Reykjavik International Games 2013

Page 1

18. - 27. JANÚAR 2013

WWW.RIG.IS


ÍSLENSKA SIA.IS MSA 60685 08.2012

NÝTT! HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI NÚ FÆST HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI. HLEðSLA ER KJÖRIN EFTIR HLAUP, GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HLEðSLA Í FERNU HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

ELÍSABET MARGEIRSDÓTTIR

HLAUPARI OG NÆRINGARFRÆðINGUR

100%

HÁGÆÐA PRÓTEIN


Valley of Sports

Badminton / Badminton Borðtennis / Table tennis TBR við Glæsibæ / TBR

Listhlaup / Figure Skating Skautahöll / Skating Hall

RIG hátíð II / RIG Ceremony Hátíðarkvöldverður / Gala dinner Frjálsar / Athletics Dans / Dancing Júdó / Judo Taekwondo / Taekwondo Kraftlyftingar / Powerlifting Laugardalshöll / Sports Hall

Júdó / Judo Taekwondo / Taekwondo Ármann / Spots Hall Bogfimi / Archery ÍFR /Sports Hall

Karate / Karate Víkin / Sports Hall Skylmingar / Fencing Skylmingarmiðstöð National Stadium RIG hátíð I /RIG ceremony Sund / Swimming Sundlaugarpartí / Pool party Þríþaut / Triathlon Laugardalslaug / Swimming pool

Skvass / Squash Veggsport

Keila / Bowling Egilshöllin / Bowling Hall

Fimleikar / Gymnastics Ásgarður / Sports Hall

Ólympískar lyftingar / Olympic weightlifting Crossfit Reykjavík


Ráðstefna

Conference

In cooperation with The National Olympic and Sports Association of Iceland and Reykjavik University coaches, participants and other interested are invited to follow some interesting lectures about elite training. The conference is a part of RIG 2013 and will take place on Thursday January 24th. The conference starts at 17:30 and ends at 20:30. Further information www.rig.is

Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík standa að íþróttaráðstefnu í tilefni af Reykjavíkurleikunum, fimmtudaginn 24. janúar. Þrír áhugaverðir erlendir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun. Fyrirlestrarnir fara allir fram á ensku og ráðstefnan mun standa frá kl. 17:30 -20:30. Frekari upplýsingar www.rig.is

Dagskrá - Schedule JANUARY 18-20 Viðburður / Event

Staðsetning / Venue

18. jan.

19. jan.

20. jan

RIG hátíð / RIG Ceremony Sundlaugarpartí / Pool party

Laugardalslaug / Swimmingpool

19:00 - 20:00

Laugardalslaug / Swimmingpool

19:30 - 22:00

Sund fatlaðra / Swimming for disabled

Laugardalslaug / Swimmingpool

16:00 - 20:00

10:00 - 14:00

10:00 - 14:00

Frjálsar íþróttir / Athletics

Laugardalshöll / Sports Hall

14:00 - 16:00

Badminton / Badminton

TBR

10:00 - 17:00

Fimleikar / Gymnastics

Ásgarður

10:30 - 15:00

Kraftlyftingar / Powerlifting

Laugardalshöll / Sports Hall

10:00 - 15:00

Taekwondo / Taekwondo

Ármannsheimili / Sports Hall 10:00 - 16:00 Laugardalshöll / Sports Hall

09:00 - 15:00

Listhlaup á skautum / Figure Skating

Skautahöll / Skating Hall

08:00 - 16:00

08:00 - 13:00

Júdó / Judo

Laugardalshöll / Sports Hall

10:00 - 16:00

Hátíðir og afþreying

Ceremonies and entertainment

Hátíðardagskrár verða í Laugardalslauginni sunnudaginn 20. janúar og í Laugardalshöllinni sunnudaginn 27. janúar. Að lokinni hátíðardagskrá með borðhaldi, veitingu viðurkenninga og sýningu íþróttafólks verður sundlaugarpartí og ofurmannakeppni í Laugardalslauginni en í Laugardalshöllinni heldur hinn óviðjafnanlegi skemmtikraftur Páll Óskar uppi fjörinu að venju.

10:00 - 15:00

RIG ceremonies in the Laugardalur Swimming Pool on Sunday the 20th of January and at the Laugardalshöll Sports Hall the 27th. The ceremonies will consist of a banquet with handing out special prizes for best results in each sport and a theatrical show where the athletes will participate, followed by a pool party in the swimming pool but in the Sports Hall pop star Páll Óskar will round up the evening with a discotheque and a live performance.

4


Hjólasprettur

Uphill duel

Á bóndadeginum 25. janúar fer fram æðisgengið hjólreiðaeinvígi upp neðstu brekkuna á Skólavörðustígnum, fegursta stræti miðborgarinnar. Þá mun koma í ljós hvaða hjól og hvaða knapi duga best saman þegar leiðin liggur bara upp í móti. Hjólreiðar eru kynningargrein á leikunum í ár.

The RIG uphill duel will be held downtown Reykjavik, 25th January. In Iceland that day marks the beginning of the month Thorri in the old Icelandic calendar. At Skolavordustigur street, in the heart of downtown Reykjavik, cyclists will come together in an attempt to settle the fierce debate of which rider and bike combination is the best uphill.

Dagskrá - Schedule JANUARY 24-27 Viðburður / Event

Staðsetning/Venue 24. jan 25. jan.

26. jan.

27. jan

Bogfimi / Archery ÍFR / ÍFR Sports Hall 09:00 - 17:00 10:00 - 15:00 Borðtennis / Table tennis TBR við Glæsibæ / TBR 09:00 - 22:00 Dans / Dance

Laugardalshöll / Sports Hall

10:00 - 17:00

Karate / Karate

Víkin / Víkin Sports hall

10:00 - 18:00

Keila / Bowling

Egilshöll / Bowling Alley

Ólympískar lyftingar / Olympic weightlifting

Crossfit Reykjavík

11:00 - 17:00

Skvass / Squash

Veggsport

10:00 - 17:00

10:00 - 14:00

Skylmingar / Fencing

Skylmingarmiðstöð / National stadium

09:00 - 18:00

10:00 - 17:00

09:00 - 12:00 16:00 - 18:00

09:00 - 12:00 16:00 - 18:00

18:00 -21:00 18:00 - 21:00

Sund / Swimming Laugardalslaug / Swimmingpool

16:00 - 19:00

Þríþraut / Triathlon

Laugardalslaug / Swimmingpool

RIG hátíð / RIG Ceremony

Laugardalshöll / Sports Hall

09:00 - 12:00

Hátíðarkvöldverður í dansi

Gala dinner

26. janúar munu úrslit í alþjóðastigamóti Danssambands Íslands fara fram í Laugardalshöllinni. Samhliða mótshaldinu verður boðið upp á veislumat.

09:00 - 16:00

12:00 - 14:00

Hátíðarkvöldverður / Gala dinner Laugardalshöll / Sports Hall

10:00 - 17:00

19:00 - 23:00

19:00 - 22:00

The RIG gala dinner will be held in Laugardalur Sports Hall, 26th January starting at 19 o´clock. That night the results in WDSF dance competetion will take place.

5


Dear guests You are most welcome to the sixth annual Reykjavik International Games, one of the most important sports events in Reykjavík. The Games are especially enjoyable because of the many good guests from all over the world. In Reykjavik the emphasis is on human rights. We welcome the diversity of humanity and want to make it possible for everyone to develop their talents. At the Reykjavik International Games athletes from Iceland and many other countries get together, both sexes, all ages and disabled athletes and compete in numerous different types of sports. The participants are not the only ones that are diverse, the Games are different from other sports events, it is a mixture of sports, art, education and pure fun where multi-talented athletes put what they do best to use. The Games are still growing and this year karate and taekwondo are added to the events and the sports categories are now nineteen. The educational part, the conference and the training camps, is also getting bigger and there is an exciting new event, the uphill bicycle duel in downtown Reykjavík.

Kæru gestir Verið innilega velkomin á sjöttu Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana í Laugardalnum í Reykjavík. Það má með sanni segja að Reykjavíkurleikarnir séu orðnir einn af þeim mikilvægu íþróttaviðburðum sem haldnir eru í borginni og einstaklega gaman fyrir okkur að geta tekið á móti skemmtilegum gestum víðs vegar að úr heiminum.

Since I became a mayor I´ve had the pleasure of discovering the great growth that characterizes the sporting life in the city. We have talented athletes and elegant sports facilities which I’m really proud of and behind the success of our athletes is a great amount of work and determination but also the joy of playing .

Í Reykjavík er lögð áhersla á mannréttindi. Við fögnum margbreytieika mannlífsins og við viljum að allir fái notið hæfileika sinna. Þetta er ein af ástæðum þess að Reykjavíkurleikarnir eru kærkomin viðbót við hátíðaflóru borgarinnar. Á Reykjavíkurleikunum kemur saman íþróttafólk frá mörgum ólíkum löndum, fatlað og ófatlað, karlar og konur, til að keppa sín á milli í fjölmörgum íþróttagreinum. Margar íþróttagreinarnar eru óhefðbundnar og ýmislegt er öðruvísi en almennt gerist á íþróttaviðburðum. Leitast er við að sameina íþróttir, fræðslu, listgreinar og gleði með áhrifamiklum hætti og verður árið í ár engin undantekning. Raunar eru leikarnir með stærra sniði í ár en áður og ná yfir lengra tímabil. Ástæðan er að tvær nýjar greinar, taekvondó og karate, hafa bæst við leikana og mótshlutarnir því orðnir 19 talsins. Keppendur í þessum nýju greinum eru að taka þátt í leikunum í fyrsta skipti og eru þeir boðnir sérstaklega velkomnir. Á ráðstefnunni, sem haldin verður í samstarfi við ÍSÍ og HR, verður einnig meiru tjaldað til en fyrri ár og spennandi nýjung á leikunum er spretthjólaþraut sem verður haldin á Skólavörðustíg.

I have often said that our city should be fun and the Reykjavik International Games is one of the things that makes it fun. I bid you welcome to Reykjavík and hope that you all have great fun. Enjoy your stay and welcome back next year. Jón Gnarr Mayor of Reykjavík

Efnisyfirlit / Contents

Frá því að ég varð borgarstjóri hef ég orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að kynnast þeirri miklu grósku sem einkennir íþróttalífið í borginni. Við eigum hæfileikaríkt íþróttafólk og glæsileg íþróttamannvirki og ég er virkilega stoltur af hvoru tveggja. Að baki frábærum árangri íþróttafólks liggur gríðarleg vinna og eljusemi og ekki má gleyma leikgleðinni sem er lykillinn að farsælli iðkun íþrótta.

3 Kort / Map of Laugardalur 4 Dagskrá / Preliminary schedule 6 Borgarstjóri / Mayor of Reykjavik

Ég hef oft sagt að borgin okkar eigi að vera skemmtileg – og Reykjavíkurleikarnir eru eitt af því sem gerir hana skemmtilega. Ég býð ykkur hjartanlega velkomin til Reykjavíkur og vona að allir skemmti sér sem best. Verið velkomin aftur að ári liðnu!

7 Forseti ÍSÍ / Formaður ÍBR 8 Reykjavík International Games 10 Badminton / Badminton

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík

11 Bogfimi / Archery 12 Borðtennis / Table tennis 14 Dans / Dancing 15 Fimleikar / Gymnastics 16 Frjálsar / Athletics 17 Júdó / Judo 18 Karate 19 Keila / Bowling

6

22 Kraftlyftingar / Powerlifting 23 Listhlaup / Figure Skating 24 Ólympískar lyftingar / Olympic weightlifting 25 Skylmingar / Fencing 26 Skvass / Squash 28 Sund / Swimming 29 Sund fatlaðra / Swimming for disabled 30 Taekwondo / Taekwondo 31 Þríþraut / Triathlon 32 Mie Östergaard Nielsen 32 Katherine Bak 34 Alexander Dale Oen


Alþjóðlegt mót í Reykjavík

Reykjavíkurleikar Hinir alþjóðlegu Reykjavíkurleikar standa nú fyrir dyrum borgarbúa og annarra Íslendinga í sjötta sinn. Ekki er eingöngu um að ræða ánægjulegan alþjóðlegan viðburð í fjölbreyttri íþróttaflóru höfuðborgarinnar heldur hefur viðburðurinn með vandaðri umgörð náð í vaxandi mæli að laða til landsins fjölda erlendra keppenda í ólíkum íþróttagreinum – keppenda sem eru farnir að setja Reykjavíkurleikana sem fastan viðburð á þéttskipað keppnisdagatal.

Það hefur mikið verið rætt í íslensku samfélagi undanfarin misseri að mikilvægt sé fyrir land og þjóð að auka hingað straum ferðamanna, sem skili þjóðinni gjaldeyristekjum, sem er einmitt það sem við sem þjóð þurfum á að halda núna. Áherslan hefur verið á að auka strauminn yfir vetrartímann því þá er einmitt mest laust af gistirými og bestu möguleikarnir á að taka á móti erlendum gestum. Íþróttamót eins og RIG eru mikilvægur þáttur sem ekki hefur farið mikið fyrir í umræðunni í þessu samhengi en mótið hefur stækkað ár frá ári og erlendir þátttakendur, íþróttafólk, þjálfarar, aðstoðarfólk og annað fylgdarlið eru nú á fjórða hundrað. Hver hagræn áhrif af þessu verða skal ekki tíundað hér en ljóst er að það eru umtalsverðir fjármunir sem koma í þjóðarbúið í mánuði sem lítið er að gera í ferðamennsku. Í þessu felast einmitt tækifæri til meira mótahalds og að selja okkar frábæru aðstöðu til handa erlendum íþróttamönnum og liðum sem þurfa að komast í æfingabúðir í fullkominni aðstöðu. Þannig næðum við mögulega að nýta mannvirkin okkar á dauðum tímum þegar okkar börn eru í skólanum. Ég tel að þetta sé alveg óplægður akur og eitthvað sem íþróttahreyfingin og forystumenn um markaðssetningu landsins ættu að taka höndum saman um að nýta betur.

Til að slíkum árangri verði náð þarf viðburður að sanna sig með góðri skipulagningu fyrirlestra og ráðstefnuhalds og metnaðarfullri íþróttakeppni. Þeim markmiðum hafa aðstandendur Reykjavíkurleikanna náð með þolinmæði og þrautseigju. Slíkt er engan veginn sjálfgefið og margar hindranir þarf að yfirstíga. Að þessu sinni er enn bætt í dagskrá leikanna nýjum íþróttagreinum á borð við karate og taekwondo, auk þess að gildi leik-anna hefur verið eflt með skipulagningu fyrirlestra og ráðstefnuhalds í prýðilegu samstarfi við Íþrótta- og Ólymíusamband Íslands. Fullt tilefni er til að óska skipuleggjendum til hamingju með þann árangur sem náðst hefur við að festa viðburðinn í sessi og verðskuldar viðburðurinn samsvarandi athygli og stuðning borgaryfirvalda, almennings og fjölmiðla. Aldrei má gleyma því hversu miklu slíkir viðburðir skila til samfélagsins og nýting mannvirkja á rólegum tíma í ferðaþjónustu er afar verðmætt samhliða mikilli landkynningu okkar fallega lands.

En það eru þó ekki einungis útlendingar sem njóta þessa heldur mun þetta nýtast okkar íþróttafólki vel. Með því að fá hingað sterka íþróttamenn til að keppa í mótum gefst okkar afreksfólki kostur á að keppa við þá sem standa framarlega í sínum greinum og öðlast dýrmæta reynslu og æfingu fyrir framtíðina. Það er gríðarlega mikilvægt að okkar afreksfólk geti borið sig saman við þá sem fremstir eru í þeirra greinum en það kostar mikla fjármuni að komast út til að keppa reglulega og bæta árangur sinn. Með því að auka enn frekar á alþjóðlega keppni og æfingar hér heima á Íslandi, í frábærri aðstöðu undir stjórn mjög hæfra skipuleggjenda sem til staðar eru í íþróttahreyfingunni er því verið að slá tvær flugur í einu höggi: Fjölgun ferðamanna á vetrartíma og sparnaður fyrir íslenskt afreksfólk.

Við getum verið stolt af bæði okkar keppendum sem og aðstandendum keppninnar. Fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands óska ég Íþróttabandalagi Reykjavíkur og fulltrúum þeirra íþróttagreina sem að skipulagningu Reykjavíkurleikanna 2013 koma, velfarnaðar við framkvæmd og öllum þátttakendum góðs gengis í keppni.

Ingvar Sverrisson Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ.

7


Alþjóðlegu Reykjavíkurleikar 18. – 27. janúar 2013 Reykjavík International Games eða Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir eru nú haldnir í sjötta sinn en þeir eru haldnir árlega í janúar. Á leikunum er keppt í átján íþróttagreinum og fer keppnin að mestu fram í Laugardalnum auk þess sem keppt er í hjólaspretti á Skólavörðustígnum. Tilgangur leikanna er að auka samkeppnishæfni íslenskra keppenda og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að fá sterka erlenda keppendur til leiks. Í ár eru keppendur á þriðja þúsundið og erlendir gestir eru um fjögur hundruð auk þess sem aragrúi sjálfboðaliða vinnur að skipulagi og framkvæmd mótsins.

danssambandinu sem fjallar um sálfræði afreksíþróttamannsins og mikilvægi þess að hann þekki sjálfan sig og Harvey S. Newton, sem er fyrrum landsliðsþjálfari bandaríska landsliðsins í ólympískum lyftingum sem mun fjalla um það hvernig ólympískar lyftingar geta bætt afkastagetu flestra afreksíþróttamanna óháð íþróttagrein.

Reykjavík International Games 18th – 27th January 2013

Hugmyndin um leikana sprettur annarsvegar af frumkvæði forráðamanna Frjálsíþróttadeildar ÍR og Sundfélagsins Ægis sem höfðu haldið alþjóðleg mót í janúar um tveggja áratuga skeið en hinsvegar af þeirri reynslu sem varð til hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur þegar haldnir voru velheppnaðir Alþjóðaleikar ungmenna 2007 (International Children´s Games) í Reykjavík. Nú er keppt í badminton, bogfimi, borðtennis, dansi, fimleikum, frjálsum íþróttum, judo, karate, keilu, kraftlyftingum, listhlaupi á skautum, ólympískum lyftingum, skvassi, skylmingum, sundi, taekwondo og þríþraut og taka fatlaðir íþróttamenn þátt í þremur greinum.

The Reykjavík International Games are now held for the sixth time. At the games athletes compete in eighteen different sports categories: Archery, badminton, bowling, dance, fencing, figure skating, gymnastics, judo, karate, olympic weightlifting, power lifting, squash, swimming, table tennis, taekwondo, track and field and triathlon with disabled athletes competing in three categories. The tournaments take mostly place in Reykjavik´s Sports Centre in Laugardalur in January every year. The purpose of the games is to provide Icelandic athletes with the challenge of competing with strong foreign athletes. This year more than 2000 athletes participate, the foreign guests are around 400 and many volunteer workers help to make the event run smoothly.

Undirbúningshópur með fulltrúa frá hverri íþróttagrein starfar allt árið en einstakir mótshlutar eru á ábyrgð einstaka félaga, sérráða og sérsambanda ÍSÍ. Daglegt starf er í höndum fimm manna framkvæmdastjórnar en hana skipa að þessu sinni Gústaf A. Hjaltason, sem er formaður, Bjarnveig Guðjónsdóttir, Jón Þór Ólason, Vilhelm Patrick Bernhöft og Kjartan Ásmundsson,

Ceremonies and entertainment This year The Reykjavík International Games stretch over two weekends, 17th – 22nd of January. There will be ceremonies on the Sundays, the first will be in the Laugardalur Swimming Pool on Sunday the 20th of January and the second at the Laugardalur Sports Hall on Sunday the 27th. The ceremonies will consist of a banquet with handing out special prizes for best results in each category of sport and as usual of a theatrical show where the athletes will participate, followed by a pool party in the swimming pool but in the Sports Hall pop star Páll Óskar will round up the evening with a discotheque and a live performance. On Saturday the 26th there will be a gala dinner and dance competition at the Sports Hall.

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir eru haldnir með stuðningi Reykjavíkurborgar en opinber bakhjarl RIG í er Síminn. Hátíðir og afþreying Í ár standa Reykjavíkurleikarnir yfir dagana 18. – 27. janúar. Hátíðardagskrár verða tvisvar sinnum, sú fyrri í Laugardalslauginni sunnudaginn 20. janúar en sú síðari í Laugardalshöllinni sunnudaginn 27. janúar. Að lokinni hátíðardagskrá með borðhaldi, veitingu viðurkenninga og sýningu íþróttafólks verður sundlaugarpartí og ofurmannakeppni í Laugardalslauginni en í Laugardalshöllinni heldur hinn óviðjafnanlegi skemmtikraftur Páll Óskar uppi fjörinu að venju. Laugardaginn 26. janúar verður gala-danskeppni í Laugardalshöllinni.

Conference The Reykjavik Sports Union and the National Olympic and Sports Association of Iceland organize a conference in collaboration with the Reykjavik University on the topic of elite training of athletes. The conference is on Thursday the 24th of January and all the lectures are in English. Lectures will be given by Mike Callan from the International Judo Federation, Barbara Nagode Ambroz from the International Dance Union and Harvey S. Newton, former trainer of the National Olympic Weightlifting Team in the United States.

Ráðstefna Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu um afreksþjálfun íþróttamanna í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 24. janúar. Þrír áhugaverðir erlendir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun og eru fyrirlestrarnir allir á ensku. Fyrirlesararnir eru Mike Callan frá alþjóða júdósambandinu sem fjallar um það hvernig júdóþjálfun getur nýst í öðrum greinum, Barbara Nagode Ambroz frá alþjóða

8


s a f f r a n ey k u r h am i n g j u - þa ð er ví si nd al eg a sa nn að !

allur matur er úr gæðahráefni, allar marineringar eru heimatilbúnar, beint frá ♥ og án allra aukefna. við notum ekki hvítan sykur og ekkert hvítt hveiti.

h o l l t f e rs k t o g fr a m a n di

Opið 11-22 alla daga


Badminton

TBR 19. Jan. 10-17 & 20. Jan. 10-15 Tennis- and Badminton Club of Reykjavik is the organizer of the badminton event of the Reykjavik International Games. The badminton tournament is a junior tournament for all age groups, U-13, U-15, U-17 and U-19. Players can enter all categories; singles, doubles and mixed doubles. The event starts on Saturday the 19th of January and continues on Sunday the 20th with semi-finals and then the finals will start after that. Tournament will be held at TBR badminton hall at Gnoðarvogur 1. The hall is a badminton hall only with 12 courts and a wooden floor and matches the best badminton halls in the world.

Badminton

TBR 19. jan kl. 10-17 og 20. jan. kl. 10-15 Tennis og Badmintonfélag Reykjavíkur eða TBR skipuleggur og heldur sitt árlega unglingameistaramót í tengslum við Reykjavík International Games. Mótið er haldið fyrir keppendur í unglingaflokkum sem eru skilgreindir sem U-13, U-15, U-17 og U-19. Leikmönnum er heimilt að keppa í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.

Badminton á rætur sínar að rekja aftur til miðrar 18. aldar BreskaIndlands, þar sem íþróttin var búin til af breskum hermönnum sem voru þá staðsettir þar. The beginnings of Badminton can be traced to mid-18th century British India, where it was created by British military officers stationed there.

Mótið hefst á laugardeginum 19. janúar og stefnt er að því að leika fram í undanúrslit í öllum flokkum og greinum. Undanúrslit hefjast svo á sunnudagsmorgni og á eftir fylgja úrslitaleikir.

Skipuleggjandi / Event manager Sigfús Ægir Arnarson tbr@tbr.is

Keppt verður í stóra sal TBR við Gnoðarvog 1 sem er eingöngu badmintonhús og þykir hið glæsilegasta á alþjóðamælikvarða. Í húsinu eru 12 badmintonvellir á trégólfi.

10


Archery

IFR Sports Hall 26. Jan. 9-17 Archery has been a part of the Reykjavík International Games since 2011. The tournament is acording to FITA regulations with recurve and compound bows. 2 * 30 arrows are shot and and then the 8 highest scores in each group will shoot head to head (12 arrows) matches until we have result. FITA triple target is used for compound bows but 40 cm targets for the recurve bows. Arhery is a young sport in Iceland. It was first in 1974 with the founding of sportclubs for disabled in Reykjavík and Akureyri that regular practice of the sport started. But even though those two clubs practice archery it does not mean that all the archers in the clubs are disabled, it has always been a mixture and both groups have worked well together through the years. Today there are 5 archery clubs in Iceland.

Bogfimi

Íþróttahús ÍFR 26. jan kl. 9-17 Keppni í bogfimi á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum hófst árið 2011. Keppt er samkvæmt FITA reglum með ólympískum sveigbogum (recurve) og trissubogum (compound) í karla- og kvennaflokki. Skotið er 2x30 örvum og síðan keppa þeir átta keppendur sem eru með hæst skor til úrslita, maður á mann (12 örvar), þar til úrslit eru ráðin. Skotið er af 18 metra færi í innanhússkeppnum og notaðar verða 40 cm skífur í sveigbogaflokki en þrefaldar skotskífur FITA í trissubogaflokki. Bogfimi hefur verið stunduð innan Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík frá því að félagið hóf starfsemi sína en það er eina íþróttafélagið í Reykjavík sem stundar bogfimi en fjögur önnur félög starfa á landsbyggðinni. Bæði ófatlað fólk og fatlað fólk stundar þessa grein og er hún bæði stunduð innanhúss og utanhúss hér á landi.

Norðurlandamót hefur verið haldið tvisvar á Íslandi, 1985 og 1997, og 1985 vann Elísabet Vilhjálmsson til silfurverðlauna í kvennaflokki fatlaðra The Nordic Archery Championship has been held twice in Iceland, 1985 and 1997, and in 1985 Elísabet Vilhjálmsson won silver in the women´s disabled category

Skipuleggjandi / Event manager Þröstur Steinþórsson bogfimi@gmail.com

11


Table tennis TBR 26. Jan. 12-16

The table tennis tournament of the Reykjavik International Games started in 2011. It is a great honour for Table Tennis Club Vikingur to organize an exciting tournament and to have the opportunity to do its best to make the table tennis tournament of the Reykjavik International Games unforgettable. The table tennis tournament will take place in TBR Sports Hall, Gnoðarvogur 1, 104 Reykjavik and Icelandic national players will attend as well as players from abroad. The tournament will be for Men’s and Women’s Singles. First the players will play in groups and then there will be semi-finals and finals. We are hoping that spectators will find the table tennis tournament exciting and our guests will enjoy visiting Iceland.

Borðtennis TBR 26. jan. kl. 12-16

Borðtennis varð keppnisgrein á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum árið 2011 og Borðtennisdeild Víkings er umsjónaraðili keppninnar. Reykjavíkurleikarnir eru spennandi verkefni og Víkingur mun gera sitt besta til að mótið verði ógleymanlegt þeim sem taka þátt. Keppni í borðtennis fer fram í TBR-Íþróttahúsinu Gnoðarvogi 1. Besta borðtennisfólk landsins mætir til leiks og von er á erlendum keppendum. Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna og er leikjafyrirkomulagið þannig að keppt verður í riðlum, síðan koma undanúrslitaleikir og á eftir fylgja úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki. Von er á spennandi og skemmtilegri keppni í borðtennis og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með. Borðtennis varð til í Bretlandi á 19. öld og var leikið af bresku yfirstéttinni. Upphaflega var netið röð af bókum sem stillt var upp á miðju borðinu, boltinn efri hlutinn af kampavínstappa og spaðarnir lok af vindlakössum. Table tennis originated as a sport in Britain in the 19th century, where it was played among the upper-class. A row of books were stood up along the center of the table as a net, the paddles were made of cigar box lids and the balls of champagne corks.

Skipuleggjandi / Event manager Pétur Stephensen pos@itn.is

12


WE BRING YOU CLOSER TO YOUR GOALS FLY ICELANDAIR TO 35 DESTINATIONS IN EUROPE AND NORTH AMERICA

Icelandair is the official airline of Reykjavik International Games + www.icelandair.com


Dance

Laugardalshöll Sports Hall 26 Jan. 10-22 & 27. Jan. 10-17 There will be three dance competitions this weekend. The main event is the RIG WDSF International Latin Open, which will be held on Saturday evening. During Saturday and Sunday there will be a RIG competition for all ages, but as always we start with the youngest. There will be 7 international WDSF adjudcators judging the dancing this weekend along with an international chairman. The last few years, couples from several countries have participated in our event but now we are expecting couples from even more countries, some ranked at the top places in their countries and even in the world and of course many couples from Iceland.

Dans

Laugardalshöll 26. jan. 10-22 og 27. jan. kl. 10-17 Dansíþróttasamband Íslands mun standa fyrir þremur danskeppnum á RIG, móti fyrir þá sem styttra eru komnir, Íslandsmeistaramóti fyrir þá sem lengst eru komnir í íþróttinni og WDSF alþjóðlegu stigamóti fyrir fullorðina. Íslandsmeistaramótið í 5 og 5 dönsum er eitt þýðingarmesta mót fyrir okkar elstu dansara því á þessu móti vinna þeir sér inn keppnisrétt á Heimsmeistaramótum víða um heim árið 2013. RIG WDSF keppnin er alþjóðlegt stigamót og væntir DSÍ fjölda erlendra para á þá keppni, enda gefur þessi keppni bæði stig á stigalista, WDSF alþjóðlega danssambandsins og peningaverðlaun. Þessi keppni fer fram á laugardagskvöldinu undir borðhaldi og er um að ræða Galakeppni. Það verða 7 erlendir dómarar, frá 7 löndum, sem dæma alla helgina en á alþjóðlegu keppninni verða dómararnir 9 og keppnisstjórinn kemur einnig erlendis frá.

Samkvæmisdans er ung keppnisgrein á Íslandi en fyrsta Íslandsmeistaramótið var haldið árið 1986. Árið 2000 varð íslenskt par þau Adam Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttir Reeve Evrópumeistarar í flokki atvinnumanna í 10 dönsum og 2003 urðu þau heimsmeistarar í sömu grein. The first Icelandic Dance Championship was in 1986 but in the year 2000 the Icelandic couple Adam Reeve and Karen Björk Björgvinsdóttir Reeve won the European Championship in 10 Dances and in 2003 they became World Champions

Skipuleggjandi / Event manager Jón Eiríksson rigdance@gmail.com

14


Gymnastics Ásgarður Sportshall

Gymnastics have been a part of The Reykjavík International Games since 2008. The tournament has varied in form, sometimes an Artistic gymnastic competition and sometimes a Teamgym competition with strong Icelandic and foreign teams participating. The tournament will be held in Laugardalur Sports Hall. This year it will be held by Ármann, one of Iceland’s oldest Gymnastic clubs, with technical support from the Icelandic Gymnastic Federation. In this tournament the competition will be divided into two categories, 1) seniors, from 16 years old, and 2) juniors, ages 15 to 17 years old. We are expecting a very strong competition this year after a very successful European championship where the Icelandic national team won two European championships titles. The sport Teamgym is a grooving sport in Iceland and tournaments are getting bigger by the year.

Fimleikar Ásgarður

Fimleikar hafa verið með á Reykjavík International Games síðan 2008 og hefur verið keppt með mismunandi fyrirkomulagi. Þetta hefur verið hefðbundið hópfimleikamót og hafa sterk erlend lið tekið þátt, en að auki hafa íslensku liðin á að skipa sterkum einstaklingum sem hafa verið í landsliðum Íslands sem m.a. hafa unnið til Evrópumeistaratitla. Mótahaldið hefur oftast verið í Laugardalshöll og verður það einnig í ár. Mótið í ár er í samvinnu Ármanns, sem er mótshaldari, og Fimleikasambands Íslands sem sér um tæknilega útfærslu á mótinu. Á mótinu í ár verður keppt í tveimur flokkum: meistaraflokki og 1. flokki þar semTeamgym Code of Points gilda. Búast má við hörkukeppni þar sem íslensku landsliðin eru nýkomin heim frá góðu Evrópumeistaramóti þar sem tveir Evrópumeistaratitilar fylgdu með.

Hópfimleikar eru ung íþróttagrein en íslensk lið hafa náð góðum árangri erlendis, bæði á Norðurlandamótum og Evrópumeistaramótum. Á árinu 2012 unnu íslensku landsliðin til tveggja Evrópumeistaratitla í hópfimleikum. Teamgym is a young sport in Iceland but grooving rapidly. Icelandic teams have been successful in competition abroad, both in Nordic and European Championships. In the year 2012 our national teams won two European titles in Teamgym.

Skipuleggjandi / Event manager Jón Þór Ólason jon.thor@armenningar.is

15


Athletics

Sports Hall 19. Jan. 14-16 The Reykjavík International Games or RIG as they are more commonly known, have been an international athletic event since 2006 when the initial meeting was held to celebrate the opening of Laugardalshöll Athletic Arena. Its opening amplified the optimism and stirred up expectations of athletics in the entire country. The arena brought huge improvements in track and field which resulted in an almost twofold increase in the annual count of new national records over the previous years. Over the years athletes from other Nordic countries, Europe and even as far as the Caribbean have elevated the meeting with their participation. The aim of the meeting has been to create opportunities for Icelandic athletes for a competitive forum on their home ground. At the same time it’s the hope of the organizers that the audience will enjoy pleasant and exciting entertainment. RIG has now the status of a European Athletics Indoor Permit Meeting which reflects the ambitions of the athletics movement in the country to take the next step forward.

Frjálsar íþróttir Laugardalshöll 19. jan. kl. 14-16

Frjálsíþróttamót Reykjavík International Games eða RIG eins og það er nefnt í daglegu tali er sprottið út frá vígslumóti Frjálsíþróttahallarinnar í Laugardalnum árið 2006. Engum dylst sú mikla breyting sem höllin hefur haft í för með sér á aðstöðu til iðkunar frjálsra íþrótta í landinu.

Íslendingar hafa átt tvo Evrópumeistara í frjálsum íþróttum innanhúss. Hreinn Halldórsson varð Evrópumeistari í kúluvarpi árið 1977 og Vala Flosadóttir varð Evrópumeistari í stangarstökki árið 1996

Nú er RIG orðið alþjóðlegt fjölgreina íþróttamót með mikilli erlendri þátttöku. Markmiðið með RIG er að skapa metnaðarfulla keppni fyrir besta frjálsíþróttafólk okkar og góða skemmtun fyrir áhorfendur í leiðinni. Boðið hefur verið til leiks erlendu keppnisfólki og hingað hafa komið þátttakendur frá öðrum Norðurlöndum, Bretlandi og víða af meginlandi Evrópu og jafnvel frá Karabíska hafinu.

Hreinn Halldórsson won the European Indoor Championship in shot put 1977 and Vala Flosadóttir won the European Indoor Championship in pole vault 1996

RIG er skilgreint sem EAA Permit mót, með staðfestingu frá Frjálsíþróttasambandi Evrópu (EAA) og er það er í samræmi við stefnu mótshaldara, sem í þetta sinn er Frjálsíþróttasamband Íslands. Markmiðið er að bæta mótið og gera það öflugra með hverju árinu.

Skipuleggjandi / Event manager Þórey Edda Elísdóttir thoreyedda@fri.is

16


Judo

Sports Hall 19. Jan. 10-16 The Judo Federation of Iceland is celebrating its 40 years anniversary in January 2013. In collaboration with the RIG (Reykjavik International Games), a multi sport event to be held from 17 th to 27th of January, we will have OPEN JUDO TOURNAMENT for men and women on the 19th of January from 10:00-16:00. Special guests from Russia, Arsen Pshmakhow (-81 kg) and Sergey Badriashvili (-73 kg) and from Czech Republic, Michal Krpalek (-100kg) will attend the tournament. The day after, on Sunday morning the 20th of January will be a judo session (randori) together with the Russian and Czech competitors. The session is free and open for all competitors. Mr. Sergey Soloveychik president of the European Judo Union and Mr. Michal Vachun the vice president of the EJU will honour us with their presence.

Júdó

Laugardalshöll 19. jan. kl. 10-16 Júdósamband Íslands heldur upp á 40 ára afmæli sitt í janúar 2013. Í tilefni af því og í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games), stöndum við fyrir opnu alþjóðlegu móti fyrir karla og konur laugardaginn 19. janúar frá klukkan 10:00 til 16:00. Sérstakir gestir frá Rússlandi, þeir Arsen Pshmakhow (-81 kg) og Sergey Badriashvili (-73 kg) og frá Tékklandi, Michal Krpalek (-100kg) verða á meðal keppenda. Daginn eftir mótið, sunnudaginn 20. janúar, verður opin sameiginleg æfing með öllum erlendu keppendunum. Forseti Evrópu Júdósambandsins, Sergey Soloveychik og Michal Vachun varaforset EJU verða sérstakir heiðursgestir okkar. Júdósamband Íslands var stofnað 28. janúar 1973 og eru nú um 900 iðkendur í 14 félögum starfandi innan þess

Skipuleggjandi / Event manager Bjarni Friðriksson jsi@judo.is

The Judo Federation of Iceland was founded on the 28th of January in 1973 and consists now of 14 clubs and about 900 athletes

17


Karate

Víkin 26. jan, kl. 10-18 The Icelandic karate Federation is very proud to be a part of the Reykjavik International Games for the first time. The tournament is going to take place at Vikingur sportsclub, Traðarland 1, Reykjavik, home of Vikingur Karate club. The karate tournament is going to be on Saturday the 26th of January 2013, for cadets, juniors and under 21 years. We are going to use the WKF cadet, junior and under 21 years rules for the categories in the tournament. We will use three tatamis for the tournament. The Icelandic Karate Federation was founded in 1985 but karate has been a sport in Iceland since early ’70 or over 40 years. In Iceland are about 12 different clubs training karate with around 1600 people.

Karate

Víkin 26. jan, kl. 10-18 Þetta er í fyrsta sinn sem Karatesamband Ísland tekur þátt í Reykjavík International Games og mun karatehluti þess fara fram í íþróttahúsi Víkings, Víkinni, Traðarlandi 1 Reykjavík. Á RIG eins og öðrum mótum á Íslandi, verður keppt eftir WKF reglum í þremur aldursflokkum, cadet (14-15 ára), junior (16-17 ára) og senior undir 21 árs, bæði í kata og kumite þar sem farið er eftir þeim þyngdarflokkum sem WKF reglur segja til um og veitt verða tvenn 3ju verðlaun í hverjum flokki. Mótið mun fara fram á þremum völlum samtímis en húsnæði Víkings í Víkinni býður upp á góða áhorfendaaðstöðu og skemmtilega umgjörð við mótið. Karatesamband Íslands var stofnað 1985 en karate hefur verið stundað hér á landi frá áttunda áratug síðustu aldar eða yfir 40 ár. Alls eru um 12 karatefélög og deildir starfandi á landi og um 1600 iðkendur. Elstu heimildir um karateæfingar á Íslandi eru frá árinu 1970. Tveir japanskir karatemenn, Akimasa Shimonishi og Toshiaki Tani, komu þá til landsins og kenndu hjá Judokan félaginu í húsi Júpiters og Marz á Kirkjusandi í tvo mánuði.

Skipuleggjandi / Event manager Þórunn Ýr Elíasdóttir thorunnyr@centrum.is

Karate was first introduced to the Icelanders in the year 1970 when two Japanese karate teachers, Akimasa Shimonishi og Toshiaki Tani, came to Iceland and taught karate in the Judokan clubhouse for two months.

18


Bowling

Egilshöll Bowling Alley 24. & 25. Jan. 18-21, 26. Jan 9-12 & 27. Jan. 9-16

The tournament will start with 6 games played in 3 groups. Top 16 from the 6 games qualify, top 4 will continue to the final step 2 but players seated 5-16 will play 6 games starting from scratch. Top 6 of this 6 games will be continuing to final step 2. The 4 players continuing from the final step 1 and the top 6 players from qualification will play Round Robin. The 4 top players of the Round Robin matches will continue to the finals. In the finals 4 players will play a stepladder game (number 4 plays with number 3 one game, winner plays with number 2 one game, winner plays with number 1 one game and winner is winner of RIG.

Keila

Egilshöll 24. og 25. jan. kl. 18-21, 26. jan kl. 9-12 og 27. jan. kl. 9-16 Fyrirkomulag í keilumótinu er með þeim hætti að það eru 3 riðlar spilaðir og 6 leikir í hverjum riðli. Hver leikmaður þarf að skila 6 leikjum og getur spilað alla riðlana en það er bara besta 6 leikja serían sem gildir. Eftir forkeppnina fara fjórir efstu beint í milliriðil 2 en 16 leikmenn (sæti 5-20) fara áfram í milliriðil 1 og spila aðra 6 leiki og sex bestu af þeim og þeir fjórir sem komust beint áfram fara í milli-riðil 2 og spila allir við alla eða 9 leiki og fjórir bestu af þessum tíu fara svo í úrslitakeppni þar sem 4. sætið spilar við 3. sætið og sigurvegari úr því spilar svo við 2. sætið og sigurvegari úr þeirri viðureign spilar við 1. sætið og sigurvegari úr þeirri viðureign verður RIG meistari. Keila á Íslandi byrjaði í seinni heimstyrjöldinni í herbragga í Reykjavík. Þar voru tvær keilubrautir og var pinnunum raðað upp af mannahöndum. 1985 var opnaður keilusalur í Öskjuhlíðinni en Keiludeild ÍR var stofnuð 1994 þegar Keila í Mjódd var opnuð

Skipuleggjandi / Event manager Hörður Ingi Jóhannsson hud@simnet.is

The first bowling alley in Iceland was opened during World War II. There were two bowling lanes in one of the army bases and the pins were stacked by hand. The bowling alley in Öskjuhlíð was opened 1985

19


Fangaðu augnablikið með Símanum

#RIG13

Síminn er stoltur styrktaraðili Reykjavik International Games


Síminn er með þér á RIG Við óskum þér góðrar skemmtunar og glæsilegs árangurs á RIG. Einbeiting þín og vilji til afreka í þinni grein hvetur okkur öll til dáða. Sýndu hvað í þér býr, taktu myndir á snjallsímann og deildu augnablikinu með öðrum.


Powerlifting Sports Hall 19. Jan. 10-15

Powerlifting is the ultimate strength competition and an exciting sport where athletes compete against the force of iron as well as other athletes. The powerlifting athlete competes in three specific disciplines designed to measure different areas of human strength. The three disciplines, in contest order, that make up the sport are the squat, benchpress and deadlift. Last two years we organized a deadlift meet at the Reykjavík International Games, but now its time to benchpress. With his or her back resting on the bench, the lifter takes the loaded bar at arms length. At the referee‘s command the powerlifter lowers the bar to the chest. On the chest the bar must be hold motionless until the referee gives the press signal. The powerlifter pushes the weight up until the arms are straight and the elbows locked. Then the referee will call ,,rack,, and the lift is completed as the weight is returned to the rack. The competition will take place in Reykjavík Sports Centre in Laugardalur and the organizer, Ármann Powerlifting Club, invites powerlifting athletes to participate in a benchpress competition in conjunction with Reykjavík International Games. The competition is sanctioned by the Icelandic Powerlifting Federation under the rules of International Powerlifting Federation (IPF).

Kraftlyftingar

Laugardalshöll 19. jan. kl. 10-15 Kraftlyftingar, sem er ört stækkandi íþróttagrein, hafa verið með á Reykjavík International Games síðan 2011. Áhugi á kraftlyftingum er sífellt að aukast og ekki bara hjá karlmönnum, heldur hafa konur verið mjög áberandi á mótum undanfarið. Dæmi er jafnvel um að konur hafi verið í meirihluta á kraftlyftingamótium. Á leikunum í ár verður keppt í bekkpressu en Kraftlyftingasamband Íslands hefur samþykkt að hafa Íslandsmeistaramótið í bekkpressu inni á leikunum í ár. Það er Kraftlyftingadeild Ármanns sem hefur tekið það að sér að skipuleggja mótið, sem fer fram í Laugardalshöllinni. Okkar sterkasta kraftlyftingafólk mun keppa á mótinu, þar sem bæði verður keppt í hinum ýmsu þyngdarflokkum og á stigum í einstaklings- og liðakeppni. Það verða þó ekki einungis íslenskir keppendur sem munu stíga á keppnispall, heldur hefur erlendum keppendum á heimsmælikvarða verið boðið á mótið líkt og í fyrra. Frá Noregi koma tveir feiknasterkir keppendur, báðir frá Stavanger. Í kvennaflokki keppir heimsmethafinn og Evrópumeistarinn Hildeborg Hugdal sem á núverandi heimsmet í bekkpressu í +84 kg flokki en metið hennar er heil 206 kg. Í karlaflokki kemur svo Alastair McColl sem keppir í +120 kg flokki en hann vann til silfurverðlauna á síðasta Evrópumeistaramóti í bekkpressu.

Kraftlyftingar voru fyrst stundaðar á Íslandi í kringum árið 1960 og þá sem grunnþjálfun frjálsíþróttamanna. Fyrsta mótið í kraftlyftingum fór fram 1965 og var það liðakeppni milli Ármanns og KR og voru þrír í liði og keppendur því 6 alls. KR liðið sigraði með 1543kg, en Ármenningar lyftu 1513kg. Powerlifting in Iceland started in 1960 as a part of a training program for track and field athletes. The first powerlifting tournament was held in 1965.

Skipuleggjandi / Event manager Júlían J. K. Jóhannsson email: jjkj25@gmail.com

22


Figure Skating

Skating Hall 19. Jan. 8-16 & 20. Jan. 8-13 The Reykjavík Figure Skating Club has been participating in the Reykjavík International Games since 2008. The club is the oldest one in Iceland with the icerink located in the beautiful valley Laugardalur, close to the center of Reykjavík. It is our goal to have in the future a strong competition with skaters up to senior level from both sides of the Atlantic, Europe, Canada and USA . We belive that our location is ideal to build up a tournament where skaters from both sides of the Atlantic can meet and compete, the distance being not to great for either group

Listhlaup á skautum

Skautahöll 19. jan. kl. 8-16 og 20. jan. kl. 8-13

Fyrsta Íslandsmeistaramótið fór fram á Akureyri árið 2000. Áður höfðu verið haldin Íslandsmót barna og unglinga, allt frá 1996. Íslenska heitið yfir þessa grein hefur oft valdið vangaveltum, „listhlaup á skautum“ og hafa margir spurt sig hver upphaflega þýddi heitið‚ Figure skating‚ yfir í listhlaup

Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur hefur tekið þátt í RIG síðan árið 2008 og Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir hafa fest sig í sessi og eru í dag sterkasta mót sem haldið er hérlendis í listhlaupi á skautum á yfirstandandi keppnistímabili. Almenn tilhlökkun er hjá íslenskum keppendum og töluverð spenna að sjá í hvaða keppnisflokka erlendir keppendur skrást. Langtímamarkmið er að mótið laði að sér keppendur beggja vegna Atlandshafsins samhliða því að byggja upp styrkleikastig mótsins ár frá ári.

Figure skating is a young sport in Iceland and the first Icelandic Championship was in the year 2000

Skautafélag Reykjavíkur er með aðstöðu í Skautahöllinni í Laugardalnum og er elsta skautafélag landsins. Það er með eldri íþróttafélögum en félagið var fyrst stofnað árið 1873. Síðan þá hefur margt breyst, sérstaklega þó aðstaða til æfinga, enda var áður æft á frosinni jörð utandyra.

Skipuleggjandi / Event manager Bjarnveig Guðjónsdóttir rig@skautafelag.is

23


Olympic Weightlifting Crossfit Reykjavík 26. jan. kl. 11-17

Olympic Weightlifting has been a part of the Reykjavik International Games since 2012. The tournament takes place at the facilities of The Reykjavík Weightlifting Club at Skeifan 8. The Reykjavík Weightlifting Club and Ármann Weightlifting Club organize the event with The Icelandic Weightlifting Federation and the competition is according to IWF rules. The two competition lifts in order are the Snatch and the Clean and Jerk. Each weightlifter receives three attempts in each and the combined total of the highest two successful lifts determines the overall result within a bodyweight category. Olympic Weightlifting started in Iceland decades ago and The Icelandic Weightlifting Federation has been a part of The National Olympic and Sports Association of Iceland since 1973. Icelandic weightlifters have participated four times in the Olympic Games.

Ólympískar lyftingar Crossfit Reykjavík 26. jan. kl. 11-17

Ólympískar lyftingar haf verið með á Reykjavík International Games síðan 2012 og sjá Lyftingasamband Íslands, Lyftingafélag Reykjavíkur og Lyftingadeild Ármanns um framkvæmdina. Keppt er í húsnæði Lyftingafélags Reykjavíkur í Skeifunni 8 og hefst vigtun tveimur tímum fyrir keppni. Keppt er í jafnhöttun og snörun samkvæmt í IWF reglum. Í snörun er stöng með lóðum lyft í einu átaki upp fyrir höfuð og er lyftan gild þegar keppandinn getur staðið hreyfingarlaus með hand- og fótleggi útrétta. Í jafnhöttun er stönginni fyrst lyft upp að herðum í einu átaki en síðan upp fyrir höfuð. Lyftan er gild þegar keppandinn getur staðið hreyfingarlaus með hand- og fótleggi útrétta. Ólympískar lyftingar hafa verið stundaðar á Íslandi í fjölmörg ár og Lyftingarsamband Íslands hefur verið innan ÍSÍ frá 1973. Íslenskir lyftingamenn hafa keppt fyrir Íslands hönd á fjórum Ólympíuleikum Ólympískar lyftingar voru stundaðar í fornum egypskum og grískum samfélögum sem grunnþjálfun og náttúruleg leið til að mæla styrk og afl og þær voru á meðal íþróttagreina á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum í Aþenu 1896

Skipuleggjandi / Event manager Lárus Páll Pálsson formadur@lsi.is

Olympic Weightlifting was practised in ancient Egyptian and Greek societies as a basic training method and to measure strength and it was an event at the first modern Olympics in Athens 1896

24


Fencing

Fencing Center 26. Jan. 9-18 & 27. Jan. 10-17, training camp 22. – 25. Jan

The fencing event of the Reykjavik International Games will be a Men’s & Women’s Cadet Sabre Competitions and Team Tournament as a part of the European Cadet Circuit. In addition to the cadet tournament there will be an International Training Camp “Sabre on Ice & Fire”, from the 22nd – 25th of January and there is no fee for participating in the training camp The sport of fencing has been practiced for a long time in Iceland and in the middle of last century there were two fencing clubs in Reykjavik. In the sixties there was a decline in practice but in 1983 The Fencing Club of Reykjavik was revived. In 2008 the Fencing Center in Laugardalur was formally inaugurated as a Nordic Sabre Center. Skylmingar verða að keppnisíþrótt á 19. öld, ekki síst vegna þess að einvígi voru í auknum mæli háð með byssum. Skylmingar eru ein af fjórum íþróttagreinum sem hafa alltaf verið með á nútíma Ólympíuleikunum. Fencing transforms into a pure sport in the 19th century when duels were increasingly fought with pistols. Fencing is one of four sports which have been featured at every one of the modern Olympic Games.

Skylmingar

Skylmingamiðstöðin í Baldurshaga 26. jan kl. 9-18 og 27. jan. kl. 10-17, æfingabúðir 22. - 25. jan Á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum í skylmingum verður keppt með höggsverðum í karla- og kvennaflokki en einnig verður liðakeppni og er það hluti af Evrópsku unglingamótaröðinni. Fyrir mótið verða alþjóðlegar æfingabúðir í Skylmingamiðstöðinni í Baldurshaga sem eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Skylmingar hafa verið stundaðar lengi á Íslandi og um miðja síðustu öld voru tvö skylmingafélög starfandi í Reykjavík. Á sjöunda áratug síðustu aldar var lægð í ástundun skylminga, en 1983 var Skylmingafélag Reykjavíkur endurvakið. Frá þeim tíma hefur ástundun farið vaxandi og íslenskir skylmingamenn hafa stöðugt bætt árangur sinn á alþjóðlegum mótum. Skylmingafélag Reykjavíkur flutti starfsemi sína í Skylmingamiðstöðina í Laugardal 2008 en aðstaða þar er öll hin glæsilegasta og tækjabúnaður er til fyrirmyndar. Þann 14. júní 2008 var Skylmingamiðstöðin formlega gerð að samnorrænni miðstöð til þjálfunar skylminga með höggsverði.

25

Skipuleggjandi / Event manager Nikolay Ivanov nikolay.mateev@gmail.com


Squash

Veggsport 26. Jan. 10-17 og 27. Jan. 10-14 The competition will be held at Veggsport Squash Club, the single largest squash club in the country and one that has hosted numerous international squash events including PSA and WPSA events. Veggsport has 4 courts in excellent condition, each of them with glass back-wall, fully equipped gym and an outstanding sauna to relax in after a hard day´s competing. There will be competed in three categories: Men’s, Women’s and Teenagers (U-19) with tournament on Saturday and semi-finals and finals on Sunday. There is a great interest among Icelandic and international squash players to attend this big event, The Reykjavik International Games. Skvassfélag Reykjavíkur (Reykjavik Squash Federation) was founded in December 1988 and Skvassnefnd ÍSÍ (Icelandic Squash Committee) in 1993 which makes the sport very young in Iceland.

Skvass

Veggsport 26. jan. kl. 10-17 og 27. jan kl. 10-14 Skvass var keppnisgrein á RIG í fyrsta skipti árið 2012. Mótið er haldið í Veggsport, Stórhöfða 17, sem er stærsti skvassklúbbur Íslands en þar eru 4 salir. Spilað verður í karlaflokki, kvennaflokki og unglingaflokki (U19) og hefst mótið á laugardegi en undanúrslit og úrslit eru á sunndegi. Mikill áhugi er meðal skvassara að taka þátt í þessum stóra viðburði sem Reykjavíkurleikarnir eru. Skvassfélag Reykjavíkur var stofnað 1988 og Skvassnefnd ÍSÍ árið 1993 og er íþróttin því ung á Íslandi. Skvassíþróttin er þróuð úr a.m.k. fimm öðrum íþróttagreinum sem innihalda spaða, kylfur og bolta og sérstaða hennar er sú aðstæðingarnir mætast á sama vallarhelmingi sem er umkringdur veggjum. Spilararnir spila oftast mjög þétt og eru því mjög strangar reglur um hvernig spila eigi skvass, aðallega til að koma í veg fyrir meiðsli.

Sagan segir að skvass hafi orðið til í skuldafangelsum í Englandi á 15. öld en skvassíþróttin hefur verið spiluð eins og hún er í dag frá 1850. Talið er að í dag séu um 15 milljónir iðkenda

Skipuleggjandi / Event manager Erling Adolf Ágústsson skvass@skvass.is

The history of squash goes back to a 15th century debtor´s prison in England but it has been played in its current form since the year 1850. It is believed that there are about 15 million squash players in the world

26


NÝR OG FERSKUR KOSTUR Á SERRANO Ljúffengt hollustusalat á Serrano er brakandi ferskur og nýr kostur á Serrano. Fáðu þér salat á Serrano – og njóttu hollustunnar í botn!

SERRANO.IS

7 STAÐIR

HÖFÐATORG // STJÖRNUTORG, KRINGLAN // N1 HRINGBRAUT // N1 BÍLDSHÖFÐA SMÁRALIND // DALSHRAUN 11, HAFNARFIRÐI // SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


Swimming

Swimming Pool 25. jan. 16-19 & 26. & 27. jan. 9-12 & 16-18 The Reykjavik International Games have been held every year since 1989 in the Laugardalur Swimming Pool. Many foreign swimmers have found their way to Iceland and participated in the tournament through the years. Swimmers from Sweden, Norway, Czech Republic, Denmark, Germany, Russia, Finland, Slovakia, USA and Faroe Islands have visited Iceland and participated in the Reykjavik International Games. The Reykjavik International Games are now held in a 50x25m indoor pool in Laugardalur which was opened in January 2005. Internationally experienced referees have been invited to conduct the technical part of the competition. Participation in Reykjavik International Games gives you also a great opportunity to plan a training camp for your team before or after the competition.

Sund

Laugardalslaug 25. jan. kl. 16-19 og 26. og 27. jan kl. 9-12 og 16-18 Reykjavik International leikarnir (RIG) hafa verið haldnir í Laugardalslauginni síðan 1989 og hafa margir erlendir sundmenn komið til Íslands til að taka þátt í leikunum. Þátttakendur hafa verið sundfólk frá Svíþjóð, Noregi, Tékklandi, Danmörku, Þýskalandi, Rússlandi, Finnlandi, Slóvakíu, Bandaríkjunum og Færeyjum. RIG leikarnir eru haldnir í 50m innilauginni í Laugardalnum, sem var opnuð í janúar 2005 og hafa margir erlendir keppendur lýst yfir mikilli ánægju með aðstöðuna í Laugardalnum og framkvæmd mótsins. Dómarar með alþjóðlega reynslu hafa eftirlit með því að allt fari vel fram og erlendum þátttakendum gefst kostur á æfingabúðum á undan eða eftir keppni. Mótið er viðurkennt af FINA og gefur sundfólki möguleika á að ná lágmörkum t.d. á alþjóðleg mót eins og Ólympíuleika og heimsmeistaramót.

Skipuleggjandi / Event manager Gústaf Adolf Hjaltason rig@aegir.is

28


Swimming disabled

Swimming Pool 18. Jan. 16-20 & 19. og 20. Jan. 10-14 Disabled athletes participated for the first time in the Reykjavik International Games in 2009. The disabled swimming meet will be held under FINA and IPC rules. All events will be multi discipline (score based on world record in each class). In disabled swimming there are competitions in classes S1-10 for physical impairment with S1 meaning most severe physical impairment and S10 the least severe physical impairment. Classes S11-S13 are allocated to swimmers with a visual impairment and class S14 is allocated to swimmers with an intellectual impairment. The meet will take place Friday, Saturday and Sunday and is limited to four groups in 50m and in 100m, three groups in 200m and one group in 400m.

Sund fatlaðra

Laugardalslaug 18. jan. kl. 16-20 og 19. og 20. jan kl. 10-14 Fatlaðir sundmenn tóku fyrirst þátt í RIG árið 2009. Í sundi fatlaðra er keppt eftir reglum FINA og IPC – Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra og keppt er samkvæmt stiga og forgjafaútreikningi. Keppt er í flokkum S1-10 fyrir hreyfihamlaða þar sem S1 táknar mestu fötlun og S10 minnstu fötlun. Flokkar S11-S13 eru flokkar blindra og sjónskertra og flokkur S14 er flokkur þroskahamlaðra íþróttamanna. Keppni stendur yfir þrjár og hálfa klukkustund, föstudag, laugardag og sunnudag. Hún er takmörkuð við fjóra riðla í 50m og 100m greinum og þrjá riðla í 200m greinum og einn riðil í 400m greinum. Markmiðið er að íslenskir afrekssundmenn eigi kost á því að keppa við sterka erlenda sundmenn og fá góða samkeppni í lauginni. Sérstaða fatlaðra sundmanna er að þeir þurfa að keppa með sömu ríkjandi reglum sem ófatlaðir en með frávikum vegna fötlunar. Ísland hefur haft keppendur í sundi fatlaðra á alþjóðamótum síðan 1980 og hefur frammistaða þeirra verið framar öllum vonum því við höfum bæði átt Heimsmethafa og Olympíumethafa

Skipuleggjandi / Event manager Björn Valdimarsson bjorn@danfoss.is

Icelandic disabled swimmers have been competing in international tournaments since 1980 with good results and we have had both World and Olympic Champions

29


Taekwondo

Ármann Sports Hall Laugardal 19. & 20. Jan. 10-18, seminar 17-18 January 10-21.

Taekwondo

Íþróttahús Ármanns Laugardal 19. og 20 jan. Kl. 10-18, æfingabúðir 17. og 18. jan. Kl. 10-21 Það er mikið fagnaðarefni að taekwondo er hluti af Reykjavíkurleikunum, bæði í bardaga og formi. Við bjóðum einnig upp á æfingabúðir fyrir mót þar sem Sergio Ramos frá Portúgal og Edina Lents frá Danmörku munu kenna poomsae og verður einstaklega gaman að kynnast þeim enda þau með góða tækni og hafa þekkingu á nýútgefnum reglum. Landsliðsþjálfarar Serba ásamt þremur keppendum taka einnig þátt í æfingabúðunum en þess má get að Serbar fengu gull á ÓL í sumar og því magnað tækifæri fyrir Íslendinga að taka þátt í æfingum og kynnast reynsluboltum í bardaga.

This is the first time Taekwondo will be a part of Reykjavík International Games and we hope to see many competitors, as well as fair and good results. It is our goal to take good care of our guests and we strive to offer valuable seminars and camps for all categories before the tournament both in kyorugy and poomsae. Edina Lents and Sergio Ramos will lead the poomsae camps; they are up to date on all WTF developments and have very good techniques. Sparring seminars and camps will be led by Serbia National coaches Mario and Marin Dujic and their worldclass competitors Stojan Rabijac, Damir Fejzic and they will likely bring one additional competitor in women’s category. This opportunity is perfect to prepare for other championships and at the same time explore the Volcano country in the middle of the Atlantic Ocean, you will not be disappointed! For the Kyorugi competition Electronic Body Protectors (EBP) from Daedo will be used in all groups. Daedo is the official WTF recognized EBP provider and will be used throughout the competition. For the poomsae competition, Taekukplan will be used. We aim at providing high quality organization and competition, with top level international referees. It is our aim to have high level of transparency, fair play and impartiality for athletes.

Í öllum greinum og flokkum verður notast við rafrænar brynjur í sparring og það sama gildir með keppni í formum. Við bjóðum upp á búnað sem sýnir úrslit strax og munu allir dómarar veita rafræna stigagjöf. Keppnisgólf verða 3-4 og dómgæsla leidd af Chakir Chelbat sem einnig er yfirdómari heimssambandsins, en hann mun einnig halda fyrirlestur um þróun á búnaði fyrir Ólympíuleikana og segja okkur frá áhrifum hans á leikunum. Þetta er því sannkölluð taekwondo veisla sem höfðar til flestra iðkenda og til allra aldurshópa. Við hvetjum alla til þátttöku enda brjótum við blað í sögu íþróttarinnar með þessum viðburði, því aldrei höfum við boðið upp á fjölbreyttari dagskrá og vonandi fáum við góða og reynda gesti í heimsókn. Taekwondo er bardaga-og sjálfsvarnaríþrótt sem byggist á gamalli bardagalist Kóreumanna. Íþróttin er fyrst og fremst á sjálfsvörn þar sem fæturnir spila aðalhlutverkið. Agi er eitt af grunndvallaratriðunum, börn og fullorðnir læra að beita sig aga við æfingarnar og að gefast ekki upp þó móti blási. Æfingarnar bæta þrek og liðleika og eru góð alhliða þjálfun fyrir börn jafnt sem fullorðna. Taekwondo is one of the most systematic and scientific Korean traditional martial arts, that teaches more than physical fighting skills. It is a discipline that shows ways of enhancing our spirit and life through training our body and mind. Today, it has become a global sport that has gained an international reputation, and stands among the official games in the Olympics

Skipuleggjandi / Event manager Írunn Ketilsdóttir taekwondo@armenningar.is

30


Triathlon

Swimmingpool 26. Jan. 12-14 Triathlon is one of the fastest growing sports in Iceland. Since the establishment of the first triathlon club in 2004 participation in triathlon and duathlon competitions has grown tenfold. We now have 5 triathlon clubs with active participants competing in all distances from sprint to Ironman and Iceland has produced 38 Ironman finishers in the last few years. At the Reykjavik International Games triathlon will be represented by a duathlon of swimming + running on Saturday 26th of January. The swim will be in the outdoor 50m pool at Laugardalslaug, with the run comprising of 2-3 loops in the beautiful surrounding area.

Þríþraut

Laugardalslaug 26. jan kl. 12-14 Keppt var í þríþraut í fyrsta skipti 2011 en þríþraut er sú íþróttagrein sem er í einna örustum vexti á Íslandi í dag. Síðan fyrsta þríþrautarfélagið var stofnað 2004 hefur þátttaka í tví- og þríþrautarkeppnum tífaldast. Nú eru fimm félög starfandi og keppa þau í öllum vega lengdum, allt frá spretthlaupum til Ironman-keppna en 38 Íslendingar hafa lokið keppni í þeirri erfiðu grein. Á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum mun þríþrautarfólk keppa í tvíþraut þar sem verður synt og hlaupið. Synt verður í útilauginni í Laugardal en hlaupið um Laugardal og nágrenni. Árið 2000 var í fyrsta sinn keppt í þríþraut á Ólympíuleikum, en vinsælustu vegalengdir í þríþraut er ólympíska vegalengdin (1500m sund + 40km hjólreiðar + 10km hlaup) og Ironman-vegalengdin (3,8km sund + 180km hjólreiðar + 42,2km hlaup) en til eru fjölmargar útfærslur á greininni

Skipuleggjandi / Event manager Jens Kristjánsson jenskristjans@simnet.is

The most popular form for triathlon is the Olympic distance (1500m swim + 40km bike + 10km run) and Ironman (3,8km swim + 180km bike + 42,2km run) but there are many other variations

31


Mie Östergaard Nielsen – A Rising Star Mie Östergaard Nielsen, a Danish swimmer from Aalborg, won the special award for best results in swimming last year at the Reykjavik International Games. Although she was only fifteen (born in 1996) she held the Danish record in several backstroke events and in 2011 she had won her first international senior medals at the European Short Course Swimming Championships. Mie Östergaard Nielsen won four medals and was named newcomer of the European Championships and secured her participation in the Olympic Games in London in 2012. We met Mie at the pool and asked her if she was pleased with her performance at RIG. It´s not your first time here, is it? No, I was here in 2009 and I really like it, except for the snow. I really hate snow but it´s okay, I like to be here. What do you think of the facilities here? It´s really good, it is a fine pool and you have a lot of space. The people are sweet and helpful. I live here with a family and they take care of me like I was their own child, they are so sweet with me and it is really nice. How is the competition? It is a bit harder than in 2009 and that is good for me because this is my first competion this year. Yes, says Mie, but I am a little bit surprised because I´m in heavy training and I should not swim so fast. But okay, I´m in good shape and I can show it now and not train anymore and see how it will be in Marts when I start preparing for the Olympics.

Have you seen anything of the city? We were going go downtown but it started snowing so we went to the mall. Tomorrow we are going to the Blue Lagoon, I went there in 2009 and it will be so nice to come there again.

Kathrine loves lifting the weights Kathrine Bak is a powerlifter from Denmark who won the women´s deadlift competition in the Reykjavik International Games in 2012. We asked Kathrine if she was happy with her results in RIG. Yes, I’m really happy with winning again this year. I probably could have lifted a bit more weight, but didn’t want to risk the win. I was particularly happy to discover that my deadlift form seems to be quite good already, which seems promising for the upcoming season, beginning with the Danish Nationals in March. How was the competition? Marìa had done a really good job organizing the competition, so it went smoothly, and the ambiance was really great - good music, lightening, and a very supportive audience. I had a close fight for the first place with Junior World Champion Tutta Kristine Hanssen, which also made the competition very interesting and intense. This is your second time here, what do you think of this tournament? I like the concept of a lot of sports getting together and having competitions very much. This year, I got to go and see the weightlifting competition and some track and field, and last year, I watched some swimming. I enjoy being around so many people, who all love their sport. There are not many women in powerlifting, why did you choose this sport? I’ve always wanted to be strong. As a child and teenager, I tried a bunch of different sports such as swimming, gymnastics, horseback riding, running, spinning, and aerobics, but nothing really “caught me” the way powerlifting has. As a young adult I just trained in a fitness club. I knew some guys who did powerlifting, and I went with them to watch the World Champion-

ship, which was held in Denmark in 2003. The atmosphere at the competition caught me immediately, and I joined a powerlifting club straight away after that. I had my first competition a few months after that - that’s almost eight years ago now. I’ve been training and competing ever since. I don’t really care about the amount of girls in the sport, I just love lifting the weights. What is your greatest acchievement in your sport? For my greatest achievement, I would have to say my bronze medal in deadlift at the European Championship in 2010. I was so proud and happy when I received that medal, and I’m still quite proud of my achievement. I hope it won’t be my only medal at a European- or World Championship level. What will you be doing in the next months? In March, we have the Danish Nationals and I hope to perform up to (and hopefully beyond) my own personal best in order to qualify for the European Championship, which will be held in Ukraine in May. Besides that, I’m finishing up my PhD thesis, so I’m quite busy. Have you had time to see anything of Reykjavik or Iceland? Not very much, unfortunately. But I’d like to come in the summer sometime and maybe experience some of Iceland on horseback. And of course, I’d also very much like to see the Blue Lagoon, because hot springs are so different from anything we have in Denmark.

32


Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.


Alexander Dale Oen 21. maí 1985 – 30. apríl 2012

Alexander Dale Oen lést þann 30. apríl s.l. úr hjartaslagi aðeins 26 ára að aldri. Alexander var frá Bergen í Noregi og var einn besti sundmaður heims, margfaldur Noregs- og Norðurlandameistari og hann vann til verðlauna á Ólympíuleikunum í Bejing 2008 en hann fékk silfurverðlaun í 100 metra bringusundi. Hann varð heimsmeistari í 100 metra bringusundi í Shanghai 2011 stuttu eftir morðárasirnar í Osló og á Útey og á verðlaunapallinum tileinkaði hann fórnarlömbunum verðlaunin. Þegar hann lést var hann að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í London. Sviplegt fráfall Alexander Dale Oen var mikið áfall fyrir norsku þjóðina en einnig fyrir Íslendinga því hér átti hann marga vini. Alexander Dale Oen tók margoft þátt í Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum og kom oft til Íslands til æfinga því aðstæður hér eru betri en í Bergen heimabæ hans. Í viðtali við RIG-blaðið sagði hann að það væri alltaf gott að koma aftur til Íslands, fólkið væri vingjarnlegt og náttúran falleg en hann var mikill náttúruunnandi. Jakob Jóhann Sveinsson, sem var æfingafélagi og vinur Alexanders segir að hann hafi verið skemmtilegur persónuleiki sem var vinur allra og vildi öllum vel. Hann hafi verið mjög félagslyndur og til í að tala við alla. Jakob Jóhann segir að Alexander hafi verið mikill keppnismaður, hann hafi ekki verið mjög fljótur á æfingum en í keppni héldu honum engin bönd. Við vottum vinum, vandamönnum og norsku þjóðinni samúð okkar vegna fráfalls Alexanders Dale Oen.

Alexander Dale Oen 21st May 1985 – 30th April 2012

Alexander Dale Oen died on the 30th of April last year. Oen was from Bergen in Norway and one of the best swimmers in the world. He was many times Norwegian and Nordic champion and he won a silver medal at the Oplympic Games in Bejing in 2008. He won the 100m breaststroke at the World Championships in Shanghai in 2011 just after the fatal attacks in Norway that left 77 people dead. On the podium, visibly moved, he dedicated his gold medal to the victims. When he died he was preparing for the Olympic Games in London. Oen´s untimely death was a great shock for the Norwegian people and also for the Icelanders because he had many friends here. Alexander Dale Oen participated many times in the Reykjavik International Games and visited Iceland many times to train. In an interview with the RIG macazine in 2009 he said: “I´m very satisfied with the pool here, it is very good and it is always great to be back. It works very well for me to train here. The people are friendly and the nature is beautiful too and I love to go hiking and take photos. That´s is why I like to take vacations here beside the swimming, it is always good to be back. It is also close to Norway so it´s not so far away from home.” Jakob Jóhann Sveinsson who was Oen´s training partner and friend says that he was a great pesonality, always friendly and always wanted the best for everybody. He was very sociable and always had time for a chat and he even introduced Jakob Jóhann to many Icelandic friends.

34



ÞREFALT HÁMARK!

3 saman á betra verði

HÁMARK HRAUSTUR LÍKAMI - HEILBRIGÐ SÁL


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.