7 minute read
Íþróttafólk Reykjavíkur
Íþróttakona Reykjavíkur
2021 var kjörin Sandra Sigurðardóttir, knattspyrnukona í Knattspyrnufélaginu Val.
Advertisement
Sandra varð Íslandsmeistari með félagsliðinu sínu Val í sumar. Sandra er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deild kvenna með 314 leiki. Sandra er landsliðsmarkvörður og mun leika með kvennalandsliðinu í knattspyrnu á
Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Bretlandi sumarið 2022. Sandra átti mjög gott tímabil í ár og stefnir á áframhaldandi afrek. Sandra er góð fyrirmynd og mikilvægur leikmaður í sínum liðum.
2021 2022
Andrea Kolbeinsdóttir frjálsíþróttakona úr ÍR var kjörin íþróttakona
Reykjavíkur 2022
Andrea er sigursælasti hlaupari kvenna á Íslandi
2022. Andrea var í 21. sæti á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í Tælandi.
Íþróttamaður Reykjavíkur 2021 var kjörinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingarmaður í Glímufélaginu Ármanni.
Júlían varð heimsmeistari í réttstöðulyftu í þungavigtarflokki á HM í kraftlyftingum þegar hann lyfti 380 kg, hann vann með miklum yfirburðum. Júlían varð einnig Evrópumeistari í réttstöðulyftu, einnig vann hann til brons verðlauna í samanlögðu þegar hann lyfti 1.105 kg. Árangurinn er einn besti árangur Íslendings á alþjóðamóti. Júlían vann einnig til gullverðlauna á Reykjavík International Games og er nú kominn með boð á heimsleikana í Alabama á næsta ári í Alabama (World Games 2022).
Íþróttalið Reykjavíkur 2021 var valið meistaraflokkur karla í knattspyrnu frá Knattspyrnufélagi Víkings.
Víkingur varð Íslandsmeistari og Bikarmeistari karla í knattspyrnu. Víkingur er fimmta liðið á Íslandi til að vinna tvennuna, Íslands- og bikarmeistaratitlana.
Íslands, deildar-og bikarmeistarar 2021:
Íslandsmeistarar og bikarmeistarar karla í knattspyrnu
Norðurlandameistarar, Íslandsmeistarar karla í skylmingum
Íslandsmeistarar kk áttunda árið í röð og 20asta árið samtals, judo
Meistaraflokkur karla, Íslands- og Reykjavíkurmeistarar í tennis
Íslandsmeistarar og bikarmeistarar karla í handknattleik
Íslandsmeistarar kvenna í körfuknattleik
Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu
Andrea náði einnig 2. sæti í sterku utanvegahlaupi í Wildstrubel í Sviss á árinu. Andrea hefur sýnt það á árinu að hún getur sigrað hlaup allt frá 5 km upp í 55 km. Andrea er Íslandsmeistari í maraþoni, en hún sigraði Reykjavíkurmaraþonið á öðrum besta tíma kvenna frá upphafi. Þá er hún Íslandsmeistari í 5 km, 10 km og 8 km Víðavangshlaupi. Andrea sigraði í Laugaveghlaupinu á nýju brautarmeti kvenna, ásamt því að sigra öll stærstu hlaupin hér á landi eins og Tindahlaupið, Fimmvörðuhálshlaupið, Súlur Vertical, Snæfellsjökuls- hlaupið og fleira.
Snorri Einarsson skíðagöngumaður úr Ulli var valinn íþróttamaður Reykjavíkur 2022
Snorri náði besta árangri skíðagöngumanns á Íslandi frá upphafi á Vetrar- ólympíuleikunum í Peking. Á Ólympíuleikunum náði hann 23. sæti í 50 km skíðagöngu með frjálsri aðferð, 29. sæti í 30 km skiptiganga, 36. sæti í 15 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð og varð í 19. sæti í liða sprettinum. Snorri varð einnig í 13. sæti á alþjóðlegu FIS móti í 15 km með frjálsri aðferð. Snorri er einnig þrefaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu á árinu í 10 km göngu með frjálsri aðferð, 15 km með hefbundinni aðferð og í 1 km sprettgöngu. Þá sigraði Snorri einnig í 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu.
Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Val var valið lið Reykjavíkur 2022
Valur átti frábært tímabil og eru Íslands-, bikar- og deildarmeistarar 2022. Vals liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu. Nýtt tímabil byrjar einnig vel hjá liðinu, þar sem þeir hafa aðeins tapað einum leik í deildinni. Einnig er Vals liðið að keppa í Evrópukeppninni þar sem þeir hafa staðið sig einstaklega vel.
Íslands, deildar-og bikarmeistarar 2022:
Íslands- og bikarmeistarar kvenna í knattspyrnu
Íslands- og bikarmeistarar karla í handknattleik
Bikarmeistarar kvenna í handknattleik
Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik
Íslandsmeistarar kvenna í handknattleik
Bikarmeistarar karla í knattspyrnu
Íslandsmeistarar kvenna í borðtennis
Íslandsmeistarar karla í tennis
Íslandsmeistarar kvenna í tennis
Íslandsmeistarar blandaðra liða í tennis
Íslandsmeistarar karla í Judo
Íslandsmeistarar karla í keilu
Íslandsmeistarar kvenna í keilu
Bikarmeistarar karla í skylmingum
Íslandsmeistarar karla í borðtennis
Alþjóðaleikar ungmenna
Alþjóðaleikar ungmenna hafa verið haldnir um víða veröld í yfir 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþóttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. ÍBR hefur með stuðningi frá Reykjavíkurborg sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001. Hér að neðan má sjá stutta umfjöllun um þátttöku Reykjavíkur á leikunum árið 2022 í Coventry en ekki var sent út lið á leikana 2021 vegna til verðlauna að þessu sinni.
Hópurinn:
Tennis:
Þorsteinn Þorsteinsson – Víkingur
Íva Jovisic – Fjölnir
Daníel Pozo – Fjölnir
Saulé Zukauskaite – Fjölnir
Carola Frank (þjálfari) – Fjölnir
Borðtennis:
Benedikt Aron Jóhannsson – Víkingur
Magnús Þór Holloway – KR
Ársæll Aðalsteinsson (þjálfari) – Víkingur
Klifur:
Paulo Mercado Guðrúnarson – Klifurhúsið
Garðar Logi Björnsson – Klifurhúsið
Þórdís Nielsen – Klifurhúsið
Eygló Elvarsdóttir – Klifurhúsið
Hildur Björk Adolfsdóttir (þjálfari) – Klifurhúsið covid faraldurs.
Farastjóri í ferðinni var Darri Mcmahon.
Margrét Valdimarsdóttir var fulltrúi Reykjavíkurborgar á aðalfundi leikanna.
England, Coventry 2022:
ÍBR sendi 10 keppendur og 3 þjálfara í þremur keppnisgreinum á Aljóðaleika ungmenna í Coventry dagana 11-16 ágúst. Keppnisgreinar sem tekið var þátt í að þessu sinni af hálfu Reykjavíkur voru tennis, borðtennis og klifur.
Þess má geta að klifur var í fyrsta skipti keppnisgrein á Alþjóðaleikunum í Coventry. Ferðin og keppni gekk vel hjá hópnum og náðust margir góðir sigrar og ekki síst gríðarlega dýrmæt reynsla hjá öllum keppendum þrátt fyrir að engir keppendur hafi unnið
Grunnskólamót höfuðborga norðurlanda
Mótið var haldið í fyrsta skipti árið 1948 í Stokkhólmi. Síðan þá hefur mótið verið haldið ár hvert til skiptis í Kaupmannahöfn, Osló, Helsinki og Stokkhólmi fram til ársins 2011 en þá var það haldið í fyrsta sinn í Reykjavík. Markmið mótsins er að sameina skólaungmenni á Norðurlöndum í gegnum íþróttir og rækta þannig norrænan frændskap. Fyrir utan íþróttakeppnina sjálfa er lögð áhersla á að ungmennin kynnist hvert öðru sem og sögu landsins sem heimsótt er og venjum þess.
Mótið er haldið í síðustu viku í maí ár hvert. Fyrir hverja höfuðborg keppa 41 nemandi, 14 ára og yngri: 15 drengir í knattspyrnu, 10 stúlkur í handknattleik, 8 stúlkur í frjálsum íþróttum og 8 drengir í frjálsum íþróttum. Auk þess fylgja keppendum fjórir þjálfara og tveir fararstjórar. Þjálfarar Reykvísku keppendanna eru menntaðir íþróttakennarar og hefjast æfingar nokkrum mánuðum fyrir hvert mót.
ÍBR sér um undirbúning og þátttöku í samráði við ÍTR, grunnskóla borgarinnar, íþróttafélögin í Reykjavík og sérráðin.
Reykjavík 2021
Búið var að undirbúa mótahald í Reykjavík í lok maí 2021 en vegna COVID 19 var ekkert mótahald. Einnig var gistiheimilinu, sem notað hefur verið fyrir þátttakendur, breytt í skrifstofur svo ekki verður hægt að halda mótið í Reykjavík fyrr en úrlausn finnst á nýrri gistiaðstöðu fyrir hópinn. Unnið var að því ásamt hinum þjóðunum að finna út hvenær Reykjavík heldur næst mótið.
Osló 2022
Undirbúningur allra þjálfara reykvísku liðanna hófst í febrúar/mars fyrir mótið í Osló sem er mun seinna en vanalega sökum sóttvarnarreglna og hræðslu við smit meðal nágrannalandanna. Úrtakið gekk þó vel og mikið af virkilega flottu upprennandi íþróttafólki úr að velja.
Mótahaldið gekk vel og okkar krökkunum gekk mög vel að keppa og yfir heildina litið var þetta besti árangur Reykvíska liðsins til þessa. Allir hópar fengu því verðlaunapening við heimkomu í anddyri Laugardalshallarinnar.
Markmið Styrktarsjóðsins er :
Að styðja við útbreiðslu íþrótta í Reykjavík þar sem miðað er sérstaklega að því að gefa breiðari hópi barna og unglinga tækifæri til að taka þátt í íþróttastarfi.
Átaksverkefni til eflingar íþróttastarfs.
Þátttöku þjálfara í námskeiðum.
Námskeiðahald aðildarfélaga og sérráða.
Félög eru hvött til þróunar og nýbreytni í verkefnavali.
Verkefni sem styðja afreksíþróttafólk í að sækja sér þjálfun eða taka þátt í mótum sem eru viðbót við reglubundna þjálfun eða keppni.
Styrktarsjóður
Umsækjendur skulu vera aðilar að ÍBR, það á við m.a. afreksfólk, einstakar, deildir innan félaga. Alla jafna er úthlutað úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári og er skilafrestur umsókna alla jafna 15. mars og 15. september. Úthlutun skal sérstaklega taka mið af íþróttastefnu ÍBR og jafna möguleika allra til íþróttaiðkunar. Fjárhæð til úthlutunar ár hvert kemur úr Framkvæmdasjóði ÍBR samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar ÍBR. Sökum tekjutaps vegna COVID var ekki úthlutun úr sjóðnum 2021 og einnig vor 2022. Umsóknir skulu berast stjórn sjóðsins á þar til gerðum eyðublöðum. Úthlutað var úr sjóðnum einu sinni á árunum 2021-2022 og voru styrkupphæðir á bilinu 30 til 250 þúsund krónur. Skila þarf stuttri skýrslu og kvittunum fyrir að lágmarki fyrir upphæð úthlutaðs styrks.
Árið 2022 var frestur umsókna færðu til október og voru alls 34 umsóknir samþykktar af þeim 57 sem bárust og þar af voru 19 umsóknir fyrir einstaklinga í afreksíþróttum og 15 fyrir önnur verkefni. Á meðal verkefna sem fengu stuðning voru námskeið, kynningar og átaksverkefni félaga og sérráða. Einn styrkjanna á tímabilinu var greiddur út árið 2022 en vænta má að skýrslur frá umsækjendum verði sendar til ÍBR á fyrri hluta árs 2023.
Yfirlit yfir úthlutun 2021-2022
Haust 2022 – 34 styrkir – 4.280.000
Samtals 2021-2022 4.280.000 kr.
Styrkir
Aðildarfélög ÍBR eru um 70 talsins og þjónustar ÍBR þau varðandi ýmis málefni. Á árunum voru úthlutaðir eftirfarandi strykir:
Stykir (í milljónum kr.)
Mannvirkja- og vallarstyrkir
Samstarfssamningur við
Reykjavíkurborg
Um áramótin 2022-23 átti samstarfssamningur borgarinnar og ÍBR að renna út. Í ljósi þess að vinna við skýrslu vinnuhóps sem í voru fulltrúar borgarinnar, félaganna og ÍBR hafði dregist nokkuð var ákveðið að að framlengja þágildandi samning um eitt ár til að gefa betra tækifæri til að nýta niðurstöður hópsins við gerð nýs samnings.
Fyrirmyndarfélög
Frá árinu 2003 hafa íþróttafélög og deildir í Reykjavík fengið gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Fjórum árum eftir að viðurkenning fæst þarf að endurnýja umsóknina og uppfæra handbook, annars fellur hún úr gildi. Nú í byrjun árs 2023 eru eftirfarandi félög/deildir innan ÍBR með viðurkenninguna:
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Skautafélag Reykjavíkur listhlaupadeild
Ný aðildarfélög
Heldur minna hefur verið um umsóknir nýrra félaga allra síðustu ár. Engu að síður fengu 4 félög aðild að ÍBR 2021 og 2022:
Aþena íþróttafélag Skautafélagið Jökull Knattspyrnufélagið Árbær Golfklúbburinn Esja
Iðkendendur í Reykjavík
Hér má sjá iðkendatölur í fjórum flokkum auk samtölu úr Felix sem skráðar voru árið 2021 en tilheyra árinu 2020
Aikikai Reykjavík
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur
Dansfélag Reykjavíkur
Dansfélagið Bíldshöfði
Fenrir
Fisfélag Reykjavíkur
Frisbígolffélag Reykjavíkur
Glímufélag Reykjavíkur
Glímufélagið Ármann
Golfklúbbur Brautarholts
Golfklúbbur Reykjavíkur
Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur
Hestamannafélagið Fákur
Hjólreiðafélag Reykjavíkur
Hjólreiðafélagið Tindur
Hnefaleikafélag Reykjavíkur
Hnefaleikafélagið Æsir
Háskóladansinn
Jaðar Íþróttafélag
Ju Jitsufélag Reykjavíkur
Júdofélag Reykjavíkur
Karatefélag Reykjavíkur
Karatefélagið Þórshamar
Kayakklúbburinn
Keilufélag Reykjavíkur
Kf. Breiðholt
Klifurfélag Reykjavíkur
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Knattspyrnufélag Vesturbæjar
Knattspyrnufélagið Afríkuliðið
Knattspyrnufélagið Berserkir
Knattspyrnufélagið Elliði
Knattspyrnufélagið Fram
Knattspyrnufélagið Hlíðarendi
Knattspyrnufélagið Mídas
Knattspyrnufélagið
Skautafélagið Björninn
Skotfélag Reykjavíkur
Ungmennafélag
Ungmennafélagið
Ungtemplarafélagið Hrönn
Vængir Júpiters
Vélhjólaíþróttaklúbburinn
Íþróttafélag Breiðholts
Íþróttafélag Reykjavíkur
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík
Íþróttafélag kvenna
Íþróttafélag stúdenta
Íþróttafélagið Carl
Íþróttafélagið Drekinn
Íþróttafélagið Freyja
Íþróttafélagið Fylkir
Íþróttafélagið Leiknir
Íþróttafélagið Léttir
Íþróttafélagið Styrmir
Íþróttafélagið Ösp
Samtals: