Ársskýrsla 2017-2018

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2017-2018



AFREKSÍÞRÓTTAFÓLK

Íþróttafólk Reykjavíkur - 4 Alþjóðaleikar ungmenna - International Children’s Games - 7 Grunnskólamót höfuðborga norðurlanda - 8

STYRKIR

Vegna æfinga og keppni - 8 Ólympíleikar - 9 Ferðastyrkir og styrkir til sérráða - 9

SJÓÐIR

Framkvæmdasjóður - 10 Verkefnasjóður ÍBR - 10 Afrekssjóður ÍBR - 10

AÐILDARFÉLÖG Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg - 12 Rekstur íþróttafélaga - 12 Tímaúthlutun til aðildarfélaga ÍBR og sérsambanda - 12 Heilsuefling aldraðra - 13 Fjöldi og aldursskipting iðkenda innan hvers félags - 14 Fundir með hverfafélögum - 15 Frístundaakstur hverfafélaganna - 16 Getraunir - Getspá - 16 Samræmd framsetning ársreikninga - 16 Ný aðildarfélög - 16 Fyrirmyndarfélög - 17

STJÓRNUN OG REKSTUR Formannafundur - 18 Sérráð - sérgreinanefndir - 18 Fulltrúar ÍBR í stjórnum, ráðum og nefndum -18 Úthlutun heiðursviðurkenninga ÍBR - 19 Persónuverndarstefna ÍBR - 19 Mannvirkjamál - 20 Aðildarumsókn íþróttabandalaga að Ungmennafélagi Íslands - 20 Fjölnota íþróttahús í Laugardal - 20 Námskeið - Skyndihjálp - 20 Vinnuhópur um mannréttindi í íþróttum - 20 Almenningstímar í íþróttahúsum grunnskóla Reykjavíkur - 21 Skautahöllin í Laugardal - 21

VIÐBURÐIR Á VEGUM ÍBR

Laugavegshlaupið - Laugavegur Ultra Maraþon - 22 Miðnæturhlaup Suzuki - 23 Norðurljósahlaup Orkusölunnar - 23 Powerade sumarhlaupin - 25 Reykjavik International Games - 24 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - 26 Tour of Reykjavik - 27

ÁRSREIKNINGAR ÍBR

Áritun óháðs endurskoðanda - 29 Skýrsla stjórnar - 30 Rekstrarreikningur - 31 Efnahagsreikningur - 32 Sjóðsteymi - 34 Skýringar - 35



Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur:

INGVAR SVERRISSON

ÖRN ANDRÉSSON

LILJA SIGURÐARDÓTTIR

FORMAÐUR

VARAFORMAÐUR

GJALDKERI

GÍGJA GUNNARSDÓTTIR

BJÖRN BJÖRGVINSSON

GUÐRÚN ÓSK JAKOBSDÓTTIR

RITARI

MEÐSTJÓRNANDI

MEÐSTJÓRNANDI

VIGGÓ H. VIGGÓSSON

GÚSTAF ADOLF HJALTASON

HAUKUR ÞÓR HARALDSSON

MEÐSTJÓRNANDI

VARAMAÐUR

VARAMAÐUR

Starfsmenn Íþróttabandalags Reykjavíkur:

Anna Lilja Sigurðardóttir Áslaug Sigurðardóttir Frímann Ari Ferdinandsson

Guðmundur Ísidórsson Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir Jóna Hildur Bjarnadóttir

Kjartan Freyr Ásmundsson Steinn Halldórsson Þórður Daníel Bergmann


AFREKSÍÞRÓTTAFÓLK Íþróttafólk Reykjavíkur 2017 Íþróttakarl Reykjavíkur 2017 var körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson úr KR. Jón Arnór var besti leikmaður körfuknattleiksliðs KR á árinu þegar hann leiddi liðið bæði til Íslands,- og bikarmeistaratitils. Jón Arnór leiddi íslenska landsliðið á Eurobasket í Finnlandi. Íþróttakona Reykjavíkur 2017 var kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Ólafía Þórunn keppti á þremur s.k. risamótum á LPGA mótaröðinni á árinu. Hún tryggði sér áframhaldandi keppnisrétt á mótaröðinni með því meðal annars að hafna í 4. sæti Indy Women mótinu.

• Aníta Hinriksdóttir, Íþróttafélagi Reykjavíkur • Anton Sveinn McKee, Sundfélaginu Ægi • Ásdís Hjálmsdóttir, Glímufélaginu Ármanni • Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi • Fanney Hauksdóttir, Kraflyftingafélagi Reykjavíkur • Haukur Páll Sigurðsson, Knattspyrnufélagið Valur • Helgi Sveinsson, Glímufélaginu Ármanni • Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, Glímufélaginu Ármanni • Jón Arnór Stefánsson, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur • Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur • Snorri Einarsson, Skíðagöngufélaginu Ulli • Steinunn Björnsdóttir, Knattspyrnufélaginu Fram

Íslands-, og bikarmeistarar 2017 Íþróttalið Reykjavíkur 2017 var lið Vals í handknattleik karla sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu. • Ármann bikarmeistarar í liðakeppni í áhaldafimleikum • GR Íslandsmeistarar í sveitakeppni karla í golfi

• TBR Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badminton

• ÍR Íslandsmeistarar í keilu karla og kvenna

• Valur bikarmeistarar í knattspyrnu karla • Víkingur Íslandsmeistarar í liðakeppni karla í

• Júdófélag Reykjavíkur bikarmeistarar í sveitakeppni karla og kvenna

• Þórshamar Íslandsmeistarar í karlaflokki í kata

• ÍR Íslandsmeistarar í karlaflokki í kumite

• KR Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla

4

• KR Íslandsmeistarar liðakeppni kvenna í borðtennis

borðtennis


Íþróttafólk Reykjavíkur 2018 Íþróttakarl Reykjavíkur 2018 er kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Glímufélaginu Ármanni. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu og varð í fjórða sæti samanlagt á HM í nóvember. Á EM vann hann til gullverðlauna í réttstöðulyftu. Þá setti hann auk þess Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu á árinu. Íþróttakona Reykjavíkur 2018 var frjálsíþróttakonan Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur. Guðbjörg Jóna varð Evrópumeistari unglinga í 100 m hlaupi og sigraði á Ólympíuleikum ungmenna í 200 m hlaupi á árinu og sett nýtt Íslandsmet í greininni á sama móti í þremur unglingaflokkum og fullorðinsflokki. Hún vann einnig til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti unglinga í 200 m hlaupi og setti nýtt Íslandsmet í greininni á sama móti. Hún var í 2.sæti á Evrópulista unglinga og 12.sæti á heimlista unglinga í 200 m hlaupi.

• Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttadeild ÍR • Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur • Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttadeild ÍR • Birkir Már Sævarsson, knattspyrnudeild Vals • Freydís Halla Einarsdóttir, skíðadeild Ármanns • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttadeild ÍR • Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautardeild Ægis • Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttadeild ÍR • Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur • Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingadeild Ármanns • Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur • Sveinbjörn Iura, júdódeild Ármanns

Íslands-, og bikarmeistarar 2018 Íþróttalið Reykjavíkur 2018 var lið Fram í handknattleik kvenna sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu. • Fram - Íslands,- og bikarmeistarar kvenna í handknattleik

• KR - Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla

• Fylkir - Íslandsmeistarar í kumite

• KR - Íslandsmeistarar í liðakeppni kvenna í borðtennis

• GR - Íslandsmeistarar kvennaliða í golfi

• Skylmingafélag Reykjavíkur - Íslandsmeistarar liðakeppni karla

• ÍR - bikarmeistarar í frjálsíþróttum • ÍR - Íslands- og bikarmeistarar í karlaflokki í keilu • Júdófélag Reykjavíkur - bikarmeistarar í sveitakeppni karla • Keilufélag Reykjavíkur - Íslands,- og bikarmeistarar kvenna í keilu

• TBR - Íslandsmeistarar í liðakeppni í badminton • Valur - Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla • Víkingur - Íslands- og bikarmeistarar í borðtennis • Þórshamar - Íslandsmeistarar karla í kata

5


Íþróttafólk Reykjavíkur 1979-2018

Marteinn Geirsson

Skíði Knattspyrna

Ármann Ármann Fram

1982

Páll Björgvinsson

Handknattleikur

Víkingur

1983

Guðrún Fema Ágústsdóttir

Sund

Ægir

1984

Bjarni Friðriksson

Júdó

Ármann

1985

Sigurður Pétursson

Golf

GR

1986

Guðmundur Guðmundsson

Handknattleikur

Víkingur

1987

Pétur Ormslev

Knattspyrna

Fram

1988

Haukur Gunnarsson

Frjálsar íþróttir

ÍFR

1989

Bjarni Friðriksson

Júdó

Ármann

1990

Bjarni Friðriksson

Júdó

Ármann

1991

Valdimar Grímsson

Handknattleikur

Valur

1992

Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Sund

Ösp

1993

Broddi Kristjánsson

Badminton

TBR

1994

Guðmundur Stephensen

Borðtennis

Víkingur

1995

Guðríður Guðjónsdóttir

Handknattleikur

Fram

1996

Jón Kristjánsson

Handknattleikur

Valur

1997

Kristín Rós Hákonardóttir

Sund

ÍFR

1998

Broddi Kristjánsson

Badminton

TBR

1999

Þormóður Egilsson

Knattspyrna

KR

2000

Kristín Rós Hákonardóttir

Sund

ÍFR

2001

Kristín Rós Hákonardóttir

Sund

ÍFR

2002

Ásthildur Helgadóttir

Knattspyrna

KR

2003

Karen Björk Björgvinsdóttir

Dans

ÍR

2004

Kristín Rós Hákonardóttir

Sund

ÍFR/Fjölnir

2005

Ragnhildur Sigurðardóttir

Golf

GR

2006

Jakob Jóhann Sveinsson

Sund

Ægir

2007

Ragna Ingólfsdóttir

Badminton

TBR

2008

Katrín Jónsdóttir

Knattspyrna

Valur

2009

Ásdís Hjálmsdóttir

Frjálsar íþróttir

Ármann

2010

Ásdís Hjálmsdóttir

Frjálsar íþróttir

Ármann

2011

Hrafnhildur Skúladóttir

Handknattleikur

Valur

2012

Jón Margeir Sverrisson

Sund

Fjölnir/Ösp

2013

Aníta Hinriksdóttir

Frjálsar íþróttir

ÍR

Helgi Sveinsson

Frjálsar íþróttir

Ármann

Eygló Ósk Gústafsdóttir

Sund

Ægir

Martin Hermannsson

Körfuknattleikur

KR

Júlían Jóhann Karl Jóhannsson

Kraftlyftingar

Ármann

Eygló Ósk Gústafsdóttir

Sund

Ægir

Júlían Jóhann Karl Jóhannsson

Kraftlyftingar

Ármann

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Golf

GR

Jón Arnór Stefánsson

Körfuknattleikur

KR

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Golf

GR

Júlían Jóhann Karl Jóhannsson

Kraftlyftingar

Ármann

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

Frjálsíþróttir

ÍR

2014 2015 2016 2017 2018

6

Steinunn Sæmundsdóttir

Lyftingar

FÉLAG

1981

Guðmundur Sigurðsson

GREIN

1980

NAFN

ÁR

1979


Íþróttalið Reykjavíkur 2013-2018

2015

KR

GREIN

2014

FÉLAG

ÁR

2013

Valur Ármann

Knattspyrna - karla Handknattleikur - kvenna Fimleikar - kvenna

2016

KR

Körfuknattleikur - karla

2017

Valur

Handknattleikur - karla

2018

Fram

Handknattleikur - kvenna

Alþjóðaleikar ungmenna - International Children’s Games Alþjóðaleikar ungmenna (International Children‘s Games) hafa verið haldnir um víða veröld í rúm 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af Alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. ÍBR hefur með stuðningi frá ÍTR sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001. Hér að neðan má sjá keppandalista Reykjavíkur fyrir árið 2017, þegar mótið fór fram í borginni Kaunas í Litháen. Fararstjóri var Steinn Halldórsson. Ákveðið var að senda ekki lið á leikana í Jerúsasalem 2018 en í janúar 2019 fóru keppendur á vetrarleikana sem haldnir voru í Lake Placid í Bandaríkjunum og fararstjóri var Frímann Ari Ferdinandsson   Kaunas 2017 Alesandra Lis Karen Guðmundsdóttir Hákon Garðasson Kjartan Hreiðarsson

SUND

JÚDÓ

KNATTSPYRNA

Arna Eiríksdóttir Hildur Sigurbergsdóttir Daðey Ásta Hálfdánardóttir Halldóra Sif Einarsdóttir Ída Marín Hermannsdóttir Kristín Erla Ó. Johnson Margrét Edda Lian Bjarnadóttir Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Þjálfari: Gísli Fannar Vilborgarson

Halldór Björn Kristinsson Logi Freyr Arnarson Tómas Magnússon Vikar Máni Þórsson Fanney Lind Jóhannsdóttir Svava Þóra Árnadóttir Þjálfari: Berglind Bárðardóttir

Þjálfari: Bojana Kristín Besic Lake Placid 2019 Eva Rakel Óskarsdóttir Katla Luckas Sigríður Dóra Guðmundsdóttir Þjálfari: Katrín Árnadóttir

LISTSKAUTAR

GÖNGUSKÍÐI

ALPAGREINAR

Guðjón Guðmundsson Pétur Reidar Kolsöe Pétursson Eiður Orri Pálmarsson Aníta Rós Karlsdóttir Elín Elmarsdóttir Van Pelt Auður Krista Harðardóttir

Rebekka Rós Ómarsdóttir Aníta Núr Magnúsdóttir Herdís Heiða Jing Gudjohnsen Þjálfari: Vala Rún Magnúsdóttir

Þjálfari: Elmar Hauksson

7


Grunnskólamót höfuðborga norðurlanda 2017-2018 Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda var haldið í fyrsta skipti árið 1948 í Stokkhólmi. Síðan þá hefur mótið verið haldið ár hvert til skiptis í Kaupmannahöfn, Osló, Helsinki og Stokkhólmi fram til ársins 2011 en þá var það haldið í fyrsta sinn í Reykjavík. Markmið mótsins er að sameina skólaungmenni á Norðurlöndum í gegnum íþróttir og rækta þannig norrænan frændskap. Fyrir utan íþróttakeppnina sjálfa er lögð áhersla á að ungmennin kynnist hvert öðru sem og sögu landsins sem heimsótt er og venjum þess.

yngri: 15 drengir í knattspyrnu, 10 stúlkur í handknattleik, 8 stúlkur í frjálsum íþróttum og 8 drengir í frjálsum íþróttum. Auk þess fylgja keppendum fjórir þjálfara og tveir fararstjórar. Þjálfarar Reykvísku keppendanna eru menntaðir íþróttakennarar og hefjast æfingar nokkrum mánuðum fyrir hvert mót.

Mótið er haldið í síðustu viku í maí ár hvert. Fyrir hverja höfuðborg keppa 41 nemandi, 14 ára og

Undirbúningur allra þjálfara reykvísku liðanna hófst í janúar fyrir mótið í Osló. Mótahaldið gekk vel og

ÍBR sér um undirbúning og þátttöku í samráði við ÍTR, grunnskóla borgarinnar, íþróttafélögin í Reykjavík og sérráðin. OSLÓ 2017

okkar krakkar stóðu sig vel á allan máta. Krakkarnir í frjálsíþróttum deildu fyrsta til öðru sæti í flestum greinum. Strákarnir í knattspyrnu lentu í fyrsta sæti og stúlkurnar í handknattleik hrepptu fjórða sætið. KAUPMANNAHÖFN 2018

Keppendur frá Reykjavík stóðu sig hvarvetna með sóma á meðan mótinu fór fram. Drengirnir okkar í knattspyrnu urðu í þriðja sæti, stúlkurnar okkar í handknattleik hrepptu þriðja sætið og krakkarnir okkar í frjálsum íþróttum lentu í þriðja sæti. Yfir heildina var árangur okkar keppanda mjög góður.

STYRKIR Styrkir vegna æfinga og keppni Aðildarfélög ÍBR eru rúmlega 70 talsins og þjónustar ÍBR þau varðandi ýmis málefni. Eitt stærsta málefnið er æfingatímaúthlutun til íþróttafélaga í íþróttamannvirkjum Reykjavíkurborgar, íþróttasölum skóla og íþróttamannvirkjum félaga. Mannvirkin eru breytileg og spanna íþróttasali, sundlaugar, skautasvell og gervigrasvelli. Heildarúthlutun á styrkjum til æfinga, keppni og reksturs vegna áranna 2017–2018 var 4.478 milljónir króna. Þessi fjárhæð skiptist þannig (milljónum króna):

2017

2018

Mannvirki félaga

752,0

787,0

Mannvirki borgarinnar

524,0

640,0

Egilshöll

640,0

651,0

Laugardalshöll

245,0

239,0


Ólympíustyrkir 2018 Eftirtalið íþróttafólk var styrkt vegna þátttöku þeirra á Ólympíuleikum í Suður Kóreu 2018, um 500.000 kr. hvert:

Freydís Halla Einarsdóttir, Glímufélaginu Ármanni, alpagreinar kvenna. Sturla Snær Snorrason, Glímufélaginu Ármanni, alpagreinar karla. Snorri Einarsson, Skíðagöngufélaginu Ulli, skíðaganga karla. Hilmar Snær Örvarsson, Knattspyrnufélaginu Víkingi, alpagreinar karla.

Ferðastyrkir og styrkir til sérráða Styrkir ÍBR vegna erlendra keppnisferða á árunum 2017 og 2018 námu 26,6 milj. Styrkir til reksturs sérráða námu 9,9 milj. á sama tímabili. Ferðasjóður íþróttafélaga sem ÍSÍ sér um úthlutun úr, gaf Reykjavíkurfélögunum 29,4 milj.á þessum tveimur árum.

2017 FÉLAG

Íþróttafélag kvenna Knattspyrnufélagið Afríkuliðið Keilufélag Reykjavíkur Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík Íþróttafélagið Ösp Knattspyrnufélagið Breiðholt Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Knattspyrnufélagið Hlíðarendi Golfklúbbur Reykjavíkur Vængir Júpiters Glímufélagið Ármann Ungmennafélag Kjalnesinga Íþróttafélagið Leiknir Knattspyrnufélag Vesturbæjar Skautafélag Reykjavíkur Skautafélagið Björninn Knattspyrnufélagið Víkingur Knattspyrnufélagið Fram Knattspyrnufélag Reykjavíkur Íþróttafélagið Fylkir Knattspyrnufélagið Þróttur Íþróttafélag Reykjavíkur Knattspyrnufélagið Valur Ungmennafélagið Fjölnir SAMTALS

2018 UPPHÆÐ

16.681 18.435 20.424 30.167 37.709 55.148 59.234 81.073 88.772 149.264 200.378 228.765 364.707 456.435 495.422 525.449 784.049 792.975 1.091.040 1.219.774 1.431.982 1.843.590 1.961.891 2.481.541

FÉLAG

Íþróttafélagið Ösp Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík Skotfélag Reykjavíkur Íþróttafélag kvenna Hjólreiðafélagið Tindur Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Golfklúbbur Reykjavíkur Hjólreiðafélag Reykjavíkur Knattspyrnufélagið Hlíðarendi Knattspyrnufélag Vesturbæjar Glímufélagið Ármann Íþróttafélagið Leiknir Skautafélag Reykjavíkur Knattspyrnufélagið Víkingur Knattspyrnufélag Reykjavíkur Skautafélagið Björninn Íþróttafélagið Fylkir Knattspyrnufélagið Fram Knattspyrnufélagið Þróttur Knattspyrnufélagið Valur Ungmennafélagið Fjölnir Íþróttafélag Reykjavíkur SAMTALS

UPPHÆÐ

12.617 19.499 24.240 45.071 55.420 58.967 73.408 118.401 179.169 200.728 232.190 547.467 677.711 855.742 884.969 961.064 1.113.769 1.325.032 1.408.906 2.024.827 2.032.991 2.120.446 14.972.634 kr.

14.434.905 kr.

9


SJÓÐIR Framkvæmdasjóður ÍBR Framkvæmdasjóður ÍBR stendur vel. Inn í hann hefur runnið hagnaður af viðburðum ÍBR, hagnaður af rekstri húss ÍBR auk vaxtatekna. Sjóðurinn veitir fé til Verkefnasjóðs og Afrekssjóðs ÍBR.

Afrekssjóður ÍBR

Verkefnasjóður ÍBR er sjóður til styrktar útbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík. Úthlutun skal sérstaklega taka mið af stefnu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga, stefnu ÍBR og ÍTR og jöfnum möguleika allra til íþróttaiðkunar. Umsóknir skulu berast stjórn sjóðsins á þar til gerðum eyðublöðum. Alla jafna er úthlutað úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári og er skilafrestur umsókna 15.mars og 15.september.

Afrekssjóður ÍBR er sjóður til styrktar afreksíþróttastarfi í Reykjavík.  Umsóknir skulu berast stjórn sjóðsins á þar til gerðum eyðublöðum. Alla jafna er úthlutað úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári og er skilafrestur umsókna 15. mars og 15. september. Úthlutanir á árinu 2017 námu 2.500.000 kr. og kr.- 3.950.000 á árinu 2018. Styrkhæf félög og íþróttafólk eru listuð hér að neðan.

Fjórum sinnum var úthlutað úr sjóðnum árin 2017-2018 og voru styrkupphæðir á bilinu 20 til 200 þúsund krónur. Skila þarf stuttri skýrslu og kvittunum fyrir að lágmarki styrk

YFIRLIT YFIR ÚTHLUTUN 2017-2018

Vor 2017 Haust 2017 Vor 2018 Haust 2018

22 styrkir 23 styrkir 16 styrkir 23 styrkir

2.300.000 kr. 1.770.000 kr. 2.200.000 kr. 2.000.000 kr.

Samtals 2017-2018: 8.370.000 kr.

10

SEPTEMBER 2017

Á meðal verkefna sem fengu stuðning voru þjálfaranámskeið og kynningar og átaksverkefni félaga og sérráða.

APRÍL 2017

Verkefnasjóður ÍBR

Andri Nikolaysson Mateev, Skylmingafélagi Reykjavíkur Afrekshópur, frjálsíþróttir Ármann Afrekshópur, aðalstjórn Fylkis Afrekshópur, Hjólreiðafélag Reykjavíkur Afrekshópur, frjálsíþróttir ÍR

Afrekshópur, Allar deildir Fylkir Akademía, Körfubolti Fjölnir Arnar Pétursson, Frjálsar ÍR Dominiqua Alme Belanyi, Fimleikar Ármann Eva Dögg Sæmundsdóttir, Listskautar Björninn Gísli Fannar Vilborgarson, Judo ÍR Harpa María Friðgeirsdóttir, Alpagreinar Ármann Irina Sazonova, Fimleikar Ármann Jón Sigurður Gunnarsson, Fimleikar Ármann Júlían Jóhannsson, KraftlyftingarÁrmann Kristrún Guðnadóttir, Skíðaganga Skíðagöngufélagið Ullur Meisam Rafiei, Taekwóndó Ármann ÓL og EM hópur, Frjálsíþróttir ÍR Snorri Einarsson, Skíðagöngufélagið Ullur Sturla Snær Snorrason, Alpagreinar Ármann Arnar Pétursson, Langhlaup ÍR


SEPTEMBER 2018

APRÍL 2018

Dagbjartur Daði Jónsson, Spjótkast ÍR Dominiqua Alme Belanyi, Fimleikar Ármann Erna Sóley Gunnarsdóttir, Kúlvarp ÍR Freydís Halla Einarsdóttir, Alpagreinar Ármann Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Spretthlaup ÍR Guðni Valur Guðnason, Kringlukast ÍR Harpa María Friðgeirsdóttir, Alpagreinar Ármann Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Alpagreinar Ármann Hulda Lilja Hannesdóttir, Siglingar Brokey Hulda Þorsteinsdóttir, Stangarstökk ÍR Irina Sazonova, Fimleikar Ármann Júlían Jóhannsson, Kraftlyftingar Ármann Kári Gunnarsson, Badminton TBR Kristrún Guðnadóttir, Skíðagöngufélagið Ullur Meisam Rafiei, Taekwondó Ármann Snorri Einarsson Skíðagöngufélagið Ullur Sveinbjörn  Iura Judo Ármann Thelma Lind kristjánsdóttir Kringlukast ÍR Tíana Ósk Whitworth Spretthlaup ÍR Valsleiðin Aðalstjórn Valur

Andrea Kolbeinsdóttir Langhlaup ÍR Arnar Pétursson Langhlaup ÍR Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Kumite Fylkir Dagbjartur Daði Jónsson Spjótkast ÍR Freydís Halla Einarsdóttir Alpagreinar Ármann Guðni Valur Guðnason Kringlukast ÍR Harpa María Friðgeirsdóttir Alpagreinar Ármann Hlynur Andrésson Langhlaup ÍR Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Alpagreinar Ármann Iveta Ivanova Kumite Fylkir Íþróttaakademía Aðalstjórn Fjölnir Kristrún Guðnadóttir SkíðagangaUllur Máni Karl Guðmundsson Kumite Fylkir Ólafur Engilbert Árnason KumiteFylkir Snorri Einarsson Skíðaganga Ullur Sturla Snær Snorrason Alpagreinar Ármann Thelma Lind kristjánsdóttir Kringlukast ÍR Viktoría Lind Björnsdóttir Listskautar SR Þjálfaranámskeið Listskautar SR

11


AÐILDARFÉLÖG Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg Samstarfssamningur ÍBR og félaganna við Reykjavíkurborg rennur út í lok þessa árs og fer því von bráðar í hönd undirbúningur við gerð nýs samnings. Í núverandi samningi eru ákvæði um vinnuhópa sem koma eiga með hugmyndir varðandi atriði sem voru til umræðu við gerð samningsins en náðu ekki inn. Þetta eru atriði eins og launakostnaður vegna mannvirkja, rekstrarfyrirkomulag íþróttahúsa skóla, þjálfarakostnaður í barna- og unglingastarfi, styrktur vikufjöldi í mannvirkjum og hreyfing eldri borgara. MÓTUN ÍÞRÓTTASTEFNU REYKJAVÍKUR TIL ÁRSINS 2030

Nýlega samþykkti borgarráð að setja af stað vinnu í samvinnu ÍTR og ÍBR varðandi framtíðarstefnumótun í íþróttamálum í Reykjavík til 2030. Vinnu skal lokið fyrir 1. febrúar 2020. Skila á áfangaskýrslu varðandi hverfaskiptingu, mannvirkjamál og rekstrarmál fyrir 1. maí 2019. Í greinargerð segir að leggja skuli mat á rekstrarumhverfi og rekstur íþróttahreyfingarinnar, aðstöðumál og sett fram stefna og framtíðarsýn hvað þessa þætti varðar. Þá verði unnar tillögur að framtíðarsýn og aðgerðaátlun um að jafna aðstöðu til þátttöku, mikilvægi hreyfingar fyrir alla aldurshópa og um öflugt íþróttastarf um alla borg.

Rekstur íþróttafélaga Í apríl 2018 stóð Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir morgunverðarfundi um rekstur íþróttafélaga í Laugardalshöll. Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, og Lúðvík Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Fram, voru með framsöguerindi og leituðust við að svara eftirfarandi spurningum:  Er hægt að reka boltadeild og skila hagnaði?  Hver ber ábyrgð á rekstri boltadeildar?  Hvaðan koma tekjurnar? Hvernig gengur að ná í samstarfsaðila?  Eru laun íþróttafólks of há?  Búa félögin við jafnar aðstæður? Að loknum erindum voru líflegar umræður sem vöktu marga til umhugsunar um rekstur meistaraflokka boltadeilda.

12

Tímaúthlutun til aðildarfélaga ÍBR og sérsambanda ÍBR úthlutar æfingatímum í 18 skólasali til íþróttafélaga í Reykjavík. Auk skólasala fer fram úthlutun æfinga- og keppnistíma til einstakra félaga í önnur stærri mannvirki eins og Laugardalshöllina, Egilshöllina, Skautahöllina, íþróttahúsið við Háteigsveg, Laugardalsvöll, Laugardalslaug auk annarra sundlauga borgarinnar. Heildarúthlutun tekur einnig mið af notkun félaga í eigin mannvirkjum. Nokkur sérráð koma að niðurröðun tíma í viðkomandi greinum s.s. í knattspyrnu, sundi og frjálsíþróttum. Að beiðni ÍBR sækja félögin um æfingaaðstöðu annars vegar fyrir vetrartímabilið og hins vegar fyrir sumartímabilið. ÍBR aðstoðar félögin við að leysa óskir þeirra um auka æfingatíma, sérstaklega yfir vetrartímann þegar mikil starfsemi er í mannvirkjum félaganna og þau ná ekki að anna æfingum t.d. vegna mótahalds á sínum vegum. Einnig þarf að aðstoða félögin við að útvega aðra æfingatíma þegar lokað er í Laugardalshöll vegna viðburðahalds. Á vorin tekur við


tímabil úthlutunar fyrir sumaræfingar nokkurra félaga í Laugardalshöllina, íþróttahúsið við Háteigsveg og á Laugardalsvöllinn. Sérsamböndin óska einnig eftir æfingatímum til ÍBR fyrir sín landslið í ýmsum íþróttamannvirkjum í Reykjavík. Í þeim tilvikum leitar ÍBR oft til sinna aðildarfélaga sem hafa brugðist jákvætt við og gefið eftir sína æfingatíma fyrir landsliðsæfingar. Á vegum sérsambandanna fara fram heimaleikir landsliða og mótahald, á það sérstaklega við um Laugardalshöllina, Skautahöllina og skautasvellið í Egilshöll. ÍBR hefur milligöngu um bókanir í þau mannvirki og oft á tíðum fáein ár fram í tímann. Bókunarkerfið FRI4 er notað fyrir bókanir í mannvirki í Reykjavík. Prufinnleiðing hófst hjá nokkrum félögum 2015 en frekari innleiðing stóð yfir tímabilið 2017-2018. Kerfið þjónar einnig hópum sem vilja leigja íþróttasali til lengri eða skemmri tíma. Hingað til hefur hvergi verið hægt á einum stað að nálgast gögn sem tengjast íþróttaiðkun og mannvirkjum í Reykjavík. Bókunarkerfið stuðlar að einsleitari framsetningu gagna og samræmdu vinnulagi allra sem

koma að bókun tíma í íþróttamannvirki í Reykjavík. Við úrvinnslu gagna er mögulegt að vinna með raungögn og niðurstöður eru í rauntíma. Að auki er mögulegt að fá yfirlit yfir skipulag starfsemi fram í tímann, taka út skýrslu ásamt fleiri gagnlegum aðgerðum. Markmiðið var að aðildarfélög ÍBR væru komin með mannvirkjakerfið í notkun haustið 2017, gekk þó ekki alveg eftir og hefur starfsmaður ÍBR séð um innskráningu fyrir íþróttafélög. Stendur þó enn til að starfsmenn ÍBR heimsækji félögin og aðstoða þau við að skrá inn grunnupplýsingar. Allar grunnupplýsingar s.s. skipulag rýma og opnunartíma rýma liggur fyrir er og ætti félögin að vera sjálfbær að skrá inn æfingar og aðra viðburði í rými sem þau nota. ÍBR úthlutar félögunum vefaðgang á heimasíðuna ibr.is eða fristund.is þar sem þau geta framkvæmt sínar aðgerðir. Mannvirkjakerfið er aðildarfélögum ÍBR að kostnaðarlausu. Með tilkomu kerfisins fær forsvarsfólk íþróttastarfseminnar í borginni fá í hendur afar öflugt tæki.

Heilsuefling aldraðra Í skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra frá 2015, er lögð fram tillaga um aukið samstarf ÍTR, ÍBR og íþróttafélagana í borginni. Starfshópur var skipaður árið 2017 til að kanna með hvaða hætti íþróttafélögin í Reykjavík geta þjónustað þennan hóp meira. Starfshópinn skipa: Hörður Guðjónsson, Fylki, Jóna Hildur Bjarnadóttir, ÍBR, Málfríður Sigurhansdóttir, Fjölni, Ómar Einarsson, ÍTR og Þór Björnsson, Fram og er starfstímabil 2017 – 2019. Öll íþróttafélögin eru með tilboð fyrir eldri aldurshópa, þar sem ýmist aðalstjórn eða deildir félagana bjóða upp á ýmiskonar hreyfingu. Sum félögin eru í góðu samstarfi við aðila í nærumhverfi sínu. Fjölnir er í góðu samstarfi við Korpuúlfa, sem er félag aldraðra í Grafarholti. Boðið er upp á t.d. göngu í Egilshöll og fimleika. Víkingur er í samstarfi við ÍTR þar sem boðið er upp á leikfimi í Víkingsheimilinu. ÍR er með leikfimishóp, Fylkir er með fimleikahóp og söguhóp. Þróttur er með göngu-fótbolta, Ármann er með fimleikahóp og Fram er með leikfimi. KR og Valur eru í samstarfi við þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnin heita Kraftur í KR og Vítamín í Val. Tillögur hópsins voru meðal annars að sækja um í Lýðheilsusjóð til að fjölga tilboðum um hreyfingu fyrir aldraða hjá íþróttafélögum borgarinnar. ÍBR fékk kr. 500.000 styrk úr Lýðheilsusjóði. Íþróttafélög geta sótt um í verkefnasjóð ÍBR árið 2019 fyrir verkefni sem sérstaklega eru ætluð fyrir aldraðra. Hópurinn leggur til að Reykjavíkurborg ráði starfsmann sem heldur utan um sambærilegt verkefni og Vítamín í Val og Kraftur í KR í öðrum þjónustumiðstöðvum í borginni. Hópurinn hvetur einnig íþróttafélög til að óska eftir göngu- og hlaupakortum hjá Reykjavíkurborg og setja þau upp við íþróttahúsin sín.

13


Fjöldi og aldursskipting iðkenda innan hvers félags FÉLAG

Aikikai Reykjavík Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur Borðtennisklúbburinn Örninn Dansfélag Reykjavíkur Dansfélagið Bíldshöfði Fimman hjólafélag Fisfélag Reykjavíkur Frisbígolffélag Reykjavíkur Glímufélagið Ármann Golfklúbbur Brautarholts Golfklúbbur Reykjavíkur Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur Háskóladansinn Hestamannafélagið Fákur Hjólreiðafélag Reykjavíkur Hjólreiðafélagið Tindur Hnefaleikafélag Reykjavíkur Hnefaleikafélagið Æsir Íþróttafélag Breiðholts Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík Íþróttafélag kvenna Íþróttafélag Reykjavíkur Íþróttafélag stúdenta Íþróttafélagið Carl Íþróttafélagið Drekinn Íþróttafélagið Freyja Íþróttafélagið Fylkir Íþróttafélagið Leiknir Íþróttafélagið Léttir Íþróttafélagið Styrmir Íþróttafélagið Ösp Jaðar Íþróttafélag Ju Jitsufélag Reykjavíkur Júdófélag Reykjavíkur Karatefélag Reykjavíkur Karatefélagið Þórshamar Kayakklúbburinn Keilufélag Reykjavíkur Kf. Breiðholt Klifurfélag Reykjavíkur Knattspyrnufélag Reykjavíkur Knattspyrnufélag Vesturbæjar Knattspyrnufélagið Afríkuliðið Knattspyrnufélagið Berserkir Knattspyrnufélagið Elliði Knattspyrnufélagið Fram Knattspyrnufélagið Hlíðarendi Knattspyrnufélagið Kóngarnir Knattspyrnufélagið Mídas Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnufélagið Víkingur Knattspyrnufélagið Þróttur Kraftlyftingafélag Reykjavíkur Lyftingafélag Reykjavíkur Rathlaupafélagið Hekla Rugbyfélag Reykjavíkur Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey Skautafélag Reykjavíkur Skautafélagið Björninn Skíðagöngufélagið Ullur

14

17 ÁRA OG YNGRI

18 ÁRA OG ELDRI

52 0 0 120 0 0 1 0 1979 5 0 129 0 362 32 1 229 143 0 46 0 1970 0 0 74 40 1356 213 0 0 57 1 55 122 102 167 1 24 4 164 2297 0 0 0 0 1755 1 0 0 1026 1135 1077 4 40 54 0 21 360 235 3

164 85 13 206 0 15 331 0 375 45 3052 106 98 962 174 169 194 223 15 184 55 545 17 18 279 81 226 50 46 18 154 47 121 305 69 62 491 107 50 464 389 80 60 37 72 819 60 117 37 101 34 493 129 255 60 50 147 43 86 15

KARLAR

151 75 13 117 0 11 297 0 1098 38 2067 174 37 600 143 127 318 255 15 146 0 1446 17 18 191 79 844 211 46 12 139 45 105 360 126 157 390 86 54 381 1774 80 60 37 72 1688 61 117 37 727 795 1056 60 186 63 42 135 88 106 12

KONUR

65 10 0 209 0 4 35 0 1256 12 985 61 61 724 63 43 105 111 0 84 55 1069 0 0 162 42 738 52 0 6 72 3 71 67 45 72 102 45 0 247 912 0 0 0 0 886 0 0 0 400 374 514 73 109 51 8 33 315 215 6

SAMTALS

216 85 13 326 0 15 332 0 2354 50 3052 235 98 1324 206 170 423 366 15 230 55 2515 17 18 353 121 1582 263 46 18 211 48 176 427 171 229 492 131 54 628 2686 80 60 37 72 2574 61 117 37 1127 1169 1570 133 295 114 50 168 403 321 18


FÉLAG

Skotfélag Reykjavíkur Skvassfélag Reykjavíkur Skylmingafélag Reykjavíkur Sundfélagið Ægir Sundknattleiksfélag Reykjavíkur Tennis og badmintonfélag Reykjavíkur Ungmennafélag Kjalnesinga Ungmennafélagið Fjölnir Ungtemplarafélagið Hrönn Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vængir Júpiters SAMTALS

KONUR

17 ÁRA OG YNGRI

18 ÁRA OG ELDRI

2 1 208 79 0 1545 82 2592 0 25 0

1454 818 976 310 17 1733 21 410 16 1187 54

1336 673 830 204 17 2018 77 1560 13 1096 54

120 146 354 185 0 1260 26 1442 3 116 0

19.991

19.696

25.463

14.224

KARLAR

SAMTALS

1456 819 1184 389 17 3278 103 3002 16 1212 54 39.687

Fundir með hverfafélögum Samkvæmt samstarfssamningi við Reykjavíkurborg skulu þróttafélögin, fyrir 1. október ár hvert, leggja fram áætlun fyrir ÍTR og ÍBR um íþróttastarf og áherslur á næstkomandi ári, einnig skal fylgja aðgerðaráætlun með jafnréttisstefnu Í áætluninni skulu koma fram markmið um starfsemina ásamt leiðum að þeim og helstu áherslur á samningstímabilinu. Einnig skal gerð grein fyrir hvernig árangur verði metinn. Samvinna skal vera á milli íþróttafélaga, ÍBR og ÍTR um gerð slíkrar áætlunar. ÍTR og ÍBR taka síðan á fundi með félögunum afstöðu til markmiða, mælikvarða og forgangsröðunar verkefna sem koma fram í tillögum íþróttafélaganna. Í starfsáætlunum eru tilgreind helstu verkefni félagsins:

1. 2. 3. 4.

Kynningarstarf. Skráningar iðkenda. Aðferðir við innheimtu. Frístundaakstur.

5. 6. 7. 8.

Leiðir til að lágmarka brottfall. Menntun þjálfara. Fjölbreytt þjálfun sbr. íþróttaskóli, fjölgreinaæfingar eða annað. Samstarf innan hverfis.

ÍBR á til afrit af áætlunum og skýrslum félaganna frá árinu 2007. Fjórir formlegir fundir hafa farið fram á tímabilinu þar sem íþróttafulltrúar og framkvæmdastjórar hverfafélaganna hafa mætt. DAGSKRÁ ÞANN 15. DESEMBER 2017

• Frístundaakstur • Skýrslu,- og áætlanaskil • • •

félaganna sbr þjónustusamningar Ungmennaráð ÍBR Íþróttir aldraðra Mannréttindamál

DAGSKRÁ ÞANN 22. JÚNÍ 2018

Lög um persónuvernd Siðamál Tímaúthlutun Mannréttindi og kynjajafnrétti Heilsuefling aldraðra Samstarf innan hverfa Frístundaakstur DAGSKRÁ ÞANN 12. DESEMBER 2018

Getraunir - Pétur Hrafn Sigurðsson frá Getspá/Getraunum Jafnréttismál (jafnréttisnefnd, jafnréttisstefna og aðgerðaráætlun). Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, formaður jafnréttisnefndar og

knattspyrnudeildar Fylkis Unglingaráð - hvernig á að fá fólk til starfa og halda í orkuna. Guðmundur H. Hermannsson, formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar Fram, kynnti starf ráðsins. Fyrirmyndarfélag: félögin eru hvött til að skoða þennan möguleika. Fjölnir: Viðhorfskönnun, Málfríður Sigurhansdóttir, íþróttastjóri, kynnti niðurstöður fyrstu viðhörfskönnunnar Fjölnis. Víkingur: Endurskoðun á stefnum (ferlið). Fannar Helgi Rúnarsson, íþróttastjóri. Ármann: Rafíþróttir (esports). Góð umræða var um þetta mál og ný stofnað rafíþróttasamband. Þróttur: Kvennaknattspyrna. Þórir Hákonarson, íþróttastjóri, fór yfir aðgerðir sem knattspyrnudeild

félagsins fór í til að auka þátttöku. ÍR: TUFF. Hrafnhild Herðmóðsdóttir, íþróttastjóri, kynnti árangur verkefnisins. Fundarmenn ræddu almennt um fylgd og gæslu í frístundavögnum. Ársreikningar. Áhersla lögð á að félögin birti ársreikninga sína og þeir séu aðgengilegir á veraldarvefnum. Persónuvernd. Nýjar upplýsingar eru væntanlegar. Starfsmenn í viðburði á vegum ÍBR. ÍBR óskar eftir hópum til að vinna við viðburði bandalagsins. Íþróttir eldri borgara – Verkefnasjóður. Ráðstefna um íþróttir og ofbeldi Á þessum fundi kynntu félögin áhugaverð verkefni sem þau hafa verið að vinna að. sem heppnaðist mjög vel.

15


Frístundaakstur hverfafélaganna Í lok árs 2008 skoruðu íþróttafulltrúar hverfafélaganna á borgaryfirvöld að styrkja félögin vegna s.k. frístundaaksturs. Aksturinn er hugsaður til þess að færa æfingar yngstu iðkenda fyrr á daginn og jafna hlut iðkenda gagnvart aðgengi að íþróttamannvirkjum borgarinnar auk þess sem að mannvirkin nýtast mun betur. Það liggur fyrir að stór hluti barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi og frístundaaksturinn er mjög góð leið til að einfalda heildarskipulag hvers dags hjá fjölskyldum í borginni. Minni umferð einkabíla og aukin viðvera í vinnu hlýtur að vera jákvætt fyrir samfélagið. Kostnaður við að halda þessum akstri úti er talsverður og hefur reynst félögunum þungur. Styrkur borgarinnar til þessa verkefnis hefur verið 20 milljónir króna frá árinu 2017. Að undanförnu hefur barátta ÍBR gagnvart akstrinum snúist um tryggja það að félögin geti ráðið til sín starfsfólk til að hafa eftirlit með börnunum í vögnunum. Í flestum tilfellum eru börnin ein í vögnunum en það getur boðið upp á ýmsa óæskilega hegðun.

Getraunir - Getspá Tekjur frá Íslenskum getraunum og Getspá, fyrirtækjum íþróttahreyfingarinnar, eru mikilvægur þáttur í tekjuöflun íþróttafélaganna. Samkvæmt reglum Getrauna bera þeir mest úr býtum sem selja mest þ.e. þeir fiska sem róa. Samkvæmt lögum um Getraunir skal skipta milli héraðssambanda út svokölluðum 3% potti miðað við sölu aðildarfélaga þeirra. ÍBR fékk samkvæmt þessari reglu 19,2 millj. kr fyrir árin 2017 og 2018. Hlutdeild ÍBR í rekjuafgangi af íslenkri getspá sem úthlutað var til félaganna 2017 og 2018 var 180,3 millj.kr. sjá nánar í meðfylgjandi töflu. Áheit og sölulaun söluhæstu Reykjavíkurfélaganna í Íslenskum getraunum voru:

2017

2018

7.061 2.524 1.885 1.074 844 988 324 663 686

7.172 1.999 2.000 1.523 861 679 1.060 698 576

FÉLAG Íþróttafélag fatlaðra Íþróttafélagið Ögri Knattspyrnufélagið Víkingur Knattspyrnufélagið Fram Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnufélagið Reykjavíkur Fjölnir Íþróttafélag Reykjavíkur Íþróttafélagið Fylkir

SAMTALS: 14.233 4.523 3.885 2.597 1.705 1.667 1.384 1.361 1.262

Samræmd framsetning ársreikninga

Ný aðildarfélög

Á þing ÍBR árið 2015 var samþykkt að félög skildu skila ársreikningi með ákveðnum samræmdum hætti. Unnið var að því að útbúa þessa framsetningu með fulltrúum Deloitte. Nú þegar eru allmörg félög farin að senda okkur ársreikningana í þessu samræmda útliti.

Kraftlyftingafélag Reykjavíkur, Kórdrengir, Frisbígolffélag Reykjavíkur, Hjólaskautafélagið, Knattspyrnufélagið Miðbær og Fenrir fengu aðild að ÍBR á starfstímabilinu.

16


Yfirlit yfir skiptingu Lottótekna í þúsundum króna talið:

FÉLAG Aikikai Reykjavík Glímufélagið Ármann Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur Skautafélagið Björninn Siglingarfélag Reykjavíkur - Brokey Dansfélag Reykjavíkur Drekinn-Wushu Hestamannafélagið Fákur Ungmennafélagið Fjölnir Knattspyrnufélagið Fram Íþróttafélagið Fylkir Golfklúbbur Reykjavíkur Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur Hjólreiðafélag Reykjavíkur Hnefaleikafélag Reykjavíkur Hnefaleikafélagið Æsir Íþróttafélag Reykjavíkur Íþróttafélag fatlaðra Íþróttafélagið Ösp Ju Jitsufélag Reykjavíkur Júdófélag Reykjavíkur Kajakklúbburinn Karatefélag Reykjavíkur Keilufélag Reykjavíkur Ungmennafélag Kjalnesinga Klifurfélag Reykjavíkur Knattspyrnufélag Reykjavíkur Íþróttafélagið Leiknir Skautafélag Reykjavíkur Skíðagöngufélagið Ullur Skotfélag Reykjavíkur Skvassfélag Reykjavíkur Skylmingafélag Reykjavíkur Sundfélagið Ægir Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Knattspyrnufélagið Valur Vélhjólaíþróttaklúbburinn Knattspyrnufélagið Víkingur Karatefélagið Þórshamar Íþróttafélagið Þróttur

2017

2018

307 10.364 290 2.171 294 597 348 776 11.164 7.569 9.632 1.018 560 294 485 0 10.284 2.556 2.556 341 397

358 11.959 300 884 320 601 387 729 11.839 7.299 9.985 666 678 322 526 481 10.093 2.647 2.647 358 428 300 425 311 397 549 9.971 866 1.249 300 300 300 604 1.108 2.275 6.997 321 7.135 627 6.103

420 298 849 431 9.674 912 1.950 263 290 0 659 855 2.399 6.602 328 6.925 664 5.343

SAMTALS: 666 22.323 590 3.055 614 1.198 421 1.505 23.003 14.868 19.617 1.684 1.238 616 1.011 481 20.377 5.203 5.203 699 825 300 845 609 1.145 980 19.645 1.778 3.199 563 590 300 1.263 1.963 4.674 13.603 649 14.060 1.291 11.446

Fyrirmyndarfélög Frá árinu 2004 hafa íþróttafélög og deildir í Reykjavík fengið gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Fjórum árum eftir að viðurkenning fæst þarf að endurnýja umsóknina og uppfæra handbók félagsins, annars fellur hún úr gildi. Nú í byrjun árs 2019 geta eftirfarandi deildir kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ: KR – allar deildir Ármann – allar deildir Ægir Hnefaleikafélag RVK

Fjölnir – handbolti Fjölnir – karate Fjölnir – sund

17


STJÓRNUN OG REKSTUR Formannafundur Formannafundur var haldinn 14. maí 2018. Ársreikningur 2017 var kynntur. Fjallað var um umsókn íþróttabandalaga í UMFÍ, um íþróttir og kynferðislegt ofbeldi og um þjóðarleikvanga. Þá var greint frá könnun til framboða fyrir borgarstjórnarkosningar þar sem þeim gafst færi á að svara nokkrum spurningum varðandi íþróttir í borginni og kynna þar með afstöðu sína.

Sérráð - sérgreinanefndir Áfram var unnið með samþykkt þings ÍBR 2013 um úttekt á starfi sérráða. Lögum ÍBR hefur nú verið breytt þannig að kröfur til sérráð eru ekki eins strangar og þær áður voru. Unnið var að gerð samþykkta sem ný ráð geta notað og þau sem fyrir eru geta lagað sig að. Grunnur hins nýja ramma fyrir ráðin er eftirfarandi:

• Sérráðin hafi ekki sjálfstæðan fjárhag heldur séu undir fjárhagslegri stjórn ÍBR. • Tenging sérráða við félög/deildir sé virk. • ÍBR veiti ráðunum meiri aðstoð varðandi skipulag og framkvæmd verkefna þeirra. Nú liggur fyrir að fara þarf í vinnu með ráðunum þar sem nýtt skipulag og eftir atvikum ný vinnubrögð eru innleidd. Einnig eru nokkrar greinar enn með nefndir sem þarf að breyta í ráð til að uppfylla formsatriði gagnvart lögum ÍBR. Sérgreinanefndir/sérráð innan ÍBR eru: ÓVIRK

VIRK

Badmintonráð Reykjavíkur Fimleikaráð Reykjavíkur Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur Keilunefnd ÍBR Knattspyrnuráð Reykjavíkur Körfuknattleiksráð Reykjavíkur Skíðaráð Reykjavíkur Sundráð Reykjavíkur Tennisnefnd ÍBR

Borðtennisnefnd ÍBR Glímuráð Reykjavíkur Júdóráð Reykjavíkur Karatenefnd ÍBR Handknattleiksráð Reykjavíkur

en ÍBR og HSÍ halda úti mótum í samstarfi við félögin

en ÍBR og KKÍ halda úti mótum í samstarfi við félögin

Körfuknattleiksráð Reykjavíkur

Fulltrúar ÍBR í stjórnum, ráðum og nefndum REKSTRARNEFND SKAUTAHALLARINNAR

VALLARSTJÓRN LAUGARDALSVALLAR

STJÓRN ÍSLENSKRA GETRAUNA

ÁHEYRNARFULLTRÚI Í MENNINGAR-, ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐI REYKJAVÍKUR

FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ

18

Ingvar Sverrisson Lilja Sigurðardóttir Ingvar Sverrisson Lilja Sigurðardóttir Örn Andrésson til vara Ingvar Sverrisson Frímann Ari Ferdinandsson til vara Örn Andrésson Lilja Sigurðardóttir


Úthlutun heiðursviðurkenninga ÍBR Sumarið 1954 var Halldór Pétursson listteiknari fenginn til að gera tillögur að merki fyrir ÍBR af tilefni 10 ára afmælis bandalagsins þann 31. ágúst. Jafnframt var merkið útfært sem heiðursmerki, gullstjarna ÍBR, er ákveðið var að taka upp heiðranir fyrir störf að íþróttamálum í Reykjavík. Stjarnan er fest í borða með íslenska í íslensku fánalitunum. Hún er gerð úr silfri en á henni miðri er mynd Ingólfs Arnarsonar úr gulli. Gullmerki ÍBR, sem er barmnæla, var úthlutað í fyrsta skipti á 45 ára afmæli ÍBR hinn 31. ágúst 1989. Gullstjörnu ÍBR má sæma þann, sem unnið hefur um langt árabil að stjórnar- eða skipulagsmálum reykvískra íþróttasamtaka í heild eða einstakra íþróttafélaga innan bandalagsins, af einstökum dugnaði og kostgæfni. Heiðurskjal skal fylgja viðurkenningunni og jafnframt gullmerki, hafi viðkomandi ekki hlotið það áður. Gullmerki ÍBR má veita þeim, sem innt af hendi hafa langvarandi og mikil störf í þágu reykvískra samtaka eða íþróttafélaga innan ÍBR. Einnig reykvískum íþróttamönnum, sem vinna mikil afrek í alþjóðlegum íþróttamótum. Hér að neðan má sjá hverjir hlutu viðurkenningu á árunum 2017-2018, engar gullstjörnur voru veittar á tímabilinu. Tæmandi lista yfir þá aðila sem hlotið hafa gullstjörnu og gullmerki ÍBR er að finna á ibr.is

GULLMERKI ÍBR 2017

Úlfar Steindórsson, Þórdís Gísladóttir, Guðmundur Harðarson, Björn Gíslason, Svava Oddný Ásgeirsdóttir, Hilmar Björnsson, Guðmundur Kr Gíslason 2018

Birgir Gunnlaugsson, Málfríður Sigurhansdóttir, Jón Karl Ólafsson, Björn Einarsson, Guðmundur Pétursson, Þór Björnsson

Sigurgeir Guðmannsson

Persónuverndarstefna ÍBR Ný persónuverndarlöggjöf tók gildi á Íslandi 15. júlí 2018. Með tilkomu hennar eru lagðar nýjar skyldur og kröfur á félagasamtök og fyrirtæki og er íþróttahreyfingin ekki þar undanskilin. Gerð er krafa um að öll sérsambönd, íþróttahéruð og aðildarfélög haldi skrá (vinnsluskrá) um alla vinnslu persónuupplýsinga innan viðkomandi einingar og einnig þarf að vinna áhættumat og úrbótaáætlun, ef nauðsyn er talin. Gerð er krafa um að allir ábyrgðaraðilar setji sér gilda Persónuverndarstefnu eða fræðslu til einstaklinga með öðru móti, sem unnið er eftir.

ÍSÍ, í samstarfi við Advania Advice, vann að gerð vinnsluskráa fyrir vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga hjá ÍSÍ og gerð úrbótaáætlunar, ásamt því að útbúa Persónuverndarstefnu ÍSÍ. Þessa vinnu geta íþróttahéröð og félög nýtt sér til að uppfylla sínar skildur. ÍBR hvetur íþróttafélögin til að nýta sér gögnin sem ÍSÍ hefur útbúið til að koma þessum málum í réttan farveg hjá sér. Á haustmánuðum var unnið að gerð vinnsluskrá og persónuverndarstefnu fyrir ÍBR en stefnuna má finna á vef bandalagsins ibr.is.

19


Mannvirkjamál Mannvirkjanefnd á vegum stjórnar ÍBR hefur verið að störfum síðan 2014. Nefndin hefur gert kannanir meðal aðildarfélaganna og gert samanburð við önnur sveitarfélög. Fundur um framtíð knatthúsa var haldinn í nóvember 2017 og opinn fundur um íþróttamannvirki í Reykjavík var haldinn í maí 2018. Nefndin hefur safnað heilmiklu efni og upplýsingum fyrir vinnu sína sem væri án efa áhugavert fyrir marga að skoða en gæti verið kostnaðarsamt að gera aðgengilegt. Efni frá málþingi um knatthús er þó

aðgengilegt á heimasíðu ÍBR og stefnt er að því að skýrsla frá nefndinni og annað efni verði birt fljótlega. Það er ljóst að það liggja fyrir óskir og hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni sem ekki verða allar uppfylltar á stuttum tíma. Þess vegna er mikilvægt að íþróttahreyfingin í Reykjavík nýti samtakamátt sinn til að koma mikilvægustu verkefnunum í forgang. Einnig þarf að hafa í huga að nýta sem best takmarkaða fjármuni og horfa til skynsamlegra lausna.

Aðildarumsókn íþróttabandalaga að Ungmennafélagi Íslands Í samræmi við samþykktir þinga ÍBR var áfram haldið að vinna að aðilda að UMFÍ. Formaður og framkvæmdastjóri tóku þátt í starfi vinnuhóps með íþróttabandalögunum og UMFÍ þar sem var yfir kosti og galla þess að bandalögin gangi inn. Þessir fundir voru mjög gagnlegir og okkar mat er að það sé margt sem

myndi styrkja starf aðila, báðu megin, ef að inngöngu yrði. Umsókn bandalaganna var svo lögð fyrir þing UMFÍ í október 2017 en var aldrei tekin fyrir efnislega þar sem lagabreytingar sem átti að gera til að hægt væri að taka bandalögin inn fengu ekki nægilegan stuðning.

Fjölnota íþróttahús í Laugardal Á síðasta þingi ÍBR var samþykkt að stjórn ÍBR myndi skoða nánar möguleika á að byggt yrði fjölnota íþróttahús í Laugardal. Hugmyndin er að slíkt hús yrði stórt knatthús sem myndi hýsa æfingar og leiki í knattspyrnu félaganna í Reykjavík. Einnig væri hægt að nota koma þar fyrir stærri leikjum eins og landsleikjum í handbolta og körfubolta eða öðrum viðburðum. Við höfum ritað Reykjavíkurborg erindi og rætt við fulltrúa

borgarinnar um málið en lítið hefur þokast. Ekki leikur nokkur vafi á því að þörfin fyrir fjölnotahús hefur aukist frá því að málið komst á dagskrá. Stjórn ÍBR hefur hug á að setja aukinn þunga í verkefnið á næstu misserum með það að markmiði að ljúka fýsileikagreiningu sem allra fyrst. Byggt á niðurstöðu þeirrar könnunar yrði málið unnið áfram.

Námskeið - Skyndihjálp Að frumkvæði ÍBR voru haldin tvö skyndihjálparnámskeið fyrir aðildarfélög ÍBR í apríl 2018, í samstarfi við Rauða Krossinn. Námskeiðin voru félögunum að kostnaðarlausu og voru í boði ÍBR. Rúmlega 50 manns frá 9 íþróttafélögum mættu á námskeiðin. Að loknu námskeiði fengu þátttakendur skírteini um að hafa lokið þessum áfanga.

Mikil ánægja var með þessi námskeið og óska félögin eftir að þau verði haldin fyrir sína starfsmenn og sjálfboðaliða á eins til tveggja ára fresti.

Vinnuhópur um mannréttindi í íþróttum. Kynjajafnrétti og fólk af erlendum uppruna Í kjölfar jafnréttisútektar, sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gerði á þremur hverfaíþróttafélögum Í Reykjavík í byrjun árs 2016, var ákveðið að stofna vinnuhóp til að skoða stöðuna hjá öllum hverfaíþróttafélögum í Reykjavík. Vinnuhópinn skipa: Jóna Hildur Bjarnadóttir, ÍBR, Halldóra Gunnarsdóttir og Joanna Marcinkowska, mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Elísabet Pétursdóttir, Hitt húsið og Gerður Sveinsdóttir, ÍTR.

20

Á fundum með fulltrúum hverfaíþróttafélaga var meðal annars rætt um hvernig mætti gera jafnréttisstefnur íþróttafélaga virkari og aðgengilegri, leiðir til þess að auka hlutfall kvenna í stjórnum, fræðsluáætlanir, leiðir til að ná til fólks að erlendum uppruna og hvort hugað sé að jafnrétti í texta og myndbirtingu á heimasíðum félagana. Sagt var frá TUFF (The Unity of Faiths Foundation) – tilraunaverkefni sem er í gangi hjá ÍR.


Almenningstímar í íþróttahúsum grunnskóla Reykjavíkur Eins og undanfarin ár hefur ÍBR séð um útleigu á æfingatímum til almennings í íþróttamannvirkum skólanna í Reykjavík. Alls eru 13 skólar sem eru í útleigu og hóparnir eru 140 og eru því um 1.700 manns sem nýta þessa þjónustu. Tímabilið er frá 1.sept.30.apríl. Flestir hóparnir stunda knattspyrnu og eru þeir í stærri sölunum en í þeim minni er körfubolti vinsælastur. Einnig er stundað blak og leikfimi og margar aðrar íþróttagreinar. Samstarf okkar við ÍTR og skólana hefur gengið mjög vel og í þeim skólum sem íþróttafélögin nýta byrja þau kl:15:00 og ÍBR við með útleigu 19:00 eða 20:00 og erum til kl. 22:00. Í þessum stærri sölum er nýtingin mun betri bæði fyrir

íþróttafélögin og almenning og er það von okkar að ekki verði byggðir fleiri litlir salir í framtíðinni. Leiguverð til almennings hefur hækkað nokkuð upp á síðkastið vegna hækkana á raforku, heitu vatni og frárennslisskatti, sem hefur einnig bitnað á íþróttafélögunum, en við vonum að ekki verði meiri hækkanir á næstunni. Það er mikið rætt um almenningsíþróttir og að sem flestir geti haft aðgang að sölum borgarinnar á kvöldin og er það því mikilvægt að samvinna við íþróttafélögin sé góð. Það er von okkar að í framtíðinni verði nægt framboð til almennings, fleiri komist í gott form og heilsa borgarbúa verði betri.

Skautahöllin í Laugardal Rekstur Skautahallarinnar í Laugardal hefur gengið ágætlega. Aðsókn almennings hefur verið nokkuð stöðug, en þessi hluti rekstrarins er afar mikilvægur tekjupóstur til að ná endum saman. Á starfstímabilinu hefur verið talsvert um framkvæmdir. Skipt var um frystivélar sumarið 2017 og loftræstingu ásamt loftþurrkun sumarið 2018. Loftþurrkun bætir mjög loftgæði í húsinu en allar þessar aðgerðir eiga að leiða af sér meira öryggi í rekstrinum og væntingar eru um talsverðan sparnað í orku. Vegna endurnýjunar frystivélanna var lokað fyrir alla starfsemi í höllinni frá miðjum apríl til loka ágúst á árinu 2017. Skipt var um allt gólfefni í húsi 1 og á hokkígangi, einnig var sett epoxý-gólfefni í alla sturtuklefa. Vinnuhópurinn skilaði af sér niðurstöðum og tillögum í júní árið 2018 sem voru kynntar fyrir fulltrúum íþróttafélagana, stjórn ÍBR, ÍTR og mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hópurinn lagði til að hannað væri skapalón að jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun sem íþróttafélögin fengu síðan sent til sín í júní 2018. ÍBR haldi utan um tölfræði um hlutfall kynja í stjórnum íþróttafélaga og birti á heimasíðu bandalagsins. Að leiðbeiningar á notkun

Mannvirkið er komið nokkuð til ára sinna og ljóst að ráðast þarf í enn meira viðhald og nýframkvæmdir á næstu árum ef við ætlum að halda stöðu hallarinnar sem aðal keppnissvells fyrir alþjóðlegt mótahald og fjölsóttasta skautasvells almennings í landinu. Nefna má endurnýjun á þjónusturými, byggingu upphitunarog æfingasals og fleira. Þá þarf að endurnýja battana í kringum svellið fyrir árið 2022, vegna breytinga á reglugerðum Alþjóða íshokkísambandsins. Á árinu 2018 var gerður nýr samningur við Reykjavíkurborg um rekstur til næstu fimm ára og er þar kveðið á um að gerð verði áætlun um viðhald og framkvæmdir.

frístundakortsins verði gerðar aðgengilegri með styttri texta og myndrænni. Að standa fyrir ráðstefnu um íþróttir og ofbeldi, sem fór fram samhliða RIG 2019. Einnig má benda á að haustið 2018 kom út bæklingurinn „Vertu með“ á vegum ÍSÍ og UMFÍ, sem er hugsaður til að auka þekkingu foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna á íslensku íþróttastarfi.

21


VIÐBURÐIR Á VEGUM ÍBR Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaup í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar. Vefsíða viðburða ÍBR er reykjaviksport.is og er þar hægt að komast inná vefi allra viðburða. Sjálfboðaliðar úr íþróttafélögunum í Reykjavík starfa við viðburðina í fjáröflun fyrir sitt félag. Framkvæmd viðburðanna gekk almennt vel fyrir sig. Þátttökumet voru slegin í mörgum þeirra en þó er ýmislegt sem þarf að endurskoða á hverju ári í framkvæmd þeirra enda hefur umfangið vaxið mikið á undanförnum árum. Íþróttabandalagið gefur út dagatal þar sem dagsetningar almenningsíþróttaviðburða ÍBR og annarra aðila eru kynntir. Tilgangur þessarar útgáfu er að hvetja almenning til hreyfingar. Dagatölin eru send á alla þátttakendur í viðburðum ÍBR og samstarfsaðila. Einnig eru margir vinnustaðir sem sækja eintök fyrir sitt starfsfólk. Á næstu síðum verður fjallað nánar um hvern viðburð fyrir sig árin 2017-2018.

Laugavegshlaupið - Laugavegur Ultra Maraþon Laugavegshlaupið er 55 km langt utanvega- og fjallahlaup þar sem farin er fjölbreytt og falleg leið frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Mikil eftirspurn er eftir því að taka þátt í Laugavegshlaupinu og þátttökumet slegin á hverju ári. Árið 2017 fór hlaupið fram í 21.sinn, laugardaginn 15.júlí. 512 hlauparar voru skráðir á ráslista, 179 konur og 333 karlar. Íslenskir þátttakendur voru 48% en erlendir þátttakendur voru 52% frá 32 mismunandi þjóðernum. Árið 2018 fór hlaupið fram laugardaginn 14.júlí. 553 hlauparar voru skráðir á ráslista, 204 konur og 349 karlar. Erlendir þátttakendur voru um 47% frá 29 mismunandi þjóðernum, flestir

22

frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Starfsmenn hlaupsins í Húsadal eru um 40 auk læknis og hjúkrunarfræðinga. Starfsmenn á leiðinni eru 48 talsins frá hlaupahópnum Frískum Flóamönnum á Selfossi og frá Björgunfélagi Árborgar. Gott skipulag og mikinn viðbúnað þarf til að þjónusta svo marga þátttakendur á fjöllum og gæta öryggis þeirra. Flytja þarf klósettgáma í Hrauneyjar og Landmannalaugar. Í Húsadal eru settar upp sturtur, samkomutjald með bekkjum og borðum, sjúkratjald, tímatökutjald og tjöld til þess að hafa fataskipti. Í aðdraganda hlaups er upplýsingagjöf til hlaupara um klæðnað, næringu, veðurspá,

leiðarlýsingu og almennar reglur. Við afhendingu á hlaupagögnum skrifa hlauparar undir skilmála um að vera í nægilega góðu líkamlegu og andlegu ástandi til að geta klárað 55 km fjallahlaup. Það er mikið afrek að ljúka Laugavegshlaupinu og allir taldir sigurvegarar sem koma í mark. Í viðhorfskönnun, frá árinu 2018, kom fram að 99% þátttakenda myndu mæla með Laugavegshlaupinu við aðra hlaupara og 98% íslenskra þátttakenda voru ánægðir með þjónustuna á hlaupaleiðinni. Laugavegshlaupið er aðili að ITRA, International Trail Running Association.


Miðnæturhlaup Suzuki Miðnæturhlaup Suzuki hefur þær helstu hefðir að hlaupið er haldið að kvöldi til á Jónsmessu í Laugardalnum og þátttakendum er boðið í sund í Laugardalslaug að hlaupi loknu. Sú ákvörðun var tekin að halda hlaupið framvegis á fimmtudegi eins nálægt Jónsmessu og mögulegt er. Hægt er að velja um þrjár leiðir sem hafa upphaf og endi í Laugardalnum, 5 km hring í Laugardalnum, 10 km um Elliðaárdalinn og 21.1.km

hálfmaraþon sem er krefjandi ferðalag um Elliðaárdalinn, að Rauðavatni, um Grafarholt og Grafarvog. Allar vegalengdir eru mældar eftir alþjóðlegum stöðlum AIMS, eins og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og eru því allir tímar gildir í afrekaskrá.  Þátttökumet var sett árið 2018 en þá skráðu sig alls 2.857 til þátttöku. Árið 2017 hafa aldrei fleiri erlendir þátttakendur verið skráðir til leiks

eða um 1300 manns frá alls 52 löndum. Erlendum þátttakendum fækkaði á milli ára á meðan þátttaka íslendinga jókst. Brautarmet var sett í 21km hálfmaraþoni kvenna 2017 af Lisu Ring og 2018 sló Elín Edda Sigurðardóttir brautarmet í 10 km. Starfsmannahóparnir voru frá ÍR, Fylki, KR, Víkingi, Val, Skautafélagi Reykjavíkur og Rugbyfélagi Reykjavíkur. Alls voru starfsmenn 170.

Norðurljósahlaup Orkusölunnar Norðurljósahlaupið er um 5km hlaupaupplifun um miðbæ Reykjavíkur og hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Allir þátttakendur fá stemmningspoka með upplýstum glaðningi líkt og gleraugum, led glow stick og armbandi. Engin tímataka er í hlaupinu vegna þess að eingöngu er um skemmtiskokk að ræða þar sem áhersla er lögð á upplifunina. Þátttakendur láta

blikkandi ljósin vísa sér veginn á svokallaðar skemmtistöðvar sem með fjölbreytileika sínum leiðast í tónlist og lýsingu. Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við okkur í bæði skiptin og jókst þátttaka á milli ára eða um 1000 manns 2018. Starfsmenn hlaupsins komu frá ÍR og Ármanni, um 40 talsins. Árið 2018 var ákveðið

að allir þátttakendur enduðu inni í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu þar sem Friðrik Dór tók nokkur vel valin lög við góðar undirtektir, konfettísprengur og ljósasýning. Þetta hlaup er sannkölluð gleðisprengja fyrir alla aldurshópa sem snýst um heilbrigða líðan, skemmtun og að eyða undraverðu kvöldi með vinum og fjölskyldu.

23


Reykjavik International Games (RIG) - Reykjavíkurleikar Vöxtur Reykjavíkurleika hefur verið mikill og mótið að festa sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður landsins. Mótshlutarnir hafa verið um 20 talsins auk þess sem ráðstefna og hátíðardagskrár hafa verið ómissandi hlutar af íþróttalífinu í Reykjavík. Heildarfjöldi keppenda hefur verið um 2500 og af þeim um það bil 700 erlendir gestir. Hver mótshluti á fulltrúa í undirbúningsnefnd RIG. Fundir undirbúningsnefndar eru fjölmennir og eru fjórir talsins. Sá fyrsti fer fram að vori en sá fundur virkar sem aðalfundur leikanna. Þar er m.a. kosið í framkvæmdaráð leikanna. Í umboði nefndarinnar og stjórnar ÍBR starfar framkvæmdaráðið en það skipaði árin 2017-2018 þau Gústaf Adolf Hjaltason (formaður), Guðbjört Erlendsdóttir, Jón Þór Ólason, Albert Jakobsson, Reinhard Reinhardsson, Arna Kristjánsdóttir og Kjartan Ásmundsson. Snemma hausts er svo haldinn fundur þar sem að skipulag næsta árs er kynnt, þ.e. dagskrá, umgjörð og útsendingar. Á jólafundi er lögð lokahönd á skipulagið og einnig farið yfir þau framkvæmdarlegu

24

atriði er mótshlutarnir undirgangast, sbr. handbók RIG. Í byrjun janúar er svo lokafundurinn þar sem að farið er yfir kynningarmálin og mótshlutum afhent ýmislegt, m.a. hálsbönd, starfsmannaboli, og kynningaefni. Framkvæmdaráðið sér svo til þess að mótshlutar fylgi handbók leikanna, bæði áður en hver mótshluti hefst og á meðan á leikum stendur. Á undanförnum árum hefur framkvæmd mótshlutanna færst í meira mæli yfir til sérsambanda viðkomandi íþróttagreina eða þá sérráða ÍBR, líkt og í tilfelli fimleikanna. Í flestum tilfellum er því umsjón í höndum sérsambanda ÍSÍ enda þau vel til þess fallin að halda afreksíþróttamót með réttu tengslin erlendis og starfandi í umboði allra félaga. Allt frá stofnun Reykjavíkurleikanna (RIG) hefur stígandi mótahaldins verið stöðugur, sbr. mynd hér að neðan. Aldrei í sögunni hefur fjölda erlendra þátttakenda eða útsendinga í sjónvarpi fækkað á milli ára. Fjöldi mótshluta hefur tæplega þrefaldast frá stofnun

enda áhugi sérsambanda ÍSÍ almennt séð mikill. Margir mótshlutanna hafa náð sér í vottun alþjóðasambandanna sem dregið hefur mjög marga sterka erlenda keppendur til landsins, m.a. verðlaunahafa á heimsmeistarmótum og Ólympíuleikum. Á leikunum 2018 tóku 709 erlendir keppendur þátt af 49 ólíkum þjóðernum í allt í allt 20 mótshlutum. Aukinni velgengni og stöðugum framgangi RIG hefur fylgt meiri áhugi almennings, fjölmiðla og annarra. Merki um aukinn áhuga og þar að leiðandi sýnileika RIG má sjá í því að fjöldi útsendinga RÚV hefur farið úr einni árin 2008 og 2009 í samtals ellefu talsins árið 2018. Snertingar auglýsinga á RÚV hafa samhliða auknum áhuga og fleiri útsendingum margfaldast. Að lokum má nefna umfjöllun um RIG á www.mbl.is en gott samstarf hefur verið þar um í mörg ár. Samhliða mótahaldinu hafa ÍSÍ, ÍBR og HR haldið ráðstefnu sem vakið hefur athygli.


Powerade sumarhlaupin Frá árinu 2009 hefur ÍBR staðið fyrir mótaröð undir nafninu Powerade sumarhlaupin í samstarfi við CCEP (áður Vífilfell) og þrjár frjálsíþróttadeildir í Reykjavík. Þeir sem eiga aðild að mótaröðinni eru frjálsíþróttadeildir innan ÍBR sem standa að: Víðavangshlaup ÍR í apríl, Fjölnishlaup í maí, og Ármannshlaup í júlí. Auk þess eru með hlaup á vegum ÍBR, þ.e. Miðnæturhlaup Suzuki í júní og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst. Þátttakendur í þessum hlaupum geta safnað stigum þar sem ákveðin stig eru veitt fyrir þátttöku í hverju hlaupi og unnið þar með til verðlauna.

Lykiltölur RIG 2008-2018 120 100

FJÖLDI VIBURÐA ALÞJÓÐLEG KEPPNI HÁTT GETUSTIG

80 60

RÚV SNERTINGAR (GPR/10) FJÖLDI ÚTSENDINGA RÚV

40

SMELLIR Á MBL.IS (ÞÚS.) FJÖLDI FRÉTTA Á MBL.IS

20

FJÖLDI ÞJÓÐERNA ERLENDIR GESTIR (TUGIR)

0 2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

25


Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka (RMÍ) fer fram sama dag og Menningarnótt ár hvert og er stærsti íþróttaviðburður á Íslandi þar sem allir geta verið þátttakendur á eigin forsendum á hvaða aldurs-, eða getustigi sem er. Hlaupið var haldið í 34.sinn þann 19.ágúst 2017 og í 35. sinn þann 18. ágúst 2018. Reykjavíkurmaraþon hefur verið starfrækt frá 1984 en frá 2003 hefur ÍBR séð um framkvæmd þess. Innan RMÍ er boðið upp á fimm vegalengdir: Maraþon, hálfmaraþon, 10 km hlaup og skemmtiskokk sem skiptist í tvær vegalengdir 3 km hlaup og 600 m hlaup. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er einnig Íslandsmeistaramót í maraþonhlaupi karla og kvenna. Árið 2017 voru þátttakendur 14.386 talsins, 53% konur og 47% karlar. Flestir tóku þátt í 10 km hlaupinu, 6.756. Í hálfu maraþoni voru 2.988 þátttakendur sem var nýtt þátttökumet í vegalengdinni. 1.849 tóku þátt í 3 km skemmtiskokki, 1.480 í maraþoni og 1.313 í 600 m hlaupinu. Fjölgun var milli ára í 10 km hlaupi og hálfu maraþoni en fækkun í öðrum vegalengdum. Erlendir gestir voru 4.111 af 81 mismunandi þjóðerni flestir frá Bandraríkjunum, Bretlandi,

26

Þýskalandi og Kanada. Árið 2018 voru þátttakendur 14.625 og kynjahlutfall það sama og árið á undan, 53% konur og 47% karlar. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7.061 hlauparar voru skráðir til leiks og 3 km skemmtiskokki þar sem 2.249 voru skráðir. Í maraþoni voru skráðir þátttakendur 1.522, 2.895 í hálfu maraþoni og 898 í 600 m skemmtiskokki. Erlendir þátttakendur voru 3.610 árið 2018 og komu frá 83 þjóðernum, flestir frá Bandraríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada líkt og árið á undan. Skráningahátíð RMÍ fór fram í tvo daga fyrir hlaup í Laugardalshöll þar sem allir sóttu hlaupagögnin sín, einnig var hægt að skrá sig til þátttöku. Samhliða skráningarhátíðinni var haldin vöru- og sölusýningin FIT&Run á heilsutengdri vöru og þjónustu. Starfsmenn RMÍ voru rúmlega 500 talsins árin 2017 og 2018 og koma flestir þeirra úr röðum íþróttafélaga ÍBR. Starfskraftar íþróttafélaganna skipta miklu máli við framkvæmd hlaupsins. Ár eftir ár koma sömu einstaklingarnir til starfa sem búa orðið yfir mikilli reynslu sem er

hlaupinu dýrmæt. RMÍ hefur verið meðlimur í AIMS, sem eru alþjóðleg samtök maraþonhlaupa, síðan 1987. ÁHEITASÖFNUN / HLAUPASTYRKUR.IS

Áheitasöfnun RMÍ fór fram á vefnum hlaupastyrkur.is líkt og undanfarin ár. Umsjón og framkvæmd áheitasöfnunarinnar er í höndum ÍBR en Íslandsbanki greiðir rekstrarkostnaðinn við vefinn og breytingar á útliti til samræmis við auglýsingaherferð bankans á hverju ári. Bæði 2017 og 2018 var slegið met í áheitasöfnuninni. Árið 2017 söfnuðust 118.583.717 krónur sem var 21,9% hærri upphæð en árið á undan. 152 góðgerðafélög fengu áheit þetta árið og voru upphæðirnar á bilinu 5000 kr til 11,8 milljónir. Árið 2018 söfnuðust kr.156.926.358 til 175 góðgerðafélaga, 32,3% meira en safnast hafði árið áður. Fjöldi hlaupara sem skráðu sig á hlaupastyrk.is árið 2018 voru 5.591 og söfnuðu 3.968 þeirra einhverjum fjárhæðum.


Tour of Reykjavik Tour of Reykjavík hefur verið haldið í þrjú skipti og þátttakan verið svipuð öll árin. Það er að mörgu að hyggja þegar ráðist er í jafn viðamikið verkefni og því hefur verið mikið lagt upp úr samstarfi og samráði við hjólreiðadeildir og -félög innan ÍBR. Mikill undirbúningur er í tengslum við viðburð sem þennan og eiga fulltrúar félaganna þakkir skyldar fyrir þeirra framlag til viðburðarins. Keppnin síðast var haldin í byrjun júní og boðið var uppá tvær

mismunandi vegalengdir 125 km og 40 km, auk barnabrautar í kringum Reykjavíkurtjörn. 125 km leiðin var krefjandi leið sem byrjaði í Miðbænum og lá til Þingvalla um Mosfellsheiði og Uxahryggjarveg og til baka um Nesjavelli og Grafning, endað í Víðidalnum. 125 km keppnin er hugsuð fyrir þá sem hafa reynslu og eru vanir keppni í götuhjólreiðum. 40 km leiðin lá frá Lækjargötunni um Sæbraut og aftur inn Lækjargötu og í kringum Reykjavíkurtjörn. Þessi hringur

var farinn fjórum sinnum á lokaðri braut. Til að viðburður sem þessi á að ganga upp þarf marga viljuga sjálfboðaliða til að taka þátt. Þeir koma að þessum viðburði á marga vegu t.d. sem brautaverðir. Miklar lokanir voru í tengslum við viðburðinn og stórt svæði sem þurfti að loka fyrir umferð. Þátttaka í Tour of Reykjavík var ágæt en um sex hundruð keppendur tóku þátt í viðburðinum.

27



29


30


Rekstrarreikningur ársins 2018

2018

2017

Framlög og styrkir borgarsjóðs.............................................................

874.198.790

847.762.427

Útbreiðslustyrkur ÍSÍ, Lottó og Getraunir.............................................

129.110.107

123.845.578

76.350.059

77.126.291

2.000.000

4.550.000

65.152.920

28.102.787

Aðrar tekjur og framlög.........................................................................

29.968.906

27.422.715

Rekstrartekjur alls

1.176.780.782

1.108.809.798

811.664.047

775.125.857

105.203.149

101.041.788

66.342.087

61.047.438

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður........................................................

100.599.623

99.228.075

Ýmis íþróttatengd starfsemi...................................................................

13.051.514

19.128.835

44.647.759

21.225.775

9.172.200

9.220.116

4.532.459

19.382.759

1.155.212.838

1.105.400.643

21.567.944

3.409.155

Vaxtatekjur............................................................................................

5.237.660

7.080.339

Vaxtagjöld.............................................................................................

(2.135.591)

(1.056.078)

Fjármagnstekjuskattur...........................................................................

(1.122.058)

(1.351.004)

Fjármagnsliðir alls

1.980.011

4.673.257

23.547.955

8.082.412

Fjárveitingar borgarsjóðs vegna borgar- og annara mannvirkja............

1.530.000.000

1.409.000.000

Reiknuð afnot íþróttafélaga...................................................................

(1.530.000.000)

(1.409.000.000)

0

0

Skýr

11

Rekstrartekjur

Rekstrartekjur Skautahallar...................................................................

8

Hlutdeild í afkomu Reykjavíkurmaraþons............................................. Viðburðir...............................................................................................

7

10

Rekstrargjöld Úthlutaðir styrkir................................................................................... Úthlutaðar Lottótekjur........................................................................... Rekstrargjöld Skautahallar....................................................................

Viðburðir...............................................................................................

8

7

Húsnæðiskostnaður............................................................................... Afskriftir................................................................................................

5

Rekstrargjöld alls Hagnaður ársins fyrir fjármagnsliði 7

Fjármagnsliðir

Hagnaður ársins Framlög vegna borgarmannvirkja og annara mannvirkja

5

31


Efnahagsreikningur 31. desember 2018

Eignir

2018

2017

Fasteignir, lóðir og fasteignaréttindi ........................................................

187.743.500

187.743.500

Bifreiðar ..................................................................................................

3.525.593

3.486.353

Búnaður, verkfæri og áhöld .....................................................................

12.120.376

10.962.604

Varanlegir rekstrarfjármunir alls

203.389.469

202.192.457

203.389.469

202.192.457

Viðskiptakröfur .......................................................................................

61.874.665

94.858.644

Fyrirframgreiddur kostnaður ....................................................................

0

1.292.870

154.272.337

106.523.145

216.147.002

202.674.659

419.536.471

404.867.116

Skýr

Fastafjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir:

5

Fastafjármunir samtals Veltufjármunir

Handbært fé ............................................................................................. Veltufjármunir alls Eignir samtals

32

6

3


Efnahagsreikningur 31. desember 2018

Eigið fé og skuldir

Skýr

Eigið fé

2018

2017

392.177.139

328.862.117

392.177.139

328.862.117

24.263.337

35.387.732

6

Óráðstafað eigið fé .................................................................................. Eigið fé alls Skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir ...................................................................................... Næsta árs afborganir af langtímaskuldum ...............................................

0

19.812.629

Áfallnar verðbætur ...................................................................................

0

16.026.987

Ýmsar skammtímaskuldir ........................................................................

3.095.995

Skammtímaskuldir alls

27.359.332

4.777.651 76.004.999

27.359.332

76.004.999

419.536.471

404.867.116

Skuldir samtals

Eigið fé og skuldir samtals

7

8

33


Sjóðstreymi ársins 2018

2018

2017

23.547.955

8.082.412

4.532.459

19.382.759

Uppgjör v/láns ............................................................................................

37.965.517

0

Hreint veltufé frá rekstri

66.045.931

27.465.171

36.078.399

(30.043.589)

(12.806.051)

24.874.897

23.272.348

(5.168.692)

89.318.279

22.296.479

(5.729.471)

(1.314.741)

(5.729.471)

(1.314.741)

Greiddar afborganir ....................................................................................

(35.839.616)

(33.989.489)

Innheimtar afborganir .................................................................................

0

19.478.800

(35.839.616)

(14.510.689)

Skýr

Rekstrarhreyfingar Afkoma ársins Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir .....................................................................................................

5

Lækkun (hækkun) rekstrartengdra eigna: Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ................................................ Hækkun (lækkun) rekstrartengdra skulda: Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir .............................................

Handbært fé frá rekstri Fjárfestingahreyfingar Kaupverð eigna ...........................................................................................

5

Fjármögnunarhreyfingar

Breyting á handbæru fé Handbært fé í byrjun tímabils ..................................................................... Handbært fé í árslok

34

8

3

47.749.192

6.471.049

106.523.145

100.052.096

154.272.337

106.523.145


Skýringar 1. Starfssemi Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) er heildarsamtök íþrótta- og ungmennafélaga í Reykjavík. ÍBR er aðili að ÍSÍ, starfar samkvæmt lögum ÍSÍ og íþróttalögum nr. 64/1998. Hlutverk ÍBR er að gæta hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík og vera málsvari hennar gagnvart opinberum aðilum auk ýmissa annara verkefna til hagsbóta fyrir íþróttahreyfinguna. 2. Reikningsskilaaðferðir Samstæðureikningurinn er gerður í samræmi við lög nr. 144/1994 um ársreikninga og reglugerð nr. 694/1996 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Ársreikningurinn er gerður eftir sömu aðferðum og fyrra ár og byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum. Samstæðureikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Framsetning ársreiknings Þar sem það hefur átt við hefur samanburðarfjárhæðum verið breytt til þess að gæta samræmis við breytingu á framsetningu þessa árs. Mat og ákvarðanir Við gerð reikningsskilanna þurfa stjórnendur að meta ýmis atriði og gefa sér forsendur um mat á eignum, skuldum, tekjum og gjöldum. Þó svo mat þetta sé samkvæmt bestu vitund stjórnenda getur raunverulegt mat þeirra liða sem þannigeru metnir reynst annað en niðurstaða samkvæmt matinu. Í ársreikningnum eru styrkir frá Reykjavíkurborg tilgreindir að fullu óháð því hvort þeir hafi verið greiddir út til félaganna frá skrifstofu ÍBR eða beint frá Reykjavíkurborg. Þetta er gert til að á einum stað liggi fyrir upplýsingarum umfang stuðnings Reykjavíkurborgar við íþróttafélögin í borginni. Samstæða Samstæðureikningur ÍBR samanstendur af ársreikningi aðalsjóðs, framkvæmdarsjóðs og Skautahallarinnar í Laugardal en þessar einingar eru að fullu í eigu og á ábyrgð ÍBR. Meðal markmiða samstæðureikningsskilanna er að birta einungis tekjur, gjöld og skuldir samstæðunnar út á við. Er því viðskiptum innan hennar eytt út við gerð reikningsskilanna. Tekjur eru færðar þegar til þeirra hefur verið unnið í samræmi við lög um ársreikninga á Íslandi. Ekki er um neinar fyrirframgreiddar tekjur hjá bandalaginu. Varanlegir rekstrarfjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnum afskriftum. Afskriftir eru reiknaðar sem ákveðinn hundraðshluti af bókfærðuverði eigna miðað við áætlaðan nýtingartíma þeirra þar til 10% niðurlagsverði er náð. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllumbeinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand. Viðskiptakröfur Útistandandi kröfur eru tilgreindar á nafnverði. Framkvæmt var áhættumat á kröfum, ekki var talin leika vafi á innheimtanleika þeirra þannig að þær voru ekki færðar niður með óbeinni afskrift í lok ársins. Viðskiptaskuldir Viðskiptaskuldir eru færðar á nafnverði.

9

35


Skýringar 2018

2017

Innistæður Framkvæmdarsjóðs

84.110.882

81.374.550

Aðrar óbundnar innstæður

70.161.455

25.148.595

154.272.337

106.523.145

2018 118.184.740 27.846.615 (49.500.000) (7.500.000) 89.031.355

2017 123.213.914 30.503.822 (56.200.000) (6.500.000) 91.017.736

3. Handbært fé Handbært fé samanstendur af:

4. Laun og launatengd gjöld Launakostnaður vegna Reykjavíkurmaraþons er um 49,5 mkr. eða um 34%. Laun Launatengd gjöld Innheimt frá Reykjavíkurmaraþoni Innheimt frá Skautahöll 5. Fastafjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir og endurmat ársins 2018 greinist þannig: Varanlegir rekstrarfjármunir

Áhöld og tæki

Bókfært verð 1.1 Keypt á árinu Kostnaðarverð 31.12

10.284.268 5.729.471 16.013.739

4.164.689 0 4.164.689

187.743.500 0 187.743.500

202.192.457 5.729.471 207.921.928

3.893.363 3.893.363

639.096 639.096

0 0

4.532.459 4.532.459

12.120.376

3.525.593

187.743.500

203.389.469

Afskrift ársins Afskrift samtals Bókfært verð

Bifreiðar og önnur tæki

Fasteignir

Samtals

6. Eigið fé Yfirlit um breytingar á eiginfjárreikningum 2018 2017 Óráðst. eigið fé Óráðst. eigið fé 330.663.667 320.779.705 37.965.517 0 23.547.955 8.082.412 392.177.139 328.862.117

Staða 1.1 Uppgjör v/láns Hagnaður ársins Staða 31.12

Á árinu 2018 fór fram lokauppgjör á láni sem ÍBR tók á sínum tíma vegna byggingar Skautahallarinnar. Við upphaf verkefnisins var gerður samningur milli borgar og ÍBR til 20 ára um greiðslur borgar vegna láns sem ÍBR myndi taka. Það atvikaðist svo að lánið var tekið ári síðar. Fyrsta greiðsla samkvæmt samningi fór í framkvæmdir en ekki til greiðslu láns. Þar með varð misræmi milli samnings við borg og lánssamnings við banka. Reykjavíkurborg greiddi kr. 37.965.517 vegna síðustu greiðslu af láninu á árinu 2018. 7. Viðburðir Á árinu 2018 fluttist rekstur Miðnæturhlaups og Laugavegshlaups til Íþróttabandalag Reykjavíkur frá Reykjavíkurmaraþoni. Kostnaður vegna viðburða er án launa og launatengdra gjalda.

36

10


Skýringar

8. Skautahöllin

Rekstrartekjur og -gjöld Skautahallarinnar í Laugardal eru sýnd sérstaklega og greind frá öðrum rekstrartekjum og gjöldum í ársreikningum, að afskriftum og fjármagnskostnaði undanskildum. Aðrir rekstrar og efnahagsliðir eru færðir á meðal sambærilegra liða í ársreikningnum. Viðskipti milli aðila er eytt út við gerð ársreikningsins. Rekstur skautahallarinnar í Laugardal sundurliðast þannig:

Seldur aðgangseyrir og þjónusta Húsaleigutekjur Reykjavíkurborg framlag Samtals tekjur Laun og launatengd gjöld Rekstur húsnæðis og svells Sölu- og skrifstofukostnaður Afskriftir Samtals gjöld Fjármagnsliðir Hagnaður (Tap) ársins

2018

2017

28.852.372 47.497.687 0 76.350.059

21.817.004 40.309.287 15.000.000 77.126.291

(37.411.268) (24.689.383) (4.241.436) (101.750) (66.443.837)

(31.178.877) (25.476.411) (4.392.150) (15.469.261) (76.516.699)

(2.094.161)

(1.136.261)

7.812.061

(526.669)

9. Reykjavíkurmaraþon Þar sem ÍBR er aðeins framkvæmdaraðili Reykjavíkurmaraþons og ber engar fjárhagslegar ábyrgðir vegna þess þá er ársreikningur Reykjavíkurmaraþons ekki feldur inní ársreikning ÍBR. Hins vegar koma fram þær tekjur sem ÍBR hefur af maraþoninu fram í ársreikningi bandalagsins. Á árinu fluttist rekstur Miðnæturhlaups og Laugavegshlaups til Íþróttabandalags Reykjavíkur frá Reykjavíkurmaraþoni. Helstu niðurstöður í rekstri Reykjavíkurmaraþons eru þessar: 2018

2017

Heildar tekjur

111.351.940

143.716.441

Bein rekstrargjöld Þátttaka í launa og skrifstofukostnaði ÍBR Samtals gjöld

(48.493.200) (49.500.000) (97.993.200)

(79.155.011) (56.200.000) (135.355.011)

(3.751.135)

(2.527.080)

Vaxtatekjur og verðbætur Fjármagnstekjuskattur

1.452.081 (320.853)

2.031.853 (292.875)

Hagnaður til ráðstöfunnar

10.738.833

7.573.328

Hluti ÍBR skv. ákv. Stjórnar Hluti RM skv. ákv. stjórnar, fluttur til næsta árs

(2.000.000) (8.738.833)

(4.550.000) (3.023.328)

Afskriftir

Eigið fé Reykjavíkurmaraþons í árslok 2018 nam 49,9 mkr. samanborið við 41,2 mkr. árið áður.

11

37


Skýringar 10. Rekstrargjöld

2018

2017

Vinnulaun Launatengd gjöld Innheimt frá Reykjavíkurmaraþoni Innheimt frá Skautahöll Samtals laun og launatengd gjöld

118.184.740 27.846.615 (49.500.000) (7.500.000) 89.031.355

123.213.914 30.503.822 (56.200.000) (6.500.000) 91.017.736

Aðkeyptur akstur og rekstur bifreiðar Annar rekstrarkostnaður skrifstofu Samtals skrifstofu- og stjórnunarkostnaður

961.848 10.606.420 100.599.623

1.160.996 7.049.343 99.228.075

786.576.430 11.997.309 1.536.596 6.475.000 5.078.712 811.664.047

751.965.496 14.579.368 2.790.000 950.000 4.840.993 775.125.857

640.000.000 651.000.000 239.000.000 1.530.000.000

524.000.000 640.000.000 245.000.000 1.409.000.000

200.000 1.407.161 1.000.401 7.007.230 3.436.722 13.051.514

323.358 3.172.067 0 8.267.909 7.365.501 19.128.835

Rekstrargjöld greinast þannig: Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður

Úthlutaðir styrkir Félagahús og aðrar styrkveitingar Mannvirkja-, æfinga- og rekstrarstyrkir Ferðastyrkir erlendis Verkefnasjóður Afrekssjóður Styrkir vegna sérráða Húsaleigustyrkir mannvirkja Reykjavíkurborgar Húsaleigustyrkir í Egilshöll Húsaleigustyrkir í Laugardalshöll Ýmis íþróttatengd starfsemi Útgáfustarfsemi og útbreiðsla Fundir og þing Siðamál Verkefnastyrkir Erlend samskipti

38

12


Skýringar 11. Rekstrartekjur

2018

2017

795.365.000 46.457.000 32.376.790 874.198.790

771.494.570 44.171.680 32.096.177 847.762.427

12.892.487 105.869.620 10.348.000 129.110.107

12.756.170 102.247.384 8.842.024 123.845.578

8.696.100 1.969.483 14.827.823 4.475.500 29.968.906

6.575.700 2.500.485 14.133.730 4.212.800 27.422.715

Rekstrartekjur greinast þannig: Styrkir borgarsjóðs Húsaleigu, æfinga- og rekstrarstyrkir, félagahús Ferðastyrkir, styrkir til sérráða og reksturs skrifstofu ÍBR Seld húsaleiga í skólasölum Aðrir styrkir Útbreiðslustyrkur ÍSÍ Lottó Getraunir Aðrar tekjur og framlög Þjónustugjöld Auglýsingatekjur og ýmis framlög Húsaleigutekjur Aðrar þjónustutekjur

13

39


Íþróttabandalag Reykjavíkur Engjavegur 6 104 Reykjavík ibr.is

Ábyrgðarmaður: Frímann Ari Ferdinandsson Umbrot: Áslaug Sigurðardóttir Prentun: Litróf ehf


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.