Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
VITA er ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group Nafnið VITA (borið fram víta) kemur úr latínu og þýðir líf. VITA er líflegur valkostur sem býður upp á fjölbreytilegar skemmtiferðir fyrir alla Íslendinga. VITA leggur metnað sinn í að gera frítíma og ferðalög einstaklinga og hópa ánægjuleg enda stendur fyrirtækið á traustum grunni þekkingar og reynslu Icelandair Group. VITA er lífið
VITAferdir.is
la dolce
ÍSLENSKA SIA.IS VIT 50616 06.2010
hið ljúfa
líf
Njóttu sólarinnar í Tyrklandi, á Grikklandi, Kanaríeyjum, Tenerife eða Alicante. Skíði í ítölsku Ölpunum, enski boltinn, hjóla-, göngu- og æfingaferðir, sérferðir, skemmtisiglingar eða golf á Spáni. Skoðaðu áfangastaði VITA á vita.is og þú finnur draumaferðina þína.
Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur
VITA er í eigu Icelandair Group.
GROUP
Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins.
VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444
VELKOMIN Í REYKJAvíkurmaraþon íslandsbanka 2010 Góð heilsa er dýrmæt hverjum einstaklingi. Í 27 ára sögu Reykjavíkurmaraþons hefur hlaupið áorkað miklu í forvörnum og lýðheilsu. Lögð hefur verið áhersla á að hlaupið sé fyrir alla og allir séu sigurvegarar, sama hvaða vegalengd er valin. Þannig hefur verið boðið upp á val um mismunandi vegalengdir til að koma til móts við sem flesta. Við vitum að þátttakendur hafa lagt mikið á sig við undirbúning fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Því viljum við gera allt til þess að sú upplifun og ánægja sem felst í þeirri áskorun að vera með og að hlaupa yfir marklínuna verði sem mest. Þannig reynum við stöðugt að mæta kröfum tímans og þjónusta hlaupara sem allra best. Liður í því var að hleypa af stokkunum skoðanakönnun á meðal þátttakenda í hlaupinu í fyrra. Hér er um að ræða ákveðið byrjunarstarf, sem vonandi á eftir að verða árvisst og skila til okkar ómetanlegum upplýsingum í viðleitni okkar til að gera enn betur. Nokkur umræða hefur verið á undanförnum árum um tímasetningu hlaupsins síðsumars og staðsetningu þess í miðborginni. Aðstandendur hlaupsins hafa litið á Reykjavíkurmaraþon sem uppskeruhátíð hlaupara og því valið dagsetningu síðla ágústmánaðar með tilliti til þess. Þetta staðfesti skoðanakönnunin rækilega, því mikill meirihluti þátttakenda í könnuninni var því sammála. Sama átti við um staðsetningu á upphafi og endi hlaupsins í miðborginni. Frá árinu 2006 hefur verið boðið upp á að „Hlaupa til góðs”, en með þátttöku í Reykjavikurmaraþoni er hægt að velja góðgerðarfélag og fá síðan fyrirtæki, vini og vandamenn til að heita á sig peningaupphæð til að hlaupa til góðs. Í ár er í samvinnu við Íslandsbanka, settur aukinn kraftur í áheitasöfnun og gæti Reykjavíkurmaraþon innan fárra ára orðið vettvangur og hápunktur söfnunar fyrir góðgerðafélög á Íslandi. Vil ég bjóða alla hlaupara, unga sem aldna, hjartanlega velkomna og óska þeim til hamingju með þátttökuna í 27. Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 21. ágúst 2010. Við vitum að þið hafið lagt mikið á ykkur og ætlum við að gera það sem við getum til þess að dagurinn verði ykkur sem allra bestur!
Welcome to the Íslandsbanki Reykjavík Marathon 2010 Good health is important to us all. The Reykjavík Marathon’s 27 years history is symbolic of great achievements in preventive measures and public health. The emphasis has always been on this marathon being open to all and that every single participant is indeed the winner, irrespective of his or her chosen distance. A range of target distances is available in order to meet the requirements of most. We know that the participants in this annual event have gone to great length in preparing themselves. Our focus has been and is on this experience and the pleasure entailed in the challenge of crossing the finish line is as extensive as possible. Hence, we steadily attempt to meet the demands of modern times and to provide the best possible service to the runners. A part of this was the launching of an opinion poll amongst the participants in last year’s Reykjavík Marathon. This was a certain initial step which we hope will be an annual part of this sports event with the goal of yielding invaluable information that will help in our efforts to prepare next year’s marathon even more. “Running to Serve” has been an option for the runners since 2006. These refers to how participants may choose a charity society or organization, and recruit undertakings, friends and family, to donate money to the chosen charity. This year’s Reykjavík Marathon, in collaboration with Íslandsbanki, places increased emphasis on collecting funds for charitable purposes, and we share the hope that one day the Reykjavík Marathon will have become the venue and highlight of the collection of funds for charitable purposes. I am honored to extend a heartfelt welcome to all runners, young and old, and to congratulate them on their participation in the 27th Íslandsbanki Reykjavík Marathon 2010, which is held August 21. We know you have prepared well and we place pride in doing our share in making this day as good as possible for you all!
Knútur Óskarsson The Íslandsbanki Reykjavík Marathon
Knútur Óskarsson Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Efnisyfirlit Ávarp borgarstjóra . . . . . . . . . . . . 4 Upplýsingar og dagskrá . . . . . . . . . 4 Kort af rás- og endamarki . . . . . . . . 9 Kort af hlaupaleiðum . . . . . . . . . . 10 Latabæjarhlaup . . . . . . . . . . . . . 11 Saman náum við árangri . . . . . . . . 12
samstarfsaðilar
Góðir hvatningarstaðir . . . . . . . . . Hlaupið til góðs . . . . . . . . . . . . . Dalur hlaupafíklanna . . . . . . . . . . Viðhorfskönnun Reykjavíkurmaraþons 2500 ára afmæli maraþonhlaupsins . . Laugavegshlaupið . . . . . . . . . . . .
13 13 14 16 20 23
Hlaupaæfingar fyrir alla . . . . . . . . Miðnæturhlaup Powerade . . . . . . . Hlaupadagskrá vetrarins . . . . . . . . Tölfræði Reykjavíkurmaraþons . . . . . Skokkhópar landsins . . . . . . . . . .
24 27 29 31 34
Innilega til hamingju með að hafa ákveðið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu Hlaupandi fólk er glatt fólk. Það er gaman að hlaupa, sérstaklega ef maður er í góðum skóm. Ég æfði hlaup lengi, alveg þangað til það kom í ljós að ég er með liðskrið í baki og má ekki hlaupa. Nú geng ég í staðinn. Þá er oft freistandi að spretta úr spori en ég má það ekki og verð að halda aftur af mér. Liðskrið. Mjög slæmt. En það stoppar mig ekki í því að horfa á aðra hlaupa. Ég get setið og slakað á, lygnt aftur augunum og hlaupið með öðrum í huganum. Reykjavíkurmaraþonið er skemmtilegt vegna þess að þar hlaupa allir saman. Fólk er á misjöfnum aldri og misjafnlega klætt. Sumir eru töff, aðrir ekki. Sumir eru uppfullir af keppnisskapi og vilja vinna, aðrir taka þátt til að stunda holla hreyfingu. Enn öðrum finnst bara gaman að vera með og skemmta sér með fjölskyldu og vinum. Það er allt gott. Það skiptir miklu máli að vera í góðum skóm. Ég hvet alla til að huga vel að því og vanmeta það ekki. Ég þakka skipuleggjendum hlaupsins fyrir þetta ómetanlega framlag við að glæða borgina okkar gleði og lífi. Ég vona að allir njóti dagsins til hins ítrasta. Hlaupi ykkur vel! Og munið að lokum að sá vinnur alltaf sem skemmtir sér best (sérstaklega ef hann var í góðum skóm á meðan).
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr
upplýsingar Upplýsingamiðstöð Allar upplýsingar eru veittar í Menntaskólanum í Reykjavík á hlaupsdag.
Aldursflokka- og sveitaverðlaun
Verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sæti í hverjum aldursflokki og fyrir þrjár efstu sveitir í 10, 21 og 42 km verða afhent á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons, Engjavegi 6 (við hliðina á Laugardalshöll) mánudaginn 24. ágúst frá 9-17. Hlauparar eru hvattir til að skoða úrslitin á www.marathon.is og vitja verðlauna sinna.
DAGSKRÁ Tímasetning hlaups í Lækjargötu 08:40 Maraþon, hálfmaraþon og boðhlaup. 09:30 10 km hlaup 11:45 Upphitun fyrir skemmtiskokk 12:00 Skemmtiskokk 3 km 14:40 Tímatöku hætt
Bílastæði
Mælst er til þess að þátttakendur komi ekki á bílum. Margar götur eru lokaðar bílaumferð vegna hlaupsins og Menningarnætur sem er samdægurs. Þeim sem koma akandi er því ráðlagt að leggja utan miðbæjarsvæðisins.
Drykkjarstöðvar
Drykkjarstöðvar eru á u.þ.b. 5 km fresti (sjá leiðakort á bls. 10-11). Þar er boðið upp á Powerade íþróttadrykk og vatn. Í Vatnagörðum (u.þ.b. 16 km) og við Skerjafjörð (u.þ.b. 30 km) er einnig boðið upp á banana.
Verðlaunaafhending í Lækjargötu Verðlaun eru veitt strax að loknu hlaupi til 3 fyrstu keppenda (karla og kvenna) í hverri vegalengd og til 3 fyrstu sveita í boðhlaupi. Að auki eru sérstök verðlaun fyrir 3 fyrstu Íslendinga í maraþonhlaupi (Meistaramót Íslands). Þá verða veitt stiga- og útdráttarverðlaun í Powerade mótaröðinni. Vinsamlegast athugið að áætluð tímasetning verðlaunaafhendinga gæti breyst lítillega. 10:05 10:15 10:20 10:25 10:35 11:35 12:05 12:15 12:25
Fatageymsla
Hægt er að geyma fatnað og töskur í Menntaskólanum í Reykjavík. Starfsmaður verður á staðnum en engin ábyrgð er tekin á verðmætum.
Flögur
Tímatökuflögurnar sem þátttakendur fá eru einnota en vistvænar. Þeim verður skilað til endurvinnslu og verður aðstoð veitt við að ná flögunum af skónum. Sjá einnig Tímataka.
Hálfmaraþon karla 10 km hlaup karla 10 km hlaup kvenna Hálfmaraþon kvenna Powerade mótaröðin Maraþon karla Meistaramót Íslands í maraþoni karla Maraþon kvenna og Meistaramót Íslands í maraþoni kvenna Boðhlaup – þrjár fyrstu sveitir
Aldursflokkar 10 km 12-15 ára 16-18 ára 19-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70 ára og eldri
Hálfmaraþon 15-19 ára 20-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70 ára og eldri
Hlaupaleiðin
Hlaupaleiðin er merkt með gulum merkingum á götunni. Kílómetramerkingar eru á skiltum eða appelsínugulum keilum á hlaupaleiðinni. Þar sem bílaumferð er víða á leiðinni er hlaupurum bent á að fara með gát. Sjá kort af hlaupaleið á síðu 10-11 og þversnið hlaupaleiðar á síðu 32-33.
Íslandsmeistaramót
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er jafnframt Íslandsmeistaramót í maraþoni. Þátttakendur í 42 km hlaupi eru því sjálfkrafa skráðir í Meistaramót Íslands í maraþonhlaupi sem Frjálsíþróttasamband Íslands heldur innan Reykjavíkurmaraþons.
Maraþon 18-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70 ára og eldri
Latabæjarhlaup
Latabæjarhlaup fyrir börn 8 ára og yngri fer fram í Hljómskálagarðinum frá kl. 13:30. Í Latabæjarhlaupi gildir bolurinn sem staðfesting á skráningu svo mikilvægt er að börnin klæðist bolnum í hlaupinu. Sjá nánar um Latbaæjarhlaupið á síðu 18-19 og á www.marathon.is.
Litur rásnúmera
Í maraþoni eru græn númer, rauð í hálfmaraþoni, blá í 10 km, gul í boðhlaupi og hvít í skemmtiskokki.
Útlit og umbrot: Björg Vilhjálmsdóttir Prentun: Litróf Ljósmyndir: Andri Thorstensson, Árni Torfason, Hafsteinn Óskarsson, Kjartan Pétur Sigurðsson og Björg Vilhjálmsdóttir Ábyrgðarmaður: Frímann Ari Ferdinandsson Reykjavikurmaraþon: Engjavegur 6, 104 Rvk. s: 535-3705 marathon@marathon.is, www.marathon.is
Óskilamunir
Á hlaupsdag verður farið með óskilamuni í Menntaskólann í Reykjavík. Óskilamunir verða síðan f luttir á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons, Engjavegi 6. Sími: 535-3700.
4
Dagskrá
an virkar eingöngu sé hún fest á skó (eða ökkla, í boðhlaupi). Flagan geymir númer sem tengt er viðkomandi hlaupara og tímatakan hefst þegar farið er yfir motturnar í byrjun hlaups og lýkur þegar hlaupari fer yfir hana aftur í marki. Flögutími gefur því nákvæman persónulegan árangur hlaupara, óháð því hve aftarlega í hópnum hann var við ræsingu. Einnig er tekinn tími frá því að startskot ríður af sem kallast byssutími en það er sá tími sem gildir í keppninni og úrslit í einstökum flokkum eru ákvörðuð út frá. Að auki eru millitímamottur staðsettar á 5 stöðum á leiðinni (við 10; 20; 21,1; 30 og 40 km) og þar fá keppendur skráðan millitíma svo framarlega sem þeir stíga á mottuna. Sjá nánar á leiðarkorti á síðum 10-11.
Rásmark og endamark
3 km skemmtiskokk hefst og endar þeim megin sem Íslandsbanki er í Lækjargötu (vestan megin). 10 km hlaup er ræst á báðum akbrautum Lækjargötu en endamark verður Íslandsbanka megin götunnar. Hálfmaraþon, maraþon og boðhlaup fer einnig af stað á báðum akbrautum Lækjargötu en endamark verður MR megin (austan megin).
Salerni
Salerni verða við Menntaskólann í Reykjavík og nálægt 4,5; 12; 18,5; 25; 30 og 34,5 km (sjá leiðarkort á bls. 10-11).
Verðlaun
Allir þátttakendur fá verðlaunapening fyrir þátttöku og þrír fyrstu keppendurnir í 10 km hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni fá verðlaunagripi. Þrír fyrstu keppendurnir í maraþoni og hálfmaraþoni fá að auki peningaverðlaun og þrír fyrstu Íslendingarnir í þessum vegalengdum fá einnig sérstök peningaverðlaun. Sé brautarmet slegið í maraþoni eða hálfmaraþoni er greiddur bónus, 50.000 kr. í hálfmaraþoni og 100.000 kr. í maraþoni. Þessi verðlaun verða veitt í Lækjargötu á hlaupdegi. Verðlaunagripir fyrir þrjár fyrstu sveitir í 10, 21 og 42 km og aldursflokkaverðlaun verða afhent á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons, Engjavegi 6 (við hliðina á Laugardalshöll), frá og með mánudegi 24. ágúst.
Sjúkragæsla
Félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík verða til reiðu á hlaupabrautinni meðan á hlaupinu stendur og læknar og hjúkrunarlið verða til aðstoðar á marksvæði.
Sund
Öllum þátttakendum er boðið í sund í einhverja af 7 sundlaugum Reykjavíkur á hlaupsdag eða daginn eftir, sunnudaginn 22. ágúst, í boði ÍTR.
Sveitakeppni
Í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi er boðið upp á þriggja manna sveitakeppni. Ekki er flokkað eftir kyni eða aldri í sveitakeppninni. Leyfilegt er að skrá allt að fimm í sveit en þrír fyrstu hlaupararnir mynda endanlega sveit.
Verðlaunafé til þriggja efstu Íslendinga (ISK):
Maraþon Hálft maraþon
Tímataka (flögutími og byssutími)
Sjálfvirk tímataka er í 10 km, hálfmaraþoni, maraþoni og boðhlaupi. Eins og áður verður notaður tímatökubúnaður frá ChampionChip sem samanstendur af mottum í rásmarki sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups og flögu sem hver og einn hlaupari verður að festa við annan skóinn. Án flögu fæst enginn tími og flag-
50.000 40.000
35.000 25.000
20.000 15.000
Verðlaunafé fyrir þrjú efstu sæti allra þátttakenda (ISK): Maraþon Hálft maraþon
5
100.000 70.000 70.000 40.000
40.000 20.000
Information Champion Chip-Electronic timing
Information center
All information on race day will be given at Menntaskólinn í Reykjavík (MR) east of the starting area (see map on page 9).
Race day August 21st Timetable in Lækjargata 08:40 Marathon, Half Marathon and Relay 09:30 10 km 12:00 Fun Run, 3 km 14:40 End of race timing
LazyTown children´s run
The LazyTown Run is for children 8 years and younger. Parents can run with their children but are not registered. The LazyTown Run takes place at 13:30 in Hljomskalagardur, a beautiful garden in the center of Reykjavik (see map on page 18-19). Brothers and sisters can run together but then the older ones have to run in a group with the younger ones. Strollers should be in the back.
Prize Ceremony in Lækjargata (on the stage) The top three runners in each timed distance will recive prizes and special prizes are given to the first three Icelandic runners in the Marathon. The first three Relay teams will also recive prizes. Please notice that this is only an estimated schedule. Half Marathon men 10 km men 10 km women Half Marathon women Powerade Running Series awards Marathon men Marathon Icelandic men Marathon women and Icelandic women Relay teams
Before the race
All runners must have their number fastened to the front and visible at all times. Chip for electronic timing must be fastened to the runner´s shoe before the race (in the Relay the chip is fastened around the ankle). For security reasons, runners are asked to write their name and other personal information on the back of their number.
Lost items
Lost items will be brought to the Information center in Lækjargata on race day. After the race any lost items will be brought to the Reykjavik Marathon Office, Engjavegur 6, Reykjavik. Telephone: 00354-5353700.
Medical Service
Rescue teams will provide assistance along the course. Medical Services will be available at the finish area. Prizes All runners who finish the race receive a medal and top three in 10, 21 and 42 km will also get a special trophy. Drawn prizes for all distances, given by Asics, will be handed out at the finishing area. Prizes for 1-3 place in age groups and teams in 10, 21 and 42 km will be handed out at the Reykjavik Marathon office, Engjavegur 6, 104 Reykjavik, on Monday August 24th. See www.marathon.is for results. Top three in 21 and 42 km will receive prize money. For a course record there will be paid a bonus, ISK 100.000 in the Marathon and ISK 50.000 in the Half Marathon. Prizes will also be awarded to the first three Icelandic runners, male and female, in 21 and 42 km.
Prize money (ISK) Marathon Half Maraþon
100.000 70.000 70.000 40.000
40.000 20.000
wE‘ll taKE yOu thErE! day tOurs tO all thE mOst EXciting PlacEs in icEland
EXPEriEncE a grEat day with us! discover all the magical places not to be missed when in iceland: Beautiful nature, multi-colored mountains, fertile farmlands, stunning views, plummeting waterfalls, natural wonders and geological phenomena.
BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík +354 580 5400 main@re.is www.re.is
Travel Agency
Book now on www.re.is Authorised by Icelandic Tourist Board
Book now by calling 580 5450 O
EXPO · www.expo.is
10:05 10:15 10:20 10:25 10:35 11:35 12:05 12:15 12:25
The data chip has to be securely fastened to the runner´s shoe to give results (in 10, 21, 42 km and Relay). Each participant gets one chip that is linked to his name and number. The chip is not reusable. Chips should be returned after the race for recycling.
Race numbers
Start and Finish
Marathon numbers are green, Half Marathon numbers are red, 10 km numbers are blue, the Relay Race has yellow numbers and the Fun Run has white numbers. In the LazyTown run, children are recquired to wear the LazyTown T-shirt.
Marathon, Half Marathon, Relay and 10 km will start from both sides of Lækjargata but finish on one side. The Marathon, Half Marathon and Relay finish line is on the east side of Lækjargata but the 10 km finish on the west side of Lækjargata (see map on page 9). 3 km Fun Run is only on the west side.
Refreshment stations and WC
The locations of the Refreshment Stations and WC are marked on the Route map (page 10-11). Refreshment Stations offer water and Powerade sport´s drink. There are also bananas at the drinking stations near 16 km and 30 km.
Storage for clothing and belongings
Competitors can leave personal belongings at the Information center. Belongings will be guarded but responsibility is not taken for any valuables left in the storage area.
Results
Preliminary results will be put up in the information center in Lækjargata (see map on page 9). Final results will be published on www.marathon.is.
Swimming
All runners are invited to any of Reykjavik´s seven Swimming Pools, either on the 22rd or 23th of August (See map of the nearest Swimming Pools on page 7)
The Route
The route will be marked with yellow marks on the ground. Distance (km) run will be marked with signs. The route is not completely closed for car traffic so runners are kindly asked to be careful. See also Route Map on page 10-11 and Elevation Chart on page 32-33.
Team competition
3-5 participants can run as a team. First three runners to finish will constitute as the final team. There is no grouping according to sex or age in the team competition.
ls Routes to the nearest Swimming Poo Leiðir að næstu sundlaugum
7
Rá s- og endam ar k í Læ kjar gö tu Start and finish area in Lækjargata
MR
Dómkirkja Cathedral
íslandsbanki
Iðnó
Ráðhúsið City Hall
skýringar/legend
UPPLÝSINGAR 10, 21, 42 km og boðhlaup fara af stað á báðum akbrautum Lækjargötu. 10 km koma í mark vestan megin en 21, 42 km og boðhlaup koma í mark austan megin. Skemmtiskokk hefst og endar vestan megin í Lækjargötu. Marksvæðið er eingöngu fyrir þátttakendur og aðstandendur þurfa að vera fyrir utan marksvæði. Hvíldarsvæði er eingöngu fyrir maraþonhlaupara.
INFORMATION 10, 21, 42 km and Relay start on both sides of Lækjargata. 10 km finish on the west side; 21, 42 km and Relay finish on the east side. The Fun Run‘s start and finish is on the west side of Lækjargata. The start and finish area is only for participants. Viewers should not enter the area. Recovery area is only for Marathon runners.
9
se Ko rt a f hl au paleiðum / Cour
Götur / Streets 3 km Lækjargata, Fríkirkjuvegur, Skothúsvegur, Bjarkargata, stígar í Hljómskálagarði austur með Hringbraut, Sóleyjargata, Skothúsvegur, Tjarnargata, Kirkjustræti, Aðalstræti, Vallarstræti, Veltusund, Hafnarstræti, Tryggvagata og Lækjargata. 10 km Fríkirkjuvegur, Skothúsvegur, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata og Lækjargata. Hálft maraþon Fríkirkjuvegur, Skothúsvegur, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Geirsgata, Kalkofnsvegur, Sæbraut, stígur við Klettagarða, Skarfagarðar, Skarfagarðar með hafnarskanti, Korngarðar, Klettagarðar, Sundagarðar, Vatnagarðar, Sægarðar, Sæbraut, Kalkofnsvegur og Lækjargata. Maraþon og Boðhlaup/Relay Fríkirkjuvegur, Skothúsvegur, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Geirsgata, Kalkofnsvegur, Sæbraut, stígur við Klettagarða, Skarfagarðar, Skarfagarðar með hafnarkanti, Korngarðar, Klettagarðar, Sundagarðar, Vatnagarðar, Sægarðar, Sæbraut, Kringlumýrarbraut, stígur með Suðurlandsbraut, bílastæði/stígur (fyrrverandi Holtavegur) að Engjavegi, Engjavegur, Múlavegur, stígur umhverfis Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Engjavegur, stígur austur með Suðurlandsbraut, göngubrú yfir Miklubraut, stígur austur með Miklubraut og undir Reykjanesbraut, göngubrú yfir vestari kvísl Elliðaáa, göngustígur í hólma, vestur yfir yfir næstu göngubrú á vestari kvísl Elliðaáa, stígur undir Reykjanesbraut og vestur allan Fossvogsd al og fylgja stígnum að Faxaskjóli, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, inn á göngustíg umhverfis Bakkatjörn, fram hjá Gróttu, stígur meðfram Norðurströnd, Eiðsgranda og Ánanaustum, Mýrargata, Geirsgata og Lækjargata. Boðhlaup Sama hlaupaleið og í maraþoni. Skiptistöðvar eru rétt aftan við tímatökumottur við 10, 20 og 30 km (sjá kort). Tíu km skiptistöðin er á Kalkofnsvegi, norðan við Seðlabanka Íslands. Tuttugu km skiptistöðin er á göngustíg norðan Suðurlandsbrautar á móts við Suðurlandsbraut 12. Þrjátíu km skiptistöðin er á göngustíg vestan við norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar (aðgengi frá Skeljanesi). Relay Same course as in the Marathon run. Exchange points are just beyond the timing mats at 10 km, 20 km, and 30 km. Ten km exchange point is in Kalkofnsvegur, north of Seðlabanki Íslands (Central Bank of Iceland). Twenty km exchange point is on a path north of Suðurlandsbraut, opposite Suðurlandsbraut 12 . Thirty km exchange point is on a path west of the north-south runway of Reykjavik airport (accessible from Skeljanes).
10
Map
3 km skemmtiskokk 3 km Fun Run
skýringar / legend 3 km 10 km 21 km 42 km / Boðhlaup / Relay fyrri hringur / first circle 42 km / Boðhlaup / Relay seinni hringur / second circle Drykkjarstöð / Drinks Km Salerni / WC Tímataka / Timing Skemmtistöðvar Entertainment
Latabæjarhlaup í Hljómskálagarði sjá bls. 18-19 LazyTown Children´s Run see pages 18-19
11
GóÐir hvatningarstaÐir hvenær er von á hlaupurunum? Hér má sjá hvenær von er á hlaupurum á ýmsum stöðum hlaupaleiðarinnar. Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í stemningunni!
komið ð tji og hv e Staður
Vegalengdir sem fara hjá
Hvenær 21 og 42 km fara hjá*
Hvenær 10 km fara hjá *
Fyrstu
Meðal
Síðustu
Fyrstu
Meðal
Síðustu
Ægisíða v/Lynghaga
10, 21, 42 km og boðhlaup
8:46
8:52
8:50
9:36
9.40
10:00
Eiðistorg
10, 21, 42 km og boðhlaup
8:53
9:04
9:20
9:42
9:50
10:30
Lindarbraut
10, 21, 42 km og boðhlaup
8:56
9:10
9:30
9:46
9:55
10:40
Norðurströnd v/Austurströnd
10, 21, 42 km og boðhlaup
9:02
9:22
9:50
9:51
10:05
11:15
Mýrargata v/Ægisgötu
10, 21, 42 km og boðhlaup
9:09
9:34
10:10
9:57
10:15
11:45
21, 42 km og boðhlaup
9:13
9:37
10:20
21, 42 km og boðhlaup
9:20
9:54
10:45
21, 42 km og boðhlaup
9:32
10:16
11:20
Laugardalur v/Skautahöll
42 km og boðhlaup
9:48
10:46
12:10
Víkingsheimilið Fossvogi
42 km og boðhlaup
10:01
11:10
12:50
Sæbraut v/Olís Skúlagötu
Sæbraut v/Íslandsb. Kirkjusandi Vatnagarðar
Nauthólsvík Eiðistorg
42 km og boðhlaup
10:14
11:34
13:30
42 km (s.hr) og boðhlaup
10:30
12:04
14:20
skemmtistöðvar: tónlist til hvatningar * áætluð tímasetning
Hlaupið til góðs Frá árinu 2006 hafa þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka getað hlaupið til styrktar góðu málefni. Tugir milljóna króna hafa safnast til á annað hundrað góðgerðafélaga í tengslum við hlaupið frá upphafi. Upphæðirnar, smáar sem stórar, hafa skipt félögin miklu máli og verið notaðar í mörg þörf verkefni. Í ár var ákveðið að setja enn meiri kraft í áheitamálin með opnun vefsvæðisins Hlauparar eru mun sýnilegri á nýja vefnum því þeir geta sett inn myndir og sagt frá því hvers vegna þeir hlaupa fyrir tiltekið málefni. Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir gott málefni í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali á hlaupastyrkur.is. Bæði er hægt að greiða áheit með kreditkorti og með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.
hlaupastyrkur.is
Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 23. ágúst Hægt er að heita bæði á einstaklinga og boðhlaupslið. Auðvelt er að leita að einstaklingi eða liði með því að slá inn nafn eða hluta úr nafni viðkomandi í leitarstrenginn á síðunni. Einnig er hægt að finna hvaða einstaklingar og lið hlaupa fyrir hvert góðgerðafélag í listanum yfir góðgerðafélög. Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 23. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 21. ágúst. Hlaupastyrkur.is mun vonandi gera áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sýnilegri og aðgengilegri fyrir hlaupara og stuðningsfólk.
12
Saman náum við árangri Fólk hefur mismunandi skyldum að gegna og ólíkar vonir og væntingar um daginn í dag og framtíðina. Hver sem staðan er og hvert sem stefnan er tekin er viðbúið að ýmsar áskoranir séu í veginum. Auk þess að eiga góða að er mikilvægt að búa yfir eins góðum líkamlegum og ekki síður andlegum burðum og kostur er til að vera betur í stakk búin að mæta þessum áskorununum og yfirvinna þær. Fjölþætt gildi hreyfingar fyrir lýðheilsu Rannsóknir staðfesta að regluleg hreyfing er ein einfaldasta og ódýrasta leiðin til að vernda og bæta heilsu og vellíðan fólks á öllum aldri (sjá töflu hér að neðan). Umfram allt veitir hreyfing meiri líkamlegan og andlegan styrk til að takast á við áskoranir daglegs lífs, eiga samskipti við aðra og hjálpar okkur að hvílast betur. Þannig getur regluleg hreyfing ekki aðeins bætt hag einstaklinga heldur einnig fjölskyldna þeirra, vinnuveitenda og samfélagsins í heild. Og það þarf ekki mikið til. Almennar ráðleggingar Lýðheilsustöðvar miða við að fullorðnir stundi rösklega hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega og börn og unglingar í minnst 60 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn t.d. 10-15 mínútur í senn. Aukinni hreyfingu fylgir aukinn ávinningur að teknu tilliti til getu hvers og eins.
fjölbreytt framboð og gott aðgengi að ýmsu skipulögðu starfi sem felur í sér hreyfingu og að aðstaða til að stunda hreyfingu á eigin vegum, sem og með stuðningi annarra, sé góð s.s. staðsetning og gæði göngu- og hjólastíga, grænna svæða, leikvalla og íþróttamannvirkja. Reykjavíkurmaraþon og hreyfing landsmanna Íþróttahreyfingin hefur í gegnum tíðina gegnt lykilhluverki á sviði heilsueflingar og forvarna. Í krafti öflugs starfs og með vaxandi samstarfi við ríki, sveitarfélög, einkageirann og fleiri hefur íþróttahreyfingin staðið fyrir fjölbreyttu starfi þ.m.t. ýmsum almenningsíþróttaviðburðum sem hafa hvatt og stutt landsmenn til aukinnar hreyfingar. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er gott dæmi um slíkan viðburð en Íþróttabandalag Reykjavíkur, heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík, sér um framkvæmd hlaupsins. Árlega taka þúsundir Íslendinga á öllum aldri og ýmsum getustigum þátt með því að ganga, skokka eða hlaupa. Sem betur fer er það af sem áður var að hlaup séu álitin eitthvað sem er einungis fyrir útvalda sérvitringa og afreksíþróttafólk. Rúsínan í pylsuendanum er að samkvæmt nýlegri könnun stuðlar þátttaka í hlaupinu ekki aðeins að því að meirihluti þátttakenda hreyfir sig meira en annars fyrir hlaupið heldur einnig að því loknu. Það kallar maður alvöru árangur.
Dæmi um gildi ráðlagðrar hreyfingar fyrir heilsu og vellíðan
Börn og unglingar • Betra þol og vöðvastyrkur • Betri beinheilsa • Stuðlar að heilsusamlegra holdafari • Minni einkenni þunglyndis Fullorðnir og roskið fólk • Minni hætta á ótímabærum dauða • Minni hætta á kransæðasjúkdómum, heilablóðfalli og háþrýstingi • Minni hætta á sykursýki af tegund 2 (áunnin sykursýki) • Stuðlar að heilsusamlegra holdafari • Minni hætta á blóðfitubrenglun • Minni hætta á t.d. ristilkrabbameini og brjóstakrabbameini • Betra þol og vöðvastyrkur • Betri færni, vitsmunaleg geta og minni hætta á föllum og mjaðmabrotum hjá rosknu fólki • Aukin beinþéttni • Minni einkenni þunglyndis • Betri svefn Physical Activity Guidelines Advisory Committee, (2008)
Áttunda geðorðið er Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup. Regluleg hreyfing er svo sannarlega til þess fallin að létta okkur lífshlaupið og almennt styðja okkur í að ná ýmsum markmiðum í lífinu. Með því að standa saman aukast líkurnar enn frekar á að góður árangur náist. Gangi okkur vel!
Margir hreyfa sig of lítið Þrátt fyrir að fjölþættur ávinningur hreyfingar sé vel þekktur benda kannanir til að margir Íslendingar, ungir sem eldri, hreyfi sig of lítið. Til að stuðla að aukinni hreyfingu er ekki nóg að setja ábyrgðina á herðar einstaklingum heldur verða hinir ýmsu hagsmunaaðilar, á öllum stigum samfélagsins, að taka enn frekar höndum saman um að skapa aðstæður sem hvetja og styðja alla til hreyfingar, óháð t.d. aldri, kyni, líkamlegri og andlegri getu, félagslegri- og fjárhaglegri stöðu. Í því felst m.a. að tryggja
Gígja Gunnarsdóttir Verkefnastjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð. Siturí stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur og stjórn Reykjavíkurmaraþons.
13
Dalur hlaupafíklanna Margir byrjendur í hlaupum spyrja sig hvenær þessi víma komi sem talað er um, þetta endorfínkikk? Þeim finnst ekki gott að hlaupa og þeim líður ekki vel eftir hlaupaæfingar. Þá verkjar í allan skrokki nn og hlaupunum fylgir engin vellíðan. Þannig líður mörgum í byrjun og þá er skiljanlega erfitt að átta sig á því hvað reyndir hlauparar eru að tala um þegar þeir lýsa því hvað það sé dásamlegt að hlaupa. Eru hlaupin svona dásamleg eins og margir vilja vera láta? Er þetta bara dans á rósum og endalaus hamingja hjá þeim sem æfa hlaup reglulega? Nei, það er ekki alveg þannig. Enn kvíðir maður því stundum að þurfa að fara á hlaupaæfingu. Hún verður erfið, slítandi og kannski ekkert sérlega skemmtileg í byrjun. Skrokkurinn er stirður og þreyttur, veðrið leiðinlegt og það er dimmt og kalt. Það er jafnvel helgi og freistandi að kúra aðeins lengur í heitu rúminu eða fá sér góða bók að lesa og hlusta á rigninguna og vindinn berja á gluggunum. Stundum er eitthvað í sjónvarpinu sem maður má alls ekki missa af eða einhver verkefni liggja fyrir sem ríður á að klára áður en farið er út að hlaupa. Stundum kostar þetta því nokkra innri baráttu en á endanum hefur maður sig af stað, fer í hlaupagallann og út í rigninguna og rokið eða á brettið í ræktinni ef manni finnst veðrið of ógnvekjandi. Það má þó segja um veðrið, að það er alltaf helmingi skárra en það lítur út fyrir að vera þegar horft er út um gluggann og það er hægt að klæða af sér allt veður.
Pétur Helgason byrjaði að hlaupa fyrir 15 árum. Hann er einn stofnenda Árbæjarskokks og forsprakki Powerade-Vetrarhlaupanna vinsælu. Hann hefur hlaupið 40 maraþon, nokkur ofurmaraþon og næsta áskorun er hin mikla þríþrautarkeppni Járnkarlinn!
Hlaupafíknin hefur margar hliðarverkanir sem talist geta eftirsóknarverðar. Öll þyngdarstjórnun verður mjög auðveld og lítið mál að halda sér í kjörþyngd þó maður borði sig saddan endrum og eins. Hlaupin hafa auðvitað jákvæð áhrif líkamsstarfsemina og eru talin draga úr hættunni á ýmsum krabbameinum og sumir hafa byrjað að hlaupa til að lækka blóðþrýstinginn svo eitthvað sé nefnt. Ekki má heldur gleyma öllum þeim stöðum sem hlaupin hafa gert manni kleift að komast á, bæði í hlaupaferðum erlendis og á ferðalögum innanlands. Mörg þessara ferðalaga hefðu verið óhugsandi ef líkamlegt form hefði ekki verið í lagi. Að ofansögðu er ljóst að hlaupafíkillinn á ekki alltaf sjö dagana sæla en á móti kemur ýmislegt sem hann getur áorkað og leyft sér að gera sem aðrir líta öfundaraugum.
Hvers vegna gerir maður þetta? Hvers vegna er maður ekki í rónni fyrr en komið er út á hlaupaskónum, kaldur og stundum vaðandi snjó upp í ökkla? Helsta ástæðan er sterk þörf fyrir hreyfingu, í þessu tilviki má hreinlega kalla það hlaupafíkn. Það er sókn í þá vellíðan sem kemur fram þegar líða tekur á hlaupið og skrokkurinn er orðinn heitur, vellíðan sem brýst svo fram af fullum krafti eftir hlaupið. Það er ekki hægt að sleppa hlaupunum því þá byrjar samviskan að naga mann innan frá með tilheyrandi streitueinkennum og jafnvel þunglyndi. Maður verður að fá sinn hlaupaskammt. Alveg eins og aðrir fíklar þurfa sína skammta. Fíknin er drifkrafturinn sem keyrir mann áfram þegar á móti blæs. Það er þó skárra að vera háður hlaupum en einhverju öðru sem er ekki gott fyrir heilsuna. Þegar þessu ástandi er náð eru hlaupin orðin órjúfanlegur hluti af daglegu lífi. Þau eru orðin að lífsstíl. Hlaupaskórnir eru hafðir með hvert sem farið er. Hvort sem það er í frí til útlanda, upp í sumarbústað eða í veiðitúrinn. Hlaupin hafa það fram yfir flest annað að alltaf er pláss fyrir hlaupaskóna og í flestum tilvikum er hægt að finna tíma og aðstæður til að fara út að hlaupa. Ég þekki engan sem náð hefur þessu ástandi og óskað þess að fara í afvötnun og ég lít á það sem viss forréttindi að vera haldinn hlaupafíkn og vona að ég verði haldinn henni sem lengst! Hræðslan er mest við það að meiðast og neyðast til að taka sér hvíld frá hlaupunum í lengri eða skemmri tíma. Það er ekki sjálfgefið að þetta ástand vari alltaf og maður er þakklátur fyrir hvern dag sem líður án þess að meiðsli eða skert heilsa setji strik í reikninginn.
Sannur hlaupafíkill vill að aðrir fái að upplifa það sama og hann, bæði þjáningarnar og sigurvímuna. Leiðin þangað getur verið löng og ströng. Kannski má líkja ferðinni við ferðalag yfir háan fjallgarð. Það er mikilvægt að flýta sér ekki of mikið og sumum finnst betra að fara þessa ferð í samfylgd með öðrum fremur en einir síns liðs. Það er líka ágætt að hafa leiðsögumann og landakort með í för. Á leiðinni er nauðsynlegt að setja sér markmið sem líkja má við fjallstoppa. Þegar einum toppnum er náð tekur sá næsti við. Í Reykjavíkurmaraþoninu sem er framundan eru margir á leið upp á sinn hæsta fjallstopp hingað til. Vonandi tekst flestum að komast þangað og velja skynsamlega leið upp á þann næsta og komast að endingu yfir í dal hlaupafíklanna þar sem gott er að vera til.
Pétur Helgason Formaður Félags maraþonhlaupara og liðstjóri Árbæjarskokks
14
sjálfboðaliðar/volunteers 450 sjálfboðaliðar koma að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons. Margir hafa lagt fram vinnu sína ár eftir ár og búa yfir dýrmætri reynslu. Flestirvinna sjálfboðastarf fyrir sín íþróttafélög, en félögin fá greitt fyrirvinnu framlagið. Reykjavíkurmaraþon fær seint fullþakkað öllu því góða fólki sem leggur hlaupinu lið ár hvert.  The Reykjavik Marathon gives special thanks to the 450 Volunteers donatingtheir time and skills to help make the Marathon run smoothly each year. We couldn´t do it without them!
Hvenær er von á fyrstu keppendum í mark? approximate Time of first runners finishing
Vegalengd
Karlar/men
Konur/females
10 km
10:00
10:03
21km
09:45
09:51
42 km
10:56
11:15
MSA 50641 Hledsla Egill A5 landscape-1.pdf
06/16/2010
11:11:04 AM
EGILL GILLZ EINARSSON ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR
100%
HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN
ÍSLENSKA SIA.IS MSA 50641 06/10
HLEÐSLA ER ÍÞRÓTTADRYKKUR SEM INNIHELDUR PRÓTEIN OG KOLVETNI TIL HLEÐSLU. HENTAR VEL FLJÓTLEGA EFTIR ÆFINGAR EÐA MILLI MÁLA. PRÓTEIN Í HLEÐSLU ERU EINGÖNGU HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN SEM UNNIN ERU ÚR ÍSLENSKRI MJÓLK. HLEÐSLA HENTAR ÖLLUM SEM ERU Í ÍÞRÓTTUM EÐA STUNDA AÐRA HREYFINGU.
15
ViðhorfsKönnun Reykjavíkurmaraþons Hlauparar ánægðir Ánægja með hlaupaleið í maraþoni og hálfmaraþoni Hlaupaleiðirnar í maraþoni og hálfu maraþoni hafa oft verið til umræðu í tengslum við Reykjavíkurmaraþon. 38% maraþonhlaupara vildu hafa hlaupaleiðina alveg óbreytta en 33% hálfmaraþonhlaupara. Flestir sem vildu breyta einhverju vildu sleppa því að hlaupa um Sundagarða (29% í heilu, 44% í hálfu) og all margir vildu að mestu óbreytta leið en engu að síður ekki hlaupa Sæbrautina fram og til baka (10% í heilu, 19% í hálfu). Aðrar tillögur, eins og að hlaupa tvo eins hringi í maraþoni, líkt og áður fyrr, hlutu dræmari undirtektir.
Reykjavíkurmaraþon starfar innan Íþróttabandalags Reykja
víkur. Starfað er allt árið um kring við undirbúning, markaðs setningu, skipulag og síðast en ekki síst endurmat. Reykjavík urmaraþon er í stöðugri þróun og endurnýjun og í framhaldi af stefnumótunarvinnu var send viðhorfskönnun til þátttakenda í hlaupinu 2009. Þátttaka var góð (1554 svör bárust) og niðurstöð ur sýna að þátttakendur eru almennt mjög sáttir við framkvæmd og skipulag Reykjavíkurmaraþons og kjósa helst að hafa hlaupið sömu helgi og verið hefur og frá sama stað í Lækjargötu. Margt annað gagnlegt kom einnig ljós. Lækjargatan gott marksvæði Þátttakendur voru flestir (77%) ánægðir með núverandi upphaf og endi Reykjavíkurmaraþons í Lækjargötu. Þó voru 10% sem töldu ákjósanlegast að hefja og enda hlaupið í Laugardalnum og 3% vildu hafa upphaf og endi við Háskóla Íslands. Enginn munur var á skoðunum þátttakenda eftir því hvaða vegalengd þeir tóku þátt í. a
Mynd 3. Hverja telur þú vera ákjósanlegustu 42,2 km hlaupaleiðina?
hvetjandi áhrif á hreyfingu 60% þátttakenda voru sammála eða frekar sammála því að ákvörðun þeirra um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni hefði haft mikil áhrif á hlaupaþjálfun þeirra fyrir hlaupið. Ekki kom á óvart að ákvörðunin hafði meiri áhrif á hlaupaþjálfun þeirra sem hlaupa lengri vegalengdirnar. Þá sögðu 39% að þátttaka sín í Reykjavíkurmaraþoni hefði leitt til þess að þeir hafi aukið við hlaupaþjálfun sína eftir hlaup. Reykjavíkurmaraþon hefur því mikil áhrif á þjálfun fyrir hlaup og hvetur einnig til aukinna hlaupa í kjölfarið.
Mynd 1. Hvar telur þú ákjósanlegast að hafa upphaf og endi Reykjavíkurmaraþons?
Ágústlok heppilegur tími Reykjavíkurmaraþon er fjölmennasta keppnishlaup á Íslandi. Í 26 ára sögu hlaupsins hefur það alltaf verið haldið í lok ágúst og er í hugum margra hlaupara uppskeruhátíð. Því hefur þótt mikilvægt að það sé haldið í lok sumars. Niðurstöður könnunarinnar staðfesta þetta því langf lestir þátttakendur (77%) vilja að hlaupið fari fram í kringum 21. ágúst. Val var um fimm aðrar tímasetningar en engin þeirra mældist hærri en 6%.
Mynd 4. Ákvörðunin um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni hafði mikil áhrif á hlaupaþjálfunina fyrir hlaupið. Mynd 2. Hverja telur þú vera ákjósanlegustu dagsetningu Reykjavíkurmaraþons?
16
Almenn ánægja með þjónustu við hlaupara Þátttakendur eru almennt ánægðir með þá þjónustu sem Reykjavíkurmaraþon veitir, allt frá skráningarferli til þjónustu starfsmanna við komuna í mark. Yfir 90% þótti skráningarferlið á heimasíðu hlaupsins www.marathon.is einfalt og þægilegt og meirihluti þátttakenda er ánægður með skráningarhátíð hlaupsins. Innifalið í skráningargjaldi Reykjavíkurmaraþons er m.a. frímiði í sund, bolur, pastaveisla, hlaupablað Reykjavíkurmaraþons, verðlaun o.fl. 61% eru ánægðir með það sem er innifalið í skráningargjaldinu. Hlutlausir eru 27% og óánægðir 11%. Þá finnst meginhluta þátttakenda verðlagning hlaupsins vera sanngjörn eða 60% þeirra, 24% voru hlutlausir en 12% fannst hún ekki sanngjörn. Flestir hlauparar (86%) eru ánægðir með stemninguna á hlaupaleiðinni en þó eru 18% hálfmaraþon- og maraþonhlaupara óánægðir með stemninguna, enda eru þær hlaupaleiðir mun meira utan íbúahverfa og fjölfarinna leiða en aðrar vegalengdir.
Latabæjarhlaupið Fjórða árið í röð var Latabæjarhlaup fyrir yngstu kynslóðina og nú á nýjum stað í Hljómskálagarði. Sprenging varð í aldurshópnum 5 ára og yngri, sem setti skipulag nokkuð úr skorðum. Þrátt fyrir að skipulag hafi riðlast var fylgdarfólk barnanna flest ánægt með framkvæmdina. Aðstandendur eldri barnanna voru ánægðari en þeirra yngri, enda gekk skipulagið betur upp hjá þeim.
Mynd 7. Ég er ánægð(ur) með framkvæmd Latabæjarhlaupsins.
Aðrar niðurstöður sýndu að flest af fylgdarfólki barna í Latabæjarhlaupi tók ekki þátt í öðrum vegalengdum Reykjavíkurmaraþons, eða 67%. Þá voru flestir ánægðir með það að Latabæjarhlaupið væri haldið sama dag og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons. Mynd 5. Ég er ánægð(ur) með stemninguna á leiðinni.
Hlauparar fá þjónustu frá starfsmönnum hlaupsins á hlaupdegi og dagana fyrir hlaup. Þegar komið er í mark fylgjast starfsmenn með hlaupurum, gefa þeim drykki og næringu. Aðstoð er veitt við að ná flögu m af skóm og verðlaun afhent. Læknir og hjúkrunarf ræðingar eru auk þess á staðnum til að meta ástand þeirra sem koma í mark. 84% þátttakenda eru ánægðir með þjónustuna á marksvæðinu. Ekki kom á óvart að þeir sem hlaupa lengri vegalengdir hafa frekar skoðun á þjónustunni en skemmtiskokkarar, enda meiri þjónustu þörf eftir keppnisvegalengdirnar.
Endurmat og þakkir Það er mikilvægt fyrir Reykjavíkurmaraþon að svo margir sem raun bar vitni gáfu sér tíma til að taka þátt í viðhorfskönnuninni og auk þess komu margar góðar ábendingar frá hlaupurum með tölvupósti. Niðurstöður sýna glögglega hvar vel hefur tekist til og hvar úrbóta er þörf og nýtast vel við endurmat og þróun hlaupsins. Nú þegar hefur verið bætt úr ýmsum atriðum. T.d. þurfa maraþon- og hálfmaraþonhlauparar ekki lengur að hlaupa um gámasvæðið við Sundahöfn og unnið hefur verið að því að bæta stemninguna á lengri hlaupaleiðunum. Þá hefur skipulag Latabæjarhlaups verið endurskoðað og verður börnunum nú skipt upp í fleiri hópa til þess að þau fái betra tækifæri til að hlaupa.
Kæru hlauparar, takk fyrir að vera virkir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka!
Mynd 6. Ég er ánægð(ur) með þjónustuna á marksvæðinu.
17
Tjörnin
Skothú
ta rga ðu Su
ut Bílastæði
Endamark í Hljómskálagarði.
Rástími kl. 13.40 í Sóleyjargötu.
ra
P
Rástími kl. 13.30 í Sóleyjargötu.
ata
gb
in
Hr
Rástími kl. 13.50. Rás- og endamark á Bjarkargötu.
i
svegur
yjarg
Sóle
0. Rástími kl. 13.3 k ar m da en Rás- og . tu gö ar á Bjark
Göngubrú
Skemmtidagskrá að loknu hlaupi. Upplýsingatjald og „týnd börn“.
Endamark í Hljómskálagarði.
Rástími kl. 13.50 í Sóleyjargötu. Endamark í Hljómskálagarði.
Latabæjarhlaupið í Hljómskálagarðinum 21. ágúst Dagskrá: Upphitun við rásmark 5 mínútum fyrir hvert hlaup Kl. 13.30 – Ræst í 700 m hlaup (5 ára) – Gul leið Kl. 13.30 – Ræst í 1,5 km hlaup (7 til 8 ára) – Blá leið Kl. 13.40 – Ræst í 700 m hlaup (4 ára) – Rauð leið Kl. 13.50 – Ræst í 700 m hlaup (0 -3 ára) – Græn leið Kl. 13.50 – Ræst í 1,5 km hlaup (6 ára) – Appelsínugul leið Kl. 14.15 – Að loknu hlaupi verður skemmtidagskrá í suðurenda Hljómskálagarðsins
Einungis er leyfilegt að vera með kerrur og vagna á Grænu leiðinni fyrir aftan aðra hlaupara.
Nýtt og betra skipulag
2500 ára afmæli maraþonhlaupsins Í ár eru 2500 ár liðin frá fyrsta maraþonhlaupi sögunnar. Árið 490 fyrir krist var orrusta milli Persa og Grikkja við þorpið Maraþon í Grikklandi. Sagan segir að eftir átökin hafi gríski hermaðurinn Feidippídes hlaupið frá Maraþon í einum spretti, um 40 km leið til Aþenu, til að bera þau boð að Grikkir hefðu sigrað Persa. Þessi saga, sönn eður ei, er grunnur þess að maraþonhlaupið eins og við þekkjum það varð til. Þegar Ólympíuleikarnir voru endurvaktir árið 1896 í Grikklandi var þessarar sögu minnst með því að hlaupa þessa löngu leið frá Maraþon til Aþenu, þar sem leikarnir voru haldnir. Síðan hefur maraþonið ávallt verið síðasta grein á ólympíuleikunum. afmælismerki maraþonsins er til marks um mikilvægi heimsfriðar og gildi samheldni um heim allan. Maraþonhlaup er nákvæmlega 42,195 km og var sú vegalengd ákvörðuð út frá Maraþonhlaupinu í London árið 1908, sem var nákvæmlega 26 mílur auk 385 feta sem hlaupa þurfti inn á leikvanginn að markinu. Árið 1921 var ákveðið að þessi vegalengd skyldi staðfest sem hin eina sanna maraþonvegalengd. Heimsmet í maraþonhlaupi eiga hin breska Paula Radcliffe (2:15:25) og Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassie (2:03:59).
AIMS – alþjóðlegu hlaupasamtökin afrekaskrár. Önnur markmið AIMS eru að kynna langhlaup um heim allan, að skiptast á upplýsingum og þekkingu og vinna náið með IAAF (Alþjóðlega frjálsíþróttasambandinu) að því að staðla og vinna faglega að keppnishlaupum.
AIMS (Association of International Marathons and Distance Races) eru alþjóðleg hlaupasamtök yfir 300 staðlaðra keppnish laupa, bæði maraþona og annarra götuhlaupa, í yfir 90 löndum heimsins. Fagleg hlaup sem viðurkennd eru af samtökunum hafa látið mæla vegalendir hlaupanna nákvæmlega og fengið þær viðurkenndar. Samtökin auðvelda einnig samvinnu og samskipti aðstandenda hlaupa um heim allan, til dæmis hafa félagar í AIMS tækifæri til að kynna sitt hlaup á skráningarhátíðum annarra AIMS hlaupa.
AIMS hefur vaxið hratt í takt við síauknar vinsældir götu-
hlaupa. Þróunin var hröð og fjöldi meðlima í AIMS hefur ríflega tífaldast frá stofnun samtakanna. Það var sannarlega þörf fyrir sérstök samtök götuhlaupa til að halda utan um keppnir og setja reglur og staðla. Aukningin í almenningshlaupum á níunda áratugnum var slík að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið var ekki í stakk búið til að halda utan um þá stóru hreyfingu sem var að verða til. AIMS og IAAF vinna þó náið saman og t.d. eru heimsmet sem sett eru í löglegum götuhlaupum AIMS opinberlega viðurkennd af IAAF. Vinsældir maraþonhlaupa og annarra götuhlaupa hafa aukist jafnt og þétt um allan heim. Hlaup eru einföld leið til hreyfingar og heilsubótar og almenningshlaup, líkt og Reykjavíkurmaraþon, eru viðburðir sem hrífa með sér heilu fjölskyldurnar, vinahópa og vinnustaði og eru dýrmæt hvatning til að stunda hreyfingu að staðaldri.
AIMS var stofnað í maí 1982 í London. Upphaflega var markmið samtakanna að gefa hlaupstjórum tækifæri til að skiptast á hugmyndum og reynslusögum til að stuðla að bættum keppnishlaupum. Einnig þótti mikilvægt að fá viðurkenningu á mældri vegalengd keppnishlaupa svo að þau hlaup sem væru hluti af samtökunum væru viðurkennd stöðluð hlaup. Öll hlaup sem fá aðild að AIMS verða að mæta stífum mælingareglum svo vegalengdir séu mældar hárrétt. Maraþonhlaup eru til að mynda ekki viðurkennd nema þau séu nákvæmlega 42,195 km. Vegalengdin skal mæld af manni með sérstakt próf til slíkra mælinga svo hún sé lögleg og árangur tækur á
20
Kathrine Switzer Félagar Kathrine Switzer koma henni til aðstoðar er hlaupstjóri reynir að þvinga hana út úr Boston-maraþoninu 1967
K athrine Switzer broke the gender barrier at the previously all-male Boston Marathon 1967. she was physically at tacked by the race director for wearing official bib numbers in the race.
saga kvenna í maraþonhlaupi Þótt mörgum þyki það ótrúlegt var maraþonhlaup ekki viðurkennt sem keppnisgrein fyrir konur fyrr en árið 1972 og konur fengu ekki að keppa í maraþoni á Ólympíuleikum fyrr en árið 1984, tæpum 90 árum eftir að maraþonhlaup var kynnt til sögunnar í Aþenu árið 1896. Örfáar konur höfðu vissulega reynt sig við maraþonhlaup snemma á síðustu öld en álagið sem fylgir slíku hlaupi var ekki talið konum hollt. Það var ekki fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn að konur fóru að vekja á sér athygli í maraþoni og krefjast þess að þær mættu líka keppa í greininni eins og karlar.
sínum að hún gæti hlaupið maraþon. Stjórnandi hlaupsins veittist að Kathrine og reyndi að þvinga hana út úr hlaupinu en félagar hennar komu henni til aðstoðar svo hún gat lokið hlaupinu. Kathrine hafði ekki viljandi ætlað að blekkja sig inn í hlaupið. Hún sagði einfaldlega engum að hún væri kona þegar hún skráði sig og það var aldrei spurt að kyni, þess þótti ekki þurfa. Þessar tvær konur vöktu því athygli á jafnrétti kynjanna og sýndu sannarlega að konur gætu hlaupið maraþon. Smám saman fóru reglurnar að breytast. Árið 1972 fengu konur loksins að taka þátt í Boston-maraþoninu og árið 1984 varð maraþon kvenna að keppnisgrein á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Fyrsti sigurvegarinn var Joan Benoit frá Bandaríkjunum sem sigraði á tímanum á 2:24:52.
Konur voru til dæmis ekki velkomnar í elsta maraþon í Bandaríkjunum, Boston-maraþonið árið 1966. Það ár læddist Roberta Gibb inn í þvöguna við rásmarkið og hljóp maraþonið á tímanum 3:21:25. Roberta sagðist hafa svindlað sér í hlaupið eftir að hafa verið neitað um skráningu með þeim orðum að konum væri ekki líffræðilega mögulegt að hlaupa slíkt hlaup. Hún ætlaði ekki að valda usla heldur langaði hana einfaldlega að sjá hvort hún gæti hlaupið maraþon.
Á Íslandi fóru konur að hlaupa maraþon í kringum 1980 og í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu, árið 1984, tók ein kona þátt ásamt 16 körlum. Smám saman hafa fleiri íslenskar konur bæst í hóp maraþonhlaupara og nú hlaupa um 30 íslenskar konur heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni á ári hverju. Í töflu á bls. 31 má sjá bestu tíma íslenskra kvenna í 42 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni. Tímarnir eru sannarlega breyttir en maraþonhlaupið sjálft hefur ekki breyst mikið á 2500 árum. Maraþon er öllum mikil þolraun, konum jafnt sem körlum.
Ári síðar skráði sig keppandi að nafni K. V. Switzer í Boston-maraþonið. Þegar hlaupið var hafið tók stjórnandi hlaupsins eftir því að keppandinn var í raun kona, Kathrine Switzer, tvítugur háskólanemi sem langaði að prófa hvað hún gæti í hlaupum og sýna sjálfri sér og þjálfara
Martha Ernstsdóttir Martha Ernstsdóttir á Íslandsmetið í maraþoni kvenna, 2:35:15, sem hún setti í Berlínarmaraþoninu árið 1999. Hún á einnig metið í hálfmaraþoni, 1:11:40, sett í Reykjavíkurmaraþoninu 1996. Tímar Mörthu eru töluvert betri en þeirra sem næst komast og metin standa því óhögguð.
Martha Ernstsdóttir is current Icelandic Record holder for the women´s Marathon. Her time of 2:35:15 was set in the Berlin Marathon in 1999. She also has the Half Marathon record of 1:11:40, set in the Reykjavik Maraþon 1996. 21
heilbrigð sál í hraustum líkama
Endursöluaðilar Intersport - Útilíf - Flexor - Stoð - Fjölsport - Ozone - Efnalaug Suðurlands - Sportver Akureyri 22 Tískuhúsið Sauðárkróki - Fjarðasport Neskaupstað - Veiðiflugan Reyðarfirði.
Laugavegur Ultra marathon 2010
Laugavegshlaupið 2010
The Laugavegur Ultra Marathon took place on the 17th of July. Many runners think this is the most enjoyable run in Iceland, exceptionally beautiful and very demanding route. This year 279 runners ran the race and in the Ultra Marathon every finisher is a winner. The race route is called Laugavegur and is in the highlands of Iceland.
Þann 17. júlí síðastliðinn var Laugavegshlaupið haldið í fjórtánda sinn. Í ár voru 279 keppendur sem hlupu þessa 55 kílómetra ægifögru leið sem liggur frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk. Hlaupið hefur stækkað mikið að umfangi undanfarin ár og nýr hópur þátttakenda bæst í hóp eldri langhlaupara sem margir hverjir hafa hlaupið Laugaveginn ár eftir ár. Það vita þeir sem reynt hafa að Laugavegurinn er blanda af ævintýri og alvöru sem gaman er að fara vel undirbúinn og í góðu formi og því gleðiefni að svo margir hafi getu og áhuga á að reyna slíka þolraun. Erlendir keppendur voru um þriðjungur hlaupara og sérstaklega gaman að sjá hve heillaðir þeir voru af magnaðri náttúru leiðarinnar.
The runners have to climb mountains, cross rivers and run in the snow. The distance is 55 km (34 miles) and stretches between two glaciers from Landmannalaugar to Thorsmörk. Every one who has completed the Laugavegur Ultra Marathon knows that the race is a real adventure and that the fun of taking part depends on being fit and well prepared. Helen Ólafsdóttir was the first woman to finish in a record time of 5:21:12 and Þorlákur Jónsson was the first man, his time 4:48:01.
Að mörgu er að hyggja þegar slíkt hálendishlaup er skipulagt og hefur undirbúningur staðið yfir allt frá því í janúar þegar skráning hófst. Eldgos og öskufall skaut skipuleggendum skelk í bringu um tíma en allt fór vel og aðstæður til hlaups voru vonum framar. Skrifstofa Reykjavíkurmaraþons kann stórum hópi sjálfboðaliða og samstarfsaðilum hlaupsins bestu þakkir fyrir frábært framlag enda voru keppendur mjög ánægðir með hlýjar og góðar móttökur hvar sem þeir komu. Yfir hundrað manns störfuðu við hlaupið í ár og sinntu ýmsum störfum. Gott fólk úr hlaupahópi Frískra flóamanna gaf keppendum drykki og næringu á leiðinni, við endamarkið í Húsadal vann hópur fólks við uppsetningu tjalda, tímatöku, móttöku þreyttra en ánægðra keppenda og vaskir menn grilluðu fyrir alla. Læknir og hjúkrunarfræðingur stóðu einnig vaktina en sem betur fer var þeirra helsta hlutverk að huga að sárum fótum. Veðrið var með besta móti, hlýtt og stillt og sólin skein. Tímamörk eru ströng og þurftu keppendur að standast þau til að mega ljúka hlaupi. Í ár voru 12 manns sem ekki luku keppni. Mjög góðir tímar náðust í hlaupinu í ár. Sigurvegari í karlaflokki var Þorlákur Jónsson, á tímanum 4:48:01 og í öðru sæti var Helgi Júlíusson á 4:49:43. Í kvennaflokki sigraði Helen Ólafsdóttir. Helen sló 10 ára gamalt brautarmet þegar hún kom í mark á tímanum 5:21:12 en Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, sem hlaut 2. sætið sló einnig metið er hún kom í mark á 5:28:10. Gamla metið átti Bryndís Erntsdóttir en það var 5:31:15.
23
Hlaupaæfingar fyrir alla Hlaupaæfingar fyrir alla Margir kannast sjálfsagt við að skokka sama þægilega hringinn um hverfið sitt aftur og aftur með fáum tilbreytingum. Með nokkrum einföldum hugmyndum er þó lítið mál að hressa upp á skokkhringinn, gera æfinguna meira spennandi og auka framfarir í hlaupum. Sumum hentar að ganga til liðs við hlaupahóp (sjá kort á bls. 34) þar sem fjölbreytt hlaupaþjálfun fer fram en aðrir geta sjálfir lífgað upp á sitt vanabundna skokk með ýmsum léttum og skemmtilegum æfingum. Við hvetjum hlaupara til að nota hugmyndaflugið og bæta litlum æfingum við skokkið hverju sinni, þó ekki sé nema hlaupa upp og niður nokkrar tröppur sem verða á veginum, taka nokkra góða spretti milli ljósastaura eða taka öðru hvoru háar hnélyftur og valhoppa. Þeir sem hlaupa á hlaupabretti geta líka tekið stutta spretti eða hlaupið um stund með góðan halla á brettinu. Með þessu móti verður æfingin fjölbreyttari og þrek og þol eykst hraðar en ef eingöngu er skokkað á rólegum hraða allan tímann. Við bendum á að sniðugt og hvetjandi getur verið að fara á kortavefinn á já.is eða á borgarvefsja.is og mæla hversu langt er farið. Þannig er auðvelt að fylgjast með bætingunni þegar vegalengdin er smám saman aukin. Hér á eftir fara góðar hugmyndir frá þjálfurum nokkurra hlaupahópa sem henta bæði byrjendum og lengra komnum og eru tilvaldar fyrir alla þá sem vilja bæta sig í hlaupum: Laugaskokk er skokkhópur fyrir iðkendur á öllum getustigum,
allt frá byrjendum upp í sprett- og maraþonhlaupara. Þjálfari hópsins, Borghildur Valgeirsdóttir, gefur hér hugmynd að svokallaðri intervalæfingu (yfirleitt hlaupið til skiptist hratt og hægt) sem hentar byrjendum, en fyrir lengra komna er hugmynd að öflugu vikuplani til að auka hraða. Planið hentar vel fyrir þá sem langar t.d. að hlaupa 10 km á innan við 60 mínútum. Fleiri hugmyndir má sjá á heimasíðu hópsins: www. laugaskokk.is.
Interval fyrir byrjendur Farðu inná kortavefinn á já.is eða borgarvefsjána og mældu út um 2 km hring í hverfinu þínu. Þegar þú hefur náð þeim árangri að skokka alla leið geturðu ákveðið valið ákveðna kafla þar sem þú ætlar að hlaupa hratt t.d. alltaf framhjá sömu tveimur húsunum. Búðu til svona 3-4 spretti á þessum 2 km hring. Eftir nokkrar vikur geturðu stækkað hringinn. Skokkhópar eru fyrir alla! Í skokkhópum er yfirleit t ekki lögð áhersla á að fara ákveðna vegalengd heldur æfir hver og einn á sínum forsendum í tiltekinn tíma. Hópurinn byrjar og endar saman en þess á milli getur fólk gengið, skokkað eða hlaupið eftir getu.
Vikuplan til að auka hraða Til þess að auka hraða og úthald er lykilinn að æfa reglulega. 3-4x í viku er góð byrjun þ.e.a.s ef þú hefur verið að hreyfa þig reglulega áður. Dæmi um æfingar sem gott væri að taka í hverri viku: Stuttir sprettir: Teknir 8x100 m sprettir og gengið til baka á milli. Keppnishraði: Tekin er róleg upphitun í um 10 mín og síðan reynt að halda keppnishraða, eða aðeins hraðar, í 5-8 mín og svo skokkað rólega í 2-3 mínútur á milli. Þetta er endurtekið 2-3x og í lokin er skokkað rólega í 10 mínútur. Þægilegt skokk: Skokkað er í 45-65 mínútur á þægilegum hraða allan tímann. Frjáls hreyfing: Einu sinni í viku er gott að stunda frjálsa hreyfingu: ganga, synda, hjóla eða annað.
Skokkhópurinn Bíddu aðeins hleypur m.a. frá Kópavogs-
laug og er öllum velkominn, hvort sem þeir telja sig kunna að hlaupa eða ekki! Bryndís Baldursdóttir, leiðbeinandi hópsins, bendir á að hægt sé að aðlaga flestar hlaupaæfingar svo þær henti bæði byrjendum sem lengra komnum. Byrjendum er ráðlagt að stytta æfingarnar og taka lengri hvíldir en þeir sem eru lengra komnir og brýnt er að hlaupa ekki of hratt á sprettæfingum a.m.k. fyrstu sex vikurnar. Bryndis sagði okkur frá eftirfarandi æfingum sem eru góðar fyrir þá sem hlaupa með hóp:
24
Aftasti fer fremst Þetta er hraðaleiksæfing (fartlek) sem gaman er að gera í hóp. Hlauparar skokka rólega áfram í einfaldri röð. Sá sem er aftastur tekur sprett fram fyrir hópinn og þegar hann er kominn fremst hægir hann á sér niður á rólegt skokk og réttir upp hönd. Það er merki til aftasta manns um að nú sé komið að honum að taka sprett. Tíminn er fljótur að líða í þessari æfingu og hópurinn getur verið kominn langa vegalengd áður en maður veit af!
60 mín æfing -Skokkaðu rólega af stað í 10 mín. Síðan hleypurðu 6x2 mín hratt og 2 mín rólega á milli. Strax að því loknu eru síðan teknar 6x1 mín hratt og 1 mín rólega á milli. Loks er endað á 10 mín rólegu skokki.
Ekki má gleyma góðri upphitun og teygjum í lok æfinga!
Tempósprettir í hóp Önnur skemmtileg æfing er hraðaæfing þar sem hlauparar taka góða spretti í ákveðinn tíma, t.d. 5 mín, 4 mín, 3 mín, 2 mín og 1 mín og skokka rólega til baka til síðasta hlaupara á milli spretta. Þannig eru allir í hópnum saman þó að teygist á honum á milli.
Boot Camp er vinsælt um þessar mundir og hjá Boot Camp hittist fólk líka á sérstökum hlaupaæfingum þar sem fjölbreyttar þrekæfingar eru spunnar inn í hlaupaæfinguna. Boot Camp hentar bæði byrjendum sem og þeim sem eru í góðu formi, en sérstakir Grænjaxlatímar eru fyrir þá sem vilja byrja rólega. Nánari upplýsingar um Boot Camp má sjá á www. bootcamp.is. Róbert Traustason, þjálfari og stofnandi Boot Camp, á hugmyndina að þessari hlaupaæfingu sem hentar þeim sem eru í ágætu formi:
Skokkhópur Fjölnis í Grafarvogi hefur starfað í 18 ára undir kjör-
orðunum „Hress og kát á hreyfingu“ og er öllum opinn. Hópurinn á virka heimasíðu þar sem hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um hlaupaæfingar og pistla af ýmsu tagi, sjá www.skokk.com. Þjálfarinn, Erla Gunnarsdóttir, gefur hér góðar hugmyndir að æfingum sem hún kallar gæðaæfingar og brjóta upp hraða og auka styrk:
6 km sprettæfing með þreki Skokkaðu fyrst um 2 km til upphitunar. 1. 200 m sprettur og síðan hvíld í 30 sek. Þá gerð 20 framstig og hvíld á eftir í 1 mín. 2. 400 m sprettur og síðan hvíld í 30 sek. Þá gerðar 20 uppsetur (sit-ups) og hvíld á eftir í 1:30 mín. 3. 600 m sprettur og síðan hvíld í 30 sek. Þá gerðar 20 armbeygjur og hvíld á eftir í 2 mín. 4. 800 m sprettur og síðan hvíld í 30 sek. Þá gerð 20 froskahopp og hvíld á eftir í 2:30 mín. Loks skokkarðu 2 km rólega niður og teygir vel á í lokin.
Brekkusprettir Frábært æfingarform sem eykur styrk og þol, þar sem hver og einn getur stýrt sínu álagi. Gott er að hlaupa ekki alltaf sömu brekkuna, þær eru mislangar og misbrattar. Byrjendur geta byrjað á því að fara 1-2 ferðir upp og niður brekku í sínu hverfi og smám saman aukið hraðann og fjölda brekkuspretta. Góð æfing fyrir vana hlaupara er að taka 6 -12 endurtekningar eftir því hve hratt er farið upp og hve löng brekkan er og svo er skokkað rólega niður milli spretta. 1, 2 og 3 - brekkusprettir Í þessa æfingu er gott að nýta frekar langar brekkur þar sem skiptast á mikill bratti og auðveldari kaflar. Heppilegt er að finna brekku í þínu hverfi og skokka rólega að henni sem upphitun. Sprettirnir eru þannig að sett er merki við fyrsta punkt og tvö önnur kennileiti í brekkunni. Hlaupið er frá upphafspunkti að fyrsta merki, rólega til baka aftur að upphafspunkti,síðan að kennileiti 2 og til baka aftur og loks að 3 kennileiti sem er þá oftast öll brekkan og skokkað rólega niður að upphafspunkti aftur. Þetta myndar eitt sett. Vanir hlauparar geta tekið 3 sett en óvanari taka 1-2 sett og og svo er endað á rólegu skokki heim. Interval fyrir lengra komna Þessar æfingar henta vel þeim sem hafa hlaupið reglulega í 4-6 mánuði og eru búnir að ná góðum tökum á að hlaupa viðstöðulaust í 45–60 mín. 45 mín æfing -Skokkaðu rólega af stað í 10 mín. Síðan hleypurðu í 10 mín frekar hratt, 5 mín mjög rólega, 5 mín hratt, 3 mín rólega og loks, 2 mín hratt. Loks er endað á 10 mín rólegu skokki heim. 25
26
Miðnæturhlaup POWERADE
Midnight run The yearly Powerade Midnight Run took place on the 23rd of June in Laugardalur Reykjavik.
Hið árlega Miðnæturhlaup Powerade fór fram á Jónsmessunótt, 23. júní, í blíðskaparveðri í Laugardalnum þar sem allt iðaði af lífi og fjöri. Algjör metþátttaka var í hlaupinu og um 1500 hlauparar tóku þátt í þessu skemmtilega hlaupi í miðnætursólinni. Miðnæturhlaupið var ræst fyrir framan Laugardalslaugina kl. 22:00 og í boði voru þrjár vegalengdir um Laugardalinn: 10 km og 5 km hlaup með tímatöku og 3 km skemmtiskokk án tímatöku. Stemmningin var einkar góð og hlauparar sprettu úr spori í glampandi sólskini. Björn Margeirsson var fljótastur í 10 km hlaupi í karlaflokki og hljóp á 32:20 mínútum en Fríða Rún Þórðardóttir sigraði í kvennaflokki á 37:57. Í 5 km hlaupi kom Steinn Jóhannsson fyrstur karla í mark á tímanum 17:34 en Gerður Rún Guðlaugsdóttir var fyrst kvenna á tímanum 18:39. Allir þátttakendur fengu verðlaunapening að hlaupi loknu og létu svo þreytuna líða úr sér í Laugardalslauginni. Frjálsíþróttad eildir Ármanns og Fjölnis sáu framkvæmd miðnæturhlaupsins fyrir hönd Reykjavíkurmaraþons.
Powerade mótaröðin 2010 Powerade mótaröð sumarhlaupa í Reykjavík var sett á laggirnar sumarið 2009 og gekk mjög vel. Þátttökumet var sett í öllum hlaupunum og almenn ánægja með þessa nýjung. Því var ákveðið að endurtaka leikinn sumarið 2010. Það eru Powerade, Reykjavíkurmaraþon og frjálsíþróttafélögin í Reykjavík sem standa fyrir þessari mótaröð sumarhlaupa í Reykjavík.
The run took place on the longest day of the year so the sun was still brightly shining when the run started at 10 pm. The distances were 10 km, 5 km and a 3 km fun run. The weather was good and a total of 1500 runners, from toddlers to experienced runners, ran into the Reykjavik night. Björn Margeirsson was the first male runner to finish in the 10 km run, his time was 32:20, and Fríða Rún Þórðardóttir was the first female on 37:57. In the 5 km Steinn Jóhannsson was the first male, with the time 17:34 and the first female was Gerður Rún Guðlaugsdóttir, her time 18:39. All participants got a medal and had a chance to relax in the hot-tubs in the Laugardalur swimming pool.
Reykjavíkurmaraþonið er síðasta hlaup Powerade mótaraðari nnar 2010. Fyrir hlaupið eru Fríða Rún Þórðardóttir og Björn Margeirsson með forystu í stigakeppni. Nokkur spenna er í stigakeppninni því tveir aðrir hlauparar eiga enn möguleika á sigri ef þeir verða á meðal fremstu manna í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu. Í mótaröðinni 2010 er einnig keppt í stigakeppni í fimm aldursf lokkum. Upplýsingar um stöðuna í stigakeppni aldursf lokkanna má finna á heimasíðu mótaraðarinnar www.marathon.is/powerade. Sigurvegarar 2009 voru þau Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Jósep Magnússon. Þau fengu bæði glæsilega bikara og flugmiða frá Iceland Express í boði Powerade. Verðlaunin eru á svipuðum nótum í ár, flugmiði frá Iceland Express fyrir fyrsta sætið, Asics hlaupaskór fyrir annað sætið og vörur frá Vífilfelli fyrir þriðja sætið auk útdráttarverðlauna.
Hlaupin fimm eru: Víðavangshlaup ÍR . . . . . . . . . . . . . 22. apríl Fjölnishlaupið . . . . . . . . . . . . . . . . 20. maí Miðnæturhlaup Powerade . . . . . . . . . 23. júní Ármannshlaupið . . . . . . . . . . . . . . 13. júlí Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka . . . . 21. ágúst Það er 10 km vegalengdin sem gildir til stiga í mótaröðinni.
27
mposite
C
M
Y
CM
MY
CY CMY
K
hlaupaDagskrá vetrarins Ágúst 27-28. ágúst 28. ágúst September 4. september 4. september 4. september 9. september 4. september 11. september 25. september 26. september Október 2. október 9. október 14. október 16. október 17. október 23. október
30. október 30. október 30. október Nóvember 11. nóvember 27. nóvember 27. nóvember Desember 9. desember 31. desember 31. desember 31. desember 31. desember 31. desember 31. desember 31. desember
Haustlitahlaup frá Flókalundi Skálaneshlaup á Seyðisfirði Brúarhlaup á Selfossi Reykjanes-maraþon Þríþraut VASA 2000 Saucony 5 km hlaup Kötluhlaupið í Vík Skeiðshlaup Víðavangshlaup Framfara og New Balance nr. 1 Hjartadagshlaupið Víðavangshlaup Framfara og New Balance nr. 2 Geðhlaup Geðhjálpar Powerade Vetrarhlaup nr. 1 Víðavangshlaup Framfara og New Balance nr. 3 Heiðmerkur-tvíþraut Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara
Víðavangshlaup Framfara og New Balance nr. 4 Vetrarhlaup á Egilsstöðum nr. 1 Vetrarhlaup UFA nr. 1 Powerade Vetrarhlaup nr. 2 Vetrarhlaup UFA nr. 2 Vetrarhlaup á Egilsstöðum nr. 2 Powerade Vetrarhlaup nr. 3 Gamlárshlaup ÍR Gamlárshlaup UFA - Vetrarhlaup nr. 3 Vetrarhlaup á Egilsstöðum nr. 3 Gamlárshlaup Skagamanna Gamlárshlaup Króksara Gamlárshlaup á Húsavík Gamlárshlaup skokkhóps Hauka
Hlaupadagskráin er tekin saman af hlaup.is og þar má finna allar nánari upplýsingar.
hl aupum áfr am í vetur!
erlendir þátttakendur foreign participants 1200 erlendir þátttakendur tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka árið 2009. Þeir komu frá 55 löndum, flestir frá Bandaríkjunum (268), Þýskalandi (200) og Bretlandi (144). 1200 foreign participants, from 55 different countries, took part in the 2009 Reykjavik Marathon. The majority came from: USA (268), Germany (200) and UK (144).
29
Tölfræði Reykjavíkurmaraþons 1984-2009 Reykjavik Marathon statistics 1984-2009 15 bestu einstaklingar 15 best runners
10 km Karlar/Males 1 31:00 Kári Steinn Karlsson ISL 2007 2 31:58 Gauti Jóhannesson ISL 2004 3 32:04 Sveinn Margeirsson ISL 2001 4 32:06 Daníel Smári Guðmunds. ISL 1998 5 32:12 Sigmar Gunnarsson ISL 1996 6 32:30 Jóhann Ingibergsson ISL 1994 7 32:39 Björn Margeirsson ISK 2007 8 32:45 Ignacio ESP 2007 9 32:56 Þorbergur Ingi Jónsson ISL 2007 10 33:04 Josy Burggraff GER 1996 11 33:06 Sveinn Ernstsson ISL 1994 12 33:09 Burkni Helgason ISL 1998 13 33:13 Pantel Pierrot FRA 2008 14 33:15 Jani Tulppo FIN 2008 15 33:36 Bragi Þór Sigurðsson ISL 1993 Konur/Females 1 34:16 Ingmarie Nilson SWE 1996 2 35:38 Nikki Archer GBR 2007 3 37:32 Joanne Birkett GBR 1994 4 37:38 Íris Anna Skúladóttir ISL 2007 5 37:39 Fríða Rún Þórðardóttir ISL 2000 6 37:39 Jóhanna Skúlad. Ólafs ISL 2007 7 38:26 Anna Jeeves ISL 1995 8 38:42 Carme Ballesteros ESP 2003 9 38:55 Arndís Ýr Haf þórsdóttir ISL 2008 10 39:22 Margrét Brynjólfsdóttir ISL 1994 11 39:26 Anita Kärrlander SWE 1994 12 39:30 Rakel Ingólfsdóttir ISL 2001 13 39:40 Helga Björnsdóttir ISL 1998 14 39:47 Aníta Hinriksdóttir ISL 2009 15 39:50 Gerður Rún Guðlaugsd. ISL 2000 21 km Karlar/Males 1 1:04:09 Benjamin Serem KEN 2007 2 1:05:08 Stefano Baldini ITA 2007 3 1:05:18 Onesmo Ludago TZA 1998 4 1:05:36 Kevin McCluskey GBR 1996 5 1:05:46 Hugh Jones GBR 1993 6 1:05:46 Steve Green GBR 1997 7 1:05:57 Zachary Kihara KEN 2007 8 1:06:02 Joaquim Cardoso POR 1994 9 1:06:10 Herbert Steffny GER 1985 10 1:06:15 Toby Benjamin Tanser GBR 1993 11 1:06:23 John Mutai Kipyator KEN 2007 12 1:07:09 Steve Surridge GBR 1986 13 1:07:20 Åke Eriksson SWE 1996 14 1:07:25 Peter Nzimbi KEN 2002 15 1:07:28 John Muriithi Mwaniki KEN 2008 Konur/Females 1 1:11:40 Martha Ernstsdóttir ISL 1996 2 1:13:52 Gitte Karlshöj DEN 1997 3 1:15:26 Teresa Dyer GBR 1993 4 1:17:30 Cathy Mutwa KEN 2007 5 1:17:43 Sylvie Bornet FRA 1986 6 1:18:06 Sue Dilnot GBR 1992 7 1:19:08 Nadine Gill GER 2007 8 1:19:32 Angie Hulley GBR 1995 9 1:21:38 Margaret Koontz USA 1986 10 1:22:06 Bryndís Ernstsdóttir ISL 1998 11 1:22:33 Anita Mellowdew ENG 1998 12 1:22:48 Steph Cook GBR 2003 13 1:23:12 Björg Moen NOR 1986 14 1:24:15 Gerður Rún Guðlaugsd. ISL 2004 15 1:24:25 Sonya Anderson USA 2004
Í Reykjavíkurmaraþoni drekka hlauparar um 8000 lítra af Powerade íþróttadrykknum til að endurnýja vökva, steinefni og orku sem tapast við áreynsluna!
Íslenskir Karlar/Icelandic Males 1 1:08:09 Sigurður P. Sigmundsson FH 1986 2 1:09:13 Jón Diðriksson FH 1986 3 1:10:29 Frímann Hreinsson FH 1991 4 1:10:47 Daníel Jakobsson UMSE 1994 5 1:10:58 Daníel S.Guðmundsson Ármann 1993 6 1:11:47 Jón Stefánsson FH 1991 7 1:12:09 Jóhann Ingibergsson FH 1991 8 1:12:18 Ágúst Þorsteinsson UMSB 1987 9 1:12:30 Kristján Skúli Ásgeirsson ÍR 1989 10 1:13:02 Már Hermannsson UMFK 1985 11 1:13:07 Ragnar Guðmundsson Ófélagsb 1993 12 1:13:15 Bragi Þór Sigurðsson Ármann 1987 13 1:13:21 Þorbergur Ingi Jónsson Breiðabl. 2008 14 1:13:42 Gunnlaugur Skúlason UMSS 1991 15 1:13:55 Sigurbjörn Á. Arngríms. HSÞ 2009 Íslenskar konur/Icelandic Females 1 1:11:40 Martha Ernstsdóttir ÍR 1996 2 1:22:06 Bryndís Ernstsdóttir ÍR 1998 3 1:24:15 Gerður Rún Guðlaugsd. ÍR 2004 4 1:24:55 Jóhanna Skúlad. Ólafs LHR 2008 5 1:25:19 Margrét Brynjólfsdóttir UMSB 1992 6 1:25:38 Íris Anna Skúladóttir Fjölnir 2009 7 1:25:52 Hulda Björk Pálsdóttir ÍR 1993 8 1:27:06 Rannveig Oddsdóttir LHR 2003 9 1:27:40 Steinunn Jónsdóttir ÍR 1987 10 1:28:24 Rakel Gylfadóttir FH 1988 11 1:29:27 Veronika S. Bjarnard. Fjölnir 2008 13 1:29:42 Una Hlín Valtýsdóttir Þokki 2000 14 1:30:40 Margrét Elíasdóttir LHR 2009 15 1:30:41 Gillian Emelda Sveins. Ófélagsb 1994
42 km Karlar/Males 1 2:17:06 Ceslovas Kundrotas LTU 1993 2 2:17:50 Aart Stigter HOL 1993 3 2:19:01 Ieuan Ellis GBR 1992 4 2:19:46 Jim Doig GBR 1987 5 2:20:30 Chaibi FRA 1986 6 2:22:11 Billy Gallagher IRL 1986 7 2:22:41 Pavel Kryska TCH 1994 8 2:23:52 Andrew Daly SCO 1986 9 2:24:00 Simon Tonui KEN 2007 10 2:24:07 Jerry Hall ENG 1990 11 2:24:16 Hugh Jones GBR 1996 12 2:24:24 Joseph Mbithi KEN 2007 13 2:25:49 Robin Nash GBR 1989 14 2:25:57 Simon D’amico GBR 1989 15 2:26:34 Måns Höiom SWE 2004 Konur/Females 1 2:38:47 Angaharad Mair GBR 1996 2 2:45:45 Lorraine Masouka USA 1998 3 2:47:23 Kim Marie Goff USA 1994 4 2:47:25 Wilma Rusman HOL 1989 5 2:48:38 Sandra Bentley GBR 1991 6 2:51:35 Ruth Kingsborough GBR 1997 7 2:52:45 Lesley Watson GBR 1985 8 2:55:07 Elisabet Singer AUT 1993 9 2:55:39 Bryndís Ernstsdóttir ISL 2005 10 2:56:15 Ida Mitten CAN 1999 11 2:56:40 Caroline Hunter Rowe ENG 1995 12 2:58:02 Anna Jeeves ISL 1994 13 2:58:09 Carol Macario GBR 1986 14 2:59:31 Susan Martin GBR 1993 15 2:59:51 Kate Davis USA 2004 Íslenskir karlar/Icelandic males 1 2:28:57 Sigurður P. Sigmundsson FH 1984 2 2:30:44 Steinar Jens Friðgeirsson ÍR 1986 3 2:32:44 Jóhann Ingibergsson FH 1993 4 2:36:04 Sighvatur D. Guðmunds. ÍR 1990 5 2:36:20 Daníel S. Guðmundsson Ármann 1994 6 2:39:18 Ingólfur Geir Gissurars. Ármann 1997 7 2:42:47 Sveinn Ernstsson ÍR 2003 8 2:43:39 Valur Þórsson ÍR 2009 9 2:44:34 Jakob Bragi Hannesson Námsfl.R 1987 10 2:44:36 Lárus Thorlacius Ármann 1998 11 2:46:41 Stefán Viðar Sigtryggs. Laugask 2008 12 2:47:23 Arnþór Halldórsson Ármann 1994 13 2:48:50 Guðmann Elísson ÍR 1999 14 2:52:45 Þorlákur Jónsson LHR 2002 15 2:53:02 Bergþór Ólafsson H.Á.S. 2008 Íslenskar konur/Icelandic Females 1 2:55:39 Bryndís Ernstsdóttir ÍR 2005 2 2:58:02 Anna Jeeves ÍR 1994 3 3:06:38 Rannveig Oddsdóttir LHR 2005 4 3:08:18 Veronika S. Bjarnard. Fjölnir 2009 5 3:19:43 Sigríður Björg Einarsd. Ófélagsb 2009 6 3:20:11 Björg Árnadóttir ÍR-skokk 2008
31
7 3:23:38 8 3:23:41 9 3:26:41 10 3:27:50 11 3:28:40 12 3:28:47 13 3:28:52 14 3:30:24 15 3:31:23
Sif Jónsdóttir Ófélagsb Sæbjörg S. Logadóttir Ófélagsb Erla Gunnarsdóttir Fjölnir Elísabet Jóna Sólbergsd. TKS Hólmfríður Vala Svavars. Iceland Eva Margrét Einarsdóttir Laugask Auður Aðalsteinsdóttir Ófélagsb Guðrún B. Svanbjörnsd. UFA Jórunn Viðar Valgarðsd. Ófélagsb
2009 2009 1998 2003 2009 2005 2007 1993 1999
Í pastaveislunni býðst öllum þátttakendum pasta og meðlæti. Í ár er boðið upp á hvorki meira né minna en 800 kg af Barilla pasta með 450 lítrum af sósu og 400 kg af brauði og salati til að metta svanga hlaupara.
afrek í aldursflokkum Best runners by age groups
10 km
Drengir 12 - 15 ára/Males 12-15 years 1 36:13 Kári Steinn Karlsson ISL 2001 2 37:45 Reynir Jónsson ISL 1993 3 38:26 Sölvi Guðmundsson ISL 2003 4 38:26 Sveinn Rúnar Ragnarsson ISL 2004 5 39:09 Gauti Jóhannesson ISL 1993 Drengir 16-18 ára/Males 16-18 years 1 34:15 Sveinn Margeirsson ISL 1995 2 34:38 Kári Steinn Karlsson ISL 2002 3 34:45 Gauti Jóhannesson ISL 1997 4 35:20 Guðmundur V. Þorsteins. ISL 1993 5 35:57 Gunnar Karl Gunnarsson ISL 1999 Karlar 19-39 ára/Males 19-39 years 1 31:00 Kári Steinn Karlsson ISL 2007 2 31:58 Gauti Jóhannesson ISL 2004 3 32:04 Sveinn Margeirsson ISL 2001 4 32:06 Daníel Smári Guðmunds. ISL 1998 5 32:12 Sigmar Gunnarsson ISL 1996 Karlar 40-49 ára/Males 40-49 years 1 34:21 José Javier Conde Pujana ESP 2008 2 35:03 Gauti Höskuldsson ISL 2004 3 35:09 Jóhann Ingibergsson ISL 2003 4 35:16 Daníel Smári Guðmunds. ISL 2003 5 35:52 Sigurður Böðvar Hansen ISL 2009 Karlar 50-59 ára/Males 50-59 years 1 37:39 Stefán Hallgrímsson ISL 1998 2 38:47 Gabriele Bravi ITA 2007 3 38:59 Jóhannes Guðjónsson ISL 2000 4 39:14 Birgir Sveinsson ISL 2003 5 39:22 Sumarliði Óskarsson ISL 2008 Karlar 60-69 ára/Males 60-69 years 1 41:24 Jóhann Karlsson ISL 2004 2 42:02 Davíð Hjálmar Haralds. ISL 2007 3 42:48 Hörður Benediktsson ISL 2007 4 42:50 Peter Westphal GER 2007 5 43:51 Ken Chapman GBR 2004 Karlar 70 ára og eldri/Males 70 years and older 1 49:10 Eysteinn Þorvaldsson ISL 2002 2 51:33 Höskuldur E. Guðmanns. ISL 2002 3 52:38 Unnsteinn Jóhannsson ISL 2002 4 54:31 Ketill Arnar Hannesson ISL 2009 5 54:45 Günter Butzmann GER 2009 Stúlkur 12-15 ára/Females 12-15 years 1 39:47 Aníta Hinriksdóttir ISL 2009 2 40:07 Birna Varðardóttir ISL 2009 3 41:11 Eygerður Inga Haf þórsd. ISL 1994 4 41:54 Rakel Ingólfsdóttir ISL 2000 5 43:41 Tinna Elín Knútsdóttir ISL 1994 Stúlkur 16-18 ára/Females 16-18 years 1 37:38 Íris Anna Skúladóttir ISL 2007 2 39:28 Jóhanna Skúlad. Ólafs ISL 2004 3 39:30 Rakel Ingólfsdóttir ISL 2001 4 41:21 Rannveig Oddsdóttir ISL 2004 5 41:48 Sigríður Þórhallsdóttir ISL 1994
Dagskrá
Dagskrá flugrútunnar áætlunarferðir eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um keflavíkurflugvöll.
þú kemst þaNgað með okkur!
Bókaðu núna á www.flugrutan.is
Alltaf laus sæti
BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík • 580 5450 main@re.is • www.re.is www.flugrutan.is
eXPo · www.expo.is
Njóttu þess að ferðast á eiNfaldaN hátt.
Íslandsmethafar Icelandic Record Holders 42 km Kk/male Kvk/female
2:19:46 2:35:15
Sigurður Pétur Sigmundsson Martha Ernstdóttir
1985 1999
21 km Kk/male Kvk/female
1:07:09 1:11:40
Sigurður Pétur Sigmundsson Martha Ernstdóttir
1986 1996
10 km brautarhlaup/Track Kk/male 29:28:05 Kvk/female 32:47:40
Kári Steinn Karlsson Martha Ernstdóttir
2008 1999
10 km götuhlaup/Road Race Kk/male 31:00 Kvk/female 33:32
Kári Steinn Karlsson Martha Ernstdóttir
2007 1998
Brautarmet í Reykjavíkurmaraþoni Course Record 42 km Kk/male Kvk/female
2:17:06 2:38:47
Ceslovas Kundrotas (LTU) Angaharad Mair (GBR)
21 km
Kk/male 1:04:09 Benjamin Serem (KEN) Þversnið hlaupaleiðar Kvk/female 1:11:40 Martha Ernstdóttir (ISL) Elevation chart 10 km Kk/male Kvk/female
31:04 34:16
1993 1996 2007 1996
Kári Steinn Karlsson (ISL) Ingmarie Nilson (SWE)
2007 1996
Þversnið hlaupaleiðar / Elevation chart 30 15 0m 0
1
2
3
4
5
6
7
8
9 32
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
Konur 19-39 ára/Females 19-39 years 1 34:16 Ingmarie Nilson SWE 1996 2 35:38 Nikki Archer GBR 2007 3 37:32 Joanne Birkett GBR 1994 4 37:39 Fríða Rún Þórðardóttir ISL 2000 5 37:39 Jóhanna Skúlad. Ólafs ISL 2007
Karlar 60-69 ára/Males 60-69 years 1 1:25:42 Thorbjörn Nelnes NOR 1986 2 1:31:07 Jóhann Karlsson ISL 2008 3 1:31:15 Klaus Hoenicke GER 2002 4 1:33:18 Luis Mari Jauregui ESP 2008 5 1:33:56 Jóhann Heiðar Jóhanns. ISL 2005 Karlar 70 ára og eldri/Males 70 years and older 1 1:45:00 John D Cahill USA 2001 2 1:50:38 Dudley Healy USA 1988 3 1:56:11 Marcel Pujo FRA 1997 4 2:06:26 Jack Stanley USA 2009 5 2:11:17 Heinz Zitterbart GER 2007 Stúlkur 15-19 ára/Females 15-19 years 1 1:19:08 Nadine Gill GER 2007 2 1:27:40 Steinunn Jónsdóttir ISL 1987 3 1:34:35 Valgerður D.Heimisd. ISL 1995 4 1:37:47 Aldís Gunnarsdóttir ISL 2009 5 1:38:42 Lillý Viðarsdóttir ISL 1984 Konur 20-39 ára/Females 20-39 years 1 1:11:40 Martha Ernstsdóttir ISL 1996 2 1:13:52 Gitte Karlshöj DEN 1997 3 1:15:26 Teresa Dyer GBR 1993 4 1:17:30 Cathy Mutwa KEN 2007 5 1:17:43 Sylvie Bornet FRA 1986 Konur 40-49 ára/Females 40-49 years 1 1:20:12 Martha Ernstsdóttir ISL 2005 2 1:29:20 Lisbeth Espersen DEN 1999 3 1:29:37 Helga Björnsdóttir ISL 1996 4 1:30:19 Jacqueline S. Keavney GBR 2007 5 1:30:38 Orla Gormley IRL 2004 Konur 50-59 ára/Females 50-59 years 1 1:33:22 Sigurbjörg Eðvarðsd. ISL 2008 2 1:34:45 Helga Björnsdóttir ISL 2003 3 1:37:28 Signý Einarsdóttir ISL 2007 4 1:39:16 Barbara Cowan SCO 2003 5 1:40:26 Heidi Döhler GER 1997 Konur 60-69 ára/Females 60-69 years 1 1:33:17 Norah Wasacase CAN 2008 2 1:50:44 Ingibjörg Jónsdóttir ISL 2009 3 1:50:59 Ilse Rössling GER 2004 4 1:51:09 Björg Magnúsdóttir ISL 2007 5 1:51:21 Jane Leveque USA 2001 Konur 70 ára og eldri/Females 70 years and older 1 1:50:15 Helena Kroon SWE 1999 2 2:15:57 Anne Tombs GBR 2008 3 2:41:40 Sarann Mock USA 2006 4 3:01:51 Joyce Tseng USA 2007 5 3:21:16 Margaret Hagerty USA 2004
Konur 40-49 ára/Females 49-49 years 1 38:26 Anna Jeeves ISL 1995 2 39:26 Anita Kärrlander SWE 1994 3 39:40 Helga Björnsdóttir ISL 1998 4 42:35 Margrét Oddsdóttir ISL 1995 5 42:39 Ólöf Lilja Sigurðardóttir ISL 2009 Konur 50-59 ára/Females 50-59 years 1 43:59 Helga Björnsdóttir ISL 2005 2 44:52 Fríða Bjarnadóttir ISL 1996 3 45:25 Jaana Jobe SWE 2007 4 45:37 Bryndís Magnúsdóttir ISL 2002 5 45:44 Joy Allen GBR 1999 Konur 60-69 ára/Females 60-69 years 1 50:23 Gunvor Zeidlitz SWE 1995 2 52:05 Lilja Þorleifsdóttir ISL 1999 3 52:38 Fríða Bjarnadóttir ISL 2006 4 53:57 Astrid Tylemo SWE 1994 5 54:29 Elín Hjaltadóttir ISL 2007 Konur 70 ára og eldri/Females 70 years and older 1 1:07:00 Guðmunda Þorláksd. ISL 2009 2 1:09:50 Lóa Konráðsdóttir ISL 1994 3 1:22:36 Svava J. Pétursdóttir ISL 2006 4 1:25:56 Margaretha Nyberg SWE 1996 5 1:40:18 Barbara Renflesh CAN 2005 21 km Drengir 15-19 ára/Males 15-19 years 1 1:16:20 Frímann Hreinsson ISL 1986 2 1:16:57 Heath Bamton GBR 1986 3 1:17:27 Ólafur Thorlacius Árnas. ISL 2000 4 1:17:32 Björgvin Friðriksson ISL 1991 5 1:20:24 Páll Sigurþór Jónsson ISL 1985 Karlar 20-39 ára/Males 20-39 years 1 1:04:09 Benjamin Serem KEN 2007 2 1:05:08 Stefano Baldini ITA 2007 3 1:05:18 Onesmo Ludago TZA 1998 4 1:05:36 Kevin McCluskey GBR 1996 5 1:05:46 Hugh Jones GBR 1993 Karlar 40-49 ára/Males 40-49 years 1 1:06:23 John Mutai Kipyator KEN 2007 2 1:07:25 Peter Nzimbi KEN 2002 3 1:13:52 Sigurður P. Sigmunds. ISL 1997 4 1:14:49 Douglas Huff USA 1989 5 1:15:51 Frank Shorter USA 1991 Karlar 50-59 ára/Males 50-59 years 1 1:19:51 Albrecht GER 2004 2 1:19:57 Sigurjón Sigurbjörnsson ISL 2005 3 1:21:41 Steinar Jens Friðgeirs. ISL 2008 4 1:21:52 Jóhann Heiðar Jóhanns. ISL 1996 5 1:22:46 Howard Partridge GBR 2005
42 km Karlar 18-39 ára/Males 18-39 years 1 2:17:06 Ceslovas Kundrotas LTU 1993 2 2:17:50 Aart Stigter HOL 1993 3 2:19:01 Ieuan Ellis GBR 1992 4 2:19:46 Jim Doig GBR 1987 5 2:20:30 Chaibi FRA 1986
Karlar 40-49 ára/Males 40-49 years 1 2:24:16 Hugh Jones GBR 1996 2 2:34:45 Andy Dennis NZL 1988 3 2:36:51 Ian Bloomfield ENG 1995 4 2:38:35 Colin Deasy GBR 2005 5 2:39:22 Detlef Ellebrecht GER 2008 Karlar 50-59 ára/Males 50-59 years 1 2:55:41 Walter Hill GBR 2004 2 2:55:54 Henning Hansen DEN 2001 3 2:56:33 Jose L F Moreno Miquel ESP 2007 4 2:56:59 Andrea Mazzocchi ITA 2000 5 2:57:36 Bjorn Gjerde NOR 2007 Karlar 60-69 ára/Males 60-69 years 1 3:08:03 Leif Fery NOR 1997 2 3:21:09 Göte Ivarsson SWE 1997 3 3:24:19 Vöggur Magnússon ISL 2007 4 3:24:42 Roald Sövik NOR 1993 5 3:26:07 Otello Pieri ITA 2000 Karlar 70 ára og eldri/Males 70 years and older 1 3:38:20 Gottfried Schäfers GER 2009 2 3:45:31 Jón G Guðlaugsson ISL 1996 3 3:50:02 Hermann Baudisch GER 1996 4 3:53:41 Helmut Jung GER 2005 5 3:57:58 Erik Holm SWE 1994 Konur 18-39 ára/Females 18-39 years 1 2:38:47 Angaharad Mair GBR 1996 2 2:45:45 Lorraine Masouka USA 1998 3 2:47:23 Kim Marie Goff USA 1994 4 2:47:25 Wilma Rusman HOL 1989 5 2:48:38 Sandra Bentley GBR 1991 Konur 40-49 ára/Females 40-49 years 1 2:58:02 Anna Jeeves ISL 1994 2 3:02:58 Caroline Boyd ENG 1990 3 3:14:44 Doris W. Dausman USA 2001 4 3:15:04 Lotta Svard SWE 1993 5 3:16:50 Audrey K. Wagenaar CAN 2008 Konur 50-59 ára/Females 50-59 years 1 3:23:38 Sif Jónsdóttir ISL 2009 2 3:24:51 Lilly Jeppesen DEN 2008 3 3:29:49 Rita Clark USA 2004 4 3:30:36 Britta Soerensen DEN 2001 5 3:31:04 Sigrid Thalhammer AUT 1993 Konur 60-69 ára/Females 60-69 years 1 3:53:27 Hanne-Marie Nilsen NOR 2001 2 3:59:37 Mae Ann Garty USA 1987 3 4:01:44 Baerbel Mandel GER 2004 4 4:03:55 Helga Brandenburg GER 2008 5 4:04:23 Vera Voget GER 2000 Konur 70 ára og eldri/Females 70 years and older 1 3:31:12 Nadejda Samartseva RUS 2004 2 4:32:49 Dittadi Iolanda ITA 2004 3 4:48:49 Alice Baumgarten DEU 2009 4 6:32:31 Todesco Lvia ITA 2009
Þátttakendur 2009 Participants 2009 Í öllum viðburðum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka árið 2009 voru þátttakendur samtals 11.409 talsins. A total of 11.409 participants took part in the 2009 Reykjavik Marathon. 10 km . . . . . . . . . 3.527 21 km . . . . . . . . . 1.559 42 km . . . . . . . . . . 670
21
22
23
24
25
3 km . . . . . . . . . . 1.723 Latibær/LazyTown . . 4.008
26
27
28
29
30
31
32 33
33
34
35
36
37
38
39
40
41
42 km
við allr a hæfi sko kkh ópa r Land sin s fjölbrey ttir hópar Seltjarnarnes
17
18
Mosfellsbær Reykjavík
7
3
5 6 9
2
11
kópavogur
15
16
Álftanes
8
10 1 4
12
hafnarfjörður
garðabær
14
13
Skokkhópar hafa starfað víða um land um árabil og sífellt fleiri kjósa að hlaupa eða ganga reglulega í góðum hópi. Það kostar ekkert að taka þátt í mörgum skokkhópanna en í sumum er greitt vægt gjald fyrir þjálfunina. hóparnir bjóða byrjendur sérstaklega velkomna svo við hvetjum alla áhugasama, vana sem óvana, eindregið til þess að ganga til liðs við þessa frábæru hópa og hreyfa sig í góðum félagsskap í vetur. Í hópunum eru gerðar fjölbreyttar og skemmtilegar hlaupa- og styrktaræfingar svo með þátttöku fæst góð alhliða líkamsþjálfun. Nánari upplýsingar um skokkhópana er að finna á vefsíðunni www.hlaup.is (undir stikunni hlaup og síðan skokkhópar).
höfuðborgarsvæðið
Landsbyggðin
Nafn hóps Hvaðan er hlaupið
Nafn hóps Hvaðan er hlaupið
Reykjavík
Grindavík
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
Árbæjarskokk . . . . . . . . . Hádegisskokk . . . . . . . . . Hlaupasamtök lýðveldisins . . ÍR-skokk . . . . . . . . . . . . Laugaskokk . . . . . . . . . . . Skokkhópur Fjölnis . . . . . . Skokkhópur Ísl. banka . . . . . Skokkhópur Grafarholts . . . . Skokkklúbbur Icelandair . . . Skokkhópur Víkings . . . . . . Valur skokk . . . . . . . . . . .
Árbæjarþreki Grafarvogslaug Vesturbæjarlaug ÍR-heimilinu, Breiðholti World Class, Laugardal Hamraskóla, Grafarvogi Ísl. banka Kirkjusandi (frá maí-ágúst) Ingunnarskóla Hótel Loftleiðum Víkingsheimilinu, Fossvogi Valsheimilinu, Hlíðarenda
Eldvörp . . . . . . . . . . . . . . . . Sundlaug Grindavíkur
Akranes
Skagaskokk . . . . . . . . . . . . . . Jaðarsbakkalaug
Reykjanesbær
Hlaupatúttur og hlaupatöffarar . . Sunnubraut, fótboltavelli
Selfoss
Frískir Flóamenn . . . . . . . . . . Sundlaug Selfoss
Sauðárkrókur
Skokkhópur Sauðárkróks . . . . . Sundlaug Sauðárkróks
Ísafjörður
Riddarar Rósu . . . . . . . . . . . . Sundlaug Ísafjarðar
Garðabær
12 Skokkhópur Garðabæjar . . . Sundlaug Garðabæjar
Akureyri
Eyrarskokk . . . . . . . . . . . . . . Langhlauparadeild UFA . . . . . . Stígandi . . . . . . . . . . . . . . . . Skokkhópur Dúnnu . . . . . . . . .
Hafnarfjörður
13 Skokkhópur Hauka . . . . . . Íþróttamiðstöð Hauka 14 Hlaupahópur FH . . . . . . . . Kaplakrika og Suðurbæjarlaug
Kópavogur
Átaki heilsurækt Bjargi og Sundlaug Akureyrar Kjarnaskógi Akureyrarkirkju, Kjarnaskógi og Fossalandi
Dalvík
15 Snælandsskokk . . . . . . . . . Snælandsskóla 16 Bíddu aðeins . . . . . . . . . . Kópavogslaug og Árbæjarlaug
Hlaupahópurinn ÓÓÓ . . . . . . . Sundlaug Dalvíkur
Egilsstaðir
Mosfellsbær
Hlaupahérarnir . . . . . . . . . . . Íþróttahúsinu, Egilsstöðum
17 Mosóskokk . . . . . . . . . . . Lágafellslaug og World Class
Seltjarnarnes
18 Trimmklúbbur Seltj. . . . . . . Sundlaug Seltjarnarness
34
frábært úrval af
hlaupaskóm 35