6 minute read
Fulltrúar ÍBR í stjórnum, ráðum og nefndum
Rekstrarnefnd Skautahallar
Stjórn Íslenskra getrauna
Advertisement
Áheyrnarfulltrúi í Menningarog íþróttaráði Reykjavíkur
Gígja Gunnarsdóttir
Björn Björgvinsson
Lilja Sigurðardóttir
Viggó H. Viggósson til vara
Ingvar Sverrisson Frímann Ari Ferdinandsson til vara
Skautahöllin í
Laugardal
Rekstur Skautahallarinnar í Laugardal gekk nokkuð vel bæði árin. Vissulega varð talsvert tekjutap vegna lokana í covid en það náðist líka að spara í rekstri á móti. Hafinn er undirbúningur að því að skipta um batta kringum ísinn sem uppfylla ekki lengur alþjóðlegar kröfur. Eins er unnið að því að fá stóran skjá í salinn en núverandi skortafla er komin á tíma. Þá er stefnt að því að setja sæti í stúkuna en hingað til hafa gestir setið á pöllum. Einnig er stefnt að því að hefja næsta vetur vinnu við hönnun æfingasvells og viðbygginga auk endurnýjunar á hluta af núverandi aðstöðu sem er löngu orðið tímabært.
Almenningstímar í íþróttahúsum grunnskóla Reykjavíkur
Eins og undanfarin ár hefur ÍBR séð um útleigu á æfingatímum til almennings í íþróttamannvirkjum skólanna í
Reykjavík. Alls eru 13 skólar sem eru í útleigu og hóparnir eru 130 og eru því um 1500 manns sem nýta sér þessa þjónustu. Tímabilið er frá 1.sept – 30. apríl.
Flestir hóparnir stunda knattspyrnu og eru þeir í stærri sölunum en í þeim minni er körfubolti vinsælastur. Einnig er stundað blak og leikfimi og margar aðrar íþróttagreinar.
Samstarf okkar við ÍTR og skólanna hefur gengið mjög vel og í þeim skólum sem íþróttafélögin nýta byrja þau klukkan 15:00 og ÍBR verið með útleigu frá klukkan 19:00 og erum við til klukkan 22:00.
Í þessum stærri sölum er nýtingin mun
NámskeiðSkyndihjálp
Árið 2022 héldum við skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk aðildafélaga ÍBR þeim að kostnaðarlausu. Haldin voru fjögur 4 klst. námskeið í heildina í betri bæði fyrir íþróttafélögin og almenning og er það von okkar að ekki verði byggðir fleiri litlir salir í framtíðinni. Það er mikið rætt um almenningsíþróttir og að sem flestir geti haft aðgang að sölum borgarinnar á kvöldin og er það því mikilvægt að samvinna við íþróttafélögin sé góð. Það er von okkar að í framtíðinni verði nægt framboð til almennings, fleiri komist í gott form og heilsa borgarbúa verði betri. febrúar og mars en yfir 60 manns sóttu námskeiðin frá 11 félögum. Eitt námskeið átti að fara fram á ensku en það var fellt niður vegna lítillar skráningar en stefnt er á að bjóða upp á fleiri námskeið 2023.
Reykjavíkurleikarnir Reykjavik International Games
Leikarnir eru búnir að marka sig í sessi sem einn af stærstu íþróttaviðburðunum landsins og sá eini þar sem boðið er upp á afreksíþróttamót í fjölmörgum íþróttagreinum á sama tíma. Það hefur verið gert með samstilltu átaki allra þeirra sem að leikunum standa, ÍBR, borginni, félögunum, sérráðunum, sérsamböndum, ÍSÍ, samstarfsaðilum og ríkisvaldinu.
Árið 2021 voru Reykjavíkurleikarnir haldnir í fimmtánda skipti og má með sanni segja að Covid19 faraldurinn hafi aftur sett mark sitt á þá. Þeir stóðu yfir frá 28. janúar til 6. febrúar. Allt í allt voru 22 keppnisgreinar hluti af dagskrá leikanna en badmintonhluti BSÍ og hjólasprettur fóru ekki fram 2021. Á móti bættist við keppni í strandblaki og skák það sama ár. Dagskrárliðirnir eins og lokahátíðir hvorrar helgar féllu niður 2022 ásamt ráðstefnunni. Ráðstefnan var að mestu tilbúin en hætta á að fjöldatakmarkanir hefðu áhrif á miðasölu gerðu það að verkum að ákveðið var að aflýsa henni.
Aukin fjöldi áhugaverðra mótshluta auk mikillar vinnu við að bæta bæði útlit og umgjörð hefur því skilað því að fleiri sýna leikunum áhuga en betur má þó ef duga skal enda samkeppnin við annað afþreyingarefni alltaf að harðna. Það hafði mikil áhrif á undirbúninginn að áhorfendur voru ekki leyfðir fyrr en sama dag og leikarnir hófust.
Í öllum aðalatriðum gekk framkvæmd leikanna upp þó svo að það sé alltaf hægt að gera betur. Mótshlutarnir eru komnir mislangt en þó má með sanni segja að allir geti bætt sig enn frekar. Reykjavíkurleikarnir eru þó ekki eingöngu bundnir við íslenskan markað, þar sem að það liggja tækifæri í því að koma efninu í enn meira mæli út fyrir landsteinana.
Undirbúningsnefnd Starfsfólk Íþróttabandalagsins reynir eftir fremsta megni að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem koma inn á borð bandalagsins í bæði aðdraganda leikanna og á meðan á þeim stendur. Þróunin hefur verið sú á síðustu árum að samfara vexti viðburðarins að fleira starfsfólk ÍBR hefur komið að framkvæmd viðburðarins. Það hefur gert það að verkum að ákveðin sérhæfni hefur skapast og þar að leiðandi augljósara hvert skuli leita þegar ólík mál koma upp.
Undirbúningur leikanna 2022 markaðist líkt og 2021 af faraldrinum. Framkvæmdaráð í samráði við mótshlutana reyndi eins og það gat að aðlaga mótahaldið að aðstæðum á hverjum tíma. Framkvæmdarráð RIG starfar í umboði nefndarinnar og stjórnar ÍBR en það skipaði árið 20212022 þau Gústaf Adolf Hjaltason (forseti), Guðbjörg Erlendsdóttir, Jón Þór Ólason, Vilhelm Bernhöft, Albert Jakobsson, Reinhard Reinhardsson, Maríanna Ástmarsdóttir og Kjartan Ásmundsson. Allir mótshlutar eiga síðan fulltrúa í undirbúningsnefnd RIG. Upplýsa þurfti mótshlutana um stöðuna á hverjum tíma, aðlaga þátttökureglur sem lagðar voru fyrir undirbúningsnefndina á vormánuðum og auðvitað koma til móts við ólíkar aðstæður hvers mótshluta. Tekið var upp á því að funda nánast vikulega í gegnum fjarfundabúnað vikurnar og mánuðina fyrir leika. Það reyndist vel.
Það fór talsverður tími í að sníða dagskrána fyrir 2022 leikanna enda mikið breytt dagskrá milli ára auk þess sem það ríkti óvissuástand nánast allan undirbúningstímann. Það gekk vel að koma mótshlutunum fyrir en það hafði þó þau áhrif að mótahaldið dreifðist töluvert en þó sem betur fer ekki eins mikið og árið á undan. Á sama tíma og það þurfti að finna tíma fyrir sem flesta í dagskrá RÚV þá þurfti að taka tillit til dagskrárliða á RÚV eins og stórmóts í handbolta, Vetrarólympíuleika og Eurovision.
Framkvæmd mótshlutanna hef færst í meira mæli yfir til sérsambanda viðkomandi íþróttagreina. Í lang flestum tilfellum er því umsjón í höndum sérsambanda ÍSÍ enda eru þau vel til þess fallin að halda afreksíþróttamót með réttu tengslin erlendis og starfandi í umboði allra félaga. Samstarfsaðilar leikanna Án mikils stuðnings frá samstarfsaðilum og borgaryfirvöldum væri ekki hægt að halda leika sem þessa. Helstu samtarfsaðilar leikanna 2021 og 2022 voru Ölgerðin, AVIS, Lottó, 66N, Rapyd, Kynnisferðir, Margt Smátt, Suzuki, Bændaferðir, Íslandshótel (2022) og Garmin.
Í dag eru Reykjavíkurleikarnir viðburður þar sem að sífellt fleiri greinar flokkast sem sterkar á alþjóðavísu á meðan aðrar fá þann tíma sem þær þurfa til að komast á stall með þeim bestu. Með því að haga skipulagi rétt og styðja við þá þætti sem helst auka virðið þá ná leikarnir markmiðum sínum. Hvatakerfi RIG hefur reynst vel en það felur í sér niðurfelld þátttökugjöld til þeirra mótshluta sem fengu til landsins jafnsterka eða sterkari keppendur en þá íslensku. Hugmyndafræði RIG snýst um að vinna hlutina út frá þörfum hvers og eins mótshluta en þó innan þess ramma sem skilgreindur hefur verið í handbók RIG. Það hefur til að mynda reynst farsælt að skilgreina aðkomu samstarfsaðila á mótsstöðum og hvernig staðið sé að verðlaunaafhendingum. Þá hefur framkvæmdaráð RIG fengið aukið vægi í eftirliti með mótshlutum. Róttækasta skrefið og á sama tíma það umdeildasta var samræmd aðgangsstýring þar sem að mótshlutum var gert að rukka aðgangseyri að lágmarki krónur 1000.-
Það hefur reynst sumum vel sem aldrei hafa rukkað inn á sína viðburði á meðan aðrir hafa ekki viljað stíga það skref.
Þrátt fyrir að það sé meirihluti með þessari aðgerð þá mun það taka tíma að fá alla til að fylgja þessu nákvæmlega eins og undirbúningsnefndin hefur samþykkt. Á næstu árum er stefnan sett á að mæta enn betur ólíkum þörfum mótshlutanna. Þeir mótshlutar sem stefna á erlenda þátttöku, óska eftir beinni útsendingu og vilja leggja mikið í sinn mótshluta flokkast sem aðalgreinar á meðan þeir sem vilja vera með og þurfa ekki aðstoð með flugmiða, bílaleigubíla og slíkt flokkast sem OFF VENUE. Að auki hefur ráðstefnan, hátíðardagskrá og Norðurljósahlaup Orkusölunnar flokkast sem hluti af „utandagskrárliðum.“
Allt frá stofnun Reykjavíkurleika (RIG) hefur stígandi mótahaldins verið stöðugur, sbr. mynd hér að neðan. Fjöldi erlendra þátttakenda hefur vaxið mikið og fjöldi útsendinga í bæði sjónvarpi og streymi hefur fjölgað jafnt og þétt á milli ára. Fjöldi mótshluta hefur tæplega þrefaldast frá stofnun enda áhugi sérsambanda ÍSÍ almennt séð mikill. Margir mótshlutanna hafa náð sér í vottun alþjóðasambandanna sem dregið hefur mjög marga sterka erlenda keppendur til landsins, m.a. verðlaunahafa á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Aukinni velgengni og stöðugum framgangi RIG hefur fylgt meiri áhugi almennings, fjölmiðla og annarra. Merki um aukinn áhuga og þar að leiðandi sýnileika RIG má sjá í því að fjöldi útsendinga RÚV fjölgaði úr einni árin 2008 og 2009 í samtals ellefu talsins árið 2018. Snertingar auglýsinga á RÚV hafa samhliða auknum áhuga og fleiri útsendingum margfaldast. Lagt hefur verið meira í að auglýsa leikana á auglýsingaskjáum við helstu umferðaræðarnar á höfuðborgarsvæðinu; í strætóskýlum og samfélagsmiðlum.
Að lokum má nefna umfjöllun um RIG á mbl.is en gott samstarf hefur verið þar um í mörg ár.