10_bekkur

Page 1

NÁMSVÍSÍR 10. BEKKUR

20122013


Námsvísir 10. bekkur 2012-2013

Íslenska Markmið: Þrepamarkmið í íslensku fyrir 10. bekk

Lestur Nemandi:     

geti fundið afþreyingarefni við sitt hæfi á heimili sínu, bókasafni og á Netinu afli sér heimilda á bókasafni og á tölvutæku formi til frekari úrvinnslu lesi nokkrar skáldsögur að eigin vali geti gert nokkuð nákvæman útdrátt úr efni sem hann hefur lesið geti lesið á gagnrýninn hátt og myndað sér skoðun á því sem hann hefur lesið

Hlustun og áhorf Nemandi:     

geti hlustað á og fylgt töluvert flóknum fyrirmælum hlusti á úrval bókmenntaefnis, í bundnu og óbundnu máli þjálfist í að hlusta á vandaðan upplestur bókmenntaverka, t.d. af myndbandi eða hljóðbandi geti tekið saman aðalatriði þess sem hann hefur heyrt eða hlustað á geti nýtt sér fræðslu- og skemmtiefni á myndbandi til ýmiss konar úrvinnslu

Ritun Nemandi:        

kannist við allar stafsetningarreglur og reglur um greinarmerkjasetningu og geti stafsett rétt almennan texta og/eða leiðréttingarforrits öðlist góða tilfinningu fyrir setningaskipan og skiptingu texta í málsgreinar og efnisgreinar geti tekið glósur í námi sínu geti skrifað sögur og ljóð og notað myndmál, málshætti og orðtök þar sem við á geti skrifað stutta ritdóma eða greinar um lesna bókmenntatexta, leikrit eða kvikmyndir nái tökum á eðlilegri byggingu ritaðs máls sé vel meðvitaður um mun á töluðu máli og rituðu geti nýtt sér og metið upplýsingar á Netinu við ritunarverkefni

Bókmenntir Nemandi:   

kynnist heimi Íslendingasagna með því að lesa og ræða um eina Íslendingasögu í fullri lengd lesi ítarlega og ræði um eina nútímaskáldsögu hraðlesi tvær skáldsögur, þýddar eða frumsamdar, og geri grein fyrir þeim skriflega eða munnlega

1


2

Námsvísir 10. bekkur        

lesi og fjalli um fjölbreytt úrval ljóða eftir samtímahöfunda þekki og geti útskýrt mun á mismunandi bókmenntaformi; smásögu, skáldsögu, leikriti, heimildasögu, þjóðsögu, ævintýri, þulu, bréfi, dagbók, ljóði, prósaljóði og stöku geri sér grein fyrir hugtökunum laust mál og bundið, hefðbundið og óhefðbundið ljóð geti fjallað um form og byggingu ljóða og notað til þess hugtökin rím, stuðlar, braglína, hrynjandi og endurtekning kannist við nokkra algenga bragarhætti geti fjallað um skáldsögur og notað til þess hugtökin tími, umhverfi, sjónarhorn, boðskapur, ris, persónusköpun og aðal- og aukapersónur þekki og geti fjallað um mismunandi gerðir myndmáls; beina mynd, líkingu, persónugervingu og myndhverfingu læri að umgangast heimildir og geri skýran greinarmun á milli eigin hugmynda og annarra í umfjöllun um bókmenntaverk

Málfræði Nemandi:            

skilji hvernig orðum er skipt eftir merkingarlegum og formlegum einkennum í fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð þekki smáorð og flest beygingaratriði fallorða og sagnorða og geti nýtt sér þá þekkingu í tengslum við leiðbeiningar um málfar og stafsetningu átti sig á því hvað er reglulegt og hvað er óreglulegt í beygingu fallorða og sagnorða geri sér grein fyrir í hverju munur á persónuháttum og fallháttum sagna felst þekki hugtökin aðal- og aukasetning, málsgrein og efnisgrein og geti nýtt sér þau í leiðbeiningum um frágang texta, við greinarmerkjasetningu og í umræðu um texta geti notfært sér þekkingu sína og skilning á orðflokkum og setningafræði til að breyta orðaröð og stíl eða við stíllýsingar, t.d. frumlag, andlag og umsögn þekki algengar hljóðbreytingar íslensks máls og geti nýtt sér þá þekkingu í tengslum við stafsetningu og orðmyndun kannist við skiptingu orðaforðans í erfðarorð, nýyrði, tökuorð, slettur og slangur í þeim tilgangi að glæða máltilfinningu og auka orðaforða þekki helstu hugtök í tengslum við orðmyndun og orðhluta, s.s. stofn, forskeyti, viðskeyti, beygingarending og samsett orð, og geti nýtt sér þau við stafsetningu og í umræðu um texta þekki mun einhljóða og tvíhljóða og geti notfært sér þá þekkingu í leiðbeiningum um framburð og í umfjöllun um málfar og mállýskur fræðist um merkingartengsl orða, s.s. um yfirhugtak og undirhugtak, samheiti og andheiti þekki hugtök á borð við hlutstæður og óhlutstæður, gildishlaðinn og hlutlaus, sértækur og víðtækur og geti beitt þeim við lýsingu á texta eða í umræðu um texta


Námsvísir 10. bekkur 2012-2013

geti útskýrt hugtökin gott mál og vont, viðeigandi og óviðeigandi, formlegt og óformlegt

Kennslufyrirkomulag: Sex kennslustundir á viku sem skiptast í málfræði, bókmenntir, stafsetningu, ritun og málnotkun. Bein kennsla; innlagnir á málfræði-, bókmennta- og ljóðahugtökum, utanbókarlærdómur, munnleg tjáning, námsleikir/spil, umræðuhópar, hópverkefni, heimildavinna, samvinnunám, orð af orði og ritun

Námsefni: Málfræði og bragfræði: Kennslubók í málvísi og ljóðlist eftir Jón Norland og Guðlaug V. Snævarr, Finnur III, höfundur Svanhildur Sverrisdóttir, Ljóð í tíunda höfundur Ragnar Ingi Aðalsteinsson Bókmenntir: Englar alheimsins höfundur Einar Már Guðmundsson, Gísla saga Súrssonar Mér er í mun höfundar Anna Steinunn Valdimarsdóttir og Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Mályrkja III höfundar Höskuldur Þráinsson og Silja Aðalsteinsdóttir og valdar spennusögur, Þjóðsögur, „Þá hló marbendill“ Stafsetning: Kennslubók í stafsetningu, höfundar Árni Þórðarson og Gunnar Guðmundsson, ásamt ljósrituðu efni

Námsmat: Samræmt námsmat á unglingastigi: Haustönn: Vetrareinkunn (símat, verkefni, skyndipróf, ritgerðir …) 50% Prófseinkunn (janúar) 50% Miðsvetrareinkunn 100% Vorönn: Vetrareinkunn (símat, verkefni, skyndipróf, ritgerðir …) 50% Prófseinkunn (maí/júní) 50% Voreinkunn/skólaeinkunn 100% Voreinkunn/skólaeinkunn skal reikna út á eftirfarandi hátt: Haust vetrareinkunn 25% Miðsvetrarpróf 25% Vor vetrareinkunn 25% Vorpróf 25% 100%

Stærðfræði Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist góða þekkingu og skilning á helstu atriðum stærðfræðina, þekki til helstu hugtaka og aðferða hennar og geti nýtt sér þekkinguna í daglegu lífi og framhaldsnámi.

3


4

Námsvísir 10. bekkur

Vinnulag og aðferðir Að nemendur:  sýni aðferðir og vandi stafagerð og uppsetningu verkefna  skilji og noti rétt stærðfræðileg hugtök  glími við þrautir og verkefni úr hinu daglega lífi  geti unnið sjálfstætt og í samvinnu við aðra

Tölur og reikniaðgerðir Að nemendur:  þekki talnamengin N, Z, Q, R og óræðar tölur og hina ýmsu undirflokka þeirra  öðlist leikni í aðgerðunum fjórum með og án reiknivélar  hafi góða þekkingu á tugakerfinu og átti sig á öðrum kerfum

Mynstur og algebra Að nemendur:  geti leyst einfaldar annars stigs jöfnur með þáttun, margfeldi upp úr svigum og þátti fyrsta og annars stigs margliður  tileinki sér aðferðir til að leysa saman tvær fyrsta stigs jöfnur með tveimur óþekktum stærðum (jöfnuhneppi)  setji fram reglur um samband milli stærða með töflum, gröfum, formúlum og jöfnum

Rúmfræði Að nemendur:  sýni góðan skilning á hugtakinu rúmmál, kunni reglur um helstu rúmmálsreikninga og geti beitt þeim  þekki samsvörun milli rúmmáls og mælieiningu fyrir vökva og geti breytt einingum eftir þörfum  geti lesið jöfnu beinnar línu, sett hana fram í hnitakerfi og lesið út hallatölu og skurðpunkt við y-ás  kunni og geti notað reglu Pýþagórasar  geti ákvarðað línu samsíða tiltekinni línu gegnum gefinn punkt sem og hornrétt á hana. Einnig geti athugað hvort tvær línur skerast og reiknað út skurðpunkt þeirra  þekki hugtakið yfirborðsflatarmál og geti reiknað út yfirborðsflatarmál einfaldra rúmmynda  nýti sér regluna um hornasummu þríhyrnings til að leiða út almenna formúlu fyrir hornasummu og hornastærð reglulegs marghyrnings

Hlutföll og prósentur Að nemendur:  viti hvað átt er við með hlutfalli og geti nýtt sér þau útreikningum  séu leiknir að að breyta úr almennum brotum í tugabrot og prósentur


Námsvísir 10. bekkur 2012-2013

Tölfræði og líkindafræði Að nemendur:  þekki og skilji hugtök eins og tíðni, hlutfallsleg tíðni, tíðnidreifing, meðaltal, vegið meðaltal, úrtak, tíðasta gildi og miðgildi.

Kennslufyrirkomulag: Í upphafi hvers kafla fær nemandi lista yfir þau atriði sem stefnt skal að í kaflanum. Kennsla er í formi innlagna þar sem kennari reiknar með nemendum og útskýrir á töflu, tíma þar sem nemendur reikna sjálfstætt með aðstoð kennara og í hópavinnu. Áhersla er á skipulögð og vönduð vinnubrögð og að nemendur fylgist vel með í tímum og taki þátt í umræðum um efnið. Einnig er lögð áhersla á sjálfstæði nemenda við lausnaleit og ábyrgð á eigin námi. Ætlast er til að nemendur vinni heima fyrir flesta tíma.

Námsefni: Átta-tíu bækur 5 og 6 eftir Guðbjörgu Pálsdóttur og Guðnýju H. Gunnarsdóttur, Almenn stærðfræði, auk annars efnis frá kennara. Svör við dæmum í Átta-tíu er að finna á vef námsgagnastofnunar www.nams.is/stae_ungl_stig/index.htm

Námsmat: Á prófadögum í janúar verður prófað í námsefni haustannar. Niðurstöður birtast í Mentor og gilda 50% af miðsvetrareinkunn á prófblaði. Hin 50 % eru samsett úr eftirtöldum þáttum: Kaflapróf 5 x 5%...................................................25 % Æfingar ...................................................................5 % Heimavinna/Vinnubók ..........................................10 % Vinnusemi í tímum.................................................10 % Á prófadögum í maí verður prófað í námsefni vorannar. Niðurstöður birtast í Mentor og gilda 50% af vorvetrareinkunn sem er byggð upp á sama hátt og miðsvetrareinkunnin. Á prófablaði birtist voreinkunn/skólaeinkunn sem er meðaltal miðsvetrareinkunnar og vorvetrareinkunnar.

Enska Markmið að nemendur:  Geti skilið tal kennara og samnemenda fyrirhafnarlítið þegar talað er um málefni sem hann þekkir. Skilji meginþráð í fréttaefni og geti fylgt meginþræði í umræðum um þegar nokkrir tala geti hlustað og skrifað hjá sér minnisatriði sem síðan er unnið með í tengslum við aðra þætti Skilji þegar talað mál og myndefni fer saman auk þess að gera sér grein fyrir mun á formlegu og óformlegu máli. Geti hlustað á efni til að nota í sjálfstæð verkefni eða para- og hópavinnu.  Geti lesið og skilið aðgengileg bókmenntaverk sér til gagns og ánægju. Skilji megininntak í völdu efni svo sem blaðaefni og tímaritsefni. Kunni að beita

5


6

Námsvísir 10. bekkur

mismunandi lestrarlagi eftir eðli texta og tilgangi lesturs. Geti dregið ályktanir, lesið á milli línanna, giskað á orð út frá samhengi og áttað sig á uppbyggingu texta. Geti lesið úr súluritum, töflum og gröfum til að nýta sér við verkefnavinnu. Geti og noti orðabækur til að efla orðaforða og kunni að nota uppflettirit.  Geti notað ensku til samskipta (í kennslustofunni) á nokkuð lipran hátt í persónulegum samskiptum, m.a. tjáð skoðanir sínar og tilfinningar og brugðist við samsvarandi upplýsingum frá öðrum. Geti gert munnlega grein fyrir efni sem hann hefur lesið um, hlustað á eða horft á geti gefið upplýsingar um valda þætti í íslenskri menningu, náttúru og umhverfi .  Geti skrifað skiljanlega, skipulega og viðeigandi samfellda texta á nokkuð réttu máli, s.s. bréf, persónuleg og ópersónuleg, skýrslur, gagnrýni. Geti tjáð sig skriflega um efni sem hann hefur horft á, lesið um eða heyrt um geti tjáð hugsanir sínar og skoðanir á persónulegum málefnum. Þjálfist í stafsetningu og réttritun auk þjálfunar í að beita almennum málnotkunarreglum í ritun. Kunni nokkur skil á hvernig skrifað er í mismunandi tilgangi og geti hagað orðum sínum samræmi við aðstæður, viðtakanda, tilgang ritunar og gerð texta. Þjálfist í að vinna með orðaforða í ritunarverkefnum, nota orðabækur og önnur uppflettirit í tengslum við ritun.

Kennslufyrirkomulag 

Gert er ráð fyrir því að nemendur vinni á mismunandi hraða við margvísleg verkefni og þannig leitast við að koma til móts við alla. Þess vegna eiga nemendur að skrifa sjálfir niður hjá sér hvað þeir ætla sér að vinna og einungis sett inn á Mentor fyrir skil á stærri verkefnum auk prófa. Ýmsar aðferðir verða notaðar við kennsluna, svo sem innlifunaraðferð og leitaraðferð auk þulu og þjálfunaræfinga. Lögð verður áhersla á að nemendur vinni bæði í hópum og sjálfstætt, læri að afla sér upplýsinga af vefnum og úr ýmsum uppsláttarritum og geti tjáð niðurstöður sínar á ensku. Gert er ráð fyrir því að nemendur vinni á mismunandi hraða við margvísleg verkefni og gera nemendur samkomulag við kennara og þannig leitast við að koma til móts við alla. Þess vegna eiga nemendur að skrifa sjálfir niður hjá sér hvað þeir ætla sér að vinna og einungis sett inn á Mentor fyrir skil á stærri verkefnum auk prófa. Allir nemendur eiga að vinna heimavinnu. Í Raz-Kids þarf að ljúka við (hlusta á, lesa og leysa verkefni) að minnsta kosti 2 sögur á viku og senda kennara einn upplestur á tveggja vikna fresti. Einnig þarf að vinna að minnsta kosti tvær blaðsíður í sínu námsefni fyrir hvern tíma sem er lágmark. Allir eru hvattir til að glósa vel og er slíkt að sjálfsögðu einnig talið með sem heimavinna.

Námsefni Námsefni verður mismunandi eftir bekkjum og fyrra námi.  T´n´T lesskilningsbók, Spotlight 10 textabók og vinnubók


Námsvísir 10. bekkur 2012-2013

7

 Stílabók sem nemendur gera sjálfir að mestu leyti auk ljósritaðra hefta og annars efnis frá kennara úr ýmsum áttum, s.s. myndbands-spólur, lestrarbækur, tónlist, stílar og málfræðiæfingar.  Námsvefurinn Raz-Kids.com þar sem nemendur hafa aðgang að sögum til hlustunar, lesturs og upptöku á upplestri auk verkefna.  Orðabækur, íslensk-enskar, ensk-íslenskar og ensk-enskar verða til reiðu fyrir nemendur og vonast er til að þeir hafi aðgang að orðabók heima.

Námsmat Prófseinkunn í janúar og maí skiptist í skriflegt próf 85% munnlegt próf (raz-kids) 15%. Vinnueinkunn byggist á kaflaprófum, munnlegum og skriflegum skilum á verkefnum, mati á vinnusemi nemenda, vinnubrögðum þ.á.m. á heimavinnu samanber eftirfarandi. kaflapróf 30%, vinnusemi tímum 10%, sjálfstæð verkefni (í samráði við kennara) 15% Raz-kids 15% þemavinna 30% Skólaeinkunn samanstendur af janúarprófi 25%, vinnueinkunn haust 25%, vinnueinkunn vor 25% og vorprófs 25%.

Ábendingar Öll vinna til að ná settum markmiðum er mikils virði og ekki síst stuðningur að heiman. Það sem foreldrar geta gert til að stuðla að betri námsárangri barna sinna er að sýna því sem þau eru að gera áhuga og fylgjast vel með. Allt sem nemandi gerir til að auka orðaforða og skilning á enskri tungu er af hinu góða og kemur að notum í náminu. Á skólatorgi Engjaskóla er síða sem tengist enskunámi. Þar má að auki finna ýmsar gagnlega tengla, slóðin er þessi: http://www.skolatorg.is/kerfi/engjaskoli/bekkir/default.asp?bk=41

Samfélagsfræði Markmið: Að nemandi geti:    

tileinkað sér mikilvæg gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum, félagslegu réttlæti, jöfnuði og helgi mannlegs lífs. ígrundað víxlverkun samfélags, stjórnmála, náttúru, trúar og lífsviðhorfa í tímans rás og í samhengi nærsamfélags og hnattvæðingar. sýnt fram á skilning á eðli sjálfbærrar þróunar og þýðingu hennar fyrir umhverfi, samfélag og efnahagslíf. sýnt fram á skilning á heimabyggð sinni og útskýrt samhengi hennar við umhverfi, sögu, menningu, listir, félagsstarf og atvinnulíf.


8

Námsvísir 10. bekkur                

rökrætt mikilvæg hugtök sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni. gert sér grein fyrir hlutverki heimilda, sjónarhorna og gildismats í sögu og sameiginlegum minningum. útskýrt margbreytileika trúarbragða og lífsviðhorfa og greint áhrif þeirra á líf einstaklinga, hópa og samfélaga. gert sér grein fyrir hlutverki og margbreytileika fjölskyldna og gagnkvæmum áhrifum innan hennar á mismunandi tímum og menningarsvæðum. útskýrt mismunandi hugmyndir um gerð og framkvæmd lýðræðis. útskýrt hlutverk helstu stofnana samfélagsins og uppbyggingu stjórnkerfisins. hugleitt og tjáð hver hann er í augum sjálfs sín og annarra og útskýrt hvernig sjálfsmynd hans mótast af umhverfi og búsetu, stjórnmálum og félagslegum aðstæðum, sögu og menningu, trúar- og lífsviðhorfum. rökstutt gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats sem mikilvægs þáttar í heilbrigðri sjálfsvitund. beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og útskýrt hvaða hlutverki þau þjóna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd. vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda á mótun sjálfsmyndar og hefur áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun á sjálfstæðan og ábyrgan hátt. sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf á ýmsum stöðum og tímum. sett sér markmið og framtíðaráætlun til að stefna að í framtíðinni í samræmi við eigin styrkleika og áhuga. tekið sjálfstæðan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu. vegið og metið skoðanir og upplýsingar og brugðist við þeim á fordómalausan og réttsýnan hátt. útskýrt gildi reglna í samskiptum fólks í fjölskyldu, vinahópi og þjóðfélaginu í heild og tekið þátt í að móta slíkar reglur. sinnt velferð og hag samferðafólks síns.

Kennslufyrirkomulag: Kennslan verður í formi fyrirlestra og verkefnavinnu, bæði vinnubókavinnu og verkefni með framsögn. Einnig verður horft á alls kyns heimildarmyndir og fræðslumyndbönd

Námsefni: Þjóðfélagsfræði eftir Garðar Gíslason, ýmsar greinar og efni af netinu, heimildarmyndir, barnasáttmálinn og vefurinn www.stjornlogungafolksins.is .

Námsmat: Prófseinkunn 50% Skriflegt próf Vinnueinkunn 50% 20% vinnubrögð 20% vinnubók


Námsvísir 10. bekkur 2012-2013

20% verkefnaskil 30% kannanir

Lífsleikni Markmið: Að nemandi: 

sé meðvitaður um að siðvit og ábyrgð, gagnkvæm virðing og persónuréttur eru helstu mælikvarðar á siðlega kynímynd, kynupplifun og kynhegðun hvers og eins

sé meðvitaður um jafnréttishugsjónina sem leiðarljós í öllum samskiptum, gildi hennar og fyrirvara

sé meðvitaður um ábyrgð og leiðsögn foreldra í, uppeldi barna sinna, mótun lífsgilda þeirra og miðlun menningar á milli kynslóða

geti sett sér raunhæf markmið til að stefna að í lífinu

meti á sjálfstæðan hátt eigin lífsgildi og lífsstíl óháð fyrirmyndum og staðalmyndum samfélagsins

geti nýtt sér þekkingu á náms- og starfsleiðum

öðlist skilning á atvinnulífinu í samhengi við námsleiðir og starfsval

þekki hættur samfara misnotkun lyfja sem notuð eru til lækninga

geti greint og rökrætt áhrifamátt auglýsinga og gert sér grein fyrir óbeinum áróðri fjölmiðla

geti nýtt sér helstu fjölmiðla og lagt mat á fréttaflutning

geti útskýrt mun einkarekstrar og opinbers rekstrar

geti reiknað kostnað vegna afborgana á heimilistækjum og skilji reikningsyfirlit

þekki ýmsar sparnaðar- og ávöxtunarleiðir

stundi innihaldsríka tómstundaiðju og fylgi viðeigandi öryggisatriðum í tómstundum

þekki til ýmissa laga og reglna sem stuðla eiga að verndun umhverfis, mannvirkja og náttúru

hafi tileinkað sér ábyrg sjónarmið og umgengni við nánasta umhverfi sitt og náttúru landsins

9


10

Námsvísir 10. bekkur 

sé meðvitaður um þær hættur sem fylgja miklum hraða og öllum farartækjum í umferðinni

Kennslufyrirkomulag: Kennslan verður í formi fyrirlestra og verkefnavinnu, bæði vinnubókavinnu og verkefni með framsögn. Einnig verður horft á heimildarmyndir og fræðslumyndbönd.

Námsefni: Lífsleikni, listin að vera leikinn í lífinu eftir Maríu Jónasdóttur, danska myndin Hævnen, Auraráð eftir Auði Pálsdóttur, ýmsar blaðaklippur og efni af neti.

Námsmat: Vetrareinkunn 100% 20% vinnubrögð 30 % verkefnaskil 50 % hugrenningabók

Náttúrufræði Náttúrufræði í 10. bekk skiptist í líffræði og eðlisfræði

Líffræði kennd á haustönn Markmið Nemandi á að geta  lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndmál úr honum.  unnið sjálfstætt við öflun upplýsinga og hagnýtt sér ýmsar leiðir til þess.  skráð og unnið úr gögnum, sjálfstætt og í samstarfi, samkvæmt beinum fyrirmælum eða eftir eigin hugmynd.  beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins miðað við sinn aldur.  þekkt frumur og útskýrt gerð þeirra  útskýrt hlutverk helstu líffæra og líffærakerfa mannslíkamans  útskýrt mikilvægi ábyrgrar kynhegðunar  skilgreint vímuefni og áhrif þeirra á mannslíkamann


Námsvísir 10. bekkur 2012-2013

skilgreint hvaða áhrif einstaklingar geti haft á starfsemi líkamans með heilbrigðu líferni

Kennslufyrirkomulag Útlistunarkennsla s.s. fyrirlestar, þulunám og þjálfunaræfingar s.s töflukennsla, yfirferð námsefnis, lesið, spurt og spjallað, vinnubókarkennsla. Leitaraðferðir s.s efnis og heimildakönnun. Nemendur skrifa heimildaritgerð

Námsefni Mannslíkaminn -Hálfdán Ómarsson þýddi og staðfærði Gagnvirkir vefir

Námsmat Haustönn 50 % prófseinkunn (3 kaflapróf úr Mannslíkamanum (1-3, 4-5, og 6-7) 50 % vetrareinkunn (40 %verkefnabók, verklegar athuganir og virkni í verklegum æfingum, 10% almenn ástundun í tímum)

Eðlisfræði Markmið Nemandi á að geta  lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndmál úr honum  unnið sjálfstætt við öflun upplýsinga og hagnýtt sér ýmsar leiðir til þess.  skráð og unnið úr gögnum, sjálfstætt og í samstarfi, samkvæmt beinum fyrirmælum eða eftir eigin hugmynd  beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins miðað við sinn aldur  gert athuganir og geti útskýrt að orkuflutningur á sér stað þegar efni er hitað eða það kólnar  útskýrt, á grundvelli niðurstaðna athugana, samband sameindahreyfinga og hita  valið og notað viðeigandi mælieiningar um orku, varma og hita og átti sig á hitastigi sem fylgir mismunandi fyrirbærum  útskýrt kjarnahvörf og kjarnaklofnun  fjallað um sérstöðu kjarnorku sem orkugjafa og möguleg áhrif notkunar á lífið á jörðinni, t.d. með tilvísan til sögu kjarnorku, s.s. vísindavinnu í heimsstyrjöldinni síðari, Hiroshima, kjarnorkuvera, Tsjernobyl  gert athuganir með orkubreytingar, s.s. að breyta stöðuorku í hreyfiorku  skilgreint og borið saman helstu einkenni hreyfiorku, stöðuorku, rafsegulorku, varmaorku, efnaorku og kjarnorku

11


12

Námsvísir 10. bekkur 

          

unnið með uppsetningu ýmissa raðtengdra straumrása og noti viðeigandi mælieiningar við athuganir á spennu og straum geti útskýrt rafspennu og rafstraum m.t.t. orku mælt rafspennu og noti við það viðeigandi mælieiningar athugað samband milli straums og spennu í línuriti, reikni út viðnám með lögmáli Ohms og noti til þess viðeigandi mælieiningar útskýrt viðnám m.t.t. orkubreytinga og vinnu unnið með hliðtengdar straumrásir og geri mælingar á spennu og straumi unnið að athugunum sem sýna seguleiginleika rafstraums gert sér grein fyrir hvernig hægt er að fá rafmagn úr segulmagni og tengslum þess við raforkuframleiðslu fjallað um íslenskar orkulindir, fjölbreytileika og eðli þeirra og mikilvægi þeirra fyrir líf og búsetu á Íslandi tengt skilning og vinnubrögð við önnur verkefni öðlast færni og sjálfsöryggi við að leysa fjölbreytt verkefni skilið mikilvægi þess að mælingar séu áreiðanlegar og nákvæmar gert sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans og framtíð byggist á gagnkvæmri virðingu í samspili við móður jörð

Kennslufyrirkomulag Útlistunarkennsla s.s. fyrirlestar, þulunám og þjálfunaræfingar s.s töflukennsla, yfirferð námsefnis, lesið, spurt og spjallað, vinnubókarkennsla. Leitaraðferðir s.s tilraunir, efnis og heimildakönnun, vettvangsathuganir. Upplýsingatækni - vinna með gagnvirkt efni um ýmsa þætti eðlisfræðinnar s.s. tengingar rafmagns.

Námsefni Orka eftir Dean Hurd o.fl. Ítarefni - Rafmagn e. Flemming Jessen Öll þau tæki sem þarf til að framkvæma tilraunir í eðlisfræði. Tölvuver Engjaskóla

Námsmat Vorönn 50 % prófseinkunn (5 kaflapróf úr Orkunni) 50 % vetrareinkunn (40% verklegar athuganir og virkni í verklegum æfingum og skyndipróf, 10% almenn ástundun í tímum) Voreinkunn/skólaeinkunn Haust vetrareinkunn 25% Miðsvetrarprófseinkunn 25% Vor vetrareinkunn 25% Vorpróf 25%


Námsvísir 10. bekkur 2012-2013

Skólaíþróttir Markmið: Að nemendur í 10. bekk geti:  mætt til kennslustundar á réttum tíma og fylgt skipunum kennara. Kunni góð skil á þeim skipulagsformum sem notuð eru.  nýtt sér stöðluð þrekpróf til að meta eigið þrek og líkamshreysti. Hlaupið að lágmarki átta þrep í MSFT þolprófi. Útskýrt mun á loftháðu og loftfirrtu þoli.  Skýrt hugtök innan styrktarþjálfunar s.s. hámarksstyrk, styrkúthald, kyrrstöðustyrk og kyrrstöðuúthald og kunni aðferðir til að meta hvern þátt. Nefnt helstu vöðvahópa líkamans og hvaða hlutverk þeir hafa.  gert að lágmarki sex upphífingar, sex dýfur og gert 6 armbeygjur og réttur. Stokkið langstökk án atrennu að lágmarki 1,80m og klifrað 4m í kaðli með höndum og fótum.  Mælt hlaupahraða sinn og snerpu með mismunandi prófum. Kunnað skil á flestum hugtökum um viðbragð, hröðun, hámarkshraða og hraðaúthald og geti nefnt æfingar sem þjálfa þessa þætti. Sýni góða getu til að hlaupa spretthlaup.  nýtt sér stöðluð liðleikapróf til að meta liðleika sinn, líkamsreisn og hreyfigetu. Útskýrt hugtökin liðleiki og lipurð og nefnt takmarkandi þætti þeirra.  sýnt 5 samsettar æfingar á dýnu, þar af eitt stökk.  Sýnt stíganda í glímu og beitt einu til tveimur lágbrögðum og hábrögðum auk þess að grípa til varna gegn þeim. Kunni að verjast við gólf.  tekið þátt í útivist og búið sig til útivistar og útiveru með tilliti til veðurs og kunni skil á öryggisþáttum. Skýrt tákn korta og tekið stefnu með áttavita.  tekið þátt í vetraríþróttum eins og skíða- , bretta- og skautaiðkun.  Fært rök fyrir mikilvægi íþrótta, sundiðkunar, útivistar og hreyfingar út frá félagsog menningarlegu sjónarmiði.  skýrt helstu leikreglur og beitt þeim í leik og notað helstu tækniatriði greinanna og sýnt þau í leik. Sýnt leikfræðilegan skilning s.s. varnar og sóknarvinnu. Sýnt háttvísi í leik og kunni að taka sigri og ósigri.  áttað sig á og virt gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans.  Sótt og nýtt sér upplýsingar við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu.

Kennslufyrirkomulag: Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.

Námsefni / viðfangsefni: Leikir, stöðvaþjálfun, frjálsar íþróttir og boltagreinar.

Námsmat: Símat (60%); tekið er tillit til virkni nemenda í tímum, getu þeirra, hegðunar og framfara. Kannanir/próf(40%) sem tekin eru til þess að meta stöðu nemenda. Einkunn er vinnueinkunn sem gefin er í heilum og hálfum tölustöfum.

13


14

Námsvísir 10. bekkur

Skólasund Markmið að nemendur í 10. bekk hafi:  öðlist þekkingu og reynslu til að nýta sér sundiðkun til líkams- og heilsuræktar  þekki möguleika sundiðkunar sem almennrar frístundaiðju  þekki og tileinki sér öryggis- og skipulagsreglur sundstaða  Þjálfa nemendur í æfingum sem viðhalda og bæta samhæfingu hreyfinga. Kennslufyrirkomulag Bæta tækni í sundaðferðum og auka sundþol.

Námsefni / viðfangsefni: Bringu-, bak-, skrið-, skólabak- og flugsund. Reynt er að höfða sem mest til ánægju nemenda og að gleðin sitji í fyrirrúmi.

Námsmat: 10. sundstig

    

Bringusund í 20 mínútur (viðstöðulaust): Lágmarksvegalengd 600 metrar. 50 m bringusund, stílsund. Björgun af botni laugar og 25 m björgunarsund. 12 m kafsund, stílsund. Tímataka: o 100 m bringusund o 50 m skriðsund o 50 m baksund o 25 m flugsund o Ef einn þáttur stigsins næst ekki, telst sundstigi ólokið. Vetrareinkunn og prófseinkunn í lok vetrar og sundstigi Lokið / Ólokið. Nemandi fær afhent sundskírteini í lok vetrar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.