við von á því að þú verðir kominn með eigin sjónvarpsþátt áður en langt um líður? “Það er búið að vera mikil heiður að fá að taka þátt í þessu verkefni hjá Körfuboltakvöldi, þetta hefur svo sannarlega sett körfuboltann á nýtt level hérna heima, umfjöllun sem vantaði sárlega fyrir nokkrum áðum síðan. Ég get eiginlega ekki hrósað þessum aðilum á bakvið tjöldin í þessu nógu mikið, þeir vinna öllum stundum sólarhringsins til að gera þáttinn sem allra flottastan. Kjartan Atli er frábær í sínu hlutverki og stýrir okkur hinum eins að fagmaður, þó sumir í hópnum þurfi kannski meiri stjórn en aðrir. Á endanum verð ég að sjálfsögðu með minn eigin þátt þar sem ég mun taka þjálfarana í extreme makeover og sendi þá akandi í burtu á Lexus.”

21


Þú sækir pizzu og stóran skammt af brauðstöngum og færð aðra pizzu sömu stærðar að auki.

DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.