1 minute read
Laugavegurinn Ultra Maraþon
Laugavegshlaupið er 55km langt utanvega- og fjallahlaup þar sem farin er fjölbreytt og falegg leið frá landmannalaugum til Þórsmerkur. Mikil eftirspurn er eftir því að taka þátt í Laugavegshlaupinu og hefur selst upp í hlaupið síðustu ár og þátttökumet slegin á hverju ári.
2021
Advertisement
Árið 2021 fór hlaupið af stað í 25. sinn, laugardaginn 17. Júlí. Skráningin í hlaupið tók aðeins um 30 mínútur þar til uppselt varð í hlaupið. Aldrei fyrr hefur selst svo fljótt upp í hlaupið og voru fjölmargir sem komust ekki að. Alls voru 607 hlauparar skráðir á ráslista, 227 konur og 380 karlar. Aldrei hafa fleiri verið skráðir til þátttöku. Íslenskir þátttakendur voru 516 talsins og erlendir þátttakendur voru 90 talsins.Mjög gott hlaupaveður var þennan dag og fór hitastig hækkandi þegar leið á daginn. Við vorum í samstafi við Embætti Landlæknis með einstakar útfærslur. Nýtt brautarmet var slegið í kvennaflokki þar sem Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst á undir 5 tímum eða á 4:55:49.
Vegna Covid-19 var skipulagi hlaupsins töluvert breytt til þess að uppfylla sóttvarnarlög. Hugað var á sóttvörnum á öllum starfsstöðvum hlaupsins. Gott samstarf var við almannavarnir og Embætti Landlæknis og var farið eftir öllum þeirra fyrirmælum til að uppfylla kröfur um sóttvarnir.
2022
Árið 2022 fór hlaupið fram laugardaginn 16. Júlí. Fínt hlaupaveður var þennan dag en framur kalt í byrjun á hlaupinu. Mikil snjór var einnig í byrjun á hlaupinu. Við vorum með nýtt skráningarkerfi þar sem allir fengu að skrá sig í róleg heitunum. Opnaði skráningin þann 5. nóvember og var hún opin í viku eða til 11. Nóvember. Alls voru 727 hlauparar skráðir á ráslista, 269 konur og 458 karlar. Aldrei hafa fleiri verið skráðir til þátttöku. Íslenskir þátttakendur voru 492 talsins og erlendir þátttakendur voru 117 talsins. Þátttakendur í hlaupinu voru frá 32 mismunandi löndum. Boðið var upp á að skrá sig með ITRA stigunum og fóru 40 ITRA stigs hæðstu karlar og konur beint inn í hlaupið. Lottó var fyrir aðra sem skráðu sig. Þeir sem komust ekki inn í Lottó-ið voru settir á biðlista. Á Biðlistanum voru 215 manns til að byrja með og tekið var inn af biðliðstanum þegar tækifæri gafst. Andrea Kolbeinsdóttir sló sitt eigið brautarmet og kom í mark á 4:33:07. Arnar Pétursson tók þátt í fyrsta sinn í Laugavegshlaupinu og vann á tímanum 4:04:53.
Laugavegshlaupið er aðili að ITRA, International Trail Running Association.
Samstarfsaðilar Lagavegshlaupsins eru: Reykjavík Excursions (rútur), Hoka (verðlaun), Garmin (verðlaun), 66°noður (bolir og verðlaun), Gatorade (drykkir), Ferðafélag Íslands, Volcano Huts og Suzuki, Margt smátt, Korta, Bændaferðir, Avis og Lottó.