10_bekkur_2012-2013

Page 1

10. bekkur Skipulag skólastarfs Í 10. árgangi eru 3 bekkir, hver með sinn umsjónarkennara. Faggreinakennsla einkennir skipulagið í 10. bekk auk valgreina, hver kennari hefur sína stofu og nemendur fara á milli. Umsjónarkennari í unglingadeild kennir lífsleikni auk sinnar greinar eða greina. Lögð er áhersla á að umsjónarkennari kenni mikið í sínum bekk. Ennfremur er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, samvinnu nemenda og samvinnu kennara.

Í 4-10. bekk er unnið eftir kennsluaðferð sem nefnist Orð af orði - lestur til náms. Reynt er að tengja aðferðina við flestar námsgreinar. Markmiðið er að auka lesskilning nemenda og að þeir efli orðaforða og hæfni til að ráða í merkingu orða, nýti orðasöfn á fjölbreyttan hátt og efli þannig skilning. Nemendur læra að beita ákveðnum aðferðum til að læra orð og efla orðaforða, s.s. gagnvirkan lestur, notkun hugtakakorta og yndislestur og þeim er kennt að tengja á milli þess sem þeir þekkja og vita fyrir og þess nýja sem þeir eru að fást við. Meðal verkefna eru orð dagsins, rím, krossglíma, orðaleit, orðtök og málshættir. Lesskilningspróf verða lögð fyrir þrisvar á skólaárinu í september, desember og maí til þess að mæla árangur. Kennsla hefst alla daga kl. 8:10. Nemendur borða morgunnesti í frímínútum kl. 9.30-9.50 og mælt er með því að að þeir komi með ávexti eða grænmeti og vatn í brúsa. Það verður þó að gera ráð fyrir að þessir nemendur þurfi meira en það þar sem hádegismatur fyrir þá er afgreiddur í mötuneyti kl. 12.40.

Í 10. bekk eru kjarnagreinar 30 stundir en valgreinar 7 stundir. Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Tilgangurinn með auknu valfrelsi nemenda er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra og forráðamenn, kennara og námsráðgjafa. Valgreinar eru kenndar eftir hádegið og reynt er að hafa valið sem fjölbreyttast. Í sumum greinum er 9. og 10. bekk blandað saman í námshópa. Heimanám Hver kennari setur upplýsingar um heimanám inn í Mentor upplýsingakerfið þar sem það er aðgengilegt nemendum og foreldrum.

Íslenska Yfirmarkmið Áhersla er lögð á skilning á sögulegu, menningarlegu og félagslegu gildi íslenskrar tungu og bókmennta. Markmiðið er að nemendur geri sér grein fyrir margbrotnu hlutverki móðurmálsins í daglegu lífi og notkun þess við ólíkar aðstæður og nái á þessu skólastigi valdi á þeim þáttum móðurmálsins sem aðalnámskrá grunnskóla kveður á um. Lestur og bókmenntir Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 10. bekkur -1-


Markmið Að nemendur:  geti lesið og skilið fremur þunga texta  geti lesið áheyrilega upphátt fyrir hlustendur  geti lagt mat á mismunandi túlkun atburða  geti tekið þátt í umræðum um lesna texta  geti lesið og túlkað töflur og myndrit  þjálfist í notkun orðabóka  kunni hugtök í bókmenntum  geti lesið fagurbókmenntir sér til ánægju  kunni algengustu bragarhætti  verði færir um að túlka myndmál  þekki mun á mismunandi bókmenntaformum  noti margmiðlunarefni til að dýpka skilning sinn Leiðir að markmiðum Nemendur: Lesa eina Íslendingasögu og skrifa útdrætti úr hverjum kafla. Lesa eina nútímaskáldsögu sem fjallað er um munnlega. Lesa úrval ljóða. Lesa nokkrar þjóðsögur. Lesa tvær kjörbækur að eigin vali og skrifa umsögn og ritgerð um þær. Lesa valda texta úr blöðum og tímaritum. Skrá í reglubók (hugtakakort, orðskýringar). Námsgögn Gísla saga Súrssonar. Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Ljóðspeglar. Ljóð í tíunda. Hugtakarolla. Ljósrituð verkefni. Blöð og tímarit. Tvær kjörbækur. Reglubók. Námsmat Vinnubækur nemenda eru metnar m.t.t. vinnubragða og að farið sé að fyrirmælum. Skrifleg próf eru með reglulegu millibili. Þátttaka í hópvinnu og framganga í tímum metin. Vægi hvers þáttar fer eftir umfangi hans hverju sinni. Einkunn gefin á skalanum 1 – 10.

Talað mál og framsögn - Hlustun, áhorf og lesskilningur Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur -2-


Markmið Að nemendur:  geti tjáð sig á góðu máli í umræðum og frammi fyrir bekkjarfélögum  geti gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær  tileinki sér viðeigandi framkomu þegar hlustað er á upplestur og/eða umræður  þjálfist í að flytja stutt ávörp  þjálfist í að hlusta á texta af snældu og svara spurningum  þjálfist í að lesa margvíslega texta og svara spurningum úr þeim Leiðir að markmiðum Kennari les fyrir og með nemendum í bókmenntatímum. Nemendur tjá sig um ýmis málefni í pontu. Nemendur fjalla munnlega um persónur og atriði úr bókmenntatextum. Nemendur horfa á íslenskar kvikmyndir. Skráning í reglubók. Námsgögn Skerpa. Gullvör 3. Bókmenntatextar. Blaða- og tímaritsgreinar. Efni úr fréttum. Íslenskar kvikmyndir. Reglubók. Námsmat Sjálfsmat. Jafningjamat. Kennaramat.

Vægi hvers þáttar fer eftir umfangi hans hverju sinni. Einkunn gefin á skalanum 1 – 10. Ritun Markmið Að nemendur:  kunni helstu stafsetningarreglur  öðlist góða færni í greinarmerkjasetningu  noti stafsetningarorðabækur  þjálfist í uppsetningu og réttum frágangi eigin texta  geti skrifað góða útdrætti og ritgerðir  geti tekið glósur í almennu námi  tileinki sér læsilega rithönd  geti gengið frá efni á tölvutæku formi  vandi mál sitt  hafi öðlast leikni í heimildavinnu  skrifi tvær kjörbókarritgerðir Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur -3-


 skrifi að meðaltali eina stutta ritgerð í mánuði Leiðir að markmiðum Innlögn kennara – bein kennsla. Skriflegar æfingar. Ritgerðaskrif. Skráning í reglubók. Námsgögn Skerpa 3. Gullvör 3. Skriffinnur. Réttritunarorðabók. Handbækur – orðabækur. Ljósrituð verkefni. Reglubók. Gagnvirkt efni af netinu. Námsmat Skrifleg próf. Mat á vinnubókum. Mat á ritunarverkefnum. Vægi hvers þáttar fer eftir umfangi hans hverju sinni. Einkunn gefin á skalanum 1 – 10. Málfræði og málnotkun Markmið Að nemendur:  þekki alla orðflokka  kunni allar beygingarmyndir og orðflokkana  kunni helstu hljóðbreytingar og þekki staðbundinn framburð eftir landshlutum  kunni skil á orðmyndunarfræði  hafi setningarfræði á valdi sínu  nemendur þekki vefslóð Námsmatsstofnunar namsmat.is og geti notfært sér hana Leiðir að markmiðum Innlögn kennara – bein kennsla. Skriflegar æfingar. Vinna með ýmis orð, orðhluta og hugtök (hugtakakort). Skráning í reglubók. Námsgögn Skerpa 3. Gullvör 3. Málfinnur. Ljósrituð verkefni og leiðbeiningar. Orðabækur. Handbækur um málfræði. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur -4-


Textar úr ýmsum áttum. Reglubók. Námsmat Skrifleg próf. Mat á vinnubókum. Þátttaka í tímum, þ.m.t. skráning í reglubók. Vægi hvers þáttar fer eftir umfangi hans hverju sinni. Einkunn gefin á skalanum 1 – 10.

Stærðfræði Markmið (þrep 19 í Mentor) Að nemendur:  hafi náð færni í að reikna samsett dæmi af ýmsu tagi þar sem reikniaðgerðum er blandað saman við veldi og sviga og getur einfaldað margvíslegar táknasamstæður  hafi náð færni í að margfalda upp úr svigum og þátta fyrsta og annars stigs margliður  geti notað veldareglur um heiltöluveldi í margvíslegu samhengi  hafi náð góðu valdi á einföldun og lausn fyrsta stigs jöfnu með einni óþekktri stærð  hafi náð færni í aðferðum til að leysa saman tvær fyrsta stigs jöfnur með tveimur óþekktum stærðum  geti leyst einföld orðadæmi með því að setja upp og leysa saman tvær fyrsta stigs jöfnur  geti leyst einfaldar annars stigs jöfnur með þáttun og þekkir feril annars stigs falls, þ.e. fleygboga  hafi náð góðum tökum á því að sína línulegt samband tveggja þátta, getur fundið hvort línur  skerast og reiknað skurðpunkta þeirra  hafi náð góðum tökum á því að sína línulegt samband tveggja þátta, getur sett jöfnu beinnar línu fram í hnitakerfi og kann að reikna út skurðpunkt við y-ás og hallatölu beinnar línu.  geti reiknað einfaldan líkindareikning  geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðileg efni og skipst á skoðunum um þau við aðra  hafi tamið sér að skrifa skipulega skilgreiningar á hugtökum og aðferðum ásamt sýnidæmum og skýringarmyndum um stærðfræðileg efni Markmið (þrep 20 í Mentor) Að nemendur:  þekki hugtökin ferningsrót og ferningstala og kann skil á útreikningum með þeim  geti notað reglu Pýþagórasar til að kanna hvort þríhyrningar eru rétthyrndir og getur beitt reglu Pýþagórasar við útreikninga á hliðarlengdum í rétthyrndum þríhyrningum  geti reiknað rúmmál mismunandi þrívíðra forma Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur -5-


 geti reiknað yfirborðsflatarmál mismunandi þrívíðra forma  kunni skil á lengdar-, flatar- og rúmmálseiningum í metrakerfi og þekkir samband þeirra innbyrðis og getur breitt milli eininga  þekki mengi heilla talna, náttúrlegra talna, ræðra talna og rauntalna og táknheiti þeirra, N, Z, Q og R og kann góð skil á náttúrlegum, heilum og ræðum tölum og hefur kynnst óræðum tölum  kunni skil á hugtökunum mengi, stak, hlutmengi, sammengi og sniðmengi  hafi náð góðum tökum á reikningi með almennum brotum, og blöndnum tölum og getur einfaldað brotabrot  kunni skil á prósentuhugtakinu og er fær í prósentureikningi sem algengur er í þjóðfélaginu  sýni þekkingu og skilning á hugtökunum tíðni, hlutfallstíðni, tíðnidreifing, meðaltal, vegið meðaltal, úrtak, tíðasta gildi og miðgildi og þekkir algengar aðferðir til að setja fram töluleg gögn  geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðileg efni og skipst á skoðunum um þau við aðra  hafi tamið sér að skrifa skipulega skilgreiningar á hugtökum og aðferðum ásamt sýnidæmum og skýringarmyndum um stærðfræðileg efni Leiðir að markmiðum Nemendur fá sex kennslust. á viku. Lögð er áhersla á innlögn þar sem nemendur taka þátt með umræðum og skrái niður allar reglur, hugtök og útskýringar á þeim ásamt sýnidæmum í reglubók. Í kennslustundum er einstaklingsvinna með aðstoð kennara en sjálfstæð vinnubrögð, umræður og samvinna nemenda er einnig stór þáttur. Þjálfun er mikilvægur hluti stærðfræðináms og því mikil áhersla á að nemendur reikni heima daglega. Námsgögn Almenn stærðfræði fyrir grunnskóla III, e. Lars-Eric Björk o.fl. Ýtarefni: Átta-tíu, e. Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir. Heimadæmi og annað þjálfunarefni. Námsmat Í janúar fá nemendur eina einkunn, skólaeinkunn sem byggir á: - kaflaprófum - stöðuprófi - skyndiprófum - heimadæmum - reglubók Í lok skólaárs fá nemendur tvær einkunnir Skólaeinkunn sem byggir á: - Kaflaprófum - Stöðuprófum Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur -6-


- Skyndiprófum - Heimadæmum - Reglubók og prófseinkunn úr lokaprófi sem tekið er í maí.

Erlend tungumál Enska Áfangamarkmið: Að nemendur hafi tileinkað sér: Í hlustun:  að hlusta á mismunandi hátt eftir upplýsingum í töluðu máli  að skilja leiðbeiningar og fyrirmæli  að skilja þegar nokkrir tala saman Í lestri:  að geta lesið bókmenntir, fræðsluefni, blaða- og tímaritsefni  að geta lesið í mismunandi tilgangi Í töluðu máli:  að geta tjáð sig skýrt og áheyrilega  að geta gefið upplýsingar um sjálfan sig, íslenska menningu og umhverfi  að geta tekið þátt í samskiptum við enskumælandi fólk á eðlilegan hátt  að geta bjargað sér við óvæntar aðstæður Í ritun:  að geta tjáð sig skipulega, skiljanlega og á viðeigandi hátt.  að kunna helstu málfræðireglur Þrepamarkmið Í hlustun: Að nemendur  geti skilið fyrirhafnarlítið þegar talað er um málefni sem þeir þekkja  geti skilið meginþráð í fréttaefni og umræðum um efni sem þeir þekkja  geti skilið þegar talað mál og myndefni fara saman Í lestri:  geti lesið og skilið aðgengileg bókmenntaverk, blaða- og tímaritsefni.  geti nýtt sér orðabækur  geti beitt mismunandi lestrarlagi Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur -7-


Í töluðu máli:  geti notað ensku til samskipta í kennslustofunni og hafi náð liprum tökum á framburði, ítónun, áherslum og hrynjandi  geti bjargað sér við óvæntar aðstæður  geti beitt helstu málfræðiatriðum í rituðu og töluðu máli Í ritun:  geti skrifað samfelldan, viðeigandi og skipulegan texta  geti tjáð sig um óskir sínar, þarfir, tilfinningar og skoðanir  geti beitt almennum og sértækum orðaforða í ritun  geti beitt reglum um orðaröð  geti beitt helstu málnotkunarreglum um ritmál Leiðir að markmiðum  unnið er með tölvur, myndbönd, snældur, dagblöð, skáldsögur og fjölda ljósritaðra lestexta og verkefni tengd þeim. Nemendur eru þjálfaðir í að tala ensku. nemendur vinna með texta út frá lesskilningi, orðskýringum og framburði  nemendur æfa nákvæmis-, leitar- og skemmtilestur  innlögn á málfræðiatriðum sem nemandi skráir í reglubók- þjálfað með verkefnaheftum  valdir bókmenntatextar til hlustunar, með æfingum til skilnings  nemendur vinna hópverkefni út frá mismunandi þemum, læra að afla sér upplýsinga á netinu og öðrum miðlum, æfður framburður og flutningur við skil  æfðar helstu reglur varðandi ritsmíð og frágang, stafsetningu, greinamerki o.fl.  umræður um ýmis málefni á ensku  unnið með myndbönd og tónlistartexta Námsgögn Matrix 3 vinnubók eftir Jayne Wildman. Texts & Tasks eftir Höllu Thorlacius, Helgu Jensdóttur og Kristínu Guðmundsdóttur, safn greina úr dagblöðum og tímaritum. Nemendur hlusta á valdar sögur og gera verkefni úr þeim. Mikil áhersla er lögð á lestur bóka og nemendur lesa þrjár til fjórar valdar skáldsögur heima og skila verkefnum eða ritgerð úr þeim. Ennfremur margs konar verkefni sem kennari leggur fyrir til að þjálfa málfræði, lesskilning, hlustun og ritun. Námsmat Þrjú skrifleg próf yfir veturinn sem samanstanda af: hlustunar-, lesskilnings-, málfræði og ritunarverkefnum. Skil á verkefnaheftum. Glósupróf. Sagnapróf. Próf úr skáldsögum. Hópvinna nemenda er metin með jafningja- og kennaramati þar sem tillit er tekið til efnistaka og flutnings. Munnleg próf. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur -8-


Danska Markmið Að nemendur: Hlustun:  Getur fylgt atburðarás í styttri frásögnum sem tengjast orðaforða viðfangsefnisins.  Skilur til fulls samtöl tveggja, tilkynningar og frásagnir þar sem notaður er orðaforði sem fengist er við.  Getur hlustað eftir tilteknum upplýsingum í samtali eða frásögn.  Skilur heildarinntak í samtölum tveggja um efni almenns eðlis. Þekkingaratriði:  Kann kennimyndir 60 óreglulegra sagna.  Getur myndað nútíð, þátíð og lýsingarhátt þátíðar reglulegra sagna  Þekkir allar reglur um myndun fleirtölu nafnorð og getur notað þær.  Hefur náð fullu valdi á notkun óákveðins og ákveðins greinis nafnorða bæði í et. og ft.  Getur stigbreytt lýsingarorð bæði regluleg og óregluleg.  Hefur náð fullu valdi á notkun lýsingarorða í frumstigi, bæði í ákveðnum og óákveðum hætti (frummynd, t-mynd og e-mynd).  Geta notað rétt når og da.  Þekkir og getur notað forsetningar rétt t.d. í orðasamböndum.  Þekkir muninn á og getur notað tímaákvarðanir t.d. i morgen, i morges, om morgenen.  Hefur náð fullu valdi á notkun persónu- og eignarfornafna í 1. 2. og 3. pers., et. og ft.  Getur fyllt málfræðiatriði rétt inn í samfeldan texta. Lestur:  Skilur megininntak í smásögum og léttlestrarbókum sem ætlaðar eru unglingum og getur haldið þræði án þess að skilja hvert orð.  Getur lesið texta sem tengist viðfangsefninu og fundið ákveðnar upplýsingar.  Getur lesið og skilið nákvæmlega stutta texta eða textabrot þar sem efnið tengist orðaforða sem fengist er við.  Getur lesið sér til gangs mismunandi gerðir texta sem tengist viðfangsefninu Ritun:  Getur skrifað stutta frásögn í rökréttu samhengi, með því að umorða ef orðaforða þrýtur.  Getur skrifað frásögn þar sem notaðar eru helstu ritunarreglur, einfaldar aukasetningar, greinarmerki og málfræði. Tal:  Getur átt í einföldum samskiptum t.d. í kennslustundum.  Getur tekið þátt í samræðum um efni sem hann þekkir t.d. fjölskyldu, áhugamálum.  Getur sagt frá ýmsu sem hann hefur áhuga á og haldið rökréttum þræði í frásögninni. Aukamarkmið:  Hefur kynnst danskri menningu t.d. í gegnum kvikmyndir og tónlist. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur -9-


 Getur lesið einfalda texta/bækur sér til ánægju.  Hefur tileinkað sér allan orðaforða námsefnisins. Leiðir að markmiðum Nemendur vinna með texta út frá lesskilningi, orðskýringum og framburði. Nemendur æfa nákvæmis-, leitar- og skemmtilestur. Innlögn á málfræðiatriðum sem nemandi skráir í reglubók- þjálfað með verkefnaheftum Valdir bókmenntatextar til hlustunar, með æfingum til skilnings. Nemendur vinna hópverkefni út frá mismunandi þemum, læra að afla sér upplýsinga á netinu og öðrum miðlum, æfður framburður og flutningur við skil. Æfðar helstu reglur varðandi ritsmíð og frágang, stafsetningu, greinarmerki o.fl. Nemendur eru þjálfaðir í að tala dönsku Umræður um ýmis málefni á dönsku. Unnið með myndbönd og tónlistartexta.

Viðfangsefni Ást og vinátta, fjölskylda og ættingjar, tilfinningar og líðan, persónulýsingar, samskipti fólks og daglegt líf í Danmörku, fjölmiðlar, algeng störf og starfsheiti, lífstíll, líkamsrækt og lífsvenjur, íþróttir, skólar og menntastofnanir, spennuefni, framtíðardraumar og tækninýjungar. Matur og máltíðir, eldamennska. Námsgögn Ekko, lesbók og vinnubók, Dönsk hlustunarefni og ítarefni, gömul samræmd próf ,blaða- og tímaritsgreinar. Smásögur til lestrar heima og í skóla. Danskar kvikmyndir og tónlist. Grammatik, málfræðihefti með verkefnum e. Arnbjörgu Eiðsdóttur og Kristínu Jóhannesdóttur. Námsmat Símat. Lagt er mat á kunnáttu og framfarir nemenda reglulega yfir veturinn. Leitast er við að meta alla færniþætti námsins eftir markmiðum námskrár og sem flest atriði í vinnu nemenda til skólaeinkunnar. Kannanir og kaflapróf miðast við þann orðaforða og málfræðiatriði sem unnið er með í tímum og æfð heima. Í námsmati skal einnig horft til vinnusemi og virkni nemenda. Skólaeinkunn: Kaflapróf úr námsefni eftir hverja lotu samkv.námsáætlun. Stuttar kannanir úr ákveðnum efnisþáttum. Ritunar- hlustunar- og munnleg próf. Vinnubækur og önnur skil, vinnusemi og virkni. Skólaeinkunn á haustönn gildir 50% ámóti skólaeinkunn á vorönn. Prófseinkunn: Vorpróf gildir 50% á móti skólaeinkunn. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 10 -


Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Samfélagsgreinar Í 10. bekk fá nemendur tvo tíma á viku í þjóðfélagsfræði. Markmið Að nemendur:  öðlist skilning á uppbyggingu samfélagsins og hvernig samfélagið mótar manninn og maðurinn samfélagið  tileinki sér helstu hugtök á sviði stjórnmála, kynnist íslenska flokkakerfinu og læri að þekkja helstu stofnanir íslenska stjórnkerfisins  kynnist því alþjóðasamstarfi sem Ísland er aðili að, t.d. Sameinuðu þjóðunum og Atlantshafsbandalaginu  geri sér grein fyrir mikilvægi aðþjóðasamstarfs fyrir litla þjóð Leiðir að markmiðum Nemendur lesa kennslubókina og vinna með textann bæði í umræðuformi og skriflega. Hópverkefni þar sem nemendur verða að afla sér upplýsinga og kynna verkefnið sitt fyrir samnemendum sínum. Myndbönd. Viðfangefni Sjálfsmynd, réttindi og skyldur, samfélag, lýðræði, vald og stjórnmál, stjórnskipan Íslands, Ísland og alheimssamfélagið. Námsgögn Þjóðfélagsfræði fyrir 10. bekk eftir Garðar Gíslason, blaðagreinar, netið og myndbönd. Námsmat  Vinnubækur nemenda eru metnar út frá vinnubrögðum og að farið sé að fyrirmælum  Fjögur skrifleg lokapróf  Hópvinna nemenda er metin með jafningjamati og kennaramati þar sem tillit er tekið til efnistaka og flutnings

Náttúrufræði og umhverfismennt Lífvísindi Markmið Að nemendur þekki, skilji, geri sér grein fyrir, vinni og fjalli um :  að orka sólar sé beisluð í ljóstillífun Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 11 -


              

að bruni losar orku til ýmiss konar notkunar að efni séu í stöðugri hringrás helstu hugtök vistfræðinnar hafið í kringum landið vistkerfi okkar loftlagsbreytingar mengun lausnir til að minnka / hindra mengun ofauðgun erfðaefnin, DNA og RNA erfðagalla – og tækni erfðabreytt matvæli upphaf og þróun lífsins í líffræðilegu tilliti uppruna okkar næringarfræði

Leiðir að markmiðum Námið fer fram í formi einstaklings – og hópavinnu, teymisvinnu, samþættingu námsgreina o.fl. Námsgögn Maður og náttúra, Erfðir og þróun og Einkenni lífvera. Námsmat 50 % kaflapróf, 30 % virkni og vinnusemi í tímum og 20 % heimavinnuskil.

Eðlisvísindi Markmið Að nemendur:  skilji hvernig orka getur breyst úr einu formi í annað: hreyfi-, stöðu-, varma-, efna-, rafsegul-, geisla- og kjarnorku  skilji að orka hvorki eyðist né myndast  geri sér grein fyrir skynjanlegum eiginleikum ljóss, svo sem speglun, ljósbroti og litrófi  þekkji helstu gerðir rafsegulbylgna og áhrif þeirra á lífverur og hluti  geti útskýrt hljóð með vísun til bylgjueiginleika og með vísun til frumeindakenningarinnar  geti skýrt helstu hugtök tengd rafmagni og seglum, svo sem rafspennu, rafstraum, viðnám rafhleðslu, raf- og segulsvið, raf- og segulkraft, raforku og rafal  þekkji uppbyggingu nokkurra nútímarafmagnstækja  gera sér grein fyrir því að orkan nýtist misvel eftir mismunandi orkugjöfum og orkuformum Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 12 -


 geti unnið sjálfstætt og með öðrum að verklegum og skriflegum verkefnum  geti skráð upplýsingar og niðurstöður verkefna á skipulegan hátt Leiðir að markmiðum Nemendur í 10. bekk eru í tveimur samfelldum kennslustundum í eðlisfræði á viku allan veturinn. Námsefnið verður sett fram með fjölbreyttum hætti með innlögn, verklegum verkefnum, skriflegum verkefnum og fræðslumyndböndum. Lögð er áhersla á umræður og samvinnu nemenda, ásamt einstaklingsvinnu. Námsgögn Orka e. Dean Hurd, Edward Benjamin Snyder o.fl. Ítarefni: myndbönd og verkefni m.a. af netinu Námsmat Nemendur fá skólaeinkunn sem samanstendur af:  Kaflaprófum  Skýrslum  Vinnubók  Verkefnum

Lífsleikni Markmið Að byggja upp alhliða þroska nemandans til þess að hann geti betur tekist á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Að nemendur:  geti sett sér raunhæf markmið til að stefna að í lífinu  meti á sjálfstæðan hátt eigin lífsgildi og lífsstíl óháð fyrirmyndum og staðalmyndum samfélagsins  sé meðvitaður um jafnréttishugsjónina sem leiðarljós í samskiptum  geti nýtt sér þekkingu á náms- og starfsleiðum  öðlist skilning á atvinnulífinu í samhengi við námsleiðir og starfsval  þekki hættur samfara misnotkun ávana- og fíkniefna  geti nýtt sér helstu fjölmiðla og lagt mat á fréttaflutning  hafi tileinkað sér ábyrg sjónarmið og umgengni við nánasta umhverfi sitt og náttúru landsins

Leiðir að markmiðum Kennari leiðir umræðu í bekknum og tengir við viðfangsefnin, sjálfsþekkingu, samskipti, sköpun og lífsstíll annars vegar og samfélagið, umhverfið, náttúruna og menninguna hins vegar. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 13 -


Námsefni Kennari nýtir fjölbreytt efni við kennsluna, m.a. ljósrit, myndbönd, efnið Vertu reyklaus frjálsfyrir 10. bekk, Vertu með, félagsmálafræðsla 2. hefti svo eitthvað sé nefnt. Utanaðkomandi fræðsla m.a.. frá starfsmönnum Rauða kross Íslands, fjármálastofnunum o.fl. Námsmat Metin er frammistaða í tímum og undirbúningsvinna heima. Umsögn er gefin að vori.

Íþróttir - líkams- og heilsurækt Markmið Að nemendur:  þjálfist í samsettum hreyfingum  þjálfist í nýjum og lærðum hóp –og einstaklingsíþróttum sem stundaðar eru hér á landi  efli líkamsþol, kraft, hraða, viðbragð og liðleika  þjálfist í samvinnu og að sýna tillitssemi við aðra nemendur  fari eftir fyrirmælum Leiðir að markmiðum Fjölbreyttir íþróttatímar sem innihalda m.a. leikfimiæfingar, þolæfingar, styrktaræfingar, boltaleiki sem og aðra leiki. Styrkjandi æfingar með áherslu á aukið þol og styrk. Endurteknar útfærslur á flóknum æfingum þannig að þær verði sjálfvirkari. Auknar tækniæfingar í íþróttagreinum sem nemendur velja að hluta til sjálfir. Námsgögn Stór og smá áhöld til íþróttaiðkunar.

Námsmat Þol, styrkur, liðleiki og hraði eru mæld tvisvar á vetri. Virkni í tímum, samskipti við aðra nemendur og hvort farið er eftir fyrirmælum er í símati. Nemendur fá skólaeinkunn á skalanum 1-10.

Sund Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Sundið er í námsskeiðsformi, nemendur eru því aðeins í sundi hluta af vetri. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 14 -


Seljaskóli fær aðgang að sundlaug Ölduselsskóla eftir kl. 14 á daginn og eru námskeiðin því skipulögð eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Markmið Að nemendur:  auki þol  bæti tækni/stílsund  auki hraða  æfi björgunarsund með jafningja  fari eftir fyrirmælum Leiðir að markmiðum Sundið er brotið niður í einstök tök og þau æfð sér og síðan saman með og án hjálpatækja. 10. markmiðsstig  600m sund frjáls aðferð  100m bringusund tímataka  50m skriðsund tímataka  Stílsund: -

bringusund skriðsund kafsund baksund

Leiðir að markmiðum Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Sundið er í námsskeiðsformi, nemendur eru því aðeins í sundi hluta af vetri. Sundið er brotið niður í einstök tök og þau æfð sér og síðan saman með og án hjálpatækja. Námsgögn Korkar. Námsmat Í lok námsskeiðs er prófað í 10. markmiðsstigi og umsögn gefin um árangur nemanda. Einnig er gefin skólaeinkunn á skalanum 1-10 sem byggir á hraða (tímatöku) og sundstíl.

Valgreinar

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 15 -


Blak Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir Áfangalýsing Námið er að mestu leyti verklegt en með stuttum hagnýtum og/eða fræðilegum innlögnum. Lögð verður áhersla á tækniatriði og leikskilning. Mögulega verður farið á blakleik í 1.deild og hann leikgreindur. Markmið  Að nemendur bæti fíntækni í blaki  Að nemendur auki leikskilning sinn í blaki  Að nemendur geti spilað gott blak  Að nemendur læri leikreglur í blaki Námsmat Um símat verður að ræða. Frammistaða í tímum, áhugi, virkni og hegðun.

Bókfærsla Kennslustundir á viku: 2 Tvær annir Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um grundvallaratriði bókhalds og nemendum kennt að færa einfaldar dagbókarfærslur. Rifjaðir verða upp vaxtareikningar. Leitast verður við að rauntengja námsefnið og skoðaðar verða t.d. skattaskýrslur, debet-og kreditkort, reikningsyfirlit, heimilisbókhald og annað úr daglegu lífi tengt bókhaldi. Undir lok áfangans, þegar nemendur hafa náð tökum á grundvallaratriðunum, verður tölvubókhald skoðað. Þetta er ekki framhaldsskólaáfangi en góður undirbúningur fyrir bókfærslunám á framhaldsskólastigi (t.d. á viðskiptabrautum eða í Verzlunarskóla Íslands). Mikilvægt er að nemandi sem sækir þennan áfanga standi ekki höllum fæti í stærðfræði.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 16 -


Markmið  að kynnast grundvallarhugtökum tvíhliða bókahalds 

að geta fært einfaldar dagbókarfærslur

að skoða margvíslegar hliðar bókhalds

að fá innsýn í færslu tölvubókhalds

Verkefnalýsing – leiðir að markmiðunum Aðalnámsefnið er: Kennslubók í bókhaldi fyrir grunnskóla eftir Sigurjón Gunnarsson. Aðallega verða dagbókarverkefni unnin í dagbók eða á blöðum og ýmis reiknings tengd verkefni. Lögð verður mikil áhersla á vönduð vinnubrögð, nákvæmni og frágang. Mest er um að ræða einstaklingsvinnu undir leiðsögn kennara en einnig umræður og stutta fyrirlestra. Námsmat Heimavinna verður metin (vönduð vinnubrögð, nákvæmni og frágangur). Skriflegar kannanir verða með jöfnu millibili allan áfangann. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1 – 10.

Bókmenntir Kennslustundir á viku Ein eða tvær annir Áfangalýsing Áfanginn er fyrir þá sem hafa áhuga á bókmenntum og kvikmyndum sem hafa verið gerðar eftir skáldsögum. Áfanginn er ekki eingöngu fyrir lestrarhesta heldur einnig þá sem hafa áhuga á bókmenntum og því hvernig bækur/sögur hafa orðið kveikjan að stórkostlegum meistaraverkum kvikmyndanna. Áfanginn er nk. leshringur þar sem nemendur og kennarar skiptast á skoðunum um bókmenntaverk/kvikmyndaverk, tilurð þeirra, boðskap, skemmtanagildi o.s.frv. Markmið  að opna augu unglinga fyrir heimi skáldsögunnar  að stuðla að tjáskiptum um skoðanir og tilfinningar  að þjálfa nemendur í að setja sig í spor annarra og virða skoðanir þeirra, tilfinningar og hugmyndir  að virkja nemendur í tjáskiptum og skoðanamyndun

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 17 -


Leiðir Lesnar verða bækur sem kennari leggur fyrir ( 1 – 2 á önn) og bækur sem nemendahópurinn, ásamt kennara, kemur sér saman um. Í kennslustundum verður skipst á skoðunum um þá bók sem hópurinn fæst við hverju sinni og hugmyndir um nálgun höfundar ræddar. Hafi kvikmynd verið gerð eftir bókinni kemur hópurinn sér saman um hvort hún skuli skoðuð til samanburðar. Námsmat Námsmat byggir á virkni og þátttöku í þeim verkefnum sem tekin eru fyrir. Matið er hvorttveggja í senn kennaramat og sjálfsmat. Ekki er gefin einkunn heldur er áfanganum annað hvort lokið eða ólokið.

Danska-talmál Kennslustundir á viku:1 Ein eða tvær annir Áfangalýsing Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í talaðri dönsku þannig að þeir geti hlustað á texta á dönsku og tjáð sig um þá. Geti bjargað sér erlendis við raunverulegar aðstæður eins og t.d. að spyrja til vegar, versla og koma sér á milli áfangastaða. Einnig verða nemendur þjálfaðir þannig að þeir geti tekið þátt í almennum umræðum um ýmis málefni.

Markmið  að þjálfa og auka öryggi í dönsku talmáli  að auka sjálfstraust í samskiptum á dönsku  að bæta framburð  að auka virkan orðaforða á dönsku Leiðir að markmiðunum Unnið verður með texta og verkefni lögð fyrir til undirbúnings heimafyrir. Námsefni verður sniðið að þörfum hvers og eins. Nemendur vinna í umræðuhópum eða tveir og tveir saman og einnig verða þeir látnir tjá sig einstaklingslega um ákveðin mál. Námsgögn Lesefni og verkefni útbúin af kennara.

Námsmat Mat á frammistöðu í tímum sem byggir á virkni í tímum og undirbúningsvinnu heima. Munnleg próf tekin tvisvar í áfanganum þar sem árangur nemandans er metinn út frá framburði, orðaforða og framsetningu. Lokaeinkunn er í formi umsagnar.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 18 -


Enska 103 Kennslustundir á viku: 2 Tvær annir Skilyrði: Lágmarkseinkunn 8 úr 9.bekk Áfangalýsing Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði enskrar málfræði æfð. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Lögð er áhersla á rauntexta í áfanganum í kennslubók, auk þess sem nemendur fá mikla þjálfun í lestri skáldverka. Nemendur þurfa að vinna jafnt og þétt til þess að komast yfir efni áfangans og þurfa því að skipuleggja nám sitt vel. Markmið Að nemendur:  geti skrifað einfaldan texta  nái talsverðri færni í málfræðiatriðum  geti lesið flesta aðgengilega texta sér til gagns  geti tjáð sig munnlega um lesefni Námsmat Kjörbók 10% Smásögur 10% Málfræðipróf 10% Lokapróf 70 %

Enska - orð af orði Kennslustundir á viku: 1 Tvær annir Áfangalýsing: Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í ensku þannig að þeir geti hlustað á texta á ensku, ákveðin orð tekin fyrir í framburði og skilningi og geti aukið færni sína í stafsetningu ákveðinna orða. Einnig verða þeir þjálfaðir þannig að þeir geti tjáð sig um einfalda hluti á ensku. Markmið:  að þjálfa og auka orðaforða í ensku  að auka sjálfstraust í samskiptum á ensku  að bæta framburð Leiðir að markmiðunum. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 19 -


Unnið verður með texta af ýmsu tagi eins og sögur, fréttir og málefni líðandi stundar. Námsefni verður sniðið að þörfum hvers og eins. Nemendur vinna gagnvirkar æfingar, fara í orðaleiki tveir og tveir eða vinna saman í stærri hópum. Námsgögn Kennsluforrit, efni af netinu og ljósritað efni frá kennara. Námsmat: Umsögn er gefin sem byggir á frammistöðu og virkni í tímum.

Fornám ökunáms Kennslustundir á viku: 1 Tvær annir Áfangalýsing Nemendur fræðast um þætti sem tengjast ökunámi og akstri að því loknu. Þeir kynnast viðhorfum sem tengjast umferð og umferðarmenningu. Farið verður í vettvangsferðir og aðfengnir fyrirlesarar koma í skólann með fræðslu. Markmið  að nemendur kynnist búnaði ökutækis  að nemendur kynnist og læri að þekkja umferðarmerkingar  að nemendur kynnist orsökum umferðarslysa og áhættuþáttum í umferð  að nemendur fá heilstæða mynd af ökunámi Leiðir að markmiðum Ýmis verkefni eru unnin sem tengjast námsmarkmiðum. Vinnan er einstaklings – og hópvinna. Notast er við mynd- og fræðsluefni af Netinu, myndböndum og –diskum o.fl. Námsgögn Verkefni útbúin af kennara. Námsmat Símat þar sem verkefni nemenda og virkni í tímum eru metin. Einkunn er á skalanum 1 – 10.

Förðun Kennslustundir á viku: 2 Ein önn Að hugsa vel um húðina skiptir miklu máli og er það grunnur að heilbrigðu og fallegu útliti. Að kunna að farða sig og aðra er bæði skemmtilegt og gagnlegt. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 20 -


Markmið Að nemendur:  læri um heilbrigt útlit  læri litablöndun  kynnist undirstöðu mismunandi farðanna  læri að nota förðunarvörur  læri vandvirkni  geti nýtt sér förðun við ýmis tækifæri eins og árshátíð og fl  hafi gaman af

Leiðir að markmiðum Námskeiðið skiptist í eftirfarandi þætti: Tölvur Heilbrigð húð, fallegt útlit. Litablöndun. Náttúrulegförðun. Dagförðun. Skyggingar. Kvöldförðun. Ljósmynda og tískuförðun. Ýmis „fake“. Í byrjun verður sýnikennsla þar sem farið verður yfir helstu þætti námskeiðsins og farðanir. Eftir það verður stór hluti námskeiðsins verklegur þar sem nemendur fá að prófa sig áfram. Námskeiðið byggist á mikilli samvinnu þar sem nemendur eru einnig módel til að æfa sig á. Námsgögn Bók til að punkta hjá sér hugmyndir og teikna í. Plastmappa, förðunarvörur, tölvur,vídeó, tískublöð og bækur. Námsmat Ástundun, frumkvæði, sköpunarkraftur og vandvirkni metið. Þá verður vinnubók metin ásamt skriflegu og verklegu prófi.

Hönnun og hugmyndavinna Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir Áfangalýsing Þessi áfangi er ætlaður þeim nemendum sem hafa áhuga á að læra um hönnun og hvernig þróa á hugmyndir. Áhersla verður lögð á skissu- og hugmyndavinnu og fá nemendur innsýn Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 21 -


inn í heim hönnuðarins og hvernig hann starfar. Þetta er mjög góður undirbúningur fyrir þá nemendur sem hyggja á frekara nám á hönnunar eða listabraut. Nemandi þarf ekki að vera snillingur í að teikna til að sitja þennan áfanga, hægt er að notast við úrklippur, prent af neti eða orð til að lýsa hugmyndum. Nemendur geta gert hugarkort í stað teikninga til að lýsa hugmyndinni. Aðalatriðið er að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín og reyna nýja hluti. Þetta er mikil vinna sem nemendur þurfa að vinna á námskeiðinu, en skemmtileg og gefandi. Nemendur nota skissubók yfir veturinn, sem er gott að eiga, ef nemandi hyggur á frekara nám í greininni. Einnig er heimilt að notast við rafrænt form ef nemandi kýs, en þá í samráði við kennara. Nemendur fá einnig innsýn í heim hönnunar með fyrirlestrum frá kennara til stuðnings því sem þeir eru að fást við í námskeiðinu. Unnið verður í öllum helstu forritum tengt hönnunarvinnu, s.s. Illustrator, Photoshop, Flash, After effects og ProDesktop (þrívídd). Markmið  að nemendur læri að nýta sér ýmiskonar hugmyndavinnu og hvernig þróa á hugmynd frá upphafi til enda  að nemendur noti tímann vel og skissi allar hugmyndir niður á blað (skissa er teikning, hugarkort, úrklippur o.fl.)  að nemendur nái að búa til kynningu á hugmyndinni í hugbúnaði sem er sambærilegt því sem hönnuðir nota  að nemendur læri að gagnrýna verk hver annars á uppbyggilegan hátt  að nemendur séu opnir fyrir gagnrýni sem þætti í að bæta verkefnið sem þeir eru að vinna Leiðir að markmiðum Verkefnalýsing Ýmis verkefni verða lögð fyrir og fer það eftir vinnuhraða hvers og eins hversu mörg verkefni hver nemandi kemst yfir en m.a. verður farið í merkjagerð (logo), hönnun smíðagripa, hönnun út frá þekktri persónu eða þema, þróun teiknimyndapersónu, vöruhönnun, auglýsingagerð, vefborðar/teiknimynd, hönnun stóls eða hluta sem falla undir iðnhönnun o.fl.

Námsgögn Skissubók, ritföng og tölvuforrit sem henta því verkefni sem nemandi er að vinna. Námsmat Verkefni nemenda eru metin til einkunnar jafnóðum en einnig er áhugi, frumkvæði og vinnusemi í kennslustundum metin jafnharðan. Nemendur eiga að skila skissubók í lok námskeiðs, hún er hluti af námsmati og gildir 20%.

Hönnun og smíði Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 22 -


Áfangalýsing Öll vinna í þessum áfanga bæði í 9. og 10. bekk er einstaklingsmiðuð. Nemendum stendur til boða að vinna með öll efni og öll verkfæri sem smíðastofan hefur uppá að bjóða, að svo miklu leyti sem kostnaður og öryggissjónarmið leyfa. Nemendum er gert að vinna út frá hugmyndum sem þeir koma sjálfir með og hanna út frá eigin þörfum og áhuga. Ef eigin hugmyndir skortir mun kennari leggja fyrir nemandann verkefni sem innihalda meðferð verkfæra eða smíðaefna sem tiltekinn nemandi hefur ekki kynnst áður og er þá stuðst við fyrirliggjandi ferilskrá. Markmið  að virkja vilja og áhuga til að koma verki í framkvæmd  að tengja þekkingu, sem nemandi býr yfir, við það verk sem hann ætlar að framkvæma  að afla sjálfur nýrrar þekkingar til að geta komið hugmynd í framkvæmd  að bæta við þá verkþekkingu sem fyrir er undir leiðsögn kennara Leiðir að markmiðunum Kennsla í þessum áfanga miðar fyrst og fremst að því að fara yfir leiðir til að nýta áhuga og þekkingu hvers og eins til að skapa og framkvæma. Farið er yfir notkun tölvu til að afla hugmynda bæði verkefnabanka skólans og netleitaraðferðir. Dæmi um verkefni sem hægt er að vinna eru t.d. smærri húsgögn úr mismunandi plötuefnum, renndir hlutir, smáhlutir úr tré, smærri hlutir úr járni, góðmálmum og skartgripir úr silfri sem og hlutir formaðir úr plasti, horni o.fl. Námsgögn Verkefnabanki sem byggir á myndum af smíðaverkefnum nemenda. Handbækur með smíðahugmyndum. Flettispjöld sem sýna smíðaaðferðir o.fl. Öll verkfæri sem nemandinn hefur aðgang að miðað við aldur Námsmat Námsmatið er framkvæmt með símati og er nemandanum gerð grein fyrir því jafnóðum eftir því sem kostur er. Matsþættir eru þrír: 1. Vinnusemi og frumkvæði, þar sem metið er hve vel nemandi heldur sig að verki og hvernig hann bregst við erfiðleikum. Metið er eftir hvern tíma. Gildir 70 % 2. Vandvirkni, þar sem metin er þrautseigja við að ná sem bestum árangri. Verkefni skoðuð og metin. Gildir 15 % 3. Frumleiki, þar sem metið er hvort nemandi leggur vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta. Gildir 15 % Einkunn er gefin á skalanum 1 – 10. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 23 -


Íþróttafræði Kennslustundir á viku: 1 Ein eða tvær annir. Áfangalýsing Námið er að verulegu leyti verklegt og ætlað fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Utanaðkomandi fræðsla verður fengin ásamt því að farið verður í vettvangsferðir. Bóklegir tímar verða 2 - 3. Markmið  að nemendur geti gert kennsluáætlun fyrir 60 mínútna tímaeiningu  að nemendur kynnist mismunandi íþróttagreinum  að nemendur geti stjórnað tímum sem leiðbeinendur  að nemendur kunni að búa til skammtíma og langtíma áætlanir Leiðir að markmiðum Verklegar kennslustundir í Íþróttahúsi Seljaskóla. Farið verður í ýmsar greinar íþrótta. Námsgögn Verkefni útbúin af kennara.

Námsmat Símat, þar sem metin eru verkefni nemenda og virkni í tímum. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Knattspyrna Kennslustundir á viku: 2 Tvær annir Áfangalýsing Námið er að mestu leyti verklegt (knattspyrna iðkuð) en með stuttum hagnýtum og/eða fræðilegum innlögnum. Nemendur fá að kynnast hvernig afreksmenn í knattspyrnu æfa og reynt verður að líkja eftir þeim allra bestu. Æfingar verða í takt við það besta sem þekkist hér á landi. Töluverð áhersla verður lögð á spil en alltaf með þeim áherslum að leikmenn séu að bæta sig. Markmið  að leikmenn bæti fíntækni og snerpu Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 24 -


 að leikmenn bæti sendingar og móttöku  að leikmenn auki leikskilning  að Seljaskóli geti teflt fram góðu skólaliði Leiðir að markmiðum Knattspyrna verður iðkuð í íþróttahúsi Seljaskóla og utanhúss ef færi gefst. Áfanganum er skipt upp í mislangar lotur. Fíntækni, sendingar, varnarleikur (markvarsla), sóknarleikur og leikskilningur verða tekin fyrir og unnið að því að bæta þessa þætti hjá leikmönnum. Námsgögn Bolti, vesti og keilur. Viðeigandi íþróttafatnaður Námsmat Nemendur er metnir samkvæmt mætingu, frammistöðu og áhuga í tímum. Umsögn er gefin í lok áfanga.

Myndmennt Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir Áfangalýsing Farið er í alla grunnþætti myndlistar. Teikningu, málun, þrykk og mótun. Listasagan er lauslega skoðuð og helstu listastefnur kynntar. Á vorönn er það áhugasvið nemandans sem stjórnar því hvað er gert hjá þeim sem eru allan veturinn. Markmið  að nemendur öðlist þekkingu á helstu aðferðum myndlistar  að nemendur öðlist færni til að beita þeim aðferðum  að nemendur þjálfi skapandi hugsun og sjálfstæð vinnubrögð Leiðir að markmiðunum Það eru nokkur skylduverkefni sem nemendur þurfa að ljúka. Þar er verið að þjálfa færni í vinnubrögðum. Námið er einstaklingsmiðað og vinnur hver og einn á sínum hraða. Reynt er að ýta undir allt frumkvæði hjá nemendum og þeir hvattir til að framkvæma þær hugmyndir sem þeir fá, innan ákveðins ramma. Námsgögn Teikniblýantar, túss ,acrylmálning, gouachemálning, mismunandi gerðir lita, listaverkabækur og internetið. Námsmat Námsmat fer fram að hluta sem símat en þá er verið að meta frumkvæði og vinnugleði.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 25 -


Að lokinni önn er farið yfir möppu nemandans og skoðað hvort hann hefur lokið skylduverkefnum sínum og hvað hann gerði í frjálsu vali. Þá er bæði verið að meta færni, vandvirkni og afköst. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Náms- og starfsfræðsla Kennslustundir á viku: 1 Ein önn. Markmið  að nemendur kunni skil á mismunandi námsleiðum að loknum grunnskóla  að nemendum fái innsýn inn í fjölbreytt störf atvinnulífsins  að þjálfa nemendur í að gera ferilskrá til að undirbúa ákvarðanatöku um nám og starf  að nemendur þekki áhugasvið sín og tengi við nám og störf. Leiðri að markmiðum Nemendur fá fræðslu um framhaldsskólanám. Fjallað verður um atvinnulíf og ýmis störf skoðuð. Réttindi starfsmanna og skyldur verða kynntar. Nemendur gera ferilskrá sem hjálpar þeim að undirbúa sig sem best undir að taka ákvarðanir um nám og störf. Áhugasvið og færni nemenda með tilliti til náms og starfs verða skoðuð. Námsgögn Ljósritað efni frá kennara. Efni sem sótt er á vefinn. Námsmat Mat á frammistöðu byggir á virkni og verkefnavinnu í tímum. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1 – 10.

Skólavinir Kennslustundir á viku: 1eða 2 Ein eða tvær annir. Áfangalýsing Nemandinn fær að taka þátt í starfi yngstu bekkja skólans undir stjórn umsjónarkennara viðkomandi bekkja. Nemandinn fær að aðstoða börnin við ýmis verkefni sem þau þurfa að inna af hendi í skólanum. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 26 -


Engin bókleg fræðsla fylgir þessum áfanga en nemandinn fær leiðsögn og handleiðslu frá umsjónarkennurum og öðru starfsfólki sem hann kann að þurfa að vinna með. Markmið  að veita nemendum 10. bekkjar innsýn í störf uppeldisstétta  að auðvelda þeim að velja nám eða störf á slíkum vettvangi að loknu grunnskólanámi  að gefa þeim tækifæri til að taka þátt í skapandi starfi og skapa tilbreytingu frá hefðbundnu bóknámi  að þjálfa nemendur í mannlegum samskiptum Námsmat Símat/frammistöðumat. Umsjónarkennari metur frammistöðu nemandans í starfi þar sem viðvera, samstarfshæfni, áhugi og framtakssemi verða lögð til grundvallar.

Tæknimennt – tölvur Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir. Áfangalýsing Í þessum áfanga verður kafað nokkuð djúpt í notkun tölva með margvíslegum forritum og nemendur þjálfaðir í að nýta sér upplýsingatæknina í leik og skólastarfi. Markmið  að nemendur læri að nota Netið til upplýsingaöflunar og kunni að nota helstu leitarvélarnar sér til aðstoðar  að nemendur nái færni í ritvinnslu  að nemendur læri umbrot í Publisher forritinu  að nemendur geti búið til Power Point (glæru-) sýningar  að nemendur læri myndvinnslu í Photoshop forritinu  að nemendur öðlist færni og þekkingu í tölvu- og myndvinnslu og að eftir önnina hafi þeir aukið sjálfstraust til að vinna sjálfstætt að sköpun og hafi haldgóða tækniþekkingu í farteskinu Leiðir að markmiðunum Farið verður í leturgerð, uppsetningu og samhengið milli leturgerðar og innihalds texta skoðað. Nemendur vinna verkefni tengt upplýsingaöflun á Netinu. Nemendur vinna dagatal, bækling, fréttablað og auglýsingar í Publisher forritinu. Teknar verða stafrænar ljósmyndir, hlaðið inn í tölvu og unnið með þær á margan hátt í Photoshop forritinu. Einnig verður hreyfiborði unninn til að setja sem haus á heimasíðu. Í áfanganum verður bæði einstaklingsvinna og hópvinna. Námsgögn Tölvur, skanni, myndavél og kennslubækur. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 27 -


Námsmat Námsmat verður annars vegar símat þar sem sjálfstæði í vinnubrögðum, skapandi og frumleg hugsun, efnistök, frágangur, frammistaða í tímum og framfarir verða metin. Lokaverkefni verður metið út frá efnistökum, skapandi og frumlegri hugsun, frágangi og framförum. Einkunn gefin á skalanum 1-10.

Námsgögn Fast Track to FCE (Coursebook) (Kaflar 1-6) Rauða bókin Ný ensk málfræði fyrir framhaldsskóla (Mál og menning) 20th Century English short Stories (Longman) Lois Duncan: Gallows Hill (Penguin Plus) Kjörbók: Morton Rhue: The Wave (Penguin Books Ltd.) Nigel Hinton: Buddy (Penguin Plus) EÐA Deborah Ellis: The Breadwinners (GroundworkBooks) Námsmat Kjörbók 10% Smásögur 10% Málfræðipróf 10% Lokapróf 70 % (lágmarkseinkunn 5,0)

Þrívíð hönnun Kennslustundir á viku: 2 Ein önn Áfangalýsing Nemendur fá tækifæri til að vinna skúlptúra úr mismunandi efnum s.s. leir, pappír, timbri, gifsi og hvað sem okkur dettur í hug. Markmið  að öðlast þekkingu á helstu aðferðum þrívíðrar hönnunar  að öðlast færni til að beita þeim  að þjálfa skapandi hugsun og sjálfstæð vinnubrögð Leiðir að markmiðunum Það eru nokkur skylduverkefni sem nemendur þurfa að klára. Þar er verið að þjálfa færni í vinnubrögðum. Námið er einstaklingsmiðað og vinnur hver og einn á sínum hraða. Reynt er að ýta undir allt frumkvæði hjá nemendum og þeir hvattir til að framkvæma þær hugmyndir sem þeir fá, innan ákveðins ramma. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 28 -


Námsgögn Timbur ,leir, gifs, pappír, málning og allskonar endurvinnsla. Námsmat Námsmat fer fram að hluta sem símat en þá er verið að meta frumkvæði og vinnugleði. Að lokinni önn er farið yfir verk nemandans og skoðað hvort nemandi hefur klárað skylduverkefni sín og hvað hann gerði í frjálsu vali. Þá er bæði verið að meta færni, vandvirkni og afköst. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 10. bekkur - 29 -


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.