1 minute read
Ráðstefna í tenglum við Reykjavíkurleikana
2021
Í tengslum við Reykjavíkur-leikana, stóðu Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands,Ungmennasamband Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnunni Íþróttir eru fyrir alla
Advertisement
Ráðstefna fór fram fimmtudaginn 4. febrúar í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Reykjavíkurleikana. Vegna samkomutakmarkana var eingöngu í boði að horfa á fyrirlestrana í streymi og frítt var að horfa.
Megin áherslur ráðstefnunnar:
Niðurstöður rannsóknar um viðhorf hinsegin fólks í íþróttum
Frístundastarf í Breiðholti –tilraunaverkefni
Barnvænt samfélag á Akureyri
Verkferlar og leiðbeiningar um kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni í íþróttum
Hvernig tók íþróttasamfélagið á Íslandi á móti okkur
Samkynheig og íþróttir, hvernig fer það saman
Að vera fatlaður íþróttamaður
Fyrirlesarar voru:
Arna Sigíður Albertsdóttir Birta Björnsdóttir Hrafnhildur Guðjónsdóttir Ingi Þór Jónsson Tótla I Sæmundsdóttir Þráinn Hafsteinsson
2022
Búið var að leggja mikla vinnu í undurbúning ráðstefnunnar 2022 sem þurfti síðan að aflýsa vegna sóttvarnarlaga og fjöldatakmarka. Fyrirlesararnir sýndi því skilning og voru opnir fyrir því að koma að ári í staðinn.
Kynsegin flokkur í öllum hlaupum ÍBR
ÍBR er alltaf að vinna í því að búa til betra samfélag. Árið 2022, þegar skráning opnaði fyrir hlaupaárið 2023 var í fyrsta sinn boðið uppá kynsegin skráningu í öllum hlaupaviðburðunum okkar. Það á við um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Við erum einnig með Norðurljósahlaup Orkusölunnar sem er upplifunar hlaup og þar er ekki beðið um kyn við skráningu.
Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR.
Norðurljósahlaup Orkusölunnar
Norðurljósahlaup Orkusölunnar er 4-5 km hlaupaupplifun um miðbæ Reykjavíkur. Allir þátttakendur fá upplýstan varning sem lýsir í gegnum allan viðburðinn. Þannig verða þeir hluti af sýningunni frá byrjun til enda. Þetta er skemmtiskokk eða ganga um miðbæ Reykjavíkur þar sem keppendur munu upplifa borgina í nýju ljósi. Þátttakendur fá allir stemmingspoka með upplýstum glaðningi líkt og armband og andlitsmálning. Hlaupið er partur af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar.
Ekkert hlaup fór fram hvorki 2021 né 2022 sökum COVID 19 faraldursins, þar sem sóttvarnarreglur og fjöldatakmarkanir komu í veg fyrir að framkvæmd viðburðarins væri möguleg. Skráðir þátttakendur fengu miðana sína endurgreidda.