Ársskýrsla Íþróttabandalags Reykjavíkur 2021-2022

Page 1

Efnisyfirlit

höfuðborga norðurlanda

Hús ÍBR

Formanna fundur

Sérráð og Sérgreinanefndir

Heiðursviðurkenningar

Fulltrúar ÍBR í stjórnum, ráðum og nefndum

Styrktarsjóður

Styrkir til Íþróttafélaga og sérráða

Fyrirmyndarfélög

Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg

Ný aðildarfélög

Iðkendendur í Reykjavík

Heilsuefling aldraðra

Starfsdagur hjá íþróttafélögum

Regnabogavottun - Hinseginfræðsla

Öll í sama liði

Fjölmenning

Rafræn könnun á sálfélagslegum áhættuþáttum

Frístundaakstur

Getraunir-Getspá

Samstarf með Siðferðisgáttinni

Viðbragðsáætlun

Jafnréttisheimsóknir

Skautahöllin í Laugardal

Almenningstímar í íþróttahúsum grunnskóla Reykjavíkur

Námskeið - Skyndihjálp

Reykjavíkurleikarnir - Reykjavik International Games

Ráðstefna í tengslum við Reykjavíkurleikana

Kynsegin flokkur í öllum hlaupum ÍBR

Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Miðnæturhlaup Suzuki

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Laugavegurinn Ultra Maraþon Gatorade Sumarhlaupin

06 07 08 21 22 22 22 22 23 23 23 24 26 27 27 28 29 30 31 10 11 11 11 11 12 14 14 15 15 16 17 18 18 20 20 21 Afreksíþróttafólk Stjórnun & rekstur
Styrkir
Íþróttafólk Reykjavíkur Alþjóðaleikar ungmenna Grunnskólamót
Viðburðir á vegum ÍBR
& sjóðir Aðildarfélög
Ársskýrsla ÍBR 2021-2022

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök

íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst

1944. ÍBR er aðili að Íþróttaog Ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands og er tengiliðuríþróttafélaganna við Reykjavíkurborg. ÍBR gætir hagsmuna

íþróttahreyfingarinnar í

Reykjavík gagnvart

opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Heildarfjöldi virkra félagsmanna í íþróttafélögum í

Reykjavík rúmlega 41.000. Skráð eru 79 starfræk

íþróttafélög í ÍBR en innan

þeirra eru yfir 150 deildir. ÍBR

nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg. ÍBR styður starfsemi

íþróttafélaganna með styrkjum frá Reykjavíkurborg

m.a. fyrir aðstöðu til æfinga og keppni. Íþróttahreyfingin í

Reykjavík fær einnig styrki frá

ÍSÍ vegna hagnaðar af Íslenskri getspá og Íslenskum getraunum.

Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalagi Reykjavíkur er stjórnað af þingi sem haldið er á 2 ára fresti. Á milli þinga stjórnar bandalaginu 7 manna framkvæmdastjórn. Stjórnin skal sjá um allar framkvæmdir sambandsins og vinna að málum þess. Stjórninni er heimilt að skipa nefndir innan eða utan sinna vébanda til að sjá um að framkvæma viss mál sambandsins. Formannafundur skal haldinn það árið, sem þing er ekki haldið og gerir þá framkvæmdastjórn grein fyrir störfum sínum frá síðasta þingi og leggur fram ársreikninga sambandsins fyrir næsta reikningsár á undan. Stjórn ÍBR er jafnframt stjórn ÍBR-viðburða og Skautahallarinnar í Laugardal.

Ingvar Sverrisson Formaður

Lilja Sigurðardóttir Varaformaður

Gígja Gunnarsdóttir Gjaldkeri

Viggó H. Viggósson Ritar

Björn M. Björgvinsson Meðstjórnandi

Stjórn Starfsfólk

Áslaug Sigurðardóttir Verkefnastjóri hönnunar og útgáfu

Birta Björnsdóttir Verkefnastjóri jafnréttis- og ofbeldismála

Brynja Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri mannréttindamála

Darri Mcmahon Verkefnastjóri tímaúthlutunar

Frímann Ari Ferdinandsson Framkvæmdastjóri

Guðrún Ósk Jakobsdóttir Meðstjórnandi

Margrét Valdimarsdóttir Meðstjórnandi

Haukur Þór Haraldsson Varamaður

Brynjar Jóhannesson Varamaður

Guðmundur Ísidórsson Verkefnastjóri tímaúthlutunar

Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir Verkefnastjóri viðburða og fleira

Hrönn Svansdóttir Gjaldkeri og verkefnastjóri

Ragna Björg Kristjánsdóttir Verkefnastjóri viðburða

Steinn Halldórsson Verkefnastjóri

5
Ársskýrsla ÍBR 2021-2022

Íþróttafólk Reykjavíkur

Íþróttakona Reykjavíkur

2021 var kjörin Sandra Sigurðardóttir, knattspyrnukona í Knattspyrnufélaginu Val.

Sandra varð Íslandsmeistari með félagsliðinu sínu Val í sumar. Sandra er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deild kvenna með 314 leiki. Sandra er landsliðsmarkvörður og mun leika með kvennalandsliðinu í knattspyrnu á

Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Bretlandi sumarið 2022. Sandra átti mjög gott tímabil í ár og stefnir á áframhaldandi afrek. Sandra er góð fyrirmynd og mikilvægur leikmaður í sínum liðum.

2021 2022

Andrea Kolbeinsdóttir frjálsíþróttakona úr ÍR var kjörin íþróttakona

Reykjavíkur 2022

Andrea er sigursælasti hlaupari kvenna á Íslandi

2022. Andrea var í 21. sæti á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í Tælandi.

Íþróttamaður Reykjavíkur 2021 var kjörinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingarmaður í Glímufélaginu Ármanni.

Júlían varð heimsmeistari í réttstöðulyftu í þungavigtarflokki á HM í kraftlyftingum þegar hann lyfti 380 kg, hann vann með miklum yfirburðum. Júlían varð einnig Evrópumeistari í réttstöðulyftu, einnig vann hann til brons verðlauna í samanlögðu þegar hann lyfti 1.105 kg. Árangurinn er einn besti árangur Íslendings á alþjóðamóti. Júlían vann einnig til gullverðlauna á Reykjavík International Games og er nú kominn með boð á heimsleikana í Alabama á næsta ári í Alabama (World Games 2022).

Íþróttalið Reykjavíkur 2021 var valið meistaraflokkur karla í knattspyrnu frá Knattspyrnufélagi Víkings.

Víkingur varð Íslandsmeistari og Bikarmeistari karla í knattspyrnu. Víkingur er fimmta liðið á Íslandi til að vinna tvennuna, Íslands- og bikarmeistaratitlana.

Íslands, deildar-og bikarmeistarar 2021:

Íslandsmeistarar og bikarmeistarar karla í knattspyrnu

Norðurlandameistarar, Íslandsmeistarar karla í skylmingum

Íslandsmeistarar kk áttunda árið í röð og 20asta árið samtals, judo

Meistaraflokkur karla, Íslands- og Reykjavíkurmeistarar í tennis

Íslandsmeistarar og bikarmeistarar karla í handknattleik

Íslandsmeistarar kvenna í körfuknattleik

Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu

Andrea náði einnig 2. sæti í sterku utanvegahlaupi í Wildstrubel í Sviss á árinu. Andrea hefur sýnt það á árinu að hún getur sigrað hlaup allt frá 5 km upp í 55 km. Andrea er Íslandsmeistari í maraþoni, en hún sigraði Reykjavíkurmaraþonið á öðrum besta tíma kvenna frá

upphafi. Þá er hún Íslandsmeistari í 5 km, 10 km og 8 km Víðavangshlaupi. Andrea sigraði í Laugaveghlaupinu á nýju brautarmeti kvenna, ásamt því að sigra öll stærstu hlaupin hér á landi eins og Tindahlaupið, Fimmvörðuhálshlaupið, Súlur Vertical, Snæfellsjökuls-

hlaupið og fleira.

Snorri Einarsson skíðagöngumaður úr Ulli var kjörinn íþróttamaður Reykjavíkur 2022

Snorri náði besta árangri skíðagöngumanns á Íslandi frá upphafi á Vetrar-

6
Víkingur SFR JR Víkingur Valur Valur Valur

ólympíuleikunum í Peking. Á Ólympíuleikunum náði hann 23. sæti í 50 km

skíðagöngu með frjálsri aðferð, 29. sæti í 30 km

skiptiganga, 36. sæti í 15 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð og varð í 19. sæti í liða sprettinum. Snorri varð einnig í 13. sæti á alþjóðlegu FIS móti í 15 km með frjálsri aðferð. Snorri er einnig þrefaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu á árinu í 10 km göngu með frjálsri aðferð, 15 km með hefbundinni aðferð og í 1 km sprettgöngu. Þá sigraði Snorri einnig í 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu.

Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Val var valið lið Reykjavíkur 2022

Valur átti frábært tímabil og eru Íslands-, bikar- og deildarmeistarar 2022. Vals liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu. Nýtt tímabil byrjar einnig vel hjá liðinu, þar sem þeir hafa aðeins tapað einum leik í deildinni. Einnig er Vals liðið að keppa í Evrópukeppninni þar sem þeir hafa staðið sig einstaklega vel.

Íslands, deildar-og bikarmeistarar 2022:

Íslands- og bikarmeistarar kvenna í knattspyrnu

Íslands- og bikarmeistarar karla í handknattleik

Bikarmeistarar kvenna í handknattleik

Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik

Íslandsmeistarar kvenna í handknattleik

Bikarmeistarar karla í knattspyrnu

Íslandsmeistarar kvenna í borðtennis

Íslandsmeistarar karla í tennis

Íslandsmeistarar kvenna í tennis

Íslandsmeistarar blandaðra

liða í tennis

Íslandsmeistarar karla í Judo

Íslandsmeistarar karla í keilu

Íslandsmeistarar kvenna í keilu

Bikarmeistarar karla í skylmingum

Íslandsmeistarar karla í borðtennis

7 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Afreksíþróttafólk
Valur Valur Valur Valur Fram Víkingur Víkingur HMR Fjölnir TBR JR ÍR KFR SFR KR-A ljósmynd:
baldur29@gmail.com

Alþjóðaleikar ungmenna

Alþjóðaleikar ungmenna hafa verið haldnir um víða veröld í yfir 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþóttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. ÍBR hefur með stuðningi frá Reykjavíkurborg sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001. Hér að neðan má sjá stutta umfjöllun um þátttöku Reykjavíkur á leikunum árið 2022 í Coventry en ekki var sent út lið á leikana 2021 vegna covid faraldurs.

Hópurinn:

Tennis:

Þorsteinn Þorsteinsson – Víkingur

Íva Jovisic – Fjölnir

Daníel Pozo – Fjölnir

Saulé Zukauskaite – Fjölnir

Carola Frank (þjálfari) – Fjölnir

Borðtennis: Benedikt Aron Jóhannsson – Víkingur Magnús Þór Holloway – KR Ársæll Aðalsteinsson (þjálfari) – Víkingur

Klifur:

Paulo Mercado Guðrúnarson – Klifurhúsið Garðar Logi Björnsson – Klifurhúsið

Þórdís Nielsen – Klifurhúsið

Eygló Elvarsdóttir – Klifurhúsið Hildur Björk Adolfsdóttir (þjálfari) – Klifurhúsið

Farastjóri í ferðinni var Darri Mcmahon.

Margrét Valdimarsdóttir var fulltrúi Reykjavíkurborgar á aðalfundi leikanna.

England, Coventry 2022: ÍBR sendi 10 keppendur og 3 þjálfara í þremurkeppnisgreinum á Aljóðaleika ungmenna í Coventry dagana 11-16 ágúst. Keppnisgreinar sem tekið var þátt í að þessu sinni af hálfu Reykjavíkur voru tennis, borðtennis og klifur.

Þess má geta að klifur var í fyrsta skipti keppnisgrein á Alþjóðaleikunum í Coventry. Ferðin og keppni gekk vel hjá hópnum og náðust margir góðir sigrar og ekki síst gríðarlega dýrmæt reynsla hjá öllum keppendum þrátt fyrir að engir keppendur hafi unnið til verðlauna að þessu sinni.

8

Grunnskólamót höfuðborga norðurlanda

Mótið var haldið í fyrsta skipti árið 1948 í Stokkhólmi. Síðan þá hefur mótið verið haldið ár hvert til skiptis í Kaupmannahöfn, Osló, Helsinki og Stokkhólmi fram til ársins 2011 en þá var það haldið í fyrsta sinn í Reykjavík. Markmið mótsins er að sameina skólaungmenni á Norðurlöndum í gegnum íþróttir og rækta þannig norrænan frændskap. Fyrir utan íþróttakeppnina sjálfa er lögð áhersla á að ungmennin kynnist hvert öðru sem og sögu landsins sem heimsótt er og venjum þess.

Mótið er haldið í síðustu viku í maí ár hvert. Fyrir hverja höfuðborg keppa 41 nemandi, 14 ára og yngri: 15 drengir í knattspyrnu, 10 stúlkur í handknattleik, 8 stúlkur í frjálsum íþróttum og 8 drengir í frjálsum íþróttum. Auk þess fylgja keppendum fjórir þjálfara og tveir fararstjórar. Þjálfarar Reykvísku keppendanna eru menntaðir íþróttakennarar og hefjast æfingar nokkrum mánuðum fyrir hvert mót.

ÍBR sér um undirbúning og þátttöku í samráði við ÍTR, grunnskóla borgarinnar, íþróttafélögin í Reykjavík og sérráðin.

Reykjavík 2021

Búið var að undirbúa mótahald í Reykjavík í lok maí 2021 en vegna COVID 19 var ekkert mótahald. Einnig var gistiheimilinu, sem notað hefur verið fyrir þátttakendur, breytt í skrifstofur svo ekki verður hægt að halda mótið í Reykjavík fyrr en úrlausn finnst á nýrri gistiaðstöðu fyrir hópinn. Unnið var að því ásamt hinum þjóðunum að finna út hvenær Reykjavík heldur næst mótið.

Osló 2022

Undirbúningur allra þjálfara reykvísku liðanna hófst í febrúar/mars fyrir mótið í Osló sem er mun seinna en vanalega sökum sóttvarnarreglna og hræðslu við smit meðal nágrannalandanna. Úrtakið gekk þó vel og mikið af virkilega flottu upprennandi íþróttafólki úr að velja. Mótahaldið gekk vel og okkar krökkunum gekk mög vel að keppa og yfir heildina litið var þetta besti árangur Reykvíska liðsins til þessa. Allir hópar fengu því verðlaunapening við heimkomu í anddyri Laugardalshallarinnar.

9 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Afreksíþróttafólk

Styrktarsjóður

Markmið Styrktarsjóðsins er :

Að styðja við útbreiðslu íþrótta í Reykjavík þar sem miðað er sérstaklega að því að gefa breiðari hópi barna og unglinga tækifæri til að taka þátt í íþróttastarfi.

Átaksverkefni til eflingar íþróttastarfs.

Þátttöku þjálfara í námskeiðum.

Námskeiðahald aðildarfélaga og sérráða.

Félög eru hvött til þróunar og nýbreytni í verkefnavali.

Verkefni sem styðja afreksíþróttafólk í að sækja sér þjálfun eða taka þátt í mótum sem eru viðbót við reglubundna þjálfun eða keppni.

Umsækjendur skulu vera aðilar að ÍBR, það á við m.a. afreksfólk, einstakar, deildir innan félaga. Alla jafna er úthlutað úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári og er skilafrestur umsókna alla jafna 15. mars og 15. september. Úthlutun skal sérstaklega taka mið af íþróttastefnu ÍBR og jafna möguleika allra til íþróttaiðkunar. Fjárhæð til úthlutunar ár hvert kemur úr Framkvæmdasjóði ÍBR samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar ÍBR. Sökum tekjutaps vegna COVID var ekki úthlutun úr sjóðnum 2021 og einnig vor 2022. Umsóknir skulu berast stjórn sjóðsins á þar til gerðum eyðublöðum. Úthlutað var úr sjóðnum einu sinni á árunum 2021-2022 og voru styrkupphæðir á bilinu 30 til 250 þúsund krónur. Skila þarf stuttri skýrslu og kvittunum fyrir að lágmarki fyrir upphæð úthlutaðs styrks.

Árið 2022 var frestur umsókna færðu til október og voru alls 34 umsóknir samþykktar af þeim 57 sem bárust og þar af voru 19 umsóknir fyrir einstaklinga í afreksíþróttum og 15 fyrir önnur verkefni. Á meðal verkefna sem fengu stuðning voru námskeið, kynningar og átaksverkefni félaga og sérráða. Einn styrkjanna á tímabilinu var greiddur út árið 2022 en vænta má að skýrslur frá umsækjendum verði sendar til ÍBR á fyrri hluta árs 2023.

Yfirlit yfir úthlutun 2021-2022

Haust 2022 – 34 styrkir – 4.280.000

Samtals 2021-2022 4.280.000 kr.

10 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Styrkir & sjóðir

Aðildarfélög ÍBR eru um 70 talsins og þjónustar ÍBR þau varðandi ýmis málefni. Á árunum voru úthlutaðir eftirfarandi strykir:

Stykir (í milljónum kr.)

Mannvirkja- og vallarstyrkir

Fyrirmyndarfélög Ný aðildarfélög

Frá árinu 2003 hafa íþróttafélög og deildir í Reykjavík fengið gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Fjórum árum eftir að viðurkenning fæst þarf að endurnýja umsóknina og uppfæra handbook, annars fellur hún úr gildi. Nú í byrjun árs 2023 eru eftirfarandi félög/deildir innan ÍBR með viðurkenninguna:

Knattspyrnufélag Reykjavíkur

Skautafélag Reykjavíkur listhlaupadeild

Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg

Um áramótin 2022-23 átti samstarfssamningur borgarinnar og ÍBR að renna út. Í ljósi þess að vinna við skýrslu vinnuhóps sem í voru fulltrúar borgarinnar, félaganna og ÍBR hafði dregist nokkuð var ákveðið að að framlengja þágildandi samning um eitt ár til að gefa betra tækifæri til að nýta niðurstöður hópsins við gerð nýs samnings.

Heldur minna hefur verið um umsóknir nýrra félaga allra síðustu ár. Engu að síður fengu 4 félög aðild að ÍBR 2021 og 2022:

Aþena íþróttafélag Skautafélagið Jökull Knattspyrnufélagið Árbær Golfklúbburinn Esja

11 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Styrkir & sjóðir / Aðildarfélög
Íþróttafulltrúar Þjónusta og sumarstarf Erlendir ferðastyrkir Sérráð 2021 1181,2 110,2 268,5 5,3 1,6 2022 1214,2 113,4 290,7 11,5 7,7
Styrkir til Íþróttafélaga og sérráða

Iðkendendur í Reykjavík

Hér má sjá iðkendatölur í fjórum flokkum auk samtölu úr Felix sem skráðar voru árið 2021 en tilheyra árinu 2020

Aikikai Reykjavík

Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur

Dansfélag Reykjavíkur

Dansfélagið Bíldshöfði Fenrir

Fisfélag Reykjavíkur

Frisbígolffélag Reykjavíkur

Glímufélag Reykjavíkur

Glímufélagið Ármann

Golfklúbbur Brautarholts

Golfklúbbur Reykjavíkur

Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur

Hestamannafélagið Fákur

Hjólreiðafélag Reykjavíkur

Hjólreiðafélagið Tindur

Hnefaleikafélag Reykjavíkur

Hnefaleikafélagið Æsir

Háskóladansinn

Jaðar Íþróttafélag

Ju Jitsufélag Reykjavíkur

Júdofélag Reykjavíkur

Karatefélag Reykjavíkur

Karatefélagið Þórshamar

Kayakklúbburinn

Keilufélag Reykjavíkur

Kf. Breiðholt

Klifurfélag Reykjavíkur

Knattspyrnufélag Reykjavíkur

Knattspyrnufélag Vesturbæjar

Knattspyrnufélagið Afríkuliðið

Knattspyrnufélagið Berserkir

Knattspyrnufélagið Elliði

Knattspyrnufélagið Fram

Knattspyrnufélagið Hlíðarendi Knattspyrnufélagið Mídas

12 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Aðildarfélög
Knattspyrnufélagið
Knattspyrnufélagið Víkingur Knattspyrnufélagið Úlfarnir Knattspyrnufélagið Þróttur Kraftlyftingafélag Reykjavíkur Kórdrengir Lyftingafélag Reykjavíkur Rathlaupafélagið Hekla Rugbyfélag Reykjavíkur Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey Skautafélag Reykjavíkur 60 0 115 67 0 2 35 36 1.676 10 107 148 334 224 6 143 47 0 0 25 165 104 148 0 16 1 565 2.810 4 0 0 0 1.958 28 0 1.280 1.235 0 1.454 1 0 14 35 3 14 444 151 85 245 14 0 255 200 212 298 483 3.775 147 1.645 229 391 117 317 0 0 152 288 61 81 491 133 56 1.053 607 70 84 60 96 1.037 91 49 199 475 0 657 143 22 275 80 61 156 71 69 10 236 61 0 17 50 31 1.001 93 1.278 111 1.179 137 121 58 113 0 0 70 85 56 72 100 51 0 616 1.186 0 0 0 0 1.144 24 0 547 730 0 750 78 0 108 52 9 34 364 142 75 124 20 0 240 185 217 973 400 2.604 184 800 316 276 202 251 0 0 107 368 109 157 391 98 57 1.002 2.231 74 84 60 96 1.851 95 49 932 980 0 1.361 66 22 181 63 55 136 151 211 85 360 81 0 257 235 248 1.974 493 3.882 295 1.979 453 397 260 364 0 0 177 453 165 229 491 149 57 1.618 3.417 74 84 60 96 2.995 119 49 1.479 1.710 0 2.111 144 22 289 115 64 170 515
Valur
FÉLAG 17 ÁRA OG YNGRI KONUR KARLAR 18 ÁRA OG ELDRI SAMTALS

Ungmennafélag

Ungmennafélagið Fjölnir

Ungtemplarafélagið Hrönn

Vængir Júpiters

Vélhjólaíþróttaklúbburinn

Íþróttafélag Breiðholts

Íþróttafélag Reykjavíkur

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík

Íþróttafélag kvenna

Íþróttafélag stúdenta

Íþróttafélagið Carl

Íþróttafélagið Drekinn

Íþróttafélagið Freyja

Íþróttafélagið Fylkir

Íþróttafélagið Leiknir

Íþróttafélagið Léttir

Íþróttafélagið Styrmir

Íþróttafélagið Ösp

Samtals:

13 0 1 0 120 26 362 1 11 1.279 53 3.579 0 18 85 0 1.940 34 0 0 0 51 23 1.578 179 2 0 88 22.744 60 1.478 816 1.079 16 329 50 82 2.103 50 722 15 73 1.332 15 604 168 43 17 18 340 81 337 125 72 0 232 25.369 0 122 146 360 18 361 21 11 1.299 26 2.095 3 0 151 0 1.018 73 43 0 0 186 35 1.049 92 0 0 134 17.884 60 1.357 670 839 24 330 30 82 2.083 77 2.206 12 91 1.266 15 1.526 129 0 17 18 205 69 866 212 74 0 186 30.229 60 1.479 816 1.199 42 691 51 93 3.382 103 4.301 15 91 1.417 15 2.544 202 43 17 18 391 104 1.915 304 74 0 320 48.113 Skautafélagið Björninn Skotfélag Reykjavíkur Skvassfélag Reykjavíkur Skylmingafélag Reykjavíkur Skíðagöngufélagið Ullur Sundfélagið Ægir Sundknattleiksfélag Reykjavíkur Svifflugfélag Íslands - Reykjavík Tennis og badmintonfélag Reykjavíkur
Kjalnesinga
FÉLAG 17 ÁRA OG YNGRI KONUR KARLAR 18 ÁRA OG ELDRI SAMTALS

Heilsuefling aldraðra

Öll hverfafélögin í Reykjavík eru með hreyfiúrræði fyrir eldri aldurshópa, þar sem ýmist aðalstjórn eða deildir félaganna bjóða upp á ýmiskonar hreyfingu. Sum félögin eru í góðu samstarfi við aðila í nærumhverfi sínu. Fjölnir er í góðu samstarfi við Korpuúlfa, sem er félag aldraðra í Grafarholti. Boðið er upp á t.d. göngu í Egilshöll og Frísk í Fjölni. Víkingur er í samstarfi við ÍTR þar sem boðið er upp

á leikfimi í Víkingsheimilinu. ÍR er með leikfimishóp, Fylkir er með fimleikahóp og söguhóp. Þróttur er með þrektíma, Ármann er með fimleikahóp og Fram er með Fit í Fram. KR og Valur eru í samstarfi við þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnin heita Kraftur í KR og Vítamín í Val. Ju Jitsufélag Reykjavíkur er einnig með

tíma fyrir 60+. Sótt var um í Borgarsjóð og Lýðheilsusjóð til að styðja við þessi verkefni fyrir árið 2021 og 2022. Tillaga var send til ÍTR þess efnis að hvetja ÍTR/

borgina til að tryggja fjármagn fyrir rekstrinum til frambúðar og skapa þann stöðuleika sem þarf fyrir íþróttafélögin til að geta þjónustað þennan hóp.

Starfsdagur hjá íþróttafélögum

Haustið 2022 stóð Íþróttabandalag

Reykjavíkur fyrir mikilvægum

fræðsluerindum fyrir öll aðildarfélög

ÍBR. ÍBR fór í heimsókn í öll níu

hverfafélög Reykjavíkur (Ármann, Fjölnir, Fram, Fylkir, ÍR, KR, Valur, Víkingur, Þróttur), þar sem þjálfarar og starfsfólk félaganna fengu fræðslu.

ÍBR stefnir að því að vera með

fræðsludaga tvisvar á ári, þ.e. einu sinni á önn, þar sem fjallað er um málefni sem skipta íþróttahreyfinguna

í Reykjavík máli. Í þetta skipti fengu

íþróttafélögin fræðslu um jafnrétti og ómeðvitaða hlutdrægni, fjölmenningu og inngildingu í íþróttastarfi, og hinseginfræðslu.

Fyrirlesarar voru Sóley Tómasdóttir, kynja og fjölbreytileikafræðingur, Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við Háskóla Íslands, og Sveinn Sampsted, íþróttafræðingur og fræðari hjá Samtökunum 78.

Árið 2022 lagði ÍBR enn meiri áherslu á jafnréttis- og siðamál í greiðslusamningum íþróttafélaganna. Meðal annars að hverfafélögin ættu að senda þjálfara og starfsfólk félagsins á þessa fræðslu, einnig var hinum tæplega 70 aðildarfélögum ÍBR einnig boðið sama fræðsla.

Það hefur margsýnt sig í rannsóknum

að börn sem stunda íþróttir líður betur, sofa betur, standa sig betur í námi, og neyta sjaldnar áfengis og vímuefna. Því er mikilvægt að þjálfarar, starfsfólk og þau sem koma að íþróttaiðkun barna séu meðvituð um jaðarhópa og jafnrétti og geti því aðstoðað öll við að stunda íþróttir.

Íþróttabandalag Reykjavíkur leggur

mikla áherslu á að íþróttir séu fyrir öll og er þessi fræðsla einn liður í því. ÍBR vill hlúa að betra samfélagi fyrir öll.

14 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Aðildarfélög

Regnabogavottun Hinseginfræðsla

Íþróttabandalag Reykjavíkur fékk Regnbogavottun Reykjavíkurborgar

árið 2022. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.

Starfsfólk skrifstofu ÍBR tók þátt í frábærri fræðslu um hinsegin málefni, stjórnendur fylltu út spurningalista, gerð var úttekt á skrifstofu ÍBR og

Öll í sama liði

vefsíðum. ÍBR er með virka jafnréttisáætlun og mannréttindaáætlun þar sem hinsegin málefni eru meðal annars.

Íþróttabandalag Reykjavíkur hvetur öll íþróttafélög í Reykjavík í að fara í gegn um þetta vottunarferli til að vera hinseginvænni.

Fræðslan er þungamiðjan í Regnbogavottuninni en hún byggir á ýmsum skemmtilegum verkefnum um hinseginleika og beinist einnig að því að

Hverfafundir undir nafninu Öll í sama liði fóru fram í öllum hverfum borgarinnar árið 2022. Fundaröðin var samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og Íþróttabandalags

Reykjavíkur.

Markmið fundanna var að kalla saman fulltrúa frá ólíkum hagsmunaaðilum í hverfinu og ræða hvernig bregðast má við óæskilegri hegðun, ómenningu og áreitni meðal barna og unglinga í sameiningu. Hver fundur var um tvær klukkustundir, þátttakendur hlýddu á stutt fyrir fram upptekin fræðsluerindi í upphafi og svo fóru fram umræður í hópum. Erindin á fundunum voru frá Vöndu Sigurgeirsdóttur frá KSÍ, Sif Atladóttur landsliðskonu í knattspyrnu og Þorsteini V. Einarssyni frá Karlmennskunni.

Á fundina mættu fulltrúar frá foreldrafélögum, leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, ungmennaráðum, þjónustumiðstöðvum, sundlaugum, íþróttafélögum og fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Þátttakendur voru hvattir til að halda vinnunni áfram og taka samtalið með virkri þátttöku barna og ungmenna í þeirra hverfi og fá þau með í lið til að skapa enn betra hverfi og samfélag fyrir öll. Í sumum hverfum er þegar búið að halda fleiri fundi, mynda vinnuhópa og í a.m.k. einu hverfi er búið að leggja drög að stærra verkefni sem eflir samstarf milli aðila hverfisins hvað varðar jákvæð samskipti.

Helstu niðurstöður hvers fundar voru sendar í hvert hverfi fyrir sig og þátttakendum veittur aðgangur að erindunum sem sýnd voru á fundinum til að vinna áfram með í sínu nærumhverfi. Niðurstöður fundanna voru síðan nýttar til að útbúa veggspjald sem dreift verður í öll hverfi borgarinnar í haust. ÍBR mun sjá til þess að veggspjöldin fari í íþróttahúsin í Reykjavík.

skoða með hvaða hætti hver og einn vinnustaður geti verið hinseginvænni. Fræðslan er útbúin sérstaklega til að henta þeirri starfsemi sem um ræðir á hverjum stað fyrir sig. Í heildina eru þetta 4.5klst af fræðslu.

15 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Aðildarfélög

Fjölmenning

Haustið 2018 skipaði Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð starfshóp til að móta tillögur um fjölmenningarfræðslu fyrir sjálfboðaliða og þjálfara í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík. Sá hópur hélt áfram vinnu sinni árin 2021 og 2022.

Tilgangur með vinnu starfshópsins er að opna huga og fræða sjálfboðaliða og þjálfara í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík um margbreytileika samfélagsins og menningarnæmni (e. intercultural competence). Bæta móttöku iðkenda af erlendum uppruna og stuðla að menningarnæmni þjálfara, sjálfboðaliða, starfsmanna, iðkenda og forráðamanna þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík.

Helstu verkefni starfshópsins voru eftirfarandi:

Kynna sér fyrirliggjandi efni um fjölmenningarfræðslu

Funda með aðilum með þekkingu og reynslu í málaflokknum

Skoða efni frá öðrum löndum

Gerðir voru verkferlar um móttöku og samskipti við forráðamenn og nýja iðkendur af erlendum uppruna fyrir aðila sem standa að íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík. Í

framhaldi af því heimsótti ÍBR hverfafélögin 9 og kynnti fyrir þeim

móttökuáætlunina. Móttökuáætlunina er að finna í verkfærakistu fjölmenningar á vef ÍBR, ibr.is/fjolmenning

ÍBR bjó til verkfærakistu fjölmenningar á heimasíðu ÍBR sem inniheldur upplýsingar um fjölmenningu.

Bæklinga á íslensku, ensku og pólsku til að einfalda nýjum iðkendum að finna hvar er hægt að æfa hverja íþrótt og hvað er í boði í þeirra hverfi. Móttökuáætlun og annað fræðsluefni um fjölmenningu. Eftir það kom í ljós að Æskulýðsvettvangurinn var kominn langt á veg með að útbúa vefsíðu með upplýsingum um fjölmenningu og inngildingu. Æskulýðsvettvangurinn hefur nú klárað síðuna og er hún komin í loftið. Vefsíðan inniheldur meðal annars upplýsingar um fjölmenningu, skilgreiningar á hugtökum, fjölmenningar- og inngildingarstefnu, viðbragðsáætlun vegna fordóma og kynþáttahaturs, gátlista fyrir inngildingu í íþróttafélögum, og möguleika til að bóka fræðslu og vinnustofur. Vefsíðan verður aðgengileg á verkfærakistu fjölmenningar á vef ÍBR undir fjölmenning.

Íþróttabandalag Reykjavíkur skyldaði alla þjálfara og starfsfólk níu hverfafélaganna í Reykjavík í árlega fræðslu með því að setja fræðsluna sem skyldu í þjónustusamningum við hverfafélögin. Fræðslan í ár fór fram í september/október og var hinum 70

félögunum boðið að mæta í fræðsluna. Fræðslan sem þjálfararnir og starfsfólkið fékk var:

Fjölmenningarfræðsla

Sema Erla Serdar

Hinseginfræðsla

Samtökin 78

Samskipta/ofbeldisfræðsla Sóley Tómasdóttir

Bæklingar fyrir öll hverfi í Reykjavík

Vinnuhópurinn útbjó bækling fyrir hverja og eina þjónustumiðstöð í Reykjavík til að einfalda nýjum iðkendum að finna hvar er hægt að æfa hverja íþrótt og hvað er í boði í þeirra hverfi. Bæklingarnir eru allir á íslensku, ensku og pólsku. Bæklingurinn var hafður myndrænn til að ná til sem flestra. Bæklingnum var dreift í allar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík.

Bæklingana má nálgast á vef ÍBR, ibr.is/fjolmenning.

16 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Aðildarfélög

Rafræn könnun á sálfélagslegum áhættuþáttum

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Líf og sál sálfræðistofa unnu saman að gerð könnunar til að senda út á aðildarfélög ÍBR. Markmiðið með könnuninni var að safna upplýsingum um sálfélagslega áhættuþætti meðal iðkenda hjá 9 stærstu íþróttafélögum Reykjavíkur. Spurningunum var skipt niður í fjóra þætti; samskipti og framkoma, líðan og álag, þjálfun og skipulag og

neikvæð hegðun (einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi).

Könnunin skoðaði meðal annars mismunun fólks eftir kyni, uppruna, trúarbrögðum, húðlit, kynhneigð og öðrum þáttum.

Meðal spurninga voru til dæmis: “Hefur þú tekið eftir því hjá íþróttafélaginu að fólki sé mismunað eftir kyni, uppruna, trúarbrögðum,

húðlit, kynhneigð eða öðrum þáttum?”.

Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á ráðstefnu Reykjavíkurleikanna, SPORTS 2023, í byrjun febrúar 2023.

17

Frístundaakstur

Frístundakstur hverfafélaganna er hugsaður til þess að færa æfingar yngstu iðkenda fyrr á daginn og jafna hlut iðkenda gagnvart aðgengi að íþróttamannvirkjum borgarinnar auk þess sem að mannvirkin nýtast mun betur. Það liggur fyrir að stór hluti barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi og frístundaaksturinn er mjög góð leið til að einfalda heildarskipulag hvers dags hjá fjölskyldum í borginni. Minni umferð einkabíla og aukin viðvera í vinnu hlýtur að vera jákvætt fyrir samfélagið. Kostnaður við að halda þessum akstri úti er talsverður og fer vaxandi vegna verðhækkana enda hefur hann reynst félögunum þungur.

Getraunir - Getspá

Tekjur frá Íslenskum getraunum og Getspá hafa alltaf gengt mikilvægu hlutverki innan íþróttahreyfingarinnar og eru lykilþáttur í tekjuöflun íþróttafélaganna.

Samkvæmt reglum Getrauna bera þeir mest úr býtum sem selja mest þ.e. þeir fiska sem róa. Áheit og sölulaun félaganna má sjá í töflunni hér að neðan. Samkvæmt lögum um Getraunir skal skipta milli héraðssambanda út svokölluðum 3% potti miðað við sölu aðildarfélaga þeirra. ÍBR fékk skv. þessari reglu 22,0 millj. kr fyrir árin 2021 og 2022.

Styrkur borgarinnar til þessa verkefnis hefur verið um 20 milljónir króna frá árinu 2017. Að undanförnu hefur barátta ÍBR gagnvart akstrinum snúist um tryggja það að félögin geti ráðið til sín starfsfólk til að hafa eftirlit með börnunum í vögnunum. Í flestum tilfellum eru börnin ein í vögnunum en það getur boðið upp á ýmsa óæskilega hegðun auk þess sem það eykur öryggi. Því miður hefur okkur ekki orðið ágengt í að fá aukið fjármagn í þetta verkefni og því miður gæti hæglega farið svo að þessu verði sjálfhætt ef fram heldur sem horfir.

Á tímabilinu 2021-2022 var úthlutaður tekjuafgangur af Íslenskri getspá (Lottó-hagnaður) 335,5 millj.kr. Þegar arði frá Íslenskri getspá er úthlutað skiptir miklu máli hvort héraðssambönd eru aðilar að bæði ÍSÍ og UMFÍ eða aðeins ÍSÍ. Þeir sem eru aðilar að báðum samtökunum fá úthlutað lottóhagnaði frá báðum aðilum. Þrátt fyrir að ÍBR hafi nú fengið aðild að UMFÍ fær bandalagið ekki úthlutað lottó frá UMFÍ. Til að svo megi verða þurfa ÍSÍ og UMFÍ að komast að samkomulagi um sameiginlega skiptingu lottós.

Áheit og sölulaun söluhæstu Reykjavíkurfélaganna í Ísl.getraunum voru:

Félag:

Íþróttafélag fatlaðra

Knattspyrnufélagið Víkingur

Knattspyrnufélagið Fram

Knattspyrnufélagið Valur Íþróttafélag

Félag:

Íþróttafélag fatlaðra

Knattspyrnufélagið Víkingur

Knattspyrnufélagið Fram

Knattspyrnufélagið Valur

Knattspyrnufélag Reykjavíkur

18 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Aðildarfélög
Reykjavíkur 2021 12.054.347 6.361.504 1.409.693 988.394 749.763 2022 10.832.646 3.728.671 1.547.303 792.414 789.425

Yfirlit yfir skiptingu Lottótekna í þúsundum króna talið:

Félag:

Aikikai Reykjavík

Dansfélag Reykjavíkur

Dansfélagið Bíldshöfði

Frisbígolffélag Reykjavíkur

Glímufélag Reykjavíkur

Glímufélagið Ármann

Golfklúbbur Reykjavíkur

Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur

Hestamannafélagið Fákur

Hjólreiðafélag Reykjavíkur

Hjólreiðafélagið Tindur

Hnefaleikafélag Reykjavíkur

Hnefaleikafélagið Æsir

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík

Íþróttafélag Reykjavíkur

Íþróttafélagið Drekinn Íþróttafélagið Fylkir

Íþróttafélagið Leiknir

Íþróttafélagið Ösp

Jaðar Íþróttafélag

Ju Jitsufélag Reykjavíkur

Júdofélag Reykjavíkur

Karatefélag Reykjavíkur

Karatefélagið Þórshamar

Keilufélag Reykjavíkur

Klifurfélag Reykjavíkur

Knattspyrnufélag Reykjavíkur

Knattspyrnufélagið Fram Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnufélagið Víkingur

Knattspyrnufélagið Þróttur

Kraftlyftingafélag Reykjavíkur

Rathlaupafélagið Hekla Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey Skautafélag Reykjavíkur

19
Skíðaföngufélagið Ullur Skotfélag Reykjavíkur Skvassfélag Reykjavíkur Skylmingafélag Reykjavíkur Sundfélagið Ægir Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Ungmennafélag Kjalnesinga Ungmennafélagið Fjölnir Vélhjólaíþróttaklúbburinn 2021 490 873 456 43318.991 1.121 1.160 1.158 499965 668 1.685 16.746 553 14.659 1.277 1.685471 569 632 776 440 1.697 17.049 12.077 13.030 13.223 10.351 1.563 460 515 3.734 431 200 463 847 1.211 3.007 516 22.621 475 2022 455 570 843 426 443 19.248 941 1.190 827 510 604 786 541 1.651 16.137 468 14.595 999 1.651 515 413 775 603 794 401 2.210 16.494 11.565 13.237 13.186 10.280 350 393 522 3.608 449621 1.021 2.696 1.699 20.419 619 Samtals: 945 1.443 1.299 859 443 38.239 2.062 2.350 1.985 1.009 604 1.751 1.209 3.336 32.883 1.021 29.254 2.276 3.336 515 884 1.344 1.235 1.570 841 3.907 33.543 23.642 26.267 26.409 20.631 1.913 853 1.037 7.342 880 200 463 1.468 2.232 5.703 2.215 43.040 1.094

Samstarf með

Siðferðisgáttinni

ÍBR leggur mikla áherslu á fagleg vinnubrögð þegar koma upp ósætti eða óviðeigandi mál innan íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík. Því var það eðlilegt skref fyrir ÍBR að huga að starfsfólki sínu með því að hefja samstarf við Siðferðisgáttina.

Siðferðisgáttin kemur inn sem óháður ráðgjafi ef ágreiningsmál koma upp innan fyrirtækja er varðar óæskilega framkomu eða ef starfsmenn upplifa vanlíðan á sínum vinnustað. Siðferðisgáttin styður við bakið á öflugu mannauðsstarfi fyrirtækja og stofnana með það að leiðarljósi að efla vellíðan á vinnustað.

áætlun

Samræmd viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf á landinu var gefin út í nóvember 2022.

Áætlunin var unnin af vinnuhóp sem Sigurbjörg Sigurpálsdóttir samskiptaráðgjafi leiddi og í honum voru fulltrúar frá eftirfarandi samtökum;

Bandalagi íslenskra skáta (BÍS), Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), Kristilegu félagi ungra manna og kvenna (KFUM og K), Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) og Æskulýðsvettvanginum (ÆV).

Markmið viðbragðsáætlunar er að færa aðilum innan íþrótta- og

æskulýðsfélaga og samtaka um allt land áætlun vegna atvika og áfalla sem upp geta komið í starfinu svo að viðbrögð allra íþrótta- og æskulýðsfélaga séu eins.

Í áætluninni er að finna verkferla sem fylgja skal þegar upp koma atvik eða áföll í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Viðbragðsáætlunin er einföld og á við í öllum tilvikum, óháð því um hvaða aðila og atvik er um að ræða. Dæmi um atvik sem að viðbragðsáætlunin nær til eru slys, veikindi, náttúruhamfarir, einelti og ofbeldi. Einnig eru þar gagnlegar upplýsingar um meðal annars ferðalög, hinseginleika og fjölmenningu og inngildingu í félagsstarfi, öryggismál og skráningu atvika.

Áætlunin nær yfir alla starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga á landinu, aðildarfélaga, þátttakendur,

stjórnendur, yfirmenn, starfsfólk, sjálfboðaliða og aðra ábyrgðaraðila innan félaganna. Þó að starfsemin geti verið misjöfn á milli félaga þá er mikilvægt að öllum líði vel við leik og störf í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Allt fólk á að geta gengið að því vísu að félagsstarf þess bjóði upp á öruggt umhverfi og að fólk fái að vera óáreitt í félagsstarfinu, óháð aldri, kynferði eða stöðu að öðru leyti. Sömuleiðis á allt fólk að geta leitað réttar síns ef atvik koma upp, án þess að óttast afleiðingar. Ýmis atvik geta komið upp og mikilvægt er að geta brugðist við á sem bestan máta. Erfitt er að gera öllum mögulegum atvikum skil en mikilvægt er að hafa einhverjar grunnreglur til að fylgja.

20 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Aðildarfélög
Viðbragðs

Jafnréttisheimsóknir

skoða hvernig félögin eru að standa sig í jafnréttis og siðamálum.

Það sem skoðað er í þessum heimsóknum er meðal annars:

Janfrétti kynja - Kynjahlutföll iðkenda, starfsfólks, þjálfara, stjórnarmeðlima.

Aðstaða, búnaður, æfingatímar, menntun þjálfara og tækifæri til menntunar

Verðlaunagripir, umfjöllun, auglýsingar, fyrirmyndir

Laun og hlunnindi, fjárveitingar, úthlutun úr sjóðum, fjáraflanir og ágóði þeirra

Stjórnir, ráð og nefndir - Kynjahlutfall, þátttaka ólíkra hópa

Jafnréttisstefna - Hvenær var jafnréttisstefnan síðast endurskoðuð? Eftirfylgni, kynning á stefnu fyrir

Hús ÍBR

Talsverð undirbúningsvinna fór fram á starfstímabilinu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við hús ÍBR. Unnið var

að gerð fjárhagsáætlana fyrir byggingu hæðar ofan á húsið, fyrir klæðningu hússins í heild og jarðskjálftastyrkinga. Viðræður við ÍSÍ fóru einnig fram

iðkendum og starfsfólki Ofbeldis- og siðamál - Kynning siðareglna og hegðunarviðmiða fyrir iðkendum og starfsfólki.

Verkferlar þegar upp koma ofbeldismál. Kynning verkferla fyrir iðkendum og starfsfólki.

Fjöldi mála sem hafa komið upp í félaginu.

Fólk af erlendum uppruna - Kynning á íþróttastarfsemi. Er unnið eftir móttökuáætlun fyrir börn og unglinga af erlendum uppruna? Tungumál upplýsinga til iðkenda og foreldra. Fjölbreytileiki mynda í kynningarefni. Hlutfall iðkenda, starfsfólks, þjálfara og sjálfboðaliða af erlendum uppruna.

Hinsegin iðkendur - Aðgengi að salernum/búningsklefum. Hinseginfræðsla, hinseginvænt umhverfi.

Tenging milli íþróttafélagsins og Tjarnarinnar eða Samtakanna 78.

Fatlaðir iðkendur - Aðgengi að íþróttaaðstöðu, búningsklefa og salernisaðstöðu. Stuðningur, aðstoðarmanneskjur, búnaður. Sýnileiki og hlutfall/fjöldi fatlaðra iðkenda.

Efnaminni iðkendur - Styrkir, fella niður æfingagjöld, samvinna við þjónustumiðstöð og/eða skóla.

varðandi sameiginlega þætti í mögulegum framkvæmdum. Þegar að ákvarðanatöku var komið blöstu við gríðarlegar hækkanir á byggingarkostnaði og var því ákveðið að fresta ákvörðunum og vonast eftir að verð myndi lækka. Eins var ljóst að

væntanlegur leigutaki var ekki tilbúinn að greiða hærri leigu. Það liggur þó fyrir að taka þarf ákvörðun fyrr en seinna um framkvæmdir því að húsið þarfnast viðhalds og tíminn er ekki að vinna með okkur þar.

21 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Aðildarfélög / Stjórnun & rekstur
Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur frá árinu 2021 heimsótt öll níu hverfafélög Reykjavíkur einu sinni á ári og mun gera það árlega. Hverfafélög ÍBR eru Ármann, Fjölnir, Fram, Fylkir, ÍR, KR, Valur, Víkingur og Þróttur. Tilgangur heimsóknanna er að

Formannafundur

Formannafundur ÍBR var haldinn í Laugardalshöll þriðjudaginn 22. nóvember 2022. Þar var kynnt vinna starfshóps umhverfisíþróttafélög sem og vinna starfshóps um styrki til íþróttastarfs.

Sérráð og

Sérgreinanefndir

Sérráðin og nefndirnar eru eins og gengur misvirk. Flest hafa það verkefni helst að halda utan um Reykjavíkurmót í sinni grein.

Einhverjir aðilar koma að skiptingu æfingatíma í sérhæfðum mannvirkjum fyrir viðkomandi grein og einhver sinna hagsmunabaráttu fyrir sína grein.

Þau sérráð/nefndir sem eru

virk eru:

Badmintonráð

Borðtennisráð

Fimleikaráð

Frjálsíþróttaráð

Handknattleiksráð

Íshokkínefnd

Júdóráð

Karatenefnd

Keilunefnd

Körfuknattleiksráð

Knattspyrnuráð

Skíðaráð

Sundráð

Tennisnefnd

Heiðursviðurkenningar

Gullstjarna

2021

Sigríður Jónsdóttir

Snorri Þorvaldsson

Gullmerki

2018

Birgir Gunnlaugsson

Málfríður Sigurhansdóttir

Jón Karl Ólafsson

Björn Einarsson

Guðmundur Pétursson

Þór Björnsson

2019

Steinn Halldórss

Eiríkur Þ. Einarsson

Gunnar Guðjónsson

2022

Þórður Daníel Bergmann

Fulltrúar ÍBR í stjórnum, ráðum og nefndum

Rekstrarnefnd Skautahallar

Stjórn Íslenskra getrauna

Áheyrnarfulltrúi í Menningarog íþróttaráði Reykjavíkur

Gígja Gunnarsdóttir

Björn Björgvinsson

Lilja Sigurðardóttir

Viggó H. Viggósson til vara

Ingvar Sverrisson

Frímann Ari Ferdinandsson til vara

22 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Stjórnun
og rekstur

Skautahöllin í Laugardal

Rekstur Skautahallarinnar í Laugardal gekk nokkuð vel bæði árin. Vissulega varð talsvert tekjutap vegna lokana í covid en það náðist líka að spara í rekstri á móti. Hafinn er undirbúningur að því að skipta um batta kringum ísinn sem uppfylla ekki lengur alþjóðlegar kröfur. Eins er unnið að því að fá stóran skjá í salinn en núverandi skortafla er komin á tíma. Þá er stefnt að því að setja sæti í stúkuna en hingað til hafa gestir setið á pöllum. Einnig er stefnt að því að hefja næsta vetur vinnu við hönnun æfingasvells og viðbygginga auk endurnýjunar á hluta af núverandi aðstöðu sem er löngu orðið tímabært.

Almenningstímar í íþróttahúsum grunnskóla Reykjavíkur

Eins og undanfarin ár hefur ÍBR séð um útleigu á æfingatímum til almennings í

íþróttamannvirkjum skólanna í

Reykjavík. Alls eru 13 skólar sem eru í

útleigu og hóparnir eru 130 og eru því um 1500 manns sem nýta sér þessa þjónustu. Tímabilið er frá 1.sept – 30. apríl.

Flestir hóparnir stunda knattspyrnu og eru þeir í stærri sölunum en í þeim minni er körfubolti vinsælastur. Einnig er stundað blak og leikfimi og margar aðrar íþróttagreinar.

Samstarf okkar við ÍTR og skólanna hefur gengið mjög vel og í þeim skólum sem íþróttafélögin nýta byrja þau klukkan 15:00 og ÍBR verið með útleigu frá klukkan 19:00 og erum við til klukkan 22:00.

Í þessum stærri sölum er nýtingin mun

betri bæði fyrir íþróttafélögin og almenning og er það von okkar að ekki verði byggðir fleiri litlir salir í framtíðinni. Það er mikið rætt um almenningsíþróttir og að sem flestir geti haft aðgang að sölum borgarinnar á kvöldin og er það því mikilvægt að

Námskeið - Skyndihjálp

Árið 2022 héldum við skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk aðildafélaga ÍBR þeim að kostnaðarlausu. Haldin voru fjögur 4 klst. námskeið í heildina í

febrúar og mars en yfir 60 manns sóttu námskeiðin frá 11 félögum. Eitt námskeið átti að fara fram á ensku en það var fellt niður vegna lítillar

samvinna við íþróttafélögin sé góð.

Það er von okkar að í framtíðinni verði nægt framboð til almennings, fleiri komist í gott form og heilsa borgarbúa verði betri.

skráningar en stefnt er á að bjóða upp á fleiri námskeið 2023.

23

Reykjavíkurleikarnir Reykjavik International Games

Leikarnir eru búnir að marka sig í sessi sem einn af stærstu íþróttaviðburðunum landsins og sá eini þar sem boðið er upp á afreksíþróttamót í fjölmörgum íþróttagreinum á sama tíma. Það hefur verið gert með samstilltu átaki allra þeirra sem að leikunum standa, ÍBR, borginni, félögunum, sérráðunum, sérsamböndum, ÍSÍ, samstarfsaðilum og ríkisvaldinu.

Árið 2021 voru Reykjavíkurleikarnir haldnir í fimmtánda skipti og má með sanni segja að Covid19 faraldurinn hafi aftur sett mark sitt á þá. Þeir stóðu yfir frá 28. janúar til 6. febrúar. Allt í allt voru 22 keppnisgreinar hluti af dagskrá leikanna en badmintonhluti BSÍ og hjólasprettur fóru ekki fram 2021. Á móti bættist við keppni í strandblaki og skák það sama ár. Dagskrárliðirnir eins og lokahátíðir hvorrar helgar féllu niður 2022 ásamt ráðstefnunni. Ráðstefnan var að mestu tilbúin en hætta á að fjöldatakmarkanir hefðu áhrif á miðasölu gerðu það að verkum að ákveðið var að aflýsa henni.

Aukin fjöldi áhugaverðra mótshluta auk mikillar vinnu við að bæta bæði útlit og umgjörð hefur því skilað því að fleiri sýna leikunum áhuga en betur má þó ef duga skal enda samkeppnin við annað afþreyingarefni alltaf að harðna. Það hafði mikil áhrif á undirbúninginn að áhorfendur voru ekki leyfðir fyrr en sama dag og leikarnir hófust.

Í öllum aðalatriðum gekk framkvæmd leikanna upp þó svo að það sé alltaf hægt að gera betur. Mótshlutarnir eru komnir mislangt en þó má með sanni segja að allir geti bætt sig enn frekar. Reykjavíkurleikarnir eru þó ekki eingöngu bundnir við íslenskan markað, þar sem að það liggja tækifæri í því að koma efninu í enn meira mæli út fyrir landsteinana.

Undirbúningsnefnd Starfsfólk Íþróttabandalagsins reynir eftir fremsta megni að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem koma inn á borð bandalagsins í bæði aðdraganda leikanna og á meðan á þeim stendur. Þróunin hefur verið sú á síðustu árum að samfara vexti viðburðarins að fleira

starfsfólk ÍBR hefur komið að framkvæmd viðburðarins. Það hefur gert það að verkum að ákveðin sérhæfni hefur skapast og þar að leiðandi augljósara hvert skuli leita þegar ólík mál koma upp.

Undirbúningur leikanna 2022 markaðist líkt og 2021 af faraldrinum. Framkvæmdaráð í samráði við mótshlutana reyndi eins og það gat að aðlaga mótahaldið að aðstæðum á hverjum tíma. Framkvæmdarráð RIG starfar í umboði nefndarinnar og stjórnar ÍBR en það skipaði árið 20212022 þau Gústaf Adolf Hjaltason (forseti), Guðbjörg Erlendsdóttir, Jón Þór Ólason, Vilhelm Bernhöft, Albert Jakobsson, Reinhard Reinhardsson, Maríanna Ástmarsdóttir og Kjartan Ásmundsson. Allir mótshlutar eiga síðan fulltrúa í undirbúningsnefnd RIG. Upplýsa þurfti mótshlutana um stöðuna á hverjum tíma, aðlaga þátttökureglur sem lagðar voru fyrir undirbúningsnefndina á vormánuðum og auðvitað koma til móts við ólíkar aðstæður hvers mótshluta. Tekið var upp á því að funda nánast vikulega í gegnum fjarfundabúnað vikurnar og mánuðina fyrir leika. Það reyndist vel.

Það fór talsverður tími í að sníða dagskrána fyrir 2022 leikanna enda mikið breytt dagskrá milli ára auk þess sem það ríkti óvissuástand nánast allan undirbúningstímann. Það gekk vel að koma mótshlutunum fyrir en það hafði þó þau áhrif að mótahaldið dreifðist töluvert en þó sem betur fer ekki eins mikið og árið á undan. Á sama tíma og það þurfti að finna tíma fyrir sem flesta í dagskrá RÚV þá þurfti að taka tillit til dagskrárliða á RÚV eins og stórmóts í handbolta, Vetrarólympíuleika og Eurovision.

24 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Viðburðir á vegum ÍBR

Framkvæmd mótshlutanna hef færst í meira mæli yfir til sérsambanda viðkomandi íþróttagreina. Í lang flestum tilfellum er því umsjón í höndum sérsambanda ÍSÍ enda eru þau vel til þess fallin að halda afreksíþróttamót með réttu tengslin erlendis og starfandi í umboði allra félaga. Samstarfsaðilar leikanna Án mikils stuðnings frá samstarfsaðilum og borgaryfirvöldum væri ekki hægt að halda leika sem þessa. Helstu samtarfsaðilar leikanna 2021 og 2022 voru Ölgerðin, AVIS, Lottó, 66N, Rapyd, Kynnisferðir, Margt Smátt, Suzuki, Bændaferðir, Íslandshótel (2022) og Garmin.

Í dag eru Reykjavíkurleikarnir viðburður þar sem að sífellt fleiri greinar flokkast sem sterkar á alþjóðavísu á meðan aðrar fá þann tíma sem þær þurfa til að komast á stall með þeim bestu. Með því að haga skipulagi rétt og styðja við þá þætti sem helst auka virðið þá ná leikarnir markmiðum sínum. Hvatakerfi RIG hefur reynst vel en það felur í sér niðurfelld þátttökugjöld til þeirra mótshluta sem fengu til landsins jafnsterka eða sterkari keppendur en þá íslensku. Hugmyndafræði RIG snýst um að vinna hlutina út frá þörfum hvers og

eins mótshluta en þó innan þess ramma sem skilgreindur hefur verið í handbók RIG. Það hefur til að mynda reynst farsælt að skilgreina aðkomu samstarfsaðila á mótsstöðum og hvernig staðið sé að verðlaunaafhendingum. Þá hefur framkvæmdaráð RIG fengið aukið vægi í eftirliti með mótshlutum. Róttækasta skrefið og á sama tíma það umdeildasta var samræmd aðgangsstýring þar sem að mótshlutum var gert að rukka aðgangseyri að lágmarki krónur 1000.-

Það hefur reynst sumum vel sem aldrei hafa rukkað inn á sína viðburði á meðan aðrir hafa ekki viljað stíga það skref.

Þrátt fyrir að það sé meirihluti með þessari aðgerð þá mun það taka tíma að fá alla til að fylgja þessu nákvæmlega eins og undirbúningsnefndin hefur samþykkt. Á næstu árum er stefnan sett á að mæta enn betur ólíkum þörfum mótshlutanna. Þeir mótshlutar sem stefna á erlenda þátttöku, óska eftir beinni útsendingu og vilja leggja mikið í sinn mótshluta flokkast sem aðalgreinar á meðan þeir sem vilja vera með og þurfa ekki aðstoð með flugmiða, bílaleigubíla og slíkt flokkast sem OFF VENUE. Að auki hefur ráðstefnan, hátíðardagskrá og Norðurljósahlaup Orkusölunnar flokkast sem hluti af „utandagskrárliðum.“

Allt frá stofnun Reykjavíkurleika (RIG) hefur stígandi mótahaldins verið stöðugur, sbr. mynd hér að neðan. Fjöldi erlendra þátttakenda hefur vaxið mikið og fjöldi útsendinga í bæði sjónvarpi og streymi hefur fjölgað jafnt og þétt á milli ára. Fjöldi mótshluta hefur tæplega þrefaldast frá stofnun enda áhugi sérsambanda ÍSÍ almennt séð mikill. Margir mótshlutanna hafa náð sér í vottun alþjóðasambandanna sem dregið hefur mjög marga sterka erlenda keppendur til landsins, m.a. verðlaunahafa á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Aukinni velgengni og stöðugum framgangi RIG hefur fylgt meiri áhugi almennings, fjölmiðla og annarra. Merki um aukinn áhuga og þar að leiðandi sýnileika RIG má sjá í því að fjöldi útsendinga RÚV fjölgaði úr einni árin 2008 og 2009 í samtals ellefu talsins árið 2018. Snertingar auglýsinga á RÚV hafa samhliða auknum áhuga og fleiri útsendingum margfaldast. Lagt hefur verið meira í að auglýsa leikana á auglýsingaskjáum við helstu umferðaræðarnar á höfuðborgarsvæðinu; í strætóskýlum og samfélagsmiðlum.

Að lokum má nefna umfjöllun um RIG á mbl.is en gott samstarf hefur verið þar um í mörg ár.

25

Ráðstefna í tengslum við

Reykjavíkurleikana

2021

Í tengslum við Reykjavíkur-leikana, stóðu Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands,Ungmennasamband Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnunni Íþróttir eru fyrir alla

Ráðstefna fór fram fimmtudaginn 4. febrúar í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Reykjavíkurleikana. Vegna samkomutakmarkana var eingöngu í boði að horfa á fyrirlestrana í streymi og frítt var að horfa.

Megin áherslur ráðstefnunnar:

Niðurstöður rannsóknar um viðhorf hinsegin fólks í íþróttum

Frístundastarf í Breiðholti –tilraunaverkefni

Barnvænt samfélag á Akureyri

Verkferlar og leiðbeiningar um kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni í íþróttum

Hvernig tók íþróttasamfélagið á Íslandi á móti okkur

Samkynheig og íþróttir, hvernig fer það saman

Að vera fatlaður íþróttamaður

Fyrirlesarar voru:

Arna Sigíður Albertsdóttir Birta Björnsdóttir Hrafnhildur Guðjónsdóttir Ingi Þór Jónsson Tótla I Sæmundsdóttir Þráinn Hafsteinsson

2022

Búið var að leggja mikla vinnu í undurbúning ráðstefnunnar 2022 sem þurfti síðan að aflýsa vegna sóttvarnarlaga og fjöldatakmarka. Fyrirlesararnir sýndi því skilning og voru opnir fyrir því að koma að ári í staðinn.

26 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022
Viðburðir á vegum ÍBR

Kynsegin flokkur í öllum hlaupum ÍBR

ÍBR er alltaf að vinna í því að búa til betra samfélag. Árið 2022, þegar skráning opnaði fyrir hlaupaárið 2023 var í fyrsta sinn boðið uppá kynsegin skráningu í öllum hlaupaviðburðunum okkar. Það á við um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Við erum einnig með Norðurljósahlaup Orkusölunnar sem er upplifunar hlaup og þar er ekki beðið um kyn við skráningu.

Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR.

Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Norðurljósahlaup Orkusölunnar er 4-5 km hlaupaupplifun um miðbæ Reykjavíkur. Allir þátttakendur fá upplýstan varning sem lýsir í gegnum allan viðburðinn. Þannig verða þeir hluti af sýningunni frá byrjun til enda. Þetta er skemmtiskokk eða ganga um miðbæ Reykjavíkur þar sem keppendur munu upplifa borgina í nýju ljósi. Þátttakendur fá allir stemmingspoka með upplýstum glaðningi líkt og armband og andlitsmálning. Hlaupið er partur af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar.

Ekkert hlaup fór fram hvorki 2021 né 2022 sökum COVID 19 faraldursins, þar sem sóttvarnarreglur og fjöldatakmarkanir komu í veg fyrir að framkvæmd viðburðarins væri möguleg. Skráðir þátttakendur fengu miðana sína endurgreidda.

27

Miðnæturhlaup Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki hefur þær helstu hefðir að hlaupið er haldið að kvöldi til á Jónsmessu í Laugardalnum og þátttakendum er boðið í sund í Laugardalslaug að hlaupi loknu. Hlaupið er á fimmtudegi eins nálægt Jónsmessu og mögulegt er. Hægt er að velja um þrjár leiðir sem hafa upphaf og endi í Laugardalnum, 5 km hring í Laugardalnum, 10 km um Elliðaárdalinn og 21.1.km hálfmaraþon sem er krefjandi ferðalag um Elliðaárdalinn, að Rauðavatni, um Grafarholt og Grafarvog. Allar vegalengdir eru mældar eftir alþjóðlegum AIMS, eins og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og eru því allir tímar gildir í afrekaskrá. Hlaupið er hluti af Gatorade sumarhlauparöðinni og er þriðja hlaupið af fimm sem gilda til stiga.

Miðnæturhlaupið var haldið í 28. sinn fimmtudaginn 24. júní árið 2021. Í hlaupinu var fremur dræm skráning eins og við var að búast, þar sem enn voru fjöldatakmarkanir sökum COVID 19 faraldursins. Þátttakendur voru skráðir og ræstir í 300 manna hollum sem uppfyllti þá settar reglur um fjöldatakmarkanir í keppni. Alls voru 730 hlauparar sem skráðu sig. Fjöldinn skiptist í 525 í 10 km og 205 í hálft maraþon. Erlendir gestir sem tóku þátt í hlaupinu voru um 129 talsins og því 18% af skráðum þátttakendum. Móttaka hlaupara á marksvæði var með örlítið breyttum hætti þar sem þátttakendur gátu ekki stoppað lengi, fengu ekki afhentar medalíur á marksvæði eftir að þeir komu í mark heldur hvattir til að fá sér drykk og halda í kvöldsund.

Árið 2022 fór Miðnæturhlaupið fram í 29. sinn fimmtudaginn 23. Júní. Í hlaupinu var skráning mun betri en árið á undan, en fjöldinn ekki orðinn í líkingu við þátttökuna fyrir COVID og verður að öllum líkindum smá tíma að koma til baka. Heildarfjöldi skráðra var alls 1.463 hlauparar. Fjöldinn skiptist í 548 í 5 km, 553 í 10 km, 362 í hálft maraþon. Erlendir gestir sem tóku þátt í hlaupinu voru um 488 talsins og því

33% af skráðum þátttakendum. Kalt var í veðri og var metþátttaka í kvöldsundi í Laugardalslauginni þar sem plötusnúður þeytti skífum og þátttakendur gæddu sér á drykkjum frá Ölgerðinni. Starfsmannafjöldi hlaupsins eru 204 manns og þar af eru 88% þeirra frá íþróttafélögum í Reykjavík.

28 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Viðburðir á vegum ÍBR

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Hlaupið hefur verið starfrækt frá 1984 en frá 2003 hefur ÍBR séð um framkvæmd þess. Hægt er að velja um fjórar vegalengdir: Maraþon, hálfmaraþon, 10 km hlaup og skemmtiskokk sem skiptist í tvær vegalengdir 3 km hlaup og 1,75 km. RMÍ er einnig Íslandsmeistaramót í maraþonhlaupi karla og kvenna.

2021

Vegna Covid-19 þá fór Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ekki fram árið 2021. Í staðinn fyrir hlaupið var ákveðið að hvetja hlaupara til að „Hlaupa sína leið“ og halda áfram að safna fyrir góðagerðarfélögin.

Átakið „Hlauptu þína leið“ í samstarfi við Íslandsbanka, var í annað skiptið til að halda söfnuninni áfram fyrir góðgerðarfélögin. Skráðum þátttakendum bauðst að fá inneign hjá ÍBR viðburðum fyrir greidda upphæð, endurgreiðslu á þátttökugjöldum eða að láta andvirði þátttökugjaldsins renna til styrktar íþróttafélaga í Reykjavík.

2022

RMÍ fór fram laugardaginn 20. ágúst 2022 í þrítugasta og sjöunda sinn, sama dag og Menningarnótt líkt og verið hefur frá árinu 2001. Ný auglýsingarherferð fór í loftið sem beindi athygli fólks á að styrkja góðgerðarfélögin. Skráðir voru 8.759 til þátttöku árið 2022, 40% fækkun miðað við árið 2019. Nýjungin í ár var að Skemmtiskokkið bauð uppá 3km og 1,8 km en það kom í stað 600 metra hlaupsins og reyndist vel. Skráðir þátttakendur voru 891 í maraþoni, 1.910 í hálfmaraþoni, 3.756 í 10 km og 2.202 í Skemmtiskokkinu. Erlendir þátttakendur voru 2.065 frá 78 löndum, þar af 24% af heildar þátttakendum það er samt sem áður 40% færri en árið 2019. Bandaríkin, Bretland og Þýskaland voru fjölmennustu þátttöku þjóðirnar.

RMÍ hefur verið meðlimur AIMS, sem eru alþjóðasamtök maraþonhlaupara síðan 1987 og verður áfram. Brautir hlaupsins eru mældar samkvæmt reglum þeirra og geta þátttakendur því fengið tímana sína gilda í erlend viðurkennd hlaup.

Hlaupastyrkur

Söfnunin gekk vel bæði árin en árið 2021 var eins og komið hefur fram annað árið í röð sem hlaupið fór ekki fram, en þrátt fyrir það söfnuðust 48.48.519 kr. á hlaupastyrk.is sem er flottur árangur miðað við aðstæður. Árið 2022 var hins vegar þriðja hæsta söfnun frá upphafi þrátt fyrir dræma þátttöku, alls söfnuðust 132.703.686 til 154 góðgerðafélags, sem er þriðja hæsta söfnun frá upphafi hlaupastyrks. Alls voru 2.191 hlauparar skráðu sig á hlaupastyrk.is og 2.111 einstaklingar/lið fengu áheit. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því að áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 1.120 milljónir.

Samstarfsaðilar RMÍ eru Reykjavíkurborg, Íslandsbanki, Adidas, Suzuki, Avis, ÍTR, Margt smátt, Gatorade, Garmin, 66°norður, Rabyd, Fulfil, Bændaferðir, Lóttó og Reykjavík Excursion.

29 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Viðburðir á vegum ÍBR

Laugavegurinn Ultra Maraþon

Laugavegshlaupið er 55km langt utanvega- og fjallahlaup þar sem farin er fjölbreytt og falegg leið frá landmannalaugum til Þórsmerkur. Mikil eftirspurn er eftir því að taka þátt í Laugavegshlaupinu og hefur selst upp í hlaupið síðustu ár og þátttökumet slegin á hverju ári.

2021

Árið 2021 fór hlaupið af stað í 25. sinn, laugardaginn 17. Júlí. Skráningin í hlaupið tók aðeins um 30 mínútur þar til uppselt varð í hlaupið. Aldrei fyrr hefur selst svo fljótt upp í hlaupið og voru fjölmargir sem komust ekki að. Alls voru 607 hlauparar skráðir á ráslista, 227 konur og 380 karlar. Aldrei hafa fleiri verið skráðir til þátttöku. Íslenskir þátttakendur voru 516 talsins og erlendir þátttakendur voru 90 talsins.Mjög gott hlaupaveður var þennan dag og fór hitastig hækkandi þegar leið á daginn. Við vorum í samstafi við Embætti Landlæknis með einstakar útfærslur. Nýtt brautarmet var slegið í kvennaflokki þar sem Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst á undir 5 tímum eða á 4:55:49.

Vegna Covid-19 var skipulagi hlaupsins töluvert breytt til þess að uppfylla sóttvarnarlög. Hugað var á sóttvörnum á öllum starfsstöðvum hlaupsins. Gott samstarf var við almannavarnir og Embætti Landlæknis og var farið eftir öllum þeirra fyrirmælum til að uppfylla kröfur um sóttvarnir.

2022

Árið 2022 fór hlaupið fram laugardaginn 16. Júlí. Fínt hlaupaveður var þennan dag en framur kalt í byrjun á hlaupinu. Mikil snjór var einnig í byrjun á hlaupinu. Við vorum með nýtt skráningarkerfi þar sem allir fengu að skrá sig

í róleg heitunum. Opnaði skráningin þann 5. nóvember og var hún opin í viku eða til 11. Nóvember. Alls voru 727 hlauparar skráðir á ráslista, 269 konur og 458 karlar. Aldrei hafa fleiri verið skráðir til þátttöku. Íslenskir þátttakendur voru 492 talsins og erlendir þátttakendur voru 117 talsins. Þátttakendur í hlaupinu voru frá 32 mismunandi löndum. Boðið var upp á að skrá sig með ITRA stigunum og fóru 40 ITRA stigs hæðstu karlar og konur beint inn í hlaupið. Lottó var fyrir aðra sem skráðu sig. Þeir sem komust ekki inn í Lottó-ið voru settir á biðlista. Á Biðlistanum voru 215 manns til að byrja með og tekið var inn af biðliðstanum þegar tækifæri gafst. Andrea Kolbeinsdóttir sló sitt eigið brautarmet og kom í mark á 4:33:07. Arnar Pétursson tók þátt í fyrsta sinn í Laugavegshlaupinu og vann á tímanum 4:04:53.

Laugavegshlaupið er aðili að ITRA, International Trail Running Association.

Samstarfsaðilar Lagavegshlaupsins eru: Reykjavík Excursions (rútur), Hoka (verðlaun), Garmin (verðlaun), 66°noður (bolir og verðlaun), Gatorade (drykkir), Ferðafélag Íslands, Volcano Huts og Suzuki, Margt smátt, Korta, Bændaferðir, Avis og Lottó.

30 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Viðburðir á vegum ÍBR

Gatorade Sumarhlaupin

Frá árinu 2009 hefur ÍBR og þrjár frjálsíþróttadeildir í Reykjavík staðið fyrir mótaröð undir Powerade sumarhlaupin í samstarfi við CCEP. Árið 2020 var síðan gerður samningur við Ölgerðina og breytist nafn mótaraðarinnar því í Gatorade Sumarhlaupin. Í Gatorade sumarhlaupunum telja fimm hlaup: Víðvangshlaup

ÍR, Fjölnishlaup Olís, Ármannshlapið, Miðnæturhlaup Suzuki og Reykjavíkur maraþon Íslandsbanka. Þátttakendur í þesuum hlaupum geta safnað stigum þar sem ákvepin stig eru veitt fyrir þátttöku í hverju hlaupi og á hverju ári fá stigahæstu einstaklingarnir verðlaun.

31 Ársskýrsla ÍBR 2021-2022Viðburðir á vegum ÍBR

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.