3 minute read
Miðnæturhlaup Suzuki
Miðnæturhlaup Suzuki hefur þær helstu hefðir að hlaupið er haldið að kvöldi til á Jónsmessu í Laugardalnum og þátttakendum er boðið í sund í Laugardalslaug að hlaupi loknu. Hlaupið er á fimmtudegi eins nálægt Jónsmessu og mögulegt er. Hægt er að velja um þrjár leiðir sem hafa upphaf og endi í Laugardalnum, 5 km hring í Laugardalnum, 10 km um Elliðaárdalinn og 21.1.km hálfmaraþon sem er krefjandi ferðalag um Elliðaárdalinn, að Rauðavatni, um Grafarholt og Grafarvog. Allar vegalengdir eru mældar eftir alþjóðlegum AIMS, eins og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og eru því allir tímar gildir í afrekaskrá. Hlaupið er hluti af Gatorade sumarhlauparöðinni og er þriðja hlaupið af fimm sem gilda til stiga.
Miðnæturhlaupið var haldið í 28. sinn fimmtudaginn 24. júní árið 2021. Í hlaupinu var fremur dræm skráning eins og við var að búast, þar sem enn voru fjöldatakmarkanir sökum COVID 19 faraldursins. Þátttakendur voru skráðir og ræstir í 300 manna hollum sem uppfyllti þá settar reglur um fjöldatakmarkanir í keppni. Alls voru 730 hlauparar sem skráðu sig. Fjöldinn skiptist í 525 í 10 km og 205 í hálft maraþon. Erlendir gestir sem tóku þátt í hlaupinu voru um 129 talsins og því 18% af skráðum þátttakendum. Móttaka hlaupara á marksvæði var með örlítið breyttum hætti þar sem þátttakendur gátu ekki stoppað lengi, fengu ekki afhentar medalíur á marksvæði eftir að þeir komu í mark heldur hvattir til að fá sér drykk og halda í kvöldsund.
Advertisement
Árið 2022 fór Miðnæturhlaupið fram í 29. sinn fimmtudaginn 23. Júní. Í hlaupinu var skráning mun betri en árið á undan, en fjöldinn ekki orðinn í líkingu við þátttökuna fyrir COVID og verður að öllum líkindum smá tíma að koma til baka. Heildarfjöldi skráðra var alls 1.463 hlauparar. Fjöldinn skiptist í 548 í 5 km, 553 í 10 km, 362 í hálft maraþon. Erlendir gestir sem tóku þátt í hlaupinu voru um 488 talsins og því
33% af skráðum þátttakendum. Kalt var í veðri og var metþátttaka í kvöldsundi í Laugardalslauginni þar sem plötusnúður þeytti skífum og þátttakendur gæddu sér á drykkjum frá Ölgerðinni. Starfsmannafjöldi hlaupsins eru 204 manns og þar af eru 88% þeirra frá íþróttafélögum í Reykjavík.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Hlaupið hefur verið starfrækt frá 1984 en frá 2003 hefur ÍBR séð um framkvæmd þess. Hægt er að velja um fjórar vegalengdir: Maraþon, hálfmaraþon, 10 km hlaup og skemmtiskokk sem skiptist í tvær vegalengdir 3 km hlaup og 1,75 km. RMÍ er einnig Íslandsmeistaramót í maraþonhlaupi karla og kvenna.
2021
Vegna Covid-19 þá fór Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ekki fram árið 2021. Í staðinn fyrir hlaupið var ákveðið að hvetja hlaupara til að „Hlaupa sína leið“ og halda áfram að safna fyrir góðagerðarfélögin.
Átakið „Hlauptu þína leið“ í samstarfi við Íslandsbanka, var í annað skiptið til að halda söfnuninni áfram fyrir góðgerðarfélögin. Skráðum þátttakendum bauðst að fá inneign hjá ÍBR viðburðum fyrir greidda upphæð, endurgreiðslu á þátttökugjöldum eða að láta andvirði þátttökugjaldsins renna til styrktar íþróttafélaga í Reykjavík.
2022
RMÍ fór fram laugardaginn 20. ágúst 2022 í þrítugasta og sjöunda sinn, sama dag og Menningarnótt líkt og verið hefur frá árinu 2001. Ný auglýsingarherferð fór í loftið sem beindi athygli fólks á að styrkja góðgerðarfélögin. Skráðir voru 8.759 til þátttöku árið 2022, 40% fækkun miðað við árið 2019. Nýjungin í ár var að Skemmtiskokkið bauð uppá 3km og 1,8 km en það kom í stað 600 metra hlaupsins og reyndist vel. Skráðir þátttakendur voru 891 í maraþoni, 1.910 í hálfmaraþoni, 3.756 í 10 km og 2.202 í Skemmtiskokkinu. Erlendir þátttakendur voru 2.065 frá 78 löndum, þar af 24% af heildar þátttakendum það er samt sem áður 40% færri en árið 2019. Bandaríkin, Bretland og Þýskaland voru fjölmennustu þátttöku þjóðirnar.
RMÍ hefur verið meðlimur AIMS, sem eru alþjóðasamtök maraþonhlaupara síðan 1987 og verður áfram. Brautir hlaupsins eru mældar samkvæmt reglum þeirra og geta þátttakendur því fengið tímana sína gilda í erlend viðurkennd hlaup.
Hlaupastyrkur
Söfnunin gekk vel bæði árin en árið 2021 var eins og komið hefur fram annað árið í röð sem hlaupið fór ekki fram, en þrátt fyrir það söfnuðust 48.48.519 kr. á hlaupastyrk.is sem er flottur árangur miðað við aðstæður. Árið 2022 var hins vegar þriðja hæsta söfnun frá upphafi þrátt fyrir dræma þátttöku, alls söfnuðust 132.703.686 til 154 góðgerðafélags, sem er þriðja hæsta söfnun frá upphafi hlaupastyrks. Alls voru 2.191 hlauparar skráðu sig á hlaupastyrk.is og 2.111 einstaklingar/lið fengu áheit. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því að áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 1.120 milljónir.
Samstarfsaðilar RMÍ eru Reykjavíkurborg, Íslandsbanki, Adidas, Suzuki, Avis, ÍTR, Margt smátt, Gatorade, Garmin, 66°norður, Rabyd, Fulfil, Bændaferðir, Lóttó og Reykjavík Excursion.