3 minute read
Regnabogavottun
Hinseginfræðsla
Íþróttabandalag Reykjavíkur fékk Regnbogavottun Reykjavíkurborgar árið 2022. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.
Advertisement
Starfsfólk skrifstofu ÍBR tók þátt í frábærri fræðslu um hinsegin málefni, stjórnendur fylltu út spurningalista, gerð var úttekt á skrifstofu ÍBR og vefsíðum. ÍBR er með virka jafnréttisáætlun og mannréttindaáætlun þar sem hinsegin málefni eru meðal annars.
Íþróttabandalag Reykjavíkur hvetur öll íþróttafélög í Reykjavík í að fara í gegn um þetta vottunarferli til að vera hinseginvænni.
Fræðslan er þungamiðjan í Regnbogavottuninni en hún byggir á ýmsum skemmtilegum verkefnum um hinseginleika og beinist einnig að því að
Hverfafundir undir nafninu Öll í sama liði fóru fram í öllum hverfum borgarinnar árið 2022. Fundaröðin var samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Markmið fundanna var að kalla saman fulltrúa frá ólíkum hagsmunaaðilum í hverfinu og ræða hvernig bregðast má við óæskilegri hegðun, ómenningu og áreitni meðal barna og unglinga í sameiningu. Hver fundur var um tvær klukkustundir, þátttakendur hlýddu á stutt fyrir fram upptekin fræðsluerindi í upphafi og svo fóru fram umræður í hópum. Erindin á fundunum voru frá Vöndu Sigurgeirsdóttur frá KSÍ, Sif Atladóttur landsliðskonu í knattspyrnu og Þorsteini V. Einarssyni frá Karlmennskunni.
Á fundina mættu fulltrúar frá foreldrafélögum, leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, ungmennaráðum, þjónustumiðstöðvum, sundlaugum, íþróttafélögum og fjölskyldu- og húsdýragarðinum skoða með hvaða hætti hver og einn vinnustaður geti verið hinseginvænni. Fræðslan er útbúin sérstaklega til að henta þeirri starfsemi sem um ræðir á hverjum stað fyrir sig. Í heildina eru þetta 4.5klst af fræðslu.
Þátttakendur voru hvattir til að halda vinnunni áfram og taka samtalið með virkri þátttöku barna og ungmenna í þeirra hverfi og fá þau með í lið til að skapa enn betra hverfi og samfélag fyrir öll. Í sumum hverfum er þegar búið að halda fleiri fundi, mynda vinnuhópa og í a.m.k. einu hverfi er búið að leggja drög að stærra verkefni sem eflir samstarf milli aðila hverfisins hvað varðar jákvæð samskipti.
Helstu niðurstöður hvers fundar voru sendar í hvert hverfi fyrir sig og þátttakendum veittur aðgangur að erindunum sem sýnd voru á fundinum til að vinna áfram með í sínu nærumhverfi. Niðurstöður fundanna voru síðan nýttar til að útbúa veggspjald sem dreift verður í öll hverfi borgarinnar í haust. ÍBR mun sjá til þess að veggspjöldin fari í íþróttahúsin í Reykjavík.
Fjölmenning
Haustið 2018 skipaði Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð starfshóp til að móta tillögur um fjölmenningarfræðslu fyrir sjálfboðaliða og þjálfara í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík. Sá hópur hélt áfram vinnu sinni árin 2021 og 2022.
Tilgangur með vinnu starfshópsins er að opna huga og fræða sjálfboðaliða og þjálfara í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík um margbreytileika samfélagsins og menningarnæmni (e. intercultural competence). Bæta móttöku iðkenda af erlendum uppruna og stuðla að menningarnæmni þjálfara, sjálfboðaliða, starfsmanna, iðkenda og forráðamanna þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík.
Helstu verkefni starfshópsins voru eftirfarandi:
Kynna sér fyrirliggjandi efni um fjölmenningarfræðslu
Funda með aðilum með þekkingu og reynslu í málaflokknum
Skoða efni frá öðrum löndum
Gerðir voru verkferlar um móttöku og samskipti við forráðamenn og nýja iðkendur af erlendum uppruna fyrir aðila sem standa að íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík. Í framhaldi af því heimsótti ÍBR hverfafélögin 9 og kynnti fyrir þeim móttökuáætlunina.
Móttökuáætlunina er að finna í verkfærakistu fjölmenningar á vef ÍBR, ibr.is/fjolmenning
ÍBR bjó til verkfærakistu fjölmenningar á heimasíðu ÍBR sem inniheldur upplýsingar um fjölmenningu.
Bæklinga á íslensku, ensku og pólsku til að einfalda nýjum iðkendum að finna hvar er hægt að æfa hverja íþrótt og hvað er í boði í þeirra hverfi. Móttökuáætlun og annað fræðsluefni um fjölmenningu. Eftir það kom í ljós að Æskulýðsvettvangurinn var kominn langt á veg með að útbúa vefsíðu með upplýsingum um fjölmenningu og inngildingu. Æskulýðsvettvangurinn hefur nú klárað síðuna og er hún komin í loftið. Vefsíðan inniheldur meðal annars upplýsingar um fjölmenningu, skilgreiningar á hugtökum, fjölmenningar- og inngildingarstefnu, viðbragðsáætlun vegna fordóma og kynþáttahaturs, gátlista fyrir inngildingu í íþróttafélögum, og möguleika til að bóka fræðslu og vinnustofur. Vefsíðan verður aðgengileg á verkfærakistu fjölmenningar á vef ÍBR undir fjölmenning.
Íþróttabandalag Reykjavíkur skyldaði alla þjálfara og starfsfólk níu hverfafélaganna í Reykjavík í árlega fræðslu með því að setja fræðsluna sem skyldu í þjónustusamningum við hverfafélögin. Fræðslan í ár fór fram í september/október og var hinum 70 félögunum boðið að mæta í fræðsluna. Fræðslan sem þjálfararnir og starfsfólkið fékk var:
Fjölmenningarfræðsla
Sema Erla Serdar
Hinseginfræðsla
Samtökin 78
Samskipta/ofbeldisfræðsla Sóley Tómasdóttir
Bæklingar fyrir öll hverfi í Reykjavík
Vinnuhópurinn útbjó bækling fyrir hverja og eina þjónustumiðstöð í Reykjavík til að einfalda nýjum iðkendum að finna hvar er hægt að æfa hverja íþrótt og hvað er í boði í þeirra hverfi. Bæklingarnir eru allir á íslensku, ensku og pólsku. Bæklingurinn var hafður myndrænn til að ná til sem flestra. Bæklingnum var dreift í allar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík.
Bæklingana má nálgast á vef ÍBR, ibr.is/fjolmenning.
Rafræn könnun á sálfélagslegum áhættuþáttum
Íþróttabandalag Reykjavíkur og Líf og sál sálfræðistofa unnu saman að gerð könnunar til að senda út á aðildarfélög ÍBR. Markmiðið með könnuninni var að safna upplýsingum um sálfélagslega áhættuþætti meðal iðkenda hjá 9 stærstu íþróttafélögum Reykjavíkur. Spurningunum var skipt niður í fjóra þætti; samskipti og framkoma, líðan og álag, þjálfun og skipulag og neikvæð hegðun (einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi).
Könnunin skoðaði meðal annars mismunun fólks eftir kyni, uppruna, trúarbrögðum, húðlit, kynhneigð og öðrum þáttum.
Meðal spurninga voru til dæmis: “Hefur þú tekið eftir því hjá íþróttafélaginu að fólki sé mismunað eftir kyni, uppruna, trúarbrögðum, húðlit, kynhneigð eða öðrum þáttum?”.
Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á ráðstefnu Reykjavíkurleikanna, SPORTS 2023, í byrjun febrúar 2023.